Greinar laugardaginn 14. maí 2005

Fréttir

14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 246 orð

20% lækkun vatnsverðs í Kópavogi

STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur hefur samþykkt lækkun á verði vatns til Kópavogsbæjar til jafns við Seltjarnarnes og Mosfellsbæ. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð

Af sjómennsku

Þegar Guðmundur Finnbogason sigldi með íslenskum togara frá Englandi haustið 1923 gladdi hann að heyra skipverja kveða og syngja jvið stýrið. Í ljóðakverinu Hafrænu er vísa Páls J. Árdals: Þú ert sagður konum kær, þó kominn sért til ára. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Allar vélar geta lent á Þingeyri

Þingeyri | Þegar framkvæmdum við lagfæringar á Þingeyrarflugvelli er lokið geta stærstu flugvélar í innanlandsflugi lent þar fullar af farþegum og farangri, með sama hætti og á Ísafjarðarflugvelli, en hann er varavöllur fyrir Ísafjörð. KNH verktakar... Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 194 orð

Ágreiningi um ræstingar vísað frá

FÉLAGSDÓMUR hefur vísað frá máli sem ASÍ höfðaði fyrir hönd Starfsgreinasambandsins vegna Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Málið var höfðað vegna útboðs á ræstingu hjá Hafnarfjarðarbæ. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 478 orð

Ákvæði sett í hegningarlög um bann við umskurði kvenna

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÁKVÆÐI um bann við limlestingu á kynfærum kvenna voru lögfest á Alþingi í vikunni. Ákvæðin miða að því að koma í veg fyrir umskurð kvenna. Brot á þeim geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Birgir Jónsson framkvæmdastjóri Iceland Express

BIRGIR Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Express. Hann tekur við starfinu af Almari Erni Hilmarssyni sem nýlega hóf störf sem forstjóri norræna flugfélagsins Sterling, systurfélags Iceland Express. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Blóðug fjöldamótmæli gegn Karímov

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ljóst þykir að tugir manna hafi fallið í borginni Andijan í Úsbekistan í gær, flestir þegar stjórnarhermenn skutu á mörg þúsund manns sem tóku þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Íslams Karímovs forseta. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Brjóstmyndir af borgarstjórum

STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, bauð fyrrverandi borgarstjórum til athafnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í tilefni af því að afhjúpaðar voru brjóstmyndir af tveimur fyrrverandi borgarstjórum, þeim Birgi Ísleifi Gunnarssyni og Agli Skúla... Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð

Dagur í Populus tremula | Sýning á verkum eftir Dag Sigurðarson skáld og...

Dagur í Populus tremula | Sýning á verkum eftir Dag Sigurðarson skáld og myndlistarmann (1938-1994) verður opnuð í Populus tremula (í kjallara Listasafnsins), á Akureyri á morgun, laugardaginn 14. maí, kl. 15. Að kvöldi hvítasunnudags kl. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Dagur Kári lofaður

KVIKMYNDIN Voksne mennesker eftir Dag Kára Pétursson, sem frumsýnd var í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöld, fær lofsamlega dóma í dönskum fjölmiðlum í gær. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 143 orð

Drengir hverfa í London

London. AFP. | Lögreglan í London segir að hundruð ungra blökkudrengja hafi horfið úr skóla og ekki sé vitað um afdrif þeirra. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Dönsuðu við ömmur og afa

SEGJA má að kynslóðabilið hafi verið brúað í Ártúnsskóla í gær, en þá var haldinn svokallaður ömmu- og afadagur, og komu fjölmargar ömmur og afar með barnabörnum sínum í skólann. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Einn á gangi á Spítalastíg

Reykjavík | Ómögulegt er að geta sér til um hvert ferð þessa myndarlega kattar er heitið. Hann varð á vegi ljósmyndara á Spítalastígnum og hefur eflaust bara verið að viðra sig í góða veðrinu. Fáir á ferli aðrir. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Ellefu þúsund íbúar

Reykjanesbær | Íbúatala í Reykjanesbæ fór í fyrsta skipti upp fyrir ellefu þúsunda markið á dögunum og í gær voru íbúarnir orðnir 11.081 talsins. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Endurnýja samning um samstarf

Nýlega endurnýjuðu KB banki og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) samning um samstarf og stuðning bankans við starfsemi Íþróttasambands fatlaðra. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð

Fagna upplýsingum um Evrópumál

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Heimssýnar, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum: "Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, fagnar þeim upplýsingum sem fram komu á Alþingi hinn 9. maí sl. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Fátækt og harðstjórn eru undirrótin

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Mikil og sár fátækt, hatrammar deilur um trúmál og harðstjórn eru meginástæður þeirrar ólgu, sem nú hefur brotist út í Mið-Asíuríkinu Úsbekístan. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Fengu grenndarskóg í Öskjuhlíð

NEMENDUR Hlíðaskóla gengu fylktu liði í Öskjuhlíð í gær í fylgd kennara og skólastjórnenda, tilefnið var að skólinn hefur eignast grenndarskóg á u.þ.b. 3 hektara reit í Öskjuhlíð. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fiskiver fær umhverfisverðlaun

Eyrarbakki | Umhverfisráð Árborgar veitti fiskvinnslu og útgerðarfélaginu Fiskiveri ehf. á Eyrarbakka verðlaun fyrir snyrtimennsku og góða umgengni. Allt umhverfis fiskvinnsluhús fyrirtækisins eru grasflatir og næst húsunum bundið slitlag. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Fjölbreytileiki fjórðungsins

Sýningin Norðurland 2005 var opnuð í Íþróttahöllinni á Akureyri síðdegis í gær og verður hún opin um hvítasunnuhelgina. Sýningarbásar eru 65 talsins en sýnendur eru fleiri þar sem margir hafa samvinnu um kynningar. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 198 orð | 2 myndir

Fjöldamorðingi líflátinn

New York. AFP. | Fjöldamorðinginn Michael Ross var tekinn af lífi í gær með banvænni sprautu í fangelsi í Connecticut í Bandaríkjunum. Var það fyrsta aftakan í 45 ár í Nýja Englandi. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 132 orð

Fjölmennasta Mið-Asíuríkið

ÚSBEKÍSTAN er rúmlega 447 þúsund ferkm að flatarmáli, meira en fjórum sinnum stærra en Ísland, og fjölmennasta ríkið í Mið-Asíu. Þar búa um 24 milljónir manna. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Flestar fæðingar í maí

FLEST börn á Íslandi fæðast á sumrin. Þannig fæddust t.d. 26% fleiri börn í júlí í fyrra en í desember, en í þeim mánuði voru fæstar fæðingar. "Ætli skýringin sé ekki einfaldlega sú að fólk plani fæðingarnar frekar á sumrin. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð

Flóamarkaður | Kvennakór Akureyrar heldur flóamarkað vegna söngferðalags...

Flóamarkaður | Kvennakór Akureyrar heldur flóamarkað vegna söngferðalags kórsins til Slóveníu nú í sumar. Markaðurinn verður haldinn í hlöðunni við Litla-Garð gegnt Akureyrarflugvelli á morgun, laugardaginn 14. maí, kl. 13 til 17. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Fyrsta stóriðja Íslendinga

Keflavík | "Ég er gamall sjómaður. Þetta er saga sem vert er að grafa upp og muna og koma til þeirra sem eru yngri," segir Grímur Karlsson módelsmiður, fyrrverandi skipstjóri í Njarðvík. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 547 orð | 2 myndir

Fæðingartíðnin dugar ekki til að viðhalda mannfjölda

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is Þó að frjósemi íslenskra kvenna sé ein sú mesta í Evrópu er eigi að síður svo komið að hún dugar ekki lengur til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Gefa verk eftir Elías Hjörleifsson

Hella | Fjölskylda Elíasar heitins Hjörleifssonar hefur fært Rangárþingi ytra að gjöf 45 myndverk eftir hann. Gjöfin var afhent við athöfn sem fram fór í Þykkvabæjarskóla í gær. Hluti verkanna verður settur upp í nýju safnaðarheimili á Hellu. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 478 orð | 1 mynd

Hagur af olíugjaldi fyrir almenna bílnotendur

ALMENNIR bíleigendur hagnast á nýja olíugjaldskerfinu miðað við þungaskattskerfið ef aksturinn fer ekki yfir 30.000 km á ári. Sparnaðurinn er enn meiri ef miðað er við dísilbíla í olíugjaldskerfi og bensínbíla. Þannig verður eldsneytiskostnaðurinn 112. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð

Handtekinn vegna árásar

UNGUR maður var handtekinn í fyrrinótt vegna líkamsárásar sem átti sér stað við Austurbæjarskóla á fimmtudagskvöld. Sá sem ráðist var á er innan við tvítugt og slasaðist töluvert og var fluttur á slysadeild með brotnar tennur og skurði. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 425 orð

Háskólinn í Reykjavík svarar prófessorum og kennurum við HÍ

"FULLYRÐING félags prófessora og félags háskólakennara í Háskóla Íslands þess efnis að sá háskóli beri óumdeilanlega höfuð og herðar yfir aðra háskóla í landinu á sviði framhaldsnáms og rannsókna tekur ekki tillit til öflugrar uppbyggingar í öðrum... Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð

Helgarferð með Málbjörgu

MÁLBJÖRG, félag um stam, býður ungum félagsmönnum upp á helgarferð í Þórsmörk. Ferðin kostar 2.000 krónur, allt innifalið, matur og ferðir Reykjavík-Þórsmörk. Þeir sem eiga langt að sækja fá 2.000 kr. upp í ferðakostnað. Farið frá Reykjavík kl. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Humarvertíðin hefur aldrei byrjað betur

HUMARVERTÍÐIN frá Þorlákshöfn hefur farið vel af stað, hún hófst óvenjusnemma eða í aprílbyrjun. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 748 orð | 1 mynd

Hver ákveður stríðsþátttöku?

