Greinar miðvikudaginn 16. mars 2005

Fréttir

16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Af FL Group

Hallmundur Kristinsson veitti því athygli að nýtt merki FL Group, áður Flugleiða, var afhjúpað. Jafnframt að L-ið var öfugt í merkinu. Hann orti: Ekki á nokkurn ég skuldinni skelli. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Aukinn og stærri trjágróður | Ráðstefna um stöðu og framtíð alaskaaspar...

Aukinn og stærri trjágróður | Ráðstefna um stöðu og framtíð alaskaaspar á Íslandi, sem haldin var í Reykjavík nýlega, hvetur til þess að stærri sveitarfélögin í landinu skapi og sjái til þess að nægilegt rými verði til aukins og stærri trjágróðurs í... Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 457 orð | 1 mynd

Á ekki heima á þessum stað

Reykjavík | Nágrannar endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar eru margir hverjir ósáttir við að Reykjavíkurborg hafi endurnýjað starfsleyfi fyrirtækisins, og segja það tímaskekkju að vera með fyrirtæki af þessu tagi á þessum stað, réttara væri að flytja... Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 119 orð

Ákvörðun liggi fyrir 8. apríl

FRAMTÍÐARSTAÐSETNING Háskólans í Reykjavík var rædd á fundi háskólaráðs í gær en eins og greint hefur verið frá koma bæði Vatnsmýrin og Urriðaholt í Garðabæ til greina. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 214 orð

Átján vilja skipuleggja nýjan spítala

ÁTJÁN umsóknir bárust í forvali um skipulagshönnun vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs spítala við Hringbraut. Á bakvið hvert heiti á listanum eru sérfræðingahópar og fyrirtæki, jafnvel frá mörgum löndum og þar á meðal Íslandi. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 203 orð

Beittir þrýstingi til að óska eftir örorkubótum?

SIGRÍÐUR Jóhannesdóttir, stjórnarmaður í Tryggingastofnun ríkisins (TR) og fyrrverandi alþingismaður, hefur fregnað af dæmum um að menn hafi verið beittir þrýstingi af hálfu sveitarfélaga til að óska eftir örorkubótum. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð

D- og H-listi á Blönduósi ræðast við

FULLTRÚAR D-lista Sjálfstæðisflokks og H-lista vinstri manna og óháðra munu hefja formlegar viðræður í kvöld um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Blönduóss. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð

Dæmd fyrir þjófnaði og umferðarlagabrot

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi á mánudag konu á þrítugsaldri í 4 mánaða fangelsi fyrir þjófnað og brot gegn umferðarlögum, m.a. akstur undir áhrifum lyfja. Þá var ákærða svipt ökuréttindum ævilangt. Hún var m.a. Meira
16. mars 2005 | Erlendar fréttir | 919 orð | 1 mynd

Eðlileg upplýsingagjöf eða áróður?

Bandarísk stjórnvöld sæta nú ámæli fyrir framleiðslu "dulinna áróðursmyndbanda". Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Efla á samstarf um menningu á Austurlandi

ÞRETTÁN sveitarfélög á Austurlandi og ríkið hafa með sér samstarf um menningarmál og menningartengda ferðaþjónustu og var nýr samningur um samstarfið undirritaður á Breiðdalsvík í gær. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 158 orð

Eftirlit aukið til muna

"OKKUR finnst þessi starfsemi góðra gjalda verð, og viljum tryggja hana áfram," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður umhverfisráðs Reykjavíkur. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 237 orð

Ein leið frá Egilshöll

AÐEINS er hægt að aka að Egilshöll í Reykjavík um Fossaleyni og til að forðast álíka umferðartafir og urðu sl. sunnudagskvöld þarf að bæta við vegtengingum til og frá höllinni. Þetta segir Richard J. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 50 orð

Félagsvísindatorg | Auðunn Arnórsson flytur fyrirlestur á...

Félagsvísindatorg | Auðunn Arnórsson flytur fyrirlestur á félagsvísindatorgi í dag, miðvikudaginn 16. mars, kl. 12. í stofu L201 á Sólborg en þar fjallar hann um fjölmiðlalandslag A-Evrópu. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð

Flugsafn Íslands | Á aðalfundi Flugsafnsins á Akureyri í síðasta mánuði...

Flugsafn Íslands | Á aðalfundi Flugsafnsins á Akureyri í síðasta mánuði var samþykkt að breyta nafni safnsins í Flugsafn Íslands. Meira
16. mars 2005 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Frá Írak í september?

SILVIO Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sagði í gær að Ítalir myndu í september byrja að fækka í herliði sínu í Írak. Myndi fækkunin "ráðast af því hversu vel íröskum stjórnvöldum gengur að byggja upp viðunandi öryggisgæslu". Um 3. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 46 orð

Fundur um framtíð Ríkisútvarpsins

OPINN fundur á vegum Varðar - Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í dag, miðvikudag, kl. 12, í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Frummælandi: Steingrímur Sigurgeirsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

Gefa þarf hreyfingu meira vægi í geðheilbrigðiskerfinu

BRÝNT er að yfirvöld veiti íþróttahreyfingunni meira fé til að hún geti tekið á móti einstaklingum með þunglyndi og geðsjúkdóma í ljósi sannana fyrir því hve góð áhrif regluleg hreyfing hefur á geðheilsu fólks. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 45 orð

Gistu á tjaldstæði | Erlent ferðafólk gisti á tjaldstæðinu á Kópaskeri...

Gistu á tjaldstæði | Erlent ferðafólk gisti á tjaldstæðinu á Kópaskeri aðfaranótt mánudags. Töluvert hafði snjóað og frost var um 8°C. Ferðafólkið var vel búið með hjólhýsi og jeppa. Meira
16. mars 2005 | Erlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Greiddu stórfé fyrir upplýsingar

RÚSSNESKA stjórnin skýrði frá því í gær, að það fé, sem sett hefði verið til höfuðs Aslan Maskhadov, leiðtoga tétsenskra skæruliða, um 600 millj. ísl. kr., hefði gert henni kleift að finna hann og drepa. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 247 orð | 2 myndir

Grímseyingar óttast meiri hafís

HAFÍS hefur nálgast Grímsey á nýjan leik og óttast oddvitinn, Óttar Þór Jóhannsson, að ísinn eigi eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnuástandið í eynni, nú á besta róðratíma. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Göngugarpur í lausu lofti

