Greinar laugardaginn 17. september 2005

Fréttir

17. september 2005 | Innlendar fréttir | 81 orð

Á batavegi eftir vinnuslys

MAÐURINN sem höfuðkúpubrotnaði í vinnuslysi á Hellisheiði á fimmtudag er á batavegi á Landspítalanum. Hann losnaði úr öndunarvél á gjörgæsludeild í gær en verður áfram til eftirlits á deildinni. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 117 orð

Árekstrahrina varð annan daginn í röð

MIKIL árekstrahrina reið yfir umferðina í Reykjavík í gær, annan daginn í röð, þegar 24 árekstrar urðu á tímabilinu frá klukkan 7 að morgni til kl. 19.50. Ekki urðu teljandi slys á fólki að sögn lögreglu. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Baugskonur leggja í hann

Grímsey | Það er sannarlega létt yfir kvenfélagskonunum í Baugi á heimskautsbaug. Framundan er ferð á framandi slóðir Slóveníu, með siglingu til hinna sögufrægu Feneyja. Það er ferðanefnd Baugs sem á veg og vanda af ferðinni. Meira
17. september 2005 | Erlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Biðlað til óákveðinna kjósenda

Berlín. AFP, AP. | Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, reyndi til hins ýtrasta að vinna kjósendur á sitt band í gær, tveimur dögum fyrir þingkosningar í landinu. Meira
17. september 2005 | Erlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Blossi sem getur varpað ljósi á tilurð alheimsins

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is VÍSINDAMENN urðu nýlega vitni að fjarlægustu sprengingu sem mælst hefur í geimnum: gammablossa sem kom frá jaðri hins sýnilega heims. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 742 orð | 2 myndir

Búið að taka af skarið um framboð Íslands

ÞÓRUNN Sveinbjarnardóttir og Steingrímur J. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Bæklingur um opinbera og einkarekna heilbrigðisþjónustu

BSRB hefur gefið út bæklinginn "Opinber eða einkarekin heilbrigðisþjónusta" eftir sænska prófessorinn Göran Dahlgren, að því er fram kemur á vef samtakanna. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 319 orð

Dæmdir vegna grófrar árásar

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is TVEIR rúmlega tvítugir karlmenn voru dæmdir til fangelsisvistar í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær, en þá var kveðinn upp dómur í svonefndu Vaðlaheiðarmáli. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð

Eigum að fara alla leið

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í Kastljósþætti Sjónvarpsins í gærkvöldi að Íslendingar hefðu tvímælalaust erindi í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Ekkert samráð haft við stærsta hluta flugrekenda

FLUGMÁLAFÉLAG Íslands, sem eru regnhlífarsamtök félagasamtaka og klúbba tengdum flugi á Íslandi, bendir á að hvorki borgar-, samgöngu- né flugmálayfirvöld hafi haft samráð eða leitað álits stærsta hluta flugrekenda á Reykjavíkurflugvelli. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð

Ekki nefnt í stefnuyfirlýsingunni

EKKERT er að finna í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar segir hins vegar að ríkisstjórnin leggi áherslu á að efla íslensku friðargæsluna og Þróunarsamvinnustofnun. Meira
17. september 2005 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Endurheimtu verk eftir Rembrandt

Kaupmannahöfn. AFP. | Lögreglan í Kaupmannahöfn lagði á fimmtudagskvöld hald á málverk eftir hollenska málarann Rembrandt, sem rænt var frá þjóðminjasafninu í Stokkhólmi fyrir fimm árum. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð

Enn af göngum

Jakob Hóli orti um samfélag við menn, hunda, hesta, íslenska náttúru og samfélagið í göngum: Þessar stundir þrái mest, þörf er mér að lofa, að fara um með hund og hest, og heldur lítið sofa. Kveða stökur, kneyfa vín, kofans hlýju njóta. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 682 orð | 1 mynd

Finnst heillandi að horfa á svæðið sem eina heild

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Mér finnst aðalkosturinn við sameininguna vera sá að svæðið verður öflugra með aukinn slagkraft gagnvart mikilvægum hagsmunum, svo sem samgöngubótum á Hellisheiði, Þrengslum og Suðurstrandarvegi. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Fljóð á ferð

Blönduós | Þessi unga snót, Þórunn Hulda Hrafnkelsdóttir sem á Blönduósi býr hjólaði af öryggi eftir Árbrautinni móti haustinu og framtíðinni. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Framboð til varaformanns SUS

HELGA Kristín Auðunsdóttir lögfræðinemi hyggst gefa kost á sér sem 1. varaformaður á 38. þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna hinn 30. september nk. í Stykkishólmi. Helga Kristín er 25 ára meistaranemi í lögfræði við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð

Frekari rannsókna þörf

HJARTAVERND hefur gefið út áfangaskýrsluna "Markaðssetning óhollrar fæðu sem beint er að börnum í Evrópu", en hún er skýrsla fyrsta áfanga af þremur í verkefninu "Börn, offita og tengdir langvinnir sjúkdómar sem má forðast". Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Gísli Marteinn opnar kosningamiðstöð

KOSNINGAMIÐSTÖÐ Gísla Marteins Baldurssonar veður opnuð í dag, laugardaginn 17. september, í Aðalstræti 6, með fjölskylduhátíð sem hefst kl. 14. Gísli Marteinn sækist eftir fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Góð þátttaka í ferð Alcan

ÁRLEG dagsferð fyrrverandi starfsmanna Alcan og maka þeirra var farin á dögunum og tóku um 140 manns þátt í henni. Þetta var í 17. skipti sem fyrirtækið bauð í ferð af þessu tagi og og var þátttakan góð að vanda. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Harrier-herþotur á Reykjavíkurflugvelli

FJÓRAR Harrier-herþotur frá breska flughernum lentu í Reykjavík um klukkan þrjú í gær. Þoturnar voru að koma frá Kinnloss á Bretlandseyjum á leið til Keflavíkur. Þar gátu þær hins vegar ekki lent vegna lélegs skyggnis. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 153 orð

Hjálparstarfið hyggst þrefalda tekjurnar

HJÁLPARSTARF kirkjunnar samþykkti á aðalfundi sínum nýlega stefnu og fimm meginmarkmið til ársins 2010. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 340 orð | 2 myndir

Hvatt til breyttra samgönguhátta

SAMGÖNGUVIKA í Reykjavík hófst í gær og er borgin að taka þátt í verkefninu í þriðja skipti en að auki eru um eitt þúsund borgir í Evrópu þátttakendur í ár. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð

Hættuástand í Gimli

"HÉR er hættuástand," segir Grétar Axelsson í Íslendingabænum Gimli í Kanada en miklar ráðstafanir eru nú gerðar vegna mikillar flóðahættu á vesturströnd Winnipegvatns. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Höfðingleg gjöf

Heilsugæslustöðinni á Reyðarfirði var nýlega efhent Carl Zeiss Opmi eyrnasmásjá að gjöf. Hún er flutt inn af Austurbakka hf. og kostaði tæplega 1 milljón kr. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Í ársleyfi frá starfi

ELÍN Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi geðsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss, hefur ákveðið að taka sér ársleyfi frá störfum, en innifalið í því er þriggja mánaða námsleyfi sem Elín mun nýta að hluta til að kynna sér ástand geðheilbrigðismála í... Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 182 orð

Íslendingar hreyknir af þjóðerni sínu

ÍSLENDINGAR, Austurríkismenn og Lúxemborgarar eru hreyknastir af þjóðerni sínu samkvæmt könnun, sem Gallup hefur gert fyrir breska ríkisútvarpið, BBC. Í úrtaki voru 50 þúsund manns í 68 löndum víða um heim. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð

Íslensk uppfinning í úrslit Nýmiðlunarverðlauna SÞ

Á FUNDI aðaldómnefndar Nýmiðlunarverðlauna Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í samríkinu Bahrain, skammt frá Saudi-Arabíu í vikunni var tilkynnt að leiktækið DVD-kids frá íslenska fyrirtækinu 3-PLUS hefði komist í úrslit ásamt fimm öðrum verkefnum í... Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 130 orð

Ístran er varasöm

KARLAR með ístru eiga frekar á hættu að fá hjartaáfall en þeir sem hafa fituna dreifða um líkamann. Meiri líkur eru á að æðar safni inn á sig "vonda" kólesterólinu ef menn eru með kviðfitu. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 879 orð | 2 myndir

Karlar eru með rúmlega 23% hærri heildarlaun en konur

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Heildarlaun félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hafa hækkað um tíu prósent frá því í fyrra samkvæmt nýrri launakönnun félagsins. Grunnlaunin hækkuðu þó aðeins meira, eða um 11% á milli ára. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð

Kransæðavíkkunum hefur fjölgað um 23%

KRANSÆÐAVÍKKUNUM á Landspítala-háskólasjúkrahúsi hefur fjölgað um 23,3% frá janúar til júlí 2005 miðað við sama tíma í fyrra. Stefnt var að fjölgun kransæðavíkkana og hjartaþræðinga og gekk það eftir. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð

Kynbundinn launamunur er 14%

HEILDARLAUN félagsmanna Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hafa hækkað um tíu prósent frá því í fyrra samkvæmt nýrri launakönnun félagsins. Félagsmenn VR hafa að meðaltali 300 þúsund kr. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 188 orð

Landvernd komin út fyrir verksvið sitt

GUNNAR Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, telur Landvernd vera komna langt út fyrir verksvið sitt með kæru sinni vegna framkvæmda við Urriðaholt. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 165 orð

Lárétt birta

Húsavík | Guðmundur Ármann opnar sýningu í Safnahúsinu á Húsavík í dag kl 15. Á sýningunni, Láréttri birtu, sýnir Guðmundur 46 verk. Málverk, tréristur og kolteikningar og eru þau gerð á árunum 2003, 2004 og 2005. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 40 orð

Leiðrétt

Sýning í Fold opnuð kl. 15 Rangt var farið með tímasetningu á opnun sýningar Haraldar (Harry) Bilsons í Galleríi Fold í blaðinu í gær. Rétt er að sýningin verður opnuð kl. 15 í dag, laugardag. Beðist er velvirðingar á... Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Litlu launablómin afhent borgarstjóra

"OKKUR fannst tilvalið að afhenda borgarstjóra litlu launablómin við þetta tilefni og segja með því að borgin megi hlúa að fleiri blómum en samgöngublómunum," sagði Svanhildur Vilbergsdóttir, leikskólakennari á Tjarnarborg í Reykjavík, en hún... Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Litrík Völuspá fyrir börn á öllum aldri

Í DAG kemur út ný og endurort Völuspá fyrir börn á öllum aldri. Kristín Ragna Gunnarsdóttir hannaði bókina og gerði myndir en Þórarinn Eldjárn endurorti sjálfa Völuspá. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 110 orð

Ljóðaganga við Fagraskóg | Lagt verður upp í árlega Ljóðagöngu á morgun...

Ljóðaganga við Fagraskóg | Lagt verður upp í árlega Ljóðagöngu á morgun, sunnudaginn 18. september kl. 14, en að þessu sinni verður farið í Fagraskóg. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Lyf & heilsa opna nýtt apótek í Heimaey

Vestmannaeyjar | Lyf og heilsa hafa opnað apótek á Strandvegi 48 í Vestmannaeyjum. Í apótekinu er auk lyfja boðið upp á úrval heilsu-, hjúkrunar- og snyrtivara. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 775 orð | 1 mynd

Meiri líkur en minni

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur og Kristján Kristjánsson Hugmyndir um meðferðarstofnun við Jarðböðin Ferðaþjónusta er Mývetningum mikilvæg og hefur tilkoma Jarðbaðanna styrkt mjög og eflt þá atvinnugrein. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 144 orð

Menntasjóður vex

Vopnafjörður | Kvenfélagið Lindin á Vopnafirði stofnaði árið 1998 menntasjóð til styrktar Vopnfirðingum. Konur, tvítugar og eldri, sem stunda bóklegt nám jafnt í skóla sem á annan hátt, hafa forgang að styrkjum. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Merlin-keðjan í eigu Íslendinga

Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Wizard Holding, sem er í eigu Baugs Group, Árdegis og Milestone, hefur keypt dönsku raftækjaverslanakeðjuna Merlin sem rekur 48 verslanir í Danmörku. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 79 orð

Missti prófið á Sæbraut

ÖKUMAÐUR missti bílprófið á Sæbraut aðfaranótt föstudags vegna hraðaksturs, en hann var tekinn á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er 60 km/klst. Hann var stöðvaður á gatnamótum Sæbrautar og Skeiðarvogs klukkan 3 eftir miðnætti. Meira
17. september 2005 | Erlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Mótmæla eldsneytishækkunum

Ökumenn vöruflutningabíla og landbúnaðartækja ollu nokkrum truflunum þegar þeir óku hægt á nokkrum af helstu hraðbrautum Bretlands í gærmorgun í mótmælaskyni vegna mikilla verðhækkana á eldsneyti. Meira
17. september 2005 | Erlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Musharraf gerir lítið úr nauðgunum

STJÓRNMÁLAMENN og mannréttindahópar gagnrýna Pervez Musharraf, forseta Pakistans, harkalega fyrir að segja í viðtali við bandarískt dagblað að nauðganir séu orðnar eins og hvert annað peningaplokk í landinu, að sögn fréttavefjar BBC . Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Og Vodafone og Neyðarlínan ganga frá samningi

OG Vodafone og Neyðarlínan hf., sem rekur neyðarnúmerið 112, hafa undirritað samning sem gerir 112 mögulegt að staðsetja farsíma viðskiptavina Og Vodafone þegar hringt er í 112. Áður hefur slíkt verið kleift með viðskiptavini Símans. Meira
17. september 2005 | Erlendar fréttir | 443 orð

Óttast stórslys í fjármálum ríkisins

Yfirlýsingar George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að ekkert verði til sparað við að byggja upp New Orleans og önnur hamfarasvæði við Mexíkófló hafa mælst vel fyrir meðal bandarísks almennings. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 254 orð

Pólskir starfsmenn skildir eftir verklausir

EFTIR að Slippstöðin á Akureyri hafði fengið þriggja vikna greiðslustöðvun vegna fjárhagserfiðleika lagði fjármögnunarfyrirtækið SP-fjármögnun á fimmtudag hald á tækin sem Slippstöðin hefur notað við stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 581 orð

"Ekkert síður efasemdir hjá framsóknarmönnum"

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl. Meira
17. september 2005 | Erlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

"Fjarlægjum arf misréttisins"

Washington, New Orleans. AFP, AP. | Haldnar voru bænasamkomur í Bandaríkjunum í gær til að minnast fórnarlamba fellibylsins Katrínar sem reið yfir héruð við Mexíkóflóa í lok ágúst. George W. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 310 orð | 2 myndir

"Framboð Íslands núna í miklu uppnámi"

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 640 orð | 1 mynd

"Kvikmyndagerðin tungumál nútímans"

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 421 orð | 2 myndir

"Lítil ríki geta lagt fram mikilvægt framlag"

GEIR H. Haarde, fjármálaráðherra og verðandi utanríkisráðherra, sagði í ræðu sem hann flutti á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir tæpu ári að íslensk stjórnvöld hefðu ákveðið að sækjast eftir sæti í öryggisráði SÞ 2009-2010. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð

"Tímamót í málefnum geðsjúkra"

STJÓRN Geðhjálpar fagnar 1,5 milljarða framlagi ríkisstjórnarinnar á næstu 5 árum til þess að byggja húsnæði og bæta endurhæfingarúrræði handa geðsjúkum. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Samgöngur milli lands og Eyja

Vestmannaeyjar | Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Pál Sigurjónsson verkfræðing formann starfshóps sem fjallar um samgöngur milli lands og Eyja. Nefndin var upphaflega skipuð 12. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 579 orð | 1 mynd

Segja Miðdalsheiði óhentugan stað fyrir nýjan flugvöll

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is AÐ MATI Halldórs Þ. Sigurðssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), hentar Miðdalsheiði engan veginn fyrir flugvallastarfsemi. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 131 orð

Semja á um 14 ferðir á viku með Herjólfi

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra hefur beint því til Vegagerðarinnar að samið verði um 14 ferðir á viku, eða tvær ferðir á dag, í samræmi við útboð vegna siglinga Herjólfs milli lands og Eyja. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Sex mánaða uppgjör lofar góðu

Reykjanesbær | Mikil uppbygging átti sér stað hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) á síðasta ári og var aukning mikil á flestum sviðum starfseminnar. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 127 orð

Skandia kært til efnahagsbrotadeildar

SÆNSKA kauphöllin hefur kært Skandia til efnahagsbrotadeildar lögreglu fyrir innherjaviðskipti í sambandi við yfirtöku suður-afríska félagsins Old Mutual á sænska tryggingarfélaginu. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Skortur á gestrisni við flóttafólk og hælisleitendur

ÁRLEGRI haustráðstefnu kaþólskra biskupa á Norðurlöndum er nýlokið í Reykjavík, þar sem meðal þátttakenda var Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Snjóflóðavarnargarður í Bjólfi tilbúinn

Seyðisfjörður | Í gær voru nýir snjóflóðavarnargarðar vígðir í Bjólfinum ofan við Seyðisfjörð. Eru þeir í um 620 metra hæð yfir sjávarmáli og reistir á svokallaðri Brún. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 461 orð | 1 mynd

