Greinar laugardaginn 25. mars 2006

Fréttir

25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 77 orð

124 tillögur um nýtt nafn

ALLS bárust 124 tillögur að nýju nafni sameinaðs sveitarfélags Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps, Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

13 ára og hefur þýtt 20 íslenskar barnabækur

ÞEIR eru ekki margir sem hafa þýtt tuttugu bækur þegar þeir eru aðeins þrettán ára, en svo er um Peter Streich, 13 ára gamlan strák frá Wisconsin í Bandaríkjunum. Hann hefur slíkan áhuga á Íslandi og íslenskri menningu að undrum sætir. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 130 orð

7 mánaða fangelsi fyrir að bíta lögregluþjón

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra dæmdi í gær karlmann í sjö mánaða fangelsi fyrir að bíta lögreglumann á Sauðárkróki til blóðs á lögreglustöð þar í bæ fyrir þremur árum. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 253 orð

Aðgengi að salernum fyrir fatlaða víða slæmt

Eftir Lilju Björk Hauksdóttur, meistaranema í blaða- og fréttamennsku AÐGENGI að salernum fyrir fatlaða er víða slæmt á veitingahúsum. Einnig hefur borið á því að salernin séu læst og þau notuð sem geymslur. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Aðgerðaáætlun fyrir Langjökul

Gert hefur verið samkomulag um aðgerðaáætlun fyrir leitar- og björgunarstarf á Langjökli. Skrifað var undir samkomulagið í skálanum Jaka í Þjófakrókum, við rætur Langjökuls. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Akkari rekinn sem talsmaður

AHMED Akkari, róttækur múslímaklerkur í Danmörku, er ekki lengur talsmaður samtaka danskra múslíma, að því er fram kom á fréttavef danska ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð

Aldrei fyrr byrjað á jafnmörgum íbúðum

Reykjavík | Hafin var smíði á 1.257 íbúðum í Reykjavík á árinu 2005 og hefur sú tala aldrei verið hærri. Lokið var við smíði 782 íbúða á síðasta ári, samkvæmt skýrslu byggingafulltrúa sem lögð var fram í borgarráði síðastliðinn fimmtudag. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 1061 orð | 1 mynd

Alltaf bjart yfir starfi prests vegna erindis hans

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Sóknarbörn Selfosskirkju eru að nálgast það að verða sex þúsund talsins og fer ört fjölgandi. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 405 orð | 1 mynd

Andstæðingar Lúkasjenkós forseta dæmdir í fangelsi

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 352 orð | 2 myndir

Á að hvetja ökumenn til að draga úr hraða

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is BROSKALL myndast á nýjum hraðaskynjara þegar ökumenn aka hjá á löglegum hraða. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 189 orð

Ábyrgur fyrir dauða 21 manns

Kínverskur leiðtogi glæpahrings í Bretlandi var í gær dæmdur fyrir að hafa með "glæpsamlegri vanrækslu" gerst sekur um manndráp. 21 skeljatínslumaður, fólk sem starfaði fyrir hann, fórst undan ströndum Lancashireflóa í febrúar 2004. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Áhættuálag skuldatrygginga of hátt

LÁNSHÆFISMAT íslensku bankanna hjá matsfyrirtækjunum Moody's og Fitch er of hátt að mati greiningardeildar alþjóðafjárfestingarbankans JP Morgan. Deildin sendi frá sér skýrslu í gær og telur m.a. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Bauðst til að selja Íslendingum tæki og búnað

Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Sergei V. Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ræddu m.a. á fundi sínum í Moskvu í gær um nýja stöðu í varnarmálum Íslands. Geir sagði að Lavrov hefði verið sér sammála um að mikilvægt væri að stöðugleiki ríkti á N-Atlantshafi. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

BKR lýsir áhyggjum af fækkun kvenna á Alþingi

BANDALAG kvenna í Reykjavík hélt nýlega 90. ársþing samtakanna á Hótel Sögu. Á þinginu var lýst yfir áhyggjum af fækkun kvenna á Alþingi og samþykkt var áskorun til kvenna almennt um að gefa kost á sér í efstu sæti á listum fyrir næstu... Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Brown tengdur við lánahneykslið

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands og líklegur arftaki Tonys Blair forsætisráðherra, hefur verið bendlaður við lánahneyksli Verkamannaflokksins. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 329 orð

Ekki löglegt að krefja viðskiptavini ávallt um kennitölu

KRAFA tveggja banka um að viðskiptavinur sem ætlaði að skipta peningum í gjaldeyri þyrfti að gefa upp kennitölu, samrýmist ekki 10. gr. laga nr. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Enga trú á að völlurinn verði óstarfhæfur

"ÉG hef enga trú á því að nokkrum manni detti í hug að gera Keflavíkurflugvöll óstarfhæfan," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í gær er hann var spurður út í þau varnaðarorð rafiðnaðarmanna að Keflavíkurflugvöllur gæti orðið... Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 221 orð

Engin ástæða til að hafa áhyggjur

Eftir Örnu Schram arna@mbl. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 215 orð

Engin fyrirheit gefin að mati ASÍ

VEGNA yfirlýsinga Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, í hádegisfréttum RÚV um að "stjórnvöld hafi gefið SA vilyrði fyrir því að öllum hömlum á flæði vinnuafls yrði aflétt frá 1. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð

Fagna ákvörðun Bandaríkjanna

STJÓRN Ungra vinstri grænna fagnar því að Bandaríkjaher skuli vera að fara burt. Stjórnin krefst þess að stjórnvöld taki forystu sem friðelskandi, herlaus þjóð. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð | 2 myndir

Fagna tíu ára afmæli Laufskála

Leikskólinn Laufskálar í Grafarvogi fagnar 10 ára afmæli sínu í dag og verður gestum boðið til mikillar veislu á milli kl. 11:00 og 13:00. Þar munu meðal annars kór leikskólabarna syngja vel valin lög auk þess sem nemendur munu sýna vinnu sína. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 201 orð

Fegurð í Fókus í Ráðhúsinu

Miðbær | Fegurð í Fókus, ljósmyndasýning Fókuss, félags áhugaljósmyndara, verður opnuð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag, laugardag, klukkan 14. Sýninguna prýða ljósmyndir eftir sautján félaga í Fókus. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 38 orð

Ferðaþjónusta | Málþingið Svæðisbundin áhrif ferðaþjónustu á Íslandi...

Ferðaþjónusta | Málþingið Svæðisbundin áhrif ferðaþjónustu á Íslandi verður haldið í Oddfellowhúsinu við Þórunnarstræti á þriðjudag, 28. mars, á vegum Ferðamálaseturs Íslands og Ferðaþjónustuklasa VAXEY. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Finn að það er mikill meðbyr með umhverfismálum almennt

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð

Framsókn guggin

Vísa eftir Rúnar Kristjánsson misritaðist í gær. Hann orti um skaðsemi reykinga og snerist merkingin við, meinasiður varð að heilsusið. Hér er vísan rétt: Skorið getur skjótt á grið skapað dauðakynni að magna slíka meinasið móti heilsu sinni. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 542 orð | 1 mynd

Frágangur á skólalóðum í ólestri

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is KJALARNESIÐ hefur setið á hakanum hjá yfirvöldum í Reykjavíkurborg og ekki verið staðið við fögur fyrirheit sem gefin voru við sameiningu sveitarfélaganna. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 235 orð

Frumvarp um kjararáð verði afgreitt fyrir vorið

FRUMVARP til laga um fimm manna kjararáð í stað Kjaradóms og kjaranefndar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra væntir þess að frumvarpið fari fljótt í gegnum þingið og verði afgreitt sem lög fyrir vorið. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Góð aflabrögð á Steinunni SH

SKIPVERJARNIR Oddur Brynjarsson, Halldór Kristmundsson, Vilhjálmur Birgisson og Þór Kristmundsson á dragnótarbátnum Steinunni SH frá Ólafsvík, réðu sér ekki fyrir kæti þegar fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð

Gæsluvarðhald framlengt

GÆSLUVARÐHALD yfir tveimur útlendingum sem voru handteknir á Keflavíkurflugvelli með 100 þúsund evrur á leið úr landi síðastliðinn föstudag, hefur verið framlengt um tvær vikur. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð

Hallarekstur hjúkrunarheimila verði leiðréttur

AÐALFUNDUR Sunnuhlíðarsamtakanna sem haldinn var 17. mars sl. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 78 orð

Handteknir með fíkniefni á Akranesi

LÖGREGLAN á Akranesi handtók í gærkvöldi mann við venjubundið eftirlit og fundust á honum 15 grömm af amfetamíni. Í framhaldi af því var gerð húsleit og fundust þar átta grömm af amfetamíni og voru tveir menn handteknir þar til viðbótar. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 63 orð

Handtökur fordæmdar

Minsk. AFP. | Ráðamenn í Bandaríkjunum og löndum Evrópusambandsins (ESB) fordæmdu í gær fjöldahandtökur í Hvíta-Rússlandi og kröfðust þess að stjórnarandstæðingar, sem voru fangelsaðir, yrðu látnir lausir án tafar. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Handtökur "gríðarleg vonbrigði"

Urður Gunnarsdóttir, talsmaður kosningaeftirlits Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að handtökurnar væru mikil vonbrigði. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 273 orð

Hátt í 8 mánaða biðtími

UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur skrifað heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra bréf þar sem hann vekur athygli á því að verkefnisstaða Tryggingastofnunar ríkisins (TR) sé sú að það geti tekið 6-8 mánuði fyrir hana að afgreiða erindi sem til hennar berast. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Hefur ekki áhrif á ráðninguna

JÓN Kristjánsson félagsmálaráðherra sagði við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í gær að nýtt álit umboðsmanns Alþingis um skipun í embætti ráðuneytisstjóra myndi ekki hafa áhrif á þá ráðningu sem þar væri fjallað um, þ.e. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 717 orð | 1 mynd

Heimsending kostar sitt

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Ódýrustu verslanirnar senda ekki heim vörur Öldruð kona, sem býr ein í þjónustuíbúð, kvartaði yfir því við Morgunblaðið að sérstaklega væri tekið fyrir heimsendingarþjónustu matvöruverslana. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Hvítabandið veitir styrk til krabbameinsrannsókna

