Greinar þriðjudaginn 29. maí 2007

Fréttir

29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 151 orð

70 ára afmæli Náttúrulækningafélagsins haldið hátíðlegt

SJÖTÍU ára afmælis Náttúrulækningafélags Íslands verður minnst laugardaginn 2. júní þar sem afhjúpaður verður minnisvarði um Jónas Kristjánsson, lækni og stofnfélaga NLFÍ, á lóð Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Fyrir 70. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 2789 orð | 1 mynd

Allt hefur sitt gjald og sín mörk

*Davíð Egilson, fyrrv. forstjóri Umhverfisstofnunar, segir stofnunina þurfa 80-100 milljónir á hverju ári til viðbótar núverandi framlögum svo hún geti sinnt lögboðnum verkefnum *Skuldbindingar hafa hlaðist upp vegna aðildar að EES og sýslar Umhverfisstofnun með 40% Evrópugerða sem teknar eru upp Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Áhrif Hálslóns á heiðagæsir verða könnuð á næsta ári

HEILDARÁHRIF Kárahnjúkavirkjunar á heiðagæsavarp verða væntanlega könnuð á næsta ári, að sögn Halldórs Walters Stefánssonar, starfsmanns Náttúrustofu Austurlands, en hann vinnur m.a. við fuglarannsóknir. Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 38 orð

Árás á Srí Lanka

AÐ MINNSTA kosti sjö létu lífið og 39 særðist í öflugri sprengju sem komið hafði verið fyrir við vegkant nærri einni mikilvægustu herstöð stjórnar Srí Lanka í hverfinu Ratmalana við Colombo í gær. Beindist árásin að hópferðabifreið... Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Ásakanir gengu á víxl á tímamótafundi

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is RYAN Crocker, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sakaði í gær írönsk stjórnvöld um að styðja vopnaða vígahópa andvíga írösku stjórninni í fyrstu formlegu viðræðum ríkjanna í 27 ár. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Á vélfákum til Digraneskirkju

MÓTORHJÓLAMESSA var haldin í Digraneskirkju í Kópavogi í gærkvöldi. Tilgangurinn með messunni var að fara með ferðabæn og blessa ökumenn fyrir sumarið. Þar þjónuðu fimm prestar og forstöðumenn, sem öll eiga mótorhjól. Séra Íris Kristjánsdóttir... Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 180 orð

Bifhjólamót gekk vel

MÓTORHJÓLAMÓT var haldið á Kirkjubæjarklaustri um hvítasunnuhelgina og voru keppendur fjölmargir eða 500 að tölu. Mótið sjálft var haldið í Vatnsskarðshólum gegnt hótelinu í Efri Vík. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Bílvelta við Þingvelli

BÍLL valt nærri Þingvöllum á sunnudaginn en hvorki ökumaður né farþegar slösuðust alvarlega. Atvikið átti sér stað rétt um klukkan þrjú við gatnamót Þingvallavegar og Grafningsvegar. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Boðnir á nær 700 þúsund

FÁLKAORÐUR eru nú boðnar til sölu á uppboðsvefnum eBay. Um er að ræða tvö uppboð á vegum aðila í Vancouver í Kanada. Annars vegar er um að ræða stjörnu stórkrossriddara fálkaorðunnar og riddarakross. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Eimskip aðalstyrktaraðili Íþróttafélagsins Völsungs

ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Völsungur á Húsavík og Eimskip hafa gert með sér samning um uppbyggingu íþróttastarfs næstu 2 árin. Eimskip verður einn af aðalstyrktaraðilum Völsungs á tímabilinu og mun styrknum verða varið til uppbyggingar, m.a. á barnastarfi... Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 185 orð

Erilsamt á Austurlandi

TALSVERÐUR erill var hjá lögreglunni á Eskifirði um helgina. Fjórir ökumenn voru stöðvaðir í umdæminu, grunaðir um ölvun við akstur. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 134 orð

Fagna framboði Valgerðar

LANDSSAMBAND framsóknarkvenna (LFK) lýsir fögnuði sínum yfir því að Valgerður Sverrisdóttir hefur boðið sig fram til varaformennsku í Framsóknarflokknum. Þetta kemur fram í ályktun frá framkvæmdastjórn landssambandsins. Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Fangar vilja klæðast bikiníi

SÆNSKIR kvenfangar krefjast nú þeirra "mannréttinda" að fá að klæðast bikiníi, í því augnamiði að fá sólbrúnku á líkamann. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 189 orð

Fjallað um nýjustu rannsóknir á einhverfu

STÓR ráðstefna um rannsóknir á einhverfu verður haldin á Grand hóteli 30. maí til 1. júní. Ráðstefnan ber heitið " The 5th Nordic Conference on Research on Autism Spectrum Disorders, NoCRA 2007 . Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Hagkaup opna verslun í Borgarnesi

Borgarnes | Hagkaup hafa opnað verslun í Borgarnesi. Verslunin er við hlið Bónuss, við brúarsporð Borgarfjarðarbrúarinnar. Viðskiptavinir á Vesturlandi geta nú gengið að öllu því besta sem Hagkaup hafa upp á að bjóða í sérvöru, segir í... Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 686 orð | 1 mynd

Hefð fyrir framlagi Íslendinga til rannsókna á brjóstakrabbameini

Árið 1995 áttu íslenskir vísindamenn hlutdeild í uppgötvun brjóstakrabbameinsgens. 12 árum síðar verða aftur kaflaskil í erfðafræðilegum rannsóknum á brjóstakrabba og Íslendingar eiga á ný hlut að máli. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 221 orð | 1 mynd

Hlaut sjö verðlaun við útskrift

Eftir Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður | Fjölbrautaskóli Snæfellinga útskrifaði á uppstigningardag tuttugu og einn nemanda. Sex nemendur brautskráðust með stúdentspróf, tveir nemendur af starfsbraut og 13 af vélstjórnarbraut 1. stigi. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 172 orð

Hreinsunardagur í Vesturbæ

TÖKUM upp hanskann fyrir Reykjavík er umfangsmikið fegrunar- og hreinsunarátak sem hleypt var af stokkunum í fyrra að frumkvæði borgarstjóra. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Hver á regnið?