SÓLIN hækkar á lofti dag frá degi og brúnin á mannfólkinu léttist að sama skapi. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 381 orð

Hafnsækin starfsemi

"MAÐUR verður bara hnugginn við að lesa svona bréf. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Hamast í körfubolta í kulda og sól

ÞRÁTT fyrir talsvert frost undanfarna daga hefur verið léttskýjað og sólbjart veður í höfuðborginni og viðrað ágætlega til útileikja. Strákarnir á skólalóð Vesturbæjarskóla hömuðust í körfubolta í frímínútunum þegar ljósmyndari átti leið þar um. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Happdrætti heyrnarlausra

FYRSTI vinningur í hausthappdrætti Félags heyrnarlausra var afhentur Kristbjörgu Guðmundsdóttur í Brimborg fimmtudaginn 10. mars. sl. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Heilsudagur

Gestir og gangandi eiga þess nú kost að njóta aðstöðunnar í baðhúsi Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði. Þar er nú opið fyrir gesti á laugardögum, frá klukkan 10 til 18. Vakin er athygli á þessu í fréttatilkynningu. Meira
16. mars 2005 | Erlendar fréttir | 159 orð

Hershöfðingi verði framseldur

TALIÐ er líklegt að Evrópusambandið muni í dag fresta fyrirhuguðum aðildarviðræðum við Króatíu en þær áttu að byrja á morgun, fimmtudag. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 431 orð | 1 mynd

Hlynnt breytingum á gömlum húsum

ÞAÐ hefur verið stefna Húsafriðunarnefndar um árabil að hús þurfi að vera í notkun til þess að varðveisla þeirra sé tryggð, segir Magnús Skúlason forstöðumaður nefndarinnar. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð

Hollendingar á Flúðir | Hollenskt fyrirtæki hefur fengið úthlutað lóð...

Hollendingar á Flúðir | Hollenskt fyrirtæki hefur fengið úthlutað lóð við Flúðir. Það hyggst reisa þar tvö þúsund fermetra gróðurhús til að rækta pottablóm. Í Pésa Hrunamannahrepps kemur fram að unnið er að undirbúningi málsins. Meira
16. mars 2005 | Erlendar fréttir | 199 orð

Hófdrykkja sögð heilsubót fyrir konurnar

KONUR sem fá sér einn til tvo áfenga drykki á dag eru betri til heilsunnar en þær sem aldrei smakka það, samkvæmt ástralskri rannsókn sem birt var í gær. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð

Innan við 10% finnst skipta mestu máli að byggja upp stóriðju

TÆPLEGA 47% landsmanna finnst skipta mestu máli að byggja þekkingariðnað á Íslandi, 27,6% nefna ferðaþjónustu, 15,8% hefðbundinn iðnað en aðeins 9,9% finnst skipta mestu máli að byggja upp stóriðju á Íslandi. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 419 orð

Innflutningur á hreindýrum ekki heimilaður

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur synjað umsókn Stefáns Hrafns Magnússonar hreindýrabónda á Grænlandi um leyfi til innflutnings á lifandi hreindýrum til Íslands. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 185 orð

Íslendingum fjölgaði um 1% í fyrra

LANDSMÖNNUM fjölgaði um 1% á síðasta ári og voru 293.577 talsins þann 31. desember en voru 290.570 í lok ársins 2003. Meira
16. mars 2005 | Erlendar fréttir | 1000 orð | 3 myndir

Jafnvel Moldovar storka Kreml

Fréttaskýring | Ráðamenn í Moldovu vilja aukin samskipti við Vesturlönd og inngöngu í ESB. Rússar telja að markvisst sé grafið undan áhrifum þeirra í ríkjum á fornu áhrifasvæði þeirra við Svartahafið og una illa sínum hlut. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 700 orð | 1 mynd

Kemst Fischer til Íslands?

Kapphlaup við tímann að fá skákmanninn lausan Stuðningsmenn Bobbys Fischers á Íslandi hafa farið þess á leit við formann allsherjarnefndar að fá að koma á næsta fund nefndarinnar, sem er á morgun, til að tala máli Fischers, en haft hefur verið eftir... Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð

Keyptu fyrir 2,7 milljarða

EIGENDASKIPTI urðu að fimmtán prósenta hlut í Og Vodafone í gær þegar fjárfestingarfélagið Runnur ehf. keypti hlutabréf í félaginu af Burðarási og Landsbanka Íslands fyrir um 2,7 milljarða króna. Runnur ehf. er í eigu Byggs ehf., Mogs ehf. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð

Kjölur semur við ríkið til 2008

SAMKOMULAG hefur tekist milli ríkisins og Kjalar, en innan þess eru nokkur starfsmannafélög á landsbyggðinni. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 67 orð

Kosningum frestað til 8. október

KOSNINGUM um sameiningu sveitarfélaga sem fram áttu að fara 23. apríl næstkomandi verður frestað til 8. október skv. lagafrumvarpi sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra hefur lagt fram. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 425 orð

Landhelgisgæslan ekki í aðstöðu til að taka sjálfstæðar ákvarðanir

GEORG Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að Ríkiskaup hafi séð um útboð á endurbótum og breytingum á varðskipunum Ægi og Tý. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Landsvirkjun hagnaðist um 7,2 milljarða

HAGNAÐUR upp á 7,2 milljarða króna varð hjá Landsvirkjun árið 2004, samkvæmt ársreikningi sem lagður verður fyrir ársfund fyrirtækisins þann 8. apríl næstkomandi. Þar af nam hagnaður af beinum rekstri 3,6 milljörðum en gengishagnaður nam 3,5 milljörðum. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 222 orð

Lægstu einkunnir í Suðurkjördæmi

NEMENDUR í Suðurkjördæmi eru með lægstu einkunnirnar í samræmdu prófunum sem fram fóru í vetur í 4. og 7. bekkjum landsins. Nemendum hafa verið sendar niðurstöður prófanna. Nemendur í 4. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð

Lögfræðitorg | Elísabet Sigurðardóttir flytur fyrirlestur á...

