Greinar þriðjudaginn 21. júní 2005

Fréttir

21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 167 orð

13 drepnir í Arbil

Arbil. AFP. | Ekki færri en 13 menn týndu lífi í sjálfsmorðsárás í borginni Arbil í Norður-Írak í gærmorgun. Fórnarlömbin voru að fá þjálfun sem umferðarlögregluþjónar á íþróttavelli. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 370 orð

230 íslensk kreditkort í stóra svindlinu

UPPLÝST var í gær að 179 kort frá VISA Ísland voru á skrá hjá þeim aðila sem stolið var frá í umfangsmiklu kortasvindli sem rakið er til innbrots hjá upplýsingafyrirtæki í Bandaríkjunum. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 102 orð

Af sigghendu

Jón Ingvar Jónsson bjó til nýjan bragarhátt sem hann nefnir sigghendu: Oft hjá frúnni ósköp bljúgur æski sátta annars staðar ef ég hátta utangátta. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 256 orð

Alcoa Fjarðaál og UÍA stofna íþróttasjóð

Reyðarfjörður | Alcoa Fjarðaál og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hafa stofnað ungmenna- og íþróttasjóðinn Sprett. Hann á að verða öflugur styrktarsjóður til eflingar á æskulýðs- og íþróttastarfi á Austurlandi. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur dagur flóttamanna

ÞESSI súdönsku börn í flóttamannabúðum í norðvesturhluta Úganda, voru meðal þeirra sem í gær tóku á móti Antonio Guterres, yfirmanni flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 360 orð

Aukin löggæsla eini kosturinn

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is UMFERÐAREFTIRLIT lögreglu á þjóðvegum verður stóreflt með samkomulagi sem Umferðarstofa og lögreglan munu undirrita í byrjun næstu viku. Mun Umferðarstofa leggja tugi milljóna króna til verkefnisins. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð

Austurland

Dómur staðfestur | Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands um að sveitarstjórn Norður-Héraðs hafi farið að sveitarstjórnarlögum við sameiningu við Austur-Hérað og Fellahrepp. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 413 orð | 1 mynd

Ákvað að nýta aukinn frítíma í nám

Keflavík | "Ég hafði áhugann og kynntist góðu fólki. Það var því allt gott við þetta," segir Eygló Þorsteinsdóttir, starfsmaður í útibúi Sjóvár í Keflavík, en hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur í fjarnámi við Háskólann á Akureyri. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 340 orð

Ákvörðun um að sameina skólahald ógild

Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is ÁKVÖRÐUN hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps um að leggja niður skólahald í Brautarholti frá hausti komanda og kenna í stað þess eingöngu í Árnesi er ógild samkvæmt úrskurði félagsmálaráðuneytisins. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Blómsveigur á leiði breskra hermanna

BRESKI sendiherrann á Íslandi, Alp Mehmet, er á ferð á Akureyri og í Eyjafirði þessa daga ásamt eiginkonu sinni, Elaine. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 733 orð | 1 mynd

Boða pólitískar breytingar í Líbanon

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Bók í tilefni sjötugsafmælis

HELGI Hallgrímsson náttúrufræðingur fékk afhent fyrsta eintak afmælisbókar sem gefin var út í tilefni sjötugsafmælis hans á samkomu sem efnt var til á Sal Menntaskólans á Akureyri. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Börnin aðstoðuðu við lokaverkefnið

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | "Ég er mjög stolt af því að vera búin að þessu," segir Margrét Kolbeinsdóttir sem útskrifaðist sem leikskólakennari í fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 88 orð

CIA segist vita um bin Laden

New York. AFP. | Porter Goss, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, segist hafa "mjög góða hugmynd" um hvar Osama bin Laden heldur sig. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 316 orð | 1 mynd

Dagskrá fyrir alla fjölskylduna

KIRKJUDAGAR 2005 verða haldnir dagana 24. og 25. júní á Skólavörðuholti við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Dagarnir voru fyrst haldnir árið 2001 og er stefnt að því að þeir verði á dagskrá á fjögurra ára fresti. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð

Eiga samkeppnisyfirvöld að tryggja einokun?

ALMAR Örn Hilmarsson, forstjóri norræna lágfargjaldaflugfélagsins Sterling og fyrrverandi forstjóri Iceland Express, telur að skilyrt heimild Samkeppnisráðs fyrir samruna FL Group, Bláfugls og Flugflutninga, lýsi í hnotskurn "barnaskap og... Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 613 orð | 2 myndir

Elliðaárnar og Laxá í Aðaldal gáfu strax laxa

Laxveiðitímabilið hófst í gærmorgun í Elliðaánum og að venju opnaði borgarstjórinn í Reykjavík ána. Steinunn Valdís Óskarsdóttir setti fljótlega í lax í fossinum og landaði honum eftir snarpa viðureign. Þetta var um fjögurra punda grálúsug hrygna. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Engey RE í fyrstu veiðiferðinni

Eskifjörður | Flaggskip flotans, Engey RE 1, kom til Eskifjarðar á sunnudag. Skipið er í fyrstu veiðiferð og er komið með 200 tonn af frystum afurðum og 70 tonn af mjöli. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 745 orð | 1 mynd

Engin hringferð um landið

Eftr Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Fræðslan hefur náð til tuttugu þúsund ungmenna Markús H. Guðmundsson, forstöðumaður Hins hússins, áætlar að Jafningjafræðslan hafi náð til um tuttugu þúsund ungmenna frá árinu 1996 þegar hún hóf störf. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 200 orð

