Greinar laugardaginn 29. október 2005

Fréttir

29. október 2005 | Innlendar fréttir | 91 orð

30 daga fangelsi vegna falsaðs vegabréfs

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær Írana á fimmtugsaldri í 30 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi hér á landi þegar lögregla var með hefðbundið eftirlit á dvalarstað hælisleitenda í Reykjanesbæ. Maðurinn játaði sök. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 105 orð

411 ættleiðingar frá 1996-2004

Á ÁRUNUM 1996-2004 voru ættleiðingar hér á landi 411 talsins. Í 174 tilvikum var um að ræða stjúpættleiðingu en frumættleiðingar voru 237. Þetta kemur fram í hefti, sem mannfjöldadeild Hagstofu Íslands hefur sent frá sér. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Actavis styrkir Blátt áfram

Í TILEFNI kvennafrídagsins, 24. október, hefur Actavis ákveðið að styrkja verkefnið Blátt áfram um eina milljón króna. Blátt áfram er forvarnaverkefni Ungmennafélags Íslands og felst í að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð

Afmælisfagnaður framsóknarkvenna

FÉLAG framsóknarkvenna í Reykjavík heldur upp á 60 ára afmæli sitt 1. nóvember nk. á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 16-18. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Áhugaleysi bandarískra stjórnvalda á viðræðunum

ÖSSUR Skarphéðinsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir í pistli á heimasíðu sinni í gær að sér virðist sem viðræður Íslendinga við Bandaríkjamenn um varnir landsins hafi siglt í strand og að samningsstaða Íslendinga fari... Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð

Árangurslaus leit að neyðarsendi

LEIT úr lofti og sjó var hafin eftir að merki frá neyðarsendi bárust til Landhelgisgæslunnar um gervitungl í gegnum jarðstöð í Bodø í Noregi í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum Gæslunnar virtist sem neyðarsendirinn væri um 5 mílur suðvestur af Grindavík. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Áskorunin ekki enn birt þátttakendum

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík samþykkti á fundi sínum þann 7. október sl. áskorun til þátttakenda í prófkjöri um að auglýsa ekki í ljósvakamiðlum. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð

Baráttugleði Gísla Marteins í Háskólabíói

STUÐNINGSMENN Gísla Marteins Baldurssonar efna til skemmtunar í Stóra salnum í Háskólabíói kl. 14 á morgun, sunnudaginn 30. október undir nafninu Baráttu-gleði. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 247 orð

Birtu myndir í óþökk eigenda

TÍMARITIÐ Hér og nú, sem gefið er út af 365 Prentmiðlum, birti í vikunni ljósmyndir sem teknar voru í leyfisleysi af læstri vefsíðu. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 102 orð

Bláa lónið | Opið hús verður í Bláa lóninu - lækningalind í dag...

Bláa lónið | Opið hús verður í Bláa lóninu - lækningalind í dag, laugardag, frá klukkan 10 til 15 í tilefni af alheimsdegi fólks með psoriasis. Gestum mun gefast kostur á að baða sig í lóni lækningalindarinnar og kynna sér starfsemina. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 169 orð | 1 mynd

Blómaval flyst í Skútuvoginn

VERSLUNIN Blómaval kveður í dag heimkynni sín til þrjátíu og fimm ára við Sigtún, en verslunin verður opnuð í 4.000 fermetra húsnæði við hliðina á Húsasmiðjunni í Skútuvogi í dag kl. 9. Hið nýja húsnæði er að sögn eigenda Blómavals hátæknilegt og er... Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Brekkukot hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs

Grímsnes | Gistiheimilið Brekkukot á Sólheimum í Grímsnesi hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálaráðs 2005 en í ár bárust sjö tilnefningar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti verðlaunin á ferðamálaráðstefnu á Hótel Sögu. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 193 orð

Brýnt að fá strax fé í endurbætur

Djúpivogur | Sveitarstjórn Djúpavogshrepps telur að brýnt sé að samgönguyfirvöld hefji nú þegar nauðsynlega rannsókna- og undirbúningsvinnu vegna jarðganga milli Álftafjarðar og Lóns, með það að markmiði að slíkri lausn verði fundinn staður sem fyrst í... Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Börnin alltaf jafnsátt

Akureyri | Ekkert lát er á leiðindum í veðrinu norðan heiða og nú hafa íbúar annarra landshluta einnig fengið sinn skammt af óveðri, með tilheyrandi ófærð og seinagangi í umferðinni. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Efniviður úr fjörunni

Menningarvika barna var haldin í síðastliðinni viku og er það í þriðja sinn sem menningarnefnd Ólafsfjarðarbæjar stendur fyrir slíkri uppákomu. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 258 orð

Ekki gert ráð fyrir miklum breytingum

FRANZ Árnason forstjóri Norðurorku sagðist ánægður með að kaup fyrirtækisins á Hitaveitu Ólafsfjarðar skuli hafa verið samþykkt í bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð

Enn af flugi Ómars

Ragnar Ingi Aðalsteinsson orti í flugvél Ómars Ragnarssonar á leið á hagyrðingakvöld: Upp skal klífa enn á ný og ekki mun ég leyna því að magafiðring fæ ég oft er Frúin er komin upp í loft. Sigurjón V. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Erill vegna ófærðar

OFANKOMA og hvassviðri kom mörgum í opna skjöldu í gær. Vegna veðurs lá allt innanlandsflug niðri, en farin var ein ferð til Færeyja. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Erlendir félagar í Afli á trúnaðarmannanámskeiði

Neskaupstaður | Í vikunni sátu 10 erlendir félagar í AFLi, starfsgreinasambandi Austurlands, trúnaðarmannanámskeið í Neskaupstað. Meira
29. október 2005 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Fellibylur ógnar Indverjum

Þúsundir íbúa við strandlengjuna á suðausturhluta Indlandsskaga hafa verið fluttir á brott en fellibylur stefndi í gær á svæðið frá Bengalflóa. Hér sést fólk í gær í borginni Chennai með eigur sínar í vatnselg á götunni. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Fengu bíl til afnota

ARNA Sif Þórsdóttir í Menntaskólanum við Sund fékk verðlaun í skólaleik Pennans í samvinnu við Heklu og VÍS. Verðlaunin voru Volkswagen Fox bílar sem Arna Sif fær til afnota fram á næsta haust. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 464 orð | 1 mynd

Frumvarp um útstreymisheimildir lagt fram

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ er að undirbúa frumvarp um útstreymisheimildir, útstreymisheimildabókhald og fleira. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Fæddust á kvennafrídegi

Neskaupstaður | Þær Sesselja Rán Hjartardóttir og Hrönn Hjálmarsdóttir fengu lítið frí á kvennafrídaginn. Þann dag völdu dætur þeirra sér að koma sér í heiminn á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Geðsjúkir hafa setið eftir

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is VEL hefur verið tekið á málefnum fatlaðra í samfélaginu undanfarin ár en geðsjúkir hafa setið eftir. Þetta segir Auður Styrkársdóttir, en hún stendur ásamt fleira fólki að stofnun aðstandendahóps Geðhjálpar. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Göngudeild á Akureyri lokað um áramótin

UM áramót mun göngudeild psoriasis-sjúklinga á Akureyri verða lokað. Deildin hefur verið rekin af Sjálfsbjörg en nú er svo komið að flestöll tæki eru úrelt og því ekki stætt á að hafa deildina áfram opna. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Hagnaður bankanna alls 67,2 milljarðar

Eftir Bjarna Ólafsson Bjarni@mbl.is AFKOMA viðskiptabankanna þriggja hefur aldrei verið betri en á fyrstu níu mánuðum þessa árs, ef hún er borin saman við sama tímabil fyrri ára. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Heim að Laugum

Fagnað verður 80 ára afmæli skólahalds að Laugum í Reykjadal með dagskrá þar á sunnudag, 30. október, en hún hefst kl. 14. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Heimsmet í fjölda mjaltaþjóna?

SVOKALLAÐIR mjaltaþjónar eru núna í notkun í 39 fjósum á Íslandi, en þetta er 5,1% af öllum fjósum á landinu. Í yfirliti frá Landssambandi kúabænda kemur fram að þetta sé með því hæsta sem gerist í heiminum. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Horft á bæjarlífið

MIKIÐ er gott að geta setið í hlýjunni innandyra og notið þess að horfa á bæjarlífið fyrir utan gluggann meðan verið er að dúlla í hárinu á manni. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 942 orð | 2 myndir

Hver króna nýtt

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is LÆKNANEMARNIR Ásbjörg Geirsdóttir og Þóra Kristín Haraldsdóttir dvöldu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar í Úganda í 7 vikur síðastliðið sumar. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 252 orð | 1 mynd

Illa slasaður haförn í aðhlynningu

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð

Íslandsmeistaramót skáta í keilu

SKÁTAFÉLAGIÐ Garðbúar stendur fyrir Íslandsmeistaramóti skáta í keilu sunnudaginn 6. nóvember í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hefst mótið kl. 9. Keppt er í þremur flokkum: ylfingar (8-11 ára) mæta kl. 9, skátar (12-14 ára) mæta kl. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Íslenskt Su Doku-tímarit

KROSSGÁTUBLAÐIÐ Frístund hefur gefið út sérstakt Su Doku-blað. Su Doku-þrautin er talin upprunnin í Japan, en hefur verið á ferð um heiminn í nokkur ár og er nú nýlega komin á íslenskan markað. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Kia-umboðið frumsýnir Kia Rio

KIA Rio verður frumsýndur hjá Kia-umboðinu við Laugaveg 172 um helgina. Sýndar verða tvær gerðir, fjögurra dyra stallbakur og fimm dyra hlaðbakur. Báðar gerðir eru með bensínvélum en í lok nóvember eru bílar með díselvél væntanlegir. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 629 orð | 1 mynd

Komnir í fremstu röð afgreiðslufyrirtækja hér

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavíkurflugvöllur | "Þessi viðbót setur okkur í röð fremstu afgreiðslufyrirtækja á vellinum," segir Davíð Jóhannsson, framkvæmdastjóri Suðurflugs ehf. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð

Krefst endurupptöku

MÁL Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar gegn Jóni Ólafssyni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem krafist er endurupptöku meiðyrðamáls Jóns gegn Hannesi sem dæmt var í Bretlandi í haust, var tekið fyrir í héraðsdómi í gær. Meira
29. október 2005 | Erlendar fréttir | 580 orð | 1 mynd

Lekamálið í Hvíta húsinu áfall fyrir Bush

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is I. Meira
29. október 2005 | Erlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Libby á allt að 30 ára fangelsisdóm yfir höfði sér

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is I. LEWIS Libby, skrifstofustjóri varaforseta Bandaríkjanna, sagði af sér í gær eftir að hann var ákærður fyrir meinsæri og fleiri lögbrot í tengslum við rannsókn á upplýsingaleka úr Hvíta húsinu. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 883 orð | 1 mynd

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið sér of mikið vald

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu í Strassborg hefur gengið mun lengra en upphaflega stóð til þegar dómstóllinn var settur á laggirnar og teygir nú anga sína til flestra sviða þjóðlífsins. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 340 orð

Margir óánægðir

TÖLUVERÐRAR óánægju gætir meðal fjölmargra starfsmanna Akureyrarbæjar, vegna breytinga sem unnið er að varðandi launamál. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 126 orð

