Greinar þriðjudaginn 24. júlí 2007

Fréttir

24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 311 orð

Athugasemd frá Vegagerðinni

VEGAGERÐIN hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi athugasemd vegna fréttar sem birtist í blaðinu: "Í frétt í Morgunblaðinu laugardaginn 21. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Athygli vakin á virkjunaráformum í Þjórsá

SKILTI hefur verið sett upp í mynni Þjórsárdals, sem sýnir hve stór hluti náttúrunnar hverfur undir vatn fái Landsvirkjun að reisa Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjun. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd

Aukin aðsókn að Jökulsárlóni

AÐSÓKNARMET var slegið við Jökulsárlón síðastliðinn þriðjudag en þá fóru 977 manns í siglingu um lónið. Eldra metið var 930 manns. Mun fleiri hafa komið að Jökulsárlóni í sumar en á undanfönum árum og farþegum sem fara í siglingu fjölgar ár frá ári. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Baráttan að tapast?

HELSTI ráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni gegn alnæmi, dr. Anthony Fauci, segir að þótt ýmislegt hafi áunnist sé ástandið enn þannig að sex sinnum fleiri sýkist af HIV-veirunni, sem veldur sjúkdómnum, en fái meðferð. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Beltin óspennt

LAGANNA verðir þurfa nánast daglega að hafa afskipti af fólki sem ekki hefur bílbelti sín spennt líkt og lög og reglur gera ráð fyrir. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Benni lækkar verð á nýjum bílum

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is BÍLABÚÐ Benna hefur lækkað verð á öllum nýjum bílum sem fyrirtækið hefur umboð fyrir. Lækkunin nemur þremur til fimm prósentum, eftir verðmæti bílanna og framleiðslulandi. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 350 orð | 1 mynd

Betri spretta en síðustu ár

SVO virðist sem veðurblíðan sem lék um landið nú í sumar hafi ekki aðeins haft góð áhrif á landsmenn heldur einnig á berjasprettuna. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 33 orð

Blair í Ísrael

TONY Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fór í gær í tveggja daga heimsókn til Ísraels í fyrstu ferð sinni sem alþjóðlegur sendimaður í Mið-Austurlöndum. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Bloodgroup í útrás

Egilsstaðir | Austfirska hljómsveitin Bloodgroup hyggur á landvinninga og plötuútgáfu með haustinu. Sveitina skipa systkinin Ragnar, Hallur Kristján og Lilja Kristín Jónsbörn auk Færeyingsins Janusar Rasmussen. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Blæs ekki byrlega fyrir Hvölunum

EKKI blæs byrlega fyrir ryðguðum hvalveiðiskipunum sem liggja við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Lygn sjórinn sýnir spegilmyndina og víst er að skipin mega muna sinn fífil fegri. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Eimskip boðar gjaldskrárhækkun á flutningsgjöldum

Eimskip hefur tilkynnt gjaldskrárhækkun sína næstkomandi mánaðamót. Þungt hljóð er í innflytjendum vegna þess, að sögn framkvæmdastjóra FÍS. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Ekkert bendir til eldgoss enn

Jarðskjálftahrinur hafa gengið yfir undanfarið við Upptyppinga, norðan við Vatnajökul og segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri þær hafi verið tíðar norðaustan Öskju og að Herðubreiðartöglum síðan í desember... Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 213 orð | 2 myndir

Ekki sama ásýndin

Bifröst | "Okkur finnst þetta svolítið yfirþyrmandi," segir Birgir Hauksson, einn af eigendum Hreðavatns, um nýja nemendagarða Háskólans á Bifröst í Norðurárdal í Borgarfirði. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 126 orð

Elsta landnámshænan verður til sýnis

UMFANGSMIKIL landbúnaðarsýning verður haldin á Sauðárkróki dagana 17.-19. ágúst nk. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 119 orð

Engin handtökuskipun

Utanríkisráðuneytið fól ræðismanni Íslands á Möltu í gærmorgun að komast að því hvort gefin hefði verið út handtökuskipun á hendur Ólafi Ragnarssyni, skipstjóra togarans Eyborgar, en beiðni þess efnis kom frá Birgi Sigurjónssyni, útgerðarmanni... Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 37 orð

ESB-lið sent?

EVRÓPUSAMBANDIÐ samþykkti í gær að hefja undirbúning hugsanlegrar friðargæslu í Tsjad til að vernda tugi þúsunda flóttamanna frá Darfur í Súdan. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 143 orð

Festist í bíl sem valt við Kúagerði

ÞRENNT var flutt á slysadeild eftir bílveltu við Reykjanesbrautina á tólfta tímanum í gærkvöld. Veltan átti sér stað í Hvassahrauni, á milli Kúagerðis og Straums, og var bíllinn á hvolfi þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 191 orð

Flutningsgjöld hækka

SJÓFLUTNINGSGJÖLD Eimskips milli Íslands og Norður-Ameríku hækka um 10% frá og með næstu mánaðamótum. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

Flætt getur líkt og í Englandi

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is Á FÖSTUDAG var úrkoma 135 mm á einum sólarhring í Worcesterskíri í Englandi þar sem flóð hafa verið undanfarna daga. Að sögn þykir það ekki tiltökumál á íslenskan mælikvarða. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 211 orð | 1 mynd

Framkvæmdir eru að hefjast við nýja Nautastöð BÍ

FYRSTA skóflustungan að nýrri Nautastöð Bændasamtaka Ísland var tekinn miðvikudaginn 18. júlí sl. Bjarni Arason, fyrrverandi nautgriparæktarráðunautur Borgfirðinga og þar áður Eyfirðinga, tók skóflustunguna. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Fundu vogmey í fjörunni

