Greinar mánudaginn 5. desember 2005

Fréttir

5. desember 2005 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

162 ára gamalt jólakort

EITT af fyrstu jólakortunum var selt á uppboði í London um helgina og fékkst fyrir tæp ein milljón íslenskra króna. Það var sjálfur upphafsmaður jólakortanna, Sir Henry Cole, sem prentaði kortin, 1.000 að tölu, árið 1843 en af þeim er nú vitað um 10. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 262 orð

600 sjálfboðaliðar vinna 17-50 ársverk

UM 600 sjálfboðaliðar starfa um þessar mundir fyrir Reykjavíkurdeild Rauða krossins sem er langstærsta deild Rauða kross Íslands. Hver sjálfboðaliði vinnur að jafnaði 4-12 klukkustundir á mánuði. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 683 orð | 2 myndir

Aðskilnaðarmúr Ísraela hefur mikil áhrif á líf Palestínumanna

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður félagsins Ísland - Palestína, er nýkominn heim úr þriggja vikna dvöl í Palestínu. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Aðventumessa í Silfrastaðakirkju

JÓLASÝNING Árbæjarsafns hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og ungir sem aldnir skemmt sér við að fylgjast með undirbúningi jólanna frá fornu fari. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 772 orð | 1 mynd

Akureyri í öndvegi

Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Ragnar var orðinn þreyttur á neikvæðri umræðu Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, segir máltækið og það á vel við þegar rætt er um verkefnið Akureyri í öndvegi. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 202 orð

Alþingi styðji Mannréttindaskrifstofuna

STJÓRN Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi, hvetur alþingismenn, við afgreiðslu fjárlaga, til að tryggja fjármagn til reksturs Mannréttindaskrifstofu Íslands. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 180 orð

Anna miklu fleiri ökutækjum

ALVARLEGUM umferðarslysum hefur fækkað á gatnamótum Kringlumýrar- og Miklubrautar síðan þeim var breytt í lok ágústmánaðar sl., að sögn Árna Friðleifssonar, varðstjóra í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík. Þá voru m.a. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 462 orð | 1 mynd

Atvinna með stuðningi fær Múrbrjótinn

Landssamtökin Þroskahjálp afhentu þremur aðilum Múrbrjótinn á laugardag, á alþjóðadegi fatlaðra. Meira
5. desember 2005 | Erlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Biður ekki fyrir Camillu

Elísabet Bretadrottning hyggst ekki biðja fyrir tengdadóttur sinni, Camillu Parker Bowles, í opinberum bænum sínum. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum

Eftir Andra Karl andri@mbl.is BIRGÐIR af bóluefni gegn inflúensu eru gengnar til þurrðar hjá innflytjendum á landinu en að sögn Haraldar Briem sóttvarnalæknis er erfitt að segja til um hvort bóluefnið hafi alls staðar klárast. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 353 orð | 1 mynd

Dagur íhugar framboð fyrir Samfylkinguna

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is DAGUR B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, er alvarlega að huga að framboði vegna borgarstjórnarkosninganna í vor á vegum Samfylkingarinnar. Meira
5. desember 2005 | Erlendar fréttir | 432 orð

Deilur um fangaflug endurspegla ólík viðhorf

Washington. AFP. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Ekki þörf á að flytja inn mjólkurduft

EKKI kemur til þess að flytja þurfi inn undanrennuduft til vinnslu á mjólkurvörum í ár. Þetta segir Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 935 orð | 2 myndir

Elsti sjálfboðaliðinn níræður

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ELSTI sjálfboðaliði sem starfar á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands verður níræður á næstu dögum. Konan sú prjónar til styrktar Rauða krossinum í viku hverri. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fáir erlendir sjómenn á íslenskum skipum

SAMKVÆMT úttekt Landssambands íslenskra útvegsmanna starfa fáir erlendir sjómenn á íslenskum fiskiskipum. LÍÚ gerði athugun á fjölda útlendinga á fiskiskipum hjá 25 stærstu útgerðum landsins. Hjá þeim fyrirtækjum starfa um 2. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Frumvarp um að RARIK verði hlutafélag frá áramótum

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is LAGT hefur fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um að Rafmagnsveitur ríkisins, RARIK, verði gerðar að hlutafélagi frá og með næstu áramótum. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

Göngin barn síns tíma

Neskaupstaður | Umferðarstjórn var sett á veginn um Oddskarðsgöng nú um helgina þegar steypubílar þurftu að fara 300 ferðir um þau. Verið var flytja 900 rúmmetra af steypu frá Reyðarfirði í gólfplötu nýju frystigeymslu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 76 orð

Harður árekstur á Akranesvegi

ÖKUMAÐUR og farþegi fólksbíls slösuðust í hörðum árekstri við jeppa á mótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar í gærkvöldi. Meira
5. desember 2005 | Erlendar fréttir | 195 orð

Innflytjendalög verði hert

DANSKA stjórnin ætlar að takmarka verulega straum innflytjenda til Danmerkur á næsta ári og verður það ekki síst gert vegna skuggalegra talna, sem fram koma í svokallaðri velferðarskýrslu, en hún verður birt á miðvikudag. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 135 orð

Í varðhaldi vegna líkamsárásar

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði karlmann á þrítugsaldri í gæsluvarðhald til 7. desember vegna alvarlegrar líkamsárásar við bókabúð Máls og menningar aðfaranótt laugardags. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 101 orð | 2 myndir

Jólaljósin kveikt á Óslóartrénu

Margir lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær, annan sunnudag í aðventu, þegar ljósin voru tendruð á Óslóartrénu. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð

Kjaradeilu vísað til Ríkissáttasemjara

HUGGARÐSFÉLÖGIN hafa vísað kjaradeilu sinni við Reykjavíkurborg til Ríkissáttasemjara. Félögin fimm, sem eru öll innan BHM, hafa staðið sameiginlega að viðræðum við Reykjavíkurborg undanfarna tæpa tvo mánuði. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 261 orð

Koltrefjaverksmiðja hugsanlega reist á Norðurlandi vestra

VERIÐ er að gera könnun á hagkvæmni þess að reisa koltrefjaverksmiðju á Norðurlandi vestra, að sögn Jakobs Magnússonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV). Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 178 orð

Kostnaður jókst um tæpt eitt prósent

SAMKVÆMT bókhaldi stofnana ríkisins fyrir árin 2003 og 2004 urðu helstu breytingar á heildarútgjöldum til bifreiða-, ferða- og risnukostnaðar þær að kostnaður hefur hækkað um 29 milljónir króna á milli ára eða um tæplega eitt prósent. Meira
5. desember 2005 | Erlendar fréttir | 169 orð