Málþing um atvinnumál á Norðurlandi vestra

SAMTÖK sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og Svæðisráð Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra standa fyrir málþingi um atvinnumál á Norðurlandi vestra. Yfirskrift málþingsins er Norðurland vestra 2020 og verður það haldið föstudaginn 4. Meira
29. október 2005 | Erlendar fréttir | 447 orð

Meintir hryðjuverkamenn handteknir í Danmörku

Átján ára Svíi, sem handtekinn var í Bosníu, er talinn tengjast fjórum ungum mönnum, sem í gær voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárás. Auk Svíans voru tveir menn handteknir í Sarajevo. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Miðdalsland selt

ARNAR H. Gestsson, athafnamaður í Reykjavík, hefur fest kaup á Miðdalslandi ofan við Reykjavík og Mosfellsbæ. Landareignin nær frá Selvatni að mörkum Árnessýslu. Það er á þriðja þúsund hektara að stærð, er í 150-250 metra hæð yfir sjó og sléttlent. Meira
29. október 2005 | Erlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Milljón Írana efnir til mótmæla gegn Ísrael

Teheran. AP, AFP. | Rúm milljón manna tók þátt í mótmælum gegn Ísrael á götum Teheran og fleiri borga í Íran í gær og fólkið lét í ljósi stuðning við þau ummæli forseta landsins að þurrka bæri Ísrael út. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 329 orð

Mótmæli við álver Alcan í Skotlandi

FIMM mótmælendur, þar af einn Íslendingur, hindruðu aðgang að álveri Alcan, eiganda álversins í Straumsvík, í Fort William í Skotlandi á þriðjudag og voru þeir handteknir eftir fjögurra tíma mótmæli. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 47 orð

Opnar kosningaskrifstofu

UNA María Óskarsdóttir sem gefur kost á sér 1. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi hefur opnað kosningaskrifstofu í Bæjarlind 2, á 3. hæð (lyfta), Löðurshúsinu. Boðið verður upp á léttar veitingar og tónlist. Skrifstofan verður opin frá kl. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 502 orð | 2 myndir

Ógleymanlegur dagur

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Þetta var frábær upplifun, að syngja á Íslendingadeginum í Gimli. Þarna eru Íslendingar þekktir að góðu einu og greinilegt að þeir setja svip sinn á umhverfið. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 68 orð

Prestsvígsla í Dómkirkjunni

PRESTSVÍGSLA verður í Dómkirkjunni, á morgun, sunnudaginn 30. október, kl. 16. Þá vígir biskup Íslands cand. theol. Hólmgrím Elís Bragason, sem ráðinn hefur verið héraðsprestur í Austfjarðaprófastsdæmi. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 166 orð

Prófkjör eftir viku

PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Reykjavík, vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, fer fram 4. og 5. nóvember nk. Tuttugu og fjórir frambjóðendur hafa gefið kost á sér. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 1405 orð | 4 myndir

"Betri aðstæður en ég þorði að vona"

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is "ÞETTA var mjög lærdómsríkt og maður skynjaði hvað maður ætti í raun gott að alast upp hér á Íslandi. Meira
29. október 2005 | Erlendar fréttir | 158 orð

"Heilagt stríð" fyrir jafnrétti kvenna

Skipuleggjendur fyrstu alþjóðaráðstefnu femínista í íslömskum ríkjum hvetja til heilags stríðs, jihad, fyrir jafnrétti kvenna gagnvart körlum, að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC . Ráðstefnan er haldin í Barcelona á Spáni. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 82 orð

"Inni" | Björg Eiríksdóttir opnar sýninguna "Inni" í...

"Inni" | Björg Eiríksdóttir opnar sýninguna "Inni" í sal Svartfugls og Hvítspóa laugardaginn 29. október klukkan 14. Sýningin stendur til og með 13. nóvember og verður opin alla daga frá 13-17. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Ráðherrar funda vegna BASREC

RÁÐHERRAFUNDUR BASREC-ríkjanna var haldinn í Reykjavík í vikunni, en BASREC er heiti á orkumálasamtarfi ríkja í Eystrasaltsráðinu. Andris Piebalgs, orkumálastjóri Evrópusambandsins, ávarpaði fundinn. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 125 orð

Reiðubúin til sameiningar

Húsavík | Bæjarstjórn Húsavíkurbæjar fjallaði á fundi sínum í vikunni um þá stöðu sem uppi er í sameiningarmálum sjö sveitarfélaga í sýslunni og þá sérstaklega það atriði hvernig takast skyldi á við stöðuna ef sameining yrði samþykkt í a.m.k. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 319 orð

Ritstjórar DV dæmdir fyrir eina setningu af fjórum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Mikael Torfason, ritstjóra DV, og Illuga Jökulsson, fyrrum ritstjóra, í 50 þúsund króna sekt hvorn fyrir ummæli sem birtust á forsíðu blaðsins í október 2004 um tiltekinn mann. Ummælin þóttu meiðandi. Meira
29. október 2005 | Erlendar fréttir | 404 orð | 1 mynd

Rússar segja sum olíuskjöl fölsuð

Moskvu, París. AP. | Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að nokkur þeirra skjala sem lögð hefðu verið fram í tengslum við rannsókn á ólöglegum greiðslum fyrirtækja til Íraka væru fölsuð. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð

Sagði af sér formennsku

GARÐAR Baldvinsson hefur látið af formennsku í Félagi ábyrgra feðra vegna samskiptaörðugleika í stjórn félagsins. Stefán Guðmundsson hefur tekið við formennskunni af Garðari. Á stjórnarfundi 24. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð

Samið um byggingu skólamiðstöðvar

Fáskrúðsfjörður | Sveitarstjórn Austurbyggðar hefur ákveðið að ganga til samninga við Tré og steypu ehf. um byggingu nýrrar skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 237 orð

Samið um sjúkraflug til næstu 5 ára

MÝFLUG og Landsflug munu sjá um sjúkraflug næstu fimm árin, en ákveðið var að taka tilboðum félaganna í flugið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 767 orð | 1 mynd

Sitja ekki við sama borð

Eftir Andra Karl andri@mbl.is Skólinn á að aðlaga sig nemendum en ekki öfugt Foreldrar barna sem glíma við fötlun eða aðrar sérþarfir þurfa oft að berjast fyrir því að rétturinn til náms í almennum grunnskóla sé virtur. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 62 orð

Situr áfram í gæslu vegna fíkniefna

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um smygl á verulegu magni af fíkniefnum til landsins með póstsendingum. Sætir hann gæsluvarðhaldi til 4. nóvember. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 470 orð | 1 mynd

Spurning um hæfi dómara til að túlka eigin lagasmíðar

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 227 orð

Starfsemin í gangi næstu mánuði

SKINNAIÐNAÐUR Akureyri sagði um 40 manns upp störfum sl. sumar og áttu flestar uppsagnirnar að koma til framkvæmda um næstu mánaðamót. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð

Umhverfismál | Fræðslu- og umræðufundur um umhverfismál og staðardagskrá...

Umhverfismál | Fræðslu- og umræðufundur um umhverfismál og staðardagskrá 21 verður haldinn í Dalvíkurskóla sunnudaginn 30. október kl. 13:30. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Uppsagnir í rækjuvinnslu

FYRIRTÆKIÐ Þormóður rammi - Sæberg hf hefur sent níu starfsmönnum í Siglufirði uppsagnarbréf vegna hagræðingar í rækjuvinnslu fyrirtækisins í Siglufirði. Verður framvegis unnið á einni vakt í vinnslunni. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að gerð skuli jarðgöng framhjá einum hættulegasta kafla vegarins um Óshlíð hefur vakið mikla umræðu meðal bæjarbúa í Bolungarvík. Göngin sem ákveðið er að gerð verði á næsta ári verða um 1. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Útgáfurétturinn seldur til Þýskalands

UNDIRRITAÐUR hefur verið útgáfusamningur við þýska útgáfufyrirtækið Lübbe um útgáfu skáldsögunnar Aftureldingar eftir Viktor Arnar Ingólfsson í Þýskalandi. Bókin kemur út hér á landi hjá Máli og menningu í dag. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Var Gamli sáttmáli tilbúningur?

SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands heldur árlegan minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar í dag, laugardag. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Verðlaunaðar fyrir að stuðla að kærleiksþjónustu

DJÁKNUNUM Unni Halldórsdóttur og Ragnheiði Sverrisdóttur hafa verið veitt verðlaun fyrir að stuðla að eflingu kærleiksþjónustu í íslensku þjóðkirkjunni. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Verðlaun fyrir lokaverkefni í ferðamálafræðum

FERÐAMÁLASETUR Íslands veitir nú í fyrsta sinn 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Vilja kaupa Já og byggja upp á Ísafirði

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is BÆJARSTJÓRINN á Ísafirði hefur óskað eftir fundi með forsvarsmönnum fyrirtækisins Já, dótturfyrirtæki Símans, um hugsanleg kaup fjársterkra aðila á Ísafirði á fyrirtækinu. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Vilja leysa úr ágreiningi

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur austurland@mbl.is Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur að rétt sé að leysa úr þeim ágreiningi sem verið hefur um samning vegna sölu Eiða til Sigurjóns Sighvatssonar og Sigurðar Gísla Pálmasonar, sem stofnuðu Eiða ehf. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Yfirgefinn álftarungi

ÁLFTARUNGI sem sat eftir á Bakkatjörn þegar foreldrar hans og systkin flugu suður á bóginn bar sig aumlega þegar vegfarendur og starfsmenn Seltjarnarnesbæjar urðu varir við hann á dögunum. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 388 orð

Yfirlýsing frá Húsasmiðjunni

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Húsasmiðjunni: "Húsasmiðjan hf. tilkynnti sl. mánudag 24. október, fyrst íslenskra fyrirtækja, VERÐVERND á heimilis- og byggingarvörum. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 401 orð

Yfirlýsing frá Höfuðborgarsamtökunum

EFTIRFARANDI yfirlýsing hefur borist frá Höfuðborgarsamtökunum: "Höfuðborgarsamtökin undrast ótrúlegt og óskammfeilið uppátæki hagsmunasamtakanna Áfram í Dalvíkurbyggð að hrinda af stað undirskriftasöfnun til að negla niður flugvöll í Vatnsmýrinni... Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 207 orð | 1 mynd

Yngra fólk meirihluti offitusjúklinga

Eyjafjarðarsveit | Forsvarsmenn flestra verkalýðsfélaga á Akureyri heimsóttu endurhæfingardeild FSA í Kristnesi og afhentu veglega peningaupphæð fyrir hönd sjúkrasjóða félaganna. Meira
29. október 2005 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

ÞÓRÐUR GUÐJÓNSSON

ÞÓRÐUR Guðjónsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 27. október, 82 ára að aldri. Þórður fæddist að Ökrum á Akranesi 10. október 1923. Foreldar hans voru hjónin Ingiríður Bergþórsdóttir og Guðjón Þórðarson. Meira
29. október 2005 | Erlendar fréttir | 720 orð | 1 mynd

Æskuár mörkuð ofbeldi og dauða í Írak

Bagdad. Los Angeles Times. | Mohammed Khalaf, 13 ára, og yngri bróðir hans, Ahmed, höfðu gert hlé á fótboltaleiknum til að þiggja sælgæti af bandarískum hermönnum þegar jeppa var ekið inn í þrönga götuna. Meira

Ritstjórnargreinar

29. október 2005 | Staksteinar | 260 orð | 1 mynd

Eiga að hugsa sig um tvisvar!

