Greinar fimmtudaginn 16. desember 2004

Fréttir

16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 94 orð

25 notendur | Fyrirtæki sem sér...

25 notendur | Fyrirtæki sem sér íbúum sem þess óska fyrir háhraðanettengingu hefur verið starfrækt á Kópaskeri um skeið. Guðmundur Magnússon er eigandi þess. Hann sagði í samtali við vefinn dettifoss. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 310 orð

Aðeins Reykjavík og Kópavogur hækka á höfuðborgarsvæði

FRESTUR sveitarfélaga til að tilkynna fjármálaráðuneytinu um útsvarsprósentu fyrir tekjuárið 2005 rann út á miðnætti í nótt. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 363 orð | 1 mynd

Allt að 1.000 sjúklingar munu nýta sér tækið á ári

TALIÐ er að um 800 til 1.000 sjúklingar muni á ári hverju nýta sér nýja þjónustu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en þar var í gær tekið í notkun nýtt og fullkomið segulómtæki. Þjóðhagslegur sparnaður mun nema allt að 30 milljónum króna á ári. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 692 orð | 1 mynd

Aukin hætta á mengunarslysum

Sífellt fleiri flutningabílar aka nú um þjóðvegi landsins með eiturefni eða hættuleg efni og menn virðast nokkuð sammála um að hættan á eiturefnaslysum hafi aukist á undanförnum árum og full þörf sé á að bregðast við þeirri hættu. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 94 orð

Barri vex | Á aðalfundi Barra...

Barri vex | Á aðalfundi Barra hf., sem haldinn var 10. desember sl., var samþykkt að greiða 6% arð til hluthafa og er það annað árið í röð sem greiddur er út arður hjá Barra. Starfsemin gekk stóráfallalaust á árinu og jókst velta um 12%. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 486 orð | 1 mynd

Besta afmælisgjöfin sem hægt er að óska sér

Njarðvík | "Þetta er besta afmælisgjöf sem hægt er að óska sér," segir Kristbjörn Albertsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Birgitta enn söluhæst

BIRGITTA Haukdal heldur toppsætinu á Tónlistanum, sem birtur er í Morgunblaðinu í dag. Platan Perlur seldist í yfir 2.000 eintökum í síðastliðinni viku og í 600 fleiri eintökum en næsta plata á eftir, Sálmar , með Ellen Kristjánsdóttur. Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Blunkett segir af sér

DAVID Blunkett, innanríkisráðherra Bretlands, sagði af sér í gær og viðurkenndi, að ráðuneyti hans hefði flýtt fyrir dvalarleyfi fyrir filippseyska barnfóstru fyrrverandi ástkonu hans. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 157 orð

Bobby Fischer boðið dvalarleyfi á Íslandi

ÍSLENSK stjórnvöld hafa samþykkt beiðni Bobby Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, um landvistarleyfi hér á landi og hefur íslenska sendiráðinu í Japan verið falið að færa Fischer fréttirnar og aðstoða hann við að komast til landsins óski hann... Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 196 orð

Bretar loka níu sendiráðum

JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í gær að nítján sendiráðum Bretlands eða ræðismannsskrifstofum á erlendri grundu yrði lokað í sparnaðarskyni. Breytingarnar eiga að hafa gengið um garð í lok ársins 2006. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 84 orð | 1 mynd

Börn af 89 þjóðernum á leik-skólum Reykjavíkur

BÖRN af erlendum uppruna eru nú 630 á leikskólum í höfuðborginni samkvæmt frétt frá Leikskólum Reykjavíkur. Foreldrar barnanna eru af 89 þjóðernum og tala samtals 52 tungumál. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Draumalandið á Stokkseyri

Gunnar Gunnarsson organisti og Sigurður Flosason saxófónleikari halda tónleika í Stokkseyrarkirkju á morgun, fimmtudaginn 16. desember, og hefjast þeir klukkan 20.30. Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

ESB hvatt til viðræðna við Tyrki

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær ályktun þar sem leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) eru hvattir til að ákveða á fundi sínum í Brussel í dag og á morgun að hefja viðræður við Tyrki um aðild þeirra að sambandinu. Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 184 orð | 2 myndir

Farþegar rútu teknir í gíslingu

TVEIR vopnaðir menn rændu í gær rútu skammt frá Aþenu og tóku um það bil 25 manns í gíslingu. Þeir slepptu alls sautján manns síðar um daginn og fregnir hermdu að þeir hefðu krafist lausnargjalds og þess að þeir yrðu fluttir úr landi með flugvél. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 71 orð

Ferðum Herjólfs fjölgi í 13 á viku

FORSVARSMENN útvegsbænda og fiskvinnslufyrirtækja í Vestmannaeyjum afhentu í gær Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hún stuðli að því að ferðum Herjólfs fjölgi í alls 13 á viku frá og með áramótum. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 484 orð | 1 mynd

Féð notað til að setja upp sýningu um fyrstu byggð í borginni

Fasteignafélagið Stoðir hf. kaupir af Reykjavíkurborg sýningarskála í kjallara Aðalstrætis 16, þar sem félagið er að byggja hótel, á 160 milljónir króna. Borgin mun síðan leigja húsnæðið til 25 ára. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 100 orð

Fluttu inn tölvur frá A-Evrópu

NÝJAR Playstation II-tölvur sem komnar eru til landsins kosta um 8.000 krónum meira en þær gerðu áður en þær urðu uppseldar í síðustu viku, eins og Morgunblaðið sagði frá. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð

Fyrsta SMS-skeytið sent í talsíma

FYRSTA SMS-skeytið var sent í talsíma í síðustu viku. Um var að ræða tilraunasendingu hjá Símanum en að undanförnu hafa tæknimenn Símans unnið að uppsetningu SMS-kerfis fyrir talsíma. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 47 orð | 1 mynd

Föndrað fyrir jólin

ÞAÐ lá vel á börnunum í fyrsta bekk í Brekkuskóla, en þau voru á dögunum að búa til jólakort í skólanum. Þá voru þau líka að föndra ýmislegt fyrir jólin, t.d. að líma saman sykurmola og búa þannig til einhvers konar snjóhús sem ætlað er undir... Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 294 orð

Greiðslur hækka úr 6% í 9% af öllum launum

SAMKOMULAG hefur náðst milli Reykjavíkurborgar og Eflingar - stéttarfélags um að hækka greiðslur í lífeyrissjóðinn Framsýn vegna starfsmanna sinna úr 6% í 9% af öllum launum frá og með 1. janúar nk. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 350 orð | 1 mynd

Gríðarleg eftirspurn eftir íbúðum

BÆJARSTJÓRN Akureyrar samþykkti í vikunni þá breytingu á aðalskipulagi við Baldurshaga að þar skuli einungis fyrirhugað íbúðasvæði. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 267 orð

Grín með jákvæðum hætti

HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra, byrjaði daginn í Vestmannaeyjum í gær á því að heimsækja Sigmúnd Jóhansson teiknara, ásamt nokkrum þingmönnum Suðurkjördæmis og embættismönnum. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Guðmundur Ernir Sigvaldason

DR. GUÐMUNDUR Ernir Sigvaldason jarðfræðingur, lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í gærmorgun, 72 ára að aldri. Guðmundur fæddist í Reykjavík árið 1932, sonur Sigvalda Jónassonar bónda og Birgittu Guðmundsdóttur verkakonu. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Gullplata í afmælisgjöf

RAGNHEIÐUR Gröndal fékk óvæntan afmælisglaðning í gær þegar hún fékk afhenta sína fyrstu gullplötu fyrir plötuna Vetrarljóð. Ragnheiður var þá að halda upp á tvítugsafmæli sitt með vinum og vandamönnum. Aðeins þeir sem selja meira en 5. Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Hamas og Jíhad hundsa ákall Abbas

HAMAS og Íslamska jíhad, róttækar hreyfingar Palestínumanna, ítrekuðu í gær andstöðu sína við að horfið yrði frá hinni vopnuðu uppreisn, intifata , gegn hernámi Ísraela. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Handsprengjum eytt fyrir varnarliðið

