Greinar miðvikudaginn 11. júní 2008

Fréttir

11. júní 2008 | Erlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Alþjóðabankinn bjargar tígrum

ALÞJÓÐABANKINN ýtti átaki sínu til verndar tígrisdýrum úr vör síðastliðinn mánudag, miklar vonir eru bundnar við verkefnið. Byrjað verður á viðræðum við yfirvöld þeirra landa þar sem tígrarnir halda sig. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 33 orð

Áfangaskáli á Auðkúluheiði

FERÐAÞJÓNUSTAN í Áfangaskála á Auðkúluheiði verður opnuð 21. júní. Kristín I. Marteinsdóttir og Þuríður H. Guðbrandsdóttir skipta með sér rekstinum til 24. ágúst. Eftir það geta einstaklingar eða hópar tekið skálann á... Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Ánafnaði LÍ 14 milljónum króna

AMY Engilberts, dóttir listmálarans Jóns Engilberts, ánafnaði Listasafni Íslands 14 milljónum króna úr dánarbúi sínu, en Amy lést hinn 17. desember síðastliðinn. Þar að auki fær safnið þrjú myndverk eftir Jón. Meira
11. júní 2008 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Án leyfis í 20 ár

JAPÖNSKUM slökkviliðsmanni hefur verið sagt upp eftir að upp komst að hann hafði ekið sjúkrabílum og slökkvibílum án ökuleyfis í yfir 20 ár. Maðurinn vinnur í borginni Takaoka og komst upp um hann við reglulega skoðun ökuskírteina í vikunni sem leið. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Árangurslausir sáttafundir

EKKERT þokaðist á fundi hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins í gær. Fundurinn var stuttur og ítrekuðu báðir aðilar fyrri kröfur sínar. Elsa B. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 97 orð

Árétting

Yrði fyrstur á kajak Í BLAÐINU á mánudag kom fram að takist Marcus Demuth að róa einsamall á sjókajak í kringum landið verði hann fyrsti karlmaðurinn til að ljúka hringróðri um Ísland upp á eigin spýtur. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Börnin njóta beggja foreldra

SAMEIGINLEG forsjá beggja foreldra yfir skilnaðarbörnum hefur aukist mjög undanfarin ár, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, og er það nú orðið langalgengasta samkomulagið við sambandsslit, en áður var algengast að móðirin færi ein með forsjána. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd

Doktor í hjúkrun

* ELÍSABET Hjörleifsdóttir, dósent við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri, varði doktorsritgerð sína í hjúkrun: „Íslenskir krabbameinssjúklingar í meðferð á göngudeild: Andlegt álag, bjargráð og ánægja með þjónustu við læknadeild Háskólans í... Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 590 orð | 3 myndir

Eftir hverju er beðið?

Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is REGLULEGA hangir skilti með tilkynningu um lengri biðtíma vegna manneklu í biðstofu bráða- og slysadeildar Landspítala í Fossvogi. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 93 orð

Endurhæfingarhús opnað

ENDURHÆFINGARHÚSIÐ HVER, sem er samstarfsverkefni Sjúkrahússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi, Akraneskaupstaðar, Rauða kross Íslands og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, verður opnað formlega fimmtudaginn 12. júní. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 44 orð

Fleiri á miðin

SAMKVÆMT upplýsingum frá Landhelgisgæslunni seint í gærkvöldi voru fimm skip stödd við síldveiðar á miðunum við Jan Mayen og þykir veiðin vera í meðallagi góð. Þá voru tvö fiskiskip á leið á miðin í gær en einungis eitt á leið í land. | andresth@mbl. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 156 orð

Fleiri verkefni út á land

LAGT er til að stjórnvöld efli starfsemi stofnana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Austurlandi, færi opinber verkefni frá höfuðborgarsvæðinu til þessara landshluta og staðsetji ný verkefni þar. Meira
11. júní 2008 | Erlendar fréttir | 463 orð | 3 myndir

Fleiri vinna heima

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is BANDARÍKJAMENN leita nú allra leiða til að spara bensín vegna mikilla verðhækkana síðustu misseri. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 270 orð | 2 myndir

Flogið yfir göngumenn á tindi Gunnbjörnsfjalls

Eftir Andrés Þorleifsson andresth@mbl.is HÓPUR þekktra, pólskra fjallgöngumanna, sem hefur að undanförnu vakið mikla athygli í heimalandi sínu, er staddur á Íslandi eftir för sína til Grænlands. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Forstjórinn sér um söluna

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MJÓLKURSAMSALAN er að reyna að draga úr kostnaði við útflutning mjólkurafurða og gera hann markvissari með því að fela hann í hendur fyrirtækis fyrrverandi forstjóra. Meira
11. júní 2008 | Erlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Gifti sig eða missi vinnuna

STÓRT ríkisrekið fyrirtæki í Íran hefur skipað einhleypum starfsmönnum sínum að ganga í hjónaband ekki síðar en 21. september, ella missi þeir vinnuna, að sögn íranskra dagblaða í gær. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 55 orð

Gleði og samstaða

SAMSTÖÐULISTINN er á móti Gleðilistanum í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Aðaldælahrepps og Þingeyjarsveitar 28. júní næstkomandi. Fyrir Gleðilistanum fer Sigurður H. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Goslokahátíð

FYRIR liggja drög að veglegri fjögurra daga goslokahátíð í Vestmannaeyjum í byrjun næsta mánaðar. Hátíðin hefst 3. júlí með ávarpi af svölum Ráðhússins. Margt verður á dagskrá, m.a. verður haldið upp á 40 ára afmæli vatnsleiðslunnar. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 336 orð

Gríðarleg áhrif hækkana

Eftir Björn Jóhann Björnsson og Halldór Armand Ásgeirsson HÆKKANIR á eldsneyti hafa gríðarleg áhrif á bíleigendur og flesta geira atvinnulífsins. Farið er að bera á minnkandi umferð og minni sölu á bensínstöðvum. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Hempuklæddir prestar prýða bæinn

PRESTASTEFNA er nú hafin í Reykjavík og stendur fram á fimmtudag. Karl Sigurbjörnsson biskup velti í setningarræðu sinni upp spurningum um sjálfsmynd kirkjunnar og hafði m.a. orð á því að prestar væru orðnir lítt sýnilegir í borgarmyndinni. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Hengilssvæðið er bæði fallegt og forvitnilegt

GÖNGUFERÐ Orkuveitu Reykjavíkur um Hengilssvæðið var vel sótt í gær, en hún var liður í árlegum fræðslugöngum fyrirtækisins. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 68 orð

Horft til Norðmanna

„ÞEGAR fyrsta aðgerðaráætlun norskra stjórnvalda gegn mansali var gerð árið 2003 renndum við nokkuð blint í sjóinn því það var ekki vitað hvort og hversu umfangsmikið vandamál þetta væri í Noregi,“ segir Birgitte Ellefsen, verkefnisstjóri... Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Hunangsflugan heillaði Vörðu

LÆÐAN Varða vissi ekki hvað hún átti að halda um þennan óvænta gest sem kom suðandi inn um gluggann hennar og barðist svo jafnharðan við að komast út um hann aftur. Meira
11. júní 2008 | Erlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Hundrað taldir af í Khartoum

ÓTTAST er að allt að hundrað hafi týnt lífi þegar farþegaflugvél brotnaði í sundur og varð alelda á örskotsstundu eftir lendingu á alþjóðaflugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdans, um áttaleytið í gærkvöldi að staðartíma. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Jón Arnór er á förum frá Roma

JÓN Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður er að öllum líkindum á förum frá ítalska liðinu Roma eftir þetta tímabil. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Kippirnir hafa enn áhrif

„ÞAÐ hefur dregið úr heimsóknum,“ segir Ólafur Örn Haraldsson, verkefnisstjóri Rauða krossins yfir þjónustumiðstöðvum vegna Suðurlandsskjálftanna. Komufjöldi hafi sveiflast eftir dögum og mismunandi eftir stöðum. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 676 orð | 2 myndir

Kynt undir olíubálið

Eftir Björn Jóhann Björnsson og Halldór Armand Ásgeirsson bjb@mbl.is | haa@mbl.is OLÍUKREPPA er orð sem æ fleiri eru farnir að nota um stöðu mála á heimsmarkaði með eldsneyti. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 638 orð | 2 myndir

Lögregla langoftast í rétti

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ERU íslenskir lögreglumenn of harðhentir við fólk? Þessi spurning hefur vaknað í þeim myndbandsupptökum sem birst hafa af samskiptum lögreglumanna við borgara á undanförnum vikum. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 39 orð

Margir teknir

LÖGREGLAN á Selfossi stöðvaði 11 ökumenn fyrir of hraðan akstur við umferðareftirlit á Suðurlandsveginum í gær. Ók sá hraðasti á 132 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þá var einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur innanbæjar. | unas@mbl. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Með 10 í næstum öllu

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is „STÆRÐFRÆÐIN er þannig að ef maður leggur mikið á sig þá er auðvelt að fá 10,“ segir Höskuldur Pétur Halldórsson sem mun útskrifast úr stærðfræði frá Háskóla Íslands næsta laugardag. Meira
11. júní 2008 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Mega skipta um kyn á Kúbu

Kynskiptingum á Kúbu verður nú gert kleift að leiðrétta kyn sitt og mun ríkið jafnframt greiða fyrir aðgerðirnar. Það er Mariela Castro, dóttir Raúls Castro, forseta landsins, sem hefur beitt sér fyrir málefninu. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Meiri skógur í borginni

Skógræktarfélag Reykjavíkur mun planta alls 460 þúsund plöntum víðs vegar um borgina á næstu 3 árum, samkvæmt nýjum samningi við umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Ný bylgja af svartsýni

ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 2,0% í gær og hefur vísitalan ekki verið lægri frá því í október 2005. Þá hefur velta með hlutabréf minnkað mikið að undanförnu. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 314 orð | 1 mynd

Ólafur Skúlason biskup

ÓLAFUR Skúlason biskup lést á Landspítalanum í Fossvogi laust fyrir miðnætti í fyrrakvöld, 78 ára að aldri. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða hin síðari ár. Ólafur Skúlason var kjörinn biskup Íslands vorið 1989 og tók við embættinu hinn 1. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Ólögleg hjálpartæki ástarlífsins

KARLMAÐUR á fertugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu 40.000 króna sektar ellegar fjögurra daga fangavistar fyrir brot á vopna- og lyfjalögum. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 393 orð | 1 mynd

Rakvélablöðin bara við kassann

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is BÓNUS hefur brugðið á það ráð að afhenda dýrustu pakkningarnar af rakvélablöðum aðeins við afgreiðslukassa og eldri og ódýrari gerðum rakvélablaða er einungis stillt upp frammi við kassana. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 480 orð | 2 myndir

Ráðist gegn mansali hérlendis

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is AÐGERÐARÁÆTLUN íslenskra stjórnvalda gegn mansali mun að öllum líkindum líta dagsins ljós fyrir haustið. Að sögn Hildar Jónsdóttur, starfsmanns starfshóps sem vinnur að áætluninni, verður í henni m.a. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Ræddu alnæmisvandann

*Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra stýrði pallborðsumræðum í New York í gær á vegum Sameinuðu þjóðanna. Rætt var um leiðir til að fjármagna baráttuna gegn alnæmi á heimsvísu og hvernig nýta megi fjármunina best. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Sala á hvítvíni stóreykst

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is SALA á áfengi í lítrum talin jókst um 6,3% í vínbúðum ÁTVR fyrstu fimm mánuði ársins, sé miðað við sömu mánuði í fyrra. Sá samdráttur, sem víða gætir í þjóðfélaginu, kemur því ekki fram í sölutölum ÁTVR. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 54 orð

Samkeppni um bókasafn

HAFNARFJARÐARBÆR hefur auglýst samkeppni um hönnun á viðbyggingu við bókasafn Hafnarfjarðar og nánasta umhverfis þess. Keppnin er haldin í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Húsið nr. 1 við Strandgötu verður stækkað um 1.500 m². Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Sigldi skipinu hraðar til að forðast veður

FERJAN Norræna kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun um þremur klukkustundum á undan áætlun. Farþegarnir fengu þó ekki að lengja sumarfríið á Íslandi sem þessu nemur því tollafgreiðsla hófst ekki fyrr en á hádegi. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Siglingar að hefjast í Vigur

SUMARIÐ er komið og Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar hófu áætlunarferðir til Vigurs í gær. Hafsteinn Ingólfssonar segist þokkalega bjartsýnn á sumarið í samtali við BB. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Sparakstur í sókn

„ÞAÐ er ekki hægt að neita því að áhuginn hefur aukist. Ökukennarar eru almennt sammála um það. Ef ekki núna þá veit ég ekki hvenær,“ segir Marteinn Guðmundsson, ökukennari og eigandi vefsíðunnar vistakstur.is. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 131 orð

Sváfu vært á meðan leitað var

NORSKIR feðgar sem á þriðja tug björgunarsveitarmanna og lögreglumanna hófu leit að á mánudagskvöld fundust heilir á húfi, sofandi í bíl sínum við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi snemma í gærmorgun. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Til starfa á herteknu svæðunum

FJÓRIR Íslendingar eru nú komnir til Palestínu til sjálfboðastarfa á herteknu svæðunum. Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi við Háskóla Íslands, verður í Palestínu til 18. ágúst og starfar með samtökunum Project Hope, m.a. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 554 orð | 2 myndir

Vilja sjá lengur til sólar

Eftir Andra Karl andri@mbl.is TVÖFALDUR sumartími er enn og aftur kominn í umræðuna. Að þessu sinni er það ekki Vilhjálmur Egilsson sem á frumkvæðið heldur áhugahópur um sólríkara samfélag. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vilja vinna með Íslandi

NÆRRI tuttugu ríki í Ameríku hafa mikla möguleika til jarðhitanýtingar og í mörgum ríkjum er áhugi á að byggja smáar og meðalstórar vatnsaflsvirkjanir í samstarfi við Íslendinga. Meira
11. júní 2008 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Þungbúið þjóðlagatríó

Þessir hljóðfæraleikarar við útjaðar borgarinnar Ahmadabad í Gujarat-héraði á Indlandi eru að vonum alvarlegir, þar sem úrkomuskýin hrannast upp fyrir ofan þá. Þeir sýna þó ekki á sér neitt fararsnið, enda eru þeir ekki mennskir, heldur úr leir. Meira
11. júní 2008 | Erlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Öflugasta ofurtölva í heimi

BANDARÍSKIR vísindamenn á vegum IBM og National Laboratory í Los Alamos sviptu á mánudag hulunni af hraðvirkustu ofurtölvu sem gerð hefur verið. Meira
11. júní 2008 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Ökunám verði metið til eininga

ÖKUNÁM verður í framtíðinni metið til eininga í framhaldsskólum, nái tillögur starfshóps samgönguráðherra um umferðarfræðslu fram að ganga. Þá leggur hópurinn til, í nýrri áfangaskýrslu, að umferðarfræðsla verði gerð að valgrein í 8.-10. Meira

Ritstjórnargreinar

11. júní 2008 | Leiðarar | 378 orð

Aðferðir lögreglu

Nokkrar umræður hafa farið fram um meint harðræði lögreglu, í kjölfar þess að myndir af lögreglumönnum á vettvangi hafa komið fyrir almennings sjónir. Myndbirtingarnar eru afleiðing af breyttri fjölmiðlun. Meira
11. júní 2008 | Staksteinar | 234 orð | 1 mynd

Áfram mjög gott mál?

Markmið olíugjaldskerfisins, sem komið var á fyrir fjórum árum, eru í fullkomnu uppnámi vegna gífurlegra hækkana á olíuverði. Ætlunin var að hvetja fólk til að kaupa sparneytna og umhverfisvæna dísilbíla. Þannig lýsti Geir H. Meira
11. júní 2008 | Leiðarar | 243 orð

Stokkur bætir aðgengið

Allir vita að þær miðborgir eru mest aðlaðandi þar sem lítið fer fyrir bílaumferð, gangstéttar eru breiðar, götulíf líflegt og auðvelt að komast á milli kaffihúsa, menningarsetra og útivistarreita. Meira

Menning

11. júní 2008 | Fjölmiðlar | 180 orð | 1 mynd

Alhæfingar úr fílabeinsturninum

SJÓNVARPIÐ er gjarna nítt af sjálfskipuðum lífskúnstnerum og öll sú flóra sem á skjánum birtist kölluð lágmenning og lýðskrum. Meira
11. júní 2008 | Fólk í fréttum | 460 orð | 2 myndir

Áhrifamikill í sýndarheimum

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl. Meira
11. júní 2008 | Leiklist | 415 orð | 1 mynd

Átt þú stóla fyrir Óla?

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LUMAR þú á stól eða stólum sem þú notar ekki lengur? Borgarleikhúsið ætlar 10. október nk. að frumsýna nýjan söngleik eftir Ólaf Hauk Símonarson, Fólkið í blokkinni . Meira
11. júní 2008 | Myndlist | 356 orð | 1 mynd

Dánargjöf til kaupa á nýrri íslenskri myndlist

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is DÁNARGJÖF sem Listasafn Íslands fær eftir Amy Engilberts tryggir Listasafni Íslands 1,4 milljónir á ári hverju næsta áratuginn til listaverkakaupa. Meira
11. júní 2008 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

DiCaprio leikur stofnanda Atari

NÚ ÆTLAR Leonardo DiCaprio að bæta við sig enn einni kvikmyndinni sem byggist á ævi og störfum raunverulegrar persónu. Meira
11. júní 2008 | Tónlist | 76 orð | 1 mynd

Eivör, Ragga, Pétur og Kjartan

Í KVÖLD kl. 20 munu söngkonurnar Ragnhildur Gísladóttir og Eivör Pálsdóttir halda tónleika með þeim Pétri Grétarssyni slagverksleikara og Kjartani Valdemarssyni píanóleikara í Reykholtskirkju í Borgarfirði. Meira
11. júní 2008 | Fólk í fréttum | 250 orð | 1 mynd

Er Gogoyoko framtíðin?

„UMBOÐSMAÐUR Íslands“ á að mörgu leyti betur við Kára Sturluson en Einar Bárðar sem nú er fjarri Íslandsströndum með eina skjólstæðingi sínum Garðari Thór Cortes. Meira
11. júní 2008 | Myndlist | 74 orð | 1 mynd

Gildi myndlistar í borgarlandslaginu

ANNAÐ kvöld kl. 20 verður haldið í kvöldgöngu úr Kvosinni og að þessu sinni mun Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, leiða gönguna. Hafþór mun á göngunni ræða gildi myndlistar í borgarlandslaginu. Meira
11. júní 2008 | Fólk í fréttum | 802 orð | 4 myndir

Hinn fullkomni samhljómur

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ÞESSI miðjumaður er bara listamaður! Einhvern veginn þannig var knattspyrnumanni lýst í leik Hollendinga og Ítala á EM í fyrradag. Meira
11. júní 2008 | Tónlist | 74 orð | 1 mynd

Hjaltalín, danskur tenór og tangó

ISNORD-tónlistarhátíðin verður haldin fjórða sinni í Borgarfirði um helgina, hefst 13. júní og lýkur hinn 15. Á föstudaginn leikur hljómsveitin Hjaltalín í gamla mjólkursamlaginu. Meira
11. júní 2008 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Hver fyllir skarð Kára Sturlusonar?

