Greinar þriðjudaginn 29. nóvember 2005

Fréttir

29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Afhenti trúnaðarbréf í Finnlandi

HANNES Heimisson sendiherra hefur afhent forseta Finnlands, Tarja Halonen, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Finnlandi. Að afhendingu lokinni átti sendiherra fund með forsetanum. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 860 orð | 3 myndir

Albert fursti af Mónakó á leið á norðurpólinn

Einstakar myndir Alberts fursta sýna hvaða afleiðingar gróðurhúsaáhrifin hafa. Á aðeins 100 árum hefur umfang Lilliehöök-jökulsins minnkað um 40%. "Yfirvofandi hætta er á nýrri ísöld eða að stórborgir hverfi undir vatnsborð í framtíðinni. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 85 orð

Ársfundur Verkfræðistofnunar HÍ

ÁRSFUNDUR Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 30. nóvember í Öskju við Sturlugötu kl. 16. Fundurinn í ár er tileinkaður uppbyggingu og útrás verkfræðinnar á sviði heilbrigðis- og fjármálarannsókna. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Barist á móti storminum

VEÐUR hefur verið ýmist stillt eða gengið á með skúrum eða éljum víða um land. Þegar brestur á með hvössu skúraveðri verða menn bara að setja undir sig hausinn og vona að hann skáni fljótlega - eða bara flýta sér í næsta... Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Bílstjóraspjall

Egilsstaðir | Þeir mættust á förnum vegi í morgunsárið, þessir tveir snjóruðningsbílar sem áttu leið um Eiðaveginn. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Bleikar slaufur og stafganga

Reyðarfjörður | Aðalfundur Krabbameinsfélags Austfjarða var haldinn á Reyðarfirði fyrir skemmstu. Félagar eru um 500 á svæðinu frá Norðfirði til Djúpavogs. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 140 orð

Blossinn varir í ár

ÍTALSKIR vísindamenn við háskólann í Pavia telja sig nú hafa sannað að áköf, rómantísk ást vari aðeins í eitt ár. Prótín sem nefnast neurotrophin eru sögð tengjast ástarblossanum og eykst magn þeirra mjög meðan hann varir en dvínar síðan á ný. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 114 orð

Dæmdur í 7 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt mann í sjö mánaða fangelsi óskilorðsbundið vegna ýmissa brota. Vitorðsmaður var einnig dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára. Sá sem hlaut þyngri dóm var m.a. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 607 orð | 1 mynd

Er fyrir löngu hættur að telja

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Sandgerði | "Ég gef mér ekki tíma til að hugsa um annað á meðan ég er að byggja fyrirtækið upp," segir Auðunn Pálsson sem rekur lítið verktakafyrirtæki, A. Pálsson, í Sandgerði. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 528 orð | 2 myndir

Fagna frumvarpi en telja að laga þurfi ýmsa agnúa

ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar fögnuðu á Alþingi í gær frumvarpi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um starfsmannaleigur. Þeir sögðu þó að skerpa þyrfti á ýmsum ákvæðum frumvarpsins. Árni kvaðst vænta þess að frumvarpið yrði afgreitt fyrir jólahlé. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 126 orð

Fagna hugmyndum um stofnun menntaskóla

Borgarnes | Hugmyndinni um stofnun Menntaskóla Borgarfjarðar var fagnað þegar hún var kynnt stjórn Verkalýðsfélags Borgarness á dögunum og tekið var undir óskir um að hann rísi sem allra fyrst. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Fernir tvíburar í Vestri-Pétursey

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalur | Tvær kýr á bænum Vestri-Pétursey í Mýrdal báru tveimur kálfum hvor með mánaðar millibili á dögunum. Er það óvenjuleg frjósemi, að minnsta kosti á þeim bænum. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Fimm þúsund gestir

JÓNA Sigurðardóttir frá Dalvík var fimm þúsundasti gesturinn til að sjá hina vinsælu sýningu Leikfélags Akureyrar á Fullkomnu brúðkaupi. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 297 orð

Framhaldsskólanemar skila auðu í prófum

HAGSMUNARÁÐ íslenskra framhaldsskólanema (HÍF) mótmælir harðlega samræmdum stúdentsprófum, sem halda á 30. nóvember til 2. desember. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 65 orð

Framlengdur frestur | Frestur til að tilkynna framboð í forvali...

Framlengdur frestur | Frestur til að tilkynna framboð í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Akureyri hefur verið framlengdur til 15. desember 2005 og á að senda tilkynningar um framboð á netfangið vgforval@gmail.com. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 726 orð | 3 myndir

Fullkomin og fjölþætt aðstaða í nýrri byggingu í Laugardal

Nýbygging Íþrótta- og sýningahallarinnar í Laugardal verður opnuð formlega og vígð við hátíðlega athöfn í dag. Í byggingunni er m.a. um 5. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Fundu 4 kindur á lífi í Gæsavötnum

FERÐALANGAR sem fóru frá Akureyri upp í Gæsavötn á þremur jeppum á laugardag, urðu heldur hissa þegar þeir sáu kindur híma í myrkri við skálann sem þar er. Fjórar kindur voru á lífi, ein fullorðin og þrjú lömb en ein fullorðin lá þar dauð. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Fyrsti bíllinn yfir Klifhraun

Tímamót voru í vegasamgöngum undir Jökli 26. nóvember. Þá fór fyrsti ferðamannabíllinn um nýgerðan veg sem unnið er við að leggja yfir Klifhraun við Arnarstapa og á sunnudag var þarna nokkur umferð. Verktakafyrirtækið Stafnafell ehf. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Gáfu félagatal Kommúnistaflokksins

LANDSBÓKASAFNI Íslands - Háskólabókasafni hefur verið afhent félagatal Kommúnistaflokks Íslands. Á árabilinu 1930 til 1938 var Kommúnistaflokkur Íslands starfræktur. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Gengið frá lausum endum í rjáfrinu

BJÖRN Einarsson rafvirki var í óða önn að ganga frá lausum endum í rjáfri nýrrar viðbyggingar Laugardalshallar þegar ljósmyndara bar að garði. Húsið verður opnað formlega og vígt í dag og m.a. munu frjálsíþróttamenn sýna listir sínar. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Gráflekka var ekki feig

Ólafsvík | Ein mesta hætta sem kindur komast í er að velta um hrygg, verða afvelta, og þar með ósjálfbjarga og verða þá að bíða þannig dauðans. Stundum kafna þær strax en oftar en ekki fer þá í þær hrafn eða annar vargur. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Grýla og Leppalúði sóttu Húsvíkinga heim á aðventuhátíðinni

Húsavík | Grýla og Leppalúði sóttu Húsvíkinga heim um helgina ásamt nokkrum sona sinna. Tilefni heimsóknarinnar var að Húsvíkingar tendruðu ljós á jólatré bæjarbúa sem stendur í miðbænum, rétt sunnan gamla samkomuhússins. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Hagnaður jólahátíðar rennur til hjálparstarfs

Sandgerði | Það var fullt út úr dyrum og mikið um dýrðir í Samkomuhúsinu í Sandgerðisbæ sl. sunnudag, þegar nemendur sem verið höfðu á námskeiði í Púlsinum í haust, sýndu listir sínar. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Háspennumöstrin kubbuðust í sundur

UM og fyrir helgi kyngdi snjónum niður víða í Þýskalandi og olli það verulegum skemmdum á raforkukerfinu. Það var þó ekki snjórinn, heldur mikil ísing, sem sligaði möstrin og braut þau niður eins og eldspýtur. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 351 orð

Hugsanlegt er að farsóttir komi upp

ÞYRLUFLUG á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan hefur legið niðri síðan á sunnudag vegna veðurs og grúfir mikil og svört þoka yfir svæðinu að sögn Jóns Hafsteinssonar sjúkraflutningamanns sem starfar í þyrluteymi Rauða krossins. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 108 orð

Hundur beit konu til blóðs

LÖGREGLUNNI í Keflavík var í gærdag tilkynnt að hundur hefði bitið konu í hægri fót við hælinn svo blæddi undan. Konan vitjaði læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Hvað verður að loknu jarðlífi?