Í nýjasta hefti af The Economist er repúblikönum í Bandaríkjunum ráðlagt að hugsa sig um tvisvar áður en þeir hefji árásir á Patrick Fitzgerald, sérstakan saksóknara í Plame-málinu. Meira
29. október 2005 | Leiðarar | 457 orð

Múturnar og málstaðurinn

Fyrirtæki í 66 löndum eru bendluð við mútur í Írak í tengslum við olíusöluáætlun Sameinuðu þjóðanna á árunum 1996 til 2003 samkvæmt skýrslu óháðrar nefndar, sem rannsakaði málið. Í skýrslunni kemur fram að um 2. Meira
29. október 2005 | Leiðarar | 388 orð

Staðan í varnarmálum

Síðustu daga hafa birtzt misvísandi fréttir um stöðu mála í viðræðum við Bandaríkjamenn um framkvæmd varnarsamningsins á milli þessara tveggja þjóða. Meira

Menning

29. október 2005 | Myndlist | 103 orð

Afmælissýning Torfa Jónssonar

AFMÆLISSÝNING Torfa Jónssonar, myndlistar- og leturgerðarmanns, verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar í dag kl. 15.00. Torfi hefur starfað sem bókahönnuður bæði hér heima og í Noregi. Sl. Meira
29. október 2005 | Menningarlíf | 102 orð

Af norskum rótum á Akureyri

NÝ sýning verður opnuð í dag í Minjasafninu á Akureyri: Af norskum rótum. Sýningin fjallar um gömul timburhús í Noregi og á Íslandi. Dagurinn hefst með gönguferð kl. 14 undir leiðsögn Finns Birgissonar arkitekts. Meira
29. október 2005 | Leiklist | 926 orð

Annar þáttur

Leikgerð Bjarna Jónssonar á samnefndri bók Böðvars Guðmundssonar. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson, lýsing: Lárus Björnsson, leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir, Búningar: Filippía I. Meira
29. október 2005 | Bókmenntir | 174 orð | 1 mynd

Aukahlutverk í boði

ÞAÐ BÍÐA eflaust margir Íslendingar í ofvæni eftir að fá að lesa nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Vetrarborgina . Biðin er senn á enda en á miðnætti mánudaginn 1. Meira
29. október 2005 | Myndlist | 103 orð

Björg sýnir á Akureyri

BJÖRG Eiríksdóttir opnar sýninguna "Inni" í sal Svartfugls og hvítspóa í dag klukkan 14. Sýningin stendur til og með 13. nóvember og verður opin alla daga frá 13-17. Meira
29. október 2005 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Tveir menn saka Dan Brown , höfund skáldsögunnar Da Vinci lykillinn , um að hafa stolið hugmyndinni að bókinni frá sér. Mennirnir skrifuðu bókina The Holy Blood and the Holy Grail árið 1982. Þar koma m.a. Meira
29. október 2005 | Fólk í fréttum | 84 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Ofurfyrirsætan Kate Moss hefur lokið dvöl sinni á meðferðarstöð í Arizona þar sem hún fór í meðferð vegna kókaínfíknar, að því er umboðsskrifstofa hennar, Storm, greindi frá. Meira
29. október 2005 | Myndlist | 445 orð | 1 mynd

Frumtökin alltaf úti í náttúrunni

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is HANN snarast inn úr dyrunum, léttur á fæti. Grettir sig þó lítillega um leið og hann fær sér sæti og segist vera orðinn "of gamall fyrir þennan kulda". Þú ert orðinn áttræður, segi ég. Meira
29. október 2005 | Tónlist | 435 orð

Geðveiki eða ekki geðveiki

Turnage: Scherzoid; Mendelssohn: Fiðlukonsert; Brahms: Sinfónía nr. 4. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rumon Gamba. Einleikari: Tasmin Little. Fimmtudagur 27. október. Meira
29. október 2005 | Tónlist | 396 orð | 1 mynd

Hátt í 1.000 söngvarar koma saman

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is LANDSMÓT karlakóra verður haldið í Hafnarfirði í dag og er það elsti karlakór landsins, Karlakórinn Þrestir í Hafnarfirði, sem er gestgjafi að þessu sinni. Meira
29. október 2005 | Fjölmiðlar | 28 orð | 1 mynd

...Hemma Gunn

Hemmi Gunn tekur á móti söngglöðum gestum í sjónvarpssal í viku hverri. Gestir kvöldsins eru ungir og upprennandi leikarar, þau Hallgrímur Ólafsson, Gói, Bryndís Ásmundsdóttir og Esther... Meira
29. október 2005 | Hönnun | 58 orð | 1 mynd

Hrafnhildur heiðruð

Textíllist | Hrafnhildur Sigurðardóttir veitti í fyrradag viðtöku norrænu textíllistaverðlaununum við hátíðlega athöfn í Borås í Svíþjóð, fyrst Íslendinga. Meira
29. október 2005 | Fjölmiðlar | 100 orð | 1 mynd

Í beinni á Skjá einum

Í kvöld verða veitt tónlistarverðlaun Norðurlanda, Nordic Music Awards, með pomp og prakt. Meira
29. október 2005 | Myndlist | 1115 orð | 3 myndir

Í leit að hógværri fegurð

Á vinnustofunni er Helgi Þorgils að vaska upp og að því búnu liggur leiðin til Akureyrar, að hengja upp í Listasafninu á Akureyri en sýning á verkum hans hefst þar í dag. Meira
29. október 2005 | Kvikmyndir | 72 orð | 3 myndir

Kvikmyndahátíð sett

KVIKMYNDAHÁTÍÐIN Októberbíófest var sett með pomp og prakt síðastliðið miðvikudagskvöld. Hátíðin hófst með sýningu á dönsku kvikmyndinni Drabet , en leikstjóri myndarinnar, Per Fly, var viðstaddur sýninguna. Meira
29. október 2005 | Kvikmyndir | 481 orð | 1 mynd

Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki Björn Hlynur Haraldsson -...

Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki Björn Hlynur Haraldsson - Reykjavíkurnætur Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir - Stelpurnar Ilmur Kristjánsdóttir - Stelpurnar Nicolas Bro - Voksne Mennesker Þórunn Clausen - Reykjavíkurnætur Leikari/leikkona ársins í... Meira
29. október 2005 | Menningarlíf | 37 orð

Nói sýnir í Mublu

NÓI, Jóhann Ingimarsson, opnar sýningu í húsgagnaversluninni Mublu við Nýbýlaveg 17 í Kópavogi í dag kl. 14. Þar sýnir hann ný málverk og mun sýningin standa fram í nóvembermánuð. Hún er opin á sama tíma og... Meira
29. október 2005 | Tónlist | 516 orð | 1 mynd

Persónuleg og blátt áfram

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is RAGNHEIÐUR Gröndal hefur á stuttum tíma náð að syngja sig inn í hug og hjarta margra Íslendinga. Meira
29. október 2005 | Tónlist | 131 orð | 1 mynd

Rússnesk tónlist fyrir tvö píanó

VOVKA Stefán Ashkenazy og Vassilis Tsabropoulos leika rússneska tónlist fyrir tvö píanó í Tíbrárröð Salarins í dag kl. 16. Salurinn í Kópavogi státar af því að eiga tvo konsertflygla af bestu gerð og munu þessir tveir píanistar taka þá til kostanna. Meira
29. október 2005 | Myndlist | 91 orð

Sigríður sýnir hjá Jónasi Viðar

SIGRÍÐUR Ágústsdóttir opnar í dag sýningu í Jónas Viðar Gallery, Listagilinu, Akureyri. Sigríður stundaði nám í leirlist í listaskólum í Frakklandi og Englandi á áttunda áratugnum. Meira
29. október 2005 | Tónlist | 105 orð | 1 mynd

Stuðtónleikar á Grand Rokk

STUÐTÓNLEIKAR er yfirskrift kvöldsins í kvöld á Grand Rokk en þar stíga á svið hljómsveitirnar Skátar, Æla og Retron. Það er fyrirtækið Grandmother's Records sem stendur fyrir uppátækinu. Meira
29. október 2005 | Kvikmyndir | 141 orð | 1 mynd

Trúðurinn Tommy kominn

ÞAÐ HEFUR trúlega farið fram hjá fáum kvikmyndaunnendum að nú stendur yfir kvikmyndahátíðin Októberfest í Reykjavík. Fjöldi mynda verður sýndur á hátíðinni, sem stendur til 14. nóvember næstkomandi. Meira

Umræðan

29. október 2005 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Að gefa sér staðreyndir

Guðrún Jónína Magnúsdóttir svarar grein Snjólfs Ólafssonar um launamun kynjanna: "Hjá ríkinu var þetta gert þannig að titillinn yfir-eitthvað eða deildar-eitthvað var notaður til að hífa karla upp yfir konur við nákvæmlega sömu störf." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Að grauta öllu saman

Sigurjón Þórðarson svarar Einari Júlíussyni um nýliðun fiskstofna: "Er ekki kominn tími til að tengja og líta upp úr línuritum sem byggð eru meira og minna á ágiskuðum og óvissum gögnum ..." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 623 orð | 1 mynd

Breytum áherslunni næstu 30 árin

Hildur Friðriksdóttir skrifar í tilefni af nýafstöðnum kvennafrídegi: "Að mínu mati er tímabært að hefja jafnréttisbaráttuna upp á nýtt plan og nýta sér það afl í þjóðfélaginu sem verður þegar umræðan nær að snúa viðhorfi meirihlutans." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Frelsi og ábyrgð ungs fólks

Eftir Bolla Thoroddsen: "Ungt fólk þarf stuðning og upplýsingar til að axla ábyrgð á eigin frelsi." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Frumkvæði og framtíðarsýn; kraftur nýrrar kynslóðar

Eftir Gísla Martein Baldursson: "Það er mjög þýðingarmikið fyrir Reykjavík að Sjálfstæðisflokkurinn beri sigur úr býtum í vor eftir tólf ára valdatíð R-listans, sem nú er allur." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Hvort heldur ylur og þakklæti eða furða og kuldahrollur?

