Greinar fimmtudaginn 13. október 2005

Fréttir

13. október 2005 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd | ókeypis

300 konur sóttu leiðtoganámskeið í Garðabæ

NÝVERIÐ stóð Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ fyrir leiðtoganámskeiði fyrir konur í bæjarfélaginu. Sambærilegt námskeið var haldið í vor fyrir konur á aldrinum 20 til 40 ára. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd | ókeypis

Á beit í Holtastaðaparti

Langidalur | Þessi geldneyti sem eru í eigu Holtastaðabænda í Langadal undu sér vel á beit í Svínavatnshreppi. Geldneytin eru í svokölluðum Holtastaðaparti sem er í Svínavatnshreppi sunnan Blöndu. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd | ókeypis

Árásum fjölgar í Darfur

Sameinuðu þjóðunum. AP. | Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að árásum á óvopnaða íbúa Darfur-héraðs í Súdan hafi fjölgað á síðustu vikum. Þeir segja hættu á stjórnleysi og skálmöld í héraðinu líkt og fyrir tveimur árum verði ekkert að gert. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

Baldur Helgi ráðinn framkvæmdastjóri

Stjórn Landssambands kúabænda hefur gengið frá ráðningu Baldurs Helga Benjamínssonar sem framkvæmdastjóra hjá LK frá og með næstu áramótum, en þá mun Snorri Sigurðsson láta af störfum. Þetta kemur fram á vef Bændasamtaka Íslands. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd | ókeypis

Blindramerkingar settar upp í Háskóla Íslands

HAFIN er vinna við að merkja byggingar Háskóla Íslands með blindraletursmerkingum. Fyrstu merkingarnar voru settar upp í aðalbyggingu Háskólans í gær og voru tvær blindar stúlkur úr 9. og 10. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd | ókeypis

Boðið í pitsupartí | Starfsmenn vinnustofunnar Ás í Brautarholti kættust...

Boðið í pitsupartí | Starfsmenn vinnustofunnar Ás í Brautarholti kættust vel á dögunum þegar forráðamenn BM ráðgjafar ehf. komu færandi hendi í hádeginu fyrir skömmu með pitsur og gos fyrir starfsfólkið og bréfabrotvél fyrir vinnustofuna. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd | ókeypis

Bolli Thoroddsen býður sig fram í fimmta sæti

BOLLI Thoroddsen, formaður Heimdallar og annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna-SUS, mun sækjast eftir 5. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 132 orð | ókeypis

Bóluefni við hjartasjúkdómum þróað

Stokkhólmi. AFP. | Vísindamenn í Bandaríkjunum og Svíþjóð vinna að því að þróa fyrsta bóluefnið gegn hjartasjúkdómum og er vonast til, að það komi á markað eftir tvö eða þrjú ár. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 594 orð | ókeypis

Dómurinn felur í sér efnislega niðurstöðu

EFTIRFARANDI yfirlýsing frá Hreini Loftssyni, stjórnarformanni Baugs Group hf., barst Morgunblaðinu í gær: "Eftir dóm Hæstaréttar í svonefndu "Baugsmáli" sl. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 505 orð | ókeypis

Dregur í efa að hægt sé að skipta málinu í tvennt

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 1626 orð | 1 mynd | ókeypis

Drög að 24 ályktunum lögð fram

DRÖG að 24 málefnaályktunum hafa verið lögð fram og verða rædd á 36. landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem hefst í dag undir yfirskriftinni "Hátt ber að stefna". Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 442 orð | ókeypis

Ekki gerðar stífari kröfur til ákæru í dómnum

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is "ÉG sé ekki að Hæstiréttur geri strangari kröfur til ákærunnar í Baugsmálinu heldur en í öðrum málum. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Ekki lengur lagagrunnur fyrir Kísilgúrsjóði

Þingeyjarsveit | Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var tekin fyrir ábending frá framkvæmdastjóra Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Tryggva Finnssyni, um að við lokun Kísiliðjunnar í Mývatnssveit telji fjármálaráðuneytið ekki lengur lagagrunn fyrir... Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd | ókeypis

Ekki reiðubúin að hækka grunnlífeyri um 17 þúsund

JÓN Kristjánsson heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði aðspurður á Alþingi í fyrradag að ríkisstjórnin væri ekki reiðubúin að hækka grunnlífeyri lífeyrisþega um sautján þúsund krónur á mánuði. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 225 orð | ókeypis

Ekki staðið við ákvæði kjarasamnings

FUNDUR stuðningsfulltrúa og félagsliða sem vinna með fötluðum og haldinn var 11. október, lýsir vonbrigðum sínum með að atvinnurekendur hafi ekki enn staðið við ákvæði kjarasamnings um fatapeninga sem samið var um í kjarasamningum síðastliðið vor. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd | ókeypis

Enginn aðili geti náð hér yfirburðastöðu

DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Morgunblaðið, að stjórnmálamenn megi ekki heykjast á því "að setja viðskiptalífinu heilbrigðar lífsreglur þannig að enginn einn, tveir eða þrír aðilar geti náð yfirburðastöðu og... Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 519 orð | 1 mynd | ókeypis

Enginn eðlismunur á kröfum Hæstaréttar til ákæru

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EIRÍKUR Tómasson lagaprófessor við Háskóla Íslands, fellst ekki á að Hæstiréttur hafi gert stífari kröfur til ákærunnar í Baugsmálinu en rétturinn hafi hingað til gert. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

Engin rök fyrir fullyrðingum Gests

BOGI Nilsson ríkissaksóknari segir engin rök fyrir þeim fullyrðingum Gests Jónssonar, hrl. og verjanda Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að ólöglegt sé að sækja Baugsmálið af tveimur saksóknurum. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Fjarðabyggð | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur opnað möguleika á því að...

Fjarðabyggð | Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur opnað möguleika á því að selja öll félagsheimili sveitarfélagsins. Málefni félagsheimilanna í Fjarðabyggð hafa verið inni á borðum bæjarstjórnar meira og minna á kjörtímabilinu. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd | ókeypis

Fleiri rúm á Droplaugarstöðum

TEKIN voru í notkun í gær 26 ný hjúkrunarrými á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum við Snorrabraut í Reykjavík. Viðstödd opununarathöfnina voru meðal annars Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð | ókeypis

Flottroll verði bannað | Aðalfundur Kletts, félags smábátaeigenda frá...

Flottroll verði bannað | Aðalfundur Kletts, félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi, var haldinn nýlega. Fundinn sátu um 35 félagar og þar voru rædd hin ýmsu mál sem þeim tengjast. Aðalfundurinn sendi frá sér ályktanir, þar sem m.a. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 188 orð | ókeypis

Framhjáhald í genunum?

"JÁ, en elskan mín, þetta er ekki mér að kenna, það eru fjandans genin. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd | ókeypis

Frágangi á nýjum hafnargarði lýkur senn

Hlíf Una, starfsmaður Magna verktaka, lagði símastreng af mikilli natni við nýjan hafnargarð í miðbæ Hafnarfjarðar þegar ljósmyndara bar að garði í gær en þar er nú unnið hörðum höndum við frágang enda verklok áætluð í lok mánaðarins. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Fræðslufundur um sjónvernd

LIONSHREYFINGIN á Íslandi stendur fyrir almennum fræðslufundi um sjónvernd á Kaffi Reykjavík í dag, fimmtudaginn 13. október, kl. 17. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 870 orð | 2 myndir | ókeypis

Gat sýnt fram á tjón af völdum ummælanna í Englandi

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd | ókeypis

Geimferð Kínverja fagnað

STARFSFÓLK geimvísindastofnunar Kína í Sjanghæ fagnar því er kínversku geimflauginni Shenzhou VI var skotið á loft klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 167 orð | ókeypis

Grunur um danska hryðjuverkamenn í Írak

NJÓSNADEILD dönsku lögreglunnar, (PET), hefur vitneskju um að íraskir hryðjuverkamenn fái nýliða frá Danmörku í sínar raðir. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 128 orð | ókeypis

Grunur um tengsl hers Írans við árásir í Írak

GRUNUR leikur á að úrvalssveitir íranska hersins þjálfi sprengjusérfræðinga til að ráðast á breska hermenn í Suður-Írak. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC , og er vísað til heimilda innan breska varnarmálaráðuneytisins. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd | ókeypis

