Greinar mánudaginn 21. apríl 2008

Fréttir

21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 38 orð

15 ára ökumaður olli slysi

BÍLVELTA varð á Reykjarströnd í Skagafirði í fyrrinótt. Fjögur ungmenni voru í bílnum sem fór a.m.k. þrjár veltur. Öll voru þau með öryggisbeltin spennt og sluppu með skrámur. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 93 orð

6% fleiri fóru um göngin

UMFERÐ í Hvalfjarðargöngum jókst um 6,2% á fyrra helmingi yfirstandandi rekstrarárs Spalar frá sama tímabili í fyrra. Þá fóru tæplega 790.000 bílar um göngin á sex mánuðum en tæplega 840.000 nú. Þetta kemur fram á heimasíðu Spalar sem á og rekur göngin. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð

Aðgerðarsinni fyrir dóm

AÐALMEÐFERÐ í máli ríkissaksóknara gegn stofnanda samtakanna Björgum Íslandi (e. Saving Iceland), sem ákærður var fyrir eignaspjöll, fer fram fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag – dómþingið er þó háð í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Afar litlar líkur á að stífla rofni

NÝLEGA var haldinn fundur að Laugalandi í Holtum um kynningu á áhættumati vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár. Verkfræðingar frá tveimur verkfræðistofum kynntu drög að matinu sem verður fullunnið og gefið út um miðjan maí. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 284 orð

Alveg skýrt að hluti Reykjanesbrautar verður færður

Eftir Guðmund Sverrir Þór sverrirth@mbl.is LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það alveg skýrt af hálfu bæjarins að hluti Reykjanesbrautar verði færður. „Aðalskipulag gerir ráð fyrir því og það er staðfest. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Alþingi umkringt

MANNLEGUR hringur var myndaður utan um Alþingishúsið á laugardag en þá komu á annað hundrað manns saman við Austurvöll og héldust í hendur. Um var að ræða gjörning í tengslum við listahátíðina List án landamæra og var yfirskrift gjörningsins Átak. Meira
21. apríl 2008 | Erlendar fréttir | 168 orð

Asnalegt athæfi á Kýpur

NÁTTÚRUVERNDARSINNAR á Kýpur hafa nú efnt til herferðar til að bjarga villtum, brúnum ösnum á eynni frá útrýmingu. Um 800 dýr ráfa enn um lítið svæði á Karpas-skaga í tyrkneska hlutanum en nýlega fundust hræ af 10 ösnum sem höfðu verið skotnir. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Auratal

Ef borið er saman verð á nokkrum innfluttum vörutegundum (auk eggja, basilíku og sýrðs rjóma) í stórmarkaði með háu þjónustustigi hér á landi (Nóatúni) og verð á sömu innfluttu vörutegundum í stórmarkaði með sambærilegu þjónustustigi í Berlín (Kaysers,... Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Á sjóketti í blíðunni á Eskifirði

AUSTFIRÐINGAR léku við hvern sinn fingur í veðurblíðunni í gær. Þar skein sólin í heiði á lognværum og mildum degi og vorhugur kominn í fólk þótt enn sé töluverður snjór í hlíðum. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 91 orð | 2 myndir

Ástin grípur fuglana á vorin

ÞAÐ er nokkuð öruggt að vorið er að koma í Siglufirði. Farfuglarnir hafa verið að koma í stríðum straumum og á laugardagsmorgun heyrðist í álftum. Steingrímur Kristinsson er mikill fuglaáhugamaður og hann smellti myndum af álftapari í ástarleik. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 925 orð | 1 mynd

„Það er ekkert sem gefur mér meira “

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is BANDARÍSKI körfuknattleiksmaðurinn Darryl Dawkins er vel þekktur hjá þeim sem fylgdust með gangi mála í NBA-deildinni á árunum 1975-1989. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Bjuggu til 2.000 reiti um helgina

„OKKUR tókst vonandi að hoppa lengsta parís í heimi,“ segir Kristjón Geir Sigurðsson, en hann útbjó í gær ásamt þremur vinum sínum, systkinunum Lilju Dís, Kristófer Má og Sigurði Þór Þórisbörnum, parísvöll sem var samtals tvö þúsund reitir. Meira
21. apríl 2008 | Erlendar fréttir | 128 orð

Blessaði harmareit

BENEDIKT páfi XVI heimsótti í gær undir lok sex daga heimsóknar sinnar til Bandaríkjanna staðinn þar sem Tvíburaturnarnir stóðu í New York. Páfi ræddi þar við björgunarstarfsmenn og skyldfólk þeirra sem létu lífið. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 242 orð

Brautskráning Lögregluskólans

STEFNT er að brautskráningu 78 lögreglunema á árinu, sem svarar til um 10% af öllu lögregluliði landsins. Fyrir helgi voru 45 nemendur brautskráðir við hátíðlega athöfn í Bústaðakirkju og ráðgert er að útskrifa 33 nema í desember. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Doktor í efnaverkfræði

* ÝRR Ásbjörg Mörch efnaverkfræðingur varði doktorsritgerð sína frá Norges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet (NTNU) Í Þrándheimi 7. mars síðastliðinn. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Dorrit Moussaieff í Katar

DORRIT Moussaieff forsetafrú situr í dag og í gær ráðstefnu í Katar í boði Sheikha Mozah, eiginkonu emírsins í landinu. Á ráðstefnunni er fjallað um málefni barna með sérþarfir og sérstök áhersla lögð á samspil íþrótta og getu. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ekkert hefur breyst varðandi brautina

YFIRLÝSINGAR liggja fyrir um það að ríkið muni standa straum af færslu Reykjanesbrautar í landi Hafnarfjarðar. Ekkert hefur breyst í þeim efnum að sögn Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Ellen vann hæfileikakeppnina

LOKAHÁTÍÐ Mentorverkefnisins Vináttu fór fram um helgina og meðal hápunktanna var hæfileikakeppni mentora og barna. Sigurvegari í keppninni var Ellen Geirsdóttir úr Grandaskóla sem flutti nokkur frumsamin ljóð. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 51 orð

Enn í sambandi við Þjóðverja

SKÚLI Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir íslensk skattyfirvöld enn í sambandi við sams konar yfirvöld í Þýskalandi vegna lista sem þau síðarnefndu keyptu um viðskipti útlendinga við banka í Liechtenstein. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Falinn fjársjóður á Nýló

ÁÐUR óþekkt listaverk hafa komið upp við flokkun og skráningu sem fer nú fram á safneign Nýlistasafns Íslands, meðal annars verk sem Richard Hamilton og Dieter Roth unnu í sameiningu. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 270 orð | 1 mynd

Fjölmenni á stofnfundi

„FÓLK lætur sig garðinn greinilega miklu skipta enda var þetta fyrsti almenningsgarður höfuðborgarinnar og auðkenni borgarinnar,“ segir Álfheiður Ingadóttir, íbúi við Hallargarðinn, sem var í undirbúningshópi fyrir stofnfund Hollvinasamtaka... Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Fjölskyldudagur í Gróttu

KVENFÉLAGIÐ Seltjörn og Skólaskrifstofa Seltjarnarness stóðu í gær fyrir fjölskyldudegi í Fræðasetrinu í Gróttu. Komu þar margir til að njóta náttúrufegurðarinnar og rannsaka lífríkið í fjörunni en fuglalíf er þar ákaflega fjölbreytt. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Forgengileg náttúruperla