* Eins og sjá má í fréttinni hér neðst á síðunni hefur Kári Sturluson umboðsmaður ákveðið að beina allri sinni athygli að einungis tveimur verkefnum; Lay Low sem ætlar sér stóra hluti með næstu plötu sinni og samfélagsvefnum gogoyoko. Meira
11. júní 2008 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

Leika fyrir víkinga

VÍKINGAHÁTÍÐIN í Hafnarfirði verður sett með pompi og prakt á morgun, en hátíðin laðar til sín víkinga og ferðamenn víða að úr heiminum. Meira
11. júní 2008 | Kvikmyndir | 205 orð | 1 mynd

Mannkyn í hættu og demantarán

TVÆR kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum í dag, og er önnur þeirra heimsfrumsýnd. The Happening Nýjasta kvikmynd leikstjórans með erfiða nafnið, M. Night Shyamalan. Hér er á ferðinni tryllir og hrollvekja. Meira
11. júní 2008 | Myndlist | 344 orð | 2 myndir

Menningarverksmiðja

Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson FRAM til ársins 1966 var á Hjalteyri rekin ein stærsta síldarverksmiðja Evrópu. Eftir hvarf síldarinnar á 7. áratugnum gegndi byggingin ýmsum hlutverkum, en í fyrra hætti Samherji á Akureyri þar allri starfsemi. Meira
11. júní 2008 | Leiklist | 512 orð

Mest áhersla á leikritun

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl. Meira
11. júní 2008 | Tónlist | 165 orð | 1 mynd

Miðasala hafin

MIÐASALA á tónleika bresku hljómsveitarinnar Tindersticks á Nasa hinn 11. september nk. hófst í gær. Aðeins eru 550 miðar í boði á tónleikana. Tindersticks var stofnuð í Nottingham árið 1991. Meira
11. júní 2008 | Fólk í fréttum | 384 orð | 1 mynd

Miðborgin verður eitt stórt svið

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „VIÐ notum umhverfi miðborgarinnar og hvernig dansinn fellur inn í umhverfið,“ segir Hugrún Jónsdóttir, einn meðlima HVIK. Meira
11. júní 2008 | Bókmenntir | 1217 orð | 3 myndir

Morðið á sveitasetrinu

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl. Meira
11. júní 2008 | Tónlist | 121 orð | 1 mynd

Músik og ljóðakabarett

GÆÐABLÓÐ, Frú Birna og Margrét og Bandið hans pabba koma fram á tónleikum á Organ í kvöld. Meira
11. júní 2008 | Fólk í fréttum | 139 orð | 1 mynd

Patrick Swayze í fullu fjöri

LEIKARINN myndarlegi Patrick Swayze segir æsifréttir af veikindum sínum ónákvæmar en ekki er langt síðan fréttir bárust af því að Patrick væri með krabbamein í brisi og ætti varla nema nokkra mánuði ólifaða. Meira
11. júní 2008 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd

Plötur Bjarkar á vínyl

* Nýverið bárust fréttir af því að nýjasta plata Bubba Morthens, Fjórir naglar, muni koma út á hinu gamla og góða vínyl-formi. Nú hefur verið greint frá því á heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur, bjork. Meira
11. júní 2008 | Fólk í fréttum | 329 orð | 1 mynd

Tíu frjálsar hendur

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FYRIR fimm árum kom út lítið blað, við fyrstu sýn ósköp meinleysislegt, Reykjavik Grapevine. Meira
11. júní 2008 | Tónlist | 203 orð | 1 mynd

Wal-Mart gefur út tónlist milliliðalaust

UMSVIF Wal-Mart á hljómplötumarkaði vestanhafs eru orðin mikil og fara vaxandi. Vekur sérstaka athygli að verslanakeðjan stóra er farin að gera samninga beint við stór nöfn í tónlistarbransanum. Meira
11. júní 2008 | Kvikmyndir | 619 orð | 1 mynd

Yfirlýsing

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi: „10. júní sl. birti Morgunblaðið grein undir fyrirsögninni Vanþroska kvikmyndaiðnaður? Nokkur atriði í greininni þarfnast frekari umræðu og þarf að leiðrétta staðreyndavillur. Meira

Umræðan

11. júní 2008 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Allt í lagi á 171 km á klst.?

Magnús Vignir Árnason skrifar um reglur um hámarkshraða hérlendis og erlendis: "Svo er ekkert gert í því að unglingur, nýkominn með bílpróf, getur keypt 300 hestafla sportbíl með 250 km hámarkshraða og vaðið reynslulaus af stað..." Meira
11. júní 2008 | Blogg | 91 orð | 1 mynd

Anna K. Kristjánsdóttir | 10. júní 2008 Seinkum klukkunni! Hér með skora...

Anna K. Kristjánsdóttir | 10. júní 2008 Seinkum klukkunni! Hér með skora ég á ríkisstjórnina að seinka klukkunni til hins eina raunverulega tíma, að miða tímabeltið á milli 15° og 30° gráður vestur við sólarstöðu, þ.e. Meira
11. júní 2008 | Aðsent efni | 307 orð | 1 mynd

Álftanes – Umdeilt deiliskipulag samþykkt

Gísli Gíslason skrifar um skipulagsmál á Álftanesi: "Samþykkt skipulag sem er með sömu grunnþáttum og íbúar mótmæltu, þ.e. með Skólaveg og sundurklippta Breiðumýri." Meira
11. júní 2008 | Aðsent efni | 731 orð | 3 myndir

Drögum úr skaðanum

Jóna Sigríður Gunnarsdóttir, Rúna Guðmundsdóttir og Helga Sif Friðjónsdóttir fjalla um sprautunotkun vímuefnaneytenda: "Sprautufíklar þurfa heilsueflandi nærþjónustu á borð við nálaskiptiþjónustu til að draga úr áhættuhegðun og smitum eins og HIV og lifrarbólgu." Meira
11. júní 2008 | Aðsent efni | 186 orð

Ég sakna Braga

ÉG sá ekki betur en að Bragi Ásgeirsson væri að kveðja lesendur í seinustu myndlistargrein sinni hér í Morgunblaðinu. Bragi hefur ritað greinar og rýni hér í blaðið í ríflega fjóra áratugi – geri aðrir betur. Meira
11. júní 2008 | Aðsent efni | 272 orð | 2 myndir

Hjartaheill fagna samningi við hjartalækna

Guðmundur Bjarnason og Ásgeir Þór Árnason fagna samningi Hjartaheilla og heilbrigðisráðuneytis: "Stjórn Hjartaheilla fagnar samningi hjartalækna og heilbrigðisráðuneytisins sem tók gildi 5. maí sl." Meira
11. júní 2008 | Aðsent efni | 313 orð | 1 mynd

Málmiðnaður í Tækniskólanum

Brynjar Haraldsson skrifar um nýtt nám í málm- og véltækni: "Með nýsamþykktum lögum um framhaldsskóla er verk- og starfsnám lagt að jöfnu við bóknám." Meira
11. júní 2008 | Aðsent efni | 433 orð | 1 mynd

Ómerkingur úr tengslum við raunveruleikann

Aðalsteinn Jónsson gerir athugasemdir við málflutning Þórarins H. Ævarssonar: "Finnst IKEA og íbúasamtökunum Betri byggð á Kársnesi vera sómi að svona forsvarsmanni?" Meira
11. júní 2008 | Blogg | 303 orð | 1 mynd

Ragnhildur Sverrisdóttir | 9. júní Góð leti ...Ýmislegt afrekaði ég...

Ragnhildur Sverrisdóttir | 9. júní Góð leti ...Ýmislegt afrekaði ég annað en að byrja í nýrri vinnu. ... Á miðvikudeginum var þetta strax klúður, Kata þurfti að fara í ráðuneytið og ég upp að Rauðavatni. Við ræddum þetta yfir morgunkaffinu. Meira
11. júní 2008 | Blogg | 119 orð | 1 mynd

Stefán Friðrik Stefánsson | 10. júní Níðingsleg framkoma við dýr Held að...

Stefán Friðrik Stefánsson | 10. júní Níðingsleg framkoma við dýr Held að fátt sé dapurlegra en þegar fólk kemur illa fram við dýr, sem geta ekki varið sig og hafa gaman af því að níðast á þeim. Meira
11. júní 2008 | Aðsent efni | 1115 orð | 1 mynd

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftir Steingrím J. Sigfússon: "Hvorki íslenskir friðarsinnar né skoðanasystkin þeirra um allan heim munu láta deigan síga við að tala máli skynseminnar gegn vitfirringu vígbúnaðar- og hernaðarhyggjunnar." Meira
11. júní 2008 | Velvakandi | 312 orð | 1 mynd

velvakandi

Fótleggjavandamál og appelsínuhúð MIG langar til að segja frá góðri reynslu minni, ég hef leitað allra ráða til að fá bót við vandamáli í fótleggjum sem hefur hrjáð mig til margra ára. Meira
11. júní 2008 | Pistlar | 448 orð | 1 mynd

Þjóðin þolir kreppuna

Það er kreppa í landinu en samt líður þjóðinni ágætlega. Staðreyndin er einfaldlega sú að heimilin í landinu þola kreppuna. Það fylgir því vissulega engin sérstök gleði að sjá húsnæðislánin og matarreikningana hækka en langflestir geta staðið í skilum. Meira

Minningargreinar

11. júní 2008 | Minningargreinar | 588 orð | 1 mynd

Elísabet Arnórsdóttir

Elísabet Arnórsdóttir fæddist 11. júní 1981. Hún lést 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hjallakirkju 23. maí. Meira  Kaupa minningabók
11. júní 2008 | Minningargreinar | 2693 orð | 1 mynd