Fjarnemar fá aðstöðu í húsnæði Íþróttaakademíunnar

Reykjanesbær | Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Íþróttaakademían í Reykjanesbæ hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að fjarnemar á vegum MSS fá aðstöðu í tveimur skólastofum í húsnæði akademíunnar. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð

F-listi mótmælir sölu Heilsuverndarstöðvarinnar

VERÐI húsnæði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur selt á almennum markaði og starfseminni þar með "tvístrað út um borg og bý" mun það veikja heilsugæsluna í borginni verulega og gera hana óhagkvæma í rekstri. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð

Formaður SUS kosinn á landsfundi í haust

SAMKVÆMT upplýsingum frá Jóni Hákoni Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sambands ungra sjálfstæðismanna, fara formannskosningar sambandsins fram á væntanlegum landsfundi SUS sem haldinn verður í september nk. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Frelsisboðskap Rice fálega tekið

Kaíró. AFP. | Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt mikla stefnuræðu í Egyptalandi í gær um mikilvægi lýðræðis við litlar undirtektir áheyrenda. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Fréttum af reykingabanni vísað á bug

London. AP. | Bresk stjórnvöld hafa vísað á bug fréttum þess efnis að þau hyggist setja lög um algjört reykingabann á opinberum stöðum þar í landi. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Fræðslu- og myndakvöld um Stafafell í Lóni

FRÆÐSLU- og myndakvöld um Stafafell í Lóni verður í dag, þriðjudaginn 21. júní kl. 20, í Skaftfellingabúð að Laugavegi 178. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fundur um millilandaflug

Efnt verður til opins kynningarfundar á Hótel KEA í dag, þriðjudaginn 21. júní kl. 12.10-13. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Glóðarsteikt í Galaxy

Akureyri | "Þetta er stórt og gott grill og hægt að steikja á því mat fyrir mörg hundruð manns á skömmum tíma," sagði Þórður Helgason hjá Bílaklúbbi Akureyrar. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Göngu-Hrólfar lagðir af stað

GÖNGUGARPARNIR Bjarki Birgisson og Guðbrandur Einarsson lögðu af stað í göngu sína umhverfis landið frá Sjónarhóli við Háaleitisbraut í gær. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 439 orð | 1 mynd

Hafa veitt 61 af 500 hvölum

Í rannsóknarráætlun Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2003 var gert ráð fyrir að 500 hvalir yrðu veiddir í vísindaskyni á árunum 2003-2005. Áætlunin fól í sér að veiddar yrðu 200 hrefnur, 200 langreyðar og 100 sandreyðar. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Hannes með 2½ vinning á Evrópumóti

STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson (2.573) gerði jafntefli við rússneska stórmeistarann Evgeny Alekseev (2.597) í þriðju umferð Evrópumótsins í skák sem fram fór í gær í Varsjá í Póllandi. Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 860 orð | 1 mynd

Harðlínumaður bankar á dyrnar

Niðurstöður forsetakosninganna í Íran komu á óvart, segir í grein Kristjáns Jónssonar. Harðlínumaðurinn Mahmoud Ahmadinejad varð annar og mun keppa við Akbar Hashemi Rafsanjani, fyrrverandi forseta, nk. föstudag. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Harður árekstur fimm bifreiða

FIMM bifreiðar rákust saman á Reykjanesbraut á móts við Smáralind um hálffjögur í gær. Varð slysið með þeim hætti að hópbifreið lenti aftan á fólksbifreið sem kastaðist á bifreið þar fyrir framan og þannig koll af kolli. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Hitinn leggst vel í landann

"HÉR er allt að 37 gráða hiti og miklu heitara en ég átti von á. Ég hélt að hér yrði meiri gola, en hér er algjört logn. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Hnökralaus samvinna á bökkum Laxár

HALLA Björnsdóttir frá Laxamýri kemur bróður sínum Jóni Helga til aðstoðar og tekur við veiðistönginni eftir að hann rétti hana undir brú við Bjargstreng í Laxá í Aðaldal. Á hinum endanum var fyrsti lax sumarsins í Laxá, 12 punda hrygna. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 291 orð | 2 myndir

Húsin rjúka upp

GERA má ráð fyrir að íbúum Kópavogsbæjar fjölgi um 6-8 þúsund á næstu fjórum til fimm árum. Til að anna eftirspurninni virðast húsin rjúka upp í bænum um þessar mundir. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 572 orð | 2 myndir

Íslendingar hafa enga hagsmuni af hvalveiðum

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Íslendingar hafa enga hagsmuni af því að halda hvalveiðum áfram og peningarnir sem eru notaðir til svokallaðra vísindaveiða á hvölum væru betur nýttir til að rannsaka áhrif af loftslagsbreytingum. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Íslendingur til bjargar laxi

Á FÖSTUDAGINN birtist grein í blaðinu, The International Herald Tribune , með fyrirsögninni "Íslendingur berst til bjargar laxi" (e. Icelander in fight to save salmon). Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 290 orð

Jarðeigendur sýknaðir af kröfum ríkisins

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur sýknað eigendur jarðarinnar Skipalóns í Hörgárbyggð af kröfu landbúnaðarráðuneytisins um að íslenska ríkið verði lýst eigandi að öllum námum og námuréttindum, þ.m.t. sandi, möl og grjóti í landi jarðarinnar. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Kona sór ráðherraeið í Kúveit

Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is FYRSTI kvenráðherra Kúveits sór embættiseið á kúveiska þinginu í gær sem ráðherra skipulags- og stjórnunarmála við hávær mótmæli íslamskra harðlínumanna. Dr. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Kvennamessa og skírn í Laugardalnum