Þessi fallegi foss er talinn vera yfir 15 m hár og allt að 80 m breiður og rennur í nýrri jökulkvísl undan Brúarjökli, sem hopar nú hratt. Undan jöklinum kemur hrikafagurt landslag sem rannsakað er af kappi. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 815 orð | 1 mynd

Forvarnir eru besta leiðin

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „FORVARNIR eru besta leiðin“ er yfirskrift þriðju alþjóðlegu ráðstefnu um forvarnir við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum sem samtökin Blátt áfram standa fyrir á jafnmörgum árum. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Fulltrúar um 20 greina tóku þátt

ÍSLANDSMÓT iðngreina 2008 lauk í gömlu Laugardalshöllinni á laugardag en í fréttatilkynningu segir að markmið mótsins sé að vekja athygli á iðn- og starfsmenntum og kynna almenningi iðngreinar, ekki síst ungu fólki. Meira
21. apríl 2008 | Erlendar fréttir | 154 orð

Fundu 160 óþekkt þorp í frumskógum Kongó

KOMIÐ hafa í ljós 160 óþekkt þorp á afskekktu regnfrumskógasvæði sem nú er verið að kortleggja í Lýðveldinu Kongó, áður Zaire. Bresk hjálparsamtök annast verkið með aðstoð fólks á svæðinu. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Fyrsti laxinn dreginn á land

FYRSTI lax ársins 2008 var dreginn á land á austurbakka Hólsár á fimmtudag. Fram kemur á vefnum votnogveidi. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 387 orð | 1 mynd

Gefa út bók um sögu Þjóðræknisfélagsins

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÞÓ nokkuð er síðan farið var að ræða það að gefa út bók um Þjóðræknisfélag Íslendinga í Norður-Ameríku (INL of NA) og nú hillir loks undir útgáfu. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Hallgerður í 1.-2. sæti

SKÁKKONAN unga og efnilega, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, varð í 1.-2. sæti í sínum aldursflokki á Norðurlandamóti stúlkna í skák sem lauk í Ósló í Noregi í gær. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 256 orð

Hlíf segir að hluti launahækkana sé horfinn

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Verkalýðsfélaginu Hlíf: „Fundur í stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar 10. apríl 2008 ályktar að stærsti hluti þeirra launahækkana sem náðust í kjarasamningunum, sem undirritaðir voru 17 . febrúar... Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hurð losnaði í sprengingu

ENGAN sakaði þegar sprenging varð í íbúð í Heiðarhverfi í Reykjanesbæ á ellefta tímanum á laugardagskvöld. Talið er að eldur frá sprittkerti hafi náð að læsa sig í úðabrúsa með fyrrgreindum afleiðingum. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Íslensk list í sviðsljósinu vestra

LISTAHÁTÍÐ ungs fólks í Kanada og á Íslandi, núna (now), fékk fljúgandi byrjun í Winnipeg í fyrra og fjöldi íslenskra listamanna tekur þátt í henni í ár. Að þessu sinni er hátíðin tvískipt. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Jöklar rýrna æ hraðar

Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Flatarmál íslenskra jökla hefur rýrnað um 0,2-0,3% árlega undanfarið. Jöklar þekja nú 11 þúsund km 2 af landinu, um 11% þess. Meira
21. apríl 2008 | Erlendar fréttir | 285 orð | 1 mynd

Kínverskur almenningur reiður Vesturlöndum

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MIKIÐ ber nú á reiði meðal almennings í Kína vegna framkomu mótmælenda sem reyna að spilla boðhlaupinu með Ólympíueldinn, einkum beinist reiðin gegn vestrænum þjóðum og útlægum Tíbetum. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Kynning á elsta frumgreinanámi landsins

STARFSFÓLK og nemendur frumgreinasviðs HR efna til frumgreinadags í húsakynnum skólans að Höfðabakka 9 þriðjudaginn 22. apríl, húsið opnar kl. 15.30. Meira
21. apríl 2008 | Innlent - greinar | 1149 orð | 5 myndir

Land endurfundanna

Ísland er stöðugt í mótun og sést það vel á landi sem kemur smám saman í ljós undan sporði Brúarjökuls. Þar má nú finna merkilegar jarðmyndanir og nýja jökulkvísl með fallegum fossi. Þetta landslag mun þó hverfa á ný. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 276 orð

Læknisfræðileg sjónarmið þurfa meira vægi

„ÞAÐ eru mikil tímamót fram undan, enda á að ráða nýjan forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga frá og með haustinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður læknaráðs Landspítalans, en haldinn var fjölmennur, opinn fundur í læknaráði sl. laugardag. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð

Meirihluti hlynntur ESB

MEIRA en tveir þriðju hlutar þjóðarinnar vill að undirbúningur fyrir aðildarviðræður við Evrópusambandið verði hafinn ef marka má nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 327 orð

Mótmæla áfram við kínverska sendirráðið

VINIR Tíbets stóðu fyrir mótmælum fyrir utan kínverska sendirráðið um helgina. Þetta er í sjöunda sinn á skömmum tíma sem félagsskapurinn stendur fyrir mótmælum við sendiráðið. Í ályktun frá félaginu er lýst furðu á ummælum menntamálaráðherra. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 209 orð

Olíukostnaður í jarðvinnu um 10%

VÆGI olíu í kostnaði við jarðvinnu er kominn upp í 10%, en þetta hlutfall var að meðaltali um 6% á síðasta ári. Þessar tölur byggjast á útreiknum frá Samtökum iðnaðarins. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Olli vélhjólaslysi ölvaður

TVEIR menn voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir vélhjólaslys á Húsavík skömmu eftir hádegi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sluppu mennirnir – ökumaður og farþegi bifhjólsins – vel miðað við aðstæður. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Óttast neikvæð áhrif

FUGLAFRÆÐINGAR hafa töluverðar áhyggjur af því að loftslagsbreytingar geti haft neikvæð áhrif á fuglastofna, ekki síst farfugla, og búsvæði þeirra. Þetta var meðal þess sem fram kom á ráðstefnu um fugla sem Fuglavernd stóð fyrir um helgina. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 284 orð

Óvissa skapast um skipulagsmál á miðhálendinu

MIKIL óvissa er um hvernig skipulagi á miðhálendinu verður háttað verði frumvarp umhverfisráðherra um ný heildarlög um skipulagsmál að lögum, að því er segir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Raunávöxtun LSR og LH var neikvæð á síðasta ári

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga var neikvæð á síðasta ári. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

REI-málið ristir djúpt

„REI-málið ristir miklu dýpra en svo, að unnt sé að kalla borgarstjórnarflokk sjálfstæðismanna einan til ábyrgðar. Vissulega ber hann mikla ábyrgð í öllu tilliti. Hann er öflugasta stjórnmálaaflið innan borgarstjórnar. Meira
21. apríl 2008 | Erlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Segja Mugabe ofsækja stjórnarandstæðinga

Jóhannesarborg. AFP. | Tíu manns hafa látið lífið síðan kosningarnar í Simbabve fóru fram 29. mars og stjórn Roberts Mugabe forseta hefur háð „styrjöld“ gegn andstæðingum sínum, segja stjórnarandstæðingar. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Sigríður G. Schiöth