Halldór Gestsson

Halldór Gestsson fæddist á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi 16. nóvember 1942. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 28. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hrunakirkju 7. júní. Meira  Kaupa minningabók
11. júní 2008 | Minningargreinar | 538 orð | 1 mynd

Höskuldur Rafn Kárason

Höskuldur Rafn Kárason fæddist á Siglufirði 12. maí 1950. Hann lést á Hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 31. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 7. júní. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

Dagvöruverslun dregst saman

VELTA í dagvöruverslun í maí var heldur minni en í sama mánuði í fyrra, þegar tekið hefur verið tillit til þess að í ár voru fleiri föstu- og laugardagar í mánuðinum en í fyrra. Veltan var jafnframt minni en í mánuðinum á undan, þ.e. Meira
11. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 188 orð | 1 mynd

Greiningardeildir spá aukinni verðbólgu

TÓLF mánaða verðbólga mun aukast úr 12,3% í maí í 12,4% í júní, ef spá Greiningar Glitnis gengur eftir. Þetta kom fram í Morgunkorni deildarinnar í gær. Meira
11. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Hlutabréf deCode fóru undir einn dollar

GENGI hlutabréfa deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fór niður fyrir einn dollar í viðskiptum á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinum í gær, er það lækkaði um 11,5% frá deginum áður. Lokaverðið var 0,9 dollarar og hefur aldrei verið lægra. Meira
11. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 472 orð | 1 mynd

Hlutabréf ekki lægri í tæp þrjú ár

Eftir Björgvin Guðmundsson og Grétar Júníus Guðmundsson ÚRVALSVÍSITALAN í kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 2,0% í gær og er lokagildi hennar 4.512 stig. Meira
11. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 86 orð

Hlutabréf lækkuðu áfram í kauphöllum

OLÍUVERÐ lækkaði á heimsmarkaði í gær. Þannig lækkaði verðið í New York til að mynda um 3 dollara fyrir tunnuna og fór í um 131 dollar . Hlutabréfavísitölur í flestum helstu kauphöllum heimsins héldu þó áfram að lækka í gær. Meira
11. júní 2008 | Viðskiptafréttir | 132 orð | 1 mynd

Útlán Íbúðalánasjóðs aukast milli mánaða

ÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í maí jukust frá fyrri mánuði en þau hafa ekki verið meiri frá því í desember á síðasta ári. Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í maí námu um 4,8 milljörðum króna. Meira

Daglegt líf

11. júní 2008 | Daglegt líf | 154 orð

Af hundi og boltaleik

Jón Gissurarson gerir lítið úr meintum boltaáhuga Péturs í Vísnahorninu í gær og finnst líklegra að svona sé í pottinn búið: Þó að berist breitt um svið boltaleikir dagsins. Fremur mun þér falla við fegurð sólarlagsins. Meira
11. júní 2008 | Daglegt líf | 351 orð | 1 mynd

„Galdurinn er góð skipulagning“

Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég á góðum kennurum mikið að þakka,“ segir Kara Ásta Magnúsdóttir, sem útskrifaðist í síðustu viku með grunnskólapróf frá Tjarnarskóla upp úr 9. bekk í stað 10. bekkjar, eins og algengast er. Meira
11. júní 2008 | Daglegt líf | 67 orð | 4 myndir

Með vængjaskraut í hári

ÞÆR voru óneitanlega frumlegar ásýndar fyrirsæturnar á sýningu spænska hönnunardúósins Victorio & Lucchino á brúðkaupssýningu sem fram fór í Barcelona á Spáni á dögunum. Meira
11. júní 2008 | Daglegt líf | 799 orð | 2 myndir

Megrun er ekki málið

Ekki örvænta þótt fitupúkinn hafi yfirhöndina í lífi þínu. Nýtt hugarfar getur verið áhrifaríkara fyrir heilsuna en stífir megrunarkúrar eða herþjálfun. Lilja Þorsteinsdóttir ræddi við dr. Lindu Bacon um stríðið gegn offitu. Meira
11. júní 2008 | Daglegt líf | 278 orð | 1 mynd

Samtalið skiptir máli

MIKILVÆGT er að starfsfólk á stofnunum þar sem fólk með minnisglöp býr haldi uppi samræðum við heimilismenn. Frá þessu er sagt á vefmiðli BBC og vitnað til könnunar sem gerð var á þessum málum. Meira
11. júní 2008 | Daglegt líf | 662 orð | 2 myndir

Skógarhögg er sviti og skítur

Hann vinnur úti í skógi allan ársins hring og þarf stundum að taka verulega á. Kristín Heiða Kristinsdóttir fór með hraustum manni út í skóg og fylgdist með honum fella margra metra hátt tré á örskammri stundu. Meira
11. júní 2008 | Daglegt líf | 493 orð | 1 mynd

Sumarið og unglingarnir

Sumarið er loksins gengið í garð og skólinn búinn í bili. Sólin er farin að skína og ungt fólk fær langþráð frí frá heimanámi og prófum. Meira

Fastir þættir

11. júní 2008 | Í dag | 15 orð

18.15 * Fréttir og Að Norðan Endurtekið á klst. fresti til kl. 12.15...

18.15 * Fréttir og Að Norðan Endurtekið á klst. fresti til kl. 12.15 daginn... Meira
11. júní 2008 | Fastir þættir | 154 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Heilræði Zia. Norður &spade;Á106 &heart;ÁG62 ⋄D3 &klubs;Á964 Vestur Austur &spade;8743 &spade;KD &heart;– &heart;K93 ⋄Á9765 ⋄G842 &klubs;KDG3 &klubs;10875 Suður &spade;G952 &heart;D108754 ⋄K10 &klubs;2 Suður spilar 4&heart;. Meira
11. júní 2008 | Fastir þættir | 63 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði Stangarhyl 4 fimmtud. 5. júní. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánss. Meira
11. júní 2008 | Árnað heilla | 213 orð | 1 mynd

Börnin áhugamál númer eitt

Yrsa Hörn Helgadóttir kennari er fertug í dag. Yrsa er búsett á Akureyri en er Dalvíkingur í húð og hár. Hún fluttist snemma suður til að stunda nám í Fósturskólanum. Meira
11. júní 2008 | Í dag | 58 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Tvær stelpur komu í þjónustumiðstöðina í Hveragerði og færðu Rauða krossinum peningagjöf. Þær höfðu teiknað ýmiskonar kort og selt í heimahús og var afraksturinn kr. 2.891. Meira
11. júní 2008 | Fastir þættir | 535 orð | 3 myndir

Karpov vann Kortsnoj í 19 leikjum

30. maí til 2. júní 2008 Meira
11. júní 2008 | Í dag | 25 orð | 1 mynd

Kaupmannahöfn Saga Björg fæddist 1. apríl. Hún vó 4.010 g og var 55 cm...

Kaupmannahöfn Saga Björg fæddist 1. apríl. Hún vó 4.010 g og var 55 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingi Jarl Sigurvaldason og Sigrún Birna... Meira
11. júní 2008 | Í dag | 29 orð

Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið...

Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24. Meira
11. júní 2008 | Í dag | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Birkir Máni fæddist 4. mars kl. 2.39. Hann vó 4.000 g og var...

Reykjavík Birkir Máni fæddist 4. mars kl. 2.39. Hann vó 4.000 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Gunnar Darri Ólafsson og Agnes... Meira
11. júní 2008 | Í dag | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Björgvin Hafliði fæddist 3. mars kl. 10.38. Hann vó 4.760 g og...

Reykjavík Björgvin Hafliði fæddist 3. mars kl. 10.38. Hann vó 4.760 g og var 54,5 cm langur. Foreldrar hans eru Atli Már Sigurjónsson og Valdís Vera... Meira
11. júní 2008 | Fastir þættir | 131 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 c6 5. g3 Rbd7 6. Bg2 dxc4 7. O–O Be7 8. e4 O–O 9. Bf4 He8 10. a4 a5 11. De2 b6 12. Hfd1 Ba6 13. Dc2 Bb4 14. Bf1 Hc8 15. Rd2 b5 16. Bg2 Rb6 17. axb5 cxb5 18. Rf3 Bb7 19. Re5 Bxc3 20. bxc3 b4 21. Hxa5 b3 22. Meira
11. júní 2008 | Fastir þættir | 286 orð

Víkverjiskrifar

Alexandre Dumas er enn mest lesni rithöfundur Frakka. Það vekur því furðu að skáldsaga eftir höfund Greifans af Monte Cristo og Skyttanna þriggja skuli ekki hafa komið út á bók fyrr en á 21. öldinni. Meira
11. júní 2008 | Í dag | 112 orð | 1 mynd

Þetta gerðist þá...