Hagsmunasamtök íbúa segjast í heildina sátt

HAGSMUNASAMTÖK íbúa í Garðabæ eru í heild sátt við hönnun hljóðvistar vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar frá Arnarnesvegi að bæjarmörkum í Hafnarfirði. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð | ókeypis

Hausthátíð Varnarliðsins

Keflavík | Varnarliðsmenn bjóða til árlegrar hausthátíðar á Keflavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, 15. október. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd | ókeypis

Innanríkisráðherra Sýrlands fyrirfór sér

Damaskus. AFP, AP. | Innanríkisráðherra Sýrlands, Ghazi Kanaan, fannst látinn á skrifstofu sinni í Damaskus í gærmorgun. Opinberar fréttastofur í Sýrlandi hafa staðfest að ráðherrann hafi fyrirfarið sér. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd | ókeypis

Íbúðabyggð mun rísa við Bygggarða

STEFNT er að því að athafnasvæðið við Bygggarða á Seltjarnarnesi verði gert að íbúðarbyggð á tímabilinu 2006-2024 að því er fram kemur í drögum að nýju aðalskipulagi, en það verður til kynningar á Eiðistorgi á næstunni. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Í tölvulyklaborðinu | Fangi hefur verið fundinn sekur um...

Í tölvulyklaborðinu | Fangi hefur verið fundinn sekur um fíkniefnalagabrot en upp komst að hann fékk óþekktan aðila til þess að smygla til sín í tölvulyklaborði einu grammi af maríjúana í sumar. Fangaverðir fundu efnið við venjubundið eftirlit. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 665 orð | 2 myndir | ókeypis

Komum vel út úr samanburði

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Ársverk við rannsóknir tæplega 3.000 árið 2003 Tæplega þrír af hverjum fjórum starfsmönnum sem starfa við rannsóknir og þróun hérlendis hafa háskólamenntun og af þeim er um þriðjungur með doktorspróf. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd | ókeypis

Krefjast lífláts hryðjuverkamanna

ÍBÚAR indónesísku eyjunnar Balí halda reiðum félaga sínum í skefjum fyrir utan fangelsi þar sem hundruð manna komu saman í gær í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að 202 menn frá 21 landi létu lífið í tveimur sprengjutilræðum á eyjunni. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Leiðrétt

Ljósmyndir Ólafs Magnússonar Ranglega var sagt í blaðinu í fyrradag að ljósmyndir sem nú eru til sýnis á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn séu eftir Ólaf K. Magnússon. Hið rétta er að þær eru eftir nafna hans Ólaf Magnússon, konunglegan hirðljósmyndara. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd | ókeypis

Leikskólinn Andabær stækkar

Skorradalur | Glatt var á hjalla á Hvanneyri á dögunum, þegar ný deild var opnuð við Leikskólann Andabæ. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd | ókeypis

Lionsmenn gefa til sjúkrahúss og kirkju

Sauðárkrókur | Lionsmenn á Sauðárkróki hófu vetrarstarfið nú í haust með afhendingu tveggja glæsilegra gjafa, annars vegar til Heilsustofnunarinnar á Sauðárkróki og svo til Sauðárkrókskirkju. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd | ókeypis

Listrænn hvalreki í Saltfisksetrinu

Grindavík | Breski listamaðurinn, John Soul opnaði á laugardaginn myndlistasýningu í sýningarsal Saltfiskseturs Íslands. Þar sýnir John dúkristur og einnig verk sem eru útskorin úr tré. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Málþing um framtíð Vatnsmýrarinnar

ARKITEKTAFÉLAG Íslands, Verkfræðingafélag Íslands, Félag landslagsarkitekta, Félag tæknifræðinga og Félag skipulagsfræðinga efna til málþings um framtíð Vatnsmýrarinnar. Málþingið verður haldið laugardaginn 15. október kl. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikill vöxtur á nýjum mörkuðum

Eftir Andra Karl andri@mbl.is Á MARKAÐSDÖGUM Icelandair sem haldnir voru á Hótel Loftleiðum í vikunni var stefna fyrirtækisins í markaðsmálum greind og mótuð fyrir næsta ár. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 231 orð | ókeypis

Miklir möguleikar á nánari útfærslu

DÓMNEFNDIN lagði höfuðáherslu á heildarlausn, yfirbragð, ytri tengsl, innri tengsl, sveigjanleika og hagkvæmni tillagnanna, og í umsögn dómnefndarinnar um vinningstillöguna segir m.a. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 72 orð | ókeypis

Námskeið í skjalastjórnun tölvupósts

SKIPULAG og skjöl ehf. halda námskeiðið "Skjalastjórnun tölvupósts" 21. nóvember nk. Á námskeiðinu verður fjallað um tölvupóst sem vandmeðfarinn miðil og leiðbeiningar gefnar um hvernig á að nota hann og hvernig ekki. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd | ókeypis

Neitað um aukna lýsingu og gangbrautarverði

Fossvogur | Foreldrar og skólayfirvöld í Fossvogsskóla hafa áhyggjur af mikilli bílaumferð til og frá Fossvogsskóla um Haðaland. Að sögn foreldra hefur tekið furðu langan tíma að fá úrbætur á þessum málum. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 307 orð | ókeypis

"Bjart, vinalegt og notalegt umhverfi"

"AÐALHUGMYND tillögunnar er að hanna bjart, vinalegt og notalegt umhverfi, að flutningsleiðir og flæði innan og á milli deilda verði sem stystar, að aðkoma sjúklinga og almennings verði sem greiðust, og að samnýting húsnæðis og tækja sé góð,"... Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 901 orð | 3 myndir | ókeypis

Samfélagið orðið upplýstara og opnara

Fulltrúar félagsmálayfirvalda telja ólíklegt að misnotkun á börnum á borð við þá sem Thelma Ásdísardóttir lýsti í Tímariti Morgunblaðsins um helgina viðgangist enn. Elva Björk Sverrisdóttir hleraði fulltrúa félagsmálayfirvalda. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd | ókeypis

Samið við súnníta um stjórnarskrá

Bagdad. AP, AFP. | Að minnsta kosti 30 manns týndu lífi í sjálfsmorðsárás á skráningarstöð íraska hersins í borginni Tal Afar í Írak í gær. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd | ókeypis

Sauðburður um miðjan október

EKKI þykir venjulegt að ær beri í október en það gerðist á dögunum þegar ellefu vetra ær frá Ólafi Steinari Björnssyni bónda á Reyni í Mýrdal bar einni gimbur norðan í Reynisfjalli í snjónum. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 116 orð | ókeypis

Sjónarspil í Barbican Centre-leikhúsinu

Í GÆRKVÖLDI var frumsýnt leikverkið Woyzeck eftir Georg Büchner, í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, í Barbican Centre-leikhúsinu í London, en verkið er samstarfsverkefni Vesturports, Borgarleikhússins, Young Vic og Barbican. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd | ókeypis

Skiptinemi við LHÍ vann samkeppni um hönnun Evrópufrímerkja

NORÐMAÐURINN Ole Kristian Öye, sem er skiptinemi við Listaháskóla Íslands, bar sigur úr býtum í samkeppni um hönnun tveggja Evrópufrímerkja Íslandspósts 2006 en keppnin var haldin á meðal annars árs nema í grafískri hönnun við listaháskólann. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Snjór í Aðaldal

Laxamýri | Snjórinn er kominn og víða í Aðaldal er að verða jarðlaust fyrir búpening. Menn taka snjónum misjafnlega en unga fólkið í leikskólanum kann vel að meta veturinn í loftinu og snjóþoturnar eru mikið notaðar. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 36 orð | ókeypis

Sorg | Samhygð - samtök um sorg og sorgarviðbrögð verða með opið hús í...

