Greinar laugardaginn 4. nóvember 2006

Fréttir

4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 253 orð | ókeypis

100 ára skólahald í Hrísey

EITT hundrað ára skólahaldi í Hrísey verður fagnað með skólahátíð í eyjunni á morgun, sunnudag, kl. 16 og verður þá fjöldi gamalla bóka og annarra muna til sýnis. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 321 orð | ókeypis

100 milljarðar aukalega vegna lífeyris

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is RÍKISSJÓÐUR hefur greitt rúma eitt hundrað milljarða króna aukalega vegna lífeyrisskuldbindinga ríkisstarfsmanna uppreiknað undanfarin sjö ár. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 829 orð | 2 myndir | ókeypis

220 milljarða vantar vegna lífeyrisréttinda í LSR og LH

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Ríkissjóður hefur greitt rúmar eitt hundrað milljarða króna aukalega vegna lífeyrisskuldbindinga ríkisstarfsmanna uppreiknað undanfarin sjö ár. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd | ókeypis

Afsagnar forseta Taívans krafist

Taipei. AFP, AP. | Saksóknarar á Taívan hafa lagt fram ákæru á hendur eiginkonu Chen Shui-bian, forseta Taívans, en hún er sökuð um spillingu ásamt þremur aðstoðarmönnum forsetans. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd | ókeypis

Akureyri frestar úrsögn úr Sorpeyðingu

BÆJARRÁÐ Akureyrar vill ekki falla frá ákvörðun um úrsögn úr Sorpeyðingu Eyjafjarðar bs. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 130 orð | ókeypis

Áframhaldandi gæsla vegna 2 kg af kókaíni

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt kókaínsmygl til landsins í sumar. Sætir hann því gæsluvarðhaldi til 20. desember en smyglið komst upp 9. ágúst. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Ákall um endurmat og átök

BENEDIKT Hjartarson bókmenntafræðingur skrifar ritdóm um fjórða og fimmta bindi Íslenskrar bókmenntasögu í Lesbók og segir meðal annars: "Útgáfan á fjórða og fimmta bindi bókmenntasögunnar er síður til marks um að ritun þeirrar sögu sé nú á... Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 593 orð | 1 mynd | ókeypis

Ástandið í öryggismálum fatlaðra farþega talið óviðunandi

Falskt öryggi fatlaðra í hjólastólum í bílum þykir gefa tilefni til að hagsmunaaðilar setjist nú niður og komi þessum brýnu öryggismálum á hreint. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 58 orð | ókeypis

Bingó á Hallveigarstöðum

Á MORGUN, sunnudag, heldur fjáröflunarnefnd Bandalags kvenna í Reykjavík bingó á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 16. Glæsilegir vinningar, matarkörfur, ferðavinningur, leikhúsmiðar og gjafavörur. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 144 orð | ókeypis

Bílaþjófur faldi sig í loftræstistokki

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók bílaþjóf í gærkvöldi en hann reyndi að stinga lögregluna af þegar hún ætlaði að hafa hendur í hári hans. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd | ókeypis

Blóðugt mafíustríð úti á götum Napólí

Napólí. AFP. | Ríkisstjórn Romanos Prodis, forsætisráðherra Ítalíu, er nú undir vaxandi þrýstingi vegna glæpaöldu í Napólíborg sem hefur þegar kostað 12 manns lífið og alls 75 mannslíf á árinu. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd | ókeypis

Blómabúðin 18 rauðar rósir opnuð í Kópavogi

BLÓMABÚÐIN 18 rauðar rósir var nýlega opnuð í Hamraborg 3 í Kópavogi. Verslunin er í eigu hjónanna Sigríðar Gunnarsdóttur og Vignis Inga Garðarssonar. Boðið er upp á blóm og blómaskreytingar í miklu úrvali. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Brotist inn á Flúðum

LÖGREGLAN á Selfossi rannsakar nú innbrot í félagsheimilið á Flúðum en þar var farið inn í fyrrakvöld eða fyrrinótt og stolið verðmætum. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 392 orð | 2 myndir | ókeypis

Bush reynir að hífa upp fylgi repúblikana

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti ferðaðist um miðvesturríkin í gær og studdi þannig við bakið á frambjóðendum repúblikana á lokaspretti kosningabaráttunnar fyrir þingkosningarnar sem fram fara á þriðjudag. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd | ókeypis

Bændur kynntu vörur sínar

Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Viðskiptavinirnir létu sig ekki vanta þegar haldnir voru Bændadagar í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd | ókeypis

Doktor í læknisfræði

* VILHJÁLMUR ARI Arason , heimilislæknir varði doktorsritgerð sína í læknisfræði við læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 20. október sl. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd | ókeypis

EGO fékk viðurkenningu

ORKUSETUR hefur veitt EGO-sjálfsafgreiðslustöðvunum viðurkenningu fyrir frumkvæði að því að draga úr eldsneytisnotkun. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, afhenti Jóhanni P. Jónssyni, framkvæmdastjóra EGO, viðurkenninguna í gær. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 343 orð | 1 mynd | ókeypis

Fáliðaður þingmannabekkurinn

Óhætt er að segja að þingmannabekkurinn hafi verið fáliðaður í vikunni. Skýringin er fyrst og fremst þessi: prófkjör fara fram víða um land þessar vikurnar og þingmenn sem sækjast eftir áframhaldandi þingsetu eru með hugann við prófkjörsbaráttuna. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 413 orð | 2 myndir | ókeypis

Ferðakostnaður lækkar

HEILDARÚTGJÖLD bifreiða-, ferða og risnukostnaðar ríkisins lækkuðu um 39,4 milljónir kr. milli áranna 2004 og 2005, eða um 1%. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðherra, Árna M. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd | ókeypis

Fékk tundurdufl í trollið

FRYSTITOGARINN Kleifaberg frá Ólafsfirði fékk heillegt tundurdufl í trollið þar sem skipið var að veiðum á Þverálshorni, um 40 sjómílur norður af Straumnesi. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 115 orð | ókeypis

Fjölbreyttir Vökudagar

Akranes | Árleg menningarhátíð, Vökudagar, er haldin á Akranesi þessa dagana. Hófst hún í fyrradag og stendur fram eftir næstu viku. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 37 orð | ókeypis

Folöld sýnd á Blönduósi

Blönduós | Folaldasýningin verður í Reiðhöllinni Arnargerði á Blönduósi í dag, laugardag, klukkan 13.30. Sýningin er haldin í samvinnu hrossaræktenda í Húnavatnssýslum. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

Forsetinn seldi "neyðarkallinn"

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, seldi í gær fyrsta "neyðarkall" Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hóf þar með fjáröflunarátak félagsins um land allt. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 95 orð | ókeypis

Fundur um öryggis- og varnarþörf Íslands

YFIRMAÐUR öryggis- og varnarmáladeildar Carnfield-háskóla, prófessor Richard Holmes, flytur fyrirlestur á sameiginlegum fundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varðbergs mánudaginn 6. nóvember nk. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 71 orð | ókeypis

Ganga gegn nauðgunum

JAFNINGJAFRÆÐSLAN stendur fyrir miðnæturgöngu niður Laugaveginn í kvöld og er hún liður í átakinu nóvember gegn nauðgunum. Þar munu m.a. Sniglarnir verða með í för samkvæmt upplýsingum aðstandenda göngunnar. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 786 orð | 1 mynd | ókeypis

Gefa aðgangseyrinn til líknarmála

Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | "Við ætlum að safna peningum fyrir Krabbameinsfélagið á Suðurlandi, til verkefnis sem er tengt sjúkrahúsi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi og gengur út á að innrétta þar líknardeild með tækjabúnaði. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Gefur kost á sér í 3.-4. sæti

EMIL Hjörvar Petersen gefur kost á sér í 3.-4. sæti í sameiginlegu prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi, sem fram fer 2. desember næstkomandi. Emil hefur starfað mikið fyrir VG síðastliðin ár. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Gefur kost á sér í 5. sætið

PÉTUR Árni Jónsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri sem fram fer 11. nóvember. Pétur Árni er Seltirningur, stúdent frá Verzlunarskóla Íslands og starfar sem skattaráðgjafi með laganámi við HÍ. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 571 orð | 1 mynd | ókeypis

Hagsmunir Óðins ráða för

Formaður sundfélagsins segir athugasemdir við fyrirhugaða byggingu ekki beinast gegn Vaxtarræktinni eða eiganda hennar heldur yfirvöldum. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimsækir Úkraínu

VALGERÐUR Sverrisdóttir utanríkisráðherra heldur á morgun, sunnudag, í fjögurra daga opinbera heimsókn til Úkraínu, í boði Borys Tarasjúk, utanríkisráðherra Úkraínu. Skv. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd | ókeypis

Hundar og menn í göngu

HUNDAEIGN í höfuðborginni eykst stöðugt og til að vekja athygli á málefnum ábyrgra hundaeiganda verður hin árlega Laugavegarganga Hundaræktarfélags Íslands farin í dag, laugardag. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvalskurður gleymist ekki frekar en að hjóla

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is "ÉG hélt að ég hefði ekki skrokk í þessa vinnu og væri búinn að gleyma skurðinum en það er með hvalskurðinn eins og að hjóla - kunnáttan gleymist ekki og kemur aftur. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 366 orð | ókeypis