11. júní 1532 Diðrik fógeti af Minden, fulltrúi höfuðsmanns á Bessastöðum, tók Grindavík herskildi og drap fimmtán Englendinga. 11. júní 1911 Melavöllurinn í Reykjavík var vígður. Meira

Íþróttir

11. júní 2008 | Íþróttir | 145 orð

Allir í eins leiks bann

GRINDVÍKINGARNIR fimm sem fengu brottvísun í leiknum við Fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á sunnudaginn voru allir úrskurðaðir í eins leiks bann af aganefnd KSÍ í gær. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

„Brann er spennandi kostur“

„ÉG hef heyrt lauslega af áhuga Brann en veit svo sem ekkert meira, en þetta er að sjálfsögðu mjög spennandi kostur,“ sagði Rúrik Gíslason, leikmaður Viborg í Danmörku og 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, við Morgunblaðið í gær. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 450 orð | 1 mynd

„Freistandi að fara í úrvalsdeildina“

„MÉR líst mjög vel á þetta. Þetta er fótboltinn fyrir mig, margir leikir og Coventry-liðið hentar mér vel,“ segir Aron Einar Gunnarsson, 19 ára landsliðsmaður í knattspyrnu frá Akureyri og leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 549 orð | 2 myndir

„...og að lokum sigrar alltaf Þýskaland“

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is NÚ HAFA öll sextán liðin í Evrópumeistarakeppninni átt kost á því að sýna listir sínar. Á óvart kom að aðeins helmingi liðanna tókst að skora mark. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 212 orð | 1 mynd

„Sé hverjar eiga erindi í landsliðið“

VALUR og KR eigast við í uppgjöri efstu liða Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu á Hlíðarenda í kvöld. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 708 orð | 5 myndir

„Sleggja“ Zlatans

ZLATAN Ibrahimovic skoraði langþráð mark fyrir sænska landsliðið í knattspyrnu, sitt fyrsta í þrjú ár, þegar Svíar lögðu Evrópumeistarana frá Grikklandi að velli, 2:0, í D-riðli EM í Salzburg í gærkvöld. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 253 orð

„Stefnum á að fara upp úr riðlinum“

„Auðvitað stefnum við að því að komast upp úr riðlinum en það verður mjög erfitt. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

„Við getum vel unnið fjóra leiki í röð“

JÓN Arnór Stefánsson lagði sitt að mörkum í sannfærandi 84:70-sigri Roma á Siena í fjórða úrslitaleiknum um ítalska meistaratitilinn í körfuknattleik í gærkvöld. Staðan í rimmunni er 3:1 fyrir Siena. Liðin eigast við í Siena á morgun og Siena getur með sigri þar tryggt sér titilinn. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 270 orð | 1 mynd

„Það er gaman að hafa prófað þetta“

Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is ÁRNI Gautur Arason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er kominn heim frá Suður-Afríku þar sem hann hefur leikið með Thanda Royal Zulu í efstu deild síðan í mars. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 342 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Skúli Jón Friðgeirsson og Guðmundur Pétursson úr KR eru komnir í 21 árs landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir vináttulandsleikinn gegn Noregi sem fram fer að Hlíðarenda annað kvöld. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 339 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Jóhann R. Benediktsson , leikmaður 1. deildarliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnu, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Í gærkvöld fékk hann svo rauða spjaldið þegar Austfjarðaliðið gerði jafntefli, 2:2, við Leikni R. í 1. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 201 orð

Haukar gætu mætt Rauðu stjörnunni

HAUKAR, Íslandsmeistarar karla í handknattleik, gætu þurft að leika við serbnesku meistarana í Rauðu stjörnunni í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í haust. Haukar eru í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn sem fram fer í Gautaborg 4. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 446 orð | 1 mynd

Jón Arnór á förum frá Róm?

FRAMTÍÐ Jóns Arnórs Stefánssonar hjá ítalska körfuknattleiksliðinu Lottomattica Roma er óráðin en Jón hefur ekki rætt með formlegum hætti við forráðamenn liðsins um framhaldið í nokkrar vikur. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 457 orð

KNATTSPYRNA 1. deild karla Fjarðabyggð – Leiknir R. 2:2 Halldór K...

KNATTSPYRNA 1. deild karla Fjarðabyggð – Leiknir R. 2:2 Halldór K. Halldórsson 55., Jakob Spangsberg 57. – Sveinbjörn Jónasson 79., 84. Rautt spjald: Jóhann R. Benediktsson (Fjarðabyggð) 89. Víkingur R. – ÍBV 1:4 Þórhallur Hinriksson... Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 107 orð

Matthías til reynslu í Þýskalandi

MATTHÍAS Haraldsson, landsliðsmaður í blaki og Danmerkurmeistari með Marienlyst á nýliðnu keppnistímabili, er til reynslu hjá Evivo Düren, einu af sterkustu liðum Þýskalands. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 163 orð | 1 mynd

Ragnheiður sjöunda í Barcelona

RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir sundkona úr KR synti í úrslitum í 50 m skriðsundi á sundmóti í Barcelona í gær, sem er hluti af Mare Nostrum-mótaröðinni. Hafnaði Ragnheiður í 7. sæti í greininni, en þetta var besti árangur íslensku sundmannanna á mótinu í gær. Meira
11. júní 2008 | Íþróttir | 532 orð | 1 mynd

Stuð á Eyjamönnum

EYJAMENN gefa ekkert eftir í 1. deild karla í fótboltanum og í gærkvöld unnu þeir sinn sjötta sigur í jafnmörgum leikjum. Þeir fengu á sig sitt fyrsta mark eftir aðeins fjórar mínútur gegn Víkingi R. Meira

Annað

11. júní 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

50% munur á gistingunni

Gerð var könnun á gististöðum innan Ferðaþjónustu bænda víðs vegar um landið. Könnunin nær yfir flokk 3 sem er gisting fyrir tvo í herbergi með baðherbergi. Allt verð er með morgunmat. Athugið að ekki er tekið tillit til gæða, þjónustu né dægradvalar. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 16 orð

Adam Sandler fær tvær stjörnur

Gamanmyndin Don't Mess with the Zohan verður seint talin ein af vel heppnaðri myndum Adam... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 256 orð | 2 myndir

Adam Sandler þarf að hugsa sinn gang

Kvikmyndir traustis@24stundir.is You Don't Mess With the Zohan er nýjasta kjánamynd Adams Sandlers, leikstýrt af Dennis Dugan sem leikstýrði einnig Happy Gilmore, myndinni sem skaut Sandler upp á stjörnuhimininn. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 107 orð

Af hverju heldur olían áfram að hækka?

Verð á hráolíu er nú komið í tæpa 140 dollara á tunnuna. Það er nú tvöfalt hærra en fyrir ári og fimmfalt hærra en fyrir fimm árum. Hækkanir hafa mikil áhrif á daglegt líf okkar því þær hafa áhrif á verð á öllum vörum og þjónustu. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Allt að 18 stiga hiti

Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en hætt við þokulofti við norður- og vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast í innsveitum... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 72 orð | 1 mynd

Á eftir bolta kemur barn

Á þessum árstíma eru börn út um allt og því mikilvægt að aka varlega. Flestir kannast við gamla slagorðið: á eftir bolta kemur barn, en það á ekki síst við á sumrin. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Ákvörðun FME hefur lítil áhrif

SPRON segir að synjun Fjármálaeftirlitsins um kaup Sparisjóðs Mýrasýslu á 3% hlut í Icebank af SPRON og Byr hafi óveruleg áhrif á eiginfjárstöðu SPRON. Hlutur SPRON í sölunni var 1,17%. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 101 orð

Banaslys á tökustað Chi Bi

Einn áhættuleikari lést og að minnsta kosti þrír aðrir særðust við upptökur á nýjustu John Woo-myndinni, Chi Bi, á mánudaginn. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Barnið borðar bara egg!

Margir foreldrar glíma við óhóflega sjálfstæðisbaráttu barna sinna. Algengt er að stærstu stríðin fari fram við matarborðið og einkennist af matvendni. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 111 orð | 1 mynd

„Enginn ágóði af kvennahlaupi“

„Það er enginn ágóði af hlaupinu heldur stendur það bara undir sér,“ segir Jóna Hildur Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Kvennahlaups ÍSÍ. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 44 orð

„Eru hómópatar bara skottulæknar? Ég las viðtal við slíkan sem...

„Eru hómópatar bara skottulæknar? Ég las viðtal við slíkan sem notaðist mikið við SCIO-vélina. Apparatið reiknar úr líffræðilega viðbragðshæfni og ómun líkamans. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 44 orð

„Heyrðu, er ekki bara málið að halda með Hollandi? Ég er ekki...

„Heyrðu, er ekki bara málið að halda með Hollandi? Ég er ekki alveg að dansa með þessum liðum þarna á EM og held að ég taki Hollendingana og dansi með þeim. Þeir spiluðu skemmtilegan fótbolta á móti Ítölum, það var hressandi. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 52 orð

„Hér með skora ég á ríkisstjórnina að seinka klukkunni, þ.e. einni...

„Hér með skora ég á ríkisstjórnina að seinka klukkunni, þ.e. einni klukkustund seinna. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 19 orð

Biblíuskemmti-garðurinn opnar

Ansi magnaður skemmtigarður er við það að opna í Þýskalandi þar sem m.a. er hægt að borða í... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Bílprófslaus á brunabíl

Japönskum slökkviliðsmanni hefur verið vikið úr starfi eftir að í ljós kom að hann hafði ekki bílpróf þau 20 ár sem hann starfaði í borginni Takaoka. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 238 orð | 2 myndir

Bjart yfir myrkrahöfðingja

Tónlist biggi@24stundir.is Það er voðalega létt yfir myrkrahöfðingjanum Will Oldham á sjöundu breiðskífunni er hann gefur út undir nafninu Bonnie Prince Billy. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 27 orð

Bloggið geymt á Landsbókasafni

Landsbókasafn-Háskólabókasafn safnar efni af öllum vefsíðum þar sem lénið endar á .is Varðveislan hófst 2004. Einnig er efni af völdum erlendum vefjum sem skrifað er á... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 186 orð | 1 mynd

Börn skynja spennuna

Því miður er það nú svo að allir foreldrar þurfa að rífast endrum og eins og á vissan hátt er það hollt fyrir börnin að upplifa að mamma og pabbi geti verið ósammála án þess að það hafi alvarlegar afleiðingar. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 140 orð | 1 mynd

Cheryl í stað Sharon Osbourne

Cheryl Cole, ein söngstúlknanna í kvennasveitinni Girls Aloud, hefur verið ráðin í stað Sharon Osbourne til að vera dómari í hinum vinsæla breska sjónvarpsþætti X Factor. Kryddpíunni Mel B. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Einkaneysla minnkar

