Greinar þriðjudaginn 28. júní 2005

Fréttir

28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 198 orð | ókeypis

36% Íslendinga sögðu sólina snúast um jörðu

SÓLIN fer umhverfis jörðina. Rétt eða rangt? Þessi fullyrðing var lögð fyrir þátttakendur í Eurobarometer-viðhorfskönnun til vísinda og tækni, sem gerð var á vegum framkvæmdastjórnar ESB í 32 Evrópulöndum, þ. á m. á Íslandi. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

50 þúsund króna framlag í Millusjóðinn

Á AÐALFUNDI Hundaræktarfélags Íslands, sem fram fór fyrir skömmu, afhenti Elínborg G. Vilhjálmsdóttir hjá ESE - Útgáfu & fréttaþjónustu sf. 50 þúsund króna framlag frá útgáfunni til Minningarsjóðs Emilíu Sigursteinsdóttur. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Af gnægtaborði akursins

Egilsstaðir | Álftir hafa gert óskunda í túnum það sem af er sumri. Á dögunum sátu hvorki fleiri né færri en 46 álftir á túni á Egilsstaðanesinu og gerðu sér gott af nýgræðingnum. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð | ókeypis

Af lúpínu

Sigrún Haraldsdóttir horfði á lúpínufláka í fullum blóma: Iðjusemi aldrei brást auðnir lífi gæddi. Blómið sinni bláu ást bera melinn klæddi. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 318 orð | ókeypis

Arroyo viðurkennir "dómgreindarbrest"

Manila AFP. | Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, baðst í gær afsökunar er hún viðurkenndi að hún hefði hringt í fulltrúa kjörstjórnar þegar kosningar fóru fram í maímánuði í fyrra. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd | ókeypis

Áhugalítill vinur

Ólafsvík | Óli Freyr sem er 6 ára gamall var að sýna vini sínum, Emanúel, sem er tveimur árum yngri, hvað hann er klár á hjólabretti á pallinum í Ólafsvík. Emanúel virtist hafa meiri áhuga á sleikipinnanum en að sjá tilþrifin hjá vininum. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd | ókeypis

Átelja vinnubrögð við staðsetningu veiðihúss

Blönduós | Bæjarráð Blönduósbæjar hefur samþykkt bókun þar sem átalið er vinnuferli við ákvörðun um staðsetningu nýs veiðihúss Veiðifélags Blöndu og Svartár og skorað á stjórn Veiðifélagsins að endurskoða ákvörðun sína. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 257 orð | ókeypis

Áætlað að kostnaður lækki um 20 milljónir króna á ári

GERÐAR hafa verið breytingar á lögum um meðferð opinberra mála sem miða að því að einfalda framkvæmd sektarinnheimtu og birtingu sektardóma auk þess að draga úr kostnaði lögregluembætta við slík verkefni. Lögin voru birt hinn 9. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 398 orð | ókeypis

Bitnar á íslenskum blaða- og fréttamönnum

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is STJÓRN Blaðamannafélags Íslands hefur áhyggjur af ákvörðun norrænu menntamálaráðherranna um að leggja norræna blaðamannaskólann NJC í Árósum niður. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd | ókeypis

Byggt yfir fuglasafn Sigurgeirs í Neslandavík

Eftir Birki Fanndal Haraldsson Mývatnssveit | Bygging sem hýsa á fuglasafn Sigurgeirs verður reist í sumar á bakka Neslandavíkur Mývatns. Félag um uppbyggingu safnsins fékk úthlutað 150 þúsund króna styrk úr Þjóðhátíðarsjóði á dögunum. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 613 orð | ókeypis

Ekkert hæft í ummælum Vilhjálms

EKKERT er hæft í þeim ummælum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu í gær, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi aldrei átt hluti þá sem bankinn var skráður fyrir í Eglu hf. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 125 orð | ókeypis

Flýgur til New York í allan vetur

ICELANDAIR hyggst fljúga til New York í allan vetur en undanfarin tvö ár hefur félagið gert hlé á áætlunarflugi til borgarinnar frá því í janúar og fram í mars. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd | ókeypis

Framkvæmdir hafnar á Hlíðarenda

FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar á svæði Vals á Hlíðarenda en þar stendur til að byggja nýtt íþróttahús með áfastri stúku og nýjan keppnisvöll. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd | ókeypis

Framleiðendur hugbúnaðar ábyrgir

Washington. AFP, AP. | Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi í gær úrskurð þess efnis að hægt verði að sækja framleiðendur hugbúnaðar, sem gerir fólki kleift að dreifa efni svo sem tónlist og kvikmyndum á netinu, til saka fyrir brot á höfundaréttarlögum. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd | ókeypis

Frelsisræðarinn hálfnaður á leið sinni kringum Ísland

FERÐ Kjartans Jakobs Haukssonar á árabát hringinn í kringum Ísland er nú tæplega hálfnuð. Í gærmorgun náði Kjartan landi á Kópaskeri eftir að hafa róið yfir Axarfjörð frá Mánaseli um nóttina. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 127 orð | ókeypis

Fylgi við ESB-aðild minnkar í Noregi

Andstaða við mögulega aðild að Evrópusambandinu (ESB) fer enn vaxandi í Noregi. Er nú svo komið að meirihluti stuðningsmanna Verkamannaflokksins, sem einna ákafast hefur mælt fyrir aðild, er andvígur henni. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrstu rafrænu kosningarnar í Eistlandi í haust

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is EISTAR eru hvað lengst komnir í því að þróa rafrænt kosningakerfi af þjóðum heims og í sveitarstjórnarkosningum í haust mun almenningi gefast kostur á því í fyrsta sinn að greiða atkvæði í gegnum tölvu. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 413 orð | 3 myndir | ókeypis

Glæsileg tilþrif í flugveislunni

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Boðið var upp á glæsileg tilþrif á árlegri Flughelgi sem fram fór á Akureyri um helgina. Það var ekki síst listflugið sem heillaði viðstadda, þar sem m.a. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Góð samskipti lækna við sjúklinga mikilvæg

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur tekið saman og gefið út leiðbeiningarrit undir yfirskriftinni "Góðir starfshættir lækna". Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð | ókeypis

Hefja framleiðslu á vodka

Borgarnes | Uppsetningu á eimi til framleiðslu á sérstöku gæðavodka er nú að ljúka í vínblöndunarstöð Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hf. í Borgarnesi. Hér er um að ræða afar vandaðan og dýran búnað, að því er fram kemur á vef blaðsins Skessuhorns . Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Hefur fulla heimild til eftirlits

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ telur sig hafa fullar heimildir til afla upplýsinga jafnt frá einstaklingum sem lögaðilum um eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem þeir eiga eða hyggjast eignast. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð | ókeypis

