Greinar laugardaginn 3. mars 2007

Fréttir

3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 109 orð

12 öryggisvörðum sagt upp

Tólf öryggisvörðum sem ráðnir voru til að gæta varnarsvæðisins þegar varnarliðið fór af landi brott hefur verið sagt upp störfum frá og með 1. mars að telja en þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

35 komið til fjárnáms

EMBÆTTI sýslumannsins í Reykjavík hefur gengið ágætlega að ná í fólk, sem hunsað hefur boðanir þess í gegnum tíðina, til að hægt sé að gera hjá því fjárnám, en sérstakt átak í þeim efnum hefur staðið yfir í þessari viku og embættið notið aðstoðar... Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 345 orð | 1 mynd

500 milljóna tekjur af tollkvótum

SAMTÖK verslunar og þjónustu lýsa yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun Alþingis að hafa óbreytt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta vegna innflutnings á kjöti, kjötvörum og ostum, en það þýði allt að 500 milljóna króna tekjur ríkissjóðs og stuðli að... Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 205 orð

620 þúsund fyrir eyrnabitið

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt manni 620 þúsund króna bætur úr ríkissjóði vegna líkamstjóns af völdum þess að hluti eyra hans var bitinn af. Bæturnar nema 2/3 hlutum af tjóni mannsins en þriðjunginn þarf hann að bera sjálfur. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 1183 orð | 2 myndir

Alhliða þjóðlegt umbótaafl á miðju stjórnmálanna

Framhaldsflokksþing Framsóknarflokksins hófst í gær og heldur áfram í dag. Halla Gunnarsdóttir hlýddi á ræðu formannsins og leit við á Hóteli Sögu þar sem Framsóknarmenn munu í dag sammælast um helstu áherslur í kosningabaráttunni framundan. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á forvarnir

Selfoss | "Við erum mjög ánægð með að vinna að þessu verkefni hér í Árborg og sérstaklega er ánægjuleg sú nýjung að handsala víðtækt samstarf við Sjóvá Forvarnahús sem leiðir af sér sérstaka einbeitingu að forvörnum. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 28 orð

Á við stríðsátök

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ræðu í gær að loftslagsbreytingar væru jafnmikil ógn við mannkynið og stríðsátök. Þær gætu orðið afar slæm arfleifð fyrir næstu... Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 79 orð

Borgin kanni hvort rifta eigi samningi

BORGARRÁÐ frestaði á fimmtudag afgreiðslu tillögu Vinstri grænna um að láta kanna hvort unnt sé að rifta samningi Reykjavíkur og Kópavogs vegna lagningar vatnsleiðslu í Heiðmörk, sem undirritaður var í september í fyrra. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 152 orð

Einn leiðtoga talibana sagður handtekinn í Pakistan

FREGNIR hermdu í gær að öryggissveit í Pakistan hefði handtekið fyrrverandi varnarmálaráðherra talibanahreyfingarinnar í Afganistan, múllann Obaidullah Akhund. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 982 orð | 5 myndir

Einstakir nefndarmenn vildu skoða málið betur

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is UNDIRNEFND stjórnarskrárnefndar um auðlinda- og umhverfismál var sammála um að leggja til að sett yrði ákvæði í stjórnarskrá um að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti yrðu í þjóðareign. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 196 orð

Febrúar óvenju sólríkur sunnanlands

FEBRÚARMÁNUÐUR nýliðinn var óvenjusólríkur og hafa ekki mælst jafnmargar sólskinsstundir í febrúar og nú frá árinu 1947, að því er fram kemur í yfirliti frá Veðurstofunni. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Fengu ekki að tjalda

FULLTRÚAR fyrir þjóðhátíðarstemningu í Eyjum, sem hugðust setja upp 32 fermetra þjóðhátíðartjald í Smáralindinni þar sem sýning undir yfirskriftinni Eyjan okkar hefst í dag, fengu ekki að slá upp tjaldinu vegna eldhættu. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 554 orð | 1 mynd

Ferðaskrifstofur grunaðar um ólögmætt samráð

Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins lögðu hald á gögn hjá ferðaþjónustuaðilum í gær og SAF sem heldur því fram að ekkert samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstofa. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Finna fyrir miklum áhuga á uppboðinu

"VIÐ höfum fundið fyrir miklum áhuga á komandi listmunauppboði," segir Tryggvi Friðriksson, annar eigandi Gallerís Foldar, en uppboðið fer fram nk. sunnudagskvöld. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 260 orð

Fjórtán mánaða fangelsi fyrir árás

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands dæmdi í gær kínverskan starfsmann Impregilo í fjórtán mánaða fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás sem átti sér stað um áramótin síðustu. Honum er að auki gert að greiða 668 þúsund krónur í sakarkostnað vegna málsins. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fólk varist gylliboð á neti

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu varar enn við gylliboðum á netinu og segir ekkert lát á þeim. Að þessum boðum standi óprúttnir aðilar sem einskis svífist, og jafnvel séu dæmi um að hryðjuverkamenn noti þessa aðferð til að fjármagna starfsemi sína. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 24 orð

Fyrir kviðdómi

Mohamed Fayed hefur unnið mál fyrir hæstarétti Bretlands um að réttarrannsókn á dauða sonar hans Dodi og Díönu prinsessu verði haldin að viðstöddum... Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 33 orð

Geimfari kærður

Saksóknarar á Flórída lögðu í gær fram ákæru á hendur geimfaranum Lísu Nowak fyrir tilraun til að ræna vinkonu manns sem hún elskaði. Hún var hins vegar ekki kærð fyrir tilraun til... Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 233 orð

Hafa áhyggjur af skólastarfinu

Á FUNDI stjórnar Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra sem haldinn var föstudaginn 23. febrúar sl. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Haldið upp á 25 ára afmælið

TUTTUGU og fimm ár eru liðin frá því að Sambíóin hófu starfsemi í Reykjavík en 2. mars 1982 var kvikmyndin Being There, með Peter Sellers í aðalhlutverki, frumsýnd í Bíóhöllinni í Álfabakka. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 189 orð

Hundraðkall í strætisvagninn í mars

FULLTRÚAR Samfylkingar í borgarráði vilja að staðgreiðslugjald í strætó verði 100 krónur fyrir alla í marsmánuði til þess að sporna megi gegn svifryksmengun. Lögðu þeir fram tillögu á fundi ráðsins á fimmtudag um að beina því til stjórnar Strætó bs. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Hundrað krakkar kepptu í listhlaupi

UM 100 keppendur tóku þátt í Íslandsmóti barna og unglinga í listhlaupi á skautum á Akureyri. Keppendur voru frá Birninum, Skautafélagi Reykjavíkur, auk Skautafélags Akureyrar. Keppt var í A- og B-flokkum og efstir urðu: 8 ára og yngri, B 1. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Hún skal heita Volta

Á HEIMASÍÐU Bjarkar Guðmundsdóttur kemur fram að nýjasta breiðskífa hennar kemur út hinn 7. maí næstkomandi og að platan muni bera heitið Volta. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 229 orð

Húsleit framkvæmd á ferðaskrifstofum

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is STARFSMENN Samkeppniseftirlitsins framkvæmdu húsleit hjá fimm aðilum í ferðaþjónustunni í gærmorgun auk Samtaka ferðaþjónustunnar og lögðu hald á gögn vegna gruns um ólögmætt samráð. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 235 orð | 1 mynd