Kópasker | Þessir krakkar, Arína Vala, Lillý og Agnar, sem voru að vaða í fjörunni við Kópasker, sáu glitra á eitthvað í sjónum og reyndist það vera vogmær/vogmeri. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 32 orð

Garðaganga

Í GARÐAGÖNGU á morgun, miðvikudaginn 25. júlí, verður trjásafnið í Meltungu skoðað undir leiðsögn Friðriks Baldurssonar, garðyrkjustjóra í Kópavogi, og Guðmundar Vernharðssonar garðyrkjufræðings. Mæting er í Gróðrarstöðinni Mörk við Stjörnugróf kl.... Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Geitungur vó að löggu úr launsátri

Ólafsvík | Veðrið í sumar hefur verið sannkölluð drottins dýrð. Samt er það nú svo að engin er rós án þyrna. Lögreglumaður kom heim úr fríi. Tók hann strax til við að snyrta hjá sér lóðina með sláttuorfi. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Göltur að láni

RISASNIGLAR, ættaðir frá Spáni, eru að verða æ meira vandamál í görðum Dana. Kvikindin valda miklum spjöllum á gróðri og skilja eftir sig ógeðfelldar slímrákir. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 79 orð

Gönguferð í Vatnsdal

LAUGARDAGINN 28. júlí stendur Ferðaþjónustan á Hofi í Vatnsdal fyrir gönguferð með Vatnsdalsárgili. Þar eru margir fossar og má þar nefna Skínanda, Kerafoss, Skessufoss og Dalsfoss. Þetta er nokkurra klukkutíma ganga. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 475 orð | 8 myndir

Hafa ekki kynnst öðru eins í sextíu ár

Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, kynnti sér aðstæður á flóðasvæðunum í Gloucester-skíri í Englandi í gærmorgun en Bretar hafa ekki kynnst öðrum eins hamförum í sextíu ár. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 246 orð | 1 mynd

Hálslón orðið 40 ferkílómetrar

VATNSBORÐ Hálslóns er núna komið í 612 metra hæð yfir sjávarborði og stærð þess er um 40 ferkílómetrar, en það verður 57 ferkílómetrar þegar það verður komið í fulla stærð. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Heilmikið mál fyrir Húsavík

Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is "MÉR finnst þetta vera heilmikið mál fyrir Húsavík og Norðurþing og góð hugmynd að byggja hér upp miðstöð sem tengir staðinn við Svíþjóð. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Heimta tengsl

LÍBÝUMENN eru reiðubúnir að sleppa fimm erlendum hjúkrunarfræðingum og lækni ef ESB tekur aftur upp full tengsl við ríkið. Fólkið var sakað um alnæmissmitun nokkurra hundraða líbýskra barna og fyrst dæmt til dauða, síðar í... Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 456 orð | 2 myndir

Hinn hefðbundni hringur verði lengri og fjölbreyttari

NÁTTÚRAN umhverfis Reykjavík hefur upp á ótalmargt að bjóða sem almennir ferðamenn missa af, að mati Kjartans Péturs Sigurðssonar, tæknifræðings og leiðsögumanns. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 303 orð

Hrina tölvuárása tilviljun

RÁÐIST var á þrjá vefi vefþjónustunnar Galdurs í síðustu viku. Fréttavefurinn Horn.is varð fyrir árás, sem og vefur Menntaskólans á Egilsstöðum og vefur Listahátíðar ungs fólks á Austurlandi, LungA. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Ísfirðingar ganga á fjöll

FJALLAPASSALEIKUR Heilsueflingar í Ísafjarðarbæ og JCI Vestfjarða sem hófst í lok júní hefur gengið vonum framar, því passarnir hafa gengið svo hratt út að aðstandendur leiksins hafa ekki undan að láta prenta nýja, að því er segir á fréttavefnum... Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Japanar efla varnir sínar

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is JAPANAR eru þessi árin að efla hervarnir sínar og segja skilið við friðarstefnuna, pasifismann, sem er grunnstef varnarstefnunnar í stjórnarskránni sem þeir tóku upp eftir seinni heimsstyrjöld. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Konungur látinn í Kabúl

SÍÐASTI konungur Afganistans, Mohammed Zahir Shah, lést í gærmorgun í Kabúl, 92 ára að aldri. Shah var vinsæll og naut virðingar meðal landa sinna. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Listin að splæsa

ÞAÐ er ekki heiglum hent að splæsa saman kaðla í höndunum á gamla mátann en þessi kempa í Hampiðjunni, Hallgrímur Kristinsson, fer létt með það. Hallgrímur er gamalreyndur í faginu og beitir hér splæsingarjárninu af mikilli leikni á... Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Lítið vatn í Hreðavatni

MIKLIR þurrkar undanfarnar vikur og ekkert vatnsrennsli úr fjöllunum vegna bráðnunar snjós hefur valdið því að yfirborð Hreðavatns í Borgarfirði hefur lækkað til muna. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 114 orð

Lúkas kominn heim

HUNDURINN Lúkas er kominn til síns heima og virðist ekki hafa orðið meint af því að liggja úti síðan um miðjan júní. Miklir fagnaðarfundir urðu á heimili Lúkasar á Akureyri í gær þegar honum var skilað til eigenda sinna. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 558 orð

Málum barnaverndarnefnda fjölgar verulega

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is MJÖG hefur fjölgað tilkynningum til barnaverndarnefnda miðað við árið í fyrra. "Þetta er ekki ný þróun. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 48 orð

Með öflug vopn

LEIÐTOGI Hizbollah í Líbanon, Hassan Nasrallah, sagði í gær að hreyfingin ætti flugskeyti sem hægt væri að skjóta á hvaða stað í Ísrael sem væri, m.a. Tel Aviv. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 729 orð | 2 myndir

Námskeiðin byggð upp á gleði

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | "Ég byggi þessi námskeið upp á gleði. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 124 orð

