Greinar mánudaginn 20. desember 2004

Fréttir

20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

40 börn með tæknifrjóvgun

FÁI barn, sem verður til með tæknifrjóvgun, vitneskju um það síðar meir frá foreldrum sínum, og vill vita hver hafi verið eggja- eða sæðisgjafinn, þá segir Guðmundur Arason að það geti haft samband við ART Medica eftir 18 ára aldur og kannað hvort... Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 307 orð

Athugasemdir vegna ummæla sviðsstjóra hjá Íbúðalánasjóði

HALLUR Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, lét þung orð falla um undirritaðan blaðamann á Morgunblaðinu í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær, í tilefni af grein í blaðinu um þann vanda sem Íbúðalánasjóður getur staðið frammi fyrir. Meira
20. desember 2004 | Erlendar fréttir | 147 orð

Atkvæðin sótt inn á heimilin

ÞINGKOSNINGAR fóru fram í Túrkmenistan í gær en þar sem kjörstaðir voru nánast mannlausir allan daginn í höfuðborginni Ashgabat var gripið til þess ráðs að fara með kjörkassana inn á heimili íbúanna til að tryggja að þeir kysu. Meira
20. desember 2004 | Erlendar fréttir | 167 orð

Dularfullt félag keypti vinnslufyrirtæki Yukos

DULARFULLT rússneskt fjárfestingarfélag, Baikalfinansgroup, hreppti stærsta vinnslufyrirtæki rússneska olíurisans Yukos, Yuganskneftegaz, á uppboði í Moskvu í gær. Kaupverðið er 260,75 milljarðar rúblna, jafnvirði tæpra 580 milljarða króna. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 346 orð

Eftirlaun gætu hækkað um 21-24%

HÆGT yrði að auka réttindi launafólks til eftirlauna um 21-24% ef ríkissjóður axlaði ábyrgð á greiðslu örorkulífeyris vegna örorku á almennum vinnumarkaði. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 108 orð

Ekki forkeppni fyrir Evróvisjón

SAMÞYKKT var í útvarpsráði sl. föstudag að tillögu Sjónvarpsins að hafa ekki forkeppni fyrir Evrópusöngvakeppnina á næsta ári. Í staðinn verður einum aðila falin þátttaka í söngvakeppninni fyrir hönd RÚV. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 733 orð | 1 mynd

Erfðabreytileiki Íslendinga tengdur átthögunum

NIÐURSTÖÐUR rannsókna Íslenskrar erfðagreiningar á ættfræði og arfgerðum sýna tengsl á milli átthaga og erfðabreytileika Íslendinga þótti dregið hafi úr þeim tengslum með þéttbýlismyndun á 20. öldinni. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 1237 orð | 2 myndir

Erum alls ekki á gráu svæði

Læknarnir Þórður Óskarsson og Guðmundur Arason hjá tæknifrjóvgunarstofunni ART Medica segja misskilning vera í umræðunni um greiðslur fyrir egg til tæknifrjóvgunar. Í samtali við Björn Jóhann Björnsson segjast þeir aðeins vera milliliðir í aðstoð við fjölmörg pör sem beðið hafa eftir eggi árum saman. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 720 orð | 2 myndir

Fjarri lagi að sjóðurinn stefni í þrot

HALLUR Magnússon, sviðsstjóri þróunar- og almannatengslasviðs Íbúðalánasjóðs, segir það ekki rétt sem fram komi í fréttaskýringu Morgunblaðsins í gær, að sjóðurinn geti komist í þrot ef framhald verður á miklum uppgreiðslum á útlánum sjóðsins. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 64 orð

Friðarganga á Þorláksmessu

ÍSLENSKAR friðarhreyfingar ætla að standa að blysför niður Laugaveginn á Þorláksmessu. Er það 25. árið sem friðarganga af því tagi er farin á þessum degi. Safnast verður saman á Hlemmi og lagt af stað í gönguna klukkan 18. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 362 orð | 3 myndir

Frumsýningar undirbúnar

HJÁ stóru leikhúsunum tveimur í borginni er svo sannarlega allt á fullu við undirbúning og æfingar á einhverjum viðamestu sýningum vetrarins sem frumsýndar verða nú um jólin og í byrjun næsta árs. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Fylgst með hvernig sjóðurinn spilar úr áhættustýringu sinni

"ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR er að fullu kominn undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins frá og með miðju þessu ári," segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Fyrsta örgjörvakortið tilbúið

FYRSTA MasterCard-örgjörvakortið með fullgildum dulkóðunarlyklum var útbúið hjá Reiknistofu bankanna nýlega. Að sögn Bergþóru K. Ketilsdóttur, forstöðumanns upplýsingatækni hjá Kreditkortum hf. Meira
20. desember 2004 | Minn staður | 120 orð | 1 mynd

Gefa eldvarnarbúnað í endurreist hús

Ólafsfjörður | Slökkvilið Ólafsfjarðar afhenti fyrir skömmu hjónunum Ásgrími Pálmasyni og Kristínu Káradóttur eldvarnarbúnað í húsið sem þau hafa endurreist síðustu þrjá mánuði. Íbúðarhús þeirra við Hlíðarveg í Ólafsfirði brann 21. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 169 orð

Gerðu ráð fyrir innkomu banka og uppgreiðslum

STJÓRNENDUR Íbúðalánasjóðs gerðu ráð fyrir innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn og að til uppgreiðslu lána myndi koma, skv. upplýsingum Halls Magnússonar, sviðsstjóra þróunar- og almenningstengslasviðs Íbúðalánasjóðs. Meira
20. desember 2004 | Minn staður | 575 orð | 2 myndir

Hér gæti verið vettvangur skapandi orku

Kaffihúsamenning hefur ekki náð að skapast í Borgarnesi og kaffihús hafa aðeins verið rekin þar á sumrin undanfarin ár. Úr þessu rættist þó í byrjun desember og fór Ásdís Haraldsdóttir í heimsókn á jarðhæðina í Safnahúsi Borgarfjarðar þar sem Snjólaug Guðmundsdóttir vefnaðarkennari hefur flutt vinnustofu sína og gallerí og þar er einnig lítið kaffi- og listmunahús. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Hvetja Íslendinga til að draga boðið til Fischers til baka