Lögfræðitorg | Elísabet Sigurðardóttir flytur fyrirlestur á lögfræðitorgi í dag, þriðjudaginn 15. mars, kl. 12 í stofu K 202 Sólborg sem nefnist: Hver er réttur leigusala? Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð

Mannréttindi að vinna í reyklausu umhverfi

Stjórn Eflingar lýsir yfir einróma stuðningi við frumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum, sem mjög mikilvæg vinnuvernd felist í fyrir starfsmenn á veitingastöðum. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 183 orð

Mannréttindi brotin á Fischer

ÞRÍR úr hópi stuðningsmanna skákmannsins Bobby Fischers, þeir Helgi Ólafsson, Einar S. Einarsson og Garðar Sverrisson, fóru á fund í japanska sendiráðinu í Reykjavík í gær. Meira
16. mars 2005 | Erlendar fréttir | 398 orð | 1 mynd

Margsaga í Jackson-máli

VERJENDUR poppstjörnunnar Michael Jacksons gerðu lítið úr trúverðugleika drengsins, sem sakar Jackson um kynferðislega misbeitingu, í réttarhöldunum í fyrradag. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Margt um manninn

Mývatnssveit | Það er jafnan margt um manninn í Mývatnssveit þegar þar fer fram hin árlega vélsleðakeppni, "Mývatn 2005". Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Málþing | Málþing um líftækni, fiskirækt og sjávarnytjar verður haldið í...

Málþing | Málþing um líftækni, fiskirækt og sjávarnytjar verður haldið í Árskógi á Árskógsströnd laugardaginn 19. mars og hefst kl. 13.30. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 414 orð

Mánaðarlaun 290 þúsund

SAMKOMULAG liggur fyrir milli Sjálandsskóla og Garðabæjar um sérsamning sem væntanlegir kennarar við hinn nýja skóla geta gengið inn í. Er það í samræmi við bókun 5 í nýlegum kjarasamningi grunnskólakennara. Kveður samningurinn m.a. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Mega flytja inn áfengi til iðnaðarnota

Í FRUMVARPI sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kynnti í ríkisstjórninni í gær er lagt til að áfengislögum verði breytt þannig að þeir sem mega flytja inn áfengi megi selja fyrirtækjum það til iðnaðarnota. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 338 orð

Nefskatturinn verði 13.500 krónur á ári

RÍKISÚTVARPIÐ verður fjármagnað með nefskatti í stað afnotagjalda, skv. frumvarpi til laga um Ríkisútvarpið sf. sem menntamálaráðherra, Þorgerður K. Gunnarsdóttir, hefur lagt fram á Alþingi. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð

Níu fundir haldnir í Evrópunefnd

BJÖRN Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður svonefndrar Evrópunefndar, sem í eiga sæti fulltrúar allra stjórnmálaflokka á Alþingi, sagði á þingi í gær að nefndarstarfið hefði gengið vel. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 351 orð

Olíufélögin hætti samrekstri sínum fyrir 1. maí

SAMKEPPNISRÁÐ hefur veitt olíufélögunum Skeljungi, Olís og Olíufélaginu Esso undanþágu frá samkeppnislögum til að skipta upp bensínstöðvum í Ólafsvík, Stykkishólmi, Þorlákshöfn, á Fáskrúðsfirði, Hvammstanga, Ísafirði, Kirkjubæjarklaustri, Dalvík,... Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð

Ógnuðu manni með hnífi

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í 10 mánaða fangelsi fyrir fjölda afbrota. Einnig var 18 ára piltur dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi en mennirnir tveir voru m.a. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 414 orð

"Skilaboðin æpa á okkur úr öllum áttum"

"ÞETTA ójafnvægi í efnahagsmálum er að verða okkur stórhættulegt," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Rektor kosinn á morgun

Seinni umferð í rektorskjöri við Háskóla Íslands fer fram á morgun. Í kjöri eru Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir en þau voru efst í fyrri umferð sem fram fór fyrr í mánuðinum. Rektorsefnin kynntu stefnu sína á kappræðufundi í Háskólabíói í gær. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 300 orð

Saka R-listann um sinnuleysi

BORGARFULLTRÚAR sjálfstæðismanna gagnrýndu R-listann fyrir sinnuleysi gagnvart þeim miklu hækkunum sem hafa orðið á lóða- og fasteignaverði í Reykjavík og að listinn vildi ekki axla ábyrgð í þeim efnum. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð

Samband um íslenska glímu í Svíþjóð

SÆNSKA íþróttahreyfingin hefur samþykkt að stofna samband um íslensku glímuna í Svíþjóð. Það gerðist á ársþingi hreyfingarinnar sem haldið var um síðustu helgi. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 192 orð

Samþykkt að stefna að stofnun varasjóðs

AÐALFUNDUR Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu stjórnar félagsins um að stefnt skuli að stofnun persónubundins varasjóðs fyrir félagsmenn, svonefnds VR varasjóðs, sem greint var frá fyrir skemmstu. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Siglingaleið fyrir Horn að lokast

HAFÍSINN hefur færst nær landi og hefur svo gott sem lokað siglingaleiðum fyrir Horn á norðanverðum Vestfjörðum. Þá hefur hafís aukist á ný við Grímsey. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Sjóðir til styrktar ungu námsfólki

STOFNUN Listasjóðs Verzlunarskóla Íslands, sem ætlað er að kaupa myndlist, einkum eftir nemendur skólans, og tillaga að stofnun Aldarafmælissjóðs sem ætlað er að styrkja efnilegt ungt fólk til náms við skólann var kynnt á sérstökum hátíðarfundi... Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Skuldir heimilanna nærri 900 milljarðar

SKULDIR heimila í landinu við lánastofnanir námu alls 879 milljörðum króna í lok síðasta árs eða um 8 milljónum á hvert heimili að meðaltali. Þær jukust um 107 milljarða, eða tæp 14%, milli 2003 og 2004. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð

Slæmir vegir | Malarvegir í Borgarfirði og á Mýrum koma illa undan...