Eftir Höllu Gunnarsdóttur hallag@mbl.is Hlutur kvenna í mótun stjórnarskrár rýr Konur fá nú í fyrsta skipti að koma að stjórnarskrármótun en þó eru þær aðeins tvær af níu í stjórnarskrárnefnd og aðeins ein kona er í fjögurra manna sérfræðinganefnd. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 446 orð

Hæstiréttur vísar frá máli gegn endurskoðanda

HÆSTIRÉTTUR hefur vísað frá dómi máli ákæruvaldsins gegn löggiltum endurskoðanda, sem ákærður var fyrir að hafa vanrækt skyldur sínar sem endurskoðandi ársreikninga Tryggingasjóðs lækna. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 238 orð

Höllin fær undanþágu

HÖLLIN í Vestmannaeyjum, sem er veislu- og ráðstefnuhús, hefur fengið undanþágu frá umhverfisráðuneytinu til skemmtanahalds, að sögn Sigmars Georgssonar, annars aðaleiganda Hallarinnar. Undanþágan gildir til 1. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 1634 orð | 1 mynd

Íbúalýðræði í deiglunni

Með almennum atkvæðagreiðslum er hægt að rjúfa einokun stjórnmálaflokka á því að taka lýðræðislegar ákvarðanir. Það verður þó að vanda til verka því annars er m.a. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 101 orð

Jóhannes Páll II páfi í tölu blessaðra

Vatíkanið. AFP. | Benedikt sextándi páfi tilkynnti í gær að hann hefði hafið undirbúning að því að taka fyrirrennara sinn, Jóhannes Pál II, í tölu blessaðra, sem er fyrsta skrefið í áttina að því að hann verði tekinn í tölu dýrlinga. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kynna hestaíþróttina

Alhliða kynning á hestaíþróttinni fer fram á Sörlastöðum við Kaldárselsveg í Hafnarfirði í dag milli kl. 13 og 16 á fjölskyldudegi Sörla. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Landssímahúsið við Austurvöll selt

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is GENGID var frá samningum um sölu á Landssímahúsinu við Austurvöll í fyrrakvöld, en það hefur staðið svo til autt frá því árið 2001 þegar þessar fyrrum höfuðstöðvar Símans voru seldar einkaaðilum. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Listnámsbraut VMA | Sýning á verkum nemenda listnámsbrautar...

Listnámsbraut VMA | Sýning á verkum nemenda listnámsbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri verður opnuð í dag, kl. 13 og stendur yfir um helgina, en hún verður opin frá kl. 13 til 17 laugardag og sunnudag. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð

Málstofa um styttingu framhaldsskólans

KENNARAFÉLAG Reykjavíkur efnir til málstofu um áhrif fyrirhugaðrar styttingar framhaldsskólans á grunnskólann, nemendur, kennara og skólaumhverfið allt. Málstofan verður haldin að kvöldi þriðjudagsins 17. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

Menning í hverju horni í Ráðhúsi Ölfuss

Þorlákshöfn | Nú stendur yfir leirlistarsýning Rannveigar Tryggvadóttur í Bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Sýningin sem er sölusýning stendur til 3. júní. "Mér var boðið að sýna hér og ég gat einfaldlega ekki hafnað því góða boði. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Mjólkurverð lækkar hratt

VERÐ á mjólk hefur lækkað um 33,4% frá áramótum. Ástæðan fyrir þessu er fyrst og fremst verðstríð á matvörumarkaði. Samkvæmt mælingum Hagstofu íslands hafa mjólkurvörur lækkað mikið í verði þrjá mánuði í röð. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Mótmæli múslíma breiðast út

Kabúl, Dubai. AP, AFP. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 620 orð | 1 mynd

Nú er allt hægt

Eftir Sigurð Jónsson Eyrarbakki | "Þetta er gott hús og greinilegt er að ekki var tjaldað til einnar nætur þegar það var reist árið 1919. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Nýr sendiherra Svía í haust

MADELEINE Ströje-Wilkens hefur verið skipuð nýr sendiherra Svía á Íslandi. Wilkens tekur við sendiherrastöðunni í haust. Hún er nú sendiherra í Buenos Aires en var áður sendiherra í Chile, auk þess sem hún hefur gegnt opinberum störfum í New York og Nairobi. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd

Ónæmis verður vart hjá lúsum fyrir eyðandi efnum

HÖFÐULÚSIN hefur sótt í sig veðrið á Vesturlöndum undanfarið og hefur orðið vart ónæmis hjá lúsinni fyrir lúsaeyðandi efnum samfara aukinni notkun þess. Í Farsóttafréttum , nýju fréttabréfi sóttvarnalæknis, kemur fram að sl. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

"Engum tekst að hræða okkur"

Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Belfast. AP, AFP. | Systur Roberts McCartney, 33 ára kaþólikka sem liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA) myrtu fyrir utan krá í Belfast í janúar, hafa undanfarna daga orðið fyrir alvarlegum hótunum. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 814 orð | 1 mynd

"Jafnfætis jafnöldrum í málþroska"

Óli Þór Sigurjónsson, sem er sex ára gamall, fæddist heyrnarlaus en hefur nú með aðstoð tækninnar og markvissri vinnu náð undraverðum árangri þannig að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska og tali. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 37 orð

Rangt nafn

ÞAU mistök urðu í frétt Morgunblaðsins síðastliðinn fimmtudag, að nafn sjómanns misritaðist í frétt um stórlúðu. Sjómaðurinn var sagður heita Stefán, en heitir Baldur. Það er hér með leiðrétt um leið og beðist er velvirðingar á... Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 317 orð | 1 mynd

Ríkinu ber einnig að greiða dráttarvexti

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að bótanefnd dómsmálaráðuneytisins beri að greiða þolanda líkamsárásar dráttarvexti af bótakröfu frá því að árásin átti sér stað en ekki bara almenna vexti. Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 104 orð

Samkynhneigð kona svipt börnunum

HÆSTIRÉTTUR Chile hefur staðfest dóm þess efnis að Karen Atala, samkynhneigð kona, skuli svipt forræði þriggja barna sinna. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 210 orð

Segja Háskóla Íslands búa við fjársvelti

EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Félagi háskólakennara og Félagi prófessora í Háskóla Íslands um fjárhagsvanda Háskóla Íslands: "Félag prófessora og Félag háskólakennara fagna framkominni stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar á Háskóla Íslands. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sigurrós kemur í stað Gunnars

SIGURRÓS Þorgrímsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, tekur sæti Gunnars I. Birgissonar á Alþingi í haust. Gunnar hefur samhliða þingmennsku verið oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Kópavogs. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 402 orð

Sjónvarpsfélög takast á um dreifingu

SÍMINN hefur krafist þess að Samkeppnisstofnun hlutist til um að félagið fái að dreifa tilteknum sjónvarpsrásum 365 ljósvakamiðla ehf. í dreifikerfi sínu. Í gær afhentu 365 ljósvakamiðlar ehf. Samkeppnisstofnun kvörtun vegna Símans. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Skemmdi lögreglubíl og slasaði lögreglumann

LÖGREGLUMAÐUR slasaðist minniháttar þegar ölvaður ökumaður ók á lögreglubíl með þeim afleiðingum að lögreglubifreiðin kastaðist út í skurð og er hún mikið skemmd. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð

Skipsskrúfa Skeenu til minnis um látna sjóliða

SKIPSSKRÚFA og öxull af kanadíska tundurspillinum HMCS Skeena sem strandaði í ofsaveðri við Viðey árið 1944 voru hífð upp af hafsbotni við strandstað nú í vikunni og stendur til að koma skrúfunni fyrir í Viðey til minningar um þá 15 sjóliða sem fórust í... Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 90 orð

Styðja Ágúst Ólaf

UNGIR jafnaðarmenn á Suðurlandi lýsa yfir stuðningi við framboð Ágústs Ólafs Ágústssonar í embætti varaformanns Samfylkingarinnar. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 163 orð

Styrkjum úthlutað til íþrótta- og tómstundastarfs

Árborg | Alls bárust tuttugu umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki hjá Sveitarfélaginu Árborg, frá 13 aðilum sem sóttu samtals um styrki að upphæð um 5,5 milljónir. Við fyrri úthlutun ársins voru veittir styrkir samtals að fjárhæð 750 þúsund kr. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 149 orð

Styrkur úr Minningarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur

Þorgerður S. Eiríksdóttir fæddist 20. janúar 1954 og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 1971. Hún þótti mjög efnilegur píanóleikari og var nýkomin til Lundúnaborgar til að hefja framhaldsnám þegar hún lést af slysförum 2. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð

Sýning á Karólínu | Hugleikur Dagsson opnar sýningu á morgun...