Icelandair og Íslenska með mest

AUGLÝSINGAR Icelandair, sem Íslenska auglýsingastofan gerði fyrir félagið, sigruðu í fjórum flokkum af fjórtán á uppskeruhátíð íslensks auglýsingafólks í gær, Lúðrinum, athyglisverðustu auglýsingum ársins 2006. Ímark stendur að Lúðrinum. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Keflavík fær hvatningu

Keflavík | Hvatningarverðlaun Ungmennafélags Íslands 2007 komu í hlut Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags. Björn B. Jónsson, formaður UMFÍ, afhenti Einari Haraldssyni, formanni Keflavíkur, viðurkenninguna á aðalfundi Keflavíkur í vikunni. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 227 orð

Klaustur á Kollaleiru

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is FJARÐABYGGÐ undirbýr nú sölu á landi Kollaleiru í Reyðarfirði ásamt húsbyggingum til rómversk-kaþólskrar kapúsínareglu sem hyggst starfrækja klaustur og kirkju á jörðinni. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 53 orð

Lakagígar

RÁÐGJAFARNEFND um skipulag þjóðgarðsins við Lakagíga í Skaftárhreppi boðar til ráðstefnu um skipulagsmál fyrir Lakasvæðið á Hótel Klaustri 10. mars. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 217 orð

Landnámssýningin opnuð að nýju

LANDNÁMSSÝNINGIN 871±2 í Aðalstræti 16 verður opnuð að nýju í dag, laugardaginn 3. mars, að loknum síðasta áfanga við forvörslu. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 587 orð | 1 mynd

Líf og fjör í Framsókn

ÞAÐ ER ekki laust við að Framsókn hafi hleypt lífi í þingheim í vikunni og reyndar svo miklu að stjórnarandstæðingar tókust á loft seinni part fimmtudags. "Þetta gæti leitt til stjórnarslita," pískruðu menn spenntir sín í milli. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Mannskæðir skýstrókar í suðurhluta Bandaríkjanna

New Orleans. AFP. | Að minnsta kosti tuttugu manns biðu bana af völdum skýstróka í sunnanverðum Bandaríkjunum í gær og fyrradag. Á meðal þeirra voru átta unglingar sem létu lífið þegar þak framhaldsskóla þeirra hrundi í bænum Enterprise í Alabama-ríki. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 126 orð

Með gróft barnaklám í grunnskóla

HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, fyrir vörslu á barnaklámi. Í dómi héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafði undir höndum 11. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 373 orð

Mikið traust til Háskóla Íslands

HÁSKÓLI Íslands nýtur mests trausts, eða 85%, meðal þeirra sem tóku þátt í þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Af þeim átta stofnunum sem spurt var um nýtur Alþingi minnst trausts eða 29%. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Nafn vantar á nýja bryggju

STJÓRN Grundarfjarðarhafnar hefur ákveðið að leita eftir tillögum frá íbúum og velunnurum Grundarfjarðar að heiti á nýju bryggjunni í Grundarfjarðarhöfn. Beðið er um að tillögur berist á tölvupóstfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 327 orð

Netfíknin iðulega nátengd félagslegum vandamálum

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is TILFINNANLEGUR skortur er á rannsóknum á eðli, umfangi og útbreiðslu netfíknar hérlendis. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 118 orð

Notkun tálbeita og meðferðir

FANGELSISYFIRVÖLD munu leggja enn meiri vinnu en áður í að meta hvort hætta sé á að fangi sem framið hefur brot gegn börnum fái að ljúka afplánun sinni utan fangelsis, segir m.a. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 401 orð | 2 myndir

Núningur og kurr

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 658 orð | 1 mynd

Olíudraumar byggðir á sandi?

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Óvíst er hvort væntingarnar um mikinn olíugróða Grænlendinga eru reistar á traustum forsendum. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Ólga í Lissabon

Talið er að 100.000 manns hafi tekið þátt í mótmælagöngu í Lissabon, höfuðborg Portúgals, í gær, þar sem aðgerðum stjórnvalda á efnahagssviðinu var... Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 233 orð

Óviðunandi uppgjör

TAP á rekstri fjölmiðla- og afþreyingarfélagsins 365 hf. nam 6.943 milljónum króna í fyrra. Árið áður var hagnaður félagsins 718 milljónir. Mest munar um gjaldfærðan kostnað vegna aflagðrar starfsemi sem nam 5.716 milljónum. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 314 orð

"Ekki bara Íslandsmet, heldur líka heimsmet"

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 468 orð | 1 mynd

"Erum mjög stolt af því að geta staðið saman"

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is GEÐFATLAÐIR sem búa á áfangaheimilum og í þjónustuíbúðum á Akureyri opna í dag listsýningu í Rósenborg, gamla barnaskólanum, og þar kennir ýmissa grasa. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 175 orð

Ríkið borgi bætur vegna lifrarbólgu

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að íslenska ríkið sé skaðabótaskylt gagnvart konu, sem sýktist af lifrarbólgu C við blóðgjöf árið 1990. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 151 orð

Ríku börnin læra að haga sér

EFTIR að hafa kyngt síðasta bitanum af snöggsteikta laxinum lyfti Spencer litli köldu kampavínsglasinu og skálaði við matargesti, um leið og hann gaf þjónunum kunnáttusamlega merki um að bera fram eftirréttinn. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Samstarf áfram

GLITNIR og Latibær hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Þá var skrifað undir sérstakt samkomulag um að aðilar vinni saman að því að sérstakt Latabæjarhlaup verði haldið í tengslum við Óslóarmaraþon Glitnis sem fram fer 20. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 442 orð | 3 myndir

Segja stjórn Spánar gefast upp fyrir ETA

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 600 orð | 1 mynd

Sírenuvæl og þyrluhvinur á Norðurbrú

Allt hefur logað í óeirðum í Kaupmannahöfn eftir að lögreglan fjarlægði hústökumenn frá Norðurbrú á fimmtudag. Rósa Erlingsdóttir skýrir frá eftirmálum óeirðanna. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Sofandi par hætt komið þegar eldur kom upp í íbúð í Breiðholti

KARLMAÐUR og kona á þrítugsaldri voru flutt á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss vegna reykeitrunar eftir að eldur kom upp í íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Fannarfell í Breiðholti laust fyrir hádegi í gær. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

Spennandi tímar og mikil tækifæri

Eftir Sigurð Jónsson Hvolsvöllur | "Sveitarstjórastarfið er mjög skemmtilegt og ég er þakklát fyrir að fá þetta tækifæri. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 165 orð

Sterling ætlar að leigja vélar FlyMe

ÓSKAÐ hefur verið eftir því að sænska lágfargjaldafélagið FlyMe verði tekið til gjaldþrotaskipta og strax í gær var Sterling farið að fljúga á leiðum FlyMe innanlands í Svíþjóð og bjóða farþegum FlyMe afslætti og endurgjaldslausar ferðir með breyttri... Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Stjórnarflokkarnir tveir ólíkir flokkar

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN og Framsóknarflokkurinn eru ólíkir flokkar með ólíkar áherslur. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Sýndu afraksturinn á umferðarhátíð

Eftir Sigurð Jónsson Flóahreppur | Nemendur í Flóaskóla luku í gær umferðarátaksviku með glæsibrag og sýndu afrakstur vinnu sinnar á umferðarhátíð í skólanum. Var foreldrum boðið að heimsækja skólann af þessu tilefni og fleiri gestum. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Telur tímasetninguna ágæta

MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra segir að þegar ákveðið var í fyrra að lækka lánshlutfall og hámarkslán Íbúðalánasjóðs hafi legið fyrir að það væri tímabundin aðgerð. Hann hefur nú ákveðið að færa þetta til fyrra horfs. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Tveir slösuðust

TVEIR ökumenn voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir þriggja bíla árekstur sem átti sér stað á mótum Hringbrautar og Njarðargötu í Reykjavík um hálfníuleytið í gærkvöldi, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 31 orð

Upplýsingafulltrúi

G. Pétur Matthíasson, fréttamaður á Ríkissjónvarpinu, hefur verið ráðinn sem upplýsingafulltrúi hjá skrifstofu vegamálastjóra, almannatengslum. Fram kemur í innanhússfréttum Vegagerðarinnar að reiknað er með að Pétur hefji störf eftir 1–2... Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Upplýsingar á kosning.is

DÓMS- og kirkjumálaráðuneytið opnaði í gær upplýsingavef vegna alþingiskosninganna 12. maí næstkomandi. Á upplýsingavefnum, sem hefur slóðina www.kosning.is, er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar um atriði sem lúta að næstu alþingiskosningum. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 147 orð

Vilja vernda Skerjafjörð

FORSVARSMENN sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í kringum Skerjafjörð hafa ákveðið að skoða kosti þess að vernda náttúrufar Skerjafjarðar og nágrennis á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Vilja verulega hækkun launa

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is MIKILVÆGT verður að tryggja fiskvinnslufólki verulega hærri laun í næstu kjarasamningum. Þetta kom fram í setningarræðu Aðalsteins Á. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 306 orð

Vistheimili til skoðunar

GEIR H. Haarde forsætisráðherra lagði í fyrrakvöld fram frumvarp á Alþingi um að sett verði á fót nefnd til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn. Gert er ráð fyrir að kostnaður við störf nefndarinnar verði 25–30 milljónir króna. Meira
3. mars 2007 | Innlendar fréttir | 1398 orð | 1 mynd

Yfirheyrður 17 sinnum af lögreglu

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Skýrslutaka af Stefáni H. Hilmarssyni, sem var endurskoðandi Baugs á þeim árum sem ákæran í Baugsmálinu tekur til, fór í gær töluvert fram úr þeim tímamörkum sem hafði verið miðað við. Meira
3. mars 2007 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Þjóðverjar ætla á tunglið

Berlín. AFP. | Þýska geimrannsóknarstofnunin er að undirbúa ómannaða ferð til tunglsins, verkefni sem þykir til marks um vaxandi sjálfstraust þjóðarinnar eftir margra ára efnahagslægð. Meira

Ritstjórnargreinar

3. mars 2007 | Leiðarar | 695 orð

Gömul Framsókn eða ný?

Framsóknarmenn halda nú flokksþing sitt í talsverðum mótbyr. Flokkurinn hefur misserum saman komið illa úr út skoðanakönnunum. Hann tapaði illa í síðustu sveitarstjórnarkosningum og ekkert bendir enn til þess að fylgið sé að aukast verulega. Meira
3. mars 2007 | Staksteinar | 223 orð | 1 mynd

Hrapandi virðing Alþingis

Niðurstöður Þjóðarpúls Gallup, sem birtust á fimmtudag, eru ekki góðar fréttir fyrir elztu og virðulegustu stofnun þjóðarinnar, hið háa Alþingi. Meira

Menning

3. mars 2007 | Myndlist | 193 orð | 1 mynd

Af birtubrigðum og landslagi

GUÐRÚN Kristjánsdóttir myndlistarkona opnar sýningu á verkum sínum í Ásmundarsal og Gryfju Listasafns ASÍ í dag. Meira
3. mars 2007 | Fólk í fréttum | 366 orð | 1 mynd

Bara rokk og allar græjur

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is "Þetta verður alls konar músík," lofar hinn viðkunnanlegi stórsöngvari Raggi Bjarna. "Það verður hoppað fram og til baka milli stíla á sviðinu. Meira
3. mars 2007 | Leiklist | 26 orð | 1 mynd

Bardagaleikhús

LISTAMENN U-leikhússins og Shaolin Wushu sýna listir sýnar í Esplanade-leikhúsinu í Singapore. Verkið er einskonar bardagalista-söngleikur og fjallar um munaðarleysinga sem elst upp í Shaolin... Meira
3. mars 2007 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Bráðkvödd klámráðstefna

GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Ásgrímur Sverrisson og Pjetur Maack. Meira
3. mars 2007 | Menningarlíf | 65 orð | 1 mynd

Einar Jónsson fer yfir Eiríksgötuna

BISKUP Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, opnar sýningu á verkum Einars Jónssonar myndhöggvara í forkirkju Hallgrímskirkju kl. 17 í dag. Meira
3. mars 2007 | Leiklist | 780 orð | 1 mynd

Ekkert klám

Eftir Tracy Letts í þýðingu Stefáns Baldurssonar. Leikstjóri: Stefán Baldursson. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Meira
3. mars 2007 | Kvikmyndir | 607 orð | 1 mynd

Fjórar krónur í tímakaup

Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is Á ANNAÐ hundrað milljónir Kínverja hafa neyðst til að flýja úr sveitum landsins til borganna í leit að vinnu. Meira
3. mars 2007 | Fólk í fréttum | 143 orð | 2 myndir

Fólk

Verzlunarskóli Íslands sigraði Menntaskólann á Akureyri í viðureign skólanna í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem fram fór í beinni útsendingu Sjónvarpsins í gærkvöldi. Lið Verzló hlaut 27 stig en lið MA 25 stig. Meira
3. mars 2007 | Fólk í fréttum | 288 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Bandaríska kvikmyndastjarnan Angelina Jolie hefur sótt um leyfi til að ættleiða barn frá Víetnam. Bandarísk ættleiðingarstofnun hefur sótt um leyfið í Víetnam fyrir hönd Jolie. Meira
3. mars 2007 | Tónlist | 394 orð | 1 mynd

Frumburðurinn varð til í Wales

Hljómsveitin Jakobínarína er nýkomin heim frá Bretlandseyjum þar sem hún tók upp nýja plötu og fór að því loknu í tónleikaferðalag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson heyrði í Gunnari Ragnarssyni, söngvara sveitarinnar, af þessu tilefni. Meira
3. mars 2007 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Girni og viður

KAMMERHÓPURINN Nordic Affect heldur tónleika í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag kl. 17. Meira
3. mars 2007 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Harpa og gítar í Salnum

ELÍSABET Waage hörpuleikari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari halda tónleika í Salnum í dag kl. 13. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð kennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Nemendur Tónlistarskólans og forráðamenn þeirra fá frítt inn. Meira
3. mars 2007 | Myndlist | 301 orð | 1 mynd

Heilagur kvenleiki

Opið fimmtudag til sunnudags frá 14–18. Sýningu lýkur 4. mars. Aðgangur ókeypis. Meira
3. mars 2007 | Bókmenntir | 241 orð | 1 mynd

Jóhannes úr Kötlum kominn á Netið

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is AFKOMENDUR Jóhannesar úr Kötlum hafa sett á stofn skáldasetur Jóhannesar á Netinu, en þar má finna alhliða gagnagrunn og upplýsingaveitu um ævi hans og skáldskap. Meira
3. mars 2007 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Landnámssýning opnuð að nýju

LANDNÁMSSÝNINGIN 871±2 í Aðalstræti 16 verður opnuð í dag að loknum síðasta áfanga við forvörslu. Rúst af skála frá landnámsöld sem fannst við fornleifauppgröft 2001 hefur nú verið forvarin og mun væntanlega varðveitast um ókomna tíð. Meira
3. mars 2007 | Fólk í fréttum | 212 orð | 1 mynd

MI5 grunaði Auden

BRESKA leyniþjónustan, MI5, hafði ljóðskáldið W.H. Auden grunað um að eiga þátt í flótta tveggja hinna svokölluðu Cambridge-njósnara frá Bretlandi árið 1951. Þetta kemur fram í leynilegum skjölum sem gerð voru opinber í gær. Meira
3. mars 2007 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Of pólitískt í Júróvisjón?