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikaði við Kvennamessu í Laugardalnum á sunnudag, á 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Fjölmörg kvennasamtök standa að messunni og er hún árlegur viðburður. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 145 orð

Leiðrétt

Dufþakur Pálsson Sonur Páls Steingrímssonar kvikmyndagerðarmanns, sem tók við útnefningu föður síns sem borgarlistamanns, heitir fullu nafni Steingrímur Dufþakur Pálsson. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 48 orð

Lést í umferðarslysi

MAÐURINN sem lést í umferðarslysi þegar bifreið sem hann ók hafnaði á brúarstólpa á Sæbraut við Miklubraut á sunnudagsmorgun, hét Þröstur Valdimarsson og var til heimilis að Keilufelli 33. Hann var fæddur 22. janúar árið 1963, ókvæntur og barnlaus. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 61 orð

Meðferð við þroskavandamálum

KENNARAR við Stanley Rosenberg stofnunina í Kaupmannahöfn eru staddir hér á landi á vinnufundi. Þeir eru sérfræðingar í meðferð á þroskavandamálum barna og ætla að bjóða upp á ókeypis meðferð. Kennararnir verða á Sólheimum í Grímsnesi miðvikudaginn 22. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Mikil fundahöld á göngum og í bakherbergjum

Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í dag er gert ráð fyrir að umræður hefjist um tillögu um að leyfa hvalveiðar í atvinnuskyni með ákveðnum skilyrðum. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 446 orð

Mjög lítil úthafskarfaveiði á Reykjaneshrygg tvö ár í röð

Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is MJÖG lítið hefur veiðst af úthafskarfa á Reykjaneshrygg í vor og það sem af er sumri. Úthlutaður kvóti til íslenskra skipa í úthafskarfa í ár nemur 34.470 tonnum og hafa einungis veiðst rúmlega 8. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

Neyðarmóttaka nauðgana | Á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri...

Neyðarmóttaka nauðgana | Á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri hefur verið starfrækt neyðarmóttaka vegna nauðgana frá árinu 1994. Á síðasta ári leituðu 14 þolendur á neyðarmóttökuna en árið 2003 leituðu þangað 6 þolendur. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 33 orð

Nýtt tæki | Á morgun mun Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað taka í...

Nýtt tæki | Á morgun mun Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað taka í notkun tölvusneiðmyndatæki, sem Hollvinasamtök FSN hafa fært sjúkrahúsinu að gjöf. Þá verður undirritaður verksamningur vegna nýbyggingar og endurbyggingar á eldra húsnæði... Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 326 orð

Ósamræmi hjá stjórnvöldum við uppsagnir

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis segist hafa orðið var við það í nokkrum málum að undanförnu að ósamræmis hafi gætt á milli stjórnvalda um hvernig haga beri verklagi og málsmeðferð við uppsagnir starfsmanna. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Óvissa í Galisíu

Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is VERA kann að hægri menn á Spáni hafi tapað einu helsta vígi sínu á sunnudag þegar fram fóru kosningar til þings Galisíu í norðvesturhluta landsins. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Pólverjar án atvinnuleyfa og aðbúnaður slæmur

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is LÖGREGLA og fulltrúi Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar fylgdu fulltrúum Alþýðusambands Íslands í atvinnuhúsnæði við Hyrjarhöfða í gærmorgun þar sem hópur Pólverja hefur búið við slæmar aðstæður. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 465 orð | 1 mynd

"Kúvending á starfi Alnæmissamtakanna"

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is SÍÐASTA vetur heimsóttu Alnæmissamtökin á Íslandi um 8.700 grunnskólabörn í 9. og 10. bekkjum 114 skóla á landinu þar sem samtökin voru með fræðslu- og forvarnarverkefni. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 412 orð | 1 mynd

"Læt mig dreyma allan veturinn"

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Bláskógabyggð | "Þetta er lífið. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Refur í þjóðgarði

Kelduhverfi | Refur með yrðlinga fannst nú nýlega í öðru af tveim grenjum sem vitað er um í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Samkvæmt lögum er óheimilt að skjóta refi í þjóðgörðum landsins. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Ristaður Jackson

Los Angeles. AFP. | Nú eru til sölu á ebay-uppboðsvefnum ristaðar brauðsneiðar með mynd af Michael Jackson, konungi poppsins. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Ríkið sem fyrirmyndar atvinnurekandi

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is EINKAVÆÐING opinberrar þjónustu og ríkið sem fyrirmyndar atvinnurekandi eru helstu mál sem til umfjöllunar eru á ráðstefnu Samtaka norrænna ríkisstarfsmanna sem nú stendur yfir á Akureyri. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 61 orð

Saga, náttúra og útivist í Stafafelli

Lón | Fræðslu- og myndakvöld um Stafafell í Lóni, sögu, náttúru og útivist, verður haldið í Skaftfellingabúð á Laugavegi 178 í kvöld klukkan 20. Umsjón með fræðslunni hefur Gunnlaugur B. Ólafsson, líffræðingur frá Stafafelli. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð | 2 myndir

Sammála um nýjan samráðsvettvang

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, funduðu í gær. Meira
21. júní 2005 | Erlendar fréttir | 704 orð | 1 mynd

Segja Saddam málglaðan mann með hreinlætisæði

New York. AP. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 67 orð

Stálu gashitara úr garði

BÍRÆFNIR þjófar stálu gashitara úr garði í Grafarvogi um nýliðna helgi, en þjófnaðurinn uppgötvaðist þegar húsráðendur komu heim eftir ferðalag helgarinnar. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð

STH semur við launanefndina

STARFSMANNAFÉLAG Hafnarfjarðar og launanefnd sveitarfélaga náðu samkomulagi um nýjan kjarasamning fyrir helgi. Að sögn Árna Guðmundssonar, formanns STH, er samningurinn á líkum nótum og gerður var við Samflot bæjarstarfsmannafélaga í lok maí sl. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Studdu sína menn í nepjunni

ÞAÐ var napurt á Árskógsstrandarvelli í gærkvöldi, aðeins um fimm stiga hiti, þegar Valsmenn unnu heimamenn í Reyni í Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 144 orð

Stuðningur við Borgar Þór

STJÓRN Heimdallar sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fagnað er framboði Borgars Þórs Einarssonar til formennsku í Sambandi ungra sjálfstæðismanna. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 349 orð | 2 myndir

Stundar hafrannsóknir á höfunum sjö

Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is HAFFRÆÐI- og sjómælingaskip franska hersins, Beautemps-Beaupré, kom til Reykjavíkur í gærmorgun og verður hér til laugardags. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð

Sumarferð Bergmáls

HIN árlega sumarferð Líknar- og vinafélagsins Bergmáls verður farin sunnudaginn 26. júní. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 og ekið um Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Söngvari Yes til landsins

JON Anderson, söngvari Yes heldur tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 16. október. Anderson flytur bæði lög af sólóferlinum og mörg af sígildum lögum Yes. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Tíðni rána stöðug síðastliðin sex ár

TÍÐNI rána á Íslandi hefur verið frekar stöðug síðastliðin sex ár en að meðaltali voru framin 36 rán á ári frá 1999 til 2004. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Tónleikar "Öryrkjans ósigrandi"

NÝ-UNG, ungliðahreyfing Sjálfsbjargar, hélt tónleika í gærkveldi til styrktar verkefninu "Öryrkinn ósigrandi". Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð

Um 8.700 börn frædd um kynsjúkdóma

ALNÆMISSAMTÖK Íslands heimsóttu síðastliðinn vetur 8.700 grunnskólabörn í 9.-10. bekk í 114 skólum um land allt. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 348 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Sumarið er komið og Egilsstaðabúar þrá sólskin og hækkandi hita. Ferðalangar með Norrönu koma í ógnarlangri halarófu á húsbílum sínum og öðrum misskrautlegum farartækjum inn í Egilsstaði og norpa um bæinn blautir og dálítið hraktir. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Útsýnisstaðurinn fær nafnið Flösin

Garður | Nýi útsýnis- og veitingastaðurinn í Byggðasafninu á Garðskaga mun heita Flösin. Staðurinn er í húsi sem verið er að byggja yfir Byggðasafnið við Garðskagavita. Hann verður opnaður 3. júlí. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 732 orð | 2 myndir

Verð á bensíni aldrei hærra

OLÍUFÉLÖGIN hækkuðu í gær verð á bensíni, dísil- og gasolíu og fór lítrinn af bensíni yfir 114 krónur. Bensínverð hér á landi hefur samkvæmt þessu aldrei verið hærra. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð

Viðbrögð við illri meðferð dýra

UMHVERFISSTOFNUN og embætti yfirdýralæknis hafa samið verklagsreglur um hvernig bregðast skuli við þegar upp kemur grunur um illa meðferð dýra. Reglur þessar eru kynntar á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Meira
21. júní 2005 | Innlendar fréttir | 604 orð | 1 mynd

Vænta jákvæðra undirtekta íbúa

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is VEL var mætt og mikill áhugi meðal viðstaddra þegar nýtt deiliskipulag vegna næsta nágrennis Hlemms var kynnt á fundi í skiptistöðinni á Hlemmi. Meira

Ritstjórnargreinar

21. júní 2005 | Staksteinar | 316 orð | 1 mynd

Að draga vandann frá vandanum

Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, ritar gestapistil um launajafnrétti á vefritið Tíkina, sem fagnaði þriggja ára afmæli sl. sunnudag, 19. júní. Meira
21. júní 2005 | Leiðarar | 824 orð

Á réttri leið

Í síðustu viku birti Morgunblaðið greinaflokk um Landspítala - háskólasjúkrahús. Greinar þessar, sem birtust frá sunnudegi til fimmtudags, voru unnar af Sunnu Ósk Logadóttur, blaðamanni, sem kynnti sér starfsemi spítalans um þriggja mánaða skeið. Meira

Menning

21. júní 2005 | Fjölmiðlar | 320 orð | 1 mynd

Algjört hundaæði

HUNDAMYNDIR skipa ákveðinn flokk kvikmynda sem vert er að ræða. Margar góðar hundamyndir hafa verið framleiddar í gegnum tíðina og eiga sér marga hundtrygga aðdáendur. Lassie er án efa þekktasti hundurinn úr sjónvarpi og kvikmyndum. Meira
21. júní 2005 | Fjölmiðlar | 104 orð | 1 mynd

Átökin um fríríkið

SJÓNVARPIÐ sýnir danska heimildarmynd, sem fjallar um átökin um fríríkið Kristjaníu. Sjónvarpsmaðurinn Christoffer Guldbrandsen fylgist með deilunni frá sjónarhorni beggja aðila. Meira
21. júní 2005 | Kvikmyndir | 224 orð | 1 mynd

