Greinar fimmtudaginn 18. janúar 2007

Fréttir

18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 128 orð

1.000 börn á dag greind með HIV

Genf. AP. | Þrátt fyrir að nokkur árangur hafi náðst í þeirri viðleitni að koma í veg fyrir að HIV-smit berist frá ófrískum mæðrum til barna þeirra þá greindust meira en 1.000 börn með HIV-smit dag hvern í heiminum á árinu 2006. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 60 orð

3,18 til 12,19% ávöxtun innlána

NAFNÁVÖXTUN á innlánsreikningum banka og sparisjóða á síðasta ári var á bilinu 3,18% til 12,19% samkvæmt upplýsingum frá stofnununum sjálfum. Töflu með upplýsingunum um nafnvexti innlánsreikninga er að finna í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Aðeins einn Íslendingur sótti fiskvinnslunámskeið

Eftir Hafþór Hreiðarsson Húsavík | Tuttugu og þrír sóttu fiskvinnslunámskeið sem haldið var á Húsavík á dögunum, á vegum Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Áframhaldandi kuldaskeið næstu daga

EKKERT lát verður á kuldaskeiðinu sem ríkt hefur á landinu að undanförnu ef marka má spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Ástfangin í kuldanum

ÞEGAR jafnkalt er úti eins og um þessar mundir er svo sannarlega gott að hafa einhvern sem getur fengið mann til að hlýna um hjartarætur. Hún leyndi sér ekki ástúðin hjá þessu unga pari sem ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á í Bankastrætinu í... Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 550 orð | 1 mynd

Bráðavárkerfi vegna jarðskjálfta í þróun

Innlendir og erlendir vísindamenn hér á landi hafa unnið að þróun aðferða til að segja fyrir um mögulega jarðskjálfta, hvar og hvenær þeirra sé von. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 197 orð | 2 myndir

Clinton vill meira lið til Afganistans

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HILLARY Rodham Clinton öldungadeildarþingmaður, sem talin er líklegust til að verða forsetaefni demókrata í Bandaríkjunum í kosningunum á næsta ári, vill fjölga í herliðinu í Afganistan. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Dagforeldrar í Reykjavík lækka gjaldskrá sína

Í KJÖLFAR aukinna niðurgreiðslna frá Reykjavíkurborg hefur mikill meirihluti dagforeldra í borginni ákveðið að lækka gjaldskrá sína, samkvæmt niðurstöðum úr könnun sem þjónustumiðstöðvar í Reykjavík gerðu í byrjun mánaðarins. Meira
18. janúar 2007 | Þingfréttir | 27 orð

Dagskrá þingsins

FUNDUR Alþingis hefst kl. 10:30 í dag og er gert ráð fyrir að hann standi fram á kvöld. Eitt mál er á dagskrá, frumvarp um Ríkisútvarpið... Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Dróst að salta og umferð stöðvaðist

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hugðist fara út í morgun til að fylgjast sérstaklega með morgunumferðinni á viðkvæmu hálkusvæði í brekkunni sem liggur af Kringlumýrarbraut upp á Bústaðaveg. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Fjöldi tillagna borist um nafn á menningarhúsið

FJÖLMARGAR tillögur hafa borist í samkeppni um nafn á menningarhúsið sem nú rís á Akureyri, en frestur til þess að skila inn hugmyndum rennur út næsta mánudag. Byggingin er að formi til hringur þannig að í raun er hvorki á henni bakhlið né framhlið. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 282 orð | 1 mynd

Fleiri ferðamenn smitast í Búlgaríu

ALLS greindust 108 einstaklingar á sýklafræðideild LSH með salmonellu á árinu 2006 og er það svipaður fjöldi og á sl. fimm árum. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 217 orð

Frekari tollalækkanir

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is HEIMILT verður að flytja árlega til landsins tæplega 900 tonn af landbúnaðarvörum, þar af 650 tonn af kjötvörum samkvæmt samkomulagi sem Ísland og Evrópusambandið hafa náð um viðskipti með landbúnaðarvörur. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 103 orð

Frumvarpið verði fellt

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi áskorun: "Stjórn Hollvinasamtaka Ríkisútvarpsins leyfir sér hér með að skora á háttvirta alþingismenn að fella frumvarp til laga um Ríkisútvarpið ohf, sem nú liggur fyrir Alþingi, þar sem það auðveldar mjög... Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 89 orð

Gengið frá framboðslista á sunnudag

ENDANLEGA verður gengið frá framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á fundi kjördæmisráðs flokksins í Hveragerði á sunnudaginn kemur. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 347 orð | 1 mynd

Gestir Minjasafnsins aldrei fleiri en í fyrra

GESTIR Minjasafnsins á Akureyri árið 2006 voru 33.610 talsins og gestir Iðnaðarsafnsins á Akureyri 5.785. Samtals tóku söfnin því á móti 39.395 gestum. Það samsvarar því að hver einasti íbúi Akureyrar hafi heimsótt söfnin rúmlega tvisvar á árinu. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 154 orð

Gjaldskrá Herjólfs hækkar

GJALDSKRÁ Herjólfs mun hækka um 11,49% 1. febrúar nk. sem hefur í för með sér að hver eining í afsláttarkortum hækkar um 45 krónur, úr 360 í 405 krónur. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 782 orð | 2 myndir

Hafði næg tækifæri til að flýja

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Harðir bardagar á Srí Lanka

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TALSMENN flughersins á Srí Lanka fullyrtu í gær að hann hefði gert loftárásir á búðir uppreisnarmanna úr röðum Tamíl-Tígranna í bænum Vakarai á austurströnd eyjarinnar. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 275 orð

Hefði viljað takast á við Magnús sem jafningja

"ÞAÐ voru mér mikil vonbrigði að frétta af afdráttarlausum stuðningi Guðjóns Arnars við Magnús Þór í embætti varaformanns Frjálslynda flokksins," segir Margrét Sverrisdóttir, sem í fyrradag tilkynnti að hún hygðist bjóða sig fram í embætti... Meira
18. janúar 2007 | Þingfréttir | 103 orð

Herlög eða málþóf í vegi fyrir umræðu?

Stjórnarandstaðan hefur sakað meirihlutann um að vera með herlög á Alþingi og koma í veg fyrir að nokkuð annað fáist rætt. Meira
18. janúar 2007 | Þingfréttir | 69 orð

Herra yfirgjammari

Mikið hefur mætt á forseta þingsins undanfarið. Hann hefur oft þurft að minna þingmenn á að vera ekki með frammíköll en þeim hættir stundum til að tauta óþarflega hátt úr sætum sínum. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 47 orð | 1 mynd

Horft á mannlífið í miðbænum

EINBEITINGIN skein úr augum þessa unga drengs þar sem hann horfði út um gluggann á mannlífið í miðbæ Reykjavíkur. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 73 orð

Hreppur fluttur í Mýrasýslu

Borgarbyggð | Svæðið sem áður tilheyrði Kolbeinsstaðahreppi í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu telst nú formlega til lögsagnarumdæmis Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, samkvæmt reglugerð sem gefin var út eftir áramót. Kemur þetta fram á vef Skessuhorns. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Hver skyldi eiga heiðurinn af fyrsta hamborgaranum?

