Greinar fimmtudaginn 16. febrúar 2006

Fréttir

16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

300 fleiri umsóknir um hreindýraveiðileyfi í ár en í fyrra

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is RÚMLEGA 300 fleiri umsóknir bárust fyrir leyfi til veiða á hreindýrum í ár samanborið við í fyrra. Að sögn Jóhanns G. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 57 orð

Afmælisgjöf | Skólanefnd hefur samþykkt að veita Tónlistarskólanum á...

Afmælisgjöf | Skólanefnd hefur samþykkt að veita Tónlistarskólanum á Akureyri 350 þúsund krónur í afmælisgjöf, en skólinn átti nýlega 60 ára afmæli, 20. janúar síðastliðinn, en haldið verður upp á daginn nú síðar í þessum mánuði, 26. febrúar. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 369 orð

Áhyggjur af fiðurfé

"ÞAÐ er viss óhugur í fólki nú þegar þetta er komið svona nálægt," segir Erla Sigurðardóttir ritstjóri, sem býr og starfar í Kaupmannahöfn, þegar hún er spurð um áhrif þess að fuglaflensa hefur greinst í dauðum svönum á þýsku eyjunni Rügen í... Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 128 orð

Básúnu- og túbutónleikar | Timothy William Buzbee túbuleikari og Jessica...

Básúnu- og túbutónleikar | Timothy William Buzbee túbuleikari og Jessica Gustavsson básúnuleikari halda tónleika í Listasafni Reykjanesbæjar næstkomandi sunnudag, klukkan 17. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 285 orð

Bílhræjum fjölgar ört

Reykjavík | Nokkuð ber á fjölgun mála vegna bifreiða í niðurníðslu á borgarlandi og einkalóðum undanfarið og segir Tómas G. Gíslason heilbrigðisfulltrúi hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar slík mál viðamikinn kæruflokk, en jafnframt viðkvæman. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 45 orð

Blús og djass | Blúskompaníið og Park Projekt koma fram á blús- og...

Blús og djass | Blúskompaníið og Park Projekt koma fram á blús- og djasshátíð í Ketilhúsinu í kvöld. Í þeirri fyrrnefndu eru Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson en í hinni eru Agnar Már Magnússon, Kristján Edelstein og Gunnlaugur Briem auk Pálma. Meira
16. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 160 orð

Breska þingið samþykkti reykingabann

London. AFP. | Breska þingið samþykkti í fyrrakvöld algert bann við reykingum á opinberum stöðum í Englandi en áður hafa sambærileg lög gengið í gildi á Norður-Írlandi og frá og með næsta mánuði er bannað að reykja á opinberum stöðum í Skotlandi. Meira
16. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Bretar að einangrast í enskunni?

BRETAR hafa hagnast á því menningarlega og efnahagslega í heila öld að eiga ensku að móðurmáli en nú kemur fram í nýrri rannsókn í Bretlandi, að aukin enskukunnátta um allan heim sé "veruleg ógnun" við stöðu landsins á alþjóðavettvangi og... Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

Brýnast að f lensan komist ekki í alifugla

Eftir Jóhannes Tómasson og Boga Þór Arason GRÍPA þarf til margs konar viðbúnaðar hérlendis komi til þess að fuglaflensan sem nú breiðist út um Evrópulönd verði að heimsfaraldri í mönnum. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 98 orð

Búist við stífum fundahöldum um helgina

SAMNINGANEFNDIR Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Launanefndar sveitarfélaga koma saman í húsnæði ríkissáttasemjara í dag til fyrsta samningafundarins eftir að samninganefnd LSS hafnaði tilboði launanefndarinnar í seinustu... Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 65 orð

Byggingarstál | Hollenska flutningaskipið MV Alexandergraght lagðist að...

Byggingarstál | Hollenska flutningaskipið MV Alexandergraght lagðist að Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði sl. mánudag með fjórðu sendingu byggingarstáls til álversframkvæmdanna. Skipið kom frá Kína og í því voru 3. Meira
16. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 443 orð | 1 mynd

Cheney gengst við allri ábyrgð

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í gærkvöldi fram í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni og gekkst við ábyrgð á slysi, sem henti hann um síðustu helgi þegar hann skaut óvart úr haglabyssu á veiðifélaga sinn. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 200 orð

Dagsbrún hyggst gefa út ókeypis dagblað í Danmörku

DAGSBRÚN, móðurfélag 365 prent- og ljósvakamiðla, hyggst hefja útgáfu á ókeypis dagblaði í Danmörku með haustinu, að því er fram kemur á vef Danmarks Radio . Forstjóri Dagsbrúnar vill hvorki staðfesta þetta né neita. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Dýrt og kalt fyrir bílinn

FLESTUM nægir að sjá eina stöðumælasekt á framrúðunni til að naga sig í handarbökin fyrir gleymskuna. En fyrir kemur að sektirnar hlaðast upp þegar bílar eru ekki hreyfðir lengi og geta legið ýmsar ástæður fyrir því. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 512 orð

Eftirlýstur fyrir tvö morð, nauðgun og rán

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is LÖGREGLAN í Naíróbí hefur handtekið höfuðpaurinn í hinni alvarlegu árás sem gerð var á heimili þar í borg 13. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 149 orð

Ekki hætt við golfferðir til Túnis vegna myndbirtingamálsins

AÐ SÖGN Karls Sigurhjartarsonar, eiganda Ferðaskrifstofu Vesturlands, hefur það ekki komið til tals að svo stöddu að fresta tveimur golfferðum, sem áætlaðar eru til Túnis, vegna Múhameðsmálsins svokallaða. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð

Endurgerðir Thorvaldsenplattar í Hólavallagarði

Hólavallakirkjugarður hefur í samstarfi við arkitekt Assistens-garðsins í Kaupmannahöfn látið endurgera fjölda lágmynda eða svokallaðra Thorvaldsenplatta, sem látið hafa á sjá í tímanna rás. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Engilráð heimsótti Barnaspítalann

ANDARUNGINN Engilráð, sem þekkt er úr Stundinni okkar, heimsótti börnin á Barnaspítala Hringsins í gær. Spjallaði hún og sprellaði við börnin auk þess sem hún söng Faðmlagið. Þá færði Engilráð leikstofu Barnaspítalans tuskudýrið Engilráð að gjöf. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð

Enn af botnum

Ó lafur Runólfsson botnaði fyrriparta Helga Ziemsen á þorrablóti Iðunnara: Heyrist ekkert harmavein hér á þessu blóti. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 1530 orð | 3 myndir

Erfitt mál ef stór hluti þjóðarinnar veikist

Fréttaskýring | Hættan á útbreiðslu fuglaflensu á Íslandi er ekki talin mikil. Stökkbreytist veiran hins vegar og geti smit þar með borist milli manna er allt annað uppi á teningnum. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Fagnar yfirlýsingu KÍ og aðildarfélaga

ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra fagnaði á Alþingi í gær yfirlýsingu forystu Kennarasambands Íslands og aðildarfélaga þess, en í yfirlýsingunni kemur m.a. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

Fallegt forystufé er prýði í fjárhúsum

Eftir Atla Vigfússon Aðaldalur | "Forystuféð gefur mér mjög mikið og það er mjög gaman að hafa það. Það er nauðsynlegt þegar sett er út, en það er mín mikla ánægja að viðra kindurnar. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 320 orð

Félag tónlistarnema hefur kært sveitarfélögin fyrir aldursþak

FÉLAG tónlistarnema lagði í gær fram stjórnsýslukæru á hendur Reykjavíkurborg og Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna aldursþaks sem sett hefur verið á tónlistarnemendur. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 703 orð | 1 mynd

Fólki mismunað í kerfinu

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 86 orð

Framboðslisti Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans

Á FÉLAGSFUNDI hjá Samfylkingarfélagi Grindavíkurlistans 13. febrúar sl., kynnti kjörstjórn tillögu af framboðslista fyrir bæjarstjórnarkosningar í vor. Ákveðið hafði verið að fara í uppstillingu. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Framkvæmdastjórinn þarf að sjá út

Neskaupstaður | Sigfús Sigfússon, starfsmaður Síldarvinnslunnar, var á fullu að þvo gluggana á skrifstofum fyrirtækisins þegar fréttaritari átti leið um nú á dögunum. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 222 orð

