Greinar sunnudaginn 12. desember 2004

Fréttir

12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

4 hross fengu miltis-brand

MILTIS-BRANDUR kom upp í hrossum á Vatns-leysu-strönd. 3 hross drápust og 1 var lógað. Þetta gerðist við eyði-býlið Sjónar-hól. Miltis-brandur er hættulegur sjúk-dómur. Hann hefur ekki komið upp á Íslandi síðan árið 1965. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd

Allar vörur ónýtar eftir brunann

MIKIÐ tjón varð í verslun Nóatúns í JL-húsinu við Hringbraut í eldsvoða í fyrrinótt, bæði vegna elds og reyks sem barst um alla búðina. Eldurinn virðist hafa kviknað í kjötvinnslu og eldhúsi inn af kjötborði verslunarinnar. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi 2,6% af mannafla á vinnumarkaði

Atvinnuleysi minnkaði úr 2,7% í 2,6% milli október og nóvember, en að því er fram kemur í frétt Vinnumálastofnunar eykst atvinnuleysi yfirleitt milli þessara mánaða. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Bílabúð Benna lækkar verð á bílum

BÍLABÚÐ Benna hefur lækkað verð á bílum. Benedikt Eyjólfsson framkvæmdastjóri segir að staða gjaldmiðla gefi tækifæri til lækkunar. "Við höfum reyndar verið að lækka verðið jafnt og þétt vegna gengisþróunar undanfarinna mánaða. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 2420 orð | 1 mynd

Dularfullir atburðir og dulræn fyrirbæri

Bókarkafli | Ekki eru allir viðburðir auðútskýrðir og suma má jafnvel segja falla í flokk dulrænna atburða. Bókin Dýrmæt reynsla geymir safn slíkra frásagna og var víða leitað fanga við efnisöflun. Stærsti hlutinn er viðtöl og frásöguþættir, gamlir og nýir, eftir Valgeir Sigurðsson, en nokkrir höfundanna settust þó niður og skrifuðu um eigin reynslu. He´r fylgja á eftir kaflar um nokkra óútskýrða atburði. Meira
12. desember 2004 | Erlendar fréttir | 120 orð

Dæmdur fyrir tengsl við mafíuna

DÓMSTÓLL á Sikiley dæmdi í gær náinn samstarfsmann Silvios Berlusconis, forsætisráðherra Ítalíu, til níu ára fangelsisvistar fyrir tengsl hans við ítölsku mafíuna. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Ekkert blasti við dótturinni

ÓLAFUR Haukur Símonarson, leikritaskáld, rithöfundur og lagasmiður, hefur ásamt fjölskyldu sinni flust til Danmerkur þar sem hann sinnir ritstörfum sínum á Friðriksbergi í kóngsins Kaupmannahöfn. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 2363 orð | 1 mynd

Ég var að deyja

Reynsla heróínfíkils er inntak bókarinnar Eftirmál eftir feðgana Frey Njarðarson og Njörð Njarðvík. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Frey um líf hans og líðan. Hann er nú í viðhaldsmeðferð hjá SÁÁ. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Fagna útspili Fjármálaeftirlitsins

SEÐLABANKINN fagnar útspili Fjármálaeftirlitsins, sem boðar hert eftirlit með starfsemi lánastofnana vegna aukinna fasteignalána og útlána sem fela í sér markaðsáhættu. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð

Fíkniefni fundust við húsleit

LÖGREGLAN á Akranesi fann um 10 grömm af hassi og 13 grömm af amfetamíni við húsleit í íbúðarhúsi í bænum í fyrrakvöld. Íbúi í húsinu, 24 ára gamall karlmaður, var handtekinn og viðurkenndi hann við yfirheyrslur að eiga fíkniefnin. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 246 orð

Fjórfalt fleiri ákærur en í fyrra

ÞAÐ stefnir í að sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli gefi út fjórfalt fleiri ákærur á þessu ári en hann gerði í fyrra. Fjölgun hefur orðið í flestum brotaflokkum en einna mest í brotum gegn útlendingalögum og í fíkniefnamálum. Meira
12. desember 2004 | Erlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Forseta-kosningar í Úkraínu 26. desember

NÝJAR forseta-kosningar hafa verið boðaðar í Úkraínu 26. desember. Síðustu kosningar voru 21. nóvember. Viktor Janúkóvítsj fékk flest atkvæði. Hann er forsætis-ráðherra núna. Viktor Jústsjenkó var í framboði fyrir stjórnar-andstöðuna. Meira
12. desember 2004 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fóstrumál urðu Kerik að falli

BERNARD Kerik, fyrrverandi lögreglustjóri í New York, verður ekki næsti heimavarnaráðherra Bandaríkjanna eins og tilkynnt hafði verið. Hann hefur ritað George W. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 145 orð

Framsókn með engan mann

SAMFYLKING og Vinstri grænir fengju átta borgarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur sex og Frjálslyndi flokkurinn einn ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, en Framsóknarflokkinn vantar aðeins meira fylgi til að ná inn manni. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Friðriksmót haldið í Landsbankanum

SKÁKSAMBAND Íslands og Landsbankinn standa fyrir skákmóti í dag, sem kallað er Friðriksmót til heiðurs Friðriki Ólafssyni stórmeistara. Skákmennirnir setjast að tafli í dag, sunnudag, kl. 10. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 223 orð

