Greinar mánudaginn 28. febrúar 2005

Fréttir

28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Báðar lækkuðu verð milli daga en Bónus meira

VERÐSTRÍÐ virðist vera skollið á meðal lágvöruverðsverslana á höfuðborgarsvæðinu ef marka má niðurstöður lítillar verðkönnunar Morgunblaðsins í Krónunni og Bónusi um helgina. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 41 orð

BBC World Service endurvarpað

ENDURVARP á útvarpi BBC World Service er hafið á stór-Reykjavíkursvæðinu og um Faxaflóa. Það eru 365 ljósvakamiðlar sem endurvarpa BBC World Service á Íslandi og næst útsendingin á tíðninni FM 94,3. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Bróðir Saddams handsamaður

SABAWI Ibrahim Hasan, hálfbróðir Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, hefur verið handtekinn, að sögn skrifstofu íraska forsætisráðuneytisins í gær. Hasan var í 36. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 337 orð

Bætur vegna gæsluvarðhalds

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða 36 ára gömlum fyrrum starfsmanni Samskipa 500.000 krónur í bætur vegna gæsluvarðhalds sem hann var hnepptur í vegna rannsóknar á fíkniefnasmygli til landsins. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Ekki gefnir fyrir daður við ESB

Viðbrögð talsmanna stjórnarandstöðuflokka við Evrópuályktun Framsóknar Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 255 orð

Ekki skattskyldur eftir tvö ár

HAGNAÐUR vegna sölu á eigin íbúðarhúsnæði er ekki skattskyldur ef húsnæðið hefur verið í eigu viðkomandi lengur en tvö ár samkvæmt nánar tilgreindum reglum. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð

Eldur logaði í meginhluta íbúðar

ÞÓRÐUR Bogason, stöðvarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, var í hópi fyrstu slökkviliðsmanna að húsinu við Rjúpufell á laugardag, sem stóð í björtum logum. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 180 orð

Ertu sofnaður, væni?

HROTUR eiginmannsins, ekki síst eftir ástaleiki, valda mörgum konum kvöl og pínu, segir í breska götublaðinu Daily Mail . Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Fannst látinn í Sandgerðishöfn

MAÐUR fannst látinn í Sandgerðishöfn aðfaranótt sunnudags. Hann hét Júlíus Guðmundsson skipstjóri til heimilis að Smáraflöt við Skagabraut 24 í Garði. Júlíus var á 73. aldursári. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 343 orð | 2 myndir

Fékk símhringingu um að húsið stæði í björtu báli

HJÁLMAR Diego Haðarson, eiginkona hans Ingiríður Blöndal, og tvö börn þeirra, höfðu lokið við að flytja allt innbú í húsið við Rjúpufell í Breiðholti, sem þau fengu afhent fyrir tæpri viku, þegar tilkynnt var um bruna í húsinu á áttunda tímanum á... Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Fjallið tók jóðsótt og fæddist lítil mús

FJALLIÐ tók jóðsótt og það fæddist lítil mús, sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, um ályktun Framsóknarflokksins um Evrópumálin. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 98 orð

Fjölgun í fangelsi

TVEIR tyrkneskir fangar boruðu nýlega gat á níu sentímetra þykkan steinvegg á milli klefa sinna og höfðu kynmök í gegnum það með þeim afleiðingum að barn kom í heiminn. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 273 orð

Forystan var endurkjörin

FORYSTA Framsóknarflokksins var endurkjörin á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Framsókn með "aðild" í fyrsta sinn á blaði

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir við Morgunblaðið að ályktun flokksþingsins frá í gær um Evrópumálin marki tímamót þar sem aldrei áður hafi orðið "aðild" sést á blaði hjá flokknum varðandi Evrópusambandið. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 331 orð

Fyrirkomulagi samræmdra prófa ekki breytt

"ÞAÐ eru ekki uppi nein áform um að breyta núverandi fyrirkomulagi samræmdu prófanna í grunnskólum. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Fyrsti bikar Eiðs Smára með Chelsea

EIÐUR Smári Guðjohnen varð í gær fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem vinnur titil í ensku knattspyrnunni þegar Chelsea bar sigurorð af Liverpool, 3:2, í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar á þúsaldarvellinum í Cardiff. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 54 orð

Haldið sofandi í öndunarvél

LÍÐAN mannsins sem slasaðist eftir útafakstur í Skagafirði snemma á laugardagsmorgun er stöðug, samkvæmt upplýsingum frá gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Maðurinn hlaut höfuðmeiðsl, hann fór í aðgerð og er haldið sofandi í öndunarvél. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Holdanaut kunna vel við sig úti

GALLOWAY-holdakynið er vel útbúið frá náttúrunnar hendi til þess að vera úti og lætur kulda ekki á sig fá þegar svo viðrar. Þetta má glögglega sjá á holdanautum í Árbót í Aðaldal sem liggja við opið hús en úti vilja þær helst vera. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 368 orð

Hugmyndir um einka-rekin slökkvilið kynntar

HUGMYNDIR um einkarekin slökkvilið hafa verið kynntar fyrir ráðuneytum, Brunamálastofnun og sveitarfélögunum á undanförnum mánuðum og er gert ráð fyrir að þeirri kynningu ljúki um miðjan næsta mánuð. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 151 orð

Hvað einkennir bekkjarleiðtogann?

Í RANNSÓKNINNI tók Berglind saman allt sem nemendur og kennarar sögðu um strákaleiðtogann Valda og stelpuleiðtogann Áshildi. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

INGÓLFUR S. INGÓLFSSON

LÁTINN er á 77. aldursári Ingólfur S. Ingólfsson vélstjóri, fyrrverandi formaður Vélstjórafélags Íslands og forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins. Ingólfur fæddist á Akranesi 31. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 331 orð

Kaupa verksmiðjuhús Kísiliðju

FÉLAGIÐ Landeigendur Reykjahlíðar ehf. hefur gert samning við Kísiliðjuna um kaup á verksmiðjuhúsum fyrirtækisins við Mývatn. Kaupsamningurinn er með ákveðnum fyrirvörum og er kaupverð ekki gefið upp að svo stöddu, samkvæmt upplýsingum Ólafs H. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð

Lægstu laun hækka mest

STEFNT er að undirritun kjarasamnings ríkisins og Bandalags háskólamanna klukkan 16 í dag. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Málamiðlun tveggja fylkinga

ÖGMUNDUR Jónasson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir djúpstæðan klofning vera greinilegan hjá Framsóknarflokknum varðandi aðild að Evrópusambandinu. Ályktun flokksins sé málamiðlun tveggja fylkinga. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd

Miðstöð innanlandsflugs verði áfram í Reykjavík

Í SÉRSTAKRI höfuðborgarstefnu Framsóknarflokksins, sem samþykkt var á flokksþingi í gær, segir að miðstöð innanlandsflugs verði áfram rekin í Reykjavík. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Mikið af dauðum svartfugli við Skjálfandaflóa

LANGVÍUR, stuttnefjur og álkur liggja dauðar í töluvert stórum stíl á fjörum við Skjálfanda og vilja margir kenna átuleysi um þennan fugladauða sem virðist vera meiri en oft áður. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 269 orð | 3 myndir

Mikilvægt að hafa gert upp hug sinn

ALLT iðaði af lífi á háskólalóðinni í gær þar sem fram fór námskynning Háskóla Íslands í allflestum byggingum skólans. Þegar blaðamaður lagði leið sína í aðalbyggingu skólans um miðjan dag var vart þverfótandi fyrir áhugasömum framhaldsskólanemum. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 599 orð | 1 mynd

Millileið fannst sem menn gátu sætt sig við

Umræður um Evrópusambandsmál skyggðu á aðrar umræður á flokksþingi framsóknarmanna um helgina. Arna Schram rekur hér umræðurnar og feril ályktunarinnar. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 305 orð

Nemendur sem ekki neyta áfengis fengu hærri einkunnir

NEMENDUR Verzlunarskólans sem aldrei eða mjög sjaldan drekka áfengi og þeir sem ekki reykja voru almennt með hærri meðaleinkunn á jólaprófunum. Þetta er niðurstaða könnunar sem birt er í nýútkomnu Verzlunarskólablaði. Könnunin var gerð 11. janúar sl. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 265 orð

Orðalag breyttist

TALSVERÐAR breytingar urðu á ályktun um Evrópusambandið frá fyrstu drögum að endanlegri útgáfu, sem samþykkt var á flokksþinginu. Fyrsta útgáfa í drögum "Kynna ber Evrópumálin fyrir öllum almenningi og vanda vel stefnuákvarðanir. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 216 orð

Óánægja með seinagang í kjaraviðræðum

FARIÐ er að gæta óánægju innan Félags framhaldsskólakennara með seinagang í samningaviðræðum við ríkið en samningar hafa verið lausir síðan í lok nóvember sl. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Páfi ber sig vel

Jóhannes Páll II páfi kom í gær óvænt út í glugga á Gemelli-sjúkrahúsinu í Róm og veifaði til hóps af fólks fyrir utan. Á tröppum Péturskirkjunnar var lesin yfirlýsing frá páfa þar sem hann fór þess á leit að beðið yrði fyrir sér. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

"Ákveðinn bútur af lífi manns er farinn"

HJÁLMAR Diego Haðarson og fjölskylda höfðu nýlokið við að flytja allt innbú í nýja húsið sitt í Rjúpufelli í Breiðholti og hugðust sofa fyrstu nóttina þar aðfaranótt sunnudags. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 114 orð

"Lítil mús"

ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sem einn flokka hefur markað þá stefnu að "láta reyna á aðildarsamninga við Evrópusambandið" gefur lítið fyrir samþykkt flokksþings Framsóknarflokksins. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 151 orð

Ræða hvort Ísland eigi erindi í öryggisráð SÞ

SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg, félag ungs áhugafólks um vestræna samvinnu, standa fyrir opnum fundi á morgun um þá stefnu stjórnvalda að Ísland sækist eftir sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Samið um eldsneyti í kjarnorkuver Írana

FULLTRÚAR klerkastjórnarinnar í Íran og Rússlands undirrituðu í gær samkomulag um að hinir síðarnefndu sæju Írönum fyrir eldsneyti fyrir kjarnorkutilraunaver. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Sharon krefst aðgerða

ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að palestínsk yfirvöld yrðu að grípa til aðgerða gegn vopnuðum samtökum á hernumdu svæðunum, ella gæti farið svo að friðarferlið færi út um þúfur. Meira
28. febrúar 2005 | Minn staður | 781 orð | 1 mynd

Skemmtileg stemmning í litlum hópi

Vesturland | Flestir þeirra 16 hjúkrunarnema sem nú stunda fjarnám í hjúkrun á Akranesi hefðu ekki byrjað í slíku námi hefði þessi valkostur ekki verið í boði. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Skjálfti í Kópavogi

HÁTT á fimmta hundrað keppenda mætti til leiks á Skjálfta 2005, tölvuleikjamót Símans og Opinna kerfa sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi um helgina. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 759 orð | 1 mynd

Strákar eru snillingar en stelpur samviskusamar

Drengir sem gengur vel í skóla eru snillingar og þurfa ekkert að hafa fyrir náminu. En stelpur sem fá háar einkunnir eru sérlega samviskusamar og duglegar. Ný rannsókn á valdatengslum nemenda var kynnt á ráðstefnu um drengjamenningu. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 758 orð | 1 mynd

Stöðug Kárahnjúkastífla

Upplýsingar um jarðhita og sprungur valda óróa Eftir fáeinar vikur munu nýjar skýrslur jarðfræðinga, sérfræðinga í jarðhita og jarðskjálftum um jarðfræðilegt ástand Kárahnjúkasvæðisins liggja fyrir í heild sinni. Á þeim verður m.a. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 243 orð

Svínabú átti ekki að greiða fyrir salmonellupróf

SVÍNABÚ áttu ekki að greiða fyrir svokölluð tecra-próf sem framkvæmd eru til að kanna hvort sláturdýr sé sýkt af salmonellu. Þetta varð niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða svínabúinu Sléttusvíni ehf. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Sýrland dragi herinn á brott

TALSMENN stjórnarandstöðuflokkanna í Líbanon neituðu í gær að verða við kröfum ríkisstjórnarinnar um að hætta við að efna til mótmælasetu í dag þar sem krafist verður brottflutnings sýrlenska herliðsins frá landinu. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 194 orð

Sýslumaður leggi lögbann á aukningu stofnfjár sparisjóðs

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um að leggja fyrir sýslumanninn á Sauðárkróki að leggja lögbann við því að stofnfé Sparisjóðs Skagafjarðar yrði aukið líkt og ákveðið var á fundi stofnfjáreigenda 24. nóvember 2004. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Sæmundur fer til Japans í dag

SÆMUNDUR Pálsson, vinur Bobbys Fischers skákmeistara og fyrrum lífvörður hans, heldur utan til Japans í dag. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Tilboð ríkisins hátt á þriðja milljarð króna

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra sagði á flokksþingi framsóknarmanna um helgina að tilboð ríkisins til sveitarfélaganna í tekjustofnanefnd hljóðaði samtals upp á hátt á þriðja milljarð króna. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Tíðni sjálfsvígstilrauna hefur aukist

