Greinar sunnudaginn 7. maí 2006

Fréttir

7. maí 2006 | Innlent - greinar | 1012 orð | 4 myndir

Að efla íslenska hönnun og nýsköpun

Í hlutarins eðli | Korpúlfsstaðir fá nýtt hlutverk með tilkomu Sjónlistamiðstöðvar sem gert hefur verið samkomulag um að þar verði til húsa. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 1345 orð | 1 mynd

Að skyggnast bakvið grímuna

Hávaxinn maður smokrar sér inn í bíl á Sólvallagötu með nokkurri fyrirhöfn. Svona hefst dagur Jóns Ársæls Þórðarsonar, sem virðist eiga mun auðveldara með að smokra sér inn í sjónvarpstæki landsmanna. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Afhentu ágóða kjötuppboðs

STYRKTARFÉLAGI krabbameinssjúkra barna voru nýverið afhentar 152.000 krónur sem söfnuðust í uppboði kjötiðnaðarmanna á sýningunni Matur 2006. Kjötiðnaðarmenn sýndu gestum sýningarinnar handbrögð sín við vinnslu kjötafurða og úrbeinuðu ýmiss konar kjöt. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 1365 orð | 4 myndir

Allir útskrifaðir nemendur geti stofnað fyrirtæki

Háskólinn í Reykjavík hefur nífaldast að stærð á síðustu átta árum, meðal annars með samruna við Tækniháskóla Íslands. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 7143 orð | 8 myndir

Allt litrófið í einni skólastofu

Börn með hegðunarfrávik og geðraskanir reynast skólum oft erfið og á sama hátt má spyrja hvernig kerfið reynist þeim. Í annarri grein í greinaflokknum "Verkefni eða vandamál? Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 417 orð | 1 mynd

Doktor í verkfræði

*DAÐI Guðmundsson varði doktorsritgerð sína á síðasta ári við iðnaðarverkfræði- og aðgerðarannsóknadeild Kaliforníuháskóla í Berkeley. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð

Drukkinn ökumaður slasaðist í bílveltu

KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur á heilsugæsluna í Borgarnesi eftir bílveltu við Bóndhól á áttunda tímanum í gærmorgun. Maðurinn missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar og valt. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð

Egg tínd með hönskum

EKKI er ástæða til að hætta við eggjatínslu úr hreiðrum þetta vorið þó Ísland sé nú á áhættustigi 2 vegna fuglaflensu. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 248 orð | 1 mynd

Einfaldari löggjöf og minni miðstýringu

Heimili og skóli - landssamtök foreldra hefur undirritað samning við bakhjarla að starfsemi sinni. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 271 orð

Fagmennska og færni náms- og starfsráðgjafans

NÁMSTEFNAN Fagmennska og færni náms- og starfsráðgjafans var haldin á vegum Félags náms- og starfsráðgjafa (FNS) á Akureyri dagana 27.-28. apríl. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 2473 orð | 8 myndir

Fáni morgunstjörnunnar og flókinn ríkiserindrekstur

Fellibyljir, hneykslismál tengd Írak og gott gengi á Bresku sambandsleikunum er meðal þess sem drifið hefur á daga Ástrala þetta haustið. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Fengu tuttugu tonn í fjórum köstum

VEL hefur veiðst á dragnótabátnum Farsæl GK að undanförnu en hann hefur verið á veiðum suður af Eldey. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 237 orð

Fékk 10 þúsund á mánuði

"VIÐ byrjuðum á því klukkan sex á morgnana að bera út blöðin," segir Xing Haiou, kínverskur nuddari sem ráðinn var á nuddstofu á Íslandi fyrir tíu þúsund krónur á mánuði og látinn vinna myrkranna á milli. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Fimm teknir með fíkniefni á Akureyri

LÖGREGLAN á Akureyri hélt úti fíkniefnaeftirliti frá föstudegi og fram á gærmorgun og voru afskipti höfð af fjölda einstaklinga. Reyndust fimm aðilar vera með fíkniefni í fórum sínum en í öllum tilvikum var um að ræða neysluskammta. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 117 orð

Gagnrýna stöðu velferðarþjónustunnar

Á ÁRSÞINGI Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar var samþykkt ályktun þar sem lýst er fullri ábyrgð á hendur stjórnarflokkunum, Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki, "á því afleita ástandi sem ríkir í velferðarþjónustunni og birtist okkur m.a. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 727 orð | 1 mynd

Gullið tekíla og tveggja heima sýn

Á dögunum gekk ég til Mexíkó til að kaupa tekíla. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Hornsteinn lagður að Kárahnjúkavirkjun

FORSETI Íslands mun leggja hornstein að Kárahnjúkavirkjun næstkomandi föstudag kl. 15. Verður athöfnin með svipuðum hætti og verið hefur með aðrar virkjanir, en hornsteinninn verður lagður inni í stöðvarhúsinu, inni í fjallinu, segir Sigurður St. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 437 orð | 2 myndir

Hægt að fylgjast með göngunni á blog.is

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Jón Eggert Guðmundsson hóf strandvegagöngu sína til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands að nýju í gærmorgun á Egilsstöðum. Sl. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 185 orð

Innritun í framhaldsskóla er til 12. júní

INNRITUN í framhaldskóla vegna náms næsta vetur, skólaárið 2006-2007, fer fram frá 15. maí næstkomandi til 12. júní, en allar umsóknir um nám í dagskóla næsta vetur verða nú rafrænar. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 144 orð

Íbúasamtök í Mosfellsbæ stofnuð á mánudag

STOFNFUNDUR nýrra íbúasamtaka í Mosfellsbæ, sem kenna sig við Varmársvæði ofan Vesturlandsvegar, verður haldinn mánudaginn 8. maí, en markmið samtakanna eru m.a. að standa vörð um Varmá og stuðla að auknu íbúalýðræði. Stofnfundurinn hefst kl. 20. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 43 orð

J-listinn opnar heimasíðu

J-LISTINN, óháð framboð í Dalvíkurbyggð, hefur opnað heimasíðu; www.jlistinn.is. Meira
7. maí 2006 | Erlendar fréttir | 201 orð

Kaupa Rússar Airbus-þotur?

