Greinar mánudaginn 10. október 2005

Fréttir

10. október 2005 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

5.000 manns komu á Sauðamessuna

Borgarnes | Sauðir allra landa sameinuðust á Sauðamessu 2005 í Borgarnesi sl. laugardag. Sauðamessan er samkvæmt skilgreiningu "Sauðmeinlaus og ærleg fjölskylduhátíð helguð haustinu, ánum og okkur hinum". Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 957 orð | 2 myndir

Akranes alltaf í sókn

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Akranes | Þúsundasti fundur bæjarstjórnar Akraness verður á morgun, þriðjudaginn 11. október. Af því tilefni ræddi fréttaritari við Gísla Gíslason bæjarstjóra og Guðmund Pál Jónsson verðandi bæjarstjóra frá 1. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Aukin framleiðsla í nýju húsi

Borgarnes | Það er létt yfir Kristjáni Rafni Sigurðssyni framkvæmdastjóra og dætrum hans, en tilefnið er vígsla á nýju húsi fyrir starfsemi Eðalfisks ehf. Fyrsta skóflustungan var tekin fyrir rúmu ári og er húsið nú fullbúið og tilbúið til notkunar. Meira
10. október 2005 | Erlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Cameron talinn líklegur sigurvegari

Spenna fer nú vaxandi í Íhaldsflokknum breska vegna væntanlegs leiðtogakjörs en búist er við úrslitum í því í byrjun desember, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC . Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Dauði herra Lazarescus besta myndin

DAUÐI herra Lazarescus eftir Cristi Puiu var valin besta myndin á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík en lokahóf hátíðarinnar var haldið í gærkvöldi. Dómnefndin veitti líka myndinni Heilaga stúlkan eftir Lucreciu Martel sérstaka heiðursviðurkenningu. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 81 orð

Eldri borgarar skora á stjórnvöld

ALMENNUR félagsfundur í félagi eldri borgara í Kópavogi, haldinn laugardaginn 8. október 2005 í félagsheimilinu Gullsmára, gerir þá kröfu til ríkisstjórnar og Alþingis að gengið verði nú þegar að sjálfsögðum mannréttindakröfum eldri borgara. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 232 orð

Erindi svarað eftir þrjá mánuði

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STJÓRN Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa sendi borgarstjóranum í Reykjavík erindi í lok júní og var sent svar í fyrradag eftir að hafa ítrekað erindið í liðinni viku. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Fasteignablaðið í rúmlega 90 þúsund eintökum

FASTEIGNABLAÐI Morgunblaðsins er í fyrsta sinn í dag dreift til allra heimila á höfuðborgarsvæðinu og er því heildarupplag blaðsins rúmlega 90 þúsund eintök. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð

Fengu far á FSA eftir bílveltu

BÍLVELTA varð austanmegin í Víkurskarði um áttaleytið á laugardagskvöld. Fjórir voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð

Félag um geðraskanir stofnað í HÍ í dag

NÝTT félag verður stofnað innan Háskóla Íslands í dag í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum. Félagið nefnist Manía og er fyrir fólk með geðraskanir innan skólans og aðra áhugasama um málefnið. Stofnfundurinn verður haldinn kl. 16 í stofu 101 í... Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Fimmtán af sextán tillögum felldar

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is KOSNINGAR um sameiningu sveitarfélaga fóru fram á laugardaginn og voru fimmtán af þeim sextán tillögum sem fyrir lágu felldar. Yfir landið allt voru 56,2% þeirra sem kusu andvígir sameiningu en 43,8% fylgjandi. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 147 orð

Forseti Íslands sendir samúðarkveðjur

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í gær forseta Pakistans, Pervez Musharraf, forseta Indlands, Abdul Kalam, og forseta Afganistans, Hamid Karzai, einlægar samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna og áréttaði... Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Fyrsta fræuppskeran fyrir Brimnesskóga

LOKSINS, eftir ellefu ára ræktunarvinnu, hefur fengist fyrsta uppskeran af birkifræi sem í framtíðinni verður uppistaðan í endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í Skagafirði. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 626 orð

Góð geðheilsa - allra hagur

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist Morgunblaðinu frá stjórn Geðlæknafélags Íslands, í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum í dag, 10. október: "Geðsjúkdómar eru eitt stærsta heilbrigðisvandamál samtímans. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Heitt vatn finnst við Hofsós

NÝLEGA fannst heitt vatn í miklum mæli í Hrollleifsdal í austanverðum Skagafirði, svo mikið að vænta má þess að bið íbúa á Hofsósi og nágrenni eftir hitaveitu sé brátt á enda. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Himinlifandi og þakklátur

BIRNI Hafsteinssyni vagnstjóra, sem missti báða fætur í alvarlegu bílslysi 19. ágúst sl. á mótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar, var um helgina afhent ávísun upp á 1,3 milljónir króna. Meira
10. október 2005 | Erlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Hundruð manna dóu í Guatemala

ÍBÚAR í bænum Puerto San Jose, sunnan við Guatemala-borg í Mið-Ameríku, reyna að klófesta mat sem herinn deildi út til nauðstaddra í gær en miklar rigningar hafa valdið mannskæðum skriðuföllum á svæðinu. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 171 orð

Kanna sameiningu Tækniþjónustunnar og Icelandair

KANNA á hvort hagkvæmt gæti verið að sameina rekstur Tækniþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli, sem er eitt dótturfyrirtækja Flugleiðasamsteypunnar og rekur viðhaldsstöðina á Keflavíkurflugvelli, og Icelandair sem er annað fyrirtæki innan FL Group. Meira
10. október 2005 | Erlendar fréttir | 202 orð

Kjósa þarf aftur í Póllandi

Varsjá. AP, AFP. | Enginn fékk hreinan meirihluta í forsetakosningunum í Póllandi í gær og verður því kosið á ný milli tveggja efstu frambjóðenda 23. október. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 1044 orð | 1 mynd

Kjörsókn almennt meiri í fámennari sveitarfélögunum

KOSIÐ var um sextán tillögur í sameiningarkosningunum á laugardaginn og var kjörsókn misjöfn og almennt mun meiri í fámennari sveitarfélögunum en fjölmennari. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 1168 orð | 4 myndir

Kæmi Stykkishólmi á heimskortið á menningarsviðinu

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is EF HUGMYND bandarísku listakonunnar Roni Horn gengur eftir verður núverandi bókasafnsbyggingu Stykkishólmsbæjar breytt í Vatnssafn og rithöfundaíbúð. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 771 orð | 1 mynd

Meira fé í betri spár

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is 36 mannaðar veðurathugunarstöðvar eru starfandi Starfandi eru í dag 36 mannaðar veðurathugunarstöðvar á vegum Veðurstofu Íslands en flestar voru þær 45, að sögn veðurstofustjóra. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 150 orð

Nefnd um stofnfrumurannsóknir

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að fjalla um nýtingu stofnfrumna til rannsókna og lækninga og semja frumvarp til laga um stofnfrumurannsóknir. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur m.a. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Norræn lýðheilsuráðstefna sett

