Greinar mánudaginn 24. janúar 2005

Fréttir

24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 237 orð | 2 myndir

34:34 Magnaður endasprettur gegn Tékkum á HM í Túnis

Þeir voru fáir sem trúðu því að íslenska landsliðið í handknattleik gæti snúið taflinu sér í hag er langt var liðið á síðari hálfleik í opnunarleik liðsins á heimsmeistaramótinu í Túnis. Meira
24. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Allt á kafi í snjó

FÓLK í norðaustanverðum Bandaríkjunum, til dæmis þessi íbúi í Sommerville í Massachusetts, varð í gær að grípa til skóflunnar til að komast út úr húsi en þar er nú gífurlegt fannfergi. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 55 orð

Alþingi kemur saman á ný

ALÞINGI kemur saman í dag eftir jólafrí. Á dagskrá fundar þingsins í dag eru hefðbundin þingstörf. Ráðherrar munu svara munnlegum fyrirspurnum frá þingmönnum. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Á skíðum í Kringlunni

ÓVENJULEG sjón blasti við gestum Kringlunnar um helgina, en þar fór fram skíðamót á göngum hússins. Keppt var í tveimur flokkum, keppnisflokki og flokki þar sem m.a. nokkrir þjóðþekktir einstaklingar tóku þátt. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 243 orð

Báðu um afléttingu lögbanns

SÝSLUMAÐURINN á Ísafirði varð á föstudag við þeirri beiðni Vélsmiðjunnar Style í Garðabæ að setja lögbann á framleiðslu, sölu og notkun á fiskflokkunarvél sem fyrirtækið 3X Stál á Ísafirði hafði framleitt. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Bláa lónið valið besta náttúrulega heilsulindin

LESENDUR breska ferðatímaritsins Condé Nast Traveller völdu Bláa lónið bestu náttúrulegu heitu heilsulindina (medical/thermal spa) í nýlegri könnun. Hlaut Bláa lónið 93,69 stig og þótti blær þess og umhverfi einstakt. Meira
24. janúar 2005 | Minn staður | 562 orð | 2 myndir

Brákarey býður upp á marga möguleika

Ef hugmyndir um nýtingu Brákareyjar í Borgarnesi ganga eftir verður ásýnd eyjarinnar breytt. Þar hefur verið atvinnustarfsemi, en í framtíðinni gæti orðið þar blönduð byggð. Meira
24. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 275 orð

Breska stjórnin andvíg hugsanlegri árás á Íran

JACK Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið saman röksemdir Breta gegn hugsanlegri árás á Íran en sagt er, að breska stjórnin óttist, að George W. Bush Bandaríkjaforseti muni reyna að fá hana til að taka þátt í nýjum hernaðarátökum. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd

Bæta þarf aðstöðu fiskvinnslunnar í landinu

TÍUNDI hluti tekna útflutningsgreina hefur horfið á undanförnum mánuðum vegna gengisbreytinga," segir Kristinn Pétursson, framkvæmdastjóri og fiskverkandi á Bakkafirði. "Nú eru menn að fá 90 krónur en fengu áður 100 fyrir sömu vöru. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 114 orð

Eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, erindi þar sem hún er hvött til þess að leggja fram að nýju frumvarp um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum. Meira
24. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 518 orð | 1 mynd

Evrópa ekki eftirbátur Bandaríkjanna í geimnum

EVRÓPURÍKIN sem standa á bak við flugvélaverksmiðjur Airbus fögnuðu sigri yfir Bandaríkjunum fyrr í vikunni þegar stærsta farþegaþota heims var kynnt og ferð evrópsks geimfars til Títans þykir til marks um að Evrópa sé ekki lengur eftirbátur... Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð

Fréttastjórastaðan auglýst

RÍKISÚTVARPIÐ auglýsti í Morgunblaðinu um helgina starf fréttastjóra Útvarpsins laust til umsóknar. Kári Jónasson lét af því starfi 1. nóvember á síðasta ári er hann tók við ritstjórn Fréttablaðsins. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Frjálst að tjá eigin skoðanir

GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að sér sé frjálst að tjá eigin skoðanir um formannsefni Samfylkingarinnar. Meira
24. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 152 orð

Frænka Hitlers í gasklefana

EIN frænka Adolfs Hitlers endaði ævi sína í gasklefum nasista. Kemur það fram hjá tveimur sagnfræðingum, sem segja, að hún hafi verið í þeim stóra hópi af geðfötluðu fólki, sem nasistar létu drepa. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Gláma setti Íslandsmet

GLÁMA 913 í Stóru-Hildisey II í Austur-Landeyjum var afurðahæsta kýr landsins í fyrra og skilaði alls 12.762 kg af mjólk yfir árið. Þetta eru mestu afurðir sem þekkjast hjá íslenskri mjólkurkú á ársgrundvelli. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 1110 orð | 1 mynd

Harmur og hjálparstarf í Hambantota

Það var markaðsdagur í Hambantota á Sri Lanka þegar flóðbylgja skall á bænum 26. desember sl. Þess vegna var allt fullt af fólki niðri við höfn. Þórir Guðmundsson upplýsingafulltrúi Rauða kross Íslands heimsótti bæinn og ræddi við fólk um örlög íbúanna. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Hvað verða ernir gamlir?

FRÆÐSLUDAGUR var í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Þar sagði Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur, frá haferninum og svaraði spurningum gesta. Undanfarið hefur haförn dvalið í garðinum. Meira
24. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 132 orð

Ísland ekki á nýja listanum

EINS og komið hefur fram, hefur Bandaríkjastjórn sett saman nýjan lista yfir þau ríki, sem styðja hernaðaraðgerðirnar í Írak, og er á honum aðeins getið þeirra, sem eru með herlið í landinu. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 1131 orð | 1 mynd

Ísland þróast í átt að öryggissamfélagi með Evrópu

Framtíðarhópur Samfylkingarinnar hélt málþing í Reykjavík á laugardag um utanríkis- og öryggismál og hlutskipti smáþjóðar í þeim efnum. Davíð Logi Sigurðsson sat fundinn. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 250 orð

Íslendingar eru frumkvöðlar

NIÐURSTÖÐUR alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi (Global Entrepreneurship Monitor) sýna að Ísland er enn með hæsta hlutfall frumkvöðlastarfsemi af þeim Evrópulöndum sem taka þátt í rannsókninni. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Íslensk hönnun kynnt í Svíþjóð

HÖNNUNARVEISLA sem haldin var í höfuðstöðvum sænska myndavélaframleiðandans Hasselblad í Gautaborg á vegum íslenska sendiráðsins í Svíþjóð fyrir skömmu, auk Hasselblad og pappírsframleiðandans Klippan, markaði upphafið að íslensku hönnunarári innan... Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 466 orð | 1 mynd