Fræðslubæklingar um kynlíf og kynhegðun unglinga

KOMNIR eru út tveir fræðslubæklingar um kynlíf og kynhegðun unglinga, annars vegar Kynlíf - unglingar og hins vegar Samskipti foreldra og barna um kynlíf. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Gamla Kópavogshælið til sölu

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is GAMLA Kópavogshælið, sem Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins er arkitekt að, verður auglýst til sölu á næstunni samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Kópavogsbæjar. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Hávellubliki í tilhugalífi

Djúpivogur | Hávella er afar skrautlegur fugl, sérstaklega þó blikinn. Í nóvember hefst tilhugalíf hávellunnar og er í algleymingi á fyrstu mánuðum ársins og eru blikarnir þá afar tilkomumiklir. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 104 orð

Hjón slösuðust í árekstri

ELDRI hjón voru flutt á slysadeild eftir árekstur á mótum Snorrabrautar og Egilsgötu um kl. hálffimm síðdegis í gær. Þau slösuðust þó ekki alvarlega að sögn lögreglunnar. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 773 orð | 1 mynd

Hrein búbót fyrir ferðaþjónustuna

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is FERÐAMÖNNUM sem koma hingað til lands með skemmtiferðaskipum fjölgar ört, en áfangastaðir á Norður-Atlantshafi njóta sívaxandi vinsælda í slíkum ferðum. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 21 orð

Hvað er kynlífsfíkn? | Reynir Harðarson sálfræðingur flytur...

Hvað er kynlífsfíkn? | Reynir Harðarson sálfræðingur flytur fyrirlesturinn Hvað er kynlífsfíkn? í dag, miðvikudag, kl. 12.00 á Sólborg við... Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 363 orð

Höfðu í hótunum og otuðu eggvopni að konum

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is "VIÐ vorum þarna fjórar konur að ganga frá eftir daginn og heyrðist vart í okkur fyrr en dyr opnuðust. Allt í einu stóðu þeir inni á gólfi, þrír saman. Þeir ruku inn ganginn hjá okkur. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 295 orð

Impregilo rekur trúnaðarmann

Kárahnjúkavirkjun | Íslenskum trúnaðarmanni hjá Impregilo við Kárahnjúkavirkjun var á þriðjudag sagt upp störfum. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Í forystu fyrir erfðafræðibyltingunni

FJALLAÐ er um rannsóknir og starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) í opnugrein í nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Time . Greinin ber fyrirsögnina "Íslandstilraunin. Hvernig örsmá eyþjóð náði forystunni í erfðafræðibyltingunni. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 39 orð

Í samband | Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur borist...

Í samband | Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur borist undirskriftalisti þar sem 112 íbúar sveitarfélagsins skora á Símann að koma upp ADSL-tengingu (bæði tölvu- og sjónvarpssambandi) á Grenivík hið fyrsta. Meira
16. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 744 orð | 1 mynd

Kapp lagt á að stöðva útbreiðslu fuglaflensu

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins samþykkti í gær nýjar ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu mannskæðs afbrigðis fuglaflensu, H5N1. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Kastaði í annað sinn á þorra

Fljót | Nú á miðjum þorra fæddist lítið hestfolald á bænum Miðmóa í Fljótum. Þetta er að sjálfsögðu ekki hefðbundinn tími fyrir folöld að fæðast á. Hryssan sem er kölluð Jörp kastaði á sama tíma í fyrra en reyndar tveimur vikum fyrr en nú. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Kirkjuþing ákveði skipan umdæma vígslubiskupa

ALÞINGI hefur samþykkt frumvarp um breytingu á lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar. Samkvæmt því bætist við ákvæði í lögin um að kirkjuþing ákveði skipan umdæma vígslubiskupa. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 86 orð

Krefjast breytinga á stjórnarskránni

KVENNAHREYFINGIN hefur lagt fram tillögur að endurbótum á stjórnarskrá Íslands. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Landnámshænur lokaðar inni?

RÆKTENDUR alifugla og landnámshænsna verða hugsanlega skyldaðir til að loka fugla sína inni í viðbragsskyni við fuglaflensunni að því er fram hefur komið hjá sóttvarnarlækni. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 36 orð

Leiðrétt

Mörkin eignarhaldsfélag ehf. Mörkin eignarhaldsfélag ehf., Félag áhugafólks um þjónustu við aldraða, stendur fyrir byggingarframkvæmdum við Suðurlandsbraut 58-60-62 en ekki Mörkin ehf. eins og fram kom í Fasteignablaðinu sl. mánudag. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 336 orð

Lengja verður flugbrautina

Lenging brautarinnar á Akureyrarflugvelli er grundvallaratriði varðandi framtíðaruppbyggingu millilandaflugs um völlinn. Þetta kemur fram í skýrslu sem Njáll Trausti Friðbertsson vann fyrir Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 700 orð | 2 myndir

Lögreglan vill samstarf við netfyrirtæki um netsíur

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is LÖGREGLAN hefur óskað eftir samstarfi við netfyrirtæki hér á landi í því skyni að setja upp netsíum sem koma í veg fyrir að viðskiptavinir geti skoðað vefsíður sem innihalda barnaklám. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Miðbærinn - aftan frá

Miðbærinn á Akureyri hefur talsvert verið í fréttum undanfarin misseri, enda stendur mikið til eftir hugmyndasamkeppni um breytingar á svæðinu. Hér má sjá aðra hlið á miðbænum en venjulega; þetta er miðbærinn aftan frá, ef svo má að orði... Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 145 orð

Mikið úrval af íbúðalánum

ÚRVALIÐ af langtímalánum sem íbúðakaupendum og íbúðaeigendum stendur til boða hefur verið meira á undanförnum misserum en nokkru sinni fyrr. Ekki er hægt að gefa eitt afgerandi svar við þeirri spurningu hvar heppilegasta lánið sé að fá. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Mikillar óánægju gætir meðal minnihlutans

Eftir Andra Karl andri@mbl.is BÆJARSTJÓRN Hveragerðis samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að skrifað verði undir samninga við verktakafyrirtækið Eykt um uppbyggingu átta til níu hundruð íbúða á tæplega 80 hektara svæði austan Varmár. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Mjóeyrarhöfn | Tilboð hafa verið opnuð í hluta framkvæmda við...

Mjóeyrarhöfn | Tilboð hafa verið opnuð í hluta framkvæmda við stóriðjuhöfnina á Mjóeyri í Reyðarfirði. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð

Morðrannsóknin hefur ekki leitt til handtöku

RANNSÓKN á morðinu á Jóni Þór Ólafssyni verkfræðingi hjá ENEX og Brendu America Salinas Jovel í El Salvador hefur ekki leitt til handtöku enn sem komið er. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Nauðgun og nekt til að auglýsa tónleika

TÓNLEIKAR á vegum Hins hússins sem fram fara í kvöld eru m.a. auglýstir með orðunum RAPE TIME! eða TÍMI TIL AÐ NAUÐGA! eins og það útleggst á íslensku um alla borg. Á veggspjaldi sem hangir víða um bæinn segir m.a. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 997 orð | 1 mynd

Nýfrjálshyggja er vandamál en ekki hnattvæðing

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HNATTVÆÐING er ekki vandamál heldur kannski eðlileg þróun á þeim tímum sem við lifum. Það sem er hins vegar verst fyrir heiminn er nýfrjálshyggjan. Meira
16. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 320 orð | 1 mynd

Nýjar myndir af pyntingum í Abu Ghraib í Írak sýndar

Sydney. AFP. | Ástralska sjónvarpsstöðin SBS sýndi í gær áður óbirtar myndir af misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad í Írak á árinu 2003. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Orkan eingöngu frá jarðvarmavirkjunum

ÁFANGA var náð í stækkun álvers Norðuráls á Grundartanga í gær þegar straumi var hleypt á fyrstu kerin af þeim 260 sem bætast við. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Passað upp á hafnfirska menningu

Hafnarfjörður | Engu er líkara en þessir fallegu hundar hafi fengið það hlutverk að gæta Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Þeir eru afslappaðir á svip en væntanlega við öllu búnir ef óboðinn gest ber að garði. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

"Kaupi eitthvað fallegt handa Bryndísi Evu"

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Níu vinir í Innri-Njarðvík lögðu leið sína á Barnaspítala Hringsins sl. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Ráðherra á fundi um Hellisheiði

Selfoss | Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur framsögu á opnum fundi um samgöngubætur á leiðinni milli Selfoss og Reykjavíkur sem fram fer á Hótel Selfossi í dag, fimmtudag, klukkan 20. Meira
16. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 217 orð

Refsivert að vegsama hryðjuverk

London. AFP. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð

Reiðvegur | Hestamannafélagið Þráinn hefur farið fram á að...