Nokkur ölvun hjá bílstjórum

LÖGREGLUÞJÓNAR við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu höfðu svo sannarlega í mörg horn að líta um helgina. Alls var tuttugu og einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 263 orð | 1 mynd

Nýju ruslastamparnir til prýði í miðborg Reykjavíkur

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is NÝIR ruslastampar hafa skilað tilætluðum árangri í miðborg Reykjavíkur, að sögn Hrafnhildar Brynjólfsdóttur, landfræðings hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 863 orð | 2 myndir

"Þetta var óvænt veisla"

Fjölskylda sem var við veiðar í Straumunum datt í lukkupottinn; 84 laxar komu á land. Víða gengur laxinn af krafti þessa dagana, þrátt fyrir vatnsleysið. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Samvaxnar ei meir eftir aðgerð

LÆKNAR í Kína skildu á sunnudag að fjögurra mánaða gamla samvaxna tvíbura en þetta var önnur aðgerðin af þessum toga sem framkvæmd var í landinu á viku. Um var að ræða stúlkur, þær fæddust fyrir tímann 15. mars sl. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Stoppistöðin Verzló

Strætóstoppistöðinni við Verzlunarskóla Íslands var í gær gefið nafnið Verzló, en á næstu tveimur vikum fá 138 biðskýli í viðbót sérstök nöfn. Meðal þeirra verða Fíladelfía, Stjórnarráðið og Kringlan. Gísli Marteinn Baldursson sá um nafngiftina. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Strákunum fannst rigningin góð

KRAKKAR í Reykjavík hafa ekki haft mörg tækifæri til að ösla í pollum í sumar enda hefur tæpast komið dropi úr lofti og margir hafa horft áhyggjufullir á grasið sölna í sólskininu. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 95 orð

Styður árásir á Dani

DÖNSK þingkona úr röðum múslíma, Asmaa Abdol-Hamid, hefur valdið írafári með því að hvetja til stuðnings við uppreisnarmenn í Írak en þar hafa Danir nú um 500 manna herlið til stuðnings ríkisstjórn Íraks. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 346 orð | 4 myndir

Sænskir dagar settir með viðhöfn

VIKUNA 23.-29. júlí stendur Húsavíkurhátíð yfir. Undir hana falla Sænskir dagar og Mærudagar en þeir fyrrnefndu voru settir í gær með viðhöfn í Safnahúsinu á Húsavík. Meira
24. júlí 2007 | Erlendar fréttir | 303 orð

Talíbanar hóta að taka gísla sína af lífi

Kandahar, Seoul. AFP. | Talsmaður talíbanahreyfingarinnar í Afganistan sagði í gær að annar Þjóðverjanna, sem hann hafði áður sagt að hefðu verið drepnir, væri enn á lífi. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 297 orð | 1 mynd

Tveir fiskibátar strönduðu

TVEIR hraðfiskibátar strönduðu í gærmorgun, annar nærri Skagaströnd en hinn á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Einn maður var um borð í hvorum bát en aldrei var nein hætta á ferðum enda veður gott og auðvelt að komast í land. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 113 orð

Tvær bílveltur í gærmorgun

ENGINN slasaðist alvarlega þegar tveir bílar ultu í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi í gærmorgun. Velturnar voru alveg ótengdar. Í fyrra tilvikinu missti ökumaður í Skorradal stjórn á bifreið sinni á áttunda tímanum. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 108 orð

Úrhelli olli nokkru eignatjóni

MINNIHÁTTAR eignatjón varð þegar að vatn lak inn í þrjú hús á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar úrhellisrigningar sem þar gerði í gærkvöld. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 60 orð

Viðbúnaður vegna ökklabrots

TÖLUVERÐUR viðbúnaður var vegna veiðimanns sem ökklabrotnaði í Vatnsvík við Þingvallavatn skömmu fyrir klukkan tvö í gær. Meira
24. júlí 2007 | Innlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Þriðjudagsganga um Viðey

Í KVÖLD mun Örlygur Hálfdanarson, bókaútgefandi og Viðeyingur, stýra þriðjudagsgöngu í Viðey. Örlygur ólst upp í Jóhönnuhúsi í þorpinu í Viðey og er manna fróðastur um Milljónafélagið, Kárafélagið og lífið í þorpinu sem stóð frá 1907-43. Meira

Ritstjórnargreinar

24. júlí 2007 | Staksteinar | 197 orð | 1 mynd

Bréf frá Atla Heimi

Atli Heimir Sveinsson tónskáld hefur sýnt Staksteinum þann heiður að senda þessum dálki bréf. Bréf tónskáldsins er svohljóðandi: Staksteinar þann 20. júlí voru fínir en þeir fjölluðu um sinfóníuhljómsveit æskufólks frá Ísrael, Palestínu og fleiri... Meira
24. júlí 2007 | Leiðarar | 385 orð

Fyrirvarar kapítalismans

Á viðskiptasíðu Morgunblaðsins í gær segir m.a. Meira
24. júlí 2007 | Leiðarar | 431 orð

Hvers vegna?

Þórhallur Ottesen, deildarstjóri landeftirlits Fiskistofu, gerir ýmsar athugasemdir við skrif Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál í samtali hér í blaðinu í gær. Þórhallur segir m.a. Meira

Menning

24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 168 orð | 1 mynd

Anthony átti erfitt með að berja Lopez

MARC Anthony, eiginmaður söng- og leikkonunnar Jennifer Lopez, var næstum hættur við að leika í nýrri mynd sem skartar þeim tveimur í aðalhlutverkum. Meira
24. júlí 2007 | Myndlist | 84 orð | 1 mynd

Áhrif dvalar á suðrænni eyju

HELGA Sigurðardóttir myndlistarkona sýnir olíumálverk á Thorvaldsen Bar, en sýningin ber titilinn "Mar". Sýningin var opnuð 16. júlí og stendur til 27. ágúst. Helga lætur litina flæða og leggur mikla áherslu á litaspil og sprengingar. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 159 orð | 2 myndir

Beckham-hjónin boðin velkomin!

