Greinar þriðjudaginn 4. júlí 2006

Fréttir

4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 129 orð

Af skógarhöggi

Á föstudag misritaðist vísa eftir Guðmund G. Halldórsson á Húsavík og er hún rétt svona: Það væri næstum guðlegt gaman gömul kynni endurvekur; mér finnst þau ættu að fara saman í Fjörður þegar skyggja tekur. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Alltaf opið í Steinasafni Petru

Seyðisfjörður | Steinasafn Petru hlaut hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands árið 2006, en verðlaunin voru afhent á aðalfundi samtakanna á Seyðisfirði síðastliðinn fimmtudag. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 445 orð | 1 mynd

Allt kríuvarp í Dyrhólaey eyðilagt og öll krían farin

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is ÖLLUM kríueggjum í Dyrhólaey var rænt af friðlýstu svæði í síðustu viku og er nú svo komið að öll krían er á bak og burt úr eynni. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 99 orð

Ákærður fyrir nauðgun og morð

Charlotte. AP. | Saksóknari í Bandaríkjunum ákærði í gær fyrrverandi hermann fyrir að hafa nauðgað konu í Írak og síðan myrt hana og þrjá aðra í fjölskyldu hennar. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Biskup sækir heimsráðstefnu leiðtoga trúarbragða

ÆÐSTI yfirmaður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, Alexy patriarki Moskvu og alls Rússlands, hefur boðið biskupi Íslands að sitja heimsráðstefnu trúarleiðtoga í Moskvu sem haldin er 3.-5. júlí. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 148 orð | 2 myndir

Bjarni Tryggvason skoðaði Flugsafn Íslands

BJARNI geimfari Tryggvason, kom við á Flugsafni Íslands á Akureyri þegar hann átt leið um í sumarfríi sínu. Bjarni er eðlisverkfræðingur að mennt en hann hefur m.a. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 398 orð | 2 myndir

Calderon og Obrador lýsa báðir yfir sigri

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is GÍFURLEG óvissa ríkti í gær um úrslit forsetakosninganna í Mexíkó, sem fram fóru á sunnudag. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Efla þarf innra eftirlitið

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is NÝLEGT fjársvikamál innan Tryggingastofnunar ríkisins (TR) var til umræðu á stjórnarfundi TR í gær. Að sögn Kristins H. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Einn varð fyrir skoti á Burknavöllum

EINN varð fyrir skoti úr haglabyssu þegar skotárásin við Burknavelli átti sér stað að morgni 21. júní síðastliðins þegar þrír menn óku framhjá húsi á Burknavöllum og skutu úr haglabyssum að húsinu. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð

Eldur við Háteigsskóla

Eldur kom upp í kamri á lóð Háteigsskóla í Reykjavík um klukkan níu í gærkvöld. Kamarinn stendur upp við skólahúsið og var í fyrstu talið að eldurinn hefði náð inn í skólahúsið og kölluðu slökkviliðsmenn á staðnum því á liðsauka frá öðrum stöðvum. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð

Engin slys í tveimur umferðaróhöppum

ENGIN slys urðu á fólki í tveimur umferðaróhöppum sem áttu sér stað á þriðja tímanum í gærdag, í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Ferðalöngum í miðbænum boðnar skeljar að gjöf

Systurnar Inga Lísa og Aldís Eir Sveinsdætur höfðu komið sér vel fyrir á hlöðnum vegg sem liggur eftir Strandgötunni í gærmorgun. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Fríverslunarviðræður síðar á árinu

FUNDUR um hagkvæmnikönnun milli Íslands og Kína vegna fríverslunarviðræðna verður haldinn í dag. Þeir sem fundinn sitja eru m.a. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra Kína, Yi Xiaozhun. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Gróðurhúsin víkja fyrir íbúðabyggð

Hveragerði | Gróðurhús í Hveragerði víkja hvert af öðru fyrir íbúðabyggð. Byrjað var nú í vikunni að rífa gróðurhús við Gróðurmörk þar sem ræktaðar voru gúrkur. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Hafíssetur opnað á Blönduósi

Blönduós | Hafíssetur verður opnað á Blönduósi á morgun, miðvikudaginn 5. júlí, kl. 18. Setrið verður til húsa í Hillebrandtshúsi og er öllum velkomið að vera við opnun þess. Einn helsti hvatamaður setursins er dr. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Heiðskírt í Hafnarstrætinu

ÞAÐ var ágætis veður í höfuðborg landsins í gær til að rölta um í miðbænum, sýna sig og sjá aðra. Í Hafnarstrætinu voru margir á gangi í gær, ferðamenn sem og aðrir sem þangað áttu erindi. Enda var heiðskírt framan af degi og sól og sumarylur. Meira
4. júlí 2006 | Innlent - greinar | 1376 orð | 1 mynd

Heimsmeistarakeppnin og þýski þjóðsöngurinn

Lengi vel hefur þýski þjóðsöngurinn ekki heyrst nema við hátíðleg tækifæri og þá yfirleitt eingöngu leikinn. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 313 orð

Herjólfur ekki á undanþágu

EKKI er vitað hvort Herjólfur uppfyllir hertar kröfur Evrópureglna um tveggja hólfa lekastöðugleika, sem taka gildi í október 2010. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Hitatölur almennt yfir meðallagi

TÍÐARFAR í nýliðnum júnímánuði var úrkomu- og umhleypingasamt um landið sunnanvert, en hagstæðara norðan- og austanlands. Talsvert kuldakast gerði tólfta og þrettánda dag mánaðarins. Þetta kemur fram í yfirliti frá Veðurstofu Íslands. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Hægt að elta Þingeyinga í Andapollinum

Reyðarfjörður | Á hverju sumri er settur fiskur í Andapollinn á Reyðarfirði. Nýlega var sleppt þar 500 sprellfjörugum þingeyskum regnbogasilungum frá Norðurlaxi hf. á Laxamýri. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 82 orð