NORRÆNA lýðheilsuráðstefnan, sú áttunda í röðinni, var sett á Nordica hóteli í Reykjavík í gærkvöldi. Er þetta í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Ný þjónustumiðstöð opnuð í Reykjavík

Í TILEFNI af opnun nýrrar þjónustumiðstöðvar í Reykjavík, fyrir Laugardal og Háaleiti, var boðið til haustfagnaðar í Grasagarðinum í Laugardal um helgina. Meira
10. október 2005 | Erlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Pakistanar biðja þjóðir heims um hjálp

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÁÐAMENN í Pakistan sögðu í gær að staðfest tala látinna í jarðskjálftanum í landinu á laugardag væri komin í 20.000 og báðu þjóðir heims um aðstoð. Meira
10. október 2005 | Erlendar fréttir | 827 orð | 3 myndir

Pakistanar segja að allt að 30.000 manns hafi dáið

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 359 orð

"Aðferðin dugði ekki til"

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is EINUNGIS ein af sextán tillögum um sameiningu sveitarfélaga var samþykkt í kosningum á laugardaginn en kjósa þarf aftur um tvær tillögur innan sex vikna. Alls kusu 22.271 af þeim 69. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 130 orð

"Fólk er að tapa aleigunni"

JÚLÍUS Þór Júlíusson, formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn, hefur sóst eftir því að samtökin fái inni í gömlu miðbæjarstöð lögreglunnar í Reykjavík og hefur rætt hugmyndina við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 983 orð | 6 myndir

"Hefði viljað sjá meiri árangur"

Ég hefði auðvitað viljað sjá meiri árangur af þessu ágæta starfi, það er ljóst að það voru skiptar skoðanir um þessar tillögur en hins vegar höfum við ákveðið hér á Íslandi að fara þessa lýðræðislegu leið," segir Vilhjálmur Þ. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

"Kemur að sumu leyti svolítið á óvart"

ÁRNI Magnússon félagsmálaráðherra segist ekki líta svo á að niðurstaða kosninganna á laugardaginn sé áfall fyrir sig. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 99 orð

Samkeppni um útilistaverk í Fljótsdal og við Kárahnjúka

LANDSVIRKJUN hefur efnt til samkeppni um útilistaverk í Fljótsdal og við Kárahnjúka. Um er að ræða tvær samkeppnir. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 545 orð | 1 mynd

Sífellt fleiri einstaklingar leita aðstoðar við spilafíkn sinni

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÞAÐ yrði algjör bylting fyrir starfsemi Samtaka áhugafólks um spilafíkn að komast inn í húsnæði þar sem miðbæjarstöð lögreglunnar í Reykjavík var áður til húsa við Tryggvagötu. Meira
10. október 2005 | Erlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Sjálfsmorðsárás í Afganistan

FJÓRIR Bretar særðust þegar sjálfsmorðsárás var gerð á þá nálægt borginni Kandahar í suðurhluta Afganistans í gær. Bretarnir voru á ferð í brynvörðum bíl þegar árásarmaðurinn kom í öðrum bíl, hlöðnum sprengiefni, og sprengdi hann. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Skagfirðingar mótmæla lokun útibús Sjóvár-Almennra

Sauðárkrókur | Fjölmenni sótti fund á veitingastaðnum Kaffi Krók síðastliðið fimmtudagskvöld, en til hans var boðað af hagsmunaaðilum vegna tilkynningar tryggingafélagsins Sjóvár-Almennra, þar sem félagið hefur boðað lokun útibús félagsins á Sauðárkróki... Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Slippstöðin í gang á morgun

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÚTLIT er fyrir að gengið verði frá samningi um leigu á aðstöðu Slippstöðvarinnar á Akureyri til næstu þriggja mánaða fyrir hádegi í dag og að starfsemi muni hefjast þar á morgun, þriðjudag. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Stefnir í einvígi TR og TV

TAFLFÉLAG Reykjavíkur (TR) leiðir Íslandsmót skákfélaga eftir góðan sigur á Skákfélagi Akureyrar um helgina. Fjölþjóða skáksveit Taflfélags Vestmannaeyja fylgir Reykvíkingum fast á hæla eftir sigur á Íslandsmeisturum Taflfélagsins Hellis. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sænsk ferðaskrifstofa sækir til Íslands

SÆNSKA ferðaskrifstofan Apollo mun hefja leiguflug milli Reykjavíkur og Kanaríeyja frá og með janúar á næsta ári, samkvæmt frétt á sænska vefnum Flygtorget. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð

Verkfalli frestað

SKRIFAÐ hefur verið undir nýjan kjarasamning á Akranesi og hefur verkfalli Starfsmannafélags Akraness, sem hefjast átti á miðnætti í nótt, verið frestað til miðnættis fimmtudaginn 13. október næstkomandi. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Vetur sækir snemma að

ÞÓTT enn sé tæpur hálfur mánuður í fyrsta vetrardag er snjór víða kominn og hafa ungir Akureyringar fagnað komu hans. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Vilja lækka matarskattinn í 7% og hækka persónuafslátt

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 155 orð

Vonast eftir útskýringum í vikunni

JÓHANNES B. Skúlason, framkvæmdastjóri Skúlasonar ehf., segist vonast til þess að í vikunni fái hann útskýringar á málavöxtum í tengslum við viðskiptahætti erlendra aðila sem teygja anga sína hingað til lands og breska lögreglan grunar um stórfelld... Meira
10. október 2005 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Öttu kappi við Friðrik í fjöltefli

Í TILEFNI af alþjóða heilbrigðisdeginum var skákhátíð í Ráðhúsinu í gærdag þar sem Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands, tefldi fjöltefli við gesti og gangandi. Meira

Ritstjórnargreinar

10. október 2005 | Leiðarar | 559 orð

Er evran töfralausnin?

Fyrir fjórum til fimm árum, þegar miklar sveiflur voru í gengi krónunnar, verðbólga var há og vextir sömuleiðis, urðu ýmsir til að leggja til að Ísland tæki upp evruna til að leysa þann vanda. Meira
10. október 2005 | Leiðarar | 222 orð

Neyðarkall frá Pakistan

Ástandið á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan, Afganistan og Indlandi er hrikalegt. Langmest er manntjónið og eyðileggingin í Pakistan. Þar er nú talið að 19 þúsund manns hafi látið lífið og óttast að mun fleiri gætu hafa farist. Meira
10. október 2005 | Staksteinar | 350 orð | 1 mynd

Staða demókrata

Stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum er umfjöllunarefni dálkahöfundarins Lexington í nýjasta tölublaði vikublaðsins The Economist: "Á fyrra kjörtímabili virtist allt sem George Bush snerti breytast í pólitískt gull. Meira

Menning

10. október 2005 | Kvikmyndir | 253 orð

Allt lagt undir

Leikstjóri: Antonin Svoboda.Aðalleikendur: Gerti Drassl, Georg Friedrich, Birgit Minichmay. 98mín. Austurríki. 2005. Meira
10. október 2005 | Leiklist | 296 orð | 1 mynd

Brúðusýningin "Konan frá hafinu" í Norræna húsinu

DANSKI leikhópurinn Scene 1 verður í Norræna húsinu í Reykjavík frá 11.-15. október. Meira
10. október 2005 | Kvikmyndir | 208 orð | 1 mynd

Dauði herra Lazarescus besta myndin

DAUÐI herra Lazarescus eftir Cristi Puiu var valin besta myndin á lokahófi Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldið var í gærkvöldi. Meira
10. október 2005 | Tónlist | 87 orð | 1 mynd

Ekki spila þetta!

