Greinar mánudaginn 30. maí 2005

Fréttir

30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

17 ára dúx með svart belti í karate

MARÍA Helga Guðmundsdóttir varð dúx Menntaskólans við Hamrahlíð með 9,62 í meðaleinkunn. María er aðeins sautján ára gömul en hún lauk grunnskólaprófi fjórtán ára og dreif sig þá í framhaldsskóla sem hún lauk á þremur árum. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 276 orð

99% telja að börnum líði vel

MIKIL ánægja ríkir með þjónustu leikskólanna í Reykjavík samkvæmt niðurstöðum könnunar meðal foreldra leikskólabarna í borginni. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 263 orð

Almenn ánægja með íbúaþing í Mosfellsbæ

FRAMHALDSSKÓLI í Mosfellsbæ, Laxnesssetur, siglingaaðstaða í Leirvoginum, einkareknir leikskólar og umhverfisvernd er meðal þess sem rætt var á íbúaþingi í Mosfellsbæ sl. laugardag. Meira
30. maí 2005 | Erlendar fréttir | 119 orð

Auglýst eftir prestum á krám

London. AFP. | Mörgum kann að þykja ólíklegt að það fyrsta sem mönnum detti í hug þegar þeir horfa í gegnum tóma bjórkrús á kránum sé að gerast prestur. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 255 orð

Barnaland færist inn á mbl.is

VEFURINN barnaland.is verður hluti af vefjum mbl.is frá og með deginum í dag en að sögn Ingvars Hjálmarssonar, netstjóra mbl.is, hafa viðræður staðið í nokkra mánuði. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 342 orð | 4 myndir

Boðinn velkominn á hefðbundinn hátt

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is FLUGVÉL dr. Abdul Kalam, forseta Indlands, lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 15 í gær, en tveggja daga opinber heimsókn hans hér á landi hefst formlega í dag. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 82 orð

Eldur í undirgöngum

KVEIKT var í rusli í undirgöngunum við Urðarstíg og Nönnugötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum í fyrrinótt. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 263 orð

Engin kraftveiði en víða vart við síld

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is REYTINGSSÍLDVEIÐI hefur verið á miðunum fyrir austan land síðustu dagana, en engin kraftveiði, eins og Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur orðaði það í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð

Enginn marktækur munur í HR

ENGINN marktækur munur var á launum karla og kvenna sem útskrifast höfðu frá Háskólanum í Reykjavík, samkvæmt könnun sem tveir útskriftarnemendur skólans gerðu í fyrravor. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 1173 orð | 4 myndir

Er búinn að gera það sem ég ætlaði mér

Stóri salurinn í Háskólabíói var þétt skipaður gestum þegar Verzlunarskóla Íslands var slitið að loknu hundraðasta starfsári sínu sl. laugardag. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð

ESA rannsakar ríkisstyrk við FARICE-strenginn

HAFIN hefur verið rannsókn á aðkomu íslenskra stjórnvalda að lagningu og rekstri á FARICE-sæstrengnum hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Um FARICE-strenginn fara samskipti Íslendinga við umheiminn, hvort sem er símtöl eða gagnaflutningar í gegnum netið. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 138 orð

Fjarnám á meistarastigi gengur vel

FJARNÁM á meistarastigi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands gengur vel, og sem stendur leggja 25 einstaklingar stund á þetta nám. Boðið hefur verið upp á þetta fjarnám undanfarna tvo vetur, og verður svo áfram næsta vetur. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Fjármagn tryggt til viðhalds á Casa Nova

YNGVI Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, segir að í ár og á næstu tveimur árum liggi fyrir að tryggt verði fjármagn á fjárlögum til viðhalds á Casa Nova. Meira
30. maí 2005 | Erlendar fréttir | 457 orð | 2 myndir

Frakkar sögðu nei

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FRAKKAR höfnuðu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins (ESB) með miklum mun í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Fyrsta brautskráning frá Landbúnaðarháskólanum

FYRSTA brautskráning nemenda frá nýstofnuðum Landbúnaðarháskóla Íslands fór fram við athöfn í Reykholtskirkju síðastliðinn laugardag. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Fyrstu háskólanemarnir í arkitektúr útskrifaðir

LISTAHÁSKÓLI Íslands brautskráði fleiri nemendur sl. laugardag en hann hefur nokkru sinni gert. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 1072 orð | 3 myndir

Gefur á garðann og netvæðir sveitirnar

Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is ÞRÁÐLAUSRI háhraðanettengingu hefur verið vel tekið af fólki sem býr utan þéttbýlissvæða og þarf á góðu netsambandi að halda. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 270 orð | 2 myndir

Góð reynsla af umhverfisverkefni

GÓÐ reynsla hefur hlotist af alþjóðlega umhverfisverkefninu Green Globe 21 sem sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi samþykktu að fara í saman sl. haust. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Grænfánanum flaggað

SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra og Tryggvi Felixson, framkvæmdastjóri Landverndar, voru mætt við skólaslit Laugagerðisskóla á Snæfellsnesi í gær en skólinn hefur uppfyllt kröfur sem gerðar eru til svonefnds Grænfánaskóla. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Guðfríður Lilja endurkjörin forseti SÍ

GUÐFRÍÐUR Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 2 myndir

Guðsþjónusta flugfólksins

FLUGMESSA var haldin í Grafarvogskirkju í gær og var þetta fyrsta messan af þeirri tegund hér á landi. Fjölmargir sem tengjast flugi á einn eða annan hátt tóku þátt í messuhaldinu. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð

Hópslagsmál í miðborginni

LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að skakka leikinn þegar hópslagsmál brutust út í Hafnarstræti um kl. 6 í gærmorgun. Meira
30. maí 2005 | Erlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Hótaði að kveikja í syni sínum