Hækka einnig bensínverð sitt

ATLANTSOLÍA og Orkan fóru að fordæmi hinna olíufélaganna og hækkuðu í gær hjá sér verðið á bæði 95 oktana bensíni og dísilolíu, en Skeljungur og Olíufélagið hækkuðu bensínið og dísilolíuna sl. laugardag og Olís hækkaði verðið hjá sér á sunnudaginn var. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Hætti að reykja og vann ferð til Rómar

Doris Róbertsdóttir hlaut lúxushelgarferð til Rómar þegar nafn hennar var dregið út úr þúsund manna hópi þátttakenda í átakinu Viðbúin-tilbúin-stopp í Íslandi í bítið á reyklausa daginn. Stóri vinningurinn hennar er þó auðvitað reykleysið. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 202 orð

Höfða mál gegn hollenska ríkinu

Haag. AFP. | Lögmannsstofa í Hollandi undirbýr nú málsókn gegn hollenska ríkinu og Sameinuðu þjóðunum fyrir hönd 7.930 ættingja fólks sem dó í fjöldamorðinu í Srebrenica í Bosníu-Herzegóvínu 1995. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Íslenskur Tristan í París

KOLBEINN Ketilsson óperusöngvari söng hlutverk Tristans í óperunni Tristan og Ísold eftir Wagner í tónleikauppfærslu í Champs-Elysée-leikhúsinu í París á laugardagskvöld. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Íslensk þjóðlög eignast heimili

ÞESSA dagana er unnið að lokafrágangi við endurbyggingu á svokölluðu Maðdömuhúsi á Siglufirði. Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar verður þar til húsa en sr. Bjarni bjó í húsinu fyrstu árin eftir að hann kom í Hvanneyrarsókn eða á árunum 1888-1898. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Kraftur býr í samtökum einstaklinga

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær aðalræðuna á fjölsóttu Heimsþingi Lions-hreyfingarinnar sem haldið er í Boston þessa dagana. . Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Kynlíf, eiturlyf og Pútín

Moskvu. AFP. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Leikur sér á öldum hafsins

BRIMIÐ hefur löngum heillað og finnst mörgum sport að skella sér á bretti og þeysast á öldum sjávar. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

Lést í bílslysi við Varmahlíð

STÚLKAN sem lést í umferðarslysi á Skagafjarðarvegi við Varmahlíð á sunnudagsmorgun hét Sigrún Kristinsdóttir, til heimilis að Vesturgili 5 á Akureyri. Hún var fædd 12. mars 1986, dóttir hjónanna Kristins Tómassonar og Guðbjargar Ingu... Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Lést í vélhjólaslysi í Öræfasveit

MAÐURINN sem lést í vélhjólaslysi í Öræfasveit á sunnudag hét Heiðar Þórarinn Jóhannsson, til heimilis að Lundargötu 10 á Akureyri. Heiðar var fæddur 15. maí 1954, hann var ókvæntur og barnlaus. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Líflegar opnanir um helgina

VEIÐI hófst í fjölmörgum laxveiðiám nú um helgina og voru opnanir víða líflegar. Þannig komu fjórir laxar á land á fyrstu vöktunum á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal en þar er veitt á fjórar stangir. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Lögreglubíll valt á leið í útkall

Lögreglubíll frá Lögreglunni í Hafnarfirði lenti út af veginum og valt á Reykjanesbraut á móts við álverið í Straumsvík um kvöldmatarleytið í gær. Tveir lögreglumenn voru í bílnum og sluppu þeir ómeiddir eftir slysið. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 815 orð | 1 mynd

Má kaupa en ekki selja

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Einhugur í afstöðu til vændismiðlara Einhugur er um það hér á landi að það eigi að vera ólöglegt að hafa milligöngu um vændi, segir í greinargerð með frumvarpi að nýjum kynferðisbrotalögum. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð

Mengunarhýsi | Slökkvilið Akureyrar hefur fengið nýtt mengunarhýsi...

Mengunarhýsi | Slökkvilið Akureyrar hefur fengið nýtt mengunarhýsi afhent og er það liður í því að stórbæta aðstöðu slökkviliðsins við mengunarslys á Norðurlandi. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 133 orð

Minnst 41 fórst í lestarslysi

Valencia. AFP, AP. | Að minnsta kosti 41 lét lífið og 39 slösuðust þegar jarðlest fór út af sporinu í borginni Valencia á austurströnd Spánar í gær. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 198 orð

Morales lýsir yfir sigri

La Paz. AFP. | Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að flokkur hans, Hreyfing í átt til sósíalismans (MAS), hefði sigrað í kosningum til sérstaks stjórnlagaþings um helgina. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 76 orð

Mun kanna hug óháðra hluthafa

VÍGLUNDUR Þorsteinsson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna, segir að á næstu dögum verði hugur óháðra hluthafa í Straumi - Burðarási kannaður og athugað hvort menn verði sammála um að bjóða fram sjálfstæðan frambjóðanda til stjórnarkjörs sem... Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 96 orð

Nýr troðari | Endurnýjun snjótroðara í Hlíðarfjalli var til umfjöllunar...