Tónlistarunnendur á Íslandi láta titil plötunnar Don't Play This sem vind um eyru þjóta og hafa margir þeirra í vikunni tryggt sér eintak af plötunni, sem er nýkomin út. Söngfuglinn Hera hefur gefið út fimmtu breiðskífu sína sem ber áðurnefndan titil. Meira
10. október 2005 | Fólk í fréttum | 170 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Bandarískur ljósmyndari hefur verið ákærður fyrir að valda börnum hættu en hann er talinn hafa slegið 5 ára gamalt barn með myndavél sinni og ýtt öðrum börnum frá til að geta tekið mynd af leikkonunni Reese Witherspoon og börnum hennar. Meira
10. október 2005 | Fólk í fréttum | 90 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Hin skemmtanaglaða Paris Hilton er ekki við eina fjölina felld í ástarmálunum. Nýverið sást til hennar kyssa Stavros Niarchos III sem er best þekktur fyrir að sjást með Mary-Kate Olsen, en þau hafa verið sundur og saman síðan í apríl. Meira
10. október 2005 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Breski söngvarinn Boy George var handtekinn á heimili sínu í New York á laugardag, grunaður um að hafa fíkniefni í fórum sínum, auk þess sem talið er að hann hafi gefið ósanna lögregluskýrslu. Meira
10. október 2005 | Tónlist | 71 orð | 1 mynd

Guði sé lof fyrir þögnina

Rokk | Hljómsveitin Sign efndi til útgáfutónleika um helgina en geisladiskurinn Thank God for Silence kom út á dögunum. Meira
10. október 2005 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Heimsins besti Kalli!

Tónlistin úr sögnleiknum vinsæla Kalla á þakinu færist lítillega niður á við á Tónlistanum þessa vikuna og er nú í 22. sæti. Meira
10. október 2005 | Tónlist | 575 orð | 1 mynd

Í tónaveislu Gunnars og Selmu

Tónverk: Chopin/ Sónata í fjórum þáttum fyrir selló og píanó í g-moll op. 65; Dvorák/ Waldesruh op. 68, nr. 5, og Rondo op. 96; Mendelssohn/ Lied ohne Wörte op. 109; Schumann/Fantasie-stücke í þremur þáttum op. 73. Meira
10. október 2005 | Fjölmiðlar | 38 orð | 1 mynd

...konum með brókarsótt

Skjár 1 hefur í kvöld sýningar á 1. þáttaröð Sex and the City. Flestir muna eftir þáttunum frá því þeir voru sýndir í Ríkissjónvarpinu um árið og vita að ekki sakar að horfa á stúlkurnar í borginni... Meira
10. október 2005 | Fólk í fréttum | 133 orð | 3 myndir

Konungsheimsókn og mannlífsmyndir frá Eskifirði

SÍÐASTLIÐINN laugardag voru tvær ljósmyndasýningar opnaðar í Þjóðminjasafni Íslands. Sýningarnar nefnast Konungsheimsóknin 1907 og Mannlíf á Eskifirði 1941-1961. Meira
10. október 2005 | Kvikmyndir | 228 orð | 1 mynd

Leikið á strengi

Strengjabrúðumynd. Leikstjóri: Anders Rønnow Klarlund. Brúðusmiður: Bernd Ogrodnik. Talsett. 88mín. Danmörk. 2004. Meira
10. október 2005 | Bókmenntir | 77 orð | 1 mynd

Ljóð

Stjarnljóð er heiti ljóðabókar eftir Helga frá Hlíð . Helgi er einkum þekktur fyrir snjallar tækifærisvísur en sýnir í þessari ljóðabók á sér aðra hlið sem færri kannast við. Meira
10. október 2005 | Bókmenntir | 78 orð | 1 mynd

Ljóð

Tryggvi V. Líndal hefur sent frá sér 9. ljóðabók sína, Söguljóð og saga . Meira
10. október 2005 | Kvikmyndir | 292 orð | 1 mynd

Múslí og döðlur

Leikstjóri: Kirill Serebrennikov. Aðalleikendur: Marina Golub, Olga Khokhlova, Natalya Kolyakanova, Iya Savvina. 70mín. Rússland. 2005. Meira
10. október 2005 | Kvikmyndir | 121 orð | 1 mynd

Pallborð helgað Alfred Hitchcock

PALLBORÐ helgað kvikmyndum Alfred Hitchcocks verður haldið í Norræna húsinu kl. 18. Meira
10. október 2005 | Tónlist | 327 orð | 4 myndir

Rafmögnuð stemning

Matthías Árni Ingimarsson skrifar frá Kaliforníu STEMNINGIN var í einu orði sagt, rafmögnuð, þegar hljómsveitin Sigur Rós steig á svið í Hollywood Bowl, síðastliðið miðvikudagskvöld, fyrir framan hátt í tíuþúsund manns. Meira
10. október 2005 | Bókmenntir | 110 orð | 1 mynd

Risaeðlur

Hjá Máli og menningu er komin út bókin, Risaeðlutíminn eftir Ingibjörgu Briem með myndskreytingum Maribel Gonzalez Sigurjóns . "Einu sinni var jörðin full af risaeðlum. Meira
10. október 2005 | Tónlist | 78 orð | 1 mynd

Sagnaskáld!

Öldungur vikunnar er enginn annar en hetja hvers farandverkamanns, Bubbi Morthens og safnplatan Sögur 1980-1990 . Bubbi er fyrir löngu orðinn landsþekktur og plötur tónlistarmannsins telja líklega nokkra tugi. Meira
10. október 2005 | Bókmenntir | 139 orð | 1 mynd

Skáldsaga

Í frostinu er heiti fyrstu skáldsögu Jóns Atla Jónassonar en hann hefur getið sér gott orð sem leikritahöfundur. Jón Atli hlaut Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, árið 2004 og hefur skrifað smásögur og kvikmyndahandrit. Meira
10. október 2005 | Myndlist | 790 orð | 1 mynd

Sýning Gjörningaklúbbsins hins eldri

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÉG Á stefnumót við þrjár konur á laugardagsmorgni og er seinn fyrir. Meira
10. október 2005 | Kvikmyndir | 319 orð

Tveir heimar

Heimildarmynd. Leikstjóri: Elle Flanders. 85 mín. Kanada. 2005. Meira
10. október 2005 | Myndlist | 602 orð | 1 mynd

Utan rammans

Til 28. október. Opið mánudaga til föstudaga kl. 8.30-16 Meira
10. október 2005 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Þakklátir!

