Greinar fimmtudaginn 1. mars 2007

Fréttir

1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 134 orð

Actavis tvöfaldaði tekjurnar

TEKJUR Actavis Group námu 1.379 milljónum evra á síðasta ári, um 121 milljarði króna, sem er tvöföldun milli ára. Hagnaður samstæðunnar nam 103 milljónum evra, eða um níu milljörðum króna. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd

Áform um 6.000 íbúa byggð á landfyllingu vestan við Ánanaust

BJÖRGUN hf. og BYGG hf. hafa látið teikna 108 hektara landfyllingu vestur af Ánanaustum þar sem rúmast gæti 5.500 til 6.000 íbúa byggð, svonefnd Hólmabyggð eða Grandabyggð. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Áfram órói í kauphöllum

ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Íslands lækkaði í gær, annan daginn í röð, og fylgdi þar fordæmi margra erlendra kauphalla. Lækkaði vísitalan um 1,47%. Hlutabréf héldu áfram að falla í verði í Asíu og Evrópu í kjölfar mikilla lækkana í kauphöllum á þriðjudag. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Bensínverð hækkaði

VERÐ á bensíni og dísilolíu hækkaði um 1,80 til 2,00 krónur á lítrann sl. mánudag. Skeljungur reið á vaðið og hækkaði verðið um tvær krónur, bæði í sjálfsafgreiðslu og með fullri þjónustu. Hin olíufélögin fylgdu í kjölfarið. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Björguðu hermanni úr logandi flaki

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is STARFSMENN Íslensku friðargæslunnar sem vinna að sprengjueyðingu í Suður-Líbanon komu líbönskum hermanni sem sat fastur í flaki logandi bifreiðar til bjargar síðastliðinn þriðjudag. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 199 orð

Bótakrafan 38 milljónir króna

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STJÓRN Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur beðið lögmann félagsins að leggja fram kæru á hendur Kópavogsbæ vegna umhverfisspjalla í Heiðmörk og er bótakrafan 38 milljónir króna. Um 1.000 tré skemmd Stefán P. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Brosa hringinn í skólanum

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 274 orð

Búast við hækkandi verði á listaverkum Svavars

Á UPPBOÐI hjá Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn í fyrradag voru seld alls fimmtán pappírsverk eftir Svavar Guðnason. Er um að ræða ýmist vatnslitamyndir eða myndir unnar með pastellitum. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 455 orð | 2 myndir

Búið að mylja alla hrafntinnuna

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BÚIÐ er að mylja alla hrafntinnuna sem tínd var í Hrafntinnuskeri sl. haust og er ætluð til viðgerða á Þjóðleikhúsinu. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Bæta við mannskap

Kárahnjúkavirkjun | Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo er þessa dagana að bæta við um eitt hundrað starfsmönnum til að sinna margvíslegum verkum í aðrennslisgöngunum og tryggja að unnt verði að standa við þá tímaáætlun að hleypa vatni á göngin fyrir... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Deiliskipulagið afturkallað

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti í gær einróma að afturkalla deiliskipulag fyrir 500 metra kafla tengibrautar á milli Vesturlandsvegar og Helgafellsvegar við Álafosskvos. Fyrir bæjarstjórnarfundinn höfðu Helgafellsbyggingar ehf. Meira
1. mars 2007 | Þingfréttir | 283 orð | 1 mynd

Eignarnám enn ekki rætt

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is EIGNARNÁM vegna mögulegra virkjana í neðri hluta Þjórsár hefur ekki komið til umræðu þar sem landeigendur sem í hlut eiga hafa ekki látið uppi neina andstöðu við að ganga til samninga við Landsvirkjun. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 198 orð

Ekki ástæða til að leyna skýrslunni

FULLTRÚAR Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista í borgarstjórn Reykjavík í velferðarráði létu bóka að þeir væru undrandi yfir því að starfsmenn velferðarsviðs skuli hafa kosið að gagnrýna fjölmiðla og fulltrúa minnihlutans vegna umfjöllunar um... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Emil í Kattholti sýndur á Hvammstanga

Hvammstangi | Emil í Kattholti er kominn á Hvammstanga með öllum sínum skammarstrikum. Að sjálfsögðu fylgir öll fjölskyldan úr Kattholti honum og þau taka líka á móti gestum. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 401 orð | 1 mynd

Endurminning um bjarta og hátíðlega stemningu

Hvítasunnumorgunn (Pinsemorgen), 1917-19. Olíulitur og gullgrunnur á léreft. 100 x 113 cm. Meira
1. mars 2007 | Þingfréttir | 248 orð | 1 mynd

Evran ekki möguleg

ÍSLAND uppfyllir aðeins tvö af fimm skilyrðum sem eru sett fyrir upptöku evrunnar. Þetta kom fram í svari Geirs H. Haarde forsætisráðherra við fyrirspurn Helga Hjörvars, þingmanns Samfylkingarinnar, um hvaða skilyrði Ísland uppfyllir og hver ekki. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 128 orð

Fékk 16 mánaða dóm fyrir fíkniefnabrot

HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hefur dæmt karlmann í 16 mánaða fangelsi fyrir að hafa í vörslu sinni fíkniefni og stera, auk fleiri brota. Var hann einnig sviptur ökurétti ævilangt. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Fjólublá hreindýr á Seyðisfirði

RÁÐSTEFNAN "Fjólublá hreindýr" verður haldin í Herðubreið á Seyðisfirði í dag. Ráðstefnuna halda Ferðamálasamtök Austurlands og á henni verður fyrst og fremst fjallað um stöðu og framtíð ferðaþjónustu á Austurlandi. Fyrirlesarar eru m.a. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Fjórða sinfónía Atla flutt í Prag

FJÓRÐA sinfónía Atla Heimis Sveinssonar verður heimsfrumflutt í tónlistarhöllinni Rudolfinum í Prag undir lok mánaðarins. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Fjöldi bóka á góðum kjörum

STÓRI bókamarkaðurinn, hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda, hefst í dag í Perlunni. Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 436 orð

Geta kosið til þings á netinu

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FARI aðrar þjóðir að dæmi Eistlendinga gætu þingkosningarnar í Eistlandi á sunnudaginn kemur markað upphafið að byltingu í þróun rafræns lýðræðis. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Heimsathygli á 700IS

Egilsstaðir | Alþjóðlega vikmynda- og myndbandsverkahátíðin 700IS Hreindýraland er farin að vinda allverulega upp á sig frá fyrra ári. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 122 orð | 1 mynd

Heyskapur á góu

Fljót | Það telst til tíðinda þegar bændur í snjóþungum sveitum geta rúllað skráþurran hálm um hávetur. Þannig var þetta þó í Fljótum í síðustu viku þegar bóndinn í Langhúsum hreinsaði hálm sem eftir varð á kornakrinum í haust. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 305 orð

Hækka til að komast hjá inngripi

Vestfirðir | Orkubú Vestfjarða hækkar gjaldskrá sína í dag, 1. mars. Heitt vatn og raforka hækkar um 6% en gjaldskrá fyrir dreifingu rafmagns hækkar meira, eða um 8%. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 135 orð

Irving-olíufélagið kannar smurolíumarkaðinn

TVEIR fulltrúar kanadíska olíufélagsins Irving Oil voru hér á landi í síðustu viku til að kanna möguleika félagsins til að hasla sér völl á smurolíumarkaðinum. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 335 orð | 4 myndir

Jákvæð lífsgildi á barnaþingi

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is BRÝN málefni brunnu á grunnskólabörnum á barnaþingi Grafarvogs og Kjalarness sem haldið var í Egilshöll í gær undir yfirskriftinni "Gróska". Um var að ræða hverfisverkefni sem nemendur í 6. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 55 orð

Jeppanámskeið Arctic Trucks

JEPPANÁMSKEIÐ á vegum Arctic Trucks verður haldið á Kletthálsi 3 í kvöld og hefst það klukkan 20. Á annað hundrað manns hafa sótt þessi námskeið í vetur. Meira
1. mars 2007 | Þingfréttir | 19 orð