SPRENGJUDEILD Landhelgisgæslunnar fékk það verkefni á þriðjudag að eyða 500 handsprengjum fyrir varnarliðið. Handsprengjurnar höfðu skemmst í geymslum varnarliðsins og þurfti að eyða þeim. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð

Hansína tekur við um áramótin

FRAMSÓKNARKONAN Hansína Ásta Björgvinsdóttir tekur við starfi bæjarstjóra í Kópavogi frá og með áramótum. Um þetta hefur náðst samkomulag milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem mynda meirihluta í bænum. Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Hart deilt á stjórnmálamenn á Spáni

FULLTRÚI aðstandenda þeirra sem myrtir voru í sprengjutilræðum í Madríd fyrr í ár sakaði í gær spænska stjórnmálamenn um að nýta sér fórnarlömbin í pólitískum tilgangi. Pilar Manjon, sem er talskona Samtaka fórnarlamba 11. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 119 orð

Hálfs árs fangelsi fyrir líkamsárás

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi fyrir að skalla mann í andlitið í miðbæ Akureyrar á nýársdag í fyrra með þeim afleiðingum að fórnarlambið nefbrotnaði auk þess sem litli fingur hægri... Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð

Hárgreiðslustofa fyrir börn

OPNUÐ hefur verið hárgreiðslustofa sem einungis er fyrir börn, stofan heitir Stubbalubbar og er að Barðastöðum 3 í Grafarvogi. Eigandi stofunnar er Helena Hólm hárgreiðslumeistari sem einnig rekur Hárgreiðslustofu Helenu í sama húsnæði. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 375 orð | 2 myndir

Heimsþekktar stórstjörnur í Rómeó og Júlíu

NOKKRIR þekktir breskir leikarar hafa ákveðið taka þátt í sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu á West End í London. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 195 orð

ÍA með hæsta tilboðið

ÁTTA byggingarfyrirtæki buðu í tvær síðustu lóðirnar á Norðurbakka í Hafnarfirði en tilboð voru opnuð í gær. Íslenskir aðalverktakar áttu hæstu tilboðin í báðar lóðirnar, sem standa við Norðurbakka 11-13 og 15-21. Bauð fyrirtækið 271,2 milljónir í lóð... Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 195 orð

Ísbjörn vekur athygli í evrópskum sorpiðnaði

ÞRJÁR íslenskar fjölskyldur, eigendur Ecoprocess hf., hafa staðið að hönnun, þróun og markaðssetningu nýrrar sorptunnulyftu með vog sem gæti valdið straumhvörfum í sorphirðu. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Jólakort til styrktar Torfa Lárusi

Borgarnes | Bekkjarfélagar Torfa Lárusar Karlssonar í Grunnskólanum í Borgarnesi hafa endurtekið leikinn frá því í fyrra og gefa út jólakort til styrktar honum. Torfi Lárus er hér í fremstu röð. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 50 orð

Jólastrengir | Jólatónleikar Strengjasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar,...

Jólastrengir | Jólatónleikar Strengjasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, gítarsamspilshópa og fiðlukammersveitar skólans verða í Ytri-Njarðvíkurkirkju næstkomandi föstudag og hefjast klukkan 19.30. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 98 orð

Kleifarvatn selst mest

KLEIFARVATN eftir Arnald Indriðason haggast ekki í efsta sæti bóksölulistans samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar 7.-13. desember. Næst á eftir eru: 2. Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur, 3. Útkall - Týr er að sökkva eftir Óttar Sveinsson,... Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

Kosningabarátta hafin í Írak

FORMLEG kosningabarátta vegna þingkosninga í Írak hófst í gær, en gengið verður að kjörborði í landinu 30. janúar og kosið 275 manna þing sem útnefna mun nýja ríkisstjórn og semja þjóðinni stjórnarskrá. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 108 orð

Lá við stórslysi

LITLU mátti muna að stórslys yrði á Ennishálsi í Strandasýslu í gær þegar flutningabíll rann stjórnlaust í fljúgandi hálku en stöðvaðist á miðjum veginum áður en hann steyptist niður 100 metra klettabelti við veginn. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 93 orð

LEIÐRÉTT

Sambúð og fimm börn Mistök urðu við vinnslu dagbókarviðtals við Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur í Morgunblaðinu í gær. Þar var hún sögð gift Sigurði Áss Grétarssyni, en þau eru í sambúð. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 94 orð

Lukka | Útgerðarfélagið Lukka ehf.

Lukka | Útgerðarfélagið Lukka ehf. á Stöðvarfirði fékk á dögunum afhentan nýjan bát frá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Að útgerðinni standa feðgarnir Ársæll Guðnason og Guðni Ársælsson. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 52 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á gatnamótum Bæjarháls og Bitruháls, mánudaginn 13. desember um kl. 10.30. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 82 orð

Málin rædd en ekkert afgreitt

SAMNINGANEFNDIR leikskólakennara og sveitarfélaganna hittust á þremur stuttum fundum hjá ríkissáttasemjara í gær. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 78 orð | 1 mynd

Menntskælingar komnir í jólafrí

Egilsstaðir | Nú eru nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum, sem og annars staðar í menntaskólum, komnir í langþráð jólafrí. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Nýtt flugfélag í Skotlandi í eigu Íslendinga

ÍSLENSKIR fjárfestar eru meðal eigenda nýs flugfélags í Skotlandi, City Star Airlines, sem mun hefja beint flug á milli Aberdeen og Óslóar hinn 17. janúar 2005. Félagið var stofnað í mars á þessu ári. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Næg raforka möguleg eftir 3-5 ár

SAMKVÆMT upplýsingum frá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja ætti næg orka til stækkunar álvers Alcan í Straumsvík að vera möguleg eftir 3 til 5 ár, eða að Kárahnjúkavirkjun lokinni og stóriðjuframkvæmdum á suðvesturhorninu vegna... Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Næstmesta díoxíneitrunin

RANNSÓKN hefur leitt í ljós að díoxíneitrið í blóði Viktors Jústsjenkos, forsetaefnis stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, er yfir 6.000 meira en eðlilegt getur talist, að sögn sérfræðings sem rannsakaði blóðsýni úr Jústsjenko. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð

Ókeypis nettenging | Fyrirtækið Emax hefur...

Ókeypis nettenging | Fyrirtækið Emax hefur hafist handa við að koma á þráðlausu netsambandi á heimili í Skilmannahreppi. Fram kemur á vefnum hvalfjordur. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð

Óvenjulegur viðskiptavinur | Haftyrðill kom inn...

Óvenjulegur viðskiptavinur | Haftyrðill kom inn í söluturn Skeljungs í Bolungarvík í fyrrakvöld. Hann fékk ekki afgreiðslu eins og aðrir viðskiptavinir heldur var honum stungið ofan í sælgætisdós og ekið niður að höfn. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 804 orð | 2 myndir

"Brottfall háskólanema ótrúlega lítið"

BROTTFALL nemenda af háskólastigi á Íslandi árið 2002-2003 var 14,7%. Þetta kemur fram í nýrri samantekt sem Hagstofa Íslands hefur unnið. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar segir þetta hlutfall ótrúlega lágt. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

"Full ástæða til að skoða þetta dýr betur"

MIKILL vöxtur hefur verið í flundrustofninum og frá því flundrur veiddust fyrst við ósa Ölfusár fyrir fimm árum hafa þær dreift sér út með öllum ströndum landsins. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

"Fyrsta skákin unnin"

"ÞETTA er stór sigur, og fyrsta skákin unnin í þessum bardaga. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 540 orð | 1 mynd

"Gríðarlegt högg"

ÁKVEÐIÐ hefur verið að auka sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar þannig að í staðinn fyrir mannaða sólarhringsvakt í öllum fjórum stöðvum stofnunarinnar verði þremur ratsjárstöðvum í framtíðinni fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði... Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Rætt við Þvörusleiki

"Er pakki handa mér í þessum poka, kæri jólasveinn?" gæti þessi ungi drengur á leikskólanum Klömbrum í Reykjavík verið að spyrja jólasveininn. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 146 orð

Samfélagið nýtur góðs af arðinum

Neskaupstaður | Á dögunum færði Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) sveitarfélaginu Fjarðabyggð glæsilegt hljóðkerfi að gjöf. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 80 orð

