Greinar föstudaginn 3. október 2008

Fréttir

3. október 2008 | Innlendar fréttir | 339 orð

65 milljóna króna sekt Árdegis stendur óhögguð

HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli, sem Árdegi hf., sem rekur Skífuna, höfðaði gegn Samkeppniseftirlitinu. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð

Aðgerðir brátt kynntar

ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vildi ekki tjá sig við blaðamann um hvenær aðgerðaráætlunar væri að vænta frá ríkisstjórninni en sagði ljóst að taka þyrfti á málum af festu. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 458 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi blasir við mörgum

Eftir Örlyg Sigurjónsson orsi@mbl.is „ÞAÐ eru mjög auknar atvinnuleysisskráningar og mikil örtröð hjá okkur,“ segir Hugrún Jóhannesdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar höfuðborgarsvæðisins. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Auratal

Í veskinu lúrir fimmtíu króna seðill – gefinn út í Danmörku. Þessar dönsku krónur hafa fengið sjálfstætt líf undanfarið og á hverjum degi breytist verðgildið. Fyrir ári kostaði þessi seðill um 575 íslenskar krónur en í dag kostar hann um 1. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 358 orð | 1 mynd

Átak til að fjölga leiguíbúðum

ÁTAK í fjölgun leiguíbúða og hækkun niðurgreiðslna vegna leiguíbúða fyrir fólk sem er með tekjur og eignir undir ákveðnum viðmiðunarmörkum verður aukið á næsta ári. Aukin eftirspurn hefur verið eftir lánum hjá Íbúðalánasjóði til leiguíbúða, m.a. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Bananamarkaði bjargað

„VIÐ höfum nú bara góða viðskiptasögu við þessi fyrirtæki og mikið traust, þannig að það bjargaðist alveg,“ segir Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf. Sigurður G. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 411 orð | 1 mynd

„Vona að fólk spari annað“

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Selfoss | „Það kemur í ljós en ég vona að fólk spari eitthvað annað við sig en framlög til góðgerðarmála,“ segir Bjarni Rúnarsson, formaður Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

„Þú lýgur því“

Reykjanesbær | Karlakór og mörg af helstu poppgoðum Suðurnesja halda útgáfutónleika um helgina til að kynna nýjan hljómdisk sem ber nafnið „Þú lýgur því“. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 980 orð | 4 myndir

Bent á kosti evruupptöku

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is KOMINN er tími til að Íslendingar taki afstöðu til þess hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Málið er orðið enn brýnna en áður og þolir enga bið. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Bergur-Huginn skaraði fram úr í útgerð

ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur-Huginn hlaut íslensku sjávarútvegsverðlaunin á Sjávarútvegssýningunni í gær fyrir framúrskarandi íslenska útgerð og fær leyfi til að nota merki verðlaunanna á kynningarefni sitt. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 359 orð | 3 myndir

Daprar horfur

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is OPNIST erlendir fjármálamarkaðir ekki fyrir Íslendingum er aðeins tvennt sem kemur til greina, að mati Gylfa Magnússonar, dósents við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Meira
3. október 2008 | Erlendar fréttir | 342 orð

Dúsur til að liðka fyrir

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LIÐSMENN fulltrúadeildarinnar í Bandaríkjunum bjuggu sig í gær undir afdrifaríka atkvæðagreiðslu sem sennilega verður í dag um björgunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna fjármálakreppunnar. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Eðlilegt að kanna rétt sinn

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „FÓLK hefur verið að leita til okkar allt þetta ár og það hefur stigmagnast mjög síðustu tvær vikur. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

Eini karlinn á sinni deild

„Gamlir peningakarlar skilja alls ekkert í þessu starfsvali mínu, þeim finnst þetta ekki vera fyrir karlmenn,“ segir Baldvin Már Baldvinsson sem hefur starfað á leikskólanum Sólhlíð undanfarin þrjú ár og kann því vel. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 858 orð | 2 myndir

Enn gert ráð fyrir síkinu

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is HUGMYNDIR að breyttu skipulagi miðbæjarins á Akureyri voru kynntar í bæjarráði í gærmorgun. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Enn kviknar í bifreið um hábjartan dag í Reykjavík

ELDUR kom upp í fólksbíl á ferð um Vatnagarða í Reykjavík um klukkan eitt í gær. Ökumaðurinn slapp ómeiddur úr bílnum sem varð alelda á skömmum tíma. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk vel að slökkva eldinn en upptök hans eru ókunn. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 538 orð | 3 myndir

Erlendu lánin íþyngjandi

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Staða þeirra sveitarfélaga sem hafa verið í mikilli þenslu og vexti að undanförnu er og verður erfiðari en hjá öðrum sveitarfélögum þar sem uppbygging hefur verið minni. Meira
3. október 2008 | Erlendar fréttir | 252 orð

Eyðniveiran eldri en talið var

ERFÐAFRÆÐILEG greining á lífsýni sem kom nýlega í leitirnar í Lýðveldinu Kongó bendir til að vírusinn sem veldur eyðni hafi byrjað að berast á milli manna fyrir rúmri öld, eða þrjátíu árum fyrr en álitið hefur verið fram að þessu. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð

Fjárfestar vilja svör

STJÓRN Samtaka fjárfesta kallar eftir ákveðnum svörum vegna Glitnismála til að skapa traust á fjármálamarkaði. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 660 orð | 3 myndir

Fjármálahrollur fer um Svisslendinga

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Svissneski bankinn UBS tilkynnti í gær að von væri á því að „örlítill hagnaður“ yrði af rekstrinum á þriðja ársfjórðungi. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Fjórðungur nema í stuðningskennslu

SÍÐASTA skólaár nutu 10.640 nemendur grunnskólans sérkennslu eða einhvers konar stuðnings, sem er 24,3% allra nemenda. Er það fækkun um 162 nemendur frá fyrra skólaári milli ára. Hlutfallslega flestir nemendur 4. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 375 orð | 2 myndir

