Greinar miðvikudaginn 6. febrúar 2008

Fréttir

6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

33% hækkun í Noregi en 70% hækkun á Íslandi

HARALDUR Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir að það veki nokkra furðu hvað áburður hækki miklu meira hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Hann segir að áburður hafi hækkað um 33% í Noregi, en hér á landi sé hækkunin 70%. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 478 orð | 2 myndir

60% ungmenna boðin fíkniefni

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is UM 60% íslenskra ungmenna á aldrinum 18-20 hafa verið boðin fíkniefni og um 38% þeirra þekkja vel hvernig nálgast má fíkniefni hér á landi. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

800 kílóa rör féllu á fjölfarin gatnamót

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FARMUR rann af vöruflutningabíl á vegum GG-flutninga við gatnamót Strandgötu og Hringbrautar í Hafnarfirði eftir hádegið í gær. Hvorki urðu slys á fólki né skemmdir á farartækjum. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 760 orð | 2 myndir

Aukin neysla kallar á stækkun

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MATFUGL ehf. áformar að reisa fjögur ný kjúklingaeldishús á Melavöllum á Kjalarnesi svo þar verði pláss fyrir allt að 196.000 kjúklinga. Nú eru þar 84.000 kjúklingar í eldi. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Áhersla á lægstu launin

VILHJÁLMUR Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að gera megi því skóna að staðan í samningaviðræðunum skýrist í dag og á morgun og þá verði hægt að meta hvort hægt verði að halda áfram á næsta stig. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd

„Áhugi fólks mjög mikill“

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 72 orð | 2 myndir

„Viljum sjá hvort við getum það“

FJALLIÐ Kilimanjaro rís tæpa 5.900 metra. Hjúkrunarfræðingarnir Anna Lára Eðvaldsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Sigurlína Hilmarsdóttir ætla engu að síður að ganga á fjallið næsta haust. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Breiðholtshátíð 2008 hefst í dag

BREIÐHOLTSHÁTÍÐIN 2008 verður nú haldin í þriðja sinn dagana 6.-10. febrúar. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Breytingar í takt við úrskurð

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur mælt fyrir um að Alþjóðahús ehf. skuli skilja fjárhagslega á milli rekstrar túlka- og þýðendaþjónustu Alþjóðahúss og hins vegar annarrar starfsemi þess. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Draumur varð að martröð í München

Í DAG eru fimmtíu ár síðan ungt og efnilegt lið Manchester United lenti í hörmulegu flugslysi í þýsku borginni München, á heimleið úr Evrópuleik í Belgrad. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 81 orð

Drengur skall á snjótroðara

TÍU ára drengur á skíðum skall á snjótroðara á skíðasvæðinu í Tungudal í Ísafirði um klukkan 18.30 í gær. Að sögn lögreglu var talið að strákurinn hefði fengið töluvert höfuðhögg og var hann sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 591 orð | 1 mynd

Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega fertugan mann, Anthony Lee Bellere, í 4 ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum, á árunum 2005 og 2006. Þær voru þá á aldrinum tólf til fjórtán ára. Meira
6. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Eitraðar kjötkökur bárust frá Kína

GRUNUR leikur á að kjötkökur sem fluttar voru inn til Japans frá Kína hafi verið eitraðar viljandi með skordýraeitri. Japanska lögreglan rannsakar nú málið sem tilraun til manndrápa. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 556 orð | 1 mynd

Fé flutt milli reikninga áður en starfsemi var hætt

SAMKVÆMT frétt skoska blaðsins Press & Journal fyrirskipaði framkvæmdastjóri íslensk-skoska flugfélagsins City Star Airlines starfsmönnum félagsins að flytja fé út af bankareikningum þess skömmu áður en tilkynnt var að starfsemi City Star yrði hætt. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 1354 orð | 1 mynd

Fjölmenning, heimspeki og umhverfismennt

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Mjög hátt hlutfall faglærðra starfsmanna er á leikskólum á Akureyri og fólk almennt lengur í starfi en víða annars staðar. Starfsmannavelta er þar mun minni en t.d. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 82 orð

Fleiri tungumál

REYKJAVÍKURBORG hefur lagt ríka áherslu á að efla þjónustu við innflytjendur í borginni síðustu misseri. Nýjasti áfanginn í þeirri vinnu eru upplýsingasíður á ensku, pólsku og taílensku á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Fleiri þriggja ára börn í heimsókn til tannlæknis

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is UM ÞRIÐJUNGUR þriggja og tólf ára barna fór ekki í forvarnarskoðun hjá tannlækni á síðasta ári þrátt fyrir að slík þjónusta hafi verið ókeypis frá 1. júní sl. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Framkvæmt fyrir 6,7 milljarða

Hafnarfjörður | Mestu framkvæmdir í kaupstaðarsögu Hafnarfjarðar eiga sér stað á þessu ári en heildarfjárfesting og framkvæmdir bæjarins nema um 6,7 milljörðum króna á árinu. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 427 orð | 1 mynd

Frekari kaup ekki fyrirhuguð

Eftir Andra Karl andri@mbl.is RÚMLEGA þriggja tíma umræður fóru fram um kaup borgarinnar á fasteignum á Laugavegi 4 og 6 og um tengd málefni áður en kaupsamningurinn var samþykktur á borgarstjórnarfundi í gærdag. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Fyrirlestur um æðarfugl

FUGLAVERND heldur fræðslufund fimmtudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í salnum Bratta í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Gangandi varahlutaverksmiðja

„MAÐUR er svona eins og gangandi varahlutaverksmiðja,“ sagði Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, á Alþingi í gær þegar hún mælti fyrir þingsályktunartillögu um að gerð yrði úttekt á stöðu og réttindum líffæragjafa og vísaði til... Meira
6. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Gegn Mugabe

VIRTUR stjórnmálamaður í Simbabve, Simba Makoni, fyrrverandi fjármálaráðherra, hyggst bjóða sig fram gegn Robert Mugabe forseta í kosningum 29. mars. Makoni er í flokki Mugabe, ZANU-PF. Mugabe er á 84. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 125 orð

Getur þú stafsett Québec?

ÍSLENDINGUM hefur verið boðið að taka þátt í árlegri franskri stafsetningarkeppni sjónvarpsstöðvar í Québec í Kanada, Télé-Québec . Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Gæti kallað á breytingar á kvótakerfinu

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is BREYTA gæti þurft lögum um fiskveiðistjórnun og opna kvótakerfið að einhverju leyti, að því er fram kom í máli Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í gær. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Hafnarstræti 98 er til sölu

HÚSIÐ númer 98 við Hafnarstræti, gamla Hótel Akureyri, hefur verið auglýst til sölu. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Hjálparstarf kirkjunnar safnaði 31,3 milljónum kr. í jólasöfnun

JÓLASÖFNUN Hjálparstarfs kirkjunnar 2007 gekk mjög vel. Nú þegar hafa komið inn 31,3 milljónir króna. Þar af komu 9,6 gegnum gjafabréfin. Munar þar miklu um nýja heimasíðu www.gjofsemgefur.is þar sem hægt er að styrkja fjölmörg mismunandi verkefni. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Hraðakstur á Eiðsgranda

MIKILL hraðaakstur var á Eiðsgranda eftir hádegið í gær og á einum klukkutíma voru brot 90 ökumanna mynduð. Á þessum klukkutíma fóru 392 ökutæki í vesturátt að Keilugranda og ók tæplega fjórðungur ökumanna, eða 23%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 303 orð | 1 mynd

Hvað mun rísa við Ánanaust?

Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is TVÆR ástæður eru helstar fyrir því að ráðast í gerð landfyllingar við Ánanaust: sjóvarnir og losun jarðefna úr grunni tónlistar- og ráðstefnuhúss. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 919 orð | 1 mynd

Hægt að reka félagið eftir lækkun skulda

Efir Egil Ólafsson egol@mbl.is GUÐSTEINN Einarsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og fyrrverandi stjórnarformaður Borgarnes kjötvara ehf., segir það koma sér einkennilega fyrir sjónir að nýir eigendur þess þurfi að setja félagið í nauðasamninga. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Játning liggur fyrir í ráninu

BANKARÁNIÐ sem framið var í útibúi Glitnis í Lækjargötu á mánudag hefur verið upplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og hefur ræninginn játað sök. Einnig hefur hann játað að hafa framið rán í Select-verslun í Árbænum síðastliðið fimmtudagskvöld. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Kindur eltu frelsið fram á ystu klettanöf

MÝRDÆLSKU bændurnir Grétar Einarsson og Ólafur Þ. Gunnarsson náðu sjö eftirlegukindum í Hafursárgili í Mýrdal í gær. Snöruðu þeir kindurnar og hífðu upp úr gilinu. Þær höfðu lagt nokkuð af en voru þó léttar og frískar. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Kvótinn myndi kosta 36 milljarða

RÍKIÐ myndi þurfa að borga um 36 milljarða króna ef það ætti að kaupa allt greiðslumark í mjólkurframleiðslu á því verði sem viðgengist hefur í viðskiptum milli bænda að undanförnu. Þetta jafngilti núverandi beingreiðslum til bænda í um 10 ár. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Kvótinn myndi kosta ríkið 36 milljarða

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EF ríkið ætti að kaupa allt greiðslumark í mjólkurframleiðslu á því verði sem viðgengist hefur í viðskiptum milli bænda að undanförnu þyrfti það að borga um 36 milljarða króna. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 54 orð

LEIÐRÉTT

Samræmist ekki ritreglum Í frétt um úrskurði Mannanafnanefndar á sunnudag var rökstuðningur nefndarinnar fyrir því að hafna eiginnafninu „Pia“ um skráningu í mannanafnaskrá sagður vera sá að nafnið tæki ekki eignarfallsendingu. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Margmiðlunardiskur með fræðslu um tannvernd