HVÍTABANDIÐ - líknarfélag hefur veitt tveim vísindamönnum hjá Rannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði, Helgu M. Ögmundsdóttur lækni og Jórunni Erlu Eyfjörð erfðafræðingi og samstarfsfólki þeirra, styrk að upphæð 500. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Jeppamenn á slóðum Vilhjálms Stefánssonar

ÍSLENSKIR jeppamenn í Hinu mikla heimskautafélagi, sem tókust á hendur tröllaukinn leiðangur um norðurslóðir Kanada í febrúar, hafa nú lagt að baki nærri þriðjung leiðar sinnar sem nær frá Yelloknife í North West Territories, norðan við Alberta-fylki,... Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 93 orð

Kynning á fasteignum á Spáni og Brasilíu

PERLA Investments s.l. heldur fasteignakynningu á morgun, sunnudaginn 26. mars á Grand Hótel Reykjavík. Kynningin stendur frá kl. 13-18 og mun starfsfólk Perlu kynna fasteignir á Spáni og í Brasilíu. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

LA frumsýnir Litlu hryllingsbúðina

LEIKFÉLAG Akureyrar frumsýndi í gærkvöldi Litlu hryllingsbúðina. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 74 orð

Lavrov gekk í íslenskri ullarpeysu

Á FUNDI Geirs H. Haarde og Sergei Lavrov bar tengsl Lavrovs við Ísland á góma, en þannig er að móðir hans vann í gamla utanríkisviðskiptaráðuneytinu í Sovétríkjunum og annaðist þar Íslandsviðskipti. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 574 orð | 1 mynd

Lax-á leigir Svartá og öll svæði Blöndu

Stangveiðifélagið Lax-á hefur gengið frá samningum um leigu á Svartá í Húnavatnssýslu til næstu fimm ára, sem og samningi um öll fjögur veiðisvæði Blöndu. Lax-á hefur haft neðstu þrjú svæðin á leigu en bætir nú við því efsta. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 714 orð | 1 mynd

Leggja til að allir EES-borgarar geti komið og leitað að vinnu

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ASÍ leggur til að fólk frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins fái að koma til landsins til að leita sér að vinnu, en verði að leggja fram ráðningarsamninga sem staðfesti að farið sé eftir gildum kjarasamningum. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Leiðrétt

Jón varaformaður RANGHERMT var á viðskiptasíðu blaðsins í gær að Jón Kristjánsson væri stjórnarformaður Icelandic Group. Hið rétta er að hann er varaformaður og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson er sem fyrr stjórnarformaður. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 85 orð

Lenti á Keflavíkurflugvelli vegna bilunar

DC-10 flugvél með 275 farþega innanborðs frá flugfélaginu Northwestern lenti skömmu fyrir klukkan sjö í gærkvöldi á Keflavíkurflugvelli en viðvörunarljós í stjórnborði vélarinnar gaf til kynna að eldur væri í farangursrými. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Lýður hættir hjá Bakkavör

LÝÐUR Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri Bakkavarar síðar á árinu og taka við sem forstjóri Exista. Gerð var grein fyrir þessari breytingu á aðalfundi Bakkavarar í gær. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 68 orð

Lægstir í Ásahverfi

Njarðvík | Vélaleiga A.Þ. ehf. átti læsta tilboð í gatnagerð og lagnir í nýju Ásahverfi í Ytri-Njarðvík. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að taka tilboði fyrirtækisins. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir að verkið myndi kosta 244 milljónir kr. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 43 orð

Málefnaþing Frjálslynda flokksins

MÁLEFNAÞING og landsráðsfundur Frjálslynda flokksins verður haldið á Hallveigarstöðum við Túngötu í dag, laugardaginn 25. mars og hefst kl. 9. Umfjöllunarefni eru: Aldraðir, fatlaðir, skattkerfið, sveitarstjórnarmál og kosningar. Guðjón A. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Máni og Ósk sigruðu í brúarbroti

ÞAÐ ríkti spenna í verkfræðideild Háskóla Íslands þegar 75 nemar í véla- og iðnaðarverkfræði efndu til keppni í brúarbroti! Þessi keppni er árlegur viðburður en að þessu sinni var þátttakan mjög góð en 42 hópar skiluðu inn tillögum. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 82 orð

Með annan fót á stýri

Wellington. AFP. | Lögregluþjónn á Nýja-Sjálandi trúði ekki eigin augum þegar hann komst að því að ökumaður, sem hann stöðvaði fyrir að aka bíl á rúmlega 120 km hraða á klukkustund, var handalaus. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Metnaðarfull og skemmtileg sýning

ÞAU ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, krakkarnir í kórum framhaldsskóla bæjarins, MA og VMA auk félaga í leikfélagi þess síðarnefnda. Nú í kvöld frumsýna þau, um 60 manna hópur, rokkóperuna Jesús Kristur Súperstjarna í Kvos Menntaskólans. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 298 orð | 2 myndir

Miklar lækkanir á hlutabréfum og krónunni

Eftir Bjarna Ólafsson og Grétar Júníus Guðmundsson LÆKKANIR einkenndu íslenskan hlutabréfamarkað í gær, auk þess sem gengi krónunnar veiktist nokkuð. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 4,43% og stendur nú í 5.819 stigum. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

ÓSKAR VIGFÚSSON

ÓSKAR Vigfússon, fyrrverandi formaður Sjómannasambands Íslands, lést fimmtudaginn 23. mars, 74 ára að aldri. Óskar fæddist 8. desember 1931 í Hafnarfirði, sonur hjónanna Epiphaníu Ásbjörnsdóttur, húsmóður, og Vigfúsar Vigfússonar, sjómanns. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 296 orð

Ótímabundinn samningur um vatn

STJÓRNARFUNDUR hjá Hitaveitu Suðurnesja var haldinn í gærdag en þar var farið yfir stöðuna sem upp er kominn í samskiptum hitaveitunnar við varnarliðið á Keflavíkurflugvelli. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð

Óviðunandi staða fyrir aldraða og öryrkja

"STAÐAN í dag er gjörsamlega óviðunandi fyrir aldraða og öryrkja, að vera boðið upp á þessi vinnubrögð," segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar. Hann segist eiga von á því að heilbrigðisráðherra taki á þessu máli. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

"Vildi breyta til"

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ólafsvík | "Ég hef alltaf haft áhuga á þessari starfsemi. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 231 orð | 1 mynd

Ráðgjöf fyrir unglinga á vefnum

OPNAÐUR hefur verið vefur þar sem ungmenni fá úrlausn vandamála á einfaldan og skilvirkan hátt, www.totalradgjof.is. Viðstödd opnunina var Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð

Ráðstefna um vöktun og viðbrögð vegna farsótta

RÁÐSTEFNA um vöktun og viðbrögð vegna farsótta verður haldin í hátíðarsal Háskóla Íslands mánudaginn 27. mars, kl. 13 - 17. Franski sendiherrann á Íslandi, Nicole Michelangeli, setur ráðstefnuna og fundarstjóri verður Stefán B. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 264 orð

Reikna með tillögum frá Bandaríkjamönnum

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að viðræður milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf þjóðanna fari fram í Reykjavík nk. föstudag, 31. mars. Geir H. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 41 orð

Samið um ferðaþjónustu blindra

BLINDRAFÉLAGIÐ og sveitarfélagið Álftanes hafa gert með sér samning um ferðaþjónustu blindra á Álftanesi. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 188 orð

Spá miklu efnahagstjóni af faraldri

Alls hafa nú liðlega 100 manns dáið úr fuglaflensu, langflestir í Austur-Asíu. Óttast er að mjög mannskæður faraldur geti komið upp ef stökkbreyting veldur því að veikin fari að smitast milli manna. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 86 orð

Starf rektors í Skálholti laust til umsóknar

STARF rektors Skálholtsskóla sem er kirkjuleg menningar- og menntastofnun í eigu þjóðkirkjunnar er laust til umsóknar. Ráðið er í starfið frá 1. júlí 2006 til fjögurra ára. Rektor ber fyrst og fremst ábyrgð á faglegu starfi skólans. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 226 orð

Stefnumörkun síðasta landsfundar verði framfylgt

AÐALFUNDUR SES (Samtaka eldri sjálfstæðismanna) sem haldinn var nýlega lýsir ánægju sinni yfir stefnumörkun síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins í málefnum aldraðra. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Styttist í páska

ÞAÐ styttist óðum í páskana, enda ekki nema tæpar þrjár vikur þar til þeir halda innreið sína. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Stöðugleiki ríki á N-Atlantshafi

GEIR H. Haarde utanríkisráðherra hitti Sergei V. Lavrov, rússneskan starfsbróður sinn, í Moskvu í gær, og ræddu þeir m.a. nýja stöðu í varnarmálum Íslands. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð

SVFR missir Svartá úr leigu

STANGVEIÐIFÉLAGIÐ Lax-á hefur samið um leigu á Svartá í Húnavatnssýslu til næstu fimm ára, auk þess sem samið hefur verið um leigu á öllum fjórum veiðisvæðunum í Blöndu. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 545 orð | 1 mynd

Taka erkifjendurnir Jústsjenkó og Janúkóvítsj upp samstarf?

Kíev. AP, AFP. | Skoðanakannanir benda til þess að Viktor Janúkóvítsj og flokkur hans, sem hlynntur er nánum tengslum við Rússland, hljóti flest atkvæði í þingkosningunum sem fara fram í Úkraínu um helgina. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 65 orð

Tónleikar | Styrktartónleikar fyrir minningarsjóð um Garðar Karlsson...