Sýning á Karólínu | Hugleikur Dagsson opnar sýningu á morgun, laugardaginn 14. maí, kl. 14 á Café Karólínu. Sýningin hefur fengið titilinn "I see a dark sail" og inniheldur fjölmargar teikningar. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð

Sýning | Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar útskriftarsýningu sína úr...

Sýning | Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar útskriftarsýningu sína úr Myndlistaskólanum á Akureyri í Galleríi Jónasar Viðars í Kaupvangsstræti í dag, 14. maí. Jóna mun sýna hljóðverk, textaverk og málverk. Sýningin stendur yfir til 22 maí. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 35 orð

Sýning | Nemendur í Myndlistaskóla Arnar Inga sýna verk sín á Óseyri 6...

Sýning | Nemendur í Myndlistaskóla Arnar Inga sýna verk sín á Óseyri 6, Arnarauga, í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, frá kl. 14 til 18 báða dagana. Áhersla er lögð á nærmyndir úr... Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 39 orð

Sýning | Þeir Egill Snæbjörnsson og Guðjón Sigurður Tryggvason opna...

Sýning | Þeir Egill Snæbjörnsson og Guðjón Sigurður Tryggvason opna sýningu í Galleríi Boxi í Kaupvangsstræti í dag, laugardag, kl. 16. Egill sýnir teikningar af ketti í nótt en Guðjón sýnir fatnað þar sem innblásturinn er sóttur í... Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Taka þeir ofan?

London. AP. | Hermennirnir sem standa vörð um Buckingham-höll, bústað breska þjóðhöfðingjans í London, hafa í nær tvær aldir borið tígulegar húfur úr svörtu bjarnarskinni sem keypt er í Kanada. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð

Tannlæknar styðja reykingabann á skemmtistöðum

FÉLAGSFUNDUR í Tannlæknafélagi Íslands samþykkti samhljóða ályktun þar sem lýst er eindregnum stuðningi við frumvarp á Alþingi til breytinga lögum um tóbaksvarnir þar sem gert er ráð fyrir að reykingar verði óheimilar á veitinga- og skemmtistöðum og þar... Meira
14. maí 2005 | Erlendar fréttir | 141 orð

Tillögur um að loka herstöðvum

Washington. AFP. | Bandaríska varnarmálaráðuneytið leggur til að 33 stórum herstöðvum í Bandaríkjunum verði lokað auk margra lítilla stöðva. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 408 orð

Tóbaksvarnalögin fela í sér málefnalega takmörkun

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af kröfum tveggja tóbaksfyrirtækja sem fóru í mál við ríkið til að fá hnekkt tilteknum ákvæðum í 7. gr. laga um tóbaksvarnir sem varða tóbaksauglýsingar. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 202 orð

Tölvutæk vegabréf nauðsynleg ef ferðast á til Bandaríkjanna

ÍSLENSKIR ríkisborgarar, sem hyggja á ferð til Bandaríkjanna eftir 26. júní í sumar, og eiga vegabréf sem gefin eru út fyrir 1. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Umferðin eins og um verslunarmannahelgi

MIKIL bílaumferð lá "til austurs og vesturs" frá höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær, að sögn lögreglu í Reykjavík og Kópavogi. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Þessir dagar í lífi þjóðarinnar eru einhverjir þeir stórkostlegustu. Allur gróður er að vakna til lífsins, farfuglarnir koma hver á fætur öðrum. Norðrið er að vakna eftir langan vetrarsvefn. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Vill að hætt verði við áform um niðurrif 4 húsa

ÓLAFUR F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, hyggst leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi á þriðjudag um að dregin verði til baka heimild um niðurrif á fjórum 19. aldar húsum á Laugavegi. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 264 orð

Vinnutími á Íslandi hefur styst verulega

SAMKVÆMT vinnumarkaðsrannsókn (VMR) og launakönnun (LK) Hagstofunnar hefur vinnutími hérlendis styst verulega undanfarin ár. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins www.sa.is. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 81 orð

Vorhátíð

Snæfellsbær | Vorhátíð Snæfellsbæjar verður haldin dagana 20.-22. maí nk. Þar verða uppákomur fyrir alla fjölskylduna, má þar nefna útivist, söng, evróvisjónhóf, dansleik og tónleika, mat og menningu o.fl. sem Snæfellsbær hefur að bjóða. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð

Vorsýning

ÁRLEG Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður opnuð í húsnæði skólans í Kaupvangsstræti 16, í dag, laugardaginn 14. maí kl. 14. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 270 orð

Vægi lágvöruverðsverslana ekki aukið

DEILDARSTJÓRI vísitöludeildar Hagstofunnar, Rósmundur Guðnason, telur ekki ástæðu til að auka vægi lágvöruverðsverslana í útreikningi neysluvísitölunnar, líkt og framkvæmdastjóri Bónuss nefndi í Morgunblaðinu í gær. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Þjóðargjöfin til Norðmanna er Konungasögur

HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra afhendir í dag Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, gjöf Íslendinga til norsku þjóðarinnar í tilefni þess að 100 ár eru frá því að Norðmenn öðluðust sjálfstæði og norska konungdæmið var endurreist. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Þórshamarinn hulinn

MERKI Hótels 1919 hylur nú Þórshamarinn sem prýtt hefur Eimskipafélagshúsið frá upphafi. Þórshamarsmerkið, sem var einkennismerki Eimskipafélags Íslands, var áberandi í innréttingum hússins sem skreyttar voru tréskurði og eins framan á húsinu. Meira
14. maí 2005 | Innlendar fréttir | 866 orð

Þurftu ekki leyfi til að starfa hér í þrjá mánuði

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands sýknaði í gær tvo Letta, sem unnu fyrir GT verktaka við Kárahnjúka, af ákærum að hafa starfað hér á landi án atvinnuleyfis. Komst dómurinn m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

14. maí 2005 | Leiðarar | 387 orð

Fríverzlun við Kína

Undirritun samkomulags Íslands og Kína um undirbúning fríverzlunarviðræðna ríkjanna sætir nokkrum tíðindum. Ísland er þannig fyrst Evrópuríkja til að gera slíkt samkomulag við Kína. Meira
14. maí 2005 | Staksteinar | 279 orð | 1 mynd

Náttúruverndarsinnar?

Blaðið, hið nýja fríblað, hefur nú komið út í eina viku. Meira
14. maí 2005 | Leiðarar | 472 orð

Samkeppni og verðbólga

Matvælakaup þjóðarinnar hafa færzt í verulegum mæli til lágvöruverðsverzlana. Þar eru Bónus og Krónan fremst í flokki en Kaskó lætur líka til sín taka. Meira

Menning

14. maí 2005 | Tónlist | 169 orð | 1 mynd

Aladár Racz leikur Goldberg-tilbrigðin á Húsavík

ALADÁR Racz leikur Goldberg-tilbrigðin eftir Johann Sebastian Bach á tónleikum í Borgarhólsskóla á Húsavík í dag kl. 17. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni Tónlistarskóla Húsavíkur og Félags íslenskra tónlistarmanna með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Meira
14. maí 2005 | Myndlist | 142 orð | 1 mynd

Á þriðja tug myndlistarsýninga í upphafi Listahátíðar

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í dag. Í ár er hátíðin helguð myndlist og hefur sá þáttur hennar fengið yfirskriftina Tími, rými, tilvera. Meira
14. maí 2005 | Tónlist | 971 orð | 2 myndir