Einkaneysla virðist vera að dragast saman, samkvæmt frétt frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Velta í dagvöruverslun á föstu verðlagi jókst um 2,4% í maí miðað við sama mánuð í fyrra og um 7,1% frá því í apríl. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 275 orð | 2 myndir

Ekki of gömul til að vera kynvera

Madonna lætur skotin fljúga í nýjasta tölublaði Hello og segir samfélaginu til syndanna. Það er ekkert að því að vera ævintýragjörn kynvera þótt maður eldist, segir hún. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 237 orð | 2 myndir

EM er gott sjónvarpsefni

Að horfa á Evrópukeppni í fótbolta er góð skemmtun. Það finnst að minnsta kosti mér og milljónum annarra Evrópubúa. Við erum líka fjölmörg sem eigum mun betra með að lifa okkur inn í leiki á milli landsliða heldur en á milli félagsliða. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 334 orð

Engin lán á ný hús

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Íbúðalánasjóður hefur fengið sérfræðinga til að gera úttekt á framboði og eftirspurn eftir húsnæði á öllum landsvæðum. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 99 orð | 1 mynd

Enginn sumarleikur

„Við verðum ekki með neinn sumarleik í ár,“ segir Haukur Sigurvinsson, markaðsstjóri Coca Cola hjá Vífilfelli. „Í ár erum við ekki með leiki en styðjum Evrópumótið þess í stað. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 321 orð | 1 mynd

Er á sama báti og börnin

Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur um árabil boðið yngstu kynslóðinni að rækta ritfærni sína á sérstökum námskeiðum undir handleiðslu þekktra rithöfunda. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 74 orð | 1 mynd

Erfið umræða

Forystumenn borgarstjórnarflokksins gripu reyndar fyrst til þess ráðs að kenna umræðunni um: Umræðan hefði verið sjálfstæðismönnum afar erfið! Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 252 orð | 1 mynd

Erfitt að vera þingmaður í sumafríi

Hérna erum við stödd um mitt ár 2008 og mesta frjálshyggjutímabil Íslandssögunnar að baki. Sannarlega frábært tímabil. Búið að einkavæða og auka frelsi, almenningi til hagsbóta auðvitað, og búa þannig um að hver sem er í samfélagi okkar geti orðið... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 171 orð

Evrópa ekki síðri kostur

„Þegar ég var ungur var NBA-deildin það eina sem ég hugsaði um. Ég setti mér það markmið að verða atvinnumaður í NBA án þess að hafa hugmynd um hvað þyrfti til þess. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 185 orð | 10 myndir

Fallegustu fótboltamakarnir

Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Það er ekki laust við að örlítillar öfundar gæti í garð fótboltastrákanna okkar, þegar tíndar eru til eiginkonur þeirra og kærustur. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 897 orð | 1 mynd

Fer í viðskipti eftir 10 ár eða svo

Jón Arnór Stefánsson hefur á atvinnumannsferli sínum í körfubolta afrekað ýmislegt. KR-ingurinn fékk fyrstu launaseðlana hjá Trier í Þýskalandi og þaðan lá leiðin til Dallas í NBA-deildinni. Á undanförnum fjórum árum hefur Jón leikið í Rússlandi, Spáni og á Ítalíu. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 238 orð | 1 mynd

Fleiri hjartaáföll á stórmótum

Tíðni hjartaáfalla og hjartsláttartruflana þrefaldaðist hjá körlum og tvöfaldaðist hjá konum á München-svæðinu í Þýskalandi á meðan heimsmeistaramótið í knattspyrnu var haldið þar í landi fyrir tveimur árum. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 27 orð | 1 mynd

Flökkulíf Jóns Arnórs

Jón Arnór segir atvinnumennsku í körfubolta hálfgert flökkulíf. Hann býr í Róm, ekur um á Porsche jeppa, les bækur, hlustar á tónlist og hnyklar vöðvana í... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 41 orð | 1 mynd

Fokvondur út í paparazzi

Írski leikarinn Cillian Murphy hefur ekkert gott að segja um paparazzi-ljósmyndara eftir að hafa unnið með Keiru Knightley og Siennu Miller að myndinni The Edge of Love. Hann segir að við tökur á myndinni hafi þær verið stöðugt áreittar og... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Fótboltakærasta

Hvort lykillinn að því að eignast fallega kærustu er að æfa fótbolta er ekki sjálfgefið en ljóst er að margir íslenskir fótboltakappar eiga gullfallegar... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 222 orð | 1 mynd

Fyllt í töflu og pakki í verðlaun

Sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur atvinnu af því að sprella fyrir börn. Sjálfur á hann tvö, fjögurra ára stelpu og eins árs strák, og er ekki síður á heimavelli þegar kemur að föðurhlutverkinu. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 78 orð | 1 mynd

Færeyjar halda lífi í Coolio „Það gerist það lítið í Færeyjum að...

Færeyjar halda lífi í Coolio „Það gerist það lítið í Færeyjum að allir atburðir verða rosalega stórir. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 126 orð | 1 mynd

Granóla-morgunkorn

Mörgum krökkum finnst skemmtilegt að vasast með foreldrunum í eldhúsinu og búa til eitthvað sem þeir geta sullað í með höndunum. Hér er girnileg uppskrift að eftirmiðdagssnarli eða sparimorgunmat á helgarmorgnum. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 439 orð | 1 mynd

Hani, krummi, hundur, svín

Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is Fjölmörg skemmtileg námskeið eru í boði í sumar fyrir unga fólkið og þar af eru tvö athyglisverð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 257 orð | 1 mynd

Heilræði til foreldra

Hver sem áfangastaðurinn er þá þarf að huga að ýmsu áður en lagt er af stað. Nýjar aðstæður fela í sér nýjar hættur sem barnið þekkir ekki. Mikilvægt er að foreldrar kynni sér allar aðstæður áður og sleppi samt sem áður ekki hendinni af barninu. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 24 orð

Herkostnaður helmingi meiri

Undanfarin tíu ár hafa ríki varið sífellt meira fé til uppbyggingar og reksturs herafla. 2,5% samanlagðrar þjóðarframleiðslu heimsins fóru í þennan málaflokk árið... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 9 orð

Hilmar hjá CCP fær viðurkenningu

Framkvæmdastjóri íslenska tölvuleikjafyrirtækisins CCP þykir áhrifamikill í heimi... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 308 orð | 3 myndir

Hilmar sá fjórði áhrifamesti

Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 326 orð | 1 mynd

Hlaupahjól fyrir nammiátið

Síðustu tvö ár hafa umboðsmaður barna og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, unnið að því að koma á sátt um frekari takmörkun á markaðssókn sem beinist að börnum og nú hafa verið samdar leiðbeiningareglur til viðbótar við gildandi reglur. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 65 orð | 1 mynd

Hollt að láta barninu leiðast

Samkvæmt nýrri rannsókn virðist það slæmt fyrir sköpunargáfu barna að hafa sífellt ofan af fyrir þeim. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 404 orð | 2 myndir

Hollt nesti skiptir miklu máli

Kakkar þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti á leikjanámskeið og í aðra tómstundaiðju sem iðkuð er á sumrin. Enda er ómögulegt annað en að tankurinn sé fullur þegar ærslast er allan daginn í leikjum og fjöri. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 346 orð

Hver borgar bensínbrúsann?

Eldsneytisverð hefur aldrei verið hærra. Bensínverðið hækkaði um 6 til 7 krónur hjá stóru olíufélögunum í fyrradag. Algengt bensínverð í sjálfsafgreiðslu nam rúmum 170 krónum á lítrann. Með þjónustu er nú algengt að greiða um 179 krónur fyrir lítrann. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Hæfilegur agi og takmörk

Eitt það mikilvægasta og sennilega erfiðasta í hlutverki foreldra er að setja barni sínu takmörk. Samt er það nokkuð sem barnið þarf nauðsynlega að læra, eigi það að verða ábyrgur fullorðinn einstaklingur. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 134 orð | 1 mynd

Íhuga að beita þvingunum

Bandaríkin og ESB sögðust í gær mundu beita Íran auknum efnahagsþvingunum ef landið lætur ekki af áformum sínum um að auðga úran. Sameiginleg ályktun var samþykkt á fundi sem fram fór í Slóveníu í gær. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 272 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

A llar götur síðan Halldór Ásgrímsson hrökklaðist úr forsætisráðherra- og formannsstóli Framsóknarflokksins eftir misheppnaða tilraun til þess að „flytja flokkinn á mölina“ hefur verið búist við uppgjöri á milli „malar- og... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 160 orð | 1 mynd

Kofi og kál í sumar

Í borginni eru nokkrir garðar. Skólagarðar Árbæjar eru vestan Árbæjarsafns. Í Fossvogi við Bjarmaland, í Grafarvogi austan Logafoldar og í Breiðholti austan Jöklasels og fyrir vesturbæjarbörnin í Skerjafirði. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 77 orð | 5 myndir

Krefjast frjáls Tíbets

Brottfluttir Tíbetar mótmæltu í gær fyrir framan sendiráð Kína í Katmandú, höfuðborg Nepals. Sumir þeirra klæddust einkennisbúningum kínverskra hermanna og báru vatnsbyssur fylltar rauðri málningu. Vildu þeir mótmæla stjórn Kína á heimalandi sínu. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 435 orð | 1 mynd

Kveikja áhuga á útivist hjá börnum

Hæsti klifurturn á landinu, vatnasafarí og svefn í tjaldi eða jafnvel undir berum himni eru nokkrar af fjölmörgum ástæðum fyrir því að það er mikil aðsókn í sumarbúðir barna á Úlfljótsvatni. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 580 orð | 1 mynd