Samkaup styrkja Listasafn, athvarf geðsjúkra og KFUM

Reykjanesbær | Samkaup veittu nýlega þremur aðilum á Suðurnesjum styrki. Voru þeir afhentir við athöfn í Duushúsum enda var Listasafn Reykjanesbæjar meðal viðtakenda. Listasafnið fékk 500 þúsund kr. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Samstarf um nám í sjávarútvegsfræðum

VIÐSKIPTADEILD Háskólans í Reykjavík skrifaði nýlega undir samstarfssamning við SH, SÍF og LÍÚ um nám í sjávarútvegsfræðum, sem nemur um þremur milljónum króna. Um er að ræða námskeið sem ætlað er nemendum á lokaári í viðskiptadeild. Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 258 orð

Segir Írani hættulegustu óvinina

RÁÐAMENN í Íran brugðust í gær ókvæða við afar hörðum ummælum varnarmálaráðherra Íraks sem kvað stjórnvöld í Teheran "hættulegasta óvin írösku þjóðarinnar" og "uppsprettu hryðjuverkaógnar". Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 49 orð

Sigfús ekki með á HM í Túnis

SIGFÚS Sigurðsson leikur ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik á heimsmeistaramótinu í Túnis í næsta mánuði. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Sjarmi yfir persónu Fischers

"ÞETTA eru mikil gleðitíðindi," segir Helgi Ólafsson, stórmeistari í skák, en hann hefur ásamt fleirum unnið að því að Bobby Fischer fái að koma hingað til lands frá því hann var handtekinn í Japan í sumar. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 210 orð | 1 mynd

Skógarmenn gefa litlum börnum á Héraði jólatré

Egilsstaðir | Skógarbændur á Fljótsdalshéraði og Héraðsskógar hafa nú á aðventunni fært leikskólabörnum á Héraði grenitré til að nota innan dyra og utan í leikskólum. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 50 orð

Skötuveisla í Vogum | Lionsklúbburinn Keilir...

Skötuveisla í Vogum | Lionsklúbburinn Keilir í Vogum verður með sína árlegu skötuveislu næstkomandi laugardag. Veislan verður í húsnæði klúbbsins að Aragerði 2. Veislan stendur allan daginn, því hún hefst klukkan 12 á hádegi og lýkur kl. 22. Meira
16. desember 2004 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Slepptu gíslum og gáfust upp

TVEIR menn, sem tekið höfðu gísla um borð í strætisvagni skammt frá Aþenu í Grikklandi í fyrrinótt, gáfust upp í nótt og slepptu síðustu gíslunum, sex að tölu. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Snjór fluttur inn í Smáralindina

FYRSTA snjóbrettasýning innandyra hérlendis verður haldin í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 18. desember kl. 20. Þar munu allt að 20 snjóbrettamenn sýna listir sínar á ekta snjó sem fluttur verður sérstaklega inn í Smáralindina. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 1935 orð | 2 myndir

Spegilmyndir samtímans

Teikningar Sigmúnds Jóhanssonar fyrir Morgunblaðið endurspegla þjóðlífið í meira en fjóra áratugi. Í gær keypti ríkið 10 þúsund teikningar hans og hyggst gera þær aðgengilegar á Netinu. Guðni Einarsson heimsótti Sigmúnd í Vestmannaeyjum. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 314 orð

Starfsumhverfi íslenskra lækna kannað

UNDIRBÚNINGUR að rannsóknarverkefni um starfsumhverfi lækna hefur staðið yfir í rúmt ár hér á landi og hefur öllum læknum, sem hafa lækningaleyfi og lögheimili á Íslandi, samtals 1. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 63 orð

Stórmeistarar á jólaskákmóti

ÁRLEGT jólaskákmót KB banka verður haldið laugardaginn 18. desember kl. 15, í aðalútibúi bankans í Austurstræti. Tíu stórmeistarar, þar á meðal Friðrik Ólafsson, mæta til leiks auk ólympíulandsliðsins í skák. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 641 orð | 2 myndir

Styðjum við okkar fólk

MÚLALUNDUR, sem er vinnustofa SÍBS, er búinn að sprengja utan af sér núverandi húsnæði, að sögn Helga Kristóferssonar, framkvæmdastjóra. Múlalundur hefur starfað frá 1959 og er starfsemin til húsa í Hátúni 10C og Skipholti 33 í Reykjavík. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 93 orð | 1 mynd

Sungið saman á aðventunni

Keflavík | Nemendur Heiðarskóla í Keflavík hafa fengið góða gesti í heimsókn á aðventunni og gert ýmislegt skemmtilegt saman. Skólinn bauð nemendum og starfsfólki upp á hangikjöt og tilheyrandi. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

SUS færir Halldóri Ásgrímssyni jólagjöf

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur sent Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, að gjöf bókina "Sigmund sér til þín!". Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 198 orð

Sætta sig alls ekki við hækkanir ASÍ-félaga

MEGINKRAFA sjúkraliða í viðræðum um nýjan kjarasamning við ríkið er að kaupmáttur þeirra aukist á samningstímabilinu. Kristín Á. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 108 orð

Söfnuðu til styrktar börnum

UM 400 tombólukrakkar Rauða krossins hafa á árinu 2004 safnað samtals 340.000 krónum til að "hjálpa börnum í útlöndum", eins og þau segja svo gjarna þegar þau koma til Rauða krossins að skila fénu. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Söngelskir félagar úr Laugarási

Fjórir söngelskir ungir menn úr Laugarási í Biskupstungum syngja saman við ýmis tækifæri og nefna sig að sjálfsögðu Laugaráskvartettinn. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 103 orð

Söngvaþrestir

Skagfirska söngsveitin fór utan sumarið 1998 og söng m.a. í Prag í Tékklandi. Íslensku ræðismannshjónin, Þórir Gunnarsson og Ingibjörg Jóhannsdóttir, buðu söngsveitinni heim til sín. Seinna sama ár lá leið tveggja kórfélaga aftur til Prag. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Tillögu um breytta vegtengingu vísað til nefndar

Sauðárkrókur | Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að vísa erindi Vegagerðarinnar um breytingu á tengingu Þverárfjallsvegar við gatnakerfi Sauðárkróks til skipulags- og bygginganefndar bæjarfélagsins til umfjöllunar. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð

Tæplega 3.000 króna verðmunur á jólabókum

VERÐMUNUR á jólabókum milli verslana er allt að 3.000 krónum, samkvæmt verðkönnun Morgunblaðsins í 12 stórmörkuðum og bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Verðkönnunin náði til 39 bókartitla og var gerð í hádeginu í gær. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 138 orð

Úthluta jólastyrkjum

JÓLAPOTTAR Hjálpræðishersins eru nú komnir út og þá er að finna fyrir utan Liverpool á Laugaveginum, í Kringlunni, í Smáralindinni og Kolaportinu. Jólastyrknum verður úthlutað í samkomusal Hjálpræðishersins laugardaginn 18. desember. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 257 orð

Útsýni Ingólfs

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, formaður verkefnastjórnar sem undirbýr sýninguna í tengslum við rústirnar, segir að næsta skref sé að ganga frá sýningarsalnum í Aðalstræti sem nú sé aðeins fokheldur. Fasteignafélagið Stoðir hf. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Veita styrk í stað þess að senda jólakort

KRAFTVÉLAR ehf. hafa ánafnað Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna ákveðinni upphæð í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina. Er það annað árið í röð sem Kraftvélar veita félaginu þennan styrk. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 2. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 669 orð | 3 myndir

Veltur á japönskum og bandarískum yfirvöldum

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að verða við beiðni Bobby Fischers, fyrrverandi heimsmeistara í skák, um dvalarleyfi hér á landi og er það nú undir japönskum stjórnvöldum komið hvort hann fær að koma hingað til lands og undir bandarískum stjórnvöldum hvort þau krefjast framsals hans ef hann kemur hingað. Meira
16. desember 2004 | Minn staður | 318 orð | 1 mynd

Vilja reisa hjúkrunarheimili á lóð Lýsis

FORSVARSMENN Seltjarnarness og Reykjavíkur hafa skrifað heilbrigðisráðherra og óskað formlega eftir að heilbrigðisyfirvöld samþykki byggingu og rekstur níutíu rýma hjúkrunarheimilis á lóð Lýsis í vesturborginni. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 183 orð