Forvitni, bjartsýni, dirfska

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „OKKUR er ætlað að auka skilning á mikilvægi góðrar hönnunar og arkitektúrs í þjóðfélaginu og efla hlut hönnunar, þar sem hún getur verið veigamikill og virðisaukandi þáttur í íslensku atvinnulífi. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Frægðarhöll slökkviliðsins

HARALDUR Stefánsson, fyrrverandi slökkviliðsstjóri Keflavíkurflugvallar, varð þess heiðurs aðnjótandi að vera færður til sætis í frægðarhöll slökkviliðsmanna; „The Navy Fire and Emergency Service Hall of Fame“. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fækkaði um 15.000 farþega

RÚMLEGA 172 þúsund farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í september sl. en rúmlega 187 þúsund farþegar í september á síðasta ári. Fækkunin nemur rúmum 15.000 farþegum eða 3,87%. Meira
3. október 2008 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Færri féllu í Dresden

FÆRRI týndu lífi í miklum loftárásum bandamanna á þýsku borgina Dresden í febrúar 1945 en löngum hefur verið talið, í mesta lagi 25.000 manns en ekki 135.000 eins og oftast hefur verið nefnt. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Geti leitað til Íbúðalánasjóðs

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is VERA kann að Íbúðalánasjóður þurfi að bjóða upp á að fólk geti endurfjármagnað fasteignalán sín ef svo fer að bankarnir margfaldi vaxtabyrðina hjá lántakendum. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Glitniskaup marka ekki endapunkt

Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KAUP ríkisins á 75% hluti í Glitni marka ekki endapunkt í hremmingunum sem nú steðja að íslensku bankakerfi. Þetta kom fram í stefnuræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær. Meira
3. október 2008 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Indverjar drepa í sígarettunum

KARLMAÐUR í milljónaborginni Kolkata (áður Kalkútta) í Indlandi sýgur sígarettuna sína af áfergju en í gær tóku gildi lög sem banna reykingar á opinberum stöðum. Talsmenn tóbaksvarna segja að 900.000 manns deyi af völdum reykinga í Indlandi ár hvert. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Jóhanna er vinsælust

VINSÆLDIR ríkisstjórnarinnar minnka á ný eftir að hafa aukist í ágúst, ef marka má Þjóðarpúls Gallup. Um 51% þátttakenda í þjóðarpúlsinum sagðist styðja ríkisstjórnina en þetta hlutfall var 54% í ágúst. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 180 orð

Kaupa ekki krónur

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is Fjárfestar sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu íslensku bankana nánast hafa lokað fyrir viðskipti með gjaldeyri. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 342 orð | 2 myndir

Komnir á fulla ferð

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FRAMKVÆMDIR eru nú í fullum gangi í Helguvík vegna álvers Norðuráls. Að sögn Ágústs F. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 160 orð

Lán eða greiðsluþrot?

EF erlendir fjármálamarkaðir opnast ekki fyrir Íslendingum þarf íslenska ríkið annaðhvort að sækja um neyðarlán til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða erlendra neyðarbanka, ellegar lýsa yfir greiðsluþroti, og væri landið þá komið í lánstraustsflokk með... Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 637 orð | 9 myndir

Leikur hár hiti við himin sjálfan

Hita í jörðu er að finna allt frá mörkum Vatnajökuls að Axarfirði. Á þeirri leið er margt um virkjunarkosti, sem Ragnar Axelsson og Önundur Páll Ragnarsson kynntu sér í vikunni. Meira
3. október 2008 | Erlendar fréttir | 97 orð

Lifandi apahræða

APAR eru víða til mikils ama í Indlandi, stela mat og ýmsu lauslegu. Vandinn er erfiður viðfangs, ekki er hægt að drepa dýrin af því að hindúar álíta apana vera friðhelga. Meira
3. október 2008 | Erlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

Líbanir vara við innrás Sýrlendinga

MIKILL liðssafnaður sýrlenska hersins við landamærin að Líbanon og yfirlýsingar Bashars al-Assads Sýrlandsforseta um að landinu stafi hætta af öfgamönnum hafa vakið ótta við, að Sýrlendingar hyggist endurheimta yfirráð sín í Líbanon. Um 10. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð

Lokað fyrir losun á nesinu

BÆJARRÁÐ Kópavogs samþykkti í gær að fresta losun umframefna á landfyllingu á Kársnesi uns niðurstaða liggur fyrir um skipulag svæðisins. Landfyllingin hefur verið harðlega gagnrýnd og lögmæti þess að losa þar efni dregið í efa. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 508 orð | 2 myndir

Milljóna halli borgarsjóðs

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 42 orð

Námsstyrkir

DOKTORSNEMARNIR Eydís K. Sveinbjarnardóttir, sviðsstjóri á geðsviði Landsspítalans, og Jóhanna Bernharðsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, hlutu á dögunum styrk úr úr rannsóknasjóði Ingibjargar R. Magnúsdóttur. Hvor um sig fékk 375.000 krónur í styrk. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 422 orð | 1 mynd

Notaðar vinnuvélar fluttar út

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ÞAÐ sem af er ári hafa Kraftvélar flutt út vinnuvélar til annarra landa fyrir um 300 milljónir króna. Mest eru þetta notaðar vélar sem fyrirtækið hefur tekið upp í við kaup fyrirtækja á nýjum tækjum. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 385 orð | 1 mynd

Rúmlega 100 hafa sótt um greiðslufrest

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is FRÁ því í sumar hafa rétt rúmlega 100 umsóknir borist Íbúðalánasjóði um greiðslufrest, en sjóðurinn heimilar nú þeim sem eiga tvær húseignir, og hafa ekki getað selt aðra þeirra, að fresta afborgunum af lánum. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Ræða viðbrögð ESB við fjármálakreppu

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FRAMKVÆMDASTJÓRN Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur undanfarna daga fundað með embættismönnum og sérfræðingum Evrópusambandsins (ESB) í Brussel. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Sáttmáli SÞ telur lundann í hættu