Barkasöngur er menning fólksins í Tuva

Í Suður-Síberíu, landinu Tuva sem er á milli Mongólíu og fyrrum Sovétríkjanna, býr þjóð af svipaðri stærð og hin íslenska. Hjá þessari hirðingjaþjóð ríkir sönghefð sem enginn veit hversu gömul er, hinn svokallaði barkasöngur. Meira
14. maí 2005 | Kvikmyndir | 203 orð | 1 mynd

Cleese, Wallace og Gromitt

Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is Morgunblaðið. Cannes. | Gamli önugi hótelstjórinn á hinu vonlausa Hótel Tindastóli, John Cleese, vinnur nú að gerð handrits fyrir nýja tölvuteiknimynd sem höfundar Wallace og Gromitt og Chicken Run undirbúa. Meira
14. maí 2005 | Menningarlíf | 567 orð | 2 myndir

Degi Kára líkt við Truffaut

Kaupmannahöfn | Kvikmyndin Voksne mennesker eftir Dag Kára Pétursson var heimsfrumsýnd í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöld. Meira
14. maí 2005 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Dís til Sjanghæ

KVIKMYNDIN Dís eftir Silju Hauksdóttur hefur verið valin til sýningar á hinni alþjóðlegu kvikmyndahátíð í Sjanghæ sem fram fer 11.-19. júní. Umrædd hátíð heitir Shanghai International Film Festival (www.siff. Meira
14. maí 2005 | Myndlist | 66 orð | 1 mynd

Egill og Guðjón í Boxi

EGILL Sæbjörnsson og Guðjón Sigurður Tryggvason opna sýningu í galleríi Boxi, Listagilinu á Akureyri, í dag kl. 17. Meira
14. maí 2005 | Myndlist | 188 orð | 1 mynd

Fjölbreytt opnunarhátíð

FJÖLBREYTT dagskrá verður á opnunarhátíð Listahátíðar sem hefst í Listasafni Reykjavíkur kl. 20.30 í kvöld. Bein útsending verður frá hátíðinni í Sjónvarpinu og stendur hún yfir í um eina klukkustund. Meira
14. maí 2005 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

B ritney Spears hefur viðurkennt að hafa "vanrækt útlitið" síðan hún gifti sig. Poppstjarnan, sem er komin fjóra mánuði á leið viðurkennir að hún hafi fitnað og sé ekki jafn kynþokkafull eftir að hún gekk í hnapphelduna. Meira
14. maí 2005 | Myndlist | 36 orð

Fugl, Félag um gagnrýna list

Sýningu Rúríar lýkur á morgun. Sýningin samanstendur af ljósmynd af vatnsfalli, heyrnartólum þar sem má heyra drunur þess og texta á veggjum þar sem fjallað er um verk mannanna gagnvart náttúrunni sem er sífellt í... Meira
14. maí 2005 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Grafík á NASA í kvöld

HLJÓMSVEITIN Grafík, sem óhætt er að kalla eina af helstu sveitum íslenskrar popp- og rokksögu, kom aftur saman á síðasta ári til að fagna tuttugu ára afmæli plötunnar Get ég tekið cjéns . Meira
14. maí 2005 | Myndlist | 174 orð | 1 mynd

Guðbjörg Lind í Hallgrímskirkju

SÝNING á verkum Guðbjargar Lindar verður opnuð í kór og anddyri Hallgrímskirkju í dag kl. 17. Við það tilefni mun Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur halda tölu en sýningin er sumarsýning Listvinafélags Hallgrímskirkju. Meira
14. maí 2005 | Tónlist | 449 orð | 1 mynd

Íslendingar eru vingjarnlegir og brjálaðir

Dave Clarke er sólkerfi í vetrarbraut teknótónlistar í heiminum. Hann hefur spilað víðsvegar um veröldina og komið nokkrum sinnum hingað til lands. Ívar Páll Jónsson sló á þráðinn til hans og forvitnaðist um yfirvofandi heimsókn á klakann. Meira
14. maí 2005 | Fólk í fréttum | 212 orð

Listahátíð í Reykjavík

DAGSKRÁ opnunarhelgar Listahátíðar í Reykjavík, hvítasunnuhelgina 14.-16. maí, verður fjölbreytileg um land allt. Laugardagur Kl. 12.00 Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús : Dieter Roth, Haraldur Jónsson, Fischli og Weiss, Listasafn Íslands Dieter Roth.... Meira
14. maí 2005 | Fjölmiðlar | 122 orð | 1 mynd

Lífið og listin

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í dag og mun hún standa til 5. júní. Einn af viðameiri viðburðum hátíðarinnar er sýning á verkum Dieter Roth og í dag sýnir sjónvarpið heimildarmynd um þennan einstaka og framsækna listamann. Meira
14. maí 2005 | Leiklist | 115 orð | 1 mynd

Ókeypis á Eglu

SÖGUSVUNTAN ætlar að bjóða í leikhúsið á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Á fjölunum verður Egla í nýjum spegli, brúðuleikur um Egil Skallagrímsson og hans fólk. Sýnt verður í Möguleikhúsinu við Hlemm. Ókeypis fyrir alla. Meira
14. maí 2005 | Leiklist | 200 orð | 1 mynd

Rómeó og Júlía nútímans

Höfundar: Leikhópur og leikstjóri. Leikstjóri: Helga Vala Helgadóttir. Sýning í Fjölbrautaskólanum Ármúla, 26. apríl 2005. Meira
14. maí 2005 | Tónlist | 438 orð | 1 mynd

Tákn norræns nútímadjasssöngs

Eftir Vernharð Linnet SÆNSKA djassdrottningin Monica Zetterlund brann inni í íbúð sinni í Stokkhólmi á fimmtudag. Henni tókst að kalla á brunalið en ekki bjarga sjálfri sér; hún var bundin hjólastól vegna bakveiki. Meira
14. maí 2005 | Tónlist | 61 orð | 1 mynd

Uppselt á Larsen

Miðasala á tónleika Kims Larsens og Kjukken í NASA, hinn 26. og 27 ágúst hófst í gær í verslun 12 Tóna og á midi.is. Meira
14. maí 2005 | Tónlist | 236 orð | 1 mynd

Þýskar og enskar áherslur í söng

HARLA áreiðanlegur vorboði er á næsta leiti, nefnilega vortónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju. Kórinn hefur allt frá stofnun haldið tónleika á öðrum degi hvítasunnu og bregður ekki út af þeim vana í ár. Tónleikarnir hefjast kl. Meira
14. maí 2005 | Myndlist | 95 orð | 1 mynd

Þýsk grafíklist

Grafíksafn Íslands | Í dag verður opnuð í Grafíksafni Íslands, sal Íslenskrar grafíkur, sýning níu þýskra myndlistarmanna. Þeir eru Roswitha J. Meira

Umræðan

14. maí 2005 | Bréf til blaðsins | 479 orð | 1 mynd

Athugasemd við ummæli þingmanns

Frá Aðalheiði Kristínu Magnúsdóttur: "ÉG VIL gera athugasemd við ummæli og lélegar afsakanir Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur um rítalin-notkun barna, sem hún birtir á vefsíðu sinni og nefnt var í Fréttablaðinu fyrir nokkru." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Fordómar og fáfræði um mataræði

Ásmundur Stefánsson fjallar um mataræði og matarkúra: "Hollustumarkmið Manneldisráðs byggðust á bandaríska fæðupíramídanum. Nú hefur honum verið kastað fyrir borð í Bandaríkjunum. Er enda viðurkennt að hann hefur aldrei stuðst við "niðurstöður nútímavísinda." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 812 orð | 1 mynd

Fögnum einkaframtakinu

Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson fjallar um framtíð Laugavegs: "Verslunargata Reykvíkinga er því miður illa farin og engan veginn í takt við nútímakröfur." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 486 orð | 1 mynd

Heilsuboðorðin átta

Ágústa Johnson fjallar um gildi heilsusamlegs lífernis: "Þetta eru þrautreyndu ráðin átta sem eru skotheld leið til árangurs." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Hert samkeppniseftirlit

Eftir Valgerði Sverrisdóttur: "Aukinn kraftur verður settur í eftirlit með samkeppnishömlum og hringamyndun í landinu." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 737 orð | 1 mynd

Hver er með fordóma og fáfræði?

Ingibjörg Sigfúsdóttir ber upp spurningu til Barnageðlæknafélags Íslands: "Foreldrar, lesið og leitið, í mörgum tilfellum eru aðrar leiðir betri en lyf sem flestum fylgja hættulegar aukaverkanir." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Í hverra nafni?