Þriggja mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt rúmlega þrítugan mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni á árunum 1998-2002. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 57 orð

Þyrla sótti veikan sjómann

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar lenti með veikan sjómann á Reykjavíkurflugvelli klukkan 10.23 í gær en þyrlan sótti manninn eftir að beiðni barst frá togaranum Guðmundi í Nesi klukkan 06.28 í gærmorgun. Meira
16. desember 2004 | Innlendar fréttir | 320 orð

Ætla að reyna að laga þjónustuna að þörfinni

ALMENNA grunnreglan í þjónustu svæðisskrifstofa við fatlaða og fjölskyldur þeirra byggist á því að reynt er eftir fremsta megni að laga þjónustuna að þörfinni hverju sinni, segir Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu. Meira

Ritstjórnargreinar

16. desember 2004 | Leiðarar | 484 orð

Til hjálpar Fischer

Fyrsti leikurinn í fléttunni til að frelsa Bobby Fischer hefur verið leikinn. Utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að ákveðið hefði verið að verða við beiðni Fischers um dvalarleyfi á Íslandi. Meira
16. desember 2004 | Leiðarar | 357 orð

Tvítyngdar hetjur á hvíta tjaldinu

Það er ekki einungis mannfólkið hér á landi sem er tvítyngt í vaxandi mæli, heldur einnig hetjur hvíta tjaldsins eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Meira
16. desember 2004 | Leiðarar | 301 orð | 1 mynd

Tyrkland og ESB

Evrópuþingið samþykkti í gær ályktun, sem er ekki bindandi, um að skora á leiðtoga ríkja Evrópusambandsins að samþykkja að hefja aðildarviðræður við Tyrki án tafa þegar þeir hittast um helgina til að ræða málefni Tyrklands. Meira

Menning

16. desember 2004 | Kvikmyndir | 231 orð | 1 mynd

Alþjóðleg útgáfa eftir áramót

VÍKINGAMYNDIR Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur (1984) og Í skugga hrafnsins (1988), komu nýverið út á mynddiskum í Svíþjóð en þær hafa lifað góðu lífi í Skandinavíu frá því að þær voru frumsýndar og reyndar víðar um heiminn. Meira
16. desember 2004 | Bókmenntir | 216 orð | 1 mynd

Bókasöfn á Netið

BÆKUR í bókasöfnum nokkurra af virtustu menntastofnunum heims verða senn gerðar aðgengilegar á netinu. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Drottningin rumskar

ROKKSVEITIN Queen hefur vaknað af værum blundi og hyggur á tónleikaferð. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 90 orð | 1 mynd

Frítt inn í bresk söfn

ÓKEYPIS aðgangur hefur verið tryggður að þjóðarsöfnum Bretlands næstu þrjú árin, með tilkomu nýrra fjárlaga. Auknum framlögum hefur verið lofað til stórra safna, og auknu fé ráðstafað til safna víðs vegar um Bretland. Meira
16. desember 2004 | Tónlist | 375 orð | 2 myndir

Fyrir hörðustu aðdáendur Mugisons

Tónlistin úr kvikmyndinni Niceland, eftir Mugison. 12 tónar gefa út. Letur innan á kápu er of smátt til að sjá hverjir aðrir leggja hönd á plóg. Meira
16. desember 2004 | Bókmenntir | 484 orð | 1 mynd

Greip penna á efri árum

MENN og minningaþættir er heiti nýútkominnar bókar með frásögum Jónasar Magnússonar Stardal. Sonur Jónasar, Egill Jónasson Stardal, bjó bókina til prentunar og ritar inngang og æviágrip Jónasar. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Gullmoli!

PERLURNAR hennar Birgittu Haukdal eru að reynast algjör gullmoli en platan var langsöluhæst í síðustu viku. Platan Perlur seldist í meira en tvö þúsund eintökum, sem er þúsund eintökum meira en í vikunni þar á undan en þá var hún einnig á toppnum. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 302 orð | 1 mynd

Hryllingur sem heillar

ÞÆTTIRNIR Bráðavaktin ( ER ) eru margverðlaunaðir og sívinsælir og sýnir Sjónvarpið núna tíundu þáttaröðina. Ekki eru allir þættir svona langlífir og sú spurning vaknar hvað liggi að baki vinsældunum. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 89 orð | 1 mynd

Í hálfa öld!

RAGNAR Bjarnason hefur yljað Íslendingum um hjartarætur með rödd sinni og heldur upp á það með glæsibrag á plötunni Vertu ekki að horfa . Platan er einnig gefin út í tilefni sjötugsafmælis stórsöngvarans og inniheldur 16 lög af ýmsu tagi. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Jóla-Gestur!

Útvarpsmaðurinn góðkunni Gestur Einar Jónasson valdi lögin á jólaplötunni Gott um jólin . Þar er ýmislegt gamaldags góðgæti að finna, sem kjörið er á hátíðarhlaðborðið. Platan inniheldur 16 jólalög frá árunum 1955-88. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 45 orð | 1 mynd

Kiljan kominn út

DR. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hélt upp á það heima hjá sér 10. desember, að bók hans, Kiljan , kom út þann dag. Hún er annað bindið í ævisögu Halldórs Kiljans Laxness. Útgefandi er Bókafélagið. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Löggan les

Lögregluþjónarnir Arinbjörn Snorrason (á mynd) og Bogi Sigvaldason heimsóttu hjúkrunarheimilið Skjól, Kleppsvegi, á föstudaginn var og lásu upp úr nýútkomnum bókum fyrir vistmenn. Meira
16. desember 2004 | Kvikmyndir | 155 orð | 1 mynd

Mjólk er góð!

Bretland 2004. Leikstjóri: Alex de Rakoff. Aðalhlutverk: Orlando Bloom, Omid Djalili, David Kelly, Billie Piper. Öllum leyfð. DVD Sam-myndbönd. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Út er komin hjá Söguspekingastiftinu bókin Handarlínulist og höfuð-beinafræði. Hér birtist í fyrsta sinn með myndum ein af betri kreddu-fullum kerlingabókum fyrri alda, en sitt sýnist hverjum. Meira
16. desember 2004 | Tónlist | 465 orð | 1 mynd

Óáhugavert

Um undirspil sjá Hafþór Guðmundsson (trommur), Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson (gítar, hljómborð, raddir, forritun), Vignir Snær Vigfússon (gítar), Róbert Þórhallsson (bassi), Kjartan Valdemarsson (hljómborð), Guðmundur Pétursson (stálgítar í "Senn" og "Í nótt") og Reykjavik Sessions Quartet (strengir). Um röddun sáu Regína Ósk, Gísli, Hera Björk, Kristjana, Aðalheiður, Þorri Þorvalds og Margrét Eir. Þorvaldur Bjarni stýrði upptökum. Meira
16. desember 2004 | Tónlist | 148 orð | 1 mynd

Rapp frá Queens

HINN 8. janúar á næsta ári mun rappdúettinn Nina Sky troða upp á Broadway. Yfirskrift tónleikanna er Shockwave 2005. Dúettinn er skipaður átján ára tvíburasystrum sem ólust upp í Queens, New York. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Skammdegi!

