Greinar miðvikudaginn 25. október 2006

Fréttir

25. október 2006 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd | ókeypis

25 fjölskyldur í draumaferð með Vildarbörnum

25 BÖRNUM og fjölskyldum þeirra var afhentur ferðastyrkur frá Vildarbörnum sl. laugardag. Barninu og fjölskyldu þess er boðið í utanlandsferð að eigin vali til áfangastaða Icelandair og er allur kostnaður við ferðina greiddur, þ.e. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

4.767 íbúar búa núna í Grafarholtshverfi

Grafarholt | Uppbygging Grafarholtshverfisins hefur gengið vel fyrir sig og er vestari hluti hverfisins að mestu fullgerður. Af 970 íbúðum eru 962 fullgerðar og komnar í notkun, en aðeins 8 íbúðir enn í byggingu. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 901 orð | ókeypis

Bréf Jóns Ásgeirs Jóhannessonar til saksóknara

MORGUNBLAÐINU hefur borist bréf stílað á Jón H. B. Snorrason, saksóknara, sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, afhenti við yfirheyrslur hjá embætti ríkislögreglustjóra í gær. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd | ókeypis

Deila um Lieberman gæti orðið stjórn Ísraels að falli

Jerúsalem. AFP. | Frammámenn í Verkamannaflokknum í Ísrael hvöttu til þess í gær að Lieberman segði sig úr stjórn landsins eftir að Ehud Olmert forsætisráðherra náði samkomulagi um að þjóðernisflokkurinn Yisrael Beitenu gengi í stjórnina. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd | ókeypis

Draga gemsar úr frjósemi?

NÝ BANDARÍSK rannsókn bendir til þess, að karlar sem tala tímunum saman í farsíma skaði sæðisfrumur sínar með notkuninni og hún dragi þannig úr frjósemi. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 97 orð | ókeypis

Dvínandi ESB-áhugi

Ankara. AFP. | Tveir af hverjum þremur Tyrkjum treysta ekki Evrópusambandinu, ESB, og áhugi þeirra á aðild hefur ekki áður verið minni. Kemur það fram í nýrri könnun. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 88 orð | ókeypis

Eftirspurn eftir gagnrýnni fréttamennsku?

Friðrik Þór Guðmundsson blaðamaður heldur fyrirlesturinn Er eftirspurn eftir gagnrýnni fréttamennsku? á félagsfræðitorgi við Háskólann á Akureyri í dag kl. 12.00 í stofu L101 á Sólborg. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 42 orð | ókeypis

Eingöngu sjálfboðaliðar

Í FRÉTT í blaðinu sem birtist á mánudaginn þar sem sagt var frá ráðstefnunni Björgun 2006 kom fram að flestar íslenskar björgunarsveitir væru að mestu leyti skipaðar sjálfboðaliðum. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 622 orð | 2 myndir | ókeypis

Endalok þorskastríðs, Johnson og NATO

Í GÖGNUM sem Þjóðskjalasafn Íslands hefur afhent Kjartani Ólafssyni kemur fram að dómsmálaráðuneytið óskaði þrisvar eftir heimildum til að hlera síma á skrifstofu Sósíalistaflokksins og tvisvar hjá Samtökum hernámsandstæðinga. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

Enginn grunur um misnotkun

Eftir Andra Karl andri@mbl.is GRUNNSKÓLAKENNARI á Akranesi varð fyrir um hálfum mánuði uppvís að vörslu barnakláms. Enginn grunur liggur þó fyrir um að maðurinn hafi leitað á nemendur. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 669 orð | 4 myndir | ókeypis

Félagið leiði þróun á gamla varnarsvæðinu

Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. var haldinn í gær en félaginu er ætlað að leiða þróun og breytingu á hluta af varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll og koma því í arðbær og borgaraleg not. Ríkið leggur til hlutaféð. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd | ókeypis

Fimm hlutu styrk úr Jafnréttissjóði fyrir árið 2006

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÚTHLUTAÐ var úr Jafnréttissjóði í fyrsta sinn í gær og hlutu fimm verkefni styrk samtals að upphæð 8,9 milljónir kr. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 37 orð | ókeypis

Gámur valt af tengivagni

GÁMUR valt af tengivagni flutningabíls á Suðurlandsvegi við Rauðavatn um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Engin slys urðu á mönnum við óhappið að sögn lögreglu. Vagninn skemmdist nokkuð þar sem hann snerist af bílnum en bíllinn stóð óskemmdur... Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd | ókeypis

Gunnar Helgason

GUNNAR Helgason, fyrrverandi forstöðumaður Ráðningarskrifstofu Reykjavíkurborgar, lést í gær á Landspítalanum í Fossvogi, 81 árs að aldri. Gunnar fæddist 10. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd | ókeypis

Halldór tilnefndur af Íslands hálfu

Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is HALLDÓR Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið tilnefndur af Íslands hálfu í starf framkvæmdastjóra norrænu ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 388 orð | 2 myndir | ókeypis

Hefð fyrir notkun upplýsinga úr félagaskrám

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 164 orð | ókeypis

Hjálpa ungmennum í námi

HJÁLPARSTOFNUN kirkjunnar afgreiddi 2.906 umsóknir um aðstoð úr 54 sveitarfélögum á starfsárinu 2005-2006, samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar. 620 manns leituðu aðstoðar í fyrsta skipti. Afgreiðslum fjölgaði um 5% frá fyrra starfsári. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð | ókeypis

Hollvinasamtök Óðins stofnuð

STOFNFUNDUR Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins verður haldinn á morgun, fimmtudag, kl. 16, í Víkinni, sjóminjasafni Reykjavíkur, Grandagarði 8. "Fundurinn er opinn öllum þeim sem vilja varðveita þetta sögufræga skip. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 462 orð | 1 mynd | ókeypis

Hraðakstur eykur svifryk

Reykjavík | Verði ekkert að gert mun magn svifryks í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu fara yfir heilsuverndarmörk árið 2010. Sökum þessa telja sérfræðingar nú aðgerða þörf enda eru sveitarfélög, skv. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

Hættuleg efni í smíðastofum í skólum

Í smíðastofum í grunnskólum landsins er loftræsing oft léleg. Börnin meðhöndla hættuleg efni og oft er ekki til áætlun um viðbrögð ef eitthvað bregður út af. Þetta kom fram á fundi heilbrigðisfulltrúa sem haldinn var fyrir helgi. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd | ókeypis