Heimamenn í aðalhlutverki á Hamingjudögum

Hólmavík | Heimamenn verða í aðalhlutverki á Hamingjudögum á Hólmavík, fyrstu bæjarhátíðinni sem þar er haldin. Hátíðin hefst með hagyrðingakvöldi næstkomandi fimmtudagskvöld en lýkur síðdegis á sunnudag. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd | ókeypis

Hekla frumsýnir tvo nýja Volkswagen-bíla

HEKLA frumsýnir í þessari viku tvo bíla frá Volkswagen, nýjan bíl, Volkswagen Fox, og nýja gerð af Volkswagen Polo. Volkswagen Fox er nettur en rúmgóður bíll, tveggja dyra, og býr yfir miklu rými. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

Héraðsprent hlaut hvatningarverðlaun

Egilsstaðir | Hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands voru nýverið veitt í sjötta sinn. Héraðsprent á Egilsstöðum hlaut hvatningarverðlaun ársins fyrir metnaðarfulla uppbyggingu á prentsmiðjurekstri, áratuga farsælan rekstur og vandaða þjónustu. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjólað til styrktar Hjartaheillum

EIÐUR Smári Guðjohnsen knattspyrnumaður fylgdi Eggerti Skúlasyni úr hlaði í hjólreiðaferð Eggerts hringinn í kringum landið í gær, en ferðin er farin til styrktar Hjartaheill, Landssamtökum hjartasjúklinga. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 521 orð | 5 myndir | ókeypis

Hundarnir þóttu í háum gæðaflokki

Sumarsýning Hundaræktarfélagsins var um helgina. Brynja Tomer fylgdist með. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd | ókeypis

Í mömmuleik í rigningunni

ÞAÐ er vel hægt að vera úti í mömmuleik þrátt fyrir að nokkrir regndropar láti á sér kræla. Þá er gott ráð að klæða sig eftir veðri líkt og þetta leikskólabarn gerði, en það skartaði þessum glæsilega rauða regngalla. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd | ókeypis

Konur gáfu Alþingi Kvennakraft

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is "VIÐ segjum eins og kvenréttindakonur á sama stað fyrir níutíu árum: "Við trúum því að við eigum skyldum að gegna og störf að rækja í löggjöf lands og þjóðar." Við viljum líka bæta við. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 313 orð | ókeypis

Konur geta, vilja og þora

Eftir Hallfríði Bjarnadóttur eth1@simnet.is Reyðarfjörður | Alcoa Fjarðaál hefur sýnt því mikinn áhuga að fá konur til vinnu í álverinu. Undanfarið hafa staðið yfir kynningar á starfsaðstöðu og vinnuumhverfi sem konum jafnt sem körlum býðst þar. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd | ókeypis

Krikket á Kárahnjúkum

KRIKKET er ekki beinlínis þjóðaríþrótt Íslendinga og hefur lítið verið leikinn hér á landi í gegnum tíðina. Nú er þó orðin breyting á en indverskir og pakistanskir starfsmenn Impregilo koma saman oft í viku og leika krikket. Að sögn Ómars R. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 165 orð | ókeypis

Krossgátuvefur fyrir áhugasama

ÁSDÍS Bergþórsdóttir, krossgátuhöfundur Tímarits Morgunblaðsins, hefur opnað krossgátuvef á slóðinni www.krossgatan.is, en einnig verður hægt að nálgast vefinn í gegnum tengil á mbl.is undir hausnum "Nýtt" í vinstri dálki. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd | ókeypis

Landsbankinn flytur

Reyðarfjörður | Útibú Landsbanka Íslands á Reyðarfirði er flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði í verslunar- og þjónustumiðstöðinni Molanum. Þar eru nýjustu tæki og tækni hvert sem litið er og mjög vel búið að starfsfólki sem og viðskiptavinum. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 185 orð | ókeypis

Leiðrétt

Fyrir ríkissáttasemjara Í frétt blaðsins á laugardaginn var sagt frá því að þau þrjú bæjarstéttarfélög sem slitu sig frá samflotsviðræðum á sínum tíma hefðu náð samkomulagi um nýja samninga. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 75 orð | ókeypis

Líkamsárásir á Selfossi

TVÆR líkamsárásir komu til kasta lögreglunnar á Selfossi um helgina. Í fyrra tilvikinu komu menn að bæ í Ölfusi til að gera upp skuldamál. Því lauk með því að sá sem taldi sig eiga inni ógreidd laun veittist að þeim sem hann taldi að skuldaði sér. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 272 orð | ókeypis

Líkt við umhverfisslys af mannavöldum

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is AFDRIFARÍKAR breytingar urðu á þorskstofninum um árið 1985 sem valda því að stofninn er ekki lengur fær um að endurnýjast með sama hætti og hann gerði áratugina á undan og væntanlega um aldir. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 748 orð | 1 mynd | ókeypis

Lítið reynt á möguleikann

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd | ókeypis

Lögreglan óttast óhöpp í kjölfar breytinga við Kringlumýrarbraut

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur áhyggjur af frágangi á afrein á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og telur að breytingar sem gerðar hafa verið á afreininni séu afturför. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd | ókeypis

Maður og naut í trylltum dansi

Spænski nautabaninn Andy Garcia ríður hesti í bardaga við tryllt naut. Nautaat hefur verið stundað á Spáni frá seinni hluta 17. aldar. Nautabaninn er yfirleitt fótgangandi og er þá kallaður torreador. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 508 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikilvægast að hafa áhuga á því sem maður er að gera

Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is SIGURÐUR Örn Stefánsson og Kristján Friðrik Alexandersson hlutu í gær 750.000 króna styrk hvor úr verðlaunasjóði Guðmundar P. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 407 orð | ókeypis

Mótmælir "innrás" í Krýsuvík

TÖKUR á Clint Eastwood-myndinni Flags of our fathers sem fyrirhugaðar eru við Arnarfell í Krýsuvík í sumar, hafa mætt mikilli andstöðu. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 789 orð | 1 mynd | ókeypis

Myndi hiklaust hlaupa leiðina aftur

Í 26 tíma, 14 mínútur og 14 sekúndur hljóp Gunnlaugur Júlíusson 160 kílómetra eftir gamalli gullgrafaraleið í Kaliforníu. Sunna Ósk Logadóttir hleraði hjá honum hvernig hann hljóp með vasaljós að vopni í hrikalegu landslaginu í niðamyrkri. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 658 orð | 1 mynd | ókeypis

Níutíu og níu laxa holl í Norðurá

Veiðin hófst í gær og þá komu upp níu laxar. Í morgun veiddust tveir og annar þeirra var 21 punds hrygna sem tók keilutúpu," sagði Borgar Bragason, veiðivörður við Hofsá í Vopnafirði, í gær og sagði hann veiðimenn mjög ánægða með byrjunina. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 175 orð | ókeypis

Ólympíuleikarnir í efnafræði

FJÓRIR nemendur landskeppninnar í efnafræði, sem fram fór í febrúar sl., voru valdir til að keppa fyrir hönd Íslands á 37. Ólympíuleikunum í efnafræði sem fara fram í Taívan dagana 16.-25. júlí í sumar. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd | ókeypis

Óperuhús rísi í Kópavogi

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is FULLBÚIÐ óperuhús verður reist við Borgarholt í Kópavogi ef hugmyndir Gunnars Birgissonar bæjarstjóra ná fram að ganga. Gunnar hefur látið gera frumteikningu af húsinu en hann gerir ráð fyrir að það yrði 2. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 892 orð | 1 mynd | ókeypis

"Einn mesti sálnahirðir Bandaríkjamanna" að kveðja?