MAÐUR tók fimmtán ára son sinn í gíslingu á Blekinge-sjúkrahúsinu í Karlskrona í Svíþjóð í gær og hótaði að kveikja í sér og syninum. Að sögn sænskra fjölmiðla er maðurinn frá Aserbaídsjan og hafði óskað eftir hæli í Svíþjóð. Meira
30. maí 2005 | Erlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Hægrimenn mótmæla Gaza-áætlun

ÍSRAELSKIR lögreglumenn handtaka stúlkur sem tóku þátt í mótmælum ísraelskra hægrimanna gegn áætluninni um að leggja niður allar byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Ingvar og Óskar sigruðu í lokaumferð í Salou

FIDE-meistarinn Ingvar Ásmundsson (2288) og Óskar Bjarnason sigruðu í síðustu umferð alþjóðlega skákmótsins í Salou sem fram fór á laugardag. Þeir hlutu báðir 5 vinninga og höfnuðu í 27.-37. sæti. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Kirkjusögulegur atburður

STEFÁN Már Gunnlaugsson var kjörinn sóknarprestur á Hofi í Vopnafirði með 58% atkvæða í almennum prestskostningum sem fram fóru um helgina, en atkvæði voru talin í gær. Umsóknarfrestur um prestsembættið rann út hinn 4. apríl síðastliðinn. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Kvöddu Hard Rock

HARD Rock Café í Kringlunni bauð gestum og gangandi til lokatónleika í gærkvöldi. Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Stebbi og Eyfi voru meðal þeirra sem stigu á svið og kvöddu staðinn formlega. Meira
30. maí 2005 | Erlendar fréttir | 175 orð

Lekinn í Sellafield stóð í níu mánuði

London. AFP. | Um 83.000 rúmmetrar af hágeislavirkum vökva láku úr sprungnu röri í endurvinnsluverinu í Sellafield í Bretlandi og starfsmenn þess tóku ekki eftir lekanum fyrr en níu mánuðum eftir að hann hófst. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 21 orð

Lést í umferðarslysi

MAÐURINN sem lést í umferðarslysi í Hvalfirði á föstudag hét Skarphéðinn Kristinn Sverrisson, 23 ára Reykvíkingur. Hann var ókvæntur og... Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð

Lítið slasaður eftir bílveltu á malarvegi

BELGÍSKUR ferðamaður velti bíl sínum á malarvegi í Ísafirði við Bjarnarstaði sl. föstudag. Hann slasaðist ekki alvarlega, og vegfarandi sem kom að slysstað flutti hann áleiðis til móts við sjúkrabíl, sem flutti hann á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 260 orð | 2 myndir

Mistök að rífa gamla Mjólkursamlagshúsið

STURLA Böðvarsson, fyrsti þingmaður Norðvesturlands, segir að það væru mikil mistök út frá sjónarmiði húsfriðunar á Íslandi að rífa gamla Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi. Hann mæli eindregið með því að slíkar byggingar séu varðveittar. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 717 orð | 1 mynd

Neyðarmóttakan verði styrkt

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Sveitarfélög geri áætlanir gegn kynbundnu ofbeldi Í tillögum aðgerðahópsins er bent á mikilvægi þess að bæjar- og sveitarfélög geri aðgerðaráætlanir gegn kynbundnu ofbeldi. Á fundi sl. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Opinber heimsókn hefst í dag

FORSETI Indlands, dr. Abdul Kalam, kom hingað til lands í gær og hefst tveggja daga opinber heimsókn hans formlega í dag. Stutt móttökuathöfn var fyrir forsetann á Hótel Nordica þar sem hann heilsaði m.a. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Prófskírteinið sótt

SENNILEGA eru ekki margir háskólanemar sem klæða sig upp í búninga þegar þeir útskrifast nema þá að dragtir og jakkaföt teljist til slíks. Meira
30. maí 2005 | Erlendar fréttir | 251 orð

"Leifturaðgerðir" hafnar í Bagdad

Bagdad. AFP, AP. | Þúsundir íraskra her- og lögreglumanna í Bagdad tóku í gær þátt í umfangsmiklum aðgerðum sem miða að því að binda enda á mannskæðar árásir uppreisnarmanna. Fregnir hermdu að 40. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 639 orð | 1 mynd

"Þarf að læra meira"

BERGUR Felixson lætur nú af störfum sem framkvæmdastjóri Leikskóla Reykjavíkur eftir þrjátíu ára starf sem slíkur, en hans síðasta verk í opinberu forsvari fyrir fyrirtækið var að kynna hinar mjög svo jákvæðu niðurstöður úr nýrri viðhorfskönnun meðal... Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 211 orð

Slitu samningaviðræðum við launanefnd

STARFSMANNAFÉLÖG Hafnarfjarðar, Kópavogs og Akraness slitu um helgina samningaviðræðum við launanefnd sveitarfélaga, en viðræður hafa staðið yfir milli launanefndar sveitarfélagana og fulltrúa stórs hóps stéttarfélaga frá því í byrjun febrúar, og... Meira
30. maí 2005 | Erlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Sonur Hariris hrósar sigri í fyrstu lotu þingkosninga

Beirút. AFP, AP. | Fyrsta umferð af fjórum í þingkosningum í Líbanon fór fram í gær og er þetta í fyrsta skipti í tæp 30 ár sem Líbanar kjósa þing án afskipta stjórnvalda í Sýrlandi. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Söfnuðu til styrktar forvörnum gegn þunglyndi

SÓLARHRINGSMARAÞONI til styrktar minningarsjóði Þórðar Willard lauk í fyrrkvöld í íþróttahúsinu við Dalveg í Grafarvogi. Þórður fyrirfór sér í apríl í fyrra en vinir hans og ættingjar stofnuðu sjóðinn til minningar um hann. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Vertíðarlok hjá bridsspilurum