Jákvæð niðurstaða fyrir embættið

HARALDUR Johannessen ríkislögreglustjóri segir að í stjórnsýsluúttekt ríkisendurskoðunar sé fjallað um embættið með afar jákvæðum hætti, enda komi þar fram að embættið hafi staðið undir væntingum og náð þeim markmiðum sem að var stefnt með stofnun þess. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 119 orð | ókeypis

Kanínur ógna sjófuglum

KANÍNUR eru að eyðileggja búsvæði sjófugla í útrýmingarhættu á afskekktri ástralskri eyju, að sögn náttúruverndarsamtakanna WWF, sem vilja að kanínunum verði fargað. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd | ókeypis

Kim ekki með aðra tilraun

Peking. AFP. | Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur tjáð stjórnvöldum í Kína, að hann hafi ekki í hyggju að gera aðra tilraun með kjarnorkusprengingu svo fremi þrýstingur á hann og stjórn hans verði ekki aukinn. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

Kúlunni varpað af miklu afli

GRUNNSKÓLAMÓT Reykjavíkur í frjálsum íþróttum fer nú fram í Laugardalshöllinni og eigast þar við krakkar úr 5. til 8. bekk úr nokkrum Reykjavíkurfélögum. Mikill fjöldi barna tók þátt í frjálsíþróttagreinunum í gær. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 543 orð | 1 mynd | ókeypis

Kynntist alþjóðlegu starfi í vinnu við þjálfun Keikós

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 138 orð | ókeypis

Kærðir vegna belta og farsíma

130 ÖKUMENN í Reykjavík hafa verið kærðir það sem af er október fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Þá hafa 200 ökumenn og farþegar verið kærðir fyrir að nota ekki bílbeltin að sögn lögreglunnar. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 274 orð | ókeypis

Lengi ljóst að slippirnir færu

GÍSLI Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna segir hafa verið ljóst fyrir löngu að Daníelsslippur myndi víkja fyrir nýju skipulagi á Mýrargötureitnum, þótt hann skilji eftirsjá starfsmanna vegna endaloka fyrirtækisins. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð | 2 myndir | ókeypis

Léku fyrir þúsundir í Sjanghaí

KVARTETT Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosasonar kom fram á tvennum tónleikum á dögunum í 2.000 manna konsertsal í Sjanghaí á samnefndri listahátíð þar í borg. Kvartettinn var eina djassatriðið á hátíðinni og segir Jóel að vel hafi tekist til. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd | ókeypis

Lést í umferðarslysi á laugardag

MAÐURINN sem lést í umferðarslysi á fáförnum vegslóða, sem liggur af Sprengisandsleið áleiðis að Búðarhálsi um svonefnt Tryppavað á Þóristungum, ofan við við Hrauneyjar, aðfaranótt sl. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd | ókeypis

Lofar góðri skemmtun á HM 2010

FLUTNINGABIFREIÐ ekur framhjá stórri veggmynd af knattfimum dreng en hún minnir á að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður í Suður-Afríku árið 2010. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 786 orð | 2 myndir | ókeypis

Mótmælin halda áfram

MÓTMÆLI halda áfram að streyma inn til íslenskra stjórnvalda vegna þeirrar ákvörðunar að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 491 orð | 1 mynd | ókeypis

Náttúra, útvegur, mannlíf

EINSTÖK náttúra, sterkur sjávarútvegur og gott mannlíf er sá trausti grunnur sem íbúar Dalvíkurbyggðar telja byggðarlagið geta byggt á til framtíðar, að því er fram kom á íbúaþingi sem haldið var þar í bæ um síðustu helgi. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 1045 orð | 2 myndir | ókeypis

Óskir um meira en 150 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði

Umfangsmikil uppbygging stendur fyrir dyrum við hafnarsvæði í Reykjavík. Vegna mikillar eftirspurnar eftir lóðum var samþykkt á fundi hafnarstjórnar Faxaflóahafna í gær að flýta framkvæmdar- og þróunaráætlun fyrirtækisins. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 152 orð | ókeypis

Óttast hrun í vistkerfi jarðarinnar

NÚVERANDI neysla og ásókn í auðlindir jarðar er líkleg til að valda víðtæku hruni í vistkerfinu um miðja þessa öld. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðanáttúruverndarsamtökunum, WWF. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd | ókeypis

Ragnar krefst hleranagagna

RAGNAR Arnalds rithöfundur og fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, hyggst krefjast afhendingar gagna, frá þjóðskjalaverði, sem snúa að hlerunum á síma hans á 7. áratugnum. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Ráðleggja öldruðum

Árborg | Björgunarfélag Árborgar og Slysavarnadeildin Björg á Eyrarbakka bjóða eldri íbúum Árborgar að koma í heimsókn til þeirra og gera úttekt á slysavörnum á heimilinu. Eiga allir íbúar 75 ára og eldri kost á þessari þjónustu. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 38 orð | ókeypis

Reykur í heimahúsi í Reykjavík

SLÖKKVILIÐ var kallað út vegna reyks í heimahúsi við Hátún í Reykjavík í gær. Húsið var mannlaust og engan sakaði. Pottur hafði gleymst á heitri hellu og myndaðist reykur af því. Ekki er talið að skemmdir hafi... Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 182 orð | ókeypis

Ræða um hnattvæðingu og laun

HNATTVÆÐINGIN og staða launafólks er meginviðfangsefni á ársfundi Alþýðusambands Íslands sem haldinn verður dagana 26. og 27. október á Hótel Nordica í Reykjavík. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Samstarfið varð ýmsum vonbrigði

BENEDIKT Sigurðarson, sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, segir það vonbrigði að Samfylkingin skuli hafa farið í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir bæjarstjórnarkosningarnar sl. vor. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 462 orð | 1 mynd | ókeypis

Segir enn hægt að ná settu marki

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 681 orð | 1 mynd | ókeypis

Segir hleranir misbeitingu og brot á mannréttindum

Kjartan Ólafsson hefur afhent fjölmiðlum öll gögn sem hann fékk afhent frá Þjóðskjalasafni Íslands um hleranir sem snertu hann persónulega á árunum 1961-1968. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 239 orð | ókeypis