Fuglaflensan gæti orðið að faraldri

FUGLAFLENSAN gæti orðið að faraldri um allan heim en innflúensufaraldrar eru í dag ein helsta heilbrigðisógn mannkyns, að sögn dr. Lee Jong-wook, forstjóra WHO. Ómögulegt er að segja til um með vissu hvort og hvenær það myndi gerast. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 1324 orð | 6 myndir

Fyrsta Viðeyjarsundið

Benedikt G. Waage var fyrstur manna til að synda Viðeyjarsundið fyrir réttum 90 árum. Ingimar Jónsson rifjar upp afrek ofurhugans, sem síðar varð einn af helstu íþróttaleiðtogum þjóðarinnar. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fögnuðu svo mikið að lögreglan var kölluð út

FAGNAÐARLÆTIN í fjórum stuðningsmönnum Liverpool, sem voru að horfa á leik liðsins við gríska liðið Olympiakos í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag, voru svo mikil að kona, sem stóð fyrir utan íbúð þeirra á Barónsstíg, taldi að eitthvað gruggugt væri á... Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 80 orð

Grammy-verðlaun til Íslands?

BJÖRK Guðmundsdóttir og Emilíana Torrini eru tilnefndar til Grammy-verðlauna. Það eru bandarísk tónlistar-verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem Emilíana fær tilnefningu. Hún er tilnefnd fyrir lagið "Slow" en hún er með-höfundur að því. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Hafa selt um 4.000 miða í forsölu

FORSALA aðgöngumiða á leikritið Híbýli vindanna hefur verið mjög góð, en verkið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 7. janúar nk. Þegar hafa tæplega 4. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 1721 orð | 4 myndir

Hagur prestur með bú í blóma

Bókarkafli | Kirkjustaðurinn í Laufási við Eyjafjörð hefur tekið margvíslegum breytingum í gegnum aldirnar. Í bókinni Laufás við Eyjafjörð, sem byggist á áratuga rannsóknarvinnu, lýsir Hörður Ágústsson ábúendum í gegnum aldirnar, torfbænum sem enn stendur og þeim breytingum sem einstaka bæjarhús hafa tekið frá miðri 16. öld. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð

Höller og Kuri á listahátíð

Í Lesbók í gær birtist listi yfir þá myndlistarlistamenn sem fyrirséð er að taki þátt í myndlistarþætti Listahátíðar í Reykjavík næsta vor. Auk þeirra sem þar voru nefndir er ljóst að þeir Carsten Höller og Gabriel Kuri munu taka þátt í hátíðinni. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 878 orð | 1 mynd

Katla er geig-vænlegt eldfjall

Ólafur Pétursson, bóndi á Giljum I í Mýrdal, er fæddur 12. júní 1909. Hann átti heima í Vík í Mýrdal þegar Katla gaus 1918. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 417 orð | 1 mynd

Katla er góður nágranni

Benedikt Bragason og Andrína Guðrún Erlingsdóttir reka Arcanum-ferðaþjónustuna. Þau hafa sérhæft sig í ævintýraferðum á snjó og jöklum og bjóða meðal annars upp á ferðir um Mýrdalsjökul. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 1023 orð | 2 myndir

Katla er spennandi nágranni

Reynir Ragnarsson í Vík í Mýrdal flýgur reglulega á eigin flugvél yfir Kötlu og aðgætir hvort sjáanlegar breytingar hafa orðið á eldstöðinni. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

KB banki veitir 21,5 millj. úr Menningar- og styrktarsjóði

KB banki hefur veitt 30 aðilum styrki úr Menningar- og styrktarsjóði bankans sem nema samtals 21,5 milljónum króna. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Kennarar með samning

KENNARAR hafa loksins fengið nýjan kjara-samning. Hann var sam-þykktur naum-lega síðasta mánudag. 51,2% sögðu já við samningnum en 36,4% sögðu nei. Það þýðir að ekki þarf að skipa gerðar-dóm. Eiríkur Jónsson er formaður Kennara-sambandsins. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Krúna bar í desember

JARMANDI smálamb var ekki það sem Björgvin Viðarsson á Kraunastöðum í Aðaldal átti von á þegar hann kom í fjárhúsin í gærmorgun. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð

Leikjatölvur uppseldar

PLAYSTATION II leikjatölvur eru uppseldar á landinu og á umboðsaðili ekki von á að fá fleiri tölvur til landsins fyrir jól. Sumar verslanir hyggjast þó reyna að flytja sjálfar inn eitthvert magn af tölvunum og bjóða til sölu fyrir jól. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 128 orð

Lögðu hald á 600 grömm af kannabisefnum

LÖGREGLAN í Borgarnesi lagði hald á rúmlega 600 grömm af þurrkuðum kannabisefnum, auk nokkurra gramma af amfetamíni, við húsleit á sveitabæ í Borgarbyggð á föstudag. Maður á fertugsaldri var handtekinn vegna málsins, og var hann yfirheyrður í gærkvöldi. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 335 orð

Með 2/3 allrar mjólkurvinnslu

EF Mjólkurbú Flóamanna (MBF) og Mjólkursamsalan (MS) sameinast verður sameinað félagið með um tvo þriðju hluta allrar mjólkur sem framleidd er á landinu á sinni könnu, en sameining félagana er þó ekki háð samþykki Samkeppnisstofnunnar. Magnús H. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð

Merck Sharp & Dome endurgreiða Vioxx að fullu

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Merck Sharp & Dohme, framleiðandi Vioxx, hefur samþykkt að endurgreiða innkallað lyfið að fullu. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 2583 orð | 2 myndir

Mikilvægt að enginn sé blekktur

Íslendingar láta gjarnan fé af hendi rakna til góðs málefnis, ekki síst á þessum árstíma. Skapti Hallgrímsson kynnti sér fjársafnanir af ýmsu tagi og reyndi að komast að því hversu mikið skilar sér alla leið til þeirra sem verið er að safna fyrir. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 37 orð

Nágrannar Kötlu

Mýrdælingar eru næstu nágrannar Kötlu og hafa lært að lifa með eldstöðinni, sem sumir telja eina þá hættulegustu hér á landi. Mýrdælingar láta það þó ekki raska ró sinni. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson fóru í Mýrdalinn. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 484 orð | 2 myndir

Nokkur hækkun síðustu ár

Þrátt fyrir að staða þeirra ellilífeyrisþega sem fá fullar bætur almannatrygginga hafi batnað á allra síðustu árum eru bæturnar enn undir lágmarkstaxta verkafólks. Allt fram til 1995 voru þessar bætur örlítið hærri en lágmarkstaxti. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 377 orð

Ósáttir við áreiti vegna fíkniefnahunds

"LÖGREGLAN sagði okkur að hún yrði með óeinkennisklædda menn á staðnum til að halda uppi fíkniefnaleit og tók fram að þarna yrði sérþjálfaður hundur. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð

Piltur lést í elds-voða á Sauðárkróki

PILTUR lést og þrennt slasaðist þegar eldur kom upp í húsi á Sauðár-króki um síðustu helgi. Pilturinn hét Elvar Fannar Þorvaldsson og var fæddur 1983. Ein stúlka stökk út úr brennandi húsinu og 2 menn gripu hana. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 823 orð | 1 mynd

"En á endanum mun veiran stökkbreytast"

Inflúensufaraldur á borð við fuglaflensuna er ein helsta heilbrigðisógn sem jarðarbúar standa frammi fyrir. Slíkur faraldur yrði ekki einkamál þróunarríkja, þó að faraldsins yrði líklega fyrst vart þar, heldur heimsins alls. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 3212 orð | 6 myndir

Reynsla af miðli og mótlæti

Bókarkafli | Halldór Kiljan Laxness var afkastamikill á rithöfundaferli sínum. Á árunum 1932-48 sem segir frá í Kiljan, öðru bindi ævisögu skáldsins eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, greinir frá tíma er hann skrifaði sumar sínar helstu skáldsögur,... Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 2232 orð | 3 myndir

Síðasta skjal Þriðja ríkisins

Bókarkafli | Árið 1942, þegar Traudl Junge var tuttugu og tveggja ára, bauðst henni starf á skrifstofu Foringjans í Berlín. Stuttu síðar gerði Adolf Hitler hana að einkaritara sínum en því starfi gegndi hún allt til endaloka Þriðja ríkisins. Hún var síðasta eftirlifandi vitnið úr nánasta umhverfi Foringjans. Stuttu eftir stríðslok skráði hún minningar sínar úr vistinni hjá Hitler. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 970 orð | 1 mynd

Skiptir máli að breyta samfélagsvitundinni

Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri forvarnarverkefnsins Blátt áfram, segir viðtali við Jón Pétur Jónsson að úrræði skorti bæði handa gerendum og þolendum kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 1147 orð | 2 myndir

Smátt af hátíðarári

Listaakademían í Kaupmannahöfn hefur ekki gert endasleppt um hátíðabrigði í tilefni 250 ára afmælisársins. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 199 orð

Stutt

Helena hættir Helena Ólafsdóttir verður ekki áfram þjálfari lands-liðsins í fót-bolta. KSÍ vildi að hún myndi hætta. Henni var sagt að liðið hefði ekki staðið sig nógu vel undir hennar stjórn. Helena er ósátt við þessa niður-stöðu. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 351 orð

Telur notkun farsíma í útlöndum of dýra

EFTIRLITSSTOFNUN Evrópusambandsins á sviði fjarskiptamála hyggst rannsaka verðlagningu farsímafyrirtækja í aðildarríkjum ESB á alþjóðlegum reikisamningum, þ.e. notkunarsamningum við erlend farsímafyrirtæki sem þá veita aðgang að sínu farsímakerfi. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 430 orð | 1 mynd

Til umhugsunar fyrir jólasveina

Að þessu sinni voru jólasveinarnir heldur bráðlátir og komu til byggða nokkru áður en þjóðtrúin segir til um og tímabært var að setja litla skó út í glugga. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 231 orð

Tæplega 5 milljóna króna hagnaður

HAGNAÐUR af tónleikum sem haldnir voru til styrktar Félagi krabbameinssjúkra barna í Hallgrímskirkju nemur 4.748.882 krónum, sem er í samræmi við upphafleg markmið tónleikanna. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 301 orð

Umframgreiðslur Íbúðalánasjóðs 41 milljarður

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR greiðir lánveitendum sínum um 41 milljarð króna umfram venjubundnar afborganir, vexti og verðbætur, að mestu á síðustu mánuðum þessa árs og í upphafi næsta árs. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 446 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