Sigríður G. Schiöth organisti andaðist 18. apríl sl. að dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 94 ára að aldri. Sigríður fæddist 3. febrúar 1914 að Lómatjörn í Grýtubakkahreppi. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Síminn stækkar GSM-þjónustusvæði sitt

SÍMINN hefur kveikt á tveimur nýjum, langdrægum GSM-sendum sem koma til með að stórefla þjónustuna við viðskiptavini Símans sem staddir eru á Norðurlandi og á Ströndum. Annar sendirinn er á Steinnýjarstaðafjalli á Skagaheiði. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 215 orð

Sjálfstjórnunarrétturinn í hættu

Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÖRÐ andstaða er innan Sambands íslenskra sveitarfélaga við svonefnda landsskipulagsáætlun sem boðuð er í nýju frumvarpi umhverfisráðherra til skipulagslaga. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Stjórnendaþjálfun í þágu leikskóla Kópavogsbæjar

KÓPAVOGSBÆR býður leikskólastjórum og aðstoðarleikskólastjórum í leikskólum í rekstri bæjarins upp á stjórnendaþjálfun þeim að kostnaðarlausu. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Styrktar- og samstarfssamningur við Suðurnes

FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar ohf. undirritaði á dögunum styrktar- og samstarfssamning við Björgunarsveitina Suðurnes. Markmið samningsins er að styrkja og efla björgunarsveitina og það mikilvæga starf sem þar er unnið. Meira
21. apríl 2008 | Erlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Súnnítar styðja al-Maliki á ný

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FORSETI Íraks, Jalal Talabani, skýrði í gær frá því að helsta flokkabandalag súnní-múslíma í landinu hefði ákveðið að hefja á ný þátttöku í samsteypustjórn sjía-múslímans Nouris al-Malikis forsætisráðherra. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Tillögurnar til ESA

KRISTJÁN Möller samgönguráðherra hitti í opinberri heimsókn sinni til Brüssel Jacques Barrot, framkvæmdastjóra samgöngumála hjá ESB, og ræddi m.a. við hann um hvíldartíma bílstjóra. Meira
21. apríl 2008 | Erlendar fréttir | 123 orð

Tónskáldin gæti hófs

NÝJAR reglur gegn heilsuspillandi hávaða í löndum Evrópusambandsins tóku loks gildi í tónlistarheiminum í þessum mánuði og valda þegar vanda. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 394 orð | 2 myndir

Útflutningsráð sjái um Promote Iceland

INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra telur vel koma til greina að fela Útflutningsráði að annast verkefnið Promote Iceland, sameiginlegan vettvang ímyndar- og kynningarmála sem ímyndarnefnd forsætisráðherra lagði til að yrði stofnuð og kynnt... Meira
21. apríl 2008 | Erlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Var biskup en vill verða forseti

FERNANDO Lugo, helsta forsetaefni stjórnarandstæðinga í Paraguay, heilsar hér innilega argentínskum mannréttindafrömuði, Hebe Bonafini. Forsetakosningar voru í Paraguay í gær og Lugo hefur verið efstur í könnunum. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Vilja ekki takmarka aðgengi

„ÞAÐ er mikill misskilningur að Novator hafi áhuga á því að takmarka aðgengi almennings að Hallargarðinum,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Novators. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Vötnin eru að lifna við

EINS og svo oft áður hefur vorveiðin verið afar góð í Tungulæk í Landbroti. Að sögn Þórarins Kristinssonar hafa 320 sjóbirtingar veiðst í mánuðinum en lækurinn er engu að síður ætíð hvíldur í nokkra daga í hverri viku. Meira
21. apríl 2008 | Innlendar fréttir | 346 orð | 1 mynd

Þrettán tóku við hvatningu frá forseta Íslands

Í OPINBERRI heimsókn forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, í Skagafirði hlutu 13 ungmenni „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga“. Hvatningin var afhent á fjölskylduhátíð í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Meira

Ritstjórnargreinar

21. apríl 2008 | Leiðarar | 453 orð

Samfélag fordóma?

Framkoma Íslendinga við útlendinga hefur breyst á undanförnum árum og þess eru dæmi að fólk flytji burt frá Íslandi af því að það hafi fengið nóg af fordómunum. Meira
21. apríl 2008 | Staksteinar | 192 orð | 2 myndir

Tveir pólar

Í kjölfar vaxandi umræðna um ESB-aðild og evru má gera ráð fyrir, að sá vísir að hreyfingum til þess að berjast með og móti aðild, sem til er í landinu vakni af dvala og láti til sín taka. Meira
21. apríl 2008 | Leiðarar | 412 orð

Tvöföldun Reykjanesbrautar

Það er ekkert vit í, að framkvæmdir við lokaáfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar hefjist ekki fyrr en á árinu 2011 eða síðar eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, að hugsanlega gæti gerzt. Meira

Menning

21. apríl 2008 | Kvikmyndir | 412 orð | 2 myndir

Ástin kviknar á ný

Um daginn varð ég vinnu minnar vegna að útvega mér ákveðna heimildarmynd sem þó telst á mörkum heimildarmyndar og kvikmyndar. Meira
21. apríl 2008 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

„Aldrei aftur eiga nótt með þér“

Um helgar sprettur heimasætan á bænum upp fyrir allar aldir í því skyni að skella sér fyrir framan viðtækið og horfa á barnaefni. Meira
21. apríl 2008 | Myndlist | 576 orð | 1 mynd

„Núna er tíminn“

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ALMENNILEG tiltekt hefur það yfirleitt í för með sér að fyrst þarf að rusla vel út, dreifa úr því sem á að flokka og ganga frá þangað til smám saman kemst mynd á óreiðuna. Meira
21. apríl 2008 | Hönnun | 83 orð | 6 myndir

Blóð, sviti og tár

TÍSKUSÝNING útskriftarnemenda í fatahönnun við Listaháskóla Íslands var haldin sl. föstudag í húsi sem áður tilheyrði kexverksmiðjunni Frón á Skúlagötu. Meira
21. apríl 2008 | Myndlist | 77 orð | 1 mynd

Brot af andrúmi sem er horfið

MARÍA Karen Sigurðardóttir, forvörður og safnstjóri Ljósmyndasafns Reykjavíkur, heldur hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafninu á morgun kl. 12.05 sem ber yfirskriftina Er réttlætanlegt að henda ljósmynd? Í honum veltir hún m.a. Meira
21. apríl 2008 | Tónlist | 297 orð | 2 myndir

Eiki og hetjan úr Heep

EIRÍKUR Hauksson er staddur á Íslandi og er með þéttbókaða dagskrá að vanda. Í vikunni sem leið brá hann ´sér í Metalkaffi í þættinum METALL!!! á Rás 2 og svo var hann gestadómari í Bandinu hans Bubba 18. apríl. Eftir u.þ.b. Meira
21. apríl 2008 | Fólk í fréttum | 529 orð | 1 mynd

Ekki fyrir viðkvæma

Sega Meira
21. apríl 2008 | Fólk í fréttum | 75 orð | 1 mynd

Endaði í Gardavatni

ÁHÆTTULEIKARI við nýjustu Bond-myndina, Quantum of Solace , ók fyrir slysni Aston Martin-bifreið njósnarans út í Gardavatn á Ítalíu á leiðinni á tökustað í fyrradag. Meira
21. apríl 2008 | Kvikmyndir | 109 orð | 1 mynd

Fáar frá Hollywood

Á miðvikudaginn verður greint frá því hvaða myndir keppa um Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi. Meira
21. apríl 2008 | Myndlist | 101 orð | 1 mynd