Tónleikar | Styrktartónleikar fyrir minningarsjóð um Garðar Karlsson tónlistarkennara sem lést fyrir aldur fram í desember 2001 verða haldnir í Tónlistarhúsinu Laugarborg á sunnudag, 26. mars kl. 14. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Tvímennt á hjólhestinum

Miðbær | Reiðhjól er ágætis farartæki í miðbænum, sérstaklega á annatímum í umferðinni. Fólk kemst jafnvel hraðar yfir en á bíl. Það er ekki algengt að fólk sjáist tvímenna á hjólhestunum sem þó var raunin í því tilviki sem ljósmyndarinn festi á... Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Undirbúningur á lokastigi

UNDIRBÚNINGUR að gerð nýs fjölmiðlafrumvarps er á lokastigi, að því er fram kom í máli Þorgerðar K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í gær. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Úr sveitinni

Skólaþing var haldið í Hafralækjarskóla í síðustu viku og gafst foreldrum og starfsfólki skólans þar möguleiki á að tala um skólastarfið og þótti mörgum þetta kærkomið tækifæri til þess að segja skoðun sína og heyra álit annarra. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 34 orð

Viðstaddur útför Lennart Meri

ÓLAFUR Ragnar Grímsson forseti Íslands verður viðstaddur útför Lennarts Meri, fyrrum forseta Eistlands. Útför Lennarts Meri fer fram á morgun, sunnudag, og hefst kl. 12 að hádegi í Karli kirkjunni í höfuðborg Eistlands,... Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð

Vilja aukið fé til vegamála

GUNNAR Svavarsson (S), forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, og Magnús Gunnarsson (D) bæjarfulltrúi hafa sammæltust um að leggja fram sameiginlega ályktun í bæjarstjórn Hafnarfjarðar um að ríkisvaldið þyrfti strax að endurskoða samgönguáætlun m.t.t. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 189 orð

Vilja eina af þyrlum gæslunnar norður

BÆJARRÁÐ Akureyri bendir í bókun sem samþykkt var á fundi ráðsins á mikilvægi þess að ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar verði staðsett á Akureyri. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 129 orð

Vilja fá Sæborgu fyrir félagsstarf aldraðra

Garður | Bæjarráð Garðs hefur áhuga á því að kaupa eða taka á leigu Sæborgu, stórt hús í miðju bæjarins, og nota fyrir félagsstarf aldraðra. Sóknarnefnd Útskálakirkju á húsið og ákvað bæjarráð að óska eftir viðræðum við nefndina um leigu eða kaup. Meira
25. mars 2006 | Erlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Vill vísa klerkum úr landi

Bendt Bendtsen, efnahagsmálaráðherra Danmerkur, telur að Danir ættu að íhuga að reka róttæka múslímaklerka úr landi. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vortónleikar | Kvennakór Akureyrar heldur sína árlegu vortónleika á...

Vortónleikar | Kvennakór Akureyrar heldur sína árlegu vortónleika á sunnudag, 26. mars kl. 17 í Akureyrarkirkju. Þetta eru fimmtu vortónleikar kórsins síðan hann hóf starfsemi á vordögum árið 2001. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

ÞÓRARINN INGI ÞORSTEINSSON

ÞÓRARINN Ingi Þorseinsson lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 23. mars síðastliðinn á 77. aldursári. Þórarinn Ingi eða Ingi eins og hann var oftast nefndur var fæddur í Reykjavík 24. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Þyrlusveitin efld í tveimur áföngum

ÞYRLUSVEIT Landhelgisgæslu Íslands verður efld í tveimur áföngum, með nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og leigu til bráðabirgða á þyrlum, og síðar með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. Meira
25. mars 2006 | Innlendar fréttir | 169 orð

Öryggi sjómanna verði tryggt

VEGNA fyrirséðra breytinga á varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna skorar Vélstjórafélag Íslands á stjórnvöld að taka til sérstakrar athugunar áhrif þeirra á öryggi sjómanna. Meira

Ritstjórnargreinar

25. mars 2006 | Leiðarar | 425 orð

Norðmenn á fjöllum

Í bílablaði Morgunblaðsins í gær er sagt frá hópi 22 Norðmanna, sem komu hingað um liðna helgi til þess að aka á fjöll. Í umfjölluninni kemur fram að jeppamenning sé með allt öðru sniði í Noregi en hér á landi. Meira
25. mars 2006 | Staksteinar | 206 orð | 2 myndir

Og hvað svo?

Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Símans, gagnrýndi Samkeppniseftirlitið fyrir að hafa samþykkt samruna fyrirtækja á fjölmiðla- og fjarskiptamarkaði með tilheyrandi skerðingu á virkri samkeppni á aðalfundi Símans fyrir nokkrum dögum. Meira
25. mars 2006 | Leiðarar | 431 orð

Upplýsingar um einstaklinginn

Fjármálaeftirlitið hefur sent frá sér dreifibréf til líftryggingarfélaga þar sem segir að það sjái ekki ástæðu til að gera athugasemdir við að tryggingarfélög óski upplýsinga um heilsufar og þar á meðal fjölskyldusögu þess sem óskar eftir... Meira

Menning

25. mars 2006 | Kvikmyndir | 303 orð

Á pönkrokkuðum nótum

Leikstjóri: Alex Steyermark. Aðalleikendur: Gina Gershon, Lori Petty, Drea de Matteo, Marc Blucas, Shelly Cole. 104 mín. Bandaríkin 2003. Meira
25. mars 2006 | Fjölmiðlar | 307 orð

Dýrir dropar

Gestir þáttarins Orð skulu standa í dag eru Halldór Guðmundsson rithöfundur og Ólafur H. Torfason kvikmyndagagnrýnandi. Þeir kljást við þennan fyrripart, ortan um vatnalög sem taka gildi á næsta ári: Dýrir verða dropar þá sem detta af himnum niður. Meira
25. mars 2006 | Fjölmiðlar | 122 orð | 1 mynd

Endurkoman

GAMANÞÆTTIR með Lisu Kudrow, betur þekkt sem Phoebe úr Vinum, í aðalhlutverki. Meira
25. mars 2006 | Menningarlíf | 83 orð | 1 mynd

Flækingurinn frægi fer í sirkus

Hafnarfjörður | Í Kvikmyndasafninu, sem er til húsa í Bæjarbíóin í Hafnarfirði verður í dag sýnd Chaplin myndin Cirkus. Þá mynd gerði meistarinn árið 1928 og varð hún jafnframt síðasta alveg þögla kvikmyndin sem hann gerði. Meira
25. mars 2006 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Kvikmyndaleikarinn Tom Cruise er sá einstaklingur sem Bandaríkjamenn vildu síst eyða nóttinni með samkvæmt niðurstöðum könnunar tímaritsins Stuff. Meira
25. mars 2006 | Fólk í fréttum | 59 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Lið Verslunarskóla Íslands komst á fimmtudagskvöldið í úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, þegar það vann sigur á liði Borgarholtsskóla . Meira
25. mars 2006 | Myndlist | 244 orð | 1 mynd

Fræsaður strigi með stórum ögnum

MYNDLISTAMAÐURINN Kristján Steingrímur Jónsson opnar í dag sýningu á jarðhæð Safns á Laugaveginum. Sýningin ber titilinn "Teikningar" og sýnir teikningar sem Kristján gerði á árunum 2004 til 2006. Meira
25. mars 2006 | Tónlist | 440 orð | 8 myndir

Gaman og alvara

Fjórða tilraunakvöld Músíktilrauna. Þátt tóku Doris Daze, Perla, Matz Anderson, Anxiety, Le poulet de romance, El Rodeo, Modern Day Majesty, Black Lotus, SYSTEM FAILURE 3550 ERROR ERROR og 4 Ways to Kill Pain. Haldið í Loftkastalanum 23. mars. Meira
25. mars 2006 | Kvikmyndir | 420 orð | 2 myndir

Hann Erlendur okkar

Nýlega hófust tökur á kvikmyndinni Mýrin eftir samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar. Það má segja að þessi bók, eða titill hennar, sé ákveðið íkon fyrir nýlegt sakamálaæði þjóðarinnar. Meira
25. mars 2006 | Myndlist | 96 orð

Leiðsögn í Listasafni Íslands

Á Listasafni Íslands verður boðið upp á leiðsögn um sýningu á verkum Snorra Arinbjarnar, "Máttur litarins og spegill tímans", í fylgd Ólafs Kvaran safnstjóra. Meira
25. mars 2006 | Myndlist | 111 orð | 1 mynd

Lilja sýnir í Galleríi Fold

LILJA Kristjánsdóttir opnar málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg klukkan þrjú í dag. Sýninguna nefnir listamaðurinn Copy/Paste og er hún hluti af sýningaröð ungra myndlistarmanna í Galleríi Fold og stendur til 9. apríl. Meira
25. mars 2006 | Leiklist | 581 orð | 2 myndir

"Hamlet er mikið í uppáhaldi hjá mér"

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur i ngamaria@mbl.is STOPPLEIKHÓPURINN fagnar um þessar mundir 10 ára leikafmæli sínu. Á þessu tímabili hefur leikhópurinn frumsýnt 18 ný íslensk leikrit, sem eru sérstaklega ætluð börnum og unglingum. Meira
25. mars 2006 | Tónlist | 462 orð | 1 mynd

"Stórt og mikið sánd"

Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is BRYNJÓLFSMESSA eftir Gunnar Þórðarson verður frumflutt í Íþróttaakademíunni í Keflavík í dag kl. 16. Meira
25. mars 2006 | Tónlist | 78 orð | 3 myndir

Rífandi stemning á Laibach

SLÓVENSKA hljómsveitin Laibach tróð upp á Nasa á miðvikudaginn, nokkur hundruð þyrstum iðnaðarrokkurum til mikillar ánægju. Meira
25. mars 2006 | Tónlist | 115 orð | 1 mynd

Sungið "Til Máríu"

Boðunardagur Maríu er í dag, 25. mars, en í dag sendir Smekkleysa frá sér geisladiskinn "Til Máríu" með söng Kammerkórs Suðurlands. Meira
25. mars 2006 | Tónlist | 109 orð

Sungið um sjómennsku í Svarfaðardal

Í KVÖLD mun Karlakór Dalvíkur halda söngskemmtun að Rimum í Svarfaðardal. Karlakór Dalvíkur mun á þessari skemmtun kynna nýja söngskrá sína sem byggist eingöngu á sönglögum tengdum sjómennsku og vinnslu sjávarfangs. Meira
25. mars 2006 | Leiklist | 123 orð

Svart og sykurlaust

Í TILEFNI af 23 ára afmæli götuleikhópsins Svarts og sykurlauss verður þrjúbíó í Galleríi Humri eða frægð í dag. Meira
25. mars 2006 | Tónlist | 26 orð

Tónleikar Schola cantorum eru á morgun

TÓNLEIKAR Schola cantorum eru í Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag, kl. 16.00 - en ekki í dag eins og misritaðist í umfjöllun blaðsins um tónleikana í... Meira
25. mars 2006 | Tónlist | 90 orð

Tvennir tónleikar Tónskóla Sigursveins

Tvennir tónleikar verða haldnir á vegum Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í dag. Fyrri tónleikarnir verða haldnir í Seltjarnarneskirkju kl. 14. Þar koma strengjasveitir skólans fram og leika fjölbreytta efnisskrá. Meira
25. mars 2006 | Myndlist | 139 orð | 1 mynd

Veðruð skilaboð hjá Sævari Karli

Pétur Halldórsson er menntaður við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Middlesex University of London og School of Visual Arts í New York. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Meira
25. mars 2006 | Kvikmyndir | 1125 orð | 3 myndir

V fyrir vandræði

Það hefur verið hljótt um Alan Moore undanfarin ár. Kvikmyndagerðarmenn halda þó uppi nafni hans með því að koma sögum hans á hvíta tjaldið. Heimir Snorrason fjallar hér um myndasögur Moores og bíómyndina sem hann afneitaði. Meira
25. mars 2006 | Tónlist | 380 orð | 1 mynd

Æskuvinir leika saman sónötu Griegs

Í DAG leikur hin hálfíslenska Theresa Bokany fiðluleikari ásamt Adam György píanóleikara á TÍBRÁRtónleikum í Salnum í Kópavogi. Meira

Umræðan

25. mars 2006 | Aðsent efni | 826 orð | 1 mynd

Á Evrópa að verða Evrabía?