ALLIR vita hvað hamborgari er: Tveir brauðhleifar og dálítið kjöt á milli. Það er þó ekki jafnljóst hvar hann er upprunninn en um það stendur stríðið á milli tveggja bæja í Bandaríkjunum. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 123 orð

Í gæslu vegna fjölda afbrota

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 23. febrúar vegna rannsóknar á fjölda afbrota, sem hann er grunaður um. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 264 orð

Landhelgisgæslunni gefin dönsk vopn

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is DANSKI herinn hefur boðist til að gefa Landhelgisgæslunni töluvert magn af herrifflum og vélbyssum sem herinn er að skipta út fyrir nýrri og fullkomnari vopn. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 44 orð

Leiðsögumenn á sagnakvöldi

Garður | Sagnakvöld verður í Byggðasafninu á Garðskaga í kvöld, kl. 20, og þar koma fram þrír leiðsögumenn. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Lengstu umræður síðustu ára

RÓLEGT var yfir störfum Alþingis í gærkvöldi þegar umræður um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins höfðu samtals náð hundrað klukkutímum. Til samanburðar náðu umræður um Kárahnjúka 39 klukkustundum og umræður um aðgang að EES-svæðinu rúmlega hundrað. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Líður um vatnið á baki móðurinnar

FIMMTÍU og sjö kílóa hvítungskálfur, Bella, sem þýðir "falleg", klýfur vatnið fimlega í Shedd vatnsgarðinum í Chicago, þar sem hún fagnaði sex mánaða afmæli sínu í gær. Meira
18. janúar 2007 | Þingfréttir | 51 orð | 1 mynd

Lífið gengur ekki sinn vanagang á Alþingi

"Í dag er miðvikudagur og lífið gengur sinn gang, eða hvað? Nei svo er ekki," sagði Jóhann Ársælsson , í ræðustóli á Alþingi í gær. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 856 orð | 3 myndir

Lífum bjargað frá fyrsta degi

Eftir Smára Geirsson smari@va.is Neskaupstaður | Um þessar mundir eru liðin 50 ár frá því að starfsemi Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað (FSN) hófst en sjúkrahúsið var formlega vígt 18. janúar 1957. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Lögregla rannsaki hvarf skjala

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Magnús jarðsunginn

MAGNÚS Magnússon, fræðimaður og fyrrum þáttastjórnandi hins vinsæla spurningaþáttar Mastermind hjá BBC í aldarfjórðung var borinn til grafar í sóknarkirkjunni í Baldernock nærri Glasgow í gær að viðstöddu fjölmenni. Vigdís Finnbogadóttir, fv. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 503 orð | 2 myndir

Menningarmiðstöð við Tjörnina

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is FYRSTA opinbera samkoman í Iðnó við Vonarstræti í Reykjavík var haldin laugardaginn 30. janúar 1897, eða fyrir nær 110 árum. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Merkel aðvarar Evrópuþingið

Strassborg. AFP. | Angela Merkel, kanslari Þýskalands, varaði í gær þingmenn Evrópusambandsins, ESB, við því, að það yrðu "söguleg mistök" ef sambandinu tækist ekki að ná samkomulagi um stjórnarskrá fyrir fyrri hluta árs 2009. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 379 orð

Mikill vilji til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is HEIÐAR Guðnason, forstöðumaður Samhjálpar, býst við að samningur við félagsmálaráðuneytið vegna skjólstæðinga Byrgisins líti dagsins ljós fljótlega. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 125 orð

Mótmæla hugmyndum um skólagjöld

UNGIR jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, gagnrýna þau ummæli Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns flokksins, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins nú fyrr í vikunni að til greina komi að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 154 orð

Olíuverð lækkar enn á mörkuðum

OLÍUVERÐ á mörkuðum seig enn í gær og endaði tunnan af Brent-olíu í London í 51,89 dollurum, að sögn AFP -fréttastofunnar. Þess má geta að verðið fór í um 78 dollara tunnan seinni hluta nýliðins ár. Verðið hefur lækkað um 16% frá áramótum. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Óbreytt veggjald til 2018

Í SAMKOMULAGI Vegagerðarinnar og Spalar ehf. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 411 orð | 3 myndir

Ójafnaður eftir skatta hefur aukist

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

"Dómsdagsklukkan" færð fram

ÁRIÐ 1947 kom hópur kjarnorkuvísindamanna saman í Chicago og útbjó "dómsdagsklukku", sem átti að gefa til kynna hversu nærri heimurinn stæði andspænis hyldýpi kjarnorkustyrjaldar, eða "miðnættinu" í sögu mannkyns. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

"Heimaöryggi eldri borgara"

Öryggismiðstöðin kynnti í gær nýja þjónustu undir heitinu "Heimaöryggi eldri borgara", sem kemur til með að stórauka öryggi eldri borgara sem búa heima, að því er fram kom á blaðamannafundi af þessu tilefni. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 784 orð | 1 mynd

"Styð minn varaformann sem hefur reynst vel"

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is "HÚN er alveg frjáls að því að bjóða sig fram og það verður landsfundur sem sker úr um það," segir Guðjón A. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 559 orð | 1 mynd

"Ætti að lækka matarverð í landinu"

SAMKOMULAG Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur kveður á um að heimilt verði að flytja til landsins tæplega 900 tonn af landbúnaðarvörum, þar af 650 tonn af kjötvörum. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 163 orð | 2 myndir

Samið um þjóðaratkvæði

NÁI tillaga stjórnarskrárnefndar fram að ganga verða þjóðaratkvæðagreiðslur um stjórnarskrárbreytingar mögulegar. Fyrst þyrftu þó 2/3 hlutar þingmanna að samþykkja tillögu þess efnis. Um er að ræða breytingu á 79. Meira
18. janúar 2007 | Þingfréttir | 360 orð | 1 mynd

Segja reglur ekki virtar

"REGLUR eru ekki virtar hér í þinginu hvað varðar vinnubrögð," sagði Ásta R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum í upphafi þingfundar í gær. Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 80 orð

Sex handteknir eftir innbrot

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær sex einstaklinga vegna gruns um aðild að innbroti sem framið var í Keflavík í gær. Þýfi úr innbrotinu fannst í fórum mannanna sem voru í kjölfar handtöku afhentir lögreglunni á Suðurnesjum. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Sextíu tonn af súrmeti

BÚAST má við því að menn taki hraustlega til matar síns frá og með morgundeginum því þá er bóndadagurinn, sem markar upphaf þorra. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Skipaður forstöðumaður LÍ

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, skipaði í gær Halldór Björn Runólfsson í embætti forstöðumanns Listasafns Íslands til fimm ára, frá 1. mars næstkomandi. Alls bárust átta umsóknir um embættið. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd

Spá því að Ehud Olmert hrökklist brátt úr embætti

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is DAN Halutz, yfirmaður ísraelska hersins, sagði af sér í gær og axlaði með því ábyrgð á því, sem úrskeiðis fór í rúmlega mánaðarlöngum árásum á Líbanon á síðasta sumri. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 1170 orð | 2 myndir

Spölur safnar upp í ný göng með því að lækka ekki veggjaldið

Fréttaskýring | Í viðræðum Vegagerðarinnar og Spalar var komist að þeirri niðurstöðu að Spölur lækkaði ekki veggjaldið til 2018 eins og svigrúm er til heldur mun verða safnað upp í ný göng. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 69 orð

Stakk af frá reikningnum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að borða á veitingahúsi fyrir 10 þúsund kr. og stinga síðan af. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða veitingastaðnum upphæðina. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 95 orð

Stakk öryggisvörð

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt mann um tvítugt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leggja til öryggisvarðar í Select-verslun með vasahnífi. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Stórkokkar og þungavigtarmenn