Kólnar ekki á næstunni

ANNE Brit Sandø, vísindamaður við Nansen-umhverfisrannsóknastöðina í Björgvin í Noregi, vísar á bug þeim niðurstöðum breskra vísindamanna, að Golfstraumurinn sé að veikjast með þeim afleiðingum, að búast megi við kaldari tíð í Norður-Evrópu. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Landkrabbar ánægðir í Legókubbakeppni

LANDKRABBARNIR, hópur átta nemenda frá Smáraskóla í Kópavogi, tók um helgina þátt í Norðurlandamótinu í legókubbakeppni sem fram fór í Þrándheimum í Noregi. Keppnin er hluti af alþjóðlegu móti sem ber heitið First LEGO League og er fyrir 9-14 ára... Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 66 orð

LEIÐRÉTT

Verð á mandarínum Vegna fréttar um verð á mandarínum í Nóatúni sem birt var á vef Neytendasamtakanna og í kjölfarið í Daglegu lífi fyrir helgi vill Nóatún koma eftirfarandi á framfæri. "Kassi af mandarínum er á tilboði frá og með 1. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Lögðu upp í skákferð til Grænlands

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heilsaði upp á hópinn sem um helgina lagði af stað til Austur-Grænlands í þeim tilgangi að örva skáklífið í landinu. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 168 orð

Lögreglan á Akureyri tekur 1,5 kg af fíkniefnum

LÖGREGLAN á Akureyri hefur undanfarna daga lagt hald á 1,5 kg af fíkniefnum í tveim aðskildum málum og fengið tvo menn úrskurðaða í gæsluvarðhald vegna annars málsins. Meira
5. desember 2005 | Erlendar fréttir | 88 orð

Nazarbayev sigraði

Astana. AFP. | Allt benti til, að Nursultan Nazaebayev, forseti Kasakstans, hefði unnið yfirburðasigur í forsetakosningunum í landinu í gær. Stjórnarandstaðan segir hins vegar, að um víðtækt svindl hafi verið að ræða. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 187 orð

Nokkrar athugasemdir borist við frumvarpið

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is NokkraR athugasemdir hafa borist við frumvarp um starfsmannaleigur, sem nú er til umfjöllunar í félagsmálanefnd Alþingis eftir að hafa verið vísað þangað eftir fyrstu umræðu í þinginu. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Ný knattspyrnuaðstaða

Þrír nýir sparkvellir voru vígðir í vikunni á Austurlandi; á Egilsstöðum, Eskifirði og Djúpavogi. Vellirnir eru gerðir að undirlagi Knattspyrnusambands Íslands í samvinnu við sveitarfélög og nær verkefnið til alls landsins. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Ný-ung veitti Alþingi hressileikaverðlaun

EVA Þórdís Ebenezersdóttir, formaður Ný-ungrar, ungliðahreyfingar Sjálfsbjargar, og Aðalbjörg Gunnarsdóttir varaformaður afhentu Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, hressileikaverðlaun Ný-ungrar á laugardag, alþjóðadag fatlaðra. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 45 orð

Nöfnunum Ole og Kenneth hafnað

MANNANAFNANEFND hefur meðal annars samþykkt karlmannsnöfnin Dreka og Leo og kvenmannsnafnið Verónu en hafnað nöfnunum Ole, Kenneth og Maia þar sem þau teljist ekki rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 167 orð

Ólæti við hús kynferðisbrotamanns

LÖGREGLAN í Reykjavík er á varðbergi gagnvart slæmu ástandi sem skapast hefur tvær undanfarnar helgar við hús eitt á Njálsgötu þar sem karlmaður, er hlaut nýverið tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun, býr eða hefur búið. Meira
5. desember 2005 | Erlendar fréttir | 727 orð | 1 mynd

Óttinn við mistök hafði skelfilegar afleiðingar

Eftir mikla rannsókn er niðurstaðan í kunnasta barnaníðingsmáli Frakklands sú að 13 sakborningar af 17 hafi verið ranglega ákærðir að því er segir í grein Söru Kolka. Nú er það franska réttarkerfið sem er á sakamannabekknum. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 78 orð

Rangt handrit fór í prentun

MISTÖK í vinnsluferli við bók Guðmundar Magnússonar, "Thorsararnir, auður og örlög", olli því að farga þurfti ákveðnum fjölda eintaka áður en þau voru send í verslanir. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 341 orð

Rektor fellst á sjónarmið verkfræðideildar skólans

REKTOR Háskóla Íslands féllst á sjónarmið verkfræðideildar varðandi ráðningu Kristjáns Jónassonar og sendi Önnu Ingólfsdóttur umsækjanda bréf þar sem rökstuðningur rektors var reifaður. Í bréfi rektors til Önnu hinn 18. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 122 orð

Sjaldan leitað til fagmanna

ÁSTANDSSKOÐUN fagmanna á fasteignum á ekki sérlega upp á pallborðið hjá kaupendum og seljendum fasteigna. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Snjóþoturnar dregnar fram á Akureyri

SNJÓNUM kyngdi niður á Akureyri um helgina og er þar því orðið mjög jólalegt um að litast. Trjágróðurinn skartar sínu fegursta, hvort sem hann prýða bæði jólaljós og snjór eða aðeins snjór. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Sungu fyrir forsetann úr vísnabók heimsins

Íslensk börn af erlendum uppruna heimsóttu forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson á Bessastöðum um helgina. Tilgangurinn var að afhenda honum fyrsta eintakið af geisladisknum "Úr vísnabók heimsins. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Tveir slösuðust í lestarslysi í Kárahnjúkum

TVEIR farþegar slösuðust þegar tvær lestir rákust á í aðgöngum tvö við Kárahnjúkavirkjun á laugardagsmorgun, að sögn Ómars R. Valdimarssonar, talsmanns verktakafyrirtækisins Impregilo. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 294 orð | 1 mynd

Undirrituðu samning um réttaraðstoð

BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Michael Kennedy forseti fagráðs Evrópsku réttaraðstoðarinnar (Eurojust) hafa undirritað samstarfssamning milli Íslands og Evrópsku réttaraðstoðarinnar, sem hefur aðsetur í Haag. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Undirrót vandans í atvinnulífinu er annars staðar