Rúnar Kristjánsson fjallar um innflytjendur frá múslímaheiminum í Evrópu: "...þótt kristnir menn séu margir tilbúnir til að versla með trú sína, eru múslímar það yfirleitt ekki. Fyrir þeim er trúin annað og meira og því mun Evrópa verða þeirra, ef fer sem horfir..." Meira
25. mars 2006 | Bréf til blaðsins | 87 orð

Ánafna, ekki arfleiða

Frá Pétri Péturssyni: "Í FRÉTT í Ríkisútvarpinu um daginn var talað um að Bandaríkjamenn ætluðu að arfleiða Íslendinga. Þarna er röng málnotkun. Sá sem arfleiðir er að gera ráðstafanir til að veita fjármunum að sér látnum til einhvers, sem eru á lífi." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 536 orð | 1 mynd

Á villigötum í vegamálum

Björgvin G. Sigurðsson fjallar um samgöngubætur: "Þreföldunin nýtist ekki þegar síðar verður farið í fjórar akreinar. Það er í raun kjarni málsins." Meira
25. mars 2006 | Bréf til blaðsins | 229 orð | 1 mynd

Blessuð sértu, borgin mín - Reykvíkingar, látum rödd okkar heyrast á borgaraþingi

Frá Dóru Pálsdóttur: "NÚ ER komið að því, kæru borgarbúar. Við höldum okkar eigið þing og látum rödd okkar heyrast. Þau íbúasamtök sem virk eru í Reykjavík hafa stillt saman strengi sína og efna til borgaraþings í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 1. apríl." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 612 orð | 1 mynd

Byggingarstjórn og gallar í nýbyggingum

Eyjólfur Bjarnason svarar Baldri Þór Baldvinssyni, formanni Meistarasambands húsasmiða: "Meistarafélög og byggingaverktakar innan Samtaka iðnaðarins hafa tekið þátt í að móta skoðanir SI í því starfi." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 336 orð

Ekki benda á mig!

SAMKVÆMT frásögn Fréttablaðsins 22. marz sl. lýsti forsætisráðherra yfir því, í alþingi deginum áður, að ríkisstjórnin bæri ekki ábyrgð á þeim miklu væntingum, sem ríkja um stóriðju. Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 611 orð | 1 mynd

Fræðafundur eða áróðursfundur

Sigurður Líndal fjallar um Baugsmál og fundinn í HR: "Allt styður það eindregið sýknudóm í refsimáli. Eigi að síður er niðurstaða fyrirlesara sú að hæpið sé að dómurinn standist. Hér er langt seilst til að gera dóminn tortryggilegan." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 695 orð | 2 myndir

Hestamennska í Kópavogi

Guðríður Arnardóttir og Flosi Eiríksson fjalla um málefni hestamanna í Kópavogi: "Meirihlutinn er aðallega að hugsa um hvernig hann getur friðað hestamenn fram yfir kosningar og sloppið lítið skaddaður frá svikum sínum í Glaðheimum." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 781 orð | 1 mynd

Minningin ein eftir

Eftir Vigdísi Stefánsdóttur: "Einhvern veginn tekst tímanum ekki að skæna yfir sárið stóra sem varð til þegar hann hvarf. Fyrst í undirheima borgarinnar og svo yfir móðuna miklu, rétt fyrir tvítugsafmælið sitt." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 753 orð | 1 mynd

Morgunblaðið og viðbrögð fjármálamarkaðarins

Victor Blær fjallar um fjármálamarkaðinn: "Flestir fjárfestar leggja frekar áherslu á nýjar og auðskildar upplýsingar sem hafa afleiðingar strax en á torskildari upplýsingar sem ráða gengi til lengri tíma litið." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Nýja ráðherra takk!

Stefán Benediktsson fjallar um stjórnskipun og vald forsetans: "Þetta þýðir að forsetinn gæti strax á morgun skipt út þeim ráðherrum sem verst standa sig og fengið okkur aðra betri í staðinn." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

Prófarkalesarar óskast

Eiður Guðnason fjallar um íslenska tungu: "En er það svona, sem við viljum að móðurmálið breytist?" Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 628 orð | 1 mynd

Tár án orða

Birgitta Jónsdóttir Klasen fjallar um líkamleg vandamál: "Það gæti líka verið gott að fræða barnið sitt um að enginn veit nákvæmlega um ástæður þess af hverju börn pissa undir þótt erfðafræðilegar vísbendingar séu hvað sterkastar." Meira
25. mars 2006 | Aðsent efni | 1025 orð | 3 myndir

Vaxandi skattbyrði eldri borgara og öryrkja

Eftir Stefán Ólafsson: "Er það sjálfsagt að leggja svo auknar skattbyrðar á lágtekjufólk eins og öryrkjar sannarlega eru?" Meira
25. mars 2006 | Velvakandi | 295 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Gljúfrin þrjú í Jangtze-fljótinu í Kína Í auglýsingu í Fréttablaðinu, hér um daginn, og í bæklingum frá ferðaskrifstofunni Heimsferðir, eru sölufærðar ýmsar ferðir vítt og breitt um heiminn. Meira

Minningargreinar

25. mars 2006 | Minningargreinar | 3148 orð | 1 mynd

AÐALHEIÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR

Aðalheiður Þorsteinsdóttir fæddist að Götu í Vetleifsholtshverfi í Ásahreppi 31. mars 1926. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 10. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Tyrfingsson, f. á Ártúnum á Rangárvöllum 28. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2006 | Minningargreinar | 710 orð | 1 mynd

ÁLFRÚN EDDA ÁGÚSTSDÓTTIR

Álfrún Edda Sæm Ágústsdóttir fæddist í Reykjavík 20. janúar 1942. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 20. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2006 | Minningargreinar | 1562 orð | 1 mynd

ERLENDUR GUÐLAUGSSON

Erlendur Guðlaugsson fæddist á Meiðastöðum í Garði 21. apríl 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Eiríksson, f. 6. sept. 1892 í Garðhúsum í Garði, d. 30. okt. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2006 | Minningargreinar | 752 orð | 1 mynd

HERMANN SIGURVIN ÞORGILSSON

Hermann Sigurvin Þorgilsson, bóndi á Hrísum í Fróðárhreppi í Snæfellsbæ, fæddist á Þorgilsstöðum í sömu sveit 27. febrúar 1926. Hann lést á St Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Áslaug Kristensa Jónsdóttir f. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2006 | Minningargreinar | 907 orð | 1 mynd

JÓHANN KRISTINN GUNNARSSON

Jóhann Kristinn Gunnarsson fæddist í Garðshorni í Flatey á Skjálfanda 28. apríl 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 3. mars síðastliðinn og var jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju 11. mars. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2006 | Minningargreinar | 3194 orð | 1 mynd

JÓNAS HELGASON

Jónas Helgason fæddist hinn 30. apríl 1918. Hann dó á Sjúkrahúsinu á Húsavík hinn 17 mars síðastliðinn, sonur hjónanna Helga Jónassonar náttúrufræðings og bónda á Gvendarstöðum og konu hans Halldóru Jónsdóttir frá Fornastöðum. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2006 | Minningargreinar | 4609 orð | 1 mynd

MARGRÉT HELGADÓTTIR

Margrét Helgadóttir fæddist í Gautsdal í Barðastrandasýslu 30. september 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helgi Helgason, f. 1871, d. 1945 og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1895, d. 1918. Meira  Kaupa minningabók
25. mars 2006 | Minningargreinar | 606 orð | 1 mynd

VALGARD JÖRGENSEN

Valgard Jörgensen fæddist í Reykjavík, 25. mars 1931. Hann lést á Landspítalanum 1. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Carsten Jörgensen og Sigurfljóð Jakobsdóttir. Valgard átti þrjú eldri systkini, Ólöfu sem er látin, Guðrúnu og Kai. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

25. mars 2006 | Sjávarútvegur | 285 orð | 1 mynd

Ræddu niðurfellingu tolla og afnám útflutningsálags

Rætt var um niðurfellingu tolla og afnám útflutningsálags á ferskan óunnin fisk frá íslandi á fundi sjávarútvegsráðherra Íslands og Bretlands nú í vikunni. Einnig var fjallað um sjóræningjaveiðar og hvalveiðar. Einar K. Meira
25. mars 2006 | Sjávarútvegur | 228 orð | 1 mynd

Verð á fiskafurðum lækkaði í febrúar

Verð á sjávarafurðum lækkaði mikið í febrúarmánuði, eða um 2,6% mælt í erlendri mynt (SDR). Til samanburðar hækkaði afurðaverðið um 1,8% í janúar. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar voru í gær. Meira

Viðskipti

25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 268 orð | 1 mynd

Arðsemi eigin fjár Samsonar 156%

SAMSON eignarhaldsfélag hf. hagnaðist um 8,3 milljarða króna á árinu 2005. Árið áður var hagnaður félagsins 5,1 milljarður. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Bjarni í viðtali á CNBC