REYKVÍKINGAR sigruðu með yfirburðum í Kjördæmamótinu sem fram fór í Kópavogi um helgina og lauk þar með starfsárinu 2004-5 hjá bridsspilurum. Átta landshlutar spila á mótinu og kemur hvert keppnislið með fjórar sveitir. Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð

Viðræðum um R-lista haldið áfram

FÉLAGSFUNDUR Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík fundaði í gær um framtíð R-listasamstarfsins og var ákveðið með þorra atkvæða fundarmanna að veita stjórn félagsins áframhaldandi umboð til viðræðna við Samfylkingu og Framsóknarflokk um... Meira
30. maí 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Viðskiptaháskólinn á Bifröst útskrifar 63 nemendur

FYRSTU meistaranemar Viðskiptaháskólans á Bifröst útskrifuðust á laugardag eftir tveggja ára nám. Meistaranemarnir voru þrír talsins en sama dag voru 25 nemendur útskrifaðir með BS-gráðu í viðskiptalögfræði og 35 með BS-gráðu í viðskiptafræði. Meira

Ritstjórnargreinar

30. maí 2005 | Staksteinar | 290 orð | 1 mynd

Eineltið er víðtækara

Bandalag háskólamanna hefur gert einelti á vinnustöðum að umræðuefni. Það er tímabært. Allir eru sammála um, að einelti í skólum landsins sé af hinu vonda og að vinna eigi skipulega gegn því með öllum tiltækum ráðum. Meira
30. maí 2005 | Leiðarar | 413 orð

Heimsókn forseta Indlands

Indland er fjölmennasta lýðræðisríki í heimi eins og fram kemur í blaðauka, sem Morgunblaðið gaf út í gær um Indland. Meira
30. maí 2005 | Leiðarar | 359 orð

Úrslitin í Frakklandi

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Frakklandi í gær eru áfall fyrir Chirac Frakklandsforseta og fyrir þá, sem vilja stefna að sameiningu Evrópu allrar. Meira

Menning

30. maí 2005 | Tónlist | 575 orð

Afburðakvartett til alls vís

Strengjakvartettar eftir Mendelssohn, Ruth Crawford Seeger, Þorkel Sigurbjörnsson og Beethoven. Pacifica-kvartettinn: Simin Ganatra & Sigurbjörn Bernharðsson fiðlur, Masumi Per Rostad víóla og Brandon Vamos selló. Laugardaginn 28. maí kl. 15. Meira
30. maí 2005 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Burtfarartónleikar á flautu

Ingunn Loftsdóttir flautuleikari heldur burtfarartónleika frá Tónlistarskóla Kópavogs í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, í kvöld kl. 20. Eru tónleikarnir síðasti hluti framhaldsprófs hennar við skólann. Meira
30. maí 2005 | Fólk í fréttum | 181 orð | 4 myndir

Dyr Olivers opnaðar

Fullt var út úr dyrum á fimmtudaginn á Laugavegi 20a, þar sem skemmtistaðurinn Oliver er nú til húsa. Áður var þar kaffihúsið Kaffi List. Meira
30. maí 2005 | Fólk í fréttum | 69 orð | 1 mynd

Eddie Albert látinn

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Eddie Albert lést í Los Angeles í gær. Hann var þá orðinn 99 ára að aldri. Albert lék í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum í rúma hálfa öld. Meira
30. maí 2005 | Kvikmyndir | 238 orð

Fagra veröld

Leikstjóri: Dana Fox. Aðalleikendur: Debra Messing, Dermot Mulroney, Amy Adams, Jack Davenport, Sarah Parish. 90 mín. Bandaríkin. 2005. Meira
30. maí 2005 | Fólk í fréttum | 523 orð | 2 myndir

Fylgir landinu eftir til Rússlands

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Morgunblaðið. Sankti Pétursborg. | Það VAR glatt á hjalla og margt góðra gesta í Listamiðstöðinni í Kronstadt í Rússlandi á dögunum þegar Pétur Thomsen hélt þar sýningu á ljósmyndaverkum sínum. Meira
30. maí 2005 | Fjölmiðlar | 232 orð | 1 mynd

Hetjan mín?

Dirty Harry Callahan hefur verið á dagskrá Skjás eins á sunnudagskvöldum að undanförnu. Þetta er hlutverkið sem festi Clint Eastwood í sessi sem alvöru fastastjörnu á Hollywood-himninum. Meira
30. maí 2005 | Kvikmyndir | 449 orð

Hildarleikur í Líberíu

Reykjavík Shorts & Docs Liberia: An Uncivil War **** Heimildamynd. Leikstjórn og handrit: Jonathan Stack, James Brabazon. 100mín. Bandaríkin. 2004. Meira
30. maí 2005 | Leiklist | 641 orð | 1 mynd

Hvað er kona?

Kóreógrafía: Arja Tiili og Sasha Pepelyaev. Leikmynd: Metti Nordin Búningar: Marja Uusitalo, Charlotta Lundgren, Sonja Ericson Lýsing: Pasi Pehkonen Hljóðblöndun: Pietu Pietiäinen. Leikarar: Lotten Roos, Sonja Ahlfors, Ida Löken, Joanna Wingren. Nýja sviðið, Borgarleikhúsið, föstudag, 28.maí 2005. Meira
30. maí 2005 | Fjölmiðlar | 124 orð | 1 mynd

Kemst í krakkana

Meistarakokkurinn Jamie Oliver hefur notið fáránlegra vinsælda. Meira
30. maí 2005 | Tónlist | 118 orð | 3 myndir

Sló í gegn í íslenskum kjól

Uppselt var á hvora tveggja tónleika portúgölsku fado-söngkonunnar Marizu sem söng á Broadway 27. og 28. maí. Söngkonan kom hingað til lands á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Meira
30. maí 2005 | Kvikmyndir | 409 orð

Tossinn sem varð forseti

Stjórnandi: William Karel. Heimildarmynd. 90 mín. Frakkland, 2004. Meira
30. maí 2005 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Trúbador af lífi og sál