Pétur Stefánsson fór að velta því fyrir sér hvað tæki við eftir lífið. Þetta varð niðurstaða hugsana hans: Það er skrýtið þetta líf það get ég alveg svarið; Er sálin kveður hold og hlíf hvert verður þá farið? Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 52 orð

Íbúalýðræði | Á fundi stjórnsýslunefndar lagði Kristján Þór Júlíusson...

Íbúalýðræði | Á fundi stjórnsýslunefndar lagði Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og formaður nefndarinnar fram tillögu að erindisbréfi og skipan starfshóps sem á að gera tillögur til nefndarinnar um hvernig hægt væri að efla íbúalýðræði á Akureyri. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Íslandsdeild Spes-samtakanna stofnuð

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is ÍSLANDSDEILD alþjóðlegu Spes-samtakanna var stofnuð nýlega og var fyrsti formaður deildarinnar kjörinn Össur Skarphéðinsson alþingismaður. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Karlakór Hreppamanna fyllti Skálholtskirkju

Skálholt | Karlakór Hreppamanna hélt aðventutónleika í Skálholtsdómkirkju á sunnudagskvöldið en þetta er í fyrsta sinn sem kórinn syngur í þessu tilkomumikla guðshúsi. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 672 orð | 1 mynd

Kostnaður fer úr 5.000 krónum í 7-10 þúsund

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is KOSTNAÐUR við ný vegabréf, sem byrjað verður að gefa út í apríl á næsta ári, verður mun hærri en við eldri vegabréf. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 277 orð

Kostur sem skoða þarf gaumgæfilega

ENGUM dylst að verulega hefur dregið úr umsvifum varnarliðsins á undanförnum árum og jafnvel má segja að starfsemin sé vart svipur hjá sjón miðað við það sem áður var, segir Georg Kr. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Lágmarksiðgjald í lífeyrissjóði hækkað

FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur lagt fram frumvarp um lífeyrissjóði en þar er meðal annars lagt til að lögfest verði hækkun á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði um 2%, úr 10% í 12%, sem verði komin að fullu til framkvæmda 1. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

LEIÐRÉTT

160 tonna hífing Vegna fréttar um hífingu þungs hlass á Reyðarfirði, í Morgunblaðinu í gær, skal það leiðrétt að Happy Ranger lyfti 160 tonna stykki í einni hífingu í fyrsta skipti sem það kom. Nú vó þyngsta stykkið 140 tonn. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Lengja fangelsisvist Aung San Suu Kyi

Yangon. AFP. | Herstjórnin í Myanmar (áður Búrma) hefur lengt stofufangelsisvist stjórnarandstöðuleiðtogans Aung San Suu Kyi um sex mánuði. Talsmaður herforingjastjórnarinnar staðfesti þetta í gær í samtali við AFP -fréttastofuna. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð

Liggur enn á gjörgæsludeild

LÍÐAN manns á miðjum aldri sem slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann á Miklubraut aðfaranótt sunnudags er eftir atvikum. Hann er enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi og er tengdur við öndunarvél, að sögn læknis. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík auglýsir eftir vitnum að árekstri sem varð á gatnamótum Fellsmúla og Grensásvegar kl. 18:20, föstudaginn 25. nóvember. Þarna lenti blár Volkswagen Golf í árekstri við dökkan fólksbíll sem ekið var á brott. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 214 orð

Mark-hús bauð 980 milljónir

MARK-HÚS ehf. átti hæsta gilda kauptilboðið í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg í Reykjavík. Fyrirtækið bauð 980 milljónir króna í eignina. Alls bárust átta tilboð en einn bjóðenda féll frá tilboði sínu. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð

Meðhöndlun úrgangs | Á fundi stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar nýlega...

Meðhöndlun úrgangs | Á fundi stjórnar Sorpeyðingar Eyjafjarðar nýlega kom fram að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2005-2020 fyrir Eyjafjarðarsvæðið hafi verið samþykkt af öllum aðildarsveitarfélögunum og hefur hún því öðlast gildi. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 376 orð | 1 mynd

Meiri hækkun fasteignamats en nokkru sinni áður

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 311 orð

Menn Pútíns sigra í Tétsníu

Grosní. AFP. | Frambjóðendur sem nutu stuðnings stjórnvalda í Moskvu hlutu mikið fylgi í þingkosningum sem fram fóru í Tétsníu um helgina. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð

Merki um framsýni Kópavogsmanna

"VIÐ teljum það mikla framsýni af hálfu Kópavogsmanna að koma með okkur í þetta framsækna verkefni, því það er alveg ljóst að þessi knattspyrnuhöll mun geta þjónað gríðarlega miklu starfi," segir Logi Ólafsson um samning sem undirritaður var í... Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 79 orð

Mikilvægt að koma á beinu flugi til Kína

BEINT flug milli Íslands og Kína myndi stórauka ferðamannastraum á milli landanna og er mikilvægt til að auka ferðalög Kínverja til Íslands, segir í fréttatilkynningu sem samgönguráðuneytið sendi frá sér í gær. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 161 orð

Mótmælir tekjutengingu atvinnuleysisbóta

SAMBAND ungra sjálfstæðismanna hefur ályktað um samkomulag á vinnumarkaði og mótmælir m.a. harðlega tekjutengingu atvinnuleysisbóta. "Samband ungra sjálfstæðismanna fagnar samkomulagi milli aðila vinnumarkaðsins um breytingar á kjarasamningum. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 243 orð

Nýtt skipafélag í burðarliðnum

NÝTT íslenskt skipafélag er í burðarliðnum og hyggur félagið á reglulega fragtflutninga á milli Eyjafjarðar og Evrópu snemma á næsta ári. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 64 orð

Opinn fundur um Reykjavíkurflugvöll

Borgarstjórnarflokkur Frjálslynda flokksins ætlar að kynna niðurstöðu skoðanakönnunar sem gerð var fyrir flokkinn á afstöðu Reykvíkinga til flugvallar í Vatnsmýrinni á opnum fundi í dag. Á fundinum mun Ólafur F. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Ólafur Þór Gunnarsson í fyrsta sæti

FORVAL Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi vegna bæjarstjórnarkosninganna 2006, fór fram sl. laugardag. Á aðalfundi VGK í október voru samþykktar forvalsreglur þar sem m.a. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 696 orð | 1 mynd

"Þeir eru að ná árangri þarna"

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fækkað hefur á flestum biðlistum eftir aðgerðum Fækkað hefur á biðlistum eftir skurðaðgerð á LSH um tæp 20% frá sama tíma í fyrra. Langur biðlisti er enn eftir augnaðgerðum en veruleg fækkun hefur þó orðið þar á. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Refsað fyrir leynisamstarf við CIA

Berlín. AP. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Rekin fyrir að skoða tölvupóst

MONICA Kristensen Solås hefur verið vikið úr starfi sem formanni Landsbjargar í Noregi. Er ástæðan sú, að hún lét fylgjast með tölvupósti starfsmanna og grunur um, að eftirlitið hafi verið víðtækara en áður var talið. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 460 orð | 1 mynd

Réttarhöldum yfir Saddam enn frestað

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Bagdad. AP, AFP. | Réttarhöldin yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, hófust aftur í gær en var frestað í viku eftir að rétturinn hafði heyrt vitnisburð fyrsta vitnis saksóknarans. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Rifjuðu upp gamlar minningar

NOKKRIR flugmenn sem störfuðu hjá Flugfélagi Íslands fyrir nokkrum áratugum hittu á dögunum gamlan kennara sinn frá Bretlandi, Brian Powell, sem þjálfaði þá til flugs á Vickers Viscount-vélar sem félagið hafði í þjónustu sinni í nokkur ár. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Ritstjórinn látinn hætta