Leiðrétt

Í frétt á þessari síðu í gær slæddist inn millinafn í nafn Sigurjóns Þórðarsonar. Beðist er velvirðingar á... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 66 orð

LEIÐRÉTT

Hagnaðist um 380 milljónir Ranghermt var í fyrirsögn á viðskiptasíðu blaðsins í gær að Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, hefði hagnast um 420 milljónir króna á hlutabréfakaupum sínum í bankanum. Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 36 orð

Lífið eða netið

MAÐUR nokkur í Kína, 26 ára gamall, lést sl. laugardag eftir að hafa verið næstum óslitið á netinu í heila viku. Áætlað er, að 13–14% ungra netnotenda í landinu séu netfíklar eða um 2,6 milljónir... Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Maður, líttu þér nær

AL Gore, fyrrverandi varaforseti, Óskarsverðlaunahafi og einn kunnasti umhverfisvinur í heimi, hefur verið sakaður um að fara ekki eftir því sem hann predikar fyrir öðrum. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 38 orð

Mikið framkvæmt

GRÓSKA er í framkvæmdum í Borgarbyggð. Sem dæmi má nefna að talsvert á 6. tug skipulagsmála er í vinnslu, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Framkvæmdasvið Borgarbyggðar setur nú reglubundið yfirlit um stöðu skipulagsmála á... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Nýsköpun námsmanna verðlaunuð

MARTIN Ingi Sigurðsson, læknanemi á fjórða ári, hlaut nýsköpunarverðlaun forseta Íslands, sem afhent voru á Bessastöðum í gær. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 31 orð | 1 mynd

Olían úr skipinu

NIÐURSTÖÐUR af rannsókn á olíusýnum sem tekin voru af þangi úr fjöru og af æðarfugli við strandstað Wilson Muuga benda ekki til neins annars en að olían séu úr strandaða... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 35 orð

Ókeypis í safnið

ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta að innheimta aðgangseyri í Náttúrugripasafni Íslands. Áður var innheimt 300 kr. gjald af 17 ára og eldri. Nemendur fengu frítt. Safnið er opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl.... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Óvenju vænn og fallegur þorskur

Þeir félagar Kári Hafsteinsson og Stefán Hauksson á bátnum Sleipni ÁR – 19 komu með um þrjú tonn eftir daginn af þorski og ýsu til Þorlákshafnar í gær. Þeir sögðu að þoskurinn hefði verið óvenju vænn og fallegur. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 733 orð | 1 mynd

"Gaf mér aldrei fyrirmæli"

Eftir Andra Karl andri@mbl. Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

"Þriðji maðurinn" í sókn í Frakklandi

Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is KERFIÐ segir hann einfaldlega úrelt og kosningabaráttan hefur fram til þessa snúist um "sjónhverfingar í fjölmiðlum". Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Reykskynjari kom í veg fyrir stórtjón í íbúðarhúsi

ELDUR kviknaði í einbýlishúsi við Kringlumýri um miðnætti í fyrrinótt, en húsráðandi og tvö börn hans vöknuðu þegar reykskynjari fór í gang og allt fór vel. Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 39 orð

Róttæk þöggun

Kennari í Mílanó greip nýlega til örþrifaráða eftir að hafa mistekist að fá sjö ára strák til að þegja. Hún hélt á skærum, skipaði barninu að reka út úr sér tunguna og klippti í hana. Sauma þurfti fimm... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Ræddu saman um loftslagsmál

JÓNÍNA Bjartmarz umhverfisráðherra átti í gær fund með Stavros Dimas, ráðherra umhverfismála í Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Ræða helstu mistök við túlkun stjórnsýslureglna

FÉLAG forstöðumanna ríkisstofnana, forsætisráðuneytið og Stofnun stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands standa fyrir fræðslufundi þriðjudaginn 7. mars nk. Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Ræða við erkifjendurna

Washington. AP, AFP. | Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, skýrði frá því í fyrrakvöld, að Bandaríkjastjórn ætlaði að taka þátt í ráðstefnu um írösk öryggismál með fulltrúum frá nágrannaríkjum Íraks, þar á meðal Íran og Sýrlandi. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 64 orð

Rætt um fallvötn og jarðhita

NÝTING fallvatna og jarðhita í sátt við umhverfi er yfirskrift ráðstefnu sem VFÍ og TFÍ standa fyrir á Grand Hótel Reykjavík, í dag, fimmtudaginn 1. mars, kl. 13–17. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 33 orð

Rætt um leyniþjónustur

LANDSSAMBAND framsóknarkvenna (LFK) heldur morgunverðarfund um leyniþjónustu/greiningadeild föstudaginn 2. mars að Hótel Sögu í Sunnusal kl. 8.30–9.45. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 122 orð

Samdi við Icelandair

LETTNESKA flugfélagið LatCharter, sem er í eigu Loftleiða Icelandic, dótturfyrirtækis Icelandair Group, hefur gert samning við flugfélagið Virgin Nigeria Airlines, dótturfyrirtæki Virgin Atlantic Airways, um daglegt flug á tveimur breiðþotum af gerðinni... Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Sannleikurinn sagna bestur

HUGSANLEGT er, að Esterina Tartman, sem skipuð var ferðamálaráðherra Ísraels í síðustu viku, verði að segja af sér. Segja fjölmiðlar, að hún hafi logið til um menntun sína og hafi ekki þær lærdómsgráður, sem hún hreyki sér af. Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 30 orð

Sekkjapípuóhljóð

FÉLÖGUM í skoskri sekkjapípusveit hefur verið sagt að fá sér eyrnahlífar en nú er ljóst, að hávaðinn frá pípunum og trommunum er samtals 230 decibel. Almenn hávaðamörk eru 90... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 879 orð | 2 myndir

Setti svifrykssíu fyrir gluggann

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is "Ég er eins og loftvog á ástandið í þessum mengunarmálum og finn vel þegar svifryksmengunin er hvað verst og fer yfir heilbrigðismörk. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 136 orð

Sérsveitin kölluð út vegna hótana í garð konu

LÖGREGLAN á Hvolsvelli handtók um níuleytið í gærmorgun karlmann á býli í Rangárþingi ytra, sem haft hafði í hótunum við sambýliskonu sína. Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 25 orð | 1 mynd

Síberískur bavíani á pela

STARFSMAÐUR dýragarðs heldur á Arisha, mánaðargömlum bavíana, í borginni Krasnojarsk í Síberíu. Móðir Arisha mjólkar ekki og starfsmenn dýragarðsins þurfa því að gefa honum... Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Spilavítin víki fyrir bókum

Moskva. AFP. | Júrí Lúzhkov, borgarstjóri Moskvu, hefur lagt til að spilavítum og spilasölum borgarinnar verði breytt í bókaklúbba eða bókasöfn með það að markmiði að stemma stigu við minnkandi bóklestri borgarbúa. "Yfir 2. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Stofna félag um framleiðslu á jurtaolíu sem eldsneyti

FJÖGUR af stærstu útgerðarfélögum landsins og Landsamband íslenskra útvegsmanna eru meðal stofnenda hlutafélagsins ORKEY sem hefur það að markmiði að skoða leiðir og hagkvæmni þess að framleiða jurtaolíu úr kanadísku repjufræi, mögulega í... Meira
1. mars 2007 | Erlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Stromboli gýs

HRAUNLEÐJA hélt áfram að streyma niður hlíðar eldfjallsins Stromboli við Sikiley í gær en gos hófst á smáeynni á þriðjudag. Eldfjallið er óvenju virkt og flesta daga stendur strókur upp úr... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 107 orð

Svarti kötturinn vill ekki af sviðinu

BÆTT hefur verið við einni sýningarhelgi á Svörtum ketti vegna mikillar aðsóknar og fjölda áskorana, skv. frétt frá Leikfélagi Akureyrar. Til stóð að síðasta sýning yrði núna á laugardaginn en uppselt er orðið á þá sýningu. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Svifrykssía í glugganum

GYLFI Baldursson heyrnarfræðingur lét útbúa síu til að útiloka svifryk frá svefnherbergi sínu. Hann hefur lengi haft skerta lungnastarfsemi og segist finna greinilega á líðan sinni þegar svifrykið eykst í andrúmsloftinu. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 82 orð