Segjast ekki hvetja til neyslu

"VIÐ erum ekki að hvetja til þess að áfengisneysla sé með þeim hætti að um misnotkun sé að ræða og höfum aldrei reynt að ná til neinna sem eru undir áfengiskaupaaldri," segir Jón Erling Ragnarsson, framkvæmdastjóri Mekka Wines & Spirits sem er... Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd | ókeypis

Situr ráðherrafund Norðurskautsráðsins

VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra tekur þátt í ráðherrafundi Norðurskautsráðsins í Salekhard í Norður-Rússlandi, á morgun, fimmtudag. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 137 orð | ókeypis

Skallaði varðstjóra

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 11 mánaða fangelsi fyrir að skalla lögregluvarðstjóra í fangamóttöku lögreglunnar á Hverfisgötu og hóta þremur lögreglumönnum lífláti og fjölskyldum þeirra. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd | ókeypis

Skorður við aðflutningi

London. AFP. | Breska stjórnin ætlar að takmarka mjög þann fjölda fólks frá Rúmeníu og Búlgaríu, sem fær atvinnuleyfi í Bretlandi eftir að löndin verða orðin aðili að Evrópusambandinu á næsta ári. Mun það gilda sérstaklega um þá sem litla menntun hafa. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 226 orð | ókeypis

Skutu þorskafla framhjá vigt

HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt skipstjóra, útgerðarmann og fiskflutningabílstjóra í 1,1 milljónar kr. sekt fyrir að skjóta 6 tonnum af þorski framhjá hafnarvigt í Njarðvík hinn 3. mars síðastliðinn. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 38 orð | 1 mynd | ókeypis

SPRON hlýtur jafnréttisverðlaun

FULLTRÚAR SPRON, þau Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri og Hildur Petersen stjórnarformaður, tóku í gær við jafnréttisverðlaunum Jafnréttisráðs úr hendi Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 523 orð | ókeypis

Stuðlað að ýmsum framförum og nýjungum

Í STJÓRNSÝSLUÚTTEKT Ríkisenduskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra er bent á nokkur atriði sem betur mættu fara í rekstri embættisins, s.s. hallarekstur á Bílamiðstöð og langan málsmeðferðartíma efnahagsbrota. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd | ókeypis

Sækist eftir 1.-2. sæti

ÁLFHEIÐUR Ingadóttir, líffræðingur og varaþingmaður, gefur kost á sér til þingsetu fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð. Gefur hún kost á sér í eitt af forystusætunum, 1.-2. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Tvær nauðganir kærðar um helgina

HÖRÐUR Jóhannesson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir engar kenningar uppi um það að sömu tveir mennirnir hafi nauðgað tveimur stúlkum í miðborg Reykjavíkur upp á síðkastið. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd | ókeypis

Um 17.500 Kínverjum refsað fyrir spillingu

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is UM 17.500 embættismönnum var refsað fyrir spillingu í Kína á fyrstu átta mánuðum ársins, að sögn kínversku fréttastofunnar Xinhua . Alls hafa 67. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd | ókeypis

Um 30 hektara landgerð við Sundahöfn

Eftir Andra Karl andri@mbl.is FYRIRHUGUÐ er um 30 hektara landgerð á hafnarsvæðinu við Viðeyjarsund, þ.e. í Sundahöfn og Kleppsvík. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð | ókeypis

Umhverfissjóður stofnaður

Snæfellsnes | Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa stofnað Umhverfissjóð Snæfellsness. Guðrún Bergmann og fjölskylda hennar höfðu frumkvæði að stofnun sjóðsins. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 142 orð | ókeypis

Vilja að stjórnvöld haldi áfram á sömu braut

TÝR, félag ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fella niður vörugjöld af innlendum og innfluttum matvælum svo og niðurfellingu tolla á innfluttum kjötvörum. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 225 orð | ókeypis

Vinna lengur en áður

UM ÞRJÁTÍU prósent nemenda í tíundu bekkjum grunnskóla landsins vinna meira en hálfan vinnudag á viku í launuðu starfi. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð | ókeypis

Vodafone eflir GSM-sambandið

VODAFONE hefur eflt GSM-sambandið fyrir viðskiptavini sína í Reykjavík, nágrenni borgarinnar og á Selfossi. Meira
25. október 2006 | Erlendar fréttir | 158 orð | ókeypis

Þúsundir Íraka flýja Evrópu

Stokkhólmur. AP. | Hundruð þúsunda Íraka hafa flúið land sitt frá upphafi innrásar Bandaríkjamanna og Breta í marsmánuði 2003. Meira
25. október 2006 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Örtröð á dekkjaverkstæði

Húsavík | Hvítt er yfir að líta á Húsavík um þessar mundir. Ökumenn voru margir hverjir ekki búnir að skipta yfir á vetrardekk og var því örtröð á dekkjaverkstæðum bæjarins í fyrradag. Meira

Ritstjórnargreinar

25. október 2006 | Leiðarar | 438 orð | ókeypis

Að bjóða heiminum byrginn

Tugir þúsunda tölvubréfa berast nú íslenzkum stjórnvöldum vegna hvalveiða. Fjölmiðlum berast líka slík bréf; Morgunblaðinu höfðu í gær borizt hátt á sjöunda þúsund slík. Fleiri neikvæð viðbrögð hafa komið fram. Meira
25. október 2006 | Leiðarar | 395 orð | ókeypis

Ábyrgð fjölmiðla

Þ að þarf ekki að fara mörgum orðum um nöturleika eiturlyfjafíknar. Fíklar eru sjúklingar og líf þeirra er þrautaganga og það getur verið erfitt að rífa sig úr viðjum fíknarinnar. Meira
25. október 2006 | Staksteinar | 211 orð | 2 myndir | ókeypis

Þjóðviljasögur?