Batman byrjar vel

NÝJASTA kvikmyndin um Leðurblökumanninn, Batman Begins , fór vel af stað í íslenskum kvikmyndahúsum. Alls sáu um 12.500 manns Christian Bale túlka Leðurblökumanninn fyrstu fimm dagana frá frumsýningu. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 134 orð | 1 mynd

Björk með nýja plötu

Hinn 25. júlí kemur út plata með lögum Bjarkar við kvikmynd eiginmanns hennar, Matthews Barney, sem nefnist Drawing Restraint 9 . Meira
21. júní 2005 | Fólk í fréttum | 405 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Johnny Depp er frægari en Brad Pitt . David Beckham er líka frægur, en ekki eins frægur og Aðþrengdu eiginkonurnar . Meira
21. júní 2005 | Kvikmyndir | 228 orð | 2 myndir

Góðir dómar og tökustaðurinn vekur athygli

KVIKMYNDIN The Girl in the Cafe verður frumsýnd á HBO-sjónvarpsstöðinni næstkomandi laugardag en myndin hefur þegar fengið ágætustu dóma gagnrýnenda. Meira
21. júní 2005 | Bókmenntir | 615 orð | 1 mynd

Gult er sólarljósið

Sögur, hugleiðingar, ljóð eftir Benedikt S. Lafleur. Útg. Lafleur. Reykjavík, 2005. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 563 orð | 2 myndir

Hljómsveit á krossgötum

Army of Soundwaves, fyrsta breiðskífa Lokbrár. Lokbrá skipa Óskar Þór Arngrímsson trommur, Trausti Laufdal Aðalsteinsson söngur og gítar, Oddur Ingi Þórsson bassi og söngur og Baldvin Albertsson orgel. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 215 orð | 1 mynd

Íslenskur píanóleikur í Peking

TINNA Þorsteinsdóttir píanóleikari hélt tvenna einleikstónleika í Peking dagana 17. og 18. júní. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 343 orð | 1 mynd

Jón Leifs í fínu fötunum

Camerarctica flutti tónlist eftir ýmis norræn tónskáld. Laugardagur 18. júní. Meira
21. júní 2005 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Kleemiðstöðin opnuð

STARFSMENN Paul Klee-miðstöðvarinnar í Bern koma hér skúlptúr eftir Klee fyrir en miðstöðin var opnuð almenningi í gær. Getur þar að líta úrval verka eftir þennan nafnkunna listamann. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 428 orð | 1 mynd

Kvenlegir tónar

Verk eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jórunni Viðar, Karólínu Eiríksdóttur og Misti Þorkelsdóttur. Meira
21. júní 2005 | Kvikmyndir | 1077 orð | 5 myndir

Kvik-myndasögur

Holskefla kvikmynda, sem byggðar eru á myndasögupersónum, hefur riðið yfir á undanförnum árum. Heimir Snorrason tæpir hér á fortíð, nútíð og framtíð þessarar kvikmyndategundar ásamt því að skoða þá bíómynd sem ku vera sú sem næst kemst því að vera myndasaga fest á filmu; Sin City. Meira
21. júní 2005 | Myndlist | 452 orð | 1 mynd

List fyrir alla

Til 23. júní. Opið alla daga frá kl. 14-18. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 250 orð | 2 myndir

OK Computer besta plata síðustu áratuga

PLATA bresku hljómsveitarinnar Radiohead, OK Computer , hefur verið útnefnd besta plata síðustu 20 ára af bandaríska tónlistartímaritinu Spin . Meira
21. júní 2005 | Bókmenntir | 813 orð | 1 mynd

Raddir úr djúpinu

Sögur eftir Þorstein Antonsson. 120 bls. Útg. Lafleur. Reykjavík, 2005. Meira
21. júní 2005 | Fjölmiðlar | 349 orð | 2 myndir

Sirkus fyrir ungt fólk á öllum aldri

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is NÆSTKOMANDI föstudag hefur göngu sína ný íslensk sjónvarpsstöð sem ber heitið Sirkus Sjónvarp. Meira
21. júní 2005 | Bókmenntir | 172 orð | 1 mynd

Snorra-Edda þýdd á ungversku

ÁHUGI á norrænni goðafræði nær ansi víða ef marka má fréttir af nýútkominni bók, Skandinaáv mitológia (Norræn goðafræði), í ungverskri þýðingu. Höfundur og þýðandi bókarinnar er Ungverjinn og bókmenntafræðingurinn István Bernáth. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 691 orð | 2 myndir

Sumar í Sigurjónssafni

Sumarkvöldið í höfuðborginni er óvíða jafn fallegt og séð frá litlu kaffistofunni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 226 orð | 1 mynd

Söngvari Yes til landsins

JON Anderson, söngvari Yes, heldur tónleika í Háskólabíói sunnudaginn 16. október. Anderson flytur lög af sólóferli sínum, mörg af sígildum lögum Yes auk laga sem hann söng með Grikkjanum Vangelis. Meira
21. júní 2005 | Tónlist | 212 orð | 2 myndir

Tökin hert í Íslensku óperunni

ÓPERAN Tökin hert, eða "The Turn of The Screw", eftir Benjamin Britten (1913-1976), verður frumsýnd í Íslensku óperunni 21. október nk. Texti óperunnar er eftir Myfanwy Piper, byggður á smásögu Henry James sem kom út árið 1898. Meira

Umræðan

21. júní 2005 | Bréf til blaðsins | 192 orð | 1 mynd

Eftirlíking af minnisvarða Duggu-Eyvindar?