ATLANTSHAFSLUNDINN, en stærsti stofn hans er á Íslandi, er í hópi tuttugu sjófuglategunda sem settar hafa verið á gátlista alþjóðlegs samnings um afrísk-evrasískra sjó- og vatnafarfugla (the African-Eurasian Migratory Waterbird Agreement) en sáttmálinn... Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Sjálfboðastörf eru mikilvæg

Foseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vakti athygli ungmennanna í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á mikilvægi sjálfboðaliðsstarfa þegar hann tók þátt í kynningu á landssöfnuninni „Göngum til góðs“ í skólanum í gær. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 147 orð

Skuldir Hafnfirðinga aukast

SAMKVÆMT 6 mánaða uppgjöri Hafnarfjarðarbæjar, sem lagt var fram í bæjarráði í sl. viku og tekið til umræðu í fyrradag, er afkoma tímabilsins fyrir fjármagnsliði jákvæð um tæpar 186 millj. kr. hjá A-hluta og jákvæð um 468 millj. kr. hjá A- og B-hluta. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 781 orð | 4 myndir

Sýning opnuð í skugga efnahagsþrenginga

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÍSLENSKA sjávarútvegssýningin í Kópavogi var sett í gærmorgun í skugga mikilla efnahagsþrenginga. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra gerði ástandið að umtalsefni í setningarræðu sinni. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 36 orð | 1 mynd

Tilþrif á skautunum

HJÓLABRETTAHÁTÍÐ var haldin í félagsmiðstöðinni Hrauninu við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði í gær. Krakkar spreyttu sig í ýmsum greinum og keppt var á línuskautum, brettum, bmx- og hlaupahjólum. Þangað kom m.a. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 261 orð

Ummælin voru ærumeiðandi

UMMÆLI um Þóru Guðmundsdóttur, sem oftast er kennd við Atlanta, og birtust í Séð&heyrt í nóvember 2006 voru ómerkt í Hæstarétti í gær. Jafnframt var Eiríkur Jónsson, ritstjóri ritsins, dæmdur til að greiða Þóru 500.000 krónur í miskabætur. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Umræður um þjóðstjórn eru tímaeyðsla

„MENN verða að vita hvert þeirra hlutverk er hverju sinni og hlutverk seðlabankastjórnar er að huga að peningamálum og stuðla að fjármálalegum stöðugleika. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 129 orð

Vann 14 milljónir í lottói

VINNINGSHAFINN í þrefalda pottinum í lottóinu um síðustu helgi er ung kona í sambúð sem á von á sínu fyrsta barni. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Vetrardekkin tímabær

ÞAÐ var nóg að gera hjá strákunum á Bílaþjónustunni á Húsavík í gær eftir að bæjarbúar vöknuðu upp við hálku á götum bæjarins í gærmorgun. Á dekkjaverkstæðinu tóku starfsmenn hvern bílinn á fætur öðrum og settu undir hann vetrardekkin. Meira
3. október 2008 | Erlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Vilja leyfa hasssölu

LAGT hefur verið til, að sala á hassi verði heimiluð en þó undir ströngu eftirliti. Kemur þetta fram hjá alþjóðlegri nefnd en álit hennar verður rætt er stefna Sameinuðu þjóðanna í fíkniefnamálum verður endurskoðuð á næsta ári. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 444 orð | 2 myndir

Vill að verk verði brotin upp

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 362 orð | 1 mynd

Væri algjör þrautalending

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is GÆTI íslenska ríkið leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í efnahagsþrengingum þeim sem steðja að landinu um þessar mundir? Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 2735 orð | 1 mynd

Þjóðarbúið er byrjað að leita jafnvægis á ný

Herra forseti, góðir Íslendingar. Í upphafi ræðu minnar vil ég senda hæstvirtum utanríkisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, bestu kveðjur þar sem hún dvelur á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum eftir læknisaðgerð. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Ærlegasta snjókoma í borginni

Éljagangur setti mikinn svip á höfuðborgarbraginn í gærkvöld og varð jörð alhvít víða. Ekki var annað að sjá en veturinn gæti vart beðið síns fyrsta dags sem er hinn 25. október samkvæmt almanakinu. Meira
3. október 2008 | Innlendar fréttir | 327 orð | 1 mynd

Ætla að vinna eldsneyti úr útblæstri

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is RÁÐGERT er að á næsta ári hefjist tilraunavinnsla við nýtingu útblásturs frá orkuverinu í Svartsengi til að vinna metanól, til íblöndunar í bensín. Meira

Ritstjórnargreinar

3. október 2008 | Staksteinar | 176 orð | 1 mynd

Ríkir traust?

Ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins og menntamálaráðherra, um Davíð Oddsson, formann bankastjórnar Seðlabankans, sæta verulegum tíðindum. Meira
3. október 2008 | Leiðarar | 588 orð

Út úr erfiðleikunum

Almenningur hefur miklar áhyggjur af efnahagsástandinu. Það á jafnt við um þá sem reka heimili og fyrirtæki. Sumir eru jafnvel gripnir örvæntingu. Það blasir við að lífskjör í landinu hafa rýrnað verulega á skömmum tíma. Meira

Menning

3. október 2008 | Myndlist | 251 orð | 1 mynd

Annar heimur í Kína

„ÉG kalla sýninguna „Annar heimur“ því á ferðalagi mínu í Kína árið 2004 fannst mér ég vera dottin inn í annan heim og annan tíma,“ segir Jóna Þorvaldsdóttir ljósmyndari. Meira
3. október 2008 | Kvikmyndir | 335 orð | 1 mynd

Ágætis grín og reddingar

Leikstjóri: Óskar Jónasson. Leikarar: Baltasar Kormákur, Ingvar E. Sigurðsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir. Ísland. 90 mín. 2008. Meira
3. október 2008 | Hugvísindi | 403 orð | 1 mynd

