Greinar föstudaginn 29. apríl 2005

Fréttir

29. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 174 orð | ókeypis

106 fórust í Japan

Tókýó. AFP. | Leit í flaki farþegalestarinnar sem fór út af sporinu í borginni Amagasaki í Japan á mánudag var hætt í gær. 106 týndu lífi í slysinu og margir eru alvarlega slasaðir. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd | ókeypis

189 sóttu um 8 lóðir í Selbrekku

Egilsstaðir | Átta lóðum á nýju byggingarsvæði í Selbrekku á Egilsstöðum var úthlutað í vikunni til átta aðila. 189 umsóknir bárust um lóðirnar og samkvæmt úthlutunarreglum Fljótsdalshéraðs var dregið úr nöfnum umsækjenda. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð | ókeypis

19,46% bónus við Kárahnjúkastíflu

BÓNUS til starfsmanna Impregilo við Kárahnjúkastíflu var 19,46% ofan á öll laun í marsmánuði. Kom þetta fram á nýlegum fundi fastanefndar verkalýðsfélaganna og Impregilo á virkjunarsvæðinu, og greint er frá á vefsíðu Starfsgreinasambandsins. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð | ókeypis

25 forystumenn í Kópavogi styðja Ingibjörgu Sólrúnu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá 25 félagsmönnum í Samfylkingunni í Kópavogi. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd | ókeypis

Actavis styrkir Barnarannsóknir

ACTAVIS hefur gert viðbótarsamning við Barnarannsóknir til að tryggja áframhaldandi vinnu við úrvinnslu rannsóknarverkefnisins "Heilsa, hegðun og þroski fimm ára barna". Það er sjálfseignarstofnunin Barnarannsóknir sem stýrir rannsókninni. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Af formannskjöri

Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd veltir fyrir sér formannskosningum sem nú standa yfir í Samfylkingunni: Ingibjörg í svifum sein sjá má kosti farna. Þó hún toppinn öðlist ein er hún kulnuð stjarna! Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 363 orð | 1 mynd | ókeypis

Afhentu þingmönnum 14 þúsund undirskriftir

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ALLS hafa 14 þúsund einstaklingar sett nafn sitt á undirskriftalista þar sem íslenskir þingmenn eru hvattir til þess að afnema fyrningarfrest á kynferðisbrotum gegn börnum. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 878 orð | 2 myndir | ókeypis

Aukin tíðni og máttur hættulegra flóða

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd | ókeypis

Ánægjulegum áfanga náð

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is TVEIR íbúar á Hlíð, þau Irene Gook og Alfreð Jónsson, báru sig fagmannlega að þegar þau tóku fyrstu skóflustungu að nýbyggingu við Öldrunarstofnun Akureyrarbæjar við Hlíð. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Bútasaumur | Íslenska bútasaumsfélagið heldur aðalfund sinn á morgun kl...

Bútasaumur | Íslenska bútasaumsfélagið heldur aðalfund sinn á morgun kl. 13 á Vesturgötu 7. Á eftir er opið hús og gestum boðið að koma og kynna sér starfsemina, milli kl. 14-16 á laugardag og kl. 13-16 á sunnudag. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd | ókeypis

Bæjarstjóri til BYKO

ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, hefur ákveðið að hætta sem bæjarstjóri til að taka við starfi forstjóra BYKO. Þetta var tilkynnt í gær. Ásdís Halla hefur verið bæjarstjóri í fimm ár og oddviti sjálfstæðismanna frá 2002. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd | ókeypis

Deilan eyðileggjandi fyrir alla

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is LANGVARANDI deila sóknarprests Garðasóknar við djákna, prest og formann og varaformann sóknarnefndar hefur valdið miklum sársauka, trúnaðarbresti og vanda bæði meðal starfsmanna kirkjunnar og sóknarbarna. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd | ókeypis

Doktor í félagsfræði

* IAN Watson varði doktorsritgerð sína 8. apríl sl. í félagsfræði við bandaríska háskólann Rutgers University í New Jersey. Ritgerðin nefnist Cognitive Design: Creating the Sets of Categories and Labels That Structure Our Shared Experience. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð | ókeypis

Dottaði undir stýri og ók út af

UNGUR ökumaður þykir hafa sloppið vel þegar bíll sem hann ók lenti út af veginum um Norðurárdal í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi hafði maðurinn verið við malbikunarvinnu á Reyðarfirði en lagt af stað áleiðis til Reykjavíkur um klukkan 14. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 688 orð | 1 mynd | ókeypis

Dregið verði úr hallarekstri

Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 527 orð | ókeypis

Drög að útboðslýsingu uppfylla ekki kröfur FME

SAMKVÆMT bréfi frá Fjármálaeftirlitinu (FME) til aðstandenda Almennings ehf. eru annmarkar á drögum félagsins að útboðslýsingu. Morgunblaðið hefur bréf FME undir höndum, en drögin að útboðslýsingunni hafa verið til umfjöllunar hjá FME. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 464 orð | ókeypis

Dæmdur til refsingar fyrir heimilisofbeldi

MAÐUR sem réðst að konu sinni á heimili þeirra í Hafnarfirði og veitti henni ýmsa áverka var í Hæstarétti í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Héraðsdómur Reykjaness hafði frestað að dæma manninn til refsingar, m.a. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 472 orð | 1 mynd | ókeypis

Eigendur bera óskoraða ábyrgð

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is "Sveitarfélögin verða að hafa meiri samvinnu í brunamálum og sérstaklega í eldvarnaeftirliti," sagði dr. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 55 orð | ókeypis

Einn af hornsteinum lýðræðis

STJÓRN BSRB hvetur stjórnvöld til að endurskoða afstöðu sína um fjárstuðning við Mannréttindaskrifstofu Íslands og tryggja henni traustan starfsgrundvöll. "Mannréttindaskrifstofan gegnir lykilhlutverki í þjóðfélaginu. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 110 orð | ókeypis

Endurbætur verða gerðar á Þingeyrarflugvelli

Ísafjarðarbær | Umhverfisnefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að Flugmálastjórn verði veitt framkvæmdaleyfi til endurbóta á Þingeyrarflugvelli. Um er að ræða lengingu um 260 metra, frágang á öryggissvæðum og lagningu slitlags á flugbrautina. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Endurvarpi á Tröllakirkju | Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur fengið...

Endurvarpi á Tröllakirkju | Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur fengið leyfi til að staðsetja VHF endurvarpa fyrir talstöðvar á toppi Tröllakirkju (1.001 m.y.s.), vestur af Holtavörðuheiði. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 61 orð | ókeypis

Fiskiveisla | Íslandssaga hf. og Klofningur ehf. bjóða starfsfólki sínu...

Fiskiveisla | Íslandssaga hf. og Klofningur ehf. bjóða starfsfólki sínu og mökum til fiskveislu í félagsheimilinu á Suðureyri kl. 19 á laugardag. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

Fjallað um bann á innflutningi fiskimjöls

FUNDUR sameiginlegrar þingmannanefndar EES fór fram á Nordica hóteli sl. mánudag. Að sögn Gunnars I. Birgissonar, formanns Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA, var á fundinum m.a. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 1581 orð | 2 myndir | ókeypis

Fjölnota einbýli og náin tengsl við Háskóla Íslands

Bygging nýs sjúkrahúss við Hringbraut, þar sem allar legudeildir verða með björtum og rúmgóðum einbýlum fyrir sjúklinga, gæti hafist sumarið 2008. Sunna Ósk Logadóttir kynnti sér grunnhugmyndir um skipulag sjúkrahússins sem byggja m.a. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 513 orð | 1 mynd | ókeypis

Flugvallarmálið enn í pólitískum hnút

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

Friðargæsluliðarnir gáttaðir á niðurstöðu TR

ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir Steinar Örn Magnússon og Haukur Grönli, sem særðust í sprengjuárásinni á Kjúklingastræti í Kabúl 23. október sl. Meira
29. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 668 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrsti vísir að betri samskiptum Kína og Taívans?

Fréttaskýring | Lien Chan, leiðtogi þjóðernissinna á Taívan, hefur ekkert umboð til samninga við kommúnistastjórnina í Kína að því er fram kemur í grein Sveins Sigurðssonar. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 306 orð | ókeypis

Fækka legudögum og spara peninga með einbýli

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is EINGÖNGU einbýli verða á legudeildum nýs Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) og á þar að vera hægt að sinna sjúklingi allan dvalartíma hans á sjúkrahúsinu. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 579 orð | ókeypis

Gat ekki dulist hvað var á seyði

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is REFSINGAR yfir þremur sakborningum í Landssímamálinu, svokallaða, stærsta fjárdráttarmáli sem um getur hér á landi, voru mildaðar með dómi Hæstaréttar sem féll í gær. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Gjöf | Hópur áhugafólks um bætta líkamsræktaraðstöðu á Reyðarfirði...