Í vöruskemmu til Sri Lanka

Phil Jones yfirmaður birgðastöðvar Alþjóða Rauða krossins í Dubai brosti breitt. "Þetta flug kom upp á hárréttum tíma," sagði hann. "Það er verið að bíða eftir þessum vörum á Sri Lanka. Meira
24. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Kosið í Írak um næstu helgi

ÍBÚI í Bagdad lætur bursta skóna sína fyrir framan kosningaspjöld en almennar kosningar verða í Írak næsta sunnudag. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 633 orð

Kostar um milljarð

EINAR Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það kosta of mikla fjármuni fyrir Íslendinga að bjóða sig fram til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009-2010. Meira
24. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 80 orð

Líkur á formlegu vopnahléi

MAHMOUD Abbas, nýr leiðtogi Palestínumanna, var bjartsýnn á það í gær, að vopnaðar sveitir Palestínumanna myndu fljótlega lýsa yfir formlegu vopnahléi í stríði þeirra við Ísrael. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 196 orð

Meirihluti Alþingis samþykki stuðning við stríð

ÞINGFLOKKUR Samfylkingarinnar hefur samþykkt að flytja á Alþingi frumvarp til breytingar á stjórnarskrá Íslands. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Nafn hreyfingarinnar misnotað

"ÉG ER fyrst og fremst hryggur yfir því að Gylfi Arnbjörnsson, félagi minn úr Samfylkingunni, skuli misnota nafn verkalýðshreyfingarinnar með þessum hætti. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 196 orð

"Ekki undirbúa börnin sérstaklega"

NÁMSMATSSTOFNUN biður foreldra um að undirbúa ekki sérstaklega þau grunnskólabörn í 4. og 7. bekk sem fara í samræmd könnunarpróf 3. og 4. febrúar nk. Er talið að slíkur undirbúningur geti m.a. valdið auknum prófkvíða. Meira
24. janúar 2005 | Erlendar fréttir | 169 orð | 2 myndir

"Framtíð okkar er í sameinaðri Evrópu"

VÍKTOR Jústsjenko sór í gær embættiseið sem forseti Úkraínu og lýsti um leið yfir, að framtíð landsins væri innan sameinaðrar Evrópu. Fögnuðu því hundruð þúsunda manna, sem safnast höfðu saman á Sjálfstæðistorginu í Kíev, höfuðborg landsins. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 141 orð

"Við verðum aldrei kosin"

"VIÐ verðum aldrei kosin," segir Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, um framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og segist hafa sínar heimildir frá mönnum sem séu öllum hnútum kunnugir í... Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd

Samhjálpin verði ætíð til staðar

"LÁTUM fólk í landinu vita og finna fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á, að jafnframt því að við stuðlum að sjálfstæði einstaklingsins og hver og einn verði sjálfum sér nógur eftir því sem aðstæður leyfa, þá viljum við tryggja að... Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 612 orð | 1 mynd

Skoðanir eru mjög skiptar

Hugmyndir um sameiningu allra 10 sveitarfélaganna við Eyjafjörð hafa fengið misjafnar undirtektir á meðal sveitarstjórna á svæðinu. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 246 orð

Snýst ekki bara um okkur Össur

UMMÆLI framkvæmdastjóra ASÍ, Gylfa Arnbjörnsonar, um stuðning margra úr verkalýðshreyfingunni við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem formann Samfylkingarinnar hafa valdið nokkrum titringi innan flokksins. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 1471 orð | 1 mynd

Spennandi tímar fram undan í starfi félaganna

Í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Íslandi starfa þrjú félög að mannúðarmálum. Silja Björk Huldudóttir leit inn í miðstöðina og fékk að heyra allt um starfið. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Stefnir að því að byrja að gefa út atvinnuleyfi í dag

GISSUR Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið að væntanlega verði byrjað á því í dag eða á morgun að gefa út atvinnuleyfi til handa erlendum starfsmönnum Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Stór útibú Landsbanka sameinuð

NÝTT sameinað útibú Landsbanka Íslands opnar í dag á Laugavegi 77. Múlaútibúi Landsbankans hefur verið lokað en þar verður fasteignaþjónusta Landsbankans til húsa að sögn Kristjáns Einarssonar, útibússtjóra á Laugavegi 77. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 177 orð

Tjón vegna eldsvoða 1,2 milljarðar

BRUNATJÓN á árinu 2004 námu alls 1.240 milljónum króna, sem var 295 milljónum króna meira en árið 2003. Er þessi aukning 31%. Manntjón í brunum á árinu 2004 var einnig yfir meðallagi en þrír einstaklingar fórust í brunum á árinu. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 291 orð

Tækifæri í framleiðslu á hugbúnaði

SAMTÖK upplýsingatæknifyrirtækja hér á landi telja mikilvægt að útflutningstekjur vegna upplýsingatækni tífaldist fram til ársins 2010. Tekjurnar eru nú um fjórir milljarðar á ári en markmiðið er að útflutningurinn nemi 40-50 milljörðum eftir fimm ár. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 368 orð | 1 mynd

Ummæli Össurar Skarphéðinssonar ekki sanngjörn

MÉR finnst nú ekki sanngjarnt að tala með þessum hætti," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ummæli formannsins, Össurar Skarphéðinssonar, að stuðningsmenn hennar viðhafi "subbuleg" vinnubrögð. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Var ekki að tala fyrir hönd ASÍ

GYLFI Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, segir að sér sé alfarið frjálst að tjá eigin skoðanir til formannsefna Samfylkingarinnar. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 203 orð

Verðbólgan fer hugsanlega yfir þolmörk

"HUGSANLEGT er að verðbólgan fari á næstunni tímabundið yfir þolmörkin sem ákveðin voru árið 2001 þegar nýtt fyrirkomulag peningamálastefnunnar var tekið upp. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Vill fund í verkalýðsmálaráði

KRISTÍN Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, hefur beðið um fund í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar vegna ummæla Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra Alþýðusambands Íslands. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 282 orð

Vísindamenn finna tvö gen sem tengjast rauðum úlfum

SAMSTARF norrænna vísindamanna hefur leitt í ljós að breytileiki í tveimur genum getur aukið líkurnar á því að fá sjálfsofnæmissjúkdóminn rauða úlfa. Meira
24. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð

Yfirlýsingar Gylfa "ekki í okkar nafni"

SEX fulltrúar í verkalýðsráði Samfylkingarinnar sendu í gær frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, um stuðning við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannsslag Samfylkingarinnar. Meira

Ritstjórnargreinar

24. janúar 2005 | Leiðarar | 270 orð | 1 mynd

Hefur ASÍ skoðun á innanflokksátökum Samfylkingar?

