Greinar fimmtudaginn 4. september 2008

Fréttir

4. september 2008 | Erlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Aðild að ESB er forsenda fyrir upptöku evrunnar

Miguel Angel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, telur ekki raunhæft fyrir Íslendinga að taka upp evruna án aðildar að Evrópusambandinu, ESB. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Athugað með makrílrannsóknir á næsta ári

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is STARFSMENN Hafrannsóknastofnunarinnar hafa í sumar safnað upplýsingum um makríl og reynt að læra hvernig best sé að haga leit að fiskinum. Meira
4. september 2008 | Erlendar fréttir | 272 orð | 2 myndir

Áhersla lögð á sjálfstæði McCains

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar kom á óvart

EIGANDI Hibernia Atlantic og fyrrverandi eigandi Norðuráls á Grundartanga, Kenneth Peterson, segir að það hafi komið sér á óvart þegar íslensk stjórnvöld ákváðu að ganga framhjá tilboði Hibernia um lögn sæstrengsins og leggja frekar Danice-strenginn. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 179 orð

Áverkar á höfði drógu til dauða

MAÐURINN sem fannst látinn í íbúð við Skúlagötu í Reykjavík á mánudag lést af völdum áverka á höfði, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu krufningar, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 112 orð

Bátur dreginn til hafnar

VÉLBÁTURINN Úlla SH kom handfærabátnum Krók SH frá Ólafsvík til aðstoðar í gær er báturinn var að veiðum á Beruvík á Snæfellsnesi. Að sögn Davíðs Þ. Magnússonar skipstjóra á Úllu hafði soðið á vélinni á Krók og sjódælan í bátnum sennilegast orðið ónýt. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

„Skítt“ var siðlegt

„SKÍTT með kerfið“, auglýsing Vodafone um vinahringingar milli símkerfa, braut ekki í bága við siðareglur Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA) að mati siðanefndar SÍA. Meira
4. september 2008 | Erlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Beðið fyrir karlpeningnum

NEPALSKAR konur búsettar á Indlandi dansa og syngja í tilefni Teej-hátíðarinnar í borginni Chandigar í norðurhluta Indlands. Nepalskar konur um allan heim sem aðhyllast hindúatrú fasta og biðja meðan á hátíðinni stendur. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Bryggjuhúsið fær andlitslyftingu

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Bryggjuhúsið, gamla pakkhúsið hans Hans Peter Duus kaupmanns, hefur fengið mikla andlitslyftingu í sumar þótt enn vanti það rauða litinn. Meira
4. september 2008 | Erlendar fréttir | 154 orð

Burt með staðalmyndirnar

KONUR við eldavélina, ömmur að taka úr þvottavélinni eða strákar sem ekki kunna að skúra gólf eru vel þekktar myndir úr hverskyns auglýsingum, oft tengdum hreinsiefnum eða öðrum vörum sem við koma heimilishaldi. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir

Ekki erfitt að selja afurðir skóganna

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is Skógræktarmenn telja að ekki verði vandamál að selja afurðir úr íslenskum skógi þegar fram í sækir. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Endimörk á vexti fríblaða?

VÖXTUR fríblaða var víða mikill í kringum síðustu aldamót en nú er útlit fyrir að komið sé að ákveðnum endimörkum vaxtarins, að minnsta kosti í bili. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 115 orð

Fá aðgang að starfskröftum

HÁSKÓLINN í Reykjavík fagnar því í dag að tíu ár eru liðin frá stofnun skólans og blæs til afmælisveislu af því tilefni milli kl. 12 og 13. Boðið verður upp á pylsur og afmælistertu, skv. upplýsingum skólans. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 311 orð | 2 myndir

Fimm stig gefa 375 þúsund krónur

Eftir Andra Karl andri@mbl.is MIKIL reiði er innan Breiðavíkursamtakanna vegna draga að frumvarpi til laga um bætur þeim til handa. Þykir mönnum sem bæturnar séu of lágar, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig þær eru reiknaðar út. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fjölsótt olíuráðstefna

UM 110 sérfræðingar og áhugamenn hafa tilkynnt þátttöku í alþjóðlegri ráðstefnu um olíuleit sem fram fer í Reykjavík í dag. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Flugfarþegum fækkar enn

FÆKKUN varð á flugfarþegum sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í ágúst sl. miðað við ágúst í fyrra. Nemur fækkunin 7,6%. Er þetta fimmti mánuðurinn í röð sem fækkun verður á flugfarþegum um Flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Glæsilegasta sólblómið valið

SÓLBLÓM voru ræktuð af miklum móð í Fjarðabyggð í sumar, en í vor var þar efnt til samkeppni um hver gæti ræktað glæsilegasta sólblómið. Fengu öll heimili sent eitt sólblómafræ með ræktunarleiðbeiningum. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Góðir tilheyrendur!

Góðir tilheyrendur! Hann naut eflaust útsýnisins, hesturinn sem stillti sér upp á hól fyrir framan Svarfhólsmúla á Mýrum og virtist ávarpa félaga... Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Hannes í forystu

HANNES Hlífar Stefánsson náði vinningsforskoti í landsliðsflokki Íslandsmótsins í skák með því að leggja Magnús Örn Úlfarsson í áttundu umferð í gærkvöld. Röð efstu manna er nú þessi: 1. Hannes Hlífar Stefánsson 6,5 v. 2. Henrik Danielsen 5,5 v. 3.-4. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Herða baráttuna gegn barnaklámi á Norðurlöndum

AUKA á norrænt lögreglusamstarf í því skyni að koma í veg fyrir ofbeldi gegn börnum á netinu. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Hlaut 6 mánaða dóm

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Ágúst Fylkisson atvinnubílstjóra í 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni með því að ráðast á lögreglumann við skyldustörf á Kirkjusandi í apríl síðastliðnum. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 528 orð | 2 myndir

Hreiðrið er tómt á LSH

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „FÆÐINGARDEILD verður opin og þar verða ljósmæður á vakt,“ segir Anna Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Landspítala – háskólasjúkrahúsi [LSH]. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 102 orð

Íslendingnum sleppt

ÍSLENDINGUR á fimmtugsaldri sem setið hefur í gæsluvarðhaldi undanfarnar vikur vegna meintrar aðildar að stærsta fíkniefnamáli sem upp hefur komið hérlendis þegar um 200 kg af fíkniefnum fundust í bíl á Seyðisfirði í júní, var látinn laus í gær samkvæmt... Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Júlíus

Hjálp í viðlögum Sjúkrabílar hjálpa mörgum en stundum þurfa þeir á hjálp að halda. Hér er einn að fá stuð frá bíl í eigu Ransóknarnefndar umferðarslysa. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Komi sérstöðu Íslands á framfæri hjá ESB

KOMIN er út lokaskýrsla um losunarheimildir á koltvísýringi í flugi sem stýrihópur samgönguráðherra um málið hefur sent frá sér. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 250 orð

Kostnaður vegna gigtarsjúkdóma minnstur hér á landi

Eftir Andra Karl andri@mbl.is „STOÐKERFISVANDAMÁL eru algengasta ástæða mikilla verkja, líkamlegra hamlana og tímabundinnar fjarveru frá vinnu í þróuðum ríkjum. Meira
4. september 2008 | Erlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Laðast að útliti móður

París. AFP. | Karlar hafa tilhneigingu til að laðast að konum sem svipar til mæðra þeirra í útliti, á sama tíma og konur hrífast gjarnan af mönnum sem svipar til feðra þeirra. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Ljósmæður fastar úti

FÆRRI ljósmæður komust að en vildu á þingpöllum í gær þegar Katrín Jakobsdóttir, þingmaður VG, beindi fyrirspurn til fjármálaráðherra um framgang í kjaraviðræðum. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 502 orð | 2 myndir

Lýsið aldrei vinsælla

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÞAÐ sem af er þessu ári hefur orðið tvöföldun á útflutningi omega-lýsis hjá Lýsi hf. Nemur útflutningurinn 4000 tonnum, en var 2000 tonn á sama tíma í fyrra. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 72 orð

Lýsi hf. hefur tvöfaldað útflutninginn á þessu ári

„Svo virðist sem heimurinn sé að uppgötva, að lýsið sé allra meina bót,“ segir Ágústa Harðardóttir, markaðsstjóri hjá Lýsi, en útflutningur fyrirtækisins hefur tvöfaldast á þessu ári einu, farið úr 2.000 tonnum á sama tíma í fyrra og í 4. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 419 orð | 2 myndir

Margir gera tilkall

Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is KJÖR forseta Alþýðusambands Íslands stendur fyrir dyrum. Tvö nöfn eru nefnd í því samhengi, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti og Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 422 orð | 3 myndir

Málin hellast yfir

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is NOKKUR dómsmál eru enn í gangi gegn olíufélögunum Keri, Skeljungi og Olís vegna verðsamráðs, ýmist öllum saman eða gegn einu félagi. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Með tuttugu kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni

Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞJÓÐVERJINN sem handtekinn var við komuna til landsins á þriðjudagsmorgun, eftir að í bíl hans fundust fíkniefni, hefur verið vistaður á Litla-Hrauni. Yfirheyrslur hófust yfir honum í gær. Fleiri hafa ekki verið handteknir. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Miklar áhyggjur af álagi og óöryggi í verkfallinu

Eftir Þorbjörn Þórðarson og Sigrúnu Ásmundsdóttur „ÞAÐ er óþægilegt að missa það öryggi sem felst í því að hafa ljósmóðurina til taks á heilsugæslunni síðustu vikurnar á meðgöngunni,“ segir Líf Gunnlaugsdóttir, áhyggjufull verðandi móðir. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Minningarbók um Sigurbjörn

Minningarbók um dr. Sigurbjörn Einarsson biskup liggur frammi á Biskupsstofu, Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, fram á föstudag, milli klukkan 9 og 18. Dr. Sigurbjörn andaðist 28. ágúst síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju laugardaginn 6. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Mótmæla útreikningi bóta í frumvarpsdrögum

Drög að lagafrumvarpi um bætur til þeirra sem sætt hafa ofbeldi á meðferðarheimilum liggja fyrir. Gert er ráð fyrir lágmarksbótum sem nema 375 þúsund krónum og hámarksbótum sem nema 2.085 þúsund krónum. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 105 orð | 1 mynd

Myndavélar í miðbænum

ÞRJÁR löggæslumyndavélar hafa verið settar upp í miðbæ Akureyrar, beintengdar lögreglustöðinni. Daníel Guðjónsson yfirlögregluþjónn segir búnaðinn afar mikilvægan og reynslan sé þegar góð, en tvær vélanna voru settar upp fyrir verslunarmannahelgi. Meira
4. september 2008 | Erlendar fréttir | 95 orð | 1 mynd

Níkaragva styður Rússa

AFP. Managua. | Forseti Níkaragva, Daníel Ortega, varð í gærkvöldi fyrstur erlendra leiðtoga til að viðurkenna sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu á eftir Rússum. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Ný íbúasamtök