Sterling situr uppi með 2ja milljarða tap Maersk

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is VIÐ lá að ekkert yrði af formlegum frágangi á kaupum Sterling á Maersk, danska lággjaldaflugfélaginu, fyrr í vikunni, þar sem sl. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Sundlaug Kópavogs breytt

BÆJARSTJÓRN Kópavogs hefur samþykkt að ráðist verði í miklar breytingar á sundlauginni í vesturbæ bæjarins. Á þessu ári eru áætlaðar 100 milljónir í verkið. Meira
17. september 2005 | Erlendar fréttir | 262 orð

SÞ segja pyntingum beitt í Nepal

Katmandú. AFP. | Lögregla og her í Nepal beita kerfisbundið pyntingum til að fá fanga til að játa á sig sök og til að komast yfir upplýsingar, að sögn mannréttindafulltrúa á vegum Sameinuðu þjóðanna, Manfreds Nowaks. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 338 orð

Sækja um lóð við Tangabryggju

Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is SAMSKIP hafa sótt um lóð á Akureyri fyrir framtíðaraðstöðu félagsins við Laufásgötu og Gránufélagsgötu. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 104 orð

Tíu taka þátt í forvali VG

TÍU framboð bárust í forvali Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs vegna borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Framboðsfrestur rann út í gær en forvalið fer fram í húsnæði VG í Reykjavík laugardaginn 1. október nk. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Tólf norskir offitusjúklingar í aðgerð hér á landi

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is TÓLF norskir offitusjúklingar eru staddir hér á landi til að gangast undir aðgerð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, en slíkar aðgerðir standa ekki til boða á norskum sjúkrahúsum. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð

Tónleikar | Tónleikar í anda Sigurveigar Hjaltested og Stefáns Íslandi...

Tónleikar | Tónleikar í anda Sigurveigar Hjaltested og Stefáns Íslandi verða haldnir í Ketilhúsinu laugardaginn 17. september kl. 17. Tónleikarnir eru þeir fimmtu í röð tónleika sem haldnir eru víðsvegar um landið. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 546 orð | 1 mynd

Tveir skipbrotsmanna með réttarstöðu sakborninga

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is EIGANDI skemmtibátsins sem fórst á Viðeyjarsundi fyrir einni viku hefur réttarstöðu sakbornings sem og eiginkona hans sem var með honum í bátnum þegar hann fórst. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Tvær nýjar tískuverslanir opnaðar í Smáralind

BRESKA tískuverslunin Oasis opnar í dag, laugardaginn 17. september, nýja verslun í Smáralind. Verslunin er á 2. hæð í verslunarmiðstöðinni við hliðina á Benetton. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Hreyfing er komin á viðræður milli Vegagerðarinnar á Sauðárkróki og bænda í Akra-hreppi eftir að sveitarstjórn veitti framkvæmdaleyfi til lagningar nýs kafla á þjóðvegi 1, niður frá Öxnadalsheiði vestanverðri. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Veraldarvinir að störfum

Eskifjörður | Fjórtán manna hópur sjálfboðaliða frá samtökunum Veraldarvinum (Worldwide Friends) hefur undanfarna daga tekið til hendinni á Eskifirði og lýkur verkefnum sínum nú um helgina. Hópurinn hefur fengist við fegrun umhverfisins, m.a. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Vilja siga rebba á sílamávinn

Sandgerði | Vilji er fyrir því í þeim sveitarfélögum sem koma að Miðnesheiði, Garði, Sandgerði og Reykjanesbæ, að skapa þar hugsanlegt griðland fyrir refi ásamt því að vinna að fækkun sílamáva á Reykjanesi. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Vill að Reykjanesfólkvangurinn verði þjóðgarður

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HREFNA Sigurjónsdóttir, stjórnarformaður Reykjanesfólkvangs, vill að fólkvangurinn verði gerður að þjóðgarði enda sé svæðið meira en nógu merkilegt til þess. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 110 orð

Vinstri grænir heimsækja Suðurnes

ÞINGMENN og aðrir forystumenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs munu í byrjun næstu viku sækja Suðurnes heim og meðal annars fara á vinnustaði, skóla og fleiri stofnanir. Þá verður einnig boðið til fundarhalda en á mánudag 19. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 93 orð

Vitranir Eipides

"ÞAÐ sem heillar mig við kvikmyndir er það sama og heillar fólk við bókmenntir og leikhús - sjálf sagan," segir Dimitri Eipides, dagskrárstjóri tveggja flokka á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem hefst í lok mánaðarins. Meira
17. september 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Æfa grínleikinn Fullkomið brúðkaup

ÆFINGAR eru nú hafnar á gamanleikritinu Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon hjá Leikfélagi Akureyrar. Leikritið þykir drepfyndið en er jafnframt rómantískur gamanleikur, hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást. Meira

Ritstjórnargreinar

17. september 2005 | Leiðarar | 466 orð

Innanlandsflugið til Keflavíkurflugvallar

Smátt og smátt hefur orðið til víðtæk málefnaleg samstaða um að Reykjavíkurflugvöllur eigi að hverfa og það landrými, sem hefur farið undir hann, verði tekið til annarra nota. Meira
17. september 2005 | Leiðarar | 193 orð

Íbúaþing og opið lýðræði

Íbúaþing í einstökum sveitarfélögum eru að breiðast út. Í Morgunblaðinu í gær var skýrt frá umræðum á íbúaþingi í Reykjanesbæ og á undanförnum mánuðum og misserum hafa slík þing verið haldin í sveitarfélögum víða um land. Meira
17. september 2005 | Staksteinar | 300 orð | 1 mynd

Lítil saga í minningargrein

Í gær birtist hér í Morgunblaðinu athyglisverð minningargrein eftir Ólaf Friðrik Ægisson um föður hans Ægi Ólafsson, sem nýlega er látinn. Meira

Menning

17. september 2005 | Myndlist | 644 orð | 2 myndir

Akureyringar hvunndags

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GESTIR Minjasafnsins á Akureyri hafa í sumar notið þess að Gunnlaugur P. Kristinsson var með myndavél sína á lofti um áraraðir við hin ýmsu tækifæri í bænum. Meira
17. september 2005 | Myndlist | 84 orð

Ásdís Spanó sýnir í Galleríi Turpentine

GALLERÍ Turpentine hefur opnað sýningu á níu nýjum verkum eftir Ásdísi Spanó. Ásdís Spanó er fædd 18. september 1973 í Reykjavík. Meira
17. september 2005 | Tónlist | 547 orð | 1 mynd

Bæjarlistamaður á heimaslóðum

Sigurður Flosason altósaxófón, Eyþór Gunnarsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Pétur Östlund trommur. Miðvikudagskvöldið 14.9. 2005 Meira
17. september 2005 | Tónlist | 82 orð | 1 mynd

Chernyshova á Sauðárkróki

TÓNAR munu óma um Sauðárkrókskirkju annað kvöld en þá munu Alexandra Chernyshova sópran og Gróa Hreinsdóttir píanóleikari halda tónleika. Á efnisskrá er 20. Meira
17. september 2005 | Tónlist | 181 orð | 1 mynd

Eitt stórt partí

ÞRJÁR danstónlistarstefnur mætast á Broadway í kvöld, þegar techno.is, breakbeat.is og hiphop.is taka höndum saman á skemmtistaðnum. Aðalnúmer kvöldsins verður teknóplötusnúðurinn Adam Beyer, en auk hans kemur fram fjöldi annarra skífuþeytara. Meira
17. september 2005 | Menningarlíf | 107 orð | 1 mynd

Elín Halldórsdóttir á tónleikum í listasafni

Í LISTASAFNI Íslands verða á morgun, sunnudag, tónleikar Elínar Halldórsdóttur sópransöngkonu. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Gullkorn" en Elín mun syngja íslensk og þýsk ljóð eftir ýmsa höfunda. Meira
17. september 2005 | Bókmenntir | 814 orð | 1 mynd

Engin merki þess að bókin sé að deyja út

Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is HALDIN var hér á landi fyrir skemmstu ráðstefna á vegum Félags bókasafns- og upplýsingafræða. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að ræða málefni eins og mannréttindi og mikilvægi lestrarkunnáttu. Meira
17. september 2005 | Myndlist | 808 orð | 4 myndir

Gagnkvæm áhrif í íslenskri og danskri list

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttir ingamaria@mbl.is SÝNINGIN Hraunblóm verður opnuð í Listasafni Sigurjóns í dag. Meira
17. september 2005 | Myndlist | 86 orð | 1 mynd

Guðmundur Ármann í safnahúsinu

Í SAFNAHÚSINU á Húsavík opnar í dag listamaðurinn Guðmundur Ármann sýningu á verkum sínum. Meira
17. september 2005 | Myndlist | 190 orð | 1 mynd