RAUÐI dregillinn var dreginn fram þegar stjörnurnar í Hollywood buðu David og Victoriu Beckham velkomin til Los Angeles með formlegum hætti í fyrradag. Meira
24. júlí 2007 | Tónlist | 139 orð | 1 mynd

Beint frá Royal

ÞRÍR af aðalgestum Kirkjulistahátíðar, Robin Blaze kontratenór, Peter Kooij bassi og Gerd Türk te0nór, koma fram á árlegum sumartónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum, BBC Proms , 7. ágúst nk. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 173 orð | 2 myndir

Best og Lohan hætt saman

FREGNIR herma að fyrirsætan Calum Best hafi nýverið slitið ástarsambandi sínu við bandarísku leikkonuna Lindsay Lohan. Ástæðan er sögð sú að Best sé ekki mjög ánægður með að Lohan sé hætt að drekka. Meira
24. júlí 2007 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Diddú, Bergþór og Anna fyrir austan

ÞAU Diddú, Bergþór Pálsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari eru nú á tónleikaferðalagi um Austurland. Þau munu koma fram á sjö stöðum á sex dögum og m.a. flytja ljóð eftir Pál Ólafssoní tilefni af 180 ára fæðingarafmæli hans. Meira
24. júlí 2007 | Tónlist | 333 orð | 1 mynd

Ekkert þriggja gripa popp

MAÐUR á aldrei að dæma bók af kápunni. Þetta sannaðist er ég brá Single Drop í fyrsta sinn undir geislann. Ég var alveg viss um að skífan væri nýtt útspil í íslenska hipphopp-heiminum; fannst útlitið benda til. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 118 orð | 4 myndir

Flottur gestalisti hjá Garðari Thór

Í TILEFNI af útgáfu smáskífunnar Hunting High and Low bauð Garðar Thór Cortes til mikils samkvæmis á veitingastaðnum Vanilla í Lundúnum í gærkvöldi. Meira
24. júlí 2007 | Kvikmyndir | 251 orð | 2 myndir

Framhaldsmyndasumarið mikla heldur áfram

SUMIR aðdáendur galdrastráksins Harrys Potters sátu ekki inni alla helgina við lestur því á sjöunda þúsund manns gaf sér líka tíma til þess að sjá fimmtu myndina í bíó. Meira
24. júlí 2007 | Tónlist | 223 orð | 1 mynd

Franz Ferdinand kemur til landsins að nýju

SKOSKA hljómsveitin Franz Ferdinand er á leið til landsins á ný og mun troða upp á NASA við Austurvöll föstudagskvöldið 14. september. Að sögn Hr. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 76 orð | 1 mynd

Fræðst um lífið í Viðeyjarþorpi

ÖRLYGUR Hálfdanarson bókaútgefandi og Viðeyingur stýrir þriðjudagsgöngu í Viðey í kvöld. Örlygur ólst upp í Jóhönnuhúsi í þorpinu í Viðey og er manna fróðastur um Milljónafélagið, Kárafélagið og lífið í þorpinu sem stóð frá 1907-43. Meira
24. júlí 2007 | Tónlist | 538 orð | 1 mynd

Gömul goðsögn afhjúpuð

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 54 orð

Hálandahausverkur

* Fjöldi fólks úr listalífinu var samankominn í Listasafni Íslands, s.l. fimmtudag þar sem sýningin Ó-náttúra var opnuð með pompi og prakt. Opnunin var hin allra glæsilegasta og ekki annað að sjá en sýningin hafi runnið vel ofan í gesti. Meira
24. júlí 2007 | Fjölmiðlar | 116 orð | 1 mynd

Heroes nýtur velgengni

SJÓNVARPSÞÁTTURINN Heroes var valinn sjónvarpsþáttur ársins af Samtökum bandarískra sjónvarpsgagnrýnenda við hátíðlega athöfn í Los Angeles um helgina. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Hrædd um að Doherty selji myndbandsupptökur

OFURFYRIRSÆTAN Kate Moss hefur miklar áhyggjur af því að myndbandsupptökur sem hún gerði með sínum fyrrverandi, Pete Doherty, muni enda á Netinu. Meira
24. júlí 2007 | Dans | 143 orð | 1 mynd

Kisselgoff hreifst mjög af Listahátíð í Reykjavík

ANNA Kisselgoff, einn kunnasti dansgagnrýnandi heims, fer fögrum orðum um sýningu San Franciscoballettsins á Listahátíð í Reykjavík í maí í grein sem hún skrifar á heimasíðuna voiceofdance.com. Meira
24. júlí 2007 | Kvikmyndir | 278 orð | 1 mynd

Life of Brian fyndnust

ÞAÐ KEMUR líklega ekki á óvart að hin klassíska kvikmynd Monty Pythons-hópsins, Life of Brian , skuli vera valin besta gamanmynd allra tíma af lesendum Guardian . Meira
24. júlí 2007 | Myndlist | 365 orð | 3 myndir

Lífræn heild í Miami

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is "ÞEIR höfðu bara upp á mér, það var einhver sem fann mig á Netinu. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Paris á nóg af peningum

PARIS Hilton segist hafa rúmlega 200 milljónir dollara í árstekjur, sem nemur rúmlega 12 milljörðum íslenskra króna. Meira
24. júlí 2007 | Bókmenntir | 214 orð | 1 mynd