LJÚFMETISHÁTÍÐIN Food & Fun verður haldin 21. til 25. febrúar næstkomandi í Reykjavík. Til hátíðarinnar koma nærri þrjátíu keppendur, dómarar og aðrir matreiðslumeistarar frá löndum beggja vegna Atlantshafsins. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Sundrung varpar skugga á þingkosningarnar í Serbíu

Belgrad. AP. | Djúpstæður ágreiningur er á meðal Serba fyrir þingkosningarnar í landinu sem fara fram um helgina. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Tekur ekki sæti á lista flokksins

"ÞAÐ er tiltölulega skýrt að ég tala fyrir ákveðnum áherslum og hef hugsað mér að gera það áfram," segir Kristinn H. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 283 orð

Umfangsmikil útrás

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EIGENDUR Bláa Lónsins undirbúa nú umfangsmikil útrásarverkefni á Norðurlöndunum og í Bretlandi á þessu ári með opnun sérverslana í þekktum verslanamiðstöðvum. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 263 orð

Umræður um Ríkisútvarpið hafa tekið 100 klukkustundir

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is HUNDRAÐ klukkustundir hafa farið í að flytja ræður um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins frá því að frumvarp þess efnis var fyrst lagt fram í mars 2005. Fyrst var talað í sjö klukkustundir um Ríkisútvarpið sf. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 49 orð

Vilja betri samskipti á netinu

HRUNDIÐ verður af stað auglýsingaherferð í dag um bætt samskipti á netinu. Herferðin er samstarfsverkefni SAFT, vakningarverkefnis Heimilis og skóla, og AUGA, góðgerðarsjóðs auglýsenda, auglýsingastofa og fjölmiðla og hefur það m.a. Meira
18. janúar 2007 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Vilja halda í hakakrossinn

London. AFP. | Hindúar í mörgum Evrópulöndum ætla að vinna saman gegn þeirri tillögu Þjóðverja, að bannað verði að flíka hakakrossinum innan Evrópusambandsins. Benda þeir á, að hann sé að minnsta kosti 5.000 ára gamalt tákn hindúa. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 185 orð

Vilja svör um kostnað

BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar hefur ítrekað óskir um skýr svör frá samgönguráðherra varðandi kostnað af hugsanlegri tilfærslu Reykjanesbrautar vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar á þriðjudag. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Vilji til framboðs

FRAMBOÐSHÓPUR aldraðra mun á fundi sínum í dag að öllum líkindum taka fyrir samþykkt átakshóps öryrkja um sameiginlegt framboð til Alþingiskosninga í vor. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 298 orð

Vinnu við Héðinsfjarðargöng miðar ágætlega

VINNA við gerð Héðinsfjarðarganga hefur gengið vel undanfarna viku. Þetta segir Sigurður Oddsson, yfirmaður nýrra framkvæmda Vegagerðarinnar á norðaustursvæðinu og fulltrúi verkkaupa að gerð Héðinsfjarðarganga. Á vef Vegagerðarinnar má sjá að sl. Meira
18. janúar 2007 | Þingfréttir | 159 orð | 1 mynd

Þingmenn blogga

Eins og þekkt er hefur flutningur ríkisstofnana í heild sinni oft valdið deilum og misklíð. Nauðsynlegt er því að leita annarra leiða, án þess að hvika í raun frá upphaflegum markmiðum. Meira
18. janúar 2007 | Innlendar fréttir | 445 orð

Öll dæmd sem aðalmenn í smygli á 2 kg af kókaíni

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega þrítuga konu í fjögurra ára fangelsi og fjóra aðra í þriggja ára fangelsi fyrir þátt þeirra í innflutningi á tveimur kílóum af kókaíni til landsins í ágúst í fyrra. Meira

Ritstjórnargreinar

18. janúar 2007 | Leiðarar | 394 orð

Frjálslyndir á vegamótum

Frjálslyndi flokkurinn er á vegamótum. Verulegar líkur eru á, að framtíð hans ráðist á landsfundi flokksins eftir rúma viku. Þar munu takast á tvær fylkingar. Meira
18. janúar 2007 | Staksteinar | 174 orð | 1 mynd

Óvenjulegur leiðtogi

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefur skapað sér sterkari og persónulegri ímynd en flestir aðrir forystumenn í íslenzkum stjórnmálum nú um stundir. Meira
18. janúar 2007 | Leiðarar | 469 orð

Óöldin í Írak

Tilkynnt var um lát tveggja bandarískra hermanna í Írak í gær. Annar féll á mánudag og hinn í gær. Samkvæmt því hefur nú 3.021 bandarískur hermaður fallið í Írak frá því að ráðist var inn í landið í mars 2003. Meira

Menning

18. janúar 2007 | Fjölmiðlar | 204 orð | 1 mynd

Ástalíf dverga

SUNNUDAGSKVÖLD hafa undanfarna mánuði verið tómleg og tilþrifalítil á skjánum. Nú horfir það til bóta – Denny Crane er kominn aftur. Meira
18. janúar 2007 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Ástin allra á Bítlunum!

UPPÁTÆKI Georges Martin og sonar hans að endurhljóðblanda vel valin Bítlalög hefur heldur betur fallið í kramið hjá tónlistarunnendum. Meira
18. janúar 2007 | Dans | 238 orð | 1 mynd

Boðið að sýna í ungverska þjóðleikhúsinu í vor

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SAGA Sigurðardóttir, dansari og danshöfundur, sigraði með dans sinn, In Loving , í Alþjóðlegu nútímadansverkakeppninni í Búdapest um helgina. Dansverkið er dúó, og dansaði Saga sjálf, ásamt svissneskum dansara. Meira
18. janúar 2007 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Bönnuð í Kína

KVIKMYNDAEFTIRLITIÐ í Kína mun ekki samþykkja sýningar á kvikmyndinni The Departed á innlendum markaði. Ástæðan er sú að í myndinni er minnst á að Kínverjar hafi áhuga á að kaupa tæki til hernaðar. Meira
18. janúar 2007 | Fólk í fréttum | 372 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Bandarísku kvikmyndastjörnurnar Angelina Jolie og Brad Pitt hafa keypt sér hús í New Orleans í Bandaríkjunum og er það sagt vera liður í viðleitni þeirra til að láta gott af sér leiða en íbúar borgarinnar reyna nú að endurbyggja hana eftir að... Meira
18. janúar 2007 | Fólk í fréttum | 115 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Fregnir herma að Michael Jackson vilji óður og uppvægur selja David og Viktoríu Beckham Neverland-búgarðinn sinn fyrir tíu milljónir punda. Meira
18. janúar 2007 | Menningarlíf | 88 orð

Frakkar heiðra Pinter

BRESKI rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Harold Pinter var sæmdur hinni frönsku fálkaorðu, Legion d'honneur, við hátíðlega athöfn í sendiráði Frakklands í Lundúnum í gær. Meira
18. janúar 2007 | Fólk í fréttum | 32 orð | 1 mynd

Hátíð í skugga átaka

MIKIÐ var um dýrðir á opnunarhátíð Persaflóamótsins í knattspyrnu sem sett var í gærkvöldi. Keppnin, sem nú er haldin í 18. sinn, fer fram í borginni Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku... Meira
18. janúar 2007 | Menningarlíf | 446 orð | 2 myndir

Hinn eini sanni Bond er ... Roger Moore!