UM það er að velja að fresta vandanum og fá hann síðan í andlitið með óðaverðbólgu, röskun á öllum viðskiptum og átökum á vinnumarkaði, eða að takast á við erfiðleika strax og geta síðan vænst þess að ná þokkalegri lendingu þegar þensluvaldar slakna og... Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 1102 orð | 1 mynd

Upplýsingar fyrir komandi kynslóðir þurfa að vera aðgengilegar á netinu

Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is STÆRSTA verkefni Sögufélags Borgarfjarðar hefur verið að gefa út Borgfirskar æviskrár og þegar verkefninu lýkur verður þar að finna upplýsingar um þrettán þúsund manns. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 100 orð

Úrkomusamt á Akureyri

ÚRKOMA á Akureyri hefur verið umfram meðallag síðastliðna sex mánuði og nýliðinn nóvembermánuður var engin undantekning hvað það snerti, en mánuðurinn var umhleypingasamur á landinu, sérstaklega framan af að því er fram kemur í upplýsingum... Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 509 orð | 2 myndir

Úrskurðurinn gerir ráð fyrir samráði

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 88 orð

Útboð í Hraunaveitu og Ufsarstíflu

Landsvirkjun hefur óskað eftir tilboðum í fjóra verkþætti Hraunaveitu og Ufsarstíflu Kárahnjúkavirkjunar. Þessum verkum á öllum að ljúka á árinu 2008. Tilboðum á að skila í síðasta lagi 24. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 2141 orð | 1 mynd

Verð á mjólkurvörum ekki hækkað í þrjú ár

Magnús Ólafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, segir að ef eigi að afnema opinbera verðlagningu á mjólk verði um leið að afnema þá tryggingu sem bændur hafi fyrir mjólkurverði. Meira
5. desember 2005 | Innlendar fréttir | 78 orð

Viðbúnaður vegna þotu

TÖLUVERÐUR viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gær vegna komu tveggja hreyfla farþegaþotu með bilaðan hreyfil. Um 300 farþegar voru um borð en þotan lenti heilu og höldnu um kl. 16. Meira
5. desember 2005 | Erlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Vænta svara frá Rice

Washington. AP, AFP. | Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun upplýsa ríkisstjórnir í Evrópu um meint fangaflug í för sinni til fjögurra Evrópuríkja nú í vikunni. Kom það í gær fram hjá Stephen Hadley, öryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar. Meira

Ritstjórnargreinar

5. desember 2005 | Leiðarar | 354 orð

Gott framtak

Það var gott framtak hjá menntaráði Reykjavíkurborgar að láta gera skýrslu um aðdraganda kennaraverkfallsins fyrir ári. Og óvenjulegt. Ætli séu nokkur dæmi þess, að samningaferill hafi verið kannaður með þessum hætti? Meira
5. desember 2005 | Leiðarar | 429 orð

Leit að ristilkrabbameini

Stöðugar framfarir verða í baráttunni gegn krabbameini, þótt enn sé langt í land í baráttunni við þennan illvíga sjúkdóm. Meira
5. desember 2005 | Staksteinar | 239 orð | 1 mynd

Viðskiptasaga hins nýja Íslands

Hreggviður Jónsson, fyrrverandi forstjóri Norðurljósa, er hreinskiptinn maður. Samtal Morgunblaðsins við hann sl. Meira

Menning

5. desember 2005 | Fólk í fréttum | 166 orð | 1 mynd

2,4 milljónir söfnuðust

HLJÓMSVEITIN Írafár og Íslandsbanki tóku höndum saman í nóvember og lagði sveitin upp í tónleikaferðalag um landið með það að markmiði að safna peningum fyrir Einstök börn. Meira
5. desember 2005 | Tónlist | 473 orð | 1 mynd

Beint frá hjartanu

Garðar Thór Cortes söng lög eftir Lucio Dalla, Friðrik Karlsson, Einar Bárðarson, Björgvin Halldórsson, David Foster og fleiri. Meira
5. desember 2005 | Bókmenntir | 64 orð | 2 myndir

Birgitta og Kristian á Skáldaspírukvöldi

48. Skáldaspírukvöldið verður haldið í Iðu, þriðjud. 6. des, á jarðhæð, í bókahorninu með gula hægindastólnum. Nú lesa þau Birgitta Jónsdóttir og Kristian Guttesen úr nýútkomnum bókum sínum. Meira
5. desember 2005 | Fjölmiðlar | 26 orð | 1 mynd

...Bó Hall!

Kastljósið sýnir í kvöld atriði úr Broadway-sýningunni Söngkabarettinn Nína og Geiri ásamt viðtali við Björgvin Halldórsson, sem einnig mun flytja eitt af nýju lögunum sínum... Meira
5. desember 2005 | Tónlist | 724 orð | 1 mynd

Ekki geisladiskanna beztur

Lög og textar eru eftir Bjartmar Guðlaugsson. Kristján Edelstein leikur á gítar, mandólín, dobro, ukulele, zither og syngur bakraddir; Pétur St. Meira
5. desember 2005 | Kvikmyndir | 124 orð | 1 mynd

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt

FRANSKA kvikmyndin Cache eftir austurríska leikstjórann Michael Haneke Saturday var valin besta kvikmyndin þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru veitt í Berlín um helgina. Meira
5. desember 2005 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Fólk

Leikarinn Brad Pitt hefur sótt um að ættleiða börn leikkonunnar Angelinu Jolie . Kynningarfulltrúi Pitts staðfesti þetta, að því er kemur fram á fréttavef BBC. Verði fallist á umsóknina munu börnin tvö heita Maddox Jolie-Pitt og Zahara Jolie-Pitt . Meira
5. desember 2005 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd

Fólk

Leikarinn, leikstjórinn og Íslandsvinurinn Clint Eastwood mun verða verðlaunaður fyrir ævistarfið af samtökum bandarískra leikstjóra. Verðlaunaafhendingin mun fara fram 28. janúar nk. en þá verður það í 58. Meira
5. desember 2005 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Breski sjónvarpskokkurinn J amie Oliver , sem nefndur er k okkur án klæða í sjónvarpsþáttum sínum, ráðleggur karlmönnum að standa ekki við pönnuna án klæða. Meira
5. desember 2005 | Fjölmiðlar | 443 orð | 1 mynd

Frelsun Jóns

Ég slysast endrum og sinnum til að horfa á kristilegu bókstafstrúar-sjónvarpsstöðina Omega. Á laugardag var dagskráin þar með áhugaverðara móti enda kom sjálfur Jón Gnarr í myndverið og talaði um líf sitt og trúna um leið og hann kynnti nýja bók sína. Meira
5. desember 2005 | Tónlist | 73 orð | 3 myndir