Billy Graham, einn þekktasti predikari í heimi, er orðinn afar heilsutæpur. En ekki er alveg víst að hann sé búinn að halda sína síðustu fjöldasamkomu. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 662 orð | 1 mynd | ókeypis

"Réttað yfir þjóðflokkakerfinu"

Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 284 orð | ókeypis

"Tvö ár nægja til að tryggja öryggi í Írak"

Ibrahim Jaffari, forsætisráðherra Íraks, kvaðst í gær þeirrar hyggju að taka myndi tvö ár að tryggja öryggi í Írak. Á sunnudag lét Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í ljós það mat að slíkt gæti tekið allt að tólf ár. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd | ókeypis

RAGNAR FJALAR LÁRUSSON

SÉRA Ragnar Fjalar Lárusson, fyrrverandi prófastur, lést að kvöldi 26. júní síðastliðins á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, 78 ára að aldri. Ragnar Fjalar fæddist á Sólheimum í Skagafirði 15. júní 1927, sonur sr. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Reykholtsrannsókn

Snorrastofa í Reykholti stendur fyrir opnum fyrirlestri um fornleifarannsóknir í Reykholti í kvöld klukkan 20.30 í Bókhlöðusal stofnunarinnar. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd | ókeypis

Ræddu stöðuna innan ESB og alþjóðamál

HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra, situr nú tveggja daga sumarfund forsætisráðherra Norðurlandanna, en honum lýkur í dag. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Ræða breytingar á vöktum

FLUGUMFERÐARSTJÓRAR og samninganefnd ríkisins funduðu í gær hjá ríkissáttasemjara en að sögn Hlínar Hólm, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, er helst rætt um lífeyrissjóðsmál og vaktafyrirkomulag. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 212 orð | ókeypis

Schröder vill hátekjuskatt

Berlín. AFP. | Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hefur lagt til að 3% hátekjuskattur verði lagður á einstaklinga með meira en 250 þúsund evrur (20 millj. kr.) í árstekjur og hjón með meira en 500 þús. evrur. Meira
28. júní 2005 | Erlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd | ókeypis

Sekur um manndráp á Gaza

Ashkeleon í Ísrael. AFP. | Ísraelskur hermaður var í gær fundinn sekur um manndráp er breski aðgerðasinninn Tom Hurndall fékk byssukúlu í höfuðið þegar hann sinnti hjálparstarfi á Gaza-svæðinu fyrir tveimur árum. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd | ókeypis

Sé svolítið eftir barnakórnum

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | "Fyrst þegar ég fékk fréttirnar fannst mér þetta óraunverulegt. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 277 orð | ókeypis

Síminn dæmdur til að greiða leigu fyrir afnot af jörð

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Landssíma Íslands til að greiða fyrirtækinu Gullveri rúma 1 milljón króna í leigu fyrir afnot af lóð í Stykkishólmi, sem er í eigu Gullvers, en á lóðinni stendur fjarskiptamastur frá Símanum. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd | ókeypis

Skoða nýtt hús SPM

Sparisjóður Mýrasýslu flutti síðastliðinn föstudag í nýtt húsnæði við Digranesgötu. Húsið sem er 1.200 fm á þremur hæðum og afar glæsilegt, blasir við þegar ekið er yfir Borgarfjarðarbrúna og inn í Borgarnes. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð | ókeypis

Slasaður sjómaður sóttur

SLASAÐUR skipverji af fiskibátnum Smáey frá Vestmannaeyjum var fluttur til Hafnar í Hornafirði í gærmorgun og honum komið undir læknishendur. Hann hafði dottið um borð í bát sínum og skorist í andliti þegar hann lenti á fiskikari. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 242 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefna að samningi um fríverslun við Úkraínu og Rússland

RÁÐHERRAR EFTA-ríkjanna eru sammála um að stefna að fríverslunarviðræðum við Rússland og Úkraínu svo fljótt sem verða má eftir að aðildarviðræðum þeirra að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) lýkur. Ráðherrarnir funduðu í Vaduz í Liechtenstein í gær. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd | ókeypis

Stjórnsýslukæra á skólameistara MÍ

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 234 orð | ókeypis

Stjórnvöld rétti hlut Norðvesturkjördæmis

AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi krefst þess að stjórnvöld rétti hlut svæðisins. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd | ókeypis

Stórátak brýnt gegn akstri utan vega

UMFERÐARRÁÐ sendi frá sér ályktun á dögunum um akstur torfærumótorhjóla. Í ályktuninni segir að stórátak þurfi að gera til að stemma stigu við hverskonar ólöglegum akstri torfærubifhjóla, sem og utanvegaakstri á þessum tækjum. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd | ókeypis

Stúdentaráð verði beittara og kjarkmeira

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands (SHÍ) þarf að vera beittara og óhrætt við að láta í sér heyra varðandi pólitísk mál, t.d. skipulag Vatnsmýrarinnar. Ráðið fer fyrir einum stærsta þrýstihópi landsins sem þó fer lítið fyrir og er áhrifalaus. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 163 orð | ókeypis

Sumarskóli um smáríki settur í gær

SUMARSKÓLI um smáríki hófst í þriðja skipti í gær og setti Páll Skúlason, fráfarandi rektor HÍ, skólann sem mun standa í tvær vikur. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd | ókeypis

SUS fagnaði 75 ára afmæli

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna fagnaði í gær 75 ára afmæli en sambandið var stofnað í Hvannagjá á Þingvöllum 27. júní árið 1930. Í tilefni tímamótanna stóðu ungir sjálfstæðismenn fyrir hátíðarstjórnarfundi á Þingvöllum í gær, þar sem Geir H. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 595 orð | 1 mynd | ókeypis

Telur sig hafa fulla heimild til eftirlits

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur heimildir til að afla upplýsinga frá einstaklingum eða lögaðilum um eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem þeir eiga eða hyggjast eignast og stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar er ekki aðili að slíkri athugun, að því er fram kemur í... Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd | ókeypis