Enn hangir hinn glænýi Bond inni í íslenskum kvikmyndahúsum, og virðist þar mikill aufúsugestur. Ekki að undra, myndin er bráðgóð og vel það, a.m.k. Meira
18. janúar 2007 | Tónlist | 111 orð | 1 mynd

Hræringar í efstu sætum!

ÞJÓÐLÖG Ragnheiðar Gröndal detta af toppnum frá því í síðustu viku en platan selst jafnt og þétt eftir jólavertíðina. Ragnheiður stundar söngnám í Bandaríkjunum en hana mátti þó sjá og heyra á tónlistarknæpunni Domo í gærkvöldi. Meira
18. janúar 2007 | Myndlist | 451 orð | 1 mynd

Lífsspuni

Til 19. janúar. Opið fimmtudag til sunnudaga frá kl. 14-18. Síðasti sýningardagur fös. 19. jan. Meira
18. janúar 2007 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Magnaður ferill Ladda!

ÞÓRHALLUR Sigurðsson sem er jafnan kallaður Laddi heldur upp á sextugsafmæli sitt á laugardaginn. Meira
18. janúar 2007 | Leiklist | 798 orð | 1 mynd

Mannkynið með mikil völd

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir í Kassanum á morgun leikritið Sælueyjuna eftir Svíann Jacob Hirdwall. Meira
18. janúar 2007 | Menningarlíf | 72 orð | 1 mynd

Myndbandsverk og innsetning

LISTAKONAN Björk Viggósdóttir opnar sýningu undir stiganum í gallerí i8 í dag kl. 17, samhliða sýningu Kristins Hrafnssonar. Meira
18. janúar 2007 | Dans | 453 orð | 2 myndir

Skrifað undir vegna komu San Francisco-ballettflokksins

SAMNINGUR um samstarf Landsbanka Íslands og Listahátíðar í Reykjavík vegna komu San Francisco-ballettsins á hátíðina í vor var undirritaður í gær. Það voru þau Sigurjón Þ. Meira
18. janúar 2007 | Myndlist | 298 orð | 1 mynd

Stjórnarskrá teknósins myndskreytt

"STEPHAN Stephensen betur þekktur sem President Bongo heyrir bassatrommu hjartans, fagnandi tekur hann á móti nútímanum. Hrynfalli diskótekanna skræpóttum gráma götunnar. Meira
18. janúar 2007 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd

Styttist óðum í Incubus!

NÝJASTA breiðskífa rokksveitarinnar Incubus kemur ný inn á Tónlistann þessa vikuna og stekkur beint í 10. sætið. Light Grenades kallast gripurinn og eftir því sem best verður séð er sveitin við svipað heygarðshorn og áður. Meira
18. janúar 2007 | Tónlist | 61 orð | 1 mynd

Til styrktar götubarnaheimili

SAMFÉLAGIÐ, félag framhaldsnema við félagsvísindadeild HÍ, heldur tónleika í Stúdentakjallaranum í kvöld. Tónleikarnir eru til styrktar götubarnaheimili Rukero sem staðsett er í Windhoek, höfuðborg Namibíu. Meira
18. janúar 2007 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Uppkast að söngtexta selst dýrt

UPPKAST að söngtexta, handskrifuðum af bítilnum George Harrison, við lagið While My Guitar Gently Weeps seldist fyrir 300.000 dollara, eða um 21 milljón íslenskra króna, á uppboði í Bandaríkjunum nýlega. Meira
18. janúar 2007 | Myndlist | 394 orð | 1 mynd

Utan norðursins

TVEIR skúlptúrar og 32 grafíkverk eru á sýningu Kristins E. Hrafnssonar sem opnuð verður í i8 á Klapparstíg í dag. Meira
18. janúar 2007 | Myndlist | 451 orð | 1 mynd

Viljum ala upp listneytendur

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is BANDALAG íslenskra listamanna, BÍL, réð í fyrsta sinn til sín framkvæmdastjóra um síðustu áramót. Meira
18. janúar 2007 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Þórdís opnar í Kaupmannahöfn

Á MORGUN opnar Þórdís Aðalsteinsdóttir sýningu á verkum sínum á Norður-Atlantshafsbryggjunni í Kaupmannahöfn. Þórdís stundaði nám við Listaháskóla Íslands, í Barcelona og í New York, þar sem hún býr og vinnur í föstum tengslum við galleríið STUX. Meira

Umræðan

18. janúar 2007 | Bréf til blaðsins | 242 orð

Áfram, Vilhjálmur borgarstjóri

Frá Hallgrími Sveinssyni: "ÞAÐ gerist alltof sjaldan að jákvæðar fréttir berast frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina. Það skeði þó um daginn þegar Vilhjálmur Þ." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 560 orð | 1 mynd

Árni og óttinn við lýðræðið

Björgvin G. Sigurðsson fjallar um lýðræði: "Auðvitað ætti það að vera viðtekin venja en ekki viðburður að almenningur kjósi um stærstu málin." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 717 orð | 1 mynd

Eru álver besti kosturinn til orkunýtingar?

Björn Gunnar Ólafsson fjallar um álver við Húsavík: "Engar sannanir hafa komið fram hér á landi um að viðunandi arðsemi fáist með því að framleiða orku fyrir álver hvort heldur sem er með jarðhita eða vatnsorku." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Hafa skal það sem sannara reynist

Bjarne Reinholdt gerir athugasemdir við grein Hjörleifs Guttormssonar: "Eigi að hefjast handa þarf framkvæmdin að vera nægilega arðbær..." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 371 orð | 1 mynd

Happdrætti fyrir heilbrigðiskerfið en martröð sjúkraliða

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir fjallar um málefni sjúkraliða: "Sjúkraliðar vilja ekki una því að vera með sömu kjarasamninga, sama starfsheiti og brúarsjúkraliðarnir sem eru með helmingi styttra nám að baki." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 476 orð | 1 mynd

Hvalveiðar Íslendinga

Gylfi Guðjónsson skrifar um hvalveiðar: "Ferðaþjónusta er okkur mjög mikilvæg, en hvalaskoðun má vel fara fram án árekstra við hvalveiðar um framtíð." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 729 orð | 1 mynd

Hver á Háskóla Íslands?

Hafliði Pétur Gíslason fjallar um Háskóla Íslands: "Samningurinn kviknaði ekki af sjálfu sér, hann er rökrétt afsprengi markvissrar stefnu stjórnvalda í vísinda- og tæknimálum síðustu ár..." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

Íslenskar þingkonur með íslamistum

Steinunn Jóhannesdóttir fjallar um höfuðbúnað íslamskra kvenna og stjórnarfar í Sádi-Arabíu: "Ríkisstjórn prinsanna sem eiga og reka Sádi-Arabíu er alræðis- og kúgunarstjórn af versta tagi, og ráðgjafaþingið í landi þeirra á lítið skylt við lýðræðislega kjörin löggjafarþing Vesturlanda..." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 846 orð | 1 mynd

Landnot og beitarnytjar

Þorsteinn H. Gunnarsson fjallar um landnot og lausagöngu búfjár á Íslandi: "Ljóst er að lausaganga búfjár hefur áhrif á hagsmuni margra.." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 103 orð

Opið bréf til alþingismanna

GÓÐIR alþingismenn! Ríkisútvarpið er ein mikilsverðasta menningarstofnun þjóðarinnar, undirstaða lýðræðislegrar umræðu og frjálsrar skoðanamyndunar, traustasti fréttamiðill landsins, leikhús, tónleikahöll, fræðslustofnun, dægrastytting og öryggistæki. Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 1128 orð | 1 mynd

Sterkur alþjóðlegur háskóli – Sterkara Ísland

Eftir Kristínu Ingólfsdóttur: "Við höfum skrifað undir sáttmála sem markar upphaf að nýjum kafla í sögu háskólastarfs á Íslandi." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 493 orð | 1 mynd

Svínsleg hugmynd um stórlækkað matarverð?