Hægt að hringja í listaverkin

Í LISTASAFNI Íslands stendur nú yfir sýningin Íslensk myndlist 1945-1960: Frá abstrakt til raunsæis. Sú nýbreytni er á sýningunni að sýningargestir geta hringt í listaverkin, ef svo mætti að orði komast. Þar er að þakka verkefninu Halló listaverk! Meira
17. september 2005 | Fólk í fréttum | 156 orð | 1 mynd

J.Lo og eiginmaðurinn saman í mynd

JENNIFER Lopez og eiginmaður hennar Marc Anthony munu leika saman í kvikmynd þar sem þau verða í hlutverki hjóna. Þrátt fyrir að J. Meira
17. september 2005 | Kvikmyndir | 254 orð | 1 mynd

Kemur til greina að gera mynd á Íslandi

TERRY George, leikstjóri myndarinnar Hotel Rwanda , veitti á dögunum Jöklinum viðtöku, verðlaunagrip kvikmyndahátíðarinnar Iceland International Film Festival (IIFF), sem haldin var í apríl. Meira
17. september 2005 | Myndlist | 117 orð | 1 mynd

Klippimyndir og rifrildi

HELGA Ármanns opnar í dag sýningu í Grafíksafni Íslands - sal Íslenskrar grafíkur. Er þetta þriðja einkasýning Helgu en hún á að baki fjölda samsýninga bæði hérlendis og erlendis. Meira
17. september 2005 | Tónlist | 56 orð | 1 mynd

Kveðjutónleikar Days of our Lives

KÁTT verður á hjalla í Stúdentakjallaranum í kvöld en þá heldur hljómsveitin Days of our Lives tónleika ásamt hljómsveitunum Reykjavík! og Hoffman. Meira
17. september 2005 | Tónlist | 54 orð | 1 mynd

Kveðjutónleikar Days of Our Lives

BLÁSIÐ verður til veislu í Stúdentakjallaranum í kvöld, þegar hljómsveitin Days of Our Lives kemur fram á kveðjutónleikum, en hún er á leiðinni til Englands í kynningarferð, þar sem hún mun spila á nokkrum tónleikum. Meira
17. september 2005 | Fjölmiðlar | 89 orð | 1 mynd

Lifandi Hjálmar

Fyrsti þátturinn af Hljómsveit kvöldsins , nýrri þáttaröð á laugardagskvöldum í Sjónvarpinu, fer í loftið í kvöld. Meira
17. september 2005 | Leiklist | 839 orð | 1 mynd

Mannleg örlög og mögnuð spenna í margræðu verki

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SMÁSAGAN Manntafl eftir Stefan Zweig, er hiklaust ein af perlum skáldverka tuttugustu aldarinnar. Hún er uppgjör snillings af gyðingaættum við nasisma Hitlers, sem hafði lagt undir sig hans heimaland. Meira
17. september 2005 | Tónlist | 110 orð | 1 mynd

Miðasala á Iceland Airwaves að hefjast

MIÐASALA á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves 2005 hefst á mánudaginn. Hátíðin fer fram í sjöunda sinn helgina 19.-23. október og líkt og undanfarin ár eru tónleikastaðirnir allir í miðborg Reykjavíkur. Meira
17. september 2005 | Kvikmyndir | 488 orð | 1 mynd

Nóg komið af Deuce

Leikstjórn: Mike Bigelow. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Eddie Griffin og Norm Macdonald. Bandaríkin, 83 mín. Meira
17. september 2005 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Renée Zellweger og Kenny Chesney skilin

Bandaríska kvikmyndastjarnan Renée Zellweger og sveitasöngvarinn Kenny Chesney hafa farið fram á það að hjónaband þeirra, sem staðið hefur í fjóra mánuði, verði ógilt. Brúðkaup þeirra í maí vakti mikla athygli enda höfðu þau hist fyrst í janúar. Meira
17. september 2005 | Menningarlíf | 475 orð | 2 myndir

Skáldsagnahátíð

Fyrsta Bókmenntahátíðin í Reykjavík var haldin fyrir tuttugu árum. Einar Kárason skrifar í inngangi í dagskrá að það hafi verið þrjú skáld sem áttu frumkvæðið að þeirri fyrstu, þeir Thor Vilhjálmsson, Knut Ödegård og Einar Bragi. Meira
17. september 2005 | Fjölmiðlar | 34 orð | 1 mynd

...Spaugstofunni

SPAUGSTOFAN hefur verið opnuð á nýjan leik og í kvöld verður sýndur fyrsti þátturinn á þessum vetri. Þar ætla Karl Ágúst, Pálmi, Randver, Sigurður og Örn að taka upp þráðinn með sprelli og... Meira
17. september 2005 | Leiklist | 130 orð | 1 mynd

Spuni í hálfan sólarhring

NEMENDUR í leiklistaráfanganum LEI233 í Menntaskólanum í Hamrahlíð ætla að halda 12 klukkustunda spunamaraþon, frá kl. 8 um morguninn til kl. 20 í kvöld, í skólanum í dag. Meira
17. september 2005 | Myndlist | 122 orð

Straumar í Orkuveituhúsinu

STRAUMAR er yfirskrift sýningar sem verður opnuð í dag í Galleríi 100° í húsi Orkuveitunnar. Á bak við sýninguna standa listakonurnar Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Meira
17. september 2005 | Kvikmyndir | 826 orð | 2 myndir

Svarið við síbyljunni

Í lok þessa mánaðar hefst Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt að vanda en að þessu sinni hefur Grikkinn Dimitri Eipides yfirumsjón með tveimur kvikmyndaflokkum. Meira
17. september 2005 | Bókmenntir | 107 orð | 1 mynd

Söguleg skáldsaga

KOMIN er út hjá Máli og menningu bókin Frost eftir Roy Jacobsen í þýðingu Stefáns Hjörleifssonar. Meira
17. september 2005 | Menningarlíf | 1475 orð | 3 myndir

Tíu ára meðganga Miðgarðsormsins

Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndskreytir hefur í áratug gengið með þá hugmynd í maganum að setja Völuspá í nýjan búning. Hún hafði samband við Þórarin Eldjárn sem féllst á að enduryrkja kvæðið. Meira
17. september 2005 | Tónlist | 39 orð

Tónleikum Kvennakórs Reykjavíkur frestað

AF óviðráðanlegum ástæðum frestast tónleikar Kvennakórs Reykjavíkur sem vera áttu í Breiðholtskirkju laugardaginn 17. september kl. 17, um tvær vikur. Tónleikarnir verða á sama stað laugardaginn 1. október kl. 17. Meira
17. september 2005 | Bókmenntir | 508 orð | 1 mynd

Völuspá fyrir litla víkinga

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Í ÞESSARI viku kemur út hjá Máli og menningu Völuspá í nýstárlegri mynd, sérstaklega ætluð yngstu lesendunum. Meira

Umræðan

17. september 2005 | Aðsent efni | 849 orð | 1 mynd

Að byrgja borgina

Kristófer Már Kristinsson fjallar um skipulagsmál: "Það sem er sárast í allri þessari dellu er varnarleysi þitt sem íbúa gagnvart einhverri nefnd sem hefur á valdi sínu að hundsa þig..." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 526 orð | 1 mynd

Hafa skal það sem sannara reynist

Birna Lárusdóttir svarar grein Sigurjóns Þórðarsonar: "Í Morgunblaðsgrein sinni ber þingmaðurinn m.a. upp á mig að ég hafi haldið því fram að gagnrýnin umræða um byggðamál ætti ekki heima á Fjórðungsþingi. Slíkri fullyrðingu vísa ég til föðurhúsanna." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 325 orð | 1 mynd

Hlutverk stuðningshópa í endurhæfingu fólks sem greinst hefur með krabbamein

Gunnjóna Una Guðmundsdóttir fjallar um stuðningshópa innan Krabbameinsfélagsins: "Þannig getur jafningjafræðsla og annar félagslegur stuðningur frá þeim sem gengið hafa í gegnum líka lífsreynslu haft mikið að segja í bataferli sjúklinga." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 413 orð | 1 mynd

Leggjumst á árarnar

Gísli Marteinn Baldursson fjallar um jafnréttismál: "Ég vil vera í liðinu sem leggst á árarnar með VR í átaki þess til að tryggja raunverulega og varanlega breytingu á hugarfari Íslendinga í jafnréttismálum." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Óforbetranleg kynslóð stjórnmálamanna

Magnús Már Guðmundsson fjallar um eftirlaun alþingismanna: "Það þarf að verða meiri háttar hugarfarsbreyting meðal stjórnmálamanna dagsins í dag..." Meira
17. september 2005 | Bréf til blaðsins | 618 orð

Ráðherrann og rjúpan

Frá Guðjóni Jenssyni: "Í FEBRÚAR síðastliðnum urðu töluverðar umræður um rjúpnaveiðar á Alþingi. Þar voru ræddar breytingar á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 217 orð | 1 mynd