Hörður Zóphaníasson fjallar um málefni Sólvangs í Hafnarfirði: "Það er stundum sagt að verkin tali, en líka verkleysið getur verið sárbeitt tunga sem svíður undan." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 713 orð

Íslenskt mál

jonf@hi.is: "Orðatiltækið reka upp ramakvein vísar til mótmælaóps og á það alllanga sögu í íslensku. Það á rætur í Biblíunni (Matt 2, 18) og er sniðið eftir heiti á borg (Rama) sem kunn er úr ritningunni." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 411 orð | 1 mynd

Íþróttir samfélags-leg þjónusta

Eftir Benedikt Geirsson: "Samfélagsleg þjónusta íþróttafélaga er löngu viðurkennd." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd

"Flæktu ekki líf þitt að óþörfu"

Elva Dögg Melsteð skrifar um Geðorð nr. 6: "Einn liður í því er að gera ekki stórmál úr smámálum..." Meira
29. október 2005 | Bréf til blaðsins | 491 orð

Tónleikar karlakóra og Sinfóníuhljómsveitar í Hafnarfirði

Frá Geir A. Guðsteinssyni: "SAMBAND íslenskra karlakóra, SÍK, var stofnað 10. mars 1928 að frumkvæði Karlakórs Reykjavíkur, Karlakórs KFUM og Söngfélags stúdenta. Það var svo tveimur árum síðar sem fyrsta söngmót SÍK var haldið eða 2. júlí árið 1930 með þátttöku sex karlakóra." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 397 orð | 1 mynd

Útboðsmál Reykjavíkurborgar

Helgi Bogason svarar grein Kristins J. Gíslasonar: "...skrif Kristins litast af vanþekkingu höfundar á innkaupamálum..." Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 442 orð | 1 mynd

Útrýmum kynbundnum launamun

Lúðvík Geirsson skrifar um aðgerðir til að uppræta launamun kynjanna hjá starfsfólki Hafnarfjarðarbæjar: "Það er von mín að með þessum aðgerðum náum við að vinna endanlega bug á kynbundnum launamun hjá Hafnarfjarðarbæ." Meira
29. október 2005 | Velvakandi | 242 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Íslenskt kvennafrí í Mósambík ÞRJÁR konur sem starfa hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) í Mósambík tóku sér frí á mánudaginn í tilefni af kvennafrídeginum líkt og konur á Íslandi gerðu. Þær lögðu niður vinnu upp úr 14. Meira
29. október 2005 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd

Öfugmælavísa - "Eðlilegur launamunur kynjanna"!

Elín G. Ólafsdóttir svarar grein Snjólfs Ólafssonar um launamun kynjanna: "Sjónarmið eins og þau sem borin eru á borð í téðri grein ganga þvert á áratugalanga, þrotlausa baráttu fyrir launajafnrétti og samábyrgð á heimilishaldi, starfsframa og jöfnum tækifærum beggja kynja." Meira

Minningargreinar

29. október 2005 | Minningargreinar | 470 orð | 1 mynd

FRIÐRIK ÁSGEIR HERMANNSSON

Friðrik Ásgeir Hermannsson fæddist á Ísafirði 28. september 1971. Hann lést í sjóslysi 10. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 23. september. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 3620 orð | 1 mynd

FRÍÐA DAGMAR SNORRADÓTTIR

Fríða Dagmar Snorradóttir fæddist í Bolungarvík 22. mars 1944. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsi Ísafjarðar miðvikudaginn 19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Snorri H. Jónsson, f. í Skálavík 8. apríl 1911, d. 9. nóvember 1990, og Þorbjörg J. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 1405 orð | 1 mynd

GUÐRÚN BALDVINSDÓTTIR

Guðrún Baldvinsdóttir fæddist í Hrísey 8.10. 1925. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18.10. síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elín Ágústa Valdimarsdóttir og Baldvin Bergsson. Guðrún átti einn bróður, Valdimar. Hinn 17.11. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 289 orð | 1 mynd

HELGA KATRÍN GÍSLADÓTTIR

Helga Katrín Gísladóttir fæddist á Hamraendum í Hraunhreppi í Mýrasýslu, 7. júlí 1938. Hún andaðist á Háskólasjúkrahúsi, Fossvogi, 28. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 14. október. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 2213 orð | 1 mynd

JÓHANN GUÐMUNDSSON

Jóhann Guðmundsson fæddist á Ísafirði 9. júní 1942. Hann lést á heimili sínu Hlíf 2 á Ísafirði 18. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Lára Hulda Veturliðadóttir, f. 26. mars 1921, d. 14. febrúar 1991, og Guðmundur Markús Ólafsson, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 2889 orð | 1 mynd

KONKORDÍA SIGURBJÖRG ÞORGRÍMSDÓTTIR

Konkordía Sigurbjörg Þorgrímsdóttir fæddist í Syðra-Tungukoti (nú Brúarhlíð) í Blöndudal 2. júní 1922. Hún lést á líknardeild Landspítala - Háskólasjúkrahúss hinn 21. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 1765 orð | 1 mynd

KRISTJÁN EINARSSON

Kristján Einarsson fæddist á Hrjóti í Hjaltastaðaþinghá 29. október 1921. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt laugardagsins 8. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 3397 orð | 1 mynd

ÓLAFUR ERLENDSSON

Ólafur Erlendsson fæddist á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu 24. apríl 1926. Hann lést á sjúkrahúsi í Tallinn í Eistlandi hinn 17. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Erlendur Ólafsson, f. 1897, d. 1994, og Anna Jónsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 2606 orð | 1 mynd

SIGRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR

Sigrún Ágústsdóttir fæddist á Núpi undir Eyjafjöllum 14. nóvember 1910. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 23. október síðastliðinn. Sigrún var dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Ágústs Guðmundssonar. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 790 orð | 1 mynd

SIGURVIN GUÐMUNDSSON

Sigurvin Guðmundsson fæddist á Sæbóli á Ingjaldssandi 24. desember 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 25. október. Foreldrar hans voru Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 15.12. 1890 á Hellnum á Snæfellsnesi, d. 22.9. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 1267 orð | 1 mynd

ÞÓRA STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR

Þóra Steinunn Stefánsdóttir fæddist á Arnarstöðum í Núpasveit í Norður-Þingeyjarsýslu 12. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 19. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oktavía Stefanía Ólafsdóttir, f. 30. september 1891, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2005 | Minningargreinar | 5017 orð | 1 mynd

ÖRN EINARSSON

Örn Einarsson fæddist í Reykjavík 31. desember 1947. Hann lést af slysförum hinn 20. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristínar Þ. Ottesen og Einars Sigurðssonar. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. október 2005 | Sjávarútvegur | 163 orð | 1 mynd

Aðalbjörg sf. hlaut umhverfisverðlaun LÍÚ

Aðalbjörg sf. hlaut Umhverfisverðlaun LÍÚ árið 2005. Þetta er í sjöunda sinn sem LÍÚ efnir til umhverfisverðlauna meðal aðila innan samtakanna sem þykja hafa skarað fram úr á því sviði. Hlaut Aðalbjörg sf. Meira
29. október 2005 | Sjávarútvegur | 604 orð

Aðhalds og festu verði gætt í stjórn efnahagsmála

AÐALFUNDUR LÍÚ vill að stjórnvöld varði stefnu aðhalds og festu í stjórn efnahagsmála í samhentu átaki með Seðlabankanum. Hann leggur til að söluandvirði Símans verði varið til kaupa á gjaldeyri til að sporna við háu gengi krónunnar. Meira
29. október 2005 | Sjávarútvegur | 418 orð | 1 mynd

Viljum leggja okkar af mörkum til að sátt náist

"Við í Samfylkingunni viljum leggja okkar af mörkum til að sátt náist í greininni, það á að vera hlutverk stjórnmálamanna og útgerðarmanna að skapa forsendurnar fyrir henni. Meira

Viðskipti

29. október 2005 | Viðskiptafréttir | 66 orð

ANZA kaupir netafrit.is

ANZA hefur keypt rekstur netafrit.is sem hefur boðið þjónustu sína á samnefndri vefsíðu og séð um afritun tölvugagna. Meira
29. október 2005 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Flaga hækkaði mest

HEILDARVELTA í Kauphöll Íslands í gær nam tæplega 26,1 milljarði króna, þar af var velta með hlutabréf fyrir um 5 milljarða. Mest hækkun varð á bréfum Flögu, 9,7%, en mest lækkun varð á bréfum Kögunar, 1,3%. Meira
29. október 2005 | Viðskiptafréttir | 203 orð | 1 mynd

Góð afkoma hjá Landsbanka

HAGNAÐUR Landsbanka Íslands hf. fyrstu níu mánuði ársins 2005 nam rúmum 16,2 milljörðum króna eftir skatta. Meira
29. október 2005 | Viðskiptafréttir | 149 orð

Hagstæðar kennitölur í kaupum á Sterling

Í KYNNINGU FL Group á kaupunum á Sterling er samanburður á verðkennitölum félagsins og annarra lágfargjaldaflugfélaga. Meira
29. október 2005 | Viðskiptafréttir | 244 orð | 1 mynd

Methalli á vöruskiptum við útlönd

METHALLI var á vöruviðskiptum við útlönd á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Hallinn nam 71,7 milljörðum króna og jókst um 47,3 milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra en þá var hann 24,4 milljarðar. Meira
29. október 2005 | Viðskiptafréttir | 190 orð | 1 mynd

Mjög gott uppgjör KB banka

HAGNAÐUR KB banka á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam 35,6 milljörðum króna. Þetta er ríflega 22 milljarða aukning miðað við sama tímabili á síðasta ári. Meira
29. október 2005 | Viðskiptafréttir | 342 orð | 1 mynd

Ríkið niðurgreiðir útlánsvexti ÍLS

VERÐTRYGGÐIR útlánsvextir Íbúðalánasjóðs (ÍLS) til 20 ára eru nú lægri en vextir á útgefnum skuldbréfum sjóðsins til um það bil sama tíma, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum greiningardeildar KB banka. Meira
29. október 2005 | Viðskiptafréttir | 143 orð

Tekjur Jarðborana aukast um 30%

JARÐBORANIR voru reknar með 510 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins og jókst hagnaðurinn um 189 milljónir miðað við sama tímabil í fyrra. Meira

Daglegt líf

29. október 2005 | Ferðalög | 346 orð | 1 mynd

Dýrasta hótelherbergi í heimi

EF draumurinn er að synda innan um hákarla, að vísu með gler á milli, sjá Hollywood-stjörnur í bikiníi eða gista á dýrasta hótelherbergi í heimi er The Atlantis Resort hótelið á Bahama-eyjum í Karíbahafinu staðurinn. Meira
29. október 2005 | Ferðalög | 170 orð | 1 mynd

Ferðavefur um Austurland Ferðamálasamtök Austurlands hafa opnað nýjan...

Ferðavefur um Austurland Ferðamálasamtök Austurlands hafa opnað nýjan ferðavef á slóðinni www.east.is. Meira
29. október 2005 | Ferðalög | 694 orð | 3 myndir

Gist á gömlu kommúnistahóteli

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Meðlimir saumaklúbbsins P-pillunnar og makar þeirra voru mikið búnir að hlakka til utanlandsferðar, sem farin var í september síðastliðnum til Ungverjalands. Meira
29. október 2005 | Daglegt líf | 2168 orð | 3 myndir

Hvernig finnst þér Sigurður vera á litinn?

Þeir sem eru svo heppnir að búa yfir því sem kallað er samskynjun, finna til dæmis bragð af orðum eða sjá myndir þegar þeir hlusta á tónlist. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvær systur sem sjá orð í litum. Fyrir þeim er Rut hvít á litinn en Jón er dökkblár. Meira
29. október 2005 | Ferðalög | 91 orð

Madríd er óperuborg

Madríd er staðurinn fyrir óperuunnendur um þessar mundir. Verkefninu Madrid Opera In (MOI) er beint að óperuáhugafólki sem vill komast á sýningar í el Teatro Real í Madríd. Meira

Fastir þættir

29. október 2005 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

90 ÁRA afmæli . 1.nóvember nk. er níræður Albert Jónasson, fv. bifreiðastjóri, Nökkvavogi 44 . Albert og fjölskylda taka á móti gestum sunnudaginn 30. október í Gyllta salnum, Hótel Borg klukkan 15-19. Blóm og gjafir... Meira
29. október 2005 | Fastir þættir | 268 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

HM í Portúgal. Meira
29. október 2005 | Fastir þættir | 943 orð | 2 myndir

Eins og að vakna í draumi

Nýliðinn sunnudag varð Magnus Olafson frá Norður-Dakóta í Bandaríkjunum 85 ára og hélt hann upp á afmæli sitt á Íslandi í fyrsta sinn. Hann var jafnframt útnefndur heiðursfélagi Þjóðræknisfélags Íslendinga í fyrri viku. Steinþór Guðbjartsson fylgdi bónda eftir og spjallaði við hann. Meira
29. október 2005 | Í dag | 529 orð | 1 mynd

Gerólíkir höfundar en þó líkir

Halldór Guðmundsson er fæddur í Reykjavík 1956. Hann lauk mag. art. í almennri bókmenntafræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1984. Meira
29. október 2005 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta...