Fylgjast ekki nógu vel með

VIKURITIÐ Der Spiegel segir „dansk-íslenska“ listamanninn Ólaf Elíasson gagnrýna listasöfn í Berlín fyrir að fylgjast ekki nógu vel með því sem sé að gerast í myndlist í borginni, þau einbeiti sér einum of að sýningum á alþjóðlegri list. Meira
21. apríl 2008 | Fólk í fréttum | 125 orð | 1 mynd

Gavin and Stacey og Harry Hill sigursælir

SJÓNVARPSVERÐLAUN Bafta, bresku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar, voru afhent í London í gærkvöldi og voru það þættirnir Gavin and Stacey og þáttur Harry Hill, TV Burp, sem hrepptu flest verðlaun eða tvenn á þátt. Meira
21. apríl 2008 | Fólk í fréttum | 78 orð | 6 myndir

Gellur og gæjar í Hollywood

Það var stjörnubjart í Hollywood um helgina eins og vant er í kvikmyndaborginni og mikið um glamúrgæja og -gellur. Meira
21. apríl 2008 | Bókmenntir | 163 orð | 1 mynd

Gildi bókmennta í samtímamenningu

VIKA bókarinnar hefst í dag og stendur til 27. apríl. Alþjóðlegur dagur bókarinnar er á miðvikudaginn, 23. Meira
21. apríl 2008 | Tónlist | 2222 orð | 1 mynd

Heldur sínu striki

Kassi með sjö hljóðversplötum Nýdanskrar auk nýrrar safnplötu. Meira
21. apríl 2008 | Fólk í fréttum | 230 orð | 2 myndir

Kynlífsmynd Monroe ekki sýnd

15 MÍNÚTNA löng kvikmynd sem sýnir leikkonuna Marilyn Monroe örva kynfæri óþekkts karlmanns með munnatlotum mun ekki koma fyrir almenningsaugu. Meira
21. apríl 2008 | Myndlist | 124 orð | 1 mynd

Lygar sem listaverk

ALIZA Shvarts, myndlistarnemi við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, segist hafa logið því að hafa orðið margsinnis ólétt og valdið fósturláti í þágu listarinnar. Lygarnar sjálfar voru – og eru – listaverk. Meira
21. apríl 2008 | Fólk í fréttum | 345 orð | 1 mynd

Ofurhetja með bjúgverpil

Digital Extremes Meira
21. apríl 2008 | Bókmenntir | 82 orð | 1 mynd

Postulínsstúlkur halda fyrirlestur

ALMA Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir, höfundar bókarinnar Postulín , halda fyrirlestur annað kvöld kl. 20 í Bókaútgáfunni Sölku, Skipholti 50C. Í fyrirlestrinum munu þær m.a. Meira
21. apríl 2008 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Sigur Rós spilar í Mexíkó

HLJÓMSVEITIN Sigur Rós þarf að kaupa sér sólarvörn því hún fer í hljómleikaferð til Mexíkós í júní en þar hefur sveitin ekki leikið áður. Tónleikastaðirnir eru í Guadalajara, Tepoztlán (skammt frá Mexíkóborg) og Tijuana og verður spilað dagana 5., 7. Meira
21. apríl 2008 | Tónlist | 80 orð | 1 mynd

Þorgerður Edda Hall í Salnum

ÚSKRIFTARTÓNLEIKAR Þorgerðar Eddu Hall úr tónlistardeild Listaháskóla Íslands verða haldnir í kvöld kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Á efnisskrá eru verk eftir Johann Sebastian Bach, Beethoven, Gabriel Fauré, Dmitrí Sjostakovits og Hafliða Hallgrímsson. Meira

Umræðan

21. apríl 2008 | Aðsent efni | 722 orð | 1 mynd

Aldraðir, fordómar og forgangsröðun

Pálmi V. Jónsson fjallar um aldraða og heilbrigðisþjónustuna: "Blind aldursviðmið eru óviðunandi. Rýna þarf í tillögur að nýju háskólasjúkrahúsi og tryggja að það mæti fordómalaust þörfum vaxandi fjölda aldraðra." Meira
21. apríl 2008 | Blogg | 69 orð | 1 mynd

Anna Pála Sverrisdóttir | 19. apríl 2008 Frelsum Álandseyjar! ...Daginn...

Anna Pála Sverrisdóttir | 19. apríl 2008 Frelsum Álandseyjar! ...Daginn sem Solla, AKA ráðherra utanríkismála, var í bænum og fundaði með Condi Rice vorum við að hugsa um að mæta fyrir utan ráðuneytið með mótmælaskilti á íslensku. Meira
21. apríl 2008 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Dettifossvegur

Sigrún Helgadóttir skrifar um lagningu Dettifossvegar: "Enn og aftur varð málsstaður náttúruverndar undir. Vegagerðin auglýsir nú útboð vegar á versta hugsanlega stað." Meira
21. apríl 2008 | Aðsent efni | 368 orð | 1 mynd

Fordómar

Styrmir Hjalti Haraldsson fjallar um skemmdarverk á grafreit og fordóma: "Gengið var svo langt að hengja svínshöfuð á einn legsteininn." Meira
21. apríl 2008 | Blogg | 62 orð | 1 mynd

Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 20. apríl 2008 Eftirlitsmyndavélar Í...

Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 20. apríl 2008 Eftirlitsmyndavélar Í Hvalfjarðargöngunum er eftirlitsmyndavél og nær í alveg glás af fólki. Eftirlitsmyndavélar veita aðhald og fólk dregur úr hraðanum. Meira
21. apríl 2008 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Hefur aðstoðarlandlæknir tapað áttum?

Ásta Friðriksdóttir skrifar vegna ummæla aðstoðarlandlæknis á fundi Lyfjafræðingafélags Íslands og Frumtaka um lyfjafalsanir: "Sem menntuðum lyfjafræðingi og starfsmanni vel metins lyfjafyrirtækis var mér gróflega misboðið undir orðum aðstoðarlandlæknis." Meira
21. apríl 2008 | Blogg | 53 orð | 1 mynd

Lára Hanna Einarsdóttir | 20. apríl 2008 Sannleikurinn í gríninu og...

Lára Hanna Einarsdóttir | 20. apríl 2008 Sannleikurinn í gríninu og grínið í veruleikanum Ekki ætla þeir nú samt að vinna í þeim verksmiðjum sjálfir, heldur flytja inn erlenda farandverkamenn, borga þeim lúsarlaun og græða á öllu saman. Meira
21. apríl 2008 | Aðsent efni | 437 orð | 1 mynd

Niðurskurður á geðdeild í Hátúni – röng stefna

Jósteinn Kristjánsson fjallar um málefni geðsjúkra: "Nú er ákveðið að breyta þessari deild í göngudeild og næturvarsla lögð niður, sparaður einn næturvörður" Meira
21. apríl 2008 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

Óttinn við að hrófla við styrkjakerfi landbúnaðarins

Kolbrún Baldursdóttir skrifar um landbúnaðarstefnuna: "Almennt séð er mikilvægt að draga úr ríkisafskiptum. Eins væri eðlilegt að styrkir væru ekki bundnir aðeins fáeinum tilteknum landbúnaðarafurðum." Meira
21. apríl 2008 | Blogg | 311 orð | 1 mynd

Sigurður Þór Guðjónsson | 20. apríl 2008 Fordómar fagfólks í garð...