Sætir gæslu vegna afbrota

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni í tengslum við fjölda afbrota að undanförnu. Er manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans en ekki lengur en til 4. apríl. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 361 orð | 3 myndir

Traustið endurheimt

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SALAN á málverkinu Hvítasunnudegi eftir Jóhannes Kjarval sl. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 364 orð | 2 myndir

Treysti því að kaupmenn lækki verðið

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráðherra segist hafa trú á því að kaupmenn hafi metnað til þess að láta lækkanir, sem í dag verða á virðisaukaskatti á matvælum, skila sér til neytenda. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 709 orð

Um 16 þúsund á vanskilaskrá

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is UM sextán þúsund einstaklingar og um 6.200 fyrirtæki eru nú á vanskilaskrá Lánstrausts hf. en þar er fólk í fjögur ár, nema það greiði skuldir eða semji um þær. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 30 orð

Uppboð hjá Fold

GALLERÍ Fold verður með listmunauppboð nk. sunnudag. Þar verða boðin upp um 130 verk af ýmsum toga, m.a. eitt af lykilverkum Þorvaldar Skúlasonar og Þingvallamynd eftir Ásgrím Jónsson frá... Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd

Valdi ÍNN af því það stendur næst CNN

"ÞETTA heitir ÍNN sem er nú bara af því að það er næst CNN," sagði Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsmaður og einn af eigendum sjónvarpstöðvarinnar Íslands Nýjasta Nýtt sem hóf útsendingar á þriðjudag. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Valgerður átti fund með Mbeki

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HEIMSÓKN Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra til Afríkulanda lauk í gær. Ætlunin var að hún héldi af stað í gærkvöldi frá Suður-Afríku til London og þaðan til Kaupmannahafnar og loks heim í kvöld. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 224 orð

Yfirlýsing frá embætti ríkislögreglustjóra

MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið að birta eftirfarandi athugasemd: "Embætti ríkislögreglustjóra vill gera athugasemd við fréttaflutning Stöðvar 2 síðustu daga, um meint harðræði lögreglu. Í fréttum hefur m.a. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Þetta helst...

Mikill hraði á hlutum Mál eru afgreidd með miklu hraði á Alþingi þessa dagana enda aðeins tvær vikur eftir af starfstíma þingsins. Frumvarp um tollkvóta við innflutning landbúnaðarráðherra fékk t.a.m. Meira
1. mars 2007 | Innlendar fréttir | 1466 orð | 6 myndir

Ættum að ná sama matarverði og hin Norðurlöndin

Gos, mjólkurvörur og grænmeti eru meðal þess sem lækkar í verði í verslunum í dag, en þá tekur gildi lækkun á virðisaukaskatti. Vörur á borð við salernispappír og bleyjur lækka ekki. Meira

Ritstjórnargreinar

1. mars 2007 | Staksteinar | 199 orð | 1 mynd

Ísland og Öryggisráðið

Utanríkisráðherra Suður-Afríku skýrði Valgerði Sverrisdóttur, utanríkisráðherra Íslands, frá því í heimsókn Valgerðar til Suður-Afríku, að þjóð hennar styddi ósk Íslands um sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Meira
1. mars 2007 | Leiðarar | 350 orð

Máttarstólpi í menningarhéraði

Ákvörðun stjórnar Sparisjóðs Svarfdæla í Dalvíkurbyggð um að gefa byggðarlaginu menningarhús að andvirði 200 milljónir króna er stórmerkileg og raunar fordæmislaus, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær. Meira
1. mars 2007 | Leiðarar | 433 orð

Verðlækkun

Í dag gengur í gildi verðlækkun á matvöru og þjónustu í samræmi við ákvarðanir og aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Frá og með deginum í dag lækkar virðisaukaskattur á matvöru niður í 7%. Hið sama á við um ýmiss konar þjónustu. Meira

Menning

1. mars 2007 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

Auður Gunnarsdóttir í Hafnarborg

ÞRIÐJU tónleikar ársins í hádegistónleikaröð Hafnarborgar hefjast í dag klukkan 12. Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 96 orð | 1 mynd

Á góðu gengi að fagna

NORAH Jones fellur um eitt sæti á milli vikna á Tónlistanum. Hún situr nú í þriðja sæti fjórðu viku sína á listanum með nýjasta disk sinn, Not too Late . Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 544 orð | 2 myndir

Á jafnvægisslá milli tveggja heima

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is "ÉG HEF alltaf kunnað ægilega vel við mig í Prag. Meira
1. mars 2007 | Kvikmyndir | 117 orð | 1 mynd

Baráttan um töframanninn

SPENNUMYNDIN Smokin' Aces verður frumsýnd í Laugarásbíói, SAM-bíóunum Álfabakka og Borgarbíói Akureyri á morgun. Myndin fjallar um töframann nokkurn sem býr yfir vitneskju um mafíuna og hyggst koma henni áleiðis til lögreglunnar. Meira
1. mars 2007 | Kvikmyndir | 88 orð | 1 mynd

Blóð og súkkulaði

SPENNUMYNDIN Blood and Chocolate ( Blóð og súkkulaði ) verður frumsýnd hér á landi á morgun. Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Fellur um ellefu sæti

RAGNHEIÐUR Gröndal situr nú sína fjórtándu viku á lista með plötuna Þjóðlög sem kom út fyrir jól. Hún fellur þó úr níunda sæti í það tuttugasta á milli vikna. Meira
1. mars 2007 | Bókmenntir | 230 orð | 1 mynd

Fjölþættur fróðleikur um fiska

VIÐURKENNING Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, var afhent við hátíðlega athöfn í gær. Viðurkenninguna hlutu Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir bókina Íslenskir fiskar . Meira
1. mars 2007 | Fólk í fréttum | 276 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Keppni í óbeislaðri fegurð sem fer fram í félagsheimilnu í Hnífsdal þann 18. apríl hefur vakið nokkra athygli. Á erlendu vefsíðunni www.afp. Meira
1. mars 2007 | Fólk í fréttum | 363 orð | 4 myndir

Fólk folk@mbl.is

Læknar á Promises-stofnuninni í Malibu þar sem Britney Spears er nú í meðferð telja að hún hafi lagst í drykkju vegna fæðingarþunglyndis. Slúðurvefurinn TMZ. Meira
1. mars 2007 | Fjölmiðlar | 213 orð | 1 mynd

Frost í mörgum myndum

Margir kaupa og safna kvikmyndum á DVD-diskum og geta horft á þær aftur og aftur. Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 468 orð | 1 mynd

Gamaldags ungmennasveit

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Gling Gló situr sem fastast

BJÖRK er ekki af baki dottin með diskinn Gling Gló . Úr tuttugasta og öðru sæti og upp í það sextánda ferðast Gling Gló á milli vikna en þetta er 88. vika plötunnar á Tónlistanum...og geri aðrir betur. Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Lögin úr Söngvakeppninni vinsæl

DISKUR með öllum lögunum 24 sem tóku þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2007 situr í fyrsta sæti Tónlistans áttundu viku ársins. Meira
1. mars 2007 | Menningarlíf | 616 orð | 2 myndir

Maðurinn með augað

Á æskuárum mínum sá ég kvikmyndir eingöngu úr aftursæti bifreiðar foreldra minna þegar við fórum í bílabíó. Aldrei datt mér í hug að ég myndi nokkurn tímann leika í kvikmynd, en þessi heiður sem mér er sýndur hér í kvöld segir mér að allt sé mögulegt. Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 197 orð | 1 mynd

Pólitík í Evróvisjón

LAGIÐ "Push the Button" hefur verið valið framlag Ísraela til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram í Helsinki í maí. Meira
1. mars 2007 | Leiklist | 202 orð | 1 mynd

Radcliffe mærður

BRESKI leikarinn Daniel Radcliffe hlýtur víðast hvar lofsverða dóma fyrir frammistöðu sína í verki Peters Shaffers, Equus , sem frumsýnt var í Gielgud-leikhúsinu á West End í London síðastliðinn þriðjudag. Meira
1. mars 2007 | Hugvísindi | 68 orð | 1 mynd