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is VAXANDI krytur milli Rússa og Bandaríkjamanna birtist nú með margvíslegum hætti. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 441 orð | 1 mynd

Kostar 5 krónur að hringja til Kína

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is SAMKEPPNI í símaþjónustu jókst í gær þegar Hive-fjarskiptafyrirtækið tilkynnti um þá nýjung að bjóða viðskiptavinum sínum upp á almenna símaþjónustu. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 749 orð | 1 mynd

Kúaskítsganga

Það stytti upp á þriðjudaginn. Náttúran hefur drukkið í sig lífssafann undanfarnar tvær vikur. Hún er drukkin, hún er að springa út; skógar og engi, garðar og tún, snarbrattar hlíðar og værðarlegar eyjar. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 860 orð | 1 mynd

Leðurjakkinn sundurskorni

Alltaf öðru hverju kemur upp sú staða á að maður staldrar við og skoðar hugsandi vegferð sína - nú er hún Snorrabúð stekkur - eða þannig. Þetta gerðist einmitt núna 1. maí í mínu hugskoti. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð

Leiðrétt

Rangt nafn ráðherra Í FRÉTT í blaðinu í gær, um opnun útibús Fiskistofu í Vestmannaeyjum, var ranghermt að Geir H. Haarde hafi verið viðstaddur ásamt Einari K. Guðfinnssyni. Hið rétta er að Árni M. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 790 orð | 1 mynd

Má tína egg úr hreiðrum?

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Hversu langt á að ganga í varúð vegna fuglaflensu? Ekki hefur orðið vart við fuglaflensuna á Íslandi. Töluverð líkindi eru þó talin á að hún berist til landsins með farfuglum. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 227 orð

Með hlýrri vetrum

VETURINN í ár er sá fjórði hlýjasti frá upphafi samfelldra mælinga bæði í Reykjavík og á Akureyri, aðeins 1929, 1964 og 2003 voru hlýrri. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 1415 orð | 3 myndir

Miðlun og gagnsæi

Pistlahöfundur kýs að halda áfram þar sem frá var horfið síðast, en enginn skyldi skilja skrifin svo að hann meti hlutina í þá veru að gæði myndverka markist af hamarshöggum á uppboðum, af og frá. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Mikki refur eftir Árna Gunnarsson er sigurlagið á Króknum

Eftir Ómar Friðriksson omar@mbl.is LAGIÐ Mikki refur varð hlutskarpast í dægurlagakeppni sem haldin var fyrir troðfullu íþróttahúsi á Sæluviku Skagfirðinga á Sauðárkróki á föstudagskvöldið. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð

Nýr bæklingur gegn reykingum

KRABBAMEINSFÉLAG Reykjavíkur, í samvinnu við Reykleysismiðstöð Landspítala - háskólasjúkrahúss og Lýðheilsustöð, hefur gefið út bæklinginn ,,Hættu fyrir lífið. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 2672 orð | 2 myndir

Okkur leið eins og við værum í fangelsi

Fyrsta starf kínverska nuddarans Xing Haiou á Íslandi var ólíkt því sem hann bjóst við. Hann nuddaði alla daga, sem var jú það sem hann var ráðinn til að gera, en svo bar hann út dagblöð og auglýsingapóst, þvoði og ræsti, og vann myrkranna á milli. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 1275 orð | 2 myndir

Óvissutímar í Póllandi

Kraká var höfuðborg Póllands til forna og er elsta borg landins með yfir 1000 ára sögu. Borgin var sett á heimsminjalista UNESCO árið 1979, og var menningarborg Evrópu árið 2003. Þar býr tæp milljón manna og ferðamenn laðast í æ ríkara mæli að borginni. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 303 orð

"Þetta atferli er hrein og klár síbrotastarfsemi"

NOKKUR erill var hjá lögreglunni á Akureyri í umferðarmálum á föstudag og fram á laugardagsmorgun og voru m.a. 45 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 167 orð

Ráðherra 12 ár að ná hámarkinu

"UMFRAMLÍFEYRISKJÖR þingmanna í dag eru ígildi 51 milljónar króna starfslokagreiðslu miðað við sex kjörtímabil, borið saman við lífeyrisréttindi í Lífeyrissjóði verzlunarmanna og umframlífeyriskjör ráðherra sem gegnir embætti í þrjú kjörtímabil eru... Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ráðstefna um sjómenn og sjómennsku

RÁÐSTEFNA um sjómenn og sjómennsku verður haldin á Ísafirði laugardaginn 20. maí. Þessi ráðstefna átti að fara fram í síðasta mánuði, en henni varð að fresta því ófært var til Ísafjarðar. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ríkissáttasemjari var fulltrúi ráðherra

AÐ SÖGN Sivjar Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra, var Ásmundur Stefánsson, ríkissáttasemjari, fulltrúi hennar á ráðstefnunni um skatta og skerðingar sem haldin var á dögunum. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 740 orð | 1 mynd

Römm er sú taug...