Gjöf | Hópur áhugafólks um bætta líkamsræktaraðstöðu á Reyðarfirði afhenti nýlega íþróttahúsinu í bænum nýjan fjölþjálfa að gjöf sem er góð viðbót við þann búnað sem fyrir er á staðnum. Á vefnum fjardabyggd. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Góð aðsókn | Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Húsavíkur eru duglegir að nýta...

Góð aðsókn | Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Húsavíkur eru duglegir að nýta sér orlofshús og aðra möguleika sem félagið býður upp á, ekki síst vegna þess að félagið niðurgreiðir leiguna verulega segir á vef þess. Meira
29. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd | ókeypis

Hart sótt að Blair í Íraksmálum

London. AFP. | Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, neyddist í gær til að birta í heild álit Peters Goldsmiths lávarðar og ríkislögmanns um lögmæti innrásarinnar í Írak en hingað til hefur því að hluta til verið haldið leyndu. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Haukar fögnuðu titlinum

HAUKAR tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna í handknattleik í gær er liðið lagði ÍBV frá Vestmannaeyjum í þriðja sinn í röð í úrslitakeppni DHL-deildarinnar. Lokatölur voru 26:23. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Heiðursfélagar LÍV

Á 20 ára afmælismóti Landssambands íslenskra vélsleðamanna, sem haldið var í Nýjadal við Sprengisandsleið nýlega, voru fjórir af frumkvöðlum að stofnun sambandsins sæmdir nafnbótinni "heiðursfélagi LÍV". Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimilishænsnum fer fjölgandi

Laxamýri | Ræktendum íslensku landnámshænsnanna hefur farið fjölgandi undanfarið og vilja margir hafa litskrúðug heimilishænsni á búum sínum. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimsmyndin kom í veg fyrir að Íslendingar fyndu Ameríku

"ÉG HEF alltaf haft áhuga á mannkynssögu og almennri sögu þessa tímabils og það leiddi mig inn á það að velta fyrir mér hvernig Íslendingar hefðu séð atburði erlendis á þessum tíma og hvað Íslendingum hefði fundist um þá," segir Sverrir... Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd | ókeypis

HELGI BERGS

HELGI Bergs, fyrrverandi bankastjóri og alþingismaður, lést á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík aðfaranótt fimmtudagsins 28. apríl, tæplega 85 ára að aldri. Helgi var fæddur í Reykjavík 9. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd | ókeypis

Hestaveisla í Víðidalnum um helgina

UM helgina fer fram í Reiðhöllinni í Víðidal vorsýning hestamanna á Suðurlandi. Margt verður um gæðinga þessi kvöld í Víðidalnum. Þekktir stóðhestar verða sýndir, t.d. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Héraðshátíð | Menningardagar að vori verða haldnir á Fljótsdalshéraði...

Héraðshátíð | Menningardagar að vori verða haldnir á Fljótsdalshéraði dagana 30. apríl til 15. maí nk. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 520 orð | ókeypis

Hrottaleg árás á ungan pilt

Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Lögreglan á Akureyri hefur upplýst hrottalega líkamsárás á 17 ára pilt sem átti sér stað að kvöldi 11. mars sl. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 856 orð | 1 mynd | ókeypis

Hönnun hefur áhrif á líðan

LÆKNAVÍSINDIN eru í stöðugri þróun, meðferðarúrræðum fjölgar og breytt aldurssamsetning þjóðarinnar, þ.e. fjölgun aldraðra, eru allt þættir sem taka þarf tillit til í hönnun nýs sjúkrahúss. Ekki er hins vegar hægt að sjá nákvæmlega fyrir alla þætti,... Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd | ókeypis

Jákvæðir straumar í Manitoba

Winnipeg. Morgunblaðið. | Manitoba hefur heillað Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, menntamálaráðherra, í fyrstu heimsókn hennar til Kanada. "Ég finn alls staðar fyrir svo jákvæðum straumum," segir hún. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Arnór Evrópumeistari

JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem fagnar sigri í Evrópukeppni í körfuknattleik. Hann skoraði 9 stig í sigri rússneska liðsins Dynamo St. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 206 orð | ókeypis

Kaupþing banki búinn að hagnast um 11,1 milljarð

KAUPÞING banki hagnaðist um nær 11,1 milljarð króna eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins á móti liðlega þremur milljörðum á sama tímabili í fyrra en bankinn hefur tekið miklum breytingum á sl. ári. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd | ókeypis

Kosningagleði kvenskælinga í sól og blíðu

ÞAÐ var mikill handagangur í öskjunni við Kvennaskólann í Reykjavík þegar nokkrir nemendur skólans, sem eru í framboði til stjórnar og skemmtiráðs, ákváðu nýverið að taka forskot á sælu stjórnartíðar sinnar með því að blása til nokkurs konar vorhátíðar... Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 597 orð | 1 mynd | ókeypis

Landspítalinn snertir okkur öll

"Grundvöllurinn að sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir fimm árum var sú staðreynd að við þurftum að undirbúa framtíð heilbrigðisþjónustunnar og þar með að fara að byggja nýjan spítala. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 427 orð | ókeypis

Leikskólakennurum fjölgar

LEIKSKÓLABÖRNUM hefur fjölgað um 25 frá fyrra ári eða um 0,15%, sem er mun minni fjölgun en undanfarin ár, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. Á sama tíma fjölgaði starfsmönnum leikskóla um fjóra en stöðugildum fjölgaði um 50. Í desember 2004 sóttu... Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd | ókeypis

Leitaði að leiðtoga og stjórnanda

"ÉG rak mig í dag og réði annan," sagði Jón Helgi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri BYKO, en undir það heyra einnig Húsgagnahöllin, Elko og Intersport, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 381 orð | ókeypis

Líkur á að lögin leiði til hækkunar á orkuverði

Á FUNDI borgarráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt samhljóða að ítreka andstöðu Reykjavíkurborgar við áform um skattlagningu orkufyrirtækja. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð | ókeypis

LSH fagnar fimm ár afmæli

ÁRSFUNDUR Landspítala - háskólasjúkrahúss verður haldinn í Salnum í Kópavogi, í dag, föstudag, kl. 14-16.30. Spítalinn er fimm ára um þessar mundir og eru allir velkomnir á ársfundinn. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 361 orð | ókeypis

Löggjöf um kynbundið ofbeldi verði endurskoðuð

LÖGGJÖF um kynbundið ofbeldi þarf að taka til heildarendurskoðunar. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 698 orð | 3 myndir | ókeypis

Markmiðið að eiga alltaf menn í fremstu röð

Eftir Ómar Garðarsson Vestmannaeyjar | Mikil vakning hefur orðið í skáklífi Vestmannaeyja síðustu misseri og nú æfa um 50 krakkar þá göfgu list, skákina, reglulega fyrir utan mót sem haldin eru reglulega. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð | ókeypis

Miðnæturmessa í rétttrúnaðarkirkjunni

SANKTI Nikulásarsöfnuður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík heldur hátíðlega páskaguðsmessu í Friðrikskapellu um nóttina frá laugardegi 30. apríl til sunnudags. Upphaf helgigöngu verður kl. 23.55 á laugardagskvöld, morgunþjónusta hefst kl. 24. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Miklar reykskemmdir í íbúð

MIKLAR reykskemmdir urðu í eldsvoða í íbúð í þriggja hæða fjölbýlishúsi við Álfholt í Hafnarfirði í gær. Í húsinu eru sex íbúðir og var það rýmt þegar slökkvistarf hófst. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

Mótmæla umgengni

Neskaupstaður | Tuttugu og fimm íbúar í Neskaupstað hafa sent bæjarstjórn Fjarðabyggðar bréf, þar sem mótmælt er umgengni um fjörur á hluta strandlengjunnar innarlega við bæinn. Meira
29. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 636 orð | 1 mynd | ókeypis

Myndu slor og blóðsugur hjálpa?