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, hefur fengið afhent gögn, sem varða hleranir á símum á hans vegum fyrir um fjórum áratugum. Meira

Menning

25. október 2006 | Menningarlíf | 480 orð | 2 myndir | ókeypis

50 ára aungull í tímann

Um þessar mundir eru liðin fimmtíu ár síðan Jóhann Hjálmarsson sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Aungull í tímann , 1956 en þá var Jóhann aðeins 17 ára. Jóhann byrjaði ungur að yrkja og orti mikið. Meira
25. október 2006 | Myndlist | 67 orð | 1 mynd | ókeypis

Biður um ást og kærleika

MYNDLISTARMAÐURINN Snorri Ásmundsson hefur að undanförnu skorið upp herör gegn "vondri áru Reykjavíkurborgar" með því að smíða píramída úr plexígleri sem hann nefnir Pyramid of Love . Meira
25. október 2006 | Myndlist | 336 orð | 1 mynd | ókeypis

Eilífðarmál

Til 5. nóv. Opið þri. til sun. frá kl. 13-17. Aðgangur ókeypis. Meira
25. október 2006 | Tónlist | 342 orð | 1 mynd | ókeypis

Enkídú leikur í fyrsta sinn opinberlega

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is ÞÓTT LÍTIÐ hafi til þessa spurst af raftónlistarmanninum Enkídú verður breyting þar á annað kvöld. Þá mun hann þreyta frumraun sína á sviði og flytja frumsamið efni á tónleikum í Hinu húsinu. Meira
25. október 2006 | Fjölmiðlar | 184 orð | 1 mynd | ókeypis

Fleiri fingur óskast

TÍU fingur, þættir Jóns Egils Bergþórssonar og Jónasar Sen, eru á dagskrá Ríkissjónvarpsins á sunnudagskvöldum. Meira
25. október 2006 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Bandaríkin hafa ekki óskað eftir því við stjórnvöld í Namibíu að leikarinn Wesley Snipes , sem er eftirlýstur fyrir skattsvik, verði framseldur til Bandaríkjanna, að sögn stjórnvalda í Namibíu. Meira
25. október 2006 | Fólk í fréttum | 79 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Um 64% írsku þjóðarinnar styður réttindabaráttu samkynhneigðra og telja að þeir eigi að hafa sömu réttindi, bæði peningalega og lagalega og gift gagnkynhneigt fólk, samkvæmt nýrri könnun sem var birt á dögunum. Meira
25. október 2006 | Fólk í fréttum | 178 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Leikarinn Dustin Hoffman hélt á árum áður að hann væri of ófríður til þess að ná langt í Hollywood. Meira
25. október 2006 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Gítarleikari hljómsveitarinnar Queen, Brian May , sýnir á sér gamla hlið í bókinni Bang! Meira
25. október 2006 | Kvikmyndir | 51 orð | 1 mynd | ókeypis

Fremst meðal jafningja

LEIKKONAN Lindsay Lohan tekur hér við verðlaunum fyrir framúrskarandi árangur á leiklistarsviðinu á árlegri Hollywood-verðlaunahátíð í Beverly Hills í vikunni. Hollywood-verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir í tengslum við kvikmyndahátíðina í Hollywood. Meira
25. október 2006 | Menningarlíf | 132 orð | 1 mynd | ókeypis

Frímann gerist vitaskáld

SIGTIÐ - gamanþáttur Skjás eins hefur göngu sína að nýju annað kvöld kl. kl. 21.30. Þetta er ný þáttaröð, framhald frá því síðasta vetur. Meira
25. október 2006 | Tónlist | 390 orð | 1 mynd | ókeypis

Guði til dýrðar og mönnum til upplyftingar

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tónlistardagar dómkirkjunnar hefjast í 25. skipti nú í lok október og standa fram í miðjan nóvember. Meira
25. október 2006 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd | ókeypis

Hátt og skýrt í Tjarnarbíói

EITT af verkefnum myndlistarhátíðarinnar Sequences sem nú stendur yfir, kallast Loud & Clear & TOO . Verkefnið byggist á samvinnu myndlistarmanna, tónlistarmanna, tónskálda og auglýsingahönnuða. Meira
25. október 2006 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd | ókeypis

Hera Björk á Nasa við Austurvöll

SÖNGKONAN Hera Björk Þórhallsdóttir sendir frá sér sína aðra breiðskífu á morgun, fimmtudag. Af því tilefni heldur Hera útgáfutónleika í kvöld á Nasa við Austurvöll. Meira
25. október 2006 | Tónlist | 227 orð | 1 mynd | ókeypis

Jason Newsted situr heima

ANNAÐ bakslag er nú komið í fyrirhugaða tónleikaferð hljómsveitarinnar Rock Star Supernova, sem fullmönnuð varð í samnefndum sjónvarpsþætti. Meira
25. október 2006 | Myndlist | 223 orð | ókeypis

Leikur með hefð

Sýningu er lokið. Meira
25. október 2006 | Tónlist | 261 orð | 2 myndir | ókeypis

Léku fyrir fullu húsi í Sjanghaí

Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is KVARTETT Jóels Pálssonar og Sigurðar Flosasonar var tekið með kostum og kynjum í Sjanghaí í Kína, en þar kom hljómsveitin fram á tvennum tónleikum, þar af einum í 2. Meira
25. október 2006 | Bókmenntir | 232 orð | 2 myndir | ókeypis

Léttleikinn gefinn út í Tékklandi

ÓBÆRILEGUR léttleiki tilverunnar eftir Milan Kundera er að koma út í Tékklandi í fyrsta sinn en bókina skrifaði Kundera í byrjun níunda áratugarins og hún var fyrst gefin út í Frakklandi 1984. Meira
25. október 2006 | Tónlist | 110 orð | 1 mynd | ókeypis

Meira rokk og ról

SÝNINGIN Rokk og ról í 50 ár var frumsýnd fyrr í mánuðinum í Salnum í Kópavogi. Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda tvær aukasýningar í Austurbæ, sem fram fara í kvöld og á morgun. Meira
25. október 2006 | Tónlist | 117 orð | ókeypis

Miðasala á Molana hefst í dag

HLJÓMSVEITIN Sykurmolarnir kemur saman á nýjan leik í Laugardalshöllinni föstudaginn 17. nóvember í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá útgáfu smáskífunnar "Ammæli". Meira
25. október 2006 | Leiklist | 518 orð | 2 myndir | ókeypis

"Listin tekur vel á móti öllum"

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Ég er lítill maður í litlu landi." Þetta eru upphafsorð hins dvergvaxna Arnars Leós eftir hlé í Þjóðarsálinni , umtöluðu leikriti sem um þessar mundir er sýnt í Reiðhöll Gusts í Kópavogi. Meira
25. október 2006 | Menningarlíf | 81 orð | 1 mynd | ókeypis