GEFIN hefur verið út margmiðlunardiskur með fræðsluefni um munnhirðu fyrir starfsfólk heilbrigðisstofnana. Markmiðið er einkum að efla þekkingu og færni þeirra sem liðsinna fötluðum, sjúkum og öldruðum við vandasöm þrif tanna og tanngerva. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 228 orð | 3 myndir

Málþing um nýjar leiðir í opinberri þjónustu

STOFNUN stjórnsýslufræða við Háskóla Íslands og Félag forstöðumanna ríkisstofnana efnir til síðdegismálþings um nýjar leiðir í opinberri þjónustu; leiðir sem byggjast á vali notenda og samkeppni milli þeirra sem veita þjónustuna mánudaginn 11. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Með um 3% hlut í FL Group

HLUTUR lífeyrissjóða í FL Group er nú um 3% og jókst til muna í kjölfar þess að tveir stórir lífeyrissjóðir, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 (LB), tóku þátt í hlutafjárútboði fyrirtækisins í lok síðasta árs. Meira
6. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Offita og reykingar ódýrari

FÓLK sem lifir heilsusamlegu lífi er þyngri byrði á heilbrigðiskerfinu en reykingamenn og offitusjúklingar skv. niðurstöðum nýrrar hollenskrar vísindakönnunar. Meira
6. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 40 orð

Óléttuþoka

ÁSTRALSKIR taugasálfræðingar hafa sýnt fram á þverrandi minni kvenna á meðgöngu og allt að ári eftir fæðingu. Erfitt sé fyrir konur að muna margt í einu eða fást við nýjar aðstæður. Líklegt þykir að breytt lífsmynstur og svefnskortur sé... Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Páll V. Daníelsson

PÁLL Vilhjálmur Daníelsson viðskiptafræðingur andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði 3. febrúar síðastliðinn, 92 ára að aldri. Páll var fæddur 3. apríl 1915 á Flatnefsstöðum á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Persónuleg gögn séu ekki birt með dómum á netinu

EÐLILEGT er að aðgengi almennings að persónulegum gögnum er varða einka-, fjárhags- eða viðskiptahagsmuni einstaklinga á netinu sé takmarkað. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 109 orð

Rýnt í stjórnarstefnu Kína

ASÍS – Asíusetur Íslands býður til fyrirlesturs Dr. Kerry Brown við Háskóla Íslands undir heitinu: „Er nýjunga að vænta frá nýrri forystu Kína?“ fimmtudaginn 7. febrúar kl. 16.30 í aðalbyggingu, stofu 220. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 170 orð

Tannlækningar inn í heilbrigðiskerfið?

EÐLILEGT er að skoða hvort heilbrigðiskerfið eigi að taka meiri þátt í kostnaði fólks vegna tannlækninga. Þetta kom fram í máli Péturs H. Meira
6. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 38 orð

Teknir fyrir daður

Á ÞRIÐJA tug útlendinga hefur verið handtekinn í Indónesíu fyrir að daðra við unglingsstúlkur og giftar konur. Fjórtán þeirra eru knattspyrnumenn. Þeir eiga að hafa spillt fyrir hamingju giftra hjóna. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Týndra togarasjómanna minnst í Hull

Tugir þúsunda íbúa í Hull og nágrenni sameinuðust í einnar mínútu þögn í hádeginu í gær til þess að heiðra minningu 58 togarasjómanna sem fórust með þremur togurum frá Hull fyrir fjörutíu árum. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Um 40% færri kaupsamningar

INGIBJÖRG Þórðardóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að óneitanlega sé mikill samdráttur í þinglýstum kaupsamningum um fasteignir en gera megi ráð fyrir að jafnvægi sé að komast á á fasteignamarkaði og því komi samdráttur í sölu ekki á óvart. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 432 orð | 1 mynd

Undir verktaka komið hvenær framkvæmdir hefjast

Mosfellsbær | Kæra íbúa í Álafosskvos og nágrenni er til meðferðar hjá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála og má búast við úrskurði með vorinu. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 271 orð

Útboðsgögn vegna snjóflóðavarna tilbúin

ÚTBOÐSGÖGN eru tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að bygging snjóflóðavarnargarðs ofan byggðar í Bolungarvík verði boðin út. Meira
6. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 425 orð | 1 mynd

Veðjað á „draumaparið“

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÁLITSGJAFAR í Bandaríkjunum eru farnir að veðja á þann möguleika að „draumaparið“ verði í framboði fyrir demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Meira
6. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Viðurkennir vatnspyntingar

BANDARÍSKA leyniþjónustan CIA hefur viðurkennt í fyrsta skipti að hún hafi beitt vatnspyntingum þegar hún yfirheyrði meinta hryðjuverkamenn. Vatnspyntingar felast í því að líkt er eftir drukknun hjá þeim sem verið er að yfirheyra. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 258 orð | 3 myndir

Yfir 70% lesa Morgunblaðið í viku hverri

70,5% LANDSMANNA lesa eitthvað í Morgunblaðinu í viku hverri að jafnaði samkvæmt nýjustu mælingum Capacent á lestri dagblaða og netmiðla. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 1138 orð | 2 myndir

Þarf að nýta mannauð fatlaðra betur

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is MANNAUÐUR fatlaðra er auðlind sem fyrirtæki hér á landi hefðu hag af að nýta betur. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 95 orð

Þekkingardagur

FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga efnir til ráðstefnunnar og verðlaunaafhendingarinnar „Íslenski þekkingardagurinn“ á morgun, fimmtudag, kl. 9 á Hilton Reykjavik Nordica. Þemað að þessu sinni er „Drifkraftur árangurs. Meira
6. febrúar 2008 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

ÞETTA HELST...

Fjör og frammíköll Umræður um störf þingsins í upphafi þingfundar í gær voru líflegar og mikið var um frammíköll. Meira
6. febrúar 2008 | Erlendar fréttir | 38 orð

Þingrof á Ítalíu

GIORGIO Napolitano, forseti Ítalíu, hefur í hyggju að rjúfa þing landsins í dag, að sögn fréttastofunnar ANSA í gær. Gert er ráð fyrir því að boðað verði til þingkosninga 13.-14. apríl. Romano Prodi forsætisráðherra hafði sagt af... Meira

Ritstjórnargreinar

6. febrúar 2008 | Staksteinar | 210 orð | 1 mynd

Essemmessað!

Sumir Sjálfstæðismenn hafa verið að essemmessa á Staksteina, sigri hrósandi yfir þeirri niðurstöðu Þjóðarpúls Gallup, að tíu prósentustiga munur sé á Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu á landsvísu og telja, að túlkun Staksteina á skoðanakönnun... Meira
6. febrúar 2008 | Leiðarar | 427 orð

Guja og Vár en ekki Curver

Gídeón, Ellín, Vár, Guja, Júlírós, Þeba, Æsir, Svani, Róman, Hnikarr, Bambi, Úddi og Vápni uppfylla að mati mannanafnanefndar ákvæði laga um mannanöfn og hafa verið samþykkt. Meira
6. febrúar 2008 | Leiðarar | 441 orð

Hættulegur glannaskapur

Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa fyrirsögnina „Björgunarsveitir í stappi við ökumenn“. Meira

Menning

6. febrúar 2008 | Leiklist | 405 orð | 1 mynd

Allt í steik

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is HVER var konan sem bað forstjórann um blint stefnumót? Hélt Elli við konu Jóhannesar eða hélt hann bara upp á hana? Er Helmut Edelstein ofvirkur kvennamaður eða bara þýskur ferðamaður? Meira
6. febrúar 2008 | Kvikmyndir | 78 orð | 1 mynd

Aska og demantar í Bæjarbíói í kvöld

KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir myndina Aska og demantar eftir Andrzej Wajda í kvöld og næstkomandi laugardag. Myndin er frá 1958, sögusviðið er þorp og sveitir Póllands síðustu daga heimsstyrjaldarinnar síðari. Meira
6. febrúar 2008 | Leiklist | 368 orð | 1 mynd

„Þetta var ansi gott fyrir hjartað“

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is UPPSETNING Borgarleikhússins í Vasa í Finnlandi á Ofviðrinu eftir William Shakespeare, í leikstjórn Stefáns Sturlu Sigurjónssonar, fékk afar jákvæða gagnrýni í Vasablaðinu í fyrradag. Meira
6. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 268 orð | 1 mynd

Beinagrind í skuggaleikhúsi

„ÞARNA mætast dans, sjónhverfingar, leikhús, tónlist og sirkus,“ segir Jean-François Pyka, talsmaður sýningahópsins Oki Haiku Dan, sem flytur verkið Beinagrindina fyrir gesti Borgarleikhússins í kvöld og á föstudaginn. Meira
6. febrúar 2008 | Tónlist | 349 orð | 1 mynd

Bein leið

SÍÐUSTU mánuðina hefur leikverk Paulu Vogel, Ökutímar , verið sýnt við mikla aðsókn hjá Leikfélagi Akureyrar. Í uppsetningu þeirri leikur Lay Low ekki ósvipað hlutverk og KK lék forðum í uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á Þrúgum reiðinnar . Meira
6. febrúar 2008 | Tónlist | 192 orð | 1 mynd

Bob Dylan efstur á blaði

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞAÐ er verið að skoða nokkra listamenn fyrir Vorblótið, og það er mikill metnaður í gangi fyrir það. Meira
6. febrúar 2008 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

BonSom leikur á háskólatónleikum

ÞAÐ ER djassrokksveitin BonSom sem leikur á háskólatónleikum í Norræna húsinu í hádeginu dag. BonSom skipa þeir Andrés Þór Gunnlaugsson, Eyjólfur Þorleifsson, Scott McLemore og Þorgrímur Jónsson. Meira
6. febrúar 2008 | Bókmenntir | 406 orð | 1 mynd

Borgir heimsins

Eftir Höskuld Ólafsson hoskuldur@mbl.is NÚ þegar öll helstu skipulagsslys Reykjavíkur eru til umræðu er ekki úr vegi að taka fyrir á þessum stað bókina The City (Borgin) eftir blaðamanninn Joel Kotkin. Meira
6. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Bubbi með aðra stangveiðibók í smíðum

* Tónlistar- og veiðimaðurinn Bubbi Morthens er byrjaður á nýrri veiðibók. Mun Bubbi vera kominn langt á veg með bókina og stefnir hann á að skila handriti inn til JPV snemma í sumar. Meira
6. febrúar 2008 | Bókmenntir | 76 orð | 1 mynd

CAPUT og Ingibjörg á Myrkum

VERK eftir sex tónskáld verða flutt á tónleikum CAPUT-hópsins í Langholtskirkju í kvöld, en einsöngvari verður Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran. Meira
6. febrúar 2008 | Leiklist | 523 orð | 1 mynd

Farandleikhús af bestu gerð

Leikstjóri: Vigdís Jakobsdóttir. Höfundur: Igor Bauersima. Þýðing: María Kristjánsdóttir. Leikmynd: Högni Sigurþórsson. Búningar: Leila Arge. Hljóðmynd: Halldór Snær Bjarnason. Lýsing: Benedikt Axelsson. Meira
6. febrúar 2008 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

Fjörbrot töffarans?