Tilfinningasveiflur á Megadeth- tónleikum

ALVÖRU þungarokkarar láta ekki smátroðning á sig fá enda erfitt að troða fólki um tær ef það hoppar bara nógu mikið. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd | ókeypis

Úr bæjarlífinu

Nú þegar sól er hæst á lofti og "nóttlaus voraldar veröld" ríkir í Skagafirði, eins og um allt land, virðist sem mannlífið fái mýkri og mildari svip og viðmót. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd | ókeypis

Vegurinn varinn frá ströndinni

VEGAGERÐIN telur nú raunhæft að verja veginn og brúna við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi með strandvörnum en áður var miðað við að vegurinn yrði færður inn í land vegna landrofs. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð | ókeypis

Vélstjórar fella kjarasamning

KJARASAMNINGUR Vélstjórafélags Íslands við Landssamband íslenskra útvegsmanna var felldur af félagsmönnum Vélstjórafélagsins í atkvæðagreiðslu með afgerandi mun, en 65% félagsmanna greiddu atkvæði gegn honum. Samningurinn var undirritaður 4. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 443 orð | ókeypis

Vinstri grænir ræða forval í kvöld

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is TILLAGA um að Vinstri grænir velji frambjóðendur sína í borgarstjórnarkosningunum næsta vor með innanflokksprófkjöri eða svonefndu forvali verður rædd á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í kvöld. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Yfirheyrður vegna nauðgunarmáls

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur til rannsóknar meinta nauðgun í Öskjuhlíðinni um helgina. Kona hafði leitað í Neyðarmóttöku á slysadeild og fékk lögreglan vitneskju um málið þaðan. Meira
28. júní 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð | ókeypis

Þristavinafélagið tekur við Páli Sveinssyni

Í DAG tekur Þristavinafélagið við rekstri DC3 flugvélarinnar Páls Sveinssonar sem Landgræðslan hefur notað síðustu þrjá áratugi í áburðarflug. Þá mun félagið einnig taka við öðrum þristi, TF-ISB, og fer afhending vélanna fram í dag. Meira

Ritstjórnargreinar

28. júní 2005 | Leiðarar | 252 orð | ókeypis

Íbúarnir móta umhverfi sitt

Seltirningar gengu til kosninga á laugardag. Tilgangurinn var ekki að velja nýja bæjarstjórn. Kosið var um skipulagsmál. Til umræðu var skipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar. Meira
28. júní 2005 | Staksteinar | 327 orð | 1 mynd | ókeypis

Ok karlmennskunnar

Sigurður Ólafsson rekur í pistli á vefritinu Sellunni forvitnilega umræðu um kynjamyndir og karlmennsku. Sigurður segir frá bók eftir blaðamanninn Stephan Mendel-Enk, sem vakið hefur mikla athygli í Svíþjóð. Meira
28. júní 2005 | Leiðarar | 610 orð | ókeypis

Skipulagsmál og vilji fólksins

Skipulagsmál eru málaflokkur sem án efa mun setja mark sitt á umræður í aðdraganda næstu borgarstjórnarkosninga. Í viðtali við Morgunblaðið í gær skýrði Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, m.a. sjónarmið sín á þeim vettvangi. Meira

Menning

28. júní 2005 | Menningarlíf | 234 orð | 2 myndir | ókeypis

Barist um útgáfurétt á Svörtum englum

Mikil barátta hefur verið um útgáfuréttinn á glæpasögu Ævars Arnar Jósepssonar, Svörtum Englum, í Hollandi. Barátta hollenskra bókaútgefenda stóð yfir í níu daga og var uppboðið mjög fjörugt samkvæmt upplýsingum frá útgefanda. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 406 orð | 1 mynd | ókeypis

Drykkjuvísur óhljóðanna

Víkinga brennivín, samstarfsplata Stilluppsteypu og Benny Jonas Nilsen. Stilluppsteypu skipa Sigtryggur Berg Sigmarsson og Helgi Þórsson. Birgir Örn Thoroddsen gerði frumeintak. Helen Scarsdale-umboðsskrifstofan gefur út. Önnur útgáfa, apríl 2005. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 472 orð | 1 mynd | ókeypis

Engin flugeldasýning, og þó...

Hörður Áskelsson flutti tónsmíðar eftir Frescobaldi, Bruhns, Marchand, Bach, Franck og Jón Nordal (aukalagið var eftir Pál Ísólfsson). Sunnudag, 26. júní. Meira
28. júní 2005 | Menningarlíf | 236 orð | 1 mynd | ókeypis

Fornleifafræði í Snorrastofu

Í kvöld verður opinn fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti um fornleifarannsóknir á staðnum. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur fjallar um stöðu rannsóknanna, en erindið er liður í röðinni Fyrirlestrar í héraði. Meira
28. júní 2005 | Fólk í fréttum | 132 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Fulltrúa Íslands í fegurðarsamkeppninni Miss Intercontinental, Ingunni Sigurpálsdóttur , er spáð góðu gengi í keppninni. Í netkosningu um hvaða stúlka muni bera sigur úr býtum og hefur Ingunn verið með flest atkvæði þeirra sem taka þátt síðan á... Meira
28. júní 2005 | Menningarlíf | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

Gljúfrasteinn opinn

Gljúfrasteinn - hús skáldsins, er opinn alla daga klukkan 9-17. Safnið er staðsett í Mosfellsdal, gegnt Laxnesi, miðja vegu á leiðinni til Þingvalla. Hljóðleiðsögn um húsið tekur 25 mínútur og er til á fjórum tungumálum: íslensku, ensku, sænsku og... Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 121 orð | 1 mynd | ókeypis

Haldnir í Hljómskálagarðinum

ÚTITÓNLEIKARNIR Átta líf hafa verið færðir frá fimmtudegi til næsta föstudagskvölds, 1. júlí. Tónleikarnir fara fram í Hljómskálagarðinum, sem verður skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnari tónleikastöðum eins og Ingólfstorgi. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 413 orð | 1 mynd | ókeypis

Hefur haldið upp á Vivaldi síðan í æsku

Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is ÍTALSKIR, spænskir og íslenskir tónar munu hljóma í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld þegar Helga Þórarinsdóttir víóluleikari og Kristinn H. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 126 orð | 1 mynd | ókeypis

Helgi Vala!

ÞAÐ er ætíð fagnaðarefni hið mesta þegar fram á sjónarsviðið stíga ungir tónlistarmenn sem syngja, semja og flytja sín eigin lög. Helgi Valur vakti fyrst athygli er hann sigraði í trúbadorakeppni Rásar 2 og síðan þá hefur vegur hans vaxið talsvert. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 701 orð | 1 mynd | ókeypis

Hljómsveit Fólksins | Ókind

Hljómsveit Fólksins þessa vikuna er Ókind, en Morgunblaðið og mbl.is velja Hljómsveit Fólksins á tveggja vikna fresti. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 122 orð | 1 mynd | ókeypis

Hraði sölunnar!