Tilnefningarnar núna minna mig reyndar svolítið á Óskarsverðlaunin í Hollywood í gamla daga. Þá fengu menn þau yfirleitt árið eftir að þeir áttu þau skilið. Þráinn Bertelsson rithöfundur um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2004. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 1390 orð | 4 myndir

Vangaveltur um veröldina

Bókarkafli | Gátur lífsins voru ofarlega í hugum skólapilta Lærða skólans í Reykjavík á nítjándu öld líkt og kemur fram í ritgerðarefnum þeirra í íslenskum stíl á á árunum 1846-1904. Þar lýsa piltarnir ýmist heimahögum sínum og nánasta umhverfi, segja frá ferðalögum og hversdagslegum viðburðum eða taka afstöðu til ýmissa samfélagsmála. Megináherslan var þó á að piltarnir skrifuðu um hvernig ætti að stunda æskilegt líferni og forðast freistingar hversdagsleikans. Meira
12. desember 2004 | Erlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Veður sem engu eirði

FILIPPSEYSK kona heldur á barni sínu við sjávarsíðuna í þorpinu Real í Quezon-héraði í gær en fellibylur hafði leikið byggð á þessu svæði mjög grátt. Næstum 1. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Vegfarendur hvattir til að sýna varúð og tillitssemi

VEGNA framkvæmda við Vesturlandsveg milli Víkurvegar og Skarhólabrautar hefur umferð verið hleypt á eystri akbraut nýja vegarins. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 379 orð

Velja ætti peningana eða þakklætið

Sigurður Kristinsson heimspekingur og lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, telur að út frá sjónarmiði siðfræðinnar geti listamenn varla bæði þegið fé fyrir að koma fram á styrktarsamkomum og það þakklæti almennings og aðdáun sem... Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Við lögreglustörf á freigátum

HLUTI af fastaflota Atlantshafsbandalagsins á Atlantshafi er nú í höfn á Íslandi og gefst almenningi kostur á að skoða tvær freigátur flotans, hina hollensku Witte de With og hina þýsku Lubeck. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 659 orð | 1 mynd

Vilja auka rannsóknir og bæta skilvirkni í norrænu samstarfi

Á FUNDI samstarfsráðherra Norðurlanda í Reykjavík á föstudag tóku Danir við formennsku í ráðherraráði þeirra af Íslendingum og meðal áherslumála þeirra er að auka veg rannsókna og nýsköpunar, afnema landamærahindranir sem truflað geta viðskiptalífið og... Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 280 orð

Vilja stöðva útþenslu borgar

"ÁHERSLUR Samtaka um betri byggð munu áfram beinast að því að stöðva útþenslu borgarinnar og þétta hana inn á við," segir Örn Sigurðsson, arkitekt og stjórnarmaður í samtökunum. Meira
12. desember 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð

Vonar að málið leysist innan sjúkrahússins

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra vonar að samskiptavandamál læknaráðs Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og stjórnenda sjúkrahússins verði leyst innan sjúkrahússins og það sem fyrst. Honum hafa borist bréf frá báðum aðilum, þ.e. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 671 orð

Þá varð ég mikið hrædd

Þórunn Björnsdóttir, húsfreyja á Giljum I í Mýrdal, er fædd 15. ágúst 1911. Þórunn átti heima í Svínadal í Skaftártungu þegar Katla gaus 1918. Meira
12. desember 2004 | Innlent - greinar | 1995 orð | 2 myndir

Þroskatæki fyrir einhverf börn

Út er komin bókin Félagshæfnisögur eftir Bryndísi Sumarliðadóttur. Hún er móðir einhverfrar stúlku og segir hér Guðrúnu Guðlaugsdóttur frá því hvernig aðferð félagshæfnisagna hefur hjálpað henni og dóttur hennar í lífsbaráttunni. Meira

Ritstjórnargreinar

12. desember 2004 | Leiðarar | 390 orð

Forystugreinar Morgunblaðsins

14. desember 1994: "Rússneskar hersveitir héldu á sunnudag inn í Kákasuslýðveldið Tsjetsjníu. Krafa Rússa er sú að Tsjetsjenar afturkalli sjálfstæðisyfirlýsingu sína frá árinu 1991. Meira
12. desember 2004 | Leiðarar | 546 orð

Gengi krónunnar

Ræða Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, á ráðstefnu bankans sl. fimmtudagsmorgun, og ummæli hans í fjölmiðlum í kjölfar ráðstefnunnar, hafa vakið mikla athygli. Meira
12. desember 2004 | Leiðarar | 331 orð | 1 mynd

Málskrúð og mannréttindi

Mannréttindi eru alvarlegt mál og eiga ekki að vera tilefni tækifærismennsku í stjórnmálum. Meira
12. desember 2004 | Leiðarar | 2805 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Tölurnar eru skelfilegar. 2,2 milljarðar barna lifa í heiminum í dag, þar af 1,9 milljarðar í þróunarlöndunum. Einn milljarður barna býr við fátækt eða næstum annað hvert barn. Meira