Nýr troðari | Endurnýjun snjótroðara í Hlíðarfjalli var til umfjöllunar á fundi íþrótta- og tómstundaráðs í vikunni og einnig var rætt um þátttöku Vetraríþróttarmiðstöðvar Íslands í kaupunum. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 328 orð

Of mikill hraði til að hægt væri að stöðva þotuna

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 127 orð

Ólíklegt að bílprófsaldur verði hækkaður á yfirstandandi þingi

ENGIN umræða hefur verið á yfirstandandi þingi um að hækka bílprófsaldurinn úr 17 árum í 18 ár og ekkert frumvarp þess efnis hefur komið fyrir allsherjarnefnd Alþingis. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 255 orð

Óvíst hvenær niðurstaða liggur fyrir

SIGURÐUR Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur kært frávísun héraðsdóms Reykjavíkur á fyrsta ákærulið af nítján, í endurákæru málsins, til Hæstaréttar. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 133 orð

"Aðkoman mjög ljót"

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is AÐ MINNSTA kosti sex féllu og 14 slösuðust þegar sprengja sprakk við eftirlitsstöð í bænum Trincomalee á Sri Lanka í gær. Sigurður Hrafn Gíslason, starfsmaður norrænu eftirlitssveitanna, var á vettvangi árásarinnar. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

"Það er mjög hættulegt að stoppa á leiðinni"

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is FYRSTA íslenska konan sem tekur þátt í 100 kílómetra keppnishlaupi lét sér það ekki nægja í hlaupi sem fór fram í Svíþjóð á föstudaginn heldur gerði sér lítið fyrir og sigraði hlaupið í kvennaflokki. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Ristruflanir tíðar meðal eldri manna

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð

Sekt fyrir ölvunarakstur

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri til að greiða 180 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir nytjastuld og brot á umferðarlögum. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Sigraði í 100 kílómetra löngu hlaupi

ELÍN Reed kom fyrst kvenna í mark í hlaupinu Lappland Ultra sem fór fram á föstudaginn og aðfaranótt laugardags en það er 100 kílómetra langt. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 360 orð

Sjúkleg offita að aukast

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is MILLI áranna 1992 og 2004 fjölgaði öryrkjum sem höfðu offitu sem fyrstu sjúkdómsgreiningu í örorkumati um 200%; úr 37 í 111. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 84 orð

Slasaðist í vélhjólaslysi

KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi eftir vélhjólaslys á Kirkjubraut á Akranesi í gær. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð

Sláturhúsið leigt

Króksfjarðarnes | Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga hefur tekið sláturhúsið í Króksfjarðarnesi á leigu frá 1. júní sl. Þetta gerist í framhaldi af samstarfi afurðastöðvarinnar og Kaupfélags Króksfjarðar. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 306 orð

Starfsmenn IGS leggja fram gagntilboð

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 315 orð | 1 mynd

Stefna á framboð bæði til þings og sveitarstjórnar

PAUL F. Nikolov blaðamaður hyggst stofna stjórnmálaflokk um málefni innflytjenda hér á landi og stefnir á að flokkurinn bjóði fram til bæði Alþingis og sveitarstjórnar. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 166 orð

Stofnuð til höfuðs BBC og CNN

París. AFP. | Frakkar munu í lok þessa árs ýta úr vör sjónvarpsfréttastöðinni F24 en henni er ætlað að fjalla um alþjóðamál frá "frönsku sjónarhorni", að sögn franska tímaritsins Satellifax í gær. Útsendingar hefjast 1. desember nk. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 219 orð

Sviptur ökuréttindum ævilangt

TVEIR ungir karlmenn og stúlka á unglingsaldri voru flutt á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss eftir bílveltu á Biskupstungnabraut, skammt neðan við Geysi í Haukadal, á fimmta tímanum á sunnudagsmorgun. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð

Sækja um lóð

Þyrping hf. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 140 orð

Sæluhelgarlag | Hugsum heim er heiti á Sæluhelgarlaginu í ár

Sæluhelgarlag | Hugsum heim er heiti á Sæluhelgarlaginu í ár, en Sæluhelgin verður haldin nú um komandi helgi á Suðureyri. Lagið er eftir Siggeir Siggeirsson en textinn er eftir Hildi Guðbjörnsdóttur. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Talið að lestinni hafi verið ekið of hratt

Madríd. AFP, AP. | Að minnsta kosti 41 lét lífið þegar jarðlest fór út af sporinu í borginni Valencia á austurströnd Spánar í gær. Um tuttugu manns slösuðust alvarlega. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 116 orð

Til fyrirmyndar | Í könnun sem Umferðarstofa og Slysavarnafélagið...

Til fyrirmyndar | Í könnun sem Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert varðandi öryggi barna í bílum kemur í ljós að foreldrar leikskólabarna á Akureyri og Dalvík standa sig vel hvað varðar öryggismál barna í bílum. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 1042 orð | 2 myndir

Varp mávs og kríu á Miðnesheiði allt úr skorðum

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VARP kríu og sílamávs á Miðnesheiði er allt úr skorðum í sumar, að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar, líffræðings og starfsmanns Náttúrustofu Reykjaness og doktorsnema við Háskóla Íslands. Hann hefur m.a. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Varp úr skorðum vegna fæðuskorts

VARP kríu og sílamávs á Miðnesheiði er allt úr skorðum í sumar, annað sumarið í röð. Þetta er mat Gunnars Þórs Hallgrímssonar líffræðings. Telur hann líklegast að skorti á æti sé um að kenna. Á Miðnesheiði er eitt stærsta sílamávavarp í heimi. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Vík og Hull standa fyrir órjúfanleg bönd tveggja vinaþjóða

Mýrdalur | Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhjúpaði á föstudag minnismerkið För eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur í Vík í Mýrdal. Meira
4. júlí 2006 | Erlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Þolinmæði Tígranna þrotin

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is UPPREISNARMENN úr röðum tamílsku Tígranna á Sri Lanka hafa ítrekað að fulltrúar þriggja aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) í norrænu eftirlitssveitunum (SLMM) verði að yfirgefa landið fyrir fyrsta september nk. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 376 orð | 2 myndir

Þórbergssetur opnað með viðhöfn

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 112 orð

Þrefalda þarf framlag til ritakaupa

SIGRÚN Klara Hannesdóttir landsbókavörður telur að helst þurfi að þrefalda þá fjárhæð sem notuð hafi verið til ritakaupa við Landsbókasafnið á árinu, sem var um 36 milljónir króna. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Þrír slösuðust í umferðarslysi við Vesturlandsveg

