Greinar föstudaginn 17. nóvember 2006

Fréttir

17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 79 orð

10 ára afmæli AB-varahluta

FYRIRTÆKIÐ AB-varahlutir á Bíldshöfða 18 er 10 ára um þessar mundir en það tók til starfa 15. nóvember 1996. Í tilefni 10 áranna hefur fyrirtækið ákveðið að styrkja Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur um 200 þúsund krónur. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

200 fögnuðu nýrri Orkustöð

Grundarfjörður | Yfir 200 manns þrammaði í sunnanstrekkingi og kafaldshríð frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga um síðustu helgi, inn að nýrri sjálfsafgreiðslustöð Orkunnar við austanverðan bæinn. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 249 orð | 2 myndir

Annar heimur í Krónunni

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mosfellsbær | Krónan hefur opnað nýja verslun í Mosfellsbæ og er hún talsvert öðruvísi en aðrar Krónuverslanir. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Áfram 41 kr. gjald

FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Árni M. Mathiesen, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um að lækkun olíugjalds úr 45 kr. í 41 kr. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 621 orð | 1 mynd

Áframhaldandi sameiningu þarf til að styrkja sveitarfélög frekar

Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÍSLENSK sveitarfélög þurfa að halda áfram að styrkjast sem stjórnunareiningar til að geta tekið að sér aukin verkefni. "Það verður aðeins gert með áframhaldandi sameiningu sveitarfélaga. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 801 orð | 3 myndir

Árás vopnaðra sjóræningja

Íslensk hjón urðu fyrir barðinu á sjóræningjum í Karíbahafinu um helgina. Þrír vopnaðir menn komu um borð, bundu þau og hótuðu með byssum áður en þeir hurfu á brott með ránsfenginn. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Ársfundur tileinkaður tónlistarhúsi

ÁRSFUNDUR Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands er í ár tileinkaður byggingu tónlistar- og ráðstefnuhallar í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn í dag, föstudaginn 17. nóvember í Öskju, Sturlugötu 7 og hefst kl. 15. Meira
17. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 156 orð

Bein veita svör um frummann

París. AFP. | Leiðir forföður nútímamannsins og Neanderdalsmannsins skildu fyrir um 500.000 árum þegar erfðaefni þeirra tók að þróast með ólíkum hætti. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ber af sér sakir

SNÖRP orðasenna varð milli Þórunnar Sveinbjarnardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Halldórs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokks, í umræðum um utanríkismál á Alþingi í gær, er Þórunn sakaði Halldór um að bera blak af stríðsglæpamönnum um allan heim... Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 134 orð

Biblía á toppi metsölulistans

BÓKIN Biblían á hundrað mínútum , sem bókafélagið Ugla hefur gefið út, er nú í fyrsta sæti á lista Pennans-Eymundssonar yfir söluhæstu bækur almenns efnis, handbækur og fræðibækur. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Birgir í hópi þeirra bestu

BIRGIR Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG tryggði sér í gær keppnisrétt á stærstu atvinnumótaröð í Evrópu með því að enda í 24. sæti á lokaúrtökumótinu á San Rouqe á Spáni. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Bílboxið fauk á haf út

Bakkafjörður | Óveður hefur verið á Austurlandi undanfarna daga og sitthvað tekist á loft í snörpum vindhviðum sem ætt hafa niður úr fjallaskörðum og utan af sjó. Meira
17. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Blásið til sóknar gegn offitu í Evrópu

Istanbúl. AFP. | Ráðherrar og fleiri embættismenn frá 48 Evrópulöndum sitja þriggja daga ráðstefnu, sem lýkur í Istanbúl í dag, um ráðstafanir til að stemma stigu við offitufaraldrinum í Evrópu. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Deilt um niðurrif húss á Hólmavík

ALLS hafa um 60 íbúar á Hólmavík skrifað undir mótmæli við því að gamla barnaskólahúsið verði rifið en húsið var reist árið 1913 og er það næstelsta í bænum. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur tekið ákvörðun um að rífa húsið en þar á að leggja veg. Meira
17. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 343 orð

Deilur um gíslatökumálið innan írösku stjórnarinnar

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is MARGIR gíslanna sem voru teknir höndum á rannsóknastofnun í Bagdad á þriðjudag voru pyntaðir og sumir myrtir, að því er Abed Dhiab al-Ujaili, ráðherra æðri menntunar í Írak, fullyrti í gær. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Ekkert lát á kuldakasti þótt vind lægi yfir helgina

Eftir Andra Karl andri@mbl.is "NÆSTU dagar verða fremur kaldir en svo ætti að draga aðeins úr frostinu þegar líður á næstu viku. Það sér alla vega fyrir endann á þessu kuldakasti þótt ekki verði það um sinn," segir Þorsteinn V. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Ellert B. Schram settist á þing eftir 20 ára hlé

"ÞETTA var svolítið skrýtin tilfinning, en afar ánægjulegt. Nánast eins og að koma heim aftur," segir Ellert B. Schram, sem settist aftur á þing í gær eftir tæplega tveggja áratuga hlé. Meira
17. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 37 orð | 1 mynd

Fallhlífarhetjur sýna listir sínar

HERMAÐUR í flugher Indlands, sýnir færni sína í fallhlífarstökki í Siliguri í indverska ríkinu Vestur-Bengal. Hermaðurinn er í úrvalssveit sem sérhæfir sig í fallhlífarstökki og sýndi listir sínar á flugsýningu sem flugherinn hóf í Siliguri í... Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 139 orð

Fjölskyldudagur í Ölgerðinni

ÖLGERÐ Egils Skallagrímssonar mun standa fyrir fjölskyldudegi í höfuðstöðvum sínum næstkomandi sunnudag, 19. nóvember. Þar gefst nýjum kynslóðum tækifæri á að upplifa jólastemmninguna sem tengist hvítöli og leggja Mæðrastyrksnefnd lið um leið. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Fleiri að opinbera samninga

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Seyðisfjörður | Seyðisfjarðarkaupstað er skylt að veita aðgang að samningum vegna virkjunar Fjarðarár. Hjörleifur Guttormsson óskaði sl. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 187 orð

Fyrirvarar settir við landnotkun

Reykjavík | Tekið var tillit til athugasemda og settir fyrirvarar við landnotkun næst flugbrautunum og færslu Hlíðarfótar og gangamunna Öskjuhlíðarganga í tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi landnotkun á austursvæði... Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 641 orð | 1 mynd

Hefur talað fyrir málstað tungunnar

Eftir Flóka Guðmundsson og Bergþóru Jónsdóttur Njörður P. Njarðvík veitti í gær viðtöku Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar 2006. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 168 orð