Liðsmenn Sigur Rósar eru eflaust afar þakklátir fyrir þær viðtökur sem nýjasta breiðskífa þeirra félaga hefur fengið hér á landi. Meira
10. október 2005 | Fjölmiðlar | 251 orð | 1 mynd

Þykist ekki vera hress og er ekki með neitt stress

Gestur Einar Jónasson er einn af þeim útvarpsmönnum sem ég á stundum mjög erfitt með að hlusta á en hlusta samt alltaf á. Á hverjum morgni heyri ég yfirleitt eitthvað af þætti hans Einn og hálfur á Rás 2. Meira
10. október 2005 | Myndlist | 433 orð | 1 mynd

Æsir og Vanir

Sýningin stendur til 11. okt. Meira
10. október 2005 | Fjölmiðlar | 82 orð | 1 mynd

Öðruvísi Kastljós

Hið nýja Kastljós hefur göngu sína í kvöld. Það er dægurmálaþáttur þar sem fjallað verður um það sem hæst ber á líðandi stundu: Menningu, listir, íþróttir, stjórnmál og allt sem nöfnum tjáir að nefna í dagsins önn. Meira
10. október 2005 | Dans | 126 orð

Örn kjörinn í aðalstjórn ELIA

Á SÍÐASTA þingi ELIA - European League of Institutes of the Arts - sem haldið var í Luzern í Sviss var Örn Guðmundsson, skólastjóri Listdansskóla Íslands, kjörinn í aðalstjórn samtakanna sem fulltrúi fyrir dansmenntun. Meira

Umræðan

10. október 2005 | Aðsent efni | 479 orð | 1 mynd

Að afloknum sameiningarkosningum

Þórður Skúlason skrifar um útkomu úr kosningu um sameiningu sveitarfélaga: "...nú liggur fyrir að einungis ein af 16 tillögum nefndarinnar var samþykkt sl. laugardag og á tveimur svæðum verður atkvæðagreiðslan endurtekin." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Betur má ef duga skal

Garðar G. Gíslason fjallar um nýtt frumvarp til breytinga á refsiákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda og laga um virðisaukaskatt: "...þrátt fyrir að kröfurnar hafi verið greiddar að fullu, en bara of seint, og meira að segja með álagi og dráttarvöxtum, er viðkomandi samt sem áður refsað án nokkurra griða." Meira
10. október 2005 | Bréf til blaðsins | 245 orð

Eru hundaeigendur annars flokks borgarar?

Frá Arnheiði Runólfsdóttur, skrifstofumanni og áhugamanneskju um gæludýrahald: "HINN 6. september sl. sendi ég tölvupóst til allra borgarfulltrúa Reykjavíkur, á þau netföng sem skráð eru á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Auk þess sendi ég sama póst til Gísla Marteins varaborgarfulltrúa og frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 336 orð | 1 mynd

F-listinn vill flugvöll á höfuðborgarsvæðinu

Margrét Sverrisdóttir fjallar um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar: "Reykjavíkurflugvöllur er ein mikilvægasta samgönguæðin milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar..." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 849 orð | 1 mynd

Geðræktarkassinn

Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar í tilefni af Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi: "Geðræktarkassinn ætti að minna okkur á að sjálf getum við gert ýmislegt án tilkostnaðar. Hann á að minna okkur á að tíminn sem við nýtum til samveru eflir tengsl manna á milli." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 542 orð | 1 mynd

Hátæknisjúkrahús

Matthías Kjeld fjallar um "hátæknisjúkrahús": "Uppruni heitisins hátæknisjúkrahús er þess vegna ekki kominn frá fagfólki, menntuðum starfsmönnum í heilbrigðiskerfinu." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 285 orð | 1 mynd

Hita- og rakastig í íbúðarhúsum í Reykjavík

Óli Hilmar Jónsson skrifar um rannsóknir á raka og hitastigi: "Í stuttu máli voru niðurstöður þær að meðalhitastig innilofts er 21°C og meðalhlutfallsraki innilofts 33%." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Krónískar vitleysur

Kristinn Pétursson fjallar um efnahagsmál: "Af hverju má ekki leiðrétta svona aug- ljósa villu?" Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Mannfórnir fyrir Reykjavíkurflugvöll

Jakob Ólafsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll: "Þá má benda á að við lokun Reykjavíkurflugvallar legðist blindaðflug til Reykjavíkur af þannig að suma daga væri jafnvel þyrlum ófært að komast til Reykjavíkur vegna þoku eða illviðra og slæms skyggnis." Meira
10. október 2005 | Bréf til blaðsins | 552 orð

Margt smátt gerir eitt stórt

Frá Ólafi Sævari Ögmundssyni: "Í MORGUNBLAÐINU 3. október sl. sá ég frétt er lítið fór fyrir, en heillaði mig mjög. Frétt þessi fjallaði um hvernig ung íslensk skólabörn höfðu safnað peningum til að hjálpa fátækum börnum í fjarlægri heimsálfu." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Meiðyrði, málsvæði og eðli Netsins

Björgvin G. Sigurðsson veltir fyrir sér eðli Netsins sem fjölmiðils: "Hvað leyfist manni á Netinu?" Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Náttúruskóli Reykjavíkur

Katrín Jakobsdóttir skrifar um náttúrunautn: "Fólk þarf að venja sig á að njóta náttúrunnar, skilja hana og umgangast hana með þeirri virðingu sem henni ber." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 348 orð | 1 mynd

Nýtt tónlistarhús - sjónarmið

Ármann Örn Ármannsson fjallar um byggingu tónlistarhúss: "...tónlistarhús af þessari stærðargráðu og af þessum listræna metnaði mun stórauka aðsókn að tónleikum..." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 448 orð | 1 mynd

"Heilbrigð sál í hraustum líkama"

Jórunn Frímannsdóttir fjallar um hreyfingu barna: "Skólalóðirnar þurfa að vera öruggar og hvetjandi..." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 738 orð | 1 mynd

Samgöngur við höfuðborgarsvæðið

Bjarni Jónsson fjallar um Reykjavíkurflugvöll: "Gagnrýni á flugvöllinn var upphaflega öryggislegs eðlis. Þegar sýnt var fram á, að meiri slysalíkur væru á vegunum, færðist gagnrýnin í skipulagslegan farveg." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Samstarf atvinnulífs og skóla

Þorsteinn Hilmarsson fjallar um fræðsluverkefni á vegum Landsvirkjunar fyrir grunnskólabörn: "Vonast er til að verkefnin geti nýst við kennslu í sem flestum námsgreinum, en þau eru enn í mótun í samráði við skólafólk sem sinnt hefur fræðslu um orkumál." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 853 orð | 1 mynd

Sannir karlmenn gera ekki slíkt

Íris Dóróthea Randversdóttir fjallar um nauðgun: "Unga kona, sem ert fórnarlamb þessa hryllilega verknaðar, hvar sem þú ert og hver sem þú ert, ég votta þér hér með dýpstu samúð mína." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Seltirningar - hvernig skóla viljum við?