Reykjavíkurflugvöllur - sjónarmið læknis á landsbyggðinni

Theódór Skúli Sigurðsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll: "Pólitískt fjaðrafok og fasteignamarkaðurinn eiga ekki að ráða þegar jafnmikilvægt mál er til umræðu og framtíðarstaðsetning Reykjavíkurflugvallar." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 713 orð | 1 mynd

Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

Ólafur F. Magnússon fjallar um sameiningu sveitarfélaga: "Rökin með sameiningu sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu eru afar sterk." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 1679 orð | 1 mynd

Samgönguvikan 2005 sjálfbærar samgöngur í höfuðborg

Eftir Árna Þór Sigurðsson: "...að búa í haginn fyrir framtíðina og sjá svo um að þróa samfélag þar sem unga fólkið vill setjast að." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Streita rænir þér frá sjálfum þér

Guðrún Arnalds fjallar um streitulosun: "Kundalini-jóga er aldagömul tegund af jóga og býður upp á mjög virkar leiðir til að takast á við streitu og álag." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 505 orð | 1 mynd

Sundabraut

Björn Elísson fjallar um vegtolla á þjóðvegum landsins: "Skorað er á ráðamenn að finna aðra leið til að fjármagna seinnihluta Sundabrautar." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 539 orð | 1 mynd

Veislulok og viðbrögð

Vilhjálmur Egilsson svarar Staksteinum Morgunblaðsins: "Ég tel að með því að skynja rétt stöðuna og koma henni rækilega á framfæri sé hægt að hafa áhrif á væntingarnar og stilla þær betur af." Meira
17. september 2005 | Velvakandi | 445 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Afturför í kennslu grunnskólabarna ÉG er mjög ósátt við ýmislegt sem börnunum okkar er kennt nú til dags. T.d. í reikningi eru þau með bækur sem heita Geisli sem mér finnst vera rugl og margir kennarar eru mjög mikið á móti. Meira
17. september 2005 | Bréf til blaðsins | 207 orð | 1 mynd

Við skulum afþakka gylliboð um áfengisneyslu

Frá Aðalsteini Gunnarssyni: "ÞAÐ ER áberandi skortur á sjálfsvirðingu þeirra sem skemmta sér undir áhrifum, um þessar mundir. Þeir sem ekki drekka hafa fylgst með því hvernig ölvun er orðin almennari í skemmtanalífinu." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Það er engin heilsa án geðheilsu

Guðrún Guðmundsdóttir fjallar um geðheilbrigðismál: "Markmiðið er að vekja fólk til vitundar um að tengslin milli andlegrar og líkamlegrar heilsu eru órjúfanleg." Meira
17. september 2005 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Öfugmælavísur Jóns Bjarnasonar

Gunnar Sveinsson gerir athugasemdir við grein Jóns Bjarnasonar: "Við framsóknarmenn höfum alltaf reynt að velja bestu úrræðin og þau sem duga best í þjóðfélaginu á hverjum tíma og þá helst ef hægt er í formi félagshyggju og samvinnu." Meira

Minningargreinar

17. september 2005 | Minningargreinar | 491 orð | 1 mynd

ERLENDUR KRISTJÁN VIGFÚSSON

Erlendur Kristján Vigfússon fæddist í Hrísnesi í Barðastrandarhreppi 24. september 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt 11. ágúst síðastliðins og var útför hans gerð í kyrrþey 22. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 2789 orð | 1 mynd

GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR

Guðrún Jónsdóttir fæddist á Birnustöðum 30. júlí 1916. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 6. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Jónasson bóndi á Birnustöðum, f. 18. maí 1882, á Hrafnabjörgum í Ögursveit, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 2477 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR

Guðrún Ólafsdóttir fæddist á Kaldrananesi í Vestur-Skaftafellssýslu 26. júlí 1919. Hún lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 30. ágúst síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 270 orð | 1 mynd

JÓN SÆVAR JÓHANNSSON

Jón Sævar Jóhannsson fæddist á Akureyri 21. september 1945. Hann varð bráðkvaddur að morgni 1. september síðastliðins og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 8. september. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 2171 orð | 1 mynd

LAUFEY ALDA GUÐBRANDSDÓTTIR

Laufey Alda Guðbrandsdóttir fæddist á Siglufirði 6. maí 1938. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki hinn 12. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbrandur Þórður Sigurbjörnsson, f. 18.2. 1916 á Ökrum í Fljótum, d. 9.6. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 1555 orð | 1 mynd

MATTHILDUR SIGURÐARDÓTTIR

Matthildur Sigurðardóttir fæddist á Akrahóli í Grindavík 1. júní 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík 10. september síðastliðinn. Matthildur var dóttir hjónanna Sigurðar Árnasonar, f. 9.7. 1868 í Galtarholti í Borgarhr. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 3023 orð | 1 mynd

MÁR GUÐLAUGUR PÁLSSON

Már Guðlaugur Pálsson fæddist í Sandgerði á Fáskrúðsfirði 26. maí árið 1931. Hann lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum, 8. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 192 orð | 1 mynd

ÓLAFUR RAGNAR KARLSSON

Ólafur Ragnar Karlsson málarameistari fæddist í Reykjavík 11. janúar 1929. Hann lést á Landakotsspítala í Reykjavík 4. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Kópavogskirkju 12. september. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 233 orð | 1 mynd

STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR

Steinunn Þórðardóttir fæddist á Grund á Akranesi 26. júlí 1915. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða 29. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 2. september. Meira  Kaupa minningabók
17. september 2005 | Minningargreinar | 3525 orð | 1 mynd

TORFI JÓNSSON

Torfi Jónsson skipstjóri, Mýrum 6, Patreksfirði fæddist í Kollsvík í Rauðasandshreppi 27. mars 1927. Hann lést laugardaginn 10. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Bergþóra Egilsdóttir, f. 17.9. 1898 á Móbergi á Rauðasandi, d. 11.2. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

17. september 2005 | Sjávarútvegur | 193 orð | 1 mynd

441 tonn af þorski ónýtt

Á tímabilinu 1. september 2004 til 31. ágúst 2005 hafa 13.870 landanir verið skráðar til línuívilnunar. Alls hafa 300 skip nýtt línuívilnun sem skráð var í 50 löndunarhöfnum. Meira
17. september 2005 | Sjávarútvegur | 239 orð | 1 mynd

Glussadrifin ísþykknisvél fyrir stærri gerð plastbáta

Optimar Ísland ehf. Meira

Viðskipti

17. september 2005 | Viðskiptafréttir | 227 orð | 1 mynd

Baugur með 9,5% hlut í French Connection

FORSVARSMENN bresku tískuvörukeðjunnar French Connection munu líklega óska eftir fundi með stjórnendum Baugs Group þegar íslenska félagið upplýsir formlega að það hafi eignast um 9,5% hlut í því breska. Þetta kemur fram í blaðinu The Independent . Meira
17. september 2005 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Flogið hingað frá Billund

FÆREYSKA flugfélagið Atlantic Airways mun innan skamms taka að selja flugmiða á milli Billund flugvallar í Danmörku og Reykjavíkur með viðkomu í Færeyjum. Meira
17. september 2005 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Hlutabréf hækka aftur

Hlutabréf hækkuðu á ný í Kauphöll Íslands í dag eftir talsverða verðlækkun fyrr í vikunni. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,78% og er 4.569 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 2,3 milljörðum og viðskipti með skuldabréf námu 4,165 milljörðum. Meira
17. september 2005 | Viðskiptafréttir | 61 orð | 1 mynd

Ragnar í stjórn Cherry

RAGNAR Þórisson, yfirmaður norrænna fjárfestinga hjá Burðarási, hefur verið tilnefndur í stjórn sænska fyrirtækisins Cherryföretagen. Meira
17. september 2005 | Viðskiptafréttir | 113 orð

Viðskiptaráð Austurlands stofnað

VIÐSKIPTARÁÐ Austurlands verður formlega stofnað á Reyðarfirði, þriðjudaginn 20. september n.k. Það mun starfa sem sjálfstæð deild innan Viðskiptaráðs Íslands, með sérstakri fimm manna stjórn kjörinni af stjórn VÍ til tveggja ára. Meira

Daglegt líf

17. september 2005 | Ferðalög | 610 orð | 3 myndir

Átthagafélagið '58 lagði land undir fót

Félagar úr Gagnfræðaskóla Keflavíkur, sem kalla sig Átthagafélagið '58, gengu um Víknaslóðir í lok júlí í sumar. Meira
17. september 2005 | Daglegt líf | 379 orð | 1 mynd

Bannað að rukka foreldra fyrir skólaferðalög

Í Svíþjóð hafa nú spunnist talsverðar umræður um hvort réttlætanlegt sé að sænskir grunnskólar geti krafist þess að foreldrar leggi til allt að sem samsvarar rúmlega fjögur þúsund íslenskum krónum á barn á misseri til að standa straum af kostnaði við... Meira
17. september 2005 | Daglegt líf | 125 orð