Potter selst á methraða

NÝJASTA bókin um galdradrenginn Harry Potter, Harry Potter and the Deadly Hallows , er líklega sú bók sem selst hefur hraðast hér á landi líkt og í Bandaríkjunum og Bretlandi. Meira
24. júlí 2007 | Tónlist | 130 orð | 2 myndir

Prince hjálpar Michael Jackson

TÓNLISTARMAÐURINN Prince hefur að undanförnu veitt Michael Jackson ráð um hvernig sá síðarnefndi geti náð vinsældum að nýju. Talið er að Jackson hafi leitað til Prince og grátbeðið hann um aðstoð. Meira
24. júlí 2007 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Risum rutt úr vegi

BRESKA dagblaðið The Guardian fjallaði í gær um þá sex smásagnahöfunda sem tilnefndir eru til Frank O'Connor-smásagnaverðlaunanna, en meðal þeirra er Ólafur Jóhann Ólafsson. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 93 orð

Rolling Stones á viðhafnarkvöldi Deutsche Bank

* Evrópskur aðdáendaklúbbur Rolling Stones (IORR) segir frá því á heimasíðu sinni að Deutsche Bank hafi boðið til dýrindis viðhafnarkvölds í Barcelona í þarsíðustu viku. Meira
24. júlí 2007 | Bókmenntir | 457 orð | 1 mynd

Sala á skáldsögum á íslensku jókst um 34%

ÓVENJUMIKIL söluaukning varð á kiljum á íslensku, þ.e. þýðingum og íslenskum verkum, frá byrjun maí til 22. júlí, miðað við sama tímabil í fyrra, í verslunum Eymundsson og Máls og Menningar. Meira
24. júlí 2007 | Tónlist | 267 orð | 1 mynd

Skortur á gæðaeftirliti

TÓNLISTARMAÐURINN og læknirinn Hlynur Þorsteinsson er með þeim iðnari hér á landi. Alls eru breiðskífur Hlyns hjá eigin útgáfumerki orðnar þrettán talsins! Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

Sundur og saman

SÖNGDÍVAN Kylie Minogue hefur sett Olivier Martinez úrslitakosti; gifstu mér eða láttu mig alveg vera. Meira
24. júlí 2007 | Myndlist | 266 orð | 1 mynd

Tónaflóð í safni brautryðjanda

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LISTASAFN Sigurjóns Ólafssonar er ein af menningarperlum borgarinnar. Það var opnað 1988 og hefur æ síðan hýst sýningar á verkum myndlistarmannsins auk annarra, auk þess að vera vinsæll tónleikastaður. Meira
24. júlí 2007 | Myndlist | 586 orð | 2 myndir

Upphafin ónáttúran

Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Sýningu lýkur 21. október. Aðgangur ókeypis. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 505 orð | 2 myndir

Æi, þessi dauði

Síðastliðinn desember skrifaði ég grein í Lesbók Morgunblaðsins undir yfirskriftinni "Einu sinni var gagnrýni." Fjallaði ég m.a. Meira
24. júlí 2007 | Fólk í fréttum | 77 orð

Öll sætin seld á tónleika Kims Larsens

* Uppselt er í sæti á tónleika Kims Larsens og Kjukken sem haldnir verða í Vodafone-höllinni (Valsheimilinu á Hlíðarenda) þann 24. nóvember nk. Tæplega 700 miðar eru eftir í stæði. Meira

Umræðan

24. júlí 2007 | Aðsent efni | 485 orð | 1 mynd

Af hrauni eigum við nóg

Forðast ber skipulagslausar og handahófskenndar framkvæmdir í hrauni segir Ágúst H. Bjarnason: "Fyrir fáum árum var nokkrum hekturum af sögulegu hrauni, Afstapahrauni, sópað burt og við blasir nú bert grjót og draslaralegar malargryfjur." Meira
24. júlí 2007 | Bréf til blaðsins | 409 orð

Ábyrgðarleysi ráðuneytis samgöngumála

Frá Kristjáni Guðmundssyni: "RÁÐUNEYTISSTJÓRI samgönguráðuneytis sendi undirrituðum háðsglósur í grein í Morgunblaðinu 25. júlí 2006 sem svarað var samdægurs. Sjá grein í Mbl. Málefnið var um réttindi og skyldur stjórnenda smábáta." Meira
24. júlí 2007 | Aðsent efni | 546 orð | 2 myndir

Áfram þorskeldi – Miklir möguleikar fyrir landsbyggðina

Ætla Íslendingar að vera með í kapphlaupinu um eldisþorskinn? spyr Guðbergur Rúnarsson: "Til að auka framboð af þorski frá Íslandi er þorskeldi vænlegur kostur. Þorskeldi Norðmanna jafngildir afla af þremur skuttogurum." Meira
24. júlí 2007 | Blogg | 80 orð | 1 mynd

Ása Gréta Einarsdóttir | 22. júlí 2007 Undir græna torfu Við hjónin...

Ása Gréta Einarsdóttir | 22. júlí 2007 Undir græna torfu Við hjónin vorum að þökuleggja garðinn okkar... Maðurinn minn slórar nú ekki við hlutina og henti grimmt þökunum til mín. Meira
24. júlí 2007 | Velvakandi | 323 orð

dagbók velvakandi

. Meira
24. júlí 2007 | Blogg | 300 orð | 1 mynd

Einar Kristinn Guðfinnsson | 23. júlí 2007 Áfengisgjald og áfengisverð...