Höfum allar forsendur til að láta þetta ekki gerast

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is "Okkar fyrstu viðbrögð eru að það sé varasamt að vera með alhæfingar af þessu tagi, því auðvitað er ástand fiskstofna í heiminum jafnmisjafnt og stofnarnir eru margir. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 157 orð | ókeypis

Koltvísýringur aldrei verið meiri

Genf. AFP. | Koltvísýringur (CO 2 ) í andrúmsloftinu jókst um hálft prósent árið 2005 í samanburði við árið áður og hefur aldrei mælst meiri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaveðurstofnunarinnar (WMO). Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd | ókeypis

Lagt í mat skipstjóra

ÞAÐ er lagt í hendur skipstjóra að meta hvort óhætt sé að sigla ferjunni Herjólfi milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja þegar veður er slæmt, að sögn Guðmundar Pedersen, rekstrarstjóra Herjólfs. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 213 orð | ókeypis

Landkynning verði stóraukin

FERÐAMÁLARÁÐ telur brýnt að fram fari fagleg og hlutlaus könnun á því hvaða áhrif hvalveiðar hafa á ímynd Íslands í augum umheimsins, að því er samþykkt var á fundi ráðsins í gær. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd | ókeypis

Launajafnrétti náð eftir 581 ár

RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði í ræðu á málþingi háskólans og félagsmálaráðuneytisins um launajafnrétti á vinnumarkaði á Bifröst í gær að með sömu þróun og verið hefði undanfarin ár myndi það taka 581 ár að ná fram jöfnum rétti... Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

Láttu ekki deigan síga

Siglufjörður | Leikfélag Siglufjarðar sýnir um þessar mundir gamanleikinn "Láttu ekki deigan síga" í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Frumsýnt var í Bíó Café síðastliðinn mánudag. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 101 orð | ókeypis

LEIÐRÉTT

Hljómeyki Í sérblaði um jólahlaðborð, sem kom út í gær með Morgunblaðinu, var rangt farið með nafn kórstjóra sönghópsins Hljómeykis. Þar var sagt að hann héti Ragnar Sigurðsson en rétt nafn er Magnús Ragnarsson. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd | ókeypis

Lögreglan leitar manns

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir 23 ára manni, Kristófer Erni Sigurðarsyni, sem er til heimilis í Logafold 141 í Reykjavík. Kristófer er um 185 cm á hæð með stutt, skollitað hár. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 179 orð | 2 myndir | ókeypis

Margir hæfileikaríkir krakkar koma saman

Reykjanesbær | Söngleikurinn Öskubuska sem sýndur er Frumleikhúsinu virðist hafa slegið í gegn. Sýnt hefur verið fyrir fullu húsi fimm sinnum og meira og minna er uppselt á næstu sýningar. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 86 orð | ókeypis

Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni

UNGIR jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, hvetja stjórnvöld til þess að láta af hvalveiðum í atvinnuskyni þar sem slíkar veiðar muni að öllum líkindum skaða verulega ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikið verk að vinna úti um allt landið

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Keflavík | "Við notum veturinn í undirbúning og fræðslustarf og svo förum við á fullt í hreinsunina með vorinu," segir Tómas J. Knútsson, herforingi í umhverfissamtökunum Bláa hernum. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikil fræðsla í gangi

ÓSKAR Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, segir mikla fræðslu liggja fyrir til barna og unglinga varðandi skaðsemi vímuefna. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 163 orð | ókeypis

Miklir erfiðleikar hjá BioStratum

BANDARÍSKA líftæknifyrirtækið BioStratum á í erfiðleikum með að fjármagna þriðju fasa tilraunir á lyfinu Pyridorin eftir að í ljós kom að hægt er að kaupa virka efnið í lyfinu á Netinu. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 333 orð | ókeypis

Mótfallnir sölunni

FULLTRÚAR tveggja flokkanna í minnihluta bæjarstjórnar Akureyrar gagnrýna þá ákvörðun meirihlutans að selja hlut bæjarins í Landsvirkjun. Akureyrarbær og Reykjavíkurborg seldu ríkinu hluti sína í fyrirtækinu í vikunni. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 134 orð | ókeypis

Mótmæla flottrollsveiðum

STJÓRN Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins um að heimila flottrollsveiðar á grunnslóð við Snæfellsnes. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Mótmæla skerðingu

VERKNÁMSKENNARAR Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra hafa sent þingmönnum kjördæmisins bréf þar sem því er mótmælt að dregið sé úr fjárframlögum, í fjárlagafrumvarpi næsta árs, til verknáms í framhaldsskólum. Þeir segja í bréfinu að skerðingin eigi sér... Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd | ókeypis

Nítján Palestínumenn týndu lífi

Beit Hanoun. AFP. | Nítján Palestínumenn féllu í árásum Ísraelsmanna í Beit Hanoun á Gaza-svæðinu í gær og er þetta mesta mannfall þar á einum degi í marga mánuði. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd | ókeypis

Ólögleg bjórsala stöðvuð

LÖGREGLAN í Reykjavík lokaði vínbúð sem Ungir frjálshyggjumenn höfðu opnað á Lækjartorgi kl. 14 í gær, en með því að selja bjór vildu frjálshyggjumennirnir mótmæla einokun ríkisins á sölu áfengis. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd | ókeypis

Reglur hertar og tafir líklegar í Leifsstöð

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Steinþór Guðbjartsson REGLUR varðandi handfarangur verða hertar í öllum löndum EFTA og Evrópusambandsins á mánudag. Jóhann R. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 99 orð | ókeypis

Rjúpnaskyttur heilar á húfi

TVÆR rjúpnaskyttur, sem leitað hafði verið frá því klukkan 16 í gær, fundust heilar á húfi í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Fundust mennirnir í Sauðadal, sem er milli Svínadals og Vatnsdals, klukkan 21.20. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd | ókeypis

Rólegir dagar á Alþingi

FÁLIÐAÐ hefur verið í þingsalnum þessa vikuna m.a. vegna prófkjara flokkanna og þings Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Einstakir þingmenn hafa þó notað tækifærið og mælt fyrir þingmálum sínum. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 155 orð | ókeypis

Safna fyrir vatnsverkefni

FERMINGARBÖRN úr 66 sóknum í öllum landshlutum ganga í hús mánudaginn 6. nóvember kl. 17.30-21 og safna peningum til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í þremur löndum Afríku: Mósambík, Malaví og Úganda. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 153 orð | ókeypis

Samstarf Spron og Hjálparstarfs kirkjunnar

HJÁLPARSTARF kirkjunnar og SPRON kort hafa gert með sér samstarfssamning. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd | ókeypis

Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi

KÓPAVOGSDEILD Rauða kross Íslands og Mæðrastyrksnefnd Kópavogs munu starfa saman að neyðaraðstoð við bágstadda einstaklinga og fjölskyldur fyrir jólin. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Settu gögn um kjarnavopn á netið

Washington. AFP. | Bandarísk stjórnvöld eru sögð hafa sett á netið írösk gögn sem útskýra hvernig eigi að búa til kjarnorkusprengju. The New York Times sagði frá þessu í gær. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 105 orð | ókeypis

Sett verði lög um þjóðgarð

RÁÐGJAFARNEFND umhverfisráðuneytisins um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs afhenti Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra skýrslu sína í gær. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigfús J. Johnsen

SIGFÚS Jörundur Árnason Johnsen, fyrrverandi kennari og félagsmálastjóri, lést á Landspítalanum sl. fimmtudag, 76 ára að aldri. Sigfús fæddist í Vestmannaeyjum 25. nóvember 1930. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjúkleg stelpa og slasaður köttur

UNGLIST - Listahátíð ungs fólks hófst í gær og lýkur á laugardaginn kemur. Listaháskólanemar buðu til fjöllistakvölds í Tjarnarbíói í gærkvöldi. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 120 orð | ókeypis

Sjö mánaða fangelsi fyrir þjófnaði

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt síbrotamann á sextugsaldri í 7 mánaða fangelsi fyrir þjófnaði í vor. Játaði hann að hafa stolið ýmsum hlutum sem honum var gefið að sök, s.s. seðlaveskjum, úrum, fartölvu og fleira. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Skákmaraþon í Kringlunni

HRAFN Jökulsson hóf þriðja skákmaraþon sitt í Kringlunni kl. 9 í gærmorgun. Ætlun hans er að tefla 250 skákir á 40 klukkustundum og lýkur skákmaraþoninu væntanlega síðdegis í dag. Tilgangurinn er að safna fyrir starfi Hróksins á Grænlandi. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 325 orð | ókeypis

Skora á ráðherra ferðamála að hlutast til um að hvalveiðar verði stöðvaðar

HVALASKOÐUNARSAMTÖK Íslands fordæma þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar að heimila hvalveiðar. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 248 orð | 2 myndir | ókeypis

Skordýr, sveppir og jólahátíð á frímerkjum

ÍSLANDSPÓSTUR hefur gefið út þrjár frímerkjaraðir. Myndefnin á þeirri fyrstu tengjast skordýrum á Íslandi en villtum ætisveppum á annarri. Í þriðju röðinni eru jólafrímerki Íslandspósts 2006. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 68 orð | ókeypis

Sólvangsdagurinn er í dag

Í dag verður Sólvangsdagurinn haldinn hátíðlegur. Að undanförnu hefur verið unnið að endurbótum á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Þessar breytingar verða kynntar fyrir almenningi í dag. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefnir á annað sæti