Sorg | Samhygð - samtök um sorg og sorgarviðbrögð verða með opið hús í safnaðarsal Akureyrarkirkju fimmtudagskvöldið 13. október kl. 20. Séra Hannes Blandon er gestur fundarins og flytur erindið "Eigum við að dvelja í sorginni? Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 258 orð | 1 mynd | ókeypis

Sparkvöllurinn tekinn formlega í notkun

Siglufjörður | Nýi fótboltavöllurinn í Siglufirði var formlega tekinn í notkun sl. föstudag en bygging hans er liður í sparkvallaátaki sem Knattspyrnusamband Íslands beitti sér fyrir. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

Styður rannsóknir á brjóstakrabbameini

VERSLUNIN B-Young á Laugavegi 83 í Reykjavík selur í októbermánuði síðermaboli í fjórum litum til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Meira
13. október 2005 | Erlendar fréttir | 1054 orð | 1 mynd | ókeypis

Súnní-arabar milli tveggja elda

Fréttaskýring | Þjóðaratkvæðagreiðslan í Írak á laugardag um nýja stjórnarskrá gæti skipt sköpum, segir Kristján Jónsson. Hugsanlegt er að súnní-arabar ákveði nú að nota atkvæðisréttinn í stað þess að hunsa lýðræðisferlið. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd | ókeypis

Tré ársins er fagurt rússalerki

Tré ársins 2005 verður kynnt við hátíðlega athöfn í dag kl. 15 í Kópavogi. Það er Skógræktarfélag Íslands sem velur tré ársins og er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 243 orð | ókeypis

Tvisvar á ári í flugferð innanlands

ÍBÚAR landsbyggðarkjarna fara að meðaltali 4,2 ferðir með innanlandsfluginu á ári og íbúar höfuðborgarsvæðisins 1,2 ferðir. Meðalfjöldi ferða á ári er tvær, en 53% svarenda segjast ekki nota innanlandsflugið. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Undankeppni með 24 lögum

ÍSLENSKU þjóðinni gefst í ár kostur á að velja hvaða lag og hvað flytjendur taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem haldin verður í Grikklandi í maí 2006 en byrjað var að auglýsa eftir lögum í gær. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 667 orð | 2 myndir | ókeypis

Uppbygging sem mun breyta ásýnd Reykjavíkurborgar

Verðlaunatillagan í samkeppni um svæði LSH við Hringbraut var kynnt fyrir fjölmenni í Háskóla Íslands í gær. Brjánn Jónasson kynnti sér tillöguna. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 154 orð | ókeypis

Úreltar upplýsingar

DAGUR B. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 69 orð | ókeypis

Útboð um flug talið ógilt

KÆRUNEFND útboðsmála hefur úrskurðað vegna kæru Flugfélags Íslands á útboði Ríkiskaupa vegna áætlunarflugs á Íslandi. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 114 orð | ókeypis

Veiðimenn sýni varúð

RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hefst á laugardag 15. október og í frétt frá sýslumannsembættunum í Borgarnesi og Búðardal er athygli veiðimanna vakin á því að þriðju leitir fari fram í Suðurdölum í Dalabyggð þennan sama dag. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð | ókeypis

Verður svalt

Nýlega var haft eftir ókunnum höfundi: Verður svalt því veðri er breytt, vina eins er geðið, þar sem allt var áður heitt er nú kalt og freðið. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Verkfalli hjá starfsmannafélagi Akraness aflýst

STARFSMENN Akraneskaupstaðar samþykktu í gærkvöldi nýjan kjarasamning við launanefnd sveitarfélaga og aflýstu í kjölfarið verkfalli sem hefjast átti á miðnætti. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd | ókeypis

Viðhalds- og viðgerðarverk fyrir Samherja

SAMHERJI skrifaði í gær undir samning við Slippinn Akureyri ehf. um viðhalds- og viðgerðarverkefni fyrir eitt af skipum félagsins, Akureyrina EA 110. Ráðgert er að skipið verði tekið í flotkvína strax eftir næstu helgi. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 133 orð | ókeypis

Vill ekki banna loðnuveiðar á sumrin

EINAR K. Meira
13. október 2005 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd | ókeypis

Vönduð og sterk tillaga að mati dómnefndar

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is HÓPUR íslenskra, norskra og danskra arkitekta og verkfræðinga átti bestu tillöguna í samkeppni um deiliskipulag Landspítala - háskólasjúkrahúss, en úrslit samkeppninnar voru tilkynnt í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

13. október 2005 | Leiðarar | 414 orð | ókeypis

Flóttamannahjálp

Tíu flóttamenn frá Kólumbíu komu hingað til lands í fyrradag. Þeir munu dvelja í Reykjavík og njóta aðstoðar starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Rauða kross Íslands við að laga sig að aðstæðum í nýju landi. Meira
13. október 2005 | Leiðarar | 495 orð | ókeypis

Staða hjónabandsins

Guðmundur G. Meira
13. október 2005 | Staksteinar | 319 orð | 1 mynd | ókeypis

Útlendingar og auðlindir

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir í viðtali við Úr verinu, sérblað Morgunblaðsins um sjávarútveg, spurður um afstöðu sína til eignaraðildar útlendinga í íslenzkum sjávarútvegi: "Ég er algerlega mótfallinn henni. Meira

Menning

13. október 2005 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd | ókeypis

Aldrei þéttari

KK og hljómsveit hans The Lucky One spila á NASA í kvöld en tónleikarnir eru lokahnykkurinn á undirbúningi sveitarinnar fyrir tónleikaferð sem farin verður til Kína til að leika á 7. alþjóðlegu listahátíðinni í Shanghæ. Meira
13. október 2005 | Kvikmyndir | 176 orð | 1 mynd | ókeypis

Drawing Restraint 9 frumsýnd

SÉRSTÖK viðhafnarsýning verður haldin fimmtudaginn 10. nóvember á Októberbíófest þegar nýjasta kvikmynd listamannsins Matthew Barney, Drawing Restraint 9 , verður frumsýnd. Meira
13. október 2005 | Kvikmyndir | 314 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjandinn og séra Fjeldsted

Leikstjóri: Anders Thomas Jensen. Aðalleikendur: Nicolas Bro, Ali Kazim, Mads Mikkelsen, Paprika Steen, Ulrich Thomsen. 97 mín. Danmörk. 2005. Meira
13. október 2005 | Tónlist | 222 orð | 1 mynd | ókeypis

Frábær tónlistarheimild

Í SÍÐASTA mánuði kom út myndarleg geisladiskaröð sem kallast Svona var (árið) Geisladiskarnir sem eru alls fimmtán talsins og spanna tímabilið frá 1952 til 1966, innihalda ellefu til sextán vinsælustu lög hvers árs og koma þar við sögu ekki ómerkari... Meira
13. október 2005 | Fólk í fréttum | 56 orð | 1 mynd | ókeypis

Hata loðdýrafeldi og kasta bökum

RITSTJÓRI bandaríska Vogue , Anna Wintour, lenti illa í því á leið sinni á sýningu Chloé á tískuviku í París. Hún mætti andstæðingum loðdýrafeldanotkunar frá samtökunum PETA, sem tóku henni ekki vel. Meira
13. október 2005 | Tónlist | 112 orð | ókeypis

Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar

HIN árlega Haustvaka Kvennakórs Garðabæjar verður haldin í kvöld kl. 20 í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirkju. Meira
13. október 2005 | Leiklist | 521 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslenzk nútíð í klassískum ramma

Verk eftir Händel(?), Karólínu Eiríksdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson og Schumann. Tríó Reykjavíkur (Peter Maté píanó, Gunnar Kvaran selló og Guðný Guðmundsdóttir fiðla). Sunnudaginn 9. október kl. 20. Meira
13. október 2005 | Fjölmiðlar | 316 orð | 1 mynd | ókeypis

Karnival á mánudagskvöldum

RÍKISSJÓNVARPIÐ virðist telja að gott sjónvarpsefni auglýsi sig sjálft. Í fullkomnum heimi væri þetta sjálfsagt þannig. En illu heilli er veröldin ekki fullkomin. Meira
13. október 2005 | Kvikmyndir | 68 orð | 2 myndir | ókeypis

Kórinn tók lagið á frumsýningu

HEIMILDARMYNDIN Kórinn eftir Silju Hauksdóttur var frumsýnd að viðstöddu fjölmenni í Háskólabíói síðastliðinn þriðjudag. Myndin segir frá kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur og ferðalagi hans til tónleikahalds á Ítalíu. Meira
13. október 2005 | Fólk í fréttum | 327 orð | 1 mynd | ókeypis

Kynna íslenska hönnun

ÁRLEG menningarnótt verður haldin hátíðleg í Kaupmannahöfn á morgun og verður fjölbreytt menningardagskrá í boði eins og venja er á slíkum dögum. Meira
13. október 2005 | Bókmenntir | 147 orð | 4 myndir | ókeypis