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FRAMTÍÐ hefðbundinnar fegurðarsamkeppni virðist nú vera í hættu í landinu þar sem slíkar uppákomur náðu fyrst fótfestu, Bandaríkjunum. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd | ókeypis

Nemendur söfnuðu fyrir Stígamót

NEMENDUR í 9.OE Álftamýrarskóla héldu nýlega fjáröflunarskemmtun fyrir nemendur í 5. til 7. bekk. Allur ágóði af skemmtuninni rann til Stígamóta. Skemmtun sem þessi er áviss hluti af lífsleikninámi nemenda í 9. bekk skólans. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

Nóg af bílum?

EKKERT lát virðist ætla að verða á innflutningi nýrra bíla hingað til lands og spilar hátt gengi krónunnar þar án efa stórt hlutverk. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 914 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný hugsun sem krefst nýrra vinnuaðferða

"Þetta krefst nýrrar hugsunar og nýrra vinnuaðferða," segir Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH), um nýjan spítala og þá hugmyndafræði sem hann byggist á. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr framkvæmdastjóri hjá Forsvari

Hvammstangi | Stjórn Forsvars ehf. á Hvammstanga hefur ráðið Gunnar Halldór Gunnarsson í stöðu framkvæmdastjóra frá og með 1. júní næstkomandi. Hann er fæddur 1958, viðskiptafræðingur B.Sc. frá Tækniháskóla Íslands 2005. Meira
29. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 547 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný ríkisstjórn skipuð á afmælisdegi Saddams

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÞAÐ þykir nokkuð kaldhæðnislegt að tilurð nýrrar ríkisstjórnar í Írak skuli hafa borið upp á afmælisdag Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks, en hann varð 68 ára í gær. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | ókeypis

Ný stjórn í Norðausturkjördæmi

Seyðisfjörður | Aðalfundur kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi var haldinn á Seyðisfirði 23. apríl sl. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 67 orð | ókeypis

Opið hús í Waldorf-leikskólum

WALDORF-SKÓLINN í Lækjarbotnum og Waldorf-leikskólinn Ylur verða með opið hús á morgun, laugardaginn 30. apríl, kl. 14-17, í húsnæði skólanna við Suðurlandsveg (beygt til hægri efst í Lögbergsbrekku). Allir eru velkomnir að kynna sér starfsemi skólanna. Meira
29. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Óttuðust norsk kjarnavopn

BANDARÍKJAMENN óttuðust að Norðmenn kynnu að þróa eigin kjarnavopn á fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrjöldina og beittu þá þrýstingi til að hindra það, að sögn fréttavefjar Aftenposten í gærkvöldi. Meira
29. apríl 2005 | Erlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd | ókeypis

Pútín reynir að sefa áhyggjur Ísraela

Jerúsalem. AFP, AP. | Vladímír Pútín Rússlandsforseti reyndi í gær að fullvissa ísraelska ráðamenn um að Ísrael stafaði ekki hætta af fyrirhugaðri sölu á rússneskum flugskeytum til Sýrlands og samstarfi Rússa við Írana í kjarnorkumálum. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 698 orð | 1 mynd | ókeypis

"Aldrei tekið þá ákvörðun að helga líf mitt pólitík"

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TILKYNNT var í gær að Ásdís Halla Bragadóttir hefði verið ráðin forstjóri BYKO en undir fyrirtækið heyrir einnig Elko, Húsgagnahöllin og Intersport. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd | ókeypis

"Alltaf áherslubreytingar með nýjum mönnum"

NÆR öruggt er að Gunnar Einarsson verði nýr bæjarstjóri Garðabæjar þegar Ásdís Halla Bragadóttir lætur af störfum í lok maí, en fjallað verður um tillögu meirihluta Sjálfstæðisflokks þar að lútandi á fundi bæjarráðs nk. þriðjudag. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 179 orð | ókeypis

Ráðherrar hætti að ráðast gegn réttindum

HEIMDALLUR, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er harðlega frumvarpi samgönguráðherra til breytinga á fjarskiptalögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 286 orð | ókeypis

Refsað fyrir veiðar

MEÐ dómi Hæstaréttar í gær var staðfest að maður sem veiddi grásleppu á óskráðum og kvótalausum bát sínum í netalögnum jarðarinnar Bjarnarness mátti það ekki samkvæmt lögum og var hann því sakfelldur fyrir fiskveiðibrot. Maðurinn þarf að greiða 400. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd | ókeypis

Refsingar í líkfundarmálinu staðfestar af Hæstarétti

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í líkfundarmálinu svonefnda í Neskaupstað og voru þeir Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Tomas Malakauskas allir dæmdir í 2½ árs fangelsi hver. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd | ókeypis

Rétt að hafna útboðslýsingunni

JÓHANNES Sigurðsson, prófessor í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, segir eðlilegt að FME geri kröfur um að útboðslýsing Almennings ehf. innihaldi upplýsingar um Landssímann hf. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 202 orð | ókeypis

Réttindin tekin af eigendum án bóta

RAGNAR Aðalsteinsson hrl., verjandi mannsins sem dæmdur var fyrir veiðar innan netlagna, segir slæmt að Hæstiréttur skuli ekki hafa rökstutt niðurstöðu sína og tekið afstöðu til ágreiningsmála sem tekist var á um í málinu. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 35 orð | ókeypis

Seldu hlut sinn

Á fundi stjórnar Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins, í gær var samþykkt að félagið keypti hlutabréf Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, Guðrúnar Bjarnadóttur og Önnu Bjarnadóttur í Árvakri. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjö bátar bætast í bátaflota Gríms

Reykjanesbær | Líkan af sjö fiskibátum bættust í gær í bátaflota Gríms Karlssonar í Duushúsum í Keflavík. Nú eru þar til sýnis sextíu bátar. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 45 orð | ókeypis

Skólastjóri | Jóhanna Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri...

Skólastjóri | Jóhanna Guðmundsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Spunadans

Ævintýradansleikhús barna heldur upp á vorið með sýningu í Ketilhúsinu á Akureyri hinn 29. apríl á alþjóðlegum degi dansins. Þær verða kl. 16 og kl. 18. Sýningin er styrkt af Barnamenningarsjóði og fyrirtækinu Íspan á Akureyri. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Stofna Fræðasjóð Úlfljóts

STOFNAÐUR hefur verið Fræðasjóður Úlfljóts, tímarits laganema. Ákvörðun um stofnun sjóðsins var tekin í upphafi árs þessa af framkvæmdastjórum Úlfljóts, Einari Björgvini Sigurbergssyni og Jóhannesi Eiríkssyni. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd | ókeypis

Sundabraut boðin út árið 2007

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SUNDABRAUT verður boðin út síðla árs 2007 ef allt gengur að óskum. Þetta kom fram í ræðu Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra á borgarafundi á Akranesi um samgöngumál. Sturla sagði m.a. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð | ókeypis

Sömdu um eflingu krakkablaks

FULLTRÚAR Blaksambands Íslands (BLÍ) og Íslandsbanka hafa skrifað undir samning um eflingu og útbreiðslu á krakkablaki á Íslandi. Undirskriftin fór fram eftir bikarúrslitaleik kvenna sem fram fór í KA-heimilinu á Akureyri um síðustu helgi. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð | ókeypis

Tekjustofnar sveitarfélaga séu í samræmi við skyldur

AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmis segir í ályktun að góð velferðarþjónusta geti aldrei orðið að veruleika nema að hún styðjist við traust og öflugt atvinnulíf. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 372 orð | 1 mynd | ókeypis

Tókst að hefta eldinn áður en stórtjón varð

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LITLU mátti muna að stórtjón yrði á íþróttahúsi Fram við Safamýri í gær þegar eldur kviknaði ofarlega í gafli hússins rétt við þak hússins. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð | ókeypis

Tvennir tónleikar | Karlakór Akureyrar lýkur vetrarstarfinu með tvennum...