Slæmir vegir | Malarvegir í Borgarfirði og á Mýrum koma illa undan vetri. Í nýlegum fundi í bæjarráði Borgarbyggðar var kynnt kvörtun vegna slæms ástands Ferjubakkavegar. Af því tilefni var bókað að brýnt væri að bæta safn- og tengivegi í héraðinu. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Styrkja félags- og tómstundastarf

Félag eldri borgara á Akureyri og Akureyrarbær hafa gert með sér samkomulag um stuðning bæjarins við starfsemi félagsins á árunum 2005-2008. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Söngleikur settur upp á Hornafirði

Hornafjörður | Hafnar eru á Hornafirði æfingar á söngleiknum Jesus Christ Superstar eftir þá Andrew Lloyd Webber og Tim Rice í þýðingu Hannesar Arnar Blandon og Emelíu Baldursdóttur. Meira
16. mars 2005 | Erlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Tilraun gerð til að ráða Rugova af dögum

EINN maður særðist þegar öflug sprengja sprakk um það leyti sem Ibrahim Rugova, forseti Kosovo, ók í gegnum höfuðstaðinn, Pristina, í gærmorgun. Rugova sakaði ekki en talið er víst að um hafi verið að ræða tilraun til að ráða hann af dögum. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð

Ullarpeysa

Ullin á nýrri öld er yfirskrift hönnunarsamkeppni sem Áburðarverksmiðjan efnir til í sasmvinnu við Ístex og Samtök sauðfjárbænda. Hanna á peysu úr íslenskri ull en þemað á að vera nýtt merki Áburðarverksmiðjunnar. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð

Um 500 íbúðir verða við Mýrargötu

LOKATILLAGA að rammaskipulagi fyrir Mýrargötu og slippsvæðið liggur fyrir. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Útilokar ekki að til ESB-aðildar geti komið

HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, sagði á Alþingi í gær, að það hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum árum að fjallað hefði verið um Evrópumál í Framsóknarflokknum, með sama hætti og gert var á flokksþingi... Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Útrás 12 Tóna

PLÖTUVERSLUNIN og útgáfan 12 Tónar hefur gert samninga um að plötum hennar verði dreift um Kanada og öll Norðurlöndin. Fyrirtækið hefur m.a. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Vala Ásgeirsdóttir Thoroddsen

VALA Ásgeirsdóttir Thoroddsen lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í gærmorgun eftir stutta sjúkralegu á áttugasta og fjórða aldursári. Vala var fædd í Laufási í Reykjavík 8. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 312 orð

Vegurinn eins og kúamykja og hveiti

Öxarfjarðarhreppur | Sveitarstjórn Öxarfjarðarhrepps hefur skorað á samgönguráðherra og þingmenn Norðausturkjördæmis að tryggja fjármagn til að ljúka gerð vegarins frá Sveltingi að Kópaskeri á þessu ári. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd

Verðlaunuð fyrir umhverfisstefnu sína

FERÐAÞJÓNUSTA bænda hlaut fyrstu verðlaun á ITB-ferðasýningunni í Berlín fyrir bestu söluvöruna í ferðaþjónustu og var forsenda valsins umhverfisstefna samtakanna. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Vinna að hefjast við heildarskipulag Vatnsmýrarinnar

VINNA og undirbúningur við heildaskipulag Vatnsmýrarinnar er nú á frumstigi og mun tímaáætlun varðandi þá skipulagsvinnu væntanlega liggja fyrir á vormánuðum, sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri á fundi borgarstjórnar í gær. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 268 orð

Þrír karlar handteknir fyrir vörslu barnakláms

ÞRÍR ungir karlmenn voru handteknir í Reykjavík í fyrradag, grunaðir um að hafa barnaklám undir höndum. Meira
16. mars 2005 | Innlendar fréttir | 227 orð | 2 myndir

Öllum réttum aðferðum beitt við útboðið

"Ég tel að öllum réttum aðferðum hafi verið beitt í þessu máli og þegar niðurstaða fékkst lá ljóst fyrir að vitaskuld yrði skrifað undir samninga af hálfu Landhelgisgæslunnar," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

16. mars 2005 | Leiðarar | 580 orð

Efling kennaramenntunar

Á þriðja þingi Kennarasambands Íslands, sem lauk í Reykjavík í gær, var meðal annars lögð áherzla á að taka menntun kennara til endurskoðunar og meta hvaða breytingar þurfi að gera á henni til að mæta kröfum nýrra tíma. Meira
16. mars 2005 | Leiðarar | 399 orð

Fjárfestar á flugi

Kaup Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, eigenda flugfélagsins Iceland Express, á norræna lágfargjaldaflugfélaginu Sterling auka til muna umsvif fyrirtækja í eigu Íslendinga í millilandaflugi. Meira
16. mars 2005 | Staksteinar | 278 orð | 1 mynd

Ósjálfstæðið undirstrikað

Í greinargerð með frumvarpi menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið, sem lagt var fram á Alþingi í gær, er rækilega undirstrikað hversu sjálfstætt RÚV eigi að verða. Í greinargerðinni segir m.a. Meira

Menning

16. mars 2005 | Tónlist | 1035 orð | 1 mynd

Aukin dreifing, fleiri plötur

Í upphafi var 12 Tónar plötuverslun en hefur undanfarin tvö ár eða svo haslað sér völl sem framsækin útgáfa. Meira
16. mars 2005 | Tónlist | 255 orð | 1 mynd

Fékk ferð á Old Trafford

PÉTUR Pétursson, einn söngbræðranna frá Álftagerði í Skagafirði, varð sextugur þann 9. mars og af því tilefni bauð hann til tónlistarveislu í félagsheimilinu Miðgarði á laugardagskvöldið. Meira
16. mars 2005 | Tónlist | 354 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Miðar á tónleika norsku söngkonunnar Sissel Kyrkjebø í Háskólabíói 30. september seldust upp á innan við klukkutíma í gær, samkvæmt tilkynningu frá Concert sem stendur fyrir tónleikunum. Meira
16. mars 2005 | Fólk í fréttum | 120 orð | 1 mynd

Frítt í bíó í heilt ár

NÝVERIÐ stóð Myndmark að vali á bestu myndböndum síðasta árs á mbl.is og gafst landsmönnum færi á að greiða sínum eftirlætiskvikmyndum atkvæði í opinni kosningu. Meira
16. mars 2005 | Kvikmyndir | 112 orð | 1 mynd

Gleymd snilld

NÝSJÁLENSKA myndin Gleymd snilldarverk ( Forgotten Silver ) frá 1995 er eftir Costa Botes og Peter Jackson, leikstjóra Hringadróttinssögu. Þetta er svokölluð "mockumentary", eða háðsádeilumynd í heimildarmyndastíl. Meira
16. mars 2005 | Kvikmyndir | 180 orð | 4 myndir

Hilmir hinn sigursæli

ÞAÐ kom fáum á óvart að þriðja og lokamyndin í Hringadróttinssöguþríleiknum skyldi hafa enn einn sigurinn þegar tilkynnt var á myndbandahátíðinni sem fór fram á Gullhömrum við Vesturlandsveg hverjar væru leigumyndir ársins. Meira
16. mars 2005 | Tónlist | 456 orð | 2 myndir