Suður-amerískt í Salnum í kvöld

SUÐUR-amerískir vindar blása um kammertónleika í Salnum kl. 20 í kvöld, þar sem Sigurður Halldórsson sellóleikari, Daníel Þorsteinsson píanóleikari og Pamela De Sensi flautuleikari leika verk eftir Alberto Ginastera og Heitor Villa-Lobos. Meira
25. október 2006 | Tónlist | 204 orð | ókeypis

Teygjubyssan hitti ekki

Tónlist eftir Áka Ásgeirsson, Inga Garðar Erlendsson, Lene Grenager, Steingrím Rohloff og Kaj Aune í flutningi Aton. Mánudaginn 9. október. Meira

Umræðan

25. október 2006 | Aðsent efni | 525 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðgengismál aldraða og fatlaða á Íslandi í ólestri

Reynir Ingibjartsson skrifar um málefni eldri borgara: "Hér á Íslandi þurfum við að taka okkur tak." Meira
25. október 2006 | Bréf til blaðsins | 358 orð | 1 mynd | ókeypis

Að kaupa atkvæði

Frá Laufeyju Rún Ketilsdóttur: "FRAM til þessa hafa kosningar snúist um þá baráttu frambjóðenda að fá kjósendur til að velja sig frekar en aðra. Hefur þá jafnan skipt miklu máli hver stendur fyrir hvaða málefni og hvernig viðkomandi hyggst vinna þeim brautargengi." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd | ókeypis

Ábyrg utanríkisstefna

Magnús M. Norðdahl fjallar um utanríkisstefnu Íslands: "Utanríkisstefna Íslands hefur lengi borið merki þess að hún mótaðist á tímum kalda stríðsins og það þarf að hugsa hana upp á nýtt í breyttum heimi." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 638 orð | 1 mynd | ókeypis

Einföld leið til lausnar á erfiðu máli

Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um frumvarp um rannsóknarnefndir: "Það er einfaldlega ósanngjarnt að ætlast til þess að venjulegir launþegar taki slíka áhættu..." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 798 orð | 1 mynd | ókeypis

Enn um hvalveiðar

Magnús Þór Hafsteinsson fjallar um hvalveiðar og svarar grein Árna Finnssonar: "Í mínum huga er það illskiljanlegt að NÍ og alþjóðleg náttúrverndarsamtök skuli beita sér gegn hvalveiðum okkar Íslendinga." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvalveiðihneyksli í aðdraganda kosninga

Hjörleifur Guttormsson skrifar um hvalveiðar: "Þetta skref sver sig í ætt við flumbrugang sem einkennt hefur aðkomu íslenskra stjórnvalda að hvalamálefnum..." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 319 orð | ókeypis

Kærleiksheimilið

NÚ ER stand á Goddastöðum! Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur losað sig við Skuggasvein og ráðið í framkvæmdastjórastöðuna einkavin sonar eiginkonu sinnar, Andra Óttarsson. Eins og gefur að skilja er ekkert kastað til höndum við ráðningu í slíka stöðu. Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 928 orð | 2 myndir | ókeypis

Landhelgisgæsla Íslands hröð uppbygging á tímum breytinga

Eftir Georg Kr. Lárusson: "Landhelgisgæslan ber áttatíu ára aldur sinn vel. Hún er í dag skipuð öflugri sveit vel þjálfaðra starfsmanna og búin fullkomnum tækjum og búnaði..." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 359 orð | 1 mynd | ókeypis

Með lögum skal land byggja og jafnrétti tryggja

Elín Ósk Helgadóttir fjallar um prófkjör og jafnrétti kynjanna: "Ágætu konur til sjávar og sveita, nú er lag! Réttum úr kútnum, bjóðum okkur fram til Alþingis og flykkjumst í prófkjörin og kjósum flokkssystur okkar." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 524 orð | 1 mynd | ókeypis

Sísí segir...

Ragnheiður Gestsdóttir fjallar um lesblindu og lestrarfærni barna: "Börn eru einstaklingar sem læra á mismunandi hátt, bæði lestur og aðrar greinar. Þau eiga heimtingu á að kennarar leiti leiða sem henta hverjum og einum, óháð kyni." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 575 orð | 1 mynd | ókeypis

Sögulegt tækifæri til að jafna launamun karla og kvenna

Árni Stefán Jónsson fjallar um jöfnun launamisréttis: "Ef þessi tilraun til að útrýma launamisrétti hjá stórum hóp ríkisstarfsmanna á að takast er nokkuð víst að boltinn liggur nú hjá forstöðumönnum ríkisstofnana." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd | ókeypis

Umhverfisstjórnun allra hagur

Steinn Kárason skrifar um umhverfisstjórnun: "Viturlegt að veita umhverfisvottuðum fyrirtækjum skattaívilnanir tímabundið." Meira
25. október 2006 | Velvakandi | 508 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Ranghugmyndir "borgara" um fangelsi "BORGARI" skrifar í Velvakanda á dögunum um lúxus sem fangar á Skólavörðustíg búa við að hans mati. Honum þykir ekki ástæða fyrir fanga að kvarta á meðan aðbúnaður aldraðra er verri en þeirra. Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 395 orð | 4 myndir | ókeypis

Verðhækkanir á aðföngum bakaría

Ragnheiður Héðinsdóttir og Svava Liv Edgarsdóttir skrifa um ástæður verðhækkana á brauði og kökum: "Öll aðföng bakaría landsins hafa hækkað gríðarlega á árinu." Meira
25. október 2006 | Bréf til blaðsins | 393 orð | ókeypis

Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, hvert á að stefna?