Frá Júlíusi Kristjánssyni: "ÞAÐ vakti mikla athygli á Dalvík, lítil frétt frá Vopnafirði í Morgunblaðinu þann 12. júní sl. Fréttin var um vígslu á minnismerki þar í bæ, og afhendingu þess til Vopnafjarðarhrepps." Meira
21. júní 2005 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Ertu frjáls ferða þinna?

Arndís Guðmundsdóttir fjallar um samfélagshjálp: "Nú er svo komið að sjóðurinn er lokaður þar sem hann er tómur - eini sjóður sinnar tegundar sem stuðlar að frelsi til ferða." Meira
21. júní 2005 | Aðsent efni | 160 orð

Hvers virði er málfræðikennsla?

STÖKU sinnum heyrast raddir um það í fjölmiðlum að skynsamlegt væri að draga verulega úr málfræðikennslu í skólum landsins. Meira
21. júní 2005 | Bréf til blaðsins | 302 orð

Skammsýni umhverfistalibananna

Frá Páli P. Daníelssyni: "ÓSKÖP er eitthvað aumkunarvert að horfa upp á það, hvað sumt fólk er tilbúið að ganga langt til að auglýsa þröngsýni sína og heimsku." Meira
21. júní 2005 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Um heiftarlegan heyskap

Hrafn Gunnlaugsson ritar opið bréf til Borgarráðs Reykjavíkur: "Fátt veit ég unaðslegra en dúnmjúk fræ biðukollunnar svífandi um í sumarblænum við flugnasuð og angan geldingahnapps." Meira
21. júní 2005 | Velvakandi | 280 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hætta á sýkingum ÉG gat ekki orða bundist þegar ég las fréttaskrif sem birtust í Morgunblaðinu nýlega um ónógt fé til tækjakaupa, og hættu á sýkingum vegna sparnaðar í þrifum. Meira

Minningargreinar

21. júní 2005 | Minningargreinar | 1511 orð | 1 mynd

ARNDÍS EGILSON

Arndís Egilson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1942. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Egill Egilson, skrifstofumaður, f. 13. febrúar 1917, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2005 | Minningargreinar | 936 orð | 1 mynd

EDDA SNORRADÓTTIR

Edda Snorradóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1952. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, f. 12.10. 1924, og Snorri Guðmundsson, f. 14.1. 1923, d. 23.1. 1979. Edda á sex... Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2005 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

HELGI HALLGRÍMSSON

Helgi Hallgrímsson fæddist á Patreksfirði 4. nóvember 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldóra Guðbrandsdóttir, f. 27. Meira  Kaupa minningabók
21. júní 2005 | Minningargreinar | 1133 orð | 1 mynd

UNNUR KRISTJÁNSDÓTTIR

Unnur Kristjánsdóttir fæddist í Ytra-Skógarnesi í Miklaholtshreppi 19. maí 1926. Hún lést á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi 30. maí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

21. júní 2005 | Sjávarútvegur | 199 orð

Færeyingar auka síldarkvótann

FÆREYSKI sjávarútvegsráðherrann hefur ákveðið að kvóti færeyskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum verði 68 þúsund tonn á þessu ári. Fyrri kvóti var 48 þúsund tonn og aukning kvótans nemur því tæpum 42%. Frá þessu er greint á fréttavefnum skip.is. Meira
21. júní 2005 | Sjávarútvegur | 530 orð | 2 myndir

Minni afli í maímánuði

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði var 135.549 tonn sem er 19.800 tonnum minna en í maímánuði 2004. Meira
21. júní 2005 | Sjávarútvegur | 169 orð | 1 mynd

Stærri Þorleifur til Grímseyjar

Grímsey | "Þið eruð komnir á stóra fleytu strákar" sagði Þorlákur Sigurðsson fyrrverandi oddviti Grímseyjar, þegar hann heilsaði upp á áhöfn nýs Þorleifs EA 88. Meira

Viðskipti

21. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Avion Group kaupir breskt félag

AVION Group hefur fest kaup á breska fyrirtækinu The Really Great Holiday Company, sem rekur ferðaskrifstofur undir vörumerkjunum Travel City Direct, Transatlantic Vacations og Carshop. Meira
21. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Hvíta húsið kaupir í breskri auglýsingastofu

AUGLÝSINGASTOFAN Hvíta húsið hefur fest kaup á tíu prósenta hlut í bresku auglýsingastofunni Loewy . Hluturinn er sagður hafa kostað um eina milljón punda, eða um 120 milljónir króna, og með kaupunum fær Hvíta húsið sæti í stjórn Loewy. Meira
21. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 445 orð | 1 mynd

Lýsir barnaskap og reynsluleysi Samkeppnisstofnunar

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl. Meira
21. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 293 orð | 1 mynd

Meðaltekjur hækkuðu um 3% á milli ára

MEÐALATVINNUTEKJUR í aðalstarfi voru 2.716 þúsund krónur árið 2004 og hækkuðu um 3,0% milli ára. Atvinnutekjur voru nokkru hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess og hækkuðu mest í fjármálaþjónustu, að því er fram kemur í samantekt Hagstofu Íslands. Meira
21. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Þrefalt meiri viðskiptahalli

ÚTLIT er fyrir að halli á vöruskiptum hafi numið 7 til 9 milljörðum króna í maí síðastliðnum. Meira

Daglegt líf

21. júní 2005 | Daglegt líf | 506 orð | 1 mynd

Bærinn minnti mig á Patró

Linda Freitas hefur rekið veitingastað og krá í Albufeira síðustu 18 árin. Jóhanna Ingvarsdóttir fór á Geordio Viking og hitti Lindu. Meira
21. júní 2005 | Daglegt líf | 299 orð | 4 myndir