Forsvarsmenn Söngvakeppni evrópskra sónvarpsstöðva, Júróvisjón, hafa varað við því að framlagi Ísraela til keppninnar í ár verði hugsanlega vísað úr keppninni. Er ástæðan sögð óviðeignandi pólitískar yfirlýsingar. Þetta kemur fram á fréttavef Ha'aretz. Meira
3. mars 2007 | Menningarlíf | 415 orð | 3 myndir

Skörun tveggja heima

Hoffmannsgallerí er alls ekkert gallerí heldur bara gangurinn þar sem skrifstofur Reykjavíkurakademíunnar er að finna, í húsnæði hennar við Hringbraut. Meira

Umræðan

3. mars 2007 | Aðsent efni | 699 orð | 1 mynd

Björt framtíð sjúkraliða

Birkir Egilsson fjallar um málefni sjúkraliða: "Sjúkraliðafélag Íslands er á mikilli siglingu inn í framtíðina og er það alrangt að verið sé skerða faglega þekkingu sjúkraliða." Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd

Fornbílar á 100 ára Konungsvegi

Ólafur Örn Haraldsson skrifar í tilefni af hundrað ára afmæli Konungsvegarins: "Nú er öld liðin frá komu Friðriks konungs VIII og um leið er Konungsvegurinn 100 ára. Ferðafélag Íslands og Fornbílaklúbburinn halda upp á afmælið." Meira
3. mars 2007 | Blogg | 71 orð | 1 mynd

Guðríður Haraldsdóttir | 2. mars 2007 Plís, plís ... lækkið fyrir 1...

Guðríður Haraldsdóttir | 2. mars 2007 Plís, plís ... lækkið fyrir 1. apríl ... en þá rennur Rauða kortið mitt út! Það yrði skelfilegt að þurfa að kaupa rautt kort á yfir 12 þúsund og svo lækkar allt um meira en helming. Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 1020 orð | 1 mynd

Írska þjóðarsáttin

Eftir Jón Sigurðsson: "Þess er freistað að meta hver vandi steðji að einstaklingum á ólíkum tímum ævinnar og hverjum stuðningi þeir þurfi á að halda frá samfélaginu til þess að sigrast á honum." Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 694 orð | 1 mynd

Leið B

Gunnlaugur Pétursson fjallar um samgöngumál og vegagerð: "Hvernig ætla ráðamenn þjóðarinnar að réttlæta það að valin sé leið sem er mun dýrari en önnur, lengri og sérlega umhverfisspillandi þar að auki?" Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 205 orð

Mikið traust í garð lögreglu

FYRIR nokkrum vikum skrifaði undirritaður grein í Morgunblaðið vegna ummæla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í garð starfsmanna lögreglu og ákæruvalds þar sem þingmaðurinn fullyrti að lögregla og ákæruvald væri handbendi... Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

Orkubú Vestfjarða sett upp í skuldir Landsvirkjunar

Jón Bjarnason skrifar um Orkubú Vestfjarða: "Nái frumvarp ríkisstjórnarinnar fram að ganga verður þetta stolt Vestfirðinga, Orkubúið, aðeins pappírsgagn í skúffu Landsvirkjunar." Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 378 orð | 1 mynd

Ókeypis tannlækningar fyrir börn og unglinga

Þórhallur Heimisson fjallar um tannlæknaþjónustu: "Nú ættu foreldrar að sammælast um að kjósa aðeins þá flokka til setu á Alþingi sem vilja taka upp hætti Norðurlandaþjóðanna og bjóða börnum, unglingum og ellilífeyrisþegum ókeypis tannlæknaþjónustu." Meira
3. mars 2007 | Blogg | 61 orð | 1 mynd

Ómar Ragnarsson | 2. mars 2007 Áfram tvísýnt Skoðanakönnun Capacent...

Ómar Ragnarsson | 2. mars 2007 Áfram tvísýnt Skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir hvað kosningaúrslitin geta orðið tvísýn. Meira
3. mars 2007 | Blogg | 309 orð | 1 mynd

Páll Vilhjálmsson | 2. mars 2007 Drykkjarvenjur Morgunblaðsins Að...

Páll Vilhjálmsson | 2. mars 2007 Drykkjarvenjur Morgunblaðsins Að jafnaði eru forystugreinar Morgunblaðsins allsgáðar og í borgaralegum anda. Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 146 orð

Plagaðar mæður með samviskubit

KONUR í Samfylkingunni héldu á dögunum fund þar sem þær ræddu jafnréttismál. Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 225 orð | 1 mynd

"Andrúmsloft kveikti elda, ekki samsæri

Hallur Hallsson skrifar um Baugsmálið: "Niðurstaðan er því sú, að það var andrúmsloft í þjóðfélaginu sem skapaði jarðveg fyrir innrásina í Baug, ekki samsæri." Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 387 orð | 1 mynd

Segjum nei við stækkun Alcan

Þórður Ingi Bjarnason skrifar um stækkun álvers í Straumsvík: "Álver er einn mest mengandi iðnaður sem til er og vottun kemur ekki í veg fyrir það." Meira
3. mars 2007 | Blogg | 80 orð | 1 mynd

Snorri Bergz | 2. mars 2007 Mikill höfðingi látinn Við, sem urðum fyrir...

Snorri Bergz | 2. mars 2007 Mikill höfðingi látinn Við, sem urðum fyrir barðinu á erfiðum sjúkleik í barnæsku og höfum ekki borið þess fullar bætur, höfum hér glæsilega fyrirmynd um mann, sem gekk í gegnum ótrúlega þjáningu án þess að láta bugast. Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 609 orð | 1 mynd

Svo höfuðborgin verði ekki of góð

Örn Sigurðsson skrifar um skipulagsmál: "Samgönguyfirvöld náðu kverkataki á skipulagi Reykjavíkur við upphaf borgaralegs flugs í Vatnsmýri 1946 og misbeita illa fengnu valdi óvægilega" Meira
3. mars 2007 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Tengibraut í Mosfellsbæ og eðlileg þróun byggðar

Herdís Sigurjónsdóttir skrifar um skipulagsmál í Mosfellsbæ: "Svo virðist sem Jónas hafi ekki áttað sig á því að ákvarðanir hans leiddu til að tengibrautin kæmi að lokum, sem eðlileg tenging við Helgafellshverfið." Meira
3. mars 2007 | Velvakandi | 583 orð | 3 myndir

velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

Vegur um hálendið ÉG skil ekki þá menn (konur meðtaldar), sem sjá einhverja náttúrulega fegurð í niðurgröfnum og holóttum vordrulluvegum á hálendinu. Meira
3. mars 2007 | Bréf til blaðsins | 376 orð | 1 mynd

VG ætlar ekkert að stöðva

Frá Gunnari Braga Sveinssyni: "Í FRÉTTUM ríkissjónvarpsins sunnudagskvöldið 25. febrúar var birt viðtal við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG)." Meira
3. mars 2007 | Bréf til blaðsins | 558 orð

Viljið þið fleiri öryrkja?