BANDARÍSK stjórnvöld hafa hvatt íslensk stjórnvöld til þess að draga til baka boðið til bandaríska skákmannsins Bobby Fischers um dvalarleyfi á Íslandi. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Ilmurinn úr eldhúsinu ekki alltaf lokkandi

ALGENGUSTU fyrirspurnir sem Húseigendafélagið fær yfir hátíðirnar varða jólaskreytingar, hávaða vegna flugelda og lyktarmengunar af hinni vestfirsku skötu. Nokkuð ljóst er að ekki finnst öllum lyktin af skötunni sem fyllir loftin á Þorláksmessu jafn góð. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 510 orð

Íslensk kona fær ekki bætur vegna nauðgunar erlendis

KONA sem óskaði eftir bótum frá ríkinu vegna nauðgunar sem hún varð fyrir á Spáni fær engar bætur. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 341 orð

Konur borga meira fyrir lyf en karlar

KONUR greiða hlutfallslega meira fyrir lyf sem þær nota en karlar ef skoðað er meðaltal allra lyfjaflokka. Þetta kemur fram í Staðtölum almannatrygginga fyrir árið 2003 sem eru gefnar út af Tryggingastofnun ríkisins (TR). Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Krafla ekki til sölu

EKKI kemur til greina að svo stöddu að selja Kröfluvirkjun eða Bjarnarflagsvirkjun. Landsvirkjun á í miklum framkvæmdum og ekki er verið að skoða að skipta fyrirtækinu upp. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 141 orð

Margir hringt vegna eggjanna

MIKIÐ hefur verið hringt á tæknifrjóvgunarstofuna ART Medica síðustu daga og spurt út í egg til gjafar eða greiðslu. Fleiri hafa þó boðið fram aðstoð sína, án þess að hugsa um að fá eitthvað greitt fyrir það. Meira
20. desember 2004 | Erlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Minnst 62 bíða bana í tilræðum í borgum sjíta

AÐ minnsta kosti 62 menn biðu bana og hátt í 200 særðust í tveimur bílsprengjutilræðum í helgum borgum sjíta í Írak í gær. Óttast er að tilræðin séu upphaf að hrinu árása á sjíta fyrir þingkosningarnar í Írak 30. janúar. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Nærtækara að styrkja núverandi kerfi strætisvagna

KJARTAN Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir yfirlýsingar fulltrúa R-listans um rekstur sporvagna í Reykjavík. Kjartan bendir á að skv. Meira
20. desember 2004 | Erlendar fréttir | 160 orð

Palestínskir fangar leystir úr haldi

STJÓRN Ísraels samþykkti í gær að 170 Palestínumönnum yrði sleppt úr ísraelskum fangelsum síðar í vikunni. Embættismenn í Jerúsalem sögðu að fangarnir yrðu látnir lausir til að styrkja stöðu Mahmuds Abbas fyrir forsetakosningar Palestínumanna 9. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 684 orð | 1 mynd

"Auðvitað man maður alltaf 20. desember 1974"

Norðfirðingar minnast þess í dag að þrjátíu ár eru liðin frá því að tvö mannskæð snjóflóð féllu á byggðina með þeim afleiðingum að tólf manns létust. Mörg snjóflóð féllu í kringum 20. desember 1974. Meira
20. desember 2004 | Erlendar fréttir | 132 orð

"Gaza-áætlunin í höfn"

STÆRSTU flokkarnir í Ísrael, Likud og Verkamannaflokkurinn, reyndu í gærkvöldi að leysa síðustu ágreiningsmálin um stjórnarsáttmála sem á að tryggja að hægt verði að koma í framkvæmd áætlun Ariels Sharons forsætisráðherra um að leggja niður allar byggðir... Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

Refsing hert við farsímanotkun í bílum

SAMKVÆMT nýrri reglugerð samgönguráðuneytisins um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota hafa refsingar við því að tala í farsíma í akstri án handfrjáls búnaðar verið hertar. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 354 orð | 1 mynd

Samanburður við lágmarkslaun ekki eðlilegur

EKKI er eðlilegt að bera saman hækkun bóta almannatrygginga við hækkun lægstu launa á undanförnum árum þar sem sérstakt samkomulag var gert um það árið 1995 að hækka lægstu laun sérstaklega umfram önnur laun í landinu, að sögn Einars Odds Kristjánssonar... Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 665 orð | 1 mynd

Sex milljarðar í lyfjakostnað

Niðurgreiðsla á lyfjum kostaði ríkið tæpa sex milljarða á árinu 2003 en lækniskostnaður þjóðarinnar er helmingi minni. Lyfjakostnaður er því stærsti hlutinn af útgjöldum til sjúkratrygginga en inni í því er m.a. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Skipstjórinn og vélstjórinn verið um borð frá upphafi

KALDBAKUR EA-1, ísfisktogari Brims, áður Útgerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar í gær, með um 60 tonna afla eftir þriggja daga veiðiferð á miðunum fyrir norðan og norðaustan land. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Skipt um brú í varðskipunum Ægi og Tý

SKIPT verður um brú, ýmis tæki og búnað í varðskipinu Ægi á næsta ári auk þess sem vistarverur áhafnar verða endurnýjaðar. Þá verður dráttarvinda endurnýjuð og vélarrúm gert mannlaust. Ári síðar verða síðan gerðar sams konar breytingar á varðskipinu Tý. Meira
20. desember 2004 | Erlendar fréttir | 105 orð

Slapp úr sorpþjöppu

HEIMILISLAUSUM manni, sem sofnaði í ruslagámi í Bandaríkjunum, var sturtað í öskubíl á föstudag og hann lenti þar í sorpþjöppu - en slapp lítt meiddur. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð

Slasaðist alvarlega á vélsleða

UNGUR piltur slasaðist mjög alvarlega á baki á vélsleða á Ólafsfjarðarvegi við Hauganesafleggjara um miðjan dag í gær. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Snjóbrettakappar í Smáralind