Margt bendir til þess að 21. öldin verði öld nördsins. Alltént í sjónvarpi. Nördið hefur komið ár sinni vel fyrir borð, treður upp í gamanþáttum, auglýsingum og kvikmyndum eins og það hafi aldrei gert annað. Meira
6. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 110 orð | 1 mynd

Fótafim Diaz

LEIKKONAN Cameron Diaz tók þátt í danskeppni á skemmtistað í New York um síðustu helgi. Það var hinn myndarlegasti partístuðbolti sem skoraði á hana í danskeppni. Hún neitaði fyrst en svo ákvað hún að láta vaða og tryllti lýðinn með dansi sínum. Meira
6. febrúar 2008 | Menningarlíf | 481 orð | 2 myndir

Jón Páll sjötugur

Það er gleðilegt að Jón Páll Bjarnason, bíboppleikari Íslands númer eitt, skuli vera í fullu fjöri og búa yfir jafn frjórri sköpunargáfu og fyrr, sjötugur. Meira
6. febrúar 2008 | Tónlist | 77 orð | 1 mynd

Konga-konungurinn látinn

KONGA-konungurinn Tata Guines, frægasti slagverksleikari Kúbu, er látinn. Hann lést af völdum nýrnabilunar í Havana á mánudaginn, 77 ára að aldri. Meira
6. febrúar 2008 | Tónlist | 755 orð | 1 mynd

Krossferðinni lokið

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Blaðamaður hitti á alla meðlimi sveitarinnar að kvöldlagi á Hressó mánudaginn síðasta. Utan Heimi Gest Valdimarsson, sem bættist í hópinn eftir að sveitin vann Músíktilraunir með tilþrifum árið 2005. Meira
6. febrúar 2008 | Leiklist | 110 orð | 1 mynd

Lumar þú á sundfötum frá 8. áratugnum?

* Myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson leitar nú dyrum og dyngjum að sundskýlum, sólgleraugum , baðfötum og ferðatöskum frá 8. áratug síðustu aldar, fyrir sýninguna Sólarferð sem verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu um miðjan mánuðinn. Meira
6. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Macpherson yngir upp

ÁSTRALSKA fyrirsætan Elle Macpherson er komin með nýjan kærasta, en hann mun vera rúmlega helmingi yngri en hún. Meira
6. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 92 orð | 1 mynd

Með poppstjörnum

* „Sylvía, Dave úr Battles og Björk með poppstjörnugleraugun“ og „Régine úr Arcade Fire sýnir Bergrúnu nokkra klassíska stuðhljómaganga“ eru dæmi um setningar sem lesa má undir myndum á bloggsíðu Valdísar Þorkelsdóttur,... Meira
6. febrúar 2008 | Bókmenntir | 58 orð

Metsölulistar»

New York Times 1.Duma Key - Stephen King 2.Plum Lucky - Janet Evanovich 3.People of the Book - Geraldine Brooks 4.A Thousand Splendid Suns - Khaled Hosseini 5.World Without End - Ken Follett 6.Beverly Hills Dead - Stuart Meira
6. febrúar 2008 | Tónlist | 84 orð

Myrkir músíkdagar

Í DAG: 12.30 Hátíðarsalur Háskóla Íslands Marta G. Halldórsdóttir sópran og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari flytja verkið Um ástina, lagaflokk eftir Finn Torfa Stefánsson við ljóð eftir Pál Ólafsson. 13. Meira
6. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 85 orð | 1 mynd

Reyna að geta barn

PLAYBOY-kóngurinn Hugh Hefner reynir nú að geta unnustu sinni, Holly Madison, barn. Hin 28 ára ljóska og 81 árs stofnandi Playboy-klámblaðsins þrá barn og eyða nú öllum stundum sínum uppi í rúmi. Meira
6. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Scarlett styður Obama

BANDARÍSKA leikkonan Scarlett Johansson syngur í nýju myndbandi sem gert var til stuðnings Barack Obama, sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum. Meira
6. febrúar 2008 | Fólk í fréttum | 100 orð | 1 mynd

Shatner næstum dáinn

LITLU munaði að illa færi þegar kanadíski leikarinn William Shatner gekkst undir fremur venjubundna aðgerð á mjöðm. Meira
6. febrúar 2008 | Bókmenntir | 258 orð | 1 mynd

Sterkir litir

Airman, skáldsaga eftir Eoin Colfer. Puffin gefur út. 424 bls. kilja. Meira
6. febrúar 2008 | Leiklist | 513 orð | 1 mynd

Styrkjakerfið verði endurskoðað

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is AÐSTANDENDUR Möguleikhússins segjast þurfa að róa lífróður á næstu vikum til að bjarga leikhúsinu, þar sem það hafi hvorki hlotið verkefnastyrk frá leiklistarráði né listamannalaun. Meira
6. febrúar 2008 | Kvikmyndir | 125 orð | 1 mynd

Svekktir yfir söng í Sweeney Todd

STÓR hluti kvikmyndahússgesta í Bretlandi hefur gengið út af nýjustu kvikmynd Tims Burton, Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street , því þeir héldu að þeir væru að fara á hryllingsmynd en ekki söngvamynd. Meira
6. febrúar 2008 | Kvikmyndir | 25 orð | 6 myndir

Þær kunna að klæða sig á Spáni

SPÆNSKU kvikmyndaverðlaunin, Goya, voru veitt í Madrid um helgina. Á Spáni er rauði dregillinn grænn og spænsku leikkonurnar kunna sannarlega að klæða sig fyrir... Meira

Umræðan

6. febrúar 2008 | Blogg | 61 orð | 1 mynd

Birkir Jón Jónsson | 5. febrúar 2008 Nauðvörn Össurar Skarphéðinssonar...

Birkir Jón Jónsson | 5. febrúar 2008 Nauðvörn Össurar Skarphéðinssonar ...Það er nú einu sinni þannig, þegar að Össur á í hlut, að sannleikurinn er ekki neitt sérstakt aðalatriði. Meira
6. febrúar 2008 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Dagur leikskólans – öskudagur

Dýrleif Skjóldal (Dilla) skrifar hugleiðingu um dag leikskólans, sem er í dag: "Leikskóladagurinn er þörf áminning til okkar allra um að kynna okkur starfsemi leikskóla og leikinn sem námsleið og markmið." Meira
6. febrúar 2008 | Blogg | 353 orð | 1 mynd

Guðmundur Bergkvist | 4. febrúar 2008 Grimmsævintýri árið 3420 Einu...

Guðmundur Bergkvist | 4. febrúar 2008 Grimmsævintýri árið 3420 Einu sinni var undarlegt lítið land langt úti í rassgati sem stærstur hluti íbúa heimsins vissi ekki að væri til. Meira
6. febrúar 2008 | Bréf til blaðsins | 273 orð

Hæfileikarík ungmenni!

Frá Róslínu A. Valdemarsdóttur: "UNGIR listamenn eru víðsvegar að komast fram í sviðsljósið. Möguleikarnir eru orðnir miklu fleiri nú til dags en var fyrir ekki svo mörgum árum. Youtube kemur sumum að góðum notum, flickr öðrum og bloggsíður hinsvegar." Meira
6. febrúar 2008 | Blogg | 60 orð | 1 mynd

Kristín Dýrfjörð | 4. febrúar 2008 Ánægð með menntamálaráðherra Ég er...

Kristín Dýrfjörð | 4. febrúar 2008 Ánægð með menntamálaráðherra Ég er ein þeirra sem fagna fram komnu frumvarpi menntmálaráðherra um kennaramenntunina. Meira
6. febrúar 2008 | Blogg | 60 orð | 1 mynd

Sturla Snorrason | 5. febrúar 2008 En hvað með flugstöð í Reykjavík? Á...

Sturla Snorrason | 5. febrúar 2008 En hvað með flugstöð í Reykjavík? Á að byggja flugstöð við Hringbraut ofan í Háskólasjúkrahúsi eða kaupir samgönguráðuneytið HR-lóðina í Nauthólsvík? Því er Öskjuhlíðin ekki notuð sem náttúruleg hljóðmön fyrir... Meira
6. febrúar 2008 | Aðsent efni | 810 orð | 2 myndir

Suðurlandsvegur, hvaðan komum við og hvert förum við?