Birna Helgadóttir skrifar um skólaþing á Seltjarnarnesi: "Nú er því komið að okkur foreldrum að segja hvað okkur finnst um skólamál á Seltjarnarnesi." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 697 orð | 1 mynd

Skottutækni fyrir börn

Ólafur Sigurðsson fjallar um hollustu mataræðis fyrir börn: "Þessi þáttur hefur þó meira með trúmál að gera en næringarfræði og verður að teljast ábyrgðarhluti að birta svo vafasamar og hættulegar fullyrðingar ef fer fram sem horfir." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 770 orð | 1 mynd

Slippstöðin á Akureyri

Haukur Þorvaldsson fjallar um Slippstöðina á Akureyri: "Áhugavert væri nú að vita hvers vegna iðnaðarráðherra greip ekki inn í málefni Slippstöðvarinnar fyrr en eftir gjaldþrot." Meira
10. október 2005 | Aðsent efni | 2430 orð | 1 mynd

Staða lyfjamála á Íslandi

Eftir Margréti Guðmundsdóttur: "Aðilar á þessum markaði verða jafnframt að tileinka sér annað samtalsform en ásakanir og upphlaup í fjölmiðlum sem oft er ómögulegt að svara." Meira
10. október 2005 | Velvakandi | 243 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Loftslagsbatinn FYRIR nokkrum þúsundum ára var hlýindaskeiðið mikla á norðurhveli. Enginn hafís, engir jöklar, birkið myndaði svera trjáboli (í mýrum nú), stærri skelfiskur en nú, risa þorskur við Suðurland (heimildir ýmsar m.a. Guðmundur Kjartansson). Meira

Minningargreinar

10. október 2005 | Minningargreinar | 2775 orð | 1 mynd

BIRGIR DAVÍÐSSON

Birgir Davíðsson fæddist í Kópavogi 26. maí 1946. Hann lést 1. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Júlíana Kristín Jónsdóttir, f. 12. sept. 1928 og James David Schiffeneder, f. 12. júlí 1920. Eiginmaður Júlíönu er Guðni Albert Guðnason, f. 3. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2005 | Minningargreinar | 244 orð | 1 mynd

HALLDÓRA ELÍASDÓTTIR

Halldóra Elíasdóttir fæddist á Ísafirði 6. júní 1927. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 30. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 7. október. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2005 | Minningargreinar | 1267 orð | 1 mynd

JÓNA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR

Jóna Jóhanna Jónsdóttir fæddist á Vegamótum í Vestmannaeyjum 29. desember 1907. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 4. október síðastliðinn. Jóna var dóttir hjónanna Guðríðar Bjarnadóttur og Jóns Jónssonar sem bjuggu lengst í Brautarholti. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2005 | Minningargreinar | 2093 orð | 1 mynd

KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR

Kristjana Steingrímsdóttir, Nanna, fæddist í Kaupmannahöfn 24. október 1923. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut að kvöldi 29. september síðastliðins. Foreldrar hennar voru Steingrímur Guðmundsson prentsmiðjustjóri, f. 21. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2005 | Minningargreinar | 1955 orð | 1 mynd

REYNIR RÍKARÐSSON

Reynir Ríkarðsson fæddist í Reykjavík 9. nóvember 1942. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. september síðastliðinn. Foreldrar hans eru Ríkarður Long Ingibergsson húsasmíðameistari í Reykjavík, f. í Reykjavík 5. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2005 | Minningargreinar | 245 orð | 1 mynd

SIGÞÓR HERMANNSSON

Sigþór Hermannsson fæddist í Reykjavík 14. des. 1948. Hann lést á heimili sínu Grænutungu 1 í Kópavogi 31. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Digraneskirkju 9. september. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2005 | Minningargreinar | 5287 orð | 1 mynd

VILHJÁLMUR JÓNSSON

Vilhjálmur Jónsson fæddist í Grafargerði í Hofsóshreppi í Skagafirði 9. september 1919. Hann lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 30. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Vilhjálmsson, bóndi og söðlasmiður, f. 13. ágúst 1871, d. 18. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. október 2005 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Innflutningur í hámarki í september

ÚTLIT er fyrir að septembermánuður verði mesti innflutningsmánuður ársins það sem af er ári. Áætlað er að fluttar hafi verið inn vörur til landsins fyrir tæpa 27 milljarða króna í mánuðinum. Þá eru skip og flugvélar ekki talin með. Meira
10. október 2005 | Viðskiptafréttir | 195 orð | 1 mynd

Livingstone-bræðurnir bjóða ekki í Somerfield

EIGNARHALDSFÉLAGIÐ London & Regional, sem er í eigu bresku bræðranna Ian og Richard Livingstone, lýsti því formlega yfir fyrir helgi að það hefði hætt viðræðum við stjórn verslunarkeðjunnar Somerfield um hugsanlegt yfirtökutilboð. Meira
10. október 2005 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Sjálfkjörið í stjórn SÍF

SJÁLFKJÖRIÐ verður í stjórn SÍF hf. á aðalfundi félagsins í dag mánudaginn 10. október . Fimm einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn SÍF , en þeir eru: Aðalsteinn Ingólfsson, Höfn í Hornafirði, Guðmundur Hjaltason, Reykjavík, Hartmut M. Meira
10. október 2005 | Viðskiptafréttir | 223 orð | 1 mynd

Smyril Line þarf nýtt hlutafé

TILBOÐ færeyska fyrirtækisins Smyril Line, sem rekur ferjuna Norrænu, í 66% hlut í norska skipafélaginu Fjord Line, er háð því að hluthafar í Smyril Line leggi fram nýtt hlutafé. Þetta kemur fram í blaðinu Scotsman . Meira
10. október 2005 | Viðskiptafréttir | 259 orð | 3 myndir

Stjórnarformaður Skandia hættir

BERNT Magnusson, stjórnarformaður sænska tryggingafélagsins Skandia, hefur sagt af sér í kjölfar þess að meirihluti stjórnarinnar neitaði að mæla með tilboði suður-afríska tryggingafélagsins Old Mutual í Skandia. Meira
10. október 2005 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Stærsta fjármálafyrirtæki í heimi

JAPÖNSKU fjármálafyrirtækin Mitsubishi Tokyo Financial Group Inc. og UFJ Holdings Inc. sameinuðust nýverið og með samrunanum varð til stærsta fjármálafyrirtæki heims í eignum talið. Meira

Daglegt líf

10. október 2005 | Daglegt líf | 1267 orð | 4 myndir

Ég er glysgjarn eins og hrafninn

Óskar Björnsson er hagmæltur, draumspakur og ódrepandi. Í þrígang hefur dauðinn reynt að læsa í hann klónum en hann hefur ævinlega sloppið naumlega. Kristín Heiða Kristinsdóttir spjallaði við Óskar sem er mikill tungumálamaður og haldinn ólæknandi söfnunaráráttu. Meira
10. október 2005 | Daglegt líf | 444 orð | 1 mynd

Get ég losnað við brjóstsviðann?