Menning og samfélag

MÁLÞING í tilefni af áttatíu ára afmæli Lesbókar Morgunblaðsins verður haldið í Hafnarhúsinu í dag kl. 17 undir yfirskriftinni Menning og samfélag. Verður þar leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Skiptir máli hvað stendur í jólabókunum? Meira
13. október 2005 | Kvikmyndir | 348 orð | 1 mynd | ókeypis

Óbyggðirnar kalla

Leikstjóri: Neil Marshall. Aðalleikarar: Shauna Macdonald, Natalie Mendoza, Alex Reid, Nora-Jane Noone, MyAnna Buring, Saskia Mulder. 99mín. Bretland. 2005. Meira
13. október 2005 | Tónlist | 243 orð | 2 myndir | ókeypis

"Það hlustuðu allir á John Peel"

Í KVÖLD á Grand Rokki verða haldnir sérstakir John Peel-tónleikar þar sem hljómsveitirnar Úlpa, Benni Hemm Hemm og Mr. Silla koma fram ásamt tónlistarmanninum Þóri. Meira
13. október 2005 | Fjölmiðlar | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Ragnheiður í bítið

HEIMI Karlssyni, stjórnanda Íslands í bítið , hefur borist liðsauki en nýr meðstjórnandi hans er Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir. Meira
13. október 2005 | Tónlist | 60 orð | 1 mynd | ókeypis

Rokktóberfest á Gauknum

Rokk | Rokktóberfest XFM 91,9 stendur yfir þessa dagana á Gauki á Stöng. Í kvöld er komið að hljómsveitunum Telepathetics, Truckload of steel, Dikta, Jeff who (sjá mynd) og Jan Mayen. Meira
13. október 2005 | Menningarlíf | 798 orð | 2 myndir | ókeypis

Sjálfstæð skáld og Nóbelsverðlaunin

Hefð er fyrir því að tilkynnt sé hver hljóti Nóbelsverðlaunin í bókmenntum fyrsta - eða annan fimmtudag októbermánaðar ár hvert. Meira
13. október 2005 | Fjölmiðlar | 24 orð | 1 mynd | ókeypis

...sjúkrahúslífi

SJÓNVARPIÐ sýnir hina frábæru þætti Scrubs ( Nýgræðinga ) með hinum æðislega Zach Braff í aðalhlutverki. Þættirnir eru mjög fyndnir með skemmtilega súrrealískum... Meira
13. október 2005 | Bókmenntir | 62 orð | 1 mynd | ókeypis

Stjörnuspeki

Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Hvað segja stjörnumerkin um þig og þína? Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir þýddi. Í þessari handbók er leyndardómum stjörnumerkjanna lokið upp í máli og myndum. Meira
13. október 2005 | Bókmenntir | 91 orð | 1 mynd | ókeypis

Svartur á leik tilnefndur

Hið íslenska glæpafélag hefur tilnefnt skáldsögu Stefáns Mána, Svartur á leik, til Norrænu glæpasagnaverðlaunanna 2006. Meira
13. október 2005 | Bókmenntir | 404 orð | 1 mynd | ókeypis

Um líf eða dauða

e. Kristján Hreinsson, 125 bls. Lafleur 2005. Meira
13. október 2005 | Tónlist | 56 orð | 1 mynd | ókeypis

Útgáfutónleikar Laufeyjar

LAUFEY G. Geirlaugsdóttir söngkona heldur útgáfutónleika í Laugarneskirkju vegna nýútkomins geisladisks, Lofsöngur til þín, í kvöld kl. 20. Meira
13. október 2005 | Kvikmyndir | 194 orð | ókeypis

Verðlaunin afhent á Íslandi

ÞAÐ er danska kvikmyndin Drabet ( Morðið ) í leikstjórn Per Fly sem hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í ár. Tilkynnt var um vinningshafann á blaðamannafundi Dönsku kvikmyndastofnunarinnar í Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. Verðlaunin nema 350. Meira

Umræðan

13. október 2005 | Aðsent efni | 813 orð | 1 mynd | ókeypis

Af meintri arðsemi Kárahnjúkavirkjunar

Þórólfur Matthíasson fjallar um virkjanir: "Gagnrýnendur óttast að virkjanaframkvæmdirnar nú séu á kostnað arðsamari verkefna á vegum einkaaðila." Meira
13. október 2005 | Bréf til blaðsins | 150 orð | ókeypis

Baráttukveðjur til SUS

Frá Árna Helgasyni: "ÞAÐ VAR gagn og gaman að fá heimsókn aðalfundar SUS í Stykkishólm um síðustu helgi." Meira
13. október 2005 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd | ókeypis

Erfðabreyttar afurðir geta ekki brauðfætt heiminn

Jóhannes Gunnarsson svarar grein Björns Sigurbjörnssonar um FAO og erfðabreyttar plöntur: "Ég tek heilshugar undir með Birni að mat á áhættu vegna erfðabreyttra matvæla eigi að byggjast á traustum vísindum. Það er nákvæmlega það sem skort hefur." Meira
13. október 2005 | Aðsent efni | 791 orð | 1 mynd | ókeypis

Gerir íblöndun vítamína vöruna holla?

Rafn Benediktsson fjallar um vítamín: "...best er að halda sig við sem ferskast og minnst meðhöndlað hráefni." Meira
13. október 2005 | Aðsent efni | 350 orð | 1 mynd | ókeypis

Jafnréttisáætlanir - leið til launajöfnunar

Eftir Þórveigu Þormóðsdóttur: "Mætingin á Ingólfstorgi þarf að vera þannig að ráðamenn þjóðarinnar skilji að okkur er alvara..." Meira
13. október 2005 | Aðsent efni | 512 orð | 1 mynd | ókeypis

Leifsstöð og nágrenni

Kristín Hafsteinsdóttir fjallar um mögulegar varnaraðgerðir gegn mávi á flugvallarsvæði: "Hvenær hefur mávager sést verpa í skóglendi?" Meira
13. október 2005 | Aðsent efni | 929 orð | 1 mynd | ókeypis

Listdansskóli Íslands á tímamótum

Örn Guðmundsson fjallar um Lisdansskóla Íslands: "Eitt stærsta verkefnið til þessa var samvinna á milli 9 skóla í 7 Evrópulöndum." Meira
13. október 2005 | Aðsent efni | 240 orð | 1 mynd | ókeypis

Njótum ávaxtanna

Sigurbjörn Þorkelsson fjallar um trúmál: "Stöndum vörð um okkur sjálf. Njótum lífsins og ávaxta lífsins anda en gleymum ekki kjarnanum, uppsprettunni." Meira
13. október 2005 | Bréf til blaðsins | 567 orð | ókeypis

Símapeningarnir - áskorun til alþingismanna

Frá Guðna Jónssyni: "Á UNDANFÖRNUM rúmum tveimur áratugum hafa margar þjóðir Evrópu einkavætt ríkisfyrirtæki." Meira
13. október 2005 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd | ókeypis

Tæknisafn Íslands -Náttúruminjasafn; er ekki kominn tími til?

Valdimar Össurarson fjallar um náttúruminjasafn: "Hefjumst strax handa við undirbúning að stofnun Tæknisafns Íslands - náttúruminjasafns." Meira
13. október 2005 | Velvakandi | 258 orð | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Átakanleg lesning Sl. sunnudag birtist í Tímariti Morgunblaðsins grein um systur sem höfðu verið misnotaðar af föður sínum og félögum hans. Meira
13. október 2005 | Aðsent efni | 425 orð | 1 mynd | ókeypis

Vinna þeir fyrir eldri borgara?