Tvennir tónleikar | Karlakór Akureyrar lýkur vetrarstarfinu með tvennum vortónleikum, í Akureyrarkirkju kl. 17 á laugardag og í Laugarborg 7. maí næstkomandi kl. 20.30. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð | ókeypis

Unnið verður úr tillögum aðgerðahópsins

BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, átti 13. apríl sl. fund með fulltrúum aðgerðahóps gegn kynbundnu ofbeldi. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd | ókeypis

Urriðaveiði að hefjast í Elliðaánum

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is VEIÐI hefst að venju í Elliðavatni á sunnudaginn, 1. maí, en þá hefst einnig urriðaveiði í fyrsta skipti í Elliðaánum sjálfum en um tilraunaveiði er að ræða. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd | ókeypis

Verður að hafa gaman af þessu sjálfur

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | "Nýi stjórnandinn hefur verið að tukta okkur til. Við höfum haft gott af því," segir Páll Bj. Hilmarsson, félagi í Karlakór Keflavíkur. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd | ókeypis

Verk Dieters Roths komin í hús

MIKIL eftirvænting ríkti í Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands þegar fimm gámum var rennt upp að söfnunum snemma í gærmorgun. Umfang þeirra var slíkt að loka þurfti Laufásvegi tímabundið til að þeir kæmust að. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 268 orð | 1 mynd | ókeypis

Þingmannanefnd í opinberri heimsókn í danska þinginu

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, er ásamt fleiri þingmönnum í opinberri heimsókn hjá danska þinginu. Heimsókninni lýkur í dag. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Þriggja ára fangelsi vegna líkamsárásar

ANNÞÓR Kristján Karlsson var í Hæstarétti í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi vegna alvarlegrar líkamsárásar og þyngdi rétturinn þar með refsingu hans um hálft ár. Samverkamaður hans, Ólafur Valtýr Rögnvaldsson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi. Meira
29. apríl 2005 | Innlendar fréttir | 189 orð | ókeypis

Ætla að hitta einkavæðingarnefnd

FJÁRLAGANEFND Alþingis fundaði í gær með fulltrúum Ríkisendurskoðunar. Tilgangur fundarins var að fara yfir skýrslu Ríkisendurskoðunar, frá árinu 2003, um sölu ríkisbankanna. "Við fórum yfir þetta með Ríkisendurskoðun. Meira

Ritstjórnargreinar

29. apríl 2005 | Staksteinar | 287 orð | 1 mynd | ókeypis

Borgarstjórinn sem missti andlitið

Áfram er það svo að ungliðar virðast hafa skynsamlegustu hugmyndirnar um skipulagsmál í Reykjavík og vera reiðubúnir að taka af skarið um framtíð flugvallarins - sem sumir héldu raunar að hefði verið gert í atkvæðagreiðslu Reykvíkinga fyrir nokkrum... Meira
29. apríl 2005 | Leiðarar | 405 orð | ókeypis

Staða friðargæsluliða

Tryggingastofnun hefur ekki greitt friðargæsluliðunum, sem slösuðust í sprengjuárás í Kabúl í Afganistan í haust, bætur. Meira
29. apríl 2005 | Leiðarar | 426 orð | ókeypis

Stuðningur fyrir þá sem þurfa hann

Skýrsla sú, sem Tryggvi Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hefur unnið um fjölgun öryrkja á Íslandi, hlýtur að vekja marga til umhugsunar. Meira

Menning

29. apríl 2005 | Myndlist | 646 orð | 1 mynd | ókeypis

Andi manns í veruleika efnisins

Opið alla daga kl. 11-17 Sýningin er framlengd til 22. maí. Meira
29. apríl 2005 | Fjölmiðlar | 244 orð | 1 mynd | ókeypis

Átti Abdul í ástarsambandi við keppanda?

FRAMLEIÐENDUR sjónvarpsþáttarins American Idol segja að rannsókn standi yfir á ásökunum um að Paula Abdul, einn dómarinn í þáttunum, hafi átt í ástarsambandi við keppanda í þáttunum árið 2003. Meira
29. apríl 2005 | Fólk í fréttum | 97 orð | 2 myndir | ókeypis

Cruise með nýja kærustu

Kvikmyndastjarnan Tom Cruise er sagður vera kominn með nýja kærustu og er sú "heppna" leikkonan Katie Holmes. Lee Anne DeVette , systir Cruise og fjölmiðlafulltrúi, segir þau hafa verið saman í nokkrar vikur. Meira
29. apríl 2005 | Tónlist | 476 orð | 1 mynd | ókeypis

Ein helsta tónlistaruppgötvun síðustu ára

Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is EITT umtalaðasta tónlistarfyrirbæri í heiminum í dag, Antony and the Johnsons, heldur tónleika hér á landi í júlí. Verða tónleikarnir haldnir á Nasa við Austurvöll 11. Meira
29. apríl 2005 | Tónlist | 172 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Söngkonuskiptin í Stuðmönnum hafa vakið mikla athygli og virðist sitt sýnast hverjum um þá ráðstöfun. Meira
29. apríl 2005 | Fjölmiðlar | 121 orð | 1 mynd | ókeypis

Framtíðarforseti

SKJÁR einn sýnir skemmtilega þætti á föstudagskvöldum sem bera nafnið Jack and Bobby . Þættirnir segja frá McCallister-bræðrunum, sem aldir eru upp af sjálfstæðri og sérviturri móður og háskólakennara en Christine Lahti leikur hana. Meira
29. apríl 2005 | Tónlist | 933 orð | 2 myndir | ókeypis

Gerir upp fyrstu ár Curvers

Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Birgir Örn Thoroddsen er orðinn einn aðalupptökustjóri íslenskrar jaðartónlistar, en hann hefur unnið sem slíkur með rokksveitum á borð við Mínus og Singapore Sling. Meira
29. apríl 2005 | Kvikmyndir | 180 orð | 1 mynd | ókeypis

Í spennitreyju inn í framtíðina

ÓSKARSVERÐLAUNAHAFINN Adrien Brody leikur í The Jacket , spennandi sálfræðitrylli um hermanninn Jack Starks, sem skotinn var í höfuðið í Persaflóastríðinu. Meira
29. apríl 2005 | Tónlist | 612 orð | 2 myndir | ókeypis

Í þessu húsi er unnið svona

Apótekarinn heitir óperan eftir Joseph Haydn sem verður frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld kl. 20. Meira
29. apríl 2005 | Leiklist | 94 orð | 1 mynd | ókeypis

Leikaraskipti í Grjóthörðum

Þjóðleikhúsið | Nýr leikari tók í gærkvöldi við hlutverki Jóa í leikriti Hávars Sigurjónssonar, Grjóthörðum, sem sýnt er um þessar mundir á Smíðaverkstæðinu. Meira
29. apríl 2005 | Kvikmyndir | 231 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr Rooney í Hollywood

HÉR í eina tíð var það Mickey litli Rooney sem þótti aðalrúsínan í Hollywood. Nú þegar Rooney karlinn er sestur í helgan stein í hárri elli fer vel á að nýr Rooney sé farinn að banka á dyrnar. Meira
29. apríl 2005 | Leiklist | 949 orð | 1 mynd | ókeypis

Oft langaði mig að skríða undir sætið

Eftir Birgi Sigurðsson. Leikstjóri Stefán Baldursson. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Vídeólist: Arna Valsdóttir. Meira
29. apríl 2005 | Tónlist | 123 orð | ókeypis

Theorba á tónleikum á Ísafirði

TÓNLISTARFÉLAGIÐ heldur áfram að kynna Vestfirðingum forvitnilega tónlist og hljóðfæri á tónleikum sínum á þessu starfsári, en nýlega bauð félagið upp á óvenjulega tónleika með hörpu og ýmsum flautum. Meira
29. apríl 2005 | Kvikmyndir | 119 orð | 1 mynd | ókeypis

Tilraun til valdaráns

SPENNUMYNDIN xXx2: The Next Level er framhaldsmynd xXx frá 2002 og er hún frumsýnd hérlendis á sama tíma og í Bandaríkjunum. Í þetta skiptið eru pólitísk átök í gangi og vinsæll forseti verður skotmark leynilegs hóps innan Bandaríkjastjórnar. Meira
29. apríl 2005 | Kvikmyndir | 192 orð | 1 mynd | ókeypis

Úff, varúlfar í Los Angeles

Leikstjóri: Wes Craven. Aðalleikendur: Christina Ricci, Joshua Jackson, Portia De Rossi, Jesse Eisenberg, Judy Greer, Milo Ventimiglia, Shannon Elizabeth. 85 mín. Bandaríkin. 2005. Meira

Umræðan

29. apríl 2005 | Aðsent efni | 217 orð | 1 mynd | ókeypis

Alþingi á villigötum

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fjallar um fyrirhugaða skattlagningu orkuveitna: "Það að flutt skuli stjórnarfrumvarp um að skattleggja skuli hitaveitur og vatnsveitur er ótrúleg gjörð." Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd | ókeypis

Deilur í Garðasókn

Kristín Bjarnadóttir fjallar um samskipti prests og sóknarnefndar í Garðabæ: "Að virtum gögnum málsins telur úrskurðarnefndin því að sóknarprestur beri mesta ábyrgð á því að sættir hafa ekki náðst í málum þeim sem í gangi hafa verið í Garðasókn." Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 713 orð | 2 myndir | ókeypis