Einu sinni voru Alþýðusamband Íslands og Alþýðuflokkurinn í nánum og formlegum skipulagstengslum. Það er hins vegar liðin tíð. Nánar tiltekið eru 65 ár frá því Alþýðuflokkurinn og ASÍ voru aðskilin og Alþýðusambandið gert að ópólitísku stéttarsambandi. Meira
24. janúar 2005 | Leiðarar | 363 orð

Í fullu starfi á eftirlaunum

Þegar frumvarpið til laganna um eftirlaun æðstu ráðamanna ríkisins var lagt fram í desember 2003 mælti Halldór Blöndal, forseti Alþingis, fyrir því. Meira
24. janúar 2005 | Leiðarar | 427 orð

Opin umræða um virkjanamál

Tíu náttúruverndarsamtök hafa staðið fyrir útgáfu Íslandskorts, undir yfirskriftinni "Ísland örum skorið". Kortið á að sýna áhrif þess á landið ef allar helztu jökulsár yrðu virkjaðar. Meira

Menning

24. janúar 2005 | Menningarlíf | 184 orð | 1 mynd

Audrey Tautou leikur í Da Vinci lyklinum

FRANSKA leikkonan Audrey Tautou, sem öðlaðist frægð fyrir leik sinn í mynd Jean Pierre Jeunet, "Amelie", og leikur einnig í mynd hans "Trúlofunin langa," mun leika aðalkvenhlutverkið í nýrri mynd sem gerð er eftir Da Vinci lyklinum,... Meira
24. janúar 2005 | Kvikmyndir | 391 orð | 1 mynd

Á réttum nótum

Leikstjóri: Christophe Barratier. Aðalleikendur Gérard Jugnot, François Berléand, Jean-Baptiste Maunier, Jacques Perrin, Kad Merad, Marie Bunel, Philippe Du Janerand, Jean-Paul Bonnaire. 95 mín. Frakkland. 2004. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 210 orð | 1 mynd

Bob Dylan tilnefndur til bókaverðlauna

TÓNLISTARMAÐURINN Bob Dylan var í gær tilnefndur til verðlauna bandarískra bókagagnrýnenda (National Book Critics Circle) fyrir nýútkomnar æviminningar sínar, Chronicles, Vol. 1. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 127 orð | 1 mynd

Clooney skorinn upp á baki

GEORGE Clooney gekkst nýlega undir skurðaðgerð á baki, eftir að læknar komust að því að vökvi lak úr hryggsúlunni. Clooney var skorinn upp á hálsi í síðasta mánuði og kvartaði undan slæmum höfuðverk í kjölfarið. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 166 orð | 3 myndir

Dökkur húmor um hamingjuleitina

KÁTÍNAN var allsráðandi þegar hin leiksýningin "Ég er ekki hommi," eftir Daniel Guyton var frumsýnd í Loftkastalanum á laugardagskvöld. Hér er um að ræða ögrandi leiksýningu og nokkuð djarfa uppsetningu, þar sem myrkur húmor er í aðalhlutverki. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 132 orð | 2 myndir

Endurheimt ástarinnar

Nemendaleikhúsið frumsýndi á föstudag nýtt íslenskt leikrit, Spítalaskipið, eftir Kristínu Ómarsdóttur í leikstjórn Maríu Reyndal. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Fjöldi manns kynnti sér japanska menningu

EFNT var til japanskrar fjölskylduhátíðar á vegum sendiráðs Japans og japönskukennslunnar innan heimspekideildar Háskóla Íslands sl. laugardag. Fjölbreytt dagskrá var í boði þar sem Japan var kynnt frá ýmsum hliðum. Meira
24. janúar 2005 | Leiklist | 913 orð | 1 mynd

Fyrsti stafurinn er V

Eftir Kristínu Ómarsdóttur. Leikstjóri: María Reyndal. Dramatúrg: Kristín Eysteinsdóttir. Leikmynd: Bjarni Þór Sigurbjörnsson. Hljóðmynd: Ólöf Arnalds. Lýsing: Egill Ingibergsson. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 163 orð | 1 mynd

...Hilmari Oddssyni í Töku tvö

HILMAR Oddsson kvikmyndagerðarmaður ræðir við Ásgrím Sverrisson um myndir sínar og hugmyndirnar á bak við þær í Töku tvö, sem er á dagskrá Sjónvarpsins kl. 20.20 í kvöld. Meira
24. janúar 2005 | Leiklist | 524 orð | 1 mynd

Hommar sem afþreying

Eftir Daniel Guyton. Þýðing: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Leikmynd og lýsing: Sigurður Kaiser. Búningar: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Tónlistarstjóri: Ásmundur Angantýsson. Hárgreiðsla og förðun: Kristín Thors. Gervi: Helga Lúðvíksdóttir. Leikarar: Friðrik Friðriksson, Gunnar Helgason, Höskuldur Sæmundsson. Loftkastalinn, 22. janúar kl. 20. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 105 orð | 1 mynd

Hörð barátta fram undan

Nú er ljóst hvaða átta lið leika til úrslita í spurningakeppninni Gettu Betur. Stærstu fréttirnar í ár eru væntanlega þær að Menntaskólinn í Reykjavík keppir ekki í sjónvarpi í fyrsta skipti í yfir áratug eftir ótrúlega langa sigurgöngu. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 159 orð | 1 mynd

Johnny Carson látinn

HINN heimsþekkti skemmtikraftur og sjónvarpsmaður, Johnny Carson, sem stýrði þættinum "Tonight Show" af mýkt, yfirvegun og alþýðlegum sjarma, er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést snemma í gærmorgun innan um fjölskyldu sína. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 518 orð | 1 mynd

Kúnstin að sjá vonda mynd

Þ að getur eins komið fyrir bíófólk og annað fólk að sjá vonda mynd. Það er viss kúnst að taka því, ekki endilega eins og hverju öðru hundsbiti, heldur staulast út ef myndin hressist ekki eftir fyrsta hálftímann. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 349 orð | 1 mynd

Linda hlýtur tvær viðurkenningar

SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld voru veitt verðlaun sem nefnd eru Ljóðstafur Jóns úr Vör, við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi. Meira
24. janúar 2005 | Kvikmyndir | 191 orð | 1 mynd

Löggublók á leigubíl

Leikstjóri: Tim Story. Aðalleikendur: Queen Latifah, Jimmy Fallon, Gisele Bundchen, Ann-Margret, Magali Amadei, Edward Conna, Gelbert Coloma, Jennifer Esposito. 96 mín. Bandaríkin. 2004. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 114 orð

"Mín skoðun" í Útvarpi Sögu

NÝR þáttur hefur nú göngu sína í Útvarpi Sögu, en hann ber nafnið "Mín skoðun". Þátturinn er á dagskrá daglega kl. 12.40. og er hver þáttur endurfluttur að kvöldi dags og kl. 12.15 daginn eftir. Þá er hver þáttur endurfluttur helgina á eftir. Meira
24. janúar 2005 | Menningarlíf | 123 orð | 1 mynd