Barnafólk ekki vinsælt starfsfólk

Barnafólk er ekki vinsælt starfsfólk hjá breskum vinnuveitendum að því er fram kemur í niðurstöðum breskrar könnunar á meðal 420 fyrirtækja og m.a. er greint frá á vef Aftenposten. Meira
17. september 2005 | Ferðalög | 142 orð | 1 mynd

Borgar sig að leita

Það getur borgað sig að vafra um Netið og leita að tilboðum á ferðavefjum áður en hótel er bókað. Á vef norska Dagbladet er greint frá því að fengist hafi herbergi á fjögurra stjörnu hóteli í Mílanó á sem samsvarar 6. Meira
17. september 2005 | Ferðalög | 154 orð | 1 mynd

Gamla sirkusbyggingin nú veitingastaður

Nú hefur gamalli sirkusbyggingu í Kaupmannahöfn verið breytt í veitinga- og skemmtistað. Það er sænska fyrirtækið Wallmans Nöjen sem stendur fyrir nýja skemmtistaðnum þar sem settir verða upp söngleikir og sýningar. Meira
17. september 2005 | Daglegt líf | 839 orð | 2 myndir

Ístra er stór áhættuþáttur

Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl. Meira
17. september 2005 | Ferðalög | 313 orð | 2 myndir

Núpsstaðarskógar og Höfðabrekkuafréttur Helgina 23.-25. september efnir...

Núpsstaðarskógar og Höfðabrekkuafréttur Helgina 23.-25. september efnir Hópferðamiðstöðin-Vestfjarðaleið til helgarferðar í samvinnu við Ferðafélag Íslands. Farið verður í Núpsstaðarskóga og á Höfðabrekkuafrétt í Mýrdal. Meira
17. september 2005 | Daglegt líf | 313 orð | 4 myndir

Vínilplöturnar höfðu mesta aðdráttaraflið

Síðustu helgi héldu vinkonurnar Katrín Dröfn Guðmundsdóttir og Valý Ágústa Þórsteinsdóttir bílskúrssölu heima hjá Katrínu á Leifsgötunni. Meira
17. september 2005 | Ferðalög | 148 orð

Þúsundir farmiða á 500 kall

Frá 19. september nk. mun SAS setja þúsundir farmiða á uppboð hjá netuppboðsfyrirtækinu Lauritz.com. Meira

Fastir þættir

17. september 2005 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli. Í dag, 17. september, verður fimmtugur Þorbjörn Ágúst...

50 ÁRA afmæli. Í dag, 17. september, verður fimmtugur Þorbjörn Ágúst Erlingsson, kvikmyndafræðingur, Rauðarárstíg 22, Reykjavík. Hann verður að heiman í... Meira
17. september 2005 | Í dag | 106 orð | 1 mynd

Að teygja sig eftir listinni

Myndlist | Menn greinir á um hvort ungi maðurinn hér fyrir ofan er listamaður eða skemmdarvargur enda er graffiti umdeilt en einnig ævafornt tjáningarform. Meira
17. september 2005 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

90 ÁRA afmæli . 19. september nk. verður níræður Kristmann Jónsson, Hofslundi 4, Garðabæ. Hann tekur á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu í dag, laugardag, milli kl. 15 og... Meira
17. september 2005 | Í dag | 2332 orð | 1 mynd

ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Áskirkju syngja. Organisti...

Guðspjall dagsins: Jesús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14.) Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 233 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Baráttuvilji. Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 270 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldri borgurum í Hafnarfirði. Föstudaginn 9. september var spilað á 9 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Jón Pálmason - Sverrir Jónsson 265 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 263 Kristín Óskarsdóttir - Gróa Þorgeirsd. Meira
17. september 2005 | Í dag | 1958 orð | 1 mynd

Fjölbreytt starf í Grensáskirkju NÚ eru allir fastir liðir...

Fjölbreytt starf í Grensáskirkju NÚ eru allir fastir liðir safnaðarstarfsins í Grensáskirkju komnir í gang að nýju eftir hlé yfir sumarið. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga kl. Meira
17. september 2005 | Dagbók | 465 orð | 1 mynd

Framtíð prentiðnaðar rædd

Haraldur Dean Nelson er úr Keflavík og útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri 1987. Hann starfaði meðal annars sem lögreglumaður og kennari um tíma og lauk BA-prófi í sagnfræði og íslensku árið 1994. Meira
17. september 2005 | Í dag | 25 orð

Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér...

Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Róm. 15, 15, 13) Meira
17. september 2005 | Í dag | 19 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þær Ylva Örk og Ásta héldu tombólu og söfnuðu þær 2.389 kr...

Hlutavelta | Þær Ylva Örk og Ásta héldu tombólu og söfnuðu þær 2.389 kr. til styrktar Rauða krossi... Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 973 orð

Íslenskt mál

Orðatiltækið sitja við kjötkatlana í merkingunni ‘njóta hins besta; vera nálægt þeim sem tekur ákvarðanir og njóta góðs af' er algengt í nútímamáli. Það á rætur sínar að rekja til Biblíunnar (2. Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 158 orð | 1 mynd

Lögberg frá upphafi á Netinu

LANDSBÓKASAFNIÐ hefur myndað öll tölublöð blaðsins Lögbergs, sem gefið var út í Winnipeg í Kanada 1888 til 1959, og eru þau aðgengileg á Netinu (á slóðinni www.timarit.is). Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 206 orð | 1 mynd

Nemendafjöldi meira en tvöfaldast á tveimur árum

TÆPLEGA 130 nemendur eru skráðir í nám hjá íslenskudeild Manitobaháskóla í Winnipeg í vetur en þeir voru liðlega 50 fyrir tveimur árum, að sögn dr. Birnu Bjarnadóttur, prófessors við deildina. Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 808 orð | 4 myndir

Norðurlandamót skólasveita

9.-11. september 2005 Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 232 orð | 1 mynd

Ríflega 400 milljónir króna í flóðavarnir

GARY Doer, forsætisráðherra Manitoba, tilkynnti á dögunum að fylkisstjórnin myndi verja átta milljónum dollurum, um 425 milljónum íslenskra króna, í flóðavarnir við suðurhluta Winnipegvatns á næstu dögum og vikum, en lýst hefur verið yfir neyðarástandi... Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 160 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Re7 5. Bd3 c5 6. a3 Bxc3+ 7. bxc3 Rbc6 8. Dg4 c4 9. Be2 Rf5 10. a4 Da5 11. Bd2 Bd7 12. Dh5 h6 13. Bg4 g6 14. Dh3 0-0-0 15. Re2 Rce7 16. 0-0 Bxa4 17. Hfb1 b5 18. Bc1 Hdg8 19. Df3 Dc7 20. h4 g5 21. h5 Bxc2 22. Meira
17. september 2005 | Fastir þættir | 296 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Vinkona Víkverja er eiginlega alveg rasandi nú um stundir. Í blíðunni á dögunum var tekin sú ákvörðun að þrífa nú heimilisbílinn og búa hann undir veturinn. Meira

Íþróttir

17. september 2005 | Íþróttir | 406 orð | 1 mynd

* ALAN Pardew , knattspyrnustjóri West Ham , hefur fylgst grannt með...

* ALAN Pardew , knattspyrnustjóri West Ham , hefur fylgst grannt með ísraelska sóknarmanninum Yaniv Katan upp á síðkastið. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 128 orð | 1 mynd

Alvarleg meiðsli hjá Gabriel Heinze

GABRIEL Heinze, varnarmaðurinn sterki í liði Manchester United, leikur væntanlega ekki meira með liðinu á þessu tímabili og þá er óvíst hvort hann leikur með Argentínumönnum á HM í Þýskalandi næsta sumar. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 81 orð | 1 mynd

Arnar komst í 2. umferð

ARNAR Sigurðsson Íslandsmeistari í tennis tók þátt í undankeppni fyrir atvinnumannamót í Kaliforníu í vikunni og komst í 2. umferð. Arnar sigraði bandaríska tennisleikarann Aaron Badart örugglega í 1. umferðinni, 6:4 og 6:0. Í 2. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 329 orð

Eiður Smári þarf að láta fjarlægja hálskirtla

EIÐUR Smári Guðjohnsen fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu verður ekki með Chelsea í toppslagnum gegn Charlton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 241 orð

Fáránlegur leikur

SÖGULEGUR leikur fór fram á Akureyri í gærkvöldi þegar Haukar sóttu KA heim. Haukar þurftu að vinna leikinn til að vera öruggir með sæti sitt í deildinni en KA að sigra með ellefu marka mun til að eiga möguleika á öðru sæti deildarinnar. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 140 orð

FH-ingarnir Tryggvi og Allan Borgvardt berjast um gullskóinn

ÞAÐ ræðst í dag í lokaumferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu hvort Tryggvi Guðmundsson eða Daninn Allan Borgvardt hreppir gullskóinn. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 651 orð | 1 mynd

Grindavík fellur á markatölu

LOKAUMFERÐ Landsbankadeildar karla í knattspyrnu verður leikin í dag. Fallbaráttan er allsráðandi en þrjú félög, Grindavík, ÍBV og Fram, keppa um að forðast fall úr deildinni og fylgja Þróttunum niður í 1. deild. Úrslitin á toppnum eru ráðin. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Hart barist á Anfield í Liverpool þegar Man. United kemur í heimsókn

STÓRLEIKUR helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni verður án efa slagur Evrópumeistara Liverpool og Manchester United sem fram fer á Anfield í Liverpool á morgun. Leikurinn hefst klukkan 12 að enskum tíma eða 11 að íslenskum. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 193 orð

Heiðar lék best

ÍSLANDSMEISTARINN í höggleik karla, Heiðar Davíð Bragason, lék best í íslenska karlalandsliðinu á fyrsta keppnisdegi Norðurlandamótsins í golfi sem hófst í gær í Noregi. Heiðar lék á 72 höggum, eða pari Hauger-vallarins. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

* HEIMIR Guðjónsson , fyrirliði Íslandsmeistara FH , leikur í dag...