Eðlisvísindi og daglegt líf

Ágúst Kvaran og Þorsteinn Vilhjálmsson minna á fyrirlestur sem ber heitið "Undur veraldar": "Eðlisvísindin geta líka svarað ýmsum spurningum um hagkvæmni í daglegu lífi okkar." Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 293 orð | 1 mynd | ókeypis

Einlæg gleði bætir mannsins sál

Árni Helgason skrifar í tilefni af sumarkomu: "Erum við að gleyma þeim andlegu verðmætum sem alltaf hafa gilt og glatt mannsins sál?" Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 845 orð | 1 mynd | ókeypis

Góð tíðindi fyrir Garðbæinga

Ragnar Önundarson fjallar um vegagerð í Garðabæ: "Þetta er hagkvæm lausn og vönduð og táknræn fyrir það sem koma skal." Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 306 orð | ókeypis

Hálft sjöunda ár í dómskerfinu

FYRIR Hæstarétti liggur nú endurupptökumáli á mínum vegum vegna dóms um að hafa dregið mér 500.000,00 kr. Það verður þá í fjórða sinn sem dæmt verður í máli þessu. Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 728 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjólað til vinnu - nokkrar flugur í einu höggi

Haukur Þór Haraldsson fjallar um gildi hjólreiða: "Þær eru margar ástæðurnar sem gefa má fyrir því að leggja einkabílnum og taka fram reiðhjólið." Meira
29. apríl 2005 | Bréf til blaðsins | 926 orð | ókeypis

Hver er tilgangurinn með svona "fréttaflutningi"?

Frá Hallveigu Friðþjófsdóttur: "ÉG get ekki orða bundist yfir "blaðamennskunni" á DV. Ég er aðstandandi eins piltanna í málinu sem kom upp um fyrri helgi þar sem 2 piltar tóku þann þriðja upp í bíl og skutu á hann með gasbyssu vegna fíkniefnaskuldar." Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 465 orð | 1 mynd | ókeypis

Menning fyrir (næstum) alla

Gísli Skúlason fjallar um aðgengi fyrir fatlaða: "Aðalatriðið er að víða eru aðgengismál fatlaðra enn í ólestri." Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 770 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýjan formann

Einar Kárason fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Jú, flokksformaður Samfylkingarinnar lagðist á hnén í beinni sjónvarpsútsendingu, áður en talningu var að fullu lokið, og bað um að fá að verða hækja undir stjórn sem framsóknarmenn myndu leiða." Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 436 orð | 5 myndir | ókeypis

Samstaða um gott mál

Bolli Thoroddsen, Matthías Imsland, Dögg Hugosdóttir, Kristín María Birgisdóttir og Andrés Jónsson segja frá samstöðu ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna um lagafrumvarp um afnám fyrningarfresta í kynferðisafbrotum gegn börnum.: "...krefjumst við að málið verði afgreitt úr allsherjarnefnd fyrir þinghlé." Meira
29. apríl 2005 | Aðsent efni | 964 orð | 1 mynd | ókeypis

Um málvöndun

Kristinn Kristmundsson fjallar um móðurmálið: "Mestu varðar að staðgóð þekking eflist og ráði ferð." Meira
29. apríl 2005 | Velvakandi | 401 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Málverk af Snæfelli GUNNARSSTOFNUN mun í sumar standa fyrir sýningu á Skriðuklaustri á málverkum og vatnslitamyndum af fjallinu Snæfelli. Einn af þeim listamönnum sem vitað er að málað hafi Snæfell er Guðmundur frá Miðdal. Meira
29. apríl 2005 | Bréf til blaðsins | 340 orð | 1 mynd | ókeypis

,,Þegar um landið þingeyskt mont þeysir á Skagfirðingum"

Frá Þóreyju Guðmundsdóttur: "ÞETTA góðkunna vísuorð Egils Jónassonar frá Húsavík kom í hugann, þegar karlakórinn Hreimur úr Þingeyjarsýslum var auglýstur í Háskólabíói nú í mánaðarlokin. Sú er þetta ritar, naut nú á dögunum vorhátíðar þeirra heima í héraði og skemmti sér..." Meira

Minningar- og afmælisgreinar

29. apríl 2005 | Minningargreinar | 110 orð | 1 mynd | ókeypis

BJÖRG ANTONÍUSDÓTTIR

Björg Antoníusdóttir fæddist á Hlíð í Lóni 5. febrúar 1917. Hún lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands á Höfn 13. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarkirkju 22. apríl. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2005 | Minningargreinar | 417 orð | 1 mynd | ókeypis

GUNNÞÓR PÉTURSSON

Gunnþór Pétursson fæddist á Árskósströnd 20. febrúar 1938. Hann lést á líknardeild Landspítalans sunnudaginn 24. apríl síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2005 | Minningargreinar | 1186 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGRÍÐUR NÍELSDÓTTIR

Sigríður Níelsdóttir fæddist að Balaskarði í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu 15. desember 1922. Hún lést á Dvalarheimilinu Skjóli 21. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Emilía Grímsdóttir f. 28. september 1894, d. 3. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2005 | Minningargreinar | 3362 orð | 1 mynd | ókeypis

SIGURLAUG ARNÓRSDÓTTIR

Sigurlaug Arnórsdóttir fæddist á Jófríðarstöðum í Hafnarfirði 21. mars 1923. Hún lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans sunnudaginn 24. apríl síðastliðinn. Foreldar hennar voru Arnór Þorvarðarson, f. 6.3. 1897, d. 7.3. 1976, og Sólveig Sigurðardóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2005 | Minningargreinar | 750 orð | 1 mynd | ókeypis

STEFÁN ÞÓRÐARSON

Stefán Þórðarson fæddist á Geirbjarnarstöðum í Ljósavatnshreppi, S-Þingeyjarsýslu, 12. júlí 1924. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórður Stefánsson, f. á Bakka í Tjörneshreppi 26. mars 1893, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
29. apríl 2005 | Minningargreinar | 1647 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞÓRARINN GUÐLAUGSSON

Þórarinn Guðlaugsson fæddist í Vestmannaeyjum 3. ágúst 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaugur Brynjólfsson, skipstjóri og útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, f. 23. júlí 1890, d. 30. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. apríl 2005 | Sjávarútvegur | 426 orð | 1 mynd | ókeypis

Grásleppan

GRÁSLEPPUVEIÐIN hér við land er nú helmingi minni en á sama tíma í fyrra, og samdráttur á nánast öllum veiðisvæðum. Sömu sögu er að segja af grásleppuveiðum við Grænland og Noreg. Gera má ráð fyrir því að verðið, sem nú er 51. Meira
29. apríl 2005 | Sjávarútvegur | 170 orð | 1 mynd | ókeypis

Starfsemi Sjóvíkur í Taílandi skoðuð

BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, var í síðustu viku gestur fyrirtækisins Sea Viking í Bangkok, sem er í eigu BlueIce eða Sjóvíkur. Meira

Viðskipti

29. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 432 orð | 1 mynd | ókeypis

Að hafa trú á hugmyndinni

Eftir Helga Mar Árnason hema@mbl.is NÍU sprotafyrirtæki, átta íslensk og eitt norsk-íslenskt, kynntu starfsemi sína á fjárfestingarþinginu Seed Forum Iceland sem fram fór í gær. Meira
29. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 153 orð | 1 mynd | ókeypis

Bakkavör skilar góðri afkomu

HAGNAÐUR Bakkavarar Group nam 484 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Er það nær tvöföldun hagnaðar í samanburði við sama tímabil í fyrra en hafa ber í huga að áhrifin nú frá breska hlutdeildarfélaginu Geest skekkja samanburðinn. Meira
29. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 401 orð | 1 mynd | ókeypis

Greiða hluthöfum S&F 52 milljarða í peningum

Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@mbl.is KAUPÞING banki hefur gert bindandi yfirtökutilboð í allt hlutafé í breska bankanum Singer & Friedlander. Meira
29. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 62 orð | ókeypis

Hækkunarlotu ICEX-15 lokið

ÞAR kom að Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands, ICEX-15, hætti að slá fyrri hæðarmet dag frá degi . Í gær lækkaði hún lítillega, um 0,3%, í 4.124 stig. Meira
29. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 232 orð | ókeypis