Menning

12. desember 2004 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Simon Cowell , hinn eini sanni Idol-dómari, vill fá Victoriu Beckham til að dæma með sér í nýja hæfileikaþættinum hans The X Factor . Það er sannfæring þessa eitraða dómara að hún sé tilvalin í hlutverkið og að það gerði frama hennar gott. Meira
12. desember 2004 | Menningarlíf | 201 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Leikararnir úr kvikmyndunum um Hringadróttinssögu segjast tilbúnir til að taka þátt í kvikmynd eftir sögunni Hobbitinn sem er einnig eftir J.R.R. Tolkien og er nokkurs konar forsaga Hringadróttinssögu . Meira
12. desember 2004 | Tónlist | 1207 orð | 2 myndir

Hann vildi vita hvernig lögin hans kæmu fyrir eyru almennings

Kominn er út hljómdiskurinn Svanasöngur á heiði með sönglögum tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns. Á disknum er að finna margar af þekktustu perlum tónskáldsins sem og lög sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt áður. Meira
12. desember 2004 | Menningarlíf | 791 orð | 2 myndir

Isis og eftirlitsþjóðfélagið

Á nýrri skífu rokksveitarinnar mögnuðu Isis er mikið undir og þá ekki bara í músíkinni, heldur byggist platan á djúpspekilegum pælingum um fangelsið sem við köllum nútímann. Meira
12. desember 2004 | Tónlist | 265 orð | 1 mynd

Í rykmekkinum

SOLID i.v. eru á þessari plötu Jón Símonarson (Junior) sem syngur og leikur á gítar, Óskar Gíslason (Skari) sem trommar og leikur á ásláttarhljóðfæri og Karl Daði Lúðvíksson sem leikur á bassa og gítar. Einnig koma hér við sögu þeir Valdimar Gunnarsson (gítarsóló í "White Pony") og Gunnar Bjarni Ragnarsson (hljóðhermar). Lög og textar eru eftir Jón og Karl. Solid i.v. sá um upptökustjórnun. MSK gefur út. Meira
12. desember 2004 | Menningarlíf | 737 orð | 1 mynd

Jagúar í ævintýrum

Alllangt er nú liðið síðan hljómsveitin Jagúar varð til á fönkfylleríi í sumarbústað við Kirkjubæjarklaustur. Meira
12. desember 2004 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Klassískt popp

Í HAUST gekk poppsveitin geðþekka Nýdönsk í samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Teknir voru upp tónleikar í Háskólabíói þann 5. nóvember og samanstóð efnisskráin af gömlum lögum og nýjum, sérstaklega sömdum af tilefninu. Af slögurum má nefna t.d. Meira
12. desember 2004 | Menningarlíf | 172 orð | 2 myndir

...leik ársins!

Í DAG fer fram í beinni útsendingu á Skjá einum leikur sem unnendur ensku knattspyrnunnar hafa beðið með öndina í hálsinum að undanförnu. Toppliðin í meistaradeildinni, Arsenal og Chelsea, mætast þá á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Meira
12. desember 2004 | Menningarlíf | 182 orð | 1 mynd

Louvre til Ameríku?

LISTASAFNIÐ Louvre í París á nú í samningaviðræðum um möguleika á útibúi í The High Museum of Art í Atlanta-borg í Bandaríkjunum. Safnið er með nýjan væng í byggingu sem verður lokið við árið 2006. The Guardian greindi frá þessu í vikunni. Meira
12. desember 2004 | Tónlist | 270 orð | 2 myndir

"Hann á skilið að verða lúbarinn"

ROKKTÍMARITIÐ Metal Hammer birti fyrir tveimur vikum viðtal þar sem lýst var yfir að "Dimebag" Darrell Abbot, sem myrtur var á miðvikudaginn var, ætti skilið að verða "lúbarinn". Meira
12. desember 2004 | Menningarlíf | 1305 orð | 1 mynd

Sannleikurinn er sagna bestur

Þráinn Bertelsson er höfundur bókarinnar Dauðans óvissi tími. Þetta er sakamálasaga sem stendur föstum fótum í íslenskum nútíma og byggist að miklu leyti á viðburðum í íslensku samfélagi undan- farin misseri. Hávar Sigurjónsson ræddi við hann. Meira
12. desember 2004 | Menningarlíf | 664 orð | 1 mynd

Það sem þú lætur gerast

Nýbakaður Turner-verðlaunahafi, Jeremy Deller, er meðal þeirra myndlistarmanna sem væntanlegir eru hingað til lands á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári. Meira

Umræðan

12. desember 2004 | Aðsent efni | 778 orð | 7 myndir

Ákall til þjóðarinnar

Anna Auðunsdóttir, Anna Björgvinsdóttir, Ásgerður Jóna Flosadóttir, Guðbjörg Pétursdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Ingibjörg Arelíusardóttir og Ragna Rósantsdóttir skrifa frá Fjölskylduhjálp Íslands: "Við hjá Fjölskylduhjálpinni hvetjum eindregið fólk til að leita sér aðstoðar og koma stolt og bera höfuðið hátt til hjálparstofnana eftir aðstoð." Meira
12. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 392 orð

Er þetta kristið fólk?