Rotaður kúreki og hafmeyjastellingar

Sjúkraþjálfun á hestbaki hefur verið í boði hér á landi undanfarin fjögur ár fyrir fötluð börn. Sara M. Kolka fór á stúfana og fylgdist með einum slíkum tíma. Meira
21. júní 2005 | Daglegt líf | 534 orð | 4 myndir

Stjörnufræði, lögfræði og japanska dró flesta að

Háskólasvæðið hefur iðað af lífi undanfarna daga því þar eru nú um 150 krakkar á aldrinum tólf til sextán ára í Háskóla unga fólksins sem nú fer fram annað árið í röð. Meira

Fastir þættir

21. júní 2005 | Í dag | 66 orð

Berglind Jóna sýnir í Gyllinhæð

LISTAMAÐURINN Berglind Jóna Hlynsdóttir sýnir í Gyllinhæð, Nemendagalleríi Listaháskóla Íslands, Laugavegi 23 (fyrir ofan Kling & Bang, á móti Bar 22) þar sem hún veltir frelsinu fyrir sér. Meira
21. júní 2005 | Fastir þættir | 200 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Paratvímenningurinn. Meira
21. júní 2005 | Í dag | 126 orð

Gestalæti í Dómkirkjunni

Í HÁDEGINU í dag mun klassíski tónlistarhópurinn Gestalæti halda sína fyrstu sumartónleika. Gestalæti er skipaður 5 ungum stúlkum sem allar stunda tónlistarnám í Reykjavík. Í sumar starfa þær á vegum Hins hússins sem skapandi sumarhópur. Meira
21. júní 2005 | Viðhorf | 913 orð | 1 mynd

Klisjur um karla

Það skyldi þó ekki vera að þessi "skýlausa krafa" eigi sér rætur í þeim fordómum að karlar séu, þegar allt kemur til alls, ófærir um að ala upp börn? Meira
21. júní 2005 | Í dag | 60 orð | 1 mynd

Landslag, gamlar byggðir og uppstillingar

LISTAKONAN Ólöf Pétursdóttir opnaði sína þrettándu einkasýningu í Eden í Hveragerði 16. júní og stendur sýningin til 26. júní. Ólöf sýnir eingöngu myndir unnar í vatnslitum. Efniviður hennar er landslag, gamlar byggðir og uppstillingar. Meira
21. júní 2005 | Í dag | 138 orð | 1 mynd

Myndir Andy Horner í Norræna húsinu

Í ANDDYRI Norræna hússins stendur nú yfir sýning á ljósmyndum Andy Horner, ljósmyndara og listfræðings. Sýningin ber heitið Terra Borealis og hefur ferðast vítt og breitt um Norðurlöndin, þ. á m. Meira
21. júní 2005 | Í dag | 18 orð

Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til...

Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til uppbyggingar. (Róm. 15, 2.) Meira
21. júní 2005 | Fastir þættir | 198 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. d4 c5 6. c3 Rc6 7. Rgf3 Be7 8. Bd3 Db6 9. 0-0 cxd4 10. cxd4 Rxd4 11. Rxd4 Dxd4 12. Rf3 Db6 13. Dc2 Rc5 14. Be3 Bd7 15. Hfc1 Hc8 16. Bxh7 Db4 17. Db1 g6 18. Bxg6 Dg4 19. b4 Ra4 20. Hxc8+ Bxc8 21. Bd3 Hg8 22. Meira
21. júní 2005 | Í dag | 76 orð | 1 mynd

Spriklað í sólinni

París | Sveittur sundgarpur sést hér á myndinni fyrir ofan kæla sig í Trocadero-gosbrunninum við Eiffel-turninn í París. Hann var ekki sá eini sem baðaði sig í gosbrunninum um helgina en heitt hefur verið í París undanfarna daga. Meira
21. júní 2005 | Í dag | 200 orð | 1 mynd

Sýn ferðamanna í Reykjavík frá 18. öld til dagsins í dag

NÚ stendur yfir á Borgarskjalasafni Reykjavíkur sýning á efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík, svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjölum sem varpa ljósi á sýn ferðamanna á Reykjavík og það hvernig Reykjavík hefur kynnt sig fyrir ferðamönnum frá... Meira
21. júní 2005 | Fastir þættir | 283 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Bylgjan er að fara á límingunum. Ástæðan er yfirvofandi koma bresku popphljómsveitarinnar Duran Duran síðar í mánuðinum. Meira
21. júní 2005 | Í dag | 143 orð | 1 mynd

Yfirlitsrit

ÚT er komin hjá Sögufélagi bókin Á hjara veraldar. Saga norrænna manna á Grænlandi. Meira
21. júní 2005 | Dagbók | 544 orð | 1 mynd

Öflugar rannsóknir erlendis

Guðjón Sigurðsson er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1960. Hann hefur verið búsettur í Hafnarfirði frá árinu 1984. Guðjón er giftur Höllu og eiga þau 3 dætur, 13, 18 og 20 ára. Meira

Íþróttir

21. júní 2005 | Íþróttir | 159 orð

Alfreð fór holu í höggi

KRISTJÁN Þór Einarsson kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ lék best íslensku keppendanna á Opna skoska meistaramótinu fyrir kylfinga undir 21 árs aldri en keppt var á Glenbervie-vellinum í Skotlandi og lauk keppni á sunnudag. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 545 orð | 1 mynd