Það er algengara að fólk af landsbyggðinni flytji "á mölina" en að höfuðborgarbúar flytji út á land. Jón B.G. Jónsson læknir er annars sinnis, hann er að flytja til baka til Patreksfjarðar, þar sem hann var áður læknir í ellefu ár. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 613 orð | 1 mynd

Samvinna er lykill að farsælu skólastarfi

Fjölskyldu- og skólamál eru mikilvæg málefni sem marga snerta. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Elínu Thorarensen, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, sem vinna að vaxandi samstarfi milli foreldra og skóla. Meira
7. maí 2006 | Erlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Saumað að símaþjófum

MIKIÐ er um að farsímar týnist eða þeim sé stolið. Sjaldan er hægt að góma þjófana sem skipta þegar í stað um kort í símanum svo að ekki sé hægt að rekja slóðina. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Starfsmenn Grímseyjarflugvallar á námskeiði

Grímsey | Slökkviliðið á Akureyri hefur það sérverkefni á höndum fyrir Flugmálastjórn að halda námskeið fyrir flugvallarstarfsmenn vítt og breitt um landið. Þeir tóku starfsmenn Grímseyjarflugvallar á námskeið á dögunum. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Styrkir stöðu lektors við lagadeild HÍ

HÁSKÓLI Íslands og Hafréttarstofnun Íslands hafa gert með sér samning um að Hafréttarstofnun standi straum af helmingi kostnaðar af stöðu lektors í auðlindarétti við lagadeild Háskóla Íslands. Samningurinn var undirritaður 2. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Taka gildin úr fótboltanum með sér í viðskiptin

"VIÐ vitum báðir að við höfðum hæfileika til að ná mjög langt sem atvinnumenn og að hæfileikum okkar var sóað. En maður huggar sig samt við að það vorum ekki við sem sóuðum þeim með óreglu, leti eða annarri vitleysu. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Tískusýning útskriftarnema LHÍ

TÍSKUSÝNING útskriftarnema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands fór fram í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi á föstudagskvöldið. Tíu tilvonandi hönnuðir sýndu þar sex til átta alklæðnaði að viðstöddu fjölmenni en færri komust að en vildu í sæti. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 358 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

Ameríka, þú tapaðir... ég vann. Zacaraias Moussaoui lyfti höndum til himins og hrópaði þessi orð eftir að hann hafði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi en ekki til dauða fyrir hlut sinn í hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september 2001. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 754 orð | 1 mynd

Umræðutengt samfélag á vefnum

Á mbl.is hefur verið opnaður bloggvefur sem er ókeypis og opinn fyrir hvern sem er. Ýmsar nýjungar á íslenskum vefmarkaði er að finna á vefnum eins og Henry Þór Baldursson rekur í grein sinni. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Ungir og eldri Verzlóstúdentar hittast

VERZLUNARSKÓLINN stendur fyrir miklum fagnaði fyrir afmælisárganga skólans, þ.e. stúdenta sem eiga afmæli sem mælist í hálfum eða heilum tug. Fagnaðurinn verður haldinn föstudaginn 19. maí í veislusal Gullhamra í Grafarholti og hefst kl. 19. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Úrræðaleysi gagnvart börnum með geðraskanir

Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is ÚRRÆÐALEYSI ríkir hjá mörgum skólastjórum gagnvart nemendum með geðraskanir og erfiða hegðun. "Þetta brennur á stjórnendum. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 202 orð | 1 mynd

Úrskurður kærður til Hæstaréttar

ÚRSKURÐUR Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sl. fimmtudag hafnaði kröfu Jóns Ólafssonar um að felld yrði niður rannsókn ríkislögreglustjóra á hendur honum, hefur verið kærður til Hæstaréttar. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 1399 orð | 2 myndir

Útilegur í Afríku

Rannsóknir dr. Jane Goodall á lífi apa hafa markað tímamót og eru heimsþekktar. Svavar Jónatansson hitti Goodall og aðstoðaði hana við að undirbúa sig fyrir athöfn, sem haldin var henni til heiðurs í Boulder í Colorado. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 1819 orð | 2 myndir

Út í geim

Nú um helgina kemur út tvöfalda platan Stadium Arcadium, sem er níunda hljóðversplata Kaliforníusveitarinnar Red Hot Chili Peppers. Arnar Eggert Thoroddsen gluggaði í nýlegt viðtal við sveitina og stiklar á stóru í sögu hennar. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 804 orð | 1 mynd

Vel þarf að vanda það sem lengi á að standa

Forsjármál og umgengni er inntak rannsóknar sem þær Edda Hannesdóttir og Elsa Inga Konráðsdóttir gerðu nýlega. Guðrún Guðlaugsdóttir gluggaði í ritgerðina og ræddi við þær stöllur. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 485 orð

Verða að læra að rjúfa gefin loforð um þögn

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Zimsenhúsið komið út á Granda

VEL gekk að flytja Zimsenhúsið frá Hafnarstrætinu, þar sem það hafði staðið í rúmlega 120 ár, frá 1884, á nýjan tímabundinn dvalarstað úti í Örfirisey. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 1550 orð | 2 myndir

Þetta er ótrúleg perla

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Við breiðu neðan Ármótanna, þar sem Bugða rann út í Elliðaárnar fyrir daga stíflunnar, eru feðgar á ferð. Það er svalur morgunn í maí, annað vorið í röð sem feðgarnir deila stöng í urriðaveiði efst í ánum. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 507 orð | 2 myndir