UM tuttugu snjóbrettakappar léku listir sínar inni í Smáralind er þar fór fram fyrsta snjóbrettasýning innandyra hérlendis svo vitað sé. Fimm sleðakerrur fullar af snjó voru fluttar inn í Vetrargarðinn af þessu tilefni. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Sungu og léku til styrktar BUGL

UNGLINGAR í Valhúsaskóla settu upp sýninguna Hárið í Félagsheimili Seltirninga í gær. Sáu unglingarnir sjálfir um allan undirbúning sýningarinnar og rann allur ágóði af henni, miðasölu sem sælgætissölu, til barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Meira
20. desember 2004 | Erlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Um 60 sjítar falla í árásum

MINNST 62 menn lágu í valnum í gær eftir tvær bílsprengjuárásir í helgustu borgum sjíta í Írak, Najaf og Karbala. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Ungir KR-ingar sömdu við Celtic

KJARTAN Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason, ungir knattspyrnumenn úr KR, sömdu í gær við skoska meistaraliðið Glasgow Celtic og hefja atvinnuferilinn með því í janúar. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 65 orð

Valt og hafnaði úti í sjó

MIKIL mildi þykir að enginn skyldi slasast alvarlega er bíll valt út af Skutulsfjarðarbraut við Tunguá um klukkan þrjú aðfaranótt sunnudags og hafnaði úti í sjó. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Vanessa Redgrave og Júlía

BRESKA leikkonan Vanessa Redgrave og Nína Dögg Filippusdóttir hylla hér hvor aðra á sviðinu að lokinni sýningu á Rómeó og Júlíu í Playhouse-leikhúsinu á West End í Lundúnum í fyrrakvöld. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Vantar nautkálfa

UNDANFARNA mánuði hefur framboð á nautkálfum til nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hvanneyri verið með minna móti en undanfarin ár. Meira
20. desember 2004 | Erlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Var byrlað skæðasta díoxínið

VIKTOR Jústsjenko, forsetaefni stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var byrlað hreint TCDD, eitt af eitruðustu efnum sem til eru í heiminum, að sögn vísindamanna sem hafa rannsakað blóðsýni úr honum. Meira
20. desember 2004 | Innlendar fréttir | 151 orð

Vonandi aukin tækifæri

"Ég vona að þetta gefi okkur aukin tækifæri," sagði Jón Björnsson, forstjóri Haga, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaupsverslanirnar í samtali við Morgunblaðið aðspurður hvort kaup Baugs og fleiri aðila á Big Food Group sköpuðu hugsanlega... Meira

Ritstjórnargreinar

20. desember 2004 | Leiðarar | 323 orð | 1 mynd

Efnavopn í Víetnam

Samsærishyggja getur verið þrálátt fyrirbæri. Lítil frétt á mbl.is verður skrifara á Múrnum, vefriti um þjóðmál, pólitík og menningu, sem Málfundafélag úngra róttæklinga (svo!) gefur út, tilefni til fullyrðinga um að Morgunblaðið sé fast í fortíðinni. Meira
20. desember 2004 | Leiðarar | 335 orð

Stórt skref

Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins tóku stórt skref á föstudag þegar ákveðið var að taka upp beinar viðræður um aðild Tyrklands að sambandinu. Meira
20. desember 2004 | Leiðarar | 501 orð

Vandi Íbúðalánasjóðs

Morgunblaðið birti í gær athyglisverða fréttaskýringu um vanda, sem Íbúðalánasjóður gæti staðið frammi fyrir, eftir einn af blaðamönnum blaðsins, Grétar J. Guðmundsson. Meira

Menning

20. desember 2004 | Tónlist | 568 orð | 1 mynd

Brugðist við vonum

Plata með hljómsveitinni Vonbrigði. Sveitina skipa Jóhann Vilhjálmsson söngur, Árni Kristjánsson gítar, hljóðgerflar, Þórarinn Kristjánsson trommur, Gunnar E. Knudsen bassa. Lög og útsetningar Vonbrigði. Aðstoð við útsetningar og hljóðblöndun Hallur Ingólfsson. Hljóðritað 2001-2004. Eigin útgáfa. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Dregur til tíðinda á Vanuatu

ÚRSLITAÞÁTTUR níundu þáttaraðar Survivor er á dagskrá Skjás eins í kvöld og hefur þessi þáttaröð einkennst af hatrammri baráttu kynjanna og einnig af innbyrðis baráttu milli einstaklinga af sama kyni. Meira
20. desember 2004 | Tónlist | 889 orð | 3 myndir

Elly, Helena og Óðinn

EKKERT fyrirtæki býr að eins miklu safni af íslenskri tónlist og Skífan, því ekki er bara að fyrirtækið hafi yfir að ráða upptökum úr eigin útgáfusögu heldur hefur því líka áskotnast obbinn af því sem til er upptekið af íslenskri tónlist. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Fjölmála texti

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum hefur gefið út fyrstu bókina í ritröð fjölmála texta á Íslandi. Um er að ræða tvímála útgáfu á hinu sígilda leikriti Yermu eftir Federico Garcia Lorca í þýðingu Margrétar Jónsdóttur og Karls J. Meira
20. desember 2004 | Tónlist | 297 orð | 1 mynd

Framsækinn forngripur

Íslenzk tónverk fyrir blokkflautur og rafhljóð eftir Atla Heimi Sveinsson, Hilmar Þórðarson, Hjálmar H. Ragnarsson, Kjartan Ólafsson og Lárus H. Grímsson. Camilla Söderberg blokkflautur. Hljóðritað í Víðistaðakirkju 6/2001 og 11/2002. Upptökustjórn og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson / Fermata Recordings. Lengd: 64:35 mín. Útgefandi: Smekkleysa, í samvinnu við Íslenzka tónverkamiðstöð. SMK 44, 2004. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 162 orð | 1 mynd

Hendrix á Hvíldardagskvöldi

ÁFRAM verður haldið með myndræna yfirferð yfir fimmtíu ára sögu rokksins í kvöld kl. 20 á síðasta Hvíldardagskvöldi Grand rokks á árinu, en viðfangsefni kvöldsins er meistari Jimi Hendrix, sem af mörgum er talinn einn helsti rafgítarleikari allra tíma. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Hitler teiknaður sem manneskja

BANDARÍSKI myndlistarmaðurinn Walter Gaudnek, sem fæddur er í Þýskalandi, stillir sér hér upp fyrir framan eina af teikningum sínum af Adolf Hitler, þar sem nasistaforinginn er orðinn að teiknimyndafígúru í popplistarstíl. Meira
20. desember 2004 | Tónlist | 312 orð | 1 mynd

Holdgerðir skuggar

Tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson. Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. Einleikarar/einsöngvari: Torleif Thedéen, selló; Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla; Ragnhild Heiland Sørensen, sópran. Smekkleysa 2004. Meira
20. desember 2004 | Bókmenntir | 489 orð | 1 mynd

Hvað rímar við Jesú?

