Greinar fimmtudaginn 29. júní 2006

Fréttir

29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Aðgerðirnar skref í rétta átt

DAVÍÐ Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, segir að með aðgerðum ríkisstjórnarinnar, sem boðaðar voru í vikunni til að sporna gegn þenslu í efnahagslífinu, hafi í öllum meginatriðum verið stigin skref í rétta átt. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 623 orð | 1 mynd

Afgreiddi ranga vöru

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is OLÍS hefur hafið rannsókn á því hvað fór úrskeiðis þegar edikssýru á vegum fyrirtækisins var blandað við klór í sundlaug Eskifjarðar í fyrradag með þeim afleiðingum að um 30 manns voru fluttir á sjúkrahús. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Afmælisveisla í Straumsvík

ALCAN á Íslandi hélt í gær upp á 40 ára afmæli fyrirtækisins með veislu í álgeymslunni á hafnarbakkanum í Straumsvík. Boðið var upp á tónlist og veitingar, þar á meðal afmælisköku afhenta af bakaranum Jóa Fel. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 422 orð | 2 myndir

Afmælisveislan mun standa yfir allt þetta ár

Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is "LANDSBANKINN er elsta stórfyrirtæki landsins. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð

Af refaveiðum

Gamall bóndi sendir vísu í tilefni af framboði Jóns Sigurðssonar og vitnar í mynd Sigmunds, þar sem tekið er til í framsóknarfjósinu og friðardúfan Jón leiðir Halldór og Guðna: Óttalegt er ástand þar sem enginn mokar fjósið. Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 119 orð

Allt að 18 féllu á Sri Lanka

Colombo. AP. | Allt að 18 manns féllu í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna úr röðum tamílsku Tígranna á Sri Lanka í gær. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

Baldur mikil samgöngubót

Eftir Gunnlaug Árnason Stykkishólmur | Ný Breiðafjarðarferja hóf siglingar yfir Breiðafjörð um miðjan apríl. Hún hlaut nafnið Baldur eins og fyrirrennarar hennar. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 161 orð

Besti vefur norrænna borga

Reykjavík | Vefur Reykjavíkurborgar hefur batnað til muna á síðastliðnum þremur árum og er hann ekki lengur lakasti vefur borga á Norðurlöndum heldur sá besti. Vefur Reykjavíkur var í 27. sæti árið 2003 en er í 12. sæti nú. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 106 orð

Bónus með lægsta verðið

BÓNUS var oftast með lægsta verðið og verslun Ellefu-ellefu með það hæsta í verðkönnun á mat- og drykkjarvörum sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn þriðjudag. Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 119 orð

Breskt fyrirtæki kaupir Orkla

NORSKA fjölmiðlasamsteypan Orkla Media hefur verið seld breska fjölmiðlafyrirtækinu Mecom, að því er fram kom á fréttavef danska ríkisútvarpsins í gær. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 359 orð

BSRB ekki aftur haldið fyrir utan endurskoðun samninga

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 213 orð

Börn oft fljótari að ná sér en fullorðnir

DAVÍÐ Baldursson, sóknarprestur á Eskifirði og Reyðarfirði, fór eins fljótt og hann gat og ræddi við fólk sem lent hafði í efnaslysinu á Eskifirði á miðvikudag og aðstandendur þess. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 537 orð | 2 myndir

Dalsbraut eða ekki Dalsbraut

Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur FRESTUR til að skila inn athugasemdum við aðalskipulag Akureyrarbæjar 2005 til 2018 rann út síðdegis í gær. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Efla rannsóknir og fræðslu um geðlækningar

HÁSKÓLI Íslands og lyfjafyrirtækið Eli Lilly á Íslandi hafa gengið frá samstarfssamningi um að efla rannsóknir og fræðslu um barna- og unglingageðlækningar á Íslandi. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 352 orð | 1 mynd

Efstur í læknadeild en ætlar ekki að verða læknir

Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is Sveinn Hákon Harðarson útskrifaðist um helgina úr læknadeild í líf- og læknavísindum með lokaeinkunnina 9,83, en einungis hefur einn nemandi útskrifast áður með svo háa einkunn. Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Endurfundur eftir nær 30 ára aðskilnað

SUÐUR-Kóreumaður, sem Norður-Kóreumenn rændu þegar hann var táningur, hitti móður sína í gær í fyrsta skipti frá því að hann hvarf fyrir nær þremur áratugum. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Endurvarpi á Illviðrishnjúk

Siglufjörður | Vinna við nýjan endurvarpa fyrir STK (Tilkynningaskylduna) hófst á dögunum. Vakti þessi þyrla nokkra forvitni og í ljós kom að endurvarpi mun rísa á Illviðrishnjúk. Hann mun ganga fyrir sólarorku með rafgeyma sem varaafl. Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 550 orð | 1 mynd

ESB vill meiri samkeppni í breiðbandsþjónustu

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Fjórir í gæsluvarðhaldi vegna fjársvikanna hjá TR

EFNAHAGSBROTADEILD ríkislögreglustjóra fékk á þriðjudag þrjá grunaða einstaklinga úrskurðaða í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fjársvikamálinu innan Tryggingastofnunar ríkisins. Féð, sem talið er að hafi verið svikið út, nemur um 75 milljónum króna. Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 88 orð

Flugfélag fyrir reykingafólk

ÞÝSKUR athafnamaður, Alexander Schoppman, ráðgerir að stofna fyrsta flugfélagið fyrir reykingafólk á næsta ári. Lofar hann reykingamönnum afturhvarfi til þeirra tíma þegar þeir gátu púað að vild í flugvélum. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 114 orð

Foreldrar hleypi ekki unglingunum á fyllirí

LÖGREGLAN í Snæfellsbæ undirbýr hert eftirlit vegna Færeyskra daga í Ólafsvík um næstu helgi og skorar á foreldra að senda ekki börn sín eftirlitslaus á samkomuna í ljósi vandræðaástands sem skapast hefur af því sl. ár. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 600 orð | 2 myndir

Forkólfar ríkisstjórnarinnar eru ættaðir úr Fjörðum í Grýtubakkahreppi

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Eftir nýlegar breytingar á ríkisstjórninni vill svo skemmtilega til að ráðherrar í æðstu embættum ríkisstjórnarinnar eiga ættir að rekja til eyðibyggðarinnar í Fjörðum í Grýtubakkahreppi. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Framtíðarsvæði Strætó verður við Hestháls

REYKJAVÍKURBORG hefur fest kaup á húseign og lóð Landsnets við Hestháls í Reykjavík undir nýtt athafnasvæði Strætó bs. Nýja aðstaðan leysir af hólmi athafnasvæði Strætó við Kirkjusand. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Frumsýning á Porsche

BÍLABÚÐ Benna frumsýnir í dag nýjan bíl af gerðinni Porche 911 Turbo. Með þessum sportbíl er Porsche enn og aftur að setja ný viðmið í framleiðslu á sportbílum. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Færeyskir dagar að hefjast

Ólafsvík | Færeysku dagarnir í Ólafsvík verða haldnir í 9. sinn um helgina. Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt Ólafsvík á Færeysku dögunum undanfarinn ár og hefur íbúafjöldinn margfaldast. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð

Gengið í nágrenni Reynisvatns

FIMMTA gangan í röð gangna um "Græna trefilinn" í fræðslusamstarfi skógræktarfélaganna og KB banka verður í kvöld kl. 20. Upphaf göngunnar er við Reynisvatn. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 22 orð

Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald þriggja manna vegna skotárásarinnar á Burknavöllum á dögunum um tæpa viku eða til 4. júlí... Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Harðar árásir ísraelska hersins á skotmörk á Gaza

Eftir Bryndísi Sveinsdóttur bryndis@mbl.is ÍSRAELSKI flugherinn gerði harðar loftárásir á skotmörk á Gaza-svæðinu í gærkvöldi og þúsundir liðsmanna landhersins voru jafnframt sendar inn á suðurhluta Gaza. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 111 orð

Harma skattalagabreytingar

FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ harmar þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að breyta skattalögum þannig að hærra hlutfall tekna fólks renni í ríkissjóð eftir næstu áramót en núgildandi lög gera ráð fyrir, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hátt lyfjaverð alvarleg ógnun

UNGIR jafnaðarmenn hafa sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Ungir jafnaðarmenn [...] líta á hátt lyfjaverð hér á landi sem alvarlega ógnun við velferðina og jafna stöðu fólks gagnvart heilbrigðiskerfinu. [... Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 128 orð

Helmingur pirraður yfir nágrönnunum

MEIRA en helmingur íbúa í Osló lætur nágranna sína fara í taugarnar á sér, að því er ný könnun landssambands byggingarsamvinnufélaga í Noregi leiðir í ljós. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Hvorir tveggju um langan veg

Mývatnssveit | Það er líkt með erlendum ferðamönnum og farfuglum að hvorir tveggju fara um langan veg til að njóta Mývatnssveitar. Hér eru nokkrir ferðamenn langt að komnir hjá Krosshóli við Neslandavík og dást að önd og óðinshana í kvöldsólinni. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð

Í gæslu vegna hnífaárásar

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem sætir rannsókn vegna hnífstunguárásar hinn 17. júní. Í úrskurði héraðsdóms eru rakin málsatvik sem eru á þann veg að sonur hafði stungið föður sinn í síðuna og sært hann alvarlega. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð

Leiðrétt

Lánshlutfall og hámarkslán lækka ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu baksíðufréttar í Morgunblaðinu í gær að sagt var að ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að berjast gegn þenslu hér á landi væri sú að hækka lánshlutfall hjá Íbúðalánasjóði, og hækka... Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 95 orð

Loftleiðir kaupa 55% í Latcharter

LOFTLEIÐIR Icelandic, leiguflugfélag innan Icelandair Group, hefur keypt 55% hlutafjár í lettneska leiguflugfélaginu Latcharter Airlines og skuldbundið sig til að kaupa það að fullu. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð

Lögregla stöðvaði mörg hundruð ökumenn

YFIR sex hundruð ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu á Suðvesturlandi vegna áhersluverkefnis um ölvunar- og lyfjaakstur sl. helgi. Lögreglan í Reykjavík kærði 13 ökumenn vegna ölvunar. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 143 orð

Málefni Laugavegar til skoðunar

SKIPULAGSRÁÐ Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að skipa starfshóp um skipulag, uppbyggingu og umbætur við Laugaveg. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Meiri samþjöppun eignarhalds

MEÐ kaupum FL Group á 24,2% hlut í Straumi-Burðarási fjárfestingabanka hf. hefur samþjöppun á eignarhaldi fjármálafyrirtækja aukist, að sögn Jafets Ólafssonar, framkvæmdastjóra VBS fjárfestingabanka. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 290 orð

Mikilvægt að eyða óvissu Eyjamanna

Eftir Brján Jónasson brjann@mbl. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Munað getur 25 þúsund kr. á launum fólks í sömu störfum

STAÐGENGLAR fjármála- og félagsmálaráðherra tóku í gærmorgun við áskorun frá starfsmönnum á svæðaskrifstofum fatlaðra sem eru í Bandalagi háskólamanna, þess efnis að þeir tryggi nægilegt fjármagn til gerðar stofnanasamnings milli BHM og Svæðaskrifstofu... Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Neyðarástandi lýst yfir vegna flóða

Allentown. AP. | Ellefu manns hafa farist og tvö hundruð þúsund þurft að yfirgefa heimili sín vegna óveðurs og flóða sem orðið hafa í norðausturríkjum Bandaríkjanna. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 46 orð

Ný bæjarstjórn Seltjarnarness

EFTIR sveitarstjórnarkosningar í vor var mynduð ný bæjarstjórn á Seltjarnarnesi. Sæti í henni eiga fimm fulltrúar D-lista Sjálfstæðisflokksins og tveir fulltrúar N-lista Bæjarmálafélags Seltjarnarness. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 586 orð | 1 mynd

Óð óhrædd út í lónið og dró örninn upp úr

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 440 orð | 2 myndir

Óttast langvarandi hernað og blóðbað á Gaza-svæðinu

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 541 orð

"Dómsdagshvelfing" á Svalbarða

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

"Það eru svo fáir ernir eftir í landinu"

SIGURBJÖRG Sandra Pétursdóttir þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar hún sá óflugfæran haförn hrapa í Kirkjufellslón skammt frá Grundarfirði, heldur stökk til og handsamaði fuglinn í því skyni að bjarga honum, þrátt fyrir að hann berðist um á hæl og... Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 281 orð

Reglubundnar ferðir milli stærstu ferðamannastaða landsins

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is TÍU áætlunarferðir verða farnar á dag í sumar milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, Bláa lónsins og Grindavíkur með viðkomu í Reykjanesbæ. Um tilraunaverkefni er að ræða og gildir áætlunin til 31. september. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 608 orð | 1 mynd

Richard prins veiddi stærsta laxinn í Þverá

ÞAÐ var Richard prins af Sayn-Wittgenstein, eiginmaður Benediktu prinsessu í Danmörku, systur Margrétar Þórhildar drottningar, sem veiddi 19 punda laxinn í Þverá sem sagt var frá í vikunni. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Ræddu jafnréttismál og mannréttindi

ZHANG Meiying, varaforseti kínverska ráðgjafarþingsins, kom ásamt sjö manna sendinefnd í heimsókn hingað í vikunni. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Samheldinn hópur blés til grillveislu

GRILLVEISLA Ljóssins, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, fór fram við Neskirkju í blíðskaparveðri í gær. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 158 orð

Samruni Dagsbrúnar og Senu ógildur

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur ógilt samruna Senu og Dagsbrúnar en Dagsbrún keypti Senu af Degi Group í febrúar síðastliðnum. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð

Sjö mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn telpum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt rúmlega sextugan karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur sex og átta ára telpum í fyrra og hitteðfyrra. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Skógardagurinn mikli haldinn hátíðlegur í Hallormsstaðarskógi