Sagnfræði og ástandið í Írak

MAGNÚS Þorkell Bernharðsson, lektor í sögu Mið-Austurlanda við Williams College í Massachussets í Bandaríkjunum, flytur fyrirlesturinn "Hvað er Írak? Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 343 orð | 1 mynd

Spilabakterían er lífseig

UPPHAFIÐ að því að við ákváðum að koma aftur saman má rekja til þess að við vorum beðnir um að koma í þáttinn "Geymt en ekki gleymt" í Ríkisútvarpinu, þar sem farið var í gegnum gömlu plöturnar sem við hljóðrituðum á árunum 1969 til 1974. Meira
1. mars 2007 | Kvikmyndir | 191 orð | 1 mynd

Söngvaseiður á jafnsléttu

KVIKMYNDIN Lag og texti ( Music and Lyrics ) fjallar um Alex Fletcher, (Hugh Grant) uppgjafapoppara frá níunda áratugnum, sem vinnur fyrir salti í grautinn með því að troða upp á fjölskylduskemmtunum og sveitasýningum. Meira
1. mars 2007 | Myndlist | 613 orð | 1 mynd

Tilgangslausar tilraunir og leiðindi listarinnar

Sýningin stendur til 4. mars. Opið fimmtudag til sunnudaga kl. 14–18 Meira
1. mars 2007 | Tónlist | 70 orð | 1 mynd

Vetrarferð Schuberts í Duushúsum

Í KVÖLD klukkan 20.30 í Duushúsum í Reykjanesbæ flytja Jóhann Smári Sævarsson óperusöngvari og Kurt Kopecky, aðalhljómsveitarstjóri íslensku óperunnar, Vetrarferðina eftir Franz Schubert við texta Wilhelms Müller. Meira

Umræðan

1. mars 2007 | Blogg | 207 orð | 1 mynd

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir | 27. febrúar 2007 Hvers vegna kynfræði? Áhugi...

Jóna Ingibjörg Jónsdóttir | 27. febrúar 2007 Hvers vegna kynfræði? Áhugi á að læra sexology hófst formlega þegar ég var við nám í hjúkrunarfræði. Á þeim árum var inni að tala um heildræna hjúkrun (holistic nursing). Meira
1. mars 2007 | Blogg | 62 orð | 1 mynd

Jónína Benediktsdóttir | 28. febrúar 2007 Nýtt matvörufyrirtæki? Það er...

Jónína Benediktsdóttir | 28. febrúar 2007 Nýtt matvörufyrirtæki? Það er gleðilegt til þess að vita að stjórnvöld ætla að herða eftirlit með matarverði. Það er tímabært og þó fyrr hefði verið. Meira
1. mars 2007 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

Konu sem forsætisráðherra

Steinunn Valdís Óskarsdóttir fjallar um konur og stjórnmál: "Í kosningunum í vor gefst einstakt sögulegt tækifæri. Tækifæri til að gera fyrstu íslensku konuna að forsætisráðherra." Meira
1. mars 2007 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Lífleg umræða um lýðræðismál í Hafnarfirði

Sigurgeir Ólafsson skrifar um starfsemi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og svarar grein Jóns Baldvins Hannibalssonar: "...víst er að fjölmörg þverpólitísk deilumál hefði mátt leysa hér á landi á annan hátt ef virkri lýðræðishugsun hefði verið beitt." Meira
1. mars 2007 | Bréf til blaðsins | 189 orð

"Elska að leika"

Frá Gunnari Stefánssyni: "Á FORSÍÐU Morgunblaðsins í dag, 20. febrúar, standa þessi orð stórum stöfum ofan við blaðhausinn." Meira
1. mars 2007 | Blogg | 62 orð | 1 mynd

Sigmar Guðmundsson | 27. febrúar 2007 Ferðaheimspeki Það leita alltaf á...

Sigmar Guðmundsson | 27. febrúar 2007 Ferðaheimspeki Það leita alltaf á mig heimspekilegar spurningar þegar ég ferðast. Að koma til útlanda ögrar gjarnan þeim hugmyndum sem maður hefur um lífið og tilveruna. Oft uppgötva ég eitthvað nýtt og spennandi. Meira
1. mars 2007 | Aðsent efni | 774 orð | 2 myndir

Sjálfbær þróun og pólitík

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar hugleiðingar um sjálfbæra þróun og stjórnmál: "Mikið hefur verið rætt um þörfina fyrir nýtt pólitískt afl í íslensku þjóðfélagi nú í aðdraganda alþingiskosninga." Meira
1. mars 2007 | Aðsent efni | 463 orð | 1 mynd

Sovésk stóriðjustefna vinstriflo kkanna

Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar um umhverfismál: "Það var í tíð R-listans sem OR gerði sína fyrstu orkusölusamninga við stóriðju, nánar tiltekið við álverið í Hvalfirði." Meira
1. mars 2007 | Blogg | 60 orð | 1 mynd

Sóley Tómasdóttir | 28. febrúar 2007 Hin bráðheilaga friðhelgi... Já...

Sóley Tómasdóttir | 28. febrúar 2007 Hin bráðheilaga friðhelgi... Já, fussið heldur áfram. Að vanda er gert grín að femínískum áherslum Vinstri grænna, enda bráðfyndið að einhver skuli vilja brjóta upp kynbundið misrétti í samfélaginu. Meira
1. mars 2007 | Blogg | 63 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 28. febrúar 2007 Helen Mirren glæsilegust...

Stefán Friðrik Stefánsson | 28. febrúar 2007 Helen Mirren glæsilegust Það er nú enginn vafi að Dame Helen Mirren var glæsilegust allra á Óskarnum aðfaranótt mánudags. Meira
1. mars 2007 | Aðsent efni | 366 orð

Um netlögreglu

STEINGRÍMUR J. Sigfússon var spurður að því í Silfri Egils á sunnudag hvort hann teldi ástæðu til þess að grípa til aðgerða á netinu til þess að sporna við klámi. Svar Steingríms var eftirfarandi: "Já, alveg absolút. Meira
1. mars 2007 | Velvakandi | 346 orð | 1 mynd

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

X-faxtorinn Ég er svo hneyksluð á henni Ellý, í X-faktorsþáttunum, að hún skyldi senda heim systkinin, sem unnu hug og hjörtu margra, þau stóðu sig alveg frábærlega. Þetta var ein hneisan. Meira
1. mars 2007 | Bréf til blaðsins | 464 orð

Verndun Skerjafjarðar er vænn kostur

Frá Kristni Guðmundssyni: "Í TILEFNI af ráðstefnu um náttúru Skerjafjarðar, í Íþróttahúsi Álftaness 2. mars, er áhugavert að hugleiða hvaða áhrif það hefði ef stjórnvöld aðliggjandi sveitarfélaga sameinuðust um verndun strandar, frá Hafnarfirði að Gróttu." Meira
1. mars 2007 | Blogg | 124 orð | 2 myndir

Þingmenn blogga

Birgir Ármansson 27. febrúar Alvarleg mynd Sú mynd sem blasir við Samfylkingarmönnum eftir kannanir undanfarinna mánaða er því vægast sagt alvarleg. Meira
1. mars 2007 | Aðsent efni | 797 orð | 1 mynd

Þjóðgarðsvegir og Morgunblaðið

Skúli Björn Gunnarsson skrifar um hugmyndir um vegagerð á hálendinu: "Tilteknar vegabætur innan fyrirhugaðs Vatnajökulsþjóðgarðs eru nauðsynlegur hluti af því skipulagi sem fylgir verndun svo stórs hluta Íslands." Meira

Minningargreinar

1. mars 2007 | Minningargreinar | 2018 orð | 1 mynd

Eyjólfur Agnarsson

Eyjólfur Agnarsson fæddist á Ísafirði 22. júlí 1944. Hann andaðist á St. Jósefsspítala 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sturla Agnar Guðmundsson skipstjóri á Ísafirði, f. 14.10. 1897, d. 2.10. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2007 | Minningargreinar | 368 orð | 1 mynd