Einar Kristinn Guðfinnsson | 23. júlí 2007 Áfengisgjald og áfengisverð Umræður um áfengisgjald hafa sett nokkuð svip sinn á umfjöllun fjölmiðla upp á síðkastið. Meira
24. júlí 2007 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Endurmeta þarf þorskstofninn – aukin friðun

Það á að endurbæta togararallið í samræmi við ábendingar skipstjórnarmanna, segir Kristinn H. Gunnarsson: "Nauðsynlegt er að framvegis komi fleiri að ráðgjöf og tillögugerð um hámarksafla, en nú er, bæði vísindamenn og fiskimenn." Meira
24. júlí 2007 | Aðsent efni | 820 orð | 1 mynd

Eru sumir jafnari en aðrir, Jóhanna?

Signý Jóhannesdóttir veltir fyrir sér ákvörðun stjórnvalda að heimila ekki frjálsa för verkafólks frá Rúmeníu og Búlgaríu: "Ég gladdist yfir endurkomu Jóhönnu Sigurðardóttur í stól félagsmálaráðherra. Þá var sveiflan jafn stór yfir í vonbrigði með eitt fyrsta verkið sem hún vann á sumarþinginu." Meira
24. júlí 2007 | Aðsent efni | 685 orð | 1 mynd

Hundrað milljarða rassvasabókhald?

Jónas Ólafsson skrifar um réttindatilfærslu er varð til með kvótakerfinu: "Sinntu valdhafar þessum könnunarskyldum með opinberri úttekt á laga- og sanngirniskröfum einstakra hópa? Hvar er þá úttekt að finna?" Meira
24. júlí 2007 | Blogg | 60 orð | 1 mynd

Sigurður Hreiðar | 23. júlí 2007 Harry Potter: náttúrulaus Ég afrekaði...

Sigurður Hreiðar | 23. júlí 2007 Harry Potter: náttúrulaus Ég afrekaði um daginn að sofna í bíó undir Harry Potter og Fönixreglunni. Ekki bara einu sinni, heldur tvisvar. Þetta er vottfest. Meira
24. júlí 2007 | Blogg | 75 orð | 1 mynd

Sólveig Antonsdóttir | 23. júlí 2007 Þingvellir Ég tók mig til í gær og...

Sólveig Antonsdóttir | 23. júlí 2007 Þingvellir Ég tók mig til í gær og skellti mér á Þingvelli og lenti í þeirri skemmtilegu lífsreynslu að það rigndi svona snilldarlega allan tímann... Þetta var svona útlensk rigning. Meira

Minningargreinar

24. júlí 2007 | Minningargreinar | 4313 orð | 1 mynd

Agnes M. Jónsdóttir

Agnes M. Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 8. desember 1946. Hún lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Jón Ólafur Nikulásson, f. 21. maí 1925, d. 19. maí 1975, og Margrét A. Kristinsdóttir, f. 8. nóvember 1926. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2007 | Minningargreinar | 1558 orð | 1 mynd

Aldís Pála Benediktsdóttir

Aldís Pála Benediktsdóttir fæddist á Grímsstöðum á Hólsfjöllum í Norður-Þingeyjarsýslu hinn 8. júlí 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 12. júlí síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2007 | Minningargreinar | 901 orð | 1 mynd

Baldvin Halldórsson

Baldvin Halldórsson fæddist á Arngerðareyri á Langadalsströnd í Djúpi 23. mars 1923. Hann lést í Reykjavík 13. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 23. júlí. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2007 | Minningargreinar | 2666 orð | 1 mynd

Edda Guðjónsdóttir

Edda Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 7. nóvember 1935. Hún lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Pétursson frá Skammbeinsstöðum í Holtum, f. 26.4. 1903, d. 30.6. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2007 | Minningargreinar | 1601 orð | 1 mynd

Ófeigur Pétursson

Ófeigur Pétursson fæddist 24. júlí 1915 í Ófeigsfirði í Árneshreppi í Strandasýslu. Hann lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi á Akureyri 16. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson, bóndi í Ófeigsfirði, f. 4. mars 1890, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
24. júlí 2007 | Minningargreinar | 1220 orð | 1 mynd

Sigríður Skagfjörð

Sigríður Skagfjörð fæddist í Reykjavík 21. september 1933. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt föstudagsins 13. júlí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Sigurður S. Skagfjörð trésmiður í Reykjavík, f. 18. ágúst 1878, d. 15. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

24. júlí 2007 | Sjávarútvegur | 200 orð | 1 mynd

Brimnes er væntanlegt til landsins í vikunni

VON er á nýjum frystitogara Brims hf. til heimahafnar í Reykjavík í þessari viku. Skipið hefur fengið nafnið Brimnes. Skipið hér áður Vesttind og er keypt frá Aker Seafood í Noregi. Kaupverð skipsins er rúmir 2 milljarðar króna. Meira

Viðskipti

24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Áhyggjur af olíuverði

OLÍUVERÐ féll niður fyrir 77 dali í gær í kjölfar ummæla forseta OPEC , Mohammad al-Hamli, þar sem hann lýsti áhyggjum sínum af metverði á olíu í samtali við Reuters . Meira
24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 103 orð

Barclays hækkar tilboð sitt í ABN Amro

HINN breski Barclays- banki gefur ekkert eftir í baráttunni við Royal Bank of Scotland (RBS) um hollenska bankann ABN Amro og hefur nú hækkað tilboð sitt. Meira
24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 134 orð | 1 mynd

Engin hætta á ofhitnun í drekahagkerfinu

ENGIN hætta er á að kínverska hagkerfið ofhitni í bráð. Þetta segir Yao Jingyuan, aðalhagfræðingur kínversku hagstofunnar, en eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu að undanförnu óttast margir að ofhitnunarskeið sé þegar hafið í landinu. Má þar t.d. Meira
24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 44 orð

Eyjamenn framlengja

EYJAMENN ehf. hafa framlengt gildistíma yfirtökutilboðs síns í Vinnslustöðina hf. til mánudagsins 20. ágúst kl. 16. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar OMX á Íslandi og segir að tilefnið sé framlenging samkeppnistilboðs Stillu ehf. Meira
24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Hagnaður Citigroup eykst um 18%

HAGNAÐUR annars ársfjórðungs bandaríska bankans Citigroup nam 6,23 milljörðum dala, eða 371 milljarði íslenskra króna . Fyrir ári var hann 5,27 milljarðar og jókst því um 18% milli ára. Upphæðin samsvarar 1,24 dölum á hlut sem skv. Meira
24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 214 orð | 1 mynd

Hækka stýrivextir enn frekar?