Eftir Davíð Þór Jónsson, Lilja Gunnarsdóttir myndskreytti. 21 12 kúltúr kompaní 2004. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 642 orð

Kringum loftbrú og sleðahunda

F jallaborgin Millau, eða dalborgin öllu heldur, er þessa dagana frægasta borg í Frakklandi, yfirskyggð af splunkunýju undri, hæstu brú í heimi yfir djúpan dal. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 220 orð | 1 mynd

Lágstemmdir tónleikar í Óperunni

SVEITIRNAR Slowblow, múm og Stórsveit Sigríðar Níelsdóttur halda tónleika í kvöld kl. 20 í Íslensku óperunni, en tónleikarnir eru haldnir af því tilefni að meðlimir Slowblow og múm eru á leiðinni hver í sína áttina eftir viðburðaríkt ár. Meira
20. desember 2004 | Tónlist | 436 orð | 1 mynd

Óratóríusmiðurinn frá Vopnafirði

24 lög eftir Björgvin Guðmundsson. Snorri Sigfús Birgisson, Anna Guðný Guðmundsdóttir & Kjartan Valdemarsson píanó, Karlakórinn Fóstbræður u. stj. Meira
20. desember 2004 | Tónlist | 259 orð | 1 mynd

"Greinilega í glimrandi formi"

FRÆNDURNIR Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari og Vovka Stefán Ashkenazy píanóleikari héldu tónleika í London á dögunum fyrir fullu húsi áhorfenda. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 92 orð | 1 mynd

Rokkað fyrir listasmiðju

NEMENDARÁÐ Fellaskóla sýndi athyglisvert frumkvæði fyrr í desember, þegar nemendur stóðu fyrir styrktartónleikum vegna listasmiðju í gamla Fellahelli. Nemendur fengu hljómsveitir til að koma fram á tónleikunum og gáfu þær allar vinnu sína. Meira
20. desember 2004 | Tónlist | 399 orð | 1 mynd

Sagnadansar fyrir okkar tíma

Sagnadans; Anna Pálína Árnadóttir og sænska þjólagatríóið Draupner flytja sagnakvæði við lög eftir Önnu og Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Tríóið skipa Tomas Lindberg, sem leikur á gítar, mandólu og bouzouki, Görgen Antonsson leikur á fiðlu og Henning Andersson einnig. Pétur Grétarsson leikur á slagverk. Dimma gefur út. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 73 orð | 1 mynd

Sálin í Sjallanum

AKUREYRINGAR voru svo sannarlega ekki útundan í gleðinni um helgina en þá kom Sálin í hinn sögufræga skemmtistað Sjallann og hélt uppi dynjandi dansfjöri. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 206 orð | 1 mynd

... síðasta þætti 70 mínútna

SEGJA má að viss tímamót verði í íslensku sjónvarpi í dag, þegar sýndur verður síðasti þátturinn af hinum gríðarlega vinsælu 70 mínútum, en þeir hafa nú runnið sitt skeið og munu þeir félagar Auddi, Sveppi og Pétur, dagskrárgerðarmenn 70 mínútna, færa... Meira
20. desember 2004 | Tónlist | 181 orð | 1 mynd

Sjaldheyrður galdur

Kór Áskirkju flytur íslensk ættjarðarlög. Stjórnandi: Kári Þormar. Meira
20. desember 2004 | Tónlist | 297 orð

Takmarkaður hljómburður

Verk eftir Gounod, Mozart og Krommer. Blásarakvintett Reykjavíkur og félagar: Bernharður Wilkinson, Daði Kolbeinsson, Peter Tompkins, Einar Jóhannesson, Sigurður I. Snorrason, Jósef Ognibene, Þorkell Jóelsson, Hafsteinn Guðmundsson, Brjánn Ingason og Rúnar Vilbergsson. Fimmtudagur 16. desember. Meira
20. desember 2004 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

Vanessa Redgrave í góðum félagsskap

BRESKA leikkonan Vanessa Redgrave tók þátt í sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu í Playhouse-leikhúsinu í Lundúnum í fyrrakvöld, fór með lokaorðin. Meira

Umræðan

20. desember 2004 | Aðsent efni | 853 orð | 1 mynd

Enn um opinbert fé og mannréttindi

Eftir Björn Bjarnason: "Grein mín í Morgunblaðinu hinn 11. desember, Fjárlög, mannréttindi, sannsögli, hefur kallað á tvenn viðbrögð á síðum blaðsins, frá Lúðvík Bergvinssyni alþingismanni hinn 17. desember og Margréti Heinreksdóttur, fv." Meira
20. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 325 orð

Lífsins melódí sannkallað ljós í myrkrinu

Frá Sigurmundi G. Einarssyni ferðamálafrömuði: "FÁTT ER skemmtilegra en að setjast niður með góða bók þegar húmar að á köldu vetrarkvöldi. Ég hef notið góðra kvölda undanfarið við að lesa bókina Lífsins melódí eftir Árna Johnsen "lífskúnstner"." Meira
20. desember 2004 | Aðsent efni | 1746 orð | 1 mynd