Orð dagsins: Móðir mín og bræður eru þeir, sem heyra Guðs orð og breyta eftir því. (Lúk. 8,21. Meira
29. október 2005 | Fastir þættir | 233 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. Bd3 c5 6. c3 Rc6 7. Rgf3 g6 8. 0-0 Bg7 9. He1 Db6 10. dxc5 Rxc5 11. Rb3 Rxd3 12. Dxd3 0-0 13. h4 Da6 14. De3 b6 15. Rbd4 Rxd4 16. Rxd4 Bd7 17. Dg3 h6 18. Bf4 Kh7 19. a3 Ba4 20. He3 Hae8 21. Hae1 Dc8 22. Meira
29. október 2005 | Fastir þættir | 247 orð | 1 mynd

Tímamótanna minnst

UM helgina voru 130 ár liðin frá því Íslendingar tóku land sunnan við Gimli í Manitoba og byggðu það sem kallað hefur verið Nýja Ísland. Tímamótanna var minnst á ýmsan hátt vestra. Hópur Íslendinga kom til Winnipeg 11. Meira
29. október 2005 | Í dag | 276 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji brá sér í Þjóðleikhúsið í vikunni og sá nýjasta leikrit Ólafs Hauks Símonarsonar, Halldór í Hollywood. Meira

Íþróttir

29. október 2005 | Íþróttir | 1129 orð | 1 mynd

Allir í jakkaföt!

LANGT er síðan jafnlítið hefur gerst yfir sumarmánuðina í NBA deildinni og nú í ár. Að vísu hefur verið jafnmikið um leikmannaskipti og áður, en þau hafa ekki breytt styrkleika liðanna eins mikið og mörg undanfarin ár. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 411 orð | 1 mynd

* ARNAR Viðarsson og Rúnar Kristinsson voru báðir í byrjunarliði Lokeren...

* ARNAR Viðarsson og Rúnar Kristinsson voru báðir í byrjunarliði Lokeren sem gerði 2:2 jafntefli í gær við Anderlecht í belgísku knattspyrnunni. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 146 orð

Bailey farinn frá Grindavík

STJÓRN körfuknattleiksdeildar Grindavíkur hefur ákveðið að leysa bandaríska leikmanninn Damon Bailey undan samningi sínum við félagið og mun nýr bandarískur leikmaður koma til liðsins og leika sem leikstjórnandi en hann heitir Jeremiah Johnson. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 227 orð

Charlton stefnir á heimasigur gegn Bolton

HERMANN Hreiðarsson og félagar í Charlton, sem eru í öðru sæti deildarinnar, taka á móti Bolton á The Valley í dag, en Bolton er í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Charlton. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 231 orð | 1 mynd

Djurgården mætir venslaliðinu í bikarúrslitum á Råsunda

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÚRSLITALEIKURINN í sænsku bikarkeppninni í knattspyrnu verður háður á Råsunda leikvangnum í Stokkhólmi í dag en þar leiða saman hesta sína nýkrýndir meistarar Djurgården og Åtvidaberg sem leikur í 1. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 164 orð

Ekkert frágengið hjá FH og Þórði

ÞÓRÐUR Guðjónsson, knattspyrnumaður sem er á mála hjá Stoke City í ensku 1. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 155 orð

Ferguson boðið á vígsluhátíð

GUNNAR Sigurðsson fyrrum formaður rekstrarfélags mfl. og 2. fl. karla hjá Knattspyrnufélagi Akraness segir að hann hafi óskað eftir því að Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United myndi taka þátt í vígsluhátíð á fjölnota íþróttahúsi næsta vor. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 300 orð | 1 mynd

Ferguson segist ekki geta keppt við Chelsea

MANCHESTER United hefur ekki lengur tök á að keppa við Chelsea um kaup á knattspyrnumönnum. Í staðinn hyggst félagið efla þjálfun ungra knattspyrnumanna og freista þess þannig að ala upp öfluga knattspyrnumenn og þannig reyna að halda í við Chelsea. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Gary Neville vonast til að spila fljótlega

GARY Neville, hægri bakvörður Manchester United og enska landsliðsins, er á góðum batavegi. Neville hefur ekkert leikið með United síðan hann varð fyrir nárameiðslum í Evrópuleiknum gegn ungverska liðinu Debrecen í ágúst. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 334 orð | 1 mynd

* GUNNLAUGUR Erlendsson körfuknattleiksmaður úr KR er með rifinn liðþófa...

* GUNNLAUGUR Erlendsson körfuknattleiksmaður úr KR er með rifinn liðþófa í hné og verður hann frá keppni til áramóta. Á heimasíðu KR-inga er greint frá þessu og þar er sagt að mikil meiðsli herji á leikmannahóp liðsins. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 442 orð | 2 myndir

Hápunkturinn á ferlinum

ÚRSLITIN ráðast í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ljóst er að Íslendingur verður Noregsmeistari þetta árið og Skagamaður að auki. Árni Gautur Arason, markvörður Vålerenga, getur orðið norskur meistari í sjöunda sinn en Jóhannes Þór Harðarson, miðjumaður í Start, í fyrsta sinn. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 131 orð

Jóhann í raðir Grindvíkinga

JÓHANN Helgason, 21 árs gamall miðjumaður sem leikið hefur með KA-mönnum, hefur ákveðið að ganga í raðir Grindvíkinga og gera þriggja ára samning við Suðurnesjaliðið. Jóhann lék 15 leiki með KA-mönnum í 1. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 185 orð

Keflavík tapaði öðrum leiknum í röð

ÍSLANDSMEISTARALIÐ Keflavíkur tapaði í gær, 99:81, fyrir BK Riga í Lettlandi í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik karla. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 174 orð

Langir sjúkralistar Boro og United

MIDDLESBROUGH á í nokkrum vanda fyrir leikinn í dag við Manchester United því talsvert vantar í miðju varnarinnar hjá liðinu. Ugo Ehiogu yfirgaf Goodison Park á miðvikudaginn á hækjum, meiddist á hné og verður ekki með í dag. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 53 orð

leikir

LEIKIRNIR í ensku úrvalsdeildinni um helgina, eru: Laugardagur: Wigan - Fulham 11. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Mark Gunnars Heiðars í öðru sæti

GUNNAR Heiðar Þorvaldsson markakóngur sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu skoraði annað fallegasta mark í deildinni að mati þeirra sem tóku þátt í vali á marki ársins hjá sænska dagblaðinu Aftonbladet. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 217 orð

Meistarar Chelsea stefna að meti

MEISTARARNIR í Chelsea fá Blackburn í heimsókn í dag á Stamford Bridge en þar hafa Eiður Smári Guðjohnsen og félagar ekki tapað leik síðan Jose Mourinho tók við liðinu. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 340 orð | 1 mynd

Montgomerie heldur sínu striki á Valderama

COLIN Montgomerie lék vel á öðrum keppnisdegi á Volvo meistaramótinu á Valderama vellinum á Spáni í gær og stefnir óðfluga á að verða tekjuhæsti kylfingur Evrópumótaraðarinnar í áttunda skipti á sínum ferli. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 139 orð

Pardew semur við West Ham til 5 ára

ALAN Pardew knattspyrnustjóri West Ham er búinn að samþykkja að rita nafn sitt undir nýjan fimm ára samning við félagið og er reiknað með gengið verði endanlega frá samningi þess efnis eftir leik West Ham og Liverpool á Anfield í dag. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 119 orð | 2 myndir

Prinsinn æfði með Charlton

HERMANN Hreiðarsson og félagar í Charlton fengu óvænta heimsókn á æfingasvæði félagsins í gær þegar Vilhjálmur Bretaprins mætti á svæðið og tók létta æfingu með leikmönnum. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 1439 orð | 3 myndir

"Ferguson ræður því sem hann vill ráða"

"ÞAÐ er spurning hvort ég haldi með Manchester United eða Alex Ferguson knattspyrnustjóra liðsins, enda fór ég að halda með liðinu um leið og hann tók við starfi sínu sem hann gegnir í dag. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 111 orð

"Verðum betri og betri"

MARTIN Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent Arsenal aðvörun - að leikmenn liðsins geta ekki mætt og bókað sigur fyrirfram á White Hart Lane, en í dag fer fram Norður-Lundúna orrusta á vellinum. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 467 orð

"Við söknum Vieira"

BRASILÍSKI miðjumaðurinn Gilberto sagði í samtali við spænska íþróttablaðið Don Balon í vikunni að það væri ljóst að lið Arsenal saknaði fyrrum fyrirliða síns, Patricks Vieira, sárlega. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Robin van Persie aftur á sinn stað á bekknum

ÞÓ svo að hollenski landsliðsmaðurinn Robin van Persie hafi átt stórgóðan leik með Arsenal gegn Sunderland í deildarbikarkeppninni sl. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 91 orð

Sextán lið í hattinum

ELLEFU úrvalsdeildarlið verða í hattinum þegar dregið verður í 16 liða úrslit í ensku deildarbikarkeppninni í dag kl. 11.10 í beinni útsendingu á Sky sport. Liðin fimm sem eftir eru og leika ekki í úrvalsdeildinni, eru 1. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 220 orð

Slær Reading met?

READING, lið Ívars Ingimarssonar og Brynjars Björns Gunnarssonar, getur í dag slegið met í 134 ára sögu félagsins þegar það mætir Leeds United í ensku 1. deildinni á heimavelli sínum, Madejski Stadium. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 501 orð

Splundruðum vörn þeirra

"Við erum mjög sáttir við úrslit leiksins enda eru Danir með gríðarlega sterkt lið. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 44 orð

staðan

Chelsea 1091024:428 Charlton 961215:919 Tottenham 1054112:619 Wigan 961210:519 Man. Utd 953114:718 Man. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 106 orð

um helgina

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: 1. deild kvenna, DHL-deildin: Digranes: HK - Valur 16.15 Framhús: Fram - Víkingur 15 Seltjarnarnes: Grótta - FH 16. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 222 orð

úrslit

HANDKNATTLEIKUR Fjögurra liða mót í Póllandi Ísland - Danmörk 32:32 Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 8, Alexander Petersson 6, Ólafur Stefánsson 4, Einar Hólmgeirsson 4, Róbert Gunnarsson 4, Jaliesky Garcia 3, Markús Máni Mikaelsson 3. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 95 orð

Valsmenn á Stamford Bridge

LEIKMENN og stjórn bikarmeistara Vals í knattspyrnu verða á meðal áhorfenda á Stamford Bridge í Lundúnum í dag þegar Englandsmeistarar Chelsea taka á móti Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 184 orð

,,Vildi að við hefðum Owen"

STEVEN Gerrard, fyrirliði Evrópumeistara Liverpool, segir að hann vildi óska þess að Michael Owen væri í liði Liverpool. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 104 orð

Wenger er bjartsýnn

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Arsenal geti veitt Chelsea harða keppni um enska meistaratitilinn, en Arsenal er 12 stigum á eftir Chelsea í deildinni, en á leik til góða. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Wenger hefur mikla trú á Paul Burgess

Á UNDANFÖRNUM árum hefur Highbury, heimavöllur Arsenal, fengið fjölmargar viðurkenningar og verið hvað eftir annað útnefndur besti völlur Englands. Maðurinn sem á heiðurinn af því er Paul Burgess, vallarhirðir ársins á Englandi. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 404 orð | 1 mynd

* WIGAN hefur aðeins einn sóknarmann tiltækan í dag þegar liðið mætir...