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is EKKI er útilokað að hækka þurfi stýrivexti enn frekar fyrir árslok. Þetta sagði Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, í viðtali við alþjóðlegu fréttastofuna Reuters fyrir helgi. Meira
24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Mest með Kaupþing

MEST viðskipti í Kauphöll OMX á Íslandi í gær voru með bréf Kaupþings fyrir 1,7 milljarða króna. Alls námu viðskipti með hlutabréf 4,8 milljörðum, en heildarviðskipti námu 9,6 milljörðum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% og varð tæp 8.965 stig. Meira
24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Nær 100% samþykki

NOVATOR hefur tryggt sér 99,66% af heildarhlutafé Actavis Group og hafa öll skilyrði yfirtökutilboðsins verið uppfyllt . Þetta kemur fram í tilkynningu Novator til kauphallar OMX á Íslandi. Meira
24. júlí 2007 | Viðskiptafréttir | 212 orð | 1 mynd

Stærsta kæligeymslan

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is EIMSKIP og Qingdao Port Group sömdu í gær um að Eimskip reki stærstu kæli- og frystigeymslu í Kína, en viljayfirlýsing þar um var undirrituð í nóvember á síðasta ári. Meira

Daglegt líf

24. júlí 2007 | Daglegt líf | 311 orð | 3 myndir

Góður grænmetisgaldur

Það eru víst enginn ný sannindi að grænmeti er bæði hollt og gott og yfir hásumarið er úrvalið jafnan hvað best er kemur að íslenska grænmetinu. Meira
24. júlí 2007 | Ferðalög | 894 orð | 5 myndir

Listræn borg með græna garða

Það er ekki ofsögum sagt að Búdapest í Ungverjalandi er falleg borg og minnir um margt á fegurð og byggingarstíl Prag. Finnur Orri Thorlacius heimsótti báðar Búdapest og varð ekki fyrir vonbrigðum. Meira
24. júlí 2007 | Daglegt líf | 814 orð | 3 myndir

Verðugir andstæðingar óskast

Jökull Gíslason hefur mikla reynslu af borðspilum og er kolfallinn fyrir spili sem er kallað "Flames of War", en þar er sögusviðið seinni heimsstyrjöldin. Ingvar Örn Ingvarsson spjallaði við hann. Meira
24. júlí 2007 | Daglegt líf | 134 orð

Viðskipti og steypa

Hreiðar Karlsson segist vera alveg ósammála dómsmálaráðherranum, því auðvitað eigi að gera mannamun í Leifsstöð: Mismuna þegnunum má þar og mun svo lengi enn. Forgang að sjálfsögðu fá þar fantar og glæpamenn. Meira
24. júlí 2007 | Daglegt líf | 256 orð | 2 myndir

Þórshöfn

Mikið fjör var á Kátum dögum um síðustu helgi og veðurblíða hefur eflaust átt sinn þátt í því hve vel tókst til. Mannmargt var í plássinu og sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir gist á tjaldsvæðinu á Þórshöfn. Meira

Fastir þættir

24. júlí 2007 | Árnað heilla | 15 orð | 1 mynd

30 ára afmæli. Í dag, þriðjudaginn 24. júlí, er þrítugur Jón Svavar...

30 ára afmæli. Í dag, þriðjudaginn 24. júlí, er þrítugur Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari,... Meira
24. júlí 2007 | Árnað heilla | 35 orð | 1 mynd

90 ára afmæli. Níræð er í dag, 24. júlí, Guðrún Sigurðardóttir...

90 ára afmæli. Níræð er í dag, 24. júlí, Guðrún Sigurðardóttir, Fossvogsbrún 6, Kópavogi. Af því tilefni tekur hún á móti gestum á heimili sínu kl. 15-18. Samferðafólk hennar, vinir og frændfólk er hjartanlega... Meira
24. júlí 2007 | Fastir þættir | 544 orð | 1 mynd

Áfangar og sigur í Ungverjalandi

15.-22. júlí 2007 Meira
24. júlí 2007 | Fastir þættir | 154 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Mismunandi keppnisform. Norður &spade;53 &heart;KD10763 ⋄D &klubs;Á1084 Vestur Austur &spade;96 &spade;DG10872 &heart;G84 &heart;Á95 ⋄G1074 ⋄2 &klubs;K632 &klubs;DG7 Suður &spade;ÁK4 &heart;2 ⋄ÁK98653 &klubs;95 Suður spilar 3G. Meira
24. júlí 2007 | Í dag | 351 orð | 1 mynd

Glatt á hjalla í Grundarfirði

Jónas Guðmundsson fæddist í Gautaborg 1975. Hann lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands-vestra á Sauðárkróki og B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 2000. Meira
24. júlí 2007 | Í dag | 21 orð | 1 mynd

Kökubasar | Hildur Franziska Hávarðardóttir og Ágústa Sól Thors bökuðu...

Kökubasar | Hildur Franziska Hávarðardóttir og Ágústa Sól Thors bökuðu "muffins" og héldu kökubasar til styrktar Kattholti. Þær söfnuðu 1.559... Meira
24. júlí 2007 | Í dag | 227 orð | 1 mynd

Læknisaðstoð bara á skrifstofutíma?