Reiðvegur | Hestamannafélagið Þráinn hefur farið fram á að Grýtubakkahreppur skipuleggi og veiti leyfi fyrir reiðvegi frá Kaplaskjóli norður á Skælu. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarfélagið standi straum af kostnaði við byggingu vegarins. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Sameining kirkjugarðastjórna á landsbyggðinni

FYRIR liggur að sameina stjórnir kirkjugarða á landinu. Í dag eru þær 250 talsins, þar af 190 í dreifbýli. Flestar eru sóknirnar í dreifbýlinu með færri en 100 íbúa og að jafnaði er ekki jarðsett oftar en annað eða þriðja hvert ár. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 65 orð

Samkomulag um uppbyggingu í Leirvogstungu

Mosfellsbær | Fulltrúar Leirvogstungu ehf og Mosfellsbæjar undirrituðu í gær samkomulag um uppbyggingu íbúðabyggðar í Leirvogstungu í Mosfellsbæ. Samkomulagið er gert í framhaldi af viljayfirlýsingu sömu aðila um sama efni frá því í ágúst 2005. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 175 orð

Samstarf um netsíur til að koma í veg fyrir barnaklám?

LÖGREGLAN hefur óskað eftir samstarfi við netfyrirtæki hér á landi í því skyni að setja upp netsíur, sem koma í veg fyrir að viðskiptavinir geti skoðað vefsíður sem innihalda barnaklám. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Semja áfram um Goðamótin

Unglingaráð knattspyrnudeildar Þórs á Akureyri og Norðlenska hafa endurnýjað samning um samvinnu vegna Goðamótanna, sem haldin hafa verið í Boganum síðla vetrar sl. þrjú ár. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 64 orð

Semja og æfa nýtt leikrit

Keflavík | Vox Arena, leikfélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík, hefur í samvinnu við Leikfélag Keflavíkur hafið æfingar á nýju leikriti. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 85 orð

Skjálfti í Vatnajökli

JARÐSKJÁLFTI upp á 2,9 stig á Richter varð undir Esjufjöllum í Vatnajökli kl. 3.19 í fyrrinótt. Að sögn Bergþóru S. Þorbjarnardóttur á eðlisfræðisviði Veðurstofunnar mældust ekki fleiri skjálftar á svæðinu. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð

Skylt verði að greina á milli útsvars og tekjuskatts

TÍU þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um að launagreiðendum verði skylt að aðgreina útsvar og tekjuskatt á launaseðli launamanns. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Guðlaugur Þór Þórðarson. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Slasaðist lífshættulega

FIMMTÁN ára stúlka, sem ekið var á á Bæjarbraut í Garðabæ síðdegis í gær liggur lífshættulega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 887 orð | 2 myndir

Straumur á fyrstu kerin

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 44 orð

Sundlaug | Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að ganga að...

Sundlaug | Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að ganga að endurskoðuðu tilboði B. Hreiðarssonar ehf. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Sýking sem ónæmiskerfið kannast ekki við

"VERÐI fuglaflensan að skæðum faraldri í mönnum hérlendis er ljóst að við munum þurfa að veita mun veikara fólki þjónustu heima við en við gerum í dag. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 378 orð | 1 mynd

Tryggir ekki viðunandi jafnræði

SAMTÖK atvinnulífsins leggjast gegn því að frumvarp til laga um Ríkisútvarpið verði að lögum, þar sem frumvarpið samrýmist ekki ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið um ríkisstyrki, sé í andstöðu við markmið samkeppnislaga og tryggi ekki... Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 1148 orð | 1 mynd

Um vegaeftirlitið og umferð þungaflutningabíla

FYRIRTÆKI og félög sem tengjast landflutningum hafa sent frá sér eftirfarandi greinargerð um vegaeftirlit og umferð þungaflutningabíla. Eftirtaldir aðilar skrifa undir greinargerðina: Alli Geira hf., Húsavík, Austurpóll ehf. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Amts Café er vel varðveitt leyndarmál í nýlegri viðbyggingu Amtsbókasafnsins. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 241 orð

Vatn á flöskum vandamál

EF FÓLK vill vera umhverfisvænt og ekki eyða peningunum í vitleysu þá ætti það að halda sig við vatnið úr krananum og láta vatn á flöskum eiga sig. Athygli á þessu er vakin á heimasíðu BSRB. Samkvæmt frétt The Independent frá 12. þ.m. Meira
16. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 370 orð | 1 mynd

Viðbrögðin við Katrínu kölluð "þjóðarklúður"

Washington. AFP. | Bandaríkjaþing birti í gær skýrslu um fellibylinn Katrínu og afleiðingar hans. Er hún sögð mikill áfellisdómur yfir ríkisstjórn George W. Bush og raunar öllum, sem við sögu koma. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 112 orð

Viðey undan Minjasafni

ÁFRAM er unnið að því innan menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur að móta framtíðarsýn fyrir Viðey. Hluti af því verkefni var að færa eyna úr ábyrgð Minjasafns Reykjavíkur og til skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs nú um áramótin. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 147 orð

Vilja kynbæta kýrnar með innfluttu erfðaefni

Hella | Sunnlenskir kúabændur vilja láta gera tilraun með kynbætur á íslenskum kúm með innfluttu erfðaefni. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 357 orð

Vonbrigði með að samráð skyldi ekki vera hafið

STURLA Böðvarsson samgönguráðherra lýsti yfir miklum vonbrigðum með það á Alþingi í gær að samráðsferli við íbúa hvort sínum megin við Kleppsvíkina í Reykjavík vegna fyrsta áfanga Sundabrautar skyldi ekki vera hafið. Meira
16. febrúar 2006 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Zapatero líkt við Caligula

Madríd. AFP. | Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, hefur verið uppnefndur eins og aðrir stjórnmálamenn. Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 15 orð | 1 mynd

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru umræður um...

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Á dagskrá eru umræður um sveitarstjórnarmál og... Meira
16. febrúar 2006 | Innlendar fréttir | 207 orð

Þjóðin fái að kjósa um stóriðjustefnuna

ÞINGFLOKKUR Vinstri grænna hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um stóriðjuframkvæmdir samhliða kosningum til sveitarstjórna hinn 27. maí nk. Meira

Ritstjórnargreinar

16. febrúar 2006 | Staksteinar | 255 orð | 1 mynd

Mildi frjálshyggjupostulinn

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar á vef sinn um frumvarp Jóns Kristjánssonar heilbrigðisráðherra, sem felur m.a. í sér reykingabann á veitingastöðum. Meira
16. febrúar 2006 | Leiðarar | 1002 orð

Veruleg réttarbót

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur kynnt drög að frumvarpi um endurskoðun ýmissa ákvæða hegningarlaganna um kynferðisbrot. Meira

Menning

16. febrúar 2006 | Fjölmiðlar | 106 orð | 1 mynd

16 manna úrslit

ÖNNUR viðureignin í 16 manna úrslitum í Meistaranum er í kvöld. Þá mætir aftur til leiks Haukur Harðarson viðskiptafræðingur, sem lagði Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla í fyrstu umferð. Meira
16. febrúar 2006 | Leiklist | 1087 orð | 3 myndir

Að viðhalda manneskjunni í okkur

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í kvöld verður leikritið Maríubjallan frumsýnt í Rýminu, nýju leikhúsi Leikfélags Akureyrar í Hafnarstræti 73. Maríubjallan er kraftmikið nútímaverk eftir Vassily Sigarev. Dima er 19 ára. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 63 orð | 1 mynd

Benni hástökkvari!

Benni Hemm Hemm er hástökkvari vikunnar að þessu sinni, en plata sveitarinnar sem er samnefnd henni stökk úr 37. sæti í það 25. Það er Benedikt H. Hermannsson sem er burðarásinn í sveitinni en sér til aðstoðar hefur hann fjölmarga hljóðfæraleikara. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 77 orð | 1 mynd

Cash í tveimur efstu!