LOKA þurfti Vesturlandsvegi í um klukkutíma í gærkvöldi vegna umferðarslyss sem varð við gatnamót Vesturlandsvegar og Víkurvegar. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Þýskir lúxusbílar

H öldur-Bílaleiga Akureyrar sem um nokkurra ára skeið hefur boðið upp á þýska lúxusbíla hefur nú bætt þann flota sinn verulega. Meira
4. júlí 2006 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Æskulýðsmót heyrnarlausra í Þórsmörk

NORRÆN æskulýðsmót heyrnarlausra hófst í Húsadal í Þórsmörk um helgina og mun standa yfir til 6. júlí. Mótið er haldið hér á landi í annað sinn. Áður hélt Félag heyrnarlausra norrænt mót ungmenna í Reykholti í Borgarfirði 10. til 17. Meira

Ritstjórnargreinar

4. júlí 2006 | Leiðarar | 284 orð

Dauðaslys

Það er óskaplegt til þess að vita, að tvö banaslys hafi orðið á þjóðvegum landsins um síðustu helgi. Ekki byrjar sumarið vel. Hvað veldur því, að okkur virðist ekki ætla að takast að koma á viðunandi aga í umferðinni? Meira
4. júlí 2006 | Staksteinar | 247 orð | 1 mynd

Peningaþurrð

Flest bendir til þess, að allsherjar peningaþurrð hrjái viðskiptalífið um þessar mundir. Í síðustu viku fóru fram stór viðskipti með hlutabréf í Straumi. Þar var FL Grúppan á ferð og borgaði með hlutabréfum í sjálfri sér og í KB-banka. Meira
4. júlí 2006 | Leiðarar | 313 orð

Stuðningur Alþjóðahúss

Nokkur dæmi eru um það að erlendar konur séu beittar ofbeldi, kúgun, vinnuþrælkun eða annars konar misnotkun í hjónabandi á Íslandi að því er kemur fram í máli Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss, í Morgunblaðinu í gær. Meira
4. júlí 2006 | Leiðarar | 290 orð

Þjórsárver: Ekki eftir neinu að bíða

Engar pólitískar forsendur virðast lengur fyrir því að nokkurn tímann verði ráðizt í gerð Norðlingaölduveitu. Stjórnarandstaðan hefur fyrir alllöngu öll snúizt gegn hvers konar virkjunaráformum í eða í grennd við Þjórsárver. Meira

Menning

4. júlí 2006 | Kvikmyndir | 261 orð | 2 myndir

Adam Sandler klikkar ekki

NÝJASTA mynd Adams Sandlers, Click , fer beint í toppsætið þessa vikuna. Um helgina sóttu rúmlega sex þúsund manns þessa ævintýrafantasíu sem segir frá ungum og metnaðarfullum fjölskylduföður sem kemst yfir yfirnáttúrulega fjarstýringu. Meira
4. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 107 orð | 1 mynd

Áhugaverðar heimildarmyndir

Í þættinum Taka tvö í Sjónvarpinu í kvöld ræðir Ásgrímur Sverrisson við Þorfinn Guðnason kvikmyndastjóra. Um miðbik tíunda áratugarins sneri hann sér að gerð heimildarmynda. Meira
4. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 218 orð | 1 mynd

Á leiksviði Portúgala

Ég hef beðið eftir þessum degi í fjögur ár. Undanúrslit í HM í knattspyrnu! Ég hef líka beðið eftir deginum á morgun í fjögur ár. Þá verður hinn undanúrslitaleikurinn! Meira
4. júlí 2006 | Tónlist | 385 orð | 2 myndir

Einlægt og snyrtilegt

Geisladiskur Láru Rúnarsdóttur, Þögn. Lög og textar eru eftir hana sjálfa. Meira
4. júlí 2006 | Leiklist | 466 orð | 1 mynd

Einn síns liðs

Flytjandi: Eric Bogosian, leikstjóri: Jo Bonney. Act Alone, leiklistarhátíð á Ísafirði fimmtudaginn 29. júní 2006. Meira
4. júlí 2006 | Tónlist | 141 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Fyrsta plata Snorra Snorrasonar sem sigraði í síðustu Idol-stjörnuleit kemur út í dag, en platan heitir Allt sem ég á. Meira
4. júlí 2006 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Höfundur Harry Potter-bókanna, J.K. Rowling , hefur sætt harðri gagnrýni aðdáenda bókanna eftir að hún upplýsti að ein aðalsöguhetja bókanna myndi láta lífið í síðustu bókinni um galdrastrákinn og vini hans. Meira
4. júlí 2006 | Menningarlíf | 35 orð

i8 lokað í bili

GALLERÍIÐ i8 við Klapparstíg verður lokað vegna breytinga og sumarleyfa til 26. júlí. Mun það verða opnað aftur þann dag og þá með sumarsýningu, sem inniheldur verk ýmissa myndlistarmanna er safnið hefur á sínum... Meira
4. júlí 2006 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

Logi þjálfar nördana

LOGI Ólafsson, fyrrv. landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hefur tekið að sér þjálfun hins nýja fótboltaliðs KF Nörd. Sýningar á veruleikaþætti um þjálfun liðsins hefjast á Sýn 31. ágúst. Meira
4. júlí 2006 | Tónlist | 257 orð

Máttlaus flugeldasýning

Verk eftir Beethoven, Schubert, Chopin, Scriabin og Marga Richter. Föstudagur 30. júní. Meira
4. júlí 2006 | Tónlist | 908 orð | 2 myndir