Á mótum lista og vísinda

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is SNERTIFLETIR hugvísinda og lista verða kannaðir í þaula á ráðstefnunni Rannsóknir í listum sem haldin er í Listaháskólanum í dag og á morgun. Meira
3. október 2008 | Bókmenntir | 477 orð | 1 mynd

„Kemur allt frá sama stað“

Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is „JÁ, talsamband við útlönd, Kristín Eiríksdóttir hér!“ heyrist í símanum þegar blaðamaður tekur upp tólið. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 145 orð | 1 mynd

Bravo! stendur undir nafni í slæmu árferði

* Það er óhætt að segja að ástandið í þjóðfélaginu sé með lakara móti um þessar mundir. Meira
3. október 2008 | Myndlist | 86 orð | 1 mynd

Börnin í Svíþjóð

SÝNINGIN Undrabörn, með ljósmyndum Mary Ellen Mark og Ívars Brynjarssonar, og heimildakvikmyndinni Alexander eftir Martin Bell, var opnuð í Nordiska Museet í Stokkhólmi á þriðjudaginn var. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

Daufir tónlistartímar framundan?

* Á hinn bóginn neyðast Íslendingar til að bíða þolinmóðir eftir því að erlendar poppstjörnur komi hingað til lands í þeim tilgangi að halda stórtónleika. Meira
3. október 2008 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Fagmannleg umfjöllun um fótbolta

Í ljósvakapistli sínum í gær kvartaði Höskuldur Ólafsson sáran yfir því sem honum þykir ekki gott í íslensku sjónvarpi. Það verður ekki gert hér, heldur ætla ég þvert á móti að hrósa nokkru sem vel er gert. Meira
3. október 2008 | Kvikmyndir | 221 orð | 1 mynd

Gleði og geðsjúk morð

TVÆR kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum kvikmyndahúsum í kvöld, auk Reykjavík Rotterdam. Happy Go Lucky Hér er á ferðinni nýjasta kvikmynd breska leikstjórans Mike Leigh sem á að baki myndir á borð við Secrets & Lies og Vera Drake . Meira
3. október 2008 | Tónlist | 514 orð | 2 myndir

Hver fílar ekki næntís?

Það kemur væntanlega einhverjum spánskt fyrir sjónir að Haddaway, poppari sem sló í gegn með laginu „What is Love?“ árið 1993, sé að fara að halda tónleika í kvöld á NASA. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 98 orð | 1 mynd

Hvetja fólk til að kjósa

HÓPUR bandarískra leikara birtist þessa dagana í auglýsingaherferð, þar sem þeir hvetja bandaríska borgara til að neyta kosningaréttarins í komandi forsetakosningum. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Í laxveiði fyrir brúðkaupið

LEIKARINN Ryan Reynolds var svo spenntur áður en hann gekk að eiga ungstirnið Scarlett Johansson um liðna helgi, að hann gerði eitthvað það skemmtilegasta sem fólk getur gert: hann fór í laxveiði. Meira
3. október 2008 | Bókmenntir | 72 orð | 1 mynd

Íslendingar á Turku-messunni

NORRÆNU sendiráðin í Finnlandi verða með sameginlegan bás á bókamessunni í Turku nú um helgina. Meðal dagskrárliða sem tengjast þátttöku Íslands er þátttaka höfundanna Kristínar Steinsdóttur, Sjóns og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Meira
3. október 2008 | Kvikmyndir | 165 orð | 1 mynd

Íslenskur harmur og húmor

Naglinn Leikstjóri: Benedikt Erlingsson. Leikarar: Þorsteinn Gunnarsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir. Ísland. 15 mín. 2008. Harmsaga Leikstjóri: Valdimar Jóhannsson. Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Beate Bille. Ísland. 12 mín. 2008. Meira
3. október 2008 | Tónlist | 63 orð | 2 myndir

Janis Joplin í Íslensku óperunni

HIN goðsagnakennda söngkona Janis Joplin lifnar við í nýju verki Ólafs Hauks Símonarsonar, sem verður frumsýnt í Íslensku óperunni í kvöld. Nefnist það Janis 27 . Tónlist Joplin skipar stóran sess og sér hljómsveit Jóns Ólafssonar um hana. Meira
3. október 2008 | Myndlist | 597 orð | 1 mynd

Karlar og konur í kássu

Opið alla daga nema mánudaga frá 11.00-17.00. Sýningu lýkur 5. október. Aðgangur ókeypis. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 288 orð | 1 mynd

Lilja Nótt Þórarinsdóttir

Það er stór dagur í lífi aðalskonu vikunnar. Það er ekki nóg með að hún leiki eitt af aðalhlutverkunum í Reykjavík Rotterdam sem verður frumsýnd í kvöld, heldur leikur hún líka í Gangverkinu sem Nemendaleikhúsið frumsýnir í kvöld. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Rowling þénar langmest

JK Rowling, höfundur sagnabálksins um galdrastrákinn Harry Potter, þénar meira en níu næsttekjuhæstu rithöfundarnir – samanlagt. Meira
3. október 2008 | Myndlist | 75 orð | 1 mynd

Rut Rebekka sýnir í Grafíksafninu

MYNDLISTARKONAN Rut Rebekka opnar sína 17. einkasýningu í Grafíksafni Íslands. Að þessu sinni sýnir Rut Rebekka stór olíumálverk. Listakonan hefur sýnt víða á liðnum árum. Meira
3. október 2008 | Myndlist | 381 orð | 2 myndir

Svarta kanínan lent

„MÉR fannst Úlfur fyrst mjög dularfullur. Hann talaði ekki mikið, en hann tjáði sig mikið án orða. Meira
3. október 2008 | Tónlist | 241 orð

Tveir píanóleikarar og eitt píanó

Tónlist eftir Clöru og Robert Schumann, Schubert og Dvorák. Flytjendur: Tríó Nordica (Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Móna Kontra), ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur og Huldu Björk Garðarsdóttur. Sunnudagur 28. september. Meira
3. október 2008 | Kvikmyndir | 193 orð | 1 mynd