Frostrokk í Frostaskjóli

BLÁSIÐ var til heljarinnar rokkhátíðar í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli síðastliðið föstudagskvöld. Var þetta í fimmta sinn sem hátíðin Frostrokk var haldin. Fram komu 11 hljómsveitir skipaðar liðsmönnum á aldrinum 13 til 17 ára. Meira
5. desember 2005 | Fjölmiðlar | 78 orð | 1 mynd

Herbergi úr gleri

Í sjónvarpsþættinum Veggfóðri á Sirkus kynna þau Vala Matt og Hálfdán fyrir okkur nýjustu strauma og stefnur í innanhússhönnun auk þess að sækja ýmsa þjóðþekkta einstaklinga heim. Meira
5. desember 2005 | Bókmenntir | 394 orð

Jafnstór og þrír strætóar

Ingibjörg Briem og Maribel Gonzalez Sigurjóns. Mál og menning 2005 Meira
5. desember 2005 | Myndlist | 53 orð | 1 mynd

Jólasýning á aðventunni

Myndasöguhöfundarnir Hugleikur Dagsson og Lóa Hjálmtýsdóttir, Hulli og Lóa, opnuðu um helgina sýningu á verkum sínum í Gallerýi Humri eða frægð við Laugaveg. Sýningin ber yfirskriftina Jólasýning og er það vel við hæfi þar sem jólin eru á næsta leiti. Meira
5. desember 2005 | Kvikmyndir | 68 orð | 2 myndir

Kátt í Höllinni

HEIMILDAMYNDIN Mánar í Höllinni var frumsýnd í Selfossbíói um helgina. Í myndinni segir frá ævintýrum hljómsveitarinnar Mána frá Selfossi þegar þeir hituðu upp fyrir Deep Purple í Laugardalshöllinni í fyrrasumar. Meira
5. desember 2005 | Kvikmyndir | 305 orð | 1 mynd

Langsótt kraftaverk á jólum

Leikstjórn: Chazz Palminteri. Aðalhlutverk: Susan Sarandon, Penelope Cruz, Paul Walker, Alan Arkin og Robin Williams. Bandaríkin, 96 mín. Meira
5. desember 2005 | Myndlist | 434 orð

Mannlíf í málverkum

Þrír listamenn frá Álandseyjum, Jonas Wilén, Henrika Lax og Annukka Turakka. Til 18. desember. Sýningin er opin þri. til sun. frá kl. 12-17. Meira
5. desember 2005 | Bókmenntir | 154 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Hjá Skjaldborg er komin út bókin Pöllusögur - söguleg skáldsaga fyrir börn, eftir Birgittu H. Halldórsdóttur. Myndir gerði Guðráður B. Jóhannsson. Meira
5. desember 2005 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Ný verslun við Laugaveg

FATAHÖNNUÐURINN Ásta Guðmundsdóttir opnaði nýja verslun á vinnustofu sinni á Laugavegi 25 síðastliðinn laugardag. Meira
5. desember 2005 | Myndlist | 76 orð

Opnað fyrir umsóknir

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar styrkir íslenska myndlistarmenn til starfa og sýningahalds erlendis. Styrkjum miðstöðvarinnar er skipt í stærri styrki, 200.000 kr. með umsóknarfrest tvisvar á ári og styrki til verkefna með styttri fyrirvara, 50. Meira
5. desember 2005 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Ragnar meðal vonarstjarna framtíðarinnar

LISTA- OG fréttatímaritið Art Review valdi Ragnar Kjartansson, myndlistarmann og söngvara í hljómsvetinni Trabant, meðal helstu vonarstjarna framtíðarinnar. Meira
5. desember 2005 | Myndlist | 526 orð | 1 mynd

Raunverulegt raunveruleikasjónvarp

Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 2. janúar. Meira
5. desember 2005 | Fólk í fréttum | 91 orð | 1 mynd

Varalitur gegn alnæmi

FYRSTI DAGUR desembermánaðar er alþjóðlegur baráttudagur gegn alnæmi í heiminum. Fjöldi samtaka og einstaklinga víða um heim notar daginn til að vekja máls á útbreiðslu alnæmis og hugsanlegum forvörnum gegn því í heiminum. Meira
5. desember 2005 | Fólk í fréttum | 50 orð | 1 mynd

Þrjátíu þúsund perur

New York | Mikill mannfjöldi fylgdist með því þegar kveikt var á jólatrénu á torginu við Rockefeller-bygginguna í New York á laugardaginn. Meira

Umræðan

5. desember 2005 | Aðsent efni | 700 orð | 2 myndir

Dagur sjálfboðaliðans

Hrafnkell Tumi Kolbeinsson og Elfa Dögg S. Leifsdóttir fjalla um sjálfboðastarf Rauða krossins: "Undanfarin ár hefur Reykjavíkurdeild Rauða krossins staðið fyrir uppákomum 5. desember til að minna á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða." Meira
5. desember 2005 | Aðsent efni | 762 orð | 2 myndir

Jafnrétti og hagsæld

Jón Sigurðsson fjallar um efnahagsmál og jafnrétti: "Konur virðast reka sig upp undir glerþakið bæði í ríkum löndum og fátækum." Meira
5. desember 2005 | Bréf til blaðsins | 537 orð

Jól

Frá Guðrúnu Kristínu Magnúsdóttur: "Að gefa eða hóta? SÆNSKUR siður, forn og heiðinn, er að fóðra hest eða hreindýr Jólnis þegar hann þyrjar þjóð yfir, þeysir um himin, um vetrarsólhvörf, til að reka brott vættir myrkurs og kulda. Börnin hjálpa. Það er jólagjöf að gefa." Meira
5. desember 2005 | Aðsent efni | 316 orð | 1 mynd

KRFÍ gegn kynbundnu ofbeldi

Eftir Margréti Sverrisdóttur: "Fullvíst er, að einungis brotabrot af ofbeldinu sést..." Meira
5. desember 2005 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Umferðarskipulag á tímamótum?