Í DAG, fimmtudag, er boðað til stofnfundar samtaka íbúa í Lindahverfi klukkan 20.00 í sal Lindaskóla. Á dagskrá fundarins er stofnun íbúasamtaka, kosning stjórnar, kynning á drögum að samþykkt íbúasamtaka Lindahverfis auk annara... Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 41 orð

Nýr forseti NCF

FANNÝ Guðbjörg Jónsdóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra framsóknamanna var um helgina kjörin forseti NCF, Samtaka ungliðahreyfinga miðjuflokka á Norðurlöndum á þingi samtakanna í Ósló. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 100 orð

Ný úrskurðarnefnd

JÓHANNA Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað úrskurðarnefnd frístundahúsamála í samræmi við ný heildarlög um frístundabyggð og leigu lóða undir frístundahús sem tóku gildi 1. júlí sl. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 507 orð | 1 mynd

Óbreytt aðsókn er í flugnámið

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is KENNARAR í flugskólum á höfuðborgarsvæðinu finna ekki fyrir minnkandi áhuga á flugnámi, þrátt fyrir að á annað hundrað flugmanna hafi fengið uppsagnarbréf síðustu mánuði. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 206 orð | 1 mynd

Óþarflega mikil handtökugleði

ÞAÐ AÐ rúmlega hundrað mótmælendur hafi verið handteknir í tengslum við Kárahnjúkavirkjun og byggingu álvers á Reyðarfirði en aðeins 43 verið ákærðir gefur tilefni til að ætla að lögreglan hafi verið helst til handtökuglöð. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Purpurahlynur „Tré ársins“

Borgarnes | Purpuraafbrigði garðahlyns sem stendur við Borgarbraut 27 í Borgarnesi var útnefnt „Tré ársins 2008“ af Skógræktarfélagi Íslands. Purpurahlynur er afar sjaldgæfur hér á landi en tréð í Borgarnesi er bæði stórt og glæsilegt. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 250 orð | 2 myndir

Reyna að senda út tugi pakka í einu

Eftir Andra Karl andri@mbl.is UPPISTAÐAN í póstsendingum sem innihalda þýfi á leið til Austur-Evrópu og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerir upptækar hefur breyst mikið á undanförnum mánuðum. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Safna ljósubörnum

Borgarnes | Verið er að safna saman nöfnum barna sem Jóhanna Jóhannsdóttir tók á móti á löngum og farsælum starfsferli sem ljósmóðir í Borgarnesi. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð

SA hvetja til aukins hagvaxtar

SAMTÖK atvinnulífsins hvetja til aukins hagvaxtar um allt land og efna af því tilefni til hugmyndaþings á Hofsósi á morgun, 5. september. Þingið verður háð í Vesturfarasetrinu frá kl. 14.00 til 16. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Skessa flytur á Ljósanótt

Reykjanesbær | Menningar- og fjölskylduhátíðin Ljósanótt hefst í Reykjanesbæ í dag og stendur fram á sunnudag. Skessan úr fjallinu flyst í Reykjanesbæ á hátíðinni. Ljósanótt verður sett með athöfn við Myllubakkaskóla kl. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 55 orð

Slasaðist í bílveltu

KONA var flutt á slysadeild Landspítalans eftir bílveltu á Hafravatnsvegi við Geitháls um hádegið í gær. Hún var ein í bílnum og kalla varð á tækjabíl frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins til að losa hana út úr bílflakinu. Meira
4. september 2008 | Erlendar fréttir | 261 orð | 3 myndir

Stefnir í langvinna neyð

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti milljón manna hefur misst aleiguna í flóðum á Indlandi vegna monsúnrigninga og ljóst er að neyðarástand verður á flóðasvæðinu næstu mánuðina, að sögn starfsmanna hjálparstofnana. Meira
4. september 2008 | Erlendar fréttir | 198 orð | 2 myndir

Stjórnarsamstarf Úkraínu í uppnámi á ný

Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is RÁÐHERRAR úr flokki Viktors Jústsénkós, forseta Úkraínu, drógu sig út úr stjórnarsamstarfi með flokki forsætisráðherrans, Júlíu Tímósénkó, í gær. Forsetinn sakaði Tímósénkó um að hafa lagt drög að valdaráni. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 106 orð

Styðja ljósmæður

FÆÐINGAR- og kvensjúkdómalæknar á kvennadeild LSH sendu í gær frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og mælast til að samið verði við þær sem fyrst. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Stærstu gulræturnar vega fjórðung úr kílói

Hrunamannahreppur | „Það er glimrandi uppskera,“ sagði Ásdís Bjarnadóttir í Auðsholti sem var að pakka gulrótum ásamt dóttur sinni, Hörpu Vignisdóttur. Gulræturnar sýndust með stærsta móti, sumar um 250 grömm, eins og stærstu hótelgulrætur. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Sæfari til Svíþjóðar

RÍKISKAUP hafa gengið frá sölu á gamla Sæfara til Svíþjóðar. Kaupverðið var 620 þúsund evrur, eða um 76 milljónir króna og rennur féð í ríkissjóð. Gamli Sæfari var settur á sölu þegar nýja Grímseyjarferjan með sama nafni hóf siglingar s.l. vor. Meira
4. september 2008 | Erlendar fréttir | 584 orð | 1 mynd

Tækju tillit til vægis veiðanna

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is MIGUEL Ángel Moratinos, utanríkisráðherra Spánar, kveðst þeirrar hyggju að evruupptaka Íslendinga án aðildar að Evrópusambandinu sé ekki raunhæfur kostur. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Við vinnum okkur út úr efnahagsvandanum

AÐGERÐIR í efnahagsmálum, sem Geir H. Haarde forsætisráðherra kynnti á Alþingi í fyrradag, sýna að stjórnvöld hafa ekki setið aðgerðarlaus, að mati Lárusar Welding, forstjóra Glitnis. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 373 orð | 3 myndir

Vilja líka móta siðareglurnar

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is SAMFYLKINGIN í Kópavogi hyggst í dag fara fram á það í bæjarráði að allir kjörnir fulltrúar taki þátt í mótun nýrra siðareglna fyrir bæinn. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 81 orð

Vill ítarlega umfjöllun

BSRB, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, varar alvarlega við því, að frumvarp um sjúkratryggingar verði gert óbreytt að lögum á næstu dögum. Kemur það fram í umsögn þess um frumvarpið. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Vinnuskólinn útskrifar 27 fyrirmyndarnemendur

VINNUSKÓLI Reykjavíkur hefur útskrifað 27 nemendur með fyrirmyndarvitnisburði. Borgarstjóri heiðraði þá og sagði að það væri mikils virði fyrir borgina að búa yfir svo góðum vinnukrafti. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 251 orð | 2 myndir

ÞETTA HELST ...

Ekkert nýtt í bili Engin ný mál eru á dagskrá þessa stutta haustþings sem nú stendur yfir enda markmiðið fyrst og fremst að ljúka við mál sem þegar hafa verið lögð fram. Stjórnarandstöðuþingmenn hafa þó lagt fram nokkrar munnlegar fyrirspurnir, m.a. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 48 orð

Þoldi ekki þungann

FLUTNINGABÍLL með sementsfarm valt á Kröfluvegi í Norður-Þingeyjarsýslu í fyrradag. Var ökumaður fluttur á sjúkrahús, en í ljós kom að hann var ekki alvarlega slasaður. Meira
4. september 2008 | Innlendar fréttir | 496 orð | 1 mynd

Öll orka landsins frátekin fyrir álver næstu árin

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is ÖLL orka næstu árin er frátekin fyrir álver, sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær og vildi vita hvaða virkjunarkostir væru á teikniborðinu. Meira

Ritstjórnargreinar

4. september 2008 | Leiðarar | 333 orð

Kjör ljósmæðra

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að endurmeta beri „sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta“. Meira
4. september 2008 | Staksteinar | 203 orð | 1 mynd

Lífseig ranghugmynd

Það stendur umræðum um Evrópu- og gjaldmiðilsmál hér á landi dálítið fyrir þrifum hversu lífseig sú hugmynd er, að hægt sé að taka upp evru á Íslandi án þess að ganga í Evrópusambandið. Meira
4. september 2008 | Leiðarar | 253 orð

VG lítur eftir lögreglunni

Dómsmálaráðuneytið hefur, að beiðni þingmanna Vinstri-grænna, skilað Alþingi skýrslu um framkvæmd eftirlits lögreglunnar með mótmælum gegn virkjunum og stóriðju sumurin 2005-2007. Meira

Menning

4. september 2008 | Tónlist | 195 orð | 2 myndir

ABBA, ABBA ABBA, ABBA

HELSTU fréttir af Tónlistanum þessa vikuna eru þær að það eru nákvæmlega engar fréttir – eða svo gott sem. Efsta sætið vermir nú sem áður (og maður er farinn að halda um alla framtíð) tónlistin úr ABBA-myndinni Mamma Mia! Meira
4. september 2008 | Bókmenntir | 69 orð | 1 mynd

Af Ágústínusarklaustrinu á Skriðu

ÞRETTÁN íslenskir fræðimenn eru höfundar efnis í bókinni Skriðuklaustur – evrópskt miðaldaklaustur í Fljótsdal sem nú er komin út. Meira
4. september 2008 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Anita í Esquire

* Leikkonan unga Anita Briem er tekin fyrir í liðnum „fyndinn brandari frá fallegri konu“ í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Esquire. Meira
4. september 2008 | Myndlist | 212 orð | 1 mynd

Bacon opinberaður

FRANCIS Bacon hefur lengi verið talinn meðal helstu myndlistarmanna Breta á 20. öld. Listamaðurinn, sem fæddist í Dyflinni árið 1909 en lést í Lundúnum árið 1992, var orðinn goðsögn löngu fyrir andlátið. Meira
4. september 2008 | Fjölmiðlar | 160 orð | 1 mynd

Dægilegur bloggari hann Bergsteinn

* Bergsteinn Sigurðsson, einn Bakþankahöfunda Fréttablaðsins, ritar skemmtilega bloggfærslu 1. september sl. um notkun tveggja blaðamanna Morgunblaðsins, Árna Matthíassonar og Arnars Eggerts Thoroddsen , á lýsingarorðinu „dægilegt“. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 88 orð | 1 mynd

Einkavegir

ÞAÐ er mikið til í því sem einhver rýnirinn sagði að annaðhvort gengur þú að fullu inn í hljóðheim Stereolab eða sleppir því. Að þessu sögðu hefur engu að síður gætt misbrests í hljóðheimi sveitarinnar og síðustu plötur hafa verið slappar og... Meira
4. september 2008 | Fólk í fréttum | 114 orð | 1 mynd

Enginn martini fyrir Bond?