Engin rök eru fyrir því að byggja 2+2 vegi út frá höfuðborginni, segir Rögnvaldur Jónsson: "Því miður er látið undan kröfum þrýstihópa sem stilla þingmönnum og stjórnvöldum upp við vegg ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra." Meira
6. febrúar 2008 | Velvakandi | 237 orð

velvakandi

Aðgangur að tannlæknadeild Háskóla Íslands Í tilefni tannverndarviku viljum við hjá tannlæknadeild Háskóla Íslands benda almenningi á að í tannlæknadeild Háskóla Íslands fer fram kennsla tannlæknanema, tannsmíðanema og verkleg kennsla tanntæknanema. Meira

Minningargreinar

6. febrúar 2008 | Minningargreinar | 70 orð | 1 mynd

Guðný Einarsdóttir

Guðný Einarsdóttir fæddist í Hafnarfirði 18. janúar 1919. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi á jóladag, 25. desember síðastliðinn, og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 4. janúar. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2008 | Minningargreinar | 2737 orð | 1 mynd

Margrét G. Albertsdóttir

Margrét Guðrún Albertsdóttir fæddist á Eyrarbakka 17. september 1939. Hún lést á Landspítalanum 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Helga Jónsdóttir frá Miðfelli, f. 16.9. 1913, d. 6.1. 1964, og Þorgrímur Albert Einarsson frá Eyrarbakka, f. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2008 | Minningargreinar | 572 orð | 1 mynd

Ninna Kristbjörg Gestsdóttir

Ninna Kristbjörg Gestsdóttir fæddist í Múla í Aðaldal, 19. október 1932. Hún lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum að morgni nýársdags 2008 og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
6. febrúar 2008 | Minningargreinar | 1174 orð | 1 mynd

Valborg Guðjónsdóttir

Valborg Guðjónsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal, 20. september 1919. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund 26. janúar síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

6. febrúar 2008 | Sjávarútvegur | 2180 orð | 1 mynd

Búið að búa til krafta sem vinna á móti markaðslögmálunum

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SAMTÖK fiskframleiðenda og útflytjenda hafa að undanförnu lýst yfir áhyggjum sínum af því að útflutningur á óunnum fiski í gámum sé að aukast. Það hafi gerzt eftir að svokallað útflutningsálag var afnumið. Meira

Viðskipti

6. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Citigroup lækkar markgengið

GREININGARDEILD bankans Citigroup hefur lækkað markgengi bréfa Kaupþings úr 625 krónum í 610, en markaðsgengi bréfanna er nú 735 krónur. Meira
6. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Fjölgun hjá Express

FARÞEGUM með vélum Iceland Express fjölgaði um 20% á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá félaginu, sem segir árið 2007 hafa verið hið besta í sögu þess. Meira
6. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Fríblöð til vandræða í dönskum lestum

DANSKA lestafyrirtækið DSB hefur sagt að fjórir fimmtu af öllu sorpi sem til fellur á þarlendum lestastöðvum séu eintök fríblaða eins og Nyhedsavisen og Urban. Meira
6. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 210 orð | 2 myndir

Hagnaður 490 milljónir króna

ÖSSUR skilaði 7,6 milljóna dollara hagnaði á árinu 2007, eða sem svarar um 490 milljónum íslenskra króna. Aukning hagnaðar á milli ára nemur 74%. Meira
6. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 56 orð

Hagnaður Icebank dregst saman

HAGNAÐUR Icebank 2007 nam 1,6 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 5,7 milljarða króna hagnað árið 2006. Á fjórða ársfjórðungi í fyrra var 2,6 milljarða króna tap á rekstri bankans. Hreinar vaxtatekjur jukust um 87% á árinu, námu 2,3... Meira
6. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 232 orð | 1 mynd

Hlutabréfamarkaðir taka skarpa dýfu

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Gærdagurinn var stormasamur í kauphöllum heimsins, en miklar lækkanir urðu í öllum helstu kauphöllum Bandaríkjanna, Evrópu og Norðurlanda. Meira
6. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 48 orð

Raungengi krónu ekki lægra í eitt ár

ÍSLENSKA krónan veiktist í gær um 0,36%, en velta á millibankamarkaði nam 16,9 milljörðum . Gengi Bandaríkjadals var 65,64 krónur við lok viðskipta og gengi evru 96,15 krónur. Meira
6. febrúar 2008 | Viðskiptafréttir | 174 orð | 1 mynd

Skilyrði sett fyrir samruna

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur sett skilyrði fyrir samruna JPV og Eddu í útgáfufyrirtækið Forlagið, sem m.a. fela í sér sölu á útgáfuréttindum. Eftirlitið hafði áður metið sem svo að samruninn gæti verið skaðlegur samkeppni ef ekki yrði gripið til... Meira

Daglegt líf

6. febrúar 2008 | Daglegt líf | 161 orð

Ekki sama ljós og ljós

Birtan og ylurinn eru af skornum skammti yfir háveturinn á Fróni. Pétur Stefánsson kann ráð við því og veitir birtu inn á heimili landsmanna – auðvitað í bundnu máli: Aldrei gengu áar mínir, inn í niðdimm hús og fjós. Meira
6. febrúar 2008 | Ferðalög | 770 orð | 3 myndir

Úr loftvarnabyrgi til Líberíu

Hún fer á ströndina á hverjum sunnudegi í höfuðborg Líberíu en vann áður á Indlandi, bjó í Gvatemala og Frakklandi og leigði gluggalausa íbúð í New York. Sigríður Víðis Jónsdóttir ræddi við Guðrúnu Sif Friðriksdóttur sem segir erfitt að læra að lesa þegar maður er 25 ára. Meira
6. febrúar 2008 | Daglegt líf | 821 orð | 2 myndir

Við erum heilinn í okkur

Ekki er óalgengt að fólk upplifi tímabundið minnisleysi án nokkurra vitanlegra ástæðna. Kristín Heiða Kristinsdóttir hitti tvo taugalækna til að fræðast um þetta forvitnilega fyrirbæri. Meira

Fastir þættir

6. febrúar 2008 | Fastir þættir | 180 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Eðlishvöt. Norður &spade;K7 &heart;Á94 ⋄742 &klubs;ÁG1096 Vestur Austur &spade;D106 &spade;8543 &heart;G86 &heart;D10732 ⋄Á10653 ⋄G8 &klubs;53 &klubs;K7 Suður &spade;ÁG92 &heart;K5 ⋄KD9 &klubs;D842 Suður spilar 3G. Meira
6. febrúar 2008 | Í dag | 43 orð | 1 mynd

Kjötkveðjuhátíð í Rio de Janeiro

HÚN er eins og stytta á kökutoppi, stúlkan sem dansar hér á vagni í skrúðgöngu í Rio de Janeiro í gær. Stúlkan er í Beija-Flor-sambaskólanum og var gærdagurinn annar dagurinn sem skipulögð var skrúðganga allra helstu og bestu sambahópa í Rio de... Meira
6. febrúar 2008 | Í dag | 19 orð

Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir...

Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14. Meira
6. febrúar 2008 | Fastir þættir | 155 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Bd3 Rf6 6. O–O Dc7 7. De2 d6 8. c4 g6 9. Rc3 Bg7 10. Kh1 O–O 11. f4 Rbd7 12. Be3 e5 13. Rf3 exf4 14. Bxf4 Rh5 15. Bd2 Rb6 16. Hac1 Bg4 17. Df2 Hae8 18. Be3 Rd7 19. Rd5 Da5 20. b4 Da3 21. Meira
6. febrúar 2008 | Í dag | 117 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1Heimsþekktur leikari ætlar að sýna ljósmyndir á sýningu í Reykjavík í sumar. Hvað heitir hann? 2 Þingmaður hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um nýtt starfsheiti fyrir ráðherra. Hver er það? Meira
6. febrúar 2008 | Fastir þættir | 541 orð | 1 mynd

Sverrir í 1.-4. sæti á alþjóðlegu unglingamóti

1.–3. febrúar 2008 Meira
6. febrúar 2008 | Í dag | 329 orð | 1 mynd

Upplýsingatækni er lausnin

Þorvaldur Jacobsen fæddist í Reykjavík 1963. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1983, prófi í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1987, útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá sama skóla 1988 og lauk meistaraprófi í rafmagnsverkfræði frá Texasháskóla í Austin 1990. Meira
6. febrúar 2008 | Fastir þættir | 291 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Frá árinu 1989 hafa tvær fjölskyldur skipst á að búa í Hvíta húsinu í Washington. Það eru 20 ár. Ef Hillary Clinton verður næsti forseti Bandaríkjanna og við gefum okkur að hún sitji tvö kjörtímabil þá verða komin 28 ár. Blaðamaðurinn Nicholas D. Meira

Íþróttir

6. febrúar 2008 | Íþróttir | 394 orð | 1 mynd

„Ekkert farinn að örvænta“

ÓVISSA ríkir enn um framtíð Árna Gauts Arasonar, landsliðsmarkvarðar í knattspyrnu, en Árni hefur ekki fundið sér nýja vinnuveitendur. Samningur hans við norska liðið Vålerenga rann út í haust og þrátt fyrir þreifingar hér og þar hefur ekkert komið út úr þeim enn sem komið er. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 1139 orð | 4 myndir

„Stóri Dunk“ var átrúnaðargoð

Einn besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United, Duncan Edwards, var aðeins 21 árs er hann lést á sjúkrahúsi í München eftir tveggja vikna baráttu Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 410 orð

„Þeir voru miklir heiðursmenn“

MIKIL tilfinningatengsl hafa ríkt á milli Manchester United og Rauðu stjörnunnar frá Belgrad. „Ég fylltist hryllingi þegar ég heyrði fréttirnar um slysið í München – trúði þeim ekki. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

Capello vill aga

ÍTALINN Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, ætlar sér að breyta ýmsum siðum og venjum leikmanna liðsins. Enska landsliðið kom saman í fyrsta sinn á mánudag frá því að Capello var ráðinn sem landsliðsþjálfari og hefur hann sett ýmsar reglur sem leikmenn hafa ekki þurft að hlíta áður. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 1253 orð | 2 myndir

Dagur eða útlendingur?