Þjónusta þrífst ekki lengi án framleiðslu

GUNNAR Felixson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, gagnrýndi í ræðu sinni á aðalfundi félagsins sl. Meira
7. maí 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð

Þrettán umsækjendur um Odda

ÞRETTÁN umsækjendur eru um embætti sóknarprests í Oddaprestakalli, Rangárvallaprófastsdæmi. Umsóknarfrestur rann út 2. maí sl. og embættið veitist frá 1. júlí nk. Umsækjendur eru: Aðalsteinn Þorvaldsson guðfræðingur Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir Sr. Meira
7. maí 2006 | Innlent - greinar | 445 orð | 1 mynd

Ætlaði að vera í eitt ár á Íslandi

Jerzy Tosek Warszwiak, eða Jazek eins og hann er kallaður, býr í Kraká en bjó í Borgarnesi í 10 ár, frá 1992-2002. Þar kenndi hann við tónlistarskóla Borgarfjarðar og setti svip á tónlistarlífið. Meira

Ritstjórnargreinar

7. maí 2006 | Leiðarar | 481 orð

Frelsi og frelsi

Í Bandaríkjunum stendur vagga kapítalismans. Þar hafa menn talið, að mest frjálsræði ríki í viðskiptum. Til Bandaríkjanna hafa menn litið til fyrirmyndar um það, hvernig ætti að tryggja frelsi til orðs og athafna. Meira
7. maí 2006 | Reykjavíkurbréf | 1913 orð | 2 myndir

Reykjavíkurbréf

Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt að æðstu stjórnendur Kaupþings banka hefðu ákveðið að nýta sér rétt til að kaupa ákveðið magn hlutabréfa í bankanum á tilteknu verði, sem samþykkt var á aðalfundi bankans fyrir tveimur árum. Meira
7. maí 2006 | Staksteinar | 262 orð | 1 mynd

Vinarbragð?

Það er nú varla hægt að segja, að tveir af þingmönnum Framsóknarflokksins hafi sýnt Birni Inga Hrafnssyni, leiðtoga framsóknarmanna í Reykjavík, mikið vinarbragð með því að ganga gegn honum á opinberum vettvangi varðandi flugvallarmálið í Reykjavík. Meira

Menning

7. maí 2006 | Tónlist | 507 orð | 1 mynd

Af nógu að taka

Þessi plata er öðruvísi að því leyti að á henni er ég í hlutverki trúbardúrs," segir tónlistarmaðurinn Halli Reynis um nýjustu plötu sína Leiðin er löng sem kom út fyrir skömmu. Meira
7. maí 2006 | Fjölmiðlar | 126 orð | 1 mynd

Arsenal eða Tottenham

SÍÐASTA umferðin í ensku úrvalsdeildinni verður leikin í dag. Fimm leikir verða í beinni útsendingu og ber þar helst að nefna stórleikinn Arsenal og Wigan sem er síðasti leikur Arsenal á Highbury. Meira
7. maí 2006 | Fjölmiðlar | 305 orð | 1 mynd

Blaðrinu sleppt

MIKIÐ gleðst maður að útvarpsstöðin Rondo á fm 87,7, sem Ríkisútvarpið stendur að, sé til. Þar er oft hægt að heyra fallega og áhugaverða tónlist úr klassíska geiranum eða djassinum, og sleppa við allt blaður inni á milli. Meira
7. maí 2006 | Menningarlíf | 57 orð | 1 mynd

Blámi ungverskra teppa

Ráðhús Reykjavíkur | Í Tjarnarsal Ráðhússins var í gær opnuð sýning á sérstæðum ungverskum teppum. Þau eru unnin með ásaumi, bútasaumi og vattstungu og eru flest stór í sniðum. Meira
7. maí 2006 | Tónlist | 594 orð | 2 myndir

Einhvers konar blús

Systkinin Fiery Furnaces fara jafnan eigin leiðir eins og heyra má á plötum þeirra. Síðasta plata þeirra sagði frá ævihlaupi ömmu þeirra en sú nýjasta skyggnist inn í hugarheim tólf ára stúlku. Meira
7. maí 2006 | Fólk í fréttum | 172 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Söngvarinn George Michael og sambýlismaður hans Kenny Goss eru nú að undirbúa boð fyrir vinkonu sína Geri Halliwell , sem á von á barni í næsta mánuði. Meira
7. maí 2006 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Leikkonan Katie Holmes mætti til frumsýningar myndarinnar Mission: Impossible III í Los Angeles í fyrrakvöld, rúmum tveimur vikum eftir fæðingu dóttur sinnar og aðalleikara myndarinnar Tom Cruise . Meira
7. maí 2006 | Tónlist | 286 orð

Fuglasöngur í Dómkirkjunni

Douglas A. Brotchie lék tónsmíðar eftir Buxtehude, Eric Smith, Pál Ísólfsson, Jón Nordal, James MacMillan og Hafliða Hallgrímsson. Sunnudagur 30. apríl. Meira
7. maí 2006 | Bókmenntir | 415 orð | 2 myndir

Fyllt upp í eyðurnar

Sjálfstæð bókaforlög hafa á undaförnum misserum verið dugleg að skjóta upp kollinum og hasla sér völl í hérlendri bókaútgáfu. Meira
7. maí 2006 | Tónlist | 363 orð

Fyrsta flokks handverk

Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Eiríkur Orri Ólafsson og Ari Bragi Kárason á trompeta og flygilhorn; Oddur Björnsson, Edward Ferderiksen og Samúel Jón Samúelsson básúnur; David Bobroff bassabásúnu; Sigurður Flosason, Stefán S. Meira
7. maí 2006 | Tónlist | 166 orð