EYGLÓ Harðardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd | ókeypis

Stúdentaóeirðir í Aþenu

MÓTMÆLANDI býr sig undir að kasta Molotov-kokkteil þar sem bifreið öryggisfyrirtækis stendur í ljósum logum fyrir utan tækniháskóla í Aþenu í gær. Óeirðalögregla beitti táragasi á óeirðaseggi, á sama tíma og fram fór friðsöm mótmælaganga 9. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd | ókeypis

Sveitarfélög sameinast um brunavarnir

Egilsstaðir | Fimm sveitarfélög á Austurlandi hafa gert með sér nýtt samkomulag um brunavarnir. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd | ókeypis

Tafir við brúargerð

TAFIR hafa orðið á byggingu mislægra gatnamóta á gatnamótum Suður- og Vesturlandsvegar, en þar er m.a. verið að reisa nýja brú. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 270 orð | ókeypis

Telja jafnvel normið að prófa örvandi vímuefni

MÖRGU ungu fólki finnst það jafnvel normið að prófa örvandi vímuefni. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir lífseiga þá goðsögn að örvandi efni séu skaðlaus og ranghugmyndir ungs fólks um efnin miklar. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 206 orð | ókeypis

Tugir líka fundust í Bagdad

Bagdad. AFP. | Lögregluyfirvöld í Bagdad tilkynntu í gær að þau hefðu fundið lík 56 manna á víð og dreif um borgina en hinir látnu voru allir karlar á aldrinum 20 til 45 ára. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Umsagnir um umferðarfrumvarpið til 10. nóvember

DRÖG að frumvarpi samgönguráðherra til breytinga á umferðarlögum, sem fela í sér m.a. harðari viðurlög vegna hraðakstursbrota, þrepaskipt ökuleyfisréttindi og mögulega upptöku ökutækja við ítrekuð brot, eru kynnt á vef samgönguráðuneytisins. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd | ókeypis

Umsátri lýkur með skothríð

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd | ókeypis

Umsjónarfélag einhverfra styrkt

ATLANTSOLÍA afhenti nýlega Umsjónarfélagi einhverfra fjárstyrk sem fyrirtækið hét á þátttakendur í Betra Breiðholtsskokkinu á Breiðholtsdaginn sem haldinn var fyrir nokkrum vikum. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 394 orð | ókeypis

Varað við peningaþvætti

TVÖ nýleg dæmi eru um atvik þar sem saklaust fólk hefur verið fengið til þess að taka þátt í peningaþvætti þegar það taldi sig vera að sinna nýfengnu starfi fyrir erlent fyrirtæki í gegnum netið. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 117 orð | ókeypis

Varað við stormi vestan til í kvöld

VEÐURSTOFAN ráðleggur fólki vestanlands að ganga vel frá lausamunum utan dyra, t.d. á byggingarsvæðum, í dag, og þeim sem eiga báta í höfnum er bent á að festa þá vel, en gefin hefur verið út stormviðvörum vestan til á landinu í kvöld. Meira
4. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Þriggja mánaða barn ákært fyrir rán í strætó

Indlandi. AP. | Lögreglumaður í Bihar í norðausturhluta Indlands var vægast sagt undrandi þegar hann fann út að þriggja mánaða drengur var ákærður vegna ráns í strætisvagni. Meira
4. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd | ókeypis

Þyrla Landhelgisgæslunnar við björgunaræfingar á Viðeyjarsundi

NAUÐSYNLEGT er að æfa björgunaraðgerðir af öllu tagi stíft og reglulega svo allir sem koma að slíkum málum séu tilbúnir þegar að alvörunni kemur, og var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar því við æfingar við Viðey í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

4. nóvember 2006 | Leiðarar | 425 orð | ókeypis

Milljarða viðskipti

Það er ljóst af frétt sem birtist á forsíðu Morgunblaðsins í gær að viðskipti með fíkniefni hér á landi skipta milljörðum. Meira
4. nóvember 2006 | Staksteinar | 214 orð | 1 mynd | ókeypis

Rússagullið

Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, tjáði sig um peningana frá Moskvu í Morgunblaðinu í gær í grein sem hann nefnir: Hvað varð um peningana frá Moskvu? Meira
4. nóvember 2006 | Leiðarar | 401 orð | ókeypis

Þjóðleikhúsið og viðbygging

Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri vék að framtíðaruppbyggingu Þjóðleikhússins í viðtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag og sagði m.a.: "Það er búið að vera vitað og viðurkennt í áratugi, að það þurfi að byggja við leikhúsið... Meira

Menning

4. nóvember 2006 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd | ókeypis

Bach fyrir börnin á Akranesi

Dagurinn í dag er tileinkaður tónskáldinu Johanni Seabstian Bach í Akraneskirkju. Friðrik Vignir Stefánsson, orgelleikari og tónlistarkennari, leikur nokkur þekkt verk eftir Bach á orgel og spjallar við áheyrendur um orgelið og möguleika þess. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarlíf | 2222 orð | 1 mynd | ókeypis

Ég held ég sé fæddur undir happastjörnu

Víkingur Heiðar Ólafsson er 22 ára píanóleikari. Hann er enn í námi, en langt er síðan gagnrýnendur fóru að tala um hann sem fullburða listamann. Hann hefur verið óvenjubráðþroska í listinni. Meira
4. nóvember 2006 | Fjölmiðlar | 120 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Útvarpsstöðin X-ið 97,7 mun standa fyrir fyrsta Íslandsmótinu í skyrglímu og fer það fram á skemmtistaðnum Pravda við Austurstræti í dag. Af þessu tilefni mun hljómsveitin Brain Police troða upp. Meira
4. nóvember 2006 | Fólk í fréttum | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Julia Roberts er tilbúin til þess að byrja að leika aftur eftir hún eignaðist tvíbura í nóvember árið 2004. Meira
4. nóvember 2006 | Fólk í fréttum | 260 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Bandaríski Óskarsverðlaunaleikarinn Robert De Niro hvetur New York-búa til þess að styðja Hillary Clinton í þingkosningunum þann 7. nóvember næstkomandi. Meira
4. nóvember 2006 | Leiklist | 194 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Leikritið Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann varð hlutskarpast í leikritunarsamkeppni Borgarleikhússins og Spron sem bar yfirskriftina Sakamál á svið. Meira
4. nóvember 2006 | Kvikmyndir | 107 orð | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Klukkan 16 í dag verður sænska myndin Sven Klangs Kvintett (1976) í leikstjórn Stellan Olson sýnd í Kvikmyndasafninu. Sögusviðið er sænskur smábær árið 1958. Meira
4. nóvember 2006 | Fjölmiðlar | 78 orð | 1 mynd | ókeypis

Fréttastofa Baggalúts á Rás 2

ÞEIM Baggalútum nægir ekki að halda úti vinsælli heimasíðu né gefa út metsöluplötu heldur ætla þeir félagar einnig að flytja fréttir með sínu nefi á Rás 2 á laugardögum í vetur. Meira
4. nóvember 2006 | Tónlist | 397 orð | ókeypis

Hetjulegur píanóleikur með Sinfóníunni

Tónlist eftir Beethoven og Brahms. Einleikari: Víkingur Heiðar Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit Íslands lék undir stjórn Rumon Gamba. Fimmtudagur 2. nóvember. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarlíf | 578 orð | 2 myndir | ókeypis

Hvenær á að segja stopp?

Listaháskóli Íslands hefur verið í umræðunni undanfarna daga og sýnist sitt hverjum. Málið snýst um verkefni í leiklistardeild skólans, þar sem nemendur áttu að draga upp mynd af ljótleika í samfélaginu. Meira
4. nóvember 2006 | Tónlist | 144 orð | 1 mynd | ókeypis

Kammersveit Reykjavíkur á faraldsfæti

KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur þrenna tónleika í Stykkishólmi, á Ísafirði og Húsavík. Leikin verða verk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Franz Schubert. Fyrstu tónleikarnir verða í dag kl. 17 í Stykkishólmskirkju. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarlíf | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Kápuklassík, buxnapopp og hippsuðurokksull

UNGLIST hófst með pomp og prakt í gær þegar myndlistarmaraþoninu var hleypt af stokkunum í Hinu húsinu og fjöllistakvöldið Heyr, heyr hamfarir hófst í Tjarnarbíói. Meira
4. nóvember 2006 | Bókmenntir | 845 orð | 1 mynd | ókeypis

Línudans og leyndarmál

Eftir Eirík Guðmundsson. Bjartur, 2006, 378 s. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarlíf | 220 orð | 1 mynd | ókeypis

Málverkið kostar skildinginn

MÁLVERKIÐ Nr. 5 eftir bandaríska listmálarann Jackson Pollock var á dögunum selt á uppboði fyrir 140 milljónir Bandaríkjadala. Meira
4. nóvember 2006 | Myndlist | 66 orð | 1 mynd | ókeypis

Meðvituð vísun í karllega hefð

HRAFNKELL Sigurðsson opnar í dag sýningu á nýjum grafíkverkum í sýningarrýminu Suðsuðvestur. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarlíf | 351 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýjabrumið í allri sinni dýrð