ÓTVÍRÆÐ aukning hefur orðið á sjálfsvígstilraunum á Norðausturlandi, á svæði Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri á síðastliðnum árum, bæði hvað varðar einstaklinga og eins fjölda tilrauna. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð

Tímabært að Bónus fengi meiri samkeppni

FORMAÐUR Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, segir það hafa verið tímabært að Bónus fengi meiri samkeppni á matvörumarkaðnum og fagnar hann nýjasta útspili Krónunnar, sem ákvað skömmu fyrir helgi að lækka matvöruverð verulega. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 549 orð

Tímamótaályktun um ESB

HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að ályktun flokksþingsins um Evrópumálin marki tímamót þar sem aldrei áður hafi orðið "aðild" sést á blaði hjá flokknum varðandi Evrópusambandið. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Tógó-konur krefjast lýðræðis

MÖRG þúsund konur úr flokkum stjórnarandstæðinga efndu til útifundar í Lome, höfuðborg Afríkuríkisins Tógó, í gær og kröfðust þess að við völdum tæki ríkisstjórn sem færi að reglum lýðræðisins. Meira
28. febrúar 2005 | Erlendar fréttir | 162 orð

Verður spurt leyfis?

PAUL Martin, forsætisráðherra Kanada, segir að Bandaríkjamenn muni verða að biðja um leyfi hjá Kanadastjórn ef þeir vilji skjóta niður árásareldflaug yfir kanadísku landi, komi til þess. Meira
28. febrúar 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð

Þrjú útköll á einum degi

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, var þrisvar kölluð út á laugardag, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Klukkan 5.35 um morguninn var tilkynnt um slys um borð í bátnum Baldri Karlssyni ÁR-06 úti fyrir Hornafirði. Meira

Ritstjórnargreinar

28. febrúar 2005 | Leiðarar | 564 orð

Af hverju ekki?

Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, skrifaði grein hér í blaðið sl. föstudag og fann áfram kjarasamningi kennara í Ísaksskóla við skólann flest til foráttu. Eiríkur sagði umfjöllun Morgunblaðsins um samninginn í Reykjavíkurbréfi 20. Meira
28. febrúar 2005 | Leiðarar | 330 orð

Glíma við erfiðan sjúkdóm

Sjúklingar með MS-sjúkdóminn búa margir við erfiðar aðstæður. Í nýrri rannsókn Margrétar Sigurðardóttur félagsráðgjafa er dregin fram heildarmynd af þeim aðstæðum, sem fólk með sjúkdóminn býr við. Meira
28. febrúar 2005 | Staksteinar | 288 orð | 1 mynd

Kapítalistar maka krókinn

Stjórn svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri og nágrenni ályktaði fyrir helgi gegn fyrirhugaðri sameiningu orkufyrirtækja í eigu ríkisins og hugmyndum iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra um sölu hlutabréfa í því fyrirtæki í... Meira

Menning

28. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 114 orð | 1 mynd

Aðdáendur Star Trek mótmæla

Dyggir aðdáendur "Star Trek: Enterprise"-þáttanna komu saman við hlið Paramount-kvikmyndafyrirtækisins í Hollywood á föstudag. Þeir mótmæltu harðlega hugmyndum um að hætta framleiðslu þáttanna. Meira
28. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 262 orð | 2 myndir

Clive Owen eða Daniel Craig fetar í fótspor Brosnan

Miklar getgátur hafa verið uppi um hver tekur við af Pierce Brosnan sem næsti og þar með sjötti James Bond. Meira
28. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 383 orð | 2 myndir

Halle Berry þáði Gullna hindberið öllum að óvörum

Bandaríska kvikmyndastjarnan Halle Berry braut í fyrrinótt blað í sögu Gullna hindbersins eða Razzie-verðlaunanna ("Golden Raspberry"), árlegra skammarverðlauna sem þeir hljóta sem þykja hafa skarað fram úr í vondum leik og kvikmyndagerð. Meira
28. febrúar 2005 | Leiklist | 120 orð | 3 myndir

Harðir í Grjótinu

Á fimmtudag var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu leikverkið Grjótharðir eftir Hávar Sigurjónsson leikskáld og blaðamann á Morgunblaðinu. Verkið fjallar um fimm karlmenn sem afplána refsivist í fangelsi en hafa framið afar ólíka glæpi. Meira
28. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 310 orð | 4 myndir

Innrás Bretanna

S umir hönnuðir þykja farnir of langt í burtu frá raunveruleikanum og sogast inn í gervilegan stjörnuheim. Christopher Baily, sem hannar fyrir Burberry, er ekki einn þeirra eins og hann sannaði á ný á sýningu sinni á tískuviku í Mílanó í vikunni. Meira
28. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 136 orð | 2 myndir

Landbúnaðarráðherra á fjölum leikhússins

American Diplomacy er nýtt íslenskt leikverk eftir Þorleif Örn Arnarsson, en það var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Verkinu er lýst sem "pólitískum gamanleik sem tekur á málefnum líðandi stundar". Meira
28. febrúar 2005 | Tónlist | 706 orð

Með næstum allt á hreinu

Plata Stuðmanna með tónlist úr kvikmyndinni Í takt við tímann. Flutt af Stuðmönnum, sem eru Egill Ólafsson, Ragnhildur Gísladóttir, Jakob Magnússon, Tómas Tómasson, Þórður Magnússon, Ásgeir Óskarsson og Eyþór Gunnarsson. Meira
28. febrúar 2005 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

...One Tree Hill

UNGA og fallega fólkið í One Tree Hill nýtur talsverðra vinsælda meðal jafnaldra sinna á Íslandi. Enda virðist það pottþétt formúla að smella saman nokkrum snoppufríðum leikurum og spinna upp söguþráð um ástir, svik og átök í skemmtilegu umhverfi. Meira
28. febrúar 2005 | Fólk í fréttum | 166 orð | 1 mynd

"Hillary yrði í það minnsta jafngóður forseti og ég var"

BILL Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sagði í fyrradag að kona sín, Hillary, yrði sannarlega vel að því komin að verða fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Meira
28. febrúar 2005 | Dans | 363 orð | 2 myndir

"Nafn flokksins hægt og bítandi að verða fólki tamt"

ÍSLENSKI dansflokkurinn lagði land undir fót á dögunum með það að markmiði að heimsækja bæði Evrópu og Mið-Austurlönd. Meira
28. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 250 orð | 1 mynd

Sideways skarar fram úr

Aðstandendur gamanmyndarinnar Sideways komu, sáu og sigruðu á Óháðu kvikmyndaverðlaunahátíðinni. Sideways var tilnefnd til sex verðlauna á hátíðinni og landaði þeim öllum. Meira
28. febrúar 2005 | Myndlist | 63 orð | 1 mynd