SKAMMDEGIÐ virðist fara ágætlega í félagana í Á móti sól og hljóta þeir að vera hamingjusamir þegar daginn er enn að stytta og jólasalan eykst á plötum. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 113 orð | 1 mynd

Skytta í leyni

STÖÐ 2 sýnir í kvöld hasarmyndina Leyniskyttuna 2 ( Sniper 2 ). Myndin fjallar um leyniskyttuna Thomas Beckett (Tom Berenger), sem snýr aftur til starfa. Forðum daga skaut hann á uppreisnarmenn í frumskógi Panama en er nú kallaður til nýrra verka. Meira
16. desember 2004 | Tónlist | 111 orð | 1 mynd

Stofnar ofursveit

Carl Barat, núverandi leiðtogi bresku rokksveitarinnar Libertines, er búinn að setja á stofn ofursveit eða "súpergrúppu". Með honum í sveitinni nýju, sem nefnist The Chavs, eru meðlimir úr The Charlatans, Razorlight og Primal Scream. Meira
16. desember 2004 | Kvikmyndir | 156 orð | 1 mynd

Svon' eru jólin

Bandaríkin 2004. Leikstjórn Matthew O'Callaghan. Íslensk talsetning. Sam-myndbönd VHS/DVD. (68 mín.) Öllum leyfð. Meira
16. desember 2004 | Tónlist | 181 orð | 1 mynd

The Matlocks og Hermigervill blönduðu best

ÚRSLIT í endurhljóðblöndunarkeppni mbl.is, rokk.is og Quarashi voru kunngjörð í gær í sjónvarpsþættinum Ópinu sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu. Fór keppnin fram þannig að fólki var boðið að hala niður af mbl. Meira
16. desember 2004 | Menningarlíf | 677 orð | 2 myndir

Tilvalið fyrir spænskufólk

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hefur gefið út tvímála útgáfu af leikriti Federico Garcia Lorca, Yermu . Meira
16. desember 2004 | Tónlist | 316 orð | 1 mynd

Ævintýri út af fyrir sig

NÝSTOFNUÐ Sinfóníuhljómsveit unga fólksins heldur sína fyrstu tónleika í Neskirkju í kvöld kl. 20. Meira

Umræðan

16. desember 2004 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Forðumst verkfallsátök

Þröstur Brynjarsson fjallar um kjaradeilu leikskólakennara: "Ábyrgðin er þeirra sem reka leikskólana, þ.e. sveitarfélaganna." Meira
16. desember 2004 | Aðsent efni | 795 orð | 1 mynd

Jarðgöng milli lands og Eyja

Ingi Sigurðsson fjallar um samgöngumál: "Það er því alveg skýrt að göngin eru framkvæmanleg..." Meira
16. desember 2004 | Aðsent efni | 884 orð | 1 mynd

"Vitleysisumræða"

Ólafur Hannibalsson fjallar um átak Þjóðarhreyfingarinnar: "Því verður ekki í móti mælt að við sem að þessari yfirlýsingu stöndum erum Íslendingar en ekki t.d. Albaníumenn eða arabar." Meira
16. desember 2004 | Aðsent efni | 528 orð | 1 mynd

Seltjarnarnes fyrir unga Seltirninga!

Hilmar S. Sigurðsson fjallar um skipulagsmál: "Fyrirhuguð staðsetning gervigrasvallar á Hrólfskálamel er sameiginleg niðurstaða íþróttahreyfingarinnar og bæjaryfirvalda." Meira
16. desember 2004 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Sveitarfélög og fráveituframkvæmdir

Björgvin Þorsteinsson skrifar um fráveitumál: "Ein leið sveitarfélaganna til að spara er að fresta fráveituframkvæmdum á þeim forsendum að ekki sé nauðsynlegt að standa við tímamörk reglugerðar." Meira
16. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 269 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Frábært að versla á Selfossi OFT er talað um að það sé svo dýrt að versla og búa úti á landi. Ekki veit ég það en má til með að segja frá hve frábært er að versla á Selfossi. Var að leita að jólaskóm fyrir dóttur mína. Meira
16. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 387 orð | 1 mynd

Yfirgengilegur aksturshraði flutningabíla

Frá Ásdísi J. Rafnar: "AKSTURSHRAÐI flutningabifreiða með stórar vinnuvélar á tengivagni er oft með ólíkindum mikill í borginni og í útjaðri borgarinnar. Hið sama getur átt við víðar á landinu." Meira

Minningargreinar

16. desember 2004 | Minningargreinar | 2393 orð | 1 mynd

EGILL FANNAR GRÉTARSSON

Egill Fannar Grétarsson fæddist á Akranesi 27. desember 1989. Hann varð bráðkvaddur 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristín Harpa Þráinsdóttir, f. 18. jan. 1966, og Grétar Lýðsson, f. 11. mars 1964, d. 27. apríl 1993. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2004 | Minningargreinar | 3083 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR SIGURDÓRSSON

Guðmundur Sigurdórsson fæddist í Götu í Hrunamannahreppi 5. september 1921. Hann andaðist á Landspítala, Fossvogi föstudaginn 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurdór Stefánsson bóndi í Götu og Katrín Guðmundsdóttir, húsfreyja í Götu. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2004 | Minningargreinar | 850 orð | 1 mynd

KRISTINN SNÆVAR BJÖRNSSON

Kristinn Snævar Björnsson fæddist 28. september 1942. Hann lést á heimili sínu 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Pétursson verkamaður í Reykjavík, f. 21. nóvember 1902, d. 16. júní 1949, og Guðbjörg Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2004 | Minningargreinar | 967 orð | 1 mynd

MAGNÚS EGGERTSSON

Magnús Eggertsson fæddist í Hjörsey á Mýrum 8. mars 1907. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 9. desember síðastliðinn. Magnús var sonur hjónanna Magnúsar Eggerts Magnússonar bónda í Hjörsey og síðar Einholtum á Mýrum, f. 18.9. 1857, d. 21.1. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2004 | Minningargreinar | 7213 orð | 1 mynd

RAGNAR BJÖRNSSON

Ragnar Björnsson fæddist í Reykjavík 3. janúar 1949. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ingibjörg Gunnarsdóttir hárgreiðslumeistari, f. 1925, d. 1999, og Björn R. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2004 | Minningargreinar | 2289 orð | 1 mynd

SÆVAR ÞÓR BJÖRGVINSSON

Sævar Þór Björgvinsson fæddist í Reykjavík 6. október 1969. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 5. desember síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Björgvin Haraldsson vélvirki, f. 15. Meira  Kaupa minningabók
16. desember 2004 | Minningargreinar | 1669 orð | 1 mynd

VILBORG GUÐBERGSDÓTTIR

Vilborg Guðbergsdóttir fæddist í Fremstuhúsum í Neðri-Hjarðardal í Dýrafirði 10. nóvember 1920. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 2. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðbergur Davíðsson, fyrrv. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

16. desember 2004 | Daglegt líf | 782 orð | 3 myndir

Að láta gott af sér leiða

Sunnudaginn 5. desember var Alþjóðadagur sjálfboðaliðans en ekki eru allir sem gera sér grein fyrir að hér á landi stundar fjöldi fólks sjálfboðastörf að staðaldri. Meira
16. desember 2004 | Daglegt líf | 229 orð | 2 myndir

Freistandi og fljótlegir réttir

NÝLEGA komu út hjá Altungu hf. á Akureyri fjórar matreiðslubækur eftir Anne Wilson í þýðingu Sigrúnar Magnúsdóttur. Meira
16. desember 2004 | Daglegt líf | 563 orð | 2 myndir

Gestkvæmt heimili

"Fyrir mér er þetta nokkuð nýtt að versla svona léttmeti, ég er vön að kaupa rjóma, smjör og annað sem er víst of fitandi." Meira
16. desember 2004 | Daglegt líf | 748 orð | 3 myndir

Góð heimilisráð í jólaundirbúningnum

Hjá Leiðbeiningastöð heimilanna er að venju nóg að gera í jólamánuðinum enda berast þangað bæði margar og ólíkar fyrirspurnir. Meira
16. desember 2004 | Daglegt líf | 525 orð

Hangikjöt, hamborgarhryggir og konfekt

BÓNUS Gildir 16.-19. des. verð nú verð áður mælie. verð Egils hvítöl 2,5 ltr 295 399 118 kr. ltr Kókkippa 12 ltr 799 1.050 66 kr. ltr Hangilæri með beini 999 1.299 999 kr. kg Hangiframpartur m/ beini 595 699 595 kr. kg KF hamborgarhryggur sérvalinn 799... Meira
16. desember 2004 | Daglegt líf | 5 orð | 2 myndir

Inntakið

Rósa Björg Guðmundsdóttir matsveinn: "Kærleikur! Meira
16. desember 2004 | Neytendur | 290 orð | 1 mynd

Könnun sýnir allt að 79% verðmun á jólabókum

VERÐMUNUR á jólabókum milli verslana er á bilinu 45-79% samkvæmt verðkönnun Morgunblaðsins, sem gerð var í 12 bókaverslunum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu í gær. Meira
16. desember 2004 | Daglegt líf | 202 orð | 2 myndir

NÝTT

Sósu- og súpugrunnar Tasty-sósu- og súpugrunnar eru nú komnir á markað hérlendis. Grunnarnir, sem eru framleiddir í Frakklandi fyrir Tasty í Danmörku og Hafmeyjuna á Íslandi, eiga að geta gert öllum kleift að galdra fram gómsætar sósur og súpur. Meira

Fastir þættir

16. desember 2004 | Dagbók | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Í dag, 16. desember, er sextug Hlíf Pálsdóttir frá Laugum í Súgandafirði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á Kársnesbraut 31 í Kópavogi í kvöld frá kl.... Meira
16. desember 2004 | Dagbók | 44 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

60 ÁRA afmæli. 15. desember varð sextugur Brandur Gíslason, Hæðargarði 16, Reykjavík . Eiginkona hans er Marta Hauksdóttir . Þau taka á móti ættingjum og vinum í Hvítasunnukirkjunni, Hátúni 2, laugardaginn 18. desember kl. 14-19. Meira
16. desember 2004 | Fastir þættir | 235 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Lengi von á einum. Meira
16. desember 2004 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Hinn 29.