GEÐSJÚKIR hafa ekki síður fordóma gagnvart sjúkdómi sínum en aðrir. Sú staðreynd kom fram í þeim ágæta þætti Örlagadeginum á Stöð 2 þar sem Sigríður Arnardóttir ræddi við Katrínu Andrésdóttur, móður ungs manns sem svipti sig lífi aðeins 23 ára. Meira
24. júlí 2007 | Í dag | 24 orð

Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi...

Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum. Meira
24. júlí 2007 | Fastir þættir | 156 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. c4 e5 2. Rc3 Rc6 3. g3 g6 4. Bg2 Bg7 5. d3 Rge7 6. e3 a6 7. Rge2 Hb8 8. b3 b5 9. Bb2 O-O 10. O-O Rf5 11. Dd2 Rce7 12. Hac1 c5 13. Re4 d6 14. Hfd1 Db6 15. Bc3 b4 16. Bb2 f6 17. d4 Bb7 18. Bh1 Hbd8 19. Dc2 Bh6 20. dxc5 dxc5 21. Hd3 Rd6 22. Rxd6 Bxh1... Meira
24. júlí 2007 | Í dag | 118 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Sex Íslendingar taka þátt í mjög erfiðri jaðaríþróttakeppni um þessar mundir. Hvar? 2 Írskur kylfingur sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi. Hvað heitir hann? 3 Listahátíð ungs fólks á Austurlandi lauk um helgina. Hvar var hún haldin? Meira
24. júlí 2007 | Fastir þættir | 367 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Hnetur eru Víkverja oft ofarlega í huga enda er eiginkona hans haldin alvarlegu hnetuofnæmi, eða bráðaofnæmi eins og það myndi heita á fræðimálinu. Meira

Íþróttir

24. júlí 2007 | Íþróttir | 193 orð | 1 mynd

Ekkert samkomulag komið milli Fram og Malmö

SÆNSKA handknattleiksliðið Malmö hefur ekki enn náð samkomulagi við Fram, um kaup á Valdimari Fannari Þórssyni, sem hefur óformlega gert tveggja ára samning við Malmö-liðið. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 285 orð

EM U19 ára kvenna A-riðill: Ísland – Þýskaland 2:4 Fanndís...

EM U19 ára kvenna A-riðill: Ísland – Þýskaland 2:4 Fanndís Friðriksdóttir 61., 82. – Wübbenhorst 8., Kessler 22., Bock 74., I. Kerschowski 90. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 434 orð | 1 mynd

Fanndís með tvö mörk

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði þriðja og síðasta leik sínum í úrslitum Evrópukeppninnar sem fram fer hér á landi. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 371 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Logi Geirsson er meiddur á hné og gat því ekkert leikið með Lemgo í fyrsta æfingarleik liðsins á undirbúningstímabilinu fyrir keppnina í þýsku 1. deildinni. Þá vann Lemgo smáliðið HSG Menden-Lendringsen , 28:17. Meiðsli Loga eru ekki talin alvarleg. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 423 orð

Fólk sport@mbl.is

Eggert Gunnþór Jónsson , Eskfirðingurinn ungi, stóð vaktina í vörn skoska liðsins Hearts í vináttuleik gegn suður-afríska liðinu Moroka Swallows á laugardaginn. Eggert bar fyrirliðabandið í fyrri hálfleik en var skipt út af í leikhléinu. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 147 orð

HM 2011 í Ástralíu?

ÁSTRALAR hafa verið að færa sig upp á skaftið á handknattleikssviðinu undanfarin ár en íþróttin var nær óþekkt þar í landi fyrir 10 til 15 árum. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 108 orð

Ljungberg samdi við West Ham

WEST Ham gekk í gær frá kaupum á Fredrik Ljungberg frá Arsenal. Talið er að kaupverðið sé 3,5 milljónir punda, 430 milljónir króna. "Ástæða þess að ég vildi fara til West Ham er Eggert Magnússon stjórnarformaður félagsins. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Með allar klær úti í leit að leikmönnum

"VIÐ erum með allar klær úti að leita að liðsstyrk, en leikmannamarkaðurinn er nánast enginn," segir Bjarki Sigurðsson, þjálfari handknattleiksliðs Aftureldingar í karlaflokki. Afturelding vann 1. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

Meint lyfjamisferli virðist ekkert trufla Rasmussen

ALEXANDRE Vinokourov frá Kasakstan vann í gær 15. áfanga Frakklandshjólreiðanna og hlaut þar með uppreisn æru eftir hræðilega frammistöðu í fyrradag. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 173 orð | 1 mynd

Ólíklegt að FIFA muni aðhafast í máli Tevez

REIKNAÐ er með því að Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, muni ákveða í dag hvort það skerist í leikinn hjá ensku úrvalsdeildarliðunum, West Ham og Manchester United, sem bæði vilja hafa Argentínumanninn, Carlos Tevez, í sínum röðum á komandi leiktíð. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 204 orð | 1 mynd

Rafael Nadal lét meiðslin ekki aftra sér í Stuttgart

SPÆNSKI tenniskappinn Rafeal Nadal sigraði á Mercedes-mótinu sem lauk í Stuttgart á sunnudag. Nadal bar sigurorð af Stanislas Wawrinka frá Sviss í úrslitaleiknum, 6-4 og 7-5. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 1500 orð | 1 mynd

Þarf að æfa meira en sveifluna

Kylfingum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi síðustu árin og eins hefur þeim sem hafa atvinnu af því að kenna golf fjölgað. Meira
24. júlí 2007 | Íþróttir | 624 orð | 1 mynd

Örlög eða heppni?

SPÁNVERJINN Sergio Garcia bar sig vel sl. sunnudag þrátt fyrir að hafa misst af gullnu tækifæri á að landa sigri á Opna breska meistaramótinu í golfi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.