Snækappi á sýningu

SÝNING á ís- og snjóskúlptúrum var opnuð í almenningsgarði nokkrum í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í gær. Getur þar meðal annars að líta þennan kappa. Meira
28. febrúar 2005 | Fjölmiðlar | 108 orð | 1 mynd

Taka tvö með Kristínu

ÁSGRÍMUR Sverrisson spjallar við íslenska kvikmyndaleikstjóra í tíu þátta röð. Brugðið er upp völdum atriðum og rætt um hugmyndirnar sem að baki verkunum liggja. Þátturinn í kvöld er sá sjöundi í röðinni og gesturinn er Kristín Jóhannesdóttir. Meira
28. febrúar 2005 | Kvikmyndir | 166 orð

Tveir deyja við opnun kvikmyndahátíðar

Dauði tveggja gesta setti mark sitt á opnunarathöfn sam-afrísku kvikmyndahátíðarinnar Fespaco. Vitni segja að mikill troðningur hafi myndast í átt að skuggsælustu svæðunum þegar hlið íþróttaleikvangs í Ouagadougou, höfuðborg Burkina Faso, voru opnuð. Meira
28. febrúar 2005 | Bókmenntir | 911 orð

Það nægir að suða níu sinnum...

Höfundar: Dr. Jean Illsley Clarke, dr. Connie Dawson og dr. David Bredehoft. Þýðandi: María Vigdís Kristjánsdóttir. Útgefandi: ÓB ráðgjöf. Reykjavík 2004. Meira

Umræðan

28. febrúar 2005 | Aðsent efni | 275 orð | 1 mynd

Aldrei skynsamlegt að selja mjólkurkýrnar - hafið þjóðina með í ráðum

Ásgerður Jóna Flosadóttir fjallar um sölu Símans og eignarhlut borgarinnar í Landsvirkjun: "Nýir kjölfjárfestar vilja arð af sinni fjárfestingu." Meira
28. febrúar 2005 | Aðsent efni | 1340 orð | 1 mynd

Sjálfstæði skóla og fjölbreytni

Eftir Stefán Jón Hafstein: "Fjölgun "einka"skóla með 20% aukningu "sætarýma" þýddi a.m.k. 2-3 milljarða króna kostnaðarauka til að byrja með, að því gefnu að áfram yrði í gildi stefna um að tryggja skólavist allra í heimahverfi." Meira
28. febrúar 2005 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

Tækifæri til öflugrar atvinnusóknar á Stór-Árborgarsvæðinu

Sigurður Jónsson fjallar um sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna: "Fyrirtækin elta fólkið. Þau vilja vera þar sem mannauðurinn er eða er að byggjast upp." Meira
28. febrúar 2005 | Aðsent efni | 334 orð | 1 mynd

Varúð, bændur, frumvarp frá Framsókn

Sigurjón Þórðarson fjallar um mál sem hann telur að komi dreifbýlinu illa: "Hvað gengur stjórnarflokkunum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokki til með að ætla að lögleiða skert réttindi landeigenda?" Meira
28. febrúar 2005 | Velvakandi | 341 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Íslensk lýsing á enskum fótbolta KÆRU lesendur, mig langar aðeins til að ræða svokallaðar lýsingar á enskum fótboltaleikjum. Eins og margir fótboltaáhugamenn hafa sjálfsagt tekið eftir er búið að vera að fjalla um þetta í flestum fjölmiðlum landsins. Meira

Minningargreinar

28. febrúar 2005 | Minningargreinar | 7355 orð | 1 mynd

BJARNI SVEINSSON

Bjarni Sveinsson fæddist á Akranesi 19. febrúar 1949. Hann lést af slysförum 17. febrúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sveins L. Bjarnasonar, f. 13. 9. 1917, d. 25. 6. 1991, og Ástu Stefánsdóttur, f. 17. 10. 916, d. 4. 2. 2002. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2005 | Minningargreinar | 682 orð | 1 mynd

DAGMAR AÐALHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR

Dagmar Aðalheiður Júlíusdóttir fæddist á Sauðárkróki 14. september 1914. Hún andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni 17. febrúar síðastliðins. Foreldrar hennar voru Júlíus Jónsson bóndi á Fjalli í Kolbeinsdal í Skagafirði, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2005 | Minningargreinar | 41 orð

DAGMAR AÐALHEIÐUR JÚLÍUSDÓTTIR

Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma á Akureyri, ég bið góðan Guð um að geyma þig. Þín nafna og barnabarnabarnabarn, Dagmar... Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2005 | Minningargreinar | 2124 orð | 1 mynd

ELÍSABET R. JÓNSDÓTTIR

Elísabet R. Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 7. mars 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Oddur Jónsson, f. 1882, d. 1943, og Ingibjörg Gilsdóttir, f. 1877, d. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1685 orð | 1 mynd

GUÐRÚN MARÍASDÓTTIR

Guðrún Maríasdóttir fæddist í Kjós í Grunnavíkurhreppi í N-Ísafjarðarsýslu 19. júní 1914. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pálína Pálsdóttir, f. 2.9 1888, d. 27.6 1976, og Marías Þorvaldsson, f. 13. Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2005 | Minningargreinar | 616 orð | 1 mynd

SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR

Sólveig Kristjánsdóttir fæddist í Reykjavík 4. maí 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Geirlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 1886, d. 1954, og Kristján Júlíusson vigtarmaður í Reykjavík,... Meira  Kaupa minningabók
28. febrúar 2005 | Minningargreinar | 1054 orð | 1 mynd

ÞORKELL JÓHANNESSON

Þorkell Jóhannesson fæddist í Ólafsvík 20. júlí 1925. Hann lést á Sankti-Jósefsspítala í Hafnarfirði 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Oliversdóttir, f. í Hlein í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu 24. mars 1890, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 184 orð | 1 mynd

Avion Group sameinar dótturfélög

VIÐHALDSFYRIRTÆKI þau sem heyrt hafa undir félög í eigu Avion Group hafa nú verið sameinuð og ber nýja fyrirtækið nafnið Avia Technical Services (ATS). Meira
28. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Á móti sölu grunnnets

AFGERANDI meirihluti Íslendinga er á móti því að grunnnet Landssímans verði selt með fyrirtækinu, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Og Vodafone. Meira
28. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 90 orð

Sameina Eimskip Denmark og Faroe Ship

EIMSKIP Denmark A/S og Faroe Ship A/S verða sameinuð undir nafninu Eimskip - Faroe Ship Denmark A/S. Meira
28. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 167 orð

Skipulagsbreytingar hjá Vífilfelli

NÝTT skipurit yfirstjórnar tekur gildi hjá Vífilfelli hf. frá og með morgundeginum, 1. mars, en þá tekur Þorsteinn M. Jónsson, aðaleigandi fyrirtækisins, sæti sem starfandi stjórnarformaður. Meira
28. febrúar 2005 | Viðskiptafréttir | 284 orð