Íslenskir sprengjuleitarmenn fara til Líbanons

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda íslenska sprengjuleitarmenn til Líbanons í byrjun næsta árs á vegum Íslensku friðargæslunnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra upplýsti þetta í umræðum á Alþingi í gær. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Jákvæðir í garð nágrannavörslu

"ÞETTA mæltist afar vel fyrir og íbúar voru mjög jákvæðir í garð þessa verkefnis og þakklátir fyrir að vera kallaðir til í svona samstarf," segir Þráinn Hafsteinsson, frístundaráðgjafi á þjónustumiðstöð Breiðholts, en í gærkvöldi var haldinn... Meira
17. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 250 orð

Jeppunum í London sagt stríð á hendur

EIGENDUR jeppa og annarra bifreiða með fjórhjóladrifi, "Chelsea-dráttarvélanna" eins og þær eru kallaðar í Bretlandi, munu þurfa að borga tæplega 3.300 ísl. kr. á dag fyrir að aka í London. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Jólakort SOS-barnaþorpanna eru komin

SALA á Jólakortum SOS-barnaþorpanna er nú hafin. Jólakortin í ár eru teiknuð af þekktum dönskum myndlistarmönnum og eru ýmist með eða án texta. Kortin eru flest seld í stykkjatali en einnig er hægt að fá 3 jólakort saman í pakka. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Kiljuútgáfa í Leifsstöð

KONUNGSBÓK, nýútkomin skáldsaga Arnaldar Indriðasonar, er boðin til sölu í kiljuútgáfu í Leifsstöð. Er bókin nýkomin í sölu í flugstöðinni og fór beint í 2. sæti á lista yfir söluhæstu kiljurnar, skv. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Lenka Íslandsmeistari í skák

LENKA Ptácníková fékk fullt hús á Íslandsmóti kvenna í skák og varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn sem íslenskur ríkisborgari. Lenka sigraði alla sjö mótherja sína og fékk 7 vinninga. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

Listaverkin njóta sín vel í fiskabúrunum

Eftir Sigursvein Þórðarson Vestmannaeyjar | Berglind Kristjánsdóttir glerlistakona valdi sér óvenjulegan stað til að sýna verk sín, fiskabúrin í Náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Þar hafa verk hennar verið undanfarna daga og standa uppi um helgina. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Loftslagið stærsta verkefnið

Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru eitt stærsta verkefnið sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 82 orð

Lýst eftir vitnum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi á gatnamótum Hringbrautar og Bræðraborgarstígs, þriðjudaginn 8. nóvember um kl. 18. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 85 orð

Málþing um ástir og örlög

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð, laugardaginn 18. nóvember nk. Hefst það kl. 13 og því lýkur um kl. 16.45. Erindi flytja Árni Björnsson dr.phil. , Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur, Torfi K. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Njörður hlýtur Jónasarverðlaun

NJÖRÐUR P. Njarðvík, rithöfundur og kennari, veitti í gær viðtöku Verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar. Verðlaunin eru veitt þeim sem þykir hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn. Á myndinni má sjá verðlaunahafann fyrir miðju ásamt Þorgerði K. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 647 orð | 1 mynd

Nýtt þorskastríð?

Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÍSLENDINGAR eiga að taka forystu í baráttunni gegn sjóræningjaveiðum, sagði utanríkisráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, á Alþingi í gær, en þá flutti hún skýrslu sína um utanríkismál. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Opna nýja innkeyrslu

Þorlákshöfn | Sturla Böðvarsson samgöngumálaráðherra klippti á borða til að opna formlega nýja innkeyrslu til Þorlákshafnar. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 50 orð

Óbreytt líðan eftir brunaslys

MAÐURINN sem slasaðist alvarlega í eldsvoðanum í Ferjubakka 12 þann 7. nóvember, liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er tengdur við öndunarvél og hefur líðan hans verið óbreytt frá innlögn. Meira
17. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Prestar una einlífinu illa

BENEDIKT XVI. páfi hefur boðað til fundar með sínum helstu ráðgjöfum til að ræða óskir presta um að fá að kvænast. Ekki er búist við að banni við því verði aflétt í bráð en umræðan um þessi mál verður æ fyrirferðarmeiri. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 697 orð | 2 myndir

"Átökum þarf að linna"

RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Háskólans á Bifröst, sagði upp starfi sínu í gær frá og með 1. desember vegna þess ófriðar sem ríkt hefur í skólanum og náði hámarki í byrjun vikunnar þegar nemendur kærðu hann fyrir siðanefnd skólans fyrir brot á siðareglum. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 177 orð

"Horfði ofan í þrjú byssuhlaup"

VOPNAÐIR sjóræningar ruddust um borð í skútu íslenskra hjóna við strönd Venesúela, bundu þau og ógnuðu með byssum og stálu öllu steini léttara. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 370 orð

"Mun vonandi auka gagnsæi á markaði"

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is PÓST- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun um fjárhagslegan aðskilnað Gagnaveitunnar og Orkuveitu Reykjavíkur en fjarskiptastarfsemi fyrirtækisins er undir Gagnaveitunni. Að sögn Hrafnkels V. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 299 orð | 1 mynd

"Þetta er skref en baráttunni er ekki lokið"

RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið, að tillögu Árna Mathiesen fjármálaráðherra og Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, að leggja til að gildistöku 300 þúsund króna frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega verði flýtt um þrjú... Meira
17. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 185 orð | 1 mynd

Royal forsetaefni sósíalista

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EMBÆTTISMENN franska sósíalistaflokksins sögðu í gærkvöldi að hin 53 ára gamla Segolene Royal hefði sigrað í forkosningunum vegna forsetaframboðsins á næsta ári. "Flokksmenn hafa tekið skýra ákvörðun. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 163 orð

Sambúðarverkir frumsýndir á Dalvík í kvöld

LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir í kvöld nýtt leikverk, Sambúðarverki, en höfundar eru sex heimamenn. Níu sýningar eru áætlaðar. Verkið samanstendur af fimm einþáttungum sem eiga það sameiginlegt að gerast í raðhúsi og það á einum og sama deginum. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 184 orð | 2 myndir

Samfylking mótmælti árás Ísraela

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir fundaði í vikunni með Myriam Shomrat, sendiherra Ísraels. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

SAS hefur flug á milli Stokkhólms og Keflavíkur

NORRÆNA flugfélagið SAS í Svíþjóð hefur ákveðið að hefja beint flug á milli Stokkhólms og Keflavíkur á vori komanda, en gert er ráð fyrir að fyrsta flugið verði farið 27. apríl í vor. Meira
17. nóvember 2006 | Erlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Segjast afneita stríði í Kongó

Kinshasa. AFP, AP. | Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Kongó sögðust í gær ekki ætla að stuðla að stríði eða óeirðum eftir að Joseph Kabila forseti var lýstur sigurvegari síðari umferðar forsetakosninga 29. október. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Skólakrakkar heimsækja MS