STJÓRN Handknattleikssambands Íslands ætlar að taka sér góðan tíma til þess að ráða næsta landsliðsþjálfara í handknattleik karla. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 866 orð | 6 myndir

Draumurinn um „Busby Babes“ varð að martröð í München

ÞAÐ er óhægt að segja það að stóri draumurinn um „Busby Babes“ hafi orðið að martröð 6. febrúar 1958 í München. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Drogba ósáttur við Afríkukjörið

DIDIER Drogba, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, er ekki sáttur við vinnubrögð knattspyrnusambands Afríku vegna valsins á knattspyrnumanni ársins í Afríku. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 298 orð

Emil kemur ekki og tveir farnir heim

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is EMIL Hallfreðsson, leikmaður Reggina á Ítalíu, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Armeníu í dag þegar þjóðirnar mætast í lokaumferð Möltumótsins. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 422 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kylfingarnir Sigþór Jónsson og Örn Ævar Hjartarson eru í öðru til þriðja sæti ásamt spænsku liði eftir fyrsta hringinn á La Sella- liðamótinu sem hófst á Spáni í gær. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 476 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Aðstoðarþjálfari sænska knattspyrnuliðsins Elfsborg lýsti yfir mikilli ánægju með Helga Val Daníelsson eftir fyrsta æfingaleik hans með liðinu, gegn Örgryte í gær en Helgi kom til Elfsborg í vetur frá Öster . Leikurinn endaði 0-0. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 427 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Egill Jónasson , hinn hávaxni miðherji körfuknattleiksliðs Njarðvíkur , verður frá keppni í 2-3 vikur vegna meiðsla á hné. Egill fer í aðgerð á næstu dögum vegna rifins liðþófa en samkvæmt frétt Víkurfrétta hefur Egill verið meiddur í rúman mánuð. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 128 orð

Gerrard með fyrirliðabandið

STEVEN Gerrard mun leiða enska knattspyrnulandsliðið út á Wembley leikvanginn í kvöld þegar Englendingar leika fyrsta leikinn undir stjórn nýráðins landsliðsþjálfara, Fabio Capello. Ítalinn ákvað í gær að Gerrard bæri fyrirliðabandið í sínum 64. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

Gleði og sorg í Manchester

Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman sos@mbl.is ÞAÐ var stutt á milli gleði og sorgar í Manchester og á Bretlandseyjum í byrjun febrúar 1958. Um kvöldið 5. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 351 orð | 2 myndir

Hryllingur og einmanaleiki

„ÉG hugsa um flugslysið á hverjum degi og einnig um Duncan Edwards,“ sagði Sir Bobby Charlton, sem var 20 ára þegar hann lenti í flugslysinu í München. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 234 orð

Leikið til sigurs á Kýpur

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is LANDSLIÐ Íslands í knattspyrnu, 21 árs og yngri, mætir Kýpurbúum í sjötta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins á Kýpur í dag. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd

Meidd í Póllandi

SKÍÐAKONAN Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri dvelur þessa dagana í Póllandi, en hún hefur ekkert getað keppt og lítið æft síðan í byrjun janúar. Hún hefur verið aum í leggnum allar götur frá því í haust og aldrei náð sér almennilega góðri. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 292 orð

Meistararnir rétt sluppu

UM síðustu helgi var leikin önnur umferð í Brosbikarnum í blaki á Akureyri. Þar skýrðist hvaða lið komast í undanúrslitin, sem fram fara í Laugardalshöll 15. mars. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 180 orð

Sekta Suður-Kóreu og Japan og hóta banni

ASÍSKA handknattleikssambandið, AHF, hefur sektað Suður-Kóreumenn og Japana um 1.000 dollara hvora þjóð fyrir að taka þátt í endurtekinni forkeppni fyrir Ólympíuleikana í síðustu viku. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 217 orð

Staða Ármanns hjá Brann er veik

ROALD Bruun-Hanssen, framkvæmdastjóri norska meistaraliðsins Brann í knattspyrnu, segir í viðtali við Bergens Tidende að leikmannahópur liðsins sé of fjölmennur og fækka þurfi um 4-5 leikmenn. Meira
6. febrúar 2008 | Íþróttir | 225 orð

úrslit KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur Grikkland – Tékkland 1:0...

úrslit KNATTSPYRNA Vináttulandsleikur Grikkland – Tékkland 1:0 Dimitrios Salpingidis 79. Frakkland – Kongó 0:0 England 2. Meira

Annað

6. febrúar 2008 | 24 stundir | 127 orð

1.616 milljóna króna hagnaður

Hagnaður Icebank 2007 nam 1.616 milljónum og var arðsemi eigin fjár 13,5% eftir skatta. Agnar Hansson bankastjóri segir að árangurinn sé „viðunandi að teknu tilliti til markaðsaðstæðna“. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 28 orð | 1 mynd

24 stundir næstmest lesna blaðið

24 stundir eru næstmest lesna dagblað landsins samkvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup. Tæplega 46% landsmanna lesa blaðið að meðaltali hvern útgáfudag. Tæp 62% lesa Fréttablaðið og um 42%... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 121 orð | 1 mynd

3,5% lækkun á raungengi

Raungengi, mælt sem hlutfallsleg þróun verðlags á Íslandi í samanburði við helstu viðskiptalönd, lækkaði um 3,5% í janúar skv. mælingu Seðlabankans og er vísitala raungengis nú 103,8 stig. Lækkunin er til komin vegna 4,3% veikingar krónunnar í janúar. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

46% lesa 24 stundir

24 stundir eru næstmest lesna dagblað landsins, samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent Gallup. Mánuðina nóvember til janúar lásu að meðaltali 45,8% landsmanna á aldrinum 12-80 ára blaðið hvern útgáfudag, 3,7 prósentustigum fleiri en í síðustu könnun. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

4 ára fangelsi fyrir 3 nauðganir

Fjörutíu og eins árs gamall karlmaður hefur verið dæmdur í 4 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir þrjár nauðganir og þjófnaðarbrot en maðurinn var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur stúlkum sem voru 12, 14 og 16 ára þegar brotin voru framin á... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 148 orð | 1 mynd

95% nýting á fangelsum 2007

Í þeim fimm fangelsum sem fangar eru vistaðir í á Íslandi eru 128 pláss í dag. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 251 orð | 1 mynd

ADSL-auglýsingar eru ófullnægjandi

„Það er alveg ljóst að það ber að upplýsa fólk um það í auglýsingum ef ekki er hægt að standa við það sem lofað er,“ segir Sigurjón Heiðarsson hjá Neytendastofu og vísar þá til þeirrar umræðu að fjarskiptafyrirtæki selji viðskiptavinum sínum... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 254 orð | 1 mynd

Að breyta og bæta heimilið

Það kostar sitt að gera heimilið fallegt og er ekki á færi allra að skipta öllu því gamla út fyrir hið nýja, enda eru heimili sem eingöngu eru búin nýjum munum ekkert sérstaklega heimilisleg og því oftast mun fallegra að blanda saman gömlum,... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 12 orð

Afmæli

Bob Marley tónlistarmaður, 1945 Francois Truffaut leikstjóri, 1932 Ronald Reagan forseti, 1911 Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Amy í fríi frá meðferðinni

Amy Winehouse fékk frí frá meðferðinni til að hitta starfsmenn bandaríska sendiráðsins í Lundúnum og sækja um landvistarleyfi fyrir Grammy-verðlaunaafhendinguna. Hátíðin er um næstu helgi í L.A. en þar er söngkonan tilnefnd til sex Grammy-verðlauna. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 380 orð | 1 mynd

Annað bankarán ræningjans

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Ásgeir Hrafn Ólafsson sem rændi útibú Glitnis í Lækjargötu í fyrradag hefur áður gerst sekur um bankarán. Ásgeir rændi útibú SPRON við Álfabakka, 17. maí árið 2004. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 79 orð | 1 mynd

Auðlindir

Rök má færa fyrir því að sjávarútvegurinn hafi orðið fórnarlömb hugmyndafræði þar sem ekkert mark hefur verið tekið á raunsæi og nytsemishyggju. Annars vegar má skipta þeirri hugmyndafræði í stjórn veiða með það að markmiði að byggja upp fiskistofnana. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 56 orð

Aukinn fjárlagahalli vestra

Áætlað er að fjárlagahalli í Bandaríkjunum nái 410 milljörðum dollara á þessu ári vegna tillögu að fjárlögum 2009 upp á 3.100 milljarða dollara sem Bush hefur sent þinginu, skv. Financial Times. Í fjárlögunum er m.a. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 37 orð | 1 mynd

Austan hvassviðri

Austan hvassviðri um morguninn en SV 15-23 m/s um hádegi en mun hvassari SA-til. Snjókoma eða él, einkum S- og V-lands. Heldur hægari og úrkomuminna undir kvöld. Frost 0 til 6 stig, en um frostmark við... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 45 orð

„Á föstudaginn varð ég vitni að nokkru sem ég get varla með nokkru...

„Á föstudaginn varð ég vitni að nokkru sem ég get varla með nokkru móti útskýrt, tilfinningin var undarleg, ég nuddaði augun trekk í trekk, til að sannreyna að ekki væri um ofskynjanir að ræða. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 48 orð

„Vel til fundið hjá NASA að varpa Across the Universe með Bítlunum...

„Vel til fundið hjá NASA að varpa Across the Universe með Bítlunum út í geiminn. ...myndi ég hafa lagt til að öllum lögum Geirmundar, Sú Ellen, Dúkkulísanna og Baraflokksins yrði útvarpað stöðugt frá jörðinni út í geim. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 52 orð

„...það sem er kannski merkilegast í þessari frétt er að þegar...