Viðskiptabrú milli landa

BRESKA sendiráðið og UK Trade Investment héldu málþing á fimmtudag undir yfirskriftinni Viðskiptabrú milli landa, en þar voru nýir möguleikar til útrásar kynntir og hvernig íslensk fyrirtæki geta nýtt sér svæðisbundna styrki og þann stuðning sem breskir... Meira

Daglegt líf

28. febrúar 2005 | Daglegt líf | 737 orð | 2 myndir

Nýt sannarlega hverrar stundar

Þegar Sigríður Pálsdóttir sá sjötug fram á starfslok bjó hún sér til stundaskrá og er nú sjálfboðaliði í starfi með ungum innflytjendum. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að vilji til sjálfshjálpar væri mikilvægur því ef menn reyndu ekki að hjálpa sér sjálfir væri varla von að aðrir gerðu það. Meira

Fastir þættir

28. febrúar 2005 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Á morgun, 1. mars, verður 60 ára Sigurður Ingi Tómasson...

60 ÁRA afmæli . Á morgun, 1. mars, verður 60 ára Sigurður Ingi Tómasson, Kárastíg 12 . Sigurður vonast til að sjá skyldfólk og samferðamenn í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 1, kl. 19 á... Meira
28. febrúar 2005 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

85 ÁRA afmæli . Í dag, 28. febrúar, er 85 ára Hilmar Foss, löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. Hann stundar sund daglega og rekur enn skrifstofu ásamt syni sínum í Hafnarstræti... Meira
28. febrúar 2005 | Fastir þættir | 277 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Sveitakeppni Bridshátíðar. Meira
28. febrúar 2005 | Árnað heilla | 16 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 11. september 2004 í Garðakirkju þau Telma...

Brúðkaup | Gefin voru saman 11. september 2004 í Garðakirkju þau Telma Róbertsdóttir og Sigurður... Meira
28. febrúar 2005 | Í dag | 164 orð | 1 mynd

Kynning á dansbraut LHÍ

LISTAHÁSKÓLINN býður til opinnar kynningar á áætlun um dansbraut í kvöld kl. 20 í Skipholti 1. Þar verður kynnt áætlun skólans um námsbraut í dansi innan leiklistardeildar sem fyrirhugað er að hefjist í haust. Meira
28. febrúar 2005 | Dagbók | 443 orð | 2 myndir

Leikskólabörn kunna líka að meta Sjón

Byggt á bók Sjóns Númi og höfuðin sjö við teikningar Halldórs Baldurssonar. Handrit, brúður og leikstjórn: Helga Steffensen. Vísur: Unnur María Sólmundardóttir. Brúðustjórnendur: Helga Steffensen og Vigdís Másdóttir. Hljóðmynd: Vilhjálmur Guðjónsson. Meira
28. febrúar 2005 | Í dag | 76 orð | 1 mynd

Olíumálverk Daða í Galleríi List

DAÐI Guðbjörnsson myndlistarmaður opnaði um helgina sýningu í Hvíta salnum í Galleríi List að Skipholti 50d. Daði, sem er einn af þekktari listamönnum þjóðarinnar, sýnir þar ný olíumálverk. Meira
28. febrúar 2005 | Fastir þættir | 128 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Be2 Rf6 6. Rc3 d6 7. O-O Be7 8. f4 O-O 9. a4 Dc7 10. Kh1 b6 11. e5 dxe5 12. fxe5 Rfd7 13. Bf4 Bb7 14. Bd3 Rc5 15. Dg4 Hd8 16. Bg3 Bf8 17. Rf3 h6 18. Bf4 Kh8 19. Meira
28. febrúar 2005 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

Sungið á bökkum Blöndu

Blönduós | Húnvetningar eru frægir söngmenn, rétt eins og grannar þeirra austan Tröllaskagans. Meira
28. febrúar 2005 | Dagbók | 36 orð | 1 mynd

Tónaflóð í Vín

SÖNGLEIKURINN ástsæli Tónaflóð, ellegar Sound of Music, eftir Richard Rodgers var frumsýndur í Volksoper í Vínarborg á dögunum. Hér má sjá Söndru Pires í hlutverki Maríu Rainer og Michael Kraus sem Georg von Trapp í... Meira
28. febrúar 2005 | Í dag | 26 orð

Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt...

Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður. (1. Kor. 16, 13-14.23.) Meira
28. febrúar 2005 | Fastir þættir | 323 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Einn af mörgum vinum og kunningjum Víkverja ferðaðist í haust um Evrópu og fór meðal annars með lággjaldaflugfélagi frá London til Pisa á Ítalíu. Eins og allir vita er ekki boðið upp á neinar veitingar í slíkum ferðum. Meira
28. febrúar 2005 | Í dag | 533 orð | 1 mynd

Þörf á miklum samgöngubótum

Hreinn Haraldsson er fæddur í Reykjavík árið 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá MR árið 1971, B.Sc.-prófi í jarðfræði frá HÍ árið 1974 og Ph.D.-prófi í jarðfræði og jarðverkfræði árið 1981. Meira

Íþróttir

28. febrúar 2005 | Íþróttir | 279 orð | 1 mynd

58. rauða spjaldið í tíð Wengers

ENGLANDSMEISTARATITILLINN er hægt og bítandi að ganga úr greipum Arsenal. Meistararnir töpuðu tveimur stigum á St. Marys um helgina þegar liðið gerði 1:1-jafntefli og er nú 10 stigum á eftir forystusauðunum í Chelsea sem eiga leik til góða. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 386 orð | 1 mynd

* ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA , mun væntanlega notast við...

* ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA , mun væntanlega notast við fótbolta með innbyggðri örflögu í heimsmeistarakeppni liða 17 ára og yngri, sem fer fram í Perú síðar á þessu ári. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 174 orð

Annar tapleikur Real Madrid í röð

FÁTT virðist nú ætla að koma í veg fyrir að Barcelona hampi spænska meistaratitlinum í vor. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

* ARJEN Robben , Hollendingurinn knái í liði Chelsea , á möguleika á að...