Þórdís Hauksdóttir fjallar um Kínaför forseta Íslands: "Við veigrum okkur oft á tíðum við því að horfast í augu við það ofbeldi sem er fylgifiskur valdníðslu." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 530 orð | 1 mynd

Kominn tími á menningarsamning fyrir Vesturland

Anna Kristín Gunnarsdóttir hvetur menntamálaráðherra til að ganga frá menningarsamningi við SSV: "Nú er tækifærið fyrir menntamálaráðherra til að reka af sér slyðruorðið, ganga frá menningarsamningi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi..." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 510 orð | 1 mynd

Laugavegi bjargað?

Jón Torfason fjallar um niðurrif húsa við Laugaveg: "Húsin sem R-listinn ætlar að láta rífa varðveita í hnotskurn byggingarsögu Íslendinga frá síðari hluta 19. aldar og árdögum 20. aldar." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 294 orð | 1 mynd

Leiðtogi jafnaðarmanna: Ingibjörg Sólrún

Pálmi Pálmason fjallar um formannskjör Samfylkingarinnar: "Það eru eilíf sannindi að þeir sem andstæðingurinn óttast mest eru oft verðugustu leiðtogarnir, þar fer Ingibjörg Sólrún fremst í íslenskum stjórnmálum." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 751 orð | 1 mynd

Meðlagsgreiðendur í vanda

Gísli Gíslason fjallar um meðlagsgreiðslur og forsjárlausa foreldra: "Vandi meðlagsgreiðenda er mikill og full þörf á úrbótum." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 337 orð | 1 mynd

Til hamingju með Listahátíð

Stefán Jón Hafstein skrifar í tilefni af opnun Listahátíðar: "...Listahátíð hefst í dag. Nú er hún árlegur vorboði í íslensku samfélagi og víðar..." Meira
14. maí 2005 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Veljum ungt fólk til forystu

Hermann Óskarsson fjallar um varaformannskjör Samfylkingarinnar: "Það er því full ástæða til að styðja heilshugar framboð Ágústs Ólafs til varaformanns í Samfylkingunni." Meira
14. maí 2005 | Velvakandi | 414 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Unglingavinna í Reykjanesbæ MIG langar að vita hvort foreldrar hér í Reykjanesbæ séu sáttir við þá ákvörðun bæjarfélagsins að skerða framlög til unglingavinnunnar. Unglingar, sem fengu áður 4 vikur, fá núna aðeins 2 vikur og svo framvegis. Meira

Minningargreinar

14. maí 2005 | Minningargreinar | 3202 orð | 1 mynd

ÁSDÍS EINARSDÓTTIR

Ásdís Einarsdóttir fæddist á Hallgilsstöðum á Langanesi 13. júlí 1924. Hún lést á líknardeild Landakots 28. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía Jónsdóttir, f. 1892, d. 1960, og Einar Ófeigur Hjartarson, f. 1896, d. 1963. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2005 | Minningargreinar | 1756 orð | 1 mynd

FANNEY G. JÓNSDÓTTIR

Fanney G. Jónsdóttir fæddist á Siglufirði 23. mars 1927. Hún andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi fimmtudaginn 5. maí síðastliðinn. Hún var dóttir Guðmundu Sólveigar Jóhannsdóttur, f. 26.8. 1906, d. 7.2. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2005 | Minningargreinar | 2180 orð | 1 mynd

HARALDUR HALLDÓRSSON

Haraldur Halldórsson fæddist á Víðivöllum á Eskifirði 25. janúar 1929. Hann lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar 7. maí síðastliðinn. Haraldur var sonur Halldórs Guðnasonar, f. 21. jan. 1897, og Ragnheiðar Haraldsdóttur, f. 13. feb. 1898. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2005 | Minningargreinar | 1056 orð | 1 mynd

HELGA FRIÐRIKSDÓTTIR

Helga Friðriksdóttir fæddist í Valadal í Skagafirði 28. september 1906. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks 3. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrik Stefánsson bóndi, Valadal, f. 8. júlí 1871, d. 16. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2005 | Minningargreinar | 334 orð | 1 mynd

JOHN A. CALLAGHAN

John A. Callaghan fæddist í Bristol í Connecticut 26. ágúst 1915. Hann lést í Weathersfield í Connecticut í Bandaríkjunum í hárri elli og verður jarðsettur í Weathersfield í dag. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2005 | Minningargreinar | 841 orð | 1 mynd

MAGNÚS EINARSSON

Magnús Einarsson fæddist að Tjörnum í Vestur-Eyjafjallahreppi 6. desember 1932. Hann andaðist á Vífilsstöðum föstudaginn 6. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristbjargar Guðmundsdóttur húsmóður, f. á Stokkseyri, 3. nóvember 1898, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2005 | Minningargreinar | 2506 orð | 1 mynd

RAKEL SIGVALDADÓTTIR

Rakel Sigvaldadóttir fæddist á Gilsbakka í Öxarfirði hinn 23. júní árið 1910. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hinn 4. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Jósefsdóttir og Sigvaldi Elíseus Sigurgeirsson. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2005 | Minningargreinar | 3083 orð | 1 mynd

SIGFÚS MAGNÚS STEINGRÍMSSON

Sigfús Magnús Steingrímsson fæddist á Siglufirði hinn 24. september 1942. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut hinn 2. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ester Sigurðardóttir, f. 15.9. 1912, d. 7.5. Meira  Kaupa minningabók
14. maí 2005 | Minningargreinar | 405 orð | 1 mynd

TRYGGVI VILMUNDARSON

Tryggvi Vilmundarson fæddist í Höfðahúsum á Fáskrúðsfirði 12. október 1938. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss laugardaginn 7. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fella- og Hólakirkju 13. maí. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

14. maí 2005 | Sjávarútvegur | 571 orð | 1 mynd

Ekki ástæða til sérstakra aðgerða

Hvorki er talin þörf né ástæða til sérstakra aðgerða vegna áhrifa hás gengis íslenzku krónunnar á afkomu sjávarútvegsins. Meira

Viðskipti

14. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 156 orð

Glazer kominn með tæp 75% í Manchester United

BANDARÍSKI auðjöfurinn Malcolm Glazer er aðeins hársbreidd frá því að ná yfirráðum yfir enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Meira
14. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 71 orð

ICEX-15 aftur yfir 4.000 stig

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu 9.847 milljónum króna í gær, mest með íbúðabréf eða fyrir 4.330 milljónir. Viðskipti með hlutabréf námu 3.430 milljónum, mest með bréf Landsbankans , eða fyrir um 1.361 milljón og hækkuð bréf félagsins um 0,6%. Meira
14. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 42 orð | 1 mynd

Lamy formaður WTO

FRAKKINN Pascal Lamy hefur verið valinn til formennsku í Heimsviðskiptastofnuninni , WTO. AP -fréttastofan greindi frá því í gær að Lamy hefði sigrað Carlos Perez del Castillo frá Úrúgvæ í baráttunni um starfið. Hann mun taka við því hinn 1. Meira
14. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 53 orð | 1 mynd

Meiður verður Exista

STJÓRN Meiðs ehf., sem er fjárfestingarfélag í eigu Bakkabræðra holding, KB banka og nokkurra sparisjóða , hefur ákveðið að breyta nafni félagins í Exista ehf. Meira
14. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 194 orð

Mæla íslensku hátæknivísitöluna

SAMTÖK iðnaðarins og Háskólinn í Reykjavík hafa gert samning um skipulegar vísindalegar úttektir á íslenska hátækniiðnaðinum. Í því felst að Tækni- og verkfræðideild HR mælir og greinir árlegar breytingar lykilþáttar greinarinnar. Meira
14. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 1 mynd

Ræða samruna í Bandaríkjunum

SKIPUÐ hefur verið nefnd til að stýra samruna Icelandic USA, dótturfélagi SH í Bandaríkjunum, og Samband of Iceland, dótturfélags Sjóvíkur. Formaður nefndarinnar er Ellert Vigfússon, framkvæmdastjóri Sjóvíkur. Meira
14. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 209 orð

Töpuðu 1,5 milljörðum vegna kennitöluflakks

RÚMLEGA 73% fyrirtækja hafa borið fjárhagslegan skaða af kennitöluflakki. Þetta kemur fram í rannsókn sem Ingi Þór Arnarson og Sandra Hauksdóttir, nemendur í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, hafa gert. Meira
14. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 487 orð | 2 myndir

Viðræður um kaup á fyrirtæki langt á veg komnar

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ACTAVIS er langt á veg komið í viðræðum um kaup og yfirtöku á öðru fyrirtæki. Frá þessu var greint í tilkynningu frá Actavis til Kauphallar Íslands í gær. Meira

Daglegt líf

14. maí 2005 | Ferðalög | 206 orð | 1 mynd

Antíkmarkaðir

Markaðir freista margra ferðalanga og af nógu er að taka í Bretlandi eins og þekkt er. Antíkmarkaðir eru vinsælir og á ferðalagi um Bretland er bæði hægt að skoða litla markaði og stóra. Á vefnum www.antiquesworld.co. Meira
14. maí 2005 | Ferðalög | 130 orð | 1 mynd