Jón Kr. Óskarsson fjallar um stefnu íhalds og framsóknar í málefnum aldraðra: "Gefum sjálfræðisöflunum langt nef og göngum hnarreist til eflingar stærsta jafnaðarmannaflokki Íslands, Samfylkingunni, í anda frelsis, jafnréttis og bræðralags." Meira

Minningargreinar

13. október 2005 | Minningargreinar | 1594 orð | 1 mynd | ókeypis

GUNNBJÖRN JÓNSSON

Gunnbjörn Jónsson fæddist í Bolungarvík 13. mars 1931. Hann lést á Sjúkradeild 2 B á Hrafnistu í Hafnarfirði sunnudaginn 2. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Valdimar Bjarnason, f. í Reykjafirði við Ísafjarðardjúp 29. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2005 | Minningargreinar | 2977 orð | 1 mynd | ókeypis

JÓHANNA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR

Jóhanna Margrét Þorsteinsdóttir fæddist á Syðri Brekkum á Langanesi í Norður-Þingeyjasýslu hinn 7. september 1912. Hún andaðist að heimili sínu, Dalbraut 27, hinn 4. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Guttormur Einarsson, f. 9.1. Meira  Kaupa minningabók
13. október 2005 | Minningargreinar | 364 orð | 1 mynd | ókeypis

ÞORKELL MÁNI ÞORKELSSON

Þorkell Máni Þorkelsson fæddist á Bragagötu í Reykjavík 27. júní 1927. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 21. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskapellu 30. september. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

13. október 2005 | Sjávarútvegur | 155 orð | ókeypis

SFÁÚ vara við vaxtahækkunum

STJÓRN Samtaka fiskvinnslu án útgerðar gerir þá kröfu til íslenskra stjórnvalda að þau taki upp ábyrga efnahagsstjórn sem skapi vel reknum fiskvinnslufyrirtækjum lífvænlegan grundvöll. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar samtakanna. Meira
13. október 2005 | Sjávarútvegur | 304 orð | 2 myndir | ókeypis

Þrír fjórðu síldaraflans til manneldis

VEIÐAR á íslenzku sumargotssíldinni eru nú hafnar af fullum krafti og ganga þær vel. Samkvæmt upplýsingum Samtaka fiskvinnslustöðva hefur verið tilkynnt um löndun á um 4. Meira

Daglegt líf

13. október 2005 | Daglegt líf | 199 orð | 4 myndir | ókeypis

Amma gekk um eins og glæsipía

Þegar kemur að fatavali og skóm er hún Hjördís Sigurbjörnsdóttir, 22 ára snyrtifræðingur á Akureyri, svolítið gamaldags í sér. Meira
13. október 2005 | Daglegt líf | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Á skjánum í eldhúsinu

TÖLVUR eru nú á hverju heimili og stundum fleiri en ein. Nýjasta nýtt er að hafa tölvuna í eldhúsinu. Meira
13. október 2005 | Daglegt líf | 154 orð | 1 mynd | ókeypis

Erfitt að greina bráðger börn

ERFITT getur verið að greina bráðger börn, að sögn danska sálfræðingsins Ole Kyed, en að því er fram kemur á vef Jyllands Posten fær hann daglega fyrirspurnir frá kennurum, foreldrum og öðrum sálfræðingum í Danmörku. Meira
13. október 2005 | Daglegt líf | 350 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvort menga dísil- eða bensínbílar meira?

"Munurinn á mengun frá dísil- og bensínbílum er sá að þeir brenna eldsneytinu á mismunandi hátt," segir Þór Tómasson efnaverkfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Meira
13. október 2005 | Daglegt líf | 639 orð | 3 myndir | ókeypis

Með hvíta bómullarhanska á safninu

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er í snyrtilegu og nútímalegu húsi en safnmunirnir tengjast þó aðallega gömlum tíma þótt nútímahandverk sé þar líka til sýnis. Meira
13. október 2005 | Daglegt líf | 480 orð | 3 myndir | ókeypis

Mötuneytið heldur í henni lífinu

Þórhildur Ólafsdóttir er ung og upprennandi útvarpskona á Talstöðinni. Hún leigir íbúð ásamt vini sínum í miðbæ Reykjavíkur en sjálf er hún Grundfirðingur að uppruna. Þórhildur sagði Ingveldi Geirsdóttur að hún hefði lítinn tíma til að standa í matargerð. Meira
13. október 2005 | Neytendur | 578 orð | 1 mynd | ókeypis

Sætar kartöflur og ananas

Bónus Gildir 13. okt-16. okt verð nú verð áður mælie. verð Bónus ungnautahakk 679 898 679 kr. kg KF lambafillet 2499 3599 2499 kr. kg Kf londonlamb 898 1199 898 kr. kg KS frosinn lambabógur 599 0 599 kr. kg Epli rauð, 1,5 kg 149 199 99 kr. Meira
13. október 2005 | Neytendur | 76 orð | ókeypis

Útivistardeildin í Útilífi stækkuð

ÚTIVISTARDEILD Útilífs í Glæsibæ hefur verið stækkuð um helming og verður formlega opnuð í dag. Eftir stækkunina verður útivistardeildin í Glæsibæ á 400 fermetra gólfplássi og vöruúrval eykst til muna. Meira

Fastir þættir

13. október 2005 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd | ókeypis

50 ÁRA afmæli . 17. október nk. verður fimmtugur Guðmundur Arason...

50 ÁRA afmæli . 17. október nk. verður fimmtugur Guðmundur Arason, Austurholti 2, Borgarnesi. Hann og fjölskylda hans, munu taka á móti vinum og vandamönnum í Lyngbrekku, Borgarbyggð, laugardaginn 15. okt. kl.... Meira
13. október 2005 | Árnað heilla | 55 orð | 1 mynd | ókeypis

50 ÁRA afmæli . Í dag, 13. október, er fimmtug Margrét Tómasdóttir...

50 ÁRA afmæli . Í dag, 13. október, er fimmtug Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og skátahöfðingi. Í tilefni þess býður hún og fjölskylda samferðafólki til kvöldvöku á Úlfljótsvatni á morgun, föstudaginn 14. október, kl. 19. Meira
13. október 2005 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd | ókeypis

50 ÁRA afmæli. Jens Sigurðsson og Jón Ólafsson, Rangárþingi eystra, eru...

50 ÁRA afmæli. Jens Sigurðsson og Jón Ólafsson, Rangárþingi eystra, eru báðir fimmtugir á árinu. Þeir ætla að slá í 100 ára gleðskap í Hvolnum, Hvolsvelli föstudaginn 14. október kl. 20. Meira
13. október 2005 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd | ókeypis

90 ÁRA afmæli . Í dag, 13. október, er níræð Ingibjörg Gísladóttir...

90 ÁRA afmæli . Í dag, 13. október, er níræð Ingibjörg Gísladóttir, fyrrveandi matráðskona í Arnarhvoli, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík . Ingibjörg eyðir deginum með fjölskyldu sinni á heimili sonar síns í Bláskógum 12,... Meira
13. október 2005 | Fastir þættir | 305 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

ÓL 1964. Meira
13. október 2005 | Fastir þættir | 351 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 11. október var spilað á 14 borðum og er það mesti fjöldi sem verið hefur hjá okkur. Meðalskor var 216. Úrslit urðu þessi í N/S Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 243 Bragi Björnsson - Auðunn Guðmss. Meira
13. október 2005 | Í dag | 21 orð | ókeypis

Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður...

Eitt sinn voruð þér myrkur, en nú eruð þér ljós í Drottni. Hegðið yður eins og börn ljóssins. (Efes. 5, 8. Meira
13. október 2005 | Fastir þættir | 908 orð | 1 mynd | ókeypis

Notuðu manngert skjól minna en búist var við

Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is VETURINN virðist vera skollinn á, fyrr en venjulega. Meira
13. október 2005 | Viðhorf | 822 orð | 1 mynd | ókeypis

Ofstækismaðurinn

Aldrei hélt ég að Hallgrímur Helgason ætlaði sjálfum sér það hlutverk í íslenskri þjóðmálaumræðu, að vera eins og geggjuðu predikararnir á Fox-sjónvarpsstöðinni bandarísku. Meira
13. október 2005 | Fastir þættir | 184 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. a3 g6 5. g3 Bg7 6. d3 d6 7. Bg2 O-O 8. Bg5 h6 9. Bxf6 Bxf6 10. O-O Re7 11. Rd2 c6 12. Hc1 Bg7 13. b4 a6 14. a4 a5 15. b5 Be6 16. Rb3 f5 17. e3 Kh8 18. De2 Bg8 19. d4 exd4 20. Rxd4 Db6 21. Hfd1 Dc5 22. Dd2 g5 23. Meira
13. október 2005 | Dagbók | 488 orð | 1 mynd | ókeypis