Mesta hagsmunamál Garðbæinga

Ragnar Önundarson fjallar um vegaframkvæmdir gegnum Garðabæ: "Vegagerðin sækist nú eftir leyfi til að hefja framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar úr Kópavogi gegnum Garðabæ og til Hafnarfjarðar. Ég hefi ásamt nokkrum öðrum íbúum, f.h." Meira
20. desember 2004 | Aðsent efni | 278 orð | 1 mynd

Mótmæli við innrásinni í Írak - í mínu nafni

Hildur Rúna Hauksdóttir fjallar um auglýsingu Þjóðarhreyfingarinnar: "Núna er tækifæri fyrir okkur öll sem erum á móti stríðinu í Írak..." Meira
20. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 381 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Óskastund 3 UPPRIFJUN gamalla minningamynda vekur okkur vermandi tilfinningu og eins er með tónanna töfrandi mál. Þakkarvert hið bezta er þegar þau eru færð okkur enn á ný í sínum upphaflega búningi og hughrifin á stundum ærið sterk. Meira
20. desember 2004 | Aðsent efni | 703 orð | 1 mynd

Yfirlýsingin í New York Times "Innrásin í Írak - ekki í okkar nafni"

Hans Kristján Árnason fjallar um væntanlega yfirlýsingu Þjóðarhreyfingarinnar í New York Times: "Ég vil að Arabar og aðrir íbúar þessarar jarðar fái ekki eingöngu yfirlýsingar frá tveim ráðherrum, Davíð og Halldóri, um afstöðu Íslendinga í Íraksstríðinu. Þess vegna mótmæli ég á alþjóðavettvangi." Meira

Minningargreinar

20. desember 2004 | Minningargreinar | 1071 orð | 1 mynd

EMIL ÓFEIGUR ÁMUNDASON

Emil Ófeigur Ámundason fæddist í Dalkoti á Vatnsnesi í V-Húnavatnssýslu 24. október 1915. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness 13. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ásta Margrét Sigfúsdóttir, f. 6. maí 1889, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2004 | Minningargreinar | 1431 orð | 1 mynd

GUÐRÚN M. EINARSON

Guðrún Magnúsdóttir Einarson fæddist í Reykjavík hinn 22. maí árið 1905. Hún lézt á Droplaugarstöðum við Snorrabraut hinn 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Einarson, dýralæknir, f. 16. apríl 1870 á Höskuldsstöðum í Breiðdal, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2004 | Minningargreinar | 2307 orð | 2 myndir

JÓN FRÁ PÁLMHOLTI

Jón Kjartansson fæddist í Pálmholti í Arnarneshreppi, Eyjafirði 25. maí 1930. Hann lést á heimili sínu 13. þessa mánaðar. Foreldrar hans voru Kjartan Ólafsson, f. 29.12. 1893, d. 19.1. 1972, bóndi í Pálmholti, og Þuríður Jónsdóttir, f. 12.8. 1907, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2004 | Minningargreinar | 48 orð

Jón Sigurðsson

Elsku afi. Ég hef elskað þig alla mína ævi og elska þig enn og nú endar þitt líf og ég kveð þig með grát. Þú ert besti afi í heimi, sama hvað gerist, þú ert alltaf bestur. Við elskum þig mjög mikið. Ástarkveðja Reynir Þór og Viktoría... Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2004 | Minningargreinar | 1127 orð | 1 mynd

JÓN SIGURÐSSON

Jón Sigurðsson fæddist á Eyrarbakka 8. september 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Theodór Ísleifsson trésmiður, f. 14. des. 1879, d. 16. feb. 1971 og Sesselja Magnúsdóttir húsmóðir, f. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2004 | Minningargreinar | 1568 orð | 1 mynd

KATRÍN INGIBERGSDÓTTIR

Katrín Ingibergsdóttir fæddist á Melhól í Meðallandi í V-Skaftafellssýslu 8. október 1908. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Árnadóttir húsfreyja á Melhól, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2004 | Minningargreinar | 1273 orð | 1 mynd

LÁRUS ÓSKAR ÞORVALDSSON

Lárus Óskar Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 15. júní 1926. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 9. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Óskar Jónsson, f. 10. september 1892, d. 25. apríl 1970 og Sigríður Guðrún Eyjólfsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
20. desember 2004 | Minningargreinar | 1315 orð | 1 mynd

ÞÓRDÍS VIGFÚSDÓTTIR

Þórdís Vigfúsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 29. júlí 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vigfús Jónsson, formaður og útgerðarmaður í Holti í Vestmannaeyjum, f. 14. júní 1872, d. 26. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

20. desember 2004 | Daglegt líf | 745 orð | 1 mynd

Jólin og sorgin

Flestir tengja jólin við gleði og vellíðan, en þau geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa misst ástvin á árinu. Kristín Heiða Kristinsdóttir spurði konu sem sjálf þekkir sorgina um ráð til þeirra sem eiga um sárt að binda. Meira
20. desember 2004 | Daglegt líf | 108 orð | 1 mynd

Salmonella í klettasalati

BAKTERÍAN Salmonella Thompson hefur fundist í ítölsku klettasalati í Noregi og Svíþjóð og fólk hefur veikst af þeim sökum. Salat frá tveimur ítölskum framleiðendum var fjarlægt úr verslunum að kröfu heilbrigðisyfirvalda í báðum löndum, að því er m.a. Meira
20. desember 2004 | Daglegt líf | 12 orð | 2 myndir

Snjórinn

Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir "Snjórinn, fjölskyldan, ekta jólatré og svo má ekki gleyma möndlugrautnum. Meira

Fastir þættir

20. desember 2004 | Fastir þættir | 246 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Sláandi fegurð. Meira
20. desember 2004 | Dagbók | 34 orð

En án trúar er ógerlegt að...