Biðröð í nýja rússíbanann

Liseberg-skemmtigarðurinn í Gautaborg er eitt helsta aðdráttarafl fyrir ferðamenn í þessari næststærstu borg Svíþjóðar. Nú er sumarvertíðin hafin og stendur hún fram í október þar sem milljónir gesta prófa tívolítæki af öllum stærðum og gerðum. Meira
14. maí 2005 | Daglegt líf | 816 orð | 2 myndir

Hafdjúpin heilla

Hvað er það sem dregur fólk undir yfirborð sjávar með súrefniskút á bakinu og fleiri kíló af blýi hangandi utan á sér svo það sökkvi örugglega? Kristín Heiða Kristinsdóttir lagði þessa spurningu fyrir Palla kafara og fékk einfalt svar: Lífið er í kafi. Meira
14. maí 2005 | Ferðalög | 885 orð | 3 myndir

Hafði oft borðað á þessum veitingastað

Sama ár og Ragnhildur Sophusdóttir útskrifaðist úr lögfræði frá HÍ og var farin að sinna lögfræðistörfum á Íslandi, ákvað hún að söðla rækilega um í lífi sínu. Hún flutti til Mallorka og keypti sér veitingastað í fallegu fjallaþorpi og umbylti honum. Meira
14. maí 2005 | Ferðalög | 149 orð | 1 mynd

Lestarnetið er eyjan mín

"Það er nú bara lestarkerfið eins og það leggur sig," segir Andrés Ingi Jónsson, háskólanemi í Berlín, þegar hann er spurður út í uppáhaldsstaðinn sinn í Berlín þar sem hann er búsettur um þessar mundir. Meira
14. maí 2005 | Ferðalög | 179 orð | 1 mynd

Merkið börnin á ferðalögum erlendis!

Á netsíðu norska Aftenposten er vakin athygli á því hversu áríðandi er að merkja börnin þegar haldið er út í heim. Þegar einhver rekst á týnt barn í útlöndum þá getur verið þrautin þyngri að komast að því hvern skal hafa samband við. Meira
14. maí 2005 | Ferðalög | 155 orð | 1 mynd

Reka búgarð á Jótlandi

Skammt frá Hoven, litlu þorpi á Miðvestur-Jótlandi, er búgarður þar sem hægt er að fá gistingu með morgunverði. Staðurinn heitir Keilir og þar rekur íslensk fjölskylda hestabúgarð með íslenskum hestum auk þess að bjóða upp á gistingu. Meira
14. maí 2005 | Ferðalög | 155 orð | 1 mynd

Skemmtisiglingar fyrir unga fólkið

Ungu sjálfstæðu fólki á aldrinum tuttugu til fjörutíu ára býðst nú nýr og spennandi möguleiki í sumarfríinu. EasyCruise býður upp á vikulega skemmtisiglingu meðfram Frönsku og Ítölsku rivíerunni. Meira
14. maí 2005 | Ferðalög | 348 orð | 2 myndir

Sýningar í Hollandi Holland hefur upp á fleira en túlípana og tréklossa...

Sýningar í Hollandi Holland hefur upp á fleira en túlípana og tréklossa að bjóða. Í Amsterdam eru t.d. flest söfn á fermetra í heiminum. Þeirra á meðal eru Ríkislistasafnið, Rijksmuseum og Kröller-Müller safnið. Meira

Fastir þættir

14. maí 2005 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli. 16. maí nk. verður áttræður Jón Gunnlaugur Stefánsson...

80 ÁRA afmæli. 16. maí nk. verður áttræður Jón Gunnlaugur Stefánsson bóndi, Höfðabrekku, Kelduhverfi. Hann er að heiman og fagnar þessum tímamótum í faðmi fjölskyldunnar á... Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 180 orð | 1 mynd

Benna Martin næsta fjallkona

ROSEMARIE Bennetta Helgason, betur þekkt sem Benna Martin, var krýnd fjallkona Íslendingadagsnefndar í Gimli, Manitoba, um liðna helgi. ,,Þetta kom mér gersamlega á óvart," sagði Benna og setti upp sparisvip. ,,Nú verð ég að vera alvarleg. Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 194 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Sjónleikur fyrir vörnina. Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 596 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sumarbrids að hefjast Sumarbrids byrjar mánudaginn 16. maí. Í sumar verður spilað alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Spilamennska hefst öll kvöldin kl 19. Meira
14. maí 2005 | Í dag | 2486 orð | 2 myndir

Ferming í Dómkirkjunni kl. 11 á hvítasunnudag. Prestur sr. Hjálmar...

Ferming í Dómkirkjunni kl. 11 á hvítasunnudag. Prestur sr. Hjálmar Jónsson. Fermd verða: Anja Rún Egilsdóttir, Seljavegi 9. Ásta Maack, Ránargötu 19. Bjartur Dagur Gunnarsson, Brávallagötu 46. Eggert Reginn Kjartansson, Túngötu 47. Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 278 orð | 1 mynd

Gleði í Vatnabyggð

Þing Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vesturheimi fór fram í Vatnabyggð í Saskatchewan ekki alls fyrir löngu. Meira
14. maí 2005 | Í dag | 439 orð | 1 mynd

Háskóli er vagga hátækninnar

Hafliði Pétur Gíslason er fæddur árið 1952. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1972. Lauk prófi í eðlisverkfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1977 og doktorsprófi í eðlisfræði hálfleiðara frá sama skóla árið 1982. Meira
14. maí 2005 | Í dag | 22 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar stúlkur, Hera Jónsdóttir og Hlíf Samúelsdóttir...

Hlutavelta | Þessar stúlkur, Hera Jónsdóttir og Hlíf Samúelsdóttir, héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær 1.446... Meira
14. maí 2005 | Í dag | 972 orð | 1 mynd

Hvítasunnan í Hallgrímskirkju Á hvítasunnudag kl. 11.00 verður...

Hvítasunnan í Hallgrímskirkju Á hvítasunnudag kl. 11.00 verður hátíðarmessa og barnastarf. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Braga Skúlasyni. Barnastarfið verður í umsjá Magneu Sverrisdóttur djákna. Meira
14. maí 2005 | Í dag | 21 orð

Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig...

Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Sálm. 4, 9.) Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 1021 orð

Íslenskt mál

jonf@hi.is: "Í fyrri pistlum hefur verið vikið að muninum á forsetningunum eftir + þf. og á eftir + þgf . en hann virðist ekki skýr í máli sumra. Meginreglan er sú að eftir að viðbættu þolfalli vísar til tíma, t.d." Meira
14. maí 2005 | Í dag | 2422 orð | 1 mynd

(Jóh. 14.)

Guðspjall dagsins: Hver sem elskar mig. Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 1083 orð | 1 mynd

Konur á uppleið

KVENNASKÁK Á ÍSLANDI Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 135 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. f4 d5 2. Rf3 Rf6 3. e3 Bg4 4. h3 Bxf3 5. Dxf3 Rbd7 6. d3 e5 7. e4 dxe4 8. dxe4 Rxe4 9. Dxe4 Dh4+ 10. Ke2 0-0-0 11. g3 Df6 12. Rc3 Bc5 13. Rd5 Dd6 14. b4 Hhe8 15. f5 Bxb4 16. Bg2 Da6+ 17. Dd3 Da5 18. Dc4 Bc5 19. Bd2 Da3 20. Bb4 Dxg3 21. Bxc5 Dxg2+ 22. Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 190 orð | 1 mynd

Stella Stephanson þriðji verðlaunahafinn

STELLA Stephanson fékk æðstu viðurkenningu Þjóðræknisfélagsins á þinginu í Vatnabyggð í Saskatchewan á dögunum, the Lawrence Johnson Lifetime Achievement Award. Meira
14. maí 2005 | Fastir þættir | 299 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er mikill hjólagarpur og nýtur þess að setja upp fallega hjálminn sinn og hjóla í vinnuna. Hann er einhvern veginn miklu hressari ef hann hreyfir sig aðeins á morgnana. Undanfarið hefur geðheilsu Víkverja þó verið ógnað. Meira

Íþróttir

14. maí 2005 | Íþróttir | 180 orð

Annir í félagaskiptum hjá KSÍ

"ÞAÐ er mikið að gera hjá okkur í því að gefa út keppnisleyfi og ganga frá félagaskiptum. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd

Ákvörðun Guðjóns kom Keflvíkingum í opna skjöldu

GUÐJÓN Þórðarson knattspyrnuþjálfari sagði óvænt upp starfi sínu sem þjálfari Keflavíkurliðsins í gær - aðeins þremur dögum áður en Íslandsmótið hefst. Keppni í efstu deild karla, Landsbankadeildinni, hefst með fjórum leikjum á mánudaginn og þá taka Keflvíkingar á móti Íslandsmeisturum FH. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 241 orð

Breytingar á kvennaliðunum

Valur Komnar : Anna Rún Sveinsdóttir (Fjölni), Birna Kristjánsdóttir (Breiðabliki), Elín Svavarsdóttir (FH), Margrét Lára Viðarsdóttir (ÍBV), Rut Bjarnadóttir (HK/Víkingi). Farnar : Katrín Jónsdóttir (Amazon Grimstad), Margrét L. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 410 orð

Breytingar hjá liðunum í 1. deild karla

Víkingur R. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 244 orð | 1 mynd

* HEIÐAR Davíð Bragason GKj, lék á 2 höggum yfir pari á Opna enska...