Villingur að vestan

Leikstjóri: Nick Moore. Aðalleikarar: Emma Roberts, Alex Pettyfer, Natasha Richardson, Nick Frost. 98 mín. England/Bandaríkin 2008. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 219 orð | 1 mynd

Yoko Ono kveikir á Friðarsúlunni á fimmtudaginn

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA verður ekki eins og þetta var í fyrra, þegar kveikt var á henni í fyrsta skipti. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 190 orð | 1 mynd

Þyngsti maðurinn kvænist

ÞYNGSTI maður í heimi, samkvæmt Heimsmetabók Guinness, mun ganga að eiga unnustu sína síðar í mánuðinum. Mexíkóinn Manuel Uribe, sem er 42 ára gamall, og Claudia Solis hafa verið par í nokkur ár. Meira
3. október 2008 | Fólk í fréttum | 164 orð | 1 mynd

Ætlar að gera betur

LEIKARINN Robert Downey Jr. hefur látið þau stóru orð falla að hann muni leika Sherlock Holmes betur en nokkurn tímann hafi verið gert, en hann túlkar hinn breska spæjara í nýrri mynd Guys Ritchies. Meira

Umræðan

3. október 2008 | Aðsent efni | 788 orð | 1 mynd

Átti að velja aðra leið?

Eftir Jón Steinsson: "Fall Glitnis er alvarlegur skellur fyrir íslenska hagkerfið. Sem betur fer var það hins vegar höndlað rétt af stjórnvöldum." Meira
3. október 2008 | Aðsent efni | 746 orð | 1 mynd

Bisnessmenn á hvítum sloppum

Ögmundur Jónasson svarar grein Jóhannesar Kára Kristjánssonar: "Hvaða fyrirtæki skyldi fúlsa við því að hafa allt sitt á þurru með greiðslum úr ríkissjóði!" Meira
3. október 2008 | Blogg | 69 orð | 1 mynd

Bjarni Harðarson | 2. október Bitist um ríkisbankann... Er Glitnir...

Bjarni Harðarson | 2. október Bitist um ríkisbankann... Er Glitnir ríkisbanki – eða er það bara hugmynd sem Jón Ásgeir og Þorsteinn Már geta hent út af borðinu? Meira
3. október 2008 | Pistlar | 463 orð | 1 mynd

Blaðamaður og álitsgjafi

Stjórnarþingmaðurinn Ólöf Nordal lýsti ágætlega þeim óróa sem ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og þeim litla íslenska í pistli sínum hér í leiðaraopnu Morgunblaðsins í gær. Um það hef ég ekkert nema gott eitt að segja. Meira
3. október 2008 | Aðsent efni | 468 orð | 2 myndir

Hlúðu að því sem þér þykir vænt um

Einar G. Kvaran og Hannes Jónas Eðvarðsson skrifa um uppbyggilega samveru foreldra og barna: "Þegar dregur úr efnahagskapphlaupinu gefst tími til að njóta lengri samvista við sína nánustu, meiri tími til að hlúa að börnum okkar." Meira
3. október 2008 | Aðsent efni | 301 orð | 1 mynd

Hvar er nú kjarkurinn, Íslendingar?

Bjarni Anton Einarsson skrifar um aðsteðjandi fjármálavanda: "Efla þarf ferðaþjónustu eins og kostur er." Meira
3. október 2008 | Aðsent efni | 483 orð | 1 mynd

Hættum að borga, núna!

Magnús Vignir Árnason hvetur almenning til að mótmæla efnahagsmálum: "Hvergi annars staðar, við jafn góðar aðstæður og við búum við, fara stjórnvöld eins illa með kjósendur sína, í einhverju barnalegu gróða- og valdatafli." Meira
3. október 2008 | Blogg | 55 orð | 1 mynd

Sigurjón Þórðarson | 2. október Fjárlagafrumvarpið Það er ekki að sjá að...

Sigurjón Þórðarson | 2. október Fjárlagafrumvarpið Það er ekki að sjá að gætt sé sparnaðar í utanríkisráðuneyti Samfylkingarinnar. Það verða áfram hundraða milljóna útgjöld vegna erlends herflugs yfir landinu. Meira
3. október 2008 | Aðsent efni | 373 orð | 1 mynd

Sóknarfæri í viðskiptum við Ekvador

Gunnar I. Birgisson segir frá menningarhátíð í Kópavogi: "Stjórnvöld í Ekvador hafa hug á að virkja jarðhita sem gnótt er af í landinu og vilja í því skyni fræðast af Íslendingum." Meira
3. október 2008 | Aðsent efni | 307 orð | 1 mynd

Stökktu Össur

Ólafur Hauksson skrifar um tækifæri í ferðaþjónustu: "Íslenska ferðaþjónustan er í aðstöðu sem hún hefur ekki þekkt áður." Meira
3. október 2008 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Synjunarvald forsetans ógn við lýðræðið

Jónína Benediktsdóttir skrifar um fjölmiðlalög: "Hvernig eru svona Bentleybílar í snjó?" Meira
3. október 2008 | Aðsent efni | 284 orð | 1 mynd

Tökum á og sameinum fjölskyldur

Anna Stefánsdóttir óskar eftir framlagi Íslendinga í landssöfnunina Göngum til góðs: "Rauði krossinn leitar til allra landsmanna að taka þátt í Göngum til góðs á laugardag með því að ganga með bauk í hús eða með því að gefa." Meira
3. október 2008 | Velvakandi | 194 orð | 1 mynd

Velvakandi

Til Seðlabankastjóra Davíð gleypti Glitni, grátlegt var að sjá, strengir allir slitnir, stefna hans er blá. HVAÐ ertu að gera, Davíð? Ertu virkilega að hefna þín á Jóni Ásgeiri? Lætur þú þjóðinni blæða fyrir þínar gerðir? Meira

Minningargreinar

3. október 2008 | Minningargreinar | 1024 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Valdimarsson