Mjög margir kannast við brjóstsviða eða önnur óþægindi sem menn tengja maganum. Einkennin eru margvísleg og óljóst hvort þau eru frá vélinda, barka eða lungum. Stundum eru einkennin væg en á stundum þarf að grípa til lyfja eða aðgerða. Meira
10. október 2005 | Daglegt líf | 378 orð | 1 mynd

Lífið í vinnunni eftir krabbamein

Sem betur fer ná fjölmargir þeirra sem greinast með krabbamein fullum bata og snúa aftur til síns fyrra lífs eftir læknismeðferð. Úti á vinnumarkaðinum er því fjöldi fólks sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð. Meira
10. október 2005 | Daglegt líf | 269 orð

Mjólkurdrykkir og ró

Við lítum á svefn sem eitthvað sjálfsagt eða þar til hann fer úrskeiðis. Að geta ekki sofnað eða erfiðleikar við að halda sér sofandi eru eitt af algengustu svefnvandamálunum segir á netmiðli BBC. Meira
10. október 2005 | Daglegt líf | 285 orð | 1 mynd

Pilates-æfingarnar björguðu mér

Þegar Jóhann Björgvinsson meiddist í baki og hálsi fyrir sjö árum fór hann að leita að æfingum sem gætu hjálpað honum að ná heilsu á ný. Jóhann starfar sem dansari og danshöfundur og er að vinna hjá Íslenska dansflokknum. Meira
10. október 2005 | Daglegt líf | 596 orð | 2 myndir

Ættarsaga fylgir oft truflun á skjaldkirtli

Truflun á starfsemi skjaldkirtils er ýmist lýst sem hægum eða hröðum skjaldkirtli. Kristín Gunnarsdóttir leitaði til Örnu Guðmundsdóttur, sérfræðings í hormóna- og efnaskiptasjúkdómum, sem sagði frá í hverju munurinn væri fólginn, einkennum og meðferð. Meira

Fastir þættir

10. október 2005 | Dagbók | 515 orð | 1 mynd

Aðskilnaður eða aðlögun?

Halldór Gunnarsson fæddist í Hveragerði 1950. Hann varð stúdent frá ML 1970 og lauk prófi í félagsráðgjöf frá HÍ 1987. Halldór hefur starfað að málefnum fatlaðra og fjölskyldna þeirra um árabil. Meira
10. október 2005 | Í dag | 18 orð

Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og...

Ég elska þig, Drottinn, þú styrkur minn. Drottinn, bjarg mitt og vígi og frelsari minn. (Sálm. 18, 1.-2. Meira
10. október 2005 | Fastir þættir | 180 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. Rc3 Bb7 5. Bg5 h6 6. Bh4 g5 7. Bg3 Rh5 8. e3 Rxg3 9. hxg3 Bg7 10. Dc2 Rc6 11. 0-0-0 De7 12. g4 0-0-0 13. a3 Kb8 14. Kb1 d6 15. Bd3 Ra5 16. b4 Rc6 17. Be4 d5 18. cxd5 exd5 19. Bf5 a5 20. bxa5 Rxa5 21. a4 Hd6 22. Db2 Hc6... Meira
10. október 2005 | Fastir þættir | 304 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji dagsins er miðaldra, slitinn karlmaður, af vinum og óvinum sagður með eindæmum fýldur og þrasgjarn. Hann rýkur oft upp af litlu tilefni. Hann er þjakaður af alls kyns líkamlegum og andlegum meinsemdum sem valda honum miklum áhyggjum. Meira

Íþróttir

10. október 2005 | Íþróttir | 669 orð | 1 mynd

Alltof stórt tap hjá Val

VALUR tapaði óþarflega stórt fyrir þýska liðinu Potsdam í fyrri viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvennaflokki á Laugardalsvelli í gær. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 89 orð

Annar sigur Magdeburg

MAGDEBURG, liðið sem Alfreð Gíslason þjálfar, vann góðan sigur á Montpellier í Meistaradeild Evrópu í handknattleik á laugardag, 32:28, en leikið var á heimavelli Magdeburg að viðstöddum um 5.000 áhorfendum. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 162 orð

Ekki klárar í slaginn

AÐALSTEINN Eyjólfsson var að vonum vonsvikinn eftir leikinn eins og allir Stjörnumenn og hafði þetta að segja í samtali við Morgunblaðið. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 1083 orð

Englendingar og Pólverjar á HM í Þýskalandi

SEX Evrópuþjóðir tryggðu sér um helgina sæti á HM næsta sumar. Hollendingar úr fyrsta riðli, Portúgal úr þriðja, Ítalía úr fimmta, Pólland og England úr sjötta og Króatía úr áttunda. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Enn vinnur Tiger Woods

TIGER Woods er kominn á fullt skrið á nýjan leik eftir að hafa lagt mikla vinnu í að breyta sveiflunni hjá sér. Í gær sigraði hann á American Express mótinu eftir bráðabana við landa sinn John Daly. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 138 orð

Gerrard og Campbell meiddir

STEVEN Gerrard, miðjumaðurinn sterki hjá Liverpool, verður ekki með enska landsliðinu þegar það tekur á móti Pólverjum á miðvikudaginn. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 121 orð

Getum orðið heimsmeistarar

LANDSLIÐSÞJÁLFARI Englendinga í knattspyrnu, Sven-Göran Eriksson, er hæstánægður með að lið hans skuli vera búið að tryggja sér sæti í lokakeppni HM 2006 fyrir lokaleikinn gegn Pólverjum á miðvikudaginn. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 169 orð

Gummersbach náði einu stigi í Mannheim

GUMMERSBACH tókst ekki að endurheimta efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á laugardaginn þegar liðið náði aðeins jafntefli, 28:28, í heimsókn sinni til Kronau/Östringen í SAP-íþróttahöllinni í Mannheim. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 236 orð

Heiner Brand valdi Andrej Klimovets í þýska handboltalandsliðið

HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik karla, hefur valið landslið sitt sem tekur þátt í Super Cup-keppninni sem fram fer í Þýskalandi í lok þessa mánaðar. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

* HLYNUR Bæringsson gerði 15 stig og tók 10 fráköst þegar lið hans...

* HLYNUR Bæringsson gerði 15 stig og tók 10 fráköst þegar lið hans Woon!Aris tapaði 88:81 fyrir MPC Capitals í fyrstu umferð hollensku deildarinnar í körfuknattleik. Sigurður Þorvaldsson gerði 4 stig í leiknum sem fram fór á heimavelli Capitals . Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 500 orð

ÍBV tryggði sér sigur á lokasekúndunum

FH-INGAR töpuðu fjórða leik sínum í röð þegar þeir heimsóttu ÍBV á laugardag þar sem Eyjamenn skoruðu sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok, 30:29. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 10 orð

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Þorlákshöfn: Þór Þ. - Valur 19. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 16 orð | 1 mynd

Íslandsmót karla Björninn - Narfi 9:0 (5-0), (2-0), (2-0) SR - SA 7:3...

Íslandsmót karla Björninn - Narfi 9:0 (5-0), (2-0), (2-0) SR - SA 7:3 (1-0), (2-2),... Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

* LEVERKUSEN réð í gær Michael Skibbe sem þjálfara liðsins. Skibbe hefur...