UM EITT þúsund gestir mættu í Hallormsstaðarskóg á Skógardaginn mikla síðastliðinn laugardag. Hátíðin var fyrst haldin í fyrra í tilefni 35 ára bændaskógræktar á Fljótsdalshéraði og þótti takast svo vel að ákveðið var að gera hana að árlegum viðburði. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 137 orð | 1 mynd

Sparisjóðurinn í Keflavík styrkir útskriftarnema

Keflavík | Árlegum námsstyrkjum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið úthlutað og fengu eftirtaldir námsmenn styrki að upphæð kr. 150.000 í ár. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

Staðið vaktina í meira en mánuð

Eftir Árna Helgason arnihe@mbl.is ARNAR Björnsson og félagar hans á Sýn hafa haft í nógu að snúast undanfarnar vikur við að lýsa þeirri knattspyrnuveislu sem leikmenn og liðin á heimsmeistaramótinu hafa boðið áhorfendum upp á. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Stórhveli í Faxaflóanum

FARÞEGAR og áhöfn hvalaskoðunarbáts á vegum fyrirtækisins Eldingar, sem var á siglingu á Faxaflóanum, urðu heldur betur hrifnir í fyrradag þegar fyrir sjónum þeirra blasti stærðarinnar langreyður. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 94 orð

Sundlaugin opnuð að nýju á föstudag

TIL stendur að opna sundlaugina á Eskifirði að nýju á föstudag, en þá á hreinsun laugarinnar og sundlaugarhússins að verða lokið að fullu. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 191 orð

Sönn hamingja á Hólmavík?

Hólmavík | Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík sem kynnt hefur verið undir slagorðinu "Hamingjan sanna," hefst í dag. Hátíðin stendur fram á sunnudag. Meira
29. júní 2006 | Erlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Tennurnar endurnýjast

Ottawa. AFP. | Sælgætisgrísir og fleiri ættu að geta glaðst á næstunni því vísindamenn segjast hafa smíðað búnað sem getur endurnýjað tennur og bein sem hafa brotnað. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð

Tvær stofnanir félagsmálaráðuneytis flytja

MAGNÚS Stefánsson, félagsmálaráðherra, hefur tekið ákvörðun um að færa meginstarfsemi Fæðingarorlofssjóðs og umsýslu atvinnuleysistrygginga alfarið til Vinnumálastofnunar og finna stofnununum stað á landsbyggðinni. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Um 70 lítrar af olíu á götuna

VEL gekk að hreinsa upp olíu sem flaut um á Strandgötu, á móts við BSO, undir hádegi í gær. Litlum olíubíl hafði verið ekið eftir Strandgötu og beygt til suðurs inn á Glerárgötu. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 376 orð

Úr bæjarlífinu

Vogar | Skipulags- og byggingarnefnd sveitarfélagsins Voga fékk á dögunum Erlu Stefánsdóttur, álfasérfræðing, til að ræða við íbúa álfhóls sem stendur á byggingarreit við Vogagerði. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 209 orð

Viðbragðsáætlun gerði ráð fyrir klórgasslysi

SKÝRSLA starfshóps Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu frá í febrúar 2005 um áfallaþol gerði ráð fyrir mannskæðu klórgasslysi í miðri Reykjavík og hvernig bregðast skyldi við slíku stóráfalli. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 772 orð | 1 mynd

Viðbragð sem þéttriðið net

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Var hægt að búast við fjöldaslysi vegna eiturs? Eiturefnaslys verður á Eskifirði og tugir almennra borgara verða fyrir eitrun. Virkja þarf ólíka viðbragðsaðila og mikilvægt er að allt gangi vel. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 382 orð | 1 mynd

Viðskipti með lóðarréttindi gangi til baka

NAUÐSYNLEGT er að viðskipti sjálfseignarstofnunarinnar Markarholts ses. með lóðarréttindi lóðarinnar númer 58-62 við Suðurlandsbraut í Reykjavík, sem og þau viðskipti sem átt hafa sér stað um hluti í Mörkinni eignarhaldsfélagi ehf. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Vill að reglum um lyf sé fylgt

SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur sent bréf til Lyfjastofnunar þar sem farið er fram á að stofnunin ítreki við lyfsala að sjúklingar séu upplýstir um ódýrari samheitalyf sé verðmunurinn meiri en 5%. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Viltu í nefið, kunningi?

Mývatnssveit | Guðmundur Jónsson á Hofsstöð lítur upp frá verki um stund og fær sér í nefið. Ekki þýðir að bjóða öðrum viðstöddum. Það er af sem áður var þegar dósin var rétt næsta manni og boðið í nös. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Vinnuflokkar hreinsa drasl í nágrenni Kárahnjúkavirkjunar

VINNUFLOKKAR á vegum Impregilo og Landsvirkjunar vinna nú, ásamt vinnuflokkum á vegum sveitarfélaga, að því að hreinsa drasl sem fokið hefur af framkvæmdasvæðum við Kárahnjúka. Ganga vinnuflokkarnir um svæðið og tína ruslið upp. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 225 orð

Þakklátir þeim sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir eitrun

STJÓRNENDUR í Fjarðabyggð eru afar þakklátir þeim fjölmörgu sem aðstoðuðu þá sem urðu fyrir klórgaseitrun í fyrradag og komu í veg fyrir frekari skaða með því að tryggja vettvang við sundlaugina á Eskifirði, að því er segir í tilkynningu, sem Guðmundur... Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Þjórsárver ekki á dagskrá

ÞJÓRSÁRVER eru ekki á dagskrá hjá Landsvirkjun um þessar mundir, að sögn Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar, stjórnarformanns Landsvirkjunar. Meira
29. júní 2006 | Innlendar fréttir | 401 orð

Þurfum að efla tengslin við Evrópuþingið

EVRÓPUNEFND forsætisráðherra hélt ráðstefnu um stöðu og framtíð EES-samningsins á Hótel Sögu í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

29. júní 2006 | Staksteinar | 322 orð

Góðar undirtektir

Þau sjónarmið sem sett voru fram í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag hafa hlotið góðar undirtektir úr ýmsum áttum. Meira
29. júní 2006 | Leiðarar | 181 orð

Samdráttur í framkvæmdum

Ríkisstjórnin hefur fylgt eftir því samkomulagi, sem varð á milli aðila vinnumarkaðarins og hennar fyrir skömmu um aðgerðir til þess að draga úr verðbólgu og spennu í efnahagslífinu. Meira
29. júní 2006 | Leiðarar | 549 orð

Samkynhneigðir og baráttan

Í mörgum öðrum löndum myndi það sæta tíðindum að forsætisráðherrann væri aðalræðumaður á hátíð samkynhneigðra. Meira

Menning

29. júní 2006 | Tónlist | 420 orð

Af listrænu ágengi

Ný tónverk eftir Þorkel Atlason, Guðmund Stein Gunnarsson, Pál Ivan Pálsson, Ólaf Björn Ólafsson, Áka Ásgeirsson og Magnús Jensson. Meðal flytjenda Þorbjörg Daphne Hall, Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Snorri Heimisson og Hallgrímur Jónas Jensson ásamt einhverjum höfunda. Föstudaginn 23. júní kl. 20. Meira
29. júní 2006 | Tónlist | 89 orð | 1 mynd

Atlas í Anima

KLUKKAN 12.15-14 í dag spilar kvintettinn Atlas í Anima galleríi í Ingólfsstræti 8. Kvintettinn er einn af skapandi sumarhópum Hins hússins og Reykjavíkurborgar en nokkrir slíkir hópar starfa að listsköpun í Reykjavík í sumar. Meira
29. júní 2006 | Hönnun | 395 orð | 1 mynd

Ein áhugaverðasta og frumlegasta tíska í heimi

Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is SÝNINGIN Íslensk tískuhönnun verður opnuð í risi Þjóðmenningarhússins í dag kl. 12. Geir H. Meira
29. júní 2006 | Menningarlíf | 694 orð | 2 myndir

Eru Íslendingar góðir í tungumálum?