Japanskir framherjar

Nútímaverk eftir Takemitsu, Itoh, Miura og Mochizuki*. Flytjendur: Caput. Stjórnandi*: Toshio Hosokawa. Mánudaginn 14. marz kl. 20. Meira
16. mars 2005 | Kvikmyndir | 213 orð | 1 mynd

Kalt stríð á klakanum

Bandaríkin 2004. Leikstjórn Gavin O'Connor. Aðalhlutverk Kurt Russell, Patricia Clarkson, Noah Emmerich. Öllum leyfð. Sammyndbönd DVD. Meira
16. mars 2005 | Bókmenntir | 132 orð | 1 mynd

Lífsstíll

Kvennakirkjan í Reykjavík hefur gefið út bókina Gleði Guðs eftir Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Undirtitill bókarinnar er: Sem læknar sektarkennd, kvíða, einsemd og reiði og gefur fyrirgefningu, frelsi, frið og femínisma. Í kynningu útgefanda segir m.a. Meira
16. mars 2005 | Myndlist | 40 orð | 1 mynd

Málað á hold

ÁTJÁNDA alþjóðlega líkamsmálunarkeppnin fór fram á dögunum sem hluti af Fantasy Film-hátíðinni í Brussel. Sextán listamenn hvaðanæva frá Evrópu tóku þátt og fengu fjórar klukkustundir til að vinna verk sitt. Meira
16. mars 2005 | Myndlist | 580 orð | 1 mynd

Natúralískt blæbrigðamálverk eða knöpp konkretlist?

Vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 18. mars. Meira
16. mars 2005 | Bókmenntir | 90 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Fyrsta skáldsaga útgáfunnar Nýhil er úfin, strokin eftir Örvar Þóreyjarson Smárason. Í kynningu útgefanda segir m.a. að " úfin, strokin er ruddaleg drengjabók fyrir stúlkur þar sem skynvilla og naívismi skiptast á í hljómfögrum leik orða. Meira
16. mars 2005 | Kvikmyndir | 310 orð | 1 mynd

Slæmur strákur Charlie

Leikstjóri: John Polson. Aðalleikendur: Robert De Niro, Dakota Fanning. 105 mín. Bandaríkin. 2005. Meira
16. mars 2005 | Kvikmyndir | 136 orð | 2 myndir

Stefnumótalæknir í feluleik

GAMANMYNDIN Hitch hélt velli sem vinsælasta myndin í bíóhúsum hér á landi þrátt fyrir að þrjár nýjar myndir hefðu verið frumsýndar fyrir helgi. Ríflega 3. Meira
16. mars 2005 | Tónlist | 668 orð | 1 mynd

Stjarna er fædd

Vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins hefur runnið sitt skeið á enda - í bili. Stjörnuleitinni er lokið. Skemmtileg keppnin á enda. Idol-stjarna fundin. Meira
16. mars 2005 | Myndlist | 353 orð | 1 mynd

Táknrænt sjálfsmorð listamanns

Til 19. mars. Opið eftir samkomulagi Meira
16. mars 2005 | Tónlist | 220 orð | 1 mynd

Tröllabundin Eivör

FJÓRÐA breiðskífa Eivarar Pálsdóttur, Tröllabundin , er nýkomin út. Plötuna vann hún í samstarfið við Stórsveit danska ríkisútvarpsins, DR Big Band, og fóru upptökur fram í Danmörku í mars 2004 og svo aftur í janúar síðastliðnum. Meira
16. mars 2005 | Bókmenntir | 704 orð | 1 mynd

Var áratug á undan amerísku skáldunum

ÍSLENSK ljóð rata víða. Vestur í Arizona í Bandaríkjunum situr íslensk-amerískt ljóðskáld og þýðir ljóð Jóhanns Hjálmarssonar á ensku. Ljóðaþýðandinn er Christopher Burawa rithöfundur. Meira
16. mars 2005 | Fjölmiðlar | 300 orð | 1 mynd

Vinur á villigötum

AUMINGJA Joey. Alveg síðan vinir hans í New York fóru hver í sína átt, hristu upp í rótgróinni og öruggri tilveru hans hefur hann verið eins og lítill ósjálfbjarga mömmustrákur, hálf umkomulaus og ráðvilltur. Meira

Umræðan

16. mars 2005 | Aðsent efni | 292 orð | 1 mynd

Ágúst Einarsson leiði Háskólann inn í nýtt tímaskeið

Ásta Kristrún Ragnarsdóttir fjallar um kjör rektors við Háskóla Íslands: "Hann bar hag nemenda mjög fyrir brjósti og setti sig af alúð og einlægni inn í frávik sem þeir glímdu við og réttlættu tilhliðranir og svigrúm í námsaðstæðum." Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 176 orð | 1 mynd

Ágúst sem rektor

Eiríkur Bergmann Einarsson fjallar um kjör rektors við Háskóla Íslands: "Raunar er maðurinn eins og sniðinn í embættið." Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 190 orð

Forbes og fátæktin

Í FRÉTTUM 11. mars sl. var sagt frá því, að fjármálaritið Forbes hefði birt lista yfir auðugasta fólk veraldar. Stóra fréttin var sú, að íslenskur athafnamaður hefði komist inn á lista yfir þá 500 auðugustu. Meira
16. mars 2005 | Bréf til blaðsins | 174 orð

Hvað er Samfylkingin klofin í marga parta?

Frá Karli Jóhanni Ormssyni, fyrrv. deildarstjóra: "Í REYKJAVÍK bítast Össur Skarphéðinsson og Ingibjörg Sólrún um hvort eigi að verða formenn Samfylkingarinnar. Við þetta hafa orðið til tvær blokkir innan Samfylkingarinnar, sem berjast á banaspjótum." Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 362 orð | 1 mynd

Hvernig rektor þarf Háskóli Íslands núna?