Natchez brennur

Hinn 23. apríl 1940 var haldin skemmtun í Natchez, smábæ í Mississippi, um 200 kílómetra norðvestur af New Orleans. Skemmtunin var í gamalli bárujárnsskemmu og neglt fyrir gluggana til að koma í veg fyrir að menn svindluðu sér inn. Meira
4. júlí 2006 | Myndlist | 37 orð | 1 mynd

Opnun í Safni

SÝNING á nýlegum málverkum bandarísku myndlistarkonunnar Joan Backes var opnuð í Safni við Laugarveg 37 á laugardaginn og var listakonan viðstödd opnunina. Meira
4. júlí 2006 | Leiklist | 190 orð | 1 mynd

Penetreitor snýr aftur

LEIKRITIÐ Penetreitor eftir Anthony Neilson, sem sýnt var við miklar vinsældir síðasta sumar, verður tekið aftur til sýninga 11. júlí. Meira
4. júlí 2006 | Myndlist | 799 orð | 2 myndir

"Það þarf þolinmæði til að vefa"

Í fordyri Hallgrímskirkju stendur yfir sýning á verkum Ásgerðar Búadóttur. Ásgeir Ingvarsson ræddi við listakonuna um ferilinn og listina og verkin á sýningunni. Meira
4. júlí 2006 | Tónlist | 613 orð | 1 mynd

Spila með Gospelkór Reykjavíkur

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is HLJÓMSVEITIN Sálin hans Jóns míns mun gera víðreist í sumar og halda tónleika víðs vegar um landið. Meira
4. júlí 2006 | Tónlist | 711 orð | 3 myndir

Sturtan gulls ígildi eftir hátíðina

Eftir Helgu Þóreyju Jónsdóttur Hróarskelduhátíðinni var slitið á hefðbundinn hátt á sunnudaginn. Þá er hægt að kaupa sér sérstakan passa sem gildir bara fyrir sunnudaginn. Meira
4. júlí 2006 | Menningarlíf | 679 orð | 2 myndir

Tómt mál að tala um Háskóla Íslands í hópi 100 þeirra bestu

Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hsb@mbl.is Í GREIN Guðna Elíssonar sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins um helgina viðraði hann þá skoðun sína að gjörbylta þurfi bókasafnsmálum Háskóla Íslands til að gera hann að frambærilegum rannsóknaháskóla. Meira
4. júlí 2006 | Tónlist | 97 orð | 1 mynd

Uppselt er á tónleika Nicks Cave í Reykjavík, en síðustu miðarnir...

Uppselt er á tónleika Nicks Cave í Reykjavík, en síðustu miðarnir seldust upp á laugardaginn. Nick Cave kemur fram í Laugardalshöll hinn 16. september ásamt hljómsveit sem skipuð er Bad Seeds meðlimunum Martyn P. Casey , Jim Scavunos og Warren Ellis . Meira
4. júlí 2006 | Myndlist | 63 orð | 1 mynd

Vatnslitaverk á Listasafni ASÍ

MARGT var um manninn við opnun sumarsýningar Listasafns ASÍ við Freyjugötu síðastliðinn laugardag. Meira
4. júlí 2006 | Menningarlíf | 681 orð | 2 myndir

Vildu ekki gamlan traktor í hlutverkið

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is KOLBEINN Ketilsson óperusöngvari var að búa sig undir notalega fótboltahelgi við sjónvarpið á föstudaginn þegar umboðsmaður hans í London hringdi í hann, með þá spurningu hvernig hann ætlaði að verja helginni. Meira

Umræðan

4. júlí 2006 | Bréf til blaðsins | 353 orð

Áfram, Einar Oddur!

Frá Lýði Árnasyni: "Þetta Ísland er undarlegt samfélag að verða." Meira
4. júlí 2006 | Aðsent efni | 418 orð | 2 myndir

Á þetta að vera svona (áfram)?

Eftir Karl Axelsson og Ragnar Halldór Hall: "Nú verður einhver að axla ábyrgð, ef ekki á verr að fara..." Meira
4. júlí 2006 | Aðsent efni | 571 orð | 1 mynd

Hvers vegna Sjóvár-brautin?

Þór Sigfússon skrifar um hugmyndir Sjóvár um að vera í forystu fyrir breikkun Suðurlandsvegar um Hellisheiði: "Í mínum huga á ríkið að líta á áhuga einkaaðila til að takast á við svona verkefni sem tækifæri en ekki sem ógnun." Meira
4. júlí 2006 | Aðsent efni | 189 orð | 1 mynd

Iðnaðarráðherra lýsi stuðningi við stækkun friðlandsins í Þjórsárverum

Árni Finnsson skrifar um umhverfismál: "Það er löngu tímabært að iðnaðarráðherra með fulltingi ríkisstjórnarinnar slái Norðlingaölduveitu af..." Meira
4. júlí 2006 | Aðsent efni | 1337 orð | 1 mynd

Ný landsýn

Eftir Héðin Unnsteinsson: "Geðsjúkdómar eru ekki lengur neitt jaðarfyrirbrigði í samfélögum okkar og þaðan af síður geðsjúklingar, þegar eitt af hverjum fjórum okkar er geðsjúklingur." Meira
4. júlí 2006 | Velvakandi | 487 orð

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Sannleikurinn er sagna bestur HALLDÓR Carlsson var ekki nógu nákvæmur í pistli sínum "Sannleikurinn fyrnist ekki" í Velvakanda í gær, 3. júlí. Herforingjabyltingin í Chile átti sér ekki stað á árabilinu 1975-77, þegar Halldór segir George H.W. Meira
4. júlí 2006 | Aðsent efni | 699 orð | 3 myndir