„...það sem er kannski merkilegast í þessari frétt er að þegar þeir náðust úti í Garðabæ voru þjófarnir á leið í andlitsbað og brúnkusprey. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Burknar og mynstur

Meira er stundum minna! Þessi mynd er tekin úr bandarískri borðstofu árið 1957. Burknar, og jurtir meðfram veggjum, mynstraðir veggir, allskyns litir og skilrúm marka af rýmið. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 34 orð | 1 mynd

Dálítil él

Suðvestan 5-13 m/s, léttskýjað um landið austan- og norðaustanvert, en skýjað með köflum og dálítil él annars staðar. Frost 1 til 9 stig, kaldast inn til landsins, en hiti um frostmark við ströndina... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Depurð

Engum feitum hesti hefur enn verið riðið af hálfu íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem æfir sig á Möltu þessi dægrin. Þar er Ólafur Jóhannesson að keyra saman nýjan og gamlan mannskap en árangurinn er vægast sagt dapurlegur. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Dragast aftur úr í menntun

Menntakerfi ríkja Mið-Austurlanda og Norður-Afríku hafa dregist aftur úr öðrum svæðum. Í skýrslu Alþjóðabankans þar sem þetta kemur fram eru umbætur á þessu sviði sagðar mikilvægar í baráttu gegn atvinnuleysi. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

Einn fellur í mótmælum

Þúsundir manna mótmæltu verðhækkunum á fargjöldum strætisvagna í Mósambík í gær. Minnst einn hefur látið lífið. „Þetta er ekki alvarlegt ástand enn sem komið er,“ segir Jóhann Pálsson, umdæmisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar í Mósambík. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Eitthvað bogið

Yfirmenn dönsku lýðheilsustöðvarinnar eru agndofa yfir þeirri ákvörðun íþróttasambandsins að semja við hamborgarakeðjuna McDonalds sem einn aðalstyrktaraðila danskra afreksíþróttamanna. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 27 orð | 1 mynd

Ekki alltaf lífrænt

Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Túns, segir að þess séu dæmi hér á landi að orðið lífrænt hafi verið notað án þess að viðhlítandi vottun hafi legið að... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Fagna áramótum í myrkri

Samgöngur í Kína eru að komast í samt lag eftir vetrarhörkur síðustu daga, en útlit er fyrir að milljónir manna muni fagna nýju ári í rafmangsleysi. Nýárshátíðin hefst í dag. Vatns- og rafmagnslaust hefur verið í fjölda borga. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 162 orð | 1 mynd

Fara sjaldnar í efnalaugina

Eftir að reykingabannið gekk í gildi síðastliðið sumar anga föt þeirra sem sitja á börum um helgar ekki lengur af reykingum og þess vegna fara bargestirnir ekki jafnoft og áður með fötin sín í hreinsun. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 167 orð | 1 mynd

FARC mótmælt í Kólumbíu

Kólumbíumenn hafa flykkst út á götur í hundraða þúsunda tali til að mótmæla uppreisnarmönnum FARC. „Ekki fleiri mannrán, engar lygar meir, ekki fleiri dauðsföll, ekki meira FARC,“ stendur á borðum sem mótmælendur bera. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Farið í gegnum smáatriðin

Þessa dagana er tilvalið að dunda sér við að sortera og flokka. Það má til dæmis ráðast í það að flokka myndirnar sem geymdar eru í tölvunni og eins má fara í gegnum heimilistölvuna og henda út gömlum og óþörfum skjölum. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 260 orð | 1 mynd

Fegurð í arkitektúr er afstæð

Mennirnir eru jafn misjafnir og þeir eru margir svo og smekkur þeirra en þó hefur Svisslendingurinn Alain De Botton sett fram áhugaverðar kenningar um hvað skuli skilgreint sem fegurð í arkitektúr og skipulagi. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 231 orð | 1 mynd

Fjórir Íslendingar fara utan

Útflutningsráð Íslands í samráði við sendiráð Íslands í Japan hefur hug á að styðja íslenska hönnuði og standa fyrir þátttöku í hönnunarsýningu í Tókýó í júní 2008. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 96 orð | 1 mynd

Fjöldi ábendinga vegna vanrækslu

Yfirdýralæknir beinir þeim tilmælum til umráðamanna útigangshrossa að huga vel að þeim nú þegar víða eru jarðbönn og hart í ári. Héraðsdýralæknum hefur borist fjöldi ábendinga um hross sem híma fóðurlaus í girðingum þar sem enga beit er að hafa. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 283 orð | 1 mynd

Fjölgun farþega um flugvöllinn

Icelandair ber öðrum fremur ábyrgð á mikilli fjölgun ferðamanna til Íslands á undanförnum árum og áratugum. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Fleiri og betri snjóboltar

Þessi skemmtilega græja er tilvalin fyrir þá sem hafa mikinn metnað í snjóboltakasti og vilja búa til almennilega bolta. Sno-baller er búin til úr sterku plastefni sem mótar fullkomna bolta úr snjónum og er tilvalin gjöf, svona yfir vetrarmánuðina. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 170 orð | 1 mynd

Fljótandi heimili

Með hlýnandi veðurfari hækkar yfirborð sjávar og ljóst má vera að í löndum eins og Hollandi, sem er mjög láglent, er hætt við að mörg heimili hverfi undir vatn ef jörðin heldur áfram að hlýna á þeim hraða sem hún hefur gert undanfarin ár. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 13 orð

Framleiðir sexí leikrit í Hollywood

Athafnamaðurinn Óskar Eiríksson frumsýnir Sexy Laundry í vikunni. Kunnar stjörnur fara með... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 321 orð | 2 myndir

Framleiðir Sexí þvott í Hollywood

Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Ég er að fara að frumsýna 8. febrúar,“ segir athafnamaðurinn Óskar Eiríksson, en hann er einn af framleiðendum Sexy Laundry sem verður sett upp í Hayworth-leikhúsinu í Los Angeles. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 172 orð | 3 myndir

F ranz Beckenbauer telur líkur á þýskum sigri á Evrópumótinu í sumar...

F ranz Beckenbauer telur líkur á þýskum sigri á Evrópumótinu í sumar góðar en setur spurningarmerki við að þrjár helstu stjörnur liðsins frá HM fyrir tveimur árum, Bastian Schweinsteiger , Philipp Lahm og Lukas Podolski , hafa allir setið meira og minna... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

Friðuð hús

Borgarstjóri segir að kaup borgarinnar á húsunum á Laugavegi 4 og 6 langt yfir markaðsverði hafi ekki skapað fordæmi og muni því ekki hafa áhrif á verðmyndun annarra gamalla húsa. Þetta er rangt. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 87 orð | 5 myndir

Frumleg byggingarlist víða um veröld

Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is Í arkitektúr sameinast fagurfræðin hönnun bygginga og annarra mannvirkja. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Fúllyndi „Það vona ég að okkur takist að berja okkur á brjóst...

Fúllyndi „Það vona ég að okkur takist að berja okkur á brjóst fyrir þennan síðasta leik svo ég verði ekki enn fýldari en ég er þegar orðinn,“ segir Ólafur Jóhannesson , landsliðsþjálfari í knattspyrnu. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 307 orð | 1 mynd

Geta boðið í fiskinn

Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 117 orð | 1 mynd

Glitnir segir upp starfsfólki

Glitnir hefur sagt upp þremur starfsmönnum í útibúi sínu við Lækjargötu í Reykjavík og einum starfsmanni við útibú bankans á Akureyri. Sá hafði einungis gegnt stöðu sinni hjá bankanum í átta mánuði. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 647 orð | 2 myndir

Gætir hagsmuna

Við sem förum fyrir Húseigendafélaginu erum oft spurð: Hvað er Húseigendafélagið? Fyrir hvað stendur það? Hver eru markmið þess og baráttumál? Hver er hagurinn af félagsaðild? Hverju hefur félagið áorkað? Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 370 orð

Hagur stúdenta?

Stúdentar við Háskóla Íslands kjósa í dag og á morgun fulltrúa í stjórn nemendafélagsins, Stúdentaráðs. Í nýlegu Stúdentablaði er rætt við oddvita beggja framboðslista í kjörinu, Vöku og Röskvu. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 126 orð | 1 mynd

Halakörtur á Hótel Hilton

„Það er heilmikill fengur að þessum fyrirlesurum og ég held það sé engin spurning um að þetta skili sér í skólastarfið,“ segir Sigrún Björnsdóttir upplýsingafulltrúi Menntasviðs Reykjavíkurborgar um ráðstefnuna Halakörtur og Hagnýt ráð sem... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 51 orð | 1 mynd

Halldór Sævar formaður ÖBÍ?

Halldór Sævar Guðbergsson hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) en kosið verður um formann á aukaaðalfundi þess þann 14. febrúar næstkomandi. Halldór er formaður Blindrafélags Íslands og hefur verið það síðan 2005. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 338 orð | 1 mynd

Heimatilbúin umhverfisvottun

Erlendis eru dæmi þess að framleiðendur búi til eigin umhverfismerki og klíni á vörur sínar. Það er því betra að líta eftir viðurkenndum vottunarmerkjum en gjalda varhug við heimatilbúnum laufum og blómum. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 246 orð | 1 mynd

Heimilið gert huggulegt

Það er lítið mál að gera heimilið að fallegum griðastað jafnvel þó að fjárhagurinn sé bágur. Það þarf ekki dýra hönnun eða mörg húsgögn, heldur er oftast nóg að nota ímyndunaraflið. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 125 orð | 1 mynd

Horft í baksýnisspegla

Rætt er að nota svokallaða baksýnisspegla til ákvörðunar launahækkana í næsta kjarasamningi. Slíkt myndi ganga þannig fyrir sig að þeir sem ekki hafa notið launaskriðs á ákveðnu tímabili fái hækkunina í sinn hlut. Rætt er um hækkun um fjögur prósent 1. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Hvatt til blóðhefnda

Ísraelski þingmaðurinn Tzachi Hanegbi, sem er flokksbróðir forsætisráðherrans Ehud Olmerts, hefur hvatt til þess að brugðist verði við sjálfsmorðsárás í bænum Dimona með því að ráða æðstu menn Hamas-samtakanna af dögum. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 86 orð | 1 mynd

Hve glöð er vor æska...