TÓNLIST alþýðusöngvarans Johnny Cash er í tveimur efstu sætum Tónlistans að þessu sinni. Í efsta sæti er platan Ring of Fire: The Legend of Johnny Cash , sem er safnplata með mörgum af bestu lögum meistarans. Meira
16. febrúar 2006 | Fjölmiðlar | 298 orð | 1 mynd

Drama í parakeppni

Í ÚRSLITAKEPPNI í parakeppni í listhlaupi á skautum í Tórínó sannaðist að fátt er dramatískara en veruleikinn. Sérstaklega þegar veruleikinn er spurning um verðlaunasæti á Ólympíuleikum. Meira
16. febrúar 2006 | Leiklist | 356 orð

Efnilegir krakkar

Höfundur og leikstjóri: Gunnar Helgason. Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson. Danshöfundar: Guðfinna Björnsdóttir og Birna Björnsdóttir. Leikmynd og lýsing: Geir Magnússon. Sýning í Austurbæ, 5. febrúar 2006 Meira
16. febrúar 2006 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Efnisstúlka spilar Mendelssohn konsertinn

Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika í Neskirkju laugardaginn 18. febrúar nk. kl. 17. Á efnisskránni eru Fornar aríur og dansar (Svíta nr. 1) eftir Ottorino Respighi, Fiðlukonsert í e-moll eftir Felix Mendelssohn og Sinfónía nr. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 524 orð | 1 mynd

Framsækna fornhljómborðið

Verk eftir Axel Borup-Jørgensen, Dan Locklair, Svein Lúðvík Björnsson (frumfl.), Úlfar Inga Haraldsson* og Leif Þórarinsson. Guðrún Óskarsdóttir semball og Kolbeinn Bjarnason flauta*. Sunnudaginn 12. febrúar kl. 16. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 209 orð | 1 mynd

Há-norskt Bítlaæði

TVÆR hljómsveitir munu troða upp á eftir söngkabarettinum Nínu og Geira í Broadway næsta laugardag. Meira
16. febrúar 2006 | Bókmenntir | 844 orð | 2 myndir

Háskólamenn og umræðan

Hvenær eiga fræðimenn og sérfræðingar að láta til sín taka á opinberum vettvangi og tjá sig um málefni líðandi stundar? Meira
16. febrúar 2006 | Myndlist | 303 orð | 1 mynd

Hinn sjónræni skyldleiki

Opið á verslunartíma. Sýningu lýkur 23. febrúar. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Hjartaknúsari!

FYRSTA plata breska hjartaknúsarans James Blunt, Back to Bedlam , er í 11. sæti Tónlistans, en platan hefur verið á lista í 21 viku. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 65 orð | 1 mynd

Játningar!

Drottningin sjálf Madonna er í 23. sæti Tónlistans með plötuna Confessions on a Dancefloor, en þetta er 14. plata söngkonunnar. Meira
16. febrúar 2006 | Kvikmyndir | 135 orð | 1 mynd

Kynskiptingur á ferðalagi

KVIKMYNDIN Transamerica segir frá kynskiptingnum Bree sem leggur upp í ferðalag til að bjarga syni sínum af götum New York-borgar. Bree hafði ekki hugmynd um að drengurinn væri til því hann kom undir þegar Bree var enn karlmaður. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 1047 orð | 1 mynd

Ljúflingar frá Leeds

Breska hljómsveitin The Rushes leikur á tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld, en sveitin vakti töluverða athygli á Iceland Airwaves-hátíðinni í október. Meira
16. febrúar 2006 | Bókmenntir | 425 orð

Norðurljóð

International poetry of the far north, volume VI. Ýmsir höfundar. Ice-Floe Press, Anchorage, Alaska 2005. Meira
16. febrúar 2006 | Menningarlíf | 417 orð | 1 mynd

Putte Wickman allur

EINN af helstu djassleikurum Svía og einn af stórmeisturum djassklarinettsins, Putte Wickman, lést þann 14. febrúar sl. Hann varð 81 árs gamall. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 293 orð | 1 mynd

Roger Waters í Egilshöll

FYRRUM leiðtogi rokkhljómsveitarinnar Pink Floyd, Roger Waters, heldur tónleika hérlendis í sumar. Tónleikarnir verða haldnir í Egilshöll mánudaginn 12. júní. Meira
16. febrúar 2006 | Tónlist | 325 orð

Samræða manns og tölvu

Fjórar tónsmíðar eftir Lars Graugaard í flutningi Guðna Franzsonar, Kolbeins Bjarnasonar og Eydísar Franzdóttur. Sunnudagur 14. febrúar. Meira
16. febrúar 2006 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Sigrún leiðir Norðmenn

SIGRÚNU Eðvaldsdóttur konsertmeistara var í síðustu viku boðið að leiða Fílharmóníuhljómsveitina í Björgvin í Noregi á tvennum tónleikum. Fyrri tónleikarnir voru í Grieghallen á fimmtudag og þeir síðari í Festiviteten í Haugasundi á föstudag. Meira
16. febrúar 2006 | Menningarlíf | 319 orð | 1 mynd

Stríð og friður

Til 26. febrúar. Sýningar í anddyri eru opnar virka daga frá kl. 8-17 og 12-17 um helgar. Meira
16. febrúar 2006 | Kvikmyndir | 112 orð | 1 mynd

Vampírur og varúlfar berjast

MYNDIN Underworld: Evolution er sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar Underworld frá árinu 2003 sem náði töluverðum vinsældum í bíóhúsum hér á landi sem og í Bandaríkjunum. Meira

Umræðan

16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 555 orð | 1 mynd

112 dagurinn og tíu ára afmæli Neyðarlínunnar

Þórhallur Ólafsson fjallar um tíu ára afmæli 112 og 112 daginn sem haldinn var um allt land við góðar undirtektir: "Til að ná árangri hefur bestu fáanlegri tækni verið beitt og hún aðlöguð íslenskum aðstæðum." Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

EES og ESB

Eftir Einar Benediktsson: "Við höfum afgerandi hagsmuna að gæta að frjáls innri markaður haldist og gæta þess vel sem fyrr að heltast ekki úr lestinni í EES - ESB." Meira
16. febrúar 2006 | Bréf til blaðsins | 433 orð

Flugvellir eiga að vera á sínum stað

Frá Matthíasi Ó. Gestssyni: "AKUREYRARVÖLLUR var á sínum tíma besti íþróttavöllur landsins. Stórhlauparar komu að sunnan til þess að ná góðum tímum á hlaupabrautinni á Akureyri 1955-1960." Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 718 orð | 1 mynd

Framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins svarað

Guðjón Jensson svarar Sigurði Eyþórssyni: "Mín skoðun er sú, að gera megi auknar kröfur til framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins og formanns nefndar um lagaumhverfi stjórnmálasamtaka." Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 636 orð | 1 mynd

Gleðilegt gengisfellingarár?

Halldór Jónsson fjallar um efnahagsmál: "Lækka öll laun í landinu með sérstökum uppbótum til þeirra sem bágast eiga. Lækka allt verð á opinberri þjónustu. Lækka alla taxta í landinu með lagaboði." Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Hefjum gamlan iðnað til vegs og virðingar á ný

Eftir Þorstein Pétursson: "Skipasmíðar voru merkur þáttur í eyfirskri athafnasögu allt síðan í byrjun 18. aldar en það var fyrst þegar afskipti samvinnunnar komu til að þessi iðnaður hófst til vegs og virðingar." Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 486 orð | 2 myndir

Hættulegasti vegur landsins

Sigurður Jónsson og Guðmundur Sigurðsson fjalla um nauðsyn samgöngubóta á milli Reykjavíkur og Selfoss: "Enn skorum við á samgönguráðherra að setja breikkun og lýsingu Suðurlandsvegar á samgönguáætlun." Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 812 orð | 1 mynd

Kosningar á Akureyri

Eftir Elvar Árna Lund: "Á kjörstað getur almenningur fyllt út stuðningsyfirlýsingu við framboð Framsóknarflokksins á Akureyri í vor og þar með öðlast kosningarétt í prófkjörinu." Meira
16. febrúar 2006 | Bréf til blaðsins | 347 orð

Ofbeldi í fangelsinu Litla-Hrauni óviðunandi

Frá Ara B. Thorarensen: "FÖSTUDAGINN 27. janúar blasti þessi fyrirsögn við mér í Morgunblaðinu. Þegar ég las lengra sá ég að það var verið að vitna í skýrslu Evrópunefndar CPT. Nefnd sem vinnur gegn pyntingum, ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð og refsingum gegn föngum." Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 780 orð | 1 mynd