Gosdrykkjarisinn Coca Cola hefur náð samningum við framleiðendur nýjustu myndarinnar um James Bond, Quantum of Solace , þess efnis að njósnarinn góðkunni muni drekka sérstaka útgáfu af Coke Zero í myndinni. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 95 orð | 1 mynd

Epískt, bókmenntalegt

ÉG er búinn að bíða eftir þessari plötu í mörg ár. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 332 orð

Fágætur unaður

Ein- og tvíleiksverk eftir Telemann (II). Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla, Melkorka Ólafsdóttir flauta. Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20:30. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 298 orð

Flott harðbopp í röngum sal

Andres Bergcrantz trompet og flýgilhorn, Tomas Frank tenórsaxófón, Olivier Antunes píanó, Jesper Bodilsen bassa og Ed Thigpen trommur. Sunnudagskvöldið 30. ágúst. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 91 orð | 1 mynd

Giska dægilegt

SJALDAN hefur einni plötu verið mætt með jafn mikilli kergju og fyrstu samstarfsplötu Davids Byrnes og Brians Eno, My Life In the Bush Of Ghosts . Og sjaldan hefur nokkur plata fengið jafn mikla uppreist æru. Meira
4. september 2008 | Myndlist | 250 orð | 1 mynd

G(l)eymdar ímyndir

Opið fimmtudaga til laugadaga 14-17. Sýningu lýkur 5. október. Aðgangur ókeypis. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 58 orð | 6 myndir

Í hrárri kantinum

HLJÓMSVEITIN Nýdönsk sló ekki slöku við í hljóðveri í fyrrakvöld, þrátt fyrir áreiti ljósmyndara. Sveitin er nú við upptökur á nýrri plötu sem ku vera í anda Deluxe . Meira
4. september 2008 | Fólk í fréttum | 96 orð | 5 myndir

Keira Knightley kyssilegust

LEIKKONAN Keira Knightley er með kyssilegasta stútinn á vörunum ef marka má könnun á vegum varasalvaframleiðandans Blistex. Hún er reyndar ekki sammála þessum úrskurði sjálf. Meira
4. september 2008 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Keypti sér Benz

BANDARÍSKA leik- og söngkonan Miley Cyrus keypti sér nýverið forláta Benz-bifreið fyrir 75 þúsund dollara, um 6,4 milljónir króna. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 275 orð | 1 mynd

Kveðja kirkjurnar

„ÞAÐ einkennir vetrarstarfið að þetta er veturinn þegar við erum ekki komin inn í Hof, menningarhúsið sem verður vígt á næsta ári.“ Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, er að fjalla um 16. Meira
4. september 2008 | Myndlist | 396 orð | 1 mynd

Leiktæki fyrir fullorðna

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Í listasafni Reykjanesbæjar hefur Ilmur Stefánsdóttir komið fyrir stökkbreyttum leiktækjum sem flestir þekkja af róluvöllum og hljóðfærum sem taka á sig mynd verkfæra eins og rokks og vefstóls. Meira
4. september 2008 | Myndlist | 290 orð | 1 mynd

Leitin að himnaríki

Sýningin stendur til 6.september. Opið þriðjudaga til föstudaga frá kl. 12–18 og laugardaga frá kl. 12–17. Meira
4. september 2008 | Fólk í fréttum | 520 orð | 2 myndir

Mér leiðist Llosa

Eflaust hefur það verið erfitt að vera rithöfundur á Íslandi á sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, að vera sífellt í skugga Halldórs Laxness. Meira
4. september 2008 | Kvikmyndir | 85 orð | 1 mynd

Norskur kvenskörungur í Armeníu

STOFNUN Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir sýningu á heimildamyndinni De kaller meg mor í Norræna húsinu í kvöld. Myndin fjallar um norska kvenskörunginn Bodil Biørn sem starfaði í Armeníu 1905 til 1934. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 801 orð | 1 mynd

Nostalgía og glæsileiki

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl. Meira
4. september 2008 | Myndlist | 87 orð | 1 mynd

Núna, þá og seinna með Darra

DARRI Lorenzen myndlistarmaður verður með fyrirlestur og gjörning í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, í kvöld kl. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 64 orð | 1 mynd

Nýtt lag með Pétri Kristjánssyni

* Aðdáendur Péturs Kristjánssonar heitins hafa ástæðu til að gleðjast því í síðustu viku kom út smáskífa með áður óútgefnu lagi með Pétri, „Dreams“. Skífan heitir STANDARD v. Meira
4. september 2008 | Myndlist | 74 orð | 1 mynd

Ono vantar tröppur

Í VIÐEY lýsir verk Yoko Ono upp í næturhiminn hluta ársins, fyrir friðinn, en í Liverpool vantar hana tröppur. Fjöllistakonan Ono mun taka þátt í Liverpool myndlistartvíæringnum, Made Up , í fæðingarborg John Lennons. Meira
4. september 2008 | Fólk í fréttum | 70 orð | 1 mynd

Portman brugðið

LEIKKONAN og leikstjórinn Natalie Portman hefur fengið of mikla athygli á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, að mati skipuleggjenda. Portman sýnir þar frumraun sína í leikstjórn, stuttmyndina Eve . Meira
4. september 2008 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Sjónvarpið óþarft?

Nú er svo komið að sjónvarpsáhorfendur ráða gangi himintunglanna í því sólkerfi. Fjölskyldan þarf ekki lengur að miða kvöldverðinn við fréttatímana. Og það er algjör óþarfi að sussa á börnin verði háreystin svo mikil að ekkert heyrist í imbakassanum. Meira
4. september 2008 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Slefblautar munnhörpur til sölu

ÁKAFIR munnhörpuleikarar sem eiga tvær milljónir króna á lausu geta nú eignast sjö munnharpna sett í ólíkum tóntegundum frá hljóðfærasmiðjunni Hohner og verða 25 slík sett boðin til kaups. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 337 orð | 2 myndir

Stuðmenn eru enn „fyr og flamme“

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is FRÉTTIR af andláti Stuðmanna eru stórlega ýktar, að sögn forsprakka Stuðmannanna, Jakobs Frímanns Magnússonar. Meira
4. september 2008 | Fólk í fréttum | 217 orð | 3 myndir

Svo lélegar að þær eru góðar

VONDABÍÓ heitir ný þjónusta sem símafyrirtækið Nova býður upp á. Nafnið vísar til þess að boðið er upp á niðurhal á kvikmyndum sem þykja sérstaklega lélegar, t.d . Plan 9 From Outer Space . Myndir sem eru svo lélegar að þær eru góðar, svo að segja. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 64 orð | 1 mynd

Syngur bara fyrir konur

BANDARÍSKI tónlistarmaðurinn Usher heldur brátt í allsérstaka tónleikaferð því einungis konur mega sækja tónleikana. Tónleikarnir verða 15 alls, hér og þar um Bandaríkin og ber ferðin yfirskriftina One Night Stand, þ.e. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 172 orð | 1 mynd

Tyllidaga-Stuðmaður í orlofi?

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „HANN talar bara fyrir sjálfan sig og ef hann óskar eftir orlofi verður það að sjálfsögðu tekið til vandlegrar skoðunar. Meira
4. september 2008 | Tónlist | 321 orð | 1 mynd

Öldungsinnsær æskuþróttur

Ein- og tvíleiksverk eftir Telemann (I). Melkorka Ólafsdóttir flauta, Elfa Rún Kristinsdóttir fiðla. Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 18. Meira

Umræðan

4. september 2008 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

Að hausti

Alþingi kom saman á þriðjudag eftir sumarhlé. Nokkur ólga hefur verið í efnahagsmálum í sumar og hafa horfur versnað nokkuð, bæði hér heima og á alþjóðamörkuðum. Meira
4. september 2008 | Aðsent efni | 305 orð | 1 mynd

Atvinna og heilsa

Jóhann Tómasson skrifar um hin raunverulegu lífsgæði: "Þeir eru lifandi sönnun þess, að það sem skiptir mestu máli fyrir heilsu fólks er góð atvinna og góður svefn. Það sama gildir um aðra Íslendinga." Meira
4. september 2008 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

Ber danska ríkið ábyrgð á kjörum íslenskra ljósmæðra?

Steinunn Blöndal skrifar um kjarabaráttu ljósmæðra: "Með stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um bætt kjör kvennastétta var vissulega vonarhugur í okkur konum sem stöndum vörð um velferðarkerfið Ísland." Meira
4. september 2008 | Aðsent efni | 532 orð | 1 mynd

Forstjóraval í skjóli leyndar

Eftir Álfheiði Ingadóttur: "Menn hljóta að spyrja hverju þarf að leyna við ráðningu æðstu stjórnenda í fyrirtæki í opinberri eigu? Pólitískum hagsmunatengslum? Ættartengslum?" Meira
4. september 2008 | Blogg | 81 orð | 1 mynd

Gísli Baldvinsson | 3. september Mötuneytisgjöld í Garðabæ of há Það er...

Gísli Baldvinsson | 3. september Mötuneytisgjöld í Garðabæ of há Það er ótrúlegt að hráefniskostnaður í mötuneytum grunnskólanna í Garðabæ sé 428 krónur. Meira
4. september 2008 | Blogg | 134 orð | 1 mynd

Guðmundur Löve | 3. september Gjaldeyrisforðinn ... ... Allir skilja að...

Guðmundur Löve | 3. september Gjaldeyrisforðinn ... ... Allir skilja að skuldlaus ríkissjóður hlýtur að geta tekið lán hvenær sem er á viðunandi kjörum. Það skiptir því engu fyrir gjaldeyrismarkaði hvort það er gert eða ekki. Meira
4. september 2008 | Aðsent efni | 514 orð | 2 myndir

Inn í hlýjuna með utangarðsfólk

Jórunn Ósk Frímannsdóttir og Hallur Magnússon skrifa um úrbætur Reykjavíkur borgar til handa utangarðsfólki: "Núverandi meirihluti mun halda áfram á þeirri braut að auka aðstoð við utangarðsfólk ..." Meira
4. september 2008 | Aðsent efni | 495 orð | 1 mynd

Listin og Laugavegurinn

Eftir Ragnheiði Gestsdóttur: "Hvaða rök hníga að því að staðsetja Listaháskólann við verslunargötu? Hvað finnst listnemunum sjálfum um möguleika skólans til að vaxa þar og dafna?" Meira
4. september 2008 | Aðsent efni | 583 orð | 1 mynd

Ljósmæður og Árni Matt.

Gunnar Skúli Ármannsson skrifar um kjarabaráttu ljósmæðra.: "Að vera ljósmóðir er sérstakt. Til þess þarf sérstaka manngerð og menntun. Til að verða góð ljósmóðir þarf reynslu og þykkan skráp." Meira
4. september 2008 | Aðsent efni | 687 orð | 1 mynd

Opið bréf vegna tveggja greina í Morgunblaðinu

Svanur Sigurbjörnsson skrifar opið bréf til Morgunblaðsins: "Ég fæ vart með orðum lýst hversu hryggur og svekktur ég er yfir þessari heilsíðu í Morgunblaðinu og finnst að eitthvað sé verulega athugavert við það hvernig blaðið hugsar ábyrgð sína..." Meira
4. september 2008 | Blogg | 81 orð | 1 mynd

Sigurður Árnason | 3. september Verðbótahluti fjármagnstekna lækkar...