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is VILHJÁLMUR Rafnsson, sem verið hefur ritstjóri Læknablaðsins, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi, að á sameiginlegum fundi stjórna Læknafélags Íslands (LÍ) og Læknafélags Reykjavíkur (LR)... Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 319 orð | 2 myndir

Rúmlega 130 menn fórust í námaslysi í Kína

Peking. AFP. | Sprenging sem varð í kolanámu í Heilongjiang-héraði í norðausturhluta Kína á sunnudag kostaði 134 verkamenn, hið minnsta, lífið. Síðdegis í gær voru 15 menn ennþá lokaðir niðri í námunni. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Ræða framhald Kyoto-sáttmála

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÁÐSTEFNA rösklega 180 ríkja á vegum Sameinuðu þjóðanna um Kyotosáttmálann hófst gær í Kanada. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 89 orð

Samfés fagnar 20 ára afmæli

SAMFÉS, Samtök félagsmiðstöðva á Íslandi, fagna 20 ára afmæli sínu föstudaginn 9. desember. Verður þann dag efnt til málþings á Hótel Nordica með yfirskriftinni "Frítíminn 2005". Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð

SÁÁ gefur út DVD- diska til styrktar bráðamóttöku

SÁÁ hefur gefið út tvo DVD-diska. Á öðrum þeirra er fyrirlestur um sjúkdóm áfengis- og vímuefnafíknar og á hinum er viðtal við Þórarin Tyrfingsson. Diskar þessir eru gefnir út til styrktar bráðamóttökunni á Vogi sem opnuð verður 1. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Segir að allir verði sáttir þegar upp er staðið

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að þeim nemendum sem nú stunda nám við Listdansskólann verði tryggt listdansnám eins og þeir hafi gert sér vonir um, þótt hlutirnir hafi ekki gengið eins hratt fyrir sig og vonir stóðu til. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 128 orð

Setja upp lyftu fyrir fatlaða

ENDURBÆTUR verða gerðar á Herjólfi, sem siglir milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, en um áramót tekur Eimskip við rekstri skipsins af Samskipum. M.a. verður sett upp lyfta fyrir fatlaða í landgöngumannvirkjum í Eyjum og Þorlákshöfn. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Sigur Rós lýkur langri ferð

TÆPLEGA hálfs árs tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn lauk í Laugardalshöll sl. sunnudagskvöld, en þá hlýddi vel á sjötta þúsund manna á hljómsveitina flytja lög af Takk, nýjustu plötu sinni, og eldri plötum. Fyrstu tónleikarnir í ferðinni voru 8. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 121 orð

Skurði lokið | Starfsmenn Arnarfells luku í síðustu viku við að sprengja...

Skurði lokið | Starfsmenn Arnarfells luku í síðustu viku við að sprengja og grafa 120 metra langan aðrennslisskurð í hjáveitu Jökulsár í Fljótsdal. Þeir byrjuðu jafnframt að sprengja 50 metra hjáveitugöng sem liggja munu undir stæði stíflu Ufsarlóns. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sorpurðun | Útlit er fyrir að minna magn af úrgangi verði urðað á...

Sorpurðun | Útlit er fyrir að minna magn af úrgangi verði urðað á Glerárdal á árinu 2005 heldur en á árinu á undan. Fyrstu 10 mánuði ársins voru þar urðuð tæplega 13.900 tonn. Heildarurðun ársins gæti þá numið um 16.500 tonnum. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Sótti ráðstefnu um menningarlega fjölbreytni

ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að meginumfjöllunarefni alþjóðlegu ráðstefnunnar sem hún sótti í Senegal í síðustu viku hafi verið menningarleg fjölbreytni. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

SPH styrkir Hauka

SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar og handknattleiksdeild Hauka hafa undirritað samstarfssamning þar sem SPH verður aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar næstu tvö ár. Samningurinn felur í sér bæði fjárhagslegan stuðning og samstarf í kynningarmálum. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 402 orð | 1 mynd

Stefna gegn mismunun markar þáttaskil

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is NÝ stefna Háskóla Íslands gegn mismunun markar þáttaskil, en með henni eru tilteknir hópar háskólasamfélagsins í fyrsta sinn gerðir sýnilegir. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 113 orð

Sterling selur miða á 200 kr.

LÁGGJALDAFLUGFÉLAGIÐ Sterling, sem eru í eigu FL Group, hyggst selja 100 þúsund flugmiða á 20 krónur danskar hvern miða, auk skatta og gjalda, þannig að flugferð til áfangastaða Sterling í Evrópu kostar 200-300 danskar krónur hver leið. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 63 orð

Styrkja fjarskiptasamband Almannavarna

SETTUR hefur verið upp fjarskiptaendurvarpi fyrir Almannavarnir og björgunarsveitir á Hjörleifshöfða og var búnaðurinn prófaður sl. laugardag. Ef Katla gýs er talið að fjarskiptamannvirki á Háfelli séu í hættu af eldingum sem gjarnan fylgja eldgosum. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 123 orð

Súlan afhent | Menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2005 verða...

Súlan afhent | Menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2005 verða afhent í 9. sinn við formlega athöfn í Duushúsum í Keflavík í dag, þriðjudag, klukkan 17.30. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð

Sýna heimildamyndir um mannréttindi

ÍSLANDSDEILD Amnesty International sýnir heimildamyndir um mannréttindabrot gegn konum og mannréttindabaráttu kvenna í kvöld kl. 20 og fara sýningar fram í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 483 orð

Telur ólögmætt að hafna tilboði vegna ættartengsla

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Fyrirtækin Allrahanda og Þingvallaleið hafa kært útboð Vegagerðarinnar á sérleyfisakstri í annað sinn til kærunefndar útboðsmála. Allrahanda kærir aftur m.a. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Tvær nýjar leiklistarbrautir og efling rannsóknarhluta skólans

TVÆR nýjar námsbrautir verða í boði við leiklistardeild Listaháskóla Íslands í kjölfar undirritunar á nýjum rekstrarsamningi til næstu fjögurra ára sem rektor skólans og menntamálaráðherra skrifuðu undir í húsnæði Listaháskólans við Sölvhólsgötu í gær. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 139 orð

Unnið með árfarveg | Vetrarstarfið á Eiðum er farið í gang og var m.a...

Unnið með árfarveg | Vetrarstarfið á Eiðum er farið í gang og var m.a. boðið upp á Listasmiðju fyrir skólanemendur af Austurlandi sem skara fram úr í handmennt. Var nemendum úr 9. og 10. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Það hefur verið góð stemning í Eyjum síðustu vikur enda nóg um að vera í bæjarfélaginu. Nótt safnanna var haldin í annað sinn en þá létu menningarvitar bæjarins og reyndar nokkrir aðfluttir ljós sitt skína í tvo daga og dugði varla til. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 201 orð

Varar við lögum um starfsmannaleigur

VEGNA umræðu um starfsmannaleigur og væntanlegra laga sem setja á um starfsemi þeirra vill Frjálshyggjufélagið benda á að ekki er rétt að setja frekari skorður við samningagerð en nú þegar eru í lögum. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð

Varla afgreitt fyrir jól

ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerir ekki ráð fyrir því að frumvarp um Ríkisútvarpið verði afgreitt á Alþingi fyrir jól. Hún segir hins vegar enn stefnt að því að leggja það fram á Alþingi fyrir jólahlé. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Verðlaunahafar úr öðrum útdrætti í afmælisleik fasteignasölunnar Kletts, Skeifunni

FASTEIGNASALAN Klettur, Skeifunni 11, 108 Reykjavík hefur dregið út fyrstu heppnu seljendurna hjá fasteignasölunni og þar af leiðandi vinningshafa að 600.000 króna úttekt sem er gefin mánaðarlega úr seldum eignum. Eru það sex 100. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 555 orð

Viðurkennt að ákvæði um hvíldarrétt eigi við um unglækna

Þrátt fyrir að máli Læknafélags Íslands (LÍ) gegn Landspítala háskólasjúkrahúsi (LSH) um að hvíldarréttur unglækna verði viðurkenndur, hafi verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku er framkvæmdastjóri LÍ sáttur við niðurstöðuna. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Vilja flugvöll áfram á höfuðborgarsvæðinu

ÞING Flugmálafélags Íslands var haldið 19. nóvember sl. Flugmálafélag Íslands var stofnað 1936 af Agnari Kofoed-Hansen og er regnhlífarsamtök félagasamtaka, klúbba og fyrirtækja tengdra flugi á Íslandi. Meira
29. nóvember 2005 | Erlendar fréttir | 218 orð

Vilja vernda erfðaupplýsingar

SÆNSKA stjórnin hyggst leggja fram frumvarp til laga um nýtingu erfðafræðilegra upplýsinga og verður m.a. tryggingafélögum bannað að krefja viðskiptavini sína um slíkar upplýsingar í tengslum við líftryggingar. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30. Á dagskrá eru atkvæðagreiðslur, m.a. um...

ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30. Á dagskrá eru atkvæðagreiðslur, m.a. um lagafrumvarp félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur. Meira
29. nóvember 2005 | Innlendar fréttir | 551 orð

Þrjú börn í hælisleit bíða afgreiðslu hérlendis

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ÚTLENDINGASTOFNUN tók við hælisumsóknum 12 barna undir 18 ára aldri árið 2004 og það sem af er árinu 2005 hafa átta börn óskað eftir hæli. Þrjú eru enn á landinu að bíða eftir afgreiðslu sinna mála. Meira

Ritstjórnargreinar

29. nóvember 2005 | Leiðarar | 547 orð

Eru börn jaðarviðfangsefni?

Er daglegt líf á Íslandi orðið með þeim hætti að börn verði einsemd og rótleysi að bráð? Er það lítill gaumur gefinn að umhverfi og aðstæðum barna að komist þau ósködduð til þroska sé það hrein hending? Meira
29. nóvember 2005 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Leyniþjónusta?

Egill Helgason fjölmiðlamaður hefur yfirleitt sýnt Morgunblaðinu vinsemd í umfjöllun sinni um þjóðfélagsmál en gengur hann ekki of langt í þeirri vinsemd og virðingu, sem hann sýnir blaðinu, að velta því fyrir sér í netpistli, hvort ritstjórn blaðsins... Meira
29. nóvember 2005 | Leiðarar | 179 orð

Noregur og ESB

Í gær var skýrt frá nýrri skoðanakönnun í Noregi um afstöðu fólks til aðildar að Evrópusambandinu. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú, að 57% þeirra, sem afstöðu tóku, reyndust andvíg aðild en 43% hlynnt. Meira

Menning

29. nóvember 2005 | Myndlist | 102 orð | 1 mynd

Afmælissýning Torfa

Myndlist | Afmælissýning Torfa Jónssonar, myndlistar- og leturgerðarmanns, stendur nú yfir í Listasal Mosfellsbæjar. Torfi hefur starfað sem bókahönnuður bæði hér heima og í Noregi. Sl. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 91 orð | 1 mynd

Ástir og örvænting

ÁSTIR og örvænting er yfirskrift annarra hádegistónleika vetrarins í Íslensku óperunni í dag kl. 12.15. Meira
29. nóvember 2005 | Myndlist | 1155 orð | 1 mynd

Átján þúsund fermetrar af list

Eftir Sigrúnu Söndru Ólafsdóttur Fyrir einungis tveimur árum var komið á fót samtímalistastefnu í London en Frieze Art Fair var sett á laggirnar árið 2003. Meira
29. nóvember 2005 | Bókmenntir | 441 orð | 2 myndir

Blómleg skáldspírukvöld

Benedikt S. Lafleur er listamaður, rithöfundur og maðurinn á bak við skáldspírukvöldin sem hafa staðið með miklum blóma undanfarin misseri í Reykjavík. Á skáldspírukvöldum lesa skáld úr verkum sínum. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 418 orð | 1 mynd

Fjölskrúðug útgáfa

ÞAÐ er heilmikið að gerast í íslensku hiphopi, mikið komið út á árinu þótt því hafi kannski ekki verið hampað á poppmarkaði. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 417 orð

Fórnarlömb upplýsingaskorts

Verk eftir Folprecht, Nielsen, Doppler/Zamara, Bozza, Ibert og Andrés. Duo Giocoso: Pamela De Sensi flauta, Sophie Schoonjans harpa. Sunnudaginn 27. nóvember kl. 17. Meira
29. nóvember 2005 | Kvikmyndir | 196 orð | 1 mynd

Harry heldur toppsætinu

ÞAÐ KEMUR trúlega fáum á óvart að Harry Potter heldur forystusætinu yfir mest sóttu myndir í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum þessa vikuna. Meira
29. nóvember 2005 | Bókmenntir | 91 orð | 1 mynd

Hljóðbók

BÓKAFORLAGIÐ Hljóðbók.is hefur gefið út tvö leikrit eftir Jökul Jakobsson, í samstarfi við RÚV - rás 1, Útvarpsleikhúsið. Gullbrúðkaup. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leikarar: Helga Valtýsdóttir (Guðbjörg), Þorsteinn Ö. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 499 orð | 1 mynd

Hrunadans í skugga hakakrossins

Söngleikurinn Kabarett eftir John Kander. Söngtextar eftir Fred Ebb í þýð. Veturliða Guðnasonar. Leikhópurinn Á senunni. Útsetningar: Karl O. Olgeirsson & Samúel J. Samúelsson. Hljómsveit: Samúel J. Meira
29. nóvember 2005 | Myndlist | 325 orð | 1 mynd

Hvar er ég?

Til 12. janúar. Safn er opið miðvikudaga til föstudaga frá kl. 14-18 en 14-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. Meira
29. nóvember 2005 | Kvikmyndir | 118 orð | 1 mynd

Leggjum okkar af mörkum

ÍSLANDSDEILD Amnesty International stendur í kvöld fyrir heimildamyndasýningu um mannréttindabrot og mannréttindabaráttu. Meira
29. nóvember 2005 | Leiklist | 504 orð | 1 mynd

Lífsleikni á norðurhjara

Leikgerð Helgu Steffensen og Arnar Árnasonar byggð á efni úr sögu Frithjof Sælen. Leikstjórn: Örn Árnason. Meira
29. nóvember 2005 | Leiklist | 521 orð

Niður til heljar hérumbil

Höfundur: Irvine Welsh, þýðandi: Megas, leikstjóri: Jón Marinó Sigurðsson. Frumleikhúsinu í Keflavík 25. nóvember 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 188 orð | 1 mynd

Rokkað fyrir Palestínu

ANNAÐ árið í röð stendur félagið Ísland-Palestína fyrir tónleikum á alþjóðlegum samstöðudegi SÞ til stuðnings réttindum palestínsku þjóðarinnar. Tónleikarnir fara fram á Grand Rokki og fram koma: Bob Justman, Jakobínarína, Mr. Silla, Reykjavík! Meira
29. nóvember 2005 | Fjölmiðlar | 114 orð | 1 mynd

Saga af skáldi

MYNDIN H.C. Andersen - Saga af skáldi er leikin dönsk heimildamynd í tveimur hlutum um ævintýraskáldið Hans Christian Andersen. Danir hafa haldið upp á það með ýmsum hætti að í ár eru liðin 200 ár frá fæðingu skáldsins. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 118 orð | 1 mynd

Spunnið út frá jólalögum í Hafnarfjarðarkirkju

JÓEL Pálsson saxófónleikari og Antonía Hevesi á orgel spinna út frá barnajólalögum á tónleikum í Hafnarfjarðarkirkju kvöld kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er "Fyrir börn á öllum aldri". Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 440 orð