Laddi í landsliðið

Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 327 orð | 1 mynd

Landsbókasafn safnar vefsíðum

Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is Landsbókasafn – Háskólabókasafn hefur í samræmi við lög um skylduskil vefsíðna til safna tekið afrit af íslensku efni á netinu. „Við erum í samstarfi við fyrirtækið sem sér um öll . Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 108 orð | 1 mynd

Lánafrysting vegna Suðurlandsskjálfta

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur að tillögu stjórnar Íbúðalánasjóðs sett reglur til að aðstoða þolendur náttúruhamfara með frestun eða skuldbreytingu á lánum sjóðsins. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 298 orð | 1 mynd

Lánum Nýsis breytt til að forðast skell

Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is Forsvarsmenn Nýsis hf. vinna nú að því að skuldbreyta hluta af lánum félagsins í lengri tíma lán til þess að auðvelda félaginu að borga af lánum í snöggum samdrætti á markaði. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 24 orð

Lánum Nýsis hf. skuldbreytt

Forsvarsmenn Nýsis hf. og Landsbankinn vinna að því að skuldbreyta um sjö milljarða lánum félagsins til að létta róðurinn. Tekjur nægja ekki fyrir... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 120 orð | 1 mynd

Leyfa bjór en ekki vín

Ef norskir fyrirtækjaeigendur vilja draga frá kostnað vegna heimsóknar á veitingastað með viðskiptavin má reikningurinn ekki hljóða upp á hærri upphæð en 360 norskar krónur eða um 5.400 íslenskar, að því er kemur fram á vefsíðunni vg.no. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 21 orð | 1 mynd

Léttskýjað

Hæg norðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað en hætt við þokulofti með norðurströndinni. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast í... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Listin að tálga

Sumir krakkar hafa prófað að tálga og telja sig kunna það. Fullorðnir verða þó að leiðbeina börnum sínum um hvernig best er að tálga en mikilvægt er að tálga frá sér til að forðast skurði. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 105 orð | 3 myndir

Litríkar hugmyndir fyrir sumarið

Með hrísgrjónapappír er hægt að búa til öðruvísi og spennandi vefjur. Skerið niður lárperu, rauða papriku og þrjár gulrætur og rífið niður salat. Mýkið hrísgrjónablöðin í volgu vatni og vefjið þeim síðan utan um grænmetið. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 141 orð | 1 mynd

Margföld aðsókn að ráðgjöf

Aðsókn karlmanna að ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins margfaldaðist í kjölfar kynningarátaks um karlmenn og krabbamein sem haldið var í mars síðastliðnum, að því er Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins, greinir frá. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 283 orð | 1 mynd

Matvendni er erfið

Sum börn þykja mjög matvönd og eiga foreldrarnir í mestu vandræðum með að koma ofan í þau vissum matartegundum. Mikilvægast er að sýna þolinmæði í slíkum tilfellum, þó að slíkt geti reynst erfitt, og setja gott fordæmi. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 87 orð

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi fyrir...

Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaupþingi fyrir 1.456 milljónir króna. Mesta hækkunin var á bréfum í Færeyjabanka eða um 1,9%. Bréf í Eimskipafélaginu hækkuðu um 0,25%. Mesta lækkunin var á bréfum í Teymi, 6,23%. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 138 orð | 1 mynd

Mikilvægt að hlusta

Það eru ekki bara fullorðnir sem þjást af streitu heldur líka blessuð börnin. Ýmislegt getur valdið streitu meðal barna, t.d. rifrildi foreldra, ósætti við vini og frí. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 61 orð

Mikilvægt að skynja flæðið

„Það er mikilvægt fyrir ökumenn að skynja flæðið í umferðinni og læra á ljósin,“ segir Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs um það hvernig hægt er að halda aftur af eldsneytiskostnaði. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 480 orð | 3 myndir

Mörg góð ráð til að spara eldsneyti

Á vef Orkusetursins má finna ýmis góð ráð til að minnka eldsneytiskostnað heimilanna. Framkvæmdastjórinn, Sigurður Friðleifsson, telur að Íslendingar hafi náð toppnum í eldsneytisnotkun. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 44 orð

NEYTENDAVAKTIN Ferðaþjónusta bænda - Gisting fyrir 2 í herbergi m/baði...

NEYTENDAVAKTIN Ferðaþjónusta bænda - Gisting fyrir 2 í herbergi m/baði Gististaður Verð Verðmunur Brekkulækur í Miðfirði 10.600 Steinsholt II Gnúpverjahreppi 10.700 9,4 % Pétursborg í Hörgárbyggð 10.700 9,4 % Gistihúsið Langaholt 12. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 166 orð | 1 mynd

Nútímatónlist í öndvegi

Nútímatónlistarhátíðin Frum 2008 verður haldin dagana 13. til 15. júní næstkomandi á Kjarvalsstöðum. Í ár er hátíðin helguð tónlist þriggja tónskálda sem öll eiga stórafmæli á árinu. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 80 orð | 1 mynd

Ný Framsókn „Ég ætla að standa fyrir endurnýjun og nýliðun í...

Ný Framsókn „Ég ætla að standa fyrir endurnýjun og nýliðun í Framsókn og virkja kraft unga fólksins svo við náum okkar markmiðum,“ segir Bryndís Gunnlaugsdóttir , nýkjörinn formaður Sambands ungra framsóknarmanna. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Nýr meirihluti í sveitarstjórn

VG og H-listi hafa myndað nýjan meirihluta í sveitarstjórn Dalabyggðar. Málefnasamningur liggur fyrir og á sveitarstjórnarfundi á morgun verður nýr oddviti kjörinn. Auglýst hefur verið eftir sveitarstjóra. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 25 orð

Ný samtök almannaheilla

Stefnt er að stofnfundi heildarsamtaka á sviði almannaheilla síðar í þessum mánuði. Einstaklingar úr um 20 samtökum og félögum hafa frá ársbyrjun 2007 undirbúið... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 533 orð | 1 mynd

Okkur liggur lífið á!

Í forystugrein 24 stunda 6. júní sl. fjallaði Þröstur Emilsson um leghálskrabbamein, orsakir þess, bólusetningar gegn því og hver beri ábyrgðina, samfélagið eða einstaklingurinn sjálfur (foreldrar). Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 356 orð | 1 mynd

Olíuverðshækkun hefur víðtæk áhrif

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 152 orð | 1 mynd

Ólafur Skúlason biskup látinn

Ólafur Skúlason biskup lést að kvöldi mánudags, 78 ára að aldri. Ólafur fæddist í Birtingaholti 29. desember 1929, sonur hjónanna Sigríðar Ágústsdóttur og Skúla Oddleifssonar. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 178 orð | 1 mynd

Pílagrímar halda senn til Þýskalands

Svissneskur söfnuður hefur í hyggju að reisa skemmtigarð í Þýskalandi en garðurinn mun snúast einvörðungu um Biblíuna og boðskap hennar. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 33 orð | 1 mynd

Planta hálfri milljón trjáa

Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélag Reykjavíkur hafa samið um gróðursetningu 460 þúsund skógarplantna í Heiðmörk, Esjuhlíðum og Úlfarsfelli. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Rannsaka kvikasilfur í Þingvallavatni

Í síðustu viku voru veittir styrkir úr Umhverfis- og orkurannsóknasjóði Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2008. Meðal þeirra verkefna sem styrkt voru eru rannsóknir á kvikasilfursmagni í Þingvallavatni. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 101 orð | 1 mynd

Réttindi flugfarþega

Farþegar sem ferðast í gegnum flugvelli hafa ýmis réttindi komi eitthvað óvænt upp á á borð við seinkun. Á Íslandi er miðað við þriggja klukkustunda seinkun á algengustu flugferðunum, til dæmis til Kaupmannahafnar og Lundúna. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 35 orð | 1 mynd

Ritfærni barna

Börn geta ræktað ritfærni sína undir handleiðslu þekktra höfunda í boði Borgarbókasafns Reykjavíkur. Að þessu sinni sér Herdís Egilsdóttir barnabókahöfundur um að leiðbeina börnunum en hún segir að virðing sé mikilvæg í starfi með... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 74 orð

Sektaður fyrir handjárnin

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi karlmann á fertugsaldri í 40 þúsund króna sekt fyrir að reyna að flytja inn 36 „ástarhandjárn“ og sleipiefni sem innihélt ólöglegt lyf. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Sérstök afmælisgjöf Pamelu

Það eru eflaust margir sem væru til í að fá sömu afmælisgjöf frá Pamelu Anderson og hún gaf glaumgosanum Hugh Hefner nú síðast. Leikkonan bakaði nefnilega handa honum köku, sem væri ekki í frásögu færandi, ef hún hefði ekki blásið á kertin... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Skemmtilegt atvik átti sér stað í leik KR og Stjörnunnar í...

Skemmtilegt atvik átti sér stað í leik KR og Stjörnunnar í kvennaboltanum. Tvívegis hafði það komið fyrir, þegar leikmenn lágu óvígir í grasinu eftir tæklingu, að andstæðingurinn kallaði kaldhæðnislega eftir bréfþurrku svo að hægt væri að þerra tárin. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 104 orð | 1 mynd

Skilaði 18 milljónum

Afhent verður 18 milljóna króna framlag fatasöfnunarverkefnis Rauða kross Íslands í dag. Þetta er hæsta framlag sem fengist hefur fyrir notaðan fatnað á einu ári hér á landi síðan fatasöfnunarverkefnið hófst fyrir átta árum. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Sólarvörnin nauðsynleg

Húð barna er sérstaklega viðkvæm fyrir skaðlegum geislum sólarinnar og nauðsynlegt að verja hana vel svo að hún brenni ekki. Foreldrum reynist auðveldast að kaupa sprey til að nota á líkama barna og krem á andlit. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Sólbruni er sársaukafullur

Sólbrennd húð getur valdið miklum sársauka. Best er að kæla húðina með 18-20 gráða heitu vatni í allt að klukkustund. Ef barnið er mjög kvalið má gefa því væg verkjalyf. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 133 orð | 1 mynd

Spá aukinni verðbólgu

Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs aukist um 0,6% á milli maí og júní og að ársverðbólga muni þannig aukast úr 12,3% í 12,4%. Þetta er meiri aukning en deildin hafði áður spáð. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Stefán heldur áfram „Ég fór á fund með Guðjóni Þórðarsyni og...