Ýsuafli 101% meiri en við upptöku kvótakerfisins

Vilhjálmur Jens Árnason skrifar um þróun fiskistofna: "Það er afar mikilvægt að gera skýran greinarmun á aflamarkskerfinu, sem er aðferð til að hámarka afrakstur þess sem ákveðið er að veiða, og vísindunum sem ákvörðun um hámarksafla byggist á." Meira
4. júlí 2006 | Aðsent efni | 631 orð | 1 mynd

Þegar Hreggviður Jónsson breytti Íslandssögunni

Guðni Th. Jóhannesson skrifar um þróun landhelgismála: "Sem sagt, hefðu Hreggviður Jónsson og hinar þjóðhetjurnar 49 ekki gengið fram fyrir skjöldu hefði nákvæmlega ekkert gerst í landhelgismálum Íslendinga." Meira

Minningargreinar

4. júlí 2006 | Minningargreinar | 1372 orð | 1 mynd

ÁRMANN HELGASON

Ármann Helgason fæddist á Þórustöðum í Öngulsstaðahreppi (nú Eyjafjarðarsveit) 17. desember 1917. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Helgi Eiríksson, bóndi, f. 12. júlí 1884, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2006 | Minningargreinar | 877 orð | 1 mynd

ÓLI HAUKUR SVEINSSON

Óli Haukur Sveinsson fæddist í Reykjavík 16. maí 1931. Hann andaðist í Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveinn Sæmundsson, rannsóknarlögreglumaður frá Lágafelli í Landeyjum, f. 12. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2006 | Minningargreinar | 1533 orð | 1 mynd

SIGURÐUR KRISTJÁN KRISTBJÖRNSSON

Sigurður Kristján Kristbjörnsson fæddist í Reykjavík 12. janúar 1942. Hann lést á krabbameinsdeild 11E á Landspítala við Hringbraut að kvöldi sunnudagsins 25. júní síðastliðins. Foreldrar hans voru Kristbjörn Kristjánsson járnsmiður í Reykjavík, f. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2006 | Minningargreinar | 2181 orð | 1 mynd

SOFFÍA JÓNSDÓTTIR

Soffía Jónsdóttir fæddist á Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu 22. janúar 1910. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Kristvinsson bóndi og Guðný Anna Jónsdóttir húsmóðir. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2006 | Minningargreinar | 1434 orð | 1 mynd

ÞORKELL BIRGISSON

Þorkell Birgisson fæddist á Ísafirði 8. júní 1956. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 24. júní síðastliðinn. Foreldrar hans eru Helga Svandís Helgadóttir húsmóðir, f. 11.10. 1935, og Birgir Sigurbjartsson málarameistari, f. 8.4. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2006 | Minningargreinar | 1823 orð | 1 mynd

ÞÓRIR MÁR JÓNSSON

Þórir Már Jónsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1922. Hann lést á Vífilsstöðum 26. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jónsson frá Mörk í Reykjavík, f. 22. júní 1883, d. 27. febrúar 1971 og Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Vatnsleysuströnd, f. 19. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

4. júlí 2006 | Sjávarútvegur | 672 orð | 1 mynd

Aukið þorskeldi

MIKIL aukning hefur orðið í áframeldi á þorski á síðustu árum. Á árinu 2004 var slátrað tæpum 600 tonnum af eldisþorski og um 1.000 tonnum á síðasta ári. Meira

Viðskipti

4. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 119 orð | 1 mynd

Barr öruggt um að ná Pliva

LYFJAFYRIRTÆKIÐ Barr sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem haft er eftir Bruce Downey , stjórnarformanni og framkvæmdastjóra félagsins, að hann sé öruggur um að hluthafar Pliva muni taka tilboði Barr. Meira
4. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 191 orð

Cyntellect hætt við skráningu

HÆTT hefur verið við skráningu líftæknifélagsins Cyntellect á iSEC-hlutabréfamarkaðinn. iSEC er nýr hlutabréfamarkaður í Kauphöll Íslands sem var opnaður fyrir viðskipti í gær með skráningu Hampiðjunnar. Meira
4. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Forstjórar EADS og Airbus segja af sér

FRAKKINN Noel Forgeard, annar forstjóra evrópska flugvéla- og vopnaframleiðslurisans EADS, og Þjóðverjinn Gustav Humbert, forstjóri Airbus, sögðu af sér um helgina vegna tafa á framleiðslu risaþotunnar Airbus A380 . Meira
4. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Hlutabréf lækka

ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,91% í Kauphöll Íslands í gær og var 5.425 stig við lok viðskipta. Lítil velta var á hlutabréfamarkaði og voru aðeins gerð viðskipti fyrir 845 milljónir króna. Velta á skuldabréfamarkaði var 11,8 milljarðar króna. Meira
4. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 76 orð | 1 mynd

Magnús og Kristinn með 24,9% í FL Group

SALA Magnúsar Kristinssonar, Kristins Björnssonar og félaga þeim tengdum, á tæpum 24% hlut í Straumi-Burðarási til FL Group gengur í gegn hinn 20. júlí nk. Töluverðar breytingar verða á eignarhaldi FL Group við viðskiptin, en skv. Meira
4. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 163 orð

Mishkin skipaður seðlabankastjóri

GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur skipað dr. Frederic S. Mishkin einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna. Var þetta tilkynnt í Hvíta húsinu um helgina, um leið og Bush skipaði í nokkrar aðrar stöður í stjórnkerfi Bandaríkjanna. Meira
4. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Unity Investment stýrt frá Íslandi

FL GROUP tilkynnti til Kauphallar í gær um þátttöku félagsins í fjárfestafélaginu Unity Investments ehf. ásamt Baugi og Kevin Stanford. Meira
4. júlí 2006 | Viðskiptafréttir | 240 orð | 1 mynd

Vill kanna hug minni hluthafa um óháðan stjórnarmann

Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is EKKERT tilboð hafði borist í hlut Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Straumi - Burðarási fjárfestingabanka þegar tilboðsfrestur rann út á hádegi í gær. Meira