Listahátíð ungs fólks, Unglist, hefur verið árviss viðburður á haustdögum í Reykjavík frá árinu 1992. Meira
4. nóvember 2006 | Fjölmiðlar | 249 orð | ókeypis

Næðingssamur nóvember

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Anna Kristjánsdóttir vélfræðingur og Lísa Pálsdóttir dagskrárgerðarkona. Þær ásamt liðsstjórunum Hlín Agnarsdóttur og Davíð Þór Jónssyni fást við þennan fyrripart: Næðingssamur nóvember nístir inn að beini. Meira
4. nóvember 2006 | Tónlist | 366 orð | 1 mynd | ókeypis

Tilfinningarík og erfið Vetrarferð

BARÍTÓNSÖNGVARINN Keith Reed hefur undanfarinn áratug verið iðinn við að miðla af reynslu sinni á söngsviðinu til nemenda sinna. Í dag ætlar hann hins vegar að syngja sjálfur og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Meira
4. nóvember 2006 | Leiklist | 608 orð | 2 myndir | ókeypis

Utangarðs leikskáld og borðtennisleikari

Fyrir utan að vera afbragðs leikskáld, kvikmyndagerðarmaður og uppistandari er Michael Druker einn af bestu borðtennisleikurum Svíþjóðar. Meira

Umræðan

4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 662 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðalástæða hvalveiða

Kristinn Pétursson fjallar um hvalveiðar: "Stærsta vandamálið virðist fæðuskortur, en sérfræðingar nefndra Alþjóðasamtaka fást ekki til að viðurkenna fæðuskort sem vandamál." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 460 orð | 1 mynd | ókeypis

Að gefnu tilefni

Ásta Birgisdóttir fjallar um skipulagsmál á Akureyri og Sundfélagið Óðin: "Það er með öllu óskiljanlegt hvernig bæjarstjórn og nefndir innan bæjarins komast að þeirri niðurstöðu að einkaaðili geti fengið að byggja á heimavelli eins félags og þvert á hagsmuni þess..." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd | ókeypis

Best í heimi

Oddný Sturludóttir fjallar um málefni innflytjenda: "Ég hvet alla sem áhuga hafa á mannlegum tilfinningum, landi og þjóð að drífa sig í Iðnó og sjá leikritið "Best í heimi"." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 365 orð | 1 mynd | ókeypis

Bilun í farþegaflugvél 500 sjómílur frá Keflavík

Hjalti Sæmundsson viðbúnað Landhelgisgæslunnar og annars björgunarliðs vegna tilkynningar um nauðlendingu bandarískrar flugvélar: "Fréttaflutningur þar sem gefið er í skyn að samskipti flugstjórnarmiðstöðvarinnar og flugstjórans hafi verið ófagleg á ekki við rök að styðjast." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd | ókeypis

Breytum fyrir börnin

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir skrifar um hagsmunamál fjölskyldunnar: "Tíminn er dýrmætur og nútímahraði samfélagsins býður ekki öllum foreldrum val þegar að því kemur að eyða nægilega miklum tíma með börnum sínum." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 701 orð | 1 mynd | ókeypis

Brjóstakrabbamein og endurhæfing

Lovísa Einarsdóttir fjallar um endurhæfingu vegna brjóstakrabbameins: "Úrbóta er þörf og það sem allra fyrst. Betri heilsa er góð fjárfesting fyrir samfélagið. Þörf er á alhliða endurhæfingarstöð..." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 214 orð | 1 mynd | ókeypis

Fleiri konur á toppinn í Samfylkingunni

Rannveig Guðmundsdóttir skrifar um prófkjör Samfylkingarinnar: "...þingflokkur okkar hefur haft þá sérstöðu á Alþingi að helmingur þingflokks er konur og helmingur karlar. Ég vona að Samfylkingin haldi áfram að vera þannig merkisberi jafnréttis..." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 478 orð | 1 mynd | ókeypis

Gastu nú ekki reynt að...

Ösp Árnadóttir fjallar um ofbeldishneigð: "Niðurstaðan hlýtur því alltaf að vera sú að það er ekki hægt að skýra nauðganir með einhverju sem kemur frá fórnarlambinu." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 805 orð | 1 mynd | ókeypis

Hugleiðingar um nokkur ranglega notuð orð

Margrét Jónsdóttir skrifar um orðnotkun: "...tel ég bara meira viðeigandi að nota orðið "list" yfir allt sem flokkast undir list og "afþreying" yfir allt sem fólk notar til að drepa tímann..." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 304 orð | 1 mynd | ókeypis

Ísland í forystu lífræn framleiðsla

Steinunn Guðnadóttir fjallar um lífræna framleiðslu: "Lífræn framleiðsla styrkir hollustu íslenskra afurða og bætir ímynd Íslands." Meira
4. nóvember 2006 | Bréf til blaðsins | 662 orð | 1 mynd | ókeypis

Íslandsvinir taka undir með alþjóðasamfélaginu

Frá Andreu Ólafsdóttur, Arnari Steini Friðbjarnarsyni, Birgittu Jónsdóttur, Bjarka Bragasyni, Helenu Stefánsdóttur, Jason Slade og Maríu Kristínu Jónsdóttur: "LAUGARDAGURINN 4. nóvember er dagur alþjóðlegrar loftslagsherferðar sem 48 lönd taka þátt í í ár. Á Lækjartorgi frá kl. 13 og fram eftir degi munu Íslandsvinir standa fyrir myndasýningu sem varpar ljósi á þátt Íslendinga í þessu vandamáli." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 510 orð | 1 mynd | ókeypis

Laugavegsganga Hundaræktarfélags Íslands

Hanna Björk Kristinsdóttir skrifar um hundahald: "Hundaræktarfélag Íslands hvetur til ábyrgs hundahalds." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 467 orð | 1 mynd | ókeypis

Láglaunakonur - menntakonur

Þórhildur Þorleifsdóttir fjallar um réttindabaráttu kvenna: "Rannsóknir, upplýsingar, þekking og tillögur til úrbóta og lausna eru sterkt tæki í réttindabaráttu kvenna." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 195 orð | 1 mynd | ókeypis

Látið ekki plata ykkur

Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar um málefni eldri borgara: "Nú koma efndirnar, 9% hækkun á þjónustugjöldum." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 295 orð | 1 mynd | ókeypis

Leiðrétting og mótmæli

Jón Ólafsson svarar grein Kjartans Ólafssonar: "Það kann aldrei góðri lukku að stýra að stjórnvöld veiti fé til ákveðinna fyrirskipaðra rannsókna, síst af öllu þegar um er að ræða jafn rammpólitískt efni og tengsl við stórveldi kalda stríðsins..." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd | ókeypis

Nám í fótaaðgerðafræðum á ekki heima í snyrtiskólum

Margrét Jónsdóttir skrifar um nám í fótaaðgerðafræðum: "Fótaaðgerð er heilbrigðisþjónusta og ég treysti því að menntamála- og heilbrigðisyfirvöld láti það slys ekki henda að námið verði tekið upp í snyrtiskólum hér á landi." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 807 orð | 1 mynd | ókeypis

Óttavæðing

Kristín Atladóttir fjallar um ótta og tortryggni: "Ekki ætla ég að mæla gegn því að fólk fái sér hin og þessi tæki til að auka persónulegt öryggi, en ég vara við óttavæðingunni." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 595 orð | 1 mynd | ókeypis

"Langreyður" borgari

Jens Sigurðsson fjallar um hvalveiðar: "Getur einhver upplýst mig um hvað við erum að græða á hvalveiðum?" Meira
4. nóvember 2006 | Bréf til blaðsins | 428 orð | ókeypis

Ríkisskattstjóri og uppgjör fyrirtækja

Frá Kristjáni Guðmundssyni: "NÝLEGA birtist fréttagrein í dagblaði með fréttum frá ríkisskattstjóra þar sem hann er ósáttur við skil fyrirtækja til stofnunarinnar á ársuppgjöri fyrirtækja sem sagt var að væri opinber gögn til birtingar og notkunar af hverjum sem hafa vill." Meira
4. nóvember 2006 | Bréf til blaðsins | 334 orð | 1 mynd | ókeypis

Siðmennt, gullna reglan og trúfrelsi

Frá Sigurði Hólm Gunnarssyni: "NOKKUÐ hefur borið á því að lesendur Morgunblaðsins misskilji andstöðu Siðmenntar, félags siðrænna húmanisma, við Vinaleið Þjóðkirkjunnar í opinberum skólum. Sem dæmi ritaði G. Heiðar Guðnason grein í Morgunblaðið sunnudaginn 29." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 409 orð | 1 mynd | ókeypis

Sóknin er hafin

Samúel Örn Erlingsson fjallar um þjóðmál: "Hinn mikli vöxtur byggðar í Suðvesturkjördæmi kallar á framsýni í samgöngumálum. Menn hafa ekki haft undan, umferðin silast um svæðið kvölds og morgna." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd | ókeypis

Stofnun listaráðs

Einar Þór Gunnlaugsson fjallar um lista- og menningarmál: "...verður það að teljast freistandi og spennandi verkefni að færa alla starfsemi sem tengist þessum málaflokki úr menntamálaráðuneyti til listaráðs, eða lista- og menningarmiðstöðvar." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 464 orð | 1 mynd | ókeypis

Trúarsöfnuður eða stjórnmálaflokkur?