Campbell íhugaði að hætta

FYRIR sjö árum velti Michael Campbell því fyrir sér að hætta sem atvinnumaður í golfi þar sem fátt gekk upp hjá honum á þeim tíma og lék hann svo illa að hann missti réttindi sín á Evrópumótaröðinni og einnig á mótaröðinni í Asíu. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 88 orð

Chelsea verður að bjóða betur

FORRÁÐAMENN frönsku meistaranna í Lyon tilkynntu Chelsea í gær að félagið yrði að bjóða betur ætlaði það sér að ná í Mickaael Essien, en Lyon hafnaði um helgina 16,75 milljóna punda tilboði Chelsea í leikmanninn, jafnvirði um tveggja milljarða króna. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 135 orð

Ernie Els á ferð og flugi

KYLFINGURINN Ernie Els frá Suður-Afríku er einn fárra kylfinga sem láta sig ekki vanta á stærstu mótin hvar sem þau fara fram í heiminum, en Els er sá kylfingur sem ferðast hvað mest á meðan á keppnistímabilinu stendur. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 243 orð

FH vill hafa Davíð út tímabilið

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Davíð Þór Viðarsson, leikmaður Íslandsmeistara FH í knattspyrnu, segir ekki víst hvað taki við hjá sér eftir 1. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 119 orð

Haukar slógu út Þróttara

HAUKAR, sem leika í 1. deildinni, gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þróttar í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu að Ásvöllum gærkvöldi. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 774 orð | 1 mynd

Horry hetja Spurs

ROBERT Horry sýndi enn einu sinni í fimmta leik úrslita NBA-deildarinnar í körfubolta að hann er einn besti leikmaður í sögu deildarinnar að taka af skarið þegar mikið er í húfi í úrslitakeppninni. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 25 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeildin: Kópavogsvöllur: Breiðablik - ÍA 20 Keflavíkurvöllur: Keflavík - Stjarnan 20 Hásteinsvöllur: ÍBV - KR 20 Hlíðarendi: Valur - FH... Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 135 orð

Ísland á sterkt mót í Póllandi

VIGGÓ Sigurðsson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik er strax byrjaður að undirbúa verkefni fyrir landsliðið sem tryggði sér um liðna helgi keppnisréttinn á Evrópumótinu í handknattleik sem hefst í Sviss í lok janúar. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 326 orð | 1 mynd

Ísland í fjórða styrkleikaflokki fyrir EM í Sviss

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á Evrópumótinu í handknattleik í Lucerne í Sviss næsta laugardag. Ísland er í fjórða og veikasta flokknum ásamt Norðmönnum, Úkraínumönnum og Slóvökum. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

* KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ÍR hefur þrengt hringinn í vali á þjálfara...

* KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ÍR hefur þrengt hringinn í vali á þjálfara liðsins fyrir næsta keppnistímabil í karlaflokki. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 339 orð | 1 mynd

Sharapova á hraðri uppleið

RÚSSNESKA tenniskonan Maria Sharapova vann Wimbledon-mótið, eitt af fjórum stórmótum í tennis, fyrir ári nokkuð óvænt enda aðeins sautján ára gömul. Hennar bíður verðugt verkefni við að verja titilinn í ár, en mótið hófst í gær. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 277 orð

Sænskur handknattleikur er í miklum vanda staddur og glímir við andbyr

SÆNSKIR handknattleiksunnendur eru að vonum vonsviknir með þá staðreynd að karlalið Svía verður ekki á meðal þátttakenda á Evrópumeistaramótinu í Sviss í byrjun næsta árs. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 338 orð | 1 mynd

*TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn og framherjinn Milan Baros segist munu mæta...

*TÉKKNESKI landsliðsmaðurinn og framherjinn Milan Baros segist munu mæta þegar undirbúningstímabilið hjá Evrópumeisturum Liverpool, hefst 4. júlí nk. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 226 orð

Unglingur fór tvívegis holu í höggi á sama hringnum

CHASE Williams, 16 ára bandarískur kylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi tvívegis á 18 holu hring á dögunum. Williams hóf leik á 15. holu og sló beint ofan í holuna á 17. holu sem er par 3 hola á Hawks Creek-vellinum í Fort Worth. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 229 orð

úrslit

KNATTSPYRNA Bikarkeppni, KSÍ VISA-bikar karla, 32-liða úrslit: Reynir Á - Valur 0:7 Garðar Gunnlaugsson 2, Hálfdán Gíslason 2, Bo Henriksen 2, Ari Freyr Skúlason. Afturelding - Víkingur R. 0:1 Davíð Þór Rúnarsson. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 406 orð | 1 mynd

* VEIGAR Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði eitt...

* VEIGAR Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði eitt marka Stabæk sem sigraði Skeid , 4:0, í norsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 108 orð

Þórey stökk yfir 4,50 í Mannheim

ÞÓREY Edda Elísdóttir, Norðurlandamethafi í stangarstökki kvenna, náði sínum besta árangri á þessu ári þegar hún lyfti sér yfir 4,50 metra á unglingameistaramóti í Mannheim í Þýskalandi á laugardag. Meira
21. júní 2005 | Íþróttir | 81 orð

Þrenna hjá Guðmundi

BIKARMEISTARAR Keflvíkinga lentu í basli með 1. deildarlið Fjölnis í 32-liða úrslitum Visa-bikarkeppni karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Keflvíkingar mörðu 4:3 sigur eftir að hafa lent tvívegis undir í leiknum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.