Guð gefðu mér æðruleysi

Kristjana Arngrímsdóttir söng kyrrðarlög við undirleik Hjörleifs Valssonar fiðluleikara, Arnar Eldjárn Kristjánssonar gítarleikara, Jóns Rafnssonar bassaleikara og Tatu Kantomaa harmóníkuleikara. Sunnudagur 30. apríl. Meira
7. maí 2006 | Tónlist | 204 orð | 1 mynd

Hjálmar bætast við dagskrána

MIÐASALA á Tónlistarhátíðina Reykjavík rokkar 2006 sem fram fer í Laugardalshöllinni dagana 29. júní til 1. júlí, hefst fimmtudaginn 18. maí kl. 11. Í ár verða tæplega helmingi færri aðgöngumiðar í boði en í fyrra þegar um 20. Meira
7. maí 2006 | Dans | 93 orð | 1 mynd

Katrín Hall í Þýskalandi

DANSVERK eftir Katrínu Hall, listrænan stjórnanda Íslenska dansflokksins, var frumsýnt hjá Staatstheater Darmstadt í Þýskalandi í gær. Katrín hefur dvalið að undanförnu í Darmstadt í Þýskalandi við að semja verkið. Meira
7. maí 2006 | Bókmenntir | 85 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út í kilju spennusöguna Næturvaktina eftir Kirino Natsuo í íslenskri þýðingu Jóns Halls Stefánssonar. Ung kona, sem búsett er í úthverfi Tókíó, slysast til þess að drepa eiginmann sinn í bræðiskasti. Meira
7. maí 2006 | Bókmenntir | 47 orð | 1 mynd

Nýjar bækur

Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út í kilju Blekkingaleik eftir Dan Brown í þýðingu Karls Emils Gunnarssonar. Í kjölfar vinsælda Da Vinci lykilsinshafa aðrar spennubækur eftir Dan Brown klifrað upp í efstu sæti metsölulista. Prentun var í höndum Odda... Meira
7. maí 2006 | Bókmenntir | 547 orð | 1 mynd

Of óþolinmóð fyrir söguskrif

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LJÓÐASAMKEPPNIN Ljóð unga fólksins 2006 hefur staðið yfir í almenningsbókasöfnum landsins undanfarnar vikur. Meira
7. maí 2006 | Bókmenntir | 523 orð | 1 mynd

Prestastefnudómar meistara Vídalíns

Már Jónsson og Skúli S. Ólafsson tóku saman. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 12. bindi. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2006. 335 bls. Meira
7. maí 2006 | Tónlist | 399 orð

Salka Valka á djasshátíð

Óskar Guðjónsson, sópran- og tenórsaxófón, Ómar Guðjónsson, gítar og Matthías M.D. Hemstock slagverk. Laugardaginn 22. apríl. Meira
7. maí 2006 | Bókmenntir | 91 orð

Skáldaspírukvöld með Andra Snæ

63. Skáldaspírukvöldið verður haldið á þriðjudagskvöldið kl. 20 í Iðu. Kvöldið er tileinkað skáldinu Andra Snæ Magnasyni og nýrri bók hans, Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Meira
7. maí 2006 | Kvikmyndir | 208 orð | 1 mynd

Vondur húmor

Leikstjórn: David Zucker. Aðalhlutverk: Anna Faris, Regina Hall og Craig Bierko. Bandaríkin, 83 mín. Meira

Umræðan

7. maí 2006 | Aðsent efni | 600 orð | 1 mynd

Álvíkingar

Indriði Aðalsteinsson fjallar um álver: "Vitið þið að sál og samviska þjóðarinnar, sem eru skáld og listamenn hverskonar, hafa skrifað, talað og sungið einum rómi gegn Kárahnjúkavirkjun og álæðinu?" Meira
7. maí 2006 | Aðsent efni | 540 orð | 1 mynd

Enn um ferðamenn í Sviss

Jakob Björnsson svarar grein Örlygs Steins Sigurjónssonar: "Ekkert af þessu fælir þar ferðamenn frá. Hví skyldu þá virkjanir á Íslandi gera það?" Meira
7. maí 2006 | Aðsent efni | 529 orð | 1 mynd

Frá stofnanaþjónustu til heimaþjónustu

Elsa B. Friðfinnsdóttir skrifar um þjónustu við aldraða: "Flutningur á þjónustu inn á heimilin er víðtæk aðgerð sem tengist fjölda samfélagslegra þátta." Meira
7. maí 2006 | Aðsent efni | 789 orð | 2 myndir

Heilaskaði - hinn þögli faraldur!

Ólöf H. Bjarnadóttir og Smári Pálsson fjalla um heilaskaða: "Því miður vantar nokkuð upp á að allir einstaklingar með heilaskaða á Íslandi fái samfellda þjónustu." Meira
7. maí 2006 | Kosningar | 281 orð | 1 mynd

Reykjavík er allra

Eftir Björk Vilhelmsdóttur: "SAMFYLKINGIN í Reykjavík lítur svo á að allir íbúar borgarinnar hafi jafnan rétt til þjónustu, burtséð frá þjóðerni þeirra. Við flokkum fólk ekki í ákveðna hópa, heldur viljum að allir geti verið með." Meira
7. maí 2006 | Aðsent efni | 800 orð | 1 mynd