NÝJA Coldplay-platan selst hratt, hraðar en hljóðið. Eða þannig. Eftir tvær vikur í búðarhillunum, þá hafa yfir 2500 eintök verið seld og lítið útlit fyrir að salan sé eitthvað að dala. Gripurinn hefur enda fengið blíðar viðtökur. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 380 orð | 1 mynd | ókeypis

Klassík í bland við pönk og óhljóð

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is HLJÓMSVEITINA Malneirophrenia skipa þeir Gunnar Theodór Eggertsson píanóleikari, Hallgrímur Jónas Jensson sellóleikari og Hallur Örn Árnason bassaleikari. Meira
28. júní 2005 | Kvikmyndir | 378 orð | 1 mynd | ókeypis

Langdregið ferðalag

Leikstjórn: Brian Levant. Aðalhlutverk: Ice Cube og Nia Long. Bandaríkin, 90 mín. Meira
28. júní 2005 | Menningarlíf | 634 orð | 2 myndir | ókeypis

Listasumarið á náttborðinu

Það þyrfti einhver að taka að sér að rannsaka hvernig fólk "neytir" lista eftir árstíðum. Margir segjast lesa annars konar bókmenntir á sumrin en á veturna og kjósa annars konar bíómyndir á haustin en vorin. Meira
28. júní 2005 | Fjölmiðlar | 116 orð | 1 mynd | ókeypis

Líf páfa rakið

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld bandaríska heimildamynd um Jóhannes Pál II páfa sem gerð var meðan hann lifði enn. Páfi hét réttu nafni Karol Józef Wojtyla og fæddist 18. maí 1920 í Wadowice í Suður-Póllandi. Meira
28. júní 2005 | Menningarlíf | 429 orð | 1 mynd | ókeypis

Með innbyggðu misvægi

Schubert: Oktett í F fyrir strengi og blásara D803. Meira
28. júní 2005 | Menningarlíf | 319 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný stjórn í Leikminjasafninu

NÝ stjórn var kjörin á aðalfundi Leikminjasafns Íslands fyrir skömmu. Stjórnarformaður var kjörinn Sveinn Einarsson, en aðrir í stjórn eru Ólafur J. Engilbertsson, varaformaður, Björn G. Meira
28. júní 2005 | Myndlist | 325 orð | 1 mynd | ókeypis

"Gömul í hettunni" en á nóg eftir enn

Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is MYNDLISTARKONAN Rúna, Sigrún Guðjónsdóttir, var á dögunum valin bæjarlistamaður Hafnarfjarðar en valið fór fram í tengslum við árlega afmælishátíð bæjarins í byrjun mánaðarins. Meira
28. júní 2005 | Fjölmiðlar | 35 orð | 1 mynd | ókeypis

...Seinfeld

VERIÐ er að sýna einn af bestu gamanþáttum allra tíma á Sirkus. Þeir voru langlífir í sjónvarpi og hægt er að horfa á þá aftur og aftur. Seinfeld, Elaine, George og Kramer eru alveg... Meira
28. júní 2005 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd | ókeypis

Síðustu forvöð að sækja um styrk

Center for Icelandic Art - CIA.IS er upplýsingamiðstöð um samtímamyndlist, vettvangur upplýsinga fyrir íslenska myndlistarmenn, jafnt sem erlenda og alla þá sem eru áhugasamir um íslenska myndlist. Menntamálaráðuneytið leggur fé til miðstöðvarinnar.... Meira
28. júní 2005 | Bókmenntir | 242 orð | 1 mynd | ókeypis

Sýningarrit Listahátíðar 2005 gefið út

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík er lokið þetta árið og eins og oft áður var margt forvitnilegt þar að sjá. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 133 orð | 1 mynd | ókeypis

Tvíburinn!

SÍÐASTA plata sem Bubbi Morthens sendi frá sér var hin ágæta Tvíburinn , sem kom út fyrir síðustu jól. Nú, rétt rúmu hálfu ári síðan hefur hann sent frá sér meira efni, og það sannkallaða tvíbura, heilar tvær plötur. Ást og ... Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 123 orð | 1 mynd | ókeypis

Tvöfaldur heiður!

HÚN gæti ekki verið betri tímasetningin á komu Foo Fighters til Íslands - í annað sinnið. Meira
28. júní 2005 | Fjölmiðlar | 268 orð | 1 mynd | ókeypis

Þættir í tísku

ÝMISS konar veruleikaþættir er varða tísku hafa sprottið upp undanfarið. Hingað hefur aðeins einn þessara þátta ratað, America's Next Top Model með ofurfyrirsætunni Tyru Banks. Meira
28. júní 2005 | Tónlist | 251 orð | 1 mynd | ókeypis

Ölvis fær glimrandi dóma

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is NÝJASTA plata Ölvis, The Blue Sound, sem kom út fyrir stuttu á Resonant í Englandi hefur verið að fá glimrandi dóma í erlendum blöðum og netmiðlum. Meira

Umræðan

28. júní 2005 | Bréf til blaðsins | 537 orð | ókeypis

Að syngja með guði

Frá Aðalheiði Kristínu Magnúsdóttur: "ÞAÐ VILDI mér til happs á sjálfan Kvennadaginn 19. júní að ég var á leið á kvennamessu, sem haldin er ár hvert við Þvottalaugarnar í Laugardal. Brá ég mér þá inn á Kaffi Flóru á leiðinni." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 922 orð | 1 mynd | ókeypis

Af kúgun kvenna

Þórólfur Beck svarar Runólfi Ágústssyni, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst: "Það er mér ánægjuefni að rektor Viðskiptaháskólans skuli hafa svo skýra sýn á málefni sem virðast mér svo býsna flókin." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 379 orð | 1 mynd | ókeypis

Evrópa er svarið

Andrés Pétursson fjallar um vandamál Evrópusambandsins: "Ríki ESB munu finna lausn á þessum vanda því það er ekki nein önnur skynsamleg leið til fyrir þau varðandi framtíðina, hvort sem er félagslega, stjórnmálalega og efnahagslega." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 838 orð | 1 mynd | ókeypis

Frá stafabrengli til öryggisráðs

Árni Snævarr fjallar um Sameinuðu þjóðirnar: "Lykilatriði í tillögum Kofi Annans er að þróun, öryggi og mannréttindi séu nátengd." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 1447 orð | 4 myndir | ókeypis

Hrygningarstofn og nýliðun þorsks - enn og aftur

Eftir Ólaf Karvel Pálsson, Einar Hjörleifsson og Höskuld Björnsson: "Í reynd hafa stjórnvöld aldrei treyst sér til að fylgja til fulls tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar um þorskaflamark, þrátt fyrir veigamikil fræðileg rök til stuðnings tillögum á hverjum tíma." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 754 orð | 1 mynd | ókeypis