* WIGAN hefur aðeins einn sóknarmann tiltækan í dag þegar liðið mætir Fulham. Henri Camara er til í slaginn en þeir David Connolly og Jason Roberts eru báðir meiddir. Camara verður því að öllum líkindum í liðinu og það verður þá 50. Meira
29. október 2005 | Íþróttir | 647 orð | 1 mynd

Þeir vona að happatalan sé 13!

LEIKMENN og stuðningsmenn Tottenham Hotspur vonast eftir að 13 sé happatala þeirra í dag, þegar tekið verður á móti erki fjendunum úr Arsenal á White Hart Lane í Norður-London. Meira

Barnablað

29. október 2005 | Barnablað | 614 orð | 2 myndir

Afmælið

Fyrri hluti: Þetta gerðist í júlí, eða 15. júlí á afmælisdegi litlu systur minnar. Hún var að verða 5 ára og við vorum að undirbúa veisluna. Mamma og pabbi höfðu ákveðið að halda veisluna úti. Í fyrra rústuðu nefnilega allir gestirnir húsinu. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 322 orð | 2 myndir

Alma

Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 10 ára? Ég var alltaf á þessum tíma að hlusta á Rokklingana. Ég átti plötuna þeirra og horfði tímunum saman á umslagið og öfundaði krakkana og lét mig dreyma um að vera á umslaginu með þeim. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 21 orð | 2 myndir

Ba bú, ba bú

Ég er sko enginn slökkviliðsmaður heldur er ég alvöru slökkviliðsfíll. Viltu lita mig svo ég verði enn fínni en ég... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 14 orð

Einn góður...

"Hvað ertu nú gamall, Tommi minn?" "Níu." "Og hvað ætlarðu svo að verða?" "Tíu. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 287 orð | 2 myndir

Emilía

Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 10 ára? Ég var voðalega hrifin af Stjórninni og Siggu Beinteins. Mér fannst líka Michael Jackson mjög skemmtilegur. Hvað ertu að hlusta á í dag? Meira
29. október 2005 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Felumynd

Litaðu svæði merkt bókstaf en hafðu svæðin merkt tölustaf ólituð. Hvað skyldi leynast á... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 23 orð | 1 mynd

Fimm eins

12 litlar kanínur fóru að leika sér í Öskjuhlíðinni. 5 þeirra eru systur og eru alveg eins. Finndu þær og litaðu. Lausn... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Fyrirsæta

Margrét Eik, 14 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd. Ætli þetta sé sjálfsmynd? Margrét er greinilega mikill listamaður og á framtíðina fyrir... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 157 orð | 1 mynd

Gerðaskóli

Hæ, hæ! Við heitum Bergrún og Bergsteinn og erum í 6.Á.Ó í Gerðaskóla í Garði. Í Gerðaskóla er mikið um samvinnu og félagslíf er mjög gott. Í honum eru 230 krakkar. Gerðarskóli er þriðji elsti skólinn á Íslandi og varð 133 ára 7. október síðastliðinn. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 84 orð | 2 myndir

Hvað ætlið þið að gera þegar þið verðið fullorðin?

Hvort sem ykkur langar til að verða söngvarar, atvinnumenn í íþróttum, skáksnillingar, líffræðingar eða eitthvað annað, er um að gera að fylgja áhuga sínum eftir og stefna hátt. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Hvar er hatturinn minn ?

Kötturinn með höttinn er búinn að týna fallega hattinum sínum. Hann er afskaplega leiður. Geturðu hjálpað honum að finna... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 299 orð | 2 myndir

Klara

Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 10 ára? Barnabrosplöturnar voru í miklu uppáhaldi, ég söng með þeim öllum stundum og kunni öll lögin. Svo var auðvitað Stjórnin líka í uppáhaldi. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 12 orð | 1 mynd

Kóngulóar maðurinn

Einar Valur, 10 ára, teiknaði þessa flottu mynd af kóngulóarmanninum við... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 12 orð

Lausnir

Kanínurnar sem eru eins eru númer 1, 2, 4, 8 og... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 53 orð

Ljóð

Kína Eitt sinn ég fór til Kína það var eins og bein lína Ég ætlaði að fá mér grjón en því miður átti ég bara einn prjón Þetta er þeirra siður því þýðir ekki að vera með neitt kliður Þeir eru alltaf að spara svona er þetta bara. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 135 orð | 1 mynd

Nylon-stelpurnar

Af um 200 stelpum sem sóttust eftir að fá að taka þátt í þessu mikla Nylon-ævintýri voru aðeins 4 valdar. Ástæðan fyrir því að einmitt Alma, Emilía, Klara og Steinunn urðu fyrir valinu voru ekki eingöngu sönghæfileikar þeirra. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 149 orð

Pennavinir

Hæ, hæ! Ég heiti Sigríður Halla og óska eftir pennavinkonum eða vinum á aldrinum 10-12 ára. Sjálf er ég 11 ára. Áhugamálin mín eru: vinir, öll dýr, fótbolti, tónlist og að teikna. Vinsamlegast látið ljósmynd fylgja með fyrsta bréfi. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 10 orð | 1 mynd

R ö n d ó t t u r k i s i

Lilja Kristín, 9 ára, teiknaði þennan skemmtilega kött alsettan... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Sjálfsmynd

Berglind, 5 ára, teiknaði þessa fallegu mynd af sér og húsinu sínu. Heiðgula sólin sendir geisla sína til að hlýja... Meira
29. október 2005 | Barnablað | 42 orð | 2 myndir

Skúraský

Á Íslandi fáum við að kynnast alls konar veðri sem þið ættuð að þekkja ansi vel. Getið þið fundið þessi orð sem eru tengd veðri. Orðin eru falin ýmist lóðrétt, lárétt eða á ská. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 149 orð | 1 mynd

SPARK

Söngskóli Maríu Bjarkar hóf starfsemi sína úti á landi í fyrsta sinn á þessu ári. Skólinn starfaði í sumar í Neskaupstað, á Egilsstöðum, Akureyri og Húsavík. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 331 orð | 2 myndir

Steinunn

Hver var uppáhaldstónlistin þín þegar þú varst 10 ára? Ég á tvær eldri systur og mér fannst mjög flott að hlusta á allt sem þær voru að hlusta á og var það m.a. Michael Jackson. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 153 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku þurfið þið að ráða stærðfræðidulmál. Þegar þið hafið farið í spæjaraleik og fundið lausnina sendið þið okkur hana fyrir 5. nóvember. Munið eftir að láta fylgja með upplýsingar um nafn, heimilisfang og aldur. Meira
29. október 2005 | Barnablað | 13 orð | 2 myndir

Það er svo gaman að tengja!

Tengdu annars vegar tölurnar í réttri röð og hins vegar bókstafina í... Meira

Lesbók

29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 430 orð | 1 mynd

AATCTGACCCTTCTGAAG

Höfundur: Guðmundur Eggertsson. 188 bls. Útgefandi er Bjartur. - Reykjavík 2005. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2288 orð | 1 mynd

Af kjötvélum og vélmennum

Í dag klukkan 14 flytur Kristinn R. Þórisson fimmta fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni "Veit efnið af andanum? Af manni og meðvitund" sem nefnist ,,Vélvitund, meðvitund og sjálfsvitund í kjötvélum og vélmennum". Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 832 orð | 2 myndir

Aldrei nóg af Kjarval

Opið alla daga frá 10-17. Sýningu lýkur 19. mars 2006. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 866 orð | 1 mynd

Ást og dauði í freðmýrinni

eftir James Meek. 384 bls. Árni Óskarsson þýddi. Bjartur 2005. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 911 orð | 1 mynd

Eftirsóttir hasarkarlar Hong Kong

Eftir að Kína opnaðist hafa kvikmyndagerðarmenn frá Hong Kong haft í nógu að snúast í austri sem vestri. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 665 orð

Eilíf bið

! Þessum pistli beini ég til allra barnanna sem lesa sig í gegnum fyrstu opnur Lesbókarinnar á laugardagsmorgnum af tómri slysni áður en þau átta sig á því að þetta er ekki Barnablaðið . Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 368 orð

Einu sinni saga

#3 Bróðir minn tók ekki annað í mál en að vernda mig. Hann keypti handa systur sinni kjól, sokkabuxur og kápu. Handa sjálfum sér hníf. Þú er litla systir mín. Ef einhver nauðgar þér mun ég opna líkama nauðgarans og hræra í kviðnum með þessum hér. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 202 orð | 1 mynd

Eldhuginn Jörundur

JPV ÚTGÁFA hefur gefið út sögulega skáldsögu eftir Ragnar Arnalds sem heitir Eldhuginn - Sagan um Jörund hundadagakonung og byltingu hans á Íslandi. Hann var stríðsfangi Breta. Danirnir hötuðu hann og litu á hann sem svikara. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 477 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Það þykir jafnan fréttnæmt innan bókmenntaheimsins þegar Gabriel García Márquez sendir frá sér nýja bók, en nú fyrir skemmstu kom út á ensku fyrsta skáldsaga höfundarins í tíu ár. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 451 orð | 3 myndir

Erlendar kvikmyndir

KVIKMYNDIN Goodfellas var valin besta kvikmynd allra tíma í skoðanakönnun sem kvikmyndatímaritið Total Film stóð fyrir á dögunum. Talsmaður blaðsins sagði niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 421 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

New York-rapparinn DMX á yfir höfði sér sextíu daga fangelsisvist eftir að hann gerðist sekur um að rjúfa skilorð sem hann var dæmdur í eftir umferðaróhapp á John F. Kennedy-flugvelli í júní á síðasta ári. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 171 orð | 1 mynd

Fegurðarsamkeppni

Hjá Almenna bókafélaginu er komin út Brosað gegnum tárin - Fegurðarsamkeppnir á Íslandi eftir Sæunni Ólafsdóttur . Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1527 orð | 1 mynd

Félagslegur darwinismi

Tilraunir nítjándu aldar manna til að nota líffræðilegar þróunarkenningar til að rökstyðja stjórnmálaskoðanir eða hugmyndir um mannlífið og mannlegt samfélag eru stundum kallaðar einu nafni félagslegur darwinismi. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1178 orð | 1 mynd

Fjölmiðlar í knöppu máli

Þorbjörn Broddason, prófessor í félagsfræði, hefur sent frá sér bók um fjölmiðla frá upphafi ritlistar til samtímans, Ritlist, prentlist, nýmiðlar . Í bókinni er meðal annars komið inn á deilur um fjölmiðlafrumvarpið sem staðið hafa undanfarin misseri hérlendis. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 994 orð | 2 myndir

Fjölskyldualbúm

Til 4. desember. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 11-17. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 640 orð | 1 mynd

Fyrir þýskukennara og þungarokkara

Fyrir helgi kom út ný plata með þýsku sveitinni Rammstein. Þetta er fimmta hljóðversskífa eldkláru rokkaranna og ber hún nafnið Rosenrot. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1096 orð | 1 mynd

Góður hlutur er líka vondur hlutur

Hver er staða listamanna gagnvart útboðsaðilum? Og er stórfyrirtækjum í almannaeigu í raun stætt á því að hefta listrænt frelsi listamanna og leggja þeim lífsreglurnar í samkeppnum? Þessar og fleiri spurningar hafa vaknað í umræðum um samkeppni Landsvirkjunar um listaverk við Kárahnjúkavirkjun. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 33 orð

Haustið 2005

Haustið brast óvænt á tók völdin umsvifalaust sumarið fékk ekki rönd við reist haustið hrifsaði skrúða þess með ísköldum hryðjum nú drúpa aspir lauflausum greinum og sakna. Guðrún Gunnarsdóttir Höfundur fæst við... Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2785 orð | 4 myndir

Hátæknileg hátíska

Heimur tímaritanna er gríðarlega margbrotinn. Gefin eru út tímarit um nánast alla skapaða hluti. Eitt þeirra nefnist T3 og fjallar um nýjustu tækni og vísindi. Áherslan er þó nokkuð önnur heldur en í samnefndum sjónvarpsþætti. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 439 orð | 3 myndir

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Líkami og sál...