Laun hjá hinu opinbera hækkað hraðar

FYRIRTÆKI í samkeppnisrekstri eiga að vera leiðandi í launamyndun í landinu að mati Samtaka atvinnulífsins. Meira
29. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 44 orð | ókeypis

Minni hagvöxtur í Bandaríkjunum

HAGVÖXTUR í Bandaríkjunum á ársgrundvelli mældist 3,1% á fyrsta fjórðungi þessa árs. Segir í frétt á vefmiðli New York Times að hagkerfið í Bandaríkjunum hafi ekki vaxið minna á einum ársfjórðungi í tvö ár. Meira
29. apríl 2005 | Viðskiptafréttir | 88 orð | ókeypis

Verðmæti bréfanna núll krónur

DANSKA fjármálaeftirlitið ber brigður á verðmæti hlutabréfa í sænska fyrirtækinu Live Networks sem leigir kvikmyndir yfir Netið. Þetta kemur fram á danskri tölvufréttasíðu, computerworld. Meira

Daglegt líf

29. apríl 2005 | Daglegt líf | 859 orð | 1 mynd | ókeypis

Bílarnir eru þeirra rollur og kanínur

Í nágrenni Rauðavatns eru hjón í óða önn að flytja burt allt sitt hafurtask á milli þess sem þau afgreiða bílaparta. Kristín Heiða Kristinsdóttir leit inn í kaffi hjá Báru og Jamil sem segja að það sé hægt að flokka fólk eftir því hvernig bíla það eigi. Meira
29. apríl 2005 | Daglegt líf | 710 orð | 2 myndir | ókeypis

Gott að geyma græðlinga í kæli

Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is Tími vetrargræðlinganna er runninn upp og ekki seinna vænna að taka fram klippurnar og klippa niður víði-, rifs,- sólberja- eða aspargræðlinga. "Best er að taka vetrargræðlinga snemma á vorin, t.d. Meira
29. apríl 2005 | Daglegt líf | 734 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikilvægt að hafa félagsskap við grillið

Á HEIMILI Sigurlaugar M. Jónasdóttur er mikið grillað, bæði úti á svölum á gasgrilli sem notað er allt árið, og úti í garði á stóru hlöðnu grilli sem notað er yfir sumarmánuðina. Meira
29. apríl 2005 | Daglegt líf | 874 orð | 2 myndir | ókeypis

Vanur að elda af fingrum fram

Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Bjarni Jóhannesson grillar reglulega allt árið um kring, en yfir sumarmánuðina er grillið í stöðugri notkun á heimilinu. Meira

Fastir þættir

29. apríl 2005 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd | ókeypis

60 ÁRA afmæli. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri...

60 ÁRA afmæli. Ólafur Ásgeirsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri, er sextugur í dag, föstudaginn 29.... Meira
29. apríl 2005 | Árnað heilla | 50 orð | 1 mynd | ókeypis

90 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 30. apríl, verður Helga...

90 ÁRA afmæli . Á morgun, laugardaginn 30. apríl, verður Helga Þorsteinsdóttir frá Bessastöðum í Vestur-Húnavatnssýslu níræð. Meira
29. apríl 2005 | Árnað heilla | 20 orð | 1 mynd | ókeypis

90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag, 29. apríl, Ingólfur G. Geirdal kennari...

90 ÁRA afmæli. Níræður er í dag, 29. apríl, Ingólfur G. Geirdal kennari, Hrafnistu í Reykjavík. Hann verður að... Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 472 orð | 1 mynd | ókeypis

Að læra að læra

Eftir Guðrúnu Birnu Kjartansdóttur gudrunbirna@mbl.is NÝI söngskólinn "Hjartansmál" er starfræktur í Ými, tónlistarhúsi við Skógarhlíð 20 í Reykjavík. Nemendur skólans eru rúmlega 90 og kennslu annast um tuttugu kennarar. Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 41 orð | ókeypis

Breiðfirðingakórinn í Fella- og Hólakirkju

ÁRLEGIR vortónleikar Breiðfirðingakórsins verða haldnir í Fella- og Hólakirkju á morgun kl. 17. Aðgangseyrir er 1.500 kr. en frítt er fyrir 12 ára og yngri. Stjórnandi er Hrönn Helgadóttir. Meira
29. apríl 2005 | Fastir þættir | 226 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Íslandsmótið í tvímenningi. Meira
29. apríl 2005 | Viðhorf | 790 orð | 1 mynd | ókeypis

Er eftir miklu að slægjast?

Fyrst hélt ég að hér væri um að ræða hið fornfræga félagsheimili við Öxarfjörð, og þingmennirnir verið látnir rita undir hlutafjárloforð á þorrablóti, en svo safaríkur er sannleikurinn ekki. Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 88 orð | 1 mynd | ókeypis

Haldið upp á vorið

Ævintýradansleikhús barna verður með sýningu í Ketilhúinu á Akureyri í dag 29. apríl á alþjóðlegum degi dansins þar sem vorinu verður fagnað. Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 120 orð | ókeypis

Leiklistarfélag Seltjarnarness frumsýnir

Frumsýning á leikritinu "Blessað barnalán" eftir Kjartan Ragnarsson verður í kvöld kl. 20 í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Leikstjóri er Bjarni Ingvarsson. Leikritið fjallar um mæðgur sem búa austur á landi. Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 280 orð | 1 mynd | ókeypis

Líf og fjör í Listaháskólanum

Vorhátíð Listaháskólans er nú í fullum gangi. Þegar hafa verið þrennir útskriftartónleikar og ein tískusýning og nú um helgina verður stanslaus veisla. Í kvöld frumsýnir Óperustúdíó LHÍ og Íslensku óperunnar Apótekarann eftir Haydn í Íslensku óperunni. Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 21 orð | ókeypis

Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar...

Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. (Fil. 4, 7.) Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 107 orð | 1 mynd | ókeypis

Orgelleikur fyrir börn

Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tónleika í hádeginu laugardaginn 30. apríl fyrir börn og foreldra þar sem flutt verða aðgengileg orgelverk sem sýna ólíkar hliðar á stóra Klais-orgelinu í Hallgrímskirkju. Meira
29. apríl 2005 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 a6 4. f4 e6 5. Rf3 c5 6. dxc5 Da5 7. Bd3 Dxc5 8. De2 Rbd7 9. Be3 Dc7 10. Bd4 Rc5 11. 0-0-0 Be7 12. g4 b5 13. e5 Rxd3+ 14. Hxd3 dxe5 15. Bxe5 Dc4 16. b3 Db4 17. g5 Rd7 18. Bxg7 Dxf4+ 19. Kb1 Hg8 20. Bd4 Bb7 21. Hf1 Dg4 22. Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 181 orð | ókeypis

Sýningum lýkur

Kling & Bang gallerí, Laugavegi 23 Sýningunni "Atlantic Inclusions" lýkur sunnudaginn 1. maí. Listamennirnir Guðrún Benónýsdóttir, Lars Laumann og Benjamin A. Huseby sýna innsetningar, skúlptúra, ljósmyndir, vídeó og fundna hluti. Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 508 orð | 1 mynd | ókeypis

Uppskeruhátíð vetrarstarfsins

Arnþrúður Halldórsdóttir er frá Garði í Mývatnssveit, fæddist 1947 og ólst upp fyrir norðan og sótti þar skóla. Hún flutti til Reykjavíkur 17 ára gömul, gifti sig og eignaðist þrjú börn. Auk þess starfaði hún með eiginmanni sínum við atvinnurekstur. Meira
29. apríl 2005 | Fastir þættir | 262 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Víkverji var aldeilis bit þegar hann las á fréttavef Morgunblaðsins að flutningabíll frá Flytjanda (Eimskip innanlands) hefði keyrt á bita í Hvalfjarðargöngunum og valdið skemmdum og umferðartöfum. Meira
29. apríl 2005 | Í dag | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar

Yfirskrift tónleika kammerkórs Mosfellsbæjar er "Nú vorljóðin óma". Efnisskráin er mjög fjölbreytt og inniheldur hún verk frá öllum helstu tímabilum sögunnar, þar sem þekktustu tónskáld tónlistarsögunnar koma við sögu. Meira

Íþróttir

29. apríl 2005 | Íþróttir | 275 orð | 1 mynd | ókeypis

Allt klappað og klárt hjá Þóri

"ÞAÐ er allt klappað og klárt hjá mér. Ég sendi samninginn út á mánudaginn og þetta er allt frágengið," sagði hornamaðurinn úr Haukum Þórir Ólafsson í gær, en hann hefur skrifað undir samning við þýska liðið N-Lübbecke. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 118 orð | 1 mynd | ókeypis

Birgir Leifur byrjaði illa

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, lauk leik á 3 höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi Áskorendamóts í golfi sem fram fer á Spáni. Birgir var einn undir pari að loknum 9 holum en hann byrjaði illa á síðari hluta hringsins og fékk skolla á 11. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 184 orð | ókeypis

Bjarni á batavegi hjá Plymouth

BJARNI Guðjónsson á von á því að vera í leikmannahóp Plymouth í ensku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina er liðið sækir Burnley heim. En Bjarni hefur verið meiddur frá því hann lék með íslenska landsliðinu gegn Ítölum í Padova á Ítalíu þann 30. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 278 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjarni fer til Créteil

BJARNI Fritzson, fyrirliði ÍR í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við franska liðið Créteil. "Það var endanlega gengið frá þessu í gær," sagði Bjarni í gær og sagðist ánægður með samninginn. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd | ókeypis

* CHELSEA hefur ekki lengur áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Andy...