Daglegt líf

4. júlí 2006 | Daglegt líf | 147 orð | 1 mynd

Forðast skal blá sólgler

ÞEGAR menn standa frammi fyrir vali á sólgleraugum er mælt með því að gul- og hunangslituð gler séu tekin fram yfir þau bláleitu, að því er dr. Janet Sparrow, prófessor í augnlækningum við Columbia-háskólann í New York, hefur bent á. Meira
4. júlí 2006 | Daglegt líf | 603 orð | 2 myndir

Ritstjóri í fjarvinnu

Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Íslandskort þekur heilan vegg á skrifstofu ritstjóra eins í Gautaborg. Hann kíkir á kortið á hverjum degi enda er landafræði drjúgur þáttur í starfi hans sem ritstjóra íslenska tímaritsins Útiveru . Meira
4. júlí 2006 | Daglegt líf | 169 orð | 1 mynd

Villandi markaðssetning úr sögunni?

VILLANDI markaðssetning á matvörum mun heyra sögunni til ef ákvörðun Evrópuþingsins þess efnis nær fram að ganga. Í Göteborgs Posten er greint frá því að markmið tillögunnar sem liggur fyrir Evrópuþinginu sé m.a. Meira

Fastir þættir

4. júlí 2006 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli . Í dag, 4. júlí, er sextugur Ísleifur Pétursson

60 ÁRA afmæli . Í dag, 4. júlí, er sextugur Ísleifur Pétursson, Ársölum 1. Hann hefur starfað hjá Sameinuðu þjóðunum síðastliðin 25 ár. Hann ásamt konu sinni, Auði Albertsdóttur, fagnar deginum með fjölskyldu og... Meira
4. júlí 2006 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli . Í dag, 4. júlí, er sjötugur Sigurður E. Hannesson

70 ÁRA afmæli . Í dag, 4. júlí, er sjötugur Sigurður E. Hannesson múrarameistari, Strandvegi 7, Garðabæ. Eiginkona hans er Guðrún Böðvarsdóttir . Þau eru að heiman í... Meira
4. júlí 2006 | Árnað heilla | 32 orð | 1 mynd

75 ÁRA afmæli . Í dag, 4. júlí, er 75 ára Pétur Urbancic

75 ÁRA afmæli . Í dag, 4. júlí, er 75 ára Pétur Urbancic . Eiginkona hans er Ebba Egilsdóttir Urbancic og munu þau gleðjast með börnum sínum og fjölskyldu í tilefni... Meira
4. júlí 2006 | Fastir þættir | 194 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Óvænt endalok. Meira
4. júlí 2006 | Fastir þættir | 26 orð

Gætum tungunnar

Sagt var: Ég er sammála því sem Jón sagði í ræðunni. RÉTT VÆRI: Ég er samþykk(ur) því sem... Eða: Ég er Jóni sammála um efni... Meira
4. júlí 2006 | Dagbók | 52 orð | 1 mynd

Kiwanismenn afhentu bókarverðlaun

KIWANISMENN úr Kiwanisklúbbnum Setbergi Garðabæ heimsóttu grunnskóla Garðbæjar, Hofsstaðaskóla, Flataskóla og Garðaskóla, á dögunum og afhentu nemendum bókarverðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku. Meira
4. júlí 2006 | Í dag | 50 orð | 1 mynd

Leikur á Klambratúni

Reykjavík | Þessir fjörugu krakkar léku sér í leiktækjunum á Klambratúni í blíðskaparveðri um helgina. Ekki hafa þeir nú verið margir góðviðrisdagarnir í sumar til að nota þetta ágæta útivistarsvæði í hjarta Reykjavíkur. Meira
4. júlí 2006 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að...

Orð dagsins: Takið því hver annan að yður, eins og Kristur tók yður að sér, Guði til dýrðar. (Rómv. 15, 7. Meira
4. júlí 2006 | Fastir þættir | 153 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e6 7. Bd3 Rbd7 8. O-O Dc7 9. De2 b5 10. f4 b4 11. Rd1 Bb7 12. Rf2 g6 13. Bd2 Db6 14. c3 Bg7 15. e5 Rd5 16. Rf3 dxe5 17. fxe5 O-O 18. Kh1 bxc3 19. bxc3 Dc7 20. Hae1 Rxc3 21. Hc1 Bxf3 22. Meira
4. júlí 2006 | Í dag | 554 orð | 1 mynd

Skemmtileg barnanámskeið

Helga Vollertsen fæddist í Reykjavík 1983. Hún lauk stúdentsprófi frá Birkerød gymnasium í Danmörku 2002 og lýkur í haust BA-námi í þýsku annars vegar og sagnfræði hins vegar frá Háskóla Íslands. Meira
4. júlí 2006 | Í dag | 58 orð

Stropuð Hrafnsegg

STROPUÐ Hrafnsegg kallast sýning sem var opnuð í Gjábakka, Fannborg 8 í Kópavogi. Hér er um frekar óvenjulega sýningu að ræða en hún samanstendur af ljóðum sem Hrafn Sæmundsson, prentari og félagsmálatröll í Kópavogi, hefur ort á undanförnum árum. Meira
4. júlí 2006 | Fastir þættir | 272 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Hvað kallar maður fólkið sem býr í Mexíkó? Frammi fyrir þessari spurningu stóð Víkverji í fjölskylduboði á dögunum. Tilefnið var heimsmeistaramótið í knattspyrnu en Mexíkó stóð þá í eldlínunni. Meira

Íþróttir

4. júlí 2006 | Íþróttir | 142 orð

Aldrei fleiri spjöld

DÓMARAR á HM hafa verið mjög spjaldaglaðir og hafa þeir sýnt fimm gul og rauð spjöld að meðaltali á leik í Þýskalandi. Alls hafa farið 293 gul spjöld á loft í 60 leikjum og 27 rauð. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 423 orð | 1 mynd

* ALFREÐ Gíslason, þjálfari Gummersbach, hefur fengið tvo nýja leikmenn...