Brúðkaup | Hinn 29. maí sl. voru gefin saman í Víðistaðakirkju af sr. Braga J. Ingibergssyni þau Linda Hrönn Eggertsdóttir og Guðmundur Örn Guðmundsson. Heimili þeirra er í... Meira
16. desember 2004 | Dagbók | 80 orð | 1 mynd

Guðmundur Snorrason í Sjöunda himni

GUÐMUNDUR Snorrason, fyrrverandi flugumsjónarmaður, hefur opnað málverkasýningu í húsgagnaversluninni Í sjöunda himni, Skúlagötu 30. Guðmundur hefur um áratuga skeið málað í frístundum sínum og farið víða um landið í efnisöflun. Meira
16. desember 2004 | Viðhorf | 858 orð

Ísland í framboð

Það mun aðeins einu sinni áður hafa verið rætt af einhverri alvöru að Ísland sæktist eftir sæti í öryggisráðinu. Ólafur Egilsson sendiherra rifjaði það upp [...] að í utanríkisráðherratíð Geirs Hallgrímssonar 1983-1986 hefði verið ákveðið að stefna að framboði. Meira
16. desember 2004 | Dagbók | 450 orð | 1 mynd

Krefjandi og skemmtilegt starf

Ingibjörg Norðdahl er fædd í Kópavogi árið 1948. Hún útskrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands árið 1968. Ingibjörg starfaði sem flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands á þeim tíma, var fastráðin árið 1970 og hefur starfað sem flugfreyja síðan. Fyrir 5 árum fór hún í nám í svæðameðferð og höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð og hefur síðan starfað í hlutastarfi við flugið og sinnt nuddstörfum. Ingibjörg er gift Daníel Þórarinssyni og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. Meira
16. desember 2004 | Dagbók | 212 orð | 1 mynd

Michael Pollock syngur á Café Rósenberg

CAFÉ Rósenberg er óðum að verða vettvangur grasrótartónlistar og samkomustaður tónlistarmanna úr öllum áttum, en þar er að myndast rík hefð fyrir lifandi tónlist og alls kyns tónleikahaldi. Meira
16. desember 2004 | Fastir þættir | 169 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Rc6 7. O-O Be7 8. c4 Rb4 9. Be2 O-O 10. Rc3 Bf5 11. a3 Rxc3 12. bxc3 Rc6 13. He1 He8 14. Bf4 dxc4 15. Bxc4 Bd6 16. Hxe8+ Dxe8 17. Rg5 Bg6 18. Bxd6 cxd6 19. h4 De7 20. Dg4 h6 21. Rh3 De4 22. Meira
16. desember 2004 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Sungið á Svissinum

Svissinn | Skáld og tónlistarmenn heimsóttu hina árlegu jólahátíð Bifreiðaverkstæðisins Svissins hjá Steina við Kársnesbraut í gær, lásu upp úr bókum og sungu. Meira
16. desember 2004 | Dagbók | 211 orð | 1 mynd

Tíu sveiflur á sekúndu

SÓPRANSÖNGKONAN Margrét Sigurðardóttir og hörpuleikarinn Gunnhildur Einarsdóttir flytja á næstu dögum tónleikadagskrána 10 Hertz, en þar er um að ræða bæði hádegis- og miðnæturtónleika í Vídalínskirkju og Víðistaðakirkju. Meira
16. desember 2004 | Fastir þættir | 299 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji veltir því stundum fyrir sér hvort það sé raunverulega rétt að líf nútíma Íslendingsins einkennist af meira stressi, hraða og tímaleysi en áður var þrátt fyrir uppþvottavélar, örbylgjuofna, allan skyndibitamatinn, tölvutæknina og allt það sem á... Meira
16. desember 2004 | Dagbók | 24 orð

Þá hugsaði ég: Viska er betri...

Þá hugsaði ég: Viska er betri en afl, en viska fátæks manns er fyrirlitin, og orðum hans er eigi gaumur gefinn. (Préd. 9, 16.) Meira

Íþróttir

16. desember 2004 | Íþróttir | 146 orð

Aragones kallaður inn á teppið

SPÆNSKA knattspyrnusambandið hefur ákveðið að Luis Aragones landsliðsþjálfari verði kallaður inn á teppið og yfirheyrður um ummæli sín í garð blökkumanna úr hópi knattspyrnumanna. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 118 orð

Atli hafnaði boði Keflvíkinga

ATLI Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, gaf Keflvíkingum afsvar í gærmorgun en hann hafði átt í viðræðum við þá að undanförnu. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 261 orð

Edda þiggur boð Fortuna Hjörring

EDDA Garðarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu úr KR, hefur þegið boð frá danska félaginu Fortuna Hjörring um að æfa með því seinni hluta janúarmánaðar. Hún hefur hins vegar hafnað því að fara til norska félagsins Klepp, sem einnig vildi fá hana í sínar raðir. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 395 orð | 1 mynd

* EDU , brasilíski miðjumaðurinn hjá...

* EDU , brasilíski miðjumaðurinn hjá Arsenal , hefur greint frá því opinberlega að spænsku liðin Real Madrid , Barcelona og Valencia vilji öll semja við hann en samningur hans við Englandsmeistarana rennur út í sumar. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 355 orð | 1 mynd

* EINAR Hólmgeirsson var valinn í...

* EINAR Hólmgeirsson var valinn í lið vikunnar hjá þýska handboltatímaritinu Handball Woche í fyrir frammistöðu sína með Grosswallstadt í síðustu viku. Einar átti stjörnuleik gegn Hamburg og skoraði 9 mörk. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 259 orð | 1 mynd

FH-banarnir koma á óvart

ALEMANNIA Aachen, þýska 2. deildar liðið sem sló FH út úr UEFA-bikarnum í haust, er komið áfram úr riðlakeppni bikarsins. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 196 orð

Grindavík lagði ÍS

TVEIR leikir voru í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi, Grindavík skaust upp fyrir ÍS í annað sætið með 67:55 sigri í Grindavík og Njarðvík lagði Hauka af mikilli þrautseigju, 69:67. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

* HALLGRÍMUR Brynjólfsson hefur tilkynnt félagsskipti...

* HALLGRÍMUR Brynjólfsson hefur tilkynnt félagsskipti í úrvalsdeildarlið Hamars/Selfoss á ný en Hallgrímur lék með Þór frá Þorlákshöfn fyrri hluta vetrar í 1. deild. Hallgrímur var áður í herbúðum Hamars en skipti í Þór Þ. sl. sumar. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 237 orð

HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Magdeburg - Nordhorn 38:29...

HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Magdeburg - Nordhorn 38:29 Post Schwerin - Flensburg 23:40 Essen - Minden 33:31 Wetzlar - Kiel 25:33 N-Lübbecke - Gummersbach 33:32 Düsseldorf - Lemgo 24:27 Hamburg - Wilhelmshavener 32:21 Staða efstu liða: Flensburg... Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 107 orð

ÍBV mætir Gróttu/KR

BIKARMEISTARAR ÍBV í kvennaflokki í handknattleik mæta Gróttu/KR í Eyjum í undanúrslitum SS-bikarkeppninnar. Dregið var í bikarkeppninni í gær. Stjarnan mætir Val í Garðabæ. ÍBV er í öðru sæti 1. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 31 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Ásvellir: Haukar - UMFN 19.15 Ísafjörður: KFÍ - Skallagrímur 19.15 Keflavík: Keflavík - Fjölnir 19.15 DHL-höllin: KR - UMFG 19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll - Snæfell 19. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 620 orð | 1 mynd

Jimmy og Pálmi hafa skorað svipuð mörk

"ÞAÐ er engin þörf á að flauta þegar aukaspyrna er tekin, sú er reglan og eftir þeim vinn ég á knattspyrnuvellinum," segir Graham Poll, dómari í leik Arsenal og Chelsea á Highbury síðasta sunnudag, en þá skoraði Thierry Henry mark fyrir Arsenal... Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 168 orð | 2 myndir

Kjartan og Elmar á leið til Celtic

KJARTAN Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason, knattspyrnumennirnir ungu úr KR, fara til Glasgow á morgun og ganga að öllum líkindum frá samningum við Celtic um eða eftir helgina. Viðræður milli KR og Celtic hafa staðið yfir að undanförnu og eru komnar á lokastig og forráðamenn KR-Sport fara væntanlega til Skotlands á sunnudag eða mánudag til að ljúka málinu. Kristinn Kærnested, stjórnarmaður í KR-Sport, staðfesti það við Morgunblaðið í gærkvöld. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Leikur ekki með íslenska landsliðinu á HM í Túnis

SIGFÚS Sigurðsson, línumaðurinn öflugi hjá Magdeburg, leikur ekki með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Túnis í næsta mánuði. Bakmeiðsli Sigfúsar tóku sig upp að nýju fyrr í þessari viku og flest bendir til þess að hann þurfi að taka sér frí frá handboltanum á ný, og þá jafnvel út þetta keppnistímabil. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 116 orð

Morientes til Mónakó?

AFP -fréttastofan greindi frá því í gær að forsvarsmenn Mónakó væru búnir að komast að samkomulagi við spænska liðið Real Madrid þess efnis að fá framherjann Fernand Morrientes að láni út leiktíðina. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 201 orð

Nicolas Anelka á ný til liðs við Liverpool?

ALLT bendir til þess að forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City ætli sér að selja framherjann Nicolas Anelka í janúar er leikmannamarkaðurinn verður opnaður á ný í Evrópu. Franski framherjinn hefur komið víða við á ferli sínum og m.a. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 182 orð

"Geysilegt áfall"

"ÞETTA er nokkuð þungt högg fyrir okkur, því ég var farinn að gleðjast yfir því að Sigfús og Ólafur Stefánsson kæmu aftur í landsliðshópinn fyrir heimsmeistarakeppnina í Túnis. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 166 orð

"Ólafur ekki í nógu góðri æfingu"

FORRÁÐAMENN hollenska knattspyrnufélagsins Groningen segja að Ólafur Ingi Skúlason hafi ekki staðið sig sem skyldi í leiknum með varaliði Arsenal gegn Crystal Palace á mánudagskvöldið. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd

"Sýndi mikla hæfileika"

FRANK Arnesen, yfirmaður knattspyrnumála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham, sér Emil Hallfreðsson fyrir sér sem framtíðarleikmann hjá félaginu en FH-ingurinn skrifar í lok mánaðarins undir tveggja og hálfs árs samning við Lundúnaliðið. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 123 orð

Robinson farinn frá Tindastóli

RON Robinson, bandarískur leikmaður sem verið hefur í herbúðum úrvalsdeildarliðs Tindastóls, er farinn frá liðinu. Robinson reif vöðva og var fyrirséð að hann yrði frá í allt að 6 vikur. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 97 orð

Stam vill mæta United

JAAP Stam, miðvörður Ítalíumeistara AC Milan, vonast eftir því að mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið verður til 8 liða úrslitanna á morgun. Meira
16. desember 2004 | Íþróttir | 107 orð

Sögulegur sigur Kiel

KIEL vann í gær sögulegan sigur í þýsku deildinni í handknattleik þegar liðið lagði Wetzlar 33:25 á heimavelli síðarnefnda liðsins, Dutenhofen. Þar hafði Kiel aldrei tekist að sigra þar til í gærkvöldi. Meira

Úr verinu

16. desember 2004 | Úr verinu | 366 orð | 1 mynd

Af ávörpum og ályktunum

Haustið er sannarlega tími mannfagnaða í sjávarútveginum. Það fáum við að reyna sem flytjum fréttir af því sem er að gerast í greininni. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 136 orð | 1 mynd

Borða meira af eldislaxi

NEYZLA á eldislaxi í Bretlandi hefur aukizt verulega, þrátt fyrir áróður gegn henni. Þannig jókst neyzla á tímabilinu marz til maí á þessu ári um 20%. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 343 orð

Einni bestu vertíð á síldinni að ljúka

EINNI bestu síldarvertíð seinni ára er nú að ljúka. Veiðar hafa gengið vel á vertíðinni, síldin verið væn og gott verð fengist fyrir hana. Samkvæmt upplýsingum hjá Fiskistofu hafa þegar veiðst nærri 102 þúsund tonn af síld á vertíðinni. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 169 orð | 1 mynd

Feðgar kaupa nýjan bát

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Lukka ehf. á Stöðvarfirði fékk nýverið afhentan nýjan bát frá bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði, af gerðinni Cleopatra 38. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Narfi SU og leysir af hólmi eldri bát sömu gerðar. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 149 orð | 1 mynd

Girða fyrir óboðinn fisk

Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt aðgerðir til að halda vatnakarpa frá Asíu frá Vötnunum miklu á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Aðgerðirnar felast í því að setja upp varanlega rafmagnsgirðingu til að tálma för hans. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 199 orð | 2 myndir

Heitt sjávarréttasalat

SKELFISKURINN gefur tækifæri til margvíslegrar eldamennsku. Möguleikarnir eru nánast óendanlegir, en meðal annars er skelfiskurinn mjög góður í alls kyns salöt, bæði heit og köld. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 434 orð | 2 myndir

Ísland með 2,3% heimsaflans

ÍSLENDINGAR voru 11. mesta veiðiþjóð heims árið 2002, veiddu þá ríflega 2 milljónir tonna eða um 2,3% heimsaflans. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 2065 orð | 1 mynd

Kraftar kvenna í sjávarútvegi hvorki nægilega sýnilegir né viðurkenndir

Út er komin skýrsla um stöðu kvenna í sjávarútvegi á norðurslóðum. Hjörtur Gíslason gluggaði í hana og ræddi við einn höfunda, Önnu Karlsdóttur. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 95 orð | 1 mynd

Línan stokkuð í landi

Gísli Sveinbjörnsson er einn þeirra sem stokka línu í landi. Það gerir hann fyrir línubátinn Minnu BA, sem er gerður út frá Siglufirði. Minna er með beitningartrekt og því er línan bara stokkuð í landi, ekki beitt. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 248 orð

Mikið um áframeldi

FIMMTUNGUR alls fiskeldis í heiminum byggist á fiski sem hefur verið veiddur fyrst og síðan alinn áfram. Árið 2000 skilaði fiskeldi í heiminum 37 milljónum tonna, þar af var fiskur úr áframeldi sjö milljónir tonna. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 89 orð | 1 mynd

Nýr línubátur til Húsavíkur

ÞAÐ hefur orðið talsverð fjölgun í fiskiskipaflota Húsvíkinga á þessu ári og á dögunum bættist enn einn báturinn í flotann þegar útgerðarfyrirtækið Hraunhöfði ehf. festi kaup á Narfa SU. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 186 orð

Síldin dafnar

MÆLINGAR norskra fiskifræðinga hafa leitt í ljós að 2002-árgangurinn af norsk-íslensku síldinni er sá stærsti í 50 ár. Ætla má að árgangurinn geti skilað allt að 1,5 milljóna tonna afla þegar fram líða stundir. Meira
16. desember 2004 | Úr verinu | 54 orð | 1 mynd