En án trúar er ógerlegt að þóknast honum, því að sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa því, að hann sé til og að hann umbuni þeim, er hans leita.(Hebr. 11, 6.) Meira
20. desember 2004 | Dagbók | 174 orð | 1 mynd

Innileg jólastemning í Iðnó

MEZZÓSÓPRANSÖNGKONAN Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui halda tónleika í Iðnó við Tjörnina í kvöld kl. 20. Á efnisskrá eru íslensk, ensk og ítölsk lög, ný og gömul, ásamt spænskum jólasöngvum. Meira
20. desember 2004 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Jólasöngvar í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarkirkja | Jólasöngvar verða haldnir í Hafnarfjarðarkirkju í dag og á morgun kl. 20. Meira
20. desember 2004 | Dagbók | 83 orð | 1 mynd

Lengsti dagurinn lýsir upp lengstu nóttina

SKAMMDEGINU verður skákað í dag og fram á morgundaginn, þegar Emiliano Monaco, kvikmyndargerðarmaður og ljósmyndari, sýnir myndverkið Summer Solstice á Hverfisgötu, við Alþjóðahúsið. Í verkinu sést lítill hluti sjávarins frá einu sjónarhorni. Meira
20. desember 2004 | Dagbók | 525 orð | 1 mynd

Sígrænn hluti af þjóðarsál

Kári Þormar er fæddur árið 1968 í Hafnarfirði. Hann lauk burtfarar- og píanókennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og burtfararprófi í orgelleik frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1993. Meira
20. desember 2004 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Bg5 Re4 3. Bf4 d5 4. e3 c6 5. Bd3 Rd6 6. Rd2 Rd7 7. Rgf3 g6 8. c4 dxc4 9. Rxc4 Rxc4 10. Bxc4 Da5+ 11. Kf1 Rb6 12. Bb3 Bg7 13. Be5 O-O 14. Bxg7 Kxg7 15. Re5 c5 16. Hc1 cxd4 17. Dxd4 f6 18. Rd3 Bf5 19. e4 Had8 20. Dc5 Dxc5 21. Rxc5 Bc8 22. Meira
20. desember 2004 | Fastir þættir | 274 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Hvellurinn mikli á Útvarpi Sögu fékk mjög á Víkverja dagsins og fjölskyldu hans. Hún hafði tekið ástfóstri við þessa stöð og starfsmenn hennar, skemmtilega blöndu af útvarpsmönnum með ólík viðhorf og áhugamál. Meira

Íþróttir

20. desember 2004 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Benítez segir að Gerrard verði hjá Liverpool

RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, hafi lofað sér því að hann ætli að halda áfram að leika fyrir félagið. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 180 orð

Breytt fyrirkomulag á EM í handbolta?

Handboltinn í Evrópu hyggst breyta fyrirkomulaginu á forkeppninni fyrir Evrópumótin í líkingu við það sem er hjá knattspyrnumönnum. Þetta segir alltént Tor Lian, forseti EHF, en sambandið þingaði í Ungverjalandi um helgina. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 358 orð

Defoe með þrennu fyrir Tottenham

JERMAIN Defoe gerði þrjú mörk þegar Tottenham vann Southampton 5:1 í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tottenham hefur tekið við sér í síðustu leikjum og er komið í sjöunda sæti deildarinnar eftir að hafa verið nálægt botninum framan af vetri. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

* EINAR Hólmgeirsson skoraði 7 mörk...

* EINAR Hólmgeirsson skoraði 7 mörk fyrir Grosswallstadt sem vann óvæntan sigur á Magdeburg , 37:36, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 2 mörk fyrir Grosswallstadt , bæði úr vítaköstum. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 719 orð

England Úrvalsdeild: Manchester United - Crystal...

England Úrvalsdeild: Manchester United - Crystal Palace 5:2 Paul Scholes 22. 49., Alan Smith 35., Emmerson Boyce 48. (sjálfsm.), John O'Shea 90. - Danny Granville 27., Joonas Kolkka 45. - 67.814. Birmingham - WBA 4:0 Robbie Savage 4. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 140 orð

Essen vill fá Þórð frá Bochum

ÞÝSKA knattspyrnufélagið Rot-Weiss Essen, sem leikur í 2. deild, vill fá íslenska landsliðsmanninn Þórð Guðjónsson í sínar raðir í janúar. Þórður hefur lítið fengið að spila með Bochum í 1. deildinni í vetur og vill komast frá félaginu í næsta mánuði. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 497 orð | 1 mynd

FH örlagavaldur Framliðsins

FH-INGAR voru svo sannarlega örlagavaldar á laugardag þegar þeir sóttu Fram heim í lokaumferð norðurriðils Íslandsmóts karla. Framarar, sem þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni sem hefst í febrúar, höfðu yfirhöndina nær allan leikinn eða þar til að þar til tæplega tíu mínútum fyrir leikslok. FH-ingar klifu þá fimm marka forskot þeirra, jöfnuðu og með mikilli baráttu - og hörku - náðu að knýja fram sigur, 32:31, og gera vonir Framara að engu. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 83 orð

Fyrsti ósigur Klinsmanns

JÜRGEN Klinsmann mátti þola sitt fyrsta tap sem landsliðsþjálfari Þýskalands í knattspyrnu í gær. Þjóðverjar biðu þá lægri hlut fyrir Suður-Kóreu í Busan, 3:1, en þetta var sjötti leikur þeirra undir stjórn Klinsmanns. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 2071 orð | 2 myndir

Hefur sett stefnuna á eitt af sex efstu sætunum á HM í Túnis

"Ég er í þessu til að ná árangri. Við erum með mannskap, kunnáttu og getu til að ná langt og vera í einu af toppsætunum í Túnis. Ég hef fulla trú á þessum strákum sem eiga að halda merki Íslands á lofti. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 32 orð

Heimsbikarmót Val Gardena, Ítalíu: Brun karla:...

Heimsbikarmót Val Gardena, Ítalíu: Brun karla: Maz Rauffer, Þýskalandi 1.50,59 Jürg Grünenfelder, Sviss 1.50,64 Johann Grugger, Austurríki 1.50,72 Fritz Strobl, Austurríki 1.51,03 Kjetil Andre Aamodt, Noregi 1.51,26 Patrik Järbyn, Svíþjóð 1. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

* ÍVAR Ingimarsson og félagar í...