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is VIÐ setningu vatnalaga árið 1923 var með ótvíræðum hætti tekið af skarið um að landeigendur ættu einir rétt til að hagnýta það vatn sem á landareign þeirra finnst eða um hana rennur, þar með talinn orkunýtingarrétt. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Í algleymi eggtíðar

HRAFNSUNGARNIR eru skriðnir úr eggjum líkt og ungar fleiri fuglategunda. Krumminn lætur vorhretin ekki á sig fá og verpir þótt kalt sé og hryssingslegt. Honum liggur á því hann reiðir sig á að geta fært sísvöngum ungunum sínum egg og unga annarra fugla. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Íslenskur heilsuiðnaður var kynntur á ráðstefnu í Rostock

Eftir Ólaf Guðstein Kristjánsson ÍSLENSKA sendiráðið í Berlín hefir ætíð unnið ötullega að því að kynna Ísland og íslenskar afurðir, hvort sem það er á menningarsviðinu, viðskiptasviðinu eða heilsusviðinu. Dagana 24.-25. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Japanar bjóðast til að falla frá vísindaveiðum á hnúfubak

FULLTRÚAR Japansstjórnar gáfu til kynna að þeir væru opnir fyrir málamiðlun á opnunardegi ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins, IWC, í borginni Anchorage í Alaska í gær. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð

Komið í veg fyrir smygl

LÖGREGLAN á Selfossi kom á sunnudaginn í veg fyrir að fíkniefnum yrði smyglað inn á Litla-Hraun. 18 ára ökumaður var stöðvaður á Þrengslavegi við venjubundið eftirlit og reyndist vera undir áhrifum vímuefna. Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 27 orð

Kosið á Spáni

SÓSÍALISTAR vörðu stöðu sína í sveitarstjórnarkosningunum á Spáni um helgina, þeir fengu 34,90% atkvæða. Helsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn, PP, fékk 35,6%. Þóttu kosningarnar mælikvarði á vinsældir spænsku... Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 307 orð

Líkamsárásum fjölgar

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is LÍKAMSÁRÁSARMÁLUM hefur fjölgað á höfuðborgarsvæðinu að sögn Stefáns Eiríkssonar lögreglustjóra. Sjö líkamsárásir komu til kasta lögreglu um helgina. Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Lokun sjónvarpsrásar í Venesúela fordæmd

Berlín. AFP. | Þjóðverjar, sem fara með forsæti í Evrópusambandinu, gagnrýndu lokun RCTV , elstu sjónvarpsstöðvarinnar í Venesúela, í gær eftir að Hugo Chavez, forseti landsins, neitaði að endurnýja útsendingaleyfi hennar. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 121 orð

Margæsin Howard laus við byrðina

MARGÆSIN Howard var merkt á Írlandi í apríl í fyrra og fékk þá senditæki á bakið. Var þetta liður í "Spring and Autumn Watch" hjá BBC. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 108 orð

Með fíkniefni innvortis

LÖGREGLAN í Borgarnesi lagði í fyrrinótt hald á um 45 grömm af fíkniefnum, mestmegnis kókaíni, sem tvær 17 ára stúlkur höfðu falið innvortis í smokkum. Voru stúlkurnar stöðvaðar um eittleytið við venjubundið eftirlit þar sem þær óku í norðurátt. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Með hæstu einkunn í sögu MH

RÓSA Björk Þórólfsdóttir varð dúx við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hún lauk námi til stúdentsprófs af náttúrufræðibraut á þremur árum og fékk 9,86, sem er hæsta meðaleinkunn stúdents frá MH. Rósa þakkar áfangakerfinu skjóta námsframvindu. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Mengunarvaldurinn sennilega fundinn

ÖRN Sigurðsson, settur sviðsstjóri mengunarvarna Reykjavíkurborgar, segir að sérfræðingar á vegum borgarinnar hafi mjög líklega fundið svæðið sem mengað vatn sem runnið hefur í Elliðaárnar að undanförnu kemur frá. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 650 orð

Mikill áhugi á meistaranámi í viðskiptafræði

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is GRÍÐARLEG aukning er í umsóknum um nám í viðskiptafræði hjá öllum háskólum sem bjóða slíkt nám. Sérstaklega er mikill áhugi á námi á meistarastigi. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 237 orð

Náðist eftir rán í 10-11-verslun

LÖGREGLAN handtók mann á sunnudagsmorgun eftir að tilkynning barst um vopnað rán í verslun 10-11 í Kópavogi. Maðurinn ógnaði starfsfólki með járnröri en engan sakaði. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 99 orð

Netsamtöl við Tryggingastofnun

TRYGGINGASTOFNUN hefur tekið upp þá nýbreytni að bjóða viðskiptavinum sínum upp á netsamtöl. Netsamtalið er svipaður samskiptamáti og annað spjall á netinu, svo sem msn. Sjá eftirfarandi slóð á vefsíðu TR: http://www.tr.is/tryggingastofnun/netsamtal. Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 189 orð

Nikótínfíklar flýja á klósett og á húsþök

Nakuru. AFP. | Almenningssalerni eru sífellt vinsælli áfangastaður í keníska bænum Nakuru eftir að reykingar á almannafæri voru bannaðar í apríl. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 220 orð

Orkublað rangfeðrað í Lesbók Morgunblaðsins

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gústaf Adolf Skúlasyni, aðstoðarframkvæmdastjóra Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja: "Á blaðsíðu tvö í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laugardag var að finna afar tilþrifamikla... Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Oswald ekki einn á ferð?

NÝJAR rannsóknir á skotfærunum sem voru notuð til að binda enda á líf demókratans John F. Kennedy, 35. forseta Bandaríkjanna, í Dallas í nóvember 1963 vekja spurningar um hvort Lee Harvey Oswald hafi einn skotið á bílalest forsetans. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð

Ók undir áhrifum fíkniefna

LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði um eittleytið á sunnudag ungan ökumann á Þrengslavegi vegna hraðaksturs. Lék grunur á að ökumaðurinn, sem er 18 ára, væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var fluttur ásamt tveimur farþegum á lögreglustöðina. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 110 orð

Óvissuferð um Skuggahverfi og gamla bæinn

TORFUSAMTÖKIN efna til óvissugöngu um Skuggahverfið og gamla bæinn í Reykjavík laugardaginn 2. júní nk., enda ríkir mikil óvissa um framtíð miðborgarinnar, eins og segir í fréttatilkynningu. Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 250 orð | 1 mynd

Peretz velt úr stóli flokksleiðtoga

AMIR Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, var í gær ýtt úr stóli flokksleiðtoga Verkamannaflokkins, í kosningum sem taldar eru ógna stöðu Ehuds Olmerts forsætisráðherra. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 45 orð

Rangt föðurnafn

Í VIÐTALI á bls. 18 í sunnudagsblaði Morgunblaðsins við Eydísi Sveinbjarnardóttur og Pál Biering benti Eydís á að tveir hjúkrunarfræðingar hefðu lokið doktorsprófi í geðhjúkrun. Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 33 orð

Sarkozy vinsæll

NICOLAS Sarkozy, nýkjörinn Frakklandsforseti, er vinsælasti forseti landsins frá dögum Charles de Gaulles um miðja 20. öld, 65% Frakka segjast ánægð með leiðtogann, mikill fjöldi, eða 31%, segist hins vegar ekki treysta... Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 408 orð | 1 mynd