Frá iðjuþjálfun á geðdeild við Hringbraut: "VEGNA umræðu fjölmiðla undanfarna daga um yfirvofandi lokun iðjuþjálfunar á geðdeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss við Hringbraut, sjáum við okkur knúin til að benda almenningi á eftirfarandi atriði: Iðjuþjálfun hefur verið starfrækt á geðdeild..." Meira

Minningargreinar

3. mars 2007 | Minningargreinar | 549 orð | 1 mynd

Gunnar Guðmundsson

Gunnar Guðmundsson fæddist á Eyjólfsstöðum í Beruneshreppi 13. febrúar 1922. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 17. desember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Djúpavogskirkju 29. desember. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2007 | Minningargreinar | 4303 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Þórný Alfreðsdóttir

Sigurbjörg Þórný Alfreðsdóttir fæddist á Víkingsstöðum í Vallahreppi 25. apríl 1944. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. febrúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2007 | Minningargreinar | 1540 orð | 1 mynd

Sigurður Lárusson

Sigurður Lárusson fæddist á Gilsá í Breiðdal 23. mars 1921. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Lárus Kristbjörn Jónsson, búfræðingur og bóndi á Gilsá, f. 31.5. 1892, d. 29.3. 1933, og Þorbjörg R. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2007 | Minningargreinar | 1989 orð | 1 mynd

Þorvaldur Sigurjónsson

Þorvaldur Sigurjónsson fæddist í Núpakoti undir Austur-Eyjafjöllum 1. október 1929. Hann lést á Dvalarheimilinu Lundi 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðlaug Guðjónsdóttir frá Hlíð og Sigurjón Þorvaldsson frá Núpakoti. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. mars 2007 | Viðskiptafréttir | 99 orð | 1 mynd

Dregur úr tapi Icelandic Group

TAP af rekstri Icelandic Group á síðasta ári nam um 11,4 milljónum evra, eða 1.078 milljónum íslenskra króna . Árið 2005 var tap félagsins 15,1 milljón evra. Umbreytingarkostnaður á árinu 2006 var um 1.885 milljónir króna. Meira
3. mars 2007 | Viðskiptafréttir | 211 orð

Fjármálaeftirlitið varar við erlendum svikurum

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ (FME) varar við tilboðum þar sem erlendir aðilar bjóða einstaklingum hér á landi að hafa milligöngu fyrir þeirra hönd um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á heimasíðu FME. Meira
3. mars 2007 | Viðskiptafréttir | 410 orð | 1 mynd

Sterling hætti við yfirtöku á FlyMe

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
3. mars 2007 | Viðskiptafréttir | 155 orð | 1 mynd

Stoðir kaupa allt hlutafé í Landsafli

FASTEIGNAFÉLAIÐ Stoðir hefur keypt allt hlutafé í fasteignafélaginu Landsafli af Landsbankanum og Straumi-Burðarási. Meira
3. mars 2007 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Straumur-Burðarás tekur 35 milljarða lán

STRAUMUR-Burðarás hefur tekið 400 milljóna evra sambankalán, jafnvirði um 35 milljarða króna, með breytilegum vöxtum til þriggja ára. Meira
3. mars 2007 | Viðskiptafréttir | 357 orð | 1 mynd

Tæplega 7 milljarða tap hjá 365 hf.

FJÖLMIÐLA- og afþreyingarfélagið 365 hf., sem áður var hluti af Dagsbrún hf., tapaði 6.943 milljónum króna á síðasta ári. Árið áður var hagnaður félagsins 718 milljónir. Meira
3. mars 2007 | Viðskiptafréttir | 87 orð

Úrvalsvísitala hækkar

Úrvalsvísitalan í Kauphöllinni, OMX á Íslandi, hækkaði um 0,2% í gær og er lokaverð hennar 7.383 stig . Mest hækkun varð á gengi hlutabréfa Atorku Group , eða 4,9%. Þá hækkaði gengi bréfa Alfesca og Landsbankans um 1,9%, gengi hvors félags. Meira

Daglegt líf

3. mars 2007 | Daglegt líf | 156 orð

Af fótbolta og Framsókn

Séra Hjálmar Jónsson horfði á Charlton tapa fyrir West Ham með fjórum mörkum um helgina. Hann orti minnugur nýlegrar prestaferðar á leik með liðinu: Vantar kraft í West Ham lið vilja, öskur, læti. Ekki batnar ástandið þó enginn prestur mæti. Meira
3. mars 2007 | Daglegt líf | 337 orð | 10 myndir

Fyrir aðal jafnt sem alþýðu

Gallaefnið höfðar jafnt til allra manngerða því það er töff á hverjum sem er. Meira
3. mars 2007 | Daglegt líf | 825 orð | 9 myndir

Slógu tvær flugur í einu höggi

Í miðju iðnaðarhverfi við Sundin blá býr listamannapar ásamt börnum sínum. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir sá með eigin augum hvernig breyta má heildsöluhúsnæði í höll fyrir skapandi huga. Meira
3. mars 2007 | Daglegt líf | 379 orð | 3 myndir

Tveir þverhausar

Þegar saman koma hroki, hleypidómar og misskilningur er næsta víst að útkoman verður skrautleg. Meira
3. mars 2007 | Daglegt líf | 285 orð | 2 myndir

ÞÓRSHÖFN

Atvinnulífið á Þórshöfn er fjörugt þessa dagana en unnið hefur verið á vöktum allan sólarhringinn hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar þegar skipin koma inn með fullfermi af loðnu. Meira

Fastir þættir

3. mars 2007 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd

árnað heilla ritstjorn@mbl.is

80 ára afmæli. Áttatíu ára er í dag Guðmundur Magnússon byggingameistari, Akranesi. Eiginkona hans er Ástríður Þ. Þórðardóttir. Þau verða að heiman með börnum og fjölskyldum þeirra á... Meira
3. mars 2007 | Í dag | 85 orð | 1 mynd

Batnandi maður

Halaleikhópurinn sýnir um þessar mundir nýtt íslenskt leikrit, Batnandi maður, eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn höfundar. Meira
3. mars 2007 | Fastir þættir | 158 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Þrír eða fjórir? Meira
3. mars 2007 | Í dag | 446 orð | 1 mynd

Hvernig má skapa félagsauð?

Regína Ásvaldsdóttir fæddist í Reykjavík 1960. Hún lauk stúdentsprófi frá MK 1981, cand.mag.-prófi í félagsráðgjöf og afbrotafræði frá Norges Kommunal og Sosial Högskole og Oslóarháskóla. Meira
3. mars 2007 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt...