Frá Sigrúnu Skaftadóttur, Helgu Arnfríði og Guðnýju Hildi Magnúsdóttur: "ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR Reykjavíkurborgar hófu starfsemi í júní 2005 í öllum hverfum borgarinnar. Þá var færð undir eitt þak þjónusta sem hafði verið aðskilin áður; sérfræðiþjónusta við leik- og grunnskóla, félagsþjónusta og frístundaþjónusta." Meira
25. október 2006 | Aðsent efni | 494 orð | 1 mynd | ókeypis

Öryggi almennings

Eftir Harald Johannessen: "Þær breytingar sem verða á skipulagi löggæslunnar um næstu áramót með stækkun lögregluembætta og stofnun greiningardeildar hjá embætti ríkislögreglustjóra munu stuðla að því að auka öryggi almennings." Meira

Minningargreinar

25. október 2006 | Minningargreinar | 806 orð | 1 mynd | ókeypis

Alda Jónatansdóttir

Alda Jónatansdóttir fæddist á Akureyri þann 15. júní 1939. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 16. október síðastliðinn. Foreldar hennar voru Bergþóra Lárusdóttir, fædd á Heiði á Langanesi 19. janúar 1915, dáin 4. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2006 | Minningargreinar | 5189 orð | 1 mynd | ókeypis

Bára Rut Sigurðardóttir

Bára Rut Sigurðardóttir fæddist í Keflavík 28. september 1961. Hún lést á heimili sínu, Þverbrekku 4 í Kópavogi, hinn 13. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Rósa Geirþrúður Halldórsdóttir, húsmóðir, f. 14.10. 1928, frá Eskifirði, og Sigurður... Meira  Kaupa minningabók
25. október 2006 | Minningargreinar | 483 orð | 1 mynd | ókeypis

Haukur D. Þórðarson

Haukur D. Þórðarson fæddist í Reykjavík 3. desember 1928. Hann andaðist á heimili sínu í Mosfellsbæ 4. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 11. október. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2006 | Minningargreinar | 2210 orð | 1 mynd | ókeypis

Jarþrúður Guðmundsdóttir

Jarþrúður Guðmundsdóttir fæddist á Þórisstöðum í Ölfusi 19. apríl 1925. Hún lést á Vífilsstöðum 16. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guðmundsson Breiðdal, f. 15. júlí 1895, d. 18. júní 1962, og Helga Gísladóttir, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2006 | Minningargreinar | 902 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristinn Jóhannes Jónsson

Kristinn Jóhannes Jónsson fæddist á Arnarstapa í Tálknafirði 19. febrúar 1917. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði að kvöldi 6. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 18. október. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2006 | Minningargreinar | 1008 orð | 1 mynd | ókeypis

Róbert Goldberg Róbertsson

Róbert Goldberg Róbertsson skrúðgarðyrkjumeistari fæddist í Reykjavík 14. október 1964. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 9. október sl. og var útför hans gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 19. október. Meira  Kaupa minningabók
25. október 2006 | Minningargreinar | 1613 orð | 1 mynd | ókeypis

Snorri Helgason

Snorri Helgason fæddist á Norðfirði 2. júní 1929. Hann lést 13. október síðastliðinn á heimili sínu á Nýbýlavegi 56 í Kópavogi. Foreldrar Snorra voru Helgi Pálsson kaupfélagsstjóri og tónskáld og Sigríður Erlendsdóttir húsmóðir og hannyrðakona. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

25. október 2006 | Sjávarútvegur | 555 orð | 1 mynd | ókeypis

Byggðakvótinn eina leiðin inn í kerfið

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Nýr bátur er kominn á Kópasker, Svanlaug Björg ÍS 25. Með bátnum flytja tvær fjölskyldur á staðinn en veruleg fólksfækkun hefur verið á Kópaskeri í kjölfar þess að rækjuveiðin hrundi í Öxarfirði. Meira
25. október 2006 | Sjávarútvegur | 42 orð | 1 mynd | ókeypis

Þorskur í lengra lagi

ÞESSI myndarlegi þorskur fékkst á línu á Guðrúnu VE. Hann er 140 cm langur og vigtaði 24 kíló slægður en óslægður hefur hann verið vel yfir 30 kíló. Það eru þeir Jóhann Guðjónsson og Sigurður Kristinsson sem halda ferlíkinu á milli... Meira

Viðskipti

25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 221 orð | 1 mynd | ókeypis

Avion í öðru sæti

MEÐALSTÓR fyrirtæki voru leiðandi í atvinnuaukningu í Evrópu og er talið að þau hafi skapað um 150 þúsund störf í álfunni á árunum 2003 til 2005. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt evrópskra samtaka, Europe's 500 - Entrepreneurs for Growth. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 135 orð | 1 mynd | ókeypis

Barr hefur eignast Pliva að fullu

BANDARÍSKA samheitalyfjafyrirtækið Barr Pharmaceuticals hefur lokið yfirtöku á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 122 orð | ókeypis

Deilt um vodka í ESB

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins hafnaði í gær tillögu Finna um að allt vodka, sem ekki er framleitt annað hvort úr kartöflum eða korni, verði merkt sérstaklega. Það eru aðallega Norðurlöndin sem framleiða vodka úr kartöflum. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 169 orð | ókeypis

Draga mun úr áhrifum Lundúna

AUKA þarf viðskipti á milli Lundúna og Indlands annars vegar og á milli Lundúna og Kína hins vegar. Að öðrum kosti er hætta á því að Lundúnir skipti ekki eins miklu máli á alþjóðlegum fjármálamarkaði í náinni framtíð og verið hefur. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 109 orð | 1 mynd | ókeypis

Eignir heimilanna hækka í verði

EIGNAVERÐSVÍSITALA greiningardeildar KB banka hækkaði um 1,6% í september frá fyrra mánuði eða um 1% að raunvirði. Vísitalan á að endurspegla eignasafn íslenskra heimila og sýnir verðþróun fasteigna, hlutabréfa og skuldabréfa. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 132 orð | ókeypis

Leita tækifæra á Íslandi

VIÐSKIPTASENDINEFND frá Nýfundnalandi og Labrador, vel á fjórða tug manns, kemur til Íslands fyrstu vikuna í nóvember. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 69 orð | ókeypis

Lækkun í Kauphöllinni

HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 13,0 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 3,3 milljarða og lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,3% og er lokagildi hennar 6.484 stig. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 114 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr skuldabréfasjóður

LANDSBANKINN hefur í samvinnu við sjóðastýringarfyrirtækið AllianceBernstein sett á stofn nýjan erlendan skuldabréfasjóð, Landsbanki Diversified Yield Fund. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 158 orð | ókeypis

Olíurisinn BP hagnast um 475 milljarða

HAGNAÐUR breska olíurisans BP á þriðja fjórðungi þessa árs nam 6,9 milljörðum Bandaríkjadollara, eða um 475 milljörðum íslenskra króna. Hagnaðurinn jókst um 58% frá sama tímabili á síðasta ári. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 337 orð | ókeypis