Starf forseta FIDE

Edda Júlía Þráinsdóttir skrifar um starf forseta FIDE: "...hvers vegna skyldi Euwe hafa viljað fá Freystein í starf forseta FIDE?" Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 773 orð | 1 mynd

Steypa fyrst - spyrja svo

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir fjallar um stefnumótun í heilbrigðismálum: "Það er einsdæmi í 35 ára sögu heilbrigðisráðuneytisins að þar hafi sami stjórnmálaflokkur farið með völd í samfellt 10 ár." Meira
16. febrúar 2006 | Aðsent efni | 627 orð | 1 mynd

Suðurlandsveginn verður að tvöfalda

Björgvin G. Sigurðsson fjallar um samgöngumál: "Í því liggur barátta fyrir þessum samgöngubótum. Að vegurinn verði tvöfaldaður og verklokum verði náð á næstu þremur til fjórum árum." Meira
16. febrúar 2006 | Velvakandi | 305 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Skattalækkanir SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir ráðherra var að önugmælast við Össur Skarphéðinsson í Morgunblaðinu 31. jan. '06. Ekki þarf að svara fyrir hann, enda ekki meiningin. Meira

Minningargreinar

16. febrúar 2006 | Minningargreinar | 859 orð | 1 mynd

ELLEN VALA SCHNEIDER

Ellen Vala Schneider lögfræðingur fæddist 10. desember 1954. Hún lést í Washington D.C. 2. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð 8. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2006 | Minningargreinar | 2099 orð | 1 mynd

ERLENDUR STEINAR ÓLAFSSON

Erlendur Steinar Ólafsson fæddist í Reykjavík 5. maí 1912. Hann andaðist á LSH í Fossvogi miðvikudaginn 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Erlendsdóttir frá Hvallátrum í Rauðasandshreppi, f. 7. júlí 1886, d. 18. jan. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2006 | Minningargreinar | 452 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR JÓNSSON

Guðmundur Jónsson fæddist í Reykjavík 26. janúar 1937. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 6. febrúar síðastliðinn. Mansi, eins og hann var ávallt kallaður, var sonur hjónanna Sigurðar Jóns Guðmundssonar, f. 28. júli 1893, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2006 | Minningargreinar | 4745 orð | 1 mynd

HULDAR ÖRN ANDRÉSSON

Huldar Örn Andrésson fæddist í Reykjavík 19. júlí 1984. Hann lést á Barnaspítala Hringsins 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans eru Andrés Ragnarsson sálfræðingur, f. 7. maí 1954 og Inga Bergmann Árnadóttir tannlæknir, f. 17. janúar 1955. Þau skildu. Meira  Kaupa minningabók
16. febrúar 2006 | Minningargreinar | 348 orð | 1 mynd

LOVÍSA INGVARSDÓTTIR

Lovísa Ingvarsdóttir fæddist í Neðra-Dal í V-Eyjafjallahreppi í Rangárvallasýslu hinn 20. júlí 1912. Hún lést á dvalarheimilinu Lundi á Hellu hinn 26. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 4. febrúar. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

16. febrúar 2006 | Sjávarútvegur | 350 orð

Leita leiða til lausnar síldardeilu

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra átti í gær fund í Ósló með Helgu Pedersen sjávarútvegsráðherra Noregs. Meira
16. febrúar 2006 | Sjávarútvegur | 120 orð | 1 mynd

Útgerð Baldvins Njálssonar gengur vel

Útgerð frystitogarans Baldvins Njálssonar GK, sem sjávarútvegsfyrirtækið Nesfiskur ehf. í Garði gerir út, hefur gengið ágætlega síðan útgerð hans hófst í lok ágústmánaðar á síðasta ári. Meira

Daglegt líf

16. febrúar 2006 | Neytendur | 185 orð | 1 mynd

Bónus á Nesinu stækkar

Framkvæmdir standa yfir við Bónusverslunina á Seltjarnarnesi en búðin verður stækkuð um tvö hundruð og fimmtíu fermetra. Meira
16. febrúar 2006 | Daglegt líf | 564 orð | 2 myndir

Getur auðveldað meðgöngu og fæðingu

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Meðgöngumagadans er nýr af nálinni í flóru hreyfingar sem er í boði fyrir þungaðar konur á Íslandi. Josy Zareen er upphafsmaður hans hér á landi en hún á og rekur Magadansskólann í Ármúla. Meira
16. febrúar 2006 | Neytendur | 669 orð

Ítölsk matargerð um helgina

Bónus Gildir 16. feb.-19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Frosinn lambahryggur 999 1.398 999 kr. kg Frosið lambalæri 898 998 898 kr. kg Freschettupizzur, 1,2 kg 599 0 499 kr. kg Nestle ís fitusnauður, 900 ml 129 0 143 kr. Meira
16. febrúar 2006 | Daglegt líf | 296 orð | 1 mynd

Kistillinn geymir sögu fjölskyldunnar

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég á í fórum mínum gamlan kistil, handmálaðan og skreyttan með ártalinu 1775. Meira
16. febrúar 2006 | Neytendur | 168 orð

Minningarnar á DVD Gagnvirkni býður DVD-fjölföldun en auk þess annast...

Minningarnar á DVD Gagnvirkni býður DVD-fjölföldun en auk þess annast fyrirtækið hönnun DVD-mynda, kvikmyndagerð og sölu á ýmsum vörum sem tengjast kvikmyndagerð og fjölföldun. Meira
16. febrúar 2006 | Neytendur | 154 orð | 2 myndir

* NÝTT

Baunabuff Baunabuff eru komin á markað frá Móður Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Fyrir nokkru komu á markað frá fyrirtækinu byggbuff, rauðrófubuff og byggsalat og hafa baunabuffin nú bæst í þá línu. Meira
16. febrúar 2006 | Neytendur | 222 orð | 1 mynd

Tómatar í búrskápinn

Nú er um að gera að fara og birgja sig upp af niðursoðnum pastatómötum í Kaskó en þar kostar dósin 9 krónur um helgina í stað 55 króna. Tómatarnir geymast vel og það er hægt að nota þá í spaghettísósuna, lasagna, pastarétti, súpur og ýmsa aðra rétti. Meira
16. febrúar 2006 | Neytendur | 419 orð | 3 myndir

Verðið á fluginu er síbreytilegt

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Nú eru Íslendingar í óðaönn að ákveða hvað þeir ætla að gera í sumarfríinu og hvenær sumars þeir ætla að fara á flakk, innanlands eða utan. Meira
16. febrúar 2006 | Neytendur | 122 orð | 1 mynd

Vor- og sumarlisti ClaMal ClaMal er kvenfatalisti frá Danmörku og hefur...

Vor- og sumarlisti ClaMal ClaMal er kvenfatalisti frá Danmörku og hefur verið mestmegnis kynntur í heimakynningum en ClaMal er einnig með verslun að Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði. Fötin í listanum eru ætluð konum 25 ára og eldri. Meira

Fastir þættir

16. febrúar 2006 | Árnað heilla | 115 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli. Í dag, 16. febrúar, er fimmtug Inga Lára Baldvinsdóttir...

50 ÁRA afmæli. Í dag, 16. febrúar, er fimmtug Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri myndasafns Þjóðminjasafns Íslands, til heimilis í Garðhúsum á Eyrarbakka. Af því tilefni efnir hún til samverustundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka föstudaginn 17. Meira
16. febrúar 2006 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í dag, 16. febrúar, er sextugur Óskar Pálsson, múrari...