* HEIMIR Guðjónsson , fyrirliði Íslandsmeistara FH , leikur í dag kveðjuleik sinn með FH-ingum en hann hefur ákveðið að hætta knattspyrnuiðkun og snúa sér að þjálfun. Leikurinn í dag verður sá 254. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 2969 orð | 4 myndir

Henry er margra titla virði

"ÉG varð ástfanginn af fótbolta eins og ég átti síðar eftir að verða ástfanginn af konum: skyndilega, óútskýranlega, gagnrýnislaust og án þess að velta nokkurn tímann fyrir mér sársaukanum eða trufluninni sem það gæti haft í för með sér. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 343 orð

Katrín á heimleið

KATRÍN Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, stefnir að því að leika með íslensku félagi næsta sumar. Hún hefur leikið með Amazon Grimstad í norsku 1. deildinni í rúmlega ár og lið hennar hefur nú tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 342 orð

KNATTSPYRNA 1. deild karla Lokaumferð: HK - Breiðablik 2:2 Ólafur V...

KNATTSPYRNA 1. deild karla Lokaumferð: HK - Breiðablik 2:2 Ólafur V. Júlíusson 32., Árni Thor Guðmundsson vítasp. 33. - Ágúst Þór Ágústsson 47., Kristján Óli Sigurðsson 55. Víkingur Ó. - Þór A. 1:0 Ragnar Smári Guðmundsson 52. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 157 orð

Kvennalandsliðið í 17. sæti á FIFA-lista

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 17. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins sem gefinn var út í gær. Ísland hefur hækkað um eitt sæti frá því síðasti listi kom í júní en frá þeim tíma hefur liðið leikið þrjá leiki. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 54 orð

leikir

Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni eru þessir: Laugardagur: Portsmouth - Birmingham 14 Sunderland - WBA 14 Fulham - West Ham 14 Charlton - Chelsea 14 Aston Villa - Tottenham 16.15 Sunnudagur: Liverpool - Man. Utd. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 741 orð | 1 mynd

Megum ekki láta Chelsea stinga af

HERMANN Hreiðarsson og félagar hans í liði Charlton iða í skinninu eftir því að fá að mæta Englandsmeisturum Chelsea á heimavelli sínum, The Valley, í dag en þar mætast tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar sem bæði hafa fullt hús stiga. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 224 orð

Ólafur hafnaði Fylki og samdi við ÍA á ný

ÓLAFUR Þórðarson, þjálfari knattspyrnuliðs ÍA, framlengdi í gær samning sinn við félagið og gildir nýi samningurinn út tímabilið 2008. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 511 orð | 1 mynd

"Það var aðeins eitt markmið"

"NÚ er tími fagnaðar og það er dásamlegur tími," sagði Sigurður Jónsson, þjálfari Víkings, eftir að lið hans bar sigurorð af Völsungi, 2:0, á heimavelli sínum, Víkinni, í gærkvöld og tryggði sér þar með sæti í efstu deild karla á næsta ári. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 103 orð

Reynir tekur á móti VB frá Vogi

REYNISMENN í Sandgerði, nýkrýndir meistarar í 3. deildinni, mæta færeyska 1. deildarliðinu VB frá Vogi í vináttuleik á Sandgerðisvelli klukkan 11 í dag. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 352 orð | 1 mynd

Sóknarleikurinn á undanhaldi

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er áhyggjufullur yfir þeirri breytingu sem er farin að ryðja sér til rúms en lið eru í ríkara mæli farin að setja varnarleikinn í aðalhlutverk. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 21 orð

staðan

FH 17150248:1045 Valur 17102528:1432 ÍA 1792622:1929 Keflavík 1776427:2927 KR 1781821:2225 Fylkir 1772827:2823 Fram 17521018:2717 ÍBV 17521018:2917 Grindavík 17431021:4015 Þróttur R. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 44 orð

staðan

Chelsea 550010:015 Charlton 44008:112 Man. City 53207:411 Man. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 73 orð

um helgina

KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla, Landsbankadeildin, lokaumferð: Grindavík: Grindavík - Keflavík 14 Hlíðarendi: Valur - Þróttur R. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 105 orð

Uppselt á Råsunda í Svíþjóð

ÞAÐ stefnir í að uppselt verði á leik Svía og Íslendinga í lokaumferð undankeppni HM í knattspyrnu sem fram fer á Råsunda - leikvanginum í Stokkhólmi miðvikudaginn 12. október. Nú þegar hafa verið seldir rúmlega 28. Meira
17. september 2005 | Íþróttir | 144 orð

Versta byrjun Arsenal í sjö ár á Englandi

LEIKMENN Arsenal, sem byrjuðu sl. keppnistímabil með mikilli flugeldasýningu, þar sem þeir skoruðu sextán mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum, sem allir unnust, hafa ekki byrjað eins vel í ár. Arsenal hefur leikið fjóra leiki - unnið tvo, tapað tveimur. Meira

Barnablað

17. september 2005 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Frumskógar þorsti

Jón landkönnuður er að deyja úr þorsta í frumskógum Suður-Ameríku. Getur þú vísað honum leiðina að... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Grettir glottir

Hera listastelpa sendi okkur þessa fínu mynd af Gretti hinum skemmtilega með glott á... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 295 orð | 3 myndir

Ha, ha, ha!

Tveir tómatar voru að labba yfir götu. Þá kom bíll og keyrði framhjá og klessti á ljósastaur. Vélin skaust út úr bílnum og lenti á öðrum tómatnum og þá söng hann: Nú liggur vél á mér...! Lassi litli var að byrja í skóla og var svolítið órótt vegna þess. Meira
17. september 2005 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Hjólkoppar á ferð

Valli vörubílstjóri er með þetta fína-fína safn hjólkoppa á bílnum sínum. Einungis tveir þeirra eru eins. Hverjir eru það? Lausn... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 295 orð | 4 myndir

Hvaða galdrastelpa ert þú?

1) Loksins er komið frí. Hvað gerir þú? a) Ferð út að hjóla. b) Lest bók. c) Byrjar á listaverki. d) Eltir þann sem þú ert skotin í. e) Ferð í Kringluna. 2) Það er skólaball í kvöld. Hvað verður þú að kaupa? a) Þægileg föt. b) Eitthvað flott í hárið. Meira
17. september 2005 | Barnablað | 14 orð | 1 mynd

Hvati að flýja

Leópold 7 ára teiknaði þessa glæsilegu mynd af Hvata ótrúlega að flýja í... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 209 orð | 1 mynd

Hverjar eru galdrastelpurnar?

Svarið við þessari spurningu vita áreiðanlega allar stelpur og mjög margir strákar líka. Blöðin og bækurnar um þessa skemmtilegu og kláru varðmenn Kandrakars eru það vinsælasta í dag hjá 9-13 ára stelpum á Íslandi. Meira
17. september 2005 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

Komdu!

Davíð vill endilega fá vin sinn Skafta í heimsókn. Komdu! hrópar hann til hans en Skafti veit ekki hvaða leið hann á að velja. Veist þú það? Lausn... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 40 orð | 1 mynd

Litið flugvélina...