* ARJEN Robben , Hollendingurinn knái í liði Chelsea , á möguleika á að spila síðari leikinn gegn Barcelona í Meistaradeildinni að mati lækna Chelsea-liðsins. Robben fótbrotnaði í leik gegn Blackburn 2. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 255 orð

Ákveðinn að tapa ekki aftur

"ÞETTA er í fyrsta sinn sem ég verð bikarmeistari en í annað sinn sem ég leik til úrslita. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Beint úr hjartaþræðingu

"ÆTLI þetta sé ekki stærsta stund í lífi mínu ef frá eru taldar þær þegar börnin mín komu í heiminn," sagði Hólmgeir Einarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 114 orð

Celtic sýnir Heiðari áhuga

HEIÐAR Helguson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er undir smásjánni hjá skoska meistaraliðinu Celtic og enska úrvalsdeildarliðinu Birmingham City ef marka frá fregnir úr enskum fjölmiðlum um helgina. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 291 orð

Einar skoraði sigurmark Grosswallstadt á lokasekúndunni

EINAR Hólmgeirsson landsliðsmaður í handknattleik tryggði Grosswallstadt sigur á Lemgo í þýsku 1. deildinni í fyrrakvöld. Einar skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins en Grosswallstadt fagnaði sigri, 28:27. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 423 orð | 1 mynd

Einfaldlega langbestir um þessar mundir

"ÞAÐ var hlutverk okkar Didda [Ingimundar Ingimundarsonar] í þessum leik að binda saman sex núll-vörnina og ég held að það hafi bara tekist ágætlega að þessu sinni, ekki síst þegar horft er á hvernig til tókst hjá okkur gegn HK í deildarleik fyrir... Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 1223 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Aston Villa - Everton 1:3 Noberto Solano 45. - Leon...

England Úrvalsdeild: Aston Villa - Everton 1:3 Noberto Solano 45. - Leon Osman 17., 67., Tim Cahill 48. - 40.248. Cr. Palace - Birmingham 2:0 Andy Johnson vítasp. 41., vítasp. 68. - 23.376. Tottenham - Fulham 2:0 Frederic Kanoute 78., Robbie Keane 90. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 95 orð

Enn eitt heimsmetið

RÚSSNESKA stúlkan Yelena Isinbayeva setti um helgina enn eitt heimsmetið í stangarstökki. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 430 orð

Everton styrkti stöðu sína

HERMANN Hreiðarsson lagði upp síðara mark Charlton þegar liðið gerði 2:2 jafntefli við Middlesbrough á útivelli í gær. Hermann átti góðan sendingu upp við endamörkin á Sean Bartlett sem kom Charlton í 2:1 á 81. mínútu. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 726 orð | 1 mynd

Fyrsti bikarinn í hús hjá Chelsea

CHELSEA varð í gær deildabikarmeistari þegar liðið vann Liverpool 3:2 í framlengdum úrslitaleik. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 156 orð

Fyrsti tapleikur Inter á tímabilinu

INTER beið í gærkvöldi sinn fyrsta ósigur í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð. Inter mætti grönnum sínum í AC Milan á heimavelli liðanna, San Síró, og hafði AC Milan betur, 1:0. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 113 orð

Góður stuðningur við Stjörnuna

STUÐNINGSMENN Stjörnunnar settu mikinn svip á umgjörð leiksins og nýttu tækifærið til að halda fjölskyldudag. Mættu snemma í félagsheimili Stjörnunnar og hituðu upp fyrir átökin. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 207 orð

Guðmundur með tvö fyrir Val

BIKARMEISTARAR Keflvíkinga og KR-ingar skildu jafnir, 1:1, í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu á laugardag. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

* HARPA Harðardóttir óperusöngkona söng þjóðsönginn fyrir báða...

* HARPA Harðardóttir óperusöngkona söng þjóðsönginn fyrir báða úrslitaleikina í handknattleik á laugardaginn og fékk fyrir mikið klapp frá áhorfendum. * LEIKMENN liðanna fengu afhentar rósir um leið og þeir tóku við verðlaunapeningum sínum. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 873 orð | 1 mynd

Haukar - Skallagrímur 91:82 Ásvellir, úrvalsdeild karla -...

Haukar - Skallagrímur 91:82 Ásvellir, úrvalsdeild karla - Intersportdeildin, sunnudaginn 27. febrúar 2005. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 121 orð

Heimsbikar til Raich

AUSTURRÍKISMAÐURINN Benjamin Raich tryggði sér í gær heimsbikarinn í svigi karla þegar hann varð þriðji á áttunda og næstsíðasta svigmótinu í heimsbikarkeppninni á tímabilinu. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 83 orð

Helena tekur við KR-liðinu

HELENA Ólafsdóttir, sem nýlega lét af störfum sem landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, mun taka við þjálfun kvennaliðs KR af Írisi Eysteinsdóttur í sumar. Íris á von á barni og það er ástæðan fyrir því að hún getur ekki stýrt liðinu út tímabilið. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 9 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Kennaraskólinn: ÍS - Njarðvík 19. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 536 orð | 1 mynd

ÍR - HK 38:32 Laugardalshöll, úrslitaleikur í bikarkeppni karla...

ÍR - HK 38:32 Laugardalshöll, úrslitaleikur í bikarkeppni karla, SS-bikarkeppninni, laugardaginn 26. febrúar 2005. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 3:4, 5:4, 9:7, 9:9, 13:9, 13:11, 16:11, 17:15, 18:15 , 19:15, 20:17, 22:17, 27:21, 28:23, 28:26, 29:28, 32. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 841 orð | 1 mynd

ÍR-ingar komu, sáu og sigruðu

ÍR-ingar máluðu Laugardalshöllina bláa á laugardaginn um leið og þeir komu, sáu og sigruðu í fyrsta sinn í bikarkeppninni í handknattleik. Þá lögðu þeir HK af öryggi, 38:32, í úrslitaleik eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Íslandsmót karla Þróttur R. - HK 1:3 (22:25, 28:26, 20:25, 19:25)...

Íslandsmót karla Þróttur R. - HK 1:3 (22:25, 28:26, 20:25, 19:25) Lokastaðan: Stjarnan 1232161099:98732 HK 1230181098:103130 Þróttur R. 1224251094:110824 ÍS 12835880:10548 Íslandsmót kvenna Þróttur Nes. - Fylkir 3:0 (25:16, 25:14, 25:19) Þróttur Nes. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 122 orð

Jón Arnór með 11 stig í Tékklandi

JÓN Arnór Stefánsson og félagar hans í rússneska körfuknattleiksliðinu Dynamo St. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 1613 orð

Keflvíkingar deildarmeistarar

KEFLAVÍK tryggði sér deildarmeistaratitilinn í körfuknattleik í gærkvöld eftir frækinn sigur á nágrönnum sínum úr Njarðvík, 94:82. Þá tryggði Fjölnir sér sæti í efri hlutanum með sigri á Tindastóli. Snæfell lagði KR í þríframlengdum leik og Grindavík vann ÍR þar sem framlengja þurfti einu sinni. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 165 orð | 1 mynd

Langþráð stund ÍR-inga

LANGÞRÁÐUR draumur marga ÍR-inga rættist á laugardaginn þegar ÍR varð bikarmeistari í handknattleik karla eftir öruggan og verðskuldaðan sigur á HK, 38:32, í skemmtilegum úrslitaleik, SS-bikarkeppninnar, í Laugardalshöll. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 363 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real sem burstaði...