Tannheilsuvenjur til framtíðar

Inga Bergmann Árnadóttir er fædd árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1975. Inga lagði stund á nám í tannlækningum í Tannlæknaháskólann í Árósum og lauk því námi árið 1981. Meira
13. október 2005 | Fastir þættir | 303 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Þær hafa ekki farið framhjá Víkverja, breytingar RÚV og Stöð 2 á fréttatengdu þáttunum sínum. Nú heitir Kastljósið bara Kastljós og þar eru ný andlit og gömul. Umsjónarmenn Kastljóss eru æði margir og nokkru fleiri en hjá keppinautinum Íslandi í dag. Meira

Íþróttir

13. október 2005 | Íþróttir | 259 orð | ókeypis

27 þjóðir öruggar með sæti á HM í Þýskalandi

FRAKKAR lögðu Kýpurbúa að velli í gærkvöldi í París, 4:0, og tryggðu sér rétt til að leika á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Þýskalandi, þar sem Svisslendingar náðu ekki að fagna sigri á Írum í Dublin. Þar varð markalaust jafntefli. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 204 orð | ókeypis

75 þús. áhorfendur mættu á æfingu í Brasilíu

FJÖLMARGIR meiddust við að mæta á æfingu hjá brasilíska landsliðinu í knattspyrnu í borginni Belem í Norður-Brasilíu. Það reiknaði enginn með að 75 þús. manns myndu mæta fyrir utan Mangueirao-leikvöllinn, sem tekur 45 þús. áhorfendur. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd | ókeypis

* GUNNAR Sigurðsson markvörður Fram í knattspyrnu verður um kyrrt hjá...

* GUNNAR Sigurðsson markvörður Fram í knattspyrnu verður um kyrrt hjá liðinu þrátt fyrir fall liðsins í 1. deild. Gunnar hefur gert nýjan tveggja ára samning, sem og þeir Viðar Guðjónsson , Daði Guðmundsson og Ómar Hákonarson . Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 151 orð | 1 mynd | ókeypis

Heiðar Davíð byrjar vel á Telia Tour í Svíþjóð

ÍSLANDSMEISTARINN í golfi karla, Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ, byrjaði vel á úrtökumótinu fyrir Telia Tour mótaröðina í Svíþjóð í gær. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 36 orð | ókeypis

Í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild, Iceland-Express-deildin: Snæfell - Hamar/Selfoss 19.15 Höttur - Þór Ak. 19.15 UMFG - Haukar 19.15 Fjölnir - KR 19.15 UMFN - Skallagrímur 19.15 ÍR - Keflavík 19.15 1. deild kvenna, Iceland-Express-deildin: Haukar - UMFG 19. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 395 orð | 1 mynd | ókeypis

* KÁRI Árnason , sem heldur upp á 23 ára afmæli sitt í dag, skoraði sitt...

* KÁRI Árnason , sem heldur upp á 23 ára afmæli sitt í dag, skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska landsliðið í leiknum gegn Svíum í gærkvöld í sínum áttunda landsleik. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 932 orð | ókeypis

KNATTSPYRNA Svíþjóð - Ísland 3:1 Stokkhólmur, undankeppni...

KNATTSPYRNA Svíþjóð - Ísland 3:1 Stokkhólmur, undankeppni heimsmeistarakeppninnar í Þýskalandi 2006, 8. riðill, miðvikudagur 12. október 2005: Mörk Svíþjóðar: Zlatan Ibrahimovic 29., Henrik Larsson 43., Kim Källström 90. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 499 orð | 1 mynd | ókeypis

"Leggjum okkar verk í dóm"

LOGI Ólafsson, landsliðsþjálfari íslenska liðsins, er orðinn vanur því að svara fyrir leik liðsins eftir tapleiki í undankeppni heimsmeistaramótsins og þá sérstaklega eftir að íslenska liðið hefur fengið á sig þrjú mörk. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 476 orð | ókeypis

Snýst ekki um fjölda Bandaríkjamanna

ÚRVALSDEILD karla í körfuknattleik, Iceland Express deildin, hefst í kvöld með heilli umferð. Nokkur breyting er á deildinni frá síðustu árum og sú þá helst að nú er aðeins heimilt að hafa einn erlendan leikmann sem kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 125 orð | ókeypis

Tap fyrir Tékkum

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik beið í gær lægri hlut fyrir Tékkum, 28:25, í öðrum leik sínum á æfingamóti í Hollandi. Tékkar voru yfir mest allan leikinn og höfðu tveggja marka forskot í leikhléi, 16:14. ,,Þetta var ekki nógu gott hjá okkur. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 95 orð | ókeypis

Þrettán töp í 24 leikjum

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu lék í gærkvöld sinn 24. leik undir stjórn þeirra Ásgeirs Sigurvinssonar og Loga Ólafssonar sem tóku við stjórn liðsins árið 2003. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 461 orð | 1 mynd | ókeypis

Þreyttir Haukar lögðu KA-menn

ÞREYTULEGIR Haukar lögðu vængbrotna og viðutan KA-menn í frekar slökum handboltaleik á Akureyri í gær. Meira
13. október 2005 | Íþróttir | 1996 orð | 1 mynd | ókeypis

Þriggja marka klisja á Råsunda

SÆNSKA landsliðið í knattspyrnu hafði þegar tryggt sér sæti í úrslitum heimsmeistaramótsins áður en leikur þeirra hófst í gær gegn Íslendingum á Råsunda-leikvanginum í Solna, Stokkhólmi. Meira

Viðskiptablað

13. október 2005 | Viðskiptablað | 152 orð | 1 mynd | ókeypis

Aldi-bræður ríkastir

STOFNENDUR Aldi-keðjunnar, Karl og Theo Albrecht, eru sem fyrr langríkustu Þjóðverjarnir en eignir hvors um sig nema meira en 1.100 milljörðum íslenskra króna. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd | ókeypis

Aukin sala Wal-Mart

SALA bandarísku verslanakeðjunnar Wal-Mart, sem er sú stærsta í heimi, í septembermánuði, jókst um 3,8% frá sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans sem vitnar í tilkynningu frá Wal-Mart. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 1015 orð | 1 mynd | ókeypis

Á að flytja framleiðsluna?

Vestræn fyrirtæki hafa á undanförnum árum í síauknum mæli flutt framleiðslu fyrirtækja sinna til láglaunasvæða. Pétur Arason , rekstrarverkfræðingur hjá ParX viðskiptaráðgjöf IBM, varpar ljósi á hvers vegna fyrirtæki ættu að hugsa sig tvisvar um áður en framleiðslan er flutt. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 441 orð | 2 myndir | ókeypis

Átak í markaðsstarfi framundan

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 467 orð | 1 mynd | ókeypis

Betri nýtingu á opinberu fé

OPINBERIR aðilar hérlendis nýta sér ráðgjafa í auknum mæli, að sögn Arnars Jónssonar, en hann veitir stjórnsýsluráðgjöf ParX - viðskiptaráðgjafar IBM, forstöðu. Hann segir að fyrir þessu séu nokkrar ástæður. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 283 orð | 1 mynd | ókeypis

Bill Gates áhrifamesti auðkýfingur heims

BILL Gates, stofnandi Microsoft tölvurisans og stjórnarformaður fyrirtækisins, er áhrifamesti auðkýfingur heims að mati Financial Times (FT) . Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 564 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjartar horfur í Póllandi

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ERLENDIR fjárfestar fögnuðu því margir hverjir, þegar tilkynnt var eftir þingkosningarnar í Póllandi 25. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 102 orð | ókeypis

Breytingar hjá Þorgeiri og Helga

SMELLINN hf. er nýtt nafn á Þorgeir og Helga hf. en sú breyting hefur orðið á eigendahópi fyrirtækisins að þeir Einar Helgason, Haraldur Helgason og Helgi Haraldsson hafa selt öll hlutabréf sín í fyrirtækinu. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 637 orð | 1 mynd | ókeypis

Bækur án pappírs

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 199 orð | 1 mynd | ókeypis

Danski pósturinn kaupir þann belgíska

PÓSTURINN í Danmörku, Post Danmark, hefur ásamt CVC Capital Partners í Bretlandi, keypt rétt tæplega helminginn af hlutafé belgíska póstsins, De Post - La Poste fyrir tæpa 22 milljarða íslenskra króna. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 185 orð | 1 mynd | ókeypis

Dökkt útlit fyrir dagblöðin

MÖRG af stærri og þekktari dagblöðum vestan hafs hafa sagt upp starfsfólki eða ætla að gera það á næstunni, s.s. New York Times, The Wall Street Journal, Washington Post, The Boston Globe svo nokkur blöð séu nefnd. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 127 orð | ókeypis

Eigendaskipti á Reykjafelli hf.