60 ÁRA afmæli . Í dag, 16. febrúar, er sextugur Óskar Pálsson, múrari, starfandi móttökustjóri í Hagkaupum, til heimilis að Markarflöt 21 í... Meira
16. febrúar 2006 | Í dag | 41 orð | 1 mynd

Bláskjár

Madríd | 278 listgallerí frá 33 þjóðlöndum taka þátt í ARCO, alþjóðlegri kaupstefnu samtímalistar sem nú stendur yfir í Madríd á Spáni. Meira
16. febrúar 2006 | Fastir þættir | 232 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Bridshátíð. Meira
16. febrúar 2006 | Fastir þættir | 850 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridshátíð hafin Bridshátíð verður haldin með sama sniði og undanfarin ár nema að bætt var við Stjörnutvímenningi sem spilaður var í gærkvöld. Þar tóku boðsgestir BSÍ og Flugleiða þátt auk valinna íslenskra para. Meira
16. febrúar 2006 | Í dag | 528 orð | 1 mynd

Fjölhæft forrit til sænskunáms

Ola Knutsson fæddist í Gautaborg 1969 en er búsettur í Stokkhólmi. Hann lauk doktorsprófi í samskiptafræðum manns og tölvu (Human-Computer Interaction) 2005. Ola hefur starfað við þróun forrita, og við rannsóknir og hönnun á tölvunámsviðmótinu Grim. Meira
16. febrúar 2006 | Viðhorf | 841 orð | 1 mynd

Fúskarar og fræðimenn

Þegar skoðað er á www.brookings.org hverjir þar eru taldir upp sem sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda hættir maður í raun að skilja hvað Magnús Þorkell er að fara. Meira
16. febrúar 2006 | Fastir þættir | 239 orð

Góð þátttaka á vetrarleikum Gusts

HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gust í Kópavogi hefur oft borið á góma undanfarið í uppkaupsmálunum svonefndu en Gustsfélagar eru ekki af baki dottnir og héldu fyrstu vetrarleika sína í reiðhöllinni í Glaðheimum síðastliðinn laugardag þar sem keppt var í fjölbreyttum... Meira
16. febrúar 2006 | Fastir þættir | 982 orð | 4 myndir

Leyniþráðurinn á milli manns og hests

Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is HÓLASKÓLI og norðurdeild Félags tamningamanna halda þessa dagana reiðnámskeið með Eyjólfi Ísólfssyni, yfirreiðkennara á Hólum og tamningameistara, og líkt og fram kemur á heimasíðu skólans, holar. Meira
16. febrúar 2006 | Í dag | 142 orð

Marsbúarnir þokast nær

TÓNLIST Jeffs Waynes um innrásina frá Mars sem kom út á hljómplötunni "The War of the Worlds" um miðjan áttunda áratuginn virðist eiga sér marga aðdáendur hér á landi. Meira
16. febrúar 2006 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku...

Orð dagsins: Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss. (Róm. 15, 1. Meira
16. febrúar 2006 | Fastir þættir | 173 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. h3 Bb7 9. d3 d6 10. a3 Dd7 11. Rbd2 Hae8 12. a4 Ra5 13. Ba2 b4 14. c3 bxc3 15. bxc3 c5 16. Rc4 Rxc4 17. Bxc4 h6 18. a5 Bd8 19. Be3 Kh7 20. Db3 Bc8 21. Rd2 Db7 22. Heb1 He7 23. Meira
16. febrúar 2006 | Fastir þættir | 287 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Af hverju eru kvikmyndahúsin hætt að þýða titla kvikmyndanna, sem þau sýna? Er það ekki sjálfsögð virðing við höfundarverkið að þýða titilinn, rétt eins afganginn af handritinu? Meira

Íþróttir

16. febrúar 2006 | Íþróttir | 418 orð | 1 mynd

* ATLI Hilmarsson, þjálfari karlaliðs FH í handknattleik, mun ekki...

* ATLI Hilmarsson, þjálfari karlaliðs FH í handknattleik, mun ekki stjórna liðinu í leikjum og æfingum næstu vikurnar. Ástæðan er sú að hann þarf að gangast undir aðgerð á baki. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 486 orð | 1 mynd

Baldvin sá rautt gegn Haukum

Íslandsmeistarar Hauka báru sigurorð af Valsmönnum í DHL-deild karla í handknattleik með 33 mörkum gegn 28. Eftir sigurinn eru Haukar í öðru sæti deildarinnar með 25 stig, einu minna en Fram, en Valsmenn eru í þriðja sæti með 23 stig. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 597 orð | 2 myndir

Dorfmeister bætti upp vonbrigðin frá Nagano

MICHAELA Dorfmeister frá Austurríki varð í gær verðskuldaður ólympíumeistari í bruni kvenna þegar hún sýndi allar sínar bestu hliðar við afar erfiðar aðstæður. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Dröfn hefur sagt skilið við þýska liðið Göppingen

DRÖFN Sæmundsdóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur sagt skilið við þýska 2. deildarliðið Göppingen. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd

* GRÉTAR Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir hollenska liðið AZ...

* GRÉTAR Rafn Steinsson lék allan leikinn fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði fyrir Real Betis, 2:0, í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum UEFA-keppninnar á Spáni í gærkvöld. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Gullmót KR-inga í Laugardalslaug

FJÖRUTÍU erlendir sundmenn verða á meðal keppenda á Gullmóti KR, sem fer fram í sundlauginni í Laugardal 17. til 19. febrúar. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 57 orð

Hamar/Selfoss fær stigin

KEFLVÍKINGAR höfðu ekki erindi sem erfiði með áfrýjun sína á úrskurði dómstóls Körfuknattleikssambands Íslands um að leikur þeirra gegn Hamri/Selfossi í úrvalsdeildinni væri þeim tapaður. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 1337 orð

HANDKNATTLEIKUR Haukar - Valur 33:28 Ásvellir, Hafnarfirði, 1. deild...

HANDKNATTLEIKUR Haukar - Valur 33:28 Ásvellir, Hafnarfirði, 1. deild karla, DHL-deildin, miðvikudaginn 15. febrúar 2006. Gangur leiksins : 1:0, 4:2, 8:4, 13:10, 17:11, 19:13, 19:15, 22:18, 25:24, 28:25, 31:27, 33:28. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 27 orð

Herrakvöld Hauka... ...verður haldið á Ásvöllum föstudaginn 17. febrúar...

Herrakvöld Hauka... ...verður haldið á Ásvöllum föstudaginn 17. febrúar kl. 19. Ræðumaður kvöldsins er Árni Johnsen og Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. Veislustjóri er Þorvarður Tjörvi... Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 111 orð

Ísland fellur um eitt sæti

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í 96. sæti styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 670 orð

Jacek Kowal varði eins og berserkur

ÞAÐ jaðraði við háspennu, lífshættu í Austurbergi í gær þegar ÍR tók á móti Stjörnunni í DHL deild karla. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 220 orð

Jóhann fór fyrir Framliðinu gegn Aftureldingu

FRAM átti ekki í vandræðum með lið Aftureldingar í DHL-deild karla í handknattleik í gær en Fram skoraði 27 mörk gegn aðeins 18 mörkum heimaliðsins. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 451 orð | 1 mynd

Setti bara á fulla ferð

DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir var í sjöunda himni þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gær eftir brunkeppnina á Ólympíuleikunum í Tórínó á Ítalíu. Dagný lenti í 23. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 126 orð

Stefán og Ólafur yfir pari

ÓLAFUR Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, lék á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á EPD-mótaröðinni á Spáni í gær en þeir taka þátt á Oliva Nova Classic-mótinu. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 103 orð

Valur í toppsætið

VALUR náði í gærkvöld tveggja stiga forskoti á toppi DHL-deildar kvenna í handknattleik þegar liðið lagði FH, 27:26, í afar spennandi leik sem háður var í Kaplakrika. Staðan var jöfn í hálfleik, 15:15, en leikurinn var í járnum nær allan tímann. Meira
16. febrúar 2006 | Íþróttir | 203 orð

Þetta var réttur dómur

"Ég er mjög ánægður með spilamennsku okkar," sagði Andri Stefan, eftir leik og bætti þessu við. Meira

Viðskiptablað

16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 128 orð | 1 mynd

120 manns sóttu námsstefnu um vörusýningar

NÝLEGA stóð Sýningakerfi ehf. að námsstefnu um gildi vörusýninga fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fyrirlesari var Elizabeth DeLuca, framkvæmdastjóri alþjóðlegrar viðskiptaþróunar hjá Skyline Exhibits. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 157 orð

A, B, C, D ...