Orð dagsins: Því að ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, að eigi verði það kunnugt og komi í ljós. (Lk. 8, 17. Meira
3. mars 2007 | Fastir þættir | 959 orð | 1 mynd

Óbilandi skákáhugi

ÉG nefndi það eigi alls fyrir löngu við gamlan vin Ingvars Ásmundssonar að þegar Fiske-mótið var haldið í Reykjavík vorið 1968 hefði varla nokkrum manni dottið í hug að bera Ingvar Ásmundsson saman við hálfguðina Mark Taimanov og Wolfgang Uhlmann. Meira
3. mars 2007 | Fastir þættir | 114 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Bc4 Bb4+ 5. c3 dxc3 6. 0–0 Rge7 7. a3 Ba5 8. b4 Bb6 9. Rxc3 h6 10. Db3 0–0 11. Bb2 Rd4 12. Rxd4 Bxd4 13. Had1 Rc6 14. Hd3 Dh4 15. Hh3 Dg5 16. Hg3 De5 17. Kh1 a5 18. f4 Dh5 19. Rd5 Kh7 20. Bxd4 Rxd4 21. Meira
3. mars 2007 | Í dag | 161 orð

Spurt er... ritstjorn@mbl.is

1 Landskunnur prestur, Pétur Þórarinsson, er látinn langt um aldur fram. Við hvaða kirkjustað er hann jafnan kenndur? 2 Ólafur Elíasson er meðal listamanna sem fenginn hefur verið til að skreyta nýjar vistarverur í höll ríkiserfingjahjónananna dönsku. Meira
3. mars 2007 | Fastir þættir | 296 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverja eru stundum mislagðar hendur. Það átti við á sunnudag fyrir viku, þegar veitzt var að Sigríði Dögg Auðunsdóttur, ritstjóra Krónikunnar og fyrrverandi blaðakonu á Morgunblaðinu, með ósæmilegum hætti og að tilefnislausu. Meira
3. mars 2007 | Í dag | 2093 orð | 1 mynd

Æskulýðsmessa í Breiðholtskirkju Sunnudaginn 4. mars verður...

Æskulýðsmessa í Breiðholtskirkju Sunnudaginn 4. mars verður æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar haldinn hátíðlegur í Breiðholtskirkju. Þá verður fjörug æskulýðsguðsþjónusta kl. 11 með yfirskriftinni: "En þeirra er kærleikurinn mestur". Meira

Íþróttir

3. mars 2007 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

700. leikurinn hjá Ryan Giggs

RYAN Giggs leikur tímamótaleik fyrir Manchester United í dag þegar liðið sækir Liverpool heim í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Þetta verður 700. leikur Giggs en 16 ár eru liðin frá því hann lék fyrst með aðalliði félagsins. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 132 orð | 1 mynd

Áhorfendamet sett í Köln

ALLT stefnir í að sett verði aðsóknarmet á leik í meistaradeild Evrópu í handknattleik á morgun þegar Gummersbach tekur á móti spænska liðinu Valldolid í 8 liða úrslitum keppninnar í Köln Arena. Hátt í 15. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 97 orð

Dagný í 35. sæti í Tarvisio

DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir varð í 35. sæti á heimsbikarmóti í alpatvíkeppni sem háð var í Tarvisio á Ítalíu í gær. Dagný var í 38. sæti eftir brunið en náði að vinna sig upp um þrjú sæti eftir svigið. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 163 orð

Dýrt spaug

VLADIMIR Radmanovic leikmaður NBA-liðsins Los Angeles Lakers þarf að greiða um 35 millj. kr. í sekt vegna brots á samningi sínum við liðið en hann fór á snjóbretti með félögum sínum á meðan Stjörnuhelgi NBA-deildarinnar fór fram. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 110 orð

Eiður Smári með til Sevilla

EIÐUR Smári Guðjohnsen er í 18 manna leikmannahópi Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona sem mæta Sevilla á Ramon Sanchez Pizjuan vellinum í Sevilla í kvöld. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 345 orð | 1 mynd

Engin met og allir úr leik í Birmingham

ÍSLENSKU keppendunum þrem, sem tóku þátt í Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss í Birmingham í gær, tókst hvorki að bæta sinn fyrri árangur né tryggja sér áframhaldandi keppnisrétt upp úr undanrásum í sínum greinum. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 191 orð

Fólk sport@mbl.is

Gunnleifur Gunnleifsson , markvörður og fyrirliði HK , nýliðanna í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, skrifaði í gær undir nýjan samning við Kópavogsfélagið til fjögurra ára, eða til ársloka 2010. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 306 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Leiki Heiðar Helguson með Fulham í dag á móti Aston Villa á Craven Cottage í London verður það hans 50. leikur með liðinu. Heiðar hefur ekki verið í byrjunarliði Fulham upp á síðkastið en komið inn á sem varamaður eins og t.d. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 325 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Talant Dujshebaev , þjálfari og leikmaður Evrópumeistaranna í handknattleik frá Spáni , Ciudad Real , tekur út eins leiks keppnisbann á morgun þegar lið hans leikur síðari leikinn við Portland San Antonio í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í... Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Gerrard hrósar Mascherano

STEVEN Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að einn af bestu ungu miðjumönnunum í heiminum sé kominn til Anfield – og á hann þar við hinn 22 ára Argentínumann, Javier Mascherano, sem kom til Liverpool frá West Ham á dögunum. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 218 orð

Goosen sækir á

OLIVER Wilson frá Englandi er efstur þegar keppni er hálfnuð á Evrópumótaröðinni í golfi á Johnnie Walker mótinu í Taílandi en hann lék á 66 höggum í gær eða 6 höggum undir pari og er hann á 10 höggum undir pari samtals. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Heiðar Davíð: "Upphafshöggin slök"

HEIÐAR Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr Kili Mosfellsbæ, lék á 81 höggi í gær á þriðja og síðasta keppnisdegi Scanplan-mótaraðarinnar en leikið var í Portúgal. Heiðar endaði í 25.–30. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 139 orð

Henry ekki með gegn Reading

THIERRY Henry, fyrirliði Arsenal, mun ekki leika með liðinu þegar Brynjar Björn Gunnarsson, Ívar Ingimarsson og samherjar þeirra hjá Reading koma í heimsókn til London í dag. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

Hermann ekki með gegn Watford

HERMANN Hreiðarsson verður að bíta í það súra epli að fylgjast með félögum sínum í Charlton úr áhorfendastúkunni á Vicarage Road í dag þegar Watford tekur á móti Charlton í sannköllum fallbaráttuleik. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 80 orð

Höskuldur til skoðunar hjá Viking

HÖSKULDUR Eiríksson, fyrirliði Víkings, heldur á morgun til Noregs þar sem hann verður til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking í Stavanger vikutíma. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 131 orð | 1 mynd

Klinsmann heiðraður

JÜRGEN Klinsmann, 42 ára, fyrrverandi landsliðamaður Þýskalands í knattspyrnu, fyrirliði landsliðsins og þjálfari, hefur verið heiðraður sérstaklega fyrir vel unnin störf fyrir þýska ríkið. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 732 orð

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Hamar/Selfoss 75:52 DHL-höllin, úrvalsdeild karla...