Aðalsteinn Valdimarsson fæddist á Sauðárkróki 2. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut hinn 26. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Valdimar Konráðsson, f. 15.9. 1900, d. 4.2. 1986, og Ingibjörg Jóhannsdóttir, f. 28.9. 1904, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 600 orð | 1 mynd

Guðmundur F. Jónsson

Guðmundur F. Jónsson fæddist á Hrauni í Keldudal í Dýrafirði 28. júní 1911. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi í Reykjavík sunnudaginn 21. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurborg Guðrún Guðmundsdóttir, f. á Dröngum í Dýrafirði 27.3. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 515 orð | 1 mynd

Guðrún Sigurðardóttir

Guðrún Sigurðardóttir fæddist í Haga á Höfn í Hornafirði 4. september 1923. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Höfn 9. september síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hafnarkirkju 22. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 374 orð | 1 mynd

Guðrún Þóra Guðmundsdóttir

Guðrún Þóra Guðmundsdóttir fæddist í Hæringsstaðahjáleigu í Stokkseyrarhreppi 17. september 1930. Hún lést á Fossheimum, hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi, 20. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stokkseyrarkirkju 27. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 693 orð | 1 mynd

Gunnlaug F. Olsen

Gunnlaug F. Olsen fæddist á Akureyri 19. desember 1923. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 2. október. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 355 orð | 1 mynd

Halla Kristrún Jakobsdóttir

Halla Kristrún Jakobsdóttir fæddist á Kambi í Veiðileysufirði í Árneshreppi 9. janúar 1931. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 8. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Bústaðakirkju 18. september. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 1367 orð | 1 mynd

Hjörtur Haraldsson

Hjörtur Haraldsson, skírður Heinz Karl Friedlaender, fæddist í Berlín í Þýskalandi 27. ágúst 1914. Hann lést á heimili sínu, Kleppsvegi 62 í Reykjavík, 27. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Martha Danziger, f. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 2667 orð | 1 mynd

Jósef Halldór Þorgeirsson

Jósef Halldór Þorgeirsson fæddist á Akranesi 16. júlí 1936. Hann lést 23. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akraneskirkju. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 2168 orð | 1 mynd

Kjartan Kristófersson

Kjartan Kristófersson var fæddur í Reykjavík 30.12. 1931. Hann lést 28. september síðastliðinn á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík. Foreldrar hans voru Þórlaug Marsibil Sigurðardóttir, f. 17.11. 1903 í Söðulsholti Eyjahreppi, d. 14.12. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 540 orð | 1 mynd

Lauritz Constantin Jörgensen

Lauritz Constantin Jörgensen var fæddur í Reykjavík 7. nóvember 1941. Lést á heimili sínu í Minnesota 10. september síðastliðinn. Lauritz var sonur hjónanna Herdísar Guðmundsdótttur, f. 3.7. 1920, og Lauritz Constantins Jörgensens, f. 4.3. 1902, d.... Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 5076 orð | 1 mynd

Salbjörg Óskarsdóttir

Salbjörg Óskarsdóttir fæddist 31. júlí 1960 í Kópavogi. Hún lést á heimili sínu þann 24. september. Salbjörg var dóttir hjónanna Jóhönnu Björnsdóttur, f. 20.9. 1929 í Reykjavík og Óskars Hannibalssonar, f. 6.5. 1919 í Önundarfirði, d. 25.11. 1985. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 3003 orð | 1 mynd

Sigrún Guðmundsdóttir

Sigrún Guðmundsdóttir var fædd í Reykjavík 7. des. 1930. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt 25. september síðastliðinn. Foreldrar Sigrúnar voru Guðmundur Friðrik Guðmundsson, veitingaþjónn frá Vindási í Grundarfirði, f. 12.7. 1901, d.... Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 4199 orð | 1 mynd

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson fæddist að Skógum í Fnjóskadal 16. maí 1917. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 25. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Sigurðardóttir húsfreyja, f. 21.4. 1890, d. 11.1. Meira  Kaupa minningabók
3. október 2008 | Minningargreinar | 1062 orð | 1 mynd

Þorbjörn Guðfinnsson

Þorbjörn Guðfinnsson fæddist í Reykjavík 1. apríl 1945. Hann var bráðkvaddur 25. september síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Mörtu Pétursdóttur húsfreyju, f. 12. ágúst 1901, d. 2. apríl 1992, og Guðfinns Þorbjörnssonar vélstjóra, f. 11. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 222 orð | 1 mynd

Gefa út ríkisbréf

SEÐLABANKI Íslands hefur ákveðið að selja innstæðubréf, óverðtryggð verðbréf með líftíma til mars á næsta ári, og geta fjármálafyrirtæki keypt þau að eigin frumkvæði frá og með deginum í dag. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 454 orð | 2 myndir

Gjaldeyriskreppan gerir alla fjármögnun erfiða

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „Stefnuræðan var ekki um neitt,“ sagði Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 279 orð | 2 myndir

Glitnir tekur tapið vegna bréfa Stoða

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is ENGIN skuldabréf útgefin af Stoðum eru nú í peningamarkaðssjóðum Glitnis. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Harðar aðgerðir stjórnvalda framundan

Ísland á við gjaldeyriskreppu að stríða og framundan eru harðar aðgerðir Seðlabanka og yfirvalda til þess að renna stoðum undir krónuna sem um þessar mundir er í frjálsu falli. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 69 orð | 1 mynd

Írska leiðin fær fleirum

Ákvæði þess efnis að erlendir bankar sem veiti vissum fjölda Íra þjónustu geti sótt um aðild að írska samkomulaginu um ríkistryggingu skulda hefur verið bætt við það. Frumvarp um samkomulagið hefur verið samþykkt. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 160 orð | 1 mynd

Krónan heldur einna verst verðgildi sínu

ÍSLENSKA krónan er í hópi þeirra gjaldmiðla í heiminum sem hafa staðið sig hvað verst í því að halda verðgildi sínu síðastliðið ár. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 80 orð