* HEIÐAR Davíð Bragason GKj, lék á 2 höggum yfir pari á Opna enska meistaramóti áhugamanna í golfi í gær. Heiðar lék á 74 höggum. Birgir Vigfússon úr GR lék á 78 höggum og Stefán Orri Ólafsson úr Leyni á 83 höggum. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 371 orð

Hverju spáir Hlynur Birgisson?

HLYNUR Birgisson, hinn þrautreyndi leikmaður Þórs á Akureyri, er spámaður Morgunblaðsins fyrir fyrstu umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Landsbankadeildarinnar, en flautað verður til leiks í deildinni á mánudaginn. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 257 orð

Kalandadze og Hanna leikmenn ársins

TITE Kalandadze, ÍBV, og Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, voru krýnd bestu leikmenn ársins í DHL-deild karla og kvenna á lokahófi HSÍ sem haldið var í Broadway í gærkvöld. Árni Þór Sigtryggsson, Þór og Sigurbjörg Jóhannsdóttir úr Fram voru útnefnd efnilegustu leikmenn ársins. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 227 orð

Leikmenn Seattle Sonics bitu frá sér

SAN Antonio Spurs fékk mikla mótspyrnu á útivelli gegn Seattle Sonics í NBA-deildinni í körfuknattleik í fyrrinótt en þar hafði Sonics betur 92:91. Staðan í einvíginu er 2:1 en Spurs sigraði í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 543 orð | 1 mynd

Óeðlilegt ef Valsstúlkurnar fagna ekki sigri

FLESTIR hallast að því að Valur verji Íslandsmeistaratitil sinn í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í sumar en Valskonur hafa farið mikinn á undirbúningstímabilinu og hafa verið nær ósigrandi. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 287 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Jón Jónsson , 17 ára sóknarmaður, skoraði tvö mörk fyrir...

* ÓLAFUR Jón Jónsson , 17 ára sóknarmaður, skoraði tvö mörk fyrir Keflavík sem lagði ÍA , 3:1, í æfingaleik á Akranesi í fyrrakvöld en þetta var lokaleikur liðanna fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu sem hefst á mánudag. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 143 orð

Ólöf úr leik á Opna spænska

Ólöf María Jónsdóttir lék á þremur höggum yfir pari í gær á Opna spænska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Íslandsmeistarinn lék því samtals á 7 höggum yfir pari vallar og komst ekki í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 921 orð | 1 mynd

"Gafst upp á samstarfinu"

"ÉG tek þessa ákvörðun eftir nokkuð langan aðdraganda. Vanefndir stjórnar knattspyrnudeildar Keflavíkur gagnvart þeim samningi sem gerður var við mig eru með þeim hætti að ég treysti mér ekki til þess að starfa áfram. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

"Sé fyrir mér tvískipta deild"

KEPPNI í 1. deild karla í knattspyrnu hefst með heilli umferð á mánudag. Þá mætast Víkingur og Fjölnir, Breiðablik fær Hauka í heimsókn, nýliðar Víkings frá Ólafsvík taka á móti HK, KA og Völsungur mætast á Akureyri og annar Norðurlandsslagur er á dagskrá en Þór og KS eigast þá við. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Róbert tilnefndur í Danmörku

RÓBERT Gunnarsson, fyrirliði danska handknattleiksliðsins Århus, er tilnefndur sem leikmaður ársins í dönsku úrvalsdeildinni en alls eru fimm leikmenn tilnefndir. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 133 orð

Skotar til Ólafsvíkur

VÍKINGAR frá Ólafsvík, nýliðar í 1. deildinni í knattspyrnu, fengu í gær góðan liðsauka fyrir sumarið. Tveir skoskir knattspyrnumenn frá 1. deildar liðinu Ross County komu þá til liðs við þá. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 71 orð

Stórsigur hjá Ásthildi

ÁSTHILDUR Helgadóttir og stöllur hennar í Malmö burstuðu Kopparbergs, 5:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Ásthildur lék allan leikinn í framlínunni en tókst ekki að skora en átti engu að síður góðan leik. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 129 orð

Talið að Guðjón Þórðarson taki við Notts County

ENSKA staðarblaðið Nottingham Evening Post telur sig hafa heimildir fyrir því að Guðjón Þórðarson verði ráðinn knattspyrnustjóri enska 3. deildar liðsins Notts County innan fárra daga. Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 154 orð

um helgina

HANDKNATTLEIKUR Forkeppni 17 ára liði kvenna í Evrópukeppninni: Laugardagur: Digranes: Búlgaría - Rússland 14 Digranes: Ísland - Litháen 16 Sunnudagur: Digranes: Rússland - Litháen 14 Digranes: Ísland - Búlgaría 16 KNATTSPYRNA Mánudagur: Efsta deild... Meira
14. maí 2005 | Íþróttir | 54 orð

ÚRSLIT

HANDKNATTLEIKUR Þýskaland Magdeburg - Grosswallstadt 30:18 Wallau - Gummersbach 33:45 Pfullingen - HSV Hamburg 32:38 EM 17 ára liða Ísland - Rússland 19:22 Litháen - Búlgaría 26:12 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslitakeppnin, 2. Meira

Barnablað

14. maí 2005 | Barnablað | 280 orð | 1 mynd

Á að halda Evróvisjón-partí?

Þá er um að gera að byrja nógu snemma og hafa nógu gaman, með góðum veitingum og skipulögðum leikjum. Hvaða land ert þú? Hægt er að láta hvern og einn gest velja sér land sem hann heldur með. Það er réttlátt ef enginn fær að vera Ísland. Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 561 orð | 4 myndir

Áfram Selma!

Nú er bara vika þar til Evróvisjón-keppnin hefst í Kænugarði, eða Kiev, sem er höfuðborg Úkraínu - allir að kíkja í landabréfabók! Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd

Einn góður...

Sundkennari: Krakkar, að synda heldur ykkur í góðu formi og grönnum. Danni: Þú hefur greinilega aldrei séð... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 237 orð | 5 myndir

Gamlar og góðar gátur

1) Hvað er það sem getur gengið liggjandi? 2) Hvaða flíkur framleiða góð vín? 3) Hve mörg ljón er hægt að setja inn í autt búr? 4) Hvað er það sem hefur háls en ekkert höfuð? 5) Hver er það sem kann hvorki að lesa né skrifa en þú getur lært fullt af? Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Hann Líló

Andrea Sif er 5 ára listakona sem teiknaði svona flotta mynd af honum Líló, vini hans Stitch. Muniði ekki eftir... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Hjálp, ég er fiskur!

Þessi litli fiskur þarf að sleppa frá hákörlunum og komast í kóralrifið sitt og þú þarft að hjálpa... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Hús við hús

Í þessu hverfi eru öll húsin eins. Eða hvað? Nei, svo virðist vera sem tvö þeirra séu pínkulítið öðruvísi, hver eru... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 9 orð | 1 mynd

Hvaða vitleysa!

Hér leynast 7 villur sem þú átt að... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 6 orð | 1 mynd

Hve margir eru trúðarnir?

Litið bókstafina rauða og tölustafina... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 232 orð | 5 myndir

Hvernig mun Selmu ganga?

Nafn: Linda Rós Ómarsdóttir. Skóli: 4. bekk, Höfðaskóla á Skagaströnd. "Ég er búin að heyra lagið hennar Selmu og það er flott. Ég held hún verði framarlega, svona í 1.-5. sæti. Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 457 orð | 1 mynd

KEÐJUSAGAN | Allabaddarí Fransí - Vertu með!