KÖRFUKNATTLEIKUR KR - Hamar/Selfoss 75:52 DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Iceland Express-deildin, föstudagur 2. mars 2007. Gangur leiksins: 2:0, 10:5, 12:11, 19:11, 20:16 , 26:18, 26:24, 30:28, 36:32 , 41:38, 50:40, 54:43 , 60:50, 75:50, 75:56 . Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 79 orð

leikirnir

leikirnir Leikirnir í ensku úrvalsdeildinni um helgina, eru: Laugardagur: Liverpool – Man. United 12. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 366 orð

Pressuvörn KR dugði

PRESSUVÖRN KR gekk ekki upp fyrr en leið á leikinn gegn Hamri/Selfossi í Vesturbænum í gærkvöldi og þá koðnuðu gestirnir niður, skoruðu 20 stig eftir hlé og KR vann 75:52. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 736 orð | 1 mynd

"Mun aldrei hætta að leika körfubolta"

"ÉG hef sagt að ég muni aldrei hætta að spila körfubolta. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 232 orð

Ronaldinho mætir á Old Trafford

ÞAÐ er ljóst að brasilíski kappinn Ronaldinho verður fremstur í flokki með Evrópuúrvali ítalska þjálfarans Marcello Lippi, sem stjórnaði ítalska landsliðinu til sigurs á HM í Þýskalandi, þegar liðið mætir Manchester United á Old Trafford 13. mars. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Ronaldinho vinsæll í Kína

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldinho hjá Barcelona er vinsælasti erlendi knattspyrnumaðurinn í Kína ef marka má skoðanakönnun sem kínverska íþróttablaðið Titan Sports framkvæmdi. Í henni fékk Ronaldinho 10,7% atvkæða en tæplega 30,000 manns tóku þátt í henni. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 181 orð | 1 mynd

Sam Allardyce ánægður

SAM Allardyce, hinn litríki knattspyrnustjóri Bolton, hefur gert stórkostlega hluti með liðið á undanförnum árum og fengið til liðsins marga gamla refi sem hafa staðið sig vel. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 226 orð

Slasaðist í myndatöku

JOHN Daly atvinnukylfingur frá Bandaríkjunum hætti keppni í fyrrinótt á Honda Classic mótinu á PGA-mótaröðinni vegna meiðsla sem hann telur að áhorfandi með myndavél hafi átt sök á. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 46 orð

staðan

staðan Man. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 263 orð

Tapar West Ham stigum?

ÞAÐ gengur á ýmsu í herbúðum West Ham á lokakafla ensku úrvalsdeildarinnar en stjórn félagsins með Eggert Magnússon í broddi fylkingar þarf nú að kljást við lögmenn ensku úrvalsdeildarinnar samhliða því sem liðið rær lífróður fyrir tilverurétti sínum á... Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 903 orð | 1 mynd

Wenger ekki ánægður með dómgæslu á Englandi

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var heldur betur í sviðsljósinu í fjölmiðlum á Englandi – eftir bikarleik Blackburn og Arsenal á Ewood Park á miðvikudagskvöldið. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 122 orð

Zlatan er hættur í fýlu

ZLATAN Ibrahimovic, hinn óstýriláti framherji Inter Mílanó, hefur skipt um skoðun og gefur kost á sér í sænska landsliðið á nýjan leik. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 697 orð | 1 mynd

Þetta verður algjört stríð

HERMANN Hreiðarsson er ekki í nokkrum vafa um að leikur Liverpool og Manchester United á Anfield í dag verði slagur erkióvina af bestu gerð þar sem ekkert verður gefið eftir. Meira
3. mars 2007 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

Þrýst á félög að lækka miðaverð

MIKIL umræða er á Englandi og víðar yfir háu miðaverði á leiki ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu og hefur sú umræða teygt sig alla leið á breska þingið. Meira

Barnablað

3. mars 2007 | Barnablað | 16 orð | 1 mynd

Barbapapafjölskyldan

Aurora Erika, 6 ára, teiknaði þessa fallegu mynd. Við sjáum Barbapapafjölskylduna í björgunarleiðangri á hafi... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 44 orð | 1 mynd

Breiðnefur

Breiðnefur er svo mikið furðudýr að fyrst þegar vísindamenn sáu hann trúðu þeir varla sínum eigin augum. Breiðnefurinn hefur loðinn feld, gogg eins og önd, sundfit milli tánna og verpir eggjum þó að hann sé spendýr. Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 7 orð | 9 myndir

Búum til bréfbát

Takið A4 blað og brjótið það saman. Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 28 orð | 1 mynd

Drekavölundarhúsið mikla

Þetta er örugglega eitt erfiðasta völundarhús sem hefur verið birt í Barnablaðinu og nú er að sjá hvort þið getið hjálpað drekanum að finna fjársjóðinn. Gangi ykkur... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 50 orð | 1 mynd

Dreymir um að teikna

Matti maur á sér þann draum heitastan að verða frægur teiknari. Hann langar nefnilega að búa til teiknimyndasögur um grænu maurafjölskylduna. Hann getur samt ómögulega teiknað með blýantinum sínum núna. Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 235 orð | 2 myndir

Dýrin í Afríku fela sig!

Í þessari viku eigið þið að leita að 11 dýraheitum í stafasúpunni hér til hliðar. Í kringum stafina eru myndir af 11 dýrum sem er að finna í Afríku en myndirnar gefa til kynna að hverju þið eigið að leita. Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 174 orð | 1 mynd

Fara einu sinni á ári til Afríku

Bræðurnir Máni Borgarsson, 10 ára, og Steinn Borgarsson, 7 ára, eiga ótrúlega ferðareynslu að baki þrátt fyrir ungan aldur. Þeir hafa komið til 27 landa og er það örugglega meira en flestir Íslendingar geta státað sig af. Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 319 orð | 2 myndir

Fótbolti búinn til úr snæri og ananas

Máni og Steinn hjúfra sig í sófanum innan um ýmsa fallega minjagripi frá ferðalögum til framandi landa. Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Fröken Hjartafín í göngutúr

María Lovísa, 7 ára, teiknaði þessa krúttlegu mynd. Sólin brosir til fröken Hjartafínnar sem spásserar kát um grænar grundir með rauðan silkiborða í... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 25 orð | 1 mynd

Hetjurnar úr Stjörnustríði

Páll Stefán, 8 ára, teiknaði þessa flottu mynd af helstu hetjunum úr Stjörnustríðsmyndunum. Páll Stefán er greinilega mikill listamaður sem hugar vel að öllum... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 65 orð | 1 mynd

Kátir krókódílar í Súdan

Sölvi söngdíll og vinir hans eiga heima í Súdan í Afríku. Þeir eiga heima í mjög stóru fljóti sem heitir Níl. Sölvi lenti í því um daginn að hann fann ekki bestu vini sína þegar hann var að fara að syngja fyrir þá. Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Krakkar að leika sér

Aron Flavio, 4 ára, teiknaði þessa glæsilegu mynd af krökkum að leika sér. Það hafa greinilega læðst einhverjir Barbapapar líka á þessa mynd. Ætli þeir séu að leika við... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 41 orð | 1 mynd

Krakka-sudoku

Stóri ferningurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hvern lítinn ferning eiga tölurnar frá 1–4 að koma fyrir. Eins eiga tölurnar frá 1–4 að koma fyrir í hverri línu, lárétt og lóðrétt. Þetta getur verið svolítið snúið. Lausn... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 208 orð | 1 mynd

Kærleiksljóð

Vinátta Vináttu máttu aldrei gleyma. Vináttu skal ég í hjarta mínu geyma. Það skiptir ekki máli hvernig útlitið er.Þú skalt alltaf vera vinur með mér. Höf.: Þórhildur María Jónsdóttir, 10 ára. Fjölskylda og vinátta Fjölskylda er góð, fjölskylda er... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 3 orð | 1 mynd

Lausnir

Axirnar eru... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 38 orð | 1 mynd

Litaflækja

Reynið að rata rétta leið í gegnum litavölundarhúsið. Þið megið bara fara lárétt og lóðrétt, ekki á ská. Þið þurfið að fylgja litaröðinni: GULUR – RAUÐUR – GRÆNN – BLÁR – SVARTUR – HVÍTUR – FJÓLUBLÁR. Góða... Meira
3. mars 2007 | Barnablað | 127 orð