Útgáfa | Fyrsta plata trúbadorsins Helga Vals Ásgeirssonar kemur út í dag. Upptökustjóri er Jón Ólafsson en leiðir þeirra lágu saman á Trúbadorahátíð í Neskaupstað í fyrrahaust. Meira
30. maí 2005 | Tónlist | 262 orð | 2 myndir

Tveir reknir úr The Cure

Tvær þaulvanar kempur úr hljómsveitinni The Cure munu ekki framar leika með sveitinni ef marka má frétt Reuters/Billboard frá því á laugardag. Meira
30. maí 2005 | Kvikmyndir | 438 orð

Uppreisn æru í Englaborg

Leikstjórn: Paul Haggis. Handrit: Paul Haggis og Robert Moresco. Kvikmyndataka: Dana Gonzales og James Muro. Meira
30. maí 2005 | Tónlist | 862 orð | 2 myndir

Vel af sér vikið

Samnefnd plata Hildar Völu, sigurvegara Stjörnuleitarinnar 2005. Lögin eru eftir ýmsa höfunda, erlenda sem innlenda. Meira

Umræðan

30. maí 2005 | Aðsent efni | 752 orð | 4 myndir

Eldvirkni Snæfells og Kárahnjúka tímasett

Eftir Ágúst Guðmundsson og Jóhann Helgason: "Því er afar ólíklegt að Kárahnjúkavirkjun stafi hætta af eldvirkni Snæfells eða Kárahnjúka næstu hundrað árin, þ.e. á líftíma virkjunarinnar." Meira
30. maí 2005 | Aðsent efni | 438 orð | 2 myndir

Er "bítlabærinn" orðinn "rekstrarleigubærinn"?

Eysteinn Jónsson fjallar um skuldir Reykjanesbæjar: "Við teljum rétt að skuldbindingar sveitarfélagsins séu allar taldar með í efnahagsreikningi sveitarfélagsins..." Meira
30. maí 2005 | Aðsent efni | 272 orð

Heyrðu nú!

ÉG LAS í blaði að lögreglan hefði rúmlega 200 þúsund manns á skrá vegna ýmiss konar skammarefna og yfirsjóna. Meira
30. maí 2005 | Aðsent efni | 566 orð | 1 mynd

Hvaða gagn er í lögum sem enginn fer eftir?

Árni Fannar Sigurðsson fjallar um tillögu um lækkun lágmarksaldurs til áfengiskaupa: "Ef fólki er alvara með að koma í veg fyrir að unglingar drekki áfengi ætti það að einbeita sér að því að bjóða upp á valkosti við helgardrykkjuna." Meira
30. maí 2005 | Bréf til blaðsins | 106 orð

Mótmæli gegn samræmdum stúdentsprófum

Frá kennarafundi í Menntaskólanum við Sund: "VIÐ MÓTMÆLUM framkvæmd samræmdra prófa til stúdentsprófs. Það er illa farið með takmarkaðan tíma nemenda að bæta við svo viðamiklum prófum inn í dagskrá þeirra, hvað þá hringlandahátturinn við framkvæmdina." Meira
30. maí 2005 | Bréf til blaðsins | 387 orð | 1 mynd

Skák og minningar

Frá Eddu Þráinsdóttur: "NÝLEGA gaf Skáksamband Íslands út afmælisrit um Friðrik Ólafsson, fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák, í tilefni af 70 ára afmæli hans. Ég óska Friðriki til hamingju með áfangann enda fá ekki allir að lifa svo lengi." Meira
30. maí 2005 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

Upplýst umræða og umræðusiðferði

Örn Sigurðsson fjallar um skipulagsmál: "Alþingi endurspeglar ekki kláran vilja þjóðarinnar, hvorki í umræðu um stjórnarskrá né um Vatnsmýri." Meira
30. maí 2005 | Velvakandi | 335 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Góðir þættir of seint á kvöldin ÉG er ein af þeim sem finnst gott að slappa af yfir góðum sjónvarpsþætti eftir annasaman dag. Ég reyni að fara snemma í rúmið, ekki seinna en 11 á kvöldin, því fram undan er annasamur starfsdagur. Meira

Minningargreinar

30. maí 2005 | Minningargreinar | 2939 orð | 1 mynd

ÁGÚST ÞÓRÐUR STEFÁNSSON

Ágúst Þórður Stefánsson fæddist í Reykjavík hinn 25. mars 1981. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru María Alexandersdóttir, f. 8.9. 1953, og Stefán Líndal Gíslason, f. 18.3. 1950, d. 30.11. 1990. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2005 | Minningargreinar | 1054 orð | 1 mynd

KRISTÍN ELÍASDÓTTIR

Kristín Elíasdóttir frá Oddhóli á Rangárvöllum fæddist 23. desember 1918. Hún lést á Hvíldar- og dvalarheimilinu Grund 22. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Elías Steinsson, f. 3.2. 1884, d. 16.1. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2005 | Minningargreinar | 2174 orð | 1 mynd

MIKAEL RAGNARSSON

Mikael Ragnarsson fæddist á Akureyri 28. mars 1945. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut laugardaginn 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ragnar Sigurðsson bifreiðastjóri og sölumaður, f. 27. júní 1916, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2005 | Minningargreinar | 1641 orð | 1 mynd

SIGURÐUR BJÖRGVINSSON

Sigurður Björgvinsson fæddist í Garði í Mývatnssveit, 28. janúar 1924. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi 20. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Björgvins Árnasonar, bónda í Garði, og Stefaníu Þorgrímsdóttur frá Starrastöðum í Skagafirði. Meira  Kaupa minningabók
30. maí 2005 | Minningargreinar | 2592 orð | 1 mynd