Skuldir heimila við banka aukast mikið

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SKULDIR heimilanna við bankakerfið hafa vaxið verulega það sem af er árinu eða um 125 milljarða króna. Meira
25. október 2006 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

Spá óbreyttum vöxtum Seðlabankans

MESTAR líkur eru á því að Seðlabankinn muni ekki breyta stýrivöxtum sínum á næsta ákvörðunardegi. Þetta er mat Greiningar Glitnis að því er fram kemur í Morgunkorni deildarinnar. Meira

Daglegt líf

25. október 2006 | Daglegt líf | 139 orð | ókeypis

Af hvölum og hlerunum

Hjörtur Þórarinsson Selfossi, fyrrverandi skólastjóri í Borgarfirði, rifjar upp að þá voru sautján línur samtengdar og nýttu sér það allir til að heyra eitthvað um náungann. "Þetta var þjóðaríþrótt allra, en ég kærði það aldrei," segir hann. Meira
25. október 2006 | Daglegt líf | 1200 orð | 4 myndir | ókeypis

Fólk á að lifa lífinu núna

Ágústa Olsen er nú komin út á vinnumarkaðinn á ný eftir hetjulega baráttu við brjóstakrabba í eitt og hálft ár. Jóhanna Ingvarsdóttir heimsótti hjónin Ágústu og Grétar Jónsson, sem sjá lífið í öðru ljósi en áður. Meira
25. október 2006 | Daglegt líf | 392 orð | 3 myndir | ókeypis

Ilmolíur í vetrarslaginn

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Vetur konungur er farinn að sýna sitt rétta andlit og reiða til höggs. Flensurnar eru farnar að láta á sér kræla, það lekur úr nefinu á landanum og snýtikórinn hefur tekið til starfa. Meira
25. október 2006 | Daglegt líf | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Karlar eiga fáa vini

LANGUR vinnudagur í samkeppnisumhverfi og netnotkun eru helstu ástæður þess að ný kynslóð ungra manna á ekki nána vini. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er nýlega um í breska blaðinu Sunday Times. Meira
25. október 2006 | Daglegt líf | 117 orð | 5 myndir | ókeypis

Pæjur og pjatthundar heilla heiminn

Þessir krúttlegu chihuahua-hundar hafa borið hróður Belga víða í vikunni enda slógu þeir í gegn á hundatískusýningu sem haldin var á hundahátíðinni Woefstock í Antwerpen um síðustu helgi. Meira
25. október 2006 | Daglegt líf | 477 orð | 1 mynd | ókeypis

Ungt fólk verður fljótt háð tóbaki

Margir unglingar sem byrja að fikta við reykingar trúa því staðfastlega að þeir geti hætt þegar þeir vilja. Staðreyndin er hins vegar sú að reykingar eru svo ávanabindandi að flestir eiga erfitt með að hætta. Meira
25. október 2006 | Daglegt líf | 911 orð | 1 mynd | ókeypis

Verkir sem ekki á að venjast

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Hanne Vedsted Hansen var 16 ára þegar það leið í fyrsta sinn yfir hana vegna tíðaverkja. Rúmlega tuttugu árum síðar fékk hún að vita að hún þjáðist af legslímuflakki. Meira
25. október 2006 | Daglegt líf | 149 orð | 1 mynd | ókeypis

Yfirvigtin betri í alvarlegum veikindum

ÞAÐ gæti borgað sig að vera í góðum holdum ef alvarlegir sjúkdómar á borð við hjartasjúkdóma og heilablæðingu banka upp á því ný dönsk rannsókn sýnir að manneskjur í "mátulegri" yfirvigt eru líklegri til að lifa alvarlega sjúkdóma af en þeir... Meira

Fastir þættir

25. október 2006 | Árnað heilla | 21 orð | ókeypis

80 ára afmæli . Í dag, 25. október, er áttræður Kjartan Lorange...

80 ára afmæli . Í dag, 25. október, er áttræður Kjartan Lorange, Bergstaðastræti 43, Reykjavík. Hann er að heiman í... Meira
25. október 2006 | Í dag | 591 orð | 1 mynd | ókeypis

Að skilja aðra og stjórna vel

Árelía Eydís Guðmundsdóttir fæddist 1966. Hún ólst upp í Keflavík og lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987, BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991, M.Sc. Meira
25. október 2006 | Viðhorf | 931 orð | 1 mynd | ókeypis

Afmæli bókar

Ef trú á guð er jafn slæm fyrir okkur og Dawkins fullyrti í Íslandsheimsókn sinni væri þá ekki líklegt að þeir sem slegnir hafa verið þessari "óáran" hefðu dáið út en hinir komist af sem væru lausir við þennan galla? Meira
25. október 2006 | Fastir þættir | 127 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Óvæntur slagur. Meira
25. október 2006 | Í dag | 50 orð | 1 mynd | ókeypis

Greiningarsýning á myndum

Nú stendur yfir í Þjóðminjasafni Íslands greiningarsýning á ljósmyndum sem varðveittar eru í Myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hefur tekist að bera kennsl á. Meira
25. október 2006 | Fastir þættir | 20 orð | ókeypis

Gætum tungunnar

Sagt var : Leiknum var framlengt. RÉTT VÆRI: Leikurinn var framlengdur . (Ath.: Vegurinn var lengdur; ekki Veginum var lengt. Meira
25. október 2006 | Í dag | 24 orð | ókeypis

Orð dagsins: Ef einhvern ykkar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem...