Ólafur Hjálmarsson fjallar um málefni Sundabrautar: "Þegar þjóðvegur er lagður í þéttri byggð verður að huga að mótvægisaðgerðum strax í upphafi þannig að lífsskilyrði íbúa verði ekki stórlega skert." Meira
5. desember 2005 | Velvakandi | 299 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Matsölustaðir og reykingar MIG langar að koma á framfæri skoðun minni um matsölustaði og reykingar. Ég er ein af þeim sem voru búnir að panta sér jólahlaðborð. Meira
5. desember 2005 | Aðsent efni | 872 orð | 1 mynd

Þvottakúnstir Hreggviðs Jónssonar

Eftir Einar Kárason: "Það er ekki reynt að "hvítþvo" aðalpersónuna meira en þetta. Í ljósi þessa geta lesendur sjálfir dæmt um vinnubrögð mín og ásakanir Hreggviðs." Meira

Minningargreinar

5. desember 2005 | Minningargreinar | 2879 orð | 1 mynd

GUNNAR ODDUR SIGURÐSSON

Gunnar Oddur Sigurðsson fæddist í Norska húsinu í Stykkishólmi 20. febrúar 1935. Hann lést á St. Jósefsspítala 29. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Steinþórsson, kaupfélagsstjóri og síðar fulltrúi raforkumálastjóra, f. 11.10. 1899, d. Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2005 | Minningargreinar | 453 orð | 1 mynd

ÓLAFUR KR. HELGASON

Ólafur Kristján Helgason fæddist á Strandseljum við Ísafjarðardjúp 5. desember 1921. Hann lést á Benidorm 4. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Langholtskirkju 19. september. Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2005 | Minningargreinar | 3828 orð | 1 mynd

ÓLI J. BLÖNDAL

Óli J. Blöndal fæddist á Siglufirði 24. september 1918. Hann lést á hjartadeild LSH 26. nóvember síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
5. desember 2005 | Minningargreinar | 2432 orð | 1 mynd

SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR

Sigurlaug Jónsdóttir fæddist á Akureyri 3. ágúst 1963. Hún lést á heimili sínu í Ekrusmára 15 í Kópavogi 19. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Edda Pétursdóttir og Jón Valdimarsson, sem bæði eru látin. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

5. desember 2005 | Viðskiptafréttir | 99 orð

Aukin velta Icelandic Group um fjórðung

VELTA Icelandic Group árið 2006 er áætluð 110-120 milljarðar króna, sem er aukning um allt að 25%. Heildarsala sjávarafurða í Bandaríkjunum og Asíu er áætluð 47 milljarðar króna, þar af fyrir um 30 milljarða í Bandaríkjunum. Meira
5. desember 2005 | Viðskiptafréttir | 199 orð | 1 mynd

Eimskip eykur umsvif sín í Svíþjóð

EIMSKIP Transport AB, dótturfélag Eimskips í Svíþjóð hefur stóraukið umsvif sín, bæði með kaupum á félaginu WLC Transport & Spedition AB í Helsingborg og með byggingu á nýju vöruhúsi, að því er fram kemur í tilkynningu sem Eimskip sendi frá sér í gær. Meira
5. desember 2005 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Enn hækka bréf easyJet

GENGI bréfa breska lággjaldaflugfélagsins easyJet hefur hækkað verulega að undanförnu eða um tæp 4% á fimmtudaginn og síðan um nær 2,6% á föstudag. Var gengi bréfanna við lokun markaða komið í 351 pens á hlut og hefur ekki verið svo hátt frá vorinu... Meira

Daglegt líf

5. desember 2005 | Daglegt líf | 179 orð

Beinþynning og þunglyndislyf

Algeng þunglyndislyf geta haft varanleg neikvæð áhrif á beinagrindina að því er norsk rannsókn gefur til kynna. Meira
5. desember 2005 | Daglegt líf | 729 orð | 3 myndir

Engin svæfing

Í byrjun nóvember voru framkvæmdar tvær ófrjósemisaðgerðir á Landspítala - háskólasjúkrahúsi með aðferð sem ekki hefur verið notuð hérlendis áður. Jón Ívar Einarsson kvensjúkdómalæknir settist niður með Sigrúnu Ásmundar og sagði henni allt um þessa nýjung. Meira
5. desember 2005 | Daglegt líf | 183 orð | 3 myndir

Jólaþorp í stofunni

"Við byrjum að taka þorpið fram um miðjan nóvember," segir Bryndís Rut Jónsdóttir. Meira
5. desember 2005 | Daglegt líf | 418 orð | 1 mynd

Streitan er slæm fyrir æðakerfið

ÖLL ÞEKKJUM við hvernig streitan getur stundum valdið vanlíðan, bæði líkamlegri og andlegri, en í raun er streita eðlileg viðbrögð líkamans við álagi eða hættu. Meira

Fastir þættir

5. desember 2005 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli. Í dag, 5. desember, er sextugur Jóhannes Tryggvason...

60 ÁRA afmæli. Í dag, 5. desember, er sextugur Jóhannes Tryggvason, Aðallandi 2. Eiginkona hans er Margrét Kristinsdóttir . Af því tilefni taka þau á móti ættingjum og vinum föstudaginn 9. desember í Glersalnum, Salarvegi 2, Kópavogi milli kl. 18 og 21. Meira
5. desember 2005 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli . Í dag, 5. desember, er sjötug Kolbrún Valdimarsdóttir...

70 ÁRA afmæli . Í dag, 5. desember, er sjötug Kolbrún Valdimarsdóttir, Skipasundi 5,... Meira
5. desember 2005 | Fastir þættir | 162 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Læstur litur. Meira
5. desember 2005 | Dagbók | 406 orð | 1 mynd

Félagshæfnisögur endurútgefnar

Sigrún Birgisdóttir fæddist í Reykjavík 1964. Hún útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands 1989 og hefur starfað við bókhald og síðustu árin á skrifstofu Umsjónarfélags einhverfra. Hún er gift Ásgeiri Erlendi Ásgeirssyni og eiga þau tvö börn. Meira
5. desember 2005 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni...

Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Rm. 15, 15, 13. Meira
5. desember 2005 | Fastir þættir | 104 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g4 h6 7. h4 Rc6 8. Hg1 h5 9. gxh5 Rxh5 10. Bg5 Rf6 11. h5 Be7 12. Be2 a6 13. Be3 Hh7 14. Rxc6 bxc6 15. e5 dxe5 16. Bd3 e4 17. Rxe4 Da5+ 18. Bd2 De5 19. Hg5 Dh2 20. Rg3 Hh8 21. Df3 Rd7 22. Meira
5. desember 2005 | Fastir þættir | 312 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Jólin nálgast, það hefur líklega ekki farið framhjá neinum, ekki einu sinni Víkverja, sem gerir þó sitt besta til að láta sem ekkert sé og neitar alveg að komast í einhverja jólastemningu í nóvember. Meira

Íþróttir

5. desember 2005 | Íþróttir | 583 orð | 1 mynd

* ALDA Leif Jónsdóttir gerði 12 stig þegar lið hennar Yellow Bike vann...