Ár og dagur er síðan skíðafæri í Bláfjöllum hefur verið gott lengur en fimm mínútur í einu enda hefur snjóað meira en undanfarin ár í fjöll suðvestanlands í vetur. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Hvetja til kolefnisföstu

Tveir breskir biskupar hafa hvatt til þess að fólk gangi skrefinu lengra en hefð er fyrir á páskaföstunni sem hefst í dag. Vonast þeir til þess að fólk minnki útblástur gróðurhúsalofttegunda, til viðbótar því að neita sér um ýmsar lystisemdir holdsins. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Hönnun á Vetrarhátíð

Áhugafólk um hönnun ætti að geta fundið sitthvað við sitt hæfi á Vetrarhátíð í Reykjavík. Fimmtudaginn 7. febrúar klukkan 21 opna Himneskir herskarar hönnunarsýningu í Handverki og hönnun við Aðalstræti 10. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Iron Maiden hefur heimsferð

Iron Maiden hóf tónleikaferð sína, „Somewhere Back In Time“, á Indlandi í síðustu viku. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 114 orð | 1 mynd

Japansk-franskur nýsirkus

Dagana 6. til 9. febrúar býður Alliance française, vináttufélag Frakklands og Íslands, upp á japansk-franskan nýsirkus frá sýningahópnum Oki Haiku Dan, sem kallast „Beinagrindin“. Sýningin er í senn sirkus, tónlist og dans- og ljósasýning. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 15 orð

Jay Leno snýr aftur á skjá landsmanna

Spjallþáttakóngurinn Jay Leno er væntanlegur aftur á Skjá einn. 24 stundir ræddu við ánægðan... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 176 orð | 2 myndir

Jay Leno snýr aftur á skjá landsmanna

„Mér finnst þetta náttúrulega alveg frábærar fréttir. Ég var mjög svekktur yfir því að þeir skyldu endursýna Fyrstu skrefin og Silvíu Nótt í staðinn fyrir Jay Leno,“ segir verslunarmaðurinn og Jay Leno-aðdáandinn Árni Árnason. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 261 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

Þ ekktasti þingmaður Suðurkjördæmis, Árni Johnsen , hefur varpað fram þeirri frábæru hugmynd á Alþingi að þingmenn flytji sjálfir fréttir af eigin málum. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 269 orð | 1 mynd

Kósí með púðum og teppum

Það getur verið erfitt að koma öllu haganlega fyrir í litlu rými en það sama er einnig hægt að segja um mjög stór rými. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Krossfesting

Sífellt verður erfiðara að halda Sjálfstæðisflokknum saman, hann sveigir inn á miðjuna í aðdraganda kosninga og frjálshyggjumönnum er sagt að hafa sig hæga, nú þurfi að ná atkvæðafjölda. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Leyfið fötunum að njóta sín

Það er ekki alltaf nauðsynlegt að fela fötin á bak við luktar dyr heldur má nota þau til að færa lit inn í herbergið, eins og sjá má hér að ofan. Með því að hafa glerhurð á fataskáp verða fötin sjálf ekki síður til að skreyta herbergið. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Litríkir hurða-hnúðar

Litríkir og fallegir hurðahnúðar geta sett skemmtilegan svip á hurðir. Ef þú vilt t.d. ekki þurfa að skipta um bað- eða eldhúsinnréttingu eins og stendur getur þú í staðinn lífgað upp á hurðir innréttingarinar með einhverju litríku eins og þessum hér. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 71 orð | 1 mynd

Litríkt og fallegt veggfóður

Veggfóður kemst í og fer úr tísku eins og klæðnaður og hártíska. Það má þó nota víðar en á veggina ef þú ert ekki nógu djarfur/djörf til að taka slíka áhættu. Þú getur t.d. notað veggfóður til að fóðra með innréttingar á baði eða í eldhúsinu. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Lífgar upp á rýmið

Fallegar veggklukkur geta lífgað upp á rýmið líkt og flottar ljósmyndir og málverk. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 334 orð | 2 myndir

Lífslygin afhjúpuð yfir ávaxtaböku

Tveir strákar lenda í áflogum þannig að annar þeirra gengur „tímabundið afmyndaður“ af vettvangi. Foreldrar þeirra hittast til að ræða málið, til að komast á siðmenntaðan hátt að ásættanlegri niðurstöðu. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Líkt og alþjóð veit tók Sigurjón M. Egilsson , fyrrverandi ritstjóri DV...

Líkt og alþjóð veit tók Sigurjón M. Egilsson , fyrrverandi ritstjóri DV, við ritstjórn Mannlífs fyrir skemmstu og hefur eitt tölublað komið út undir hans stjórn. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Lítið hefur heyrst frá tónlistarmanninum Herberti Guðmundssyni...

Lítið hefur heyrst frá tónlistarmanninum Herberti Guðmundssyni undanfarin ár þótt athafnamaðurinn Herbert Guðmundsson skjóti reglulega upp kollinum. Nú heyrist að kappinn sé í hljóðveri að taka upp efni á nýja breiðskífu ásamt kunnum upptökustjóra. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 564 orð | 1 mynd

Mannréttindabrot

Nýlegt álit mannréttindanefndar SÞ staðfestir að löggjöfin um stjórn fiskveiða hefur frá 1990 brotið í bága við samninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 772 orð | 2 myndir

Meindýr í náttúrunni

Minkurinn (Mustela vison) er upprunninn í Norður-Ameríku. Fyrstu dýrin voru flutt til Evrópu á 2. tug 19. aldar en fyrsta minkabúið í Evrópu var stofnað í Noregi 1927. Næstu ár og áratugi voru minkar fluttir til annarra landa í norðanverðri Evrópu. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 91 orð

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi fyrir...

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi fyrir 2.465 milljónir króna. Mesta hækkunin var á bréfum í Færeyjabanka eða um 0,74%. Bréf í 365 hækkuðu um 0,52%. Mesta lækkunin var á bréfum í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, 9,09%. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Met

Þótt New England Patriots hafi mistekist að komast ósigraðir gegnum tímabilið og skapa þannig söguna féll annað met rækilega þegar Patriots mættu Giants í Super Bowl-leiknum vestanhafs um helgina. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 150 orð | 4 myndir

Miðja baðherbergisins

Nú er hægt að fá fjöldann allan af fallega hönnuðum baðkörum í hinum og þessum litum en flott hönnun getur gert baðkarið að miðju baðherbergisins. Hvers konar baðkar skal velja? Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Mottó að vera sem hrikalegust

„Skrímslagrímurnar eru mjög vinsælar, sérstaklega hauskúpurnar. Það er mottó hjá mörgum að líta sem hrikalegast út,“ segir Helga Rut Torfadóttir, verslunarstjóri í Leikbæ sem selur grímubúninga fyrir öskudaginn. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 28 orð | 1 mynd

Nýr forstjóri ÍJ

Stjórn Íslenska járnblendifélagsins réð í gær Þórð Magnússon, framkvæmdastjóra framleiðslusviðs, sem forstjóra til bráðabirgða og mun hann gegna stafinu þar til ráðið hefur verið varanlega í það. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 309 orð | 1 mynd

Nýta verður völlinn betur

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Til þess að nýta Keflavíkurflugvöll betur þarf að fjölga ferðum utan háannatíma, að því er Friðþór Eydal, upplýsingastjóri hjá flugmálastjórn vallarins segir. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 31 orð | 1 mynd

Nýtt Dakar

Skipuleggjendur Dakar-rallsins sem hætta varð við í janúar hafa skipulagt nýtt rall á svipuðum forsendum en ólíkt leiðinlegra. Ekið verður um Ungverjaland og Rúmeníu sem seint jafnast á við skraufþurra... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Orti út frá eigin lífi

Þorsteinn Þorsteinsson var dyggur lesandi ljóða Sigfúsar Daðasonar í rúmlega fimmtíu ár en þó kom ýmislegt honum á óvart þegar hann skoðaði ljóðin í því skyni að skrifa um... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 101 orð | 1 mynd

Pólland átelur bandamenn

Radoslaw Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, hefur brugðist við beiðni kanadísks kollega síns um að auka liðstyrk í Afganistan. Gagnrýnir hann aðrar aðildarþjóðir NATO fyrir að tregðast við að fjölga hermönnum. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 188 orð | 2 myndir

Pulsusmjattandi unglingar

Kastljós birti tímamótainnslag á föstudagskvöld um ráðvillta unglinga sem byrja hvern dag á því að hópast í raðir fyrir utan bensínstöðvar og háma í sig pulsur í morgunmat. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 315 orð | 1 mynd

Ráðherra vill orkulög í vor

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Rás 2 hefur undanfarið verið að lýsa eftir þátttöku í pönklagakeppni sem...