* ÍVAR Ingimarsson og félagar í Reading styrktu stöðu sína í fjórða sæti 1. deildar ensku knattspyrnunnar á laugardag með því að sigra QPR , 1:0, á heimavelli. Ívar lék allan leikinn með Reading . Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 571 orð | 1 mynd

* JÓN Arnór Stefánsson lék lítið...

* JÓN Arnór Stefánsson lék lítið með þegar Dinamo St Pétursborg tók á móti Dinamo Moskvu á laugardaginn, í rússnesku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Hann lék aðeins í 4,27 mínútur, reyndi ekki skot að körfu en tók eitt frákast. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 213 orð

Juventus hékk á jafntefli gegn AC Milan

JUVENTUS heldur fjögurra stiga forystu í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir að hafa haldið með naumindum markalausu jafntefli á heimavelli í toppslagnum gegn AC Milan á laugardagskvöldið. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 349 orð

Konur leikmanna taka þátt í undirbúningi HM

VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, fer ekki troðnar slóðir í undirbúningi landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina í Túnis, sem hefst 23. janúar með því að íslenska landsliðið leikur gegn Tékkum í Túnisborg. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 181 orð

KR - Keflavík 59:106 DHL-höllin, 1.

KR - Keflavík 59:106 DHL-höllin, 1. deild kvenna, laugardaginn 18. desember 2004. Gangur leiksins : 12.29, 28:61, 39:85, 59:106. Stig KR : Corine Williston 22, Halla M. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 217 orð

Marel rekinn af velli

MAREL Baldvinsson var rekinn af velli þegar Lokeren gerði 1:1-jafntefli við Charleroi í belgísku deildinni um helgina. Fjórir Íslendingar hófu leikinn, Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson, Rúnar Kristinsson og Marel, og komu mikið við sögu. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 128 orð

Nistelrooy frá í sex vikur

RUUD van Nistelrooy, framherji Manchester United, verður frá næstu sex vikurnar að sögn Alex Fergusons, knattspyrnustjóra liðsins. Framherjinn hefur þegar misst af fjórum leikjum vegna meiðsla sinna, sem í fyrstu voru talin smávægileg tognun í kálfa. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 276 orð | 1 mynd

Norðmenn urðu Evrópumeistarar

NORÐMENN urðu um helgina Evrópumeistarar í handknattleik kvenna eftir 27:25 sigur á Dönum í æsispennandi úrslitaleik þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á lokasekúndunum. Norðmenn urðu síðast Evrópumeistarar árið 1998. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 224 orð | 1 mynd

Ólafur bikarmeistari með Ciudad Real

ÓLAFUR Stefánsson varð í gær spænskur deildabikarmeistari í handknattleik með Ciudad Real, sem sigraði Portland San Antonio. 39:36, í tvíframlengdum úrslitaleik. Ólafur skoraði 6 mörk í leiknum, þar af tvö úr vítaköstum. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 343 orð

"Gefa ungum leikmönnum tækifæri"

KJARTAN Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason völdu að skrifa undir samninga við Celtic í Skotlandi frekar en Feyenoord í Hollandi vegna þess að þeir telja líklegra að þeir fái fyrr tækifæri hjá skoska meistaraliðinu. Þeir komu heim frá Skotlandi í gær eftir tveggja daga dvöl í Glasgow ásamt fjölskyldum sínum, þar sem gengið var frá málum, og stjórnarmenn KR-Sport sömdu við Celtic um greiðslur fyrir piltana. Samningar þeirra eru til hálfs þriðja árs, eða til vorsins 2007. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Samningar við Celtic í höfn

KJARTAN Henry Finnbogason og Theodór Elmar Bjarnason, knattspyrnumennirnir ungu úr KR, sömdu í gær við skoska meistaraliðið Glasgow Celtic til vorsins 2007. Forráðamenn KR-Sport fóru til Skotlands í gærmorgun og gengu þar frá samningum við Celtic. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 477 orð | 1 mynd

Sol Campbell skaut Arsenal í annað sætið

CHELSEA heldur sínu striki í ensku deildinni, vann stórsigur þegar tekið var á móti Norwich á laugardaginn. Arsenal skaust í annað sætið á nýjan leik með naumum sigri á Portsmouth en Everton varð að sætta sig við jafntefli við Blackburn og Manchester United vann góðan sigur á Crystal Palace. Chelsea er enn í efsta sæti og með fimm stiga forystu á Arsenal sem er stigi fyrir ofan Everton en Manchester United er í fjórða sæti þremur stigum á eftir Everton. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 168 orð

Svíar þjálfa markverðina í Gautaborg og Reykjavík

ÞEGAR landsliðið kemur saman í Svíþjóð 3. janúar koma tveir sænskir markvarðaþjálfarar til liðs við liðið. Andrés Kristjánsson, fyrrverandi landsliðsmaður, hefur verið Handknattleikssambandi Íslands innan handar við að fá þjálfarana. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 146 orð

Zidane með sigurmark á síðustu stundu

REAL Madrid vann á í toppbaráttunni á Spáni á laugardagskvöldið, með því að sigra Racing Santander á útivelli, 3:2, á meðan Barcelona gerði jafntefli við Valencia á heimavelli, 1:1. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 423 orð

Þór - HK 26:32 Íþróttahöllin Akureyri,...

Þór - HK 26:32 Íþróttahöllin Akureyri, Íslandsmót karla, DHL-deild, norðurriðill, laugardaginn 18. desember 2004. Gangur leiksins : 0:1, 3:5, 6:5, 6:9, 10:10, 10:14 , 12:17, 19:22, 20:26, 20:31, 21:32, 26:32. Meira
20. desember 2004 | Íþróttir | 600 orð | 1 mynd

Þór slapp þrátt fyrir skell gegn HK

ÞÓR tók á móti HK í lokaumferð riðlakeppni handboltans á laugardaginn. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir Þórsara sem þurftu stig til að gulltryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Spilamennska þeirra var hins vegar í molum og HK hafði leikinn í hendi sér. Lokatölur urðu 32:26 fyrir HK en þar sem Fram tókst ekki að sigra FH hirtu Þórsarar síðasta úrvalsdeildarsætið í norðurriðli. Meira