ÓVENJU líflegt hefur verið í höfuðstöðvum MS undanfarna morgna. Skólakrakkar af höfuðborgarsvæðinu hafa í hópast þangað í heimsókn til þess að fræðast um mjólkina frá því kýrin er mjólkuð og þar til afurðirnar eru komnar í neytendaumbúðir. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Skólatónleikar skipa stóran sess í vetur

FJÓRTANDA starfsár Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands er hafið. Skólatónleikar skipa stóran sess í dagskrá vetrarins og hófust þeir í október. Á morgun, laugardag, verða fyrstu tónleikarnir fyrir almenning á starfsárinu. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 195 orð | 2 myndir

Skýrsla tekin af skipstjóra

FLUTNINGASKIPIÐ Wilke sem lenti í vandræðum í hafinu suðaustur af landinu fyrr í vikunni lónaði út af Höfn í Hornafirði í gær og beið þess að norðanáttina lægði svo að það gæti haldið áfram til Reyðarfjarðar þangað sem förinni er heitið. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 102 orð

Stálu tækjum fyrir milljón í Glerárskóla

FJÖGUR ungmenni voru handtekin á Akureyri í gærmorgun eftir að þau brutust inn í Glerárskóla í fyrrinótt, unnu þar miklar skemmdir og stálu búnaði fyrir um það bil eina milljón króna. Skemmdir í skólanum eru metnar á nokkur hundruð þúsund krónur. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Sterkasti maðurinn

KEPPNI um titilinn sterkasti maður í heimi hefst á mánudag, en forkeppni mun fara fram þann dag í álveri Alcan í Straumsvík. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 171 orð

Strokufanginn gaf sig fram á Litla-Hrauni

STROKUFANGINN Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá gæslumönnum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, gaf sig fram við fangelsið á Litla-Hrauni í gærmorgun kl. 8.45. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 298 orð

Sveigði hjá flugeldaskotpallinum til að forðast árekstur

EKKI hafði verið tilkynnt að lendingarstaður á Selfossflugvelli væri lokaður þegar flugvél lenti þar á gamlársdag í fyrra, en búið var að koma fyrir flugeldaskotpalli á flugbrautinni. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Um 100 stofnfélagar í Vinafélagi Grímseyjar

VEL var mætt á stofnfund Vinafélags Grímseyjar sem haldinn var í safnaðarheimili Neskirkju síðastliðinn laugardag. Yfir 50 manns mættu á fundinn og 40 til 50 manns til viðbótar hafa sent óskir þess efnis að verða meðal félagsmanna. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 672 orð

Vandamálin missa tökin og stjórna ekki lengur hugsunum manns og lífi

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is AL-ANON-samtökin hafa mjög sótt í sig veðrið hér á landi undanfarin fimm ár, að sögn þátttakanda í starfi samtakanna. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

Þjóðkirkjan virti ekki jafnréttislög við ráðningu

Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is HÆSTIRÉTTUR hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipan í embætti sendiráðsprests í London hafi verið brot gegn jafnréttislögum en ráðið var í embættið í nóvember 2003. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Þrjátíu kindum bjargað úr sjálfheldu

BJÖRGUNARSVEITINNI á Blönduósi barst beiðni um aðstoð við að bjarga þrjátíu kindum úr Vatnsdalsá við bæinn Ás seint á miðvikudagskvöld en þær höfðu lent í sjálfheldu þegar áin tók að bólgna vegna mikilla frosta. Meira
17. nóvember 2006 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Þúsund tónleikagestir til landsins

SYKURMOLARNIR koma saman í kvöld í fyrsta sinn í áraraðir og halda upp á tuttugu ára afmæli hljómsveitarinnar, tuttugu ára afmæli Smekkleysu, útgáfufyrirtækis hennar, og tuttugu ára afmæli Ammælis, fyrstu smáskífunnar sem sveitin sendi frá sér. Meira

Ritstjórnargreinar

17. nóvember 2006 | Leiðarar | 400 orð

Byggðastefna á markaðsforsendum

Þingmenn úr öllum flokkum hvöttu til þess í umræðum á Alþingi í fyrradag að flugbraut Akureyrarflugvallar yrði lengd og aðflugsskilyrði á vellinum bætt. Meira
17. nóvember 2006 | Staksteinar | 238 orð | 1 mynd

Nýtt þorskastríð?

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra var herská í þeim kafla ræðu sinnar um utanríkismál á Alþingi í gær, sem fjallaði um sjóræningjaveiðar. Meira
17. nóvember 2006 | Leiðarar | 412 orð

Stigið úr skúmaskoti

Fjármál stjórnmálaflokkanna hafa lengi verið í dimmu skúmaskoti og löngu tímabært að reglur séu settar þar um og þau dregin fram í dagsljósið. Það eykur trúverðugleika flokkanna og þeirra sem starfa að stjórnmálum og treystir þannig stoðir lýðræðisins. Meira

Menning

17. nóvember 2006 | Menningarlíf | 75 orð | 1 mynd

Biskupinn syngur með Baggalúti

DAGUR rauða nefsins verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn hér á landi á fullveldisdaginn, 1. desember. Af því tilefni hefur Baggalútur samið lagið "Brostu" og gefið út á plötu. Meira
17. nóvember 2006 | Fólk í fréttum | 191 orð | 2 myndir

Bíður enn eftir fyrstu ástinni

Aðalskona vikunnar er Elínborg Halldórsdóttir. Hún er líklega betur þekkt sem Ellý í Q4U, íslenskri pönksveit sem sló í gegn í byrjun níunda áratugarins. Ellý er nú myndlistarmaður sem býr á Akranesi og er ein af þremur dómurum í sjónvarpsþættinum X-Factor sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Meira
17. nóvember 2006 | Kvikmyndir | 114 orð | 1 mynd

Blönduð tækni

STÓRLEIKARARNIR Keanu Reeves, Robert Downey Jr., Woody Harrelson, Winona Ryder og Rory Cochrane leika í A Scanner Darkly sem byggist á reynslusögu hins heimsþekkta vísindaskáldsagnahöfundar Philip K. Dick. Meira
17. nóvember 2006 | Kvikmyndir | 287 orð | 1 mynd

Busl í baðkari

Leikstjóri: Hans Horn.Aðalleikendur: Susan May Pratt, Eric Dane, Richard Speight Jr., Cameron Richardson, Niklaus Lange, Ali Hillis. 95 mín. Þýskaland 2006. Meira
17. nóvember 2006 | Bókmenntir | 120 orð | 6 myndir