Ólafur Þ. Harðarson fjallar um kjör rektors við Háskóla Íslands: "Ágúst er manna líklegastur til þess að veita Háskóla Íslands þá forystu sem hann þarfnast nú." Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 714 orð | 1 mynd

Ítrekun til sendiherra Bandaríkjanna

Garðar Sverrisson skrifar opið bréf til sendiherra Bandaríkjanna um málefni Bobbys Fischers: "Á meðan þér hins vegar kjósið að þegja um meðferðina á Bobby Fischer er illmögulegt að draga aðra ályktun en þá að þér séuð í raun sammála okkur um að hér sé um ómannúðlega aðför að ræða." Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 462 orð | 1 mynd

Kr. 5.000.000.000,00

Sverrir Hermannsson fjallar um hlutafjárkaup: "Hversu lengi heldur þetta sómafólk að því haldist uppi vinnubrögð af þessu tagi?" Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 963 orð | 1 mynd

Stórbætt land fyrir 80 milljarða - Vegasjóður ryðji brautina

Eftir Valdimar Kristinsson: "... kröfur um samgöngubætur eru yfirleitt efstar á blaði í öllum umræðum um byggðamál. Tímabært er því að gera stórátak í vegamálum og nú eru forsendur til þess." Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 246 orð | 1 mynd

Styðjum Ágúst sem rektor

Árelía Eydís Guðmundsdóttir fjallar um kjör rektors við Háskóla Íslands: "Ágúst er hugsjónamaður, hann vill sjá Háskóla Íslands blómstra og halda áfram að vera stolt íslensku þjóðarinnar." Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 206 orð | 1 mynd

Til varnar Hæstarétti

Atli Gíslason svarar Gylfa Kristjánssyni: "Gagnrýnin er bæði ómakleg og ómálefnaleg." Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Vaxandi ofbeldi gegn konum í Evrópu

Jón Ármann Héðinsson fjallar um ofbeldi gegn konum: "Væri það úr vegi að hér væri rækileg könnum gerð á þessum alvarlega vanda og verndarlöggjöf sett sem fyrst?" Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 326 orð | 1 mynd

Veglagning um Arnkötludal er bráðnauðsynleg

Guðmundur Björnsson fjallar um vegagerð á Vestfjörðum: "Ég held því hiklaust fram að ekki finnist á Íslandi önnur vegaframkvæmd þar sem hægt er að stytta vegalengd jafnmikið fyrir jafnlitla fjármuni." Meira
16. mars 2005 | Velvakandi | 247 orð | 2 myndir

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Góð laugardagskvöld ÞAÐ var vel til fundið hjá Gísla Marteini að fá Stuðmenn - og konu - sl. 2 laugardagskvöld. Þetta var alveg einstök upplifun því að þau ná svo vel til allra aldurshópa. Kærar þakkir fyrir yndislega skemmtun. Meira
16. mars 2005 | Aðsent efni | 612 orð | 1 mynd

Vinna - Virðing - Vellíðan

Þorsteinn Jóhannsson skrifar í tilefni átaksviku fyrir vinnu fatlaðra: "Vinnan skipar mjög mikilvægan sess í vitund okkar allra." Meira

Minningargreinar

16. mars 2005 | Minningargreinar | 3354 orð | 1 mynd

HELGI FANNAR HELGASON

Helgi Fannar fæddist á Selfossi 4. júlí 1986. Hann lést í bílslysi 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ása Ólafsdóttir, f. 1962, matráðskona á leikskólanum Árbæ á Selfossi, og Helgi Grétar Helgason, f. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2005 | Minningargreinar | 1140 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR GOLDSTEIN

Ragnheiður Jónsdóttir (Ranka) fæddist á Klausturhólum í Flatey á Breiðafirði 17. júlí 1923. Hún lést á heimili sínu í Melrose í Massachusetts 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Einarsdóttir, f. 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
16. mars 2005 | Minningargreinar | 355 orð | 1 mynd

ÞÓRHALLUR BJÖRGVINSSON

Þórhallur Björgvinsson fæddist í Gaulverjabæ í Flóa 20. mars 1922. Hann lést á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum 2. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Egilsstaðakirkju 12. mars. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

16. mars 2005 | Sjávarútvegur | 216 orð | 1 mynd

Best framlegð hjá Vinnslustöðinni

Skráðu sjávarútvegsfyrirtækin hafa öll birt ársuppgjör fyrir árið 2004 auk Síldarvinnslunnar og Hraðfrystistöðvar Þórshafnar sem nýlega voru afskráð. Meira
16. mars 2005 | Sjávarútvegur | 302 orð | 1 mynd

Hugsanlega er vertíð að ljúka

VEIÐAR á loðnu hafa verið með daufasta móti síðustu dagana, enda leiðinda veður, norðan bál. Loðnan virðist að mestu hrygnd og því virðist sem vertíð sé að ljúka. Alls hafa íslenzku skipin veitt 535. Meira

Viðskipti

16. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 162 orð

400 manns sagt upp hjá Iceland

UM 400 starfsmönnum verður sagt upp störfum í aðalstöðvum bresku verslunarkeðjunnar Iceland í Flintshire í Wales, samkvæmt tilkynningu frá Malcolm Walker, forstjóra verslunarkeðjunnar. Meira
16. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 250 orð | 1 mynd

Eigendaskipti að 15% hlut í Og Vodafone

RUNNUR ehf. keypti í gær 15% hlut í Og Vodafone fyrir um 2,7 milljarða króna. Seljendur voru m.a. Burðarás sem seldi allan sinn 7,4% hlut og Landsbanki Íslands sem seldi 6,9% hlut. Eftir viðskiptin á Landsbankinn 0,19% hlut í Og Vodafone. Meira
16. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 93 orð

Enn styrkist krónan

GENGI krónunnar styrktist um 0,4% í miklum viðskiptum í gær en viðskipti á millibankamarkaði námu 13,9 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá Greiningardeild Landsbankans. Meira
16. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 52 orð

Er Íslandsvélin að ofhitna? er yfirskrift morgunverðarfundar...

Er Íslandsvélin að ofhitna? er yfirskrift morgunverðarfundar Verslunarráðs Íslands, sem haldinn verður í dag frá kl. 8.30 til kl. 9.45, á Grand Hóteli, Reykjavík. Umfjöllunarefni fundarins er: Land yfirboða. Er hagvöxtur byggður á skuldsetningu? Meira
16. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 175 orð

Hagnaður NIB jókst um 14%

HAGNAÐUR Norræna fjárfestingarbankans á árinu 2004 nam 172 milljónum evra, um 13.536 milljónum króna, samanborið við 151 milljón evra árið 2003. Þetta jafngildir aukningu um 13,9%. Meira
16. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 255 orð | 1 mynd

Leita hentugra tækifæra hér og erlendis

"ÞRÁTT fyrir að Kögun hafi færst mikið í fang með kaupunum á Opin kerfi Group þá munum við halda áfram að leita að hentugum tækifærum hérlendis jafnt sem erlendis," sagði Örn Karlsson stjórnarformaður Kögunar á aðalfundi félagsins í gær. Meira
16. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Mikil viðskipti með Og Vodafone