Finnur Árnason skrifar um matarverð og iðnaðarframleiðslu á Íslandi: "Um þennan iðnað gildir nú miðaldafyrirkomulag, þar sem þjóðin er skattlögð fyrir mjög þrönga sérhagsmuni." Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 701 orð | 1 mynd

Um kvikmyndina Ágirnd

FYRIR allnokkru var þáttur um kvikmyndagerðarkonu í umsjá Viðars Eggertssonar. Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 623 orð | 1 mynd

Vefjagigt – Algeng orsök óvinnufærni og örorku

Júlíus Valsson fjallar um vefjagigt og örorku: "Engar rannsóknir hafa verið gerðar á óvinnufærni eða örorku vegna vefjagigtar hér á landi og er það því tímabært." Meira
18. janúar 2007 | Velvakandi | 401 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

Um Heilsuverndarstöðina NÚ er tækifæri fyrir ríki og borg til að leiðrétta mistökin sem þeir gerðu þegar þeir seldu Heilsuverndarstöðina, með því að kaupa hana aftur. Sú starfsemi sem var í húsinu, mæðraskoðun, lungnadeild o.fl. á að vera þar áfram. Meira
18. janúar 2007 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

Verðum við í stakk búin?

Björn B. Jónsson skrifar um ferðaþjónustu og samgöngumál: "...má gera ráð fyrir að ferðamenn hingað til lands verði orðnir um milljón árið 2015." Meira

Minningargreinar

18. janúar 2007 | Minningargreinar | 809 orð | 1 mynd

Albert Jónasson

Albert Jónasson fæddist á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal í N-Múlasýslu 1. nóvember 1915. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja, f. á Þverhamri í Breiðdal 8. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2007 | Minningargreinar | 2521 orð | 1 mynd

Ársæll Guðsteinsson

Ársæll Guðsteinsson rafvirki fæddist í Reykjavík 27. desember 1929. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðsteinn Eyjólfsson klæðskerameistari og kaupmaður í Reykjavík, f. að Krosshúsum í Grindavík 1.1. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2007 | Minningargreinar | 1707 orð | 1 mynd

Erla Bernódusdóttir

Kristín Erla Bernódusdóttir fæddist í Reykjavík hinn 5. október 1933. Hún andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 9. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2007 | Minningargreinar | 474 orð | 1 mynd

Ingveldur Rósa Bjarnadóttir

Ingveldur Rósa Bjarnadóttir fæddist á Stokkseyri 25. ágúst 1912. Hún lést á Landspítalanum 8. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 17. janúar. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2007 | Minningargreinar | 2216 orð | 1 mynd

Jóna Gróa Aðalbjörnsdóttir

Jóna Gróa Aðalbjörnsdóttir fæddist á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá 5. október 1923. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Aðalbjörn Magnússon bóndi á Unaósi, f. 7.2. 1887, d. 19.7. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2007 | Minningargreinar | 2227 orð | 1 mynd

Pétur Traustason

Pétur Traustason fæddist í Reykjavík 8. maí 1923. Hann andaðist á heimili sínu, Miðleiti 1, 9. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Trausti Ólafsson efnaverkfræðingur og María Súsanna Ólafsson, frá Klaksvík í Færeyjum. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2007 | Minningargreinar | 1403 orð | 1 mynd

Sævar Sigurðsson

Sævar Sigurðsson fæddist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. desember 1984. Hann lést á heimili sínu 31. desember síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju 12. janúar. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2007 | Minningargreinar | 3406 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Ólafsson

Vilhjálmur Ólafsson fæddist á Hlaðhamri í Bæjarhreppi í Strandasýslu 31. júlí 1922. Hann lést á heimili sínu, Safamýri 44, mánudaginn 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóna Jónsdóttir, f. 9. október 1888, d. 30. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2007 | Minningargreinar | 1077 orð | 1 mynd

Þröstur Jónsson

Þröstur Jónsson fæddist á Flateyri við Önundarfjörð 24. apríl 1957. Hann lést eftir erfið veikindi á sjúkrahúsi í Bangkok 29. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Aðalsteinsdóttir, f. 5.11. 1928, og Jón Kr. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

18. janúar 2007 | Sjávarútvegur | 509 orð | 1 mynd

Landaði loðnu fyrir um 25 milljónir króna

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is "HEYRÐU, ég held ég fari bara að hífa. Ég er kominn með skammtinn, 150 til 200 tonn. Við frystum um 100 tonn á sólarhring og meðan verið er að frysta getur maður litið eitthvað í kringum sig. Meira

Daglegt líf

18. janúar 2007 | Daglegt líf | 106 orð

Af fréttum og pólitík

Guðmundur G. Halldórsson horfði á fréttir í liðinni viku. Þar var Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri kvaddur. Og Guðmundur orti: Akureyrar hækkar hagur hlær við sól hver Eyfirðingur; Kristján Þór er myndarmaður meira að segja Dalvíkingur. Meira
18. janúar 2007 | Daglegt líf | 536 orð | 3 myndir

Akureyri

Örn Ingi Gíslason listamaður fagnaði 30 ára "útgönguafmæli" úr Landsbankanum í gær, en eins og kom fram í blaðinu voru þá liðin nákvæmlega 30 ár síðan hann hætti þar störfum upp á þá fjárhagslegu von og óvon sem því fylgir að vera listamaður. Meira
18. janúar 2007 | Daglegt líf | 106 orð | 5 myndir

Fágað og fallegt eða litlaust og leiðinlegt?

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is LITLAUSIR og leiðinlegir mætti segja um kjólana sem Hollywood- leikkonurnar klæddust á Golden Globe verðlaunahátíðinni sem fór fram á mánudaginn. Meira
18. janúar 2007 | Daglegt líf | 283 orð | 1 mynd

Hrós eykur afköstin

Starfsmenn, sem fá reglulega hrós og þakklæti frá yfirmönnum sínum, eru tilbúnir til að leggja harðar að sér í vinnu en aðrir. Afköstin geta fyrir vikið orðið allt að þrisvar sinnum meiri en hjá öðrum. Danska vefritið Business. Meira
18. janúar 2007 | Ferðalög | 339 orð | 3 myndir

Íslensk lúxusgisting í Tékklandi

Í hjarta Evrópu, um 50 kílómetrum sunnan við Prag í Tékklandi, hafa hjónin Jórunn Friðjónsdóttir og Thor Thors staðið í stórræðum við að koma upp gistiaðstöðu fyrir ferðamenn. Meira
18. janúar 2007 | Neytendur | 786 orð | 3 myndir

Lúxusinn liggur í harðfiski, hval, hákarli og pungunum

Nærri lætur að framleidd hafi verið 60 tonn af súrmat fyrir komandi þorra og má því gera ráð fyrir að einhverjir verði pakksaddir á næstunni af bringukollum, lundaböggum, slátri, sviðasultu og hrútspungum. Jóhanna Ingvarsdóttir tók púlsinn á þorravertíðinni. Meira
18. janúar 2007 | Neytendur | 357 orð | 1 mynd