The Game stekkur fram á rappsviðið

FYRSTA plata nýjasta skjólstæðings Dr. Dre, The Game (réttu nafni Jayceon Taylor), kemur út á alþjóðlegum markaði um þessar mundir. Frumburðurinn heitir The Documentary og kom út í Bandaríkjunum 18. Meira

Umræðan

24. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 230 orð

Aðbúnaður og umhirða gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni

Frá Karli Karlssyni dýralækni á stjórnsýslusviði Umhverfisstofnunar:: "ÓLÍKAR tegundir gæludýra hafa mismunandi þarfir og er mikilvægt að þeir sem halda gæludýr búi yfir þekkingu á eðli og eiginleikum viðkomandi tegunda til þess að velferð þeirra sé tryggð." Meira
24. janúar 2005 | Aðsent efni | 846 orð | 2 myndir

Einvígið á akbrautinni

Gylfi Guðjónsson skrifar um öryggismál og umferð: "Það hefur verið iðkað bæði hjá Vegagerð og Reykjavíkurborg að spara umferðarmerkingar um hámarkshraða á götum borgarinnar og þjóðvegum landsins." Meira
24. janúar 2005 | Aðsent efni | 726 orð | 1 mynd

Enn um mænurótardeyfingu

Helga Dís Sigurðardóttir svarar Aðalbirni Þorsteinssyni: "Heilbrigðiskerfið er ekki hafið yfir gagnrýni frekar en aðrar stofnanir samfélagsins." Meira
24. janúar 2005 | Bréf til blaðsins | 239 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Nóatún með góða þjónustu MARGIR eldri borgarar komast ekki út þessa dagana vegna slæmrar færðar og vil ég benda því fólki á að Nóatún er með heimsendingarþjónustu sem kostar ekkert ef keypt er fyrir 3.000 kr. eða meira, annars þarf að borga 300 kr. Meira

Minningargreinar

24. janúar 2005 | Minningargreinar | 2160 orð | 1 mynd

GUNNAR FRIÐRIKSSON

Gunnar Friðriksson, fyrrverandi forseti Slysavarnafélags Íslands, fæddist á Látrum í Aðalvík 29. nóvember 1913. Hann lést á Landspítala, Landakoti, föstudaginn 14. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
24. janúar 2005 | Minningargreinar | 44 orð

Gylfi Árnason

Mitt verk er, þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns, sem báran - endurheimt í hafið. Meira  Kaupa minningabók
24. janúar 2005 | Minningargreinar | 836 orð | 1 mynd

GYLFI ÁRNASON

Gylfi Árnason fæddist í Reykjavík 3. júní 1939. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Árni Jónsson stórkaupmaður, f. á Bíldudal í Arnarfirði 6. nóvember 1906, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
24. janúar 2005 | Minningargreinar | 1747 orð | 1 mynd

INDRIÐI ÍSFELD

Indriði Ísfeld fæddist á Illugastöðum í Hálshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu 30. apríl 1913. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurbjörg Indriðadóttir, f. 17. júní 1872, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
24. janúar 2005 | Minningargreinar | 1543 orð | 1 mynd

KRISTÍN MARÍA MAGNÚSDÓTTIR

Kristín María Magnúsdóttir fæddist í Stóra Rimakoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu 17. júní 1921. Hún lést á Landsspítalanum við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 14. janúar síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. janúar 2005 | Viðskiptafréttir | 982 orð | 1 mynd

Flutningsgetan tvöfölduð á 18 mánuðum

Arnarfell, nýtt 11 þúsund tonna kaupskip Samskipa, var formlega afhent félaginu með viðhöfn í Hamborg í Þýskalandi á laugardag. Helgi Mar Árnason fylgdist með athöfninni í Hamborg. Meira

Daglegt líf

24. janúar 2005 | Daglegt líf | 252 orð | 1 mynd

Eitt glas á dag

EITT vínglas á dag er góður kostur fyrir eldri konur. Þær eiga þá 20% síður á hættu að fá elliglöp en þær sem ekkert vín drekka. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í New England Journal of Medicine og m.a. Meira
24. janúar 2005 | Daglegt líf | 629 orð | 2 myndir

Sólarhringsferli að meðhöndla deigið

Bræðurnir Guðmundur og Sigfús Guðfinnssynir reka í Efstalandi 26 Brauðhúsið í Grímsbæ. Í Brauðhúsinu er hráefnið lífrænt, brauðin aukaefnalaus og eggin koma úr hænum sem vappa um frjálsar. Meira

Fastir þættir

24. janúar 2005 | Fastir þættir | 193 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Reykjavíkurmótið. Norður &spade;D63 &heart;105 S/NS ⋄KG7432 &klubs;D6 Hvernig á að svara 15-17 punkta grandi með 8-10 punkta á móti? Það er viðfangsefnið þessa dagana. Þetta dæmi eru úr 2. umferð Reykjavíkurmótsins. Meira
24. janúar 2005 | Fastir þættir | 355 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á fjórtán borðum mánudaginn 20. janúar. Efst í NS vóru: Haukur Bjarnason - Hinrik Lárusson 320 Sigtryggur Ellerts. Meira
24. janúar 2005 | Dagbók | 560 orð | 1 mynd

Fjölmörg rannsóknarefni framundan

Jónína Einarsdóttir er fædd árið 1954. Hún lauk BS-prófi í efnafræði frá HÍ 1978 auk kennsluréttinda árið 1980. Meira
24. janúar 2005 | Dagbók | 27 orð

Fyrir því segi ég yður: Hvers...

Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. (Mark. 11, 24.) Meira
24. janúar 2005 | Dagbók | 62 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur söfnuðu...

Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur söfnuðu peningum fyrir Rauða kross Íslands með því að vera með uppákomu fyrir utan Glerártorg á Akureyri. Meira
24. janúar 2005 | Dagbók | 68 orð

Hring eftir hring

Laugardalur | Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og nú hefur nýr útivistarmöguleiki bæst í flóru athafna Reykvíkinga, þökk sé hækkandi sól og batnandi veðri. Meira
24. janúar 2005 | Fastir þættir | 177 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Dc2 Bd6 7. g4 dxc4 8. Bxc4 Rd5 9. Bd2 De7 10. O-O-O R7b6 11. Be2 Rxc3 12. Bxc3 Rd5 13. Bd2 a5 14. e4 Rb4 15. Db1 c5 16. a3 Rc6 17. e5 Bb8 18. Bg5 f6 19. exf6 gxf6 20. Be3 cxd4 21. Rxd4 Rxd4 22. Meira
24. janúar 2005 | Fastir þættir | 313 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Heimildarþátturinn "How do you like Iceland", sem sýndur var í sjónvarpinu fyrir skömmu, var bráðskemmtilegur enda er það gömul saga og ný, að glöggt er gests augað. Meira

Íþróttir

24. janúar 2005 | Íþróttir | 123 orð

Aðeins 10% líkur á íslenskum verðlaunum

SÉRFRÆÐINGAR og blaðamenn sænska dagblaðsins Aftonbladet spá því að íslenska landsliðið eigi 70% möguleika á að komast í milliriðla á heimsmeistaramótinu í Túnis. En að mati þeirra eru aðeins 10% líkur á því að íslenska liðið vinni til verðlauna á... Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 203 orð

Allt upp í háaloft á ný hjá Souness og Bellamy

FRAMTÍÐ Craig Bellamy hjá enska úrvalsdeildarliðinu er óljós en hann hefur enn og aftur lent í útistöðum við knattspyrnustjórann Graeme Souness. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

Audrey Freyja Clarke sigraði í fjórða sinn

FJÓRÐA árið í röð hampaði Akureyringurinn Audrey Freyja Clarke sigri þegar Íslandsmeistaramótið í listhlaupi á skautum fór fram á skautasvellinu í Egilshöll um helgina. Þó sigurinn væri ekki mikilli hættu mátti lítið útaf bregða því það getur verið hált á svellinu og mótherjar narta í hæla hennar. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 413 orð | 1 mynd

* BARCELONA komst á sigurbraut að...

* BARCELONA komst á sigurbraut að nýju í spænsku 1. deildinni þegar liðið hafði betur gegn Racing Santander , 3:1, á heimavelli. Samuel Eto skoraði fyrsta marki, sitt 15. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 251 orð

Bikarkeppni KKÍ, undanúrslit Hamar/Selfoss - Fjölnir...

Bikarkeppni KKÍ, undanúrslit Hamar/Selfoss - Fjölnir 100:110 Íþróttahúsið í Hveragerði. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

Clark með stáltaugar

TIM Clark frá Suður-Afríku fagnaði sigri á SAA-mótinu í Durban í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Þetta er í annað sinn sem Clarke vinnur þetta mót en þá fór mótið einnig fram á Durban-vellinum. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 357 orð

* DAGBLAÐIÐ La Presse, sem kemur...

* DAGBLAÐIÐ La Presse , sem kemur út í Túnis, sagði frá mótinu síðustu dagana og í gær var grein um leik Íslands og Tékklands og taldi blaðamaðurinn sem greinina skrifaði að það væri stærsti leikur dagsins. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 110 orð

Engin skömm að tapa fyrir Njarðvík

"Við spiluðum frábæran fyrri hálfleik og menn komu vel tilbúnir til leiks og spiluðu ansi skemmtilega á köflum. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 723 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Southampton - Lverpool 2:0...

England Úrvalsdeild: Southampton - Lverpool 2:0 David Prutton 5., Peter Crouch 22. - 32.017 Birmingham - Fulham 1:2 Moritz Volz (sjálfs.m.) 51. - Andy Cole (vsp.) 78.. Papa Bouba Diop 83. - 28.512. Chelsea - Portsmouth 3:0 Didier Drogba 15., 39. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

EVRÓPUMÓTARÖÐIN Durban, Suður-Afríku, SAA-mótið, par 72.

EVRÓPUMÓTARÖÐIN Durban, Suður-Afríku, SAA-mótið, par 72. Tim Clark, S-Afr. 273 (68-71-68-66) Charl Schwartzel, S-AFr. 279 (68-72-71-68) Gregory Havret, Frakkl. 279 (69-69-72-69) Nick Dougherty, Engl. 280 (73-73-68-66)James Kingston, S-Afr. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 934 orð | 1 mynd

Ég man ekki eftir öðru eins

"ÉG man ekki eftir öðrum eins umskiptum á leik, en á lokakaflanum þá sýndum við einfaldlega að við erum í miklu betra líkamlegu formi en Tékkarnir og mætum því hér til mótsins rosalega vel undirbúnir þótt andlega hliðin hafi ekki verið í lagi fram af," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn við Tékka, 34:34, síðdegis í gær. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 65 orð

Flestir veðja á Króata

HEIMSMEISTARARNIR frá Króatíu eru eftir á blaði hjá veðbönkum í Þýskalandi yfir líklegustu sigurvegara á heimsmeistaramótinu í Túnis. Frakkar eru í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Íslendingum er spáð 11. sæti á mótinu. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 88 orð

Frestað vegna flensunnar

MÓTANEFND KKÍ ákvað að fresta undanúrslitaleik Keflavíkur og Hauka í bikarkeppni KKÍ þar sem margir leikmenn úr liði Íslandsmeistara Keflavíkur eru veikir af flensunni skæðu sem herjar grimmt á landsmenn þessa dagana. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 191 orð

Fyllsta öryggi alls staðar

GRÍÐARLEG öryggisgæsla er á hótelum allra keppnisliðanna og hafa menn aldrei kynnst öðru eins á heimsmeistaramóti í handknattleik. Öryggisverðir eru í tugavís á vakt á hverju hóteli og fylgjast með hverju skrefi fólks. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 131 orð

Fær Dortmund hjálp frá Bayern?

ÞÝSK dagblöð skýrðu frá því í gær að Bayern München, stærsta knattspyrnufélag Þýskalands, hefði boðið Borussia Dortmund fjárhagsaðstoð. Í Bild birtust myndir af forráðamönnum félaganna að heilsast á hóteli í Düsseldorf. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Grindavík með yfirburði á Laugarvatni

GRINDAVÍK leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik en Suðurnesjaliðið sótti Laugdæli heim á Laugarvatn í undanúrslitum á laugardag. Leikurinn endaði með stórsigri Grindavíkur sem er í næst efsta sæti 1. deildar en Laugdælir eru í 2.... Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Heimsmeistaramótið í Túnis B-riðill: Ísland...

HANDKNATTLEIKUR Heimsmeistaramótið í Túnis B-riðill: Ísland - Tékkland 34:34 Íþróttahöllin í La Menzha í Túnis, heimsmeistaramótið í handknattleik karla, B-riðill, sunnudaginn 23. janúar 2005. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 283 orð

Hrakfarir "Rauða hersins" halda áfram

"STRÁKARNIR börðust fyrir lífi sínu í þessum leik," sagði Harry Redknapp knattspyrnustjóri Southampton eftir að lið hans hafði lagt Liverpool að velli, 2:0, en þetta var fyrsti sigur liðsins frá því hann tók við sem knattspyrnustjóri - en Southampton hafði ekki sigrað í síðustu 10 leikjum í deildinni. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

Höfðu ekki vit á að klippa mig út

"VIÐ vorum bara í skítnum lengst af, það er ekkert flóknara en það," sagði Ólafur Stefánsson eftir jafntefli við Tékka í gær þegar leitað var skýringa hjá honum á þeim gríðarlega mun sem var á leik íslenska liðsins fyrstu 45 mínúturnar annarsvegar og hins vegar síðasta stundarfjórðunginn. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 336 orð | 1 mynd

* ÍR-ingarnir tveir í landsliðshópnum, Hreiðar...