Rás 2 hefur undanfarið verið að lýsa eftir þátttöku í pönklagakeppni sem útvarpsstöðin stendur fyrir í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Sigurlögin á að nota í nýjum söngleik Hallgríms Helgasonar , Ástin er diskó – lífið er pönk. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 139 orð | 1 mynd

Reglu komið á útsölurnar

Neytendastofa hefur birt drög að nýjum reglum um útsölur eða aðra sölur þar sem selt er á lækkuðu verði á heimasíðu. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 32 orð | 1 mynd

Reykingafötin ekki í hreinsun

Færri koma í efnalaugarnar eftir helgar með útreykt spariföt eftir að reykingabann á skemmtistöðum tók gildi. Jakkaföt bankamanna hafa hins vegar haldið starfsfólki efnalauga við efnið og þeir haft nóg að... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 255 orð | 1 mynd

Reynt að brúa kynslóðabilið

„Þú ert það sem þú gerir á netinu“ er yfirskrift nemendasamkeppni í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum þann 12. febrúar. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 401 orð | 1 mynd

Rósótta veggfóðrið og sófasettin á haugana

Hjónin Dagmar Þorsteinsdóttir og Magnús J. Magnússon reka Design Centre Knightsbridge í London, en verslunin sérhæfir sig í íslenskri hönnun. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Rætt um stöðuna í Rússlandi

Haukur Hauksson heldur fyrirlestur um stöðu og horfur í rússnesku þjóðfélagi og stjórnmálum í kvöld. Verður aðalefnið milljarðamæringar landsins – hvaða brögðum þeir beittu við að komast yfir auðæfi sín og hvort þá megi flokka sem glæpamenn. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Sendinefnd fer til Mexíkó

Útflutningsráð skipuleggur nú viðskiptasendinefnd til Mexíkó dagana 11.-14. mars nk. í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands til landsins. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Sinfóníur frumfluttar

Það er ekki á hverjum degi sem tvær íslenskar sinfóníur eru frumfluttar, en það mun einmitt gerast á fimmtudaginn, þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 4 eftir John Speight og sinfóníu nr. 3 eftir Atla Heimi Sveinsson. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Skammaðir vegna ESB

Miðstjórn breska Verkamannaflokksins íhugar að beita fjóra þingmenn sína agaviðurlögum vegna baráttu þeirra fyrir því að bera Lissabon-sáttmála ESB undir þjóðaratkvæði, þvert á vilja forsætisráðherrans Gordons Browns. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Skálar sem spara pláss

Það virðist vera sama hversu stórt eldhúsið er, alltaf er skortur á skápaplássi. Með þessari nýju hönnun frá Aleksey Belyalov gæti þetta sígilda vandamál horfið. Skálarnar sem nefnast 2Side eru í raun tvær skálar í einni. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 528 orð | 2 myndir

Skáld af ástríðu

Þorsteinn Þorsteinsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita fyrir merka bók um skáldskap Sigfúsar Daðasonar. Hann segir margt hafa komið sér á óvart þegar hann skoðaði ljóðin. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 187 orð

Skemmtilegir nestispokar

Skólabörnin fara með nesti í skólann og getur slíkt orðið leiðigjarnt eins og annað. En með þessum skemmtilegu pokum er t.d. hægt að lífga upp á samlokurnar á einfaldan hátt. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Snoop styður Obama

Snoop Dogg hefur lýst yfir stuðningi við Barack Obama í kapphlaupinu um að verða forseti Bandaríkjanna. Rapparinn lofaði frambjóðanda demókrata og baráttu hans fyrir að verða fyrsti þeldökki forsetinn. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 15 orð

Stelur Jack Black úr Svínasúpunni?

Söguþráður kvikmyndarinnar Be Kind Rewind er grunsamlega líkur atriði úr Svínasúpunni. Sveppi talar um... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 248 orð | 2 myndir

Stelur stjarna úr Svínasúpunni?

Söguþræði nýjustu myndar Jack Black, Be Kind Rewind, svipar grunsamlega mikið til atriðis úr Svínasúpunni, sem sýnd var á Stöð 2. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 197 orð | 1 mynd

Stolið af flokksskrifstofunni

„Þetta virðist hafa farið betur en á horfðist. Þetta er ekkert Watergatemál,“ segir starfsmaður á skrifstofu Samfylkingarinnar, um innbrot í höfuðstöðvar flokksins við Hallveigarstíg í Reykjavík um helgina. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 73 orð

stutt Fíkn fjármögnuð Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms yfir...

stutt Fíkn fjármögnuð Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms yfir manni sem ákærður er fyrir innbrot og þjófnaði um áframhaldandi gæsluvarðhald. Hann er grunaður um að hafa stolið verðmætum að jafngildi fjögurra milljóna króna. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 173 orð | 1 mynd

Suðupottur af gömlu og nýju

Verslunin Skandium er rekin af þremur Skandinövum búsettum í London. Þeir ákváðu að opna verslunina þar sem þeim hafði hvergi á ferðum sínum tekist að finna verslun sem sérhæfði sig í skandinavískri nútímahönnun. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 390 orð | 1 mynd

Sænska ríkið mennti múslíma

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Ráðherra í sænsku ríkisstjórninni vill koma á fót skólum til að mennta ímama, trúarleiðtoga múslíma. Tilganginn segir hann vera að berjast gegn því að róttæklingar noti trúna sem skjól. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Sætir og kósí hitapokar

Hitapokar eru voða kósí, sérstaklega nú á dimmustu og köldustu vetrarmánuðum. Þeir eru tilvaldir til að smeygja undir sængina til að ylja sér eftir langan dag í vinnunni. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 406 orð | 4 myndir

Sönn vesturbæjarstemning á melunum

Hvaða galdur er það sem virkar í Vesturbænum svo fólk sækist eftir að búa þar vegna þess samhugar og stemningar sem þar ríkir? Leitar sér jafnvel að íbúð í grennd við Melabúðina! Hvað er sönn vesturbæjarmenning? Friðrik í Melabúðinni og Torfi Ólafsson, Melhaga, voru teknir tali. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 95 orð | 1 mynd

Tröllakirkja lofuð

Tröllakirkja eftir Ólaf Gunnarsson, sem kom út á frönsku nýverið hjá Gaïa Editions, hefur hlotið afar lofsamlegar umsagnir. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Tyggjókúluvél á skrifstofuna

Tyggjókúluvél er nú líklegast ekki talin þarfaþing á flestum heimilum. Sum okkar hefur þó kannski langað í svoleiðis frá barnæsku. Eina slíka er hægt að kaupa innrammaða þannig að hægt er að hengja hana upp á vegg heima fyrir eða jafnvel á... Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 294 orð | 1 mynd

Vel hægt að ráða við gæludýrahár

Kettir og hundar eru yndisleg gæludýr eins og eigendur þeirra vita manna best. En þótt þeir séu hvers manns hugljúfi fylgir sá böggull skammrifi að flestar tegundir þeirra fara mikið úr hárum, ekki síst þegar sólin hækkar á lofti og sumarið nálgast. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 114 orð | 1 mynd

Vilja meiri aðstoð utan frá

Afgönsk stjórnvöld hafa farið þess á leit við alþjóðasamfélagið að það veiti meiri aðstoð í baráttunni gegn ópíumrækt í landinu. Segja þau skorta úrræði fyrir bændur sem hætta eiturlyfjaframleiðslu. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 42 orð | 1 mynd

Vill frekar horfa til framtíðar

„Þessi baksýnisspegilsaðferð er góð að því leyti að hún er öryggisnet fyrir þá sem ekki njóta launaskriðs,“ segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Hann vill þó frekar að verkalýðshreyfingin sé mótandi um framtíðina. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 384 orð | 1 mynd

Vinnugeta í stað örorku

Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Það eru 40.000 hlutastörf á landinu og undanfarin ár hefur verið skortur á vinnuafli. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 107 orð | 1 mynd

Vígðir týna stöðugt tölunni

Kaþólsku kirkjunni gengur illa að fylla í skörð þeirra nunna, munka og presta sem falla frá eða ganga af trúnni. Á milli áranna 2005 og 2006 fækkaði þeim um 10% og eru nú tæp milljón. Í hópi vígðra eru nunnur í miklum meirihluta, eða rúm 750.000. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 393 orð

Yfirbókuð fangelsi

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Þingfréttir „Ég hef aldrei hætt sem blaðamaður, ég hef alla tíð...

Þingfréttir „Ég hef aldrei hætt sem blaðamaður, ég hef alla tíð verið skráður blaðamaður í símaskránni. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 85 orð | 1 mynd

Þrákelkni Einn ástkærasti leikari þjóðarinnar Eggert Þorleifsson mun...

Þrákelkni Einn ástkærasti leikari þjóðarinnar Eggert Þorleifsson mun prýða skjá landsmanna í þáttunum Ríkið sem sýndir verða í vetur á Stöð 2. Auk Eggerts verða þeir Sveppi og Auddi Blöndal í þættinum ásamt öðrum minna þekktum leikurum. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 236 orð | 1 mynd

Þú skalt ekki mistök viðurkenna

Allir lenda í því að gera mistök. Nema auðvitað íslenskir stjórnmálamenn. Þeir gera aldrei mistök enda vita þeir hvað okkur er fyrir bestu. Reykingabannið var t.d. snilldin ein, alveg þangað til Baddi í rugl. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Þægilegur fararskjóti

Í umferðaröngþveiti borgarinnar kemur sér vel að komast ferða sinna á hjóli. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 121 orð | 1 mynd

Örugglega umhverfisvænt

Sumir framleiðendur reyna að höfða til neytenda með vistvænum merkingum af ýmsu tagi. Það borgar sig þó að líta eftir viðurkenndum opinberum merkjum á borð við Svaninn, Blómið og Tún. Meira
6. febrúar 2008 | 24 stundir | 124 orð | 1 mynd

Örugg skemmtun á öskudegi

Uppáklædd börn fara úr einni verslun í aðra í dag, öskudag, og þiggja góðgæti að launum fyrir fagran söng. Foreldrar ættu að gæta þess áður en þeir hleypa börnum sínum út að þau séu vel í stakk búin fyrir gönguna. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.