Guðmunda Guðjónsdóttir

Þuríður Guðmunda Guðjónsdóttir húsmóðir fæddist í Reykjavík 15. desember 1924. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Eiri í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þuríður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 26.12. 1893, d. 14.4. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2007 | Minningargreinar | 1403 orð | 1 mynd

Gylfi Karlsson

Gylfi Karlsson fæddist í Reykjavík 4. febrúar 1966. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 19. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Karl Hólm Helgason múrari, f. 7. mars 1930, d. 21. nóvember 2001, og Selma Sigurveig Gunnarsdóttir, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2007 | Minningargreinar | 3404 orð | 1 mynd

Helga Dís Sæmundsdóttir

Helga Dís Sæmundsdóttir fæddist í Hveragerði 12. febrúar 1943. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sæmundur Guðmundsson, f. 2. maí 1904, d. 25. apríl 1997, og kona hans Guðrún Þorláksdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2007 | Minningargreinar | 7121 orð | 1 mynd

Ingvar Ásmundsson

Ingvar Ásmundsson fæddist í Reykjavík 10. júlí 1934. Hann lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hanna Ingvarsdóttir, f. 6. nóvember 1914, d. 6. febrúar 2002, og Ásmundur Ólason, f. 25. október 1911, d. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2007 | Minningargreinar | 2276 orð | 1 mynd

Móses B.G. Guðmundsson

Móses B.G. Guðmundsson fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 9. ágúst 1920. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði aðfaranótt 21. febrúar sl. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Bjarni Jónsson útvegsbóndi og skipstjóri frá Lokinhömrum í Arnarfirði, f. Meira  Kaupa minningabók
1. mars 2007 | Minningargreinar | 2813 orð | 1 mynd

Steinar Þórðarson

Sigurjón Steinar Þórðarson fæddist í Reykjavík 26. júlí 1927. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eiri 20. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorgerður Jónsdóttir, f. í Vestra-Fróðholti í Rangárvallahreppi 25. apríl 1901, d. 15. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

1. mars 2007 | Sjávarútvegur | 131 orð

Hafa mælt 4,2 milljónir tonna af síld

NORÐMENN hafa nú mælt 4,2 milljónir tonna af síld við vesturströnd Noregs. Mælingarnar eru stundaðar á veiðiskipinu Garðari. Dregið hefur verið á 21 togstöð og útkoman sýnir að megnið af stofninum er árgangurinn frá 2002. Meira
1. mars 2007 | Sjávarútvegur | 130 orð | 1 mynd

Mörg járn í eldinum hjá Loðnuvinnslunni

Mikill kraftur er nú í frystingu á loðnu og hrognum hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, en samtals hafa verið fryst um 2.600 tonn. Unnið er á vöktum og eru afköst góð og er fólk víða að í vinnslunni. Meira
1. mars 2007 | Sjávarútvegur | 457 orð | 1 mynd

Spornað gegn þátttöku sjómanna í kvótakaupum

LAGT hefur verið fram frumvarp á Alþingi um breytingar á starfsemi Verðlagsstofu skiptaverðs. Meira

Daglegt líf

1. mars 2007 | Daglegt líf | 205 orð

Af bændum og klámþingi

Hreiðar Karlsson yrkir vegna klámþings sem frestað var: Bændurnir eru með ónot og hrekki og afleiðing þess er sú, að klámhundafélagið kemur ekki. – Hvað gera bændur nú? Meira
1. mars 2007 | Daglegt líf | 221 orð | 2 myndir

Akureyri

Heilsuræktin Átak fær ekki áfengisleyfi. Meira
1. mars 2007 | Neytendur | 520 orð | 1 mynd

Dönsk sælkerasteik og grísakótilettur

Bónus Gildir 1. mars – 4. mars verð nú verð áður mælie. verð KS lambahryggur, frosinn 998 1298 998 kr. kg KF kindasúpukjöt, 1 fl. 399 0 399 kr. kg Holta ferskur kjúklingur, heill 359 512 359 kr. kg KF lambalæri, einiberja 1069 1599 1069 kr. Meira
1. mars 2007 | Neytendur | 476 orð | 2 myndir

Eiga matvæli og erfðatæknin samleið?

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Dómur reynslunnar sýnir að fyrirheit erfðatækninnar hafa ekki staðist," segir Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri vottunarstofunnar Túns sem er ein af aðstandendum Kynningarátaks um erfðabreyttar lífverur. Meira
1. mars 2007 | Daglegt líf | 1104 orð | 2 myndir

Ég var að brjálast á þessu barni

Krakkar í áttunda bekk geta prófað að vera foreldrar ungbarns eina helgi. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í tveimur krökkum úr Rimaskóla sem eru ekki sérlega áfjáð í að verða foreldrar eftir þá reynslu. Meira
1. mars 2007 | Ferðalög | 128 orð | 1 mynd

Frí á fljótandi pýramída

Möguleikum á ævintýralegum stöðum til að heimsækja eða dvelja á í sumarfríinu fer stöðugt fjölgandi. Eitt af því allra nýjasta sem er á döfinni á lúxussviðinu er hótel sem verður fljótandi pýramídi. Meira
1. mars 2007 | Ferðalög | 199 orð | 1 mynd

Gengið um Kaupmannahöfn

Undanfarin tíu ár hefur Íslands Center í Kaupmannahöfn staðið fyrir þjónustu við íslenska ferðamenn í Danmörku. Í sumar heldur Guðlaugur Arason rithöfundur áfram að bjóða gönguferðir um Íslendingaslóðir í Kaupmannahöfn. Meira
1. mars 2007 | Neytendur | 505 orð | 2 myndir

Heilbrigðara neyslumunstur með litum

Breskir neytendur eru hlynntir því að matvörur verði merktar á einfaldari hátt en nú er, þannig að litir gefi til kynna næringargildi hverrar vöru. Meira
1. mars 2007 | Ferðalög | 261 orð | 1 mynd

Listasafn danska tryggingasalans

Í Charlottenlund, rétt við skemmtigarðinn Dyrehavsbakken utan við Kaupmannahöfn, leynist listasafn sem ekki er víst að margir viti um en er áhugavert fyrir margra hluta sakir. Meira
1. mars 2007 | Ferðalög | 663 orð | 3 myndir

Lúxusferðir með Loftleiðaþotu á fimm milljónir króna

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl. Meira

Fastir þættir

1. mars 2007 | Fastir þættir | 149 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Á freistingum gæt þín. Meira
1. mars 2007 | Fastir þættir | 153 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is

Íslandsmót kvenna í sveitakeppni Íslandsmót kvenna í sveitakeppni verður háð helgina 3.–4. mars. Meira
1. mars 2007 | Í dag | 49 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Þessar brosmildu vinkonur, Margrét Hlín Harðardóttir...

Hlutavelta | Þessar brosmildu vinkonur, Margrét Hlín Harðardóttir, Jónína Þórdís Karlsdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir og Kristín Heiða Bjarnadóttir, allar að verða 8 ára, héldu tombólu og söfnuðu fyrir Rauða krossinn alls 11.500 kr. Meira
1. mars 2007 | Í dag | 494 orð | 1 mynd

Hreinn andi í óhreinum líkama

Guðrún Eva Mínervudóttir fæddist í Reykjavík 1976. Hún lauk stúdentsprófi frá MH 1996 og leggur stund á nám í heimspeki við HÍ. Guðrún hefur skrifað fimm skáldsögur og smásagnasafn. Meira
1. mars 2007 | Í dag | 76 orð | 1 mynd

Marglitt – útlit: Made in Iceland

Á sýningunni, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Marglitt – útlit: Made in Iceland gefur að líta ljósmyndir af húsum á Íslandi; þessi hús eru jafnt opinber sem í einkaeigu, íbúðarhús, iðnaðarhús, verslunarhús, sveitabæir og kirkjur. Meira
1. mars 2007 | Í dag | 94 orð | 1 mynd

Miðill á bókasafni Kópavogs

Þórhallur Guðmundsson flytur erindi í dag í Bókasafni Kópavogs um reynslu sína og hæfileika sem miðill. Einnig verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður. Þetta er liður í erindaröðinni Furður sem haldin er á safninu þessar vikurnar. Meira
1. mars 2007 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á...

Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9. Meira
1. mars 2007 | Fastir þættir | 184 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7 4. 0–0 d6 5. d4 Bd7 6. dxe5 dxe5 7. Rc3 Rg6 8. Bg5 Be7 9. Bxe7 Dxe7 10. Rd5 Dd8 11. Dd3 0–0 12. Had1 Bg4 13. c3 Rce7 14. h3 Rxd5 15. exd5 Bh5 16. Df5 Bxf3 17. Dxf3 f5 18. Hfe1 Dd6 19. c4 Hf6 20. Dc3 e4 21. Meira
1. mars 2007 | Í dag | 164 orð

Spurt er... ritstjorn@mbl.is

1 Dalvíkingar fá heilt menningarhús að gjöf. Hver er gefandinn? 2 Landsfundir Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar verða um sömu helgi í apríl nk. Hvenær? 3 Bjarni Daníelsson er að hverfa frá sem óperustjóri Íslensku óperunnar og er þegar kominn með vinnu. Meira
1. mars 2007 | Fastir þættir | 309 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Þegar Víkverji ók eftir Ártúnsbrekku og Miklubraut í vinnuna í gærmorgun, var alveg greinilegt að svifryk hafði minnkað og útsýni aukist. Síðan fékkst þessi upplifun Víkverja staðfest með mælingum síðar um daginn. Meira

Íþróttir

1. mars 2007 | Íþróttir | 343 orð

,,Bjóst ekki við svona öruggum sigri"

ÍSLENDINGALIÐIÐ Gummersbach galopnaði toppbaráttuna í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær þegar liðið vann öruggan sigur á toppliði Flensburg, 33:26, í Köln Arena höllinni að viðstöddum 15.000 áhorfendum. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Eiður fékk að spreyta sig í tíu mínútur í sigri Börsunga

EVRÓPU- og Spánarmeistarar Barcelona rétt skriðu áfram í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar þeir lögðu Real Zaragoza, 1:2, í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 330 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Stefán Arnarson , fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur tekið að sér þjálfun landsliðs kvenna sem skipað er leikmönnum 19 ára og yngri. Framundan hjá því liði er undankeppni fyrir Evrópumeistaramót í vor. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 421 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann fyrir AZ Alkmaar þegar liðið sigraði Utrecht, 1:2, á útivelli í hollensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Guðjón Valur næstmarkahæstur í Evrópu

GUÐJÓN Valur Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2006 og leikmaður þýska handknattleiksliðsins Gummersbach, er annar markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu í handknattleik um þessar mundir. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 119 orð

Guðríður með unglingalið til Rúmeníu

LANDSLIÐ stúlkna, 17 ára og yngri í handknattleik, hélt í gær til Rúmeníu hvar liðið tekur þátt í undankeppni Evrópumótsins í þessum aldursflokki. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 567 orð

KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin, 5. umferð: Blackburn – Arsenal...

KNATTSPYRNA England Bikarkeppnin, 5. umferð: Blackburn – Arsenal 1:0 Benedict McCarthy 85. *Blackburn mætir Manchester City á heimavelli í átta liða úrslitum. Ítalía Ascoli – Parma 0:0 Chievo – Roma 2:2 Erjon Bogdani 17. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 235 orð

"Erum búnir að fá nóg af möppudýrum"

JAN Åge Fjörtoft, þjálfari norska knattspyrnuliðsins Lilleström, hefur dregið fjóra leikmenn liðsins út úr landsliðshópi Noregs sem kemur saman til æfinga í Englandi á mánudaginn kemur. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 86 orð

Reykjavíkurslagur

FYLKIR og Víkingur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst klukkan 19.15. Þetta er annað árið í röð sem Víkingar leika til úrslita en þeir töpuðu fyrir Fram í úrslitaleiknum í... Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 214 orð | 1 mynd

Sérfræðingur ráðleggur Terry að taka því rólega

EINN fremsti sérfræðingur Breta í heilaskurðlækningum segir að John Terry, fyrirliði Chelsea, eigi að taka því rólega í það minnsta í tvær vikur áður en hann fer að æfa á ný eftir gríðarlegt höfuðhögg sem hann varð fyrir í úrslitaleik... Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 198 orð

Shaq O'Neal fór yfir 25 þúsund stigin

SHAQUILLE O'Neal, risinn sem leikur með Miami Heat, komst í vikunni í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað 25 þúsund stig í NBA-deildinni í körfuknattleik. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 85 orð

Svíar bíða spenntir

LJÓST er að sænskir knattspyrnuáhugamenn ætla að fjölmenna á leik Svíþjóðar og Íslands í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer á Råsunda-vellinum í Solna, útborg Stokkhólms, þann 6. júní. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 423 orð | 1 mynd

Tilþrif McCarthys sökktu Arsenal

SNILLDARTILÞRIF framherjans Bennis McCarthys tryggðu Blackburn 1:0-sigur gegn Arsenal í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Udinese stöðvaði langa sigurgöngu Inter Mílanó

UDINESE stöðvaði í gærkvöldi sigurgöngu Inter Mílanó í ítölsku 1. deildinni í knattspyrnu. Liðin skildu jöfn, 1:1, en fyrir leikinn hafði Mílanóliðið unnið 17 leiki í röð og sett met í deildarkeppnunum stóru í Evrópu. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 160 orð

Ungu strákana í liðið

JULIAN Dicks, fyrrverandi fyrirliði West Ham, gagnrýnir leikmenn liðsins fyrir að leggja sig ekki alla fram í leik liðsins og hann hvetur Alan Curbishley, knattspyrnustjóra liðsins, til að gefa yngri leikmönnum tækifæri. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 105 orð

Þrjú tungumál í tveimur orðum

ÞAÐ er orðinn alþjóðlegur bragur á flestum fótboltaliðum í efri deildum víðs vegar um heim. Víða eru leikmenn af mörgum þjóðernum og hinum ýmsu tungumálum bregður því fyrir í samskiptum leikmanna og þjálfara. Meira
1. mars 2007 | Íþróttir | 283 orð | 1 mynd

Þýska kvennalandsliðið kemur til Íslands í júní

"ÞÝSKA kvennalandsliðið í handknattleik hefur með símtali staðfest komu sína hingað til lands í byrjun júní hvar það mætir því íslenska í tveimur landsleikjum. Meira

Viðskiptablað

1. mars 2007 | Viðskiptablað | 270 orð | 1 mynd

Allir við sama borð?

Þeirri spurningu má velta upp hvort það geti talist sanngjarnar leikreglur. Eiga ekki allir á markaðnum að fá að sitja við sama borð? Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 103 orð | 1 mynd

Atorka selur þrjú félög

ATORKA hefur ákveðið að selja þrjú félög sem starfa á heilbrigðissviði hér á landi og í Eystrasaltslöndunum. Um er að ræða félögin Parlogis hf., Icepharma hf. og UAB Ilsanta. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 317 orð | 1 mynd

Áframhaldandi lækkanir

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 885 orð | 1 mynd

Áhyggjur á bandarískum íbúðalánamarkaði

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ÝMISLEGT bendir til þess að framundan geti verið "hörð lending" á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum, sem geti haft mikil áhrif á efnahagslífið í heild. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 1253 orð | 1 mynd

Bangsinn í finnska fjármálaskóginum mun verja híði sitt

Umsvif íslenskra fjárfesta í Finnlandi náðu hámarki nýlega þegar Exista varð stærsti hluthafi í Sampo. Þar hitta íslensku útrásarvíkingarnir fyrir bangsa sem ekki er ráðlegt að styggja. Sá heitir Björn Wahlroos. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 106 orð | 1 mynd

Bankar og sparisjóðir fengu EDI-bikarinn

JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra afhenti fulltrúum banka og sparisjóða EDI-bikarinn á aðalfundi ICEPRO í vikunni, en samtökin veita verðlaunin árlega til handa þeim fyrirtækjum og stofnunum sem þótt hafa skarað fram úr í rafrænum viðskiptum. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 119 orð | 1 mynd