SIGURJÓN JÓNSSON

Sigurjón Jónsson járnsmíðameistari fæddist í Reykjavík 26. apríl 1909. Hann lést 15. maí 2005. Foreldrar Sigurjóns voru Jón Jónsson afgreiðslumaður, f. 20.11. 1881, d. 10.4. 1963, og kona hans, Þórunn Helga Eyjólfsdóttir húsmóðir, f. 20.6. 1884, d. 12. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 185 orð | 1 mynd

Lítil fjölgun farþega í apríl

FJÖLGUN farþega í áætlunarflugi hjá Icelandair í apríl var nánast engin miðað við sama mánuð í fyrra. Alls fjölgaði farþegum um 673 eða 0,7%, úr 103.228 í 103.901. Meira
30. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Samherji hagnast

HAGNAÐUR Samherja á fyrsta fjórðungi þessa árs nam 676 milljónum króna. Það er eilítið betri afkoma en á síðasta ári en þá var hagnaðurinn 638 milljónir. Rekstrartekjur samstæðunnar fyrstu þrjá mánuði ársins námu 5. Meira
30. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 188 orð | 1 mynd

Spáir frekari hækkun stýrivaxta

GREINING Íslandsbanka spáir því að Seðlabanki Íslands muni tilkynna um 0,25% til 0,5% hækkun stýrivaxta næstkomandi föstudag, samhliða útgáfu nýrra peningamála. Meira
30. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Styrktarsjóður FKA

FÉLAG kvenna í atvinnurekstri (FKA) og Íslandsbanki hafa skrifað undir samstarfssamning til tveggja ára. Markmið samningsins er að styðja við og efla starfsemi FKA og styrkja tengslin við konur í íslensku atvinnulífi. Meira
30. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 159 orð

Tap af rekstri Austurbakka

TAP Austurbakka á fyrstu þremur mánuðum þessa árs nam 7 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 23 milljónir. Rekstrartap án afskrifta nam 17 milljónum í ár en 6 milljónum árið 2004. Meira
30. maí 2005 | Viðskiptafréttir | 214 orð | 1 mynd

Vöruskiptin við útlönd versna milli ára

HALLI á vöruskiptum við útlönd nam 16,0 milljöðrum á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Fluttar voru út vörur fyrir 63,8 milljarða króna en inn fyrir 79,8 milljarða. Meira

Daglegt líf

30. maí 2005 | Daglegt líf | 520 orð | 1 mynd

Foreldrar, unglingar og áfengi

Vorin og sumrin eru oft sá tími sem ungt fólk prófar að drekka áfengi í fyrsta sinn. Prófin eru búin og halda á upp á það með ýmsum hætti, s.s. veislum eða útilegum. Meira
30. maí 2005 | Daglegt líf | 80 orð

Kynþroska fyrir aldur fram

EVRÓPSKIR vísindamenn vara nú við því að of feit börn geti orðið kynþroska fyrir aldur fram og er 7-8 ára aldur nefndur í því sambandi, segir í norska Nettavisen . Meira
30. maí 2005 | Daglegt líf | 79 orð | 1 mynd

Náttblint reykingafólk

REYKINGAFÓLK sér verr í myrkri en fólk sem ekki reykir, að því er haft er eftir yfirlækni augndeildar sjúkrahússins í Malmö, Ulf Havelius, í Göteborgs Posten . Meira
30. maí 2005 | Daglegt líf | 192 orð | 1 mynd

Ráð við angri í munni

BÓLA á tungunni eða önnur eymsli í munni eru sérlega leiðigjörn og þarf stundum að bíða lengi eftir að slíkt munnangur hverfi. En til eru ráð við þessum leiðindum. Ólöf Einarsdóttir grasalæknir segir ýmislegt hægt að gera í þessum málum. Meira
30. maí 2005 | Daglegt líf | 334 orð | 1 mynd

Stundar hreyfingu alla meðgönguna

Kristín Leopoldína Bjarnadóttir á von á sínu fyrsta barni eftir um mánuð. Núna í byrjun maí byrjaði hún að sækja tíma í meðgöngujóga í World Class í Laugum. Meira
30. maí 2005 | Daglegt líf | 825 orð | 1 mynd

Unnið með flæði og frelsi

Í gulum sal suður með sjó dansa konur með slæður á mjöðmum í takt við vel geymt leyndarmál. Meira
30. maí 2005 | Daglegt líf | 536 orð | 2 myndir

Vantar úrræði fyrir þessa sjúklinga

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Í febrúar síðastliðnum kom út skýrsla unnin af Hönnu Láru Steinsson um yngri Alzheimerssjúklinga. Yngri sjúklingar eru á aldrinum 45 til 65 ára en venjulega greinist fólk með sjúkdóminn um sjötugsaldur. Meira

Fastir þættir

30. maí 2005 | Fastir þættir | 155 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Örugg leið. Meira
30. maí 2005 | Í dag | 32 orð

Forustusauðurinn fer fyrir þeim, þeir ryðjast fram, fara í gegnum...

Forustusauðurinn fer fyrir þeim, þeir ryðjast fram, fara í gegnum hliðið og halda út um það, og konungur þeirra fer fyrir þeim og Drottinn er í broddi fylkingar þeirra. (Mika 2, 13.) Meira
30. maí 2005 | Í dag | 30 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Helena Ýr Pálsdóttir stóð nýlega fyrir fjársöfnun á...