Sex manns runnu rúma 70 metra í snjóflóði niður Hlíðarfjall

Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl. Meira
29. maí 2007 | Erlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Sjálfsvíg skekur ríkisstjórn Japans

Tókýó. AFP. | Þrýstingurinn á Toshikatsu Matsuoka, fyrrverandi landbúnaðarráðherra Japans, vegna mútuhneykslis hafði farið vaxandi dag frá degi þegar hann kaus að kveðja þennan heim í íbúð sinni í gær. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 58 orð

Sjónrænir orgeltónleikar í Akureyrarkirkju

EYÞÓR Ingi Jónsson, organisti Akureyrarkirkju, flytur í kvöld kl. 20.30 verk eftir J.P. Sweelinck, D. Buxtehude, G. Muffat, J.S. Bach, L. Vierne og O. Messiaen á tónleikum í kirkjunni. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 340 orð

Stefnir í formannskjör

HORFUR eru á að kosið verði á milli tveggja formannskandídata í Landssambandi eldri borgara (LEB) á landsþingi sambandsins á Akureyri um næstu helgi. Ólafur Ólafsson formaður og Helgi K. Hjálmsson varaformaður gefa báðir kost á sér. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Sterkar stelpur á Húsavík

FJÖLSKYLDUÞJÓNUSTA Þingeyinga hefur farið af stað með frumkvöðlaverkefni á Húsavík sem nefnist "Sterkar stelpur". Kvenfélag Húsavíkur styrkir verkefnið með fjárframlagi úr minningarsjóði Þórunnar Havsteen, Þórunnarsjóði. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Stórslysalaus umferðarhelgi

UMFERÐ var þung á Vesturlands- og Suðurlandsvegi í gær, þegar ferðalangar héldu heim á leið eftir hvítasunnuhelgina. Varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var ánægður með helgina sem að hans sögn gekk stórslysalaust fyrir sig. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 136 orð

Sveitarfélagi gefið nýtt nafn

HREPPSNEFND Höfðahrepps lét kanna hug íbúanna til nafnbreytingar á sveitarfélaginu. Mikill meirihluti vildi breyta nafninu í Sveitarfélagið Skagaströnd. Einnig kom til umræðu að endurnefna sveitarfélagið "Kántrýbærinn Skagaströnd". Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 56 orð | 2 myndir

Syngur fyrir Danadrottningu

SÓLRÚN Bragadóttir óperusöngkona heldur stutta einsöngstónleika í dag fyrir Margréti Danadrottningu í Fanefjord-kirkjunni á eyjunni Mön. Drottningin er í opinberri heimsókn á eyjunni með föruneyti. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 305 orð | 5 myndir

Trúðurinn sigraði

Eftir Jóhann A. Kristjánsson FYRSTA umferð Íslandsmeistaramótsins í torfæruakstri fór fram á Akureyri á hvítasunnudag. Það var að sjálfsögðu Bílaklúbbur Akureyrar, elsti akstursíþróttaklúbbur landsins, sem hélt keppnina. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 89 orð

Umferðarslys við Kvísker

STÚLKA á unglingsaldri slasaðist umtalsvert í umferðarslysi rétt við bæinn Kvísker í Öræfasveit í fyrrinótt. Slysið varð rétt í morgunsárið, um klukkan fimm. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Vel heppnuð afmælishátíð

Í TILEFNI af aldarafmæli Kleppsspítala var haldin tveggja daga ráðstefna sl. föstudag og laugardag á Grand hóteli Reykjavík sem fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara tók þátt í. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 201 orð

Vinsælt viðskiptanám

GRÍÐARMIKIL aukning er í umsóknum um nám í viðskiptafræði hjá hérlendum háskólum sem bjóða upp á slíkt nám. Þegar hafa borist tæplega 500 umsóknir um viðskiptanám við Háskólann í Reykjavík, að sögn Steins Jóhannssonar, forstöðumanns kennslusviðs HR. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Það er sérstök upplifun að róa á kajak

Stykkishólmur | "Þetta er þannig íþrótt eins og margar aðrar að það er erfitt að hætta þegar maður er kominn á bragðið," segir Þorsteinn Sigurlaugsson, skipuleggjandi sjókajakhátíðar Eiríks rauða, sem haldin var í Stykkishólmi um hvítasunnuna. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Þórhildur Marta Gunnarsdóttir

ÞÓRHILDUR Marta Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri, er látin. Þórhildur gegndi formannsstarfi og var í landsstjórn JC-hreyfingarinnar fyrst allra kvenna. Síðar varð hún fyrsta konan til að gegna formennsku innan Lions-hreyfingarinnar. Meira
29. maí 2007 | Innlendar fréttir | 409 orð | 1 mynd

Þrjátíu ferfættir kennarar á Hólum

Eftir Björn Björnsson Hólar | Skeifudagurinn var hátíðlegur haldinn við Hólaskóla fyrir skemmstu og var þar saman kominn stór hópur glæsihesta og knapa sem sýndu, hver öðrum betur, bestu eiginleika gæðingsins sem þeir hafa verið að temja og þjálfa í... Meira

Ritstjórnargreinar

29. maí 2007 | Leiðarar | 403 orð

Kaldranalegt heilbrigðiskerfi?

Hvað er að í íslensku heilbrigðiskerfi þegar hagur sjúklinganna hættir að ganga fyrir? Meira
29. maí 2007 | Staksteinar | 212 orð | 1 mynd

Órætt mál?

Í viðtali, sem Morgunblaðið birti í gær við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra, er hún m.a. spurð um afstöðu hinnar nýju ríkisstjórnar til hvalveiða. Meira
29. maí 2007 | Leiðarar | 417 orð

Samfélagsgeðlækningar

Líklega kemur hundrað ára afmæli Kleppsspítalans til með að marka tímamót í meðferð geðsjúkra á Íslandi. Ef marka má umræður á ráðstefnu, sem geðsvið Landspítala efndi til af þessu tilefni, er tími svonefndra samfélagsgeðlækninga að ganga í garð. Meira

Menning

29. maí 2007 | Tónlist | 178 orð | 1 mynd

15 km veggteppi

MICHAEL Eavis, eigandi bóndabýlis í Somerset og skipuleggjandi Glastonbury-hátíðarinnar, fékk "undarlega og frábæra" hugmynd, að eigin mati: Að skreyta mörg hundruð metra langa girðingu, sem reisa á í kringum býli hans vegna hátíðarinnar, með... Meira
29. maí 2007 | Tónlist | 357 orð