Bresk frímerkjadeila

BRESKA póstþjónustan, Royal Mail, berst nú fyrir því að fá að hækka verð á frímerkjum um sex pens, um andvirði átta króna. Segja talsmenn fyrirtækisins hækkunina nauðsynlega til að tryggja tekjugrunn þess og fjárhaglega framtíð. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 91 orð | 1 mynd

Dregur úr hagvexti í BNA

MJÖG DRÓG úr hagvexti í Bandaríkjunum á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, en hagvöxtur á því tímabili var 2,2%. Gert hafði verið ráð fyrir 3,5% hagvexti á tímabilinu og er munurinn því talsverður. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 117 orð | 1 mynd

Dýrasta hús heims á sölu í fimm ár

MÖRGUM þykir fasteignaverð hér á Fróni orðið heldur hátt og þess er skemmst að minnast að Björgólfur Thor Björgólfsson keypti nýlega ættaróðalið við Reykjavíkurtjörn fyrir einar 600 milljónir króna. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 171 orð | 1 mynd

Enn kaupir Volvo

SÆNSKI áhættufjárfestirinn Christer Gardell hefur um skeið reynt að ná völdum í sænska vörubílaframleiðandanum Volvo AB en án árangurs. Þó eiga tilraunir hans líklega þátt í því að stjórnendur fyrirtækisins hafa gert skurk í því að efla það. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 347 orð | 1 mynd

Eurorefund verðlaunað fyrir tæknilausn

ÍRSKI bankinn Bank of Ireland hlaut nýlega verðlaun fyrir bestu tæknilausn ársins á verðlaunahátíð kreditkorta- og fjármálafyrirtækja á Bretlandi og Írlandi, Credit Card Awards. Þetta var í annað skiptið sem verðlaunahátíðin var haldin. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 83 orð | 1 mynd

Falsaðir kaupréttarsamningar hjá McAfee

AÐALLÖGFRÆÐINGUR bandaríska hugbúnaðarfyrirtækisins McAfee hefur verið ákærður en honum er gefið að sök að hafa með ólöglegum hætti breytt kaupréttarsamningum með það í huga að græða meira á þeim en ætlunin var í upphafi. Lögfræðingurinn, Kent H. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 208 orð | 1 mynd

Fljúga fyrir Virgin til Afríku

LETTNESKA flugfélagið LatCharter, sem er í eigu Loftleiða Icelandic, dótturfyrirtækis Icelandair Group, hefur gert samning við flugfélagið Virgin Nigeria Airlines, dótturfyrirtæki Virgin Atlantic Airways, um daglegt flug á tveimur breiðþotum af gerðinni... Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 119 orð | 1 mynd

Færeysk "innrás" yfirvofandi?

Hugsanlega geta Íslendingar átt von á færeyskri "innrás" í íslenzkt atvinnulíf. Ráðstefna um möguleika Færeyinga í íslenzku atvinnulífi verður haldin á færeyska sjómannaheimilinu Örkinni dagana 9. til 12. marz. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 516 orð | 1 mynd

Gamall landsliðsmaður í sundi með tólf í forgjöf

Þorsteinn G. Gunnarsson tekur í dag við sem forstjóri Opinna kerfa. Björn Jóhann Björnsson bregður upp svipmynd af nýráðnum forstjóra sem ætlaði sér fyrst að verða læknir. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 69 orð

Hagnaður HBOS eykst um 20%

HAGNAÐUR HBOS, fjórða stærsta banka Bretlands, jókst um 20% á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 3,9 milljörðum punda (um 515 milljörðum íslenskra króna) samanborið við 3,2 milljarða punda (um 420 milljarða íslenskra króna) árið 2005. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 139 orð | 1 mynd

Hekla innkallar 100 bíla

HEKLA hefur sent bréf til um eitt hundrað eigenda nýlegra Volkswagen-bifreiða. Um er að ræða Passat og Transporter. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 72 orð

Hlutafé Straums fært í evrur?

MEÐAL tillagna fyrir aðalfund Straums-Burðaráss Fjárfestingabanka, sem fer fram eftir viku, er að skrá hlutafé félagsins í evrum í stað íslenskra króna. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 582 orð | 1 mynd

Hvað gera eiginlega starfsmannastjórar?

Finnur Oddsson | finnur@ru.is Svörin við þessari spurning eru líklega jafn fjölbreytt og starfsmannastjórar á Íslandi eru margir. Þó varpa rannsóknir Háskólans í Reykjavík (HR) á Mannauðsstjórnun á Íslandi 2006 nokkru ljósi á spurninguna. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 471 orð | 2 myndir

Hver á markaðinn?

MIKIÐ hefur verið rætt um að á næstunni muni samþjöppun eiga sér stað á meðal norrænna fjármálafyrirtækja. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 91 orð

Landsbankinn opnar útibú í Ósló

LANDSBANKINN hefur opnað útibú í Ósló í Noregi. Það tekur við af umboðsskrifstofu bankans sem stofnuð var þar í apríl í fyrra. Bankinn er nú með starfsemi í 15 löndum. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 73 orð

Lánshlutfall hjá ÍLS hækkar í 90%

FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur hækkað lánshlutfallið hjá Íbúðalánasjóði úr 80% í 90%. Þá hefur hámarkslán sjóðsins einnig verið hækkað úr 17 milljónum króna í 18 milljónir. Þetta var tilkynnt til Kauphallarinnar í gær. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 102 orð

Lyfjaþróun í söluferli

MEIRIHLUTI eigenda Lyfjaþróunar hf. hefur ákveðið að stefna að sölu á rekstri og tækni fyrirtækisins og draga sig í kjölfarið út úr félaginu. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 221 orð | 1 mynd

Nýir möguleikar opnast á Vellinum

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is BASE ehf. er nýtt fyrirtæki sem tólf aðilar hafa stofnað til að bregðast við möguleikum sem væntanlega opnast varðandi fasteignir á Keflavíkurflugvelli. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 120 orð | 1 mynd

Nýr Benz á úlnliðinn

SVISSNESKI úrframleiðandinn Tag Heuer tengist í margra huga akstursíþróttum órjúfanlegum böndum enda hefur fyrirtækið séð um tímatöku á fjölda aksturskeppna. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 114 orð | 1 mynd

Nýr meðeigandi hjá LOGOS

ÓLAFUR Arinbjörn Sigurðsson héraðsdómslögmaður er orðinn meðeigandi að LOGOS lögmannsþjónustu. Þá hefur Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður gengið út úr sameignarfélaginu LOGOS sf. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 143 orð | 1 mynd

Potter hlakkar til afmælisins

BRESKI leikarinn Daniel Radcliffe, sem getið hefur sér gott orð fyrir að ljá galdrastráknum Harry Potter líf, verður 18 ára í sumar. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 87 orð

Promens lýkur fjármögnun

FJÁRMÖGNUN Promens vegna kaupanna á plastvörufyrirtækinu Polimoon er nú lokið, sem og endurfjármögnun á lánum Polimoon. Um er að ræða sambankalán undir forystu norska bankans DnB Nor en aðrir bankar eru Nordea og þýski bankinn LBNord. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 112 orð | 1 mynd

Smellinn fær nýja steypustöð

MEST hf. afhenti Smellnum hf. á fyrir skömmu nýja Liebherr Compactmix 0,5 steypustöð sem getur framleitt 30–40 rúmmetra á klukkustund. Það þýðir að blandarinn er um 30 sekúndur að hræra hverja blöndu. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 77 orð

Svíar auka hlut sinn í Intrum á Íslandi

SÆNSKA fyrirtækið Intrum Justitia hefur aukið eignarhlut sinn í íslenska félaginu Intrum á Íslandi úr 25% eignarhlut í 33% hlut. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 928 orð | 1 mynd

Titringur, en ekki útlit fyrir varanlega niðursveiflu

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 195 orð | 1 mynd

TímaGreind – nýr hugbúnaður frá Viðskiptagreind

VIÐSKIPTAGREIND hefur hafið sölu á nýjum hugbúnaði, TímaGreind fyrir tímaskráningu og verkefnastjórnun. Í tilkynningu Viðskiptagreindar segir að TímaGreind bjóði upp á möguleika að setja upp verkefni, verkefnaáætlanir og skrá tímana í samræmi við það. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 82 orð