EIGENDASKIPTI hafa orðið á Reykjafelli hf., einum stærsta innflytjenda raftækja á landinu. Fjórir starfsmenn Reykjafells, þeir Gunnar Viggósson, Hannes Jón Helgason, Ottó E. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 178 orð | 1 mynd | ókeypis

Erfitt hjá Levi's í Evrópu

LEVI'S gallabuxnaframleiðandinn í San Fransisco í Bandaríkjunum hefur átt í nokkrum erfiðleikum með að mæta harðnandi samkeppni á markaðinum í Evrópu. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 226 orð | 1 mynd | ókeypis

Ferðaþjónustan verði sérstakt fagskólastig

VINNA þarf að því að ferðaþjónustan verði viðurkennd af hinu opinbera sem sérstakt fagskólastig. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 224 orð | 1 mynd | ókeypis

FL Group og KB banki kaupa 747-fraktvél

FL GROUP og dótturfélag Kaupþings banka hafa undirritað samning við Singapore Airlines Cargo um kaup á Boeing 747-400 fraktflugvél fyrir um 5 milljarða króna. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 163 orð | ókeypis

Gengisvísitalan og gengi krónunnar

REGLULEGA heyrast þær fréttir af gengi krónunnar að gengisvísitalan hafi lækkað og gengið þar með hækkað jafnmikið. Þetta hefur valdið mörgum vangaveltum og vakið spurningar. Af hverju hækkar gengið ef vísitalan lækkar og öfugt? Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 277 orð | 2 myndir | ókeypis

Græjur fyrir gemsana

NÚ ÞEGAR liðlega tíu ár eru liðin frá því að farsímar urðu sæmilega vinsælir hér á landi er óhætt að ætla að margir hafi upplifað þá ömurlegu reynslu að glata símanum. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 716 orð | 1 mynd | ókeypis

Herforinginn á miðjunni

Bílanaust er nýjasta íslenska útrásarfyrirtækið. Helgi Mar Árnason bregður upp svipmynd af manninum á bak við útrásina, framkvæmdastjóranum Hermanni Guðmundssyni. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 199 orð | 1 mynd | ókeypis

iPod fjórfaldar hagnað Apple

HAGNAÐUR Apple fjórfaldaðist á fjórða árfjórðungi sem lauk í lok september síðastliðinn. Árangurinn er fyrst og fremst gríðarlegri sölu á iPod-inum að þakka en félagið seldi 6,5 milljón tónhlöður á síðustu þremur mánuðunum rekstrarársins . Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 74 orð | 1 mynd | ókeypis

Konur halda meiri tryggð við vinnustaðinn

KONUR halda almennt meiri tryggð við vinnustað sinn en karlar, að því er fram kom í máli Svala Björgvinssonar, starfsmannastjóra KB banka, á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 1285 orð | 1 mynd | ókeypis

Kraftaverkamaðurinn hjá Porsche

Nú verða engar stórar ákvarðanir teknar hjá Volkswagen án þess að forstjóri Porsche, Wendelin Wiedeking, verði hafður með í ráðum. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 112 orð | ókeypis

Markaður fyrir sprotafyrirtæki

KAUPHÖLLIN í London undirbýr nú að opna nýjan markað fyrir viðskipti með hlutabréf í evrópskum sprotafyrirtækjum að fyrirmynd Nasdaq-kauphallarinnar í New York. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 146 orð | 1 mynd | ókeypis

Martha Stewart fer í húsin

Kaupsýslukonan, fyrirmyndarhúsmóðirin og fyrrum tugthúslimurinn Martha Stewart ætlar ekki aðeins að bjóða Bandaríkjamönnum upp á húsbúnað hvers konar undir eigin merkjum, heldur munu þeir brátt eiga þess kost að eignast og búa í Mörthu Stewart-húsum. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 1238 orð | 2 myndir | ókeypis

Meira að gera hjá ráðgjöfum

Ef þróunin hér á landi verður í samræmi við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndunum má ætla að vöxturinn í aðkeyptri þjónustu stjórnunarráðgjafa verði meiri hjá hinu opinbera en á hinum almenna markaði. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 258 orð | ókeypis

Mikill vöxtur í ráðgjöf fyrir opinbera geirann

STÖRF stjórnunarráðgjafa snúast í sífellt auknum mæli víða í nágrannalöndunum um að vinna fyrir hið opinbera, sem hefur leitt til breytinga í þessum geira þar. Þetta kemur fram í nýlegri grein í The Economist . Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 447 orð | ókeypis

Óvenjulegur aðdragandi

Tvö stór mál eru á ferðinni í viðskiptalífinu um þessar mundir, annað nánast fullmótað, hitt líklega á byrjunarstigi. Hér er um að ræða kaup FL Group á Sterling flugfélaginu danska og framtíðar eignarhald á Íslandsbanka. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 515 orð | ókeypis

Ráðgjöf á flestum sviðum

Í DAG er hægt að nálgast ráðgjöf á hinum margvíslegu þáttum þjóðlífsins með tiltölulega einföldum hætti, hvort sem um er að ræða atvinnulífið eða það sem snýr að almenningi í landinu. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 197 orð | ókeypis

Sagafilm kaupir alla hluti í Storm

GENGIÐ hefur verið frá kaupum Sagafilm hf. á öllum hlutabréfum í framleiðslufyrirtækinu Storm. Kaupverðið er trúnaðarmál, en greitt var fyrir hlutabréfin í Storm með hlutabréfum í Sagafilm. Stefnt er að sameiningu fyrirtækjanna undir nafni Sagafilm. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 56 orð | ókeypis

Skuldabréfaútgáfa fyrir 86 milljarða

ERLEND skuldabréfaútgáfa í íslenskum krónum er nú komin í tæplega 86 milljarða króna. Mest hefur hollenski bankinn Rabobank gefið út, fyrir 18 milljarða, en þar næst kemur austurríska ríkið með 12 milljarða. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

Slegist um enska boltann

BRESKA sjónvarpstöðin ITV og kapalsjónvarpsstöðin NTL hafa tekið höndum saman í tilboði í útsendingarrétt frá helmingi leikja í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 176 orð | ókeypis

Starfsdagurinn mikli

ÚTHERJI var að hlusta á útvarpið um daginn og heyrði þá auglýsingu þess efnis að lokað væri hjá Íbúðalánasjóði eftir hádegi á föstudaginn vegna starfsdags starfsmanna. Útherji man þá tíð frá grunnskólaárum sínum þegar starfsdagar kennara voru. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 331 orð | 2 myndir | ókeypis

Stefnir í metár hjá 3X Stáli

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is IÐNFYRIRTÆKIÐ 3X Stál á Ísafirði hefur tekið á leigu neðri hæð sushi-verksmiðjunnar Sindrabergs, sem varð gjaldþrota í sumar, og hefur í hyggju að kaupa allt húsnæðið, alls um 1. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 235 orð | 1 mynd | ókeypis

Stór markaður sem eftir er að sinna

HJÁ Stjórnendaskóla Háskólans í Reykjavík er fengist við fræðslu á víðum grunni stjórnendaþjálfunar. Margir af kennurum skólans stunda jafnframt ráðgjöf fyrir atvinnulífið á eigin vegum. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 230 orð | 1 mynd | ókeypis

Svava kaupir NTC

SVAVA Johansen hefur keypt öll hlutabréf í NTC-verslanakeðjunni af Ásgeiri Bolla Kristinssyni. Segjast þau bæði mjög sátt við þessa niðurstöðu. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 202 orð | 1 mynd | ókeypis

Útlán Íbúðalánasjóðs aukast

ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í septembermánuði námu ríflega 7,5 milljörðum króna og jafngildir það um 30% aukningu frá því í ágúst þegar útlán námu um 5,6 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins fyrir september sem var birt í gær. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 549 orð | 1 mynd | ókeypis