Steinar túlkar Henderson

Steinar Sigurðarson tenórsaxófón, Agnar Már Magnússon píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Kári Árnason trommur. 25. nóvember. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 239 orð | 1 mynd

Sögulegir tónleikar

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is TÓNLISTARMAÐURINN Magnús Þór Sigmundsson heldur útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld. Meira
29. nóvember 2005 | Kvikmyndir | 193 orð | 2 myndir

Töfrar á toppnum

NÝJASTA myndin um galdrastrákinn Harry Potter, Harry Potter og eldbikarinn, var langbest sótta mynd helgarinnar og stærsta opnun ársins. Nákvæmlega 16. Meira
29. nóvember 2005 | Fjölmiðlar | 24 orð | 1 mynd

...Tölum

VEL skrifaðir og krefjandi bandarískir sakamálaþættir sem fjalla um stærðfræðisnilling sem vinnur með bróður sínum, yfirmanni FBI, við að leysa snúin sakamál. Bannaðir... Meira
29. nóvember 2005 | Fjölmiðlar | 470 orð | 1 mynd

Umm, ummhumm, aha og já

ÉG fór einu sinni í sjónvarp. Það var ekki bein útsending. Var raunar alls ekki útsending. Heldur liður í námskeiði í háskólanum. Ég átti að lesa fréttir. Meira
29. nóvember 2005 | Bókmenntir | 62 orð

Útgáfuhátíð Græna hússins

HIÐ nýstofnaða bókaforlag Græna húsið heldur sína fyrstu útgáfuhátíð á Súfistanum Laugavegi 18 í kvöld kl. 20. Rúnar H. Vignisson kynnir útgáfubækur forlagsins, Feigðarflan, Silfurvæng og Þetta snýst ekki um hjólið. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 338 orð | 1 mynd

Vandað en ástríðulaust

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran syngur aríur úr La Boheme, La Rondine, Turandot, Gianni Schicci og Madama Butterfly eftir Puccini og La Clemenza di Tito eftir Mozart. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur undir stjórn Gerrits Schuil. Útgefandi: Ingibjörg Guðjónsdóttir 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Tónlist | 1048 orð | 3 myndir

Það besta sem guð hefur skapað

Sigur Rós í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 27. nóvember ásamt strengjakvartettinum Aminu og lúðrasveit. Amina hitaði jafnframt upp. Meira

Umræðan

29. nóvember 2005 | Bréf til blaðsins | 572 orð

Ályktun frá kennarafélagi Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Frá Guðríði Arnardóttur: "HINN 15. nóvember 2005 sendi kennarafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ frá sér eftirfarandi ályktun: "Kennarafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ mótmælir fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 570 orð | 2 myndir

Eflum tungumálanám við Háskóla Íslands

Þórir Hrafn Gunnarsson og Lára Jónasdóttir fjalla um gildi tungumálakennslu: "Í tilefni af vaxandi alþjóðasamskiptum Íslendinga telur Röskva að það væri kjörið fyrir stjórnvöld að hrinda af stað átaki í tungumálanámi á háskólastigi." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd

Eru fordómar og einelti á Alþingi og í Silfri Egils á Stöð 2?

Guðmundur Ingi Kristinsson fjallar um málefni öryrkja og breytingar á skaðabótalögum: "Að lifa sem öryrki og á þeirra fordómskjörum og við þeirra eineltisaðstæður getur enginn heilbrigður maður viljað." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 338 orð | 1 mynd

Fasteignaskattar á sumarhús

Ásgeir Guðmundsson fjallar um hækkun fasteignaskatta á sumarhús: "Með þessari hækkun mun fasteignagjald á sumarhús verða álíka hátt á fermetra og viðkomandi eigandi greiðir fyrir lögheimili sitt á höfuðborgarsvæðinu." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 557 orð | 2 myndir

Fjármögnun nýsköpunar á fyrri stigum

Þorvaldur Finnbjörnsson fjallar um fjármögnun nýsköpunar á Íslandi: "Því er lögð áhersla á það hér að hið opinbera stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi leiti sem flestra leiða til að fjármagna nýsköpun á fyrri stigum nýsköpunar." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Framsóknarfjósið

Sigurður Sigurðsson fjallar um sjórnmálakerfið, völd og viðskipti: "Er ekki kominn tími til að hætta þessum pólitíska níðingsskap gegn fólki sem er að reyna að koma upp rekstri í landinu?" Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Framtíð Flateyrar

Ønundur Ásgeirsson fjallar um snjóflóðavanir á Flateyri.: "Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessi mistök áður en það verður um seinan?" Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 339 orð | 1 mynd

Gerist aldrei neitt í innlendum íþróttum?

Guðni Th. Jóhannesson gerir athugasemdir við vinnubrögð íþróttafréttamanna: "Við íslenskir íþróttaáhugamenn þurfum ekki þýðingar á ekki-fréttum úr enska boltanum. Við þurfum umfjöllun um það sem er að gerast hér heima." Meira
29. nóvember 2005 | Bréf til blaðsins | 637 orð

Hugleiðingar um að lifa eða ekki lifa - Opið bréf til ríkisstjórnarinnar

Frá Sigríði B. Egilsdóttur: "EFTIRFARANDI hugleiðingar rótast um í huga mér þessa dagana." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Í upphafi skyldi endinn skoða

Geir Waage fjallar um frumvarp um hjónavígslu fólks af sama kyni: "Ég leyfi mjer að minna alþingismenn á, að þeir eru ekki bærir til þess að breyta Guðs lögum." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Jónsöldur brotna sem aðrar

Friðbjörn Orri Ketilsson fjallar um deilur Hannesar Hólmsteins og Jóns Ólafssonar: "Sá steinn er vandfundinn sem af einlægni stendur jafn fast og örugglega og sjálfur Hólmsteinninn." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 470 orð | 1 mynd

Ofbeldi og kirkja

Eftir Sólveigu Önnu Bóasdóttur: "Markmiðið er að gera starfsfólk kirkjunnar enn hæfara í sínu starfi. Hæfara til að taka jákvæð, uppbyggileg skref í rétta átt, nefnilega þá átt að ráða niðurlögum ofbeldis." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 517 orð | 1 mynd

Opið bréf til umhverfisnefndar Mosfellsbæjar

Guðjón Jensson fjallar um umhverfismál í Mosfellsbæ: "Í mínum huga hefur umhverfisnefnd Mosfellsbæjar gjörsamlega brugðist eðlilegum skyldum sínum." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 472 orð | 1 mynd

Raunveruleikinn og fjölmiðlasannleikur

Gísli Gunnarsson fjallar um fjölmiðlaumfjallanir, skoðanakannanir og fylgi einstakra flokka: "Á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin mælst með 28-35% fylgi." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Samstaða með öryrkjum í Palestínu

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar í tilefni af alþjóðlegum samstöðudegi með réttindabaráttu palestínsku þjóðarinnar: "...vill félagið Ísland-Palestína beina augum fólks sérstaklega að fötluðum og beita sér fyrir fjárhagsstuðningi við Öryrkjabandalag Palestínu." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd

Sértækar aðgerðir til að útrýma fátækt

Kristján Pétursson fjallar um sértækar aðgerðir gegn fátækt: "Tryggingastofnun ríkissins myndi endurgreiða þeim tekjuskatt sem væru með laun undir fátækramörkum." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 473 orð | 1 mynd

Sundabraut - Vel skal vanda

Stefán Jón Hafstein fjallar um lagningu Sundabrautar: "Frá skipulagslegu sjónarmiði er ytri leið Sundabrautar miklu betri kostur en innri leið." Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 585 orð | 1 mynd

Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar

Hörður Áskelsson fjallar um hlutverk kirkjukóra og tónlistarstefnu þjóðkirkjunnar: "Hlutverk kóranna er að stuðla að eflingu safnaðarsöngs með því að leiða söfnuðinn í sálmasöng." Meira
29. nóvember 2005 | Velvakandi | 306 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Góð þjónusta ÉG er með stóran, fallegan, lampa fyrir ofan eldhúsborðið, frá Casa. Síðan gerist það að lampinn bilar og það blasti við mikil vinna og verk að taka hann niður. Meira
29. nóvember 2005 | Aðsent efni | 596 orð | 1 mynd

Þjóð, þing og kirkja - Um vígslu samkynhneigðra

Hulda Guðmundsdóttir fjallar um afstöðu kristni og kirkju til hjónavígslu samkynhneigðra: "Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísklútherski vígsluskilningur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni..." Meira

Minningargreinar

29. nóvember 2005 | Minningargreinar | 1518 orð | 1 mynd

HAUKUR NOAH HENDERSON

Haukur Noah Henderson fæddist í Reykjavík 18. október 1943. Hann lést á heimili sínu á Kleppsvegi 10 15. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristjana Ingibjörg Gestsdóttir, f. 16.4. 1908 í Tungukoti á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu, d. 15.8. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2005 | Minningargreinar | 3878 orð | 1 mynd

HJÖRDÍS INGVARSDÓTTIR

Hjördís Ingvarsdóttir fæddist 6. júní 1932. Hún lést á líknardeild Landspítalans á Landakoti 19. nóvember síðastliðinn. Hjördís var elsta dóttir Guðríðar Sigurðardóttur húsmóður, f. 20. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2005 | Minningargreinar | 239 orð | 1 mynd

KATRÍN PÉTURSDÓTTIR

Katrín Pétursdóttir fæddist í Syðri-Hraundal í Mýrasýslu 13. júní 1924. Hún lést á LSH á Landakoti 16. nóvember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 24. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2005 | Minningargreinar | 800 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR EÐVALDSDÓTTIR

Sigríður Eðvaldsdóttir fæddist í Mjóafirði 20. desember 1934. Hún andaðist að heimili sínu 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eðvald Jónsson, f. á Hofi í Mjóafirði í S-Múl. 19. maí 1904, d. 21. júní 1964, og Hólmfríður Einarsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
29. nóvember 2005 | Minningargreinar | 1209 orð | 1 mynd

STEFÁN ÁRNASON

Stefán Árnason fæddist á Sauðárkróki 18. desember 1952. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 20. nóvember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 28. nóvember. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. nóvember 2005 | Sjávarútvegur | 271 orð | 1 mynd

Tímarnir tvennir mætast á skipastæðinu

Akranes | Það er óhætt að segja að á hafnarbakkanum við skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi hafi mæst tímarnir tvennir. Meira
29. nóvember 2005 | Sjávarútvegur | 352 orð

Vilja kjarasamning á smábátunum

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is "ÞAÐ er með öllu óásættanlegt og hreinlega með ólíkindum að ekki skuli vera til neinir opinberir kjarasamningar fyrir sjómenn á smábátum. Meira

Viðskipti

29. nóvember 2005 | Viðskiptafréttir | 157 orð

44% hækkun hjá deCODE á einu ári

MIKIL hækkun hefur verið á hlutabréfum deCODE undanfarið en félagið birti uppgjör 3. ársfjórðungs þann 8. nóvember síðastliðinn. Meira
29. nóvember 2005 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Bakkavör segir upp 100 manns

UM HUNDRAÐ starfsmönnum Bakkavarar Group í Bretlandi verður sagt upp á næstunni og eru uppsagnirnar hluti af aðgerðum fyrirtækisins til að samþætta og hagræða í rekstri Bakkavarar eftir yfirtöku félagsins á Geest Ltd fyrr á þessu ári. Meira
29. nóvember 2005 | Viðskiptafréttir | 74 orð

Jarðboranir hækka um 2,81%

HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,52% og er 5002,6 stig. Bréf Jarðborana hækkuðu um 2,81%, bréf Bakkavarar um 0,21% og bréf Flögu um 0,19%. Bréf FL Group lækkuðu um 1,27% og bréf Íslandsbanka um 1,22%. Meira
29. nóvember 2005 | Viðskiptafréttir | 260 orð | 1 mynd

Kauptilboð í Somerfield samþykkt

FUNDUR hluthafa í Somerfield-verslanakeðjunni samþykkti í gær yfirtökutilboð Violet Acquisitions í fyrirtækið, en það er hópur fjárfesta með Apax Partners, Barclays Capital og KB banka innanborðs auk Robert Tchenguiz. Meira
29. nóvember 2005 | Viðskiptafréttir | 152 orð | 1 mynd

KB banki orðaður við 300 milljarða tilboð í ölkrár

ROBERT Tchenguiz, íranski stóreignamaðurinn sem ásamt Barclays-banka, Apex og KB banka hefur unnið að yfirtöku á Somerfield-verslanakeðjunni í Bretlandi, vill einnig festa kaup á Spirit Group-kráakeðjunni og hefur boðið 2,8 milljarða punda í hana, eða... Meira
29. nóvember 2005 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

Nýr forstjóri Járnblendifélagsins

INGIMUNDUR Birnir hefur tekið við starfi forstjóra Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga af Norðmanninum Johann Svensson. Ingimundur er efnaverkfræðingur að mennt. Meira

Daglegt líf

29. nóvember 2005 | Neytendur | 662 orð | 1 mynd

Ekki nota poka eða spjöld

Eftir: Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is VETURINN og tími vetrarleikja er þegar hafinn enda hefur snjórinn verið óvenjusnemma á ferðinni víða um land. En hvað ber að hafa í huga þegar halda skal með sleðann út í brekkuna? Meira
29. nóvember 2005 | Daglegt líf | 398 orð | 1 mynd

Gleður fjölskyldu og vini með áttatíu jólapökkum

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is ÉG ER í eðli mínu talsvert jólabarn," segir Stella Stefánsdóttir sem býr efst í Lækjargötunni á Akureyri. Meira
29. nóvember 2005 | Daglegt líf | 248 orð | 1 mynd

Hollu snefilefnin í ólífuolíu fundin

Spænskir vísindamenn segjast hafa borið kennsl á snefilefnin í ólífuolíu sem gera að verkum að hún er mjög holl fyrir hjartað. Um er að ræða samefni er kallast fenól, en þau eru bólgu-, æðastíflu- og þráavari. Meira

Fastir þættir

29. nóvember 2005 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli . Í dag, 29. nóvember, er áttræður Hlöðver Jóhannsson...

80 ÁRA afmæli . Í dag, 29. nóvember, er áttræður Hlöðver Jóhannsson, Núpalind 8, Kópavogi . Eiginkona hans er Ólöf Sigríður Björnsdóttir. Hlöðver er að heiman í... Meira
29. nóvember 2005 | Fastir þættir | 245 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Regla Resnicks. Meira
29. nóvember 2005 | Fastir þættir | 373 orð | 1 mynd

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Sveit B. Th. sigraði í parasveitakeppninni Sveit B. Th. ehf. sigraði í Íslandsmótinu í parasveitakeppni sem fram fór um helgina en 14 sveitir spiluðu um titilinn. Meira
29. nóvember 2005 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

Brúðkaup | 7. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Hans...

Brúðkaup | 7. ágúst sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Hans Markúsi Hafsteinssyni í Mosfellskirkju í Grímsnesi þau Margrét Eyjólfsdóttir og Sigurjón Kristinsson . Þau eru til heimilis að Hátúni 2,... Meira
29. nóvember 2005 | Í dag | 15 orð

Orð dagsins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir...