Sigurður Þór Guðjónsson | 20. apríl 2008 Fordómar fagfólks í garð geðsjúklinga Ég ætla aðallega að beina athyglinni að einni birtingarmynd fordóma, en birtingarmynd sem er mjög afdrifarík fyrir allt þjóðfélagið. Meira
21. apríl 2008 | Aðsent efni | 562 orð | 1 mynd

Skólagjöldum í Háskóla Íslands komið á?

Sigurður Kári Árnason segir að vágestur leynist í framkomnu frumvarpi um opinbera háskóla: "Þannig hafna allir lýðræðislega kjörnir fulltrúar nemenda í Stúdentaráði upptöku skólagjalda." Meira
21. apríl 2008 | Velvakandi | 243 orð | 2 myndir

velvakandi

Þekkir einhver fólkið? ÉG er með gamlar ljósmyndir og langar að athuga hvort einhver þekkir fólkið sem er á þessum ljósmyndum? Ég er með fleiri myndir sem vantar nöfn á. Síminn minn er: 865-1323 og netfang: eyrbekk@media.is Jón. Meira
21. apríl 2008 | Aðsent efni | 243 orð | 1 mynd

Þjórsá hvað – Netþjóna hvað?

Elín G. Ólafsdóttir er ósátt við yfirlýsingar vegna fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá: "Hvaðan kemur Össuri og þessum körlum vald til að undirrita og handsala gjörning sem gerir ráð fyrir yfirráðum þeirra yfir landareignum á Íslandi?" Meira
21. apríl 2008 | Bréf til blaðsins | 429 orð

Þönglabakki

Kristján Valur Ingólfsson: "KÆRI lesari. Þessi pistill er skráður á vef Morgunblaðsins sem aðsend grein. Þetta er afar dýrmæt þjónusta Morgunblaðsins við lesendur. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka fyrir það." Meira

Minningargreinar

21. apríl 2008 | Minningargreinar | 2393 orð | 1 mynd

Guðrún S. Franklín

Guðrún S. Franklín fæddist í Gerðum í Garði 4. desember 1912. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 12. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Pálsson, f. 3. júlí 1887, d. 14. janúar 1965 og Katrín Björgólfsdóttir, f. 13. janúar 1885, d. 18. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2008 | Minningargreinar | 1226 orð | 1 mynd

Ingibjörg Árnadóttir

Ingibjörg Árnadóttir fæddist í Neshjáleigu í Loðmundarfirði 20. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 14. apríl síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2008 | Minningargreinar | 2539 orð | 1 mynd

Jón Guðleifur Pálsson

Jón Guðleifur Pálsson fæddist í Reykjavík 15. mars 1928. Hann andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 13. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson stórkaupmaður í Reykjavík, f. á Hryggstekk í Skriðdalshreppi í S-Múl. 17. apríl 1892, d. Meira  Kaupa minningabók
21. apríl 2008 | Minningargreinar | 3830 orð | 1 mynd

Unnur Kjartansdóttir

Unnur Kjartansdóttir fæddist í Reykjavík á aðfangadag 24. desember 1937. Hún lést á Landsspítalanum við Hringbraut 10. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Karen Smith, f. 28.3. 1905, d. 3.4. 1996, og Kjartan Pétursson, f. 9.8. 1905, d.... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

21. apríl 2008 | Sjávarútvegur | 532 orð | 1 mynd

Er miklu kastað á glæ?

Það fá allir fisk nema Hafró. Menn eru að moka upp fiski í fá og léleg net um allt land. Fiskurinn er feitur og fallegur og sjómenn segja mikið af fiski vera á ferðinni. Meira
21. apríl 2008 | Sjávarútvegur | 272 orð

Verður sverðfiskur í Eystrasaltinu?

Fiskistofnum fjölgar og nýjar tegundir flytjast til nýrra svæða. Loftslagsbreytingar geta haft þessi áhrif á fiskistofna í hafinu. Meira
21. apríl 2008 | Sjávarútvegur | 547 orð | 2 myndir

Við Indónesar getum margt lært af Íslendingum

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SENDINEFND frá Indónesíu undir forystu sjávarútvegsráðherrans Freddy Numberi var stödd hér á landi í síðustu viku. Meira

Viðskipti

21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 166 orð | 1 mynd

Creditinfo Ísland samdi við SPÓL

CREDITINFO Ísland og Sparisjóður Ólafsfjarðar, SPÓL, hafa gert með sér samning um að sparisjóðurinn taki að sér vinnslu verkefna fyrir fyrirtækið. Var samningurinn undirritaður á föstudag uppi á Múlakollu í Ólafsfirði, í 984 metra hæð yfir sjávarmáli. Meira
21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 84 orð | 1 mynd

Ein breyting á bankaráði Landsbankans

EIN breyting verður á bankaráði Landsbankans á aðalfundi hans næstkomandi miðvikudag, en tilkynnt hefur verið um framboð í ráðið til kauphallarinnar. Meira
21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 106 orð

Englandsbanki kynnir nýjar aðgerðir í dag

ENGLANDSBANKI mun í dag kynna áætlun sína til að koma bönkunum og breskum íbúðareigendum til hjálpar. Alistair Darling , fjármálaráðherra Breta, upplýsti þetta í sjónvarpsviðtali á BBC í gær. Meira
21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 174 orð | 1 mynd

Greiðslur til birgja stöðvaðar

GUNNAR Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir við Morgunblaðið að stjórnendur MK One hafi væntanlega vegna fyrirhugaðrar sölu á tískuverslanakeðjunni ákveðið að stöðva greiðslur tímabundið til birgja, samkvæmt samningum um greiðslufrest. Meira
21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 74 orð | 1 mynd

Halldór kjörinn formaður í stað Lárusar

HALLDÓR J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans , hefur verið kjörinn formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, SFF . Halldór tekur þar við formennsku af Lárusi Welding, forstjóra Glitnis . Meira
21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 97 orð | 1 mynd

Hæstu greiðslur í sögu Kaupfélags Skagfirðinga

KAUPFÉLAG Skagfirðinga, KS, og dótturfélög þess högnuðust um rúma tvo milljarða króna af rekstri síðasta árs, að því er kom fram í ræðu Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra á aðalfundi félagsins um helgina. Meira
21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 267 orð | 1 mynd

RBS afskrifar hundruð milljarða króna vegna ólgunnar

BÚIST er við því að breski bankinn Royal Bank of Scotland muni í vikunni tilkynna að hann hafi tapað 4 milljörðum punda, jafngildi um 604,5 milljarða króna, vegna ólgunnar á lánsfjármörkuðum að sögn Financial Times . Meira
21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 131 orð

Samþykkt að óska afskráningar Icelandic

SAMÞYKKT var á aðalfundi Icelandic Group á föstudag að veita stjórn félagsins heimild til að óska afskráningar úr kauphöllinni. Meira
21. apríl 2008 | Viðskiptafréttir | 158 orð

Verða Libor-vextir endurreiknaðir?