HLUTABRÉF hækkuðu í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,34% og er 3.873 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 6,1 milljarði, þar af tæpum 3 milljörðum með bréf Og Vodafone , sem hækkuðu um 4,21%. Meira
16. mars 2005 | Viðskiptafréttir | 245 orð

Röng hagstjórn sem ekki eykur bjartsýni

MIKILL vöxtur í fjárfestingum hins opinbera á síðasta ári er úr takti við það sem æskilegt er út frá hagstjórnarlegu sjónarmiði. Þetta er mat Greiningar Íslandsbanka. Meira

Daglegt líf

16. mars 2005 | Daglegt líf | 1175 orð | 2 myndir

Um 70% þriggja ára barna hafa fengið eyrnabólgu

Óstöðvandi grátur, vanlíðan og svefnleysi eru oft einkenni eyrnabólgu barna. Henni fylgja andvökunætur foreldra, sem ganga um gólf með barnið í fanginu og reyna að lina þjáningarnar, en hvað veldur eyrnabólgu og hvað er til ráða? Meira

Fastir þættir

16. mars 2005 | Fastir þættir | 59 orð

Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ...

Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Glæsibæ, mánud. 7.3. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Björn Pétursson - Gísli Hafliðason 261 Alda Hansen - Jón Lárusson 231 Oddur Halldss. Meira
16. mars 2005 | Fastir þættir | 101 orð

Bridsfélag Reykjavíkur Þátttaka í Butler-tvímenningi félagsins er frekar...

Bridsfélag Reykjavíkur Þátttaka í Butler-tvímenningi félagsins er frekar dræm, aðeins 26 pör taka þátt í keppninni. Kannski að útsláttarleikir í Meistaradeildinni hafi þar haft einhver áhrif á aðsóknina. Meira
16. mars 2005 | Fastir þættir | 314 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Íslandsmótið. Meira
16. mars 2005 | Í dag | 90 orð | 1 mynd

Burtfarartónleikar Páls Palomares í Salnum

PÁLL Palomares fiðluleikari heldur burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs í kvöld kl. 20. Með Páli á tónleikunum leikur Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari. Meira
16. mars 2005 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Kalli á þakinu sýndur í sumar

FJÖLSKYLDULEIKRITIÐ Kalli á þakinu, eftir Astrid Lindgren, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á Sumardaginn fyrsta. Meira
16. mars 2005 | Í dag | 76 orð | 1 mynd

Kirkjustarf aldraðra

Á undanförnum árum hafa Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma og kirkjurnar í prófastsdæmunum staðið fyrir sameiginlegri föstuguðsþjónustu sem er sérstaklega ætluð eldri borgurum. Að þessu sinni verður föstuguðsþjónustan í Áskirkju fimmtudaginn 17. Meira
16. mars 2005 | Fastir þættir | 454 orð | 1 mynd

Klofningur kom mest á óvart í undankeppni Íslandsmótsins

Fjörutíu sveitir víðs vegar að af landinu spiluðu um 12 sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins um helgina. Úrslitin urðu nokkuð eftir bókinni en mest kom á óvart sveitin Klofningur sem var í neðsta styrkleikaflokki og spilaði sig inn í úrslitin. Meira
16. mars 2005 | Viðhorf | 855 orð

Maunir

Þétt hrynjandi Danna gerði það að verkum að hávaðinn sem af sviðinu kom á undanúrslitakvöldinu, sem var það síðasta þetta árið, minnti nokkurn veginn á tónlist. Meira
16. mars 2005 | Í dag | 100 orð | 1 mynd

Nánd og Svipir í YZT

TVÆR sýningar voru opnaðar í galleríinu og listversluninni YZT að Laugavegi 40 um helgina. Annars vegar er um að ræða sýninguna NÁND, þar sem sjá má myndröð vatnslitamynda Kristínar Þorkelsdóttur úr íslenskri náttúru. Meira
16. mars 2005 | Í dag | 33 orð

Og hann leit í kring á þá með reiði, sárhryggur yfir harðúð hjartna...

Og hann leit í kring á þá með reiði, sárhryggur yfir harðúð hjartna þeirra, og sagði við manninn: "Réttu fram hönd þína." Hann rétti fram höndina, og hún varð heil. (Mark. 3, 5.) Meira
16. mars 2005 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 b5 6. Bd3 Bb7 7. 0-0 b4 8. Ra4 Rf6 9. De2 Da5 10. b3 d5 11. e5 Re4 12. a3 bxa3 13. f3 Rc5 14. Bxa3 Rxd3 15. Bxf8 Rf4 16. De3 Rxg2 17. Kxg2 Hxf8 18. f4 g6 19. b4 Dc7 20. Ha3 Rd7 21. Hc3 Dd8 22. Rc5 Db6 23. Meira
16. mars 2005 | Í dag | 551 orð | 1 mynd

Stutt en öflug saga hér á landi

Guðbjörg Kristjánsdóttir er fædd árið 1944 á Hólum í Hjaltadal. Hún lauk stúdentsprófi frá MR og hélt síðan til Frakklands, þar sem hún nam listasögu í háskólanum í Toulouse og Sorbonne. Meira
16. mars 2005 | Í dag | 113 orð | 1 mynd

Tríó Sunnu Gunnlaugs frumflytur ný lög í Norræna húsinu

TRÍÓ Sunnu Gunnlaugs leikur á Háskólatónleikum í Norræna húsinu kl. 12.30 í dag. Á efnisskrá eru lög eftir meðlimi tríósins, þau Sunnu Gunnlaugs píanóleikara, Ragnheiði Gröndal söngkonu og Hilmar Jensson gítarleikara. Meira
16. mars 2005 | Í dag | 84 orð | 1 mynd

Ungir dansarar sprikla

Borgarleikhúsið | Íslenski dansflokkurinn vinnur þessa dagana í spennandi verkefni ásamt Hlíðaskóla, en það byggist á því að efla áhuga drengja á dansi og gefa þeim greiðari möguleika á að upplifa dans og fá að spreyta sig. Drengir í 9. og 10. Meira
16. mars 2005 | Fastir þættir | 336 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji kann svo sannarlega að meta það að fara til vinnu í björtu og koma heim áður en myrkur skellur á. Það er eins og annar blær sé á öllu nú þegar sólin skín og minnir á að vorið er í nánd. Meira