STJÓRNENDUR íslensku bankanna hafa verið á ferð og flugi um Evrópu í vikunni og m.a. haft tækifæri til að koma fram á fundum og í fjölmiðlum. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 183 orð

Dagsbrún býður 10 milljarða í breskt prentfyrirtæki

DÓTTURFÉLAG Dagsbrúnar, Daybreak, hefur gert öllum hluthöfum í breska prent- og samskiptafyrirtækinu Wyndeham yfirtökutilboð á 155 pens á hlut. Samkvæmt tilboðinu er fyrirtækið metið á um 80,6 milljónir punda eða 10,3 milljarða króna. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Glitnir spáir 0,8% vísitöluhækkun

GREINING Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,8% milli mars og apríl. Íbúðaverð muni áfram hafa áhrif til hækkunar ásamt matvöruverði. Eldsneytisverð hafi sömuleiðis hækkað og við þetta aukist verðbólguþrýstingurinn. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 129 orð | 1 mynd

Kauphöllin með í nýjum norrænum vísitölum

NOREX kauphallirnar í Reykjavík, Osló, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki munu í byrjun næsta mánaðar setja á stofn nýjar norrænar vísitölur, svonefndar VINX vísitölur. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 601 orð | 1 mynd

Lýður úr forstjórastóli Bakkavarar til Exista

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is TILKYNNT var aðalfundi Bakkavarar Group í Íslensku óperunni í gær að Lýður Guðmundsson myndi láta af störfum sem forstjóri fyrirtækisins síðar á árinu og taka við starfi forstjóra Exista í framhaldinu. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 60 orð | 1 mynd

Magnús kaupir fyrir milljarð

FÉLAG í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, Mirol Investments, hefur aukið hlut sinn í Icelandic Group úr 6,98% í 11,37%. Tilkynnt var til Kauphallar í gær um kaup á 120 milljón hlutum á genginu 8,73. Kaupverðið er því rúmur milljarður króna. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Miklar lækkanir í Kauphöllinni

MIKLAR lækkanir einkenndu íslenskan hlutabréfamarkað í gær. Mest lækkuðu bréf í Kaupþingi eða um 7,5% en alls voru viðskipti með Kaupþing fyrir 2.998 milljónir króna. FL Group lækkaði um 6,7% og Landsbankinn lækkaði um 5%. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 260 orð | 1 mynd

"Ísland mun sigla milli skers og báru"

HIÐ öfluga íslenska hagkerfi hefur allar forsendur til þess að standa sig í alþjóðlegri samkeppni þrátt fyrir daprar spár um ofhitnun hagkerfisins og þunga skuldastöðu. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 103 orð

SAS og Icelandair hætta samnefndu flugi

SAS og Icelandair hafa hætt svokölluðu samnefndu flugi, sem fólst í að Icelandair gat selt flug með SAS undir eigin vörumerki og öfugt. Meira
25. mars 2006 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Spáir 0,5% hækkun stýrivaxta

Greiningardeild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti um 50 punkta, eða 0,5%, hinn 30. mars nk. Þetta er breyting frá fyrri spá greiningardeildarinnar sem spáði áður 25 punkta hækkun í mars. Meira

Daglegt líf

25. mars 2006 | Ferðalög | 322 orð | 2 myndir

Borðuðu kiðlingakjöt í Monterrey

Monterrey er þriðja stærsta borg Mexíkó. Ingibjörg Lilja Didriksdóttir skrapp þangað með sautján nemendum úr Háskólanum í Reykjavík í nóvember síðastliðnum. Meira
25. mars 2006 | Ferðalög | 208 orð

Golfferðir á húsbíl

Golfstraumurinn er ekki bara það sem hlýjar okkur í norðri heldur hefur orðið líka verið notað yfir straum ferðamanna á slóðir þar sem upplagt er að leika golf. Á ferðavef Dagens Nyheter er vöngum velt yfir golfferðum og m.a. Meira
25. mars 2006 | Daglegt líf | 660 orð | 2 myndir

Harðfiskur og hákarl hljóma kórrétt í munni hans

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl. Meira
25. mars 2006 | Ferðalög | 317 orð | 1 mynd

Hótel Glymur tekur stakkaskiptum

Hótel Glymur tekur stakkaskiptum Í dag verður Hótel Glymur í Hvalfirði formlega opnað á ný eftir gagngerar breytingar og endurnýjun á innviðum hótelsins. Meira
25. mars 2006 | Daglegt líf | 160 orð | 1 mynd

Innköllun á rúmbotnum frá Ikea

IKEA biður þá viðskiptavini sem keypt hafa Tassa- eða Sniglar-barnarúm af stærðinni 55 cm x 112 cm í ágúst á síðasta ári eða síðar og sem hafa merkinguna ID No 15333 og Made in Poland á rúmbotninum að skila rúmbotninum til verslunarinnar þar sem þeir... Meira
25. mars 2006 | Ferðalög | 120 orð | 2 myndir

Samstarf um Kínaferðir Ferðaskrifstofan Langferðir og Kínversk-íslenska...

Samstarf um Kínaferðir Ferðaskrifstofan Langferðir og Kínversk-íslenska menningarfélagið hafa gengið til samstarfs um ferðir til Kína. Fyrsta ferðin er fyrirhuguð 1.-15. Meira
25. mars 2006 | Daglegt líf | 128 orð | 1 mynd

Tungumálanámskeið í farsímanum

Farsíminn er alltaf við höndina og þegar laus stund gefst er gott að nýta tímann til að læra eins og eitt nýtt tungumál í gegnum símann. Á vef Aftenposten er greint frá því að fyrirtækið A.R.M. Meira
25. mars 2006 | Daglegt líf | 177 orð

Vinnustreita frekar en húsasýki

Svokölluð "húsasýki" kann að vera rangnefni þar sem einkenni hennar benda í rauninni fremur til vinnutengdrar streitu en heilsuspillandi vinnuumhverfis, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var í Bretlandi. Meira
25. mars 2006 | Ferðalög | 628 orð | 2 myndir

Þrífst á návígi við fjöll

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl. Meira

Fastir þættir

25. mars 2006 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli. Í dag, 25. mars, er sextugur Pétur Ágústsson, skipstjóri...

60 ÁRA afmæli. Í dag, 25. mars, er sextugur Pétur Ágústsson, skipstjóri og framkvæmdastjóri Sæferða ehf. í Stykkishólmi . Meira
25. mars 2006 | Fastir þættir | 779 orð | 2 myndir

Að lokinni skákhátíð

3.-18. mars Meira
25. mars 2006 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

80 ÁRA afmæli . Í dag, laugardaginn 25. mars, er áttræð Björg Jóhannsdóttir frá Steinum, A-Eyjafjöllum, Fannborg 1. Björg er stödd á heimili dóttur sinnar í... Meira
25. mars 2006 | Fastir þættir | 268 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Hugleiðingar um vörn. Meira
25. mars 2006 | Í dag | 1592 orð | 1 mynd

Fermingar í Óháða söfnuðinum 26. mars kl. 14. Prestur: Pétur...

Fermingar í Óháða söfnuðinum 26. mars kl. 14. Prestur: Pétur Þorsteinsson. Fermd verða: Andri Már Birgisson, Hjallabraut 43, Hafnarf. Atli Guðlaugsson, Perlukór 3, Kóp. Hafdís Elsa Ásbergsdóttir, Vesturbergi 112. Meira
25. mars 2006 | Árnað heilla | 17 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP | Í dag, 25. mars, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin...

GULLBRÚÐKAUP | Í dag, 25. mars, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Sigríður Þorsteinsdóttir og Sverrir Tryggvason... Meira
25. mars 2006 | Í dag | 18 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessi duglegi drengur, Óskar Einarsson, safnaði 9.190 kr...

Hlutavelta | Þessi duglegi drengur, Óskar Einarsson, safnaði 9.190 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands, söfnun fyrir... Meira
25. mars 2006 | Í dag | 2438 orð | 1 mynd

(Jóh. 6.)

Guðspjall dagsins: Jesús mettar 5 þús. manna. Meira
25. mars 2006 | Í dag | 20 orð

Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég...

Orð dagsins: Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hver annan, eins og ég hef elskað yður. (Jóh. 15, 12. Meira
25. mars 2006 | Í dag | 1356 orð | 1 mynd

Selfosskirkja 50 ára LAUGARDAGINN 25. mars og sunnudaginn 26. mars...

Selfosskirkja 50 ára LAUGARDAGINN 25. mars og sunnudaginn 26. mars verður það haldið hátíðlegt að 50 ár eru liðin frá vígslu Selfosskirkju. Í tilefni af afmælinu verður sungin morguntíð kl. 10 á laugardeginum og miðdagstíð kl. 11.30. Meira
25. mars 2006 | Fastir þættir | 228 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Rbd7 8. 0-0 Bd6 9. He1 e5 10. h3 0-0 11. e4 Bg6 12. a5 Dc7 13. Bg5 Hfe8 14. d5 Had8 15. Rd2 h6 16. Be3 Bc5 17. Df3 Bd4 18. Hec1 Rc5 19. Ha2 Bxc3 20. bxc3 cxd5 21. exd5 e4 22. Dg3 Dc8... Meira
25. mars 2006 | Í dag | 507 orð | 1 mynd

Upplifun geðhjúkrunarfræðinga

Dröfn Kristmundsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 1985 og BS gráðu í hjúkrun við Háskóla Íslands 1991. Meira
25. mars 2006 | Fastir þættir | 262 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Það er líklegt að margir vilji sjá Víkverja tjargaðan og fiðraðan fyrir að segja að honum þyki Reykjavík ekkert sérstaklega falleg borg. Og þó! Meira

Íþróttir

25. mars 2006 | Íþróttir | 444 orð | 1 mynd

* BRYNJAR Björn Gunnarsson gæti misst af hinum þýðingarmikla leik...