Frá Hilmari Jónssyni: "Sannkristið fólk er hógvært fólk, sem ber sína trú ekki á torg heldur iðkar sínar bænir í hljóði og sýnir sína trú í verki. Þessvegna tek ég með tortryggni öllu tali um skyndilegar frelsanir, eilífa útskúfun og helvítiskenningar." Meira
12. desember 2004 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Heimsins hæstu lágmarksmeðlög eru á Íslandi

Gísli Gíslason fjallar um meðlagsgreiðslur: "Getur verið að allir þessir 4.124 einstaklingar séu ábyrgðarlausir eða getur verið að eitthvað sé að hjá okkur í þessum málaflokki?" Meira
12. desember 2004 | Aðsent efni | 848 orð | 1 mynd

Löglegur og ábyrgur rekstur spilakassa

Jóhannes Rúnar Jóhannsson fjallar um rekstur spilakassa: "Markviss, upplýst og opinber umræða um spilafíkn er af hinu góða, því hún hvetur þá sem haldnir eru slíkri áráttu til að endurmeta stöðu sína og leita sér aðstoðar." Meira
12. desember 2004 | Aðsent efni | 368 orð | 1 mynd

Samgöngu- og sameiningarmál

Gunnbjörn Óli Jóhannsson skrifar um samgöngumál: "Hvers vegna má ekki fara eins að á sunnanverðum Vestfjörðum og gert er í Kolgrafarfirði og Ísafjarðardjúpi?" Meira
12. desember 2004 | Aðsent efni | 757 orð | 1 mynd

Sjálfshjálparsamtök fyrir aðstandendur spilafíkla

Júlíus Þór Júlíusson fjallar um Gam-Anon-samtökin: "Spilafíkn er fjölskyldu-, félagslegur og andlegur sjúkdómur sem fylgir mikil skömm og feluleikur." Meira
12. desember 2004 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Svar til Þorsteins Siglaugssonar

Sigurður Snævarr svarar Þorsteini Siglaugssyni: "Mér sýnist ekki hafa þýðingu að reyna að rökræða við Þorstein Siglaugsson, enda sýna útúrsnúningar og hótfyndni í grein hans að það er til lítils." Meira
12. desember 2004 | Aðsent efni | 785 orð | 1 mynd

Um veiðarfæranotkun á Breiðafirði

Gísli Gunnar Marteinsson skrifar opið bréf til Hafrannsóknastofnunar: "BRÉFIÐ byggir á forvitni undirritaðs og ástæða opinberrar birtingar er að einhverjir fleiri kynnu að vilja fræðast af svörunum. Ennfremur eru settar fram nokkrar staðhæfingar sem vonandi eru ekki fjarri lagi." Meira
12. desember 2004 | Aðsent efni | 727 orð | 1 mynd

Varnarmálin fyrr og síðar

Einar Benediktsson skrifar um varnarmál: "Það væri fyrirhyggjulaust að Íslendingar taki ekki þátt í nauðsynlegum ráðstöfunum og kostnaði vegna öryggismála." Meira
12. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 285 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Sumir hagnast svona NÝLEGA þurfti ég á þjónustu að halda í einni af verslunum BYKO. Hún fólst í því að láta saga fyrir mig efni sem ég hafði keypt þar. Meira

Minningargreinar

12. desember 2004 | Minningargreinar | 526 orð | 1 mynd

ÁGÚST NÍELS JÓNSSON

Ágúst Níels Jónsson læknir fæddist á Ísafirði 2. júní 1934. Hann andaðist á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 20. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson og Magnína Salómonsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2004 | Minningargreinar | 429 orð | 1 mynd

BJARNI METÚSALEM RAGNARSSON

Bjarni Metúsalem Ragnarsson fæddist í Víkurgerði í Fáskrúðsfirði 27. nóvember 1950. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík hinn 13. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Elín Bjarnadóttir húsfreyja og Ragnar Björgvinsson bóndi í Víkurgerði. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2004 | Minningargreinar | 1148 orð | 1 mynd

BORGHILD KATRINE JOENSEN

Borghild Katrine Joensen fæddist á Viðareiði í Færeyjum 8. ágúst 1919. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Anna Katrína Soffía Joensen húsmóðir, f. 21. febrúar 1879, d. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2004 | Minningargreinar | 699 orð | 1 mynd

ELÍN KRISTÍN ÞORKELSDÓTTIR SZLIUGA

Elín Kristín Þorkelsdóttir Szliuga fæddist á Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð 9. desember 1918. Hún lést á heimili sínu í Bandaríkjunum 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorkell Eiríksson, f. 4. nóvember 1886, d. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2004 | Minningargreinar | 495 orð | 1 mynd

ELLEN KLAUSEN

Ellen Klausen fæddist á Eskifirði 17. júní 1914. Hún lést 30. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2004 | Minningargreinar | 735 orð | 1 mynd

GEIR STEFÁNSSON

Geir Stefánsson fæddist á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu 19. júlí 1915. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Egilsstöðum 11. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sleðbrjótskirkju 22. júlí. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2004 | Minningargreinar | 211 orð | 1 mynd

JÓNA SIGURVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR

Jóna Sigurveig Kjörinberg Guðmundsdóttir fæddist í Stóru-Ávík í Árneshreppi 23. ágúst 1973. Hún lést í Reykjavík 16. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Árneskirkju 27. nóvember Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2004 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd

JÓN JÚLÍUSSON

Jón I. Júlíusson fæddist á Hellissandi 23. jan. 1925. Hann lést á Landspítalanum 8. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 16. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
12. desember 2004 | Minningargreinar | 2165 orð | 1 mynd

ÞÓRUNN SIGURBERGSDÓTTIR

Þórunn Sigurbergsdóttir fæddist á Þernunesi við Reyðarfjörð 19. mars 1919 og ólst upp á Eyri við Fáskrúðsfjörð. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 30. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oddný Þorsteinsdóttir, f. 1893, d. Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