MIKIL tíðindi bárust í síðustu viku en þá hvarf hið gamalkunna nafn SÍF úr orðaforða viðskiptalífsins. Menn þurftu að læra nýtt nafn, Alfesca. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 10 orð | 5 myndir

Almannaheillaauglýsingar - prentmiðlar

Heiti auglýsingar: Ekkert er heilagt Auglýsandi: Stígamót Framleiðandi: Hvíta... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 84 orð

Almannaheill - Ljósvakamiðlar

Heiti auglýsingar: Áhættan aldrei þess virði - Við erum að fara svo stutt Auglýsandi: Umferðarstofa Framleiðandi: Hvíta húsið / Saga film Heiti auglýsingar: Áhættan aldrei þess virði - Hvað á að hafa í kvöldmat? Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 15 orð | 5 myndir

Auglýsingaherferðir

Heiti auglýsingar: Enski boltinn - learn to drive you wanker Auglýsandi: Íslenska sjónvarpsfélagið Framleiðandi:... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 993 orð | 2 myndir

Aukin hagsmunavarsla í bandaríska stjórnkerfinu

Er talið að á árunum 1998-2004 hafi 650 fyrirtæki frá 78 löndum varið meira en 620 milljónum dollara í hagsmunavörslu í Bandaríkjunum. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 115 orð

Buffett hættur hjá Coke

Warren Buffett, stærsti hluthafi Coca-Cola fyrirtækisins, mun hætta í stjórn þess eftir sautján ára setu þar. Buffett segist vilja leggja áherslu á eignarhaldsfélag sitt, Berkshire Hathaway, sem hefur tekið yfir níu önnur fyrirtæki á einu ári. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 476 orð | 1 mynd

Cisco Systems verðlaunar Sensa

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is FYRIRTÆKIÐ Sensa ehf. hlaut nýverið verðlaun frá Cisco Systems fyrir bestan árangur samstarfsaðila í ánægjukönnun meðal viðskiptavina. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 12 orð | 5 myndir

Dagblaðaauglýsingar

Heiti auglýsingar: Icelandair "Óttar Proppé" Auglýsandi: Icelandair Framleiðandi: Jónsson &... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 214 orð | 1 mynd

Dýrt spaug fyrir Dani

FYRIR tæpu ári var danski mjólkurvöruframleiðandinn Arla Foods það bjartsýnn á vaxtarmöguleika sína í Mið-Austurlöndum, að félagið flutti ostaframleiðslu sína frá Danmörku til Sádí-Arabíu. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 179 orð | 2 myndir

FL fjárfestir á nýjum sviðum

FL GROUP hf. hefur keypt 10,7% hlut í danska félaginu Royal Unibrew A/S en markaðsvirði hlutarins er um 4,2 milljarðar króna. Með þessum kaupum fer félagið inn á nýtt svið í fjárfestingum sínum en fyrir á það umtalsverðan eignarhlut m.a. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 65 orð

Forstjóri Livedoor ákærður

JAPANSKA lögreglan hefur ákveðið að ákæra Takafumi Horie, stofnanda og forstjóra netfyrirtækisins Livedoor, fyrir brot gegn hlutabréfalögum en Horie var handtekinn 23. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 919 orð | 1 mynd

Framhaldslíf skuldabréfa

UMFJÖLLUN um skuldabréfaútgáfu hefur sjaldan verið meira áberandi í íslenskum fjölmiðlum en einmitt um þessar mundir. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 56 orð | 1 mynd

Framkvæmdastjóri Latabæjar hættir

FRAMKVÆMDASTJÓRI Latabæjar, Árni Geir Pétursson, hefur sagt upp störfum og er farinn frá fyrirtækinu. Hann hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 80 orð

Gengi KB banka við 1.000

HLUTABRÉF hækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,27% og fór í fyrsta skipti yfir 6.900 stig og endaði í 6.925 stigum. Gengi KB banka fór yfir 1.000 í viðskiptunum í gær, hæst 1.003 en endaði í 999. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 234 orð | 1 mynd

Gæðakerfi Marorku fær vottun frá DNV

HÁTÆKNIFYRIRTÆKIÐ Marorka hefur hlotið vottun frá Det norske Veritas (DNV) fyrir gæðakerfi fyrirtækisins. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 615 orð | 1 mynd

Hagfræðingur af lífi og sál

Björn Rúnar Guðmundsson hagfræðingur hefur starfað sem sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans síðan 2003. Sigurhanna Kristinsdóttir bregður upp svipmynd af Birni Rúnari og kemst meðal annars að því að hann talar fleiri tungumál en meðalmaðurinn. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 132 orð

Hagnaður Intrum í Svíþjóð undir væntingum

HAGNAÐUR Intrum Justitia í Svíþjóð á síðasta ári nam 334 milljónum sænskra króna eftir skatta sem er rúmlega 3% aukning frá því í fyrra. Þetta er undir væntingum en gert hafði ráð verið fyrir 367 milljóna sænskra króna hagnaði. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 460 orð

Hlutabréf á flugi

Þegar FL Group boðaði til blaðamannafundar síðastliðinn föstudag, með aðeins um klukkustundar löngum fyrirvara, héldu margir að tilkynna ætti um sölu Icelandair og fleiri dótturfélaga enda langt síðan að jafnmargir fjölmiðlamenn hafa mætt á... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 224 orð | 1 mynd

Húsleit gerð hjá fraktflugfélögum

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FULLTRÚAR framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gerðu í gær húsleit á skrifstofum stórra flugfélaga í Evrópu í tengslum við rannsókn á því, hvort félögin hefðu haft verðsamráð í fragtflutningum. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 154 orð

Jöklabréf fyrir 200 milljarða króna

ÚTGÁFA erlendra skuldabréfa í íslenskum krónum, svokallaðra krónubréfa eða jöklabréfa, er nú komin yfir 200 milljarða króna en nýlega var tilkynnt um tveggja milljarða króna útgáfu þýska bankans Deutsche Bank. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 172 orð

Lán óháð búsetu Íbúðalánasjóður tryggir öllum lán óháð búsetu, jafnt í...

Lán óháð búsetu Íbúðalánasjóður tryggir öllum lán óháð búsetu, jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Mismunandi vextir KB banki og nokkrir öflugir lífeyrissjóðir bjóða lægstu vextina, 4,15%. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 104 orð | 1 mynd

Lego á réttri leið

MIKIL umskipti urðu á rekstri danska leikfangaframleiðandans Lego í fyrra. Árið 2004 var Lego rekið með hátt í 20 milljarða íslenskra króna tapi en í fyrra nam hagnaðurinn um fimm milljörðum íslenskra króna. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 190 orð | 1 mynd

Lúðurinn í 20. sinn

ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), verðlaunar nú í tuttugasta sinn auglýsingar sem sendar voru inn í auglýsingasamkeppnina Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 8 orð | 5 myndir

Markpóstur

Heiti auglýsingar: Jólakort Fítons Auglýsandi: Fíton Framleiðandi:... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 84 orð | 1 mynd

Mest samdi við TM

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN og Mest hafa gert með sér samning um alhliða vátryggingavernd fyrir byggingafyrirtækið, sem nýlega varð til með sameiningu Steypustöðvarinnar og Merkúr. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 118 orð | 1 mynd

Methagnaður hjá Statoil

NORSKI olíurisinn Statoil hagnaðist um 30,7 milljarða norskra króna, jafngildi hátt í 290 milljarða íslenskra króna í fyrra en það er 23% hagnaðaraukning miðað við árið 2004 og mesti hagnaður í sögu félagsins. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 101 orð | 1 mynd

Nýr formaður Viðskiptaráðs

ERLENDUR Hjaltason, forstjóri Exista, hefur verið kjörinn formaður Viðskiptaráðs til næstu tveggja ára. Fráfarandi formaður er Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group. Niðurstaða póstkosningar var kynnt á nýlegu Viðskiptaþingi. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 248 orð | 2 myndir

Ný útgáfa dohop kynnt í Bandaríkjunum

VEFLAUSNIR, hugbúnaðarfyrirtækið sem stendur að flugleitarvefnum dohop.com, er um þessar mundir að kynna nýja útgáfu af vefnum í Bandaríkjunum, en vefurinn auðveldar fólki að gera ferðaáætlanir á netinu. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 133 orð | 1 mynd

Óvíst um sölu á Iceland Express

EKKI hefur verið tekin endanleg ákvörðun um það hvort Iceland Express verði selt eða ekki. Eigendur Fons eignarhaldsfélags, þeir Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, ætla að fara vandlega yfir málin og er niðurstöðu að vænta innan fárra daga. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 123 orð | 1 mynd

Penninn og Síminn í sölusamstarf

SÍMINN og Penninn hafa undirritað samning um sölusamstarf þar sem Penninn verður einn af endursöluaðilum Símans. Samstarfið felur í sér að verslanir Pennans víða um land munu bjóða vörur og þjónustu Símans. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 1520 orð | 1 mynd