Glúmur Baldvinsson fjallar um stjórnmál: "Endurreisn lýðræðislegra stjórnmála á Íslandi er löngu tímabær. Kjósendur eiga það skilið." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 1455 orð | 1 mynd | ókeypis

Um eftirlaunaósómann

Eftir Valgerði Bjarnadóttur: "Það er nákvæmlega sama hvaða samanburður er tekinn, alls staðar blasir við að eftirlaunalögin eru ekkert annað en hneyksli." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 763 orð | 2 myndir | ókeypis

Ungmenni - áfengi og vímuefni

Anna Elísabet Ólafsdóttir fjallar um áfengis- og vímuefnavanda ungmenna: "Fyrir þá sem ánetjast vímuefnum þarf að vera til staðar öflugt meðferðarúrræði og stuðningur, svo þeir nái að komast aftur á braut eðlilegs lífs." Meira
4. nóvember 2006 | Bréf til blaðsins | 460 orð | ókeypis

Veiðum hval

Frá Guðmundi Bergssyni: "ÉG VIL lýsa yfir ánægju minni með þá ákvörðun sjávarútvegsráðherra að hefja hvalveiðar en ekki með tímasetninguna, þ.e. að hafin sé veiði um vetur. Þetta hefði átt að gerast í júlí eða ágúst." Meira
4. nóvember 2006 | Velvakandi | 398 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Hvar er jólamyndin? ÉG VIL auglýsa eftir gömlu jólamyndinni minni sem ég hafði átt næstum alla mína ævi. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var hún orðin alllasleg, svo ég tók mig til eitt árið og lét ramma hana inn í rauðan ramma, með grænum... Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 1090 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðugir og óverðugir í atvinnulífinu

Eftir Einar K. Guðfinnsson: "Vitaskuld ber okkur Íslendingum að hlusta þegar ágætar vinaþjóðir okkar gagnrýna athafnir okkar og ákvarðanir. Það þýðir ekki á hinn bóginn að við verðum skilmálalaust að hlíta athugasemdum þeirra." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 590 orð | 1 mynd | ókeypis

Við þurfum atvinnu til að geta búið hér

Svanhvít Aradóttir fjallar um mannlíf og atvinnumál á Austurlandi og nýtingu auðlinda landsins: "Með fjölbreytni í atvinnulífi og mannlífi og virðingu fyrir náttúrunni blómstrar Austurland sem aldrei fyrr." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 814 orð | 1 mynd | ókeypis

Vinaleið er ekki rétt leið

Arnold Björnsson svarar grein Helgu Bragadóttur um Vinaleið: "Vinaleið gengur út á að fulltrúar þjóðkirkjunnar fái forgang að skólum landsins umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðunarfélög." Meira
4. nóvember 2006 | Aðsent efni | 770 orð | 1 mynd | ókeypis

Vörumst fáránlegar samsæriskenningar

Elías Davíðsson gerir athugasemd við grein Skúla Skúlasonar um múslímska hryðjuverkamenn: "Þjóðin á rétt á sannleikanum um þessa atburði og um þá hættu sem þjóðum heims stafar frá þeim sem nota hryðjuverkaógnina til að réttlæta árásir sínar á önnur ríki..." Meira

Minningargreinar

4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 293 orð | 1 mynd | ókeypis

Anton Kristinn Jósson

Anton Kristinn Jósson fæddist í Bolungarvík 8. september 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hinn 23. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 30. október. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 1086 orð | 1 mynd | ókeypis

Áslaug Þorgeirsdóttir

Áslaug Þorgeirsdóttir fæddist á Húsavík 29. nóvember 1940. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 29. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þorgeir Kristjánsson, f. 27. mars 1909, d. 12. apríl 1986, og Rebekka Pálsdóttir, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 386 orð | 1 mynd | ókeypis

Ásta Jóhanna Kristinsdóttir

Ásta Jóhanna Kristinsdóttir fæddist að Eystri-Löndum í Vestmannaeyjum 8. ágúst 1916. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 29. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir á Efri-Hömrum í Holtum, f. 1884, d. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 913 orð | 1 mynd | ókeypis

Gróa Jónína Kristinsdóttir

Gróa Jónína Kristinsdóttir fæddist á Hrollaugsstöðum í Hjaltastaðaþinghá í Norðurmúlasýslu 7. apríl 1918. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Kristinn Magnússon, f. á Hrollaugsstöðum 24.6. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 979 orð | 1 mynd | ókeypis

Gunvor Langvad

Gunvor Langvad fæddist á Friðriksbergi í Danmörku 15. maí 1930. Hún lést í Lyngby 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru William Lænkholm dýralæknir á Sjálandi og kona hans Halldóra Margrét Þórðardóttir Guðjohnsen frá Húsavík. Hinn 15. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 2130 orð | 2 myndir | ókeypis

Jóhanna Guðríður Guðmundsdóttir og Guðmundur Kristján Gíslason

Jóhanna Guðríður Guðmundsdóttir bóndi frá Höfða í Dýrafirði fæddist í Fremstuhúsum í Dýrafirði 16. ágúst 1911. Hún lést á Dvalar og Hjúkrunarheimilinu Tjörn á Þingeyri 27. september síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 1198 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Gunnar Jónsson

Jón Gunnar Jónsson fæddist 11. október 1923. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að Skarði á Skarðsströnd 26. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 169 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristinn Jóhannes Guðjónsson

Kristinn Jóhannes Guðjónsson fæddist á Hjallatúni í Tálknafirði 1. janúar 1946. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 7. október síðastliðinn og var útför hans gerð föstudaginn 13. október. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 199 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristján Jóhannsson

Kristján Jóhannsson fæddist í Reykjavík 25. ágúst 1932. Hann andaðist á blóðlækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut 10. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Áskirkju 15. september. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 279 orð | 1 mynd | ókeypis

Ragnar Valdimar Jóhannesson

Ragnar Valdimar Jóhannesson fæddist í Þverdal í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu 23. desember 1936. Hann andaðist á líknardeild LSH Kópavogi 8. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Lágafellskirkju 13. október. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 3062 orð | 1 mynd | ókeypis

Sólveig Pálsdóttir

Sólveig Pálsdóttir fæddist á Keldunúpi á Síðu 20. ágúst 1897. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 28. október síðastliðinn. Sólveig var dóttir hjónanna Páls Þorlákssonar, f. 23. 9. 1873, d. 21. 1. 1906, og Guðrúnar Halldórsdóttur, f. 27. 10. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 312 orð | 1 mynd | ókeypis

Unnur Bettý Guðmundsdóttir

Unnur Bettý Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. september 1987. Hún lést af slysförum 28. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hofsósskirkju 9. september. Meira  Kaupa minningabók
4. nóvember 2006 | Minningargreinar | 3198 orð | 1 mynd | ókeypis

Valgerður Jóna Pálsdóttir

Valgerður Jóna Pálsdóttir fæddist í Nesi í Selvogi 5. maí 1926. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Páll Grímsson frá Nesi í Selvogi, f. 18. ágúst 1869, d. 22. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 248 orð | ókeypis

Eyrir skilar hagnaði

HAGNAÐUR fjárfestingarfélagsins Eyris Invest ehf., sem er stærsti hluthafinn í Marel, nam 1.534 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins eftir skatta. Meira
4. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 50 orð | ókeypis

Hlutabréf lækka

ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði um 0,41% í gær og er lokagildi hennar 6.343,66 stig. Straumur Burðarás hækkaði um 2,96% en Avion Group lækkaði um 1,69% og Össur um 1,68%. Krónan veiktist um 0,72% í gær samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Meira
4. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 111 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný stjórn Icelandair

HALDINN hefur verið hluthafafundur í Icelandair Group og ný stjórn félagsins kjörin. Stjórnina skipa: Finnur Ingólfsson formaður, Ómar Benediksson varaformaður, Einar Sveinsson, Hermann Guðmundsson, Helgi S. Meira
4. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

Osta- og smjörsalan áfrýjar

OSTA- og smjörsalan sf. hefur ákveðið að vísa ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 13. október síðastliðinn til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Meira
4. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 46 orð | 1 mynd | ókeypis

Rusal stækkar við sig

RÚSSNESKA álfyrirtækið Rusal hefur keypt 56,2% hlut í ítalska súrálsframleiðandanum EurAllumina . Kaupverðið er ekki gefið upp. Meira
4. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 187 orð | 1 mynd | ókeypis

Stofnandi s-kóreska fyrirtækisins Daewoo tapar áfrýjun

STOFNANDI suður-kóreska stórfyrirtækisins Daewoo, Kim Woo-choong, sem var fyrr á þessu ári dæmdur fyrir fjárdrátt og svik, hefur tapað áfrýjun á máli sínu. Meira
4. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 275 orð | 1 mynd | ókeypis

Vilja aukin viðskipti

YFIR fjörutíu leiðtogar Afríkuríkja eru nú samankomnir á viðskipta- og fjárfestingaráðstefnu í Kína. Meira
4. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 346 orð | 1 mynd | ókeypis

Virka efnið fæst á netinu

EFTIR að bandaríska líftæknifyrirtækið BioStratum hefur varið um 100 milljónum Bandaríkjadollara í þróun á lyfinu Pyridorin, hefur komið í ljóst að hægt er að kaupa virka efnið í lyfinu á netinu. Meira