Íþróttir

16. mars 2005 | Íþróttir | 322 orð

Chelsea skrefi nær titlinum

CHELSEA hélt upp á aldarafmæli sitt í fyrrakvöld og leikmenn félagsins færðu því góða gjöf í gærkvöld með því að leggja WBA að velli, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni á heimavelli sínum, Stamford Bridge. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 111 orð

Eyjólfur velur átján leikmenn

EYJÓLFUR Sverrisson, þjálfari ungmennalandsliðsins í knattspyrnu, skipað leikmönnum undir 21 árs aldri, hefur valið átján manna hóp fyrir leikinn gegn Króötum í undankeppni Evrópumótsins, sem fram fer ytra 25. mars. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 156 orð

Forða Dortmund frá gjaldþroti

ÞÝSKA knattspyrnuliðinu Dortmund hefur verið forðað frá gjaldþroti, alltént að sinni eftir að eigendur Westfalenstadion samþykktu í fyrradag að Dortmund greiddi ekki leigu fyrir afnot af vellinum í ár og á því næsta. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

* GUÐMUNDUR Ingvarsson var endurkjörinn formaður Handknattleikssambands...

* GUÐMUNDUR Ingvarsson var endurkjörinn formaður Handknattleikssambands Íslands á þingi þess um síðustu helgi. Knútur Hauksson og Friðrik Jóhannsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

* GYLFI Einarsson landsliðsmaður sem leikur með Leeds United er kominn...

* GYLFI Einarsson landsliðsmaður sem leikur með Leeds United er kominn aftur á ferðina eftir meiðsli í mjöðm sem hafa verið að angra hann síðustu vikurnar. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 42 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersport-deildin, 8-liða úrslit, þriðji leikur: Grafarvogur: Fjölnir - Skallagrímur 20 Keflavík: Keflavík - UMFG 20 Stykkishólmur: Snæfell - KR 20. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 339 orð

Jose Mourinho vill fá afsökunarbeiðni frá Roth

JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist ætla að stefna Volker Roth, formanni dómaranefndar UEFA, fyrir ummæli hans þar sem hann kallar Mourinho "óvin knattspyrnunnar". Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 123 orð | 1 mynd

Jón Arnór í stuði gegn Azovmash

JÓN Arnór Stefánsson átti stórleik með rússneska liðinu Dynamo St.Petersburg í gærkvöld þegar liðið sigraði Azovmash frá Úkraínu, 88:77, í fyrstu viðureign liðanna í 8 liða úrslitum í Evrópubikarkeppni karla í körfuknattleik. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 80 orð

Kjartan rotaðist

KJARTAN Henry Finnbogason, sóknarmaðurinn ungi hjá Celtic í Skotlandi, rotaðist í leik með unglingaliði félagsins um síðustu helgi. Kjartan og leikmaður Livingston skölluðu þá saman með þessum afleiðingum. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 113 orð

Korpan stækkuð

KORPÚLFSSTAÐAVÖLLUR Golfklúbbs Reykjavíkur verður stækkaður í 27 holur á næstu árum. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 111 orð

Kylfingar æfa á Spáni

GOLFSAMBANDIÐ mun í byrjun apríl senda sextán kylfinga í æfingabúðir til Matalascanas á Spáni, en gengið var frá samningi við golfdeild Úrvals Útsýnar þar um á dögunum. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 312 orð

Lið frá Spáni í sérflokki

ÞÝSKIR handknattleiksaðdáendur urðu felmtri slegnir um síðustu helgi, þegar ljóst var að ekkert að þeim þremur liðum frá Þýskalandi, sem léku í 8-liða úrslitum, náðu að komast í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í Evrópukeppninni í gær - eins og kemur fram hér á öðrum stð á síðunni. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 264 orð | 2 myndir

Magdeburg leikur gegn Gummersbach

ÞÝSKA handknattleiksliðið Magdeburg, sem Alfreð Gíslason þjálfar og íslensku landsliðsmennirnir Arnór Atlason og Sigfús Sigurðsson leika með, dróst gegn þýska liðinu Gummersbach í undanúrslitum EHF-keppninnar í handknattleik þegar dregið í gær í... Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

Porto réð ekki við Adriano

EVRÓPUMEISTARALIÐ Porto frá Portúgal er úr leik í Meistaradeildinni í knattspyrnu eftir 3:1 tap gegn Inter á San Síró leikvangnum í Mílanó á Ítalíu í gær. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 372 orð | 1 mynd

* RÓBERT Gunnarsson skoraði 12 mörk fyrir Århus GF í dönsku...

* RÓBERT Gunnarsson skoraði 12 mörk fyrir Århus GF í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Það dugði þó til, því Århus GF tapaði óvænt á heimvelli fyrir Fredericia , 37:32. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 106 orð

Tveir erlendir leikmenn hjá KR-ingum

TVEIR erlendir knattspyrnumenn eru til reynslu hjá KR-ingum þessa dagana og léku m.a. með þeim æfingaleik gegn ÍA í Egilshöllinni í fyrrakvöld. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 228 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu 16 liða úrslit, seinni leikur: Inter - Porto 3:1 Leite Adriano 6., 64., 87. - Jorge Costa 67. - 70,000. *Inter áfram, samtals 4:2. England Chelsea - WBA 1:0 Didier Drogba 26. - 41,713. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 800 orð

Verða fleiri óvænt úrslit?

ODDALEIKIR í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, Intersportdeildinni, verða í kvöld. Þrjár rimmur enduðu með oddaleik en ÍR-ingar hvíla sig eftir að þeir lögðu bikarmeistara Njarðvíkur í tveimur leikjum. Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 434 orð

Wallau bjargað fyrir horn

"ÞAÐ var þungu fargi létt af mönnum þegar ljóst var að félagið héldi sínu striki út leiktíðina eftir þá miklu óvissu sem ríkt hafði um tíma," sagði Einar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handknattleik, eftir að forráðamönumm þýska... Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 179 orð

Þórir áfram hjá norska kvennalandsliðinu

ÞÓRIR Hergeirsson handknattleiksþjálfari sem hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari norska kvennalandsliðsins undanfarin ár hefur gert fjögurra ára samning við norska handknattleikssambandið og verður hann áfram aðstoðarmaður Marit Breivik sem er... Meira
16. mars 2005 | Íþróttir | 114 orð | 1 mynd

Þróttur meistari

ÞRÓTTUR Reykjavík varð í gærkvöld Íslandsmeistari í blaki kvenna þegar liðið lagði KA, 3:1, í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn var háður í Hagaskóla. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.