* BRYNJAR Björn Gunnarsson gæti misst af hinum þýðingarmikla leik Reading gegn Leicester á útivelli í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Brynjar er tæpur vegna meiðsla og ákveðið verður rétt fyrir leik hvort hann spili. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 181 orð

Chelsea ákært vegna framkomu

ENSKA knattspyrnusambandið hefur ákært Chelsea fyrir að hafa ekki stjórn á framkomu leikmanna liðsins í leiknum gegn Fulham í úrvalsdeildinni síðasta sunnudag, þegar William Gallas, varnarmanni Chelsea, var vísað af leikvelli fyrir að stíga ofan á... Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 136 orð

Chelsea mætir Liverpool í bikarnum

ÞAÐ verður sannkallaður risaslagur í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu því Chelsea og Liverpool drógust saman. Þessi lið hafa háð harða hildi í hinum ýmsu mótum á síðustu misserum og eru í fyrsta og þriðja sæti úrvalsdeildarinnar. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

* CHRIS Kirkland, markvörður úrvalsdeildarliðs WBA , fingurbrotnaði á...

* CHRIS Kirkland, markvörður úrvalsdeildarliðs WBA , fingurbrotnaði á æfingu með liðinu í fyrradag. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 165 orð

City án níu leikmanna gegn Chelsea

ÞAÐ hafa stór skörð verið höggvin í raðir enska knattspyrnuliðsins Manchester City síðustu dagana. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 208 orð

Englendingar hafa rætt við Luiz Felipe Scolari

LUIZ Felipe Scolari, hinn sigursæli brasilíski knattspyrnuþjálfari, er einn þeirra sem enska knattspyrnusambandið hefur rætt við sem mögulegan landsliðsþjálfara Englands. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 167 orð

Everton besta liðið frá áramótum

EVERTON er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar fyrir borgarslaginn gegn Liverpool á Anfield í dag. En þeir bláklæddu frá Goodison Park eru efstir á blaði ef litið er á úrslit leikja í deildinni á þessu ári, eða frá og með áramótum. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 689 orð | 2 myndir

Feðgarnir sigruðu

FEÐGARNIR Birgir Gunnarsson og Sævar Birgisson frá Sauðárkróki sigruðu í hefðbundinni göngu á Skíðamóti Íslands í gær og hafa þar með sett Sauðárkrók ærlega á kort skíðagöngumanna. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 92 orð

FH-ingar kærðir

VÍKINGAR frá Ólafsvík hafa kært leik sinn gegn Íslandsmeisturum FH í deildabikarkeppni karla í knattspyrnu sem fram fór síðasta sunnudag. FH-ingar unnu leikinn, 2:1, en skiptu fleiri leikmönnum inn á en heimilt er samkvæmt reglum keppninnar. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd

Gary Neville spilar 500. leikinn á Old Trafford

GARY Neville, hinn reyndi bakvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, leikur sinn 500. leik fyrir United þegar liðið mætir Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag á Old Trafford. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 3281 orð | 12 myndir

Gengið í eyðimörkinni

Sú var tíðin að skeleggustu skyttur þessa heims léku með Liverpool. Það hefur breyst og í vetur hafa framherjar þessa sögufræga félags lengst af gengið í eyðimörkinni. Orri Páll Ormarsson veltir ástandinu fyrir sér og fjallar um merkustu miðherjana í glæsilegri sögu Rauða hersins. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 297 orð | 1 mynd

* GUÐBJÖRG Gunnarsdóttir, markvörður Vals og varamarkvörður...

* GUÐBJÖRG Gunnarsdóttir, markvörður Vals og varamarkvörður kvennalandsliðsins í knattspyrnu, meiddist á hné í leik Hlíðarendaliðsins gegn Stjörnunni í deildabikarnum í fyrrakvöld. Ekki er ljóst enn sem komið er hversu alvarleg meiðsli hennar eru. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 705 orð

HANDKNATTLEIKUR Fylkir - Stjarnan 24:17 Fylkishöll, Reykjavík, 1. deild...

HANDKNATTLEIKUR Fylkir - Stjarnan 24:17 Fylkishöll, Reykjavík, 1. deild karla, DHL-deildin, föstudaginn 24. mars 2006. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 419 orð | 1 mynd

Hljóp gegnum mótherjana

Mörg fleyg ummæli hafa gegnum tíðina hrotið miðherjum Liverpool af vörum eða verið látin um þá falla. Lítum á nokkur dæmi. "Bill var alveg ótrúlega sterkur. Það var ómögulegt að ná knettinum af honum. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 140 orð

Konurnar keppa um nýjan bikar

NÝR bikar verður afhentur þegar Íslandsmeistarar kvenna í handknattleik verða krýndir að lokinni síðustu umferð Íslandsmótsins. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 47 orð

LEIKIRNIR

Laugardagur: Liverpool - Everton 12.45 Aston Villa - Fulham 15 Chelsea - Manchester City 15 Sunderland - Blackburn 15 Wigan - West Ham 15 Portsmouth - Arsenal 17.15 Sunnudagur: Middlesbrough - Bolton 13. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 783 orð | 1 mynd

Línur lagðar fyrir orrustuna við Svía

"ÉG reikna með að þessi hópur verði sá sem að ég tefli fram í landsleikjunum við Svía í undankeppni HM í júní," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, þegar hann tilkynnti um val á 20 leikmönnum í fyrsta landslið sitt... Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 87 orð | 1 mynd

LuaLua fékk áminningu

LOMANA LuaLua, sóknarmaður úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, hefur verið áminntur af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín í garð dómara að loknum leik liðsins gegn Tottenham fyrr í þessum mánuði. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 151 orð

"Bréfberinn" heiðraður í Utah

KARL Malone, fyrrum leikmaður NBA-liðsins Utah Jazz og Los Angeles Lakers, var heiðraður í Utah á dögunum þar sem að keppnistreyja hans, nr. 32, var dregin upp í rjáfur keppnishallarinnar. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 388 orð | 1 mynd

"Everton er allt annað lið í dag"

NÁGRANNARNIR og erkifjendurnir í Liverpool-borg, Liverpool og Everton, takast á í 203. skipti í ensku deildakeppninni í dag. Leikið er á Anfield, heimavelli Liverpool, og þetta er fyrsti leikur dagsins en flautað er til hans klukkan 12.45. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 942 orð | 1 mynd

"Varnarmúr KR-inga er öflugur"

ÞAÐ er í raun ómögulegt að spá fyrir um úrslit í undanúrslitaleikjunum. KR og Skallagrímur geta alveg eins leikið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn eins og grannaliðin Keflavík og Njarðvík. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 380 orð

Ráðast úrslitin í dag?

LÍNUR kunna að skýrast í kapphlaupinu um Íslandsmeistaratitil í handknattleik kvenna þegar næstsíðasta umferð Íslandsmótsins verður háð í dag. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Schmidt þjálfar markverðina

WIELAND Schmidt, einn fremsti handknattleiksmarkvörður sögunnar, sér um þjálfun íslensku markvarðanna í æfingabúðum landsliðsins í Magdeburg 10.-17. apríl. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 404 orð

Um helgina

SKÍÐI Skíðamót Íslands Laugardagur: Ólafsfjörður, ganga, frjáls aðferð: 5 km ganga kvenna 12.30 10 km ganga pilta, 17-19 ára 13 10 km ganga karla 13 Dalvík, stórsvig: Stórsvig karla, fyrri ferð 8.30 Stórsvig karla, seinni ferð 11. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 84 orð

Þjóðverji til Framara

FRAMARAR, sem leika í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar, hafa fengið til liðs við sig þýskan varnarmann, Frank Posch að nafni. Hann er 33 ára gamall og hefur leikið með 5. deildar liðinu SV Bonlanden síðustu árin. Meira
25. mars 2006 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd

Öruggt hjá Keflavík

KEFLAVÍK sópaði liði Grindavíkur út í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld 2-0 í einvíginu. Keflavík er þar með komið í úrslit og mætir þar Haukum eða ÍS. Sigur Keflvíkinga var aldrei í hættu. Meira

Barnablað

25. mars 2006 | Barnablað | 15 orð | 1 mynd

Á flótta!

Geturðu hjálpað litla fiskinum að komast að kóralrifinu án þess að lenda í gini... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Á leið í vinnuna

Þessa flottu mynd teiknaði Bjarni, 7 ára. Ætli forstjórann í verksmiðjunni langi ekki út í góða veðrið að fá sér... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 52 orð | 1 mynd

Á sjó

Sveinbjörn dreymir um að halda á sjó og veiða í soðið. Til þess þarf hann þó nauðsynlegan búnað sem leynist hér á síðum Barnablaðsins. Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 17 orð | 1 mynd

Einn góður...

"En hvað þú lyktar vel, Helgi minn. Ertu með nýjan rakspíra?" "Nei, ég er í hreinum sokkum. Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 41 orð | 1 mynd

Fjör á leikvellinum

Elísabet Ósk, 10 ára, teiknaði þessa skemmtilegu mynd af börnum í leik. Foreldrarnir fylgjast með að allt sé í lagi á meðan yngsta barnið hvílir sig í kerrunni. Það er svo gott veður að meira að segja sólin er með... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 276 orð | 1 mynd

Glúrnar gátur

1. Hvað heyrir án eyrna, talar án munns og svarar á öllum tungumálum? 2. Hvenær getur maður borið vatn í síu? 3. Hvenær hefur maður sex fætur en gengur þó aðeins á fjórum? 4. Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 26 orð | 2 myndir

Heiðguli hatturinn hans Hálfdáns!

Hægláta hestinum Hálfdán hefur lengi dreymt um að eignast heiðgulan hatt. Nú getur þú hjálpað honum að láta drauminn rætast og vísað honum leiðina gegnum... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

h H

Hænan í allar áttir senn augunum renndi, og viti menn, hvergi bólaði Ara á. Undrandi og bitur varð hún þá. Úr stafrófsvísum Ara orms eftir Kristján Jóhann... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Hringur, þríhyrningur eða ferningur?

Hvaða form vantar í kassann? Lausn... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

Hvað hafa kolkrabbar marga arma?