Sigurður Árnason | 3. september Verðbótahluti fjármagnstekna lækkar bætur almannatrygginga Fjármagnstekjuskatturinn er einfaldur skattur þar sem hann er tíund af hverri krónu sem kemur í fjármagnstekjur. Meira
4. september 2008 | Blogg | 185 orð | 1 mynd

Sigurður Kári Kristjánsson | 3. sept. ,,Þegi þú nú Guðni!&ldquo...

Sigurður Kári Kristjánsson | 3. sept. ,,Þegi þú nú Guðni!“ Samheldni og samstaða eru ekki þau orð sem helst koma upp í hugann þegar maður hlustar á orðaskipti formanna tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, ... Meira
4. september 2008 | Velvakandi | 242 orð | 1 mynd

velvakandi

Týnd kisa í Hafnarfirði ÉG er með litla kisu, líklega um 10-12 vikna gamla. Hún er grábröndótt, með hvíta bringu og maga, og hvítar loppur. Kisan kom inn um gluggann eldsnemma morguns 3. sept. Meira

Minningargreinar

4. september 2008 | Minningargreinar | 348 orð | 1 mynd

Ólína Ragnheiður Jónsdóttir

Ólína Ragnheiður Jónsdóttir fæddist á Steinholti í Staðarhreppi í Skagafirði, 17. nóvember 1921. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki 21. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glaumbæjarkirkju 30. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
4. september 2008 | Minningargreinar | 373 orð | 1 mynd

Sigrún Guðmundsdóttir

Sigrún Guðmundsdóttir fæddist í Laugalandi í Stafholtstungum í Mýrasýslu 23. janúar 1915. Hún lést 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Grindavíkurkirkju 27. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
4. september 2008 | Minningargreinar | 989 orð | 1 mynd

Steinunn Brynjúlfsdóttir

Steinunn Brynjúlfsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 30. september 1948. Hún andaðist á Landspítalanum, krabbameinsdeild, 19. ágúst síðastliðinn. Útför Steinunnar fór fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ 29. ágúst sl. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

4. september 2008 | Daglegt líf | 167 orð

Af lofi og handbolta

Þ að er löngu tímabært að birta lofbrag um landsliðið í handknattleik. Tómas Tómasson kastaði fram fyrripörtum fyrir úrslitaleikinn í Peking, sem Jónas Frímannsson botnaði: Ólaf sterkan Stefánsson styður þjóð til verka. Meira
4. september 2008 | Daglegt líf | 481 orð | 2 myndir

Akureyri

Góð frétt barst um handboltabæinn minn í gær þegar greint var frá samningi Árna Þórs Sigtryggssonar við Akureyri, handboltafélag. Alltaf gaman þegar menn koma heim, ekki síst góðir menn... Andarnefjurnar á Pollinum gleðja enn bæjarbúa og gesti. Meira
4. september 2008 | Neytendur | 640 orð | 2 myndir

Aukakílóin flugferðalöngum dýr

Íslendingum hættir oft til að líta á utanlandsferðir sem verslunarferðir og þá getur ferðataskan fljótt verið komin yfir leyfilega þyngd. Það eru hins vegar til ýmsar leiðir til að fylgjast með þyngdinni. Meira
4. september 2008 | Ferðalög | 715 orð | 5 myndir

Fagrar strendur og fjörugt næturlíf

Sólríkar strendur og ylvolgur sjór dregur milljónir ferðamanna árlega að paradísareyjunni Phuket í Taílandi. Meira
4. september 2008 | Neytendur | 338 orð | 1 mynd

Kús kús, bjúgu og súkkulaðisnúðar

Fjarðarkaup Gildir 4. - 6. september verð nú verð áður mælie. verð Svínalundir úr kjötborði 1.498 2.198 1.498 kr. kg Nautahakk, 5 x 0,5 kg 2.495 3.120 998 kr. kg Hakkbollur tilbúnar á pönnu 998 1.198 998 kr. Meira
4. september 2008 | Daglegt líf | 124 orð | 1 mynd

Makinn líkur mömmu

KONUR velja sér oft mann sem líkist föður þeirra en karlar laðast gjarnan að konum sem minna á móður þeirra. Meira

Fastir þættir

4. september 2008 | Fastir þættir | 157 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hrærivélin. Norður &spade;D8 &heart;K5 ⋄KG92 &klubs;ÁDG72 Vestur Austur &spade;643 &spade;K7 &heart;G10743 &heart;ÁD82 ⋄3 ⋄D10754 &klubs;8653 &klubs;109 Suður &spade;ÁG10952 &heart;96 ⋄Á86 &klubs;K4 Suður spilar 4&spade;. Meira
4. september 2008 | Árnað heilla | 215 orð | 1 mynd

Eyðir deginum á hækjum

TVÍTUGSAFMÆLIÐ er merkilegur áfangi í lífi fólks og gera flestir sér nokkurn dagamun á þeim merkisdegi. Meira
4. september 2008 | Í dag | 39 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, Sigrún Ebba Eggertsdóttir, Sara Atladóttir, Hrönn Atladóttir og Telma Rós Arnardóttir stóðu fyrir tombólu við verslun Samkaupa við Hrísalund á Akureyri. Þær söfnuðu 5.515 kr. sem þær styrktu Rauða krossinn með. Meira
4. september 2008 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Keflavík Alexandra Rós fæddist 29. maí. Hún vó 3.650 g (14,5 merkur) og...

Keflavík Alexandra Rós fæddist 29. maí. Hún vó 3.650 g (14,5 merkur) og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Rósa Jóhannsdóttir og Jón Þorkell Jónasson í... Meira
4. september 2008 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: „Með ævarandi elsku...

Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: „Með ævarandi elsku hef ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.“ (Jer. 31, 3. Meira
4. september 2008 | Í dag | 23 orð | 1 mynd

Reykjavík Hildi Dögg Ásgeirsdóttur og Bjarna Friðriki Jóhannessyni...

Reykjavík Hildi Dögg Ásgeirsdóttur og Bjarna Friðriki Jóhannessyni fæddist dóttir 17. ágúst kl. 11.14. Hún vó 3.665 g og var 48,5 cm... Meira
4. september 2008 | Í dag | 24 orð | 1 mynd

Reykjavík Hulda Marín fæddist 5. júlí. Hún vó 3.915 g og var 53 cm löng...

Reykjavík Hulda Marín fæddist 5. júlí. Hún vó 3.915 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Þórhildur Kristinsdóttir og Jón Ævar... Meira
4. september 2008 | Í dag | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Svana Huld fæddist 7. febrúar kl. 18.35. Hún vó 858 g og var...

Reykjavík Svana Huld fæddist 7. febrúar kl. 18.35. Hún vó 858 g og var 35,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Ingþór Hrafnkelsson og Lilja... Meira
4. september 2008 | Fastir þættir | 113 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp í keppni á milli sveitar ungra stórmeistara og upprennandi stórstjarna gegn liði reyndari og gamalkunnra stórmeistara sem lauk fyrir skömmu í Amsterdam í Hollandi. Meira
4. september 2008 | Fastir þættir | 304 orð

Víkverjiskrifar

Fyrir fáeinum misserum leit Víkverji hýru auga til nýstárlegrar líkamsræktar hér á landi er ketilbjölluæfingar kallast. Meira
4. september 2008 | Í dag | 148 orð | 1 mynd

Þetta gerðist þá...

4. september 1845 Jón Sigurðsson, 34 ára skjalavörður (síðar nefndur forseti), og Ingibjörg Einarsdóttir, 40 ára, voru gefin saman í hjónaband. Þau létust bæði í desember 1879. 4. september 1949 Kirkjan í Möðrudal á Fjöllum var vígð. Jón A. Meira

Íþróttir

4. september 2008 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Al-Fahim ætlar sér stóra hluti hjá City

NÝR eigandi enska knattspyrnufélagsins Manchester City, Sulaiman Al-Fahim, segist hafa tilbúnar 540 milljónir punda, jafnvirði um 84 milljarða króna, til kaupa á leikmönnum þegar opnað verður fyrir kaup og sölu á knattspyrnumönnum á nýjan leik í byrjun... Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 354 orð

Ágúst: „Liðið þarf að fá sinn tíma“

„Við vissum vel að þetta væri hörkulið sem Slóvenía hefði á að skipa og þegar spilað er gegn jafnöflugum mótherjum þarf allt að ganga upp. Það gerðist bara ekki hjá okkur í þessum leik. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 416 orð

Álagið stjóranum ofviða

Allflestum stuðningsmönnum enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham United varð að ósk sinni í gær þegar stjóri liðsins Alan Curbishley sagði starfi sínu lausu eftir eins og hálfs árs starf en hann var ráðinn á sínum tíma af Eggert Magnússyni sem þá var... Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 123 orð

„Allt er þá þrennt er“

„ÉG fór í myndatöku í dag en niðurstaðan úr henni er ekki komin enn. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 281 orð

„Ég vildi leika undir stjórn bróður míns“

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is ÁRNI Þór Sigtryggsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Akureyri handknattleiksfélag. Þar með hefur óvissu um framtíð hans á handknattleiksvellinum verið eytt. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 302 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ruðningsstjarnan Brett Favre heldur áfram að gera garðinn frægan örskömmu eftir að hafa komið fram í sviðsljósið að nýju eftir að hafa hætt í vor. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 405 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Franski handknattleiksmaðurinn í handknattleik Nicola Karabatic segir að skera verði upp leikjadagskrá alþjóðlegs handknattleiks. Álagið sé orðið alltof mikið. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Hagur Leiknis R. vænkaðist

„STIGIN þrjú og sigur er allt gott og blessað en ef við töpum fyrir Njarðvík í næsta leik er þetta mikið til til einskis,“ segir Garðar Gunnar Ásgeirsson, þjálfari Leiknis úr Reykjavík, en félagið bætti stöðu sína verulega við botn 1. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 510 orð | 1 mynd

Halldór Orri til bjargar

VONIN um sæti í Landsbankadeildinni virtist sama sem úti hjá Stjörnumönnum þegar rúm mínúta var eftir af leik þeirra við Víking R. á Víkingsvelli í gær, í þriðju síðustu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 187 orð | 1 mynd

Hareide segir norska liðið sjaldan betra

ÅGE Hareide landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu segir að Martin Andresen miðjumaður Vålerenga verði í byrjunarliðinu gegn Íslendingum í Osló á laugardaginn en þjóðirnar mætast þar í fyrstu umferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 186 orð

Hermann í stóru hlutverki áfram

HARRY Redknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, segir Hermann Hreiðarsson áfram munu spila stórt hlutverk með liðinu en efasemdir hafa komið upp um framtíð Eyjamannsins hjá bikarmeisturunum eftir að liðið fékk hinn unga Armand Traore að láni frá Arsenal... Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 195 orð | 1 mynd

Ísland fellur um tvö sæti í Evrópu

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu fellur um 10 sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Ísland er í 107. sæti af 207 þjóðum á listanum og hefur fallið um 37 sæti frá því í ágúst á síðasta ári. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 356 orð

KNATTSPYRNA 1. deild karla Selfoss – KS/Leiftur 3:1 Dusan Ivkovic...