Hlutavelta | Helena Ýr Pálsdóttir stóð nýlega fyrir fjársöfnun á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og safnaði hún 1.197 krónum. Með henni á myndinni er Karen Birta litla... Meira
30. maí 2005 | Í dag | 509 orð | 1 mynd

Nærveran hornsteinn hjúkrunar

Erna Haraldsdóttir útskrifaðist frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 1983 og lauk hjúkrunarprófi frá Háskóla Íslands 1987. Meira
30. maí 2005 | Fastir þættir | 201 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. b3 a6 4. Bb2 d6 5. d4 cxd4 6. Rxd4 Rf6 7. Bd3 Rbd7 8. c4 b6 9. O-O Bb7 10. Rc3 g6 11. De2 Bg7 12. Had1 O-O 13. Rc2 Hc8 14. Re3 Dc7 15. Bb1 Rc5 16. f3 Hfd8 17. Kh1 Rh5 18. Dd2 De7 19. Re2 Rf6 20. Hfe1 h5 21. Rc3 Re8 22. b4 Rd7 23. Meira
30. maí 2005 | Fastir þættir | 302 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji veltir því stundum fyrir sér hvort það sé hægt að verða of góðu vanur. Þessar vangaveltur á hann til dæmis í sambandi við kaffivenjur sínar. Meira

Íþróttir

30. maí 2005 | Íþróttir | 599 orð | 1 mynd

Alonso sáttur við heppnina

FERNANDO Alonso hjá Renault sagðist ánægður með að hafa heppnina með sér í Evrópukappakstrinum í Nürnburgring í gær. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 426 orð | 1 mynd

Árangurinn talar sínu máli

Þjálfari Íslandsmeistaranna, Ólafur Jóhannesson, réð sér vart fyrir kæti eftir leik þegar blaðamaður náði af honum tali á leiðinni til búningsherbergja. En FH-liðið hefur enn ekki tapað leik í fyrstu fjórum umferðum Íslandsmótsins. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 96 orð

Ár vonbrigða hjá Ciudad Real

VALLADOLID varð í gær spænskur bikarmeistari í handknattleik annað árið í röð þegar liðið sigraði Evrópumeistara Barcelona í úrslitaleik, 27:25. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 99 orð

Ásdís bætti Íslandsmetið í spjótkasti

ÁSDÍS Hjálmsdóttir úr Ármanni bætti á laugardag Íslandsmetið í spjótkasti kvenna á vormóti Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur sem haldið var á Laugardalsvelli. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

Birgir Leifur er á réttri leið

"ÉG er að sjálfsögðu mjög ánægður með að hafa leikið á ellefu höggum undir pari og þessi árangur styrkir mig enn frekar í komandi verkefni. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 280 orð

Björn bætti sig um 13 högg

BJÖRN Guðmundsson, 15 ára kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar, gerði sér lítið fyrir og lék Strandavöllinn á Hellu á 66 höggum í gær á fyrsta stigamóti ársins. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 1250 orð | 1 mynd

Efsta deild karla, Landsbankadeildin KR - FH 0:1 Jón Þorgrímur...

Efsta deild karla, Landsbankadeildin KR - FH 0:1 Jón Þorgrímur Stefánsson 44. Staðan: FH 440012:112 Valur 33007:29 Fram 32016:16 ÍA 32014:46 KR 42024:46 Keflavík 32015:66 Fylkir 31024:53 Þróttur R. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 630 orð | 1 mynd

FH-ingar eru á beinu brautinni

ÍSLANDSMEISTARAR FH-inga sóttu þrjú stig í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi þegar þeir lögðu KR-inga, 1:0, og héldu þar með sigurgöngu sinni áfram í Landsbankadeildinni. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 199 orð

Forseti UEFA stendur með Liverpool

LENNART Johansson forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, segir í viðtali við breska blaðið The Sunday Times í gær að Evrópumeistar eigi að fá tækifæri til að verja meistaratitil sinn og hann vill að Liverpool fái keppnisréttinn í... Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 202 orð

Freyr Bjarnason: "Við eigum talsvert mikið inni"

Freyr Bjarnason, varnarmaðurinn sterki í FH, var að sjálfsögðu í skýjunum með sigurinn. "Þetta var frábær sigur hjá okkur þótt við höfum oftast spilað áferðarfallegri knattspyrnu en að þessu sinni. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 84 orð

Guðjón Valur skoraði mest

GUÐJÓN Valur Sigurðsson varð markahæsti Íslendingurinn í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Guðjón skoraði 10 mörk í lokaumferð deildarinnar og skoraði hann 177 mörk í 34 leikjum eða 5,2 mörk að meðaltali í leik. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 73 orð

Guðmundur kvaddi með sigurleik

KRONAU/Östringen tryggði sér í gærkvöldi sæti í þýsku 1. deildinni í handknattleik þegar liðið sigraði Hildesheim, 26:22, í síðari leik liðanna um laust sæti í deildinni en leikurinn fór fram á heimavelli Hildesheim. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd

GUNNAR Heiðar Þorvaldsson lék með Halmstad sem tapaði fyrir Gefle , 2:0...

GUNNAR Heiðar Þorvaldsson lék með Halmstad sem tapaði fyrir Gefle , 2:0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Gunnar , sem skoraði þrennu í síðasta leik Halmstad , lék allan leikinn í fremstu víglínu. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 245 orð

Helgi Birkir Þórisson vill úrvalsdeild í golfi

HELGI Birkir Þórisson úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði er ekki sáttur við þá stefnu sem tekin hefur verið hvað varðar þátttökuskilyrði á Toyota-mótaröðinni í golfi og segir Helgi að gera eigi meiri kröfur til keppenda en nú tíðkast. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 350 orð | 1 mynd

* INGEMAR Linnéll, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik karla, hefur...

* INGEMAR Linnéll, landsliðsþjálfari Svía í handknattleik karla, hefur valið fjórtán leikmenn sem koma hingað til lands og leika við Ísland tvo vináttulandsleiki 6. og 8. júní. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 30 orð

Í KVÖLD

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin: Akranes: ÍA - Fylkir 19.15 Grindavík: Grindavík - ÍBV 19.15 1. deild kvenna A: Fjölnisv.: Fjölnir - Þróttur R. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 253 orð

Kiel varð Þýskalandsmeistari í handknattleik í 11. sinn

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is KIEL varð þýskur meistari í handknattleik í ellefta sinn og í áttunda sinn á síðustu tólf árum þegar liðið sigraði Düsseldorf, 36:30, í lokaumferð þýsku 1. deildarinnar í gær. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 222 orð

KR 0:1 FH Leikskipulag: 4-2-3-1 Landsbankadeild karla, 4. umferð...