Samræðupólitík Samfylkingar um Sundabraut

Guðlaugur Þór Þórðarson fjallar um Sundabraut: "Að Dagur skuli kenna samgönguráðherra um þá staðreynd að borgaryfirvöld hafi ekki unnið sína heimavinnu í tólf ár er ótrúlegur málflutningur." Meira
7. maí 2006 | Bréf til blaðsins | 180 orð

Stjórnmálafræði Einars Kárasonar

Frá Erni Ólafssyni: "OFANGREINT sagnaskáld birti grein nýlega í Morgunblaðinu um andstæðinga íhaldsins. Margendurtekinn boðskapur hans þar er að Morgunblaðið ráðist í sífellu á Samfylkinguna, því hún sé sá andstæðingur sem íhaldið óttist." Meira
7. maí 2006 | Kosningar | 439 orð | 1 mynd

Uppbygging íbúðarhverfa ný hugmyndafræði í Mosfellsbæ

SAMKVÆMT svæðaskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Mosfellsbæjar mun þar eiga sér stað mikil fjölgun íbúa á næstu árum. Mosfellsbær er það sveitarfélag á landinu sem ætlað er að taka við hvað hlutfallslega mestri fólksfjölgun. Meira
7. maí 2006 | Aðsent efni | 759 orð | 1 mynd

Úlfljótsvatn - Hverfisvernd og vatnsvernd

Ingunn Guðmundsdóttir fjallar um framkvæmdir OR við Úlfljótsvatn: "Það samræmist ekki sérstakri vernd mýra og flóa sbr. 37. gr. laga nr. 44/1999 að afnema vatns- og hverfisverndarsvæði þar sem votlendi er að finna." Meira
7. maí 2006 | Velvakandi | 299 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Frábær hjóna- og sambúðarmessa ÉG má til að lýsa ánægju minni með hjóna- og sambúðarmessu sem ég og minn maður ásamt góðum vinahjónum okkar fórum á í Bessastaðakirkju 30. apríl s.l. Ég hafði ekki heyrt um þessar messur fyrr en rak augun í þetta í Mbl. Meira
7. maí 2006 | Bréf til blaðsins | 281 orð | 1 mynd

Þegnskylda og manngæska sr. Jónu Lísu

Frá Margréti og Páli Jónssyni: "VIÐ erum nýkomin heim úr löngu fríi á Kanaríeyjum. Þar urðum við vitni að mikilli þegnskyldu og manngæsku sem séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir sýndi samlöndum sínum, en hún var sl." Meira

Minningargreinar

7. maí 2006 | Minningargreinar | 372 orð | 1 mynd

KOLBRÚN DIEGO HARALDSDÓTTIR

Kolbrún Diego fæddist í Hafnarfirði 27. ágúst 1942. Hún lést á heimili sínu 3. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 16. mars. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2006 | Minningargreinar | 1305 orð | 1 mynd

MARGRÉT HERMANNSDÓTTIR

Margrét Hermannsdóttir fæddist á Bíldudal 30. september 1927. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Pálsdóttir, f. 17.10. 1895, d. 18.12. 1966, og Bjarni Hermann Friðriksson, f. 6.11. 1885, d. 11.2. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2006 | Minningargreinar | 538 orð | 1 mynd

MARGRÉT S. BLÖNDAL

Margrét Sigríður Sölvadóttir Blöndal geðhjúkrunarfræðingur fæddist í Stokkhólmi hinn 7. des. 1939. Hún lést á heimili sínu hinn 9. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2006 | Minningargreinar | 411 orð | 1 mynd

MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR

Margrét Sigurðardóttir fæddist á Fit undir Eyjafjöllum 7. október 1902. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði, 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldóra Hjörleifsdóttir og Sigurjón Árnason. Kjörfaðir var Sigurður Hróbjartsson. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2006 | Minningargreinar | 740 orð | 1 mynd

ODDUR JÓNSSON

Oddur Jónsson fæddist á Siglufirði 6. desember 1930. Hann lést 27. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóns Oddssonar, útvegsbónda á Siglunesi, og Báru Tryggvadóttur. Bróðir Odds er Einar, f. 1932. Meira  Kaupa minningabók
7. maí 2006 | Minningargreinar | 375 orð | 1 mynd

SIGURÐUR HELGI SVEINSSON

Sigurður Helgi Sveinsson fæddist á Lundi í Stíflu í Fljótum í Skagafirði 29. ágúst 1911. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 1. apríl. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 105 orð | 1 mynd

Friðrik Þ. Snorrason framkvæmdastjóri hjá Nýherja

FRIÐRIK Þ. Snorrason hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Nýherja, sem er ný deild innan fyrirtækisins. Friðrik hefur frá árinu 2003 gegnt starfi markaðsstjóra félagsins en hafði áður starfað um árabil bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Meira
7. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 152 orð

Frumvarpi um aukna gjaldtöku af atvinnurekstri mótmælt

SAMTÖK atvinnulífsins mótmæla eindregið frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra. Meira
7. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 661 orð | 8 myndir

IMG undirbýr sókn á Evrópumarkaði

GERÐAR hafa verið breytingar á yfirstjórn IMG til undirbúnings frekari sóknar félagsins og áframhaldandi uppbyggingu öflugs norræns ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækis, að því er fram kemur í tilkynningu frá IMG. Meira
7. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Ragnar Birgisson til Iceland Glacial

RAGNAR Birgisson, sem lengi var framkvæmdastjóri Skífunnar, hefur verið ráðinn forstjóri Iceland Glacial, vatnsátöppunarfyrirtækisins sem er í meirihlutaeigu Jóns Ólafssonar og sonar hans. Meira
7. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 467 orð | 2 myndir

Skipulagsbreytingar hjá Heklu hf.