Dagur helgaður hinu ástkæra og ylhýra

VEGUR Dags íslenskrar tungu hefur vaxið jafnt og þétt frá því hann var fyrst haldinn árið 1996. Meira
17. nóvember 2006 | Bókmenntir | 208 orð | 1 mynd

Enginn ritstuldur

HÖFUNDI Da Vinci-lykilsins Dan Brown og útgáfufyrirtæki hans, Random House, var dæmt í hag fyrir rétti í vikunni í máli gegn rithöfundi sem sagði hluta bókar Browns stolið úr hans eigin verki. Meira
17. nóvember 2006 | Tónlist | 664 orð | 1 mynd

Fegurðin fullkomnuð

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Fáir tónlistarmenn hafa vakið jafnmikla undrun og umtal hin síðustu ár og Sufjan Stevens. Meira
17. nóvember 2006 | Kvikmyndir | 245 orð | 1 mynd

Fyrsta verkefni Bonds

CASINO Royale er 21. James Bond-myndin og er framleidd af EON Productions. Þetta er jafnframt fyrsta James Bond-myndin þar sem Daniel Craig fer með hlutverk breska leyniþjónustumannsins James Bond. Meira
17. nóvember 2006 | Tónlist | 647 orð | 1 mynd

Fyrst og fremst afmælisfögnuður

Sykurmolarnir koma saman í fyrsta sinn í tuttugu ár í kvöld í Laugardalshöll til að fagna tuttugu ára afmæli hljómsveitarinnar, tuttugu ára afmæli Smekkleysu, útgáfufyrirtækis hennar, og tuttugu ára afmæli Ammælis, fyrstu smáskífunnar sem sveitin sendi... Meira
17. nóvember 2006 | Menningarlíf | 760 orð | 1 mynd

Hversdagsmálið stendur vel

FINNUR Friðriksson aðjúnkt við kennaradeild Háskólans á Akureyri telur hversdagsmál hér á landi standa vel. Meira
17. nóvember 2006 | Bókmenntir | 239 orð | 1 mynd

Jónasarár í Danmörku

Í TILEFNI þess að 16. nóvember að ári verða liðin 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar hefur tímabilið frá 16. nóvember 2006 til 16. nóvember 2007 verið útnefnt sem Jónasarár. Meira
17. nóvember 2006 | Kvikmyndir | 148 orð | 1 mynd

Jónas og hvalurinn

SAGT hefur verið um fyrstu kvikmyndina í fullri lengd sem byggð er á Veggie Tales teiknimyndaseríunni að það þyrfti verulega skapstygga og fúllynda menn að hafa ekki einhverja ánægju af henni. Meira
17. nóvember 2006 | Tónlist | 214 orð | 1 mynd

Martin heiðraður

Sir George Martin, sem gjarnan hefur verið kallaður "fimmti bítillinn", var meðal þeirra sem teknir voru inn í Frægðarhöll tónlistarinnar í Bretlandi fyrr í vikunni. Meira
17. nóvember 2006 | Bókmenntir | 83 orð | 1 mynd

Miðnæturopnun í Eymundsson

MARGIR hafa beðið útgáfu bókarinnar Öldungurinn , eftir hinn kornunga höfund Christopher Paolini, með óþreyju hér á landi. Um er að ræða framhald bókarinnar Eragon sem hefur slegið í gegn víða um heim. Meira
17. nóvember 2006 | Tónlist | 532 orð | 1 mynd

Síðasta lest

Öll lög eru eftir Birgi Örn Steinarsson og Tim Simenon. Geoff Smith hjálpar til í "Don't Break the Silence", "Just Like the End" og "Sofðu með ljósið á" og Sanna Kurki-Suoni er einnig meðhöfundur síðastnefnda. Meira
17. nóvember 2006 | Menningarlíf | 74 orð | 1 mynd

Söngkonan menntuð í Austur-Evrópu

ANNA Jónsdóttir sópran heldur debut-tónleika í Hafnarborg í kvöld kl. 20. Anna er menntuð í Austur-Evrópu. Meira
17. nóvember 2006 | Myndlist | 501 orð | 1 mynd

Úr viðjum tækninnar?

Hrafnkell Sigurðsson Til 26. nóvember 2006 Opið fim. og fös. kl. 16-18 og um helgar kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. Meira
17. nóvember 2006 | Myndlist | 361 orð | 1 mynd

Veitt fyrir athyglisvert framlag til listarinnar

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is SEX myndhöfundar eru tilnefndir til heiðursverðlauna Myndstefs, myndhöfundasjóðs Íslands, sem verða afhent næstkomandi þriðjudag. Meira

Umræðan

17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 824 orð | 1 mynd

Af ótækum forsendum í umræðunni um trú og vantrú

Gunnar Jóhannesson svarar gagnrýni Arnolds Björnssonar á kristni og kirkju.: "Látum ekki bókstafshyggju villa okkur sýn og breiða yfir samhengi kærleikans sem skín í gegnum orð og verk Jesú frá Nasaret." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 537 orð

Allt eintóm markaðssetning?

STAKSTEINAR vekja í dag, 16/11, máls á sögu sem Morgunblaðið hafði eftir mér í gær í viðtali vegna nýrrar bókar minnar um Gunnar Gunnarsson og Þórberg Þórðarson. Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Áfram veginn - Stórátaks í samgöngumálum er þörf

Þorvarður Hjaltason fjallar um samgöngumál: "Úrbætur í vegamálum varða almannahagsmuni og almenn lífsgæði í landinu og ljóst er að almennur vilji er til úrbóta." Meira
17. nóvember 2006 | Bréf til blaðsins | 175 orð

Áskorun - Opið bréf til menntamálaráðherra

Frá Félagi íslenskra fótaaðgerðafræðinga: "SÆL Þorgerður Katrín. Félag íslenskra fótaaðgerðafræðinga skorar á þig að fella nú þegar úr gildi vilyrði það sem Menntamálaráðuneytið veitti Snyrtiakademíunni í Kópavogi með bréfi dags. 31. júlí 2006 varðandi nám í fótaaðgerðafræðum." Meira
17. nóvember 2006 | Bréf til blaðsins | 534 orð | 3 myndir

Áskorun til ríkisstjórnar og borgarstjórnar Reykjavíkur

Frá Karli J. Ormssyni: "ÉG VIL eindregið skora á ríkisstjórn og borgarsstjórn að kaupa aftur Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 590 orð | 1 mynd

Caritas styrkir fötluð börn með tónleikum

Sigríður Ingvarsdóttir minnir á styrktartónleika Caritas: "Caritas Ísland, hjálparstofnun kaþólsku kirkjunnar, vill með gleði beina styrkjum frá árlegri aðventusöfnun sinni til fatlaðra barna." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 432 orð | 2 myndir

Endurskipulagning Háskóla Íslands - framfaraspor

Helga Lára Haarde og Sunna Kristín Hilmarsdóttir fjalla um málefni Háskóla Íslands: "Í raun má segja að stjórnsýsla Háskólans í núverandi mynd sé orðin úrelt og úrbóta er því þörf." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 778 orð | 1 mynd

Er boðun trúar trúboð?