Að taka viljann fyrir verkið

PLATA Trassanna, Amen, er að mörgu leyti hressandi viðbót við íslenskt rokk í þyngri kantinum. Hljómsveitin líður eitthvað fyrir það að vera að gera plötu núna en hafa verið virkust á árunum 1987-1991. Meira
29. maí 2007 | Bókmenntir | 70 orð | 1 mynd

Almenningsálit tálsýn ein

"ALMENNINGSÁLITIÐ er ekki til" heitir ellefta rit ritraðar Reykjavíkurakademíunnar, Atvika, og er eftir félagsvísindamanninn Pierre Bourdieu. Um þýðingu sáu Björn Þorsteinsson, Egill Arnarson og Gunnar Harðarson. Meira
29. maí 2007 | Bókmenntir | 73 orð | 1 mynd

Annað hefti TMM komið út

ANNAÐ hefti Tímarits Máls og menningar er komið út. Þar kennir ýmissa grasa að venju og þjóðkunnir rithöfundar og skáld eiga verk í heftinu. Meira
29. maí 2007 | Myndlist | 225 orð | 1 mynd

Á flugi um litríka undraveröld

Opið kl. 14-18 mið.-fös. og 14-17 lau. og sun. Sýningu lýkur 1. júlí. Aðgangur ókeypis. Meira
29. maí 2007 | Myndlist | 163 orð | 1 mynd

Ástarpíramídi Snorra til Feneyja

SNORRI Ásmundsson myndlistarmaður ætlar að minna gesti Feneyjatvíæringsins á mikilvægi ástarinnar dagana 6.-10 júní. Þar verður sett upp verk Snorra, Pyramid of Love, eða Ástarpíramídinn, og mun Snorri því hugleiða í píramída. Meira
29. maí 2007 | Kvikmyndir | 272 orð | 1 mynd

Bak við tjöldin í búðum 17

Stríðsmynd. Bandaríkin 1952. Sam-myndir. DVD. 115 mín. Ísl. texti. Leikstjóri: Billy Wilder. Aðalleikarar: William Holden, Don Taylor og Otto Preminger. Meira
29. maí 2007 | Kvikmyndir | 172 orð

Barþjónninn sem barðist eins og örn

Bandaríkin 2006. Sam-myndir. DVD. 125 mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Ericson Core. Aðalleikarar: Mark Wahlberg, Greg Kinnear. Meira
29. maí 2007 | Tónlist | 197 orð | 1 mynd

Eðalborið

Verk eftir J. S. Bach, Schmelzer, Froberger og Biber. Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla og Francesco Corti semball. Þriðjudaginn 22. maí kl. 20. Meira
29. maí 2007 | Tónlist | 610 orð | 2 myndir

Eilíft líf

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is JEFF Buckley varð mönnum mikill harmdauði, en þessi hæfileikaríki tónlistarmaður lést með voveiflegum hætti árið 1997 þegar hann drukknaði í Mississippi-ánni. Meira
29. maí 2007 | Leiklist | 539 orð | 1 mynd

En fjallkonan?

Höfundur: Jón Atli Jónasson. Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Búningar: Íris Eggertsdóttir. Leikmynd: hópurinn. Leikendur: Björn Thors, Erlingur Gíslason, Friðgeir Einarsson, Jón Páll Eyjólfsson, Jón Atli Jónasson, Laufey Elíasdóttir og fleiri. Meira
29. maí 2007 | Tónlist | 223 orð | 1 mynd

Frábær Sjakonna

Verk eftir Mozart, R. Strauss, J. S. Bach, Bartók og Wieniawski. Ari Þór Vilhjálmsson fiðla, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó. Miðvikudaginn 23. maí kl. 20. Meira
29. maí 2007 | Leiklist | 408 orð | 1 mynd

Gengið til stofu leikskálds

Höfundur: Sigtryggur Magnason. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Ráðgjafi varðandi hljóðheim: Atli Ingólfsson. Ráðgjafi varðandi búninga: Eva Guðjónsdóttir. Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Ingvar Sigurðsson og Jörundur Ragnarsson. Lokastígur 5, efri hæð, fimmtudaginn, 24. maí 2007 kl. 21. Meira
29. maí 2007 | Fjölmiðlar | 240 orð | 2 myndir

Gufan er best

Gömlu góðu Gufunni er aldrei of oft hælt í hástert. Hún er eins og gott vín, batnar alltaf með aldrinum. Það er hreinasti unaður að hlusta á hana, allt svo þegar uppáhaldsþættirnir eru á dagskrá, eins og til dæmis Víðsjá, Orð skulu standa eða... Meira
29. maí 2007 | Kvikmyndir | 924 orð | 4 myndir

Gullpálminn til Rúmeníu

Fagnað var á göngum hátíðarhallarinnar hér í Cannes síðastliðið sunnudagskvöld þegar Stephen Frears, formaður dómnefndar, tilkynnti að Gullpálminn færi í hendur rúmenska leikstjóranum Cristian Mungiu fyrir myndina 4 Luni, 3 Saptamini si 2 Zile (4... Meira
29. maí 2007 | Tónlist | 250 orð | 1 mynd

Hinn tæri tónn og sargandi mögnun

NASA Föstudaginn 26.5. 2007. Meira
29. maí 2007 | Bókmenntir | 428 orð | 3 myndir

Kraumandi menningarlíf

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HJÓNIN Rafael García og Cecile Pérez eru miklir áhugamenn um íslenska menningu. Þau hafa sett á laggirnar vefsíðuna Strokk , sem er í raun veftímarit sem gefið verður út á tveggja mánaða fresti. Meira
29. maí 2007 | Leiklist | 76 orð | 1 mynd

Leikstýrir Ofviðri Shakespeares

STEFÁN Sturla Sigurjónsson gekk í síðustu viku frá samningi við Borgarleikhúsið í Vasa um að leikstýra Ofviðrinu eftir William Shakespeare á stóra sviði leikhússins. Æfingar hefjast 20. nóvember nk. og stefnt að því að frumsýna verkið 2. febrúar 2008. Meira
29. maí 2007 | Kvikmyndir | 162 orð | 1 mynd

Líkið í lóninu

Ástralía 2006 2004. Myndform 2007. DVD. 119 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Leikstjóri: Ray Lawrence. Aðalleikarar: Laura Linney, Gabriel Byrne. Meira
29. maí 2007 | Menningarlíf | 183 orð | 1 mynd

Of háar byggingar

SKÝJAKLJÚFAR eru á góðri leið með að eyðileggja útlínur Lundúna og of mikil áhersla er lögð á að byggja gríðarháa skýjakljúfa í stærri borgum Bretlands. Meira
29. maí 2007 | Kvikmyndir | 487 orð