Íðorðastarf og þjóðtungur

Ari Páll Kristinsson fjallar um orðabanka Íslenskrar málstöðvar: "Meginhlutverk orðabankans er að safna saman íðorðum á íslensku og fleiri tungumálum og birta þau þannig að nýtist sem flestum." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 456 orð | 1 mynd | ókeypis

Konur stofni 19. júní-orðu

Steinunn Jóhannesdóttir fjallar um nýlega orðuveitingu: "Íslenskar konur fá fast að því falleinkunn orðunefndar á níræðisafmæli kosningaréttarins." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd | ókeypis

Lifandi menning

Ragnhildur Richter fjallar um kennslu í Íslendingasögum: "...nemendur stóðu sig sérlega vel í þessu verkefni, þau atriði sem myndin tók á sátu greinilega vel í nemendum..." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 780 orð | 2 myndir | ókeypis

Næring snemma og heilsa síðar

Ása Vala Þórisdóttir og Hrönn Harðardóttir fjalla um næringu og heilsu: "Ofþyngd grunnskólabarna er mikið áhyggjuefni." Meira
28. júní 2005 | Aðsent efni | 507 orð | 1 mynd | ókeypis

Reykleysi við vinnu - húrra!

Pétur Heimisson fjallar um löggjöf um reykingar: "Mitt mat er að mikill meirihluti þjóðarinnar telji löggjöf í þessa veru bæði réttmæta og tímabæra." Meira
28. júní 2005 | Velvakandi | 307 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Finn ég Finn? TIL stendur að skrá sögu Finns Ólafssonar, heildsala frá Fellsenda í Dalasýslu. Finnur var fæddur 1880 og dó 1957. Hann rak heildsölu í Reykjavík og flutti m.a. inn dráttarvélar og dekk. Meira
28. júní 2005 | Bréf til blaðsins | 398 orð | 1 mynd | ókeypis

Þetta fólk kann ekki að skammast sín

Frá Emil Erni Kristjánssyni: "ÞAÐ VAR meðal annars í fréttum Morgunblaðsins á þjóðhátíðardaginn að hreinsun strandlengjunnar í Reykjavík væri nú lokið." Meira

Minningargreinar

28. júní 2005 | Minningargreinar | 1877 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐMUNDUR OTTESEN GUNNARSSON

Guðmundur Ottesen Gunnarsson fæddist á Eystra-Súlunesi í Leirár- og Melahreppi í Borgarfirði 18. desember 1919. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut 19. júní síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2005 | Minningargreinar | 2320 orð | 1 mynd | ókeypis

GUÐRÚN INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR

Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir fæddist að Ytri-Veðrará í Önundarfirði hinn 11. ágúst 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu í Sunnuhlíð 14. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Guðmundur Guðmundsson frá Görðum í Önundarfirði, f. 29. september 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2005 | Minningargreinar | 190 orð | 1 mynd | ókeypis

MARGRÉT ÞÓRDÍS EGILSDÓTTIR

Margrét Þórdís Egilsdóttir fæddist í Reykjavík 1. október 1955. Hún lést á heimili sínu 19. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Grafarvogskirkju 27. júní. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2005 | Minningargreinar | 2683 orð | 1 mynd | ókeypis

ÓLÍNA JÖRUNDSDÓTTIR

Ólína Jörundsdóttir fæddist á Bíldudal 18. júní 1924. Hún lést á LSH 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jörundur Bjarnason, skipstjóri á Bíldudal, f. 5. september 1875, d. 30. maí 1951, og eiginkona hans, Steinunn Halldóra Guðmundsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2005 | Minningargreinar | 1178 orð | 1 mynd | ókeypis

PÁLA ELÍNBORG MICHELSEN

Pála Elínborg Michelsen fæddist á Sauðárkróki 24. ágúst 1911. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jörgen Frank Michelsen, f. 25. janúar 1882, d. 16. júlí 1954, og Guðrún Pálsdóttir, f. 9. ágúst 1886, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
28. júní 2005 | Minningargreinar | 1231 orð | 1 mynd | ókeypis

PÁLL MAREL JÓNSSON

Páll Marel Jónsson fæddist í Reykjavík 28. júní 1928. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðleif Ólafsdóttir, f. í Jafnaskarði í Mýrasýslu 12. ágúst 1893, d. í Rvík 2. desember 1977, og Jón Pálsson,... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

28. júní 2005 | Sjávarútvegur | 185 orð | ókeypis

Meiri áhugi á fiskeldi

Vaxandi áhugi hefur verið meðal fjárfesta á félögum í norsku fiskeldi að undanförnu. Ástæðan er hagstæðara rekstrarumhverfi félaga í greininni. Meira
28. júní 2005 | Sjávarútvegur | 198 orð | ókeypis

Nærri 300.000 tonn af kolmunna á land

Kolmunnaaflinn er nú orðinn ríflega 207.000 tonn, þrátt fyrir slaka veiði í lok síðustu viku. Þá lönduðu fjögur skip afla sínum hér á landi, þar af eitt færeyskt. Leyfilegur heildarafli er 345.000 tonn og því eru óveidd tæplega 138.000 tonn. Meira
28. júní 2005 | Sjávarútvegur | 132 orð | 1 mynd | ókeypis

Trefjar selja bát til Bretlands

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú í júní nýjan Cleopatra 33 bát til Seahouses, norður af Newcastle á austurströnd Englands. Kaupendur bátsins eru feðgarnir Stephen og Neal Priestley. Neal Priestley verður skipstjóri á bátnum. Meira

Viðskipti

28. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 298 orð | 2 myndir | ókeypis

Bankarnir spá 3,6 til 3,8% verðbólgu í júlí

GREININGARDEILDIR bankanna spá 0,3 til 0,5% hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí. Það þýðir að verðbólga á 12 mánaða grundvelli verður 3,6 til 3,8%. Verðbólgan í júní er 2,8%. Meira
28. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 124 orð | ókeypis

Booker fjórða stærsta fyrirtækið í Bretlandi

BOOKER-verslunarkeðjan er í fjórða sæti á lista breska blaðsins The Sunday Times yfir hundrað stærstu einkafyrirtæki á Bretlandseyjum sé miðað við sölutölur þeirra, líkt og gert er á lista Forbes and Fortune í Bandaríkjunum. Meira
28. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 45 orð | ókeypis

Burðarás hækkar og Flaga lækkar

HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI námu 2,2 milljörðum króna í Kauphöll Íslands í gær og hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,3% í 4.126 stig . Meira
28. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 144 orð | ókeypis

Fjárfesta í norsku fiskeldi

ÁHUGI fjárfesta í Noregi hefur vaknað á félögum í norsku fiskeldi að undanförnu. Ástæðan er hagstæðara rekstrarumhverfi félaga í greininni, að því er segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Meira
28. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 224 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslandsbanki opnar skrifstofu í Kaupmannahöfn