Pipar eftir Hausverk

Sigurður Hlöðversson og Valgeir Magnússon hafa komið víða við en síðastliðin ár hefur þeirra aðalstarf verið rekstur Hausverks auglýsingastofu. Nýverið var stofan tekin til naflaskoðunar og mun framvegis bera nafnið Pipar auglýsingastofa. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 196 orð | 1 mynd

Puma að græða á HM

ÞÝSKI íþróttavöruframleiðandinn Puma hefur gefið út endurskoðaða afkomuspá fyrir árið í ár og er þar gert ráð fyrir meiri tekjum og hagnaði en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 1778 orð | 1 mynd

Reddarinn með kostnaðarkutann

Carlos Ghosn er maðurinn sem endurskipulagði dekkjaverksmiðju Michelin, stokkaði upp Renault, breytti Nissan í öflugt gróðafyrirtæki og hefur hafist handa við slíkt hið sama hjá Renault. Ágúst Ásgeirsson skoðaði feril hins litríka forstjóra í Frakklandi. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 68 orð

Sjónvarpsauglýsingar

Heiti auglýsingar: Airwaves - Óttar Proppé Auglýsandi: Icelandair Framleiðandi: Jónsson & Le'macks Heiti auglýsingar: Hommarnir Auglýsandi: Íslensk getspá / Lottó Framleiðandi: ENNEMM / Pegasus Heiti auglýsingar: Hurð Barry Manilow Auglýsandi: Íslensk... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 128 orð | 1 mynd

SPH kaupir 80% hlut í Allianz

SPARISJÓÐUR Hafnarfjarðar (SPH) hefur fest kaup á 80% hlutafjár í eignarhaldsfélaginu Hring. Hringur á allt hlutafé í Allianz Ísland hf., sem er söluumboð fyrir þýska trygginga- og sjóðastýringarfyrirtækið Allianz. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 15 orð | 5 myndir

Tímaritaauglýsingar

Heiti auglýsingar: Pure by fire Auglýsandi: Reyka Vodka, William Grant & Sons Framleiðandi: Jónsson... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 15 orð | 5 myndir

Umhverfisgrafík

Heiti auglýsingar: Olís - bás á Sjávarútvegssýningu Auglýsandi: Olís Framleiðandi: Himinn og haf /... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 511 orð | 1 mynd

Umsátrið um Aðalstrætið breska

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 2295 orð | 3 myndir

Úrval á íbúðalánamarkaði

Möguleikar íbúðakaupenda og íbúðaeigenda á langtímalánum hafa verið með mesta móti að undanförnu. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 65 orð

Útvarpsauglýsingar

Heiti auglýsingar: Hætta saman Auglýsandi: IP Fjarskipti Framleiðandi: Gott Fólk / Upptekið - Gunnar Árnason Heiti auglýsingar: Hættulega góður á bragðið Auglýsandi: Nói Síríus Framleiðandi: Fíton / Þeir tveir Heiti auglýsingar: Kreditkortatímabilið... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 12 orð | 5 myndir

Veggspjöld

Heiti auglýsingar: Gay-pride Auglýsandi: Landsbankinn Framleiðandi: Gott fólk / Ljósmynd Ari... Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 214 orð | 1 mynd

Vill hóflega löggjöf um ritskoðun

STJÓRNARFORMAÐUR Microsoft, Bill Gates, segir að bandarísk stjórnvöld geti leyst úr deilum um hlutverk fyrirtækja í ritskoðun í ríkjum eins og Kína með lagasetningu. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 416 orð | 2 myndir

Virði FL Group hefur aukist um 51,5 milljarða

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is MARKAÐSVIRÐI fyrirtækja sem skráð eru í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands hefur hækkað í verði um 407 milljarða kr. frá áramótum. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 13 orð | 5 myndir

Vöru- og firmamerki

Heiti auglýsingar: Sögusýning Auglýsandi: Landnámssetur Íslands Borgarnesi Framleiðandi: Ísl. Meira
16. febrúar 2006 | Viðskiptablað | 94 orð | 1 mynd

Þrír nýir í stjórn Íslandsbanka

SJÁLFKJÖRIÐ er í stjórn Íslandsbanka þar sem sjö frambjóðendur gefa kost á sér. Aðalfundur bankans fer fram í næstu viku og rann framboðsfrestur til setu í stjórn út í gær. Meira

Ýmis aukablöð

16. febrúar 2006 | Málið | 349 orð | 1 mynd

Af kynlegum vegamyndum

Það virðist nokkuð vinsælt að nálgast vegamyndir (e. Road Movie) frá ýmsum hliðum. Transamerica er ein slík tilraun. Hún fjallar um ólíklega feðga í ólíklegum aðstæðum í ólíklegu ferðalagi. En einhvernveginn, eins og svo oft í Kristþyrniskógi (e. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 1567 orð | 4 myndir

Díva de la Rósa

Það var skemmtileg stemningin á Hringbrautinni þegar MÁLIÐ mætti í heimsókn á föstudagseftirmiðdegi. Billie Holiday á fóninum og plötur allt í kring í stöflum, gömul húsgögn og brosmild stelpa í rauðum kjól með þægilega rödd hitar te. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 215 orð | 1 mynd

Geymist þar sem börn ná ekki til

Light Yagami heitir ungur japanskur menntskælingur. Hann fær A+ í öllu og hann er að drepast úr leiðindum. Dag einn finnur Light litla stílabók úti á götu, sem vekur áhuga hans. Þessi bók reynist vera í eigu dauðaguðsins Ryuk. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 114 orð

Goldie Lookin Chain

Allir unnendur rapptónlistar voru mættir á Nasa síðastliðið föstudagskvöld og biðu með mikilli eftirvæntingu eftir að breska sveitin Goldie Lookin Chain stigi á svið. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 741 orð | 5 myndir

Herranótt: Leikfélag MR

Það er mikið um að vera í Tjarnarbíói þessa dagana og mikið líf í húsinu. Nú standa yfir stífar æfingar hjá Herranótt, leikfélagi Menntaskólans í Reykjavík. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 403 orð | 2 myndir

Jens Lekman: Oh You're So Silent Jens

Það gat náttúrulega ekki annað verið en að ein skærasta poppstjarna Svía héti Jens. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 125 orð

Mammút og Úlpa

Það er nóg um að vera hjá hljómsveitunum Úlpu og Mammút þessa dagana. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 344 orð | 1 mynd

Oddný Sturludóttir

Hvernig hefurðu það í dag? "Ég er lúin en sæl með minn hlut í prófkjöri Samfylkingarinnar." Hvað dreymdi þig í nótt? "Að Kári bróðir væri orðinn forsætisráðherra. Hann tók sig mjög vel út. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 541 orð | 1 mynd

"Ég er stödd á Indlandi"

Ég er stödd á Suður-Indlandi, í Mysore. Hingað flykkjast asthanga jóga-iðkendur alls staðar að úr heiminum til að hitta sinn gúrú, vera í návist hans og læra. Það er ekki seinna vænna, því hann er orðinn 90 ára. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 462 orð | 3 myndir

Sara Riel

Undanfarin þrjú ár hefur götulistamaðurinn Sara Riel þvælst um borgir heimsins og skilið eftir sig verk sem í flestum tilfellum eru fígúratív. Berlín geymir þó flest verka Söru en þar hefur hún búið og sótt listaháskóla í fjögur ár. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 83 orð

Sjáið þessar vegamyndir

Vegamyndir eru samkvæmt orðanna hljóðan myndir sem gerast á vegum, jafnan í bíl, stundum á mótorhjóli en geta svo sem fjallað um hverskyns ferðalög. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 530 orð | 2 myndir

The Rushes

Breska tríóið The Rushes vakti mikla og góða athygli þegar það tróð upp í Þjóðleikhúskjallaranum á Airwaves-hátíðinni í fyrra. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 548 orð | 5 myndir

Tónlistarverðlaun X-FM

Tónlistarverðlaun X-FM verða veitt í Austurbæ 23. febrúar næstkomandi. Þar verða veitt verðlaun fyrir bestu plötu ársins, besta lag ársins, besta vef ársins og margt fleira. Hlustendur geta kosið þá sem þeim hugnast á xfm.is. Meira
16. febrúar 2006 | Málið | 277 orð

Þrítugasta og sjötta Málið

Núna er rétti tíminn fyrir dívuna de la Rósu að koma fram í sviðsljósið og láta rödd sína heyrast. Það var hljómsveitin Sometime sem fékk hana á sitt band og þau lofa að þau séu rétt að byrja. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.