Í grein eftir Margréti Jónsdóttur, dósent við Háskólann í Reykjavík, í nýjasta hefti Skírnis segir frá tungumálakönnun meðal nemenda í Háskólanum í Reykjavík en þar var spurt út í kunnáttu, sjálfsmat, metnað og áhuga nemenda. Meira
29. júní 2006 | Menningarlíf | 122 orð

Fagurt er í Fjörðum

FAGURT er í Fjörðum er yfirskrift tónleika og geisladisks þar sem íslensku þjóðlögin eru flutt með rödd og strengjum líkt og tíðkaðist á fyrri tíð. Flytjendur eru Gerður Bolladóttir sópran, Hlín Erlendsdóttir fiðla og Sophie Schoonjans hörpuleikari. Meira
29. júní 2006 | Fólk í fréttum | 182 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Kínversk-ameríska leikskáldið David Henry Hwang , sem hefur m.a. unnið til Tony verðlauna, undirbýr þessa dagana söngleik sem byggist á ævi bardagaíþróttamannsins Bruce Lee , en dagblaðið South China Morning Post greindi frá þessu í dag. Meira
29. júní 2006 | Menningarlíf | 85 orð | 1 mynd

Frumsýning á Footloose

SÖNGLEIKURINN Footloose verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Sýningin er byggð á samnefndri dansmynd frá árinu 1984 sem skartaði Kevin Bacon í aðalhlutverkinu. Meira
29. júní 2006 | Tónlist | 1804 orð | 16 myndir

Frægir gestadómarar

RÚM vika er í að raunveruleikaþátturinn Rock Star: Supernova hefjist en eins og hverju einasta mannsbarni er kunnugt um komst Magni í Á móti sól í 15 manna hópinn sem keppir um hylli hljómsveitarinnar Supernova. Meira
29. júní 2006 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Fræ skýtur rótum!

ÖFLUG innkoma hljómsveitarinnar Fræ í tónlistarflóru landsins hefur farið framhjá fáum. Lagið "Freðinn fáviti" hefur verið ofarlega á vinsældarlistum útvarpstöðvanna og trónaði á tímabili efst á XFM-Dominos-listanum. Meira
29. júní 2006 | Kvikmyndir | 316 orð | 1 mynd

Goran Paskaljevic meðal gesta

SERBNESKI kvikmyndaleikstjórinn Goran Paskaljevic verður gestur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem fer fram dagana 28. september til 8. október næstkomandi. Þá stendur til að sýna úrval mynda hans á hátíðinni. Meira
29. júní 2006 | Tónlist | 70 orð | 1 mynd

Gömul en góð!

ÖLDUNGUR vikunnar að þessu sinni er hljómplatan Piece by Piece með söngkonunni Katie Melua. Platan er búin að vera á lista í 39 vikur og situr nú í 21. sæti listans. Meira
29. júní 2006 | Fólk í fréttum | 148 orð | 1 mynd

Hasar yfir hraðamörkum

SPENNUMYNDIN The Fast and the Furious: Tokyo Drift hefur verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum. Myndin segir frá Sean Boswell (Lucas Black), vandræðagemlingi sem hefur skapað sér orðspor í heimi bílaglanna. Meira
29. júní 2006 | Fólk í fréttum | 62 orð | 1 mynd

Hjálmar staldra við!

REGGÍKÓNGARNIR í Hjálmum eiga þann heiður að vera langstökkvarar tónlistans þessa vikuna en þeir hoppa fram um fjórtán sæti og sitja núna í því tuttugasta. Meira
29. júní 2006 | Leiklist | 243 orð | 1 mynd

Íslensk leikritaskáld vekja athygli

LEIKRITIÐ "Pabbastrákur" eftir Hávar Sigurjónsson verður miðdepill leiklistarhátíðar í Motovun í Króatíu sem fram fer í byrjun júlí. Meira
29. júní 2006 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd

Lára spilar á Grand Rokki

Lára Rúnarsdóttir heldur tónleika á Grand Rokki í kvöld þar sem hún mun flytja, ásamt hljómsveit, lög af nýútkominni plötu sinni, Þögn . Tónlistarkonan Lay Low mun einnig koma fram. Meira
29. júní 2006 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Munnleg þráhyggja!

SÖNGKONAN Shakira situr fjórðu vikuna í röð á tónlistanum með plötuna Oral Fixation vol. 2 . Þessa vikuna vermir hún þrettánda sætið og hefur því farið niður um þrjú sæti frá því í síðustu viku. Meira
29. júní 2006 | Fjölmiðlar | 112 orð | 1 mynd

Strákarnir kveðja

UPPÁTÆKI "Strákanna" hafa oft vakið kátínu sjónvarpsáhorfenda, þótt hinu sé heldur ekki að neita, að stundum hafa menn hneykslast og þótt fíflalætin keyra um þverbak. En nú er komið að kveðjustund. Meira
29. júní 2006 | Myndlist | 207 orð | 1 mynd

Tengsl manns og umhverfis

BRETINN Paul Hackett opnar í dag "Stuttsýningu" í Grafíksafni Íslands - sal Íslenskrar grafíkur. Verkin á sýningunni hefur hann unnið á Íslandi, m.a. á verkstæði Íslenskrar grafíkur í Reykjavík. Meira
29. júní 2006 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd

Tepokinn spilar djassperlur

Í ANDDYRI Norræna hússins verður gestum boðið upp á djass í hádeginu í dag. Flytjandi er Tepokinn en um er að ræða djasskvartett sem samanstendur af fjórum ungum og efnilegum djassnemum. Á efnisskrá Tepokans eru m.a. Meira
29. júní 2006 | Kvikmyndir | 224 orð | 1 mynd

Tímaflakk við tjörnina

KVIKMYNDIN The Lake House fjallar um dr. Kate Forster (Sandra Bullock) sem flytur úr fallegu húsi sínu sem stendur við vatn eitt í útjaðri Chicagoborgar þegar henni býðst staða við spítala í miðborginni. Meira
29. júní 2006 | Bókmenntir | 120 orð | 1 mynd

Tvöfaldri útgáfu fagnað

METSÖLUBÓKIN Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur kemur nú í senn út í kilju og sem nethljóðbók. Netgerðin er í lestri höfundar sjálfs og verður boðin öllum kostnaðarlaust til niðurhals á vefsíðunni edda.is næstu vikurnar. Meira
29. júní 2006 | Menningarlíf | 49 orð