12. desember 2004 | Fastir þættir | 737 orð | 5 myndir

16 ára stórmeistari sigrar á bandaríska meistaramótinu

23. nóvember til 5. desember 2004 Meira
12. desember 2004 | Dagbók | 109 orð | 1 mynd

Aðventutónar á Skólavörðuholti

Listasafn Einars Jónssonar | Hinir árvissu tónleikar á jólaföstu í Listasafni Einars Jónssonar verða haldnir í dag kl. 16. Meira
12. desember 2004 | Dagbók | 26 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

80 ÁRA afmæli . Í dag, 12. desember, verður áttræð Sigrid Toft húsmóðir, Selási 11, Egilsstöðum. Eiginmaður hennar er Magnús Pálsson . Þau eru að heiman í... Meira
12. desember 2004 | Fastir þættir | 176 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Tvímenningur. Meira
12. desember 2004 | Dagbók | 25 orð

En í borginni var fátækur maður,...

En í borginni var fátækur maður, en vitur, og hann bjargaði borginni með viturleik sínum. En enginn maður minntist þessa fátæka manns. (Préd. 9, 15.) Meira
12. desember 2004 | Dagbók | 451 orð | 1 mynd

Guð elskar okkur öll

Grétar Einarsson er fæddur í Hveragerði árið 1969. Hann stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Tónlistarskóla Árnesinga, Tónskóla FÍH og Tónskóla þjóðkirkjunnar. Grétar hefur unnið við ýmis störf en undanfarin ár hefur hann mestmegnis starfað við verslun. Grétar er í sambúð með Óskari Ásgeiri Ástþórssyni. Meira
12. desember 2004 | Fastir þættir | 748 orð | 1 mynd

Hinn innri búnaður

Þriðji sunnudagur í aðventu er runninn upp og nú logar á spádómakertinu, Betlehemskertinu og hirðakertinu. Í birtu þeirra veltir Sigurður Ægisson fyrir sér gildi þessa tíma fyrir hinn venjulega Íslending. Eftir hverju er verið að sækjast? Meira
12. desember 2004 | Dagbók | 150 orð | 1 mynd

Jólastund KaSa-hópsins

KASA-hópurinn heldur árlega jólastund sína í dag kl. 16, þar sem áhersla verður lögð á fjölskylduvæna jólastemmningu og gleði. Meira
12. desember 2004 | Dagbók | 225 orð | 1 mynd

Kvöldvaka til styrktar Eiríki Vernharðssyni

VINIR og fjölskylda Eiríks Vernharðssonar bjóða til kvöldvöku til styrktar Eiríki í kvöld kl. 20 í Háteigskirkju, en Eiríkur greindist með MS taugasjúkdóm fyrir tíu árum og hefur sjúkdómurinn leikið Eirík afar illa. Meira
12. desember 2004 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

Orgelvígsla í Seljakirkju

ORGEL Seljakirkju verður í aðalhlutverki á aðventustund í kirkjunni kl. 20 í kvöld, en orgelið verður nú tekið aftur í notkun eftir gagngera viðgerð. Á dagskránni verða aðventu- og jóla-orgelforspil úr Orgelbuchlein eftir Jóhann Sebastian Bach. Meira
12. desember 2004 | Fastir þættir | 207 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 b6 5. e4 Bb7 6. Bd3 Bxc3+ 7. bxc3 d6 8. Rf3 Rbd7 9. 0-0 e5 10. Ba3 c5 11. Rh4 g6 12. Hae1 De7 13. h3 0-0-0 14. Rf3 Rh5 15. Bc1 f6 16. a4 a5 17. He2 g5 18. Be3 Rf4 19. Bxf4 gxf4 20. Hb1 Hhg8 21. Rh4 Dg7 22. f3 Kc7 23. Meira
12. desember 2004 | Dagbók | 63 orð | 1 mynd

Útgáfutónleikar Tenderfoot á Borginni

HLJÓMSVEITIN Tenderfoot heldur útgáfutónleika kl. 21 í kvöld á Hótel Borg í tilefni af útkomu plötunnar "Without Gravity". Sveitin hefur vakið töluverða athygli síðustu misseri, m.a. Meira
12. desember 2004 | Fastir þættir | 290 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji elskar tónlist; hlustar á eitthvað fallegt kvölds og morgna, eitthvað krassandi og krefjandi á fimmtudagskvöldum, eitthvað munúðarfullt á mánudagskvöldum, eitthvað friðsælt á sunnudagsmorgnum, eitthvað mjúkt á miðvikudögum og eitthvað sem reynir... Meira

Íþróttir

12. desember 2004 | Íþróttir | 52 orð

Keflvíkingar í 8 liða úrslit

KEFLVÍKINGAR eru komnir í 8 liða úrslit í bikarkeppni Evrópu í körfu-bolta. Þeir töpuðu fyrir Madeira í Portúgal síðasta fimmtudag. Leikurinn fór 92:82. Samt komst Keflavík í 2. sæti í riðlinum. Liðið mætir því Mlekarna frá Tékklandi. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 305 orð