Landsframleiðslan jókst um 4,9%

LANDSFRAMLEIÐSLAN á árinu 2007 jókst um 4,9% frá fyrra ári að raungildi. Þetta kemur fram í Hagvísi Hagstofu Íslands. Var landsframleiðslan í fyrra 1.293 milljarðar króna. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 82 orð

Lækkun í Kauphöllinni

HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöllinni á Íslandi í gær námu 74,3 milljörðum króna . Þar af voru viðskipti með skuldabréf fyrir 61,3 milljarða og viðskipti með hlutabréf fyrir 12,5 milljarða. Úrvalsvísitalan lækkaði um 5,9% í gær og er lokagildi hennar 3. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 59 orð

Moody's endurskoðar einkunn Kaupþings

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service hefur tekið lánshæfiseinkunn sérvarinna skuldabréfa Kaupþings til endurskoðunar vegna hugsanlegrar lækkunar, en bréfin hafa nú Aaa lánshæfiseinkunn. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 91 orð | 1 mynd

Óvissa um verkefni í LA

Allt er óljóst um framtíð stórs fasteignaverkefnis í Los Angeles sem Kaupþing er þátttakandi í vegna stöðu á mörkuðum. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 1 mynd

Rót vandans má rekja til ríkisins

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is AÐ sögn franska rithöfundarins Henri Lepage má finna skýringar á núverandi vandamálum á fjármálamörkuðum í aðgerðum stjórnvalda. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 68 orð

Segja ekki upp núna

„ÞESSAR sögusagnir eru ótrúlega lífseigar,“ segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, beðinn að staðfesta fregnir um uppsagnir og rekstrarerfiðleika hjá fyrirtækinu. Meira
3. október 2008 | Viðskiptafréttir | 61 orð | 1 mynd

Vöruskipti við útlönd næstum í jafnvægi

VÖRUSKIPTI við útlönd voru næstum því í jafnvægi í septembermánuði. Þau voru óhagstæð um einungis tæpa 0,3 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Meira

Daglegt líf

3. október 2008 | Daglegt líf | 149 orð

Af axarsköftum

Davíð Hjálmar Haraldsson bregður á leik með limruna: Jósafat Hreinn í Holti var hnöttóttur eins og bolti. Á endanum sprakk er hann sig stakk á augntönn í efri skolti. Meira
3. október 2008 | Daglegt líf | 763 orð | 4 myndir

Aftur á fornar slóðir

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl. Meira
3. október 2008 | Daglegt líf | 124 orð | 1 mynd

Fiðrildaáhrifin að verki?

Á SAMA tíma og fjármálamarkaðir hins vestræna heims ganga í gegn um eld og brennistein gengur lífið sinn vanagang hjá móður jörð. Hér er það glæsilegt skrautfiðrildi sem tyllir sér á fingur ferðamanns í fiðrildagarði sem opnaður var í Búlgaríu í gær. Meira
3. október 2008 | Daglegt líf | 644 orð | 6 myndir

Frelsandi spænskt tapas

Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Íslendingar eins og allir aðrir vilja bragða á sem mestu að sögn Bento Costa Guerreiro, annars eiganda staðarins Tapas-barsins á Vesturgötu 3. Meira

Fastir þættir

3. október 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

60 ára

Einar Sveinsson er sextugur í dag, 3. október. Af því tilefni verður hann með opið hús á heimili sínu Miðtúni 8, Sandgerði, frá kl. 18. Allir... Meira
3. október 2008 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

70 ára afmæli

Kristinn Þórhallsson rafvirki í Grindavík er sjötugur í dag, 3. október. Kristinn mun eyða helginni á Flúðum með fjölskyldu sinni. Vinir og vandamenn sem vilja kíkja þangað í kaffi á laugardaginn vinsamlegast hafi samband við börnin... Meira
3. október 2008 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

90 ára

Halldóra Ólafía Bjarnadóttir áður Selfossi, nú Sólvöllum, Eyrarbakka, varð níræð í gær, 2. október. Hún tekur á móti gestum í Rauða húsinu, Eyrarbakka, sunnudaginn 5. október frá kl. 15 til 17. Halldóra afþakkar blóm og... Meira
3. október 2008 | Árnað heilla | 36 orð | 1 mynd

90 ára

Hulda Bjarnadóttir, Laugateigi 31, Reykjavík, verður níræð sunnudaginn 5. október. Í tilefni afmælisdagsins býður afmælisbarnið ættingjum, vinum og velunnurum að þiggja veitingar í safnaðarheimili Laugarneskirkju á Kirkjuteigi, Reykjavík, laugardaginn... Meira
3. október 2008 | Fastir þættir | 146 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Síðasta spilið. Norður &spade;ÁG632 &heart;ÁD8752 ⋄Á &klubs;Á Vestur Austur &spade;D7 &spade;K10 &heart;K9 &heart;106 ⋄KD107 ⋄G9642 &klubs;KG632 &klubs;8754 Suður &spade;9854 &heart;G43 ⋄853 &klubs;D109 Suður spilar 6&spade;. Meira
3. október 2008 | Fastir þættir | 648 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 28/9 var spilaður eins kvölds tvímenningur Spilað var á 8 borðum Hæsta skor í norður-suður Magnús Sverriss. - Halldór Þorvaldss. 215 Sveinn Sveinsson - Gunnar Guðmss. 182 Jóhannes Guðmanns. - Tómas... Meira
3. október 2008 | Árnað heilla | 213 orð | 1 mynd

Í góða veðrinu í Danmörku

„Ég er nú bara í göngutúr í góða veðrinu hér í Óðinsvéum svo þetta getur ekki verið yndislegra,“ sagði Ólína Margrét Haraldsdóttir þegar Morgunblaðið náði tali af henni í gær. Meira
3. október 2008 | Í dag | 29 orð

Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið...

Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: „Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt.“ (Mk. 4, 24. Meira
3. október 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Auður Helga fæddist 27. júní kl. 1.20. Hún vó 4.050 g og var...