LIBOR-vextir, vextir á millibankamarkaði í London, hækkuðu óvænt á fimmtudag og föstudag. Meira

Daglegt líf

21. apríl 2008 | Neytendur | 1053 orð | 3 myndir

Sumardótið lagað eftir veturinn

Líkt og hjá kálfum að vori færist fjör í leik barnanna okkar um þessar mundir. Ærsl og skemmtun með fulltingi útileikfanga hefur í för með sér frábæra hreyfingu en um leið þarf að huga að því að græjurnar séu eins öruggar og kostur er. Meira
21. apríl 2008 | Daglegt líf | 875 orð | 3 myndir

Þrjóskir prakkarar í Garðinum

Eftir Fríðu Björnsdóttur fridabjornsdottir@gmail.com Þeir eru hressir og kátir „Basset fauve de Bretagne“ hundarnir hennar Súsönnu Poulsen í Garðinum. Þeir eru strýhærðir og hjartarlitir, enda þýðir „fauve“ hjartarlitur á... Meira

Fastir þættir

21. apríl 2008 | Fastir þættir | 177 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Leikur að drottningum. Norður &spade;9842 &heart;Á74 ⋄KG103 &klubs;107 Vestur Austur &spade;107 &spade;ÁKG63 &heart;K8653 &heart;D2 ⋄D762 ⋄9854 &klubs;D5 &klubs;98 Suður &spade;D5 &heart;G109 ⋄Á &klubs;ÁKG6432 Suður spilar 5&klubs;. Meira
21. apríl 2008 | Í dag | 343 orð | 1 mynd

Ný hugsun í endurhæfingu

Guðrún Pálmadóttir fæddist í Húnavatnssýslu 1951. Hún lauk stúdentsprófi frá MA 1970, iðjuþjálfaprófi frá Háskólanum í Árósum 1974, og meistaraprófi í þroska- og fjölskyldufræðum frá Colorado State University 1984. Meira
21. apríl 2008 | Í dag | 15 orð

Orð dagsins: Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur...

Orð dagsins: Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42. Meira
21. apríl 2008 | Í dag | 59 orð | 1 mynd

Sá hlær best sem síðast hlær

HNEFALEIKADÓMARINN Joe Cortez sést hér draga velska hnefaleikakappann Joe Calzaghe af Bandaríkjamanninum Bernard Hopkins. Þeir Calzaghe og Hopkins öttu kappi í Las Vegas í léttþungavigtarflokki og fór sá fyrrnefndi með sigur af hólmi. Meira
21. apríl 2008 | Fastir þættir | 118 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e3 Rf6 4. Bxc4 e6 5. Rf3 c5 6. O–O a6 7. He1 b5 8. Bf1 Bb7 9. a4 b4 10. Rbd2 Be7 11. e4 cxd4 12. e5 Rd5 13. Re4 Rc6 14. Bd3 h6 15. Bd2 Db6 16. Hc1 g5 17. Rd6+ Bxd6 18. exd6 Kd7 19. Meira
21. apríl 2008 | Í dag | 139 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 35 Íslendingar ætla að taka þátt í Boston-maraþoninu til styrktar ákveðnu málefni. Hvaða? 2 Óli G. Jóhannsson og Lilja kona hans hafa opnað gallerí á Akureyri. Hvað heitir það? Meira
21. apríl 2008 | Fastir þættir | 317 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Hvernig er erlent afgreiðslufólk í verslunum búið undir starfið? Vinkona Víkverja fór nýlega í Bónus í Árbænum og ætlaði að kaupa þar fimm kíló af tómötum. Hún sá í hillunni að svonefndir konfekttómatar kostuðu 269 kr. Meira

Íþróttir

21. apríl 2008 | Íþróttir | 82 orð | 2 myndir

Afmælishátíð verður allt árið

Víkingar ætla að fagna hundrað ára afmæli félagsins í heilt ár. Afmælishátíðin byrjar á afmælisdaginn, 21. apríl, en veisluhöld hefjast 1. maí með skrúðgöngu, fjölskylduhátíð og sögusýningu í Víkinni. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 695 orð | 1 mynd

Akureyri – Valur 30:40 KA-heimilið, úrvalsdeild karla, N1-deildin...

Akureyri – Valur 30:40 KA-heimilið, úrvalsdeild karla, N1-deildin, laugardaginn 19. apríl 2008. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 116 orð | 1 mynd

Ásdís Halla formaður FRÍ

ÁSDÍS Halla Bragadóttir var á laugardaginn kjörin formaður Frjálsíþróttasambands Íslands og er hún fyrsta konan sem gegnir þessu embætti frá stofnun sambandsins árið 1947. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 144 orð

Átján valdir í Noregsför

SEX leikmenn frá erlendum félögum eru í átján manna hópi sem Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfari U19 ára landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið fyrir milliriðil Evrópukeppninnar. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 762 orð | 1 mynd

„Ekki afskrifa okkur“

KEFLVÍKINGAR unnu Snæfell 81:79 í spennuþrungnum leik liðanna á laugardaginn. Þetta var fyrsti leikur liðanna í úrslitaeivíginu um Íslandmeistaratitilinn í körfuknattleik karla og hefur Keflvík því forystu 1:0 en liðin mætast í Stykkishólmi í kvöld. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 182 orð

„Fannst þetta ekki vera rautt“

HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fékk rauða spjaldið á 41. mínútu þegar lið hans, Portsmouth, tapaði fyrir Manchester City, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 1648 orð | 1 mynd

„Nú er lag“

„ÉG hafði ekki grænan grun um hvernig þetta myndi allt þróast þegar ég samþykkti að koma inn í stjórn knattspyrnudeildarinnar haustið 1973,“ sagði Þór Símon Ragnarsson, sem nú hefur verið formaður Víkings í tólf ár. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 354 orð | 1 mynd

„Sjálfsagt hef ég verðskuldað rautt spjald“

Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is HERMANN Hreiðarsson fékk rautt spjald eftir að leikar höfðu staðið í 41 mínútu þegar lið hans, Portsmouth sótti Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni í gær. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 472 orð

„Svaf undir borðtennisborðinu“

MARGIR muna eftir litlum gutta, sem náði varla með hausinn upp fyrir borðtennisborðið í Fossvogsskóla í kringum 1988 en náði þó að slá kúluna yfir netið. Sömu menn muna líka þegar guttinn var orðinn þreyttur, þá fór hann undir borðið og lagði sig. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 502 orð | 1 mynd

„Þetta var algert ævintýri“

HALLA María Helgadóttir er einhver mesta skytta sem komið hefur fram í íslenskum kvennahandknattleik enda lék hún eitt tímabil sem atvinnumaður í hinni gríðarlega sterku kvennadeild í Noregi þar sem kempur á borð við Önju Andersen léku listir sínar. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 313 orð | 1 mynd

„Ætlum að vinna alla þrjá titlana“

„ÉG fagna þessum sigri frekar rólega því þetta er fyrsti áfanginn af þremur hjá okkur, en það er virkilega gott að bikarinn skuli vera í höfn og við getum farið að horfa til næsta stóra verkefnis. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 726 orð | 2 myndir

Bjargvættur og afreksþjálfari

Eftir Stefán Stefánsson VÍKINGAR muna vel eftir Birni Bjartmarz, sérstaklega þegar hann kom inn á til að skora mörkin sem komu Víkingi upp í efstu deild 1987 og þegar hann endurtók leikinn með tveimur mörkum 1991, sem tryggði Víkingum... Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 413 orð | 1 mynd

Bjart yfir skíðunum

FYRSTA eign Víkings var skíðaskólinn í Sleggjubeinsskarði 1938 þegar félagið ákvað samkvæmt fundargerð að útvíkka starfsemi félagins og datt fyrst í hug skíði. Samið var við ÍR um land og skáli byggður en hann brann páskana 1964. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 22 orð | 1 mynd