* ÍR-ingarnir tveir í landsliðshópnum, Hreiðar Guðmundsson markvörður og Ingimundur Ingimundarson skytta, hvíldu í leiknum gegn Tékkum í gær. *SVO virðist sem Túnisbúar séu um margt líkir Íslendingum. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 176 orð

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst 16. maí

ÍSLANDSMÓTIÐ í knattspyrnu hefst mánudaginn 16. maí, annan í hvítasunnu, samkvæmt drögum að niðurröðun mótsins sem KSÍ hefur gefið út. Þann dag verða leiknar fyrstu umferðirnar í efstu deild, Landsbankadeildinni, 1. deild og 2. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 41 orð | 1 mynd

Íslandsmótið í listhlaupi Egilshöll, Íslandsmeistaramótið í...

Íslandsmótið í listhlaupi Egilshöll, Íslandsmeistaramótið í listhlaupi á skautum, helgina 22. og 23. janúar 2005. Kvennaflokkur 1. Audrey Freyja Clarke, SA. 2. Íris Kara Heiðarsdóttir, SR. 3. Ásdís Rós Clark, SR. Unglingaflokkur 1. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

Ívar Ingimarsson aftur hetja Reading

ÍVAR Ingimarsson bjargaði stigi fyrir Reading þegar liðið gerði 1:1 jafntefli á heimavelli gegn Ipswich, toppliðinu í ensku 1. deildinni í knattspyrnu, þegar liðin áttust við á heimavelli Reading. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 397 orð | 1 mynd

* JOSE Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segist...

* JOSE Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segist ekki hafa áhuga á að hafa David Beckham í sínu liði né aðrar stjórstjörnur í liði Real Madrid . ,,Það eina sem þú þarft er sterkur hópur leikmanna en ekki Hollywoodstjörnur. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

Jón Arnar Magnússon til liðs við FH-inga

JÓN Arnar Magnússon tugþrautarkappi gekk um helgina frá félagaskiptum frá Breiðabliki yfir í FH. Auk þess að keppa fyrir hönd FH-inga, sigursælasta frjálsíþróttaliðs landsins, mun Jón Arnar aðstoða við þjálfun fjölþrautarmanna félagsins. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 105 orð

Jón Arnór með 16 stig í tapleik Dynamo

JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, skoraði 16 stig fyrir lið sitt, Dynamo St.Petersburg, þegar liðið tapaði fyrir Uniks Kazan, 88:84, á heimavelli í rússnesku 1. deildinni í körfuknattleik um helgina. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 81 orð

Kokcharov með 16 fyrir Rússa

RÚSSAR höfðu betur gegn Alsír, 28:22, en þjóðirnar leika í sama riðli og Íslendingar. Rússar, sem mæta til leiks með mikið breytt lið, gekk illa að hrista Alsíringa af sér. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 1059 orð | 2 myndir

Leikurinn vonbrigði en mikill sigur að ná jafntefli

EINS og leikurinn þróaðist þá get ég ekki annað sagt en úrslitin séu mikill sigur fyrir íslenska liðið. Strákarnir unnu þetta stig með því að snúa gjörtöpuðum leik upp í jafntefli og þessi frábæri endasprettur á örugglega eftir að gefa liðinu gott sjálfstraust í leikinn gegn Slóvenum," sagði Guðjón Árnason, HM-spekingur Morgunblaðsins, eftir jafntefli Íslendinga gegn Tékkum, 34:34, í fyrsta leik liðsins á HM í Túnis í gær. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 135 orð | 1 mynd

NBA Aðfaranótt sunnudags: Atlanta - Boston...

NBA Aðfaranótt sunnudags: Atlanta - Boston 100:96 Orlando - Philadelphia 1115:111 Chicago - Detroit 110:89 New Orleans - L.A. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 470 orð | 1 mynd

Njarðvíkingar áttu ekki í erfiðleikum

Njarðvíkingar unnu öruggan sigur, 113:76, á Breiðablik í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar - þegar liðin mættust í Smáranum í gærkvöldi. Blikar gáfu úrvalsdeildarliði Njarðvíkur ekkert eftir framan af og nokkurt jafnræði var með liðunum, staðan í hálfleik var 48:53. Gestirnir sýndu svo klærnar loks í þriðja leikhluta og stungu af með auðveldan sigur og mæta Fjölni í Laugardalshöll í úrslitum 13. febrúar næstkomandi. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd

Opna ástralska meistaramótið Einliðaleikur karla, þriðja...

Opna ástralska meistaramótið Einliðaleikur karla, þriðja umferð: (12) Guillermo Canas (Argentína) vann Radek Stepanek (Tékklandi) 6-1 6-2 6-2 (6) Guillermo Coria (Argentínu) vann (31) Juan Carlos Ferrero (Spáni) 6-3 6-2 6-1 (26) Nikolay Davydenko... Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Páll Johnson , knattspyrnumaður...

* ÓLAFUR Páll Johnson , knattspyrnumaður úr KR , hefur verið lánaður til 1. deildarliðs Fjölnis. Ólafur Páll er tvítugur miðjumaður sem hefur leikið einn leik með KR í úrvalsdeildinni og 14 leiki með yngri landsliðum Íslands . Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

"Alveg magnað"

"ÞETTA var alveg magnað, eitt það magnaðasta sem ég hef lent í lengi. Að mínu mati var það Birkir Ívar sem vann þetta stig fyrir okkur. Hann átti frábæra innkomu, varði vel og við fengum hraðaupphlaup í kjölfarið. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 1004 orð

"Chelsea-liðið mun ekki gera nein mistök"

ALEX Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United segir að baráttunni um meistaratitilinn sé nánast lokið - Chelsea muni ekki missa niður það forskot sem liðið hefur þessa stundina. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 675 orð | 1 mynd

"Dýrmæt lífsreynsla fyrir þessa ungu stráka"

FJÖLNIR tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í fyrsta sinn í sögu félagsins, er liðið lagði Hamar/Selfoss í Hveragerði á laugardaginn, 110:100. Fjölnir hafði undirtökin mestan part leiksins, en heimamenn voru þó aldrei langt undan. Í hálfleik var staðan 49:52. Jeb Ivey fór á kostum í liði gestanna ásamt Darrel Flake og hjá heimamönnum voru það Marvin Valdimarsson og Damon Baily sem fóru fyrir sínum mönnum. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 157 orð