Partíin sem enduðu úti í ballarhafi

Íslensk heimildamynd. Leikstjórn, handrit og framleiðendur: Margrét Jónsdóttir og Magnús Viðar Sigurðsson. Viðmælendur: Óskar Vigfússon, Hreinn Vilhjálmsson, Magnús Jónsson, Ragnar Franzson, Theodór Jónsson o.fl. 52 mín. Saga Film. Ísland. 2007. Meira
29. maí 2007 | Tónlist | 475 orð | 3 myndir

Raddir úr fortíðinni

ÞEGAR tvær jafn merkar og virtar hljómsveitir og Uriah Heep og Deep Purple koma saman og spila í Laugardalshöll er við því að búast að hitni í kolunum, og þannig var það líka á tónleikunum á sunnudagskvöld. Meira
29. maí 2007 | Kvikmyndir | 271 orð | 1 mynd

Sófakynslóðin hlaut Einarinn

Í GÆR lauk heimildamyndahátíðinni Skjaldborg 2007, sem haldin var í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Meira
29. maí 2007 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Vinsælustu lög Hugleiks leikin

LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur ætlar að ljúka leikári sínu með tónleikum í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld kl. 21. Þar verða mörg vinsælustu lög félagsins úr sýningum þess, um 20 stykki, flutt af hljómsveit, kór og einsöngvara. Meira
29. maí 2007 | Fólk í fréttum | 351 orð | 15 myndir

Þjóðhátíðarskotið festival í Þjóðleikhúsinu

Á laugardagskvöldið, aðfangadag hvítasunnu, fór fram lokaviðburður Listahátíðar . Þá var frumsýning á Partílandi eftir Jón Atla Jónasson á s tóra sviði Þjóðleikhússins en sýningin er unnin í samstarfi leikhússins og leikfélagsins Gilligogg . Meira

Umræðan

29. maí 2007 | Blogg | 415 orð | 1 mynd

Andrés Magnússon | 28. maí 2007 Purple enn í Höllinni Ég fór á...

Andrés Magnússon | 28. maí 2007 Purple enn í Höllinni Ég fór á afskaplega skemmtilega tónleika Deep Purple, sem Concert hélt í Laugardalshöll í gær. Það lifir lengi í gömlum glæðum og Ian Gillan náði að hita upp furðukaldan sal án vandræða. Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 426 orð | 2 myndir

Diplómanám í fjölmenningarfélagsráðgjöf

Lilja Hjartardóttir og Edda Ólafsdóttir skrifa um nýtt nám við HÍ: "Markmið námsins er að koma til móts við þörf fyrir sérhæfða þekkingu og færni á sviði félagsráðgjafar." Meira
29. maí 2007 | Blogg | 72 orð | 1 mynd

Einar Sveinbjörnsson | 28. maí 2007 Síðbúið snjóflóð – allt fór...

Einar Sveinbjörnsson | 28. maí 2007 Síðbúið snjóflóð – allt fór blessunarlega vel Þessar fréttir af snjóflóði ofan skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli eru lyginni líkastar. Engu að síður staðreynd og sem betur fer sluppu allir sjö sem voru þarna nærri. Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Er Paul Watson að hóta sjálfsmorðsárásum í íslenskri lögsögu?

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar um hótanir Paul Watsons í garð Íslendinga: "Um fyrirhugaðar aðgerðir Sea Shepherd á Íslandsmiðum og hugsanleg viðbrögð íslenskra stjórnvalda." Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 750 orð | 1 mynd

Hvað segja vandlætingarmenn nú?

Ögmundur Jónasson skrifar um þrívíddartölvuleikinn RapeLay og umræðuna um leikinn í þjóðfélaginu.: "Ég bíð spenntur eftir því að bloggarar Framsóknar og Samfylkingar tjái sig. Og þá gjarnan um nauðgunarglæpi, mansal og nú um framangreindar óskir..." Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 553 orð | 1 mynd

Hver verður atvinnustefnan?

Gestur Svavarsson fjallar um umhverfismál og nýja ríkisstjórn: "Stjórnarflokkarnir eru þeir flokkar sem náðu saman um Kára-hnjúka í Alþingi og borgarstjórn og komu stækkun álversins í Straumsvík áleiðis." Meira
29. maí 2007 | Blogg | 67 orð | 1 mynd

Kristín M. Jóhannsdóttir | 28. maí 2007 Í nafni trúar Ég hef verið að...

Kristín M. Jóhannsdóttir | 28. maí 2007 Í nafni trúar Ég hef verið að horfa á sjónvarpsþættina um Elísabetu fyrstu, með Helen Mirren og Jeremy Irons í aðalhlutverkum (stórleikarar bæði tvö). [... Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 285 orð | 1 mynd

Landfræðilegar upplýsingar, undirstaða átaks í umhverfismálum

Magnús Guðmundsson skrifar um starfsemi Landmælinga Íslands: "Markmið INSPIRE er að samræma og samnýta landfræðileg gögn í Evrópu. Mikilvægt er að upplýsingar verði öllum aðgengilegar án hindrana." Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 347 orð | 1 mynd

"Þín fyrsta hrösun?"

Jóhann Tómasson skrifar um hið pólitíska svell: "Nú dansar þessi ágæta kona við dansherra, sem kann að umgangast konur." Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 367 orð | 1 mynd

Reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum

Sigríður Ólína Haraldsdóttir skrifar um bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum: "Bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum tekur gildi þann 1. júní nk." Meira
29. maí 2007 | Blogg | 108 orð | 1 mynd

Sóley Tómasdóttir | 26. maí 2007 www.ungfruisland.is Á heimasíðu Ungfrú...

Sóley Tómasdóttir | 26. maí 2007 www.ungfruisland.is Á heimasíðu Ungfrú Íslands er fróðleik að finna um keppnina. Uppáhaldið mitt er: "5. Hvert er aldurstakmark og inntökuskilyrði? Aldurstakmörk í Ungfrú Ísland er 18-24 ára. Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 581 orð | 1 mynd

Vaðlaheiðargöng á næsta ári

Guðmundur Karl Jónsson skrifar um gangagerð á Norðurlandi: "Samkvæmt úrskurði Skipulagstofnunar mæla öll rök gegn því að Vaðlaheiðargöng geti beðið öllu lengur." Meira
29. maí 2007 | Velvakandi | 411 orð | 1 mynd

velvakandi

Velkomin í 21. öldina VIL ég óska nýrri ríkisstjórn til hamingu með sameininguna, tel ég þetta eitt stærsta framfaraspor sem íslensk stjórnmál hafa tekið, og haldið aftur af afturhaldsöflum nú þegar alþjóðastjórnmál eru í framsókn. Meira
29. maí 2007 | Bréf til blaðsins | 309 orð

Þarf borgarstjóri að fara í heyrnarpróf ?