Útskriftartónleikar í Salnum

ÚTSKRIFTARTÓNLEIKAR Brynjars Konráðssonar trommuleikara verða haldnir í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Tónleikarnir eru liður í einleikaraprófi Brynjars frá Trommuskóla Gunnars Waage. Meira
29. júní 2006 | Fjölmiðlar | 268 orð | 1 mynd

VefTV virkar varla

Þegar vaktirnar teygjast fram á kvöld eða önnur góð skemmtun kemur í veg fyrir að maður geti notið sjónvarpsfrétta, þá er alltaf gott að hugsa til þess að geta horft á fréttirnar á vefsvæðum RÚV og NFS. Meira
29. júní 2006 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Víóla og píanó í Listasafni Sigurjóns

HELGA Þórarinsdóttir og Anne Taffel leika á víólu og píanó í Listasafni Sigurjóns í kvöld kl. 20. Meira

Umræðan

29. júní 2006 | Aðsent efni | 370 orð | 1 mynd

Hver ber ábyrgð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi?

Sveinn Valfells skrifar um "ólögmæti" uppsagnar Tómasar Zoëga yfirlæknis úr starfi á LSH: "Með því viðurkennir lækningaforstjóri að stofurekstur Tómasar hafi engin áhrif haft á hans skyldur á spítalanum og ekki skaðað hagsmuni spítalans." Meira
29. júní 2006 | Aðsent efni | 667 orð | 1 mynd

Ný bráðadeild á nýjum spítala

Ófeigur T. Þorgeirsson fjallar um framtíð bráðaþjónustu við Landspítala - háskólasjúkrahús: "Fjölmennar kynslóðir eftirstríðsáranna eru að eldast og auknum aldri fylgja langvinnir sjúkdómar sem gera miklar kröfur til bráðastarfsemi sjúkrahúsa." Meira
29. júní 2006 | Aðsent efni | 661 orð | 1 mynd

Ríkisstjórn hinna útvöldu

Ágúst Ólafur Ágústsson fjallar um skattamál ríkisstjórnarinnar: "Á fjölmörgum sviðum hefur ríkisstjórnin staðið fyrir víðtækum kjaraskerðingum" Meira
29. júní 2006 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd

Sovésk sagnfræði á íslenskri grund

Hreggviður Jónsson gerir athugasemdir við umfjöllun Guðna um tímabilið '73-'76: "Hópur 50 manna, Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkurinn skópu 200 mílurnar og gerðu yfirráð Íslands yfir 200 mílunum að veruleika." Meira
29. júní 2006 | Bréf til blaðsins | 394 orð

Tollgæsla á Íslandi

Frá Tryggva Rafni Tómassyni: "NÚ er sumar og margir Íslendingar því á faraldsfæti. Sumir fara til útlanda en aðrir ferðast um landið eins og gengur og gerist." Meira
29. júní 2006 | Aðsent efni | 1858 orð | 1 mynd

Um samræmd próf og gagnrýni á þau

Eftir Júlíus K. Björnsson: "Samræmd próf eru auðvitað ekki fullkomin mælitæki og mistök geta átt sér stað við gerð þeirra ..." Meira
29. júní 2006 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Varnaðarorð vökulla mæðra

Björn G. Eiríksson skrifar um vímuefni og vímuvarnir: "...eru ákveðnir dagar meiri hættudagar en aðrir s.s. hvítasunnuhelgin, sjómannadagshelgin, 17. júní og svo síðast en ekki sízt verzlunarmannahelgin." Meira
29. júní 2006 | Aðsent efni | 462 orð

Varnir Íslands

ÞAÐ ER mjög erfitt að átta sig á áherslum lýðveldisins í varnar- og öryggismálum þessar vikurnar. Meira
29. júní 2006 | Velvakandi | 230 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Góð kvöldsaga MIG langar til að þakka RÚV Rás 1, gömlu góðu gufunni, þeir eru með frábæra kvöldsögu sem heitir Drekar og smáfuglar. Alveg sérstaklega góð saga og vel lesin upp á Borgari Garðarssyni. Meira

Minningargreinar

29. júní 2006 | Minningargreinar | 3589 orð | 1 mynd

AUÐBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR

Auðbjörg Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 5. apríl 1923. Hún lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi við Hringbraut eftir skamma legu hinn 19. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Pálsdóttir húsmóðir, f. 17. september 1888, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 1472 orð | 1 mynd

DAGMAR JÓHANNESDÓTTIR

Dagmar Jóhannesdóttir fæddist á Akureyri 10. október 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhannes Júliníusson, f. 8. ágúst 1879, d. 9. september 1971, og Jórunn Jóhannsdóttir, f. 24. desember 1874, d.... Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 401 orð | 1 mynd

ELFA GUÐRÚN REYNISDÓTTIR

Elfa Guðrún Reynisdóttir fæddist á Akureyri 19. júní 2006. Hún lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins hinn 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jóna Björk Gunnarsdóttir, f. 30. júní 1978, og Reynir Hilmarsson, f. 6. október 1972. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 5639 orð | 1 mynd

ENGILBERT HANNESSON

Engilbert Hannesson fæddist á Bakka í Ölfusi 11. desember 1917. Hann lést á hjartadeild Landspítala við Hringbraut 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hannes Guðmundsson, f. 23.11. 1885, d. 10.12. 1958, bóndi á Bakka, og Valgerður Magnúsdóttir,... Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 2267 orð | 1 mynd

GUNNAR SIGURÐSSON

Gunnar Sigurðsson fæddist á Akureyri 4. september 1916. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, 15. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 27. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 846 orð | 1 mynd

HELGI SIGURÐSSON

Helgi Sigurðsson fæddist á Brautarhóli á Svalbarðsströnd 2. desember 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri 18. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Vilhjálmsson frá Dálksstöðum á Svalbarðsströnd, f. 7. febrúar 1901, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 199 orð | 1 mynd

HILMAR SIGURBJÖRNSSON

Hilmar Sigurbjörnsson fæddist í Staðarhúsi í Stykkishólmi 8. október 1928. Hann lést á dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum 21. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Landakirkju 27. maí. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 2715 orð | 1 mynd

HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR

Hulda Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 23. febrúar 1930. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 20. júní sl. Foreldrar hennar voru Ólína Hróbjartsdóttir, f. 29. ágúst 1884 á Raufarfelli undir Eyjafjöllum, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 3911 orð | 1 mynd

LEIFUR SIGURÐSSON

Leifur Sigurðsson fæddist í Stokkhólma í Skagafirði 31. maí 1921. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 17. júní síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Margrétar Þorsteinsdóttur frá Hjaltastöðum í Skagafirði, f. 18.1. 1889, d. 10.11. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 277 orð | 1 mynd

MARGRÉT MARKÚSDÓTTIR JONES

Margrét Markúsdóttir Jones fæddist í Reykjavík 2. febrúar árið 1922. Hún lést 12. júní síðastliðinn. Margrét ólst upp í Reykjavík og bjó þar þangað til hún giftist og flutti til Bandaríkjanna. Foreldrar hennar voru hjónin Markús Jónsson, f. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 1033 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR

Sigríður Kristjánsdóttir fæddist í Langholtsparti í Hraungerðishreppi í Árnessýslu, 17. september 1921. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 15. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Selfosskirkju 24. júní. Meira  Kaupa minningabók
29. júní 2006 | Minningargreinar | 1312 orð | 1 mynd

ÞORKELL NIKULÁSSON

Þorkell Nikulásson fæddist hinn 8. ágúst 1922. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 19. júní síðastliðinn. Foreldrar Þorkels voru Helga Júlía Sveinsdóttir og Nikulás Torfason frá Söndu á Stokkseyri. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. júní 2006 | Sjávarútvegur | 403 orð

Engin uppbyggingarstefna í óbreyttu veiðihlutfalli

JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir það ekki uppbyggingarstefnu að halda óbreyttu veiðihlutfalli þorsks eins og nú er gert enda liggi fyrir að hrygnigarstofninn sé allt of lítill. Meira
29. júní 2006 | Sjávarútvegur | 391 orð

Veiðiálagið samrýmanlegt því að verja þorskstofninn

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl.is EINAR K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segir að ekki hafi verið forsendur til þess að breyta veiðihlutfalli þorsks frá því sem nú er og framtíðin verði að skera úr um hvort það verði gert. Meira

Daglegt líf

29. júní 2006 | Neytendur | 279 orð | 1 mynd

Allt að 124% verðmunur á kexi

Bónus var oftast með lægsta verðið en lítill verðmunur var á þeim vörum sem fáanlegar voru bæði í Krónunni og Bónus. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ. Hæst var verðið oftast í Ellefu-ellefu. Meira
29. júní 2006 | Neytendur | 448 orð | 1 mynd

Dýrt fyrir ferðamenn að nota greiðslukort í Danmörku

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Það þykir sérlega dýrt fyrir ferðalanga að borga með kredit- eða debetkortum í Danmörku segir á vefútgáfu Aftenposten í Noregi. Meira
29. júní 2006 | Neytendur | 634 orð

Kótilettur og kaka

Krónan Gildir 29. júní - 1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Krónu grísahnakkasn., kryddaðar 1.319 1.649 1.319 kr. kg Krónu svínakótilettur, kryddaðar 1.358 1.698 1.358 kr. kg Krónu 4 grillborgarar m/brauði 299 498 299 kr. pk. Krónu pylsur, 513 gr. Meira
29. júní 2006 | Neytendur | 294 orð | 1 mynd

Lítill munur á gjaldeyrisverði

Lítill munur er á gjaldeyrisverði hér á landi samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin gerðu á skráningu kl. 9 í gærmorgun, taka verður tillit til þess að gengisbreytingar eru mjög örar. Á www.ns. Meira
29. júní 2006 | Neytendur | 236 orð | 1 mynd

Sumarútsölurnar hafnar

Í dag fara sumarútsölurnar af stað í Kringlunni, Smáralind og Laugaveginum og þá er um að gera að athuga hvort ekki sé hægt að gera reyfarakaup og næla sér í flík, skó eða eitthvað annað á niðursettu verði og margir hugsa sér gott til glóðarinnar og... Meira
29. júní 2006 | Daglegt líf | 573 orð | 2 myndir

Tók völdin í eldhúsinu

Ásta Möller alþingiskona kunni ekkert í matreiðslu þegar hún byrjaði að búa en fékk þá eldlegan áhuga. Hún lýsti því fyrir Unni H. Jóhannsdóttur hvernig hún tók völdin í eldhúsinu og einokaði eldhúsið fyrstu búskaparárin, nokkuð sem hún ráðleggur ungum konum þó að gera ekki. Meira

Fastir þættir

29. júní 2006 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

40 ÁRA afmæli . Í dag, 29. júní, er Gerður Petrea Guðlaugsdóttir 40 ára...

40 ÁRA afmæli . Í dag, 29. júní, er Gerður Petrea Guðlaugsdóttir 40 ára. Af því tilefni ætlar hún að halda afmælispartí föstudaginn 11. ágúst kl. 20 í Akogessalnum í Sóltúni 3. Sjáumst... Meira
29. júní 2006 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli . Á morgun, 30. júní, verður fimmtugur Magnús Páll...

50 ÁRA afmæli . Á morgun, 30. júní, verður fimmtugur Magnús Páll Brynjólfsson, Dalbæ. Hann tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 21 á... Meira
29. júní 2006 | Árnað heilla | 14 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli . Í dag, 29. júlí, er fimmtugur Jón Sigurðsson, forstjóri...

50 ÁRA afmæli . Í dag, 29. júlí, er fimmtugur Jón Sigurðsson, forstjóri... Meira
29. júní 2006 | Árnað heilla | 30 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli . Í dag, 29. júní, er Sigríður Hulda Ketilsdóttir sjötug...

70 ÁRA afmæli . Í dag, 29. júní, er Sigríður Hulda Ketilsdóttir sjötug. Eiginmaður hennar er Björn Jónsson og eru þau búsett á Akranesi. Þau verða að heiman á... Meira
29. júní 2006 | Fastir þættir | 76 orð | 1 mynd

Brakandi blíða á landsmóti

ÞAÐ er gaman á landsmótinu í blíðviðrinu og sólin brosti við þessu fólki sem var komið að sunnan til að njóta lystisemdanna. Meira
29. júní 2006 | Fastir þættir | 304 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

HM í Veróna Norður &spade;KG1043 &heart;85 V/Enginn ⋄K5 &klubs;G843 Vestur Austur &spade;D8 &spade;2 &heart;G109 &heart;74 ⋄1042 ⋄ÁDG98763 &klubs;ÁKD105 &klubs;96 Suður &spade;Á9765 &heart;ÁKD632 ⋄-- &klubs;72 Það eru margir... Meira
29. júní 2006 | Fastir þættir | 21 orð

Gætum tungunnar

Sagt var: Fréttamaðurinn spurði þingmanninn um álit sitt á málinu. RÉTT VÆRI: ...um álit hans (um álit þingmannsins, ekki álit... Meira
29. júní 2006 | Í dag | 116 orð

Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju

BJÖRN Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, leikur á hádegistónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12 og standa í hálftíma, eru skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra orgelleikara. Meira
29. júní 2006 | Í dag | 110 orð | 1 mynd

Hús með merka sögu

BRÚÐARHÚSIÐ er eitt af elstu húsum gamla bæjarins í Laufási. Það er að stofni til frá fyrri hluta 18. aldar og hefur þjónað ýmsum hlutverkum í gegnum tímann. Þjóðminjasafn Íslands varðveitir gamla torfbæinn í Laufási. Meira
29. júní 2006 | Fastir þættir | 524 orð | 1 mynd

Íslenskir skákvíkingar

ÍSLENSKIR SKÁKMENN Á ERLENDRI GRUNDU Meira
29. júní 2006 | Í dag | 565 orð | 1 mynd

Möguleikar listmeðferðar

Íris Ingvarsdóttir fæddist á Patreksfirði 1962. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1982, prófi frá MHÍ 1988 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá HÍ 1990. Íris útskrifaðist með mastersgráðu í listmeðferð frá Pratt Institute í Nýju Jórvík 1997. Meira
29. júní 2006 | Í dag | 26 orð

Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu...

Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1 Pt. 2, 2. Meira
29. júní 2006 | Í dag | 52 orð | 1 mynd

Réttu mér óskasteininn

Óskasteinar | Í þjóðsögum er sagt frá óskasteinum. Þeir eru þeirrar náttúru að sá sem á slíkan stein fær hverja sína ósk uppfyllta. Þessar leikskólahnátur fóru í skoðunarferð í Hellisgerði í Hafnarfirði og tilgangur fararinnar var m.a. Meira
29. júní 2006 | Fastir þættir | 943 orð | 3 myndir

Rökkvi og Geisli skína enn

Keppni á Landsmóti hestamanna á Vindheimamelum er komin á fullt flug. Þuríður Magnúsína Björnsdóttir og Eyþór Árnason fylgjast með gangi mála í Skagafirðinum. Meira
29. júní 2006 | Fastir þættir | 209 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 e6 4. O-O Rge7 5. He1 a6 6. Bf1 d5 7. exd5 Rxd5 8. d4 Be7 9. c4 Rf6 10. Be3 O-O 11. Rc3 cxd4 12. Rxd4 Bd7 13. Rxc6 Bxc6 14. Dxd8 Hfxd8 15. a3 a5 16. Had1 Hd7 17. f3 h6 18. Bd3 Bd6 19. Bf2 Bf4 20. Bb6 a4 21. Ra2 Bc7 22. Meira
29. júní 2006 | Fastir þættir | 304 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Fullyrða má að fjórhjólin komist upp um fjöll og firnindi, segir Blaðið um fjórhjól sem hjólaleiga nokkur í Skorradal er með handa túristum. Andinn í greininni er glæsilegt innlegg í umræðuna um utanvegaakstur torfæruhjóla. Meira

Íþróttir

29. júní 2006 | Íþróttir | 72 orð

Ásthildur með þrjú

ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, skoraði þrennu í gærkvöld þegar lið hennar, Malmö FF, vann stórsigur á Jitex, 6:1, í sænsku úrvalsdeildinni. Hún lagði auk þess upp eitt mark til viðbótar. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 683 orð | 2 myndir

FH-ingar á góðri leið með að stinga af

FH-ingar, Íslandsmeistarar tveggja síðustu ára, eru á góðri leið með að stinga önnur lið af í Landsbankadeildinni en með sigrinum á Grindavík í gær er forysta FH-inga í toppsætinu níu stig. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 107 orð

Fjórir erlendir farnir frá Keflavík

FJÓRIR erlendir leikmenn eru horfnir á braut frá úrvalsdeildarliði Keflavíkur á skömmum tíma. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 290 orð

Frakkar fá lof heima fyrir

FRÖNSKU blöðin hrósa franska landsliðinu í hásterkt eftir sigur þess á Spánverjum í 16 liða úrslitum HM í fyrrakvöld. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 156 orð

Freyr á sjúkralista

FREYR Bjarnason, varnarmaðurinn öflugi hjá FH, verður frá æfingum og keppni næstu 2-3 vikurnar. Freyr meiddist á æfingu FH-liðsins í vikunni . Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 547 orð | 1 mynd

* HELGI Sigurðsson tryggði Fram mikilvægan sigur á Fjölni , 1:0, í...

* HELGI Sigurðsson tryggði Fram mikilvægan sigur á Fjölni , 1:0, í toppbaráttu 1. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöld. Þróttarar fylgja Frömurum eftir en þeir sigruðu Leikni R ., 1:0, í Laugardalnum þar sem Óskar Snær Vignisson skoraði sigurmarkið. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 506 orð | 1 mynd

Hugsum bara um okkur sjálfa

TRYGGVI Guðmundsson, framherji Íslandsmeistara FH, var kátur þegar Morgunblaðið spjallaði við hann eftir sigur FH-inga gegn Grindvíkingum í Kaplakrika í gærkvöldi. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 664 orð | 2 myndir

ÍBV sótti stig í Árbæ

EYJAMENN hafa löngum átt í erfiðleikum með að krækja sér í stig þegar þeir leika á útivelli - eða á fastalandinu eins og þeir segja. En í gærkvöldi sóttu þeir eitt stig í Árbæinn þar sem þeir gerðu 1:1 jafntefli við Fylki. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 77 orð

Í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeildin: KR-völlur: KR - Valur 20 Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarkeppni kvenna: Valbjarnarv.: Þróttur R. - Stjarnan 20 Fagrilundur: HK/Víkingur - Fylkir 20 Kaplakriki: FH - ÍR 20 1. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 818 orð

KNATTSPYRNA Keflavík - Breiðablik 5:0 Keflavíkurvöllur. Efsta deild...

KNATTSPYRNA Keflavík - Breiðablik 5:0 Keflavíkurvöllur. Efsta deild karla, Landsbankadeildin, miðvikudagur 28. júní 2006. Aðstæður: Gola, þurrt, 11 stiga hiti, ágætur völlur. Mörk Keflavíkur: Stefán Örn Arnarson 16., 44., Baldur Sigurðsson 20., 53. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 34 orð | 1 mynd

M-gjöfin

ÍA m Bjarni Guðjónsson Jón Vilhelm Ákason Igor Pesic Þórður Guðjónsson Heimir Einarsson Víkingur m Ingvar Kale Höskuldur Eiríksson Grétar Sigfinnur Sigurðarson Milos Glogovac Jökull Elísabetarson Jón Guðbrandsson Viktor Bjarki Arnarsson Davíð Þór... Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 114 orð

Roeder mætir á leik Lilleström og Keflavíkur

GLENN Roeder, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, ætlar að vera á meðal áhorfenda á leik norska liðsins Lilleström og Keflavíkur sem mætast í fyrri leik liðanna í 2. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 138 orð

Samkomulag HSÍ og Gummersbach um Alfreð

HSÍ og þýska handknattleiksliðið Gummersbach hafa komist að samkomulagi um að Alfreð Gíslason, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, taki við þjálfun Gummersbach þann 12. júlí næstkomandi. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 806 orð | 1 mynd

Símun og félagar í stuði gegn Blikum

FÆREYSKI sóknarmaðurinn Símun Samuelsen lék Blika grátt á Keflavíkurvelli í gærkvöldi. Hann átti stóran þátt í þremur mörkum og kórónaði stórleik sinn með því að skora fimmta og síðasta mark Keflvíkinga í yfirburðasigri á slöku liði Breiðabliks, 5:0. Meira
29. júní 2006 | Íþróttir | 813 orð

Víkingar kafsigldu Skagamenn

RISIÐ er ekki hátt á Skagamönnum þessa dagana og ekki hækkaði það eftir að þeir þurftu að sætta sig við 1:4-tap fyrir Víkingum, á Akranesi af öllum stöðum. Sigurinn fleytir Víkingum upp í 2. Meira