"Eitt betra en ekki neitt"

VÖRNIN var alveg ferleg í 45 mínútur en um leið og við fórum að ganga út í skytturnar og stöðva línusendingarnar frá þeim þá gekk þetta upp hjá okkur. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 254 orð

"Hefði viljað nýta færin"

"ÉG held maður verði að vera sáttur við eitt stig úr því sem komið var, en ég hefði alveg þegið að skora úr þessum færum sem ég fékk á lokamínútunum," sagði Arnór Atlason eftir leikinn, en tvö skot úr dauðafæri voru varin frá honum rétt fyrir... Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 234 orð | 3 myndir

"Misstum aldrei trúna"

"Þótt frammistaða okkar hafi ekki verið góð lengst af leiknum þá höfðum við alltaf trú á því að við gætum gert betur, við misstum aldrei vonina þótt staðan hafi ekki verið gæfuleg," sagði Markús Máni Michaelsson Maute þegar hann gekk af leikvelli í íþróttahöllinni í El Menzha. Hann skoraði 1.700 mark Íslands á heimsmeistaramóti. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

"Robben er einstakur"

ÞAÐ virðist fátt geta komið í veg fyrir að Chelsea hampi enska meistaratitlinum en liðið lagði Portsmouth að velli á laugardag, 3:0, þar sem Dider Drogba skoraði tvívegis og Arjen Robben eitt mark. Leikur Chelsea virtist ganga sem vel smurð vél þar sem vörn liðsins gaf ekki færi á sér og skæðir framherjar liðsins sáu um að skora mörkin þrjú sem skildu á milli að þessu sinni. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

"Við erum víkingar, sem gefast aldrei upp"

"ÞAÐ var rosalega flott að ná þessu stigi miðað við þá hrikalegu stöðu sem við vorum komnir í," sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður, sem kallaður var til leiks þegar 18 mínútur voru til leiksloka og staða íslenska liðsins orðin harla... Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 537 orð | 1 mynd

"Vippur eru með því besta sem ég geri"

ÓLAFUR Stefánsson lék Martin Galia, markvörð Tékka og að margra mati besta markvörð heims, hvað eftir annað grátt í vítaköstum í leiknum í gær, jafnvel svo grátt að mörgum þótti nóg um. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 808 orð | 1 mynd

"Ætla að festa mig í sessi"

ÞAÐ eru margir staðir sem eiga eitthvað í mér, ég hef búið lengst á Akranesi, foreldrar mínir búa þar, ég átti heima í Borgarnesi, hef leikið með ÍR í úrvalsdeild, á ættir að rekja til Rússlands og við áttum einnig heima í Ungverjalandi. En ætli ég sé ekki Skagamaður með sterkar taugar til Borgarness," segir íslenski landsliðsmaðurinn Pavel Ermolinskij en hann er atvinnumaður í körfuknattleik og er samningsbundinn spænska úrvalsdeildarliðinu Unicaja Malaga. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 166 orð | 1 mynd

Rúnar tryggði Lokeren sigur

RÚNAR Kristinsson var maður leiksins þegar Lokeren bar sigurorð af FC Brüssels, 2:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardagskvöld. Rúnar lagði upp fyrra mark sinna manna og skoraði svo sigurmarkið með skalla á 66. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 135 orð

Silja náði lágmarki fyrir EM

SILJA Úlfarsdóttir hlaupakona úr FH tryggði sér um helgina þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu innanhúss sem haldið verður í Madrid á Spáni 4.-6. mars. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 217 orð | 1 mynd

Stefán Þór Þórðarson samdi við Norrköping

STEFÁN Þórðarson hefur samið við sænska knattspyrnuliðið Norrköping og mun Skagamaðurinn leika með liðinu næstu þrjú árin. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 316 orð | 2 myndir

Stundum smellur allt skyndilega saman

"VIÐ misstum sem betur fer aldrei móðinn, en þetta var hreint ótrúlegt," sagði glottandi línumaður íslenska landsliðsins," Róbert Gunnarsson, þegar hann gekk af leikvelli eftir hinn magnaða lokakafla þar sem hann og samherjarnir tryggðu sér annað stigið gegn Tékkum, 34:34, í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 301 orð | 1 mynd

Tryggvi til FH - lánaður til Stoke fram til vors

TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður, hefur ákveðið að ganga til liðs við Íslandsmeistara FH og er ráðgert að hann skrifi undir þriggja ára samning við Hafnarfjarðarliðið í dag. Tryggvi kemur þó ekki strax til FH-inga því enska 1. deildarliðið Stoke hefur náð samkomulagi um að fá hann að láni út tímabilið, með möguleika á kaupum standi hann undir væntingum. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 734 orð

Túnisbúar voru klárir í slaginn

ÞEIR voru margir sem ekki leist á blikuna þegar Túnis hafði betur í kapphlaupi við Þjóðverja um að halda heimsmeistaramótið í handknattleik árið 2005. Undirritaður var þar á meðal, en skiljanlega breytti það engu um niðurstöðuna. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Vieira: "Við höfum enn ekki gefið upp vonina í baráttunni um titilinn"

ARSENAL endurheimti annað sætið í ensku úrvalsdeildinni með 1:0 sigri gegn Newcastle en Dennis Bergkamp skoraði eina mark leiksins. Ensku meistararnir eru samt sem áður 10 stigum á eftir Chelsea sem er í efsta sæti. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 189 orð

Wilkens hættur með Knicks

LENNY Wilkens sagði upp störfum sem þjálfari NBA-liðsins New York Knicks á laugardag en Wilkens er 67 ára gamall og einn sigursælasti þjálfari NBA frá upphafi. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 223 orð

Þjálfari Tékka niðurbrotinn

"VIÐ köstuðum sigrinum frá okkur á hreint ævintýralegan hátt, ég bara trúi því ekki að þetta hafi gerst," sagði Ratislav Trtik, landsliðsþjálfari Tékka eftir leikinn við Íslendinga í gær. Trtik var gjörsamlega niðurbrotinn, skyldi engan undra, og mátti hann vart mæla. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 93 orð

Þjóðverjar lögðu Egypta

ÞJÓÐVERJAR lögðu Egypta í D-riðli heimsmeistarakeppninnar í handknattleik en leikurinn var mjög harður og léku bæði lið fast í vörn. Þjóðverjar sigruðu í leiknum, 28:25, en staðan var 24:24 er sjö mínútur voru eftir af leiknum. Meira
24. janúar 2005 | Íþróttir | 803 orð | 3 myndir