...eftir númerum ef þið viljið. Þá er 1 = gulur , 2 = blár , 3 = rauður , 4 = grænn , 5 = brúnn og 6 = bleikur , nema ykkur finnist að það eigi að vera... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 857 orð | 1 mynd

Málverkið

Fyrri hluti: - Mikið svakalega, hrikalega, ógeðslega er leiðinlegt á málverkasýningum. Ég, Lísbet Anna (sjálfri finnst mér það ömurlegt nafn, en ja... ég veit ekki með ykkur) er sem sé stödd á málverkasýningu að rýna í einhverjar myndir á veggjum. Meira
17. september 2005 | Barnablað | 109 orð | 2 myndir

Pennavinir

Hæ hæ, ég heiti Karen og er tíu ára og í 5. bekk. Ég var að vonast til að einhver myndi vilja vera pennavinurinn minn. Áhugamálin mín eru fimleikar, hestar, fótbolti, söngur og flauta. Meira
17. september 2005 | Barnablað | 25 orð | 1 mynd

Sannkallað völundarhús

Hvernig er hægt að komast í gegnum þetta köflótta völundarhús? Byrjaðu á einum bókstaf og reyndu að komast í átt að einum tölustaf. Lausn... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 183 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Í dag eigið þið að finna eftirfarandi átta orð yfir eldhúsáhöld í þessum stafakassa. Þá verða fjórir stafir eftir og úr þeim eigið þið að mynda eitt orðið í viðbót. Skrifið það fallega á miða og sendið okkur fyrir 24. Meira
17. september 2005 | Barnablað | 19 orð | 1 mynd

Vinir

Ágúst Aron Ómarsson er 7 ára listamaður úr Garðabæ og hann gengur í Digranesskóla. Hann teiknaði þessa frábæru... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Yu-gi-oh

Hólmar Ernir Guðmundsson er 10 ára áhugamaður um Yu-gi-oh eins og sést á þessari flottu... Meira
17. september 2005 | Barnablað | 161 orð | 5 myndir

Þú ert...

Flest A: Þú ert Will. Þú ert leiðtogi og fólk leitar til þín þegar það vantar svör. Og þótt þú hikir stundum við að gefa ráð, þá gerir þú það alltaf að lokum. Flest B: Þú ert Irma. Lífið er leiksvið og þú vilt standa á því miðju. Meira
17. september 2005 | Barnablað | 207 orð | 1 mynd

Þær eru svo skemmtilegar

Halldóra Ana Purusic er 8 - bráðum 9 - ára, nemandi í 4. JOB í Háteigsskóla. Hún er nýorðin áskrifandi að Galdrastelpunum og er mjög ánægð með það. "Ég er svo hrifin af þeim, þær eru svo skemmtilegar," segir Dóra. Meira

Lesbók

17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 571 orð

Allt eða ekkert

! Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 789 orð | 1 mynd

Dýrin í skóginum eru ekki vinir

Grizzly Man nefnist nýjasta mynd þýska leikstjórans Werners Herzogs. Hún sprengir af sér ramma hins hefðbundna eins og flestar mynda hans hingað til. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 861 orð | 1 mynd

Enn frekari uppljóstranir

Á síðasta ári svipti Bob Dylan loks hulunni af mótunarárum sínum. Í nýrri heimildarmynd og á tvöföldum diski verður myndin enn fyllri. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 469 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Óvænt slys sem setur lífið á hvolf er sagnabyrjun sem nú nýtur mikilla vinsælda hjá rithöfundum sem vilja hrista upp í værukærri miðstéttar tilveru. Lífið verður aldrei samt eftir bílslys, náttúruhamfarir eða óvænta árás á götu úti. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 444 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

Virginia Madsen, Bruce Willis og Bruce Dern hafa tekið að sér hlutverk í myndinni The Astronaut Farmer , sem nú er verið að taka upp í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 437 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

John Mayer, Tom Waits, Dave Matthews og Joss Stone eru á meðal þeirra sem koma fram á sérstökum góðgerðartónleikum til styrktar fórnarlömbum fellibylsins Katrínar, í Radio City Music Hall í New York á þriðjudaginn. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 424 orð | 1 mynd

Frumkvöðuls minnzt

Verk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Áshildur Haraldsdóttir flauta, Ásgerður Júníusdóttir alt, Árni Heimir Ingólfsson píanó. Heimildarmynd: Ari Alexander Ergis Magnússon. Erindi: Bjarki Sveinbjörnsson. Fimmtudaginn 8. september kl. 20. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 290 orð

Fæstir í föt Austers

Það fer víst ekki á milli mála við lestur sumra bloggsíðna og samræður í bænum að Paul Auster gengur í augun á kvenfólkinu. Gildir einu þó að hann sé að verða sextugur. Mér skilst að augun, framkoman og rithæfileikar geri útslagið til samans. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 133 orð

Hafið

Hafið er skrautbúið í dag. Ég man önnur höf, aðrar strendur. Sandurinn var gulur eins og hér. Svartir klettar fylktu liði með polla fulla af marflóm, þangi, lifandi gróðri sjávarins. Morgnar og kvöld. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 4024 orð | 1 mynd

Hefðin höfð að spotti?

Paul Auster er gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 559 orð | 1 mynd

Hljómsveit sem ekki má gleymast

Eftir Svan Má Snorrason svanur@mbl.is Árið 1982 gaf breska hljómsveitin Ultravox út breiðskífuna Quartet og það var ekki ófrægari maður en George Martin sem var við stjórnvölinn í stúdíóinu. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2411 orð | 1 mynd

Hluturinn snýr aftur - póstmódernisminn kveður

Hér er enn og aftur vakið máls á póstmódernismanum svokallaða - og hann tekinn til athugunar með tilvísun til hugmyndarinnar um Hlut handan hlutanna. Hver er sá veruleiki sem sagt er að kenningar eigi að snúast um? Og hvað er bogið við að halda því fram að heimurinn sé texti? Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 519 orð | 1 mynd

Hróflað við hefðinni

Sýningin stendur til 23. október. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2444 orð | 3 myndir

Kvosin - Keldnaholt

Um þessar mundir stendur yfir sýningin Hvernig borg má bjóða þér? í Hafnarhúsinu. Í þessari grein svarar forstöðumaður byggingarlistardeildar safnsins spurningunni. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 486 orð

Neðanmáls

I "Stundum spyrja menn undarlegra spurninga eins og: "Til hvers hneigjast bókmenntirnar helst í dag?" eða: "Hvert stefna bókmenntirnar? Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 747 orð

Nordisk identitet

Fjórtán ára gömlum var mér boðið að vera fulltrúi íslenskrar æsku á norrænni ungmennaráðstefnu í Finnlandi. Upphefð og heiður var það í mínum augum og ég sló til. Flogið var til Helsinki og þaðan haldið í langt ferðalag inn í myrkviði Finnlands. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 64 orð

Nótt

Nótt, hafðu hægt um þig nótt og láttu ekki börnin þín vænta of mikils af þér. Víst hefur þú sveipað þig dulúðarklæðum og táldregið marga meyju og sveina. Víst hefur þú huggað, svæft og sefað. En dagurinn kemur og væntir svo mikils af börnum sínum. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1494 orð | 1 mynd

"Hjemmet"

"Búinn að skrifa mig út í horn. Aftur! Og útgefandinn orðinn pirraður á mér - ENN og aftur! En segist ætla að gefa út bókina - Túrista. Þá hlýtur hann að gera það, ekki satt? Ég meina, hvers vegna ætti hann EKKI að gera það? Vegna hinna höfundanna? Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2288 orð | 2 myndir

"Í gær fór einhver út með hatt á höfði"

Í síðustu Lesbók birtust nokkrar greinar um íslenskt bókmenntaástand í tilefni af Bókmenntahátíð í Reykjavík. Hér birtist svar skálds sem er ósammála flestu sem fram kom í þessum skrifum. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1952 orð | 1 mynd

Sagan um það hvernig tekið er viðtal við Javier Cercas

"Javier Cercas bókanna er yfirleitt miklu raunverulegri en ég enda er ég bara ímyndun, skáldskapur," segir spænski rithöfundurinn Javier Cercas en bók hans Stríðsmenn Salamis hefur slegið í gegn víða um heim. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1721 orð | 1 mynd

Skrifaðu aldrei líbrettu

Finnski rithöfundurinn Kari Hotakainen hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir bókina Skotgrafarveg. Hotakainen segist vilja takast á við eitthvað nýtt þótt hann gæti sennilega aldrei skrifað líbrettu fyrir óperu. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 552 orð

Upplýsing, ekki auglýsing

Kvikmyndagagnrýnandinn er eina sjálfstæða upplýsingalindin. Allt hitt er auglýsing," sagði einn áhrifamesti gagnrýnandi síðustu aldar, Pauline Kael. Kannski var hún að auglýsa sjálfa sig. En hún hafði efni á því. Meira
17. september 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1222 orð | 1 mynd

Það eru engir fuglar í helvíti

Graeme Gibson, gestur Bókmenntahátíðar í Reykjavík 2005, er einn þekktasti rithöfundur Kanadamanna. Hann er baráttumaður, ekki bara í bókmennta- og menningarmálum heldur einnig á sviði dýra- og náttúruverndar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.