Viðskiptablað

29. júní 2006 | Viðskiptablað | 131 orð

Afkomuviðvörun Mærsk

GENGI bréfa danska risafyrirtækisins AP Möller Mærsk lækkaði um 13,8% síðdegis í fyrradag eftir að gefin hafði verið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi ár. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 916 orð | 1 mynd

Á Esjuna fyrir morgunmat

Benedikt Sigurðsson er nýráðinn upplýsingafulltrúi KB-banka. Hann er mörgum kunnur sem sjónvarpsmaður hjá RÚV en hann hefur einnig starfað í prentmiðlum og útvarpi. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 195 orð | 1 mynd

Beintengd spákona

EITT það allra skemmtilegasta sem Útherji hefur tekið sér fyrir hendur nú í sumar var að fara á Víkingahátíðina í Hafnarfirði sem nú er nýlokið. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 1042 orð | 2 myndir

Brestir í höfuðvígi hag vaxtartrúarinnar

Í Bandaríkjunum er löng hefð fyrir þeirri hugmynd að vænlegra sé að einblína á hagvöxt en endurdreifingu auðsins þegar kemur að því að auka hagsæld. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 301 orð | 1 mynd

Ekkert hundalíf?

Ástríða Breta fyrir gæludýrum sínum hefur skapað atvinnuveg sem græðir á tá og fingri þar í landi en Bretar hafa aldrei eytt meiru í hina loðnu vini sína. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 369 orð | 1 mynd

Evran skilar litlum ávinningi í utanríkisverslun

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is UTANRÍKISVERSLUN Bretlands, Danmerkur og Svíþjóðar myndi aukast lítið við að þjóðirnar gengju í Evrópska efnahagssvæðið og tækju upp evru sem gjaldmiðil. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 146 orð

Finnair segir upp

FINNSKA flugfélagið Finnair hefur ákveðið að segja upp 670 starfsmönnum á næsta eina og hálfa árinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu en uppsagnirnar eru liður í endurskipulagningu þess. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 129 orð | 2 myndir

Fons eignast 35% hlut í Hamleys

FONS eignarhaldsfélag hefur fest kaup á 35% hlut í bresku leikfangakeðjunni Hamleys að sögn Pálma Haraldssonar, eins eigenda Fons. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 1221 orð | 5 myndir

Fækkar í röðum risanna?

Fréttaskýring | Eins og með svo margt í þessum heimi þá verða þeir stóru stærri. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 631 orð | 2 myndir

Gæti ég fengið frárri hest, takk?

Í þau fáu skipti sem ég nýti mér það að ég ræð vinnutíma mínum sjálf rifjast upp fyrir mér hvers vegna sá sem kýs að vera sjálfstætt starfandi sættir sig við langa vinnudaga, samviskubit þegar ekki er setið við vinnu og eilífar áhyggjur af því hvaðan... Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 240 orð | 1 mynd

Hvað gerir bandaríski seðlabankinn í dag?

BEN Bernanke, bandaríski seðlabankastjórinn, tilkynnir í dag ákvörðun sína um stýrivexti. Af þeim 126 greiningaraðilum sem fréttastofa Bloomberg fylgist með, spá allir nema tveir að vextirnir verði hækkaðir um 25 punkta og verði þá 5,25%. Það yrði 17. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 178 orð | 1 mynd

Hættir hjá Opnum kerfum

AGNAR Már Jónsson hefur að eigin ósk látið af störfum forstjóra Opinna kerfa ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 305 orð | 1 mynd

Ímynd Sterling í Danmörku versnar

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is ÍMYND lágfargjaldaflugfélagsins Sterling hefur beðið hnekki á liðnu ári ef marka má niðurstöður ímyndarkönnunar danska tímaritsins Berlingske Nyhedsmagasin . Sterling lendir í 120. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 60 orð

Kaupréttir fyrir stjórnendur Nýherja

NÝHERJI hefur gert kaupréttarsamninga við nokkra lykilstjórnendur félagsins. Samningarnir veita hverjum og einum rétt til að kaupa eina milljón hluta í Nýherja á genginu 14, og gilda samningarnir í 52 mánuði. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 100 orð

Konur 40% í stjórnum spænskra fyrirtækja

SPÆNSK fyrirtæki hafa átta ár til að rétta hlut kvenna í stjórnum fyrirtækja þannig að hann verði í það minnsta 40%, en fyrirtæki sem það gera munu standa betur að vígi þegar kemur að samningum við spænska ríkið, að því er segir í frétt breska blaðsins... Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 410 orð | 5 myndir

Meiri samþjöppun eftir viðskiptin með Straum-Burðarás

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is MEÐ kaupum FL Group á 24,2% eignarhlut í Straumi-Burðarási hefur samþjöppun á eignarhaldi fjármálafyrirtækja aukist. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 188 orð

Microsoft vinnur að nýju Schengen-kerfi

MICROSOFT mun, í samstarfi við Unisys, hanna tölvukerfi sem ætlað verður til að miðla lögregluupplýsingum milli landa í Evrópusambandinu (ESB). Ekki er ljóst hvað kerfið mun kosta, en það fer eftir því hvað mörg lönd taka það upp. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 60 orð

Mikil viðskipti með bréf Glitnis

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands hækkaði um 0,1% í gær en viðskipti námu alls tæplega 31 milljarði króna. Var lokagildi vísitölunnar 5.477 stig. Mestu hlutabréfaviðskipti voru með bréf Glitnis fyrir tæplega 10 milljarða. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 107 orð

Netsamstarf við Nyhedsavisen kemur til greina

FORSTJÓRI dansks útgáfufyrirtækis, sem gefur út auglýsingablaðið Den Blå Avis , segist opinn fyrir samstarfi við fríblaðið Nyhedsavisen, sem Dagsbrún ætlar að gefa út í Danmörku. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 2237 orð | 6 myndir

Nornin á Wall Street

Hinn 3. júlí verða 90 ár liðin frá því að Hetty Green lést, eina konan á lista yfir 100 ríkustu einstaklingana í sögu Bandaríkjanna. Már Wolfgang Mixa rýndi í nýlega ævisögu um Hetty eftir Charles Slack og hreifst af þessari einstæðu konu. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 534 orð | 2 myndir

Samruni Senu og Dagsbrúnar ógiltur

Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur ógilt samruna Senu og Dagsbrúnar. Dagsbrún keypti Senu í febrúar sl. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 183 orð | 1 mynd

Umsvif Grettis ehf. munu aukast í framtíðinni

SUND ehf. hefur keypt 31% hlut í Gretti ehf. sem var áður í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Greitt var fyrir bréfin með reiðufé. Eftir viðskiptin er Sund ehf. stærsti hluthafinn í Gretti ehf. með 49% hlut í félaginu. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 340 orð | 1 mynd

Vaxtahækkanir ytra þrengja að

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
29. júní 2006 | Viðskiptablað | 456 orð

Við gullna hliðið

Ein stærsta frétt vikunnar úr viðskiptalífinu á heimsvísu var þegar Warren Buffett, fjárfestirinn goðsagnakenndi, tilkynnti að hann hefði ákveðið að láta meirihluta eigna sinna renna til góðgerðarmála. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.