Daglegt líf

4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 317 orð | 2 myndir | ókeypis

Alnafni Erlends í Mýrinni

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl. Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 360 orð | 2 myndir | ókeypis

DJÚPIVOGUR

Þegar skammdegið færist yfir og kuldinn byrjar að bíta í kinnar er tilhneiging manna oftar en ekki að krunka sig saman rétt eins og háttur farfuglanna er á haustin áður en þeir taka flugið langa. Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 497 orð | 2 myndir | ókeypis

Eldar og syngur fyrir gestina

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Á Tunnuverkstæðinu, sem er vinsæll matsölustaður í hjarta Qaqortoq, öðru nafni Julianehaab, á Grænlandi, ræður ríkjum Íslendingurinn Edda Lyberth, en staðinn opnaði hún árið 2000. Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 684 orð | 6 myndir | ókeypis

Eldheit bollastell og lifandi matarstell

Hvernig væri að eiga matar- eða bollastell sem er síbreytilegt og lifandi, engir tveir hlutir alveg eins? Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 144 orð | ókeypis

Enn af Axarsköftum

Friðrik Steingrímsson frétti af nýrri ljóðabók Jóa í Stapa og orti að bragði: Nú mér engin halda höft hinir mega gapa, eignast vil ég Axarsköft eftir Jóa í Stapa. Góða bókin gefur mér gæfu að njóta mestrar, Jói í Stapa alltaf er ágætur til lestrar. Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 188 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjölvítamín við ófrjósemi?

FJÖLVÍTAMÍN virðast draga úr líkum á ófrjósemi tengdri egglosi kvenna samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn, að því er greint var frá í breska dagblaðinu Daily Telegraph nýlega. Sýndi rannsóknin, sem m.a. var unnin af dr. Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 116 orð | 13 myndir | ókeypis

Kenndu mér að klæða mig vel

Þegar kuldaboli er farinn að bíta ískyggilega fast í kinnarnar fara foreldrar að sjást í búðunum að skoða vetrarföt á börnin. Meira
4. nóvember 2006 | Ferðalög | 519 orð | 4 myndir | ókeypis

Nýjar reglur um handfarangur

Vökvakennd efni í handfarangri mega ekki vera í umbúðum sem taka meira en 100 millilítra í flugi milli landa Evrópska efnahagssvæðisins frá og með næsta mánudegi. Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 89 orð | 2 myndir | ókeypis

Ofurtík í skrúðgöngu

Það eru ekki bara börn sem klæða sig upp í búning á hrekkjavöku, sem haldin var hátíðleg víða um heim í kringum síðustu helgi. Haldin var sérstök búningakeppni fyrir hunda í Kaliforníu en þar er hefð fyrir því að klæða dýrin á slíkan hátt. Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 390 orð | 1 mynd | ókeypis

Stafrænt maraþon

SÚ var tíðin að raftæki og slíkar græjur voru litnar hornauga af maraþonhlaupurum, sem fyrir ekki svo löngu litu á slíka tæknihluti sem truflun sem á vissan hátt "vanhelgaði" hlaupin. Meira
4. nóvember 2006 | Daglegt líf | 678 orð | 9 myndir | ókeypis

Þá stendur hann inni í stofu og þykist vera að ryksuga...

"Einn daginn stóð risavaxinn ísskápur á miðju gólfinu og ekki leið á löngu þar til parketstaflar fylltu nánast stofuna. Meira

Fastir þættir

4. nóvember 2006 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd | ókeypis

árnað heilla ritstjorn@mbl.is

80 ára afmæli . 6. nóvember nk. verður áttræður Einar Guðnason, skipstjóri, Aðalgötu 3, Suðureyri. Meira
4. nóvember 2006 | Fastir þættir | 153 orð | ókeypis

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Deildakeppnin. Norður &spade;G6 &heart;1098 ⋄D10754 &klubs;542 Vestur Austur &spade;Á1032 &spade;98754 &heart;D3 &heart;762 ⋄93 ⋄Á2 &klubs;K9863 &klubs;G107 Suður &spade;KD &heart;ÁKG54 ⋄KG86 &klubs;ÁD Suður spilar 5&heart;. Meira
4. nóvember 2006 | Fastir þættir | 716 orð | ókeypis

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is

Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Fjögurra kvölda tvímenningskeppni hjá Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins lauk sunnudaginn 29/10. með öruggum sigri þeirra Ingibjargar Halldórsdóttur og Sigríðar Pálsdóttur. Lokastaðan varð þessi. Ingibj. Halldórsd. Meira
4. nóvember 2006 | Árnað heilla | 18 orð | 1 mynd | ókeypis

Brúðkaup | Brynja Olgeirsdóttir og Jan Frode Stø giftu sig í Skåbu...

Brúðkaup | Brynja Olgeirsdóttir og Jan Frode Stø giftu sig í Skåbu kirkju 22. júlí 2006 í... Meira
4. nóvember 2006 | Í dag | 515 orð | 1 mynd | ókeypis

Drögin lögð að framtíð KR

Guðjón Guðmundsson fæddist á Ísafirði 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1973, cand. oecon gráðu frá Háskóla Íslands 1977 og cand. merc. frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn 1984. Meira
4. nóvember 2006 | Í dag | 117 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjölskyldudagur á handritasýningu Árnastofnunar

Fjölskyldur eru sérstaklega velkomnar á sýninguna Handritin til að kynnast skrifaraiðn miðalda af eigin raun. Safnkennari Árnastofnunar verður í skrifarastofu sýningarinnar og veitir aðstoð og fræðslu. Meira
4. nóvember 2006 | Fastir þættir | 22 orð | ókeypis

Gætum tungunnar

Sagt var : Allir hans aðstandendur voru á einu máli um það. BETRA VÆRI: Þar voru vandamenn hans allir á einu... Meira
4. nóvember 2006 | Fastir þættir | 868 orð | ókeypis

Íslenskt mál 89

jonf@rhi.hi.is: "Málvöndun í Þýskalandi Í fertugasta tölublaði þýska tímaritsins Spiegel (2.10.2006) er fjallað rækilega um málrækt og stöðu þýskrar tungu. Á forsíðu stendur Bjargið þýskri tungu (Rettet dem Deutsch (í stað... das Deutsch )) og á bls." Meira
4. nóvember 2006 | Í dag | 2712 orð | 1 mynd | ókeypis

(Matt. 5.)

Guðspjall dagsins: Jesús prédikar um sælu. Allra heilagra messa. Meira
4. nóvember 2006 | Í dag | 19 orð | ókeypis

Orð dagsins : Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og...

Orð dagsins : Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1. Meira
4. nóvember 2006 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd | ókeypis

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rxc6 bxc6 6. Bd3 d5 7. De2 Rf6 8. Rd2 Be7 9. O-O a5 10. c4 a4 11. Kh1 O-O 12. f4 g6 13. Hb1 Bb7 14. b4 axb3 15. axb3 dxe4 16. Rxe4 c5 17. Rg3 h5 18. f5 exf5 19. Bxf5 Ha6 20. Bg5 He8 21. Db2 Da8 22. Hf2 Rg4... Meira
4. nóvember 2006 | Í dag | 146 orð | ókeypis

Spurt er... ritstjorn@mbl.is

1 Víkingur Heiðar Ólafsson þótt leika á heimsmælikvarða á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar. Hvaða verk lék hann? 2 Málverk eftir bandaríska málarann Jackson Pollock seldist fyrir metfé á dögunum.Árið 2000 var gerð kvikmynd um málarann. Meira
4. nóvember 2006 | Í dag | 1871 orð | 1 mynd | ókeypis

Tónlistardagskrá í Fossvogskirkju Í Fossvogskirkju er að vanda boðið til...

Tónlistardagskrá í Fossvogskirkju Í Fossvogskirkju er að vanda boðið til tónlistardagskrár á Allra heilagra messu, 5. nóv. Stendur dagskráin yfir frá kl. 14-16.45. Meira
4. nóvember 2006 | Fastir þættir | 839 orð | 3 myndir | ókeypis

Verður Judit Polgar næsti heimsmeistari ?

Essent-mótið 20.-28. október. Meira
4. nóvember 2006 | Fastir þættir | 270 orð | 1 mynd | ókeypis

Víkverji skrifar...

Það er ástæða til að óska Halldóri Ásgrímssyni, fyrrum forsætisráðherra, til hamingju með kjör hans til að verða framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar. Meira

Íþróttir

4. nóvember 2006 | Íþróttir | 65 orð | ókeypis

4.500 lyfjapróf í Peking

ALÞJÓÐA Ólympíunefndin hefur tilkynnt að mun fleiri lyfjapróf verði tekin af keppendum á Ólympíuleikunum í Peking í Kína árið 2008 heldur en voru tekin á leikunum í Aþenu í Grikklandi fyrir tveimur árum. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd | ókeypis

Aron dregur fram skóna og leikur með Skjern

ARON Kristjánsson, þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Skjern, hefur ákveðið að draga fram skóna og vera tilbúinn að leika með lærisveinum sínum þegar þeir mæta belgíska liðinu Sasja í EHF-keppninni í handknattleik. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 567 orð | 1 mynd | ókeypis

Barist verður á tvennum vígstöðvum í Lundúnum

TVEIR Lundúnaslagir verða á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á morgun. Flautað verður til leiks klukkan hálf tvö í þeim fyrri þegar leikmenn West Ham og Arsenal hafa gengið út á iðjagrænan Upton Park-leikvanginn. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 202 orð | ókeypis

Birgir Leifur enn undir pari

BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, heldur sínu striki á öðru stigi 8. úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd | ókeypis

Charlton úr botnsæti?