Litaðu mig og teldu armana á... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 518 orð | 3 myndir

Klettur og Lukka

Við hittum tvo hressa og krúttlega og líka dálítið töffaralega karfa, þau Klett og Lukku. Klettur og Lukka eiga heima í Hafinu bláa og eiga það sameiginlegt að hafa misst fjölskyldu sína og vini í net veiðimanna. Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 8 orð | 1 mynd

Kubbaklessa

Hvaða þrír kubbar eru alveg eins? Lausn... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 46 orð

Lausnir

Það vantar hring með röndum. Í hverri röð lóðrétt og lárétt er ein svört mynd og tvær með röndum, eins er í hverri röð lóðrétt og lárétt einn hringur, einn þríhyrningur og einn ferningur. Kubbar 6, 13 og 19 eru eins. Magnús múrari þarf 21... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 128 orð

Ljóð

Kuldi Ég skelf, finn kuldann læðast að mér, það er eins og kuldinn bíti en ég reyni að harka af mér. Ekkert gengur, ég bíð eftir hjálp en ekkert gerist. Ég fer að hugsa um dauðann en ég gefst ekki upp!!! Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 39 orð | 1 mynd

Pennavinir

Ég óska eftir pennavinkonu á aldrinum 9-11 ára. Ég er sjálf 10 ára. Áhugamál mín eru bækur, dýr og fleira. Ég er að læra að spila á píanó og er í kór. Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd

Teiknimyndahetjur!

Arnar, 7 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd. Þetta eru örugglega uppáhalds teiknimyndahetjurnar hans. Scooby Doo getur nú verið ansi... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 25 orð | 1 mynd

Uppáhalds skrípó maturinn!

Grétar Þór, 8 ára, teiknaði þessa sniðugu mynd af gulum skrípókarli sem bíður spenntur eftir að fá að gæða sér á dýrindis pítsu með... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 180 orð | 2 myndir

Verðlaunaleikur vikunnar!

Eftirfarandi fiskategundir er búið að fela í orðaruglinu, lárétt eða lóðrétt, afturábak eða áfram eða á ská: Ýsa Karfi Þorskur Skata Lúða Loðna Ufsi Síld Rækja Koli Skrifið svo upp þá stafi sem eftir eru í réttri röð og þá hafið þið fengið rétt svar. Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 45 orð | 1 mynd

Viðgerð í vændum

Magnús múrari hefur fengið það mikla verkefni að lagfæra gat sem myndaðist í múrvegg í lystigarðinum. Áður en hann hefst handa þarf hann að reikna út hversu marga múrsteina hann þarf að nota til að fylla upp í gatið. Getur þú hjálpað honum. Lausn... Meira
25. mars 2006 | Barnablað | 163 orð | 7 myndir

Þekkir þú Disney-myndirnar?

1.Í hvaða mynd leikur Balli björn stórt hlutverk? Lísa í Undralandi Skógarlíf 101 dalmatíuhundur Fríða og dýrið Leikfangasaga 2.Hvað heitir apinn í teiknimyndinni Konungur ljónanna? Nafiki Tafiki Safiki Rafiki Pafiki 3. Meira

Lesbók

25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1913 orð | 1 mynd

Að vernda eða virkja?

Eftir Véstein Ólason vesteinn@hi.is Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 832 orð

Appelsínuguli reiturinn

Appelsínuguli reiturinn í Trivial Pursuit-spilinu er líklega hataðasti reiturinn í öllu spilinu í mínum huga og margra sem ég þekki - ekki síst vinkvenna. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2497 orð | 2 myndir

Dæmdur til að vera hetja

Rússneski rithöfundurinn Ruben Gallego fæddist fyrir 37 árum í Moskvu. Hann skrifaði skáldævisöguna Hvítt á svörtu sem hefur verið þýdd á 20 tungumál. Í henni lýsir hann hörmulegri æsku sinni á mörgum stofnunum út um öll Sovétríkin og hvernig honum með járnvilja og þolinmæði tókst að lifa af. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 488 orð

Ein stór álbræðsla

Hvernig á að taka á því þegar út kemur bók sem er svo stútfull af réttmætum sjónarmiðum, réttlátri reiði og skrifuð af mikilli stílgáfu um efni sem snertir hvert einasta mannsbarn þjóðarinnar, ef ekki heimsbyggðarinnar; og er svo ofan í kaupið samin af... Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 316 orð

Er ég álfur?

Íslandssýningin "Pure Iceland" er með nokkrum öðrum brag en annað á safninu. Hún er í þremur sölum og þegar inn í sýningarrýmið er komið taka við stórar hreyfimyndir af íslenskri náttúru. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 466 orð | 2 myndir

Erlendar bækur

Hjálparstarf Vesturlanda í þriðjaheims ríkjum fær heldur neikvæða dóma í nýjustu bók William Easterly, The White Man's Burden . Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 345 orð | 4 myndir

Erlendar kvikmyndir

Leikarinn Randy Quaid er sagður ætla að lögsækja framleiðendur kvikmyndarinnar Brokeback Mountain vegna launamála. Quaid segist hafa verið blekktur til þess að þiggja lægri laun en hann átti skilið fyrir leik sinn í myndinni. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 428 orð | 3 myndir

Erlend tónlist

Þriðja plata Audioslave er væntanleg í plötubúðir í júní. Platan mun að öllum líkindum heita Revelations og verður að sögn þeirra sem til þekkja á eilítið háleitari nótum en hinar tvær. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 740 orð

Er Ritu hætt að dreyma?

Eftir Willie Russel í þýðingu Odds Bjarna Þorkelssonar. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. Leikmynd: Jóhannes Dagsson. Leikarar: Margrét Sverrisdóttir, Valgeir Skagfjörð Iðnó, sunnudaginn 19. mars 2006, kl. 20. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 611 orð

Ég sé þig hvergi

! Mósaík hét þáttur á dagskrá Ríkissjónvarpsins um árabil, hann fjallaði um listir og menningu og var sá eini sinnar tegundar á stöðinni og þótt víðar væri leitað. Kristall hét annar, sá var á Stöð 2, um samtímalistir- og menningu. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 870 orð | 1 mynd

Heimspeki og kvikmyndir

Heimildarmyndin The Ister fjallar um þýska heimspekinginn Heidegger og túlkun hans á ljóði þýska ljóðskáldsins Friedrichs Hölderlins Der Ister , en Ister er hið forngríska heiti Dónár. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 965 orð | 1 mynd

Heldur það versta en það næstbesta?

Hér er vöngum velt yfir stöðu íslenskrar ljóðlistar að nýafstaðinni keppninni Ömurlegasta ljóð á Íslandi. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 609 orð | 1 mynd

Himnaríki er bókasafn

eftir Árna Bergmann, 211 bls. Háskólaútgáfan, 2005 Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 712 orð | 1 mynd

Í minningu Hinriks VIII

Ég var tíu ára gamall þegar ég festi kaup á minni fyrstu hljómplötu. Hún hét því undarlega nafni Eddie, Old Bob, Dick and Gary og var með uppáhaldshljómsveitinni minni á þessum tíma, Tenpole Tudor. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð | 1 mynd

Lesarinn

Lesarinn Þorpið eftir Jón úr Vör, 1946. Undanfarið hef ég verið að rifja upp kynnin við ljóðabókina Þorpið eftir Jón úr Vör sem kom út árið 1946. Þar eru ljóð sem snerta mann á alveg sérstakan hátt. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 425 orð

Neðanmáls

I Suðupotturinn mallar áfram og í hann er fleygt öllu og hrært í án þess að nokkur velti því fyrir sér hver hræri eða hvort súpan sé æt. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1401 orð | 1 mynd

Ragnar Björnsson minning

Greinin er tekin saman í minningu Ragnars Björnssonar, fyrrverandi dómorganista og skólastjóra Nýja tónlistarskólans, en Ragnar hefði orðið 80 ára 27. mars nk. hefði honum enst aldur til. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2306 orð | 5 myndir

Spottarnir í fuglinum

Jón Atli Jónasson hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem eitt af okkar fremstu leikskáldum. Frá því hann sendi frá sér smásagnasafn haustið 2001 hefur hann skrifað fimm leikrit, átt hlut í tveimur kvikmyndahandritum og framundan er frumsýning á nýju leikriti. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 798 orð | 1 mynd

Springsteen horfir um öxl

Útgáfur Bruce Springsteen undanfarin misseri eiga það sammerkt að staldrað er við og litið yfir farinn veg, hvort heldur um er að ræða hans eigin troðnu slóð eða annarra. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1492 orð | 1 mynd

Trú og landnám

Hljóðbók með tíu fyrirlestrum Einars Pálssonar fræðimanns kemur út í dag, 25.mars. Erindin voru tekin á segulband af áheyranda í Norræna húsinu árið 1970 þegar Einar fylgdi úr hlaði bók sinni Trú og landnám. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1787 orð | 1 mynd

Töfrandi hugsanir um missi

Þekktur bandarískur rithöfundur, Joan Didion, sendi í fyrra frá sér bók um tvíþættan persónulegan harmleik, alvarleg veikindi dóttur og dauða eiginmanns. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 45 orð

Úr rökkrinu

þegar mannkynið gengur á bak orða sinna í villiljósum næturinnar þá kemur sér vel að það eina sem ég hef nokkurn tímann sagt um nótt er nafn þitt og ég geng á bak og skeiða á þér inn í morguninn Ljóð dagsins á ljod.is... Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 545 orð | 1 mynd

Við mælum með

Leiklist Lesbók mælir að þessu sinni með sýningu Leikfélags Akureyrar á rússneska leikritinu Maríubjöllunni. Um hana sagði í gagnrýni. "Öll framvinda hverfist síðan um tilraunir persónanna til að fullnægja frumstæðum neysludraumum sínum. Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1723 orð | 1 mynd

Við og menningararfurinn

Greinin er skrifuð í tilefni af grein Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur er birtist á www.kistan.is Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 730 orð

Þýsk endurreisn?