Orð dagsins: Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. (Fil. 4, 4. Meira
29. nóvember 2005 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. c4 c6 2. Rf3 d5 3. d4 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. 0-0 0-0 9. De2 Re4 10. Rxe4 Bxe4 11. Hd1 Rd7 12. Bd3 Rf6 13. Bd2 Bd6 14. Be1 De7 15. Bxe4 Rxe4 16. Dc2 f5 17. Re5 Rf6 18. Rc4 Bc7 19. a5 Hac8 20. Db3 Rd5 21. a6 b6 22. Meira
29. nóvember 2005 | Dagbók | 484 orð | 1 mynd

Verknámsbrautir mikilvægar

Ólína Þorvarðardóttir fæddist í Reykjavík 1958, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði, BA-prófi í íslensku og heimspeki frá HÍ, cand. mag. í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum og dr. phil. árið 2000. Meira
29. nóvember 2005 | Fastir þættir | 314 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er nú kominn á tólftu viku í sjálfskipaðri útlegð frá sjónvarpi. Að vísu hefur hann sína traustu fartölvu sem hann notar til að skoða fréttir og fleira, en hefur ekki setið yfir sjónvarpi í tólf vikur. Meira

Íþróttir

29. nóvember 2005 | Íþróttir | 104 orð

Bandarískur framherji til Eyjamanna

DAVID Maier, bandarískur knattspyrnumaður, er væntanlegur til reynslu hjá úrvalsdeildarliði ÍBV í febrúar. Maier hafði samband við Eyjamenn og óskaði eftir því að fá að sýna sig og sanna hjá þeim. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 367 orð | 1 mynd

* BJÖRGVIN Rúnarsson körfuknattleiksdómari hefur verið tilnefndur af...

* BJÖRGVIN Rúnarsson körfuknattleiksdómari hefur verið tilnefndur af FIBA til að dæma leik Tarpes og Fenerbachce í Evrópubikar kvenna. Leikurinn verður í Frakklandi 15. desember. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 225 orð

Dregið í umspilið á EM á lokadegi HM í Rússlandi

ÞAÐ kemur í ljós 18. desember hvaða lið íslenska landsliðið í handknattleik kvenna leikur við í umspilsleikjum um sæti á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð eftir eitt ár. Dregið verður á lokadegi heimsmeistaramóts kvenna sem fram fer í St. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 180 orð | 2 myndir

Funk sló í gegn í bleiku blómapilsi

BANDARÍSKI kylfingurinn Fred Funk stóð við orð sín á sjónvarpsmóti sem fór fram í Bandaríkjunum um helgina þar sem fjórir þekktir kylfingar áttust við í "Skinnaleik" en Funk sagði fyrir mótið að hann myndi leika í pilsi á þeim brautum þar sem... Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Hjálmar gerir nýjan samning við Gautaborg

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is KNATTSPYRNUMAÐURINN Hjálmar Jónsson hefur komist að samkomulagi við forráðamenn sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborg um nýjan samning. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 181 orð

Hoda Lattaf gekk berserksgang eftir leikinn

FRANSKA knattspyrnukonan Hoda Lattaf gæti átt þunga refsingu yfir höfði sér vegna atviks sem átti sér stað eftir leik Montpellier og Frankfurt í undanúrslitum UEFA-bikars kvenna um helgina. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 32 orð

Í kvöld

HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, DHL-deildin: Laugardalshöll: Valur - Stjarnan 20 KÖRFUKNATTLEIKUR Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar, 32-liða úrslit karla: Ásvellir: Haukar B - Brokey 21.30 1. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 198 orð

Íris leggur skóna á hilluna

ÍRIS Andrésdóttir, fyrirliði kvennaliðs Vals í knattspyrnu, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hún hefur leikið stórt hlutverk með Hlíðarendaliðinu um árabil. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 145 orð

ÍS stöðvaði Grindvíkinga

ÍS vann óvæntan sigur á Grindavík, 80:70, í framlengdum leik þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í körfuknattleik, Iceland-Express-deildinni, í íþróttahúsi Kennaraháskólans í gærkvöld. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 141 orð

Keflvíkingar með Svía til reynslu

JOEL Gustafsson, sænskur knattspyrnumaður, er kominn til reynslu hjá úrvalsdeildarliði Keflvíkinga. Hann kom um helgina og mætti á fyrstu æfingu sína í gærkvöldi en fyrirhugað er að hann verði hjá félaginu til 8. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 370 orð | 1 mynd

Logi Geirsson aftur á ferðina

LOGI Geirsson, handknattleiksmaður hjá þýska liðinu Lemgo, leikur væntanlega sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld þegar Lemgo sækir Kiel heim í Oststeehalle-höllina í Kiel í 16 liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 84 orð

Patrekur kvaddi með sigri

PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður í handknattleik, kvaddi landsliðið eins og hann hóf að leika með því 1990 - með sigri og sem leikmaður Stjörnunnar. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 364 orð | 1 mynd

Ronaldinho bestur

RONALDINHO, leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Evrópu í hinu árlega kjöri á vegum franska knattspyrnutímaritsins France Football. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 80 orð

Silja fær þjálfara Guðrúnar

SILJA Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, hefur fengið nýjan þjálfara en hún hefur dvalið í Bandaríkjunum síðustu árin. Hinn nýi þjálfari Silju er Paul Doyle, sem þjálfaði meðal annars Guðrúnu Arnardóttur þegar hún var upp á sitt besta. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 421 orð

Skora vonandi á Highbury í sigurleik

ÍVAR Ingimarsson verður í eldlínunni með Reading á Highbury í kvöld en toppliðið í 1. deild etur þá kappi við Arsenal í 16 liða úrslitum deildabikarkeppninnar. Brynjar Björn Gunnarsson verður hins vegar fjarri góðu gamni - er meiddur í nára en verður væntanlega klár í slaginn um næstu helgi. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

Snorri Steinn í sögubækurnar

SNORRI Steinn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður með Minden í Þýskalandi, var mjög öflugur sem leikstjórnandi í leikjunum þremur gegn Norðmönnum um sl. helgi og skrifaði nafn sitt í sögubækurnar. Hann varð 31. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 363 orð

Stórleikur Bryants dugði ekki

JASON Kidd, leikmaður New Jersey Nets, var með tvöfalda tvennu í leik liðsins gegn Los Angeles Lakers í NBA-deildinni á sunnudaginn en hann skoraði 35 stig sem er það mesta sem hann hefur skoraði í vetur. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 273 orð

Úrslit

KÖRFUKNATTLEIKUR ÍS - Grindavík 80:70 Kennaraháskólinn, 1. deild kvenna, Iceland Express-deildin, mánudaginn 28. nóvember 2005. Gangur leiksins: 11:17, 36:26, 56:50, 69:69 (frl.), 80:70. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 353 orð | 1 mynd

Viggó að nálgast met Þorbjarnar

VIGGÓ Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, nálgast óðfluga landsleikjametið sem Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, á. Þorbjörn stjórnaði landsliðinu í fimmtán leikjum í röð án taps. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 293 orð | 1 mynd

* WALLAU-Massenheim , hið gamalkunna þýska handknattleiksfélag, virðist...