KNATTSPYRNA 1. deild karla Selfoss – KS/Leiftur 3:1 Dusan Ivkovic, Kristján Óli Sigurðsson, Sævar Þór Gíslason (víti) – Dusan Ivkovic. Víkingur R. – Stjarnan 1:2 Jimmy Höyer 40. (víti) – Magnús Björgvinsson, 48. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 213 orð | 1 mynd

KS/Leiftur féll um deild á Selfossi

SELFOSS lagði KS/Leiftur 3:1 í 1. deildinni í gærkvöldi og sendi þar með liðið af Tröllaskaga niður um deild. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 155 orð | 1 mynd

Menn Ólafs njósna um mótherjana

AÐSTOÐARMENN Ólafs Jóhannessonar þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu verða á faraldsfæti um helgina en Ólafur fékk fjóra valinkunna menn með sér í lið í vor, Willum Þór Þórsson, þjálfara Vals, Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, Leif Sigfinn... Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 168 orð

Norðurlöndin keppa í blaki á Akureyri

ÞAÐ verður mikið blakað á Akureyri um komandi helgi því þar verður Norðurlandamót unglinga 19 ára og yngri haldið, bæði hjá stúlkum og piltum. Mótið hefst á föstudaginn og lýkur á sunnudag. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 481 orð | 1 mynd

Slæmi kaflinn gerði útslagið

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik hafði fyrir leikinn í gær leikið tvo leiki, gegn Sviss og Hollandi. Unnið fyrrnefnda liðið á heimavelli og tapaði fyrir því síðara úti. Í gær virtist þó engu skipta þótt íslenska liðið léki á heimavelli. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 387 orð | 1 mynd

Veit ekki hvað er að þessum manni

ÞAÐ gekk upp og ofan hjá liðum íslenskra leikmanna í þýsku deildinni í handbolta, en fyrsta umferðin kláraðist í gærkvöldi. Óvæntustu úrslit umferðarinnar urðu í Kiel þar sem Doormagen gerði sér lítið fyrir og náði jafntefli gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans. Meira
4. september 2008 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

Þór tók KA í bakaríið í Akureyrarslagnum

Eftir Einar Sigtryggsson ÞÓRSARAR skoruðu þrjú mörk á fimm mínútum og KA missti tvo menn af velli með rautt spjald í fjörugum leik Akureyrarliðanna í gærkvöldi en leiknum lyktaði með 3:1 sigri Þórs. Meira

Viðskiptablað

4. september 2008 | Viðskiptablað | 236 orð | 1 mynd

Alvarlegt ástand í bresku efnahagslífi

Útlit er fyrir að breskt efnahagslíf muni sigla inn í kreppu á næstu mánuðum, að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 49 orð | 1 mynd

Á leiðinni inn eða út?

TÖLUVERÐAR sviptingar hafa verið í íslensku fjármálalífi undanfarnar vikur. SPRON mun senn renna inn í Kaupþing og Sparisjóður Mýrasýslu mun fljótlega fara sömu leið. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 249 orð | 1 mynd

Blendin viðbrögð við lækkun olíuverðs

UNDANFARNA mánuði hefur hækkandi olíuverð haft neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins. Hækkandi flutningskostnaður er meðal afleiðinga hækkandi eldsneytisverðs og hefur mörg buddan orðið áþreifanlega vör við þessa þróun. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 143 orð | 1 mynd

Buffet malar gull á efnahagslægðinni

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett, ríkasti maður heims, er ekki einn þeirra sem barma sér yfir ástandinu á fjármála- og fasteignamarkaði í Bandaríkjunum. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 707 orð | 1 mynd

Er verðtryggingin sanngjörn?

PISTILL Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is VERÐBÓLGAN mælist 14,5% á tólf mánaða tímabili. Almennt verðlag hefur hækkað um 14,5% síðan í ágúst í fyrra. Höfuðstóll verðtryggðra lána hefur einnig hækkað um 14,5% á sama tímabili. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 282 orð | 1 mynd

Evruskráning hlutabréfa á að hefjast 24. nóvember

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „Allir bankarnir eru að undirbúa sig. Þeir munu fá aðgang að greiðslumiðlunarkerfi Seðlabanka Evrópu sem heitir Target2. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 100 orð

Fjárfestingasjóðirnir setja sér leikreglur

ALÞJÓÐA gjaldeyrissjóðurinn hefur gert bráðabirgðasamkomulag við stærstu opinberu fjárfestingasjóði heims þar sem lagðar eru línurnar að leiðbeinandi reglum um fjárfestingar sjóðanna. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 96 orð

Fjármálaeftirlitið sektar Tryggingamiðstöðina

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur ákveðið að sekta Tryggingamiðstöðina um eina milljón króna fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti, að því er kemur fram á vef Viðskiptablaðsins . Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 297 orð | 1 mynd

Fóru flatt á fjárfestingum

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 152 orð | 1 mynd

Gift hefur tapað 11 milljörðum á þessu ári

GIFT fjárfestingarfélag, sem varð til við slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga gt. um mitt síðasta ár, hefur það sem af er ári tapað tæplega 11 milljörðum króna á eignarhlutum sínum í Kaupþingi annars vegar og Existu hins vegar. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 90 orð | 1 mynd

Gott hálfsársuppgjör

Eftir Birki Fanndal Haraldsson HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga nam 52,7 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, en stjórn sparisjóðsins afgreiddi á dögunum árshlutareikning fyrir tímabilið. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 40 orð

Greiðslukortavelta eykst um 5,2% milli ára

KREDITKORTAVELTA heimila var 12% meiri á tímabilinu janúar til júlí 2008 en á sama tíma í fyrra. Debetkortavelta dróst hins vegar saman um 1,5% á sama tíma. Samtals jókst innlend greiðslukortavelta heimila í janúar til júlí 2008 um 5,2%. bjarni@mbl. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 265 orð | 1 mynd

Hvaða aðgerðir?

Þær raddir gerast æ háværari sem krefjast efnahagslegra aðgerða af hálfu ríkisins. Ríkisstjórnin verður hins vegar að fara varlega í þeim efnum. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 433 orð | 1 mynd

Jafnvægi í vöruskiptum við útlönd náist innan tíðar

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 127 orð

Kauphöllin í lágmarksveltu

VELTA á hlutabréfamarkaði var í fjögurra ára lágmarki nú í ágúst, miðað við tölur frá Kauphöll Íslands. Nam hún aðeins 50 milljörðum króna, sem er ríflega 80% samdráttur milli ára, að því er segir í Hálffimmfréttum Kaupþings. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 117 orð

Kreppa hafin í Þýskalandi

EKKI er ólíklegt að þýska hagkerfið, það stærsta í Evrópu, sé formlega komið í efnahagslega niðursveiflu. Þetta segir Walther Otremba, varafjármálaráðherra landsins, í samtali við Reuters fréttastofuna. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 105 orð | 1 mynd

Kreppan góð heilsunni

ANDSTÆTT því sem flestir myndu áætla virðist samdráttur í efnahagslífinu geta haft góð áhrif á heilsufar þjóða. Það er vissulega þekkt að óstöðugur efnahagur elur af sér streitu sem getur haft ýmsa líkamlega fylgikvilla. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 436 orð | 1 mynd

Lax, gönguferðir og skotveiði í fyrirrúmi

Valgerður F. Baldursdóttir er konan á bak við tjöldin hjá stangveiðifélaginu Lax-á ehf. við Elliðavatn í Kópavogi. Steinþór Guðbjartsson heyrði í henni hljóðið. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 656 orð | 3 myndir

Líklegt að stýrivöxtum verði ekki breytt eftir viku

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is Næsti stýrivaxtadagur Seðlabanka Íslands er handan við hornið en bankastjórn mun eftir viku kynna þjóðinni stýrivaxtaákvörðun sína. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 59 orð

Lækkanir erlendis

HLUTABRÉFAVÍSITÖLUR erlendis lækkuðu nær allar í gær að japönsku Nikkei vísitölunni undanskilinni. Svo virðist sem almenn svartsýni á framtíð efnahagsmála hafi ráðið för í gær frekar en fréttir af einstökum félögum. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 65 orð

Lækkanir í Kauphöll

HLUTABRÉF lækkuðu í verði í viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Stóð úrvalsvísitalan í 4.169 stigum við lokun markaða og hafði lækkað um 1,31% frá opnun. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 350 orð | 1 mynd

Með mörg járn í eldinum

„ÉG var jarðýtustjóri hjá Vegagerðinni tvö sumur eftir að ég hætti að stunda sveitastörf hjá afa gamla sem ungur maður,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri Norvikur. „Þar fyrir utan hef ég unnið hjá Byko og tengdum fyrirtækjum. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 74 orð

Microsoft og Google hefja vafrastríð

GOOGLE hefur kynnt til sögunnar nýjan vafra til höfuðs Microsoft-vafranum Internet Explorer, sem enn hampar titlinum vinsælasti vafrinn. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 683 orð | 1 mynd

Myndsímar ollu vonbrigðum í Peking

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÓLYMPÍULEIKARNIR sem nýlega fóru fram í Peking í Kína áttu að marka tímamót. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 133 orð | 1 mynd

Nissan vinsælastur

LANDSLAGIÐ á bílamarkaðnum hefur breyst mikið undanfarna mánuði samhliða gengisfalli krónunnar. Ekki einungis hefur sala á bílum dregist mjög saman, heldur hafa vinsældir einstakra bílategunda líka breyst frá því sem var. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 207 orð | 2 myndir

Seldi Mylluna og nýtur lífsins

Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is „ÞAÐ er nú ekkert flókið, ég hef bara verið að njóta lífsins,“ segir Kolbeinn Kristinsson fyrrverandi forstjóri og eigandi Myllunar aðspurður hvað hann hafi verið að sýsla síðan hann hætti í Myllunni. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 124 orð | 1 mynd

Sparað við sig í súkkulaðigerð

UNNENDUR súkkulaðis í Bandaríkjunum eru ekki par sáttir við efnahagsástandið þessa dagana. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 64 orð

Straumur opnar útibú í Tékklandi

STRAUMUR-Burðarás fjárfestingabanki hefur skráð útibú í Prag í Tékklandi, en skráningin fór fram í gær. Starfsemi er ekki hafin í útibúinu en það mun gerast innan tíðar. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 142 orð | 1 mynd