Frá Hjörleifi M. Jónssyni: "ÉG skrifaði bréf til Vilhjálms borgarstjóra, sem birtist í Morgunblaðinu þann 5. maí síðastliðinn og var að kvarta undan afskiptaleysi eftirlitsaðila með sprengingum í nágrenni við gömul og rótgróin hverfi í gamla bænum." Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 451 orð | 1 mynd

Þjóðfélagsþegnar

Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar um fjölmenningarsamfélagið: "Koma fólks hingað frá fjarlægum löndum til dvalar hér er undir sömu formerkjum og áður þegar fólk fluttist milli landshluta." Meira
29. maí 2007 | Aðsent efni | 755 orð | 2 myndir

Öll lífsins gæði?

Hólmfríður Þórðardóttir og Haraldur Ingólfsson skrifa opið bréf til bæjarfulltrúa Akureyrarbæjar um félagsmiðstöðvar: "Ef við viljum standa við stóru orðin um Öll lífsins gæði þurfum við að gera kröftugt átak til eflingar félagsmiðstöðva fyrir börn á grunnskólaaldri." Meira

Minningargreinar

29. maí 2007 | Minningargreinar | 3577 orð | 1 mynd

Bogi Jóhannsson

Bogi Jóhannsson fæddist í Vestmannaeyjum 30. september 1920. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Gíslason frá Vestmannaeyjum, f. 16.7. 1883, d. 1.3. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2007 | Minningargreinar | 2874 orð | 1 mynd

Dóra Sigfúsdóttir

Dóra Sigfúsdóttir fæddist á Akureyri 31. desember 1927. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigfús Elíasson frá Fremri-Uppsölum í Selárdal í V-Barð., f. 24. 10. 1896, d. 22. 10. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2007 | Minningargreinar | 970 orð | 1 mynd

Friðrik Jónsson

Friðrik Guðmundur Albert Jónsson, stýrimaður frá Bolungarvík, fæddist í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp 1. janúar 1921. Hann lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
29. maí 2007 | Minningargreinar | 1413 orð | 1 mynd

Jensína Þóra Guðmundsdóttir

Jensína Þóra Guðmundsdóttir fæddist á Skarðsbúð í Akranessókn 9. nóvember 1925. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt 20. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar hennar voru Þórhildur Kristjánsdóttir, f. 3. ágúst 1898, d. 17. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. maí 2007 | Sjávarútvegur | 950 orð | 3 myndir

Aldargamlar deilur um síldina

BAKSVIÐ Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SAMSKIPTI Íslendinga við Norðmenn um síld eru fjarri því að vera ný af nálinni. Þau ná alveg aftur fyrir aldamótin 1900. Norðmenn stunduðu umfangsmiklar veiðar á síld við landið frá því upp úr miðri 19. öldinni. Meira
29. maí 2007 | Sjávarútvegur | 603 orð | 1 mynd

Það þarf að stilla kompásinn

Sigurjón Þórðarson sendi bryggjuspjallara tóninn í Mogganum í síðustu viku. Þar sakaði hann bryggjuspjallara um að afflytja fréttir úr færeyskum sjávarútvegi og spinna óhróður um færeyska sóknardagakerfið. Ásakanir Sigurjóns eru út í hött. Meira

Viðskipti

29. maí 2007 | Viðskiptafréttir | 638 orð | 2 myndir

Innn og Hvíldarklettur með bestu markaðsáætlanirnar

SIGRÚN Guðjónsdóttir frá hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækinu Innn hf. og Elías Guðmundsson frá ferðaþjónustufyrirtækinu Hvíldarkletti ehf. Meira

Daglegt líf

29. maí 2007 | Daglegt líf | 183 orð

Af rjúpu og húsfreyju

Þegar Sigurjón Jónsson, bróðir Haraldar á Einarsstöðum, afa Einars Jónssonar lækningamiðils, var um sjö ára aldur var hann staddur í Láfsgerði, þegar rjúpa kom fljúgandi undan val inn um gluggaljórann og lenti í kjöltu húsfreyjunnar, sem dró hana þegar... Meira
29. maí 2007 | Daglegt líf | 682 orð | 1 mynd

Einhverfan býr í okkur öllum

Sólveig Guðlaugsdóttir geðhjúkrunarfræðingur hefur starfað með einhverfum börnum og foreldrum þeirra í 30 ár. Hún kveðst fyrst og fremst líta á þá reynslu sem mikla gæfu. Meira
29. maí 2007 | Daglegt líf | 176 orð | 1 mynd

Einn af hverjum 29 hrakfallabálkur

Hvernig er mögulegt að detta um ekki neitt á gangstéttinni þannig að skyndikaffibollinn þeytist upp í loftið á meðan skrokkurinn tekur stórfenglega dýfu svo viðkomandi lendir með tennurnar á undan á jörðinni áður en kaffið lendir á hnakka hans? Meira
29. maí 2007 | Daglegt líf | 720 orð | 2 myndir

Glittir í gogg eða fjöður

Þeir fela sig í skýlum og skúrum og laumast um, vopnaðir sjónauka. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir áttaði sig þó á að þar eru engir dónar á ferð. Meira
29. maí 2007 | Daglegt líf | 100 orð | 1 mynd

Hið ljúfa hundalíf

Það væsir ekki um þennan hvutta sem hér leikur sér á púða í garðinum við Kennell, sem er eins konar fimm stjörnu hundahótel í útjaðri Delhí á Indlandi. Meira
29. maí 2007 | Daglegt líf | 517 orð | 2 myndir

Sívaxandi stórveldi í heimi fjölmiðla

Útvarp KR sendi út í 200. sinn í gær. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að því að á FM 98,3 er fólk lítið upptekið af hlutlausri umfjöllun í fjölmiðlum. Meira
29. maí 2007 | Daglegt líf | 242 orð | 2 myndir

Starfsréttindi með stúdentsprófinu

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Fjöltækniskóli Íslands hefur nú þróað nýja náttúrufræðibraut til stúdentsprófs sem byggð er á aðalnámskrá framhaldsskóla. Meira

Fastir þættir

29. maí 2007 | Fastir þættir | 694 orð | 3 myndir

Áfangi og sigur Héðins

19.-26. maí 2007 Meira
29. maí 2007 | Fastir þættir | 158 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Samvinna í vörn. Meira
29. maí 2007 | Í dag | 68 orð | 1 mynd

Fallinna hermanna minnst

HUNTER Stewart, sex ára bandarísk stúlka, sést hér hvíla sig í kjöltu móður sinnar við minningarathöfn um fallna hermenn í Arlington-kirkjugarðinum í Virginíu í Bandaríkjunum í gær, á Minningardeginum svonefnda. Meira
29. maí 2007 | Í dag | 402 orð | 1 mynd

Nýjustu rannsóknir á einhverfu

Evald Sæmundsen fæddist á Blönduósi 1948. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1969, stundaði nám í sálfræði við HÍ, lauk meistaragráðu í sálfræði frá Háskólanum Aix-Marseille I. Meira
29. maí 2007 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Jesús horfði á þá og sagði: "Fyrir mönnum eru engin...