Bogdan byggði

Bogdan Kowalczyk gerði handboltadeild Víkings að stórveldi og lærisveinar hans settu síðar mark sitt á íþróttina. Viggó Sigurðsson gerir honum skil. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 617 orð | 1 mynd

Bylting með komu Sedov

ÞAÐ er einkennilegt að grjótblandaður skiki aftan við Réttarholtsskóla skyldi eiga sinn þátt í að Víkingur hampaði Íslandsmeistaratitli 1981 og jafnvel einhver áhrif ári síðar en því heldur Diðrik Ólafsson markvörður ákveðið fram. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 404 orð

Elmar bað samherjana afsökunar

THEÓDÓR Elmar Bjarnason var í aðalhlutverki í leik Stromsgodset og Lyn í norsku deildinni í gær. Elmar kom Lyn yfir með fallegu marki eftir tuttugu mínútna leik. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 290 orð

Fjórir EM-leikir í október og nóvember

„NIÐURRÖÐUN leikja hefur ekki verið staðfest. Forystumenn sambandanna funduðu hér í Austurríki um helgina og þar komu tilboð um breytingar. Moldóvar vilja til dæmis tengja ferðir sínar til Íslands og Noregs. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 202 orð

Fjölmargir „njósnarar“ sáu Veigar

NORSKA blaðið Dagbladet hefur eftir forráðamönnum Stabæk að fjöldi útsendara frá liðum í Englandi, Frakklandi, Tyrklandi, Hollandi og Ítalíu hafi séð Veigar Pál Gunnarsson og samherja hans sýna snilldartakta í sigri liðsins á meisturum Brann, 3:0, á... Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 99 orð | 2 myndir

Formenn Víkings

Formenn Knattspyrnufélagsins Víkings frá upphafi: Axel Andrésson 1908-1924 og 1930-1932. Óskar Norðmann 1924-1926. Helgi Eiríksson 1926-1927. Magnús Brynjólfsson 1927-1928. Halldór Sigurbjörnss. 1928-30. Tómas Pétursson 1932-1933. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 340 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Línumaðurinn Gísli Kristjánsson er hættur hjá danska handknattleiksliðinu Fredericia eftir að hafa leikið með því í úrvalsdeildinni í vetur. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 331 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Elverum , undir stjórn Axels Stefánssonar, tryggði sér í gær sæti í undanúrslitunum um norska meistaratitilinn í handknattleik. Elverum lagði Runar á útivelli, 35:30, og fylgdi með því eftir fimm marka sigri í fyrri leiknum á sínum heimavelli. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 297 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Luca Toni tryggði Bayern München sigur í þýsku bikarkeppninni í knattspyrnu í fyrrakvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í framlengdum úrslitaleik gegn Dortmund á Ólympíuleikvanginum í Berlín , 2:1. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 381 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Bolton vann gríðarlega mikilvægan útisigur á Middlesbrough , 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn og komst með því úr fallsæti, upp fyrir Reading og Birmingham . Gavin McCann skoraði sigurmarkið. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 153 orð

Fram og ÍA komust í undanúrslitin

FRAM og ÍA tryggðu sér sæti í undanúrslitum deildabikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Fram sigraði FH, 2:1, á gervigrasvelli sínum í Safamýrinni og ÍA lagði KR, 3:0, í Kórnum í Kópavogi. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 91 orð

Fyrsta mark Eggerts

EGGERT Gunnþór Jónsson, knattspyrnumaðurinn ungi frá Eskifirði, skoraði á laugardaginn sitt fyrsta mark fyrir Hearts í skosku úrvalsdeildinni en lið hans sigraði St. Mirren, 3:2. Eggert, sem er 19 ára gamall, skoraði markið með skoti af 20 metra á 28. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 242 orð | 1 mynd

Guðjón Valur með níu gegn Göppingen

GUÐJÓN Valur Sigurðsson var í aðalhlutverki hjá Gummersbach á laugardaginn þegar Íslendingaliðið vann Göppingen, 34:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Guðjón Valur skoraði 9 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson eitt. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 622 orð | 1 mynd

Gullmark frá Tévez

MARKIÐ sem Carlos Tévez skoraði fyrir Manchester United gegn Blackburn á 87. mínútu á Ewood Park á laugardaginn kann að fara langt með að ráða úrslitum í baráttunni um enska meistaratitilinn þegar upp verður staðið. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Íslandsmótið í ólympískum lyftingum Haldið í Garðabæ laugardaginn 19...

Íslandsmótið í ólympískum lyftingum Haldið í Garðabæ laugardaginn 19. apríl: 69 kg flokkur: Hrannar Guðmundsson 77+106=183 *Íslandsmet í jafnhöttun. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Keflavík – Snæfell 81:79 Íþróttamiðstöðin í Keflavík, úrvalsdeild...

Keflavík – Snæfell 81:79 Íþróttamiðstöðin í Keflavík, úrvalsdeild karla, Iceland-Express-deildin, úrslit, fyrsti leikur, laugardagur 19. apríl 2008. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 80 orð | 2 myndir

KR og Dalakonur unnu sveitaglímuna

ÞAÐ voru sveitir KR og Glímufélags Dalamanna sem stóðu uppi sem sigurvegarar í sveitaglímu Íslands sem háð var í glímuhúsi Ármenninga í Laugardalnum á laugardaginn. Karlasveit KR hafði betur í baráttu við HSÞ og HSK, sem enduðu í öðru og þriðja sæti. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 1613 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla A-DEILD, 8-liða úrslit: Fram – FH 2:1 Paul...

Lengjubikar karla A-DEILD, 8-liða úrslit: Fram – FH 2:1 Paul McShane 20., Hjálmar Þórarinsson 62. – Matthías Vilhjálmsson 74. *Fram mætir Breiðabliki í undanúrslitum. KR – ÍA 0:3 Bjarni Guðjónsson 1., Björn Bergmann Sigurðarson 44. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 744 orð | 1 mynd

Lokaleikir á sama tíma?

STJARNAN steig skrefi nær Íslandsmeistaratitli kvenna í handknattleik með því að sigra Fylki í Árbænum, 27:22, á laugardaginn. Stjörnukonur eiga eftir tvo leiki, gegn Gróttu og Val, og takist þeim að vinna báða er meistaratitillinn þeirra. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Meistarar

Íslands- og bikarmeistarar Víkings í knattspyrnu, handknattleik og blaki: Meistaraflokkur karla í knattspyrnu: Íslandsmeistarar: 1920, 1924, 1981, 1982, 1991. Bikarmeistarar: 1971. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 288 orð | 1 mynd

Ólafur Ingi með slitið krossband í hné?