Stýrivextir ákvarðaðir í þremur bönkum í dag

ÞRÍR stórir seðlabankar munu í dag tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína, þ.e. seðlabanki Evrópu (ECB), breski seðlabankinn (Bank of England) og sænski seðlabankinn, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Almennt er búist við óbreyttum stýrivöxtum. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 1405 orð | 1 mynd

Sækir fram þegar aðrir hörfa

Kenneth Peterson er maður sem ekki er hræddur við að taka áhættu í viðskiptum, þótt áhættan sé vissulega alltaf útreiknuð. Hann hefur reynst naskur á að finna arðbær fjárfestingartækifæri þar sem aðrir virðast sjá auðnina eina. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 178 orð

Umsjónarmenn Seðlabankans betri ráðgjafar en hagfræðingar

Sumir halda að Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, kunni ekki að bakka – með þá ákvörðun að halda stýrivöxtum háum. Aðrir halda því fram að Davíð Oddsson seðlabankastjóri kunni ekki að bakka. Punktur. Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 100 orð

Vilja bann á íslenskt mjöl og lýsi

SAMTÖK norskra útgerðarmanna, Fiskebåt, vilja að norsk stjórnvöld setji innflutningsbann á mjöl og lýsi frá Íslandi á þeirri forsendu að Íslendingar hafi veitt nærri 100 þúsund lestir af makríl án þess að hafa komið að stjórn á veiði úr sameiginlegum... Meira
4. september 2008 | Viðskiptablað | 173 orð | 1 mynd

Wikipediu hagrætt

„MÉR fannst athyglisvert að New York Times skyldi þykja það fréttnæmt að fiktað hefði verið í Wikipediu-greininni um Söru Palin kvöldið áður en hún var útnefnd varaforsetaefni McCains. Meira

Annað

4. september 2008 | 24 stundir | 68 orð | 1 mynd

Allir taka þátt „Það eru allir mjög spenntir,“ segir Dagný...

Allir taka þátt „Það eru allir mjög spenntir,“ segir Dagný Gísladóttir , kynningarstjóri Reykjanesbæjar, en í dag hefst Ljósanótt í Reykjanesbæ. „Það sem er flott við Ljósanótt er að allir taka þátt. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Alls konar ást

Gissur Páll Gissurarson tenór og Antonía Hevesi píanóleikari koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg í dag kl. 12. Yfirskrift tónleikanna er „Alls konar ást“ og á efnisskránni eru óperuaríur eftir Mozart og Donizetti. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Bara fögur orð

„Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort stjórnarsáttmálar séu hugsaðir sem leiðarvísar í starfi ríkisstjórnar eða bara fögur orð til að veifa framan í lýðinn á hátíðarstundu. Ljósmæður velta þessu sér í lagi fyrir sér núna. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 46 orð

„Allt í einu bárust óhljóð úr stofunni. Mér til mikillar undrunar...

„Allt í einu bárust óhljóð úr stofunni. Mér til mikillar undrunar og lítillar gleði hafði strákgreyið fengið niðurgang með þeim afleiðingum að kúkurinn hafði farið í stofusófann. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 51 orð

„Í 43 sæti – Ekki viðunandi, síður en svo. Albanar eru...

„Í 43 sæti – Ekki viðunandi, síður en svo. Albanar eru komnir upp fyrir okkur af Evrópuþjóðum og svona til að bæta gráu ofan á svart þá eru Úgandamenn komnir upp í 87. sæti. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 235 orð | 1 mynd

„Okkar vilji stendur til að semja“

Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær vonast til þess að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leystist áður en til verkfalls eða raunverulegrar hörku kæmi. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 52 orð

„Þegar ég er heima, fara óhrein glös og bollar beint í vaskinn og...

„Þegar ég er heima, fara óhrein glös og bollar beint í vaskinn og bíða uppþvottar. Í vinnunni vil ég hins vegar helst drekka úr kaffikrús sem hefur ekki verið þvegin í margar vikur og er komin með fasta skán á botninn. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 142 orð | 1 mynd

Blindfull Lily reif kjaft við Elton John

Söngkonan og vandræðagemsinn Lily Allen hikaði lítið við að láta goðsögnina Elton John heyra það eftir að henni fannst sá gamli skipta sér fullmikið af drykkju hennar. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Bókasöfnun eftir stórbruna

Í kjölfar stórbrunans á Finnbogastöðum á Ströndum í júní hefur Hrafn Jökulsson hrundið af stað bókasöfnun meðal íslenskra rithöfunda. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Breiðavíkurbætur of lágar

Bætur til þeirra manna sem vistaðir voru á Breiðavíkurheimilinu sem drengir verða frá 375.000 krónum upp í rúmar 2 milljónir. RÚV greindi frá. Þetta er samkvæmt fyrirliggjandi lagafrumvarpi sem fljótlega á að leggja fyrir Alþingi. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 502 orð | 2 myndir

Bylting í minningavarðveislu

Flestir brosa blítt og sýnast settlegir er þeir sjá myndavél. Vona síðan að filman fari ljúfum höndum um ytri gjörvileika og fas. Þremenningarnir sem rætt er við vilja losna undan þvingandi ljósmyndaformi og óska eftir æsilegri og meira spennandi myndaalbúmum almennings. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 249 orð | 1 mynd

Byrjendur með brennandi áhuga

Fimleikaæfingar fullorðinna njóta vaxandi vinsælda og fjölmörg fimleikafélög bjóða nú upp á æfingar fyrir fullorðna, bæði byrjendur og lengra komna. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 379 orð

Deilt um réttindi

Vertinn Horst Müller ók 320 kílómetra, 160 kílómetra hvora leið, og tók með óvenjulegum hætti hús á Sverri Mar Albertssyni, framkvæmdastjóra AFLs starfsgreinafélags, fyrir að halda því fram að ekki væru greidd launatengd gjöld vegna starfsmanna... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Efnahagsstjórn

Í þessari ríkisstjórn er sami forsætisráðherra og var í fyrri ríkisstjórn, hann var þar áður fjármálaráðherra og í þessari ríkisstjórn er sami fjármálaráðherra og var í fyrri ríkisstjórn. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 62 orð

Eftirlitsvélar í miðbæinn

Þrjár löggæslumyndavélar hafa verið settar upp í miðbæ Akureyrar og eru þær beintengdar lögreglustöðinni í bænum. Íslensk verðbréf hf. og Akureyrarbær tóku höndum saman um kaup og uppsetningu myndavélanna og er heildarkostnaður um 1,7 milljónir. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 201 orð | 6 myndir

Eigendur banka veikasti hlekkur

Eftir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson. Greinendur svissneska bankans UBS, eins stærsta banka í Evrópu, spá því að gengi bréfa í Kaupþingi lækki niður í 550 á næstu tólf mánuðum. Gengi bréfa í Kaupþingi var 703 við lok dags í gær. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Eins og að fá fæturna aftur

Pétur Óli Pétursson, eigandi PC grafna, og Árni Johnsen alþingismaður færðu í gær Ástþóri Skúlasyni, lömuðum bónda á Rauðasandi, vélarnar sem hann var sviptur vegna vanskila. Pétur og Árni stóðu fyrir söfnun og óku með vélarnar til Stykkishólms. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 333 orð | 1 mynd

Ekki að öllu leyti slæm staða

Eftir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson Svissneski bankinn UBS sendi í gær frá sér skýrslu um norræna banka þar sem mælt er með sölu á hlutum í öllum íslensku bönkunum. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Ekki eru allir á eitt sáttir um grein Morgunblaðsins um...

Ekki eru allir á eitt sáttir um grein Morgunblaðsins um vatnspípureykingar sem birtist í gær. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 45 orð | 1 mynd

Ekki lagaleg hindrun

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri segir að lagalega sé ekkert því til fyrirstöðu að íslensk fyrirtæki skrái hlutabréf sín í evrum, nokkur íslensk fyrirtæki hafi lýst yfir áhuga á því. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 148 orð | 1 mynd

Ekta Bond-munir á uppboði

Nokkrir minnisverðir hlutir úr safni Sir Fitzroy Macleans, mannsins sem talinn er vera fyrirmynd James Bond, njósnara hennar hátignar, hafa verið seldir á uppboði í Edinborg. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 340 orð | 1 mynd

Enn af vímuefnamarkaði

Á það hefur verið bent og stutt nokkrum rökum, að framboð vímuefna á Íslandi sé mikið og stöðugt og verð vímuefnanna fylgi ekki verðhækkunum. Þannig hefur t.d. verð á amfetamíni engan veginn haldið í við vísitöluhækkanir og sama má segja um verð á... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 110 orð | 1 mynd

Erfiðleikar hjá öllum framundan

Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir erlenda greinendur á fjármálamarkaði oft vera í vondri stöðu til þess að sjá fyrir þróun á markaði. Það sýni erfitt rekstrarumhverfi sem er núna á mörkuðum. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 31 orð | 1 mynd

Erfitt sumar að baki hjá Gísla

Gísli Kjartansson, fráfarandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Mýrasýslu, segir sparisjóði þurfa að fara saman í gegnum erfitt tímabil sem er framundan. „Þetta hefur verið erfitt sumar,“ segir Gísli í viðtali við 24... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 178 orð | 1 mynd

Eurovision í Moskvu í uppnámi

Svo gæti farið að Lettland, Eistland og Litháen og önnur fyrrverandi sovétríki, þar á meðal Pólland, dragi sig úr Eurovision sem fram fer í Moskvu á næsta ári. Ástæðan er framganga Rússlandshers í Georgíu. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 53 orð | 1 mynd

Fiðlusnillingur í Háskólabíói

Rússneski fiðlusnillingurinn, Vadim Repin, leikur fiðlukonsert Tsjajkovskís á upphafstónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói í kvöld kl. 19.30. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 174 orð

Fjármögnunarstaðan er ekki vond

„Þó algengt sé að þátttakendur á markaði telji íslensku bankana eiga í fjármögnunarvanda þá tel ég ekki svo vera,“ segir Andreas Hakansson, greinandi hjá svissneska bankanum UBS. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 91 orð | 1 mynd

Fjörugur Bollywood-dans

„Þeir sem sækja tímana léttast yfirleitt talsvert þar sem hreyfingin í dansinum er svo mikil að líkja má við eróbikktíma auk þess sem mikið er um handahreyfingar. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 100 orð | 1 mynd

Fjörutíu mál vegna stóriðjumótmæla

Alls voru á árunum 2005, 2006 og 2007 skráð í svonefnt lögreglukerfi 40 mál eða verkefni sem á einhvern hátt tengjast mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun og stóriðjuframkvæmdum. Þetta kemur fram í skýrslu, sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 114 orð | 1 mynd

Froskasala bönnuð

Sex ára frumkvöðull í Oregon-fylki Bandaríkjanna lenti illa í því nýlega þegar peningamaskínu hans var lokað en hún laut að sölu á fágætri froskategund, Rana pretiosa. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Fundu hund

Umfangsmikil leit var gerð í norðurhluta Belfast á Írlandi, þar sem þær fregnir höfðu borist að ljón væri að ráfa um almenningsgarð. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 162 orð | 1 mynd

Fyrsta metrókerfi Sviss tekið í notkun

Borgin Lausanne á bökkum Genfarvatns er fjarri því að vera sú stærsta í Sviss, en á næstu vikum verður hún sú fyrsta til að opna neðanjarðarlestakerfi. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Fyrsta sprenging fyrir vestan

Kristján L. Möller samgönguráðherra sprengir fyrstu hleðsluna í Bolungarvíkurgöngum í dag og verður sprengt Bolungarvíkurmegin. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Gjörningur í Hafnarhúsinu

„Þetta verður eins konar uppákoma. Ég verð með sýnishorn af nýlegum verkum og verkum sem eru í vinnslu,“ segir Darri Lorenzen myndlistarmaður sem verður með fyrirlestur/gjörning í Listasafni Reykjavíkur (Hafnarhúsi) í kvöld kl. 20. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 69 orð | 1 mynd

Gospel í Keflavík „Við viljum nota þetta tækifæri til að sýna...