Orð dagsins: Ef einhvern ykkar brestur visku, þá biðji hann Guð, sem gefur öllum örlátlega og átölulaust, og honum mun gefast. (Jak. 1, 5. Meira
25. október 2006 | Fastir þættir | 122 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 g6 2. e3 Bg7 3. Be2 c5 4. c3 Rf6 5. Rd2 b6 6. Bf3 d5 7. e4 Bb7 8. e5 Rfd7 9. Re2 e6 10. h4 f6 11. exf6 Dxf6 12. Rc4 Bf8 13. Bg5 Df5 14. Rf4 h6 15. Re3 hxg5 16. Rxf5 gxf4 17. Meira
25. október 2006 | Í dag | 152 orð | ókeypis

Spurt er... ritstjorn@mbl.is

1 Andstæðingar stækkunar álversins í Straumsvík hafa myndað með sér samtök. Hvað heita þau? 2 Hvað heitir föstumánuður múslima? 3 Ein þekktasta knattspynukona landsins hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hvar lék hún síðast? Meira
25. október 2006 | Í dag | 48 orð | 1 mynd | ókeypis

Suður-amerísk tónlist í Salnum

Í Salnum í Kópavogi í dag, miðvikudaginn 25. október, kl. 20 verður flutt suður-amerísk tónlist fyrir selló, flautu og píanó. Tónskáldin sóttu sér innblástur í þá tónlist sem þau uxu upp við en jafnframt blésu um þau alþjóðlegir vindar. Miðaverð: 2. Meira
25. október 2006 | Í dag | 131 orð | 1 mynd | ókeypis

Tónlistardagar Dómkirkjunnar 25. október - 12. nóvember

Tónlistardagar Dómkirkjunnar eru árleg tónlistarveisla sem haldin er í kringum vígsluafmæli kirkjunnar síðustu helgina í október og fram í miðjan nóvember. Tónlistardagarnir eru nú haldnir í 25. Meira
25. október 2006 | Fastir þættir | 303 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Félagi Víkverja var fyrir löngu í sumarvinnu í Ísbirninum. Á þeim tíma lögðu menn niður vinnu nokkrum sinnum á dag til reykinga. Félaginn reykti ekki, en einn góðan verðurdag stóðst hann ekki mátið að fara út í sólina með starfsfélögum sínum. Meira

Íþróttir

25. október 2006 | Íþróttir | 237 orð | 1 mynd | ókeypis

Ásthildur leikmaður ársins í Svíþjóð?

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd | ókeypis

Bæjarar ættu að horfa á Latabæ

LEIKMENN Bayern München ættu að horfa meira á Latabæ og tileinka sér það mataræði sem þar er mælt með. Þetta er í það minnsta álit Christain Prechtl, dálkahöfundar á þýska netmiðlinum n24. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 365 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ákveðið að gefa nokkrum lykilmönnum liðsins frí þegar leikið verður gegn Crewe Alexandre í deildabikarkeppninni kvöld. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 343 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það eigi að skella skuldinni á hann, en ekki leikmenn hans - ef menn vilji finna sökudólg í töpunum gegn Chelsea og Real Madrid. "Það er ég sem hef ekki gert rétt í að breyta leikfyrirkomulagi liðsins. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 430 orð | 3 myndir | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Kjartan Henry Finnbogason skoraði bæði mörk varaliðs Celtic þegar það lagði Dundee United að velli, 2:0, í deildakeppni skosku varaliðanna í knattspyrnu í fyrrakvöld. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd | ókeypis

Hafþór Ægir liggur enn undir feldi

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is Hafþór Ægir Vilhjálmsson knattspyrnumaður frá Akranesi hefur ekki gert upp hug sinn um það með hvaða liði hann ætlar að leika á næstu leiktíð. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 329 orð | 1 mynd | ókeypis

Hef engar áhyggjur af Ungverjum

"ÉG hef engar áhyggjur af Ungverjum - ég mun ekki hugsa um þá fyrr en ég sé þá inni á vellinum á föstudaginn. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 173 orð | ókeypis

ÍR-ingar leika í úrvalsdeildinni en ekki Þór/KA

KVENNALIÐ ÍR í knattspyrnu mun leika í úrvalsdeildinni næsta sumar, en ekki Þór/KA. Þetta er niðurstaða áfrýjunardómstóls Knattspyrnusambandsins sem hratt þar með dómi KSÍ frá því fyrr í mánuðinum. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 636 orð | 1 mynd | ókeypis

Ívar og Brynjar Björn í miðvarðarstöðunum

Landsliðsmennirnir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson verða væntanlega saman í miðvarðarstöðunum hjá Reading í kvöld þegar liðið etur kappi við bikarmeistara Liverpool í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 187 orð | ókeypis

Jörundur samdi til þriggja ára

KNATTSPYRNUDEILD Breiðabliks hefur gert samning til þriggja ára við Jörund Áka Sveinsson um þjálfun meistaraflokks kvenna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá félaginu. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristján Örn og Veigar Páll meðal þeirra bestu

KRISTJÁN Örn Sigurðsson, sem leikur með Brann í Noregi, og Veigar Páll Gunnarsson, sem leikur með Stabæk, eru báðir tilnefndir til Kniksen-verðlaunanna þar í landi og eru einu Íslendingarnir sem komast á blað. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 461 orð | ókeypis

KÖTFUKNATTLEIKUR Tindastóll - Þór Þ. 90:87 Sauðárkrókur, úrvalsdeild...

KÖTFUKNATTLEIKUR Tindastóll - Þór Þ. 90:87 Sauðárkrókur, úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, þriðjudagur 24. október 2006. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 475 orð | 1 mynd | ókeypis

Martröð West Ham heldur áfram

WEST Ham og Sheffield Utd. voru einu úrvalsdeildarliðin í ensku knattspyrnunni sem féllu úr leik í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar í gær. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Raúl ætlaði að hætta hjá Real

RAÚL Gonzalez, leikmaður Real Madrid, hótaði nýverið að fara frá félaginu. Þetta segir Ramon Calderon, forseti félagsins, í spænskum fjölmiðlum. Eftir að Real tapaði 1:0 fyrir Getafe 14. október átti Raul í erfiðleikum með svefn, tók tapið svo nærri... Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd | ókeypis

Stern gefur ekkert eftir

DAVID Stern, framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar í körfuknattleik, segir að þrátt fyrir að margir þekktir leikmenn deildarinnar hafi gefið nýrri gerð keppnisbolta NBA-deildarinnar sæma einkunn komi ekki til greina að hætta við að taka boltana í notkun. Meira
25. október 2006 | Íþróttir | 518 orð | ókeypis

Tindastóll hafði betur í nýliðaslagnum í "Síkinu"

TINDASTÓLL hafði betur gegn Þór frá Þorlákshöfn í lokaleika 2. umferðar úrvalsdeildar karla, Iceland Express deildarinnar, í gær en úrslit leiksins réðust ekki fyrr en í framlengingu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.