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÓLAFUR Ingi Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti verið með slitið krossband í hægra hné. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 80 orð | 1 mynd

Rósa og Kim meistarar

RÓSA Jónsdóttir og Kim Magnús Nielsen urðu Íslandsmeistarar í skvassi á laugardaginn þegar þau unnu úrslitaleikina sem fram fóru í Veggsporti. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 560 orð | 1 mynd

,,Sextán ára guttar í framherjastöðum“

LÁRUS Guðmundsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður í knattspyrnu, var hluti af gullaldarkynslóð hjá Víkingi sem varð Íslandsmeistari í 5. flokki og aftur í 3. flokki 1977. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 899 orð | 1 mynd

Skotklukkan betur nýtt en menn halda

„VIÐ þurfum að spila hraðari leik ef við ætlum að vinna í Hólminum á mánudaginn,“ sagði Falur Harðarson, fyrrum leikmaður og þjálfari Keflvíkinga, eftir leikinn á laugardaginn. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 460 orð | 1 mynd

Snillingur í sóknarleik

BOGDAN Kowalsczyk þarf vart að kynna fyrir íslenskum handknattleiksáhugamönnum. Þessi grjótharði Pólverji þjálfaði Víking í átta ár og náði einstökum árangri þar sem liðið vann deild eða bikar öll árin. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 196 orð | 1 mynd

Sveitaglíma Íslands Sveitaglíma Íslands fór fram laugardaginn 19. apríl...

Sveitaglíma Íslands Sveitaglíma Íslands fór fram laugardaginn 19. apríl í Glímuhúsi Ármanns í Laugardal í Reykjavík. Keppni var jöfn og mjög skemmtileg. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 50 orð | 1 mynd

Sætir sigrar

Knattspyrnudeild Víkings hefur unnið sæta sigra í gegnum tíðina. 1981 og 1982 hömpuðu Víkingar Íslandsmeistaratitli undir dyggri stjórn Youri Sedov og 1991 endurtók Logi Ólafsson leikinn þar sem Björn Bjartmarz reyndist bjargvætturinn. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 186 orð | 1 mynd

Titillinn blasir við Real Madrid

REAL Madríd styrkti stöðu sína enn frekar á toppi spænsku 1. deildarinnar í gærkvöldi þegar liðið sótti Racing Santander heim og sigraði 2:0. Gulldrengurinn Raúl kom gestunum yfir og tvítugur piltur, Gonzalo Higuaín, skoraði síðara markið. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Valsmenn gerðu góða ferð norður

ÞRÁTT fyrir að ljóst sé að Haukar séu Íslandsmeistarar og að Afturelding og ÍBV falla, er ennþá ekki ljóst hvaða lið hafnar í 2. sæti N1 deildar karla í handknattleik. Einnig er barist um Evrópusæti. Þrír leikir fóru fram um helgina. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 907 orð | 1 mynd

Það var einfaldlega uppselt á alla leiki hjá Víkingi

VIGGÓ Sigurðsson, fyrrum landsliðsmaður og landsliðsþjálfari í handknattleik, lék með gullaldarliði Víkings sem landaði fyrsta Íslandsmeistaratitli Víkings í handknattleik árið 1975. Meira
21. apríl 2008 | Íþróttir | 590 orð | 1 mynd

Þurftum að safna peningum til að byggja upp deild

„ÉG ætlaði að fara að æfa badminton og langaði meira í þá deild en þá var búið að redda mönnum í þá stjórn svo ég var spurður hvort ég vildi þá fara í stjórn borðtennisdeildinnar en ári síðar vantaði formann í hana og árið 1974 tók ég við,“... Meira

Fasteignablað

21. apríl 2008 | Fasteignablað | 97 orð | 2 myndir

Brekkustígur 2

Sandgerði | Fasteignasalan Eignaval er með í sölu vel við haldið 109,8 fm einbýlishús í Sandgerði. Efri hæð. Komið inn í forstofu með flísum á gólfi og fatahengi. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 339 orð | 1 mynd

Bræðraborgarstígur 19

Reykjavík | Fasteignasalan Akkurat er með í sölu sérlega fallegt og mikið endurnýjað 141,7 fm einbýli á rólegum og góðum stað í gamla Vesturbænum. Mjög hlýlegt og góður andi í þessu húsi sem er hæð, ris og kjallari. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 400 orð | 4 myndir

Byggt án leyfis á sínum tíma

„Norðurgata 31, eða Gamli Lundur eins og húsið er oftast nefnt, var annað tveggja húsa sem risin voru á Oddeyri árið 1858 og talin eru fyrstu húsin þar. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 528 orð | 3 myndir

Einbýlishús með vinnustofu í Garðabæ

Þessar upplýsingar eru endurbirtar vegna þess að fyrir tveimur vikum varð smávegis misbrestur í myndbirtingu; röng mynd birtist þá af vinnustofunni. Þetta einbýlishús að Garðaflöt 25 í Garðabæ er til sölu, en Garðaflöt liggur samhliða Vífilsstaðavegi. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 122 orð | 3 myndir

Elsta hús Oddeyrar til sölu

Elsta húsið á Oddeyri á Akureyri, sem oftast er kallað Gamli Lundur, er nú til sölu. Húsið var byggt árið 1858 af Lárusi nokkrum Hallgrímssyni, en á ferli hússins var það ýmist íbúðarhús, verslun eða niðursuðuverksmiðja. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 211 orð | 3 myndir

Hásteinsvegur 26

Stokkseyri | Fasteignasalan Draumahús er með í sölu fallegt 207,3 fm. einbýlishús á sjávarlóð við Hásteinsveg á Stokkseyri. Innb. 38,5 fm. bílskúr. Frábært útsýni. Forstofan er rúmgóð, þaðan er innangengt í bílskúrinn. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 169 orð | 4 myndir

Hrauntunga 26

Hafnarfjörður | Fasteignasalan Hof er með í sölu fallegt 209,1 fm einbýlishús á einni hæð á frábærum stað miðsvæðis í Hafnarfirði. Eignin skiptist í 158,6 fm íbúð og 50,5 fm bílskúr. Komið er í flísalagða forstofu með skáp. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 227 orð | 4 myndir

Rjúpnahæð 8

Reykjavík | Fasteignasalan Gimli er með fallegt og vel hannað 296 ferm. einbýlishús með innb. bílskúr og tveimur aukaíbúðum. Húsið er á tveimur hæðum. Gengið er inn á efri hæð hússins. Anddyri er með skáp. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 515 orð | 3 myndir

Samband norrænna lagnafélaga

Lagnafélag Íslands var stofnað 1986 og er því á besta aldri, rúmlega tvítugt. Félagið hefur verið mikilvirkt á sinni stuttu ævi. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 68 orð | 4 myndir

Skálalækjarás 3

Borgarfjörður | Fasteignamiðstöðin er með til sölu 97,1 fm sumarhús á eignarlóð við Skálalækjarás 3 í landi Indriðastaða, Skorradalshreppi. Hér er um að ræða óvenjulega glæsileg og íburðarmikil hús. Allur frágangur fyrsta flokks. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 219 orð | 3 myndir

Suðurholt 7

Hafnarfjörður | Fasteignastofan er með í einkasölu mjög fallega og rúmgóða efri hæð, í botnlanga á vinsælum stað rétt ofan við golfvöll Keilis í hrauninu. Möguleiki er að kaupa íbúð á neðri hæð líka sem er alls 67 fermetrar að stærð. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 784 orð | 4 myndir

Töfratré – undur vorsins

Loksins er töfratréð mitt alþakið blómum. Já, alþakið og þó er sumardagurinn fyrsti ekki kominn enn, þótt hann sé að vísu ekki langt undan. Ég hef átt töfratré lengi. Meira
21. apríl 2008 | Fasteignablað | 136 orð

Velta á markaði

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 11. apríl til og með 17. apríl 2008 var 75. Þetta kemur fram á vefsíðu Fasteignamats ríkisins. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.