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real sem burstaði Arrate, 33:22, í spænsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Ciudad er í þriðja sæti á eftir Barcelona og Portland San Antonio . Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 93 orð

Óskar hættur hjá Víkingi

ÓSKAR Ármannsson er hættur þjálfun kvennaliðs Víkings í handknattleik eftir nærri tveggja ára starf. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 94 orð

Pasztor farin frá ÍBV

ZSOFIA Pasztor, ungverska skyttan í Íslandsmeistaraliði ÍBV í handknattleik kvenna, hefur komist að samkomulagi við forráðamenn félagsins um riftun á samningi og þar með er ljóst að hún leikur ekki fleiri leiki með liðinu. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 276 orð

"Ekkert nema sigur kom til greina"

"VIÐ vorum grimmari og verðskulduðum sigurinn. Ég var eiginlega sannfæður um að við myndum vinna. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 164 orð

"Ekki getumunurinn á liðunum"

"ÞÆR völtuðu yfir okkur á öllum sviðum handboltans og ekkert eitt atriði sem fór úrskeiðis hjá okkur, öllu frekar flest atriði, varnar- og sóknarlega. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 109 orð

"Ekki okkar dagur"

"ÉG átti ekki von á fjórtán marka tapi, það er alveg á hreinu," sagði Sóley Halldórsdóttir, markvörður Gróttu/KR, en hún lék með Stjörnunni þegar liðið vann bikarinn síðast, fyrir fimm árum. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 288 orð

"Hræðilega slæmur dagur"

"NEI, því miður gekk þetta ekki hjá okkur að þessu sinni. Málið er sáraeinfalt. Við áttum hræðilega slæman dag og það gengur ekki í svona leik. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 153 orð

"Kominn tími á bikarinn"

"AUÐVITAÐ langaði okkur rosalega að sigra. Það er búinn að vera draumur allra í liðinu í áratug eða meira að mæta hingað á dúkinn og taka á móti bikarnum," sagði hornamaðurinn Ragnar Helgason, sem var markahæstur í liði ÍR með átta mörk. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 280 orð

"Náðum ekki einbeitingu"

EINHVERRA hluta vegna þá gekk okkur erfiðlega að ná réttu einbeitingunni fyrir þennan leik. Ef til vill vegna þess að við unnum ÍR í deildinni um daginn, ég veit það ekki. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 365 orð

"Við mættum ákveðin til leiks"

"VIÐ vorum dauðþreytt eftir Evrópuleikina síðustu helgi en fengum sex daga frí frá keppni sem gerði heilmikið og leikmenn mættu mjög ákveðnir til leiks. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 184 orð

"Vörnin ömurleg"

"VÖRNIN hjá okkur var ömurleg og þar af leiðandi engin markvarsla. Við lékum ekki saman sem lið í vörninni, það voru allir hver í sínu horni," sagði Valdimar Þórsson, sem var markahæstur í liði HK. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 310 orð | 2 myndir

Rooney hetjan á Old Trafford

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þakkar Wayne Rooney það að liðið eigi enn möguleika á að vinna enska meistaratitilinn en Rooney skoraði bæði mörk United í 2:1 sigri á Portsmouth - sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 108 orð

Schmeichel sá besti

PETER Schmeichel, fyrrum landsliðsmarkvörður Dana og Manchester United, er besti markvörður frá upphafi að mati lesenda á enska vefnum Sky-Sport. 22.000 manns tóku þátt í vali á besta markverði heims og fékk Schmeichel 55% atkvæðanna. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 532 orð | 4 myndir

Sterk liðsheild aðalsmerki Stjörnunnar

AÐEINS fyrstu fjórar mínúturnar í bikarúrslitaleik kvenna, SS-bikarkeppninni, voru spennandi þegar Stjarnan og Grótta/KR mættust í Laugardalshöll á laugardaginn. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 82 orð

Toms fór á kostum

DAVID Toms fór á kostum í úrslitaleik heimsmótsins í golfi sem lauk í Bandaríkjunum í gær, lagði Chris DiMarco 6/5 í úrslitum. Þetta er 11. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 122 orð

Vill semja til 10 ára

CHELSEA vill gera langtímasamning við portúgalska knattspyrnustjórann Jose Mourinho. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 172 orð

Víkingar að hlið Þórsara

VÍKINGAR löguðu stöðu sína í úrvalsdeildinni í handknattleik, DHL-deild karla, til muna í gær, með sigri á Þór frá Akureyri, 33:28, í Víkinni. Víkingar renndu sér þar með upp að hlið norðanmanna í 5.-6. sæti með 8 stig en þetta var fyrsti leikurinn í 10. umferð. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 864 orð

Vorum líkamlega og andlega tilbúnir

"ALLUR undirbúningur okkar var mjög markviss og í raun var honum lokið á fimmtudaginn. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 76 orð

Þannig vörðu þeir

Ólafur H. Gíslason, ÍR, 22/1 (þar af 6 til mótherja); 13 (2) langskot, 1 (1) eftir gegnumbrot, 3 (1) úr hraðaupphlaupi, 3 (1) úr horni, 1 (1) af línu, 1 vítakasti. Hreiðar Guðmundsson, ÍR, 4; 2 langskot, 1 af línu, 1 vítakast. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

* ÞORSTEINN Ingason varð í 68. sæti í stórsvigi á HM unglinga á Ítalíu í...

* ÞORSTEINN Ingason varð í 68. sæti í stórsvigi á HM unglinga á Ítalíu í gær og Óðinn Guðmundsson í 72. sæti. Kristinn Ingi Valsson og Snorri Páll Guðbjörnsson féllu báðir úr keppni í fyrri ferð. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 207 orð

Þórður Guðjónsson með Stoke í fyrsta sinn

ÞÓRÐUR Guðjónsson fékk að spreyta sig í fyrsta sinn með aðalliði Stoke City sem gerði markalaust jafntefli við Coventry á útivelli í ensku 1. deildinni. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 193 orð

Þrjár á pall á opna danska mótinu í Malmö

ÞRJÁR íslenskar frjálsíþróttakonur unnu til verðlauna á opna danska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem haldið var í Malmö í Svíþjóð um helgina en vegna aðstöðuleysis í Danmörku hefur mótið nokkur síðustu ár verið haldið austan megin við Eyrarsundið. Meira
28. febrúar 2005 | Íþróttir | 319 orð | 2 myndir

Þýðir ekki að klúðra svona leik

"ÞAÐ þýðir ekki að klúðra svona leik," sagði Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, sem vart mátti mæla í sigurvímunni eftir að flautað var til leiksloka í Laugardalshöll síðdegis á laugardag. Bjarni var þar með fyrsti fyrirliði ÍR í handknattleik til að taka við sigurlaunum bikarkeppninnar. Meira

Fasteignablað

28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 699 orð | 2 myndir

Allir fá þá úrvalskaffi ...