* LEVERKUSEN réð í gær Michael Skibbe sem þjálfara liðsins. Skibbe hefur verið til aðstoðar við þjálfun þýska landsliðsins og verið þjálfari 18 ára landsliðs Þýskalands . Hann tekur við af Klaus Augenthaler , en honum var sagt upp fyrir þremur vikum. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 102 orð

Með farseðil á HM í Þýskalandi

EFTIR leiki helgarinnar í undankeppni HM hafa 24 lið tryggt sér sæti í lokakeppninni í Þýskalandi næsta sumar. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 324 orð

Mikilvægt æfingamót fyrir EM

STEFÁN Arnarsson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti á laugardag um val á landsliði sem hann ætlar að tefla fram á fimm landa móti sem hefst í Hollandi á morgun. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Mourinho: Of margir koma meiddir heim úr landsleikjum

JOSÉ Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, gagnrýnir þjálfunaraðferðir hinna ýmsu landsliðsþjálfara og segir að það sé áberandi hversu margir leikmenn snúi aftur meiddir eftir að hafa æft og spilað með sínum landsliðum. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 478 orð | 1 mynd

Mæta sterkasta liði Svía í Stokkhólmi

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Svíum í síðasta leik sínum í áttunda riðli undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Stokkhólmi á miðvikudaginn. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 201 orð

Njarðvík og Keflavík meistarar

NJARÐVÍK og Keflavík urðu í gær Meistarar meistaranna í körfuknattleik, Njarðvíkingar í karlaflokki og Keflvíkingar í kvennaflokki. Þetta er í sjötta sinn sem liðin sigra í þessari keppni og bæði unnu þau í fyrra líka. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 88 orð

Ólafur hættir með Framara

ÓLAFUR Kristjánsson verður ekki þjálfari Fram á næstu leiktíð. Frá því var gengið um helgina. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins komust Framarar og Ólafur að samkomulagi um starfslok hans um helgina. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði tvö mörk þegar Ciudad Real vann öruggan...

* ÓLAFUR Stefánsson skoraði tvö mörk þegar Ciudad Real vann öruggan sigur á Tatran Presov , 39:22, á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Þetta var annar sigur liðsins í keppninni í haust. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 224 orð

"Margir með slakan leik"

"ÉG átti von á erfiðum leik því fyrri leikurinn við þá var mjög erfiður og sex marka sigur var allt of stór og blekkti talsvert. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 168 orð

"Verð klár í seinni leikinn"

"ÞAÐ var leiðinlegt hversu illa fór hjá okkur í síðari hálfleik eftir að við höfðum staðið okkur vel í þeim fyrri, en þetta er sterkt lið hjá Potsdam," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, besti leikmaður Vals, eftir leikinn við Potsdam í gær. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 323 orð | 1 mynd

"Þetta var sorglega stórt tap"

"ÞETTA var sorglega stórt tap því munurinn á liðunum var ekki sjö mörk, það var öllum ljóst sem á leikinn horfðu," sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals, eftir að hennar lið hafði tapað 8. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 182 orð

Renault aftur á toppinn

KIMI Räikkönen kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum um helgina. Hann háði harða keppni í lokin við Giancarlo Fisichella á Renault, en Fernando Alonso, sem einnig ekur Renault, varð þriðji. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 290 orð | 1 mynd

Slæmt tap hjá Haukum

HAUKAR töpuðu stórt fyrir Gorenje Velenje í Slóveníu í gær þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í handknattleik karla. Slóvenar unnu, 38:25, eftir að staðan hafði verið 18:13 í leikhléi. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 473 orð | 2 myndir

Tap en Valur komst áfram

ÞRÁTT fyrir að tapa 28:31 fyrir finnska liðinu Sjundeå í Laugardalshöllinni á laugardaginn tryggðu Valsmenn sér sæti í þriðju umferð EHF-keppninnar. Valur vann fyrri leikinn ytra með sex mörkum, 33:27, og komst því áfram samanlagt 61:58. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 386 orð

Tólf marka sigur Eyjastúlkna

ÍBV sigraði Víking örugglega í Vestmannaeyjum á laugardag í DHL-deild kvenna. Það var aðeins fyrstu fimmtán mínútur leiksins sem einhver spenna var en í stöðunni 8:7 gerðu Eyjakonur fimm mörk í röð og gerðu þá nánast út um leikinn. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 523 orð | 1 mynd

Tyrkjarán var framið í Garðabæ

STJÖRNUSTELPUR eru úr leik í Evrópukeppni bikarhafa eftir grátlegt tap fyrir tyrkneska liðinu Anadolu í Garðabæ í gærdag. Meira
10. október 2005 | Íþróttir | 2069 orð | 4 myndir

Valur - Potsdam 1:8 Laugardalsvöllur: UEFA-bikar kvenna, 8-liða úrslit...

Valur - Potsdam 1:8 Laugardalsvöllur: UEFA-bikar kvenna, 8-liða úrslit, fyrri leikur, sunnudaginn 9. október 2005. Mörk Vals : Guðný Óðinsdóttir 37. Mörk Potsdam : Laufey Jóhannsdóttir, sjálfsmark, 16., Anja Mittag 45., 60., Cristiane Souza-Silva 62. Meira

Fasteignablað

10. október 2005 | Fasteignablað | 839 orð | 2 myndir

Áskorun til stórbyggjenda og hönnuða

Það er heldur dapurlegt að allar blokkirnar í Reykjavík, í Mosfellsbæ, Kópavogi eða hvar sem er, blokkir sem eru flestar þrjár hæðir, eru allar eins. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 1475 orð | 11 myndir | ókeypis

Bessastaðir á Álftanesi

Margir þættir þjóðarsögunnar renna saman á Bessastöðum á Álftanesi, þar sem nú er embættisbústaður forseta Íslands. Sveinn Guðjónsson rifjar upp sögu staðarins, sem nær allt frá landnámsöld til okkar daga. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 119 orð | 1 mynd

Bílskúrinn nýttur

Þeir sem eiga bílskúr og nýta hann einungis undir bílinn ættu að athuga hvort ekki megi hagræða betur, því alltaf vantar geymslupláss. En hvernig? Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 407 orð | 4 myndir

Eitt stærsta viðgerðarverkefni í borginni

Fyrirtækið Hólmsteinn Pjetursson ehf., sem um árabil hefur sérhæft síg í húsaviðgerðum, hefur hafið framkvæmdir við stórt fjölbýlishús við Kleppsveg, en samkvæmt áætlun mun verkinu ljúka í ágústlok 2007. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 105 orð | 1 mynd

Esjuberg

Reykjavík - Jörðin Esjuberg á Kjalarnesi er nú til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 227 orð | 2 myndir

Fannafold 174

Reykjavík - Fasteignasalan Akkurat er nú með í sölu 195,5 ferm. einbýlishús á einni hæð og með sambyggðum bílskúr. "Þetta er mjög fallegt einbýlishús með fallegum garði og aðkomu," segir Viggó Sigursteinsson hjá Akkurat. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 464 orð | 2 myndir

Fasteignakaup erlendis

Mjög mismunandi reglur gilda í slíkum viðskiptum enda mismunandi reglur milli landa, segir Grétar Jónasson hdl., framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. Það eru mörg atriði, sem mikilvægt er að hafa í huga við slík kaup. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 33 orð | 1 mynd

Flísalögn á baðherbergjum

ÞAÐ er alveg nóg að flísaleggja í kringum bað eða sturtu en mála hina veggina. Þar sem enginn eða lítill raki er (t.d. á gestasnyrtingu sem er án sturtu) er óþarfi að... Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 268 orð | 1 mynd