YFIRSTJÓRN Heklu hf. hefur verið endurskipulögð í kjölfar breytinga á eignarhaldi og nýtt skipurit hefur verið samþykkt. Knútur G. Hauksson er forstjóri fyrirtækisins. Meira
7. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 172 orð | 1 mynd

Stuðlað að vinnuréttindum fatlaðra

ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, ASÍ, og Hlutverk - samtök um vinnu og verkþjálfun, hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu um kjör og réttindi fatlaðra starfsmanna á vinnustöðum fatlaðra. Meira
7. maí 2006 | Viðskiptafréttir | 117 orð

Tapaðir vinnudagar flestir á Íslandi

TAPAÐIR vinnudagar vegna verkfalla og vinnudeilna eru flestir á Íslandi af löndum OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu, segir á vefsíðu VR og vitnað er þar til Economist . Í umfjöllun á economist. Meira

Fastir þættir

7. maí 2006 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 7. maí, er áttræður Hreinn Óskarsson...

80 ÁRA afmæli . Í dag, sunnudaginn 7. maí, er áttræður Hreinn Óskarsson, múrarameistari, Mýrarvegi 13 á Akureyri. Hann er að heiman í dag, ásamt fjölskyldu... Meira
7. maí 2006 | Í dag | 458 orð | 1 mynd

Áhugi mikill á evrunni

Erna Björnsdóttir fæddist 1967 í Reykjavík. Hún er forstöðumaður upplýsingasviðs Útflutningsráðs. Hún lauk prófi í alþjóðasamskiptum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn. Meira
7. maí 2006 | Auðlesið efni | 94 orð

Árbæjarsafn út í Viðey?

Form-legt erindi hefur borist Reykjavíkur-borg um að flytja Árbæjar-safn út í Við-ey. Þá er gert ráð fyrir að torf-bærinn og kirkjan verði áfram á sama stað, en síðan á að byggja upp íbúðarhúsa-hverfi þar sem safnið stendur á Ártúns-holtinu. Dagur B. Meira
7. maí 2006 | Auðlesið efni | 117 orð | 1 mynd

Blair stokkar upp

Tony Blair forsætis-ráðherra Bret-lands stokkaði upp í ríkis-stjórn sinni á föstu-daginn, eftir að flokkur hans, Verka-manna-flokkurinn, beið mikinn ó-sigur í sveita-stjórnar-kosningum daginn áður. Meira
7. maí 2006 | Auðlesið efni | 131 orð | 1 mynd

Breytist 1. maí?

200 manns fóru í kröfu-göngu niður Lauga-veginn á verkalýðs-deginum 1. maí, en helmingi fleiri hlustuðu á ræðu-höldin á Ingólfs-torgi. Meira
7. maí 2006 | Fastir þættir | 257 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Íslandsmótið. Norður &spade;Á765 &heart;Á52 ⋄- &klubs;ÁG9653 Suður &spade;K109843 &heart;1096 ⋄ÁK7 &klubs;7 Samningurinn er sjö spaðar og út kemur hjartakóngur. Hvernig á að spila og hverjar eru vinningslíkurnar? Meira
7. maí 2006 | Fastir þættir | 223 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Gullsmárinn Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á 14 borðum fimmtudaginn 4. maí. Miðlungur 264. Beztum árangri náðu: NS Leifur Jóhanness. - Aðalbj. Benediktss. 324 Jón Stefánss. - Eysteinn Einarsson 317 Sigurpáll Árnason - Sigurður Gunnlss. Meira
7. maí 2006 | Auðlesið efni | 111 orð

Moussaoui í lífs-tíðar-fangelsi

Á fimmtu-daginn dæmdi dóm-stóll í Banda-ríkjunum Zacarias Moussaoui í lífstíðar-fangelsi fyrir hans hlut í hryðju-verkunum þar í landi 11. september 2001. Náðun kemur ekki til greina. Þetta er fyrsti dómurinn, sem kveðinn er upp vegna hryðju-verkanna... Meira
7. maí 2006 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð og verið hver yðar...

Orð dagsins: Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing. (Rómv. 12, 10. Meira
7. maí 2006 | Fastir þættir | 235 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Bb4 5. e5 h6 6. Be3 Re4 7. Dg4 Kf8 8. a3 Bxc3+ 9. bxc3 c5 10. Bd3 Rxc3 11. dxc5 Rc6 12. Rf3 f5 13. Dh5 d4 14. Bd2 Da5 15. 0-0 Bd7 16. Hab1 Hb8 17. Hb3 Dxc5 18. Rxd4 Rxd4 19. Hxc3 Dxe5 20. He1 Df6 21. Meira
7. maí 2006 | Auðlesið efni | 112 orð | 1 mynd

Stemning hjá Iggy

Banda-ríski tónlistar-maðurinn Iggy Pop og hljóm-sveit hans The Stooges héldu tón-leika í Lista-safni Reykja-víkur á miðviku-daginn. Iggy hélt uppi góðri stemningu, að sjálf-sögðu ber að ofan, enda vel þekkt vöru-merki hans. Meira
7. maí 2006 | Fastir þættir | 824 orð | 1 mynd

Tárin

Í ritinu Hlín er að finna sögu eftir Ásmund Eiríksson, og birtist hún þar árið 1927. Yrkisefnið er gamalkunnugt og þekkist á alheimsvísu. Sigurður Ægisson birtir umrætt verk hér í dag, enda er þetta líka raunveruleiki íslensks nútíma. Meira
7. maí 2006 | Auðlesið efni | 101 orð | 1 mynd