Hér birtist 1. hluti af nýju keðjusögunni okkar um hana Stínu. Einsog vanalega fær sá sem skrifar næsta kafla sem birtist geisladiskahulstur og óvænt bókaverðlaun. Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 56 orð

Lausnir

Trúðarnir eru 9. Hús nr. 6 & 10 eru aðeins öðruvísi. Skuggi A er rétti skugginn. Villurnar 7 eru: Slaufa í hári og gaffall um hálsinn á karlinum sem hellir kaffinu ofan í könnuna. Konan er með tvö úr og glasið hennar er á hvolfi. Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Mikill hasar

Það er ekkert smámikið að gerast á þessari mynd af hinum ótrúlegu og óvinum þeirra. Listamaðurinn er Oliver Ísak, 7 ára... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Prinsessumús í vanda

Þessi litla prinsessumús vill ekkert annað en handtöskuna sína. Enga peninga, engin gleraugu, ekki trommu ekki kórónu - bara bleiku handtöskuna... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Skrýtinn skuggi

Þessi stelpa á lítinn skrýtinn skugga sem eltir hana um allt, líka á sjóbretti. En hvaða skugga á... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Stafapunktar

Hér áttu að tengja saman stafina í réttri stafrófsröð. Málið er hins vegar að það vantar nokkra stafi inn í... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 251 orð | 4 myndir

Sumarbúðastuð

Sumarbúðarstarfsmaður sá barn sitja eitt og yfirgefið. - Af hverju viltu ekki leika við vini þína? - Ég á bara einn vin - og ég hata hann! Starfsmaður: Hversu oft er ég búinn að segja þér að búa um rúmið þitt? Sigga: Þessu get ég ekki svarað. Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Sveitasæla

Það langar alla í þessa sveit með litríkum bóndabæ og fallegum blómum. Höfundurinn er María Lilja Fossdal, 7 ára... Meira
14. maí 2005 | Barnablað | 162 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Þessi þraut er nýmæli hér í barnablaðinu. Hér eigið þið að reyna að lesa tvær setningar úr þessum myndum. Þ.e.a.s. þetta er spurning og svar við henni. Skrifið hvort tveggja á blað og sendið okkur fyrir 21. maí, ásamt nafni, aldri og heimilisfangi. Meira

Lesbók

14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1242 orð | 1 mynd

Beethoven er vinur minn

Sigrún Eðvaldsdóttir og Gerrit Schuil spila allar sónötur Beethovens fyrir fiðlu og píanó á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Ými í fyrramálið kl. 11. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 298 orð | 1 mynd

Dansandi blómálfur á Sólheimum

Höfundur: H.C. Andersen. Leikstjóri: Ása Hlín Svavarsdóttir. Höfundur leikgerðar eftir þýðingu Steingríms Thorsteinssonar: Ása Hlín Svavarsdóttir. Grímur: Óskar Már Guðmundsson og fleiri. Tónlist: Magnús Kjartansson. Söngtextar: Kristján Hreinsson. Sýning í Íþróttaleikhúsinu Sólheimum, 5. maí 2005 Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 251 orð

Djöfulleg bók

Á síðustu árum hefur skáldævisöguformið gengið í endurnýjun lífdaganna með örstuttum og oft sundurlausum frásögnum sem tengjast á óræðan hátt lífi höfundarins (smáprósar). Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2153 orð | 2 myndir

Eddan djúpfryst á Íslandi

Hann er einn umdeildasti listamaður Þýskalands og vekur jafnan sterk viðbrögð við öllu sem hann gerir, sama hvert hann fer. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 461 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Skoski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Alexander McCall sendi nýlega frá sér nýja bók í bókaflokknum um leynilögreglukonuna dáðu Precious Ramotswe, sem rekur eigin leynilögreglustofu í Afríkuríkinu Botwana þar sem tekið er á mörgum hversdagslegri... Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 471 orð | 2 myndir

Erlendar kvikmyndir

Írösk mynd tekur þátt í Kvikmyndahátíðinni á Cannes í fyrsta skipti í ár. Leikstjóri en Hiner Saleem, íraskur Kúrdi, sem flýði ættjörðina sem táningur en sneri aftur eftir fall Saddams til að taka upp kvikmynd. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 391 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

Tónlist er farin að gegna sívaxandi hlutverki í sjónvarpsþáttum vestanhafs, og getur haft mikið að segja um vinsældir listamanna. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1621 orð | 3 myndir

Gluggar inn í líf

Hverfulleiki, skjól, að vinna með efni úr eigin fórum - allt eru þetta mikilvæg atriði í myndlistarsköpun Margrétar H. Blöndal. Sýning hennar á Listahátíð í Reykjavík er staðsett á Bárugötunni í Reykjavík og nágrenni hennar. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 341 orð | 1 mynd

Hausaveiðarar Hancocks

Líklega hafa fáar plötur leitt unga menn og konur jafn örugglega í djassgildruna og Head Hunters með hljómsveit Herbie Hancock, sem kom út haustið 1973. Platan er emjandi snilld. Hancock er fæddur í Chicago 1940 og var undrabarn á píanó. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 508 orð

Hátíðahöld og timburmenn

Á því ylhýra finnst engin opinber skilgreining á hugtakinu kvikmyndahátíð, heldur virðist hún sniðin eftir hentugleikum hverju sinni. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 657 orð

Hávaðamál í Ameríku

Útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum skiptast í tvo hópa, líkt og víða annars staðar. FM-stöðvar og AM-stöðvar. Á þeim síðarnefndu, spjallstöðvunum svokölluðu, er að finna allt milli himins og jarðar. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1030 orð | 1 mynd

Hefnd nördanna

Hin heimsfræga og sérkennilega sveit Weezer gaf í vikunni út sína fimmtu plötu, Make Believe. Sem fyrr er sveitin leidd af hinum sérlundaða snillingi Rivers Cuomo en platan nýja hefur verið heil þrjú ár í smíðum. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 626 orð

Heppnustu konur í heimi

! Talsvert hefur verið dæst yfir innleggi nokkurra íslenskra kvenna í bandarískan spjallþátt, Umhverfis jörðina með Opruh. Eðlilegt að fólk hafi skoðun á slíkri umfjöllun, athyglissjúkir og ímyndarskjálfandi sem Íslendingar eru orðnir. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2144 orð | 7 myndir

Látum örva okkur

Þegar Listahátíð í Reykjavík hefst í dag, og á næstu vikum, munu þúsundir gesta virða fyrir sér sýningar íslenskra og erlendra listamanna. Athyglin beinist í dag nær alfarið að myndlistinni. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 943 orð | 8 myndir

Lestarferð með Dieter Roth á Listahátíð

STÆRSTA verkefni Listahátíðar í Reykjavík í ár er sýning á verkum Dieters Roth. Sýningarstjóri er sonur Dieters og samverkamaður, Björn Roth. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 967 orð | 1 mynd

Líftími kvikmyndanna styttist

Einn af fylgifiskum DVD-væðingarinnar er æ skemmri gangtími mynda í bíóum og breytt aðsóknarmunstur. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1443 orð | 1 mynd

Ljósmyndaalbúm samfélagsins

Um bókina Todo son preguntas eftir Juan José Millás. Útgefandi: Ediciones Península, 2005. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1066 orð | 2 myndir

Mold, gubb og slím

Listahátíð í Reykjavík teygir anga sína víða um land í ár. Þannig verður opnuð sýning á verkum Gabríelu Friðriksdóttur, fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum í næsta mánuði, og hins kunna bandaríska listamanns Matthews Barney í Listasafninu á Akureyri á morgun kl. 11. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð

Neðanmáls

I Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Hún er nú orðin árlegur viðburður í menningarlífi þjóðarinnar og sætir því sérstökum tíðindum að þessu sinni. Ber að taka þessari tímabæru breytingu á högum hátíðarinnar fagnandi. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 473 orð | 1 mynd

Prufukeyrður Mahler

Mahler: Sinfónía nr. 9. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Vladimirs Ashkenazys. Fimmtudaginn 12. maí kl. 19:30. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2366 orð | 2 myndir

"Þú átt gott að geta skilið þjóðverskuna..."

Um þessar mundir eru liðin 200 ár frá dauða þýska skáldsins Friedrichs von Schillers. Hann var töluvert þýddur á íslensku á sínum tíma, m.a. af skáldunum Jónasi Hallgrímssyni og Steingrími Thorsteinssyni. Hér er fjallað um íslenskar þýðingar á fáeinum kvæðum eftir Schiller. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 161 orð

Stórhátíð andans

Lag: Dag í senn Skírn er barnið - og það Guði gefið, gaf hann sig af kærleik til þess fyrst. Slíkra Guðs er ríkið - eigi efið, enda vitnar guðspjallið í Krist. Guð á jörð er sig í Kristi að kynna kærleik sinn að eignist hver ein sál. Meira
14. maí 2005 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð

Þú varst

Þú varst stormur sem geisaði um nótt. Þú varst hvirfilbyls hringiðu dans. Þú varst skýfall með ástríðu þrótt. Þú varst ástin í líkingu manns. Höfundur er... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.