Gamalt frystihús fær nýtt hlutverk

Gamla frystihúsið í Innri-Njarðvík í Reykjanesbæ hefur fengið nýtt hlutverk eftir að hafa staðið ónotað í mörg ár. Kjartan Ragnarsson húsaframleiðandi flutti húsaverksmiðju sína, Nýtt hús ehf. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 156 orð | 2 myndir

Heiðargerði 72

Reykjavík - Fasteignasalan Foss er nú með í sölu einbýlishús á þremur hæðum við Heiðargerði 72. Þetta er steinhús, alls 171 ferm, þar af 36,3 ferm. bílskúr. "Þetta er nýuppgert hús á eftirsóttum stað í Reykjavík," segir Úlfar Þ. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 336 orð | 2 myndir

Heitir pottar

Það færist sífellt í vöxt að fólk verði sér úti um heita potta til að setja upp á heimilum sínum eða við sumarbústaði. Heitir pottar eru oft hluti af hönnuninni á veröndinni og hægt að fá þá af öllum stærðum og gerðum. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 155 orð | 1 mynd

Hreinsun á heimilinu

Stálvaskar * Til að fá stálvaska til að gljá fallega er ráð að nota grænsápu og gamlan nylonsokk eða rifrildi úr gömlum sokkabuxum til að þvo vaskinn með. Hann verður skínandi eins og eftir "hvítan stormsveip". Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 51 orð | 1 mynd

Ilmandi baðhandklæði

Stundum þarf að setja baðhandklæðin í sérstaka meðferð ef þau lykta ekki vel eftir þvott. Setjið minna í þvottavélina og stillið á meira vatn. Þvoið í heitara vatni en vanalega. Gott er að setja matarsóda í þvottaefnið, um það bil hálfan bolla. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 244 orð | 2 myndir

Íbúðalán Íbúðalán bankanna eru komin í rúmlega 281 milljarð kr. Í...

Íbúðalán Íbúðalán bankanna eru komin í rúmlega 281 milljarð kr. Í síðasta mánuði námu útlánin rúml. 17 milljörðum kr,., sem er talsvert meira en í júlí og ágúst. Heildarfjöldi íbúðalána bankanna er kominn í 27.404 og meðalfjárhæð láns tæpar 10,3 millj. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 146 orð | 1 mynd

Í eldhúsinu

Að lina smjör * Smjör verður oft hart með því að standa lengi inni í ísskáp. Þegar nota þarf linað smjör er einna fljótlegast að lina það með því að láta það renna til í heitri skál. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 427 orð | 1 mynd

LKÍ færður vatnslekavari að gjöf

Vatn kemur daglega við sögu fólks meira en suma grunar. Við viljum gjarnan ráða því hvar við notum það, hvernig, hvenær og hversu mikið. Þess á milli viljum við hafa það í lögnunum tilbúið fyrir næstu notkun. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 375 orð | 2 myndir

Logafold 30

Reykjavík - Hjá Fasteignamarkaðnum er nú til sölu stórt einbýlishús við Logafold 30. Húsið er 309,3 fm á tveimur hæðum með möguleika á aukaíbúð á neðri hæð. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 251 orð | 2 myndir

Lokastígur 28

Reykjavík - Hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar er nú til sölu 280,5 ferm. einbýlishús á þremur hæðum, sem skiptist þannig, að íbúðarhluti hússins er 241,1 ferm., en að auki er sólstofa 13,8 ferm. og bílskúr, sem er 25,6 ferm. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 56 orð | 1 mynd

Málverk og lýsing

Sérstök málverkaljós voru áður fyrr lengi notuð til að lýsa upp málverk en nú er hægt að fá kastara með mjóum eða breiðum geisla, allt eftir því hvernig myndin er. Í sumum kösturum má skipta um gler og má ná fram dreifðum geisla fyrir aflöng málverk. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 133 orð | 1 mynd

Mun meiri velta

Umsvif á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu voru meiri á 3. fjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra, bæði að því er varðar fjölda eigna sem skiptu um eigendur og þó einkum og sér í lagi að því er varðar veltu. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 1056 orð | 7 myndir

Ný íbúðar- og atvinnuhverfi á suðursvæðum Hafnarfjarðar

Nú eru til kynningar tillögur að deiliskipulagi fyrir nýja áfanga í Vallahverfi í Hafnarfirði. Magnús Sigurðsson kynnti sér tillögurnar. Kostir hraunsins eru látnir njóta sín. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 149 orð | 1 mynd

Saga Melavallarins

Það háði allri íþróttaiðkun í Reykjavík eftir aldamótin 1900 að enginn boðlegur leikvöllur var enn til. Árið 1910 var samþykkt á fundi íþróttafélaganna í bænum að stofna Íþróttasamband Reykjavíkur. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 139 orð | 1 mynd

Sitthvað um straujárn

Sterkja á botni * Ef þið hafið straujað tau með sterkju og eitthvað af sterkjunni loðir við botninn á járninu, er ráð að þvo kalt járnið með rökum klút og matarsóda. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 62 orð | 1 mynd

Sjónvörp og slökkvibúnaður

SLÖKKVIBÚNAÐUR fyrir sjónvörp er eitt af þeim öryggistækjum sem heimilið ætti ekki að vera án. Mælt er með tveimur tækjum í 32" sjónvörp og stærri. En hvernig virkar tækið? Úr tækinu liggur sérstakur hitanæmur þráður sem stjórnar útleysingu. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 644 orð | 4 myndir

Skipting fjölærra plantna

Það er mikill misskilningur að fyrstu haustlitirnir boði endalok garðvinnunnar það árið. Haustið hefur í för með sér ákveðin verk í garðinum, eins og reyndar allar aðrar árstíðir. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 273 orð | 2 myndir

Suðurhús 1

Reykjavík - Húsavík fasteignasala er nú með til sölu 154, 4 ferm. einbýlishús á einni hæð ásamt 37,6 ferm. tvöföldum bílskúr, samtals 192 ferm. "Húsið stendur við Suðurhús 1. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 147 orð | 2 myndir

Úthagi 7

Selfoss - Fasteignasalan Bakki er nú með í sölu einbýlishús að Úthaga 7 á Selfossi. Húsið er timburhús byggt 1973 og 119,8 ferm. að stærð. Húsið stendur á lóð, sem er 741 ferm. Komið er inn í anddyri með filtteppi á gólfi og góðu fatahengi. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 144 orð | 1 mynd

Við málningarvinnu

Hlíf á pensli * Ef þið ætlið að mála herbergisloft, eða annað upp fyrir ykkur, og þurfið að beita málningarpensli, er vissara að stinga svampi, eða bara pappírsblaði, niður og yfir haldið á penslinum. Meira
10. október 2005 | Fasteignablað | 495 orð | 4 myndir

Þorp timburhúsa rís í Grímsnesi

T h.E. ráðgjöf ehf. hefur í samstarfi við hóp framleiðenda á timbureiningahúsum í Svíþjóð hafið innflutning á heilsárshúsum af ýmsum gerðum og stærðum, auk þess sem nokkur raðhús verða einnig reist hér á landi á næstu mánuðum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.