* ALDA Leif Jónsdóttir gerði 12 stig þegar lið hennar Yellow Bike vann Perik Jumpers 91:58 í hollensku deildinni um helgina. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Beckham rekinn af velli í þriðja sinn í vetur

DAVID Beckham, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var rekinn af velli í þriðja sinn í spænsku 1. deildinni á þessu tímabili þegar Real Madrid vann Getafe, 1:0, á laugardagskvöldið. Beckham braut af sér á 56. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 126 orð

Bikarmeistararnir byrja á heimavelli

ENSKU bikarmeistararnir í Arsenal fá heimaleik gegn 1. deildar liði Cardiff í 3. umferð bikarkeppninnar í ár en dregið var til hennar í gær. Þar koma lið úrvalsdeildar og 1. deildar til leiks. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 50 orð

Doncaster mætir Arsenal

DONCASTER Rovers, enska 2. deildar liðið í knattspyrnu sem hefur slegið Aston Villa og Manchester City út úr deildabikarkeppninni, mætir Arsenal á heimavelli í 8-liða úrslitunum en dregið var til þeirra á laugardaginn. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 254 orð

Dramatík í Grindavík

Eftir Garðar P. Vignisson ÞAÐ var sannkallaður stórleikur í Grindavík þegar heimastúlkur tóku á móti Haukum sem höfðu betur 83:72 og komust Hafnfirðingar þar með í efsta sæti deildarinnar. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Einar var óstöðvandi gegn Wetzlar

EINAR Hólmgeirsson, landsliðsmaður í handknattleik, var á ný í náðinni hjá Grosswallstadt á laugardaginn og nýtti tækifærið vel. Einar hefur ekki fengið að spila mikið í undanförnum leikjum en gegn Wetzlar héldu hönum engin bönd. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 1550 orð

England Úrvalsdeild: Blackburn - Everton 0:2 James McFadden 28., Mikel...

England Úrvalsdeild: Blackburn - Everton 0:2 James McFadden 28., Mikel Arteta 45. Rautt spjald: Andy Todd (Blackburn) 32. - 22.064. Bolton - Arsenal 2:0 Abdoulaye Faye 20., Stelios Giannakopoulos 32. - 26.792. Chelsea - Middlesbrough 1:0 John Terry 62. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

* EYJAMAÐURINN Sigurður Ari Stefánsson var í miklum ham í gær með liði...

* EYJAMAÐURINN Sigurður Ari Stefánsson var í miklum ham í gær með liði sínu, Elverum , í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 1044 orð | 1 mynd

Fjölnir - Keflavík 93:97 Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, úrvalsdeild karla...

Fjölnir - Keflavík 93:97 Íþróttamiðstöðin Grafarvogi, úrvalsdeild karla, Iceland-Express-deildin, sunnudaginn 4. desember 2005. Gangur leiksins: 20:21, 46:41, 69:64, 93:97. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 719 orð

Flugeldasýning í Njarðvík

NJARÐVÍK tók á móti Grindavík í Iceland Express deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og liðin buðu upp á flugeldasýningu þar sem þrjátíu þriggja stiga körfur litu dagsins ljós. Framlengja þurfti leikinn til að ná fram úrslitum. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 752 orð | 1 mynd

Fram - HK 28:27 Framhúsið, Reykjavík, 1. deild karla, DHL-deildin...

Fram - HK 28:27 Framhúsið, Reykjavík, 1. deild karla, DHL-deildin, laugardaginn 3. desember 2005. Gangur leiksins : 0:2, 1:2, 1:4, 5:5, 7:9, 9:9, 11:9, 15:13, 15:16, 17:20, 20:20, 25:24, 25:26, 28:26, 28:27 . Mörk Fram : Jón B. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 268 orð

Grétar og Viktor með Víkingum

GRÉTAR Sigfinnur Sigurðarson og Viktor Bjarki Arnarsson leika báðir með nýliðum Víkings í úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta sumar. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 113 orð

Hamburger nálgast Bayern

HAMBURGER SV náði að minnka forskot Bayern München í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu niður í fjögur stig á laugardaginn. Hamburger lagði þá Köln að velli, 3:1, á meðan Bayern gerði markalaust jafntefli í Stuttgart. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 419 orð | 1 mynd

* HELGI Sigurðsson lék í gær kveðjuleik sinn með danska...

* HELGI Sigurðsson lék í gær kveðjuleik sinn með danska úrvalsdeildarliðinu AGF , sem tapaði, 2:1, í fallslag gegn Horsens á útivelli. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 385 orð | 1 mynd

* HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem steinlá á...

* HERMANN Hreiðarsson lék allan leikinn með Charlton sem steinlá á heimavelli, 2:5, gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Jóhannes Karl jafnaði gegn Leeds

JÓHANNES Karl Guðjónsson skoraði mark Leicester sem tapaði, 2:1, fyrir Leeds í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Jóhannes Karl skoraði mark sitt úr vítaspyrnu á 69. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 96 orð

Juventus með 8 stiga forskot

JUVENTUS náði átta stiga forystu í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið vann Fiorentina á útivelli, 2:1, í stórleik helgarinnar. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 276 orð

Keflavík og Breiðablik meistarar

KEFLAVÍK og Breiðablik urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í innanhússknattspyrnu en úrslitaleikirnir fóru fram í Laugardalshöllinni í gær. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 184 orð

Líklegast að Keane fari til Real Madrid?

ENSKIR fjölmiðlar fullyrtu í gær að það væri orðið líklegast að Roy Keane, fyrrum fyrirliði knattspyrnuliðs Manchester United, gengi til liðs við spænska stórveldið Real Madrid um áramótin. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 319 orð

Lítil gleði í 700. leik Alan Curbishley við stjórnvölinn hjá Charlton

ALAN Curbishley stjórnaði í gær liði Charlton Athletic í 700. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 131 orð

Luxemburgo sagt upp hjá Real

SPÆNSKA knattspyrnufélagið Real Madrid tilkynnti í gærkvöld að þjálfaranum brasilíska, Wanderley Luxemburgo, hefði verið sagt upp störfum. Hann stýrði liðinu í aðeins tæplega eitt ár en hann tók við því þann 30. desember 2004. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 481 orð | 1 mynd

Mögnuð barátta hjá KA og Steaua

AKUREYRINGAR fengu loks að sjá alvöru handboltaleik þegar KA tók á móti Steaua Bukarest í 16 liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu á laugardaginn. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 139 orð

Norðmaður til KR-inga

NORSKI knattspyrnumaðurinn Nahom Debesay er væntanlegur til reynslu hjá KR-ingum um næstu helgi. Hann lék undir stjórn Teits Þórðarsonar, nýráðins þjálfara KR-inga, með norska 2. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 524 orð | 1 mynd

Norðurlandamót unglinga STÚLKUR 14-15 ára: 50 metra baksund: 1. Laura...