Orð dagsins: Jesús horfði á þá og sagði: "Fyrir mönnum eru engin ráð til þessa, en fyrir Guði. Guð megnar allt." (Mk. 10, 27. Meira
29. maí 2007 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. Rf3 e6 5. Bg5 h6 6. Bh4 dxc4 7. e4 g5 8. Bg3 b5 9. Be2 Bb7 10. Re5 Rbd7 11. Dc2 Bg7 12. Hd1 Db6 13. h4 g4 14. O-O Rxe5 15. Bxe5 O-O 16. Dc1 c5 17. Df4 Re8 18. Dxg4 Kh7 19. Bxg7 Rxg7 20. d5 Had8 21. h5 b4 22. Ra4 Da5 23. Meira
29. maí 2007 | Í dag | 108 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Dönsk prinsessa kom hingað í heimsókn í tilefni af ráðstefnu skáta. Hver er það? 2 Hver verður þingflokksformaður Frjálslynda flokksins? 3 Hvað heitir vínið sem Helgi Tómasson ræktar í Napadalnum í Kaliforníu? Meira
29. maí 2007 | Fastir þættir | 301 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Það er Víkverja mesta raun að fara í búðir. Ástæðan er sú að ef hann þarf aðstoð af einhverju tagi, þá er enga þjónustu að fá. Meira

Íþróttir

29. maí 2007 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

45 ára bið Nürnberg eftir bikar á enda

NÜRNBERG varð á laugardagskvöld þýskur bikarmeistari í knattspyrnu í fjórða sinn þegar liðið sigraði nýbakaða Þýskalandsmeistara Stuttgart í framlengdum úrslitaleik í Berlín, 3:2. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 945 orð | 1 mynd

Blikar enn án sigurs

VALSMÖNNUM tókst ekki að komast upp fyrir FH-inga og tylla sér á topp Landsbankadeildarinnar, í það minnsta ekki í bili. Valur sótti Breiðablik heim í Kópavoginn þar sem niðurstaðan varð markalaust jafntefli. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

Derby í úrvalsdeild á nýjan leik

DERBY County er komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir fimm ára fjarveru en liðið hafði betur gegn WBA, 1:0, í úrslitaleik um þriðja lausa sætið í úrvaldeildinni. 75.000 áhorfendur á Wembley sáu Stephen Pearson skora sigurmarkið á 62. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 508 orð | 1 mynd

Ekkert gengur hjá KR sem er eitt í neðsta sæti

VÍKINGAR komu, sáu og sigruðu í Vesturbænum í gærkvöldi þegar liðið lagði KR 2:1 í fjórðu umferð Landsbankadeildar karla. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 138 orð

FH-ingar til Fjölnis

FYRSTU deildar lið Fjölnis í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk en þrír leikmenn úr Íslandsmeistaraliði FH er komnir til félagsins og verða þar í láni í það minnsta næsta mánuðinn. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 302 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

David Beckham er aftur kominn í enska landsliðið í knattspyrnu en Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, valdi um helgina landsliðshóp sinn sem etur kappi við Brasilíumenn og Eista í næsta mánuði. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 326 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Grétar Rafn Steinsson lék allan tímann með AZ Alkmaar þegar liðið tapaði, 3:0, fyrir Ajax, í síðari úrslitaleik liðanna um sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð . Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 286 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Víkingurinn Gunnar Kristjánsson, sem nýlega var valinn í landsliðshópinn, er uppalinn KR -ingur og í gær afhentu forráðamenn félagsins honum gjöf með þakklæti fyrir framlag hans til KR. Hann þakkaði fyrir sig með mjög góðum leik. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 324 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kári Steinn Karlsson , hlaupari úr Breiðabliki í Kópavogi, náði mjög góðum árangri í 10.000 metra hlaupi á Norðurlandameistaramótinu sem haldið var í Kerava í Finnlandi. Kári Steinn kom í mark á 30. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 426 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ragnar Ingi Sigurðsson , skylmingamaður úr FH, bar sigur úr býtum á heimsbikarmóti sem haldið var í Helsinki í Finnlandi um helgina. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Erla Steinunn Arnardóttir , landsliðskona í knattspyrnu, skoraði eitt mark og lagði upp annað fyrir Jersy Sky Blue þegar liðið sigraði Rochester Raging Rhinos, 3:0, í annarri umferð bandarísku atvinnumannadeildarinnar. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 1930 orð | 2 myndir

Fylkir – ÍA 2:2 Fylkisvöllur, úrvalsdeild karla...

Fylkir – ÍA 2:2 Fylkisvöllur, úrvalsdeild karla, Landsbankadeildin, mánudaginn 28. maí 2007. Mörk Fylkis : Valur Fannar Gíslason 42., Christian Christiansen 82. Mörk ÍA : Jón Vilhelm Ákason 36., Vjekoslav Svadumovic 71. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 170 orð

Garðar Jóhannsson skoraði hjá Árna Gauti

GARÐAR Jóhannsson tryggði nýliðum Fredrikstad sigur á Árna Gauti Arasyni og félögum hans í Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina. Garðar kom inná sem varamaður á 46. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 696 orð | 1 mynd

James vaknar til lífsins

ÞRÁTT fyrir deilur um leikbönn og sætaskipan liða heldur úrslitakeppni NBA-deildarinnar áfram og nú hafa liðin sem virtust vera í vonlausri stöðu tekið við sér. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 951 orð | 5 myndir

Keflvíkingar kjöldrógu HK með þriggja marka sigri

ENGIN grið voru gefin suður með sjó í gærkvöldi þegar HK sótti Keflvíkinga heim. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 149 orð | 1 mynd

Ólafur meistari í annað sinn með Ciudad Real

ÓLAFUR Stefánsson og félagar hans í Ciudad Real tryggðu sér um helgina spænska meistaratitilinn í handknattleik þegar liðið burstaði Antequera á útivelli, 29:40. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 130 orð

Raj og Sigurlaug fögnuðu sigri

SIGURLAUG Sigurðardóttir úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj Bonifacius úr Víkingi urðu Íslandsmeistarar í tennis fimmta árið í röð nú um Hvítasunnuhelgina. Sigurlaug hafði betur gegn Söndru Dís Kristjánsdóttur úr Tennisfélagi Kópavogs, 3:6, 7:6 og 6:1. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 346 orð | 1 mynd