* WALLAU-Massenheim , hið gamalkunna þýska handknattleiksfélag, virðist líklegt til að komast fljótt aftur í efri deildirnar í Þýskalandi . Lið Wallau var rétt eins og EHF-meistarar Essen fellt úr 1. Meira
29. nóvember 2005 | Íþróttir | 147 orð

Wenger efstur á óskalista Japana

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er efstur á óskalistanum hjá japanska knattspyrnusambandinu um að taka við þjálfun landsliðs Japana af Brasilíumanninum Zico sem lætur af störfum eftir úrslitakeppni HM í Þýskalandi næsta sumar. Meira

Ýmis aukablöð

29. nóvember 2005 | Bókablað | 467 orð | 1 mynd

Að lifa og njóta

Eftir Ingólf Margeirsson. Prentun: WS Bookwell Ltd. 204 síður. Skrudda 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 666 orð | 1 mynd

Dæmisaga um hund og yfirskilvitlegir atburðir

Danski rithöfundurinn, fyrirlesarinn og dálkahöfundurinn Irma Lauridsen var stödd hér á landi á dögunum í tilefni af útgáfu tveggja bóka hennar á íslensku. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 1690 orð | 2 myndir

Ekkert til sem heitir eðlilegt fólk

Hversu nærri getur maður komist annarri manneskju? Hvar er sársaukann að finna, í líkamanum eða huganum? Er ekki eitthvað sérstakt við, og um leið sameiginlegt með, öllum manneskjum? Nánd við aðra manneskju. Sársauki líkamans eða hugans. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 950 orð | 1 mynd

Engin ögrun, engin glíma

eftir Súsönnu Svavarsdóttur. 344 bls. JPV útgáfa 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 968 orð | 1 mynd

Fíll í háu grasi

Höfundur: Kazuo Ishiguro Þýðandi: Elísa Björg Þorsteinsdóttir Bjartur 2005 (304 bls.) Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 531 orð

Frosin tilvera

Andrej Kúrkov. Íslensk þýðing: Áslaug Agnarsdóttir. 235 bls. Bjartur 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 914 orð | 1 mynd

Galdrafárið gengur aftur

Eftir Yrsu Sigurðardóttur Veröld. Reykjavík. 2005. 351 bls. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 514 orð

Guð hjálpar þeim...

eftir Jorge Bucay. María Rán Guðjónsdóttir þýddi. PP forlag 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 86 orð | 1 mynd

Heljarslóðarhatturinn er eftir Richard Brautigan í þýðingu Harðar...

Heljarslóðarhatturinn er eftir Richard Brautigan í þýðingu Harðar Kristjánss. "Þetta er frumleg skáldsaga eftir einn af risum bandarískra bókmennta á 20. öld. Sagan fjallar um hatt sem hrapar óvænt til jarðar. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 140 orð | 1 mynd

HJÁ Máli og menningu er komin út bókin Dýr eftir Tove Appelgren og...

HJÁ Máli og menningu er komin út bókin Dýr eftir Tove Appelgren og Halldór Baldursson . "Þú heldur kannski að dýrasögur séu bara fyrir smábörn? Það er alrangt. Ekki þessar dýrasögur að minnsta kosti. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 756 orð | 1 mynd

Hugvekjur

eftir Ármann Reynisson. 95 bls. Ár - Vöruþing. Reykjavík, 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 517 orð | 1 mynd

Í minningu Lennons

Ævisaga John Lennon eftir John Wyse Jackson. Þýðing Steinþór Steingrímsson. 255 bls. Bókaútgáfan Skrudda - 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 78 orð | 1 mynd

JPV útgáfa hefur sent frá sér Rakkarapakk - Með kveðju frá...

JPV útgáfa hefur sent frá sér Rakkarapakk - Með kveðju frá jólasveinafjölskyldunni eftir Sigrúnu Eddu Björnsdóttur og Jean Pozok. Nýjustu fréttir, nýjasta slúðrið og nýjustu myndirnar af íslensku jólasveinafjölskyldunni. Ótrúlegt en satt! Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 412 orð | 1 mynd

Kisi lærir lexíu

eftir Harald S. Magnússon, Karl Jóhann Jónsson myndskreytir. 30 bls. Sæland 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 55 orð

Myrkvuð ský er skáldsaga eftir Þórarin Torfason . Sagan fjallar um glímu...

Myrkvuð ský er skáldsaga eftir Þórarin Torfason . Sagan fjallar um glímu mannsins við sorgina og ólgusjó tilfinninganna. Þórarinn hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur, smásögur og nokkrar skáldsögur. Sumar hafa verið gefnar út á netinu. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 599 orð | 1 mynd

Niflheimar Reykjavíkur

eftir Sölva Björn Sigurðsson. Mál og menning 2005 - 211 bls. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 206 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

HJÁ Iðunni er komin út Heimur hryggleysingjanna eftir Sir David Attenborough . Halla Sverrisdóttir þýddi. Smágerðir hryggleysingjarnir byggðu jörðina áður en mennirnir komu til og þeir munu verða hérna áfram þó að mannskepnan líði undir lok. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 66 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Bankinn í sveitinni er saga Sparisjóðs Höfðhverfinga frá 1879 til 2004. Höfundur, Björn Ingólfsson , segir um verk sitt að það sé hluti af byggðasögu Grýtubakkahrepps. Bankinn í sveitinni "... Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 416 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

HIÐ Íslenska bókmenntafélag hefur gefið út Kirkjur íslands 5. og 6. bindi, Friðaðar kirkjur í Skagafjarðarprófastsdæmi í ritstjórn Þorsteins Gunnarssonar. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 287 orð | 3 myndir

Nýjar bækur

LAFLEUR-ÚTGÁFA hefur gefið út eftirfarandi bækur: Andljóð og önnur eftir Geirlaug Magnússon . "Eitt af allra bestu verkum Geirlaugs á ferlinum, en hann lést nýverið 61 árs að aldri. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 116 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

HJÁ Vöku-Helgafelli er komin út Opið hús. Menning og matur á Íslandi nútímans eftir Snæfríði Ingadóttur og Þorvald Örn Kristmundsson . Fólki af erlendum uppruna fer stöðugt fjölgandi á Íslandi. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 440 orð | 1 mynd

Raforkumál í Djúpi

Helgi M. Sigurðsson: Snæfjallaveita og rafvæðing Inndjúps. 110 bls., myndir. Snjáfjallasetur, Dalbæ á Snæfjallaströnd 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 467 orð | 1 mynd

Sagnaþættir af Suðurlandi

Helgi Hannesson Sunnlenskar þjóðsögur og þættir II Sunnlenska bókaútgáfan, Selfossi 2005, 320 bls. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 118 orð | 1 mynd

SKÁLDSAGAN Áferð eftir Ófeig Sigurðsson er gefin út af Traktor...

SKÁLDSAGAN Áferð eftir Ófeig Sigurðsson er gefin út af Traktor undirforlagi bókaforlagsins Bjarts. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 312 orð

Skemmtileg saga um skrýtnar persónur

Eftir Philip Ardagh. Þýðing Kristín Thorlacius. Myndskreytingar David Roberts. 127 bls, Uppheimar, 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 584 orð | 1 mynd

Skilningur

eftir Jostein Gaarder. Þýðing: Sigrún Árnadóttir. 184 bls. Mál og menning, Reykjavík, 2005 Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 894 orð | 1 mynd

Stefnumót við óvissuna

eftir Rúnar Helga Vignisson. 201 bls. Græna húsið 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 534 orð | 1 mynd

Svangur drengur fær súkkulaði

Roald Dahl Íslensk þýðing: Böðvar Guðmundsson. Myndir: Quentin Blake. 185 bls. Mál og menning, 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 571 orð | 1 mynd

Sæmileg raðmorð

Jeff Lindsey. JPV útgáfa. Reykjavík 2005. Karl Emil Gunnarsson þýddi. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 421 orð | 1 mynd

Ungur snillingur

Eftir Eoin Colfer. Íslensk þýðing Guðni Kolbeinsson. 335 bls, JPV útgáfa, 2005. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 56 orð | 1 mynd

ÚT er komin bókin Gæfuleit, ævisaga Þorsteins M. Jónssonar, sem var einn...

ÚT er komin bókin Gæfuleit, ævisaga Þorsteins M. Jónssonar, sem var einn stofnenda Framsóknarflokksins og þingmaður um skeið. Höfundur er Viðar Hreinsson sem áður hefur skrifað ævisögu Stephans G. Klettafjallaskálds. Þorsteinn M. Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 784 orð | 1 mynd

Það er líka til birta í veröldinni

Höfundur: Reynir Traustason Útgefandi:Vaka- Helgafell 2005 303 bls Meira
29. nóvember 2005 | Bókablað | 382 orð | 1 mynd

Ævintýri í veruleikanum

Roddy Doyle. Myndskreytingar: Brian Ajhar. Íslensk þýðing Hjörleifur Hjartarson. 173 bls. Vaka Helgafell, 2005. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.