Stórkostleg herkænska stríðsherrans hefur leitt tæpa hálfa milljón Þjóðverja út í opinn dauðann í blóðbaðinu við Stalingrad. Führer, við þökkum þér". Meira
25. mars 2006 | Menningarblað/Lesbók | 3342 orð | 4 myndir

Þýtr í þungu grjóti, þrír eskingar svíra

Hér er fjallað um Hallmundarkviðu, en flest bendir til þess að kviðan lýsi því þegar Hallmundarhraun rann úr Langjökli á tíundu öld. Meira

Ýmis aukablöð

25. mars 2006 | Matur og vín | 332 orð | 1 mynd

andar"tortelonni"

andar"tortelonni" öndin: 1 stór íslensk önd 2 fíkjur 2 jólasalatshausar hindberjagljái hunangs-súraldinsósa pastadeig: 300 g hveiti 2 egg 2 eggjarauður 1 msk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 132 orð | 1 mynd

austurlenskur þorskréttur

austurlenskur þorskréttur fyrir 4 2 msk. matarolía 4 gulrætur 1 rauð paprika 1 laukur 1 blaðlaukur 2 tsk. karrí 1 dós kókosmjólk 1 msk. maízena sósujafnari ¼ tsk. chiliduft salt 600 g þorskflök Skerið gulrætur, papriku, lauk og blaðlauk í bita. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 595 orð | 2 myndir

eldað með segulsviði

Eldavélahellur eru ekki bara hellur og misjafnar skoðanir eru á hvaða tækni gefist best við eldamennskuna. Ein þessara aðferða er spanhellur, sem byggjast á aldagamalli tækni og búa yfir þeim kosti að pottarnir hitna nánast samstundis. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 588 orð | 3 myndir

engin tvö egg eins

Súkkulaði höfðar til allra og kallar oft á tíðum á svipaðar bragðlýsingar og um vín væri að ræða. Hafliði Ragnarsson hefur sérhæft sig nokkuð í súkkulaðigerð og býður nú upp á páskaegg unnin úr villtum kakóbaunum. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 190 orð | 1 mynd

epla- og jógúrt-"terrine"

epla- og jógúrt-"terrine" botn: 200 g smjör 100 g sykur 1 eggjarauða 1 msk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 79 orð | 1 mynd

frumlegar kryddsultur

Sultaður rauðlaukur og plómu- og tómatkryddsultur eru meðal þeirra frumlegu sultutegunda sem finna má í dönsku Meyers línunni, sem nú er fáanleg hjá Kaffi Konditori. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 199 orð | 1 mynd

gráfíkjubrauð

gráfíkjubrauð 2-3 brauð 150 g gráfíkjur, í bitum 1½ dl hörfræ, 100 g 3½ dl vatn 3 tsk. þurrger 1 tsk. hrásykur 3 dl kalt vatn 1/3 dl matatolía 1½ tsk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 216 orð | 1 mynd

grískt salat með grilluðum rækjum

fyrir 4 dressing: 4 msk. sítrónusafi 6 msk. ólífuolía 2 msk. oregano, ferskt eða ½ tsk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 184 orð | 1 mynd

grunnuppskrift - gerbrauð

grunnuppskrift - gerbrauð 4 tsk. þurrger 5 dl mjólk 2 msk. olía 2 msk. sykur 1 tsk. salt 10 dl hveiti, 600 g 1 dl hveitiklíð, 25 g Hitið mjólk í 37°C og bætið geri út í. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 204 orð | 1 mynd

grænt salat með súkkulaði

grænt salat með súkkulaði fyrir 4 dressing: 1 msk. skalotlaukur, smátt saxaður 2 msk. balsamedik 2 msk. ólífuolía ¼ tsk. salt 1/8 tsk. svartur pipar ½ tsk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 812 orð | 1 mynd

gæðafæða guðanna

Kakórunninn óx villtur á Yucatan-skaga í Mexíkó en samkvæmt elstu heimildum var kakórækt hafin í á sjöundu öld og jafnvel fyrr. Mayar voru fyrstir til að rækta kakórunna og notuðu í bragðmikinn drykk sem þeir kölluðu "xocolatl" og þaðan er orðið súkkulaði komið. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 114 orð | 2 myndir

hafmeti fyrir heilasellur

Á föstunni á fólk að láta af kjötáti og neyta fiskmetis í staðinn. En fiskurinn er þó hollur og bragðgóður matur sem vert er að njóta allan ársins hring. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 85 orð | 1 mynd

heimagert pasta

Kokka hefur hafið sölu á pastagerðarvélum frá ítalska framleiðandanum Imperia, auk ýmissa handhægra fylgihluta, m.a. til gnocchigerðar. Í tilefni ítalskra daga mun Kokka síðan bjóða upp á sýnikennslu í pastagerð í búðinni í dag, laugardaginn 25. mars. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 526 orð | 1 mynd

kanntu brauð að baka?

Það er mun auðveldara að baka brauð en margir halda. Það eru bara nokkur atriði sem þarf að hafa í huga og fínt að læra eina aðferð vel. Þjálfaðir gerdeigsbakarar þurfa engar uppskriftir því þeir þekkja hvernig gott deig lítur út. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 356 orð | 3 myndir

keyrslufær og sjarmerandi matur

Sigurvegarinn á Food & fun í ár var Tina D. Vik, kokkur á hinum virta veitingastað Bagatelle í Osló. Tina hafði rétt áður en hún kom sigrað í keppninni Kvenkokkur ársins í Noregi. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 129 orð | 1 mynd

lífrænt lúxuste

Te sem er lífrænt, þar sem vandlega er gætt að samstarfi við ræktendur og verkafólk, og þar sem umbúðir eru unnar í samstarfi við fatlaða. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 244 orð | 1 mynd

lostæti á krá kálhaussins

Mílanóborg hefur löngum verið þekkt fyrir blómstrandi menningarlíf og þar með spennandi úrval veitingahúsa. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 201 orð | 1 mynd

lúxus horn

lúxus horn 32 stk. 5 dl mjólk 4 tsk. þurrger 2 egg 1 dl óhrært skyr 1 msk. salt 150 g smjör 14 dl hveiti, 840 g 2½ dl grófmalað spelt til að pensla: 1 egg 3 msk. valmúafræ Hitið mjólk í 37°C og hrærið geri út í, blandið skyri, eggjum og salti saman við. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 126 orð | 1 mynd

margslunginn laxabakstur

margslunginn laxabakstur fyrir 4 2 msk. ólífuolía 200 g spínat, ferskt eða frosið 600 g lax, 4 bitar 1 tsk. salt ¼ tsk. pipar ½ sæt kartafla, rifin gróft 2 gulrætur, rifnar gróft 2 dl kókósmjólk 1 tsk. rautt karrýmauk 1 msk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 136 orð | 2 myndir

nautasteik með súkkulaðisósu

nautasteik með súkkulaðisósu fyrir 6 1 kg nautasteik - lund salt og pipar olía til steikingar sósa: 50 g smjör ½ laukur, saxaður 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 1 dl hvítvín 1 dl vatn ½ tsk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 134 orð | 1 mynd

pítsusnúningar

pítsusnúningar 20 stk. 2 dl mjólk 5 tsk. þurrger ½ dl matarolía 2 egg 1 tsk. salt 2 tsk. sykur 6 dl hveiti, 360 g 2 dl heilhveiti, 120 g á milli: 6 msk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 177 orð | 1 mynd

sjávarpasta

sjávarpasta fyrir 4 400 g tagliatelle pasta 1 blaðlaukur 3 rauðlaukar, saxaðir 1 msk. olía ½ tsk. paprikukrydd ½ dl þurrt hvítvín 2 msk. fljótandi skeldýrakraftur ¾ dl vatn 2 dl matargerðarrjómi 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður 1 msk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 41 orð | 1 mynd

soðnir kryddaðir hafrar

soðnir kryddaðir hafrar fyrir 4 4 dl vatn 2 dl heilir hafrar 1 kanilstöng 4 heilar kardimommur salt Setjið vatnið í pott og látið suðuna koma upp, Setjið hafra, krydd og salt út í og sjóðið í 30 mínútur. Berið... Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 55 orð | 1 mynd

steinseljugrænar baunir

steinseljugrænar baunir fyrir 4 3 dl vatn 1 tsk. salt 400 g grænar baunir, frystar ½ knippi steinselja, smátt söxuð 1 msk. sítrónusafi Hitið vatn og salt að suðu, setjið baunir út í og sjóðið í 2 mínútur. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 103 orð | 1 mynd

súkkulaði fyrir samviskuna

Chocolate Santander er sérræktað kólumbískt súkkulaði sem nú er komið í sölu í Kokku. Um er að ræða sk. "single origin" súkkulaði, sem er e.k. gæðastimpill. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 222 orð

súkkulaði fyrir sælkera

Ahhhh... yndislega súkkulaði, eitt það öruggasta að bera fram þegar gesti ber að garði þar sem öllum finnst súkkulaði gott. Það er ekki að ástæðulausu sem súkkulaði var kallað fæða guðanna. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 67 orð | 1 mynd

súkkulaðihrísgrjónadesert

súkkulaðihrísgrjónadesert fyrir 4 60 g smjör 75 g sykur 6 dl mjólk ¼ tsk. salt 70 g grautarhrísgrjón 200 g dökkt súkkulaði Setjið smjör, sykur, mjólk, hrísgrjón og salt í pott og látið suðuna koma upp. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 149 orð | 1 mynd

súkkulaðikaka með viskíi

súkkulaðikaka með viskíi fyrir 12 150 g heslihnetur, heilar 150 g súkkulaði, 70% 75 g smjör ½ dl viskí 6 egg 2 dl sykur 1 dl hveiti 1dl kakó 1 tsk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 185 orð | 1 mynd

súkkulaði "tortino"

súkkulaði "tortino" fyrir fjóra 100g dökkt eðalsúkkulaði, t.d. Valrhona eða Lindt 4 egg 150 g sykur 100 g hveiti Þeytið saman egg og sykur og bræðið súkkulaðið á meðan yfir vatnsbaði. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 206 orð | 1 mynd

svínaskanki með smálaukum og grillaðri polentu

svínaskanki með smálaukum og grillaðri polentu 1 skammtur, vel útilátinn (dugar vel fyrir tvo ekki of svanga). 2 msk. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 92 orð | 1 mynd

sælubollur

sælubollur 12 stk. 2 tsk. þurrger 1½ dl volgt vatn 1 dl kotasæla 4 dl hveiti ½ dl hveitiklíð 1 tsk. sykur (má sleppa) 1 msk. matarolía Leysið gerið upp í vatni og blandið öllu öðru saman við samkvæmt grunnaðferð. Meira
25. mars 2006 | Matur og vín | 1261 orð | 7 myndir

undur indverska eldhússins

Indland nær strax taumhaldi á manni, yfirþyrmandi í allri sinni dýrð og allri sinni eymd. Mannlífið stórbrotið, fjölbreytt og alltumlykjandi. Meira

Annað

25. mars 2006 | Aðsend grein á mbl.is | 1467 orð

Minnka aðgang að og notkun á bönnuðum efnum

Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni: "Ásamt því að auka lýðræði á Íslandi, opnast markaður fyrir þá 160 milljón manns sem neyta vímugjafans og um 80% minnkun yrði á allri umferð innan svarta markaðsins..." Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.