Reynir Harðarson skrifar opið bréf til menntamálaráðherra: "Í Garðabæ hefur kirkjan nú þegar beðið bæjaryfirvöld um tvær milljónir árlega til að greiða störf presta og djákna í skólum." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 438 orð | 2 myndir

Gjald eða gjaldfrelsi fyrir eldri borgara

Oddný Sturludóttir og Björk Vilhelmsdóttir fjalla um málefni eldri borgara: "Eldri borgarar í Reykjavík eiga skilið að á þá sé hlustað, ekki bara þegar þeir eru sammála valdhöfum." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 502 orð | 1 mynd

Hlutlaus kennari er ekki til

Úlfar Guðmundsson fjallar um trúarbrögð og hlutleysi kennara og skóla: "Aðalatriði þessa máls er að bæði kennarar og nemendur komi til dyranna eins og þeir eru klæddir. Það er beinlínis óheiðarlegt gagnvart öðrum að villa á sér heimildir." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 534 orð | 1 mynd

Hve margir fórust með rannsóknaskipinu Pourquoi-Pas?

Friðrik Rafnsson fjallar um Pourquoi-Pas-sjóslysið: "...mannslíf er mannslíf, jafnvel sjötíu árum eftir að því lýkur, og tilmæli Ara fróða á sínum tíma um að hafa skuli það sem sannara reynist eru í fullu gildi og verða það vonandi enn um sinn." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 2084 orð | 1 mynd

Hættu að tala!

Eftir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur: "...við Íslendingar eigum enn marga jákvæða möguleika í þessum efnum. Misréttið er enn ekki búið að festa svo grónar rætur að ekki sé hægt að leiðrétta það." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Jarðgöng um Lónsheiði

Egill Jónsson skrifar um samgöngubætur: "Gott vegstæði um Lónsheiði og gerð vegar þar er enn brýnna verkefni en verið hefur." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 460 orð | 1 mynd

Lungnakrabbamein - Annað algengasta krabbameinið

Agnes Smáradóttir skrifar í tilefni af Alþjóðlega lungnakrabbameinsdeginum: "Að greinast með krabbamein breytir lífi fólks og þess nánustu." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 596 orð | 1 mynd

Málflutningur Frjálslynda flokksins á villigötum

Grazyna M. Okuniewska fjallar um málefni innflytjenda: "Um þessi mál þarf að fjalla af tillitssemi og nærgætni því að neikvæð umræða með æsingakenndu yfirbragði eins og málflutningur Frjálslynda flokksins getur skapað vandamál..." Meira
17. nóvember 2006 | Bréf til blaðsins | 557 orð | 1 mynd

Menntaskólann burt úr bænum?

Frá Degi Snæ Sævarssyni: "MÁNUDAGINN 6. nóvember sl. ritar maður að nafni Stefán Helgi bréf til blaðsins þar sem hann úthúðar stefnu borgaryfirvalda í bílastæðamálum og vill miklar bætur þar á." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 850 orð | 1 mynd

Sjúkraliðabrúin burt

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir fjallar um málefni sjúkraliða: "Sjúkraliðar hafa átt erfitt með að ná launahækkunum fram og fá aukna ábyrgð í starfi." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 717 orð | 1 mynd

Tími til að sjúkraliðar láti í sér heyra

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir fjallar um málefni sjúkraliða: "Það er alveg með ólíkindum að við, sem sinnum þessum störfum, skulum ekki geta lifað mannsæmandi lífi á þeim launum sem við fáum." Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 715 orð | 1 mynd

Tóbaksvarnir eru lykilatriði í baráttunni við lungnakrabbamein

Tómas Guðbjartsson skrifar í tilefni alþjóðadagsins gegn lungnakrabbameini: "Orsakatengsl reykinga og lungnakrabbameins eru mjög sterk og er talið að rekja megi 90% lungnakrabbameins beint til reykinga." Meira
17. nóvember 2006 | Velvakandi | 469 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Burt með trúboð í skólum ÉG HORFÐI á viðtalið milli Jóhanns Björnssonar, stjórnarmanns Siðmenntar, og Hilmars Ingólfssonar, skólastjóra í Hofsstaðaskóla í Kastljósinu, 14. nóvember síðastliðinn. Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 393 orð

Vetnisumræðan

MORGUNBLAÐIÐ er dýrmætur og þakkarverður miðill þjóðfélagsumræðunnar hér á landi. Í grein Baldurs Elíassonar 15.11. er boðað andsvar við svargrein okkar frá 8. nóv. sl. Ekki er hins vegar að sjá að Baldur hafi kynnt sér efni hennar. Meira
17. nóvember 2006 | Aðsent efni | 352 orð | 1 mynd

Þegar áróður gengur fyrir í skólastarfi

Jóhann Björnsson svarar Staksteinum: "...æ fleiri eru farnir að starfa við skólana í þeim tilgangi að boða trú sína og lífsskoðanir og það er mjög alvarlegur hlutur..." Meira

Minningargreinar

17. nóvember 2006 | Minningargreinar | 1420 orð | 1 mynd

Anna Hauksdóttir

Anna Hauksdóttir fæddist í Reykjavík 20. janúar 1948. Hún lést á gjörggæsludeild Landsspítala - háskólasjúkrahúss 9. nóvember síðastliðinn. Anna ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð að undanskildum síðustu tveimur árum er hún bjó í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2006 | Minningargreinar | 1500 orð | 1 mynd

Friðrik Elías Sigtryggsson

Friðrik Elías Sigtryggson fæddist á Ytri Brekkum á Langanesi 21. október 1916. Hann lést á LSH í Fossvogi fimmtudaginn 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigtryggur Vilhjálmsson, bóndi á Ytri Brekkum og Ytra Álandi í Þistilfirði, f. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2006 | Minningargreinar | 2629 orð | 1 mynd

Hildigunnur Sveinsdóttir

Hildigunnur Sveinsdóttir fæddist á Eskifirði 15. desember 1926. Hún lést á Landspítalanum 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinn Guðnason ljósmyndari, f. á Dísarstöðum í Breiðdal 7.5. 1902, d. 1.12. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2006 | Minningargreinar | 369 orð | 1 mynd

Ingibjörg Gestsdóttir

Ingibjörg Gestsdóttir fæddist í Reykjavík 14. desember 1949. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni 23. október síðastliðinn og var jarðsungin frá Bústaðakirkju 3. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2006 | Minningargreinar | 1157 orð | 1 mynd