Vatn er rekstrargrundvöllur Coca-Cola

"VATN er fyrir Coca-Cola eins og hrein orka er fyrir BP. Meira
13. október 2005 | Viðskiptablað | 122 orð | ókeypis

Verðbólgan 4,6% í október

VÍSITALA neysluverðs í október var 248,4 stig og hækkaði hún um 1,5 stig frá því í september og jafngildir það 0,61% hækkun. Fyrir ári var vísitalan 237,4 stig og hefur hún því hækkað um 11 stig á milli ára. Meira

Ýmis aukablöð

13. október 2005 | Málið | 423 orð | 3 myndir | ókeypis

A History of Violence

Sakamálatryllirinn A History of Violence verður frumsýnd á morgun 14. október í Regnboganum, Laugarásbíói og Borgarbíó Akureyri. Meira
13. október 2005 | Málið | 257 orð | 1 mynd | ókeypis

Auðunn Blöndal

Strákarnir "Við Strákarnir reynum að standa fyrir gleði og vinskap. Að vera fyrir framan landsmenn daglega í sjónvarpinu er ekkert nema gaman. Það eru viss forréttindi. Meira
13. október 2005 | Málið | 799 orð | 1 mynd | ókeypis

Au Revoir Simone

Hljómsveitin Au Revoir Simone samanstendur af þremur ungum konum, frönskumælandi að einhverju leyti, sem framleiða í sameiningu afar heillandi tónspil með söng, þremur hljómborðum og trommuheila. Meira
13. október 2005 | Málið | 145 orð | ókeypis

Á bak við tjöldin

Það er án efa vandkvæðum bundið að taka ákvörðun um hvaða starf vænlegt er að tileinka sér fyrir lífið. Meira
13. október 2005 | Málið | 53 orð | 6 myndir | ókeypis

Árshátíðarvika

Árshátíðarvika Menntaskólans í Reykjavík hófst á mánudaginn við góðar undirtektir. Menntskælingar komu saman í Tjarnarbíói á mánudagskvöldið síðasta og hlustuðu á Hress Fresh, Nortón, Jeff Who? og Ensími spila nokkur vel valin lög. Meira
13. október 2005 | Málið | 351 orð | 6 myndir | ókeypis

Bresk bylgja

Með tilkomu nýrra verslana í gömlu húsakynnum Hard Rock í kringlunni bætist kærkomin tilbreyting inn í verslunarflóru landsins. Meira
13. október 2005 | Blaðaukar | 7628 orð | 21 mynd | ókeypis

Davíð Oddsson

Við straumhvörfHann hverfur af hinu pólitíska sviði, þar sem hann lungann úr röskum þremur áratugum hefur verið borgarstjóri og forsætisráðherra. En Davíð Oddsson er ekkert að fara út af, hann er bara að skipta um stöðu á vellinum og ætlar áfram að láta að sér kveða, þótt með hægari og hljóðari hætti verði. Meira
13. október 2005 | Málið | 488 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðmundur Steingrímsson

Kvöldþátturinn "Stefna Kvöldþáttarins er að bjóða fólki upp á þátt sem segir það sem marga langar til að segja en segja ekki. Meira
13. október 2005 | Málið | 436 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlynur Sigurðsson

Þak yfir höfuðið "Þátturinn hefur gert það að verkum að fólk er upplýstara um eignina en það var áður. Myndskeiðin gera það að verkum að þú veist hvernig íbúðin er byggð upp áður en þú ferð og skoðar hana. Meira
13. október 2005 | Málið | 664 orð | 1 mynd | ókeypis

Hulduslóð

Rithöfundurinn og blaðakonan Liza Marklund ætti flest áhugafólk um sakamálasögur að þekkja vel en hér á landi hafa komið út þó nokkrar þýðingar á hennar verkum. Nýlegastar af þeim eru bækurnar Hulduslóð og Friðland . Meira
13. október 2005 | Málið | 150 orð | ókeypis

Hver fór frá hverjum?

Ástarlíf leikaranna Siennu Miller og Jude Law er orðið að allsherjar sápuóperu ef marka má nýjustu fréttir á Ananova. Meira
13. október 2005 | Málið | 567 orð | 1 mynd | ókeypis

Konur, höfum hátt!

Hinn 24. október næstkomandi verður kvennafrídagurinn endurvakinn, en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu árið 1975. Meira
13. október 2005 | Málið | 124 orð | 8 myndir | ókeypis

Lokahóf

Lokahóf kvikmyndahátíðarinnar var haldið með pompi og prakt á sunnudagskvöldið síðasta í aðalútibúi Landsbankans eftir verðlaunaafhendinguna og óvissubíó í Regnboganum fyrr um kvöldið. Meira
13. október 2005 | Málið | 59 orð | 1 mynd | ókeypis

Málið

Að gefnu tilefni viljum við benda á að á vef Morgunblaðsins www.mbl.is er hægt að nálgast eintak af Málinu á pdf-formi , á Fólkinu. Þrátt fyrir að Málið sé þó nokkuð vel falið, hefur talsverður hópur fólks notað sér þessa þjónustu daglega. Meira
13. október 2005 | Málið | 217 orð | 1 mynd | ókeypis

NÍTJÁNDA MÁLIÐ

Allt hefur upphaf og endi og um leið og einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þetta er okkar síðasta Mál. Við höfum átt skemmtilega mánuði saman ég og Siggi, við að búa til barnið okkar sem er nú komið á kopp. Meira
13. október 2005 | Málið | 508 orð | 3 myndir | ókeypis

Noni

Noni (Morinda Citrifolia) er planta sem vex við Suður-Kyrrahaf, Karíbahaf, á Indlandi, Afríku og Suðaustur-Asíu. Plantan er talin hafa borist frá Indlandi til þessara landa fyrir 1.500-2.000 árum. Meira
13. október 2005 | Málið | 162 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýir umsjónarmenn

Í næstu viku munu þau Þormóður Dagsson og Hanna Björk Valsdóttir taka við ritstjórn Málsins. Þormóður Dagsson er bókmenntafræðingur að mennt. Áhugamál Þormóðar eru rokk og ról, góðar sögur og Axis & Allies spilið. Meira
13. október 2005 | Málið | 391 orð | 1 mynd | ókeypis

Siðferðisráðuneytið

Landlæknisembættið vinnur að því þessa dagana að setja saman þverfaglegan samvinnuhóp sem ætlað er að vinna gegn klámvæðingu unga fólksins. Er það sami landlæknir og tók þátt í því um daginn að dreifa smokkum og sleipiefni til unga fólksins? Meira
13. október 2005 | Málið | 464 orð | 1 mynd | ókeypis

Silvía Nótt

Sjáumst með Silvíu Nótt "Er þáttur sem á að kenna heimsbyggðinni að elska mig og þar af leiðandi að vekja upp glæstar vonir um framtíðar fegurð. Meira
13. október 2005 | Málið | 327 orð | 1 mynd | ókeypis

Stóra ást

Hvernig hefurðu það í dag? "Rosa fínt." Eigum við mikið til af góðum íslenskum söngvurum? "Já." Hefur útlitið áhrif á velgengni söngvara? "Já." Hvaða þýðingu hefur tónlist í þínu lífi? Meira
13. október 2005 | Málið | 436 orð | 1 mynd | ókeypis

Svanhildur Hólm Valsdóttir

Ísland í dag "Ísland í dag er þáttur sem á að geta fangað það sem helst er að gerast þann daginn, hvort sem það er þjóðmálaumræða, menning af einhverjum toga, viðskipti eða bara eitthvað óskilgreint, sem vekur áhuga okkar og annarra hverju sinni. Meira
13. október 2005 | Málið | 93 orð | ókeypis

Svart og seiðandi

Nú er það svart, svart, svart og aftur svart. Allar helstu tískudívur heimsins hafa tekið sig saman og klæðast svörtu eins og þeim sé borgað fyrir það. Meira
13. október 2005 | Málið | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Take That

Þegar drengjabandið Take That tilkynnti á blaðamannafundi, fyrir rúmum áratug, að sveitin væri hætt störfum þá grétu margir unglingarnir. Ólátabelgurinn Robbie Williams átti sökina á því en hann yfirgaf bandið á hátindi frægðar þess. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.