Ævintýralegur endasprettur gegn Tékkum

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik sýndi aðdáunarverða baráttu og vilja þegar það gerði 34:34 jafntefli við Tékka í fyrsta leiknum á heimsmeistaramótinu í Túnis. Eftir 45 mínútna leik var staðan 30:22 fyrir Tékka en með gríðarlegri baráttu og viljastyrk tókst íslenska liðinu að vinna upp þann mun og var í raun óheppið að sigra ekki, fékk góð færi til þess á lokamínútum leiksins. En eitt stig er betra en ekkert og þriðja jafnteflið við Tékka í röð var staðreynd. Meira

Fasteignablað

24. janúar 2005 | Fasteignablað | 217 orð | 1 mynd

Byggt á Reyðarfirði

Þrátt fyrir rysjótta veðráttu ganga húsbyggingar á Reyðarfirði að mestu leyti samkvæmt áætlun. Nú er verið að ljúka við að setja þak á sjö hæða blokk í Melgerði 7, fyrstu blokkina af fjórum sem Leiguíbúðir í Fjarðabyggð byggja. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 316 orð | 1 mynd

Dalatangi 27

Mosfellsbær - Fasteignasala Mosfellsbæjar er nú með í sölu 306,6 ferm. tvílyft einbýlishús með tvöföldum bílskúr við Dalatanga í Mosfellsbæ. Komið er inn í forstofu með dúk á gólfi, en þaðan inn á gang með parketi á gólfi. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 289 orð | 2 myndir

Digranes-heiði 15

Kópavogur - Fasteignasalan Valhöll er nú með í sölu um 243 m 2 einbýlishús við Digranesheiði 15. "Þetta er eitt af glæsilegri einbýlishúsunum á öllu höfuðborgarsvæðinu," segir Bárður Tryggvason hjá Valhöll. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 275 orð | 1 mynd

Eldhúsþankar

Hnoðað deig * Þegar kökudeig vill loða við hendur og borð og ekki má bæta meira hveiti í er ágætt ráð að setja örlítið kartöflumjöl á hendur og borð. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 249 orð | 1 mynd

Húsin þjóta upp á Egilsstöðum

Það er sama hvert litið er á Egilsstöðum, alls staðar er verið að byggja húsnæði. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 415 orð | 4 myndir

Inntökin öll á sama stað

Orkuveitan tekur upp sveigjanlegt efni í heitavatnsheimæðar, sem opnar þann möguleika að draga þær í ídráttarrör, eins og gert hefur verið við rafmagn og kalt vatn. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 621 orð | 2 myndir

IQlight: Gáfu-lega ljósið

IQ-ljósið - Hönnuður: Holger Ström 1973 Sígandi lukka er best, stendur einhvers staðar, og má oft til sanns vegar færa. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 202 orð | 1 mynd

Laufásvegur 47

Reykjavík - Fasteignasalan Borgir er nú með í sölu sérhæð við Laufásveg 47. "Þetta er glæsileg 195 m 2 sérhæð á góðum stað við Laufásveg með útsýni og góðum svölum," segir Snorri Egilsson hjá Borgum. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 129 orð | 1 mynd

Leikskóli rís af grunni

Egilsstaðir | Framkvæmdum við nýjan leikskóla við Skógarlönd á Egilsstöðum miðar vel. Á vef Fljótsdalshéraðs kemur fram að nú er unnið að því að reisa veggeiningar og verður byggingin því sýnilegri með hverjum deginum sem líður. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 194 orð | 1 mynd

Meistaravellir 31

Reykjavík - Hjá Lögþingi fasteignum er nú til sölu falleg þriggja herbergja íbúð á góðum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 78,4 ferm. endaíbúð á þriðju hæð í fjölbýli við Meistaravelli 31. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 509 orð | 2 myndir

Nú er tími til að afla hagstæðra tilboða

Íslendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að vera skorpumenn, hvort sem það er eða var að drífa töðu í hlöðu, demba steypu í mót, drekkhlaða loðnuskip eða skella á svo sem einum fundi fremstu leiðtoga heims, annað eins og þetta hefur verið barnaleikur. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 516 orð | 1 mynd

"Samþykktir" um lagnir í Reykjavík

Það væri því full ástæða til að hefja vinnu við að koma þessum "samþykktum" aftur upp á borðið, segir Hjálmar A. Jónsson, ekki aðeins sem samþykktum eins sveitarfélags, heldur fyrir landið allt. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 246 orð | 1 mynd

"VSOP-hólkurinn hefur sinn sjarma"

VIÐ LIFUM í umbúðaþjóðfélagi og flestir framleiðendur leggja mikla áherslu á hönnun fallegra umbúða utan um vörur sínar. Verð vörunnar hækkar svo yfirleitt í réttu hlutfalli við umfang umbúðanna. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 295 orð | 6 myndir

Rómantísk og hlýleg húsgögn

"Ég man ekki til þess að húsgögn frá Brasilíu hafi áður verið á boðstólum í íslenskum húsgagnaverslunum," sagði Böðvar Friðriksson, sem ásamt eiginkonu sinni, Írisi Aðalsteinsdóttur, rekur húsgagnaverslunina Signature að Kirkjulundi 17 í... Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 422 orð | 3 myndir

Ryksugað áhyggjulaust

Íslensk uppfinning, Visio Vac-búnaður á ryksugu-barka, kemur í veg fyrir að verðmætir hlutir hverfi í ryksugupokann. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 85 orð | 1 mynd

Skínandi silfur

Silfur * Auðveld aðferð til þess að fá silfurmuni skínandi fagra er þessi: Kalt vatn, gróft salt og ræma af álpappír er soðið saman í potti. Silfurmunirnir settir í pottinn og látnir liggja í 5 til 10 mínútur, síðan þurrkaðir vel með mjúkum klút. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 53 orð | 1 mynd

Teikniforrit

Á heimasíðu IKEA er hægt að ná í teikniforrit og hanna eldhúsið sitt sjálfur. Þú getur dregið eldhúseiningar og aukahluti fram og til baka, skoðað í þrívídd, prufað mismunandi klæðningar og liti og svo prentað út teikninguna. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 110 orð | 1 mynd

Tréáhöld og eldföst föt

Ef trébretti lyktar * Ef skurðbrettið lyktar af lauk eða annarri sterkri lykt má nudda það með sundurskorinni sítrónu og þvo það síðan með heitu vatni. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 57 orð

Vetrarríki

Töluvert vetrarríki hefur verið að undanförnu og þó að snjóalög hafi stundum verið meiri á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma, þá hefur hálkan verið þeim mun meiri. Meira
24. janúar 2005 | Fasteignablað | 159 orð | 1 mynd

Þetta helst

Hveragerði Nærri hundrað sóttu um 32 lóðir með 65 íbúðum við Valsheiði, Hraunbæ og Birkibæ í Hveragerði. Einstaklingar höfðu forgang að einbýlishúsalóðunum en verktakar sóttu um raðhús- og parhúsalóðirnar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.