Jón Hannes Guðmundsson (Jónsi)

Jón Hannes Guðmundsson (Jónsi) fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1977. Hann lést á heimili sínu, deild 20 á Landspítalanum í Kópavogi, 12. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Inga Dóra Jónsdóttir, f. 11. júní 1959 og Guðmundur Ingi Kristinsson, f. 14. Meira  Kaupa minningabók
17. nóvember 2006 | Minningargreinar | 2989 orð | 1 mynd

Lilja Sigríður Hafliðadóttir

Lilja Sigríður Hafliðadóttir fæddist í Bolungavík 6. desember 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum 9. nóvember 2006. Foreldrar hennar voru Sigríður Bachmann Jónsdóttir húsmóðir, frá Steinsholti í Borgarfirði, f. 23. ágúst 1891, d. 9. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

17. nóvember 2006 | Sjávarútvegur | 247 orð | 1 mynd

Aflinn var fínn fram eftir hausti

Eftir Örn Þórarinsson "ÞETTA hefur gengið ágætlega hérna í sumar. Aflinn hefur verið fínn," segir Andrés Pétursson, skipstjóri á Vilborgu GK 320, þegar fréttaritari hitti hann á Siglufirði á dögunum. Meira
17. nóvember 2006 | Sjávarútvegur | 127 orð

Botnvarpan hefur áhrif á lífríki botnsins

"MIKILVÆGI svæðisfriðana fyrir búsvæði botndýra við Ísland" er umfjöllunarefnið á málstofu á Hafrannsóknastofnunar. Sveinn Áki Ragnarsson flytur erindi með þessari yfirskrift í fundarsal á Skúlagötu 4, fyrstu hæð, klukkan 17 í dag. Meira

Viðskipti

17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Allir hlutir seldust í hlutafjárútboði TM

ALLIR hlutirnir sem í boði voru hafa verið seldir í hlutafjárútboði Tryggingamiðstöðvarinnar , TM. Alls voru 157.894.737 hlutir seldir sem nemur um 16,9% aukningu hlutafjár. Meira
17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 87 orð | 1 mynd

Dregur úr tapi Alfesca

TAP Alfesca á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs, sem hófst þann 1. júlí síðastliðinn, nam um 1,8 milljónum evra , eða um 160 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 3,3 milljónir evra . Meira
17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 394 orð | 1 mynd

Norsk Hydro hefur starfsemi á Íslandi á ný

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EFTIR að hafa fundað með Jóni Sigurðssyni, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðuðu forsvarsmenn Norsk Hydro blaðamenn til fundar við sig í gær. Meira
17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 156 orð | 1 mynd

Prófessor Milton Friedman látinn

BANDARÍSKI hagfræðingurinn Milton Friedman lést í gær, 94 ára að aldri. Meira
17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 124 orð | 1 mynd

Skilyrði WTO uppfyllt

KÍNVERSK stjórnvöld hafa breytt lögum í þá veru að erlendum fjármálafyrirtækjum verður heimilað að starfa í landinu. Þetta er liður í því að uppfylla skuldbindingar Kína gagnvart Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Meira
17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Úr tapi í hagnað

ICELANDIC Group hagnaðist um 3,3 milljónir evra, um 296 milljónir króna, á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Á sama tímabili í fyrra var tap félagsins 279 þúsund evrur. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 953 þúsund evrum, eða um 85 milljónum króna. Meira
17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 61 orð

Úrvalsvísitalan hækkar um 1,3%

HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu 13,7 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 4,4 milljarða . Úrvalsvísitala aðallista Kauphallarinnar hækkaði um 1,3% og er lokagildi hennar 6.383 stig. Meira
17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 79 orð

Verðbólga 5,8%

VERÐBÓLGA hér á landi mældist 5,8% á ársgrundvelli samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs í október. Þetta er 0,3% minni verðbólga en mældist fyrir Ísland í september. Frá þessu er greint í Vegvísi greiningardeildar Landsbanka Íslands. Meira
17. nóvember 2006 | Viðskiptafréttir | 245 orð | 1 mynd

Wyndeham til sölu

STJÓRN Dagsbrúnar hefur ákveðið að ganga til viðræðna við mögulega kaupendur um sölu á meirihluta hlutafjár í Daybreak Acquisitions, móðurfélagi prent- og samskiptafyrirtækisins Wyndeham press Group í Bretlandi. Meira

Daglegt líf

17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 549 orð | 3 myndir

Afslappaður kvöldverður

Suma daga langar mann helst að geta gripið í eitthvað einfalt, fljótlegt og þægilegt í matinn. Daglega eru margir Íslendingar að reyna að leysa þetta mál oftar en ekki í bílnum á leið heim úr vinnu. Meira
17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 93 orð

Laxveiði og tækifæri

Kristjana F. Steingrímsdóttir, Hrauni í Aðaldal, yrkir um laxveiði: Ósköp finnst mér aflinn tregur engir fiskar gefast hér, en fúll á móti fiska dregur fyrir augunum á mér. Meira
17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 206 orð | 1 mynd

Líkaminn framleiðir sjálfur besta verkjalyfið

Nýleg frönsk rannsókn hefur leitt í ljós að mannslíkaminn framleiðir sitt eigið verkjalyf sem er margfalt áhrifaríkara en morfín. Meira
17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 652 orð | 3 myndir

mælt með...

Gæðastund með vinum og fjölskyldu Það getur verið strembið fyrir þá sem hafa ákveðið að eyða ekki 54 dögum í jólaundirbúning að komast undan þeim sem eru svo snemma á ferðinni síðustu helgarnar í nóvember. Meira
17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 465 orð | 3 myndir

Óvenjulegar þrúgur frá Ítalíu

Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Vínsamlög eru starfrækt í flestum víngerðarlöndum Evrópu og eru þau vægast sagt misgóð. Meira
17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 177 orð | 1 mynd

Sjö kjúklingasýni sýkt

Camphylobactermengun reyndist vera í 13% kjúklingasýna sem tekin voru á markaði á Íslandi á tímabilinu júlí til september í ár. Meira
17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 421 orð | 4 myndir

Slitsterk og litrík föt á líflega leikskólakrakka

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Fötin mín eru hugsuð fyrir leikskólabörn. Þau eru þægileg og litrík, úr góðum efnum og eiga að þola þvott og ærslagang. Meira
17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 480 orð | 2 myndir

Tengist Bond tilfinningaböndum

Hann er búinn að sjá tugi þúsunda kvikmynda en er samt alltaf jafnspenntur. Meira
17. nóvember 2006 | Daglegt líf | 541 orð | 1 mynd

Útvarp Ingó heima í stofu

Hann er með stúdíó heima hjá sér og útvarpar af heimasíðunni. Kristín Heiða Kristinsdóttir heimsótti ofvirka rithöfundinn, blaðamanninn og sagnfræðinginn Ingólf Margeirsson. Meira

Fastir þættir

17. nóvember 2006 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

70 ára afmæli. Sjötug verður á morgun , laugardaginn 18. nóvember...