Vals-dömur unnu bikarinn

Valur varð deilda-bikar-meistari kvenna í hand-knatt-leik á fimmtudags-kvöld þegar Vals-dömur unnu kvenna-lið ÍBV 26:24 í Laugar-dals-höll. Meira
7. maí 2006 | Fastir þættir | 315 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Slysagildrur eru víða á höfuðborgarsvæðinu, jafnt sem í hinum ýmsu bæjum um landið. Víkverji gekk um Vallargerði í Kópavogi sl. Meira

Tímarit Morgunblaðsins

7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 301 orð

07.05.06

Helstu vonarstjörnur íslenskrar knattspyrnu, tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, hafa svo gott sem lagt tuðrunni og takkaskónum. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 86 orð | 1 mynd

A- eða B-maður?

Ertu A-manneskja eða B-manneskja? Snyrtivörufyrirtækið Thierry Mugler á ekki í vandræðum með að flokka fólk eftir þessum fyrstu bókstöfum stafrófsins, í það minnsta karlmenn, ef marka má herrailmina sem það framleiðir. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 748 orð | 3 myndir

Ekki jafn gaman að spila einn

Bjartasta von Íslensku tónlistarverðlaunanna 2005, hljómsveitin Benni Hemm Hemm, kemur fram á miðnæturtónleikum í Iðnó á Listahátíð í Reykjavík 20. maí næstkomandi. Með hljómsveitinni starfa hátt í 30 tónlistarmenn, en tíu þeirra verða á sviðinu í Iðnó. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 463 orð | 14 myndir

Heilög helgi og fyrsti dagur í grilli

Aldrei slíku vant gerði Fluga sér ferð á myrkvuðu næturbúlluna Næsta bar og það um hábjartan dag. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 95 orð | 1 mynd

Húðgel til höfuðs appelsínuhúðinni

"Gleymdu fitusoginu!" er ákall Dior-fyrirtækisins en það hefur nú sett á markað húðgel til höfuðs hinni alræmdu appelsínuhúð, sem margar konur telja sig vera hrjáðar af. Gelið nefnist Plasticity og á einmitt að hafa svipaða virkni og... Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 689 orð | 1 mynd

Hver eru 50 bestu vínkaup veraldar?

Breska víntímaritið Decanter birti nýlega mikla úttekt þar sem nokkrir af helstu vínsérfræðingum Bretlands á borð við Stephen Brook, Anthony Rose og Steven Spurrier voru fengnir til að tilnefna tíu vín hver sem þeir töldu vera bestu vínkaupin í... Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 180 orð | 2 myndir

Íslensk hönnun

Kristin Urup er dóttir listmálaranna Guðrúnar Sigurðardóttur og Jens Urup. Hún er sjálfmenntaður skartgripasmiður og seldi til að mynda sérsmíðaða eyrnalokka í verslun í Reykjavík sem hét Dimmalimm um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 2339 orð | 3 myndir

Margfalt úr verki

Í iðnaðarhverfi í Örfirisey, nánar tiltekið á hæð fyrir ofan ljósmyndara, arkitekta, bókabéusa og hellugerðarmann hafa hjónin Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson komið sér fyrir með hönnunar- og tónlistarstúdíó. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 703 orð | 1 mynd

Mikil þolinmæði gagnvart kjaftöskum

Hvenær og hvaðan komstu til Íslands? 27. ágúst árið 2003 frá Brooklyn í New York. Hvaða reynslu hafðir þú af blaðamennsku áður en þú varst ráðinn ritstjóri Reykjavík Grapevine? Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 250 orð | 1 mynd

Pastanúðlur í þúsundir ára

Pasta er búið til úr hveiti og vatni (og stundum eggjum) og soðið áður en það er borið fram. Nafnið er úr ítölsku, en pasta nýtur hylli um allan heim. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 58 orð | 1 mynd

Peter Lehmann-dagar á Holti

Dagana 11.-14. maí verða Peter Lehmann-dagar haldnir á Listasafninu Hótel Holti í þriðja sinn. Boðið verður upp á hátíðarmatseðil ásamt áströlskum vínum frá hinum kunna vínframleiðanda Peter Lehmann. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 277 orð | 6 myndir

Sólin er risin og sumar í blænum...

Dægurstjörnur og tískutýpur vita að réttu sólgleraugun ljá hvaða fatastíl sem er dulúð, fágun og glæsileika, unaðsbjörtu dægrin löng. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 6869 orð | 9 myndir

Úr bolta í bisness

Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir eru einn mesti efniviður sem fram hefur komið í íslenskri knattspyrnu. Uppskeran varð ekki eins og til var sáð en bræðurnir ætla ekki að dvelja við orðna hluti. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 536 orð | 1 mynd

Virðing fyrir lífinu

Í síðasta pistli kvartaði ég undan skorti á dýrahjálparlínu í Reykjavík eftir að hafa gengið fram á veiklulega gæs en síðan þá hefur mér verið bent á neyðarsíma fyrir fuglana við Tjörnina: 693-9621 og 563-2799. Meira
7. maí 2006 | Tímarit Morgunblaðsins | 309 orð | 3 myndir

Vín

Það er hægt að fárast yfir nýja heiminum en það er vissulega engin tilviljun hvað vín þaðan njóta mikilla vinsælda. Stundum eru þau einsleit og óspennandi en líka oft yndisleg og á einstöku verði. Chileski framleiðandinn Santa Ema á sér ítalskar rætur. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.