Gospel í Keflavík „Við viljum nota þetta tækifæri til að sýna fólki hvað það er gaman að mæta í kirkju og hvað það getur verið skemmtilegt að syngja lifandi gospeltónlist,“ segir Ásta Björk Benónýsdóttir , ein af söngkonunum í sönghópi... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 24 orð | 1 mynd

Góður árangur

Kvennalið Vals í knattspyrnu hefur þurft að leggja ýmislegt á sig til að komast í Evrópukeppnina, annað en að vinna leiki og verða... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 77 orð | 1 mynd

Gullið grillað grænmeti

Ein af uppskriftum Helgu Þóreyjar sem finna má á hópsíðu The Cooking Association er að grilluðu grænmeti. *Sætar kartöflur *Eggaldin *Kúrbítur *Hvítlauksolía *Sjávarsalt *Pipar Skerið grænmetið í sneiðar og bleytið með hvítlauksolíunni. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 110 orð | 1 mynd

Hass og spítt í bíl

Þýskur karlmaður á sjötugsaldri sem handtekinn var á Seyðisfirði á þriðjudaginn vegna fíkniefnasmygls með Norrænu var sendur í fylgd óeinkennisklæddra lögreglumanna með flugi til Reykjavíkur á fjórða tímanum í gær. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 70 orð

Heimatilbúin BBQ-sósa

Þótt sumum gæti fundist það óþarflega mikil vinna þá getur heimagerð BBQ-sósa sett skemmtilegt mark á einfalda matargerð. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 138 orð | 1 mynd

Heimsferðir óska eftir sjúkraskrám

Ferðskrifstofan Heimsferðir hefur sent bréf til allra viðskiptavina sinna sem veiktust af salmonellusýkingu á Ródos í síðasta mánuði. RÚV greindi frá. Stór hópur Íslendinga veiktist þar í síðasta mánuði. 15 krakkar komu frá Menntaskólanum í Kópavogi. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Hin örstutta hryllingsmynd Örstutt jól er enn til skoðunar erlendis í...

Hin örstutta hryllingsmynd Örstutt jól er enn til skoðunar erlendis í þeirri von að unnt verði að fá nægt fjármagn til að gera hryllingsmynd í fullri lengd um skuggahliðar hinna íslensku jólasveina. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 195 orð | 1 mynd

Hlutdræg lögregluskýrsla eða rangar ásakanir mótmælenda

Skýrsla skólastjóra lögregluskólans um lögregluaðgerðir gegn mótmælendum í Saving Iceland síðustu ár lýsir öðrum veruleika en þeim sem liðsmenn samtakanna upplifðu. Skýrslan var unnin fyrir dómsmálaráðherra að ósk VG. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Hlýjast vestanlands

Hæg NA-læg átt og víða bjart veður, en dálítil væta á Austfjörðum og syðst á landinu. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 149 orð | 1 mynd

Hrekkir heppnast sjaldnast

„Þetta er nú fyrst og fremst fyndið. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 59 orð | 1 mynd

Hreyfing bætir minnið

Þeir sem teknir eru að reskjast geta bætt minnið og unnið gegn elliglöpum með því að stunda reglulega líkamsrækt. Þetta eru niðurstöður ástralskrar rannsóknar á hópi fólks yfir fimmtugu sem þjáðist af minnistapi. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 601 orð | 1 mynd

Hvernig náum við viðspyrnu?

Ræða Geirs H. Haarde forsætisráðherra í þinginu á þriðjudaginn var afar mikilvæg. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 118 orð | 1 mynd

Ingibjörg íhugar alvarlega framboð

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, segist ætla að skoða mjög alvarlega framboð til forseta ASÍ á komandi ársfundi sambandsins. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 224 orð | 1 mynd

Í góðu lagi að nota orðið „helvítis“

Foreldrar eru eflaust lítt hrifnir af því að börnin þeirra syngi nú hástöfum „skítt með helvítis kerfið“ í hvert skipti sem auglýsingahlé er gert á dagskrá sjónvarpsstöðvanna. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 200 orð | 2 myndir

Íslenski fáninn ... bandaríski bjáninn?

Nú standa yfir flokksþing stóru flokkanna í Bandaríkjunum, þar sem Barack Obama og John McCaine eru formlega útnefndir sem forsetaefni þeirra. Á yfirborðinu snúast þau um að lykilmenn hvers flokks prediki yfir hjörð sinni. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 94 orð | 1 mynd

Íslensk list og menning í Höfn

Íslensk myndlist og menning verður áberandi í Kaupmannahöfn í þessum mánuði. Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður opnar sýningu á nýjum myndum á Bryggjunni á morgun. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Jerry Reed látinn

Söngvarinn og leikarinn Jerry Reed er látinn 71 árs að aldri. Reed er þekktur fyrir lögin When You´re hot you´re hot, Texas bound, Flyin´ og Guitar man, sem varð þó frægast í flutningi Elvis 1968. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 49 orð

Klassíska haustkvefið

Á haustin byrjar kvef og flensa að skjóta upp kollinum og er gott að byrja snemma að reyna að sporna við slíku. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 264 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

S kemmtilegustu frétt gærdagsins átti DV sem bryddaði upp á þeim möguleika að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri og stjórnarmaður í Landsvirkjun um 16 ára skeið, yrði næsti forstjóri Landsvirkjunar. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 95 orð | 2 myndir

Klón af forsetafrú?

Menn velta nú fyrir sér möguleikanum á því að milljarðamæringurinn og forsetafrú okkar Íslendinga, Dorrit Moussaieff, hafi látið klóna sig. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 58 orð | 1 mynd

Kona slapp lítið meidd

Kona slapp lítið meidd eftir að hún missti stjórn á jepplingi sínum á Hafravatnsvegi við Geitháls um hádegisbil í gær. Bíllinn fór út af veginum og valt. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 220 orð | 1 mynd

* KR tók fyrst liða þátt í Evrópukeppni kvenna árið 2001 en ekki gekk...

* KR tók fyrst liða þátt í Evrópukeppni kvenna árið 2001 en ekki gekk betur en svo að liðið tapaði öllum þremur leikjunum og féll úr keppni. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 174 orð | 1 mynd

Kvikmynd um kisulórurnar

Kvennahljómsveitin Pussycat Dolls hefur á örfáum árum fangað hugi og hjörtu unglingsdrengja um heim allan með tónlist sinni og myndböndum en ef eitthvað er að marka nýjustu fregnir fjölmiðla þá mun hljómsveitin innan skamms öðlast nýtt afl til að lokka... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Landsmenn bíða spenntir eftir nýrri breiðskífu frá gleðisveitinni...

Landsmenn bíða spenntir eftir nýrri breiðskífu frá gleðisveitinni Baggalút. Hin nýja plata Braga Valdimars og félaga hans ætti þegar að vera komin í verslanir en útgáfan tafðist vegna ófyrirséðra ástæðna. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Leiðsögn í Hafnarborg

Listakonan Sigrún Ólafsdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í kvöld, fimmtudaginn 4. september kl. 20. Sýningin er yfirlitssýning á teikningum og skúlptúrum frá 1996 til 2008. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 357 orð | 2 myndir

Leikhúsin laða til sín unga fólkið

Leikhús landsins reyna að koma til móts við ungt fólk og námsmenn með sérstökum tilboðum á leiksýningar. 24 stundir kynntu sér hvaða kostir væru í boði. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 82 orð | 1 mynd

Litlu hlutirnir mikilvægir

Haustið getur reynst fólki erfitt þegar komið er úr sumarfríi og rútínan fer aftur af stað. Sumum finnst þeir vera sífellt þreyttir og hafa litla orku. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Líkir dvölinni við fangelsi

Fyrrverandi starfsstúlka á Café Margréti á Breiðdalsvík óttast staðarhaldarann. Í fyrra fór faðir stúlku við annan mann og sótti dóttur sína úr vist á... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 340 orð | 1 mynd

Líkir dvölinni við fangelsisvist

Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is Þýsk stúlka sem vann á Café Margréti á Breiðdalsvík árið 2005 líkir dvölinni við fangavist. Stúlkan sem búsett er á Íslandi vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við Horst Müller, eiganda veitingastaðarins. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 400 orð

Ljósmæður telja sig faglega stétt en enga skæruliða

25 ljósmæður klöppuðu á þingpöllum í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær, en um 70 var ekki hleypt inn á Alþingi. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Magnús Pálsson í Start Art

Í listasalnum StartArt á Laugavegi stendur yfir sýning á hljóðljóðinu Rainbow Clippings eftir Magnús Pálsson myndlistarmann. Verkið er myndrænt klippiverk (collage) á 20 blöðum og myndar leikrænan texta til flutnings af þremur röddum. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 30 orð | 1 mynd

Matur á Facebook

„Ég les mikið um matargerð og mér finnst gaman að sjá hvort fólk kann eitthvað sniðugt,“ segir Helga Jónsdóttir sem stofnaði síðu á Facebook þar sem fólk skiptist á... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

Með flottasta stútinn í dag

Keira Knightley hefur verið valin sú stjarna sem setur fallegasta stútinn á munninn, samkvæmt könnun varasalvaframleiðandans Blistex. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 329 orð | 3 myndir

Minni galsi en mun betra efni

Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þetta eru virkilega góð lög og við erum að setja allt í þetta. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Mono í víðóma Ný hljómsveit, Mono, hefur gefið út sitt fyrsta lag, er...