70 ára afmæli. Sjötug verður á morgun , laugardaginn 18. nóvember, Sigrún Jóhannsdóttir, Þrastarási 73, Hafnarfirði . Af því tilefni býður hún vinum og vandamönnum að samfagna þessum tímamótum í Hraunseli, Flatahrauni 3, Hafnarfirði, frá kl.... Meira
17. nóvember 2006 | Fastir þættir | 148 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Tvíbent hindrun. Meira
17. nóvember 2006 | Fastir þættir | 24 orð

Gætum tungunnar

Í ógáti sagði ég : Hann tefldi á tæpasta vað. RÉTT VÆRI: Hann lagði á tæpasta vað. Eða: Hann tefldi á tvær hættur... Meira
17. nóvember 2006 | Í dag | 513 orð | 1 mynd

Hvert stefna hjúkrunarheimilin?

Anna Björg Aradóttir fæddist á Húsavík 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá MT 1975, hjúkrunarfræðiprófi frá HÍ 1980 og meistaranámi frá sama skóla 2003. Meira
17. nóvember 2006 | Í dag | 41 orð | 1 mynd

Jólabasar til styrktar köttum

Jólabasar verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, 19. nóvember kl. 14. Allir munir á basarnum eru gefnir til styrktar kisunum í Kattholti. Kattaeigendur eru hvattir til að koma og styrkja starfsemina. Meira
17. nóvember 2006 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er...

Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6. Meira
17. nóvember 2006 | Í dag | 51 orð | 1 mynd

"Uppskrift að höfundi"

Torfhildur, félag nemenda við bókmenntafræði- og málvísindaskor, stendur fyrir málþingi í dag kl. 15 í stofu 101 í Odda. - Hallgrímur Helgason: "Lesandinn er slappur, bókin er veik en höfundurinn hress". Meira
17. nóvember 2006 | Fastir þættir | 133 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Dc7 7. Rf3 Bd7 8. a4 f6 9. Ba3 b6 10. Bb5 a6 11. Bxd7+ Rxd7 12. O-O f5 13. c4 Re7 14. cxd5 exd5 15. c4 Hd8 16. Rg5 Rf8 17. a5 cxd4 18. axb6 Dxb6 19. e6 Hg8 20. Hb1 Dc6 21. cxd5 Rxd5 22. Meira
17. nóvember 2006 | Viðhorf | 920 orð | 1 mynd

Veiðileyfi í desember

Ég kýs að eyða mínum eigin peningum, sem ég hef aflað á heiðarlegan hátt, í mína þágu og fjölskyldu minnar á jólunum. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja, hvers vegna annað fólk hefur svo þungar áhyggjur af innkaupum mínum í desember. Meira
17. nóvember 2006 | Fastir þættir | 279 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverja kom banaslysið á Reykjanesbraut í byrjun vikunnar því miður lítið á óvart. Pólskur karlmaður lézt eftir að bifreið, sem hann var farþegi í, var ekið á steypuklumpa við vinnusvæði við Molduhraun. Meira
17. nóvember 2006 | Í dag | 138 orð | 1 mynd

Æskan og ellin, III. Strandbergsmótið í skák

Kynslóðabilið verður brúað á hvítum reitum og svörtum í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, á III. Strandbergsmótinu í skák, laugardaginn 18. nóvember klukkan 13-16. Mótið er fyrir skákmenn 15 ára og yngri og 60 ára og eldri. Meira

Íþróttir

17. nóvember 2006 | Íþróttir | 283 orð

Allir þeir bestu stinga sér til sunds

ALLIR bestu sundmenn landsins taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í sundi í 25 m laug sem hefst í nýju innilauginni í Laugardal í dag. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 238 orð

Boðið fé fyrir að tapa landsleik

PÓLSKI varnarmaðurinn Jacek Bak segir að hann hafi fengið tilboð um peningagreiðslu ef hann sæi til þess að pólska landsliðið í knattspyrnu myndi tapa leiknum gegn Belgíu í riðlakeppni Evrópumóts landsliða. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 435 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Alan Pardew , knattspyrnustjóri West Ham , kveðst hrifinn af hugmyndum beggja aðilanna sem vilja kaupa félagið, Eggerts Magnússonar og hins íranska Kia Joorabchian . Pardew hefur hitt þá báða. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 311 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Halldór Jóhann Sigfússon skoraði tvö marka Essen þegar liðið vann Hüttenberg , 27:33, á útivelli í suðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik í fyrrakvöld. Auk þess var Halldór rekinn einu sinni af leikvelli í tvær mínútur. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Fögnuðu gullinu eftir sigur á Brasilíu

KVENNALIÐ Rússlands í blaki sigraði Brasilíu í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Osaka í Japan í gær og er þetta í fyrsta sinn sem Rússar fá gullverðlaun á HM í blaki kvenna. Leikurinn var æsispennandi og réðust úrslit ekki fyrr en í oddalotu. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Green stóð sig vel í rokinu í Sydney

NATHAN Green lék best allra á fyrsta keppnisdegi Opna ástralska meistaramótsins í golfi í gær en hann viðurkenndi að hafa verið taugaóstyrkur þar sem hann lék með Greg Norman í ráshóp. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 552 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - Fylkir 34:31 Framhúsið, bikarkeppni karla...

HANDKNATTLEIKUR Fram - Fylkir 34:31 Framhúsið, bikarkeppni karla, SS-bikarinn, 16-liða úrslit, 16. nóvember 2006. Gangur leiksins : 0:2, 3:3, 4:7, 7:13, 11:14, 14:16 , 16:17, 20:19, 26:23, 30:26, 34:31 . Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 503 orð | 1 mynd

Heppnin var ekki á bandi Njarðvíkinga

NJARÐVÍKINGAR voru óheppnir að landa ekki sigri gegn Cherkaski Mavpy frá Úkraínu í Evrópukeppninni í körfuknattleik í gærkvöldi en þá léku þeir sinn fyrsta Evrópuleik frá árinu 1992. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 498 orð | 1 mynd

Jóhann og Þorri í ham gegn Fylki

SÍÐARI hálfleikur var eign Íslandsmeistaraliðs Fram í handknattleik karla í gær er liðið lagði Fylki að velli í 16-liða úrslitum SS-bikarkeppninnar, 34:31, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 14:16. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

Nýliðarnir í stuði í NBA

NOKKRIR nýliðar í NBA-deildinni í körfuknattleik létu að sér kveða í fyrrinótt. Adam Morrisson, nýliði hjá Charlotte, gerði 27 stig þegar liðið vann Spurs 95:92 í framlengdum leik. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 486 orð

"Erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið"

HELGI Sigurðsson, fyrirliði Framara í fótboltanum á síðasta tímabili, er genginn til liðs við Valsmenn og semur við þá til þriggja ára. Frá því var endanlega gengið í gær á milli félaganna og Valur kaupir Helga af Fram en verðið er ekki gefið upp. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 521 orð | 1 mynd

"Neyðum þá til að spila hraðar en venjulega"

ÞAÐ er skammt stórra högga á milli þessa dagana í íþróttahúsinu í Keflavík. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 646 orð | 1 mynd

"Það er hægt að vera íslenskur og góður í golfi

"ÉG er í skýjunum og það er ótrúleg tilfinning að vera loksins búinn að ná takmarkinu," sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur í gær eftir að hann tryggði sér keppnisrétt á meðal bestu atvinnukylfingum heims á Evrópumótaröðinni í... Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

Snorri kominn heim til lækninga

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 193 orð

Stefnir á þátttöku í HM í Ástralíu í mars

JAKOB Jóhann Sveinsson, einn fremsti sundmaður landsins síðustu ár, ætlar ekki að keppa á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fram fer í Helsinki 7.-10. desember nk. Meira
17. nóvember 2006 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Woods hitti ekki Katayama í Japan

TIGER Woods, efsti maður heimslistans í golfi karla, hóf titilvörn sína á Dunlop Phoenix meistaramótinu í Japan í gær og er hann tveimur höggum á eftir efsta manni eftir fyrsta keppnisdaginn. Meira

Bílablað

17. nóvember 2006 | Bílablað | 459 orð | 5 myndir

Afl og munaður í S80

Nýr Volvo S80 kom undirrituðum á óvart þegar hann var kynntur fyrir nokkrum vikum. Búast hefði mátt við róttækari útlitsbreytingu en raunin varð. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 284 orð | 1 mynd

Fimmfjöldun bifhjólaprófa

SAMKVÆMT samantekt Frumherja um heildarfjölda staðinna bifhjólaprófa það sem af er árinu hefur orðið fimmföldun á heildarfjölda staðinna bifhjólaprófa. Frá ársbyrjun fram að miðjum nóvembermánuði hafa 1. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 115 orð | 1 mynd

Fimm þúsundasta Toyotan

TOYOTA í Kópavogi afhenti í vikunni sem leið fimm þúsundasta Toyota-bílinn sem seldur er árið 2006, en um var að ræða bíl af gerðinni Toyota RAV4. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 341 orð | 1 mynd

Ford S-Max bíll ársins í Evrópu

Nú á dögunum var bíll ársins í Evrópu fyrir árið 2007 kynntur en um titilinn börðust átta bílar sem komust í úrslit; Citroën C4 Picasso, Fiat Grande Punto, Ford S-Max, Honda Civic, Opel/Vauxhall Corsa, Peugeot 207, Skoda Roomster og Volvo C30 en það var... Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 643 orð | 1 mynd

Gamli Saab erfiður í gang

*Leó M. Jónsson vélatæknifræðingur svarar fyrirspurnum á leoemm@simnet.is (Ath. Bréf geta verið stytt). Eldri spurningar og svör eru birt á www.leoemm.com Spurt: Ég á Saab 900, árg. 1986, með 2 lítra vél og beinni mekanískri innspýtingu. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 162 orð | 1 mynd

Hyundai stækkar við sig í Evrópu

HLUTIRNIR gerast hratt hjá Hyundai í Evrópu um þessar mundir en framleiðandinn flutti nýlega Evrópuhöfuðstöðvar sínar frá Rüsselsheim í Þýskalandi til nágrannabæjarins Offenbach. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 295 orð | 4 myndir

Kappaksturs- og fornbílasafn á Flórída

Eftir Ragnar S. Ragnarsson irores@centrum.is ÞAÐ er bara einn kóngur kvartmíluíþróttarinnar í Ameríku; Don Garlits. Hann byrjaði að keppa í íþróttinni 1955 og hætti keppni sem atvinnumaður 33 árum síðar 1987. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 170 orð | 1 mynd

Kei-flokkurinn í Japan fleytir Suzuki í þriðja sætið

EFNAHAGSÁSTANDIÐ í Japan er nú að lagast eftir dýfu síðustu ára en gagnstætt flestum hefðum hlaupa Japanir ekki til og kaupa sér stærri bíla þegar uppsveiflan hefst heldur hafa þeir þvert á móti tekið þá afstöðu að bílar séu verslunarvara eða... Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 241 orð | 1 mynd

Konur hræðast bílaverkstæði

KONUR stofna lífi sínu í hættu í umferðinni þar sem þeim er það á móti skapi að fara með bilaða bíla á verkstæði, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar breska tryggingafyrirtækisins Sheila's Wheels sem sérhæfir sig í að tryggja kvenkyns bíleigendur. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 92 orð

Mótorhjólasprenging

Á nokkurra ára tímabili hefur akstursprófum á bifhjól fjölgað umtalsvert á hverju ári. Fram til ársins 2003 var meðaltalið í kringum 250 bifhjólapróf en fjölgaði í 438 árið 2004, 730 árið 2005 og rauk í 1.051 það sem af er árinu 2006. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 203 orð | 2 myndir

Mun Rolls Royce slá hraðamet á ný?

Í BÍLUM hefur áður verið skrifað um upprisu Rolls Royce-merkisins og nú bendir allt til þess að Rolls Royce ætli sér að ná fornri frægð svo um muni því þær sögusagnir ganga og er haft eftir AutoExpress að fyrirtækið ætli að reyna við hraðamet á landi,... Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 111 orð | 4 myndir

Réttu myndirnar

RANGAR myndir voru birtar í síðasta bílablaði með grein Ingvars Arnar Ingvarssonar um Porsche 911 Carrera 4S. Skal nú bætt úr þessu með örlítilli upprifjun úr greininni. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 188 orð | 1 mynd

Scenic II uppfærður

Nýr Scenic II er væntanlegur á markað á næstu dögum og lýkur þar með uppfærslu Renault Megane-línunnar sem hófst sl. vor. Scenic, sem er fjölnotabíll Megane-línunnar, er m.a. Meira
17. nóvember 2006 | Bílablað | 304 orð | 1 mynd

Stjórinn heiðursriddari í Bretlandi

CARLOS Ghosn, forstjóri Nissan og Renault, hefur hlotið óvenjulegan heiður í Bretlandi. Hefur Elísabet Englandsdrottning sæmt hann heiðursriddaratign bresku krúnunnar fyrir framlag hans til efnahagssamstarfs Breta og Japana. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.