Merkingum á tilbúnum matvælum ábótavant

Pottur er víða brotinn í merkingum tilbúinna matvæla ef marka má eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaganna. Fimm heilbrigðiseftirlitssvæði af tíu á landinu tóku þátt í verkefninu. Meira
18. janúar 2007 | Neytendur | 262 orð | 4 myndir

nýtt

Grænmeti og ávextir Ferskar kjötvörur hafa sett á markað undir vörumerkinu Ferskt þrjár tegundir af fersku blönduðu salati og fjórar tegundir af ferskum skornum ávöxtum. Meira
18. janúar 2007 | Ferðalög | 768 orð | 3 myndir

Prúttað um ilmolíur

Verðmiðar eru ekki alls staðar teknir jafn alvarlega og á Íslandi. Brynja Tomer hefur mikla ánægju af því að prútta og skemmti sér því konunglega þegar hún var á ferð í Marsa Alam í Egyptalandi. Meira
18. janúar 2007 | Daglegt líf | 554 orð | 2 myndir

Spáir í kaffibolla á netinu

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Þetta er ein af mínum gloríuhugmyndum," segir Kristinn L. Meira
18. janúar 2007 | Neytendur | 440 orð

Súrmeti og annar þorramatur

Krónan Gildir 18. jan. – 21. jan. verð nú verð áður mælie. verð Móa-læri/leggir magnkaup 389 649 389 kr. kg Móa-kjúklingavængir magnkaup 149 299 149 kr. kg Grísalundir m/sælkerafyllingu 1.595 2.798 1.595 kr. kg Lasagne 977 1.395 977 kr. Meira
18. janúar 2007 | Ferðalög | 354 orð | 1 mynd

Útstáelsi á heimaslóðum

10.01. 2007 Erum komnar "heim" til La Paz eftir þriggja daga ferð til Titicacavatns. Lögðum af stað á sunnudag til Copacabana og vorum þar eina nótt. Meira

Fastir þættir

18. janúar 2007 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

50 ára afmæli . Í dag, 18. janúar, er fimmtug Margrét Jónsdóttir...

50 ára afmæli . Í dag, 18. janúar, er fimmtug Margrét Jónsdóttir, þroskaþjálfi, Spóahólum 20, Reykjavík. Hún fagnar deginum með fjölskyldu sinni. Í tilefni afmælisins býður hún ættingjum og vinum til veislu laugardaginn 20. janúar kl. 18. Meira
18. janúar 2007 | Árnað heilla | 44 orð | 1 mynd

70 ára afmæli . Í dag, 18. janúar, er sjötugur Bergur Torfason frá...

70 ára afmæli . Í dag, 18. janúar, er sjötugur Bergur Torfason frá Felli, fulltrúi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, fyrrverandi bóndi og sparisjóðsstjóri . Bergur býður til afmælisveislu í Dýrafirði 7. Meira
18. janúar 2007 | Fastir þættir | 152 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Reykjavíkurmótið. Norður &spade;K84 &heart;KD102 ⋄G82 &klubs;1092 Vestur Austur &spade;G &spade;763 &heart;ÁG863 &heart;954 ⋄3 ⋄K97654 &klubs;ÁKG853 &klubs;D Suður &spade;ÁD10952 &heart;7 ⋄ÁD10 &klubs;764 Suður spilar 4&spade;. Meira
18. janúar 2007 | Í dag | 43 orð | 1 mynd

Fræðslufundur í Landakoti

Fyrsti fræðslufundur Rannsóknastofu í öldrunarfræðum, RHLÖ, á vorönn verður í dag, fimmtudaginn 18. janúar, í kennslusalnum á 7. hæð á Landakoti. Elsa B. Meira
18. janúar 2007 | Fastir þættir | 17 orð

Gætum tungunnar

Óvart sagði ég : Nú sér fyrir endann á hvortveggja. RÉTT VÆRI: ...fyrir endann á hvorutveggja... Meira
18. janúar 2007 | Í dag | 47 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessi unga stúlka frá Reyðarfirði, Andrea Rós Helgadóttir...

Hlutavelta | Þessi unga stúlka frá Reyðarfirði, Andrea Rós Helgadóttir, varð 9 ára 11. janúar sl. Hún ákvað að gefa peninginn sem hún fékk í afmælisgjöf, alls 1.700 kr., til bágstaddra barna í Afríku. Meira
18. janúar 2007 | Í dag | 486 orð | 1 mynd

Kúnstir breytingastjórnunar

Árelía Eydís Guðmundsdóttir fæddist 1966 og ólst upp í Keflavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987, BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, 1991, M.Sc. Meira
18. janúar 2007 | Í dag | 106 orð | 1 mynd

Námskeið í trjáklippingum og frumtamningu hrossa

Eftirfarandi námskeið verða í boði í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri: Námskeið í trjáklippingum – formklipping. Lögð er áhersla á stífar klippingar eða mótun trjáa og runna. Meira
18. janúar 2007 | Í dag | 14 orð

Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er...

Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. (I.Kor. Meira
18. janúar 2007 | Fastir þættir | 163 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. g3 d5 3. Bg2 c6 4. d3 Bg4 5. h3 Bh5 6. g4 Bg6 7. Re5 Rbd7 8. Rxg6 hxg6 9. e3 e6 10. Rd2 Bd6 11. De2 a5 12. a3 a4 13. f4 De7 14. O-O e5 15. f5 gxf5 16. Hxf5 g6 17. Hf2 e4 18. dxe4 Rxe4 19. Rxe4 dxe4 20. Dc4 f5 21. gxf5 gxf5 22. Meira
18. janúar 2007 | Í dag | 161 orð

Spurt er... ritstjorn@mbl.is

1 Margrét Sverrisdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til varaformanns Frjálslynda flokksins. Hver er þar fyrir varaformaður? 2 Stefán Jón Hafstein er farinn til starfa hjá Þróunarstofnuninni og hættir í borgarstjórn á meðan. Hver tekur sæti hans? Meira
18. janúar 2007 | Fastir þættir | 321 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

VÍKVERJI getur ekki annað sagt en að hann hlakki til þorrans. Ekki ber þorrinn reyndar með sér nein frí frá skóla eða vinnu en örlítið gjafahorn er þar að finna, hverjum þykir ekki gaman að fá svolitla bóndadagsgjöf? Meira
18. janúar 2007 | Í dag | 44 orð | 1 mynd

Þorra konungi Snæssyni fagnað

Í Pakkhúsi Byggðasafns Hafnarfjarðar, Vesturgötu 8, í kvöld kl. 20 gefst færi á nauðsynlegum undirbúningi og fróðleiksmolum fyrir komandi þorrablót. Meira

Íþróttir

18. janúar 2007 | Íþróttir | 172 orð

Andri til Framara

ANDRI Lindberg Karvelsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, gekk í gær til liðs við Framara, nýliðana í úrvalsdeildinni. Andri er 28 ára gamall varnarmaður og hefur verið í fríi frá fótboltanum undanfarin tvö ár en lék með Skagamönnum fram að því. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 498 orð | 1 mynd

Birmingham niðurlægði Newcastle

TOTTENHAM, Fulham og Birmingham tryggðu sér í gærkvöldi farseðilinn í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Tottenham vann öruggan sigur á 1. deildarliði Cardiff, Fulham marði 1. deildarlið Leicester og Birmingham, toppliðið í 1. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Capello opnar fyrir endurkomu Beckhams – Calderon er í vanda