Stefán heldur áfram „Ég fór á fund með Guðjóni Þórðarsyni og stjórnarmönnum hjá félaginu í fyrradag og eftir hann tók ég ákvörðun um að halda áfram í boltanum,“ segir Stefán Þór Þórðarson , leikmaður ÍA í Landsbankadeildinni, en hann íhugaði... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 311 orð | 1 mynd

Stofna ný hagsmunasamtök

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Stefnt er að stofnfundi heildarsamtaka á sviði almannaheilla síðar í þessum mánuði. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 237 orð | 4 myndir

Stuð í skólagörðunum

Í skólagörðunum við Þorragötu í Vesturbænum er mikið líf og fjör þegar blaðamann ber að. Börn burðast með garðkönnur fullar af vatni að reitnum sínum sem kallast skemmtilegum nöfnum, t.d. Sjónarhóll og Kattholt. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 62 orð

Stutt Nýr samstarfsráðherra Björgvin Guðni Sigurðsson viðskiptaráðherra...

Stutt Nýr samstarfsráðherra Björgvin Guðni Sigurðsson viðskiptaráðherra tekur við af Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra sem norrænn samstarfsráðherra, að því er kemur fram á vef Norðurlandaráðs. Til Færeyja Ólafur F. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 350 orð | 2 myndir

Styrkja íslenska leikritun

Prologus er nafnið á nýjum sjóði sem ætlað er að hlúa að íslenskri leikritun og efla höfundastarf við Þjóðleikhúsið. Sjóðurinn var stofnaður í gær af Bjarna Ármannssyni og Helgu Sverrisdóttur í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Svefntími barna mismunandi

Svefn er mikilvægur fyrir börn jafnt sem fullorðna. Ekki er hægt að alhæfa um svefnþarfir hvers aldurshóps fyrir sig, þar sem svefn er einstaklingsbundinn. Þó er talið að börn 1-3 ára þurfi um 10-13 tíma svefn. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Syndsamleg eyðsla

„Það er syndsamleg eyðsla sem fer í lausagang,“ segir Sigurður Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Orkuseturs. „Annars vegar er það lausagangur sem er neyddur upp á okkur með óskilvirku umferðarkerfi. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 124 orð | 1 mynd

Syngur níðsöng um litaða

Aftur er söngkonan Amy Winehouse að lenda í vandræðum í heimalandi sínu. Núna vegna myndbandsupptöku er sýnir hana syngja afar niðrandi söngtexta um aðra kynstofna en þann hvíta. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 111 orð | 1 mynd

Sýknað þrátt fyrir skýra bótaskyldu

VÍS og Strætó bs. voru í gær sýknuð af bótakröfu konu sem varð fyrir líkamstjóni eftir að strætisvagn keyrði á bíl hennar með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og bakmeiðsl. Í dómnum kemur fram að bótaskylda hafi verið óumdeild. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 159 orð | 1 mynd

Tiger heill heilsu?

Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst á morgun og áhugamenn bíða sérstaklega spenntir í þetta sinn. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Tjald frekar en hjólhýsi

„Fólk ætti að íhuga það alvarlega að fara með tjald í útileguna frekar en hjólhýsi,“ segir Stefán Ásgrímsson ritstjóri FÍB en hann segir bíla með hjólhýsi í eftirdragi eyða 30-40% meira en án þess. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 222 orð | 1 mynd

Tugir þúsunda heimsóttu síðuna

MySpace-síða íslensku grallaranna í Ultra Mega Teknó Bandinu Stefáni hefur fengið um 40 þúsund heimsóknir frá því að netþjónustan benti sérstaklega á hana fyrir helgi. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Tunnan í 250 dollara 2009

Gazprom, stærsta fyrirtæki Rússland og einvaldur á gasmarkaði þar í landi, spáir því að olíutunnan muni fara upp í 250 dollara árið 2009. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 662 orð | 2 myndir

Tökum „U-beygju“ með góðu fordæmi

Ofþyngd og offita er vaxandi vandi í hinum vestræna heimi og er því spáð að þar sé um að ræða stærsta heilsufarslega vanda framtíðarinnar. Íslendingar eru, því miður, ekki undanskildir. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Uppskeran er góð

Í skólagörðum í Vesturbænum er mikið líf og fjör og uppskeran alltaf heilmikil enda hugsa börnin vel um garðana sína. Matthildi Óskarsdóttur finnst arfinn þó vaxa ansi hratt þótt uppskeran sé góð. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 266 orð | 1 mynd

Útgjöld til hernaðar aukast um helming

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Sífellt meira fé er varið til hernaðarmála í heiminum. Mest munar um eyðslu Bandaríkjanna, en önnur ríki hafa sótt í sig veðrið á undanförnum árum. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 100 orð | 1 mynd

Vandasamt verk

Það, sem er svo fáránlegt í þessu öllu saman, er að allir aðrir en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sáu að Hanna Birna var eina manneskjan sem hafði það sem þarf til að verða borgarstjóri. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 582 orð | 1 mynd

Vandræðagangurinn í borginni

Það er merkilegt að fylgjast með vandræðagangi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur þessa dagana. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 66 orð | 1 mynd

Vantar menn til sjúkraflutninga

Aðeins einn sjúkraflutningamaður er nú starfandi í Snæfellsbæ og hefur bæjarstjórinn, Kristinn Jónasson, leitað til bæjarstarfsmanna um aðstoð við sjúkraflutninga í sveitarfélaginu, að því er greint er frá á fréttavefnum skessuhorn.is. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 38 orð | 1 mynd

Vatnasafarí og útivist

Það er jafnan mikið fjör í sumarbúðum á Úlfljótsvatni enda er náttúran og vatnið nýtt óspart. Þar er til dæmis sofið undir berum himni, farið í vatnasafarí og á kanóa en forstöðumaður sumarbúðanna segir áskoranirnar gera börnin... Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 309 orð | 1 mynd

Verða þreytt og ómöguleg

Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Áætlað er að þrjú til tólf prósent barna á grunnskólaaldri hrjóti. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 417 orð | 1 mynd

Verktakar stopp í fokheldu

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Íbúðalánasjóður fær sífellt fleiri beiðnir um fokheldislán frá verktökum sem ekki hafa selt íbúðir sem þeir eru með í byggingu. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Vill auka sjálfstæði

Landstjóri Púertó Ríkó hefur farið þess á leit við Sameinuðu þjóðirnar að þær styðji þjóð sína í að þokast í átt til sjálfstæðis. Púertó Ríkó hefur verið sambandssvæði undir stjórn Bandaríkjanna síðan í lok 19. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Vísitalan ekki lægri í þrjú ár

Eftir dýfu gærdagsins hefur Úrvalsvísitalan ekki verið lægri í tæp þrjú ár. Vísitalan lækkaði í gær um 2%, og var lokagildi hennar 4.512,35 stig. Lægri hefur hún ekki verið frá því 17. ágúst 2005 þegar lokagildi hennar var 4.496 stig. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 126 orð | 1 mynd

Vörnin lýkur máli sínu

Lögfræðingar R. Kelly luku vörn sinni fyrir söngvarann á mánudag. Búist er við því að saksóknari kalli nokkra sem vörnin kynnti til sögunnar aftur í vitnastúku. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Það er heilmikil hreyfing hjá Motion Boys sem er við það að hljóðrita...

Það er heilmikil hreyfing hjá Motion Boys sem er við það að hljóðrita sína fyrstu breiðskífu. Þeir gengu á dögunum frá dreifingarsamningi við Senu. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Þingmenn vilja þinga um skjálfta

Þingmenn Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hafa óskað eftir því við Árna M. Mathiesen, fyrsta þingmann kjördæmisins, að hann boði alþingismenn Suðurkjördæmis til fundar vegna nýafstaðinna jarðskjálfta. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 297 orð | 1 mynd

Þjónustan snýst um lífsgæði

Heimaþjónusta við sjúklinga sem eru í meðferð vegna krabbameins snýst mun fremur um lífsgæði en um peninga. Það er hins vegar aukabónus að kostnaður samfélagsins við slíka þjónustu er minni en ef viðkomandi sjúklingur er inniliggjandi á sjúkrahúsi. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Þorsteinn Stephensen , eigandi Hr. Örlygs, ætlar að boða til...

Þorsteinn Stephensen , eigandi Hr. Örlygs, ætlar að boða til blaðamannafundar á fimmtudag vegna Iceland Airwaves-hátíðarinnar. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 73 orð | 1 mynd

Þóknun fyrir úttekt á gjaldeyri

Á vef Neytendasamtakanna kemur fram að þeim hafi borist fjölmargar fyrirspurnir frá fólki sem finnst hart að þurfa að borga þóknun fyrir að taka út gjaldeyri af eigin gjaldeyrisreikningi. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 75 orð | 1 mynd

Þykk veski

Þessar áhyggjur Samfylkingarinnar nú af stöðu lítilmagnans í réttarríkinu Íslandi gagnvart ríkisvaldinu með því að máta mál milljarðamæringanna í Baugi inn í þá stöðu eru afkáralegar. Meira
11. júní 2008 | 24 stundir | 214 orð | 1 mynd

Öll augu Evrópusambandsins beinast að Írlandi

Írar kjósa á morgun um Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins – sem ætlað er að umbreyta sambandinu og mynda stjórnskipulegan ramma utan um starfsemi þess. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.