KR 0:1 FH Leikskipulag: 4-2-3-1 Landsbankadeild karla, 4. umferð KR-völlur Sunnudaginn 29. maí 2005 Aðstæður: Hægur vindur, skýjað og milt. Völlurinn nokkuð ósléttur og laus í sér. Áhorfendur: 2. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 106 orð

Liverpool keppir á HM í Japan

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið það út að Liverpool, sem Evrópumeistari, taki þátt í nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða sem haldin verður í Japan í desember. Þar keppa meistaralið frá Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Mið-Ameríku. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 595 orð | 1 mynd

Marka- og spjaldaregn

SÓL og sæmilegur hiti, fjölmargir áhorfendur, KA og Þór á vellinum, sjö mörk og tíu spjöld; hvað vilja menn hafa það betra? Já, þeir sem mættu á Akureyrarvöll á laugardaginn fengu eitthvað fyrir sinn snúð en gæðunum var misskipt. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd

*MICHAEL Owen skoraði sitt 13. deildarmark á leiktíðinni fyrir Real...

*MICHAEL Owen skoraði sitt 13. deildarmark á leiktíðinni fyrir Real Madrid þegar liðið sigraði Real Zaragoza , 3:1, á útivelli í lokaumferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 128 orð

O'Neill kvaddi Celtic með sigri

CELTIC fagnaði 33. bikarmeistaratitli sínum í Skotlandi um helgina þegar liðið lagði Dundee Utd., 1:0, í úrslitaleik á þjóðvarleikvangi Skota, Hampden Park. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 223 orð

Óvæntur sigur Siglfirðinga í Kópavogi

NÝLIÐAR KS frá Siglufirði í 1. deild karla komu á óvart á laugardaginn þegar þeir lögðu HK að velli, 2:0, í Kópavogi. Þeir náðu þar með í sín fyrstu stig í deildinni en HK situr eftir í næstneðsta sætinu eftir þrjár umferðir með aðeins tvö stig. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 382 orð | 1 mynd

"Betra seint en aldrei"

SKAGAMAÐURINN Jóhannes Harðarson, sem nú leikur fyrir norska úrvalsdeildarfélagið Start, var valinn í tuttugu manna landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ungverjum á laugardaginn kemur á Laugardalsvellinum og Möltu á sama stað 8. júní. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 296 orð | 1 mynd

"Búinn að gera mér nokkrar vonir"

KEFLVÍKINGURINN Haraldur Freyr Guðmundsson, varnarmaður norska úrvalsdeildar liðsins Aalesund, er annar tveggja nýliða í tuttugu manna landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi og Möltu í undankeppni HM í Þýskalandi á Laugardalsvelli. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 882 orð | 1 mynd

"Loksins tókst mér að klára dæmið"

ÞOLINMÆÐI var það eina sem komst að hjá mér á þessu móti og loksins tókst mér að klára dæmið og ég er virkilega stoltur af þessum sigri," sagði Magnús Lárusson kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ en hann sigraði á Icelandairmótinu á Toyota-mótaröðinni á... Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 723 orð | 1 mynd

"Stórfurðulegt ástand"

ÞÓRDÍS Geirsdóttir úr GK sigraði í kvennaflokki á fyrsta stigamóti ársins í golfi en Þórdís lék á 72 höggum á lokadeginum og samtals á 144 höggum, en Anna Lísa Jóhannsdóttir úr GR lék einnig á 72 höggum á lokadeginum eða tveimur yfir pari og var hún... Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 128 orð

Richardson með tvö í sínum fyrsta landsleik

KIERAN Richardson sló heldur betur í gegn í sínum fyrsta leik með enska landsliðinu þegar liðið sigraði Bandaríkjamenn, 2:1, í vináttuleik sem háður var í Chicago á laugardagskvöldið. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 83 orð

Silja fjórða í New York

SILJA Úlfarsdóttir hlaupakona úr FH varð í fjórða sæti í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á bandaríska svæðismeistaramótinu í New York á laugardagskvöld. Silja hljóp á á 57,53 sekúndum en sigurvegari varð Dominiquie Darden á 55,51 sek. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 358 orð | 1 mynd

* STEFAN Kretzchmar, handknattleiksmaðurinn skrautlegi, sem leikur með...

* STEFAN Kretzchmar, handknattleiksmaðurinn skrautlegi, sem leikur með Magdeburg hefur ákveðið að draga sig út úr úrvalsliði þýsku 1. deildarinnar sem mætir þýska landsliðinu í stjörnuleik Braunschweig á morgun. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

Toyota-mótaröðin Icelandairmótið, Strandarvelli, par 70: Karlar Magnús...

Toyota-mótaröðin Icelandairmótið, Strandarvelli, par 70: Karlar Magnús Lárusson, GKj. 135 (-5) Örlygur Helgi Grímsson, GV 135 (-5) *Magnús sigraði á 2. holu í bráðabana. Sigurpáll Geir Sveinsson, GKj. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 328 orð | 1 mynd

* TRYGGVI Pétursson úr GR skrifaði undir skorkort sitt á laugardag á...