Bialetti Moka Express-kaffikannan Hönnuður: Alfonso Bialetti 1933 Ein af lífsins indælu lystisemdum er að dreypa á almennilega uppáhelltum kaffibolla; nokkuð sem næstum allir geta látið eftir sér. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Borðplötur í eldhús

Góð hugmynd er að nota stórar flísar sem borðplötuefni, þær eru hitaþolnar og ekki jafn dýrar og náttúrusteinn, granít og þess háttar. Nýta má gömlu borðplötuna og flísaleggja hana, en nauðsynlegt að hún sé... Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 86 orð | 1 mynd

Byggingarlist fyrri tíma

Árbæjarsafn var stofnað 1957 sem útisafn til að gefa almenningi hugmynd um byggingarlist og lifnaðarhætti fyrri tíma. Tíu árum seinna var það sameinað Minjasafni Reykjavíkur. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 1794 orð | 23 myndir

Elsta húsið frá 1875

Miklar umræður hafa að undanförnu farið fram um nýtt deiliskipulag við Laugaveg, þar sem heimilað er að rífa 25 hús sem byggð voru fyrir 1918. Sveinn Guðjónsson kynnti sér sögu húsanna sem hér um ræðir og Ómar Óskarsson festi þau á filmu. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 309 orð | 2 myndir

Fasteignasjónvarp að hefjast hjá Skjá einum

SKJÁR einn hyggst setja í gang fasteignasjónvarp 15. marz nk., sem verður í samvinnu við fasteignavef mbl.is. Fasteignasjónvarpið verður sýnt fimm daga vikunnar, það er mánudaga til föstudaga og hefst kl. 19.20. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 46 orð | 1 mynd

Fyssa í Grasagarðinum

Listaverkið Fyssa er í Grasagarðinum í Laugardal í Reykjavík. Grunnhugmynd verksins er náttúruöflin. Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar myndast, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 829 orð | 2 myndir

Fögur heimili - en stundum vantar sálina

EINN þáttur í menningunni - og ekki sá þýðingarminnsti - er það hvernig heimilin í landinu líta út. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 115 orð | 2 myndir

Garðasaga Íslands

Einar E. Sæmundsen og Samson B. Harðarson landslagsarkitektar munu á næstu vikum skrifa greinar fyrir Fasteignablað Morgunblaðsins um sögulega almenningsgarða á Íslandi. Fyrsta greinin birtist hér og eftir það reglulega fram á vor. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 134 orð | 1 mynd

Gleraugu og glerbrot

Móða á gleraugum * Forðast má móðu á gleraugum með því að nudda glerin beggja megin með þurri sápu og þurrka þau síðan yfir með heitum þurrum klút. Þetta ver gleraugun móðu allt að tveimur dögum. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 922 orð | 2 myndir

Hærra lóðaverð - aukinn þroski

HÆGT er að vissu leyti að líta á hækkun lóðaverðs sem þroskamerki eða þenslumerki eftir atvikum. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 206 orð | 1 mynd

Íbúðir á Austurlandi hækkuðu mest

ÞAÐ eru ekki ný tíðindi að íbúðaverð hækkaði að jafnaði mikið á síðasta ári. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 791 orð | 3 myndir

Íslenskir skemmtigarðar / almenningsgarðar

Íslenskir skemmtigarðar / almenningsgarðar eru viðfangsefni þessara þátta. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 356 orð | 2 myndir

Lindarsel 15

Reykjavík - Fasteignastofan er nú með í einkasölu einbýlishús á tveimur hæðum við Lindarsel 15. Húsið er 269,2 ferm. fyrir utan bílskúr, sem er 41,3 ferm. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 87 orð | 1 mynd

Lækjarkot

Borgarbyggð - Jörðin Lækjarkot í Borgarbyggð (áður Borgarhreppi) er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Jörðin er örstutt frá Borgarnesi, en heildarlandsstærð er 37,3 ha. Ágætur húsakostur er á jörðinni en þar er íbúðarhús, sem er 157,1 m². Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 148 orð | 1 mynd

Reykskynjarar eru þarfaþing

Reykskynjarar eru mesta þarfaþing. Þá þarf að hafa í hverju herbergi, ekki bara á göngum og í alrými. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 190 orð | 2 myndir

Seljugerði 11

Reykjavík - Fasteignasalan Borgir er nú með í sölu einbýlishús á tveimur hæðum við Seljugerði 11 í Reykjavík. Húsið er með innbyggðum bílskúr. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 136 orð | 1 mynd

Skógrind á vegg

Skógrind *Mörg pör af hversdagsskóm fjölskyldunnar fylla oft óþægilega upp í ytri forstofu eða anddyri. góð lausn á því vandamáli er að festa skógrind á vegginn. Útbúinn er mjór trérammi með mjóum þverslám úr tré. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 849 orð | 1 mynd

Snjóbræðslukerfi stjórna hvorki veðri né vindum

Það eru ríflega þrír áratugir síðan snjóbræðsluöldin hófst á Íslandi. Fram að því höfðu nokkrir stórhuga menn gert nokkrar tilraunir og lagt lítil kerfi sem sum hver plumuðu sig ágætlega. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 226 orð | 2 myndir

Unnarstígur 8

Reykjavík - Hjá Eignamiðlun er nú til sölu fallegt og virðulegt einbýlishús við Unnarstíg 8, rétt við Landakot. Þetta er járnklætt timburhús á steyptum kjallara og byggt árið 1907. Bílskúr fylgir húsinu. Húsið skiptist þannig, að á 1. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 65 orð | 1 mynd

Viðeyjarstofa, elsta steinhús landsins

Viðey er merkur sögustaður. Þar hafa fundist mannvistarleifar frá 10. öld. Árið 1225 var reist klaustur í eynni, mikið menningar- og lærdómssetur og svo var fram til siðaskipta. Meira
28. febrúar 2005 | Fasteignablað | 404 orð

Þetta helst...

Methækkun íbúðaverðs Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5,1% að meðaltali í janúarmánuði samkvæmt útreikningi Fasteignamats ríkisins. Þá hefur íbúðaverð hækkað að meðaltali um rúman fjórðung á einu ári, eða um 27,9% frá því í janúar í fyrra. Meira

Annað

28. febrúar 2005 | Aðsend grein á mbl.is | 4218 orð

Og tónlistin tapar

Guðmundur Hafsteinsson fjallar um málefni Tónlistarskólans í Reykjavík: "Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.