Reykjavík Auður Helga fæddist 27. júní kl. 1.20. Hún vó 4.050 g og var 53 sm löng. Foreldrar hennar eru Guðrún Ægisdóttir og Valdimar Harðarson... Meira
3. október 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Finnbogi Gylfi fæddist 20. ágúst kl. 17.24. Hann vó 3.775 g og...

Reykjavík Finnbogi Gylfi fæddist 20. ágúst kl. 17.24. Hann vó 3.775 g og var 53,5 sm langur. Foreldrar hans eru Elísa Henný Sigurjónsdóttir og Þórður Finnbogason... Meira
3. október 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Mikael Dagur fæddist 9. júlí kl. 11.09. Hann vó 4.360 g og var...

Reykjavík Mikael Dagur fæddist 9. júlí kl. 11.09. Hann vó 4.360 g og var 52 sm langur. Foreldrar hans eru Anna Kristín Magnúsdóttir og Steinar Immanúel... Meira
3. október 2008 | Fastir þættir | 180 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. g3 O–O 5. Bg2 c6 6. e4 d6 7. h3 e5 8. O–O Rbd7 9. d3 He8 10. Hb1 h6 11. Be3 a5 12. d4 exd4 13. Rxd4 Rc5 14. Dc2 a4 15. Hfe1 Rfd7 16. f4 Da5 17. Bf2 Db4 18. Bf1 Rb6 19. Hed1 Rbd7 20. He1 Rb6 21. Hed1 Rbd7 22. Meira
3. október 2008 | Fastir þættir | 249 orð

Víkverjiskrifar

Mönnum hefur orðið tíðrætt um fréttamynd af því þegar Davíð Oddsson seðlabankastjóri skutlaði Geir Haarde forsætisráðherra og Árna Mathiesen fjármálaráðherra milli húsa og lesa úr henni að Davíð hafi alltaf verið við stjórnvölinn og hinir í bezta falli... Meira
3. október 2008 | Í dag | 34 orð

Þetta gerðist...

3. október 1903 Konungur úrskurðaði að skjaldarmerki Íslands skyldi vera „hvítur íslenskur fálki á bláum grunni, er situr og snýr sér til vinstri“. Nýtt merki var tekið upp 1919. Dagar Íslands | Jónas... Meira

Íþróttir

3. október 2008 | Íþróttir | 405 orð | 1 mynd

Auðvelt hjá KR-ingum

ÓTRÚLEGUR sprettur í þriðja leikhluta tryggði KR-ingum sigur á Grindvíkingum, 69:60, í undanúrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöll. KR mætir Keflavík í úrslitaleik í Höllinni á sunnudaginn klukkan 14:00. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Dómari á fæðingardeildina

ANNAR dómarinn í undanúrslitaleik Keflavíkur og Hauka í Powerade-bikar kvenna í körfuknattleik varð að hætta leik í hálfleik og bruna upp á fæðingardeild þangað sem konan hans var komin. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 211 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Broddi Kristjánsson er kominn í undanúrslit á Evrópumóti öldunga í badminton sem fram fer á Spáni þessa dagana. Í átta manna úrslitunum í gær vann hann Kjell Almgren frá Svíþjóð , sem fyrir mótið þótti næst sigurstranglegasti keppandinn. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Þjálfaraskipti urðu í gær hjá sænska knattspyrnuliðinu Sundsvall sem þrír Íslendingar leika með, Sverrir Garðarsson , Hannes Þ. Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason . Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 152 orð

Ísland í efri styrkleikaflokki

ENGLAND og Noregur tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu með jafnteflum í hreinum úrslitaleikjum á útivöllum. Enska liðið lenti 2:0 undir á Spáni, sem hefði dugað heimaliðinu til að fara beint á EM. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 507 orð | 1 mynd

Kasta, grípa og senda á milli

FH-ingar höfðu betur í nýliðaslagnum gegn Víkingum, 29:27, en liðin áttust við í N1-deildinni í Víkinni í gær. Sigur FH-inga var öruggari en tölurnar gefa til kynna því Víkingar skoruðu fimm síðustu mörkin í leiknum. FH hefur þar með unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en Víkingur er án stiga. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 308 orð | 1 mynd

Ólafi Erni brást ekki bogalistin á Spáni

MARK Ólafs Arnar Bjarnasonar í vítaspyrnukeppni í Coruna á Spáni í gærkvöldi dugði liði Brann ekki til þess að komast í riðlakeppni UEFA-keppninnar í knattspyrnu. Félagar hans stóðust ekki álagið og brást bogalistin þegar á hólminn var komið. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Ólafur er hættur í bili

ÓLAFUR Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, hefur í hyggju að taka sér hvíld frá leikjum landsliðsins á næstunni. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 677 orð | 1 mynd

Ólafur með stórleik í marki Vals

„ÞAÐ var hungur í okkur eftir slappan leik okkar gegn Stjörnunni og mættum í þennan leik hungraðir, með sterka vörn og tilbúnir í slaginn,“ sagði fyrirliði Vals, Ólafur Haukur Gíslason eftir 29:21-sigur á Fram í N1-deild karla í... Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Ólafur tekur við Fylki

SKAGAMAÐURINN Ólafur Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki og skrifaði hann undir tveggja ára samning við félagið í gær. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 159 orð

Ragnar hættur

„ÉG er einfaldlega óánægður með gengi liðsins á haustmánuðum. Það er helsta ástæða þess að ég sagði upp,“ sagði Ragnar Hermannsson sem í gærkvöldi sagði óvænt upp starfi þjálfara Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar í handknattleik kvenna. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 552 orð | 1 mynd

TaKesha mætti öllum á óvart

KEFLAVÍK lagði Hauka 75:63 í undanúrslitum Powerade-bikars kvenna í körfubolta í Laugardalshöll í gærkvöldi og tryggði sér þar með sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Staðan í leikhléi var 28:26 fyrir