Hið íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Líkami og sál: Hugmyndir, þekking og aðferðir í hjúkrun eftir Kristínu Björnsdóttur . Í bókinni er fjallað um tilurð og mótun hjúkrunarstarfsins á Vesturlöndum frá miðri nítjándu öld. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 677 orð | 1 mynd

Hjartað sleppir úr slagi

Flestir ættu að þekkja þá skemmtilegu tilfinningu að koma í stórar tónlistarverslanir erlendis og láta greipar sópa um hillurnar sem eru uppfullar af stórkostlegri tónlist á dásamlega lágu verði - miðað við það sem við eigum að venjast hér á landi. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 195 orð | 1 mynd

Hjá máli og menningu er komin út Kertin brenna niður eftir Sándor Márai...

Hjá máli og menningu er komin út Kertin brenna niður eftir Sándor Márai í þýðingu Hjalta Kristgeirssonar. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 304 orð

Jarðsprengjusvæði

Menningin er eins konar jarðsprengjusvæði. Sumir sem hætta sér inn á það komast aftur út af því án þess að verða nokkurs varir, aðrir springa í loft upp. Þegar stigið er á jarðsprengju breytist lífið, stundum þurrkast það út. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 442 orð | 1 mynd

Litskrúðugir dagar á Hvammstanga

Eyrún Ingadóttir JPV útgáfa 2005 Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 824 orð | 1 mynd

Lífslygin

eftir Björn Þorláksson 191 bls. Tindur bókaútgáfa 2005. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 318 orð | 1 mynd

Ljóð lýsa upp veginn

eftir Gylfa Gröndal. 46 bls. JPV útgáfa. 2005 Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1181 orð | 1 mynd

Loftskipti í fræðunum

Patricia Pires Boulhosa The Northern World 17 Brill: Leiden og Boston 2005 Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 490 orð

Margfalt gler

Til 30. október. Hönnunarsafnið við Garðatorg er opið kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 548 orð

Minningahátíðirnar

Hamingjan felst í því að hafa góða heilsu og slæmt minni," sagði sænska leikkonan Ingrid Bergman . Þetta er eflaust gagnleg afstaða, svona í heildina tekið, ekki síst ef fólk hefur margs að iðrast og sakna. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 390 orð

Neðanmáls

I Bókavertíð er að hefjast eins og sjá má á Lesbók í dag. Við blaðið hefur verið bætt síðum sem fjalla sérstaklega um bækur sem eru að koma út um þessar mundir. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 211 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér barnabókina Ríkey ráðagóða eftir Eyrúnu Ingadóttur . Ríkey er ellefu ára og tekur að sér að passa Dódó litlusystur yfir sumarið þótt hana langi meira til að komast á sjóinn með afa. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 256 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér skáldsöguna Lífið er annars staðar eftir Milan Kundera í þýðingu Friðriks Rafnssonar. Jaromil er afburðabarn að mati móður sinnar, fæddur ljóðskáld og fimur teiknari. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 173 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér bókina Veronika ákveður að deyja eftir metsöluhöfundinn Paulo Coehlo í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 117 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

JPV ÚTGÁFA hefur sent frá sér ljóðabókina Eitt vor enn? eftir Gylfa Gröndal. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 267 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

JPV Útgáfa hefur gefið út Flugdrekahlauparann eftir afganska rithöfundinn Khaled Hosseini í þýðingu Önnu Maríu Hilmarsdóttur. Flugdrekahlauparinn er heillandi skáldsaga um vináttu og svik, ástir og örlög, sakleysi og sekt. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 758 orð

Peningar og daglegt líf

Ég gæti setið og lesið blöðin daginn út og daginn inn hér í Svíþjóð. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 2410 orð | 2 myndir

"...að snerta sárið"

Nýjasta skáldsaga ensk-japanska rithöfundarins Kazuos Ishiguros, Slepptu mér aldrei , er komin út í íslenskri þýðingu. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1102 orð | 1 mynd

Saga um mann sem týnir sér

Ólafur Gunnarsson hefur sent frá sér skáldsöguna Höfuðlausn sem JPV útgáfa gefur út. Ólafur hefur m.a. skrifað Öxina og jörðina sem hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir 2003. Af öðrum skáldsögum Ólafs má nefna þríleikinn Blóðakur, Vetrarferðina og Tröllakirkju. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 503 orð | 1 mynd

Spennusaga með myndum

Dan Brown. Myndskreytt útgáfa. 463 bls. Bjartur, Reykjavík, 2005. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1727 orð | 1 mynd

Stjórnmál, völd og ofbeldi

Hanne-Vibeke Holst er þekktur rithöfundur í Danmörku. Krónprinsessan nefnist skáldsaga hennar sem er komin út í íslenskri þýðingu. Holst var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík og þar náðist tal af henni um verkið og nýja skáldsögu hennar Konungsmorðið . Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 399 orð | 1 mynd

Stóra rennibrautin

Ragnheiður Gestsdóttir Mál og menning 2005 Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 401 orð | 1 mynd

Trénað mannlíf

eftir Gyrði Elíasson. 130 bls. Mál og menning 2005 Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 1750 orð | 2 myndir

Tækifæri og tálsýnir

Barbara Ehrenreich skrifaði bók um láglaunastétt bandarískrar alþýðu og þau hörmulegu kjör sem hún býr við árið 2001 eftir að hafa bókstaflega sett sig í spor þess fólks í tvö ár. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 324 orð

Vakað yfir líki ómennskunnar

Það er með stolti og gleði sem ég tek við bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í dag. Og ég er sérlega ánægður með að það skuli vera Skugga-Baldur sem færir mér þau. Meira
29. október 2005 | Menningarblað/Lesbók | 497 orð | 1 mynd

Yfirreið um Skaga

Höfundur: Sigurjón Björnsson. 187 bls. Útgefandi er Skrudda. - Reykjavík 2005 Meira

Ýmis aukablöð

29. október 2005 | Blaðaukar | 134 orð

Alþjóðlegi psoriasisdagurinn í dag

Alþjóðlegi psoriasis-dagurinn er í dag. Þetta er í annað sinn sem heimsdagurinn er haldinn, en hann þótti takast mjög vel á síðasta ári, segir á vefsíðu Bláa Lónsins. Í tilefni dagsins verður opið hús í lækningalind Bláa lónsins milli kl. 10 og 15. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 199 orð | 1 mynd

Árstíð kuldans

Á Íslandi er það veturinn sem ræður ríkjum, aðrar árstíðir eru svo miklu styttri að þær virðast stundum gleymast alfarið. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 214 orð | 1 mynd

Borgarleikhúsið

Stóra svið, Woyzeck Eftir Georg Büchner. Woyzeck er undirgefinn þræll yfirmanns síns, tilraunadýr læknis og kokkálaður ástmaður. Tónlist: Nick Cave og Warren Ellis. Leikmynd Börkur Jónsson. Leikstjóri: Gísli Örn Garðarsson. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 506 orð | 1 mynd

Búum bílinn undir veturinn

Það eru ekki bara vetrardekkin sem þarf að huga að þegar veturinn gengur í garð. Gott er að fara yfir allan öryggisbúnað og sjá til þess að engu sé ábótavant. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 819 orð | 2 myndir

Dúnninn bestur bæði í kulda og hita

Ólafur Benediktsson hefur séð Íslendingum fyrir dúnsængum og dúnkoddum í yfir 30 ár. Enda hafa margir landsmanna sofið vært á köldum vetrum undir góðum dúnsængum frá Dún og Fiður. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 296 orð

Einfalt mál að hjóla á veturna

Veturinn þarf ekki að koma í veg fyrir að fólk noti reiðhjólið, það er að segja ef ekki er stórhríð og algerlega ófært. Íslenski fjallahjólaklúbburinn (IFHK) veitir ráðleggingar varðandi notkun reiðhjóla á vetrum á vefsíðu sinni. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 484 orð | 2 myndir

Evrópskt tölvuökuskírteini

Þegar vetrar og skammdegið verður alls ráðandi er kannski ekki úr vegi að bæta á þekkingu sína og færni á einhverju sviði. Námskeið eru í boði á mörgum stöðum og margt hagnýtt er hægt að taka sér fyrir hendur, eins og til dæmis tölvunám. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 204 orð | 1 mynd

Froða sem ver húðina

Proderm er skjótvirk hjálp við ýmsum húðvandamálum. Anna Björg Hjartardóttir hjá Celsus ehf. heildsölunni sem flytur Proderm inn benti Vetri á þessa vöru sem góða hjálp gegn húðvandamálum sem fylgja oft miklum kuldum. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 568 orð | 4 myndir

Fræg gúllassúpa, varð til fyrir slysni

Á veturna þarf maður kjarnmikið og gott fæði, á því leikur enginn vafi. Hún Sigríður Vilhjálmsdóttir sem er matreiðslumeistari á Kringlukránni kann ekki að meta kuldann og kannski er það þess vegna sem gúllassúpan hennar er svona dúndurgóð. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 398 orð | 2 myndir

Föðurland vort hálft er...úr silki

Síðu nærbuxurnar eru hluti af þeim útbúnaði sem þarf að gera ástandskönnun á þegar kólnar í veðri. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 537 orð | 1 mynd

Gott grip með loftbóludekkjum

Snjór er víða kominn og margir farnir að huga að því að skipta yfir á vetrardekk. Á dekkjaverkstæðunum stendur vertíðin fyrir dyrum og eins og ævinlega er búist við að biðraðir myndist þegar fyrstu snjóar falla. En hvaða dekk á maður að kaupa? Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 942 orð | 2 myndir

Góð vetrarkápa frá Laxdal

Guðrún Axelsdóttir og maðurinn hennar Einar Eiðsson skiptu út sportvörum fyrir kvenkápur þegar þau söðluðu um í rekstrinum og keyptu hina vel þekktu verslun Bernharð Laxdal. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 143 orð | 1 mynd