* CHELSEA hefur ekki lengur áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Andy Cole frá Arsenal að sögn götublaðsins The Sun . Félagið stefnir þess í stað á að kaupa Marek Jankulovski frá Udinese á 5 milljónir punda, um 600 milljónir króna. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 181 orð | 1 mynd | ókeypis

Fær Thierry Henry nýjan gullskó?

ALLT stefnir í að Thierry Henry, miðherji Arsenal, tryggi sér Gullskóinn í Evrópu, fyrir mörk sín í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur skorað 25 mörk í deildinni, sem gefur honum 50 stig í keppninni um gullskóinn. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 86 orð | ókeypis

Hannes Jón til Ajax

HANNES Jón Jónsson, handknattleiksmaður sem leikið hefur með ÍR undanfarin tvö ár, hefur gert samning við danska handknattleiksliðið Ajax frá Kaupmannahöfn. Danski handknattleiksvefurinn haandbold. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 1359 orð | 3 myndir | ókeypis

Haukar sýndu mátt sinn

HAUKAR sýndu í gærkvöldi mátt sinn og megin með því að hirða leikinn úr höndum Eyjastúlkna eftir slæma byrjun og vinna, 26:23, með góðum endaspretti þegar liðin mættust að Ásvöllum í þriðja leik sínum í úrslitakeppni 1. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 144 orð | ókeypis

Heimir Örn og Guðlaugur til Fylkis

FORRÁÐAMENN Fylkis úr Árbæ sem hafa endurvakið handknattleiksdeild félagsins hafa komist að samkomulagi við níu leikmenn um að leika með liðinu á næstu leiktíð undir stjórn Sigurðar Vals Sveinssonar þjálfara. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 391 orð | 1 mynd | ókeypis

* ÍA leikur til undanúrslita í deildabikarkeppni KSÍ eftir 2:1 sigur...

* ÍA leikur til undanúrslita í deildabikarkeppni KSÍ eftir 2:1 sigur liðsins gegn Keflavík á aðalleikvangi Skagamanna í gærkvöld. Ellert Jón Björnsson skoraði fyrsta mark leiksins á 2. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 40 orð | ókeypis

í kvöld

ÍSHOKKÍ Úrslitakeppni karla, fjórði leikur: Akureyri: SA - SR 17 *SA er yfir 2:1 og með sigri verður liðið Íslandsmeistari. KNATTSPYRNA Deildabikarkeppni karla: Boginn: Fjölnir - Fjarðabyggð 21. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 161 orð | ókeypis

Jafnræði hjá Spurs og Nuggets

LEIKMENN San Antonio Spurs voru í miklum ham þegar þeir mætti Denver Nuggets öðru sinni í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 400 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Arnór varð Evrópumeistari

JÓN Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, varð í gær fyrsti Íslendingurinn sem fagnar sigri í Evrópukeppni í körfuknattleik. En hann skoraði 9 stig í sigri rússneska liðsins Dynamo St. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 407 orð | 1 mynd | ókeypis

Krafa um breytingar

MIKIL andstaða er meðal leikmanna og þjálfara við núgildandi fyrirkomulag um fjölda leikmanna utan EES, Evrópska efnahagssvæðisins, sem leyfðir eru í hverju liði í úrvalsdeild, Intersport-deildinni í körfuknattleik, samkvæmt könnun sem Guðmundur Ævar... Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 158 orð | ókeypis

Leikið við Þýskaland og Spán á HM 21 árs liða

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, leikur í með Evrópumeisturum Þjóðverjar, Spánverjum, Kongóbúum og Kínverjum á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ungverjalandi 15.-28. ágúst í sumar. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 102 orð | 1 mynd | ókeypis

Romario kvaddi með marki

BRASILÍSKI knattspyrnukappinn Romario kvaddi brasilíska landsliðið með marki í Sao Paulo er hann lék sinn síðasta leik í hinum fræga gula brasilíska keppnisbúningi - í sigurleik gegn Guatemala, 3:0. Þessi snjalli leikmaður lék fyrstu 39 mín. Meira
29. apríl 2005 | Íþróttir | 297 orð | ókeypis

ÚRSLIT

HANDKNATTLEIKUR Haukar - ÍBV 26:23 Ásvellir, úrslit kvenna, DHL-deildin, þriðji leikur, fimmtudagur 28. apríl 2005. Gangur leiksins: 0:1, 2:1, 2.4, 5:6, 6:9, 7:10, 12:10, 14:11, 15:12 , 17:12, 17:14, 20:15, 21:16, 21:19, 22:21, 24:21, 24:23, 26:23 . Meira

Bílablað

29. apríl 2005 | Bílablað | 123 orð | ókeypis

Bílarannsóknir í Kína

Í KÍNA er ekki aðeins verið að framleiða sífellt fleiri bílagerðir heldur eru og að sækja í sig veðrið þar margir framleiðendur hinna einstöku hluta í bíla og þeir sem bjóða upp á aðstöðu til prófana og rannsókna. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 365 orð | 1 mynd | ókeypis

Bílar frá Kína til Evrópu

BÍLAFRAMLEIÐENDUR í Kína sækja nú til Evrópu í fyrsta sinn af alvöru. Þrjú fyrirtæki undirbúa sóknina sem hefjast á í haust og á næsta ári. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 782 orð | 2 myndir | ókeypis

Bílaþjónusta í alfaraleið

Allmörg bílaþjónustufyrirtæki blasa við þegar ekið er um Reykjanesbraut við bæjarmörk Reykjanesbæjar. Þau þjóna bílaeigendum á Suðurnesjum og þótt víðar væri leitað. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 250 orð | 1 mynd | ókeypis

Brimborg stækkar verkstæði

Fyrirhugað er að stækka talsvert verkstæðispláss Brimborgar við Bíldshöfða í Reykjavík en Brimborg flytur sem kunnugt er inn bíla frá Volvo, Citroën og Daihatsu ásamt atvinnutækjum frá Volvo. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 627 orð | 6 myndir | ókeypis

Bylgja í innflutningi fornbíla

Nú þegar veturinn er liðinn, a.m.k. samkvæmt dagatali, má búast við vorboðum sem bílaáhugamenn taka eftir. Eftir að menn eru öruggir um að ekkert salt sé á götunum og þær orðnar sæmilega þurrar megum við reikna með að á fallegum sólardögum sjáist aldraðir en svipmiklir bílar á götunum. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 97 orð | ókeypis

Chrysler herjar á Evrópu

CHRYSLER hyggst auka mjög sölu í Evrópu út áratuginn og stefnir á tvöföldun sölunnar árið 2009 eða í nærri 200 þúsund bíla. Fleiri tegundir verða í boði frá árinu 2007 eða 18 í stað 13. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 135 orð | 1 mynd | ókeypis

Einfalt í notkun

ÞAÐ er næsta auðvelt að meðhöndla staðsetningartækin með leiðsögubúnaðinum. Þegar halda skal til dæmis á ákveðinn áfangastað á höfuðborgarsvæðinu stimpla menn inn götuheiti og götunúmer og biðja um fljótförnustu leið þangað. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrsta nýja Patrolnum breytt

FJALLASPORT hefur nýlega lokið breytingum á fyrsta Nissan Patrol jeppanum af nýju gerðinni. Var verkið unnið fyrir Slysavarnafélagið í Biskupstungum. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 529 orð | 2 myndir | ókeypis