ENSKI knattspyrnumaðurinn David Beckham fékk ánægjuleg tíðindi af blaðamannafundi sem Fabio Capello þjálfari Real Madrid hélt í dag en þar sagði Ítalinn að ekki væri búið að útiloka endurkomu Beckhams. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 312 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Volker Zerbe , handknattleiksmaðurinn hávaxni sem lengi var ein helsta stjarna Þjóðverja, þjálfar lið Lemgo út þetta tímabil. Hann lagði skóna á hilluna í vor en hefur starfað hjá félaginu í vetur. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 224 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kristinn Jakobsson , milliríkjadómari, er tekinn við forystuhlutverki í samninganefnd dómara, sem freistar þess að ná sáttum við KSÍ um kaup og kjör fyrir komandi keppnistímabil. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 302 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi , sem er á mála hjá Manchester United, hefur verið lánaður til síns gamla félags á Ítalíu , Parma , til loka leiktíðarinnar. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 397 orð | 1 mynd

Glæsileg byrjun Íslendinga á EM í badminton

ÍSLENSKA landsliðið í badminton hóf þátttöku sína í Evrópukeppni B-þjóða með glæsibrag í gær þegar liðið lagði Króata, 4:1, í fyrsta leik mótsins sem haldið er í Laugardalshöll. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 969 orð

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna SS-bikarkeppnin, 8-liða úrslit...

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna SS-bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Haukar – Stjarnan 24:23 Mörk Hauka : Ramune Pekarskyte 10, Sandra Stojkovic 4, Harpa Melsted 3, Nína Björnsdóttir 2, Erna Þráinsdóttir 2, Hanna G. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 226 orð

Heiðar Geir lánaður til Hammarby

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is HEIÐAR Geir Júlíusson, knattspyrnumaður úr Fram, hefur verið lánaður til sænska úrvalsdeildarliðsins Hammarby út þetta ár og hann fer til félagsins strax í dag. Hann er samningsbundinn Fram út keppnistímabilið 2008. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Helsingborg vill fá Ólaf Inga með til Suður-Afríku

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ÓLAFUR Ingi Skúlason knattspyrnumaður hjá enska liðinu Brentford kom til London í gær eftir þriggja daga dvöl í Svíþjóð þar sem hann var til skoðunar hjá Helsingborg. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

"Ég hef bara áhuga á Leeds"

JOSTEIN Flo, framkvæmdastjóri norska knattspyrnuliðsins Strömsgodset, hefur mikinn áhuga á að fá Gylfa Einarsson, leikmann Leeds í Englandi, í sínar raðir fyrir komandi tímabil. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

"Ætlum að verja titilinn"

Ramune Pekarskyte fór fyrir bikarmeistaraliði Hauka í 8-liða úrslitum SS-bikarkeppninnar í gær er liðið lagði Stjörnuna að velli, 24:23. Grótta átti ekki í vandræðum með Fjölni í gær en Valur, ÍBV, Haukar og Grótta verða í pottinum þegar dregið verður um hvaða lið mætast í undanúrslitum. Meira
18. janúar 2007 | Íþróttir | 135 orð

Úkraínumenn unnu lokaleikinn fyrir HM

LANDSLIÐ Úkraínu, sem verður í riðli með íslenska landsliðinu í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik, vann í fyrrakvöld neðsta lið þýsku 1. Meira

Viðskiptablað

18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 241 orð | 1 mynd

Airbus fær fljúgandi start

AIRBUS flugvélaverksmiðjurnar fengu fljúgandi start á þessu ári er asísku flugfélögin AirAsia í Malasíu og Singapore Airlines skrifuðu undir samninga um kaup á 70 meðaldrægum þotum af gerðinni Airbus A320. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 229 orð

AMR loks rekið með hagnaði

BANDARÍSKA flugsamsteypan AMR Corporation var rekin með 231 milljón dala hagnaði í fyrra en það er í fyrsta sinn frá árinu 2000 sem félagið skilar hagnaði á heilu ári en mestu munaði um betri sætanýtingu og lægri eldsneytiskostnað. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 130 orð | 1 mynd

Áhugi á Norsk Hydro

INDVERSKT stórfyrirtæki, Aditya Birla Group, hefur áhuga á því að kaupa norska álfyrirtækið Norsk Hydro, samkvæmt frétt á fréttavefnum DNA Money . Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 519 orð | 1 mynd

Ársreikningar í erlendum gjaldmiðlum

Það er mat stjórnenda Straums-Burðaráss að framsetning á reikningsskilum bankans í evrum lýsi betur rekstrarárangri hans en framsetning í krónum. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 286 orð | 1 mynd

Bláa Lónið í erlenda stórsókn

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EIGENDUR Bláa Lónsins hf. undirbúa nú stórsókn á erlenda markaði með sérverslanir sínar og vörumerki. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 220 orð | 1 mynd

Danól og Ölgerðin skipta um eigendur

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÖLGERÐIN Egill Skallagrímsson og heildsölufyrirtækið Danól hafa skipt um eigendur. Seljendur eru Einar Kristinsson og fjölskylda hans. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 89 orð | 1 mynd

Eftirsóttir demantar

FYRIR rúmum fimmtíu árum söng Marilyn Monroe lagið "Diamonds are a Girl's Best Friend" í kvikmyndinni "Gentlemen Prefer Blondes". Fátt virðist hafa breyst í þessum efnum nema ef vera skyldi að nú vilja karlar einnig demanta. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 121 orð | 1 mynd

Einn athyglisverðasti lögfræðingur Bretlands

GUÐMUNDUR J. Oddsson, lögfræðingur hjá Logos, var valinn einn af athyglisverðustu erlendu lögfræðingunum í Bretlandi af vikuritinu The Lawyer , sem er fagrit breskra lögfræðinga. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 719 orð | 1 mynd

First North er spennandi kostur fyrir framsækin félög

Vægari kröfur eru gerðar um upplýsingagjöf félaga, t.d. um birtingu uppgjöra, sem þýðir að First North er hagkvæmari kostur fyrir smærri félög. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 570 orð | 1 mynd

Fræðsla fyrirtækja – Fjárfesting eða fjárútlát?

Arney Einarsdóttir | arney@ru.is Fyrirtæki hér á landi verja árlega töluverðum fjármunum í þjálfun og fræðslu starfsmanna og stjórnenda. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 50 orð

Fundið að öryggismálum hjá BP

Í SKÝRSLU nefndar, sem falið var að rannsaka sprengingu í olíuvinnslustöð breska fyrirtækisins British Petroleum (BP) í Texas, eru stjórnendur BP gagnrýndir og fyrirtækið sagt taka fjárhagslegan ávinning fram yfir öryggi starfsmanna. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 47 orð

Fyrirtæki í hvalaskoðun sameinast

EIGENDUR Eldingar hvalaskoðunar ehf. og Hafsúlunnar hvalaskoðunar ehf. hafa undirritað samkomulag um sameiningu félaganna, en fyrirtækin gera bæði út báta til hvalaskoðunar og sjóstangveiði frá Reykjavík. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 143 orð | 1 mynd

Gengisrýrnun krónunnar hefur áhrif

NAFNÁVÖXTUN á verðtryggðum lífeyrisbókum banka og sparisjóða á síðasta ári var á bilinu 11,79–12,19% og hefur hækkað talsvert milli ára, var árið áður 8,75 til 9,90%, en miðað er við óhreyfða innistæðu á tímabilinu. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 231 orð