Pennavinir

Hæ, hæ! Ég heiti Jóhanna og óska eftir pennavini á aldrinum 11–12 ára, stelpu eða strák. Sjálf er ég 11 ára og verð 12 ára í maí. Áhugamál mín eru píanó, söngur, dans og fleira. Ég vona að ég fái sem flest bréf. Meira

Lesbók

3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1641 orð | 2 myndir

Aflabrestur í ofveiði

Eftir Gunnar Guðbjörnsson gudbjornsson@internet.is Morguninn eftir frumsýningu er ánægjulegur þegar sýningin kvöldið áður hefur gert stormandi lukku. En þegar opnuð er Lesbók blasir við grein um aflabrest í Óperunni fer ánægjan fyrir lítið. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 656 orð

Alheimsbókasafn á vefnum

Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Það er með öllu óvíst hversu margar bækur eru til í heiminum en í bókasafnskerfinu WorldCat, sem samanstendur af gagnasöfnum frá um 25 þúsund bókasöfum, er að finna 32 milljónir bóka. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2786 orð | 2 myndir

And(ófs)rýmið rokkar

Leikritið Rock'n'Roll eftir breska leikskáldið Tom Stoppard, sem frumsýnt var í The Royal Court leikhúsinu í fyrra, hefur fengið athygli, verðlaun og rífandi aðsókn. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 352 orð

Austur og vestur

Kínversk þjóðlög ásamt einsöngslögum, dúettum og aríum eftir m.a. Mahler, Julian Hewlett (frumfl.), Vivaldi, Hjálmar H. Ragnarsson, Steingrím K. Hall, Mendelssohn, Puccini, Mascagni, Delibes, Rossini, Verdi og Mozart. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 403 orð | 3 myndir

bækur

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Hún er blekkjandi að mörgu leyti saga Roopa Farooki Bitter Sweets – enda fjallar hún um margs konar blekkingar, lygar og ýkjur. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 871 orð | 1 mynd

Ekki abbast upp á Texas

Bandaríska kántríhljómsveitin Dixie Chicks vakti athygli fyrir nokkrum árum fyrir að gagnrýna stefnu George Bush í Írak en sveitin á rætur í Texas þar sem Bush var eitt sinn ríkisstjóri. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1954 orð | 1 mynd

Ég er flökkutík

Mugison er fluttur til Súðavíkur. Hann hefur stofnað útgáfufyrirtækið Mugiboogie með föður sínum Mugi. Hann er samningslaus í útlöndum. Hann mun semja tónlistina við kvikmyndina On the Road í leikstjórn Walter Salles. Mugison er á krossgötum. Hann segist líka vera flökkutík. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 717 orð | 2 myndir

Fjölþjóðlegir straumar og Ísland

Nýverið gaf Háskólaútgáfan út bókina Erlendir straumar og íslenzk viðhorf – áhrif fjölþjóðlegra hugmyndastefna á Íslendinga 1830–1918 eftir Inga Sigurðsson. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 678 orð | 1 mynd

Fyrsta poppstjarna nýrrar aldar

Ef lýsa á hinni fullkomnu poppstjörnu (karlkyns) má gera það einhvern veginn svo: Myndarlegur og snyrtilegur til fara, með fína söngrödd, ríkulega tónlistarhæfileika, glannalegur í tali og dálítið ýktur í framkomu og útliti. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 250 orð | 1 mynd

Gláparinn

Gláparinn Kvikmyndina Notes on a scandal prýðir flest það sem mann langar að sjá í heiðarlegri "lítilli" kvikmynd sem rís hærra en flestar svokallaðar stórmyndir. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2725 orð | 2 myndir

Heilagt stríð

Eftir Jón Ólafsson jonolafs@bifrost.is Þór Whitehead prófessor beitir gamalkunnu hjálpræði hreintrúarmannsins í grein sem hann gefur hinn biblíulega titil "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá" Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 633 orð

Hin ofboðslega frægð

Eftir Árna Þórarinsson ath@mbl.is Ésso æðisleg stjaddna. Aller elska meg. Allör heimörinn elskar meg. Þetta var ekki sagt upphátt á Óskarshátíðinni á sunnudagskvöldið. Samt var þetta kjarni málsins. Svona leið sigurvegurunum í raun og veru. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 213 orð

Í tízku

Í Lesbók Morgunblaðsins 24.2. sl. birtist ljómandi góð grein eftir Þröst Helgason undir heitinu Margt skrýtið í kýrhausnum og fjallar um bók mína, Maddömuna með kýrhausinn , og þá einnig um grein dr. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 386 orð | 3 myndir

kvikmyndir

Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Í dag lýkur árlegri kvikmyndahátíð í Afríku sem nefnist Fespaco. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 174 orð | 1 mynd

Lesarinn

Lesarinn Þessa dagana er ég að lesa bókina Landið í brjóstinu sem er safn úrvalsljóða úr ljóðabókum Þóru Jónsdóttur. Þær eru níu talsins og komu út á 30 árum. Sú fyrsta, Leit að tjaldstæði , árið 1973 en sú síðasta, Einnota vegur , árið 2003. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 464 orð | 1 mynd

Léleg snilld?

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Tav gamli Falco er skrítinn fugl en þó er fyrsta plata hans og hljómsveitar hans, Panther Burns, enn skrítnari. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 516 orð | 1 mynd

Mottufólkið

Eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sith@mbl.is ! Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 1816 orð | 1 mynd

Neðanjarðarfljót Borgesar

Argentínska skáldið Jorge Luis Borges tók ungur ástfóstri við Íslendingasögurnar og Ísland. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 436 orð

NEÐANMÁLS

I María Kodama hefur áhuga á að koma upp minnismerki um Jorge Luis Borges, skáld og fyrrverandi eiginmann sinn, á Íslandi! Það þarf ekki velta því neitt frekar fyrir sér. Reisum minnismerkið. Merkið er völundarhús gert úr nafni rithöfundarins. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 813 orð | 1 mynd

Stelpur í speglum og sviðsljósi

Eftir Birnu Önnu Björnsdóttur bab@mbl.is Á kvennaklósettinu á áttundu hæð aðalbókasafns NewYork-háskóla er spegill sem þekur heilan vegg. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 2322 orð | 4 myndir

Sögur um djöfulskap og fleira

Tilkynnt verður hver hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs á mánudaginn, 5. mars. Hér er haldið áfram að fjalla um bækurnar sem eru tilnefndar fyrir hönd Danmerkur, Svíþjóðar, Færeyja og Samalands. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 440 orð | 1 mynd

Tímans far

Til 3. mars 2007 Opið þri.–fö. kl. 12–18, lau. kl. 12–16. Ókeypis aðgangur. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 423 orð | 3 myndir

TÓNLIST

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Bristol-sveitin Portishead gaf síðast út hljóðversplötu haustið 1997 og fólk hefur beðið síðan með greipar spenntar, enda báðar hljóðversplötur Portishead mikil meistaraverk. Meira
3. mars 2007 | Menningarblað/Lesbók | 36 orð

Vetrarnótt

Bleikfölur máninn bærist milli skýja birtu daufri á Ískalt hjarnið slær niðdimm vetrarnóttin með sín veðurhljóð. Vægðarlaus með sínar köldu klær kveður hásum rómi biturt ljóð. Ingólfur Ómar Ármannsson Höfundur er Skagfirðingur og fæst við... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.