* TRYGGVI Pétursson úr GR skrifaði undir skorkort sitt á laugardag á Hellu þar sem að hann taldi sig vera á 75 höggum en það reyndist ekki vera rétt. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 220 orð | 2 myndir

Tvöfalt hjá Bæjurum í fimmta sinn

Bayern München bætti enn einum titlinum í safn sitt á laugardagskvöld þegar liðið sigraði Schalke, 2:1, í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar sem háður var á ólympíuleikvangnum í Berlín. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 170 orð

Víkingar kafsigldu nafna sína

VÍKINGUR Reykjavík tók nafna sína og nýliða úr Ólafsvík í kennslustund á heimavelli sínum í Víkinni en leik liðanna í 1. deildinni lauk með stórsigri Reykjavíkur Víkinga, 7:0. Ólsarar sáu ekki til sólar þrátt fyrir að hún skini glatt í Fossvoginum. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 74 orð | 1 mynd

Þýskaland Düsseldorf - Kiel 30:36 Essen - Gummersb. 29:32 Lemgo -...

Þýskaland Düsseldorf - Kiel 30:36 Essen - Gummersb. 29:32 Lemgo - Flensburg 31:34 Lübbecke - Großwallst. 32:30 Magdeburg - Pfullingen 32:26 Schwerin - Göppingen 36:34 Wallau - Nordhorn 36:39 Wetzlar - Hamburg 27:27 Wilhelmshav. Meira
30. maí 2005 | Íþróttir | 204 orð

Öruggt hjá Spurs

SAN Antonio Spurs er komið með afar vænlega stöðu gegn Phoenix Suns í úrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á heimavelli, 102-92, í fyrrinótt. Meira

Fasteignablað

30. maí 2005 | Fasteignablað | 379 orð | 1 mynd

Af Laugavegi vestur á Álagranda

Reykjavík - Þetta timburhús við Álagranda 4 má muna tímana tvenna, en það stóð áður við Laugaveg 86, næsta hús við Stjörnubíó. Húsið var orðið býsna óhrjálegt, þegar Eignarhaldsfélagið Fjölhæfni ehf. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 125 orð | 1 mynd

Barkarstaðir

Rangárþing eystra - Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu jörðin Barkarstaðir í Rangárþingi eystra. "Barkarstaðir eru innarlega í Fljótshlíð og hefur jörðin alltaf verið talin góð bújörð," segir Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 79 orð | 1 mynd

Betri húð

Sítrónusafi í baðvatnið * Freyðibað er gott og hressandi fyrir húðina og ýmiss konar duft, dropar og hjálparefni eru nú fáanleg til að bæta út í baðvatnið. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 312 orð | 1 mynd

Grenimelur 2

Reykjavík - Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu glæsileg og mikið endurnýjuð 175,4 ferm. efri hæð og ris í fallegu og góðu steinhúsi við Grenimel 2. Einnig fylgir 45,5 ferm. sérstæður bílskúr á tveimur hæðum. Gengið er inn um sérinngang á 1. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 67 orð | 1 mynd

Hávaðagirðing

Girðingar geta verið góð vörn fyrir hávaða. Það sem huga þarf að: * Girðingin þarf að ná upp fyrir sjónlínu af hljóðgjafa, til dæmis vélarhæð í bílum, en nú eru svo margir komnir á jeppa og jepplinga að taka verður mið af því. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 798 orð | 2 myndir

Heimsókn til Lagnafélags Íslands

Mikið vald er fært hönnuðum þar sem sýn verkkaupa er oft ekki skýr vegna þess að þekking er ekki til staðar. Guðríður Friðriksdóttir segir frá ráðstefnu um loftræstingu í íbúðar- og atvinnuhúsum sem Lagnafélag Íslands stóð fyrir. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 414 orð | 1 mynd

Lóðir fyrir frístundahús í landi Stóra-Áss

UPPSVEITIR Árnessýslu voru lengi vinsælasta frístundahúsasvæði fólks á höfuðborgarsvæðinu, en eftir að Hvalfjarðargöngin voru opnuð hefur Borgarfjörður verið í stöðugri sókn og eftirspurn eftir lóðum þar farið vaxandi. Sl. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 123 orð | 1 mynd

Lýsing í görðum

Á sumrin er skemmtilegt að lýsa upp garðinn með kyndlum, olíulömpum og kertum og er úrvalið sífellt að aukast í þeim vörum á markaðnum. Varanleg lýsing krefst þó rafmagns og vegna veðurfarsins hér þarf að ganga vel frá ljósum sem sitja á jörðinni. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 297 orð | 1 mynd

Lækjarkinn 10

Hafnarfjörður - Hjá Fasteignastofunni er nú til sölu einbýlishús við Lækjarkinn 10 í Hafnarfirði. Húsið skiptist í kjallara, hæð og ris. Það er steinsteypt og klætt að utan með áli. "Þetta er mjög gott og vel við haldið 280 ferm. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 860 orð | 6 myndir

Nýjar íbúðir á Ölgerðarreitnum við Njálsgötu

Nýjar íbúðir í gamla bænum í Reykjavík vekja ávallt athygli, þegar þær koma í sölu. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýtt fjölbýlishús með 14 íbúðum á Njálsgötu 19. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 78 orð | 1 mynd

Rimlagirðing

Þegar hanna á garðinn er gott að hafa bak við eyrað að börnin stækka og þroskast hratt en þegar þau eru lítil getur verið gott að afmarka leiksvæði þeirra með girðingum sem síðan má fjarlægja þegar börnin eldast. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 82 orð | 1 mynd

Salir til leigu

Salir.is er upplýsingaveita fyrir þá sem eru að leita að sal til leigu fyrir mismunandi tilefni. Vantar þig sal fyrir fund í fyrirtækinu, stúdentsveislu, íþróttasýningu eða jafnvel myndlistarsýningu? Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 460 orð | 1 mynd

Sögufrægt hús við Laufásveg

Þekkt einbýlishús við sunnanverðan Laufásveg vekja ávallt athygli, þegar þau koma í sölu. Hjá Eignamiðlun er nú til sölu sögufrægt hús á Laufásvegi 68. "Pompidou Frakklandsforseti bjó í húsinu 30. maí til 1. Meira
30. maí 2005 | Fasteignablað | 370 orð | 2 myndir

Þetta helst

Vaxtabætur Geir H. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.