Stærsti plastbáturinn

STÆRSTI plastbátur landsins var sjósettur frá Grandagarði um helgina, þegar Happasæll KE-94, var sjósettur. Hann er um 30 tonn og með tvær 600 hestafla aðalvélar. Það er Seigla ehf. sem smíðar bátinn og er hann af gerðinni Seigur 1500. Meira

Viðskiptablað

16. desember 2004 | Viðskiptablað | 70 orð | 1 mynd

Bjarni Ármannsson stjórnarformaður Kredittbanken

BJARNI Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, hefur tekið að sér stjórnarformennsku í norska bankanum Kredittbanken sem Íslandsbanki er að ljúka yfirtöku á. Frá þessu er sagt í norskum fjölmiðlum. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 119 orð | 1 mynd

Danske Bank til Írlands

DANSKE Bank, stærsti banki Danmerkur, hefur fest kaup á tveimur bönkum, Northern Bank Ltd. á Norður-Írlandi og National Irish Bank Ltd. á Írlandi. Seljandi er National Australia Bank Ltd. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 162 orð

Eitt stærsta mjólkursamlag heims að fæðast

ÁÆTLAÐ er að dansk-sænska mjólkursamlagið Arla Foods og hollenska mjólkursamlagið Campina verði sameinuð undir nafninu Campina Arla amba á næsta ári. Verður það næststærsta mjólkursamlag í heimi og það stærsta sem er samvinnufélag bænda. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 380 orð | 2 myndir

Eldsneytissparnaður með nýjum vængbúnaði

NÝR vængbúnaður á Boeing 757-þotur, sem Icelandair hefur pantað á sjö þotur félagsins, er talinn munu draga úr eldsneytisnotkun um allt að 5%. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 157 orð | 1 mynd

Fjölgað í framkvæmdastjórn Samskipa

FJÖLGAÐ hefur verið í framkvæmdastjórn Samskipa í kjölfar vaxandi starfsemi innanlands. Óskar Óskarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa, en það er ný staða hjá félaginu. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 582 orð | 1 mynd

Gluggagægir

SJÓÐSTJÓRAR verðbréfasjóða lenda stundum í þeim aðstæðum að þeir vilja ógjarnan að fjárfestar komist að því að þeir hafi fjárfest í hlutabréfum fyrirtækja þar sem skyndilega hefur dimmt yfir í rekstri. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 483 orð

Heimsókn, sem taka ber eftir

Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að hingað hefðu komið í fyrradag tveir yfirmenn álframleiðslu Alcan, sem er eigandi álversins í Straumsvík. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 96 orð

Hvers vegna nafnið Ísbjörn?

Þorvaldur segir það vera með ráðum gert að kalla lyftuna þessu íslenska nafni og það með íslenskri stafsetningu. "Þetta er ímyndarmál hjá okkur, þetta er eins og með Björk og Björn Borg; sendir menn beint til Norðurlandanna. Þegar t.a.m. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 78 orð | 1 mynd

Hækkun í Kauphöllinni

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 1,4% í gær og var lokagildi hennar 3.380,16 stig . Heildarviðskipti í Kauphöllinni námu liðlega 6,5 milljörðum króna og voru viðskipti með hlutabréf þar af 3,2 milljarðar . Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 72 orð

Íbúðalánasjóður með skiptiútboð á íbúðabréfum

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að efna til lokaðs skiptiútboðs á fjórum flokkum íbúðabréfa. Er útboðið ætlað Kauphallaraðilum . Stefnir sjóðurinn að því að taka tilboðum upp á 10 milljarða króna . Lágmarkstilboð er 200 milljónir í hvern flokk. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 551 orð | 1 mynd

Íslandsmeistari í spyrnukeppni hraðbáta

Björn Þorri Viktorsson hefur verið formaður Félags fasteignasala síðan 2003. Björn er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka og að tala tæpitungulaust. Guðmundur Sverrir Þór tók hús á honum. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 2036 orð | 3 myndir

Íslendingar í rusli í Evrópu

Þrjár íslenskar fjölskyldur tengdar bræðraböndum hafa sett á Evrópumarkað nýja og byltingarkennda sorptunnulyftu. Þorvaldur Tryggvason segir Soffíu Haraldsdóttur frá viðtökum markaðarins, þróunarferlinu og meðbyrnum. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 353 orð | 1 mynd

Íslendingar með nýtt flugfélag í Skotlandi

NÝTT flugfélag, City Star Airlines, mun hefja beint flug á milli Aberdeen í Skotlandi og Óslóar hinn 17. janúar 2005. Flogið verður daglega með Dornier 328-110 flugvél, sem er eina vél félagsins. Vélin getur tekið 32 farþega. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 129 orð

Krónan að veikjast aftur

GENGI krónunnar hefur lækkað og gengisvísitalan þar með hækkað, um rúm 3% á rúmri viku og stendur vísitalan nú í 115,45 stigum . Gengi dollars er 63,10 krónur og evru 84,70 krónur. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 113 orð

Málstofa um alþjóðavæðingu bankanna og áhrif...

Málstofa um alþjóðavæðingu bankanna og áhrif á störf Seðlabankans verður haldin í fundarsal Seðlabankans að Sölvhóli í dag kl. 15. Málshefjandi er Tryggvi Pálsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands. Þar fjallar hann m.a. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 155 orð | 1 mynd

Meiri hagvöxtur en verið hefur í þrjú ár

LANDSFRAMLEIÐSLA er talin hafa vaxið um 7,4% að raungildi á þriðja fjórðungi þessa árs borið saman við sama fjórðung árið áður. Þetta er mun meiri hagvöxtur á einum ársfjórðungi en verið hefur undanfarin þrjú árs samkvæmt frétt frá Hagstofu Íslands. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 168 orð | 1 mynd

Met í útflutningi norsks eldislax

MET var sett í síðustu viku á útflutningi á eldislaxi í Noregi þegar tillit er tekið til magns og verðs. Flutt voru út 10.506 tonn og var meðalverðið 21,79 norskar krónur eða um 224 íslenskar. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 248 orð

Samkeppni skilar sér til allra

SAMKEPPNISMÁL hafa mikið verið í umræðunni á undanförnum misserum og er því ekki úr vegi að fjalla aðeins um eðli samkeppninnar og hvers vegna samkeppni skilar öllum aðilum betri stöðu en fákeppni eða jafnvel einokun. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 210 orð | 2 myndir

Segja afkomu DV orðna jákvæða

ÞEGAR Frétt ehf. keypti DV á síðasta ári var DV rekið með 1 milljónar króna halla á degi hverjum, að sögn Eiríks S. Jóhannssonar, forstjóra Og Vodafone, á hluthafafundi félagsins í gær. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 113 orð

Sænsku olíufélagi stefnt vegna samráðs

SÆNSK samkeppnisyfirvöld hafa kært sænska fyrirtækið Nynäs Petroleum AB og franska olíufélagið Total fyrir ólöglegt samstarf. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 68 orð

ÚTHERJI

Sorprit sem stendur undir nafni Sorprit njóta yfirleitt ekki mikillar virðingar meðal fólks. En sorprit þurfa þó ekki að vera alslæm. Sum þeirra geta jafnvel verið hin athyglisverðasta lesning, þar sem hægt er að finna ýmsar merkilegar upplýsingar. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 182 orð | 1 mynd

Vilja sameinast kauphöllinni í London

ÞÝSKA kauphöllin, Deutsche Borse AG, hefur falast eftir sameiningu við kauphöllina í London, London Stock Exchange PLC, og segist tilbúin að greiða fyrir sem svarar til um 160 milljörðum íslenskra króna. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 113 orð

Yukos óskar eftir greiðslustöðvun

RÚSSNESKA olíufélagið Yukos hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Bandaríkjunum. Meira
16. desember 2004 | Viðskiptablað | 976 orð | 2 myndir

Það er lífsstíll að flokka sorp

Umsvif Íslenska gámafélagsins hafa aukist mikið frá því starfsemi fyrirtækisins hófst í byrjun ársins 2000. Jón Þórir Frantzson framkvæmdastjóri sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni að kröfur um sorphirðu hefðu aukist vegna reglna frá ESB en hugarfarsbreyting hefði einnig átt sér stað. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.