Snorri skoraði 13 mörk í síðasta heimaleik sínum

SNORRI Steinn Guðjónsson átti sannkallaðan stórleik í síðasta heimaleik sínum með þýska liðinu Minden þegar liðið gerði jafntefli við Gummersbach, 32:32, í næstsíðustu umferð þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 443 orð | 1 mynd

Spyr mig hvað sé að

"ÞAÐ er auðvitað alveg á hreinu að ég spyr mig hvað sé að hjá okkur," sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR-inga, eftir að lið hans tapaði 2:1 fyrir Víkingum í Landsbankadeildinni í gærkvöldi. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 724 orð | 7 myndir

Súrsætt hjá tíu Fylkismönnum gegn ÍA

MIKIÐ fjör var í Árbænum í gær þegar Fylkismenn tóku á móti Skagamönnum í 4. umferð Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu karla. Þrátt fyrir að liðin hafi ekki boðið upp á fallega knattspyrnu var leikurinn engu að síður hin besta skemmtun. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 154 orð

Sveinn og Helga Íslandsmeistarar

SVEINN Elías Elíasson úr Fjölni og Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr USVH urðu um helgina Íslandsmeistarar í fjölþraut í frjálsum íþróttum en Íslandsmótið fór fram á Laugardalsvelli. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 223 orð

Tvö rothögg og valtað var yfir okkur

"MÉR fannst við ekki byrja illa, byrjuðum til dæmis vel bæði í upphafi fyrri og síðari hálfleiks en svo voru fyrstu tvö mörkin alger rothögg fyrir okkur og við misstum sjálfstraustið og Keflvíkingar völtuðu yfir okkur," sagði Gunnleifur... Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 204 orð

Við vorum lengi í gang

"VIÐ vorum staðráðnir í að halda hreinu og skora síðan til að gera út um leikinn, sem gekk eftir," sagði Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði Keflvíkinga, sem átti mjög góðan leik á miðjunni, deildi boltanum vel og hélt svæði sínu. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 410 orð

Þriggja liða barátta á Spáni

ÞRJÚ efstu liðin á Spáni, Real Madrid, Barcelona og Sevilla, unnu öll leiki sína um helgina en vonir Valencia um titil urðu að engu þegar liðið tapaði fyrir Villareal á heimavelli. Meira
29. maí 2007 | Íþróttir | 150 orð | 1 mynd

Þýskaland Balingen – Kr-Östringen 25:28 Düsseldorf &ndash...

Þýskaland Balingen – Kr-Östringen 25:28 Düsseldorf – N-Lübbecke 29:36 Hildesheim – Melsungen 37:28 Magdeburg – Grosswallst. 34:27 Minden – Gummersbach 32:32 Nordhorn – Göppingen 30:29 Wilhelmshav. Meira

Fasteignablað

29. maí 2007 | Fasteignablað | 294 orð | 2 myndir

Brúarás 11

Reykjavík | 101 Reykjavík fasteignasala er með í sölu fallegt 2ja íbúða raðhús, ásamt tvöföldum bílskúr. Um er að ræða íbúð sem er hæð og ris, skráðir 112 fm, en risloftið mælist ekki að fullu og hins vegar 96 fm íbúð í kjallara með sérinngangi. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 516 orð | 1 mynd

Er hægt að sleppa upphitun í baðherbergi?

Í fjölbýlishúsum er skipulag íbúða stundum þannig að baðherbergin eru gluggalaus inni í miðri íbúð. Að sjálfsögðu getur þetta vel gengið en þá þarf að vanda útloftun frá innilokuðu baðherbergjum. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 133 orð | 1 mynd

Geitland 4

Fossvogur | Fasteignasalan Garður kynnir 4-5 herbergja, mjög vel skipulagða íbúð við Geitland í Fossvogi. Húsið stendur nokkuð hátt og er gott útsýni úr íbúðinni. Eigninni fylgja mjög stórar suðursvalir (um 20 fm.) Eignin er samtals 128,8 fm., þ.e. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 486 orð | 1 mynd

Hvítasunnuliljur

Það haustaði snemma þetta árið og sumarið var óvenju stutt, en það kom líka snemma. Um mánaðamótin apríl – maí varð næturhitinn eitt sinn 17 gráður en nú lafir hann í frostmarki. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 175 orð | 2 myndir

Högnastígur 5

Flúðir | Domus fasteignasala er með í sölu einbýlishús á frábærum stað á Flúðum. Forstofa er með flísum á gólfi og fataskáp. Þrjú herbergi eru í húsinu og eru tvö þeirra með nýjum fataskápum. Plastparket er á gólfi allra herbergja. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 203 orð | 2 myndir

Íshússtígur 3

Keflavík | RE/MAX Borg kynnir nýuppgert einbýlishús á tveimur hæðum með innréttuðu aukahúsi á lóð. Húsið er allt nýuppgert að utan sem innan og er hið glæsilegasta. Gengið er inn í forstofu sem er flísalögð og með góðu skápaplássi. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 1041 orð | 5 myndir

Íslensk hönnun á norskum sumarhúsum

Nútímaleg sumarhús Guðmundar Jónssonar arkitekts hafa vakið athygli í Noregi, en þar starfar Guðmundur á arkitektastofu sinni í Ósló. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 140 orð | 2 myndir

Naustabryggja 57

Reykjavík | Fasteignasalan Höfði er með í sölu stórglæsilega 110,5 fm 4-5 herbergja íbúð á 2. hæð í nýju lyftuhúsi sjávarmegin í Bryggjuhverfinu. Komið er inn í forstofu og gang með miklum skápum og parketi á gólfi. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 208 orð | 1 mynd

Nýr miðbær á Egilsstöðum

Deiliskipulag fyrir nýjan miðbæ á Egilsstöðum var samþykkt í febrúar 2006 í kjölfar hugmyndasamkeppni sem Fljótsdalshérað efndi til um skipulag á svæðinu. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Sætir upptakarar

Ítalski hönnuðurinn Biagio Cisotti hannaði þessa skemmtilegu upptakara fyrir Alessi, en þeir eru hluti af FFF-línunni, sem stendur fyrir "Family Follows Fiction. Meira
29. maí 2007 | Fasteignablað | 389 orð | 1 mynd

Þetta helst...

Nýtt íbúðahverfi * Sigurður Fannar Guðmundsson, Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Ívar Másson fjárfestar hafa keypt tvo samliggjandi hluta úr landi Kotsrandar og Akurgerðis í Ölfusi. Á fréttavefnum sudurland. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.