HERMANN Hreiðarsson og félagar hans hjá Charlton freista þess í daga að lyfta sér upp úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar þeir taka þá móti Manchester City á The Valley. Gert er ráð fyrir að Hermann verði að vanda í byrjunarliðinu í leiknum. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 707 orð | 1 mynd | ókeypis

Crouch segir Liverpool vera komið á siglingu

PETER Crouch, miðherji Liverpool og enska landsliðsins, segir að það sé of snemmt að afskrifa Liverpoolliðið í baráttunni um Englandsmeistaratitlinn. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 275 orð | ókeypis

Eggert vill koma West Ham-málinu á hreyfingu

"OKKUR er farið að lengja dálítið eftir því að komast yfir á næsta stig í málinu, það er að segja að fá aðgang að bókhaldi félagsins. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd | ókeypis

Eto'o gagnrýnir Eið Smára

SAMUEL Eto'o, landsliðsmaður Kamerún og miðherji Barcelona, deilir á leik Eiðs Smára Guðjohnsen í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello Sport, þar sem hann segir að Eiður Smári þurfi að ná tökum á að leika sem miðherji og hann sé ekki nægilega... Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 290 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Valsmenn fengu góðan liðsstyrk í knattspyrnu í gær þegar Gunnar Einarsson, KR, Jóhann Helgason, Grindavík, Hafþór Ægir Vilhjálmsson, ÍA og Daníel Hjaltason, Víkingi, gengu til liðs við úrvalsdeildarliðið. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 333 orð | 1 mynd | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Milan Mandaric , fyrrverandi aðaleigandi Portsmouth , mun hitta forráðamenn Leicester á næstunni. Mandaric hefur áhuga á að kaupa verulegan hlut í félaginu. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 325 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Forráðamenn Bayern München hafa ítrekað að ekki komi til álita að selja enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves . Sir Alex Ferguson , knattspyrnustjóri Manchester United , reyndi ákaft í sumar að fá Hargreaves keyptan en án árangurs. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 223 orð | ókeypis

Gerpla komst í úrslit í Ostrava

SVEIT Gerplu varð í öðru sæti í undankeppni á Evrópumóti kvenna í hópfimleikum í gær en mótið fer fram í Ostrava í Tékklandi. Gerpla fékk 25,55 í einkunn fyrir æfingar sínar. Keppir sveitin þar með til úrslita í dag. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 229 orð | 1 mynd | ókeypis

Góður sigur á Portúgölum á Hollandsmótinu

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik gerði sér lítið fyrir og lagði Portúgala 33:26 í þriðja leik sínum á æfingamótinu í Hollandi og hefur því sigrað í tveimur leikjum og tapað einum. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 801 orð | ókeypis

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Portúgal 33:26 Æfingamót í Hollandi: Mörk...

HANDKNATTLEIKUR Ísland - Portúgal 33:26 Æfingamót í Hollandi: Mörk Íslands: Guðbjörg Guðmannsdóttir 8, Rakel Dögg Bragadóttir 5, Hildigunnur Einarsdóttir 5, Hrafnhildur Skúladóttir 5, Hanna G. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Haukar mæta Paris Handball ytra í EHF-keppninni

HAUKAR leika síðdegis í dag fyrri leik sinn við Paris Handball í 3. umferð EHF-keppninnar í handknattleik karla. Leikið verður í París. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 50 orð | ókeypis

Leikirnir

Leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Laugardagur: Fulham - Everton 12.45 Bolton - Wigan 15 Charlton - Manchester City 15 Liverpool - Reading Manchester United - Portsmouth Watford - Middlesbrough 15 Newcastle - Sheffield United 17. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd | ókeypis

Marbury í stríð við risana

STEPHON Marbury, leikmaður NBA-liðsins New York Knicks, hefur vakið athygli vestanhafs að undanförnu en hann á nú í harðri samkeppni við íþróttavöruframleiðendur á borð við Nike, Adidas og Puma. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 265 orð | ókeypis

Mikilvægt fyrir strákana að brjóta ísinn

HAMAR/SELFOSS krækti sér í fyrstu stigin í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar liði tók á móti Tindastóli frá Sauðárkróki. Vel studdir af áhorfendum í Hveragerði tókst heimamönnum að snúa leiknum sér í vil á loksprettinum og sigra 82:78 eftir að hafa verið undir lengst af. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 227 orð | 1 mynd | ókeypis

Pearce vill "stjóraglugga"

STUART Pearce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City, segir að breyta þurfi reglum um ráðningar knattspyrnustjóra í þá átt að aðeins verði hægt að skipta um knattspyrnustjóra á ákveðnum tímabili á hverju ári, líkt og gengur og... Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 697 orð | 1 mynd | ókeypis

"Flott að vinna úti"

SKALLAGRÍMUR úr Borgarnesi hreinlega drekkti Fjölnismönnum með þriggja stiga skotum þegar liðin mættust í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 241 orð | 1 mynd | ókeypis

Tuttugu ára starfsafmæli Fergusons

SIR Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, fagnar á mánudaginn 20 ára starfsafmæli sínu hjá félaginu. Undir hans stjórn hefur Manchester United unnið 18 stóra titla. Meira
4. nóvember 2006 | Íþróttir | 2095 orð | 5 myndir | ókeypis

Um æskunnar kallandi ævintýr

Frægð og æska samtímis - það er of mikið fyrir dauðlegan mann, sagði þýski heimspekingurinn Arthur Schopenhauer. Þekki Arsène Wenger, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, þetta spakmæli lætur hann það sem vind um eyru þjóta. Meira

Barnablað

4. nóvember 2006 | Barnablað | 403 orð | 1 mynd | ókeypis

Addi önd

DAG einn í Steggjabæ var Addi önd 8 ára patti, byrjaður að spila með landsliði Andantínu, hann var yngsti leikmaður landsliðs frá upphafi, öll lið í heiminum vildu fá hann til þess að skora mörk, hann gat spilað allar stöður vörn, miðju og sókn. Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 34 orð | 1 mynd | ókeypis

Einn góður...

- Mamma, mér er svo illt í tánum. Nýju skórnir meiða mig. - Það er ekki að undra, þú hefur sett skóna á vitlausa fætur. - Já, en ég er bara með þessa... Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 34 orð | ókeypis

Gátur-lausnir

1. Kol. 2. Klukkur sem ganga ekki. 3. 87 4. Kirkjubæjarklaustur. 5. Tengdamamma. 6. Ekkert. 7. Matarlystar. 8. Sólargeislinn. 9. Með því að fara úr skónum. 10. Fíll sem heldur niðri í sér... Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 109 orð | 2 myndir | ókeypis

Glúrnar gátur

1. Hvað er það sem er fyrst svart á litinn, síðan rautt og að lokum grátt? 2. Hvaða klukkur eru bara réttar tvisvar á sólarhring? 3. Hvað er það sem byrjar með átta og endar á sjö? 4. Hvaða klaustur er ekki heimili nunna og munka? 5. Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 69 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjálpaðu Maríu

Hún María fór út í göngutúr með nýja dúkkuvagninn sinn. Henni fannst svo gaman að vera úti að ganga í góða veðrinu að hún gleymdi sér alveg. Hún tók ekki eftir því hvaða leið hún gekk. Allt í einu sér hún að hún er orðin villt. Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 38 orð | 1 mynd | ókeypis

Hoppað eins og fló

Flær geta, miðað við stærð, hoppað gífurlega hátt. Höfuðlúsin er besti hástökkvarinn meðal flóa. Hún getur hoppað 30 sentímetra langt og 20 sentímetra hátt. Ef við gætum hoppað svona hátt færum við létt með að hoppa yfir... Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

Kafari í klípu

Kafarar eiga þess kost að skyggnast undir yfirborðið og sjá inn í undraheima sjávardjúpsins. Þar opnast þeim heimur sem landkrabbar koma aldrei til með að sjá. Þessi kafari á myndinni var aldeilis hlessa þegar hann sá fljúgandi háhyrning. Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 20 orð | 1 mynd | ókeypis

Múmínsnáðinn

Hafsteinn Einar Hákonarson, sem er 9 ára, sendi þessa fínu mynd af múmínsnáðanum. Hvaða ævintýrum ætli hann lendi nú... Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 9 orð | 1 mynd | ókeypis

Paraðu skjaldbökur

Hvaða myndir eru eins? Varstu fljót/fljótur að sjá... Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 85 orð | 1 mynd | ókeypis

Pennavinir

Strákar frá Sri Lanka leita að pennavinum á Íslandi, bæði stelpum og strákum. Ramith Thulitha Idamegama 493/8-C, Sirimedura Estate, Meegoda, Sri Lanka Ramith er 16 ára og hefur áhuga á tungumálum og talar ensku. Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd | ókeypis

Riddarar í fullum skrúða

Þessi mynd færir okkur aftur í tímann þegar riddarar riðu um héruð og hetjur voru í hávegum hafðar. Hersir, sem er níu ára Eyjapeyi, sendi okkur þessa... Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Samkeppni jólaglaðningur