* ALFREÐ Gíslason, þjálfari Gummersbach, hefur fengið tvo nýja leikmenn til liðs við liðið. Sverrir Björnsson frá Fram, sem fær það hlutverk að leika í vörninni, og skyttuna Goran Stojanovic, 29 ára, frá Serbíu, sem hefur leikið með Pfullingen. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

* ARGENTÍNSKI miðjumaðurinn Lionel Messi vísar þeim fregnum á bug að...

* ARGENTÍNSKI miðjumaðurinn Lionel Messi vísar þeim fregnum á bug að hann sé á leið frá Evrópumeisturum Barcelona til Real Madrid . ,,Ég veit ekki hvaðan þetta er komið en ég er ekkert að fara frá Barcelona. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Ásthildur skoraði sitt tíunda mark

ÁSTHILDUR Helgadóttir, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, skoraði eitt marka Malmö þegar liðið lagði Qbik, 3:1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Ásthildur skoraði annað mark Malmö í leiknum og kom sínu liði yfir á 64. mínútu leiksins. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 191 orð

Evrópumeistarar Grikkja í bann hjá FIFA

ALÞJÓÐAKNATTSPYRNUSAMBANDIÐ, FIFA hefur sett Evrópumeistara Grikkja í knattspyrnu í bann. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 152 orð | 1 mynd

Federer á siglingu á Wimbledon-mótinu

ROGER Federer, efsti maður styrkleikalistans í karlaflokki á Wimbledon-mótinu í tennis, komst áfram í 4. umferð mótsins í gær og það gerði einnig Rafael Nadal. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 135 orð

Framarar byrja gegn Stjörnunni

HANDKNATTLEIKSSAMBAND Íslands, HSÍ, hefur sent frá niðurröðun leikja í úrvalsdeild karla og kvenna á næsta keppnistímabili. Átta lið verða í efstu deild karla og leika þau þrefalda umferð, eða 21 umferð. Íslandsmeistarar Fram fá verðugt verkefni í 1. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 169 orð

Frings í banni gegn Ítölum

TORSTEN Frings miðjumaður þýska landsliðsins í knattspyrnu var í dag úrskurðaður í bann af aganefnd FIFA sem þýðir að hann verður ekki með Þjóðverjum þegar þeir mæta Ítölum í undanúrslitum HM í Dortmund í kvöld. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 659 orð | 1 mynd

Förum brosandi heim í eyjuna fögru

ÞAÐ voru ekki liðnir nema fjórir dagar síðan Fylkir og ÍBV mættust í úrvalsdeildinni og skildu liðin þá jöfn í miklum baráttuleik. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 47 orð

Í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeildin: Stjörnuvöllur: Stjarnan - Valur 19.15 Keflavík: Keflavík - Fylkir 19.15 KR-völlur: KR - Breiðablik 19.15 3. deild karla, B-riðill: Framvöllur: Markaregn - Léttir 19 3. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 760 orð | 2 myndir

"Áhorfendur verða okkar tólfti maður"

MIKIL spenna ríkir fyrir leik Þjóðverja og Ítala sem mætast í fyrri undanúrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Dortmund í kvöld. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 561 orð

"Komst ekki lengra"

Bjarni Jóhannsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, lét af störfum í gær eftir að hafa komist að samkomulagi um starfslok sín við stjórn félagsins. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 666 orð | 1 mynd

"Mjög óvænt"

ÞAÐ dugði Grindvíkingum, sem eru í 3. sæti efstu deildar, skammt að halda boltanum langtímum saman og spila vel úti á velli þegar þeir sóttu 1. deildar liðið Þrótt heim í Laugardalinn í gærkvöldi í 16 liða úrslitum bikarkeppninnar. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 80 orð

Scolari heldur áfram með Portúgala

LUIZ Felipe Scolari landsliðsþjálfari Portúgala hefur samþykkt að gera nýjan tveggja ára samning við portúgalska knattspyrnusambandið. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 125 orð

Stjarnan á sterkt mót í Þýskalandi

BIKARMEISTARAR Stjörnunnar í handknattleik karla taka þátt í sterku móti í Þýskalandi 1. til 5. ágúst. Hér er um að ræða hið árlega Sparisjóðsmót, Sparkassen-Cup, sem fer fram í Hessen-Thüringen. Stjarnan tók einnig þátt í mótinu í fyrra. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

Tíundi stórmeistaratitill Anniku Sörenstam

SÆNSKA golfdrottningin Annika Sörenstam tryggði sér í gær sinn tíunda risatitil er hún sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu sem fram fór á Newport-vellinum. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 65 orð

UEFA-úrslit í Manchester?

ESTLANDS-leikvöllurinn, heimavöllur Manchester City, er einn af fjórum leikvöngum sem koma til greina að úrslitaleikur UEFA-bikarkeppninnar fari fram á í maí 2008. Völlurinn tekur 48.500 áhorfendur í sæti. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 79 orð

Úrslit

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, 16 liða úrslit karla: Fylkir - ÍBV 1:2 Peter Gravesen 12. - Bjarni Hólm Aðalsteinsson 19., 76. Þróttur R. - Grindavík 2:1 Ingvi Sveinsson 2., Ray Anthony Jónsson (sjálfsmark) 81. - Mounir Ahandour 72. Meira
4. júlí 2006 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Yfir þúsund stig hjá Helenu

HELENA Sverrisdóttir, fyrirliði 18 ára landsliðs kvenna í körfuknattleik, náði þeim áfanga á nýafstöðnu Norðurlandamóti unglinga í Svíþjóð að skora sitt þúsundasta stig fyrir yngri landslið Íslands. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.