Mono í víðóma Ný hljómsveit, Mono, hefur gefið út sitt fyrsta lag, er heitir Við tvö. Lagið má nálgast á myspace.com/monotonlist „Sveitin er góð blanda fimm pilta frá 25-35,“ segir Sævar Solheim , hljómborðsleikari. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Mótmæli á leiksýningu

Hópur mótmælenda sem kalla sig hina nafnlausu hyggst efna til þögulla mótmæla á frumsýningu leikritsins All My Sons á Broadway en Katie Holmes fer með aðalhlutverkið í leikritinu. „Við erum ekkert að reyna að ganga af leikritinu dauðu. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 284 orð | 1 mynd

NATO styðji Eystrasaltsríkin

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Bandaríkin hvetja Atlantshafsbandalagið til að sjá til þess að öryggi Eystrasaltsríkjanna þriggja sé tryggt. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 126 orð | 1 mynd

Niðurstöður kynntar

Dr. Stefán Ólafsson prófessor kynnti niðurstöður skýrslu sinnar: Kostnaður einstaklinga og samfélags vegna gigtarsjúkdóma, að loknum aðalfundi Gigtarfélags Íslands á Grand Hóteli í gærkveldi. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 360 orð | 1 mynd

Nýjar aðferðir við rannsókn

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Íslenska lögreglan tók í júlí síðastliðnum í notkun erfðaefnagagnagrunn og var hugbúnaðurinn byggður upp af bandarísku alríkislögreglunni. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 328 orð | 1 mynd

Nýjar forsendur fyrir léttlestum

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Reykjavíkurborg og samgönguráðuneytið eru í sameiningu að láta endurskoða athuganir á hagkvæmni lestarsamgangna milli Reykjavíkur og Keflavíkur og léttlestarkerfis á höfuðborgarsvæðinu. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 18 orð

Nýjar leiðir í stefnumótum

Rapparinn Kanye West reynir að heilla ástralska yngismey með því að birta myndir af henni á blogginu... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 36 orð | 1 mynd

Óhagstæð vöruskipti í ágúst

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir ágúst 2008 nam útflutningur fob, tæpum 31,4 milljörðum króna og innflutningur fob 34,7 milljörðum króna. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 185 orð | 1 mynd

Óvissuferð að hætti IKEA

Sviðslistahópurinn 16elskendur (16lovers) opnar ferðaskrifstofuna IKEA-ferðir í Örfirisey á laugardag. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 686 orð | 1 mynd

Persónulega erfitt en léttir að lokum

Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 60 orð | 1 mynd

Ráðherrar fá spurningaflóð

Kristinn H. Gunnarsson spyr samgönguráðherra um útboð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Og ráðherrar hafa fengið fleiri fyrirspurnir til að svara munnlega. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 364 orð | 2 myndir

Reynir á andlega og líkamlega

Tíminn eftir að ástarsambandi lýkur er erfiður og að mörgu leyti skrýtinn. Fólk sveiflast í tilfinningum sínum á meðan það reynir að vinna úr þeim og sambandinu og nokkurn tíma getur tekið að finna jafnvægi á ný. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 17 orð

Rússneskt Evróvisjón í uppnámi

Hernaðarbrölt Rússa í Georgíu dregur dilk á eftir sér. Nágrannaþjóðir vilja draga sig úr keppni næsta... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Samkeppni um jökulvatn

Grænlenska landstjórnin hefur efnt til hugmyndasamkeppni um markaðssetningu á grænlensku jökulvatni. Vonast menn til að hægt sé að veiða ísjaka, bræða 3.000-10.000 ára gamlan ísinn, tappa honum á flöskur og selja á alþjóðamarkaði. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 28 orð | 3 myndir

Sigursælar Valskonur farnar til Slóvakíu í Evrópukeppni meistaraliða

Valskonur eru í þann veginn að innbyrða sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í fótboltanum. Í dag takast þær á við aðra áskorun þegar þær mæta Cardiff frá Wales í... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 507 orð | 2 myndir

Skiptist á uppskriftum við ókunnuga á Facebook

Margt sniðugt fer fram á samskiptavefnum Facebook en þar hefur ung íslensk kona stofnað hóp sem ber nafnið The Cooking Association. Þar geta matgæðingar skipst á sniðugum uppskriftum og ráðum. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 52 orð | 1 mynd

Skjaldbökurnar verða nú leiknar

Annar tveggja höfunda hinna vinsælu Teenage Mutant Ninja Turtles, Kevin Eastman, hefur staðfest að á teikniborðinu sé ný kvikmynd um ævintýri karate-skjaldbaknanna. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 140 orð | 1 mynd

Skortur á mikilvægu efni

Lokun kjarnakljúfs í Hollandi getur haft áhrif á greiningu krabbmeins og meðferð á sjúklingum í Evrópu og í Bandaríkjunum vegna afhendingarstopps á mikilvægu geislavirku efni. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 20 orð | 1 mynd

Skýjað að mestu

Suðvestanátt, víða 5-10 m/s, skýjað að mestu og smásúld vestanlands, en víða bjartviðri austantil. Hiti yfirleitt á bilinu 8-14... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 146 orð | 1 mynd

Sló lögregluþjón í andlitið

Ágúst Fylkisson var í gærmorgun dæmdur í hálfs árs fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna, fyrir brot gegn valdstjórninni og vopnalagabrot. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 25 orð | 1 mynd

Sprengjuhöllin

Vinsælasta popphljómsveit landsins er mætt í hljóðverið til að gera aðra breiðskífu sína. Ekki eins ærslafull og síðast, þó svo að gleðin sé ekki... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 402 orð | 2 myndir

Stemningsmanneskja í matargerð

Guðrún Ögmundsdóttir er alvön að halda matarboð en hún seldi eitt slíkt fyrir hátt verð á uppboði til styrktar konum í Jemen um síðustu helgi. Einhver heppinn einstaklingur er því á leiðinni í lambalæri hjá Guðrúnu en á sumrin grillar hún þó alla jafna léttari mat. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 91 orð

Stutt Leiðrétt Í frétt 24 stunda í gær um verkfall ljósmæðra var...

Stutt Leiðrétt Í frétt 24 stunda í gær um verkfall ljósmæðra var misritað að nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar fengjust ekki til starfa. Hið rétta er að nýútskrifaðar ljósmæður ráða sig ekki til starfa vegna lágra launa. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 182 orð | 1 mynd

Tapaði 13 milljörðum króna

Reikningarnir vegna útgáfu Nyhedsavisen í Danmörku virðast fara hækkandi og fullyrðir Berlingske Tidende í gær, að tap á starfsemi blaðsins þau tvö ár sem það kom út sé komið í um 800 milljónir danskra króna, jafnvirði 13,1 milljarðs íslenskra króna. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Tarzan sveiflar sér á nýjan leik

Leikstjórinn Stephen Sommers stendur nú í viðræðum við Warner Bros. kvikmyndaverið um að taka að sér leikstjórn á væntanlegri mynd um ævintýri apamannsins Tarzan. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Tær spilling

Einhvern veginn væri það svo viðeigandi endir á stjórnmálaferli Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar að hann yrði skipaður forstjóri Landsvirkjunar í krafti pólitískra tengsla einna. Það væri svo tær pólitísk spilling að það væri næstum því fallegt. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 17 orð | 1 mynd

Unnsteinn Manúel

Forsprakki Retro Stefson tjáir sig um tónlistina, krúttlega þjóðerniskennd Íslendinga og undarleg viðbrögð eldri kvenna á... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 87 orð

Úrvalsvísitalan í KauphöllÍslands lækkaði um 1,31% í viðskiptum...

Úrvalsvísitalan í KauphöllÍslands lækkaði um 1,31% í viðskiptum gærdagsins. Stóð vísitalan í 4.169 stigum við lokun markaðarins. Mest hækkuðu bréf Icelandair Group hf. eða um 0,49%. Mesta lækkun varð á bréfum Sparisjóðs Reykjavíkur eða um 5,28%. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 277 orð | 1 mynd

Vilji ríkisstjórnar til virkjana og stóriðju

Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is „Ísland er frátekið fyrir álver, næstu árin,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, í stóriðjuumræðunni. „Gangi ósköpin eftir þarf að virkja mikið fyrir álver. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 754 orð | 1 mynd

Viljum sýna Evrópu hvað við getum

Valskonur hefja í dag keppni í undanriðli Evrópumóts meistaraliða í knattspyrnu þegar þær leika gegn Cardiff frá Wales. Riðillinn sem Valur leikur í er fjögurra liða og er leikinn í bænum Sala í Slóvakíu. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 201 orð | 1 mynd

Villimannaferð til að bæta knattspyrnuna

Til þess að blása lífi í sóknarleik knattspyrnuliðsins Fjölnis tóku félagar Péturs Markans framherja upp á því að draga hann með sér út á land. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 87 orð | 1 mynd

Vorkunn

Það er ekki á hverjum degi sem mönnum er sagt að þegja á Alþingi og alls ekki í orðaskiptum milli manna sem eru í forystuhlutverkum... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Wanted plaköt gagnrýnd

Kynningarplaköt fyrir myndina Wanted, sem skartar Angelinu Jolie, hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að fegra „þetta verkfæri djöfulsins,“ einsog einn andstæðingurinn komst að orði um byssurnar sem plakötin skarta. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 12 orð

Það má alveg gefa skít í kerfið

Nýjasta auglýsing Vodafone brýtur ekki gegn siðferðiskennd þjóðarinnar að mati siðanefndar... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 341 orð | 1 mynd

Þetta er eins og að fá fæturna aftur

Eftir Ingibjörgu B.Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Það var hamingjusamur bóndi sem tók á móti vinnuvélunum sínum á bryggjunni í Stykkishólmi um miðjan dag í gær. „Þetta er eins og að fá fæturna aftur. Það er miklu fargi af manni létt. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 263 orð | 1 mynd

Þreifingar til sátta í deilunni

Þreifingar til að leita sátta hafa átt sér stað milli Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Hafnarfjarðar vegna kaupa OR á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 230 orð | 1 mynd

Þriggja milljóna króna bílastæðið

Það þykir fínt að tala fjálglega um verðgildi, þéttingu byggðar og skynsamlega nýtingu lands. Lóðaframboð í Reykjavík er enda takmarkað, fermetrinn dýrmætur. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 19 orð | 1 mynd

Þvingandi form

Samtökin Tíu sekúndna reglan vilja losna undan þvingandi ljósmyndaformi og óska eftir æsilegum og spennandi myndum sem krydda... Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 663 orð | 2 myndir

Þægilegast að vera rótlaus

Með hljómsveitinni Retro Stefson brýst fram á sjónarsviðið alíslensk sveit er inniheldur tvo liðsmenn af fyrstu kynslóð Íslendinga af erlendum uppruna. Meira
4. september 2008 | 24 stundir | 323 orð | 2 myndir

Ævintýrið í hinu hversdagslega

Fyrsta sýning leikársins í Þjóðleikhúsinu var frumsýnd um helgina, en þar var á ferðinni verk brúðuleikarans Bernds Ogrodniks, Klókur ertu, Einar Áskell. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.