12.12.04

"Dægurlag er prýðisorð, einkum vegna þess að sum dægurlög virðast alveg ódrepandi." Þetta er rétt hjá Ólafi Hauki Símonarsyni sem samið hefur margan góðan textann hvort heldur er í dægurlögum eða leikritum. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1515 orð | 2 myndir

Af grönnum og góðu fólki

Það vantar einn pottverjann í laugina á Seltjarnarnesinu. Þeir sem eru vanir að ræða landsins gagn og nauðsynjar í heitu vatninu þar á morgnana hafa tekið eftir að einn tryggasti félagi þeirra hefur verið fjarri góðu gamni í allt haust. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1699 orð | 9 myndir

ALÞJÓÐLEGIR SKARTGRIPIR MEÐ INDVERSKUM EÐALSTEINUM

H endrikka Waage opinberaði fyrst skartgripalínuna Waage Jewellery í nóvember á síðasta ári. Við opnunina, sem haldin var í íslenska sendiráðinu í Bretlandi, fengu skartgripirnir verðskuldaða athygli m.a. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 463 orð | 1 mynd

...betri líðan með austrænni hugmyndafræði

Lifðu í núinu og frestaðu aldrei hamingjunni, segir í nýútkominni skáldsögu; Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn, eftir Robin. S. Sharma. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1289 orð | 5 myndir

ERU STUÐMENN Í TAKT VIÐ TÍMANN?

Ertu í takt við tímann - í tónlistinni? Þórður: Ég hlusta á Jay Colexz, Drew Dixon, The Wrap o.fl. Yfirleitt allt sem Jazz-O gefur út. Ragnhildur: Fyrstu fjóra tíma dagsins = engin tónlist. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 1135 orð | 2 myndir

Fágaður fræðimaður með fleiri líf en kötturinn

D an Brown kom eins og stormsveipur inn á íslenskan bókamarkað haustið 2003. Bók hans Da Vinci lykillinn , sem bókaforlagið Bjartur gaf út, vakti strax athygli og umtal, ekki síst vegna trúarlegra álitaefna sem þar var að finna. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 259 orð | 2 myndir

Gjöf sem leynir á sér

Þessi litli teljósastjaki heitir Katla og er hluti af hönnunarlínunni Norðurljós sem Sprota-hönnun ehf. setti á markað nú í haust. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 163 orð | 2 myndir

Glitrandi förðun um jólin

Snyrtivöruframleiðandinn MAC er sífellt að koma með nýjungar. Nú eru í boði sérstakir jólalitir sem einkennast af glimmeri og glitri, allt í takt við glitrandi jólaskrautið sem prýðir heimilin þessa dagana. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 100 orð

Góð epli.

Góð epli... Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 543 orð | 1 mynd

Jólaboðapólitík eða bara Lennon

K ynntist manninum mínum fimm dögum fyrir jól. Flestir ættingjar hans voru farnir til útlanda að halda upp á jólin og ég þorði ekki að taka hann með í jólahald fjölskyldunnar af ótta við að eyðileggja tilhugalífið. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 887 orð | 1 mynd

Jólaepli - freisting til að falla fyrir

Þ egar talið berst að jólamat kemur undantekningarlaust upp sú spurning hvernig fara eigi að í allri óhollustunni. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 126 orð | 6 myndir

JÓLAFÖT Á SMÁFÓLKIÐ

Nú þegar líða fer að jólum eru flestir í óðaönn að undirbúa hátíðina. Í slíkum undirbúningi skiptir máli að fjölskyldan fjárfesti í huggulegum hátíðarklæðum, til að komast hjá því að lenda í bíræfnum klóm jólakattarins. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 158 orð | 1 mynd

Notalegt nudd gegn jólastressinu

Það verða sjálfsagt ófáar stífar herðar og bólgnir vöðvar á ferð í jólaerlinum á komandi vikum enda fátt sem fer verr í þessa líkamshluta en streita eins og sú sem fylgir hátíðarundirbúningnum. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 845 orð | 1 mynd

Núna virðist sem enginn eigi nóg

Hvað ertu búin að vera lengi í verslunarrekstri? Ég var áður með verslun á Grundarstíg 2, sem seldi aðallega vefnaðarvöru og dúka. Hún hætti árið 1975 og árið 1982 byrjaði ég aftur, ég saknaði viðskiptavinanna. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 784 orð | 5 myndir

Rauðu risarnir frá Ribera

V estur af víngerðarhéraðinu Rioja á Spáni, handan Sierra de Cebollera-fjallgarðsins, er að finna annað víngerðarsvæði sem færri vita af. Þrátt fyrir það er Ribera del Duero líklega magnaðasta víngerðarhérað Spánar. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 566 orð | 12 myndir

Skúrað, skrúbbað og skundað um bæinn

Flugan er komin í fimmta gírinn í jólaskapinu og í vikunni voru veggir þrifnir, endurröðun átti sér stað í fataskápunum og páskaskrautinu var skipt út fyrir jólaglingur og hallærisleika þar sem rauði liturinn var ofnotaður svo um munaði. Meira
12. desember 2004 | Tímarit Morgunblaðsins | 771 orð | 1 mynd

Trúi ekki á tilviljanir í lífinu

Fjörutíu sinnum hefur hún leikið og sungið frönsku goðsögnina Edith Piaf fyrir fullu Þjóðleikhúsinu og gert það með þeim hætti að gagnrýnendur jafnt sem almennir áhorfendur hafa upplifað hana sem Piaf holdi klædda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.