Um tíu þúsund manns missa vinnuna hjá Airbus

FORSVARSMENN evrópska flugvélaframleiðandans Airbus greindu starfsmönnum frá því í gær að tíu þúsund manns myndu missa vinnuna vegna endurskipulagningar á rekstri félagsins. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 588 orð | 1 mynd

Upplýsingasöfnun á Netinu

Lausleg úttekt leiddi í ljós að víða á vefsíðum banka og sparisjóða var að finna umsóknir á ódulkóðuðu formi. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 143 orð

Útrás í mattador

ÚTHERJI settist niður með fjölskyldunni nýlega og spilaði hið stórskemmtilega spil mattador (eða Monopoly eins og það heitir núorðið). Spilið gekk vel og allir sönkuðu að sér götum, húsum og hótelum eftir kúnstarinnar reglum. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 654 orð | 1 mynd

Vilja inn á smurolíumarkaðinn

Tveir fulltrúar kanadíska olíufélagsins Irving Oil voru hér á landi í síðustu viku til að kanna markaðinn fyrir smurolíur. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 225 orð | 1 mynd

Vilja minni hömlur í flugi yfir Atlantshaf

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is EVRÓPUSAMBANDIÐ og Bandaríkin hófu síðastliðinn þriðjudag að nýju samningaviðræður um loftferðasamninga varðandi svonefnda opna lofthelgi (e. Open Skies) í tengslum við flug fyrir Atlantshafið. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 91 orð

Vöruskipti óhagstæð um 6,9 milljarða

VÖRUSKIPTI við útlönd voru óhagstæð um 6,9 milljarða króna í janúar síðastliðnum. Í sama mánuði árið áður voru þau óhagstæð um 10,1 milljarð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 244 orð | 1 mynd

Yfir hundrað sýnendur á Tækni og viti

SÝNINGIN Tækni og vit 2007 verður haldin í Fífunni í Kópavogi dagana 8. til 11. mars næstkomandi. Á sýningunni verður fjölbreytt sýnishorn af því sem er að gerast í gróskumiklum tækni- og þekkingariðnaði en yfir 100 sýnendur hafa skráð sig til leiks. Meira
1. mars 2007 | Viðskiptablað | 120 orð

Þriðja mesta verðbólgan hér á landi

ÁRSVERÐBÓLGA hér á landi í janúar var 6,3% samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Vísitalan hækkaði um 0,3% milli desember og janúar. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Meira

Ýmis aukablöð

1. mars 2007 | Blaðaukar | 278 orð | 3 myndir

AUGA - auglýsingar, afl til góðra verka

Fyrsta herferðin á vegum AUGA sjóðsins hefur nú komið fyrir augu landsmanna en hún var unnin fyrir SAFT, samtök um vitundarvakningu um jákvæða og örugga netnotkun barna, unglinga og fullorðinna á Netinu og í tengdum miðlum. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 223 orð | 1 mynd

Augað er það sem ræður úrslitum

Það eru fjölmargar reglur og viðmið sem grafískur hönnuður hefur til viðmiðunar en það sem gildir þegar upp er staðið er augað," segir Loftur Ól. Leifsson grafískur hönnuður á auglýsingastofunni Skaparanum. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 1044 orð | 1 mynd

Borgar miðstýring sig?

Hugtakið miðstýring hefur nánast verið skammaryrði í stefnu- og stjórnunarfræðum á síðustu árum. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 442 orð | 1 mynd

Frumkvæði, kraftur og snerpa

Það kemur sér stundum vel að vera stór fiskur í lítilli tjörn að sögn Elísabetar Sveinsdóttur formanns ÍMARKs. Sú víðtæka starfsreynsla sem íslenskt auglýsinga- og markaðsstarfi aflar sér hér á landi hefur komið sér vel í útrásinni erlendis. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 119 orð | 1 mynd

Handhafar íslensku vefverðlaunanna

Íslensku vefverðlaunin 2006 voru veitt í sjötta skipti af forsætisráðherra, Geir H. Haarde, við hátíðlega athöfn í Iðnó í janúar sl. Vefverðlaununum er ætlað að hvetja til fagmennsku í vefsmíði og -rekstri á Íslandi. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 254 orð | 1 mynd

Heimsmælikvarðinn dugir fyrir íslenskar auglýsingar

Rannveig Jónsdóttir er framleiðandi sjónvarpsauglýsinga hjá SagaFilm. Hún hefur starfað við kvikmyndagerð frá árinu 1998. - Hvað felst í þessu starfi? "Framleiðandi stýrir framkvæmd auglýsingarinnar allt frá byrjun til enda. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 979 orð | 4 myndir

Horfur á auglýsingamarkaði og samanburður við Danmörku

Árlega gerir Capacent Gallup, í samstarfi við ÍMARK og SÍA, könnun meðal markaðsstjóra 360 stærstu auglýsenda landsins. Markmiðið með könnuninni er að fá fram mat og væntingar markaðsstjóra til auglýsingamarkaðarins á Íslandi. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 134 orð

Hvað er AUGA?

AUGA er stuðningssjóður, stofnaður árið 2006 af samtökum og fyrirtækjum í auglýsinga- og fjölmiðlafaginu. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 178 orð | 2 myndir

Lúðurinn eftirsótti

Það er enginn lúður eins og þessi. Hann er úr gljáandi messing og hvílir á grjóthörðu graníti. Þetta er Óskar fagfólksins sem vinnur í auglýsinga- og markaðsgeiranum, verðlaunin sem veitt eru fyrir það besta sem gert hefur verið í bransanum á hverju... Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 948 orð | 2 myndir

Markaðsstarfið er hluti af nýsköpuninni

Hvers vegna leikur Ísland lykilhlutverk í nýsköpun vöru og markaðssetningu gamalgróins ensks fyrirtækis? Fjalar Sigurðarson, almannatengslaráðgjafi Reyka vodka, hefur svörin við því. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 889 orð | 1 mynd

Mörkun efnis eykur virði vörumerkja

Það er enginn vafi í huga Jan Godsk, framkvæmdastjóra mörkunar efnis hjá Mindshare. Mörkun efnis og viðburða er sú markaðssetning vörumerkja sem nú er í mestri sókn. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 961 orð | 1 mynd

Nakin samskipti

Stafræn tækni og gagnvirk miðlun hefur gjörbreytt fjölmiðlun. Niku Banaie framkvæmdastjóri og meðeigandi breska auglýsingahússins Naked Communication segir að nýjungarnar hafi einnig breytt landslaginu í auglýsinga- og markaðsgeiranum. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 960 orð | 1 mynd

Netið er mjög áhrifaríkur markaðsmiðill

Hvað tengir saman rósaframleiðanda í Ekvador og mögulega viðskiptavini í Miami í Bandaríkjunum? Eða fasteignasölu í Portúgal og hugsanlega kaupendur í Bretlandi? Svarið er Netmarkaðssetning, í þessu tilfelli alíslenskt fyrirtæki, Nordic eMarketing. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 991 orð | 1 mynd

"Þarft ekki að vera einfeldningur til að kunna að meta einfaldleikann"

Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, veltir þeirri spurningu upp hvort fyrirtæki og stofnanir eigi að leggja trúnað á sinn eigin áróður, sem lýtur að markaðssetningu þeirra. Hversu mikilvægt er að samræmi sé á milli innri ímyndar fyrirtækisins og ásýndar? Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 391 orð | 1 mynd

Staðfastir frumkvöðlar eru markaðsmenn ársins 2006

Hjónin Björn Kr. Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, eigendur World Class, voru valin markaðsmenn ársins 2006 en svo skemmtilega vildi til að þá voru nær 20 ár síðan hugmyndin um heilsu- og sundmiðstöðina í Laugardalnum byrjaði að þróast í kollinum á þeim. Meira
1. mars 2007 | Blaðaukar | 396 orð | 1 mynd

Textasmíð er skemmtileg heilaleikfimi

Guðlaug Richter er einn af textasmiðunum sem sér um að orða skilaboðin sem auglýsandinn vill koma á framfæri. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.