Gjörbreytt húsnæði hjá Ingvari Helgasyni

Viðamiklar breytingar standa nú yfir á húsnæði bílaumboðsins Ingvars Helgasonar við Sævarhöfða í Reykjavík en þær koma meðal annars í kjölfar þess að framvegis verða allar gerðir bíla sem fyrirtækið flytur inn seldar undir merki Ingvars Helgasonar. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 889 orð | 9 myndir | ókeypis

Golf Plus - meiri Golf, meira rými

ÞAÐ sem VW hefur helst verið gagnrýndur fyrir er takmarkað innanrými, einkanlega í aftursætum. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 108 orð | ókeypis

Góður matur skiptir máli

SAMKVÆMT niðurstöðum nýrrar rannsóknar er skýrt samhengi milli þess að borða hollan mat og umferðaröryggis að því er kemur fram í frétt á vef Umferðarstofu. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 1038 orð | 6 myndir | ókeypis

Lexus GS300 - hljóðlát lúxusreið

LEXUS GS300 er eiginlega fyrsti splunkunýi bíllinn frá Lexus síðan 2001. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 143 orð | 1 mynd | ókeypis

Lexus í góðum málum í Rússlandi

LEXUS horfir til Rússlands sem markaðar þar sem fyrirtækið getur keppt á jafnréttisgrundvelli við BMW og Mercedes Benz. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 120 orð | 2 myndir | ókeypis

Mantra til Íslands í næsta mánuði

LOKIÐ er prófunum á nýjum fjöðrunarbúnaði aldrifsbílanna Mantra sem Ræsir býr sig undir að flytja til landsins. Upphaflega var gert ráð fyrir að bílarnir kæmu hingað til lands nú um miðjan mánuðinn en því verður frestað þar til í maí. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 87 orð | ókeypis

Mercedes Benz smájeppi

MERCEDES Benz ráðgerir að setja á markað smájeppa sem keppa á við BMW X3 gerðina. Verða framleiddir í það minnsta 75 þúsund slíkir á ári. Heimildir herma að bíllinn verði framleiddur á grind C-línunnar og sala eigi að hefjast árið 2007. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 109 orð | 3 myndir | ókeypis

Mikill áhugi á húsbílum og hjólhýsum

NÚ þegar sól hækkar á lofti fer landinn að komast í ferðahug. Húsbílar njóta vaxandi vinsælda, enda einstaklega þægilegt að ferðast um landið í slíkum farartækjum. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 134 orð | 1 mynd | ókeypis

Nesjavallavegur verður þjóðvegur

VEGURINN milli Nesjavalla og Reykjavíkur verður þjóðvegur samkvæmt samgönguáætluninni fyrir næstu árin. Orkuveita Reykjavíkur og Vegagerðin hafa gengið frá samkomulagi þessa efnis en þetta þýðir að viðhald vegarins verður nú í umsjón Vegagerðarinnar. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 347 orð | 3 myndir | ókeypis

Nýr G-jeppi borgarlegri

INNAN tíðar verður Mercedes-Benz G-jeppinn endurnýjaður og samkvæmt myndum sem teknar hafa verið af bílnum þar sem hann var prófaður verður honum gersamlega umbylt í útliti. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 65 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr Pathfinder frumsýndur

NÝR Nissan Pathfinder jeppi verður frumsýndur hjá umboðinu, Ingvari Helgasyni, við Sævarhöfða í Reykjavík um helgina. Opið verður í dag, föstudag, milli kl. 9 og 18 og á morgun milli kl. 12 og 16. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 477 orð | 1 mynd | ókeypis

Ónumið land

Kannski að maður sé endanlega farinn yfir um? Ég veit að þetta kallast varla mótorhjól; 69 kíló, pínulítið kríli, heyrist varla í þessu og rétt hreyfist úr sporunum. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 129 orð | 1 mynd | ókeypis

Páfinn á Touareg?

HINN nýlátni páfi Jóhannes Páll II ók nú síðast á Mercedes Benz. Benzinn var byggður sem eins konar pallbíll og sat páfi aftur á pallinum í hásæti, umlukinn skotheldu gleri í bak og fyrir. Á vef Félags ísl. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 1113 orð | 3 myndir | ókeypis

Reiður ökumaður getur verið hættulegur

Auglýsingar Umferðarstofu um hegðan okkar í umferðinni hafa verið nokkuð til umræðu. Geir A. Guðsteinsson dregur fram nokkur sjónarmið um málið. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 435 orð | ókeypis

Segja ríkið niðurgreiða eyðslufreka bíla

LANDVERND bendir á í fréttatilkynningu að þrátt fyrir áform ríkisstjórnar Íslands að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, m.a. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 72 orð | ókeypis

Toyota menn á námskeiði

STARFSMENN í sjö bílaverksmiðjum Toyota í Evrópu munu næstu misserin halda til Englands til að sækja námskeið til að gera þeim kleift að bæta framleiðsluna. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 130 orð | 2 myndir | ókeypis

Tucson hlaut silfrið

TUCSON FCEV varð í öðru sæti í nýstárlegum kappakstri tvinnbíla (hybrid) og bíla með efnarafala. Keppnin fór fram í Monte Carlo nýlega og vakti veruleg athygli, enda sum farartækin harla óvenjuleg í útliti. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 161 orð | ókeypis

Úrgangur verður að bílaeldsneyti

Í SVÍÞJÓÐ er mikið skógarhögg og úr viðnum er m.a. unninn pappír í stórum stíl. Í pappírsframleiðslunni verður til úrgangsefni - olíukennd kvoða sem kallast svartlútur. Hingað til hefur svartlúturinn aðallega verið brenndur, m.a. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 237 orð | 1 mynd | ókeypis

Út á land eða í Grafarholt?

ÞEGAR ekið er út úr Reykjavík um tveggja akreina Vesturlandsveginn og menn nálgast gatnamót við Grafarholt gætu menn allt í einu og næstum óafvitandi lent í því hverfi. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 178 orð | 1 mynd | ókeypis

Varahlutir í gamla Land Rovera

LAND Rover hefur aukið þjónustu við eigendur eldri gerða af Land Rover með Classic Parts-varahlutum, en þeir eru eingöngu ætlaðir árgerðum framleiddum fram til ársins 1994. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 573 orð | 3 myndir | ókeypis

Vegaleiðsögukort í GPS-tækin

Með því að nota leiðsögukort í bílinn má auðveldlega rata um ókunnar slóðir. Þetta er nú að verða möguleiki hérlendis eins og Jóhannes Tómasson komst að þegar hann prófaði slíkt tæki. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 532 orð | 4 myndir | ókeypis

Veltigrindur í breyttum jeppum

Jeppum er breytt á alla kanta og oft er þyngdaraukning samfara stórum breytingum á bilinu 600-800 kg. Sigurður Grímsson veltir fyrir sér hvaða áhrif þetta hafi á styrkleika farþegahúsa. Veltigrindur eða veltibúr geta komið í veg fyrir að farþegahús leggist saman ef bíll veltur. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 245 orð | 3 myndir | ókeypis

Vetnisfólksbíll á Íslandi

VERKEFNI Íslenskrar NýOrku og fleiri aðila um tilraunaakstur vetnisstrætisvagna er nú að ljúka. Vagnarnir hafa verið í umferð í Reykjavík frá því í október 2003 og munu aka út ágúst 2005 en þá lýkur þessu verkefni formlega. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 289 orð | 1 mynd | ókeypis

Vilja afnema höft á sölu notaðra bíla

EVRÓPUSAMBANDIÐ vill að öll sala notaðra bíla til nýrra aðildarlanda sambandsins í austurhluta Evrópu verði gefin frjáls. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 114 orð | ókeypis

Vilja fé í vegabætur í Skriðdal

AÐALFUNDUR Samfylkingarinnar á Héraði og Borgarfirði mótmælir harðlega sinnuleysi stjórnvalda í vegamálum á Fljótsdalshéraði. Sérstaklega er bent á í ályktun samtakanna þar að lútandi að nánast ekkert fjármagn sé sett í endurnýjun á þjóðvegi nr. Meira
29. apríl 2005 | Bílablað | 146 orð | 1 mynd | ókeypis

Vörubílar í hægri sókn

MARKAÐUR fyrir stóra vöruflutningabíla í Evrópu fer smám saman vaxandi eftir nokkra efnahagslægð og er gert ráð fyrir að innan fárra ára verði metárið 2000 slegið segir m.a. í frétt frá Scania í Svíþjóð. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.