Senn líður að jólum. Snjórinn er kominn í fjallstoppana og sum staðar teygir hann sig niður hlíðar. Í sumum búðum er farið að selja jólavörur. Barnablaðið efnir til samkeppni um: bestu jólasöguna, bestu jólamyndina og besta jólaljóðið. Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 103 orð | 1 mynd | ókeypis

Sjóðir

Þórólfur var svo heppinn að vinna í happdrætti. Hann var himinlifandi og réð sér vart fyrir kæti. Þegar hann fór að sækja vinninginn runnu á hann tvær grímur. Hann átti að velja eina skjóðu af peningum. Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 7 orð | ókeypis

Sjóðir - lausn

Í fjólubláu skjóðunni B er stærsta... Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 18 orð | 1 mynd | ókeypis

Strikaðu á milli

Á myndinni sérðu fljúgandi laufblöð. Hvað ætli sé þar annað? Fylgdu númerunum og reyndu að komast að... Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 792 orð | 1 mynd | ókeypis

Syngur og dansar

Allir eiga sér einhver áhugamál. Ýmsir eru í tómstundum eftir skólann og sumir eru í mörgu í einu. Sigurveig Steinunn Helgadóttir er níu ára og er í Borgarskóla. Hún á sér mörg áhugamál. Hún er í djassballett, píanónámi og tónfræði. Meira
4. nóvember 2006 | Barnablað | 142 orð | 4 myndir | ókeypis

Verðlaunaleikur vikunnar

Í þessari viku þurfið þið að átta ykkur á því hvaða teiknimyndapersónur eru á myndunum. Ef þið þekkið þær eða getið komist að því hvað þær heita skuluð þið skrifa svörin niður og senda Barnablaðinu. Meira

Lesbók

4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1653 orð | ókeypis

Af reykvísku vatíkani

Það var á 18. öld sem franska skáldið og diplómatinn Chateaubriand hafði orð á áhrifum skynsemi og siðmenningar á heiminn, en þrátt fyrir ríkidæmi ímyndunaraflsins varð hann kaldur og tómur. Við lestur á nýju bókmenntasögu 20. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2084 orð | 1 mynd | ókeypis

Alltaf meðvitaður um hlutverkið

Ingvar E. Sigurðsson leikari hefur bætt enn einni rós í hnappagatið með túlkun sinni á rannsóknarlögreglumanninum Erlendi í kvikmyndinni Mýrinni . Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 744 orð | ókeypis

Amerísk kvikmyndagagnrýni

Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Hvenær varð kvikmyndafræði áberandi í almennri umræðu um kvikmyndir? Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 3448 orð | 1 mynd | ókeypis

Áður en ég vissi af var ég búinn að skrifa leikrit

Öðru sinni á þessu ári, nú í október, flutti Þjóðleikhúsið okkur í formi leiksýninga, upplestra og málþings breiða kynningu á merku erlendu leikskáldi. Í vor var það Harold Pinter, í haust norska skáldið Jon Fosse. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 74 orð | ókeypis

Biblían á hlaupum

Biblían á hundrað mínútum nefnist bók sem bókafélagið Uglan hefur gefið út. Eins og nafnið gefur til kynna fer bókin yfir efni Biblíunnar í texta sem tekur ekki nema rúman einn og hálfan tíma í lestri. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 746 orð | 1 mynd | ókeypis

Bullandi sköpun og framþróun

Kaliforníubúinn Beck er einn af allra frjóustu dægurtónlistarmönnum samtímans og ný plata frá honum fær tónlistaráhugamenn til að súpa hveljur. Nýjasta verk meistarans heitir The Information , og verða lesendur hér með "upplýstir" um vinnslu hennar. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 462 orð | 3 myndir | ókeypis

Bækur

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttir annaei@mbl. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 577 orð | 1 mynd | ókeypis

...eitthvað allt annað

Eftir Hjálmar S. Brynjólfsson hjalmarstefan@gmail.com Borið saman við fyrri plötur Þursaflokksins varð sú fjórða, Gæti eins verið..., eins frábrugðin þeim og hún hreinlega gat orðið. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 705 orð | ókeypis

Engar málalengingar

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Það er leitun að bók sem hefur haft meiri áhrif á hinn vestræna heim en Biblían. Hún er bók bókanna er sagt. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 209 orð | 1 mynd | ókeypis

Eru Íslendingar eigingjarnir?

Á Íslandi er losun gróðurhúsalofttegunda á mann orðin meiri en í Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í grein Vésteins Lúðvíkssonar í Lesbók í dag og hann bætir við: "Þessum "árangri" höfum við ekki síst náð með mengandi stóriðju. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1713 orð | 1 mynd | ókeypis

Ég reiðist stundum Erlendi

Í vikunni kom út nýjasta skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, Konungsbók . Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál en þær hafa selst meira en bækur nokkurs annars íslensks höfundar fyrr og síðar. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1024 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrst Stalín, nú Borat

Kvikmyndin Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit the Glorious Nation of Kazakhstan eftir breska grínistann Sacha Baron Cohen hefur vakið hörð viðbrögð í Kasakstan en þarlendir telja að kolröng mynd sé dregin upp af... Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð | ókeypis

Hallgrímskirkja

Lag: Guðs kirkja er byggð á bjargi Sjá, - hæst rís Hallgrímskirkja með helgan boðskapinn. Hér vilja Guðs að virkja að verði oss hjartfólginn, sem öllum opinberar, að elskar Guð hvern mann í Krist' er krossdeyð umbar með kærleik. Uppreis hann. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 572 orð | 1 mynd | ókeypis

Hlustarinn

Hlustarinn Hér er listi yfir tíu nýjar plötur sem ég hef keypt. Glöggir sjá að ég hef fengið mér nokkrar hressandi frá Lex-útgáfufyrirtækinu. Þetta er ekki listi yfir það sem ég fíla best heldur er þetta listi yfir þær plötur sem ég er nýbúinn að kaupa. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2009 orð | ókeypis

Hvernig hugsum við íslenska bókmenntasögu?

IV. bindi eftir Árna Sigurjónsson, Dagnýju Kristjánsdóttur, Halldór Guðmundsson, Jón Yngva Jóhannsson, Magnús Hauksson, Silju Aðalsteinsdóttur og Guðmund Andra Thorsson. V. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 825 orð | 1 mynd | ókeypis

Inni í höfði Moodyssons

Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Hvers konar vettvangur eru kvikmyndahús í dag? Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 125 orð | 1 mynd | ókeypis

Kennslustund

að ég yrði ekki langlífur í lífi hinna það var það sem ég lærði í skólanum hvorki ellidauður í æsku né bernskur í elli þegar kennarinn hafði spurt hversu margar vestmannaeyjarnar hefðu verið fyrir gos og væru eftir það og þegar hann hafði fengið þau... Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 381 orð | 3 myndir | ókeypis

KVIKMYNDIR

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Sífellt fleiri umdeildar heimildarmyndir um ríkjandi stjórnendur skjóta upp kollinum vestanhafs og ein þeirra nýjustu fjallar um ríkisstjóra Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1199 orð | 1 mynd | ókeypis

Listasagan máluð eftir munstri

Sýningin stendur til 26. nóvember. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Aðgangur ókeypis. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 364 orð | ókeypis

NEÐANMÁLS

I Er búið að skrifa íslenska bókmenntasögu? Nei, sem betur fer! Það hefur verið gefið út fimm binda verk um íslenska bókmenntasögu. Þar með er ekki búið að segja þá sögu í eitt skipti fyrir öll. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 2879 orð | 1 mynd | ókeypis

Orwell í Bangladesh og Auden í Straumsvík

Eftir Véstein Lúðvíksson vesteinnl@hotmail.com Í nýlegu hefti af tímaritinu Hugur (17/2005) er athyglisverð grein eftir Jón Á. Kalmansson heimspeking, "Nytsemi og skilningur". Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 621 orð | 1 mynd | ókeypis

Sumarfrí til Íslands

Eftir Gunnar Theodór Eggertsson gunnaregg@gmail.com ! Ég fór í lestarferð frá Hollandi til Belgíu og N-Þýskalands og það kom mér á óvart að landslagið breyttist ekkert allan tímann. Til hvers þarf landamæri þegar landið liggur allt á sama veg? Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 1634 orð | 1 mynd | ókeypis

Svart-hvít klassík í íslenskum tónum

Intolerance , sem bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn D.W. Griffith gerði árið 1916, er með stórbrotnustu verkum kvikmyndasögunnar. Hún verður sýnd í Háskólabíói á fimmtudaginn kemur við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 504 orð | 2 myndir | ókeypis

TÓNLIST

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Í Bolshoj í Moskvu geisar nú stríð, sem snýst um túlkun á óperunni Évgení Ónegín eftir Tsjajkovskí, eftir ljóði og sögu höfuðskáldsins Púshkins. Og það er ekkert "nóboddí" sem hæst lætur. Meira
4. nóvember 2006 | Menningarblað/Lesbók | 906 orð | 1 mynd | ókeypis

Æsileg, ævintýraleg ættarsaga

Breska skáldkonan Diane Setterfield vakti mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína, The Thirteenth Tale / Þrettándu söguna , hádramatíska sögu um hórbarn, sifjaspell, hrörlegt afskekkt glæsihús, óttalegt... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.