Fasteignablað

20. desember 2004 | Fasteignablað | 272 orð | 1 mynd

Allir geta lokað sig úti

Það getur hent bezta fólk að loka sig úti, þannig að það kemst ekki inn í eigin íbúð eða hús eða þá inn í bílinn. Stundum týnast lyklar og lásar og hurðir geta bilað. Þetta getur hent hvaða dag sem er, líka á jólum. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 113 orð | 1 mynd

Asparhvarf 19

Kópavogur - Fasteignasalan Hraunhamar er með í einkasölu fallegar efri og neðri hæðir í tvíbýli með sérinngangi. Þær eru 134,3 ferm. að stærð og með stæði í bílageymslu. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 722 orð | 2 myndir

Á verði gegn eldi og vatni yfir jól og áramót

Eldur og vatn hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Vatnið er að sjálfsögðu undirstaða alls lífs, hver mannvera er að miklu leyti byggð upp af vatni og án þess að hafa það til drykkjar gæti enginn lifað. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 271 orð | 2 myndir

Blikanes 20, Garðabæ

Garðabær - Nú er til sölu húseignin við Blikanes 20 í Garðabæ. Húsið er byggt á árunum 2001-2002 og er Pálmar Kristmundsson arkitekt hússins. Húsið er steinsteypt, pússað og málað að utan en hluti framhliðar hússins er klæddur líparítstrendingum. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Blómaval

Þungur og stöðugur jólatrésfótur úr pottjárni. Fæst í þremur stærðum. Verð: 2.990, 3.990 og... Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 418 orð | 1 mynd

Fjögurra hæða lyftuhús með bílastæðum í kjallara

Það eru Íslenzkir aðalverktakar (ÍAV), sem reisa og selja þessar nýju íbúðir við Herjólfsgötu, en þær eru hannaðar af Guðmundi Gunnlaugssyni arkitekt. Framkvæmdir hófust í september sl. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 89 orð | 1 mynd

Fjölsóttur uppboðsvefur

UPPBOÐSVEFURINN www.lauritz.com hefur verið starfræktur í 5 ár. Hann nýtur gríðarlegra vinsælda og umsvifin aukast sífellt. Vefinn skoða rúmlega 275.000 manns vikulega og á hverjum degi bætast við um eitt þúsund nýir munir sem hægt er að bjóða í. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 171 orð

Geymsla, uppsetning og meðhöndlun jólatrjáa

GEYMA skal tréð úti eða í kaldri geymslu þangað til stuttu áður en það er sett upp. Gott er að hafa stúfinn á kafi í vatni þegar tréð er komið heim og þangað til stóra stundin renur upp. Gott er að setja tréð upp góðri stund áður en skreyta á tréð. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 491 orð | 1 mynd

Grænni borg um áramótin

N ýtt sorphirðukerfi í Reykjavík verður tekið í notkun um næstu áramót. Býðst þá þeim íbúum borgarinnar sem eru í sérbýli að vera með svokallaðar "grænar tunnur", en þær eru losaðar á tveggja vikna fresti í stað vikulega. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 49 orð | 3 myndir

Hvít jól Mörthu Stewart

Martha Stewart hefur brallað margt um dagana. Hún á m.a. heiðurinn af hönnun þessa hvíta jólatrésdúks og sokkum. Dúkurinn er perlusaumaður og úr hvítu, vatteruðu satíni. Honum er smeygt yfir jólatrésfótinn og látinn hylja hann. Sokkarnir eru í stíl. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 631 orð | 2 myndir

Í hátíðarskapi

Í desember ár hvert koma upp ýmis mál í fjöleignarhúsum sem tengjast jólum og áramótum. Algengustu fyrirspurnir félagsmanna Húseigendafélagsins varða jólaskreytingar, hávaða vegna flugelda og lyktmengun af hinni víðförlu vestfirsku skötu. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 472 orð | 2 myndir

Jólatré - tákn jólanna

Jólatréð er nú eitt helsta tákn jólanna um hinn kristna heim og raunar víðar. Svo hefur þó ekki alltaf verið en margskonar átrúnaður hefur þó verið tengdur trjám svo langt sem sögur herma. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 731 orð | 4 myndir

Mikið sjávarútsýni í íbúðum eldri borgara við Herjólfsgötu

Á Langeyrarmölum í Hafnarfirði eru hafnar framkvæmdir við þrjú fjölbýlishús með 49 íbúðum, sem ÍAV byggir fyrir samtökin Eyrartjörn. Magnús Sigurðsson kynnti sér þessar framkvæmdir. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 71 orð | 1 mynd

Sérsmíði úr gleri og speglum

SAMVERK, Eyjasandi 2 á Hellu, er alhliða glerverksmiðja. Þar eru einnig fáanlegir sturtuklefar og sturtuhurðir af ýmsum stærðum og gerðum, allt eftir óskum hvers og eins. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Traust undirstaða

Þungur og massívur jólatrésfótur frá Bodum. Fóturinn er úr pottjárni og mahóní, stærð 45x45 sm. Verð: 8.980 kr. Fæst í... Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 274 orð | 1 mynd

Verð á íbúðarhúsnæði hækkar enn

Ekkert lát er á hækkunum á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og haldast þær í hendur við mikil fasteignaviðskipti, en þau hafa sjaldan eða aldrei verið meiri en á undanförnum mánuðum. Hækkunin er meiri á einbýlishúsum en íbúðum í fjölbýli. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 715 orð | 1 mynd

Þjónustu- og umsýslugjald fasteignasala

Að undanförnu hefur nokkur umræða verið um svokallað þjónustu og umsýslugjald sem fasteignasölur hafa innheimt af kaupendum fasteigna. Nokkurs misskilnings virðist hafa gætt vegna þessa gjalds og því m.a. Meira
20. desember 2004 | Fasteignablað | 115 orð | 1 mynd

Þvottahús og skipulag þeirra

GOTT er að hafa hagkvæmni og góða vinnuaðstöðu að leiðarljósi þegar þvottahúsið er skipulagt: * Það þarf að vera auðvelt að þrífa gólfið, flísar eru hentugar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.