Gullströndin teygir úr sér

ATHAFNAMENN hafa verið duglegir að kaupa jarðir síðustu misserin. Á vissum landsvæðum hafa þeir reist sér myndarleg býli til búsetu, ýmist árið um kring eða hluta úr ári. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 106 orð

Hafa fulla trú á Nyhedsavisen

ÞÓRDÍS Sigurðardóttir, forstöðumaður Media & New Ventures, sem er viðskiptaeining innan Baugs Group, segir að félagið hafi fulla trú á viðskiptamódeli Nyhedsavisen , danska Fréttablaðsins. Baugur er stærsti hluthafinn. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 301 orð | 1 mynd

Hvíta húsið eykur við sig í Bretlandi

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is BRESKA auglýsingastofan Loewy Group, sem Hvíta húsið á 10% hlut í, hefur sameinast hönnunarstofunni Williams Murray Hamm, WMH. Tæp tvö ár eru liðin síðan Hvíta húsið keypti hlutinn í breska starfsbróður sínum. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 143 orð | 1 mynd

Hættir hjá Alla Geira eftir kaup Eimskipa

SIGURGEIR Aðalgeirsson, framkvæmdastjóri flutningafyrirtækisins Alla Geira hf. á Húsavík og sonur stofnandans, Aðalgeirs Sigurgeirssonar, hefur ákveðið að láta af störfum, en Eimskip keypti fyrirtækið um áramótin að fullu leyti, átti fyrir 51% hlut. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 281 orð | 1 mynd

Ísland framarlega í samanburði á frelsi í viðskiptum

ÍSLAND er ofarlega á lista þegar kemur að frelsi í viðskiptum og hækkar á milli ára. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 164 orð | 1 mynd

Íslendingar á North Atlantic Seafood

RÁÐSTEFNAN North Atlantic Seafood Forum (NASF) verður haldin í Osló 27. og 28. febrúar næstkomandi. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 99 orð

Kína næststærsti bílamarkaðurinn

KÍNA fór á síðasta ári fram úr Japan á lista yfir stærstu bifreiðamarkaði heims, en seldum bílum þar í landi fjölgaði um 37% í fyrra. Stærsti markaðurinn er enn Bandaríkin, en Kína er nú komið í annað sæti listans. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 127 orð

Marel færist nær Stork Food

HÉRAÐSDÓMSTÓLL í Amsterdam hefur úrskurðað að sjóðurinn Stichting Stork geti ekki nýtt sér atkvæðisrétt vegna hlutafjáraukningar til að hindra hluthafafund í að fara fram á afsögn stjórnar Stork en fundurinn verður í dag. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 126 orð | 1 mynd

Már Mixa til NordVest

MÁR Wolfgang Mixa hefur verið ráðinn til NordVest verðbréfa hf. Í tilkynningu kemur m.a. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 1110 orð | 2 myndir

Metár í samrunum

Fréttaskýring | Verðmæti samrunasamninga sló gamla netbólumetinu við á síðasta ári og eru fjárfestingarbankar bjartsýnir á að ekkert lát verði á þróuninni í ár. Efasemdir eru þó uppi eins og Kristján Torfi Einarsson komst að við lestur erlendra viðskiptablaða. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 175 orð | 1 mynd

Mun klámið ráða úrslitum?

Löngu fyrir daga internetsins og DVD-spilarans var myndbandið það nýjasta nýja í heimilisafþreyingu. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 40 orð

Nýr yfirmaður hjá borginni

ÞORSTEINN Birgisson rekstrartæknifræðingur hefur tekið við nýju starfi á framkvæmdasviði á skrifstofu gatna- og eignaumsýslu Reykjavíkurborgar, sem tæknilegur rekstrarstjóri þjónustumiðstöðvarinnar á Stórhöfða. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 116 orð

Síminn sér um hafið

SÉRFRÆÐINGAR Símans eru um þessar mundir að ljúka undirbúningi þess að koma ferjum og skemmtiferðaskipum, sem sigla á alþjóðlegum hafsvæðum, í öruggt GSM-samband um gervihnetti. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 244 orð | 1 mynd

Skattar á auðkýfinga í Sviss hækkaðir?

Eftir Ágúst Ásgeirsson ÁFORM eru uppi um það í Sviss að hækka skatta á ríka útlendinga sem þangað hafa flúið hærri skatta í heimalöndum sínum. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 312 orð | 1 mynd

Styrking eða veiking

Færa má fyrir því rök að upptaka viðskiptabankanna á evru sé þeim nauðsynleg eigi þeir að vaxa frekar. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 789 orð | 4 myndir

Undirbúa stórsókn í útlöndum

Bláa Lónið hyggst opna sérverslanir á Norðurlöndunum og Bretlandi á þessu ári. Grímur Sæmundsen forstjóri upplýsir að fyrirtækið horfi einnig til Bandaríkjanna og Asíu. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 762 orð | 1 mynd

Úr heildsölu í hundana!

Guðrún Magnúsdóttir, betur þekkt sem Rúna í Bergís, stendur á tímamótum eftir að hafa selt heildverslunina. Björn Jóhann Björnsson kynnti sér feril hennar. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 70 orð

Úrvalsvísitalan lækkaði í gær

ÚRVALSVÍSITALA aðallista Kauphallarinnar, OMX á Íslandi, lækkaði um 0,6% í gær og er lokagildi hennar 6.845 stig. Af þeim 15 félögum sem eru í Úrvalsvísitölunni þá varð lækkun á gengi átta þeirra, hækkun á gengi fjögurra en þrjú stóðu í stað. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 100 orð | 1 mynd

Útibú opnað í Litháen

MP Fjárfestingarbanki hefur fengið leyfi til reksturs útibús í Vilníus í Litháen og verður það opnað formlega á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 50 orð

Verðbólga í ESB mælist 2%

TÓLF mánaða verðbólga á evrusvæðinu mældist 1,9% í desember samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Er sagt frá þessu í Vegvísi Landsbankans. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 107 orð | 1 mynd

Verðlaun FKA afhent í áttunda sinn

FÉLAG kvenna í atvinnurekstri, FKA, afhenti síðdegis í gær í áttunda sinn árlegar viðurkenningar sínar til kvenna sem hafa skarað fram úr í viðskiptum og atvinnurekstri. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 195 orð | 1 mynd

Vísitala neyzluverðs lækkar í Færeyjum

VÍSITALA neyzluverðs í Færeyjum lækkaði um 0,2% milli þriðja og fjórða fjórðungs síðasta árs. Lækkunin stafar fyrst og fremst af lækkun olíu og bensíns. Á síðasta ári hækkaði vístalan um 1,3%. Á þessu tímabili fór vísitalan úr 106,7 stigum í 106,5. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 93 orð | 1 mynd

Yfirmaður Hyundai illa staddur

RÍKISSAKSÓKNARI Suður-Kóreu hefur farið fram á að stjórnarformaður Hyundai Motor verði dæmdur í sex ára fangelsi fyrir fjárdrátt. Réttarhöld hafa staðið yfir í málinu frá því í júní 2006. Meira
18. janúar 2007 | Viðskiptablað | 189 orð | 1 mynd

Þrotlending Swissair komin fyrir dómstóla

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is HAFIN eru málaferli fyrir dómstóli í smábænum Bülach við Zürich í Sviss vegna gjaldþrots flugfélagsins Swissair fyrir fimm árum. Nítján fyrrverandi yfirmenn félagsins eru sakaðir um óstjórn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.