Heilsa

Með vetrinum koma kvefpestirnar og flensurnar. Þá þarf að vera vel undirbúinn og passa heilsuna. Dæla í sig vítamínum og borða heilsusamlegt fæði svo að líkaminn geti komið sínum vörnum við. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 406 orð | 1 mynd

Heitt bað gerir veturinn bærilegri

Fátt er betra en að bregða sér í sjóðheitt bað þegar vetur konungur herjar af miskunnarleysi. Og þá er auðvitað upplagt að notfæra sér þá aðstöðu sem utandyra er, til þess að storka bæði kulda og frosti. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 922 orð | 1 mynd

Hilmir á háum hælum

Í huga margra er leikhús tengt vetrinum. Veturinn er framar öðrum árstíðum tími menningar og lista. Því þótti blaðinu kjörið að grípa einn af ástsælustu leikurum þjóðarinnar og spjalla við hann um lífið, leiklistina og veturinn. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 1158 orð | 2 myndir

Hlýjar flíkur í gustinum

Fyrir flesta karlmenn er ekki hlaupið að því að kaupa fallegar flíkur fyrir konuna sína. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 733 orð | 2 myndir

Húðin þarf sitt í kuldanum

Elísabet Arnardóttir er snyrtifræðingur hjá Artica heildsölu sem sérhæfir sig í snyrtivörum fyrir konur jafnt sem karla. Vetur rakst á hana í Kringlunni þar sem hún veitti okkur ráðgjöf fyrir veturinn. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 540 orð | 1 mynd

Húfur sem hlæja á norsku

Hanna Stefánsdóttir rekur verslunina Húfur sem hlæja. Hún hefur stundað reksturinn í tíu ár og hefur sent hlæjandi húfur út um allan heim. Undarlegt nokk þá er mest sala á þessum skrautlegu húfum á sumrin. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 109 orð | 1 mynd

Hús og bíll

Veturinn getur boðið upp á margs konar gleði, gönguferðir, fjallatúra og skemmtun á skíðum eða snjóbrettum, en til þess að njóta þessa verða menn að hyggja að samgöngum og á Íslandi þýða samgöngur oftast nær bíll. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 359 orð | 1 mynd

Jólahlaðborð og annað gómsæti

Það er engin ástæða til annars en að njóta þess sem veturinn hefur upp á að bjóða. Þó að kalt og dimmt sé úti er einatt hlýtt og bjart innan dyra. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 222 orð | 1 mynd

Klæðnaður

Hér á Íslandi þekkjum við kannski ekki þann suðræna sið sem tíðkast sunnar á hnettinum en þar skipta menn víst út öllum fataskápnum eftir árstíðum. Þá er sumarfatnaðinum pakkað niður og vetrarplöggin dregin fram í dagsbirtuna. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 302 orð | 1 mynd

Kveikjum á kerti í skammdeginu

Fæstir Íslendingar búa svo vel að þeir eigi arin í húsakynnum sínum. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 1104 orð | 3 myndir

Lopinn lengir lífið

Þau eru ófá skiptin sem höfuðborgarbúinn brunar í gegnum Mosfellsbæ og um öll hringtorgin sem þar er að finna á leið sinni annað hvort á Þingvöll eða norður í land. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 1269 orð | 2 myndir

Lýsi allt árið

Það veit hvert mannsbarn að lýsi er hollt. Það er nokkuð sem Íslendingar eru aldir upp við. Því segir Árni Geir Jónsson sölu- og markaðsstjóri hjá Lýsi hf. að hann sé í ákaflega þakklátu starfi. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 171 orð | 1 mynd

Matur og drykkur

Í flestum löndum þar sem vetur eru kaldir er ákveðin hefð fyrir heitum drykkjum jafnt áfengum sem óáfengum. Það er mikil stemmning að fara á jólamarkaði í jólaföstunni og dreypa á glöggi, púnsi eða rommtoddý. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 1084 orð | 3 myndir

Með grösum skal land græða

Bókaútgáfan Salka hefur nýverið gefið út fallega bók sem myndvefarinn, rithöfundurinn og grasnytjungurinn Hildur Hákonardóttir hefur skrifað. Ætigarðurinn er bók sem erfitt verður fyrir bókasafnsfræðinga að flokka því hún spannar mörg svið. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 186 orð | 1 mynd

Menning og listir

Að þessu sinni er menningarumfjöllun Veturs tileinkuð leiklistinni. Enda blómstrar leiklistarflóran á veturna og jafnvel íslensk leiklist er í mikilli útrás á erlenda markaði. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 443 orð | 1 mynd

Mætum vetrinum með heitum nuddpotti

Víða í Íslendingasögunum er greint frá laugum manna og er Snorralaug í Reykholti líklega frægust allra lauga í sögu þjóðarinnar. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 208 orð | 1 mynd

Mörsugur á miðjum vetri

Í gömlu rími um mánuði ársins fyrr á tímum kom þetta stef fyrir: "Mörsugur á miðjum vetri, markar spor í gljúfrasetri" en nafngiftin ein sýnir hvern ótta og virðingu menn báru fyrir vetrinum til forna. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 112 orð | 1 mynd

Norrænar hugmyndir um helkulda

Eldgömul munnleg arfleifð taldi fimbulvetur vera undanfara ragnaraka eða heimsendis í norrænum hugarheimi. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 510 orð | 1 mynd

Októberbíófest í nóvember

Á miðvikudaginn var "Drabet" eftir danska leikstjórann Peter Fly sýnd við opnun Októberbíófestar í Reykjavík. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 1116 orð | 3 myndir

Prjónar sér til hita

Prjónablaðið Ýr hefur komið út í sautján ár og það er Auður Kristinsdóttir sem hefur staðið að því frá upphafi. Auður brást vel við þegar Vetur sníkti hjá henni prjónauppskrift að einni góðri vetrarpeysu. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 276 orð

Ráð um soðningu hangikjöts

Hangikjötið heyrir vetrinum og sérstaklega jólunum til, en ýmsar aðferðir eru til við að sjóða það. Hin fróðlega vefsíða lambakjot. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 1049 orð | 1 mynd

Reglusemi skiptir meginmáli

Vetrinum fylgir kalsasamt veður og veðrabrigði sem ýta undir farpestir, kvef og ýmis heilsufarsleiðindi sem flest okkar viljum forðast eftir bestu getu. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 306 orð | 1 mynd

Snjóléttir vetur vegna hlýinda

Snjóleysi stafar annaðhvort af hlýindum eða þurrkum, samkvæmt Vísindavef Háskólans. Þar stendur ennfremur að hlýindi valdi því að sjaldnar snjói en ella og sá snjór sem á annað borð falli hverfi fljótt aftur. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 728 orð | 2 myndir

Stórtækur skóari

Í kjallara í Garðastræti hefur Hafþór Edmond Byrd smíðað og gert við skó í 39 ár. Ef það er einhver sem getur frætt íslenska skóböðla um rétta meðferð á skófatnaði fyrir veturinn þá er það Hafþór. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 374 orð | 1 mynd

Sögulegt hús á Eyrarbakka

Rauða húsið á Eyrarbakka er opið allt árið og þegar veturinn gengur í garð er lögð áhersla á notalegheit og ljúfa stemningu í bland við hressilegar kvöldstundir. Ferðafólk getur gengið að því vísu að opið er alla daga og boðið er upp á mat allan daginn. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 502 orð | 4 myndir

Vandaðu skóvalið

Öllum sem hefur verið ískalt á blautum fótum á frostdegi í skammdeginu er ljóst að vanda þarf val á vetrarskónum. Tryggvi Freyr Elínarson, verslunarstjóri hjá Ecco í Kringlunni getur gefið góð ráð um þetta. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 711 orð | 6 myndir

Vertu vel klæddur á vetrargöngunni

Það er engin ástæða til að hætta við góða gönguferð þótt úti sé kalt og snjór liggi yfir kalinni jörð. Norðan garri er heldur engin afsökun fyrir að halda sig inni, bara þú sért rétt klæddur. Og svo er náttúrulega gaman ef sést til fjalla. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 418 orð | 2 myndir

Vetrardrykkurinn

Sigmar Magnússon er veitingastjóri á Radison Sas Hótel 1919 og hann blandaði sína tillögu að vetrardrykknum fyrir Vetur. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 256 orð

Vetrarferðir með Ferðafélaginu

Fyrir þá sem gjarnan vilja út í guðs hvíta náttúruna er Göngugleði Ferðafélagsins (FÍ) góður valkostur. Gengið verður alla sunnudagsmorgna í vetur kl. 10.30. Mæting er við Mörkina 6 kl. 10.15. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 177 orð | 1 mynd

Veturinn sjúklega kaldur fyrir suma

Kuldi og frost getur verið skaðlegt á ýmsan hátt, meðal annars fá margir ofnæmisútbrot af þessum sökum. Örsjaldan getur kuldi valdið ofnæmislosti. Það orsakast annars vegar af beinni losun mastfrumna en einnig getur verið um IgE-miðlað svar að ræða. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 1725 orð | 1 mynd

Veturinn veitir frelsi

Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri frumsýndi í gærkvöldi verkið Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur á smíðaverkstæði Þjóðleikhússins og Vetur tók hús á honum og fræddist um hvatirnar á bak við þessa sýningu. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 366 orð

Þjóðleikhúsið

Á stóra sviðinu Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símon arson Leikritið byggist á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness 1927 - 1929 þegar Halldór var ungur ofurhugi. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 1824 orð | 1 mynd

Ævintýralegur Yggdrasill

Það eru engin tíðindi að við ættum að borða heilsusamlegan mat. Það gefur augaleið að við ættum öll að fylgjast vandlega með því sem við setjum ofan í okkur. Meira
29. október 2005 | Blaðaukar | 741 orð | 1 mynd

Öryggi fólks ávallt í fyrirúmi

Heimili manna eru heilög vé og mörgum finnst að innbrot séu eins og hálfgerð nauðgun. Að koma heim á köldum vetrardegi eftir að innbrot hefur átt sér stað er nöturlegt og veldur fólki oft langvinnu öryggisleysi og ótta. Meira

Annað

29. október 2005 | Prófkjör | 391 orð

Bílastæðaklukkur virka

Gísli Freyr Valdorsson fjallar um bílastæðaklukkur: "Bílastæðaklukkur með hóflega löngu fríu bílastæði er það sem þarf til þess að koma til móts við bæði verslunareigendur og þá sem sækja þjónustu í miðbæinn." Meira
29. október 2005 | Prófkjör | 103 orð

Styðjum Jón Kr. Óskarsson

Frá Leifi Helgasyni og Viðari Halldórssyni: "ÁSTÆÐUR þess að við viljum Jón Kr. í eitt af efstu sætum á lista Samfylkingar Hafnarfirði í prófkjörinu 5. nóvember nk. eru þær að við höfum kynnst krafti, heiðarleika og víðsýni í öllum hans störfum fyrir hafnfirska jafnaðarmenn á umliðnum árum." Meira
29. október 2005 | Prófkjör | 304 orð

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson - farsæll borgarstjóri

Sturlaugur Þorsteinsson styður Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í Prófkjöri í Reykjavík: "Ég vil því hvetja alla til að taka þátt í prófkjörinu þann 5. nóvember n.k. og fylkja sér um Vilhjálm í fyrsta sætið." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.