ÍSLANDSBANKI mun opna söluskrifstofu í Kaupmannahöfn næsta haust. Er það liður í áformum bankans um að leggja meiri áherslu á skuldsetta fjármögnun á Norðurlöndunum og á óhefðbundna fjármögnun. Meira
28. júní 2005 | Viðskiptafréttir | 96 orð | ókeypis

Úthlutað fimm rásum fyrir stafrænt sjónvarp

PÓST- og fjarskiptastofnun hefur gengið að tilboðum Ríkisútvarpsins og 365 ljósvakamiðla ehf. í UHF-tíðnir fyrir stafrænt sjónvarp á landsvísu en tíu rásir voru boðnar út til útsendinga. Einungis þessi tvö fyrirtæki lögðu fram tilboð. Meira

Daglegt líf

28. júní 2005 | Daglegt líf | 194 orð | ókeypis

Foreldrar bera mikla ábyrgð

Markaðssetning gagnvart börnum og foreldrar sem ekki þora að setja mörk getur leitt til alvarlegra heilsufarsvandamála seinna meir, að mati sænskra sérfræðinga. Offituvandamál fara vaxandi hjá börnum og unglingum og það er alvarlegt, að því er m.a. Meira
28. júní 2005 | Daglegt líf | 554 orð | 1 mynd | ókeypis

Geta þvingað barnið undir vatnsyfirborðið

Fátt finnst börnum skemmtilegra en að fara í sund . En skemmtileg sundferð getur hæglega snúist upp í alvöru ef ekki er varlega farið. Meira
28. júní 2005 | Daglegt líf | 252 orð | 1 mynd | ókeypis

Lengri frjósemistími er í genunum

Hvers veg na geta sumar 45 ára konur auðveldlega eignast börn þegar miklu yngri konur eiga í erfiðleikum með að verða óléttar? Þessari spurningu veltir vefmiðill MSNBC NEWS upp. Svarið, samkvæmt vísindamönnum, liggur líklega í genunum. Meira
28. júní 2005 | Ferðalög | 694 orð | 3 myndir | ókeypis

Risavaxin bandarísk nautasteik og gúllas frá Tékklandi

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þeir ferðalangar sem heimsækja San Francisco komast fljótt að því að fjölbreytni veitingastaða í þeirri borg er með ólíkindum. Meira
28. júní 2005 | Daglegt líf | 831 orð | 1 mynd | ókeypis

Tilveran breyttist við námið

Pálína Kjartansdóttir tók stúdentsprófið sextug og háskólaprófið 69 ára. Hún hefur gengið í gegnum þá lífsreynslu að missa barnabarn, dóttur og eiginmann, en sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að áhugamálin ferðalög, bókmenntir og skriftir deyfðu sárin. Meira

Fastir þættir

28. júní 2005 | Í dag | 206 orð | ókeypis

11 fræðimenn fengu úthlutun

ÚTHLUTUNARNEFND fræðimannsíbúðar samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn hefur lokið störfum og úthlutað íbúðinni frá 1. september 2005 til 31. ágúst 2006. Meira
28. júní 2005 | Í dag | 112 orð | ókeypis

18.30 * Fréttir Stöðvar 2 19.00 * Íslenski listinn Umsjón hefur Jónsi í...

18.30 * Fréttir Stöðvar 2 19.00 * Íslenski listinn Umsjón hefur Jónsi í Svörtum fötum. 19.30 * GameTV Sverrir og Óli fjalla um tölvur og tölvuleiki. 20.00 * Seinfeld (Male Unbonding) (2:5) 20.30 * Friends ( Vinir ) (2:24) 21. Meira
28. júní 2005 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd | ókeypis

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

80 ÁRA afmæli. Í dag, 28. júní, verður áttræð Svandís Ásmundsdóttir, Hvassaleiti 58 . Hún bjó á Bíldudal til 1971. Hún starfaði lengst í húsgagnaversluninni Dúnu og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Meira
28. júní 2005 | Í dag | 164 orð | 1 mynd | ókeypis

Bók

Hjá Eddu útgáfu er komin út bókin Ástargaldrar sem Rakel Pálsdóttir og Jón Jónsson hafa tekið saman. Bókin kom einnig út á ensku undir heitinu Love Charms í þýðingu Önnu Benassi. Meira
28. júní 2005 | Fastir þættir | 272 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

EM á Tenerife. Meira
28. júní 2005 | Fastir þættir | 232 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bikarkeppnin Bikarkeppnin er að komast í gang. Í fyrstu umferðinni voru aðeins tveir leikir. Sveit Málningar vann sveit Bjarnaborgar með 145 gegn 68 og sveit yngri spilara gaf leik sinn gegn Vinabæ. Í annarri umferð er nokkrum leikjum lokið. Meira
28. júní 2005 | Viðhorf | 802 orð | 1 mynd | ókeypis

Eitthvað sem allir kunna

Hljómsveitin hlær létt. Kannski pínulítið taugaveiklað. Þetta er svolítið eins og að mæta svona endemis hressum og glöðum grábirni. Meira
28. júní 2005 | Í dag | 23 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlutavelta Þessir duglegu krakkar, Anna Baldursdóttir, Jón Óttarsson og...

Hlutavelta Þessir duglegu krakkar, Anna Baldursdóttir, Jón Óttarsson og Jóna Írisardóttir, héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þau kr.... Meira
28. júní 2005 | Dagbók | 460 orð | 1 mynd | ókeypis

Húsnæðis- og borgarmál í Evrópu

Magnús Árni er fæddur í Reykjavík 31. janúar 1969. Magnús lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1989, BS-prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1992 og meistaraprófi í hagfræði frá sama skóla 1996. Meira
28. júní 2005 | Dagbók | 64 orð | 1 mynd | ókeypis

Írskur trúbador spilar í Seyðisfjarðarkirkju

Seyðisfjörður | Andy Irvine, írskur trúbador, opnar tónleikaröð Bláu kirkjunnar með tónleikum annað kvöld. Hann syngur og spilar á gítar og bouzouki í Seyðisfjarðarkirkju annað kvöld kl. 20.30. Meira
28. júní 2005 | Í dag | 309 orð | 1 mynd | ókeypis

Samrýnd systkini

Eftir Skarphéðin Guðmundsson skarpi@mbl.is SYSTKININ Ellen Kristjánsdóttir og KK ætla leggja land undir fót og leika saman á röð tónleika næstu vikuna. Meira
28. júní 2005 | Fastir þættir | 260 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e6 7. Be3 b5 8. g4 Rfd7 9. Dd2 Rb6 10. O-O-O R8d7 11. Rdxb5 axb5 12. Rxb5 Re5 13. Db4 Hxa2 14. Kb1 Ha4 15. Db3 Ha8 16. Bxb6 Dxb6 17. Rxd6+ Dxd6 18. Bb5+ Bd7 19. Hxd6 Bxd6 20. Hd1 Hb8 21. Meira
28. júní 2005 | Fastir þættir | 291 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Víkverji ferðaðist örlítið um Suðurlandsundirlendið um helgina og heimsótti meðal annars þá frábæru listahátíð Gullkistuna 2005 á Laugarvatni, en aðstandendur hennar eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra vinnu. Meira
28. júní 2005 | Í dag | 26 orð | ókeypis

Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir...

Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. (1. Kor. 15, 58.) Meira

Íþróttir

28. júní 2005 | Íþróttir | 174 orð | ókeypis

Andri Fannar frá í 2-3 vikur

ANDRI Fannar Ottósson, sóknarmaður Fram, meiddist í leik gegn Keflvíkingum á sunnudagskvöld. Hann sneri sig illa á vinstri ökklanum og var borinn af leikvelli. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 179 orð | ókeypis

Ekelundh varði titilinn í Portúgal

CECILIA Ekelundh frá Svíþjóð sigraði á Algarve-mótinu í golfi á Evrópumótaröð kvenna um helgina en hún hafði titil að verja á þessu móti. Á lokadeginum lék sú sænska á 67 höggum. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd | ókeypis

* EYJÓLFUR Magnús Kristinsson dæmdi sinn fyrsta leik í Landsbankadeild...

* EYJÓLFUR Magnús Kristinsson dæmdi sinn fyrsta leik í Landsbankadeild karla þegar hann dæmdi leik Fram og Keflavíkur á Laugardalsvelli í fyrrakvöld. Eyjólfur Magnús , sem er 28 ára gamall verkfræðingur, dæmir fyrir FH . Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd | ókeypis

Fimm hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni

HEIÐAR Helguson er kominn í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik en eins og Morgunblaðið greindi frá er hann búinn að semja til fjögurra ára við Lundúnaliðið Fulham. Þar með eru Íslendingarnir orðnir fimm sem eru á mála hjá enskum úrvalsdeildarliðum . Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 207 orð | ókeypis

Hannes gerði tvö mörk í 3:2-sigri Viking

HANNES Þ. Sigurðsson var valinn besti leikmaður vallarins af norska vefritinu Nettavisin þegar Viking lagði Tromsö 3:2 í 12. umferð norsku deildarinnar. Hannes skoraði tvö mörk fyrir Viking. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 209 orð | ókeypis

Hlakka til að vinna með Heiðari

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 36 orð | ókeypis

í kvöld

Efsta deild kvenna, Landsbankadeild Kaplakrikavöllur: FH - Breiðablik 20 KR-völlur: KR - Valur 20 Stjörnuvöllur: Stjarnan - ÍBV 20 1. deild karla Ólafsvíkurvöllur: Víkingur - KA 20 3. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 135 orð | ókeypis

Ísland í níunda sæti á Evrópulistanum

HEIMSMEISTARAR Spánverja í handknattleik karla skipa efsta sæti á styrkleikalista Evrópuþjóða sem þýska handboltatímaritið Handball Woche hefur gefið út. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd | ókeypis

Karlaliðið í golfi á EM á Hillside

ÍSLENSKA karlalandsliðið í golfi hefur leik í dag á Evrópumóti landsliða og verður leikið á Hillside-golfvellinum í Englandi. Þar munu tuttugu sex manna landslið úr Evrópu reyna fyrir sér en mótinu lýkur á laugardaginn. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 146 orð | ókeypis

Magnús Már til Þróttara

MAGNÚS Már Lúðvíksson, sem hefur leikið með ÍBV í úrvalsdeildinni í tæplega hálft annað ár, er genginn til liðs við Þrótt í Reykjavík og hefur samið við félagið til tveggja ára. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd | ókeypis

* MATTHÍAS Guðmundsson, framherji Vals , var kjörinn maður leiksins í...

* MATTHÍAS Guðmundsson, framherji Vals , var kjörinn maður leiksins í leik Vals og KR í gær, en Og Vodafone stendur fyrir slíkri kosningu í samvinnu við félögin. Matthías átti góðan leik í gær og skoraði tvö marka liðsins í 3:0 sigri. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 286 orð | ókeypis

Mourinho ósáttur við leikjaniðurröðun

JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Englandsmeistara, Chelsea liggur ekki á skoðunum sínum þegar knattspyrnan á í hlut. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 376 orð | ókeypis

"Erum komnir í gang aftur"

VALSMENN sýndu úr hverju þeir eru gerðir á Hlíðarenda í gær og rifu sig svo sannarlega upp úr svaðinu frá því í síðustu umferð þegar þeir töpuðu fyrir ÍBV. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 164 orð | ókeypis

"Keisarinn" vill aukið öryggi

FORSVARSMENN heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi á næsta ári ætla sér að koma í veg fyrir að áhorfendur geti hlaupið inn á knattspyrnuvellina eins og raunin hefur orðið í Álfukeppninni sem stendur nú yfir í Þýskalandi. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 100 orð | ókeypis

Serbi til reynslu hjá HK

HK-MENN æfa stíft þessa dagana í handboltanum og í fyrradag kom hingað til lands Serbi sem félagið ætlar að skoða. Hann heitir Ivan Jovanovic og er örvhent skytta, um 190 sentimetrar á hæð og 27 ára gamall. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurpáll í efsta sæti - Ragnhildur með yfirburði

SIGURPÁLL Geir Sveinsson kylfingur úr Kili er í efsta sæti stigalistans í karlaflokki á Toyotamótaröðinni en hann hefur verið í verðlaunasæti á öllum þremur mótunum sem hafa farið fram á þessu ári. Hann varð þriðji á Hellu og í öðru sæti í Vestmannaeyjum og á Akranesi um helgina. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 323 orð | ókeypis

úrslit

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild Valur - KR 3:0 Guðmundur Benediktsson 2. Matthías Guðmundsson 19., 52. Rautt spjald : Tryggvi Sveinn Bjarnason 74. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 262 orð | 2 myndir | ókeypis

Valur 3:0 KR Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 8. umferð...

Valur 3:0 KR Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 8. umferð Hliðarendi Mánudaginn 27. júní 2005 Aðstæður: Hiti um 13 stig, smá gola en rigna tók í síðari hálfleik, völlurinn í ágætis standi. Áhorfendur: 1. Meira
28. júní 2005 | Íþróttir | 520 orð | 1 mynd | ókeypis

Valur kominn á beinu brautina

BERSÝNILEGA sást á spilamennsku Valsmanna í gærkvöldi að þeir ætla að veita Íslandsmeisturum FH eins harða keppni og mögulegt er. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.