Norðurlandamót unglinga STÚLKUR 14-15 ára: 50 metra baksund: 1. Laura Papke, Danmörku 28.94 6. Jóhanna G. Gústafsdóttir 32,04 9. Berglind Aðalsteinsdóttir 32,59 800 metra skriðsund: 1. Petronella Åsen, Svíþjóð 9.02,49 8. Olga Sigurðardóttir 9. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 292 orð

Óskabyrjun Skallagríms

Eftir Gísla Árnason SKALLAGRÍMUR vann yfirburðasigur á Hetti 110:77 í Borgarnesi í gærkvöldi. Leikurinn vannst í fyrsta leikhluta, 37:7. Þar spiluðu Skallagrímsmenn afburðavel, sérstaklega í vörn. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 262 orð

Óvænt í Mosfellsbæ

AFTURELDING kom heldur betur á óvart á laugardaginn þegar liðið tók á móti Haukum í DHL-deildinni í handknattleik karla. Mosfellingar gerðu sér lítið fyrir og unnu Hauka með einu marki, 23:22 þar sem Guðmundur Hrafnkelsson fór á kostum í marki heimamanna. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 182 orð

Páll Einarsson er hættur sem leikmaður Þróttar

PÁLL Einarsson, sem hefur verið fyrirliði knattspyrnuliðs Þróttar í Reykjavík undanfarin ellefu ár, er hættur hjá félaginu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt var á vef félagsins í gærkvöld. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 212 orð

"Áttum að vinna með meiri mun"

HREIÐAR Levý Guðmundsson varði 28 skot í marki KA, þar af 2 vítaskot og mörg skot úr dauðafærum. Hann var skiljanlega ánægður með sinn hlut. Honum fannst erfiðast að glíma við stórskyttuna Sania en hann varði þó nokkur firnaföst skot frá honum. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 707 orð | 1 mynd

"Veðjaði á að Terry myndi skora"

ARSENAL var hið eina af efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem missteig sig um helgina. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 209 orð

Redknapp ætlar að hætta hjá Southampton

HARRY Redknapp sagði við BBC í gær að hann hygðist ekki halda áfram sem knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Southampton, enda þótt hann sé samningsbundinn því til vorsins. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 252 orð | 1 mynd

Rúnar skoraði í 400. deildaleik sínum

RÚNAR Kristinsson varð á laugardagskvöldið sjöundi íslenski knattspyrnumaðurinn frá upphafi til að spila 400 deildaleiki á ferlinum. Rúnar náði þessum áfanga þegar Lokeren sigraði Cercle Brugge, 2:1, í belgísku 1. deildinni og hann hélt upp á það með því að skora fyrra mark liðsins í leiknum. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Sigrún Brá setti tvö stúlknamet

ÍSLENSKA sundfólkið vann til þrennra verðlauna á Norðurlandamóti unglinga sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni varð Norðurlandameistari í 100 metra skriðsundi á tímanum 57,23 sekúndum sem er stúlknamet. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 365 orð

Stórleikur markvarðanna

ÞAÐ má segja að rimma grannanna, ÍBV og Selfoss, hafi snúist upp í einvígi á milli markvarða liðanna, Björgvins Páls Gústafssonar hjá ÍBV og Sebastian Alexandersonar hjá Selfoss. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 153 orð

Stuðningsmenn Stoke til vandræða

Tveir stuðningsmenn Íslendingafélagsins Stoke City voru handteknir eftir leik liðsins gegn QPR í ensku 1. deildinni í knattspyrnu á laugardaginn en Stoke tapaði þá á heimavelli, 1:2. Tvímenningarnir réðust þá að Simon Royce, markverði QPR. Meira
5. desember 2005 | Íþróttir | 544 orð | 1 mynd

Þungur róður hjá Magdeburg

ALFREÐ Gíslason og lærisveinar hans hjá Magdeburg eiga erfiðan leik fyrir höndum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik en Magdeburg tapaði 24:26 fyrir Barcelona í fyrri leik liðanna sem fram fór í Magdeburg í gær. Meira

Fasteignablað

5. desember 2005 | Fasteignablað | 1119 orð | 6 myndir

100% lán eða leiga?

Þ að hefur lengi verið á stefnuskrá íslenskra stjórnmálamanna að auðvelda almenningi að fjármagna kaup á eigin íbúðarhúsnæði. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 192 orð | 2 myndir

Aðalstræti 10 í endurnýjun lífdaga

MINJAVERND hf. hefur tekið að sér að færa útlit Aðalstrætis 10, húss Innréttinganna, sem talið er elsta hús Reykjavíkur, til fyrra útlits eða eins og það leit út að utan og innan árið 1822. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 331 orð | 2 myndir

Akrasel 7

Reykjavík - Fasteignasalan Valhöll er nú með í einkasölu einbýlishús á tveimur hæðum við Akrasel 7. "Húsið er skráð 265,4 ferm. en síðan er óskráð rými ca 30 ferm. sem nýtist sem mjög góð geymsla," segir Ingólfur Geir Gissurarson hjá Valhöll. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 651 orð | 2 myndir

Allt á floti

Í fjöleignarhúsum er það meginregla að ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir skulu teknar á húsfundi. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 943 orð | 3 myndir

Áhrifaþættir íbúðaverðs

Íbúðarhúsnæði er mun flóknari vara en aðrar vörur á markaði. Ýmsir valkostir eru í boði á húsnæðismarkaðinum, sbr. nauðsynjavara, þ.e.a.s. grunnhúsaskjól sem getur annað hvort verið í séreign eða til leigu. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 49 orð | 1 mynd

Bifröst í Borgarfirði

Það voru bændur í Borgarfirði sem ákváðu að byggja veitingastað með gistiaðstöðu á Bifröst. Sigvaldi Thordarson arkitekt var fenginn til starfsins 1946. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 580 orð | 6 myndir

BVA byggja 182 íbúðir á Austurlandi

Steinunn Ásmundsdóttir steinunn@mbl.is B yggingaverktakar Austurlands (BVA) byggja nú sjöhæða fjölbýlishús á Egilsstöðum og er það hið fyrsta af þremur slíkum sem byggð verða innst í bænum, við Kaupvang. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 169 orð | 2 myndir

Drangagata 1

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Ás er nú með í sölu 366,4 ferm. einbýlishús á þremur hæðum við Drangagötu 1 í Hafnarfirði. Húsið skiptist þannig, að fyrsta hæðin er 78,9 ferm. aðalhæðin er 164,2 ferm. og risið 12,3 ferm. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 33 orð | 1 mynd

Eyrarbakkakirkja

EYRARBAKKAKIRKJA var byggð og vígð árið 1890. Merkasti kirkjugripurinn er altaristaflan, en hana málaði Louise drottning Kristjáns konungs IX. Danakonungs. Drottningin gaf kirkjunni töfluna og er nafn hennar á henni og ártalið... Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 595 orð | 5 myndir

Flísar á öll gólf

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FLÍSAR eru vinsælt gólfefni og sala á flísum hefur gjarnan verið jöfn allt árið en þó mest síðustu þrjá mánuði ársins, að sögn Þórðar Magnússonar, eiganda Flísabúðarinnar við Stórhöfða í Reykjavík. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 736 orð | 2 myndir

Fólk hirðir ekki um álit fagmanna

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÁSTANDSSKOÐUN fagmanna á fasteignum á ekki sérlega upp á pallborðið hjá kaupendum og seljendum fasteigna. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 151 orð | 2 myndir

Hamarsheiði II

Skeiða- og Gnúpverjahreppur - Fasteignamiðstöðin er nú með til sölu jörðina Hamarsheiði II í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Jörðin er talin vera rúmir 200 ha í séreign og hlutur Hamarsheiðar II í sameign 2-300 ha. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 259 orð | 1 mynd

ÍST EN 206-1:2000 á íslensku

Hagsmunaaðilar eru hvattir til þess að kynna sér þennan staðal, segir dr. Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri BSTR, en hann veitir allar upplýsingar um staðalinn. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 105 orð | 1 mynd

Korpúlfsstaðir

KORPÚLFSSTAÐIR voru sjálfstæð jörð 1234, eign Viðeyjarklausturs, en urðu eign konungs við siðaskiptin. Jörðin var seld 1810 og lítið af henni að frétta fyrr en kom fram á 20. öldina. Á seinni hluta 19. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 619 orð | 4 myndir

Krydd og krásir

Fyrir nokkru var fjallað um kúmen í Blómi vikunnar. Það vex villt á ýmsum stöðum, einkum í nágrenni sveitabæja, og því er hægt að tína fræ þessarar góðu kryddjurtar úti um grundir og haga. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 285 orð | 2 myndir

Langagerði 50

Reykjavík - Fasteignasalan Lyngvík er nú með í sölu einbýlishús á tveimur hæðum við Langagerði 50. Húsið er 170,8 ferm. að stærð fyrir utan sérstæðan bílskúr, sem er 42,5 ferm., alls 213,3 ferm. Anddyri hússins er klætt með Drápuhlíðargrjóti að utan. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 837 orð | 2 myndir

Mikil breyting fyrirhuguð undir hlíðum Helgafells

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is G ERT er ráð fyrir að uppbyggingu um 1.020 íbúða hverfis undir hlíðum Helgafells í Mosfellsbæ verði lokið 2012. Samkvæmt rammaskipulagi verða um 3. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 28 orð | 1 mynd

Opnir gluggar

Góð regla er að hafa ekki glugga lengi opna þegar kalt er í veðri, heldur loftræsa duglega í stuttan tíma og lækka stillinguna á ofni/um herbergisins á... Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 309 orð | 3 myndir

Ríflega 400 hektara frístundabyggð skipulögð í landinu

Eftir Sigurð Jónsson a1a@simnet.is "JÖRÐIN er 470 hektarar og hefur að mestu verið skipulögð undir frístundabyggð og skógrækt," segir Valtýr Pálsson sem hefur keypt jörðina Ásgarð í Grímsnesi ásamt Sigurði S. Pálssyni. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 740 orð | 2 myndir

Sáralítið efni berst úr rörunum í drykkjarvatnið

Það er svo sem engin furða þó ný efni, sem viðkoma matvælum, verði umdeild og mæti talsverðri tortryggni í byrjun. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 51 orð | 1 mynd

Snæfellsjökull

Snæfellsjökull (1.446 m) er meðal fegurstu jökla landsins. Flatarmál hans er u.þ.b. 7 km². Hann hvílir á eldfjalli, sem hefur ekki gosið síðustu 1.800 árin og umhverfis það eru nokkur hraun og fallegir gígar frá nútíma. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 1449 orð | 4 myndir

Stöðugt fleiri láta drauminn rætast

Sólarlandið Spánn hefur ávallt heillað Íslendinga og mörg okkar dreymir um að eignast þar hús eða íbúð. Magnús Sigurðsson ræddi við Arnar Loftsson, sem kynnir fasteignir á Costa Blanca. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 227 orð | 2 myndir

Sveighús 5

Reykjavík - Fasteignasalan Gimli er nú með til sölu 161,3 ferm. einbýlishús á einni hæð og með innbyggðum bílskúr við Sveighús 5. "Þetta er sérlega vel skipulagt einbýlishús með glæsilegu útsýni til fjalla," segir Hákon Svavarsson hjá Gimli. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 64 orð | 1 mynd

Tekið við kertaafgöngum í Sorpu

Nú í desember þegar kertanotkun er hvað mest er ágætt að muna eftir að kertaafgöngum af öllum stærðum og gerðum er hægt að skila í sérstakar tunnur á öllum endurvinnslustöðvum Sorpu. Í Kertagerð Sólheima eru kertaafgangarnir nýttir í ný kerti. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 238 orð | 2 myndir

Þetta helst

Fasteignamat Gera má ráð fyrir, að fasteignamat hækki nú meira milli ára en nokkru sinni fyrr, en samkvæmt lögum skal matið miðast við gangverð eins og það er í nóvember ár hvert. Meira
5. desember 2005 | Fasteignablað | 182 orð | 1 mynd

Þrastarlundur 18

Garðabær - Fasteignasalan Borgir er nú með í sölu raðhús á einni hæð og með innbyggðum bílskúr við Þrastarlund 18. Húsið er 170,6 fm og auk þess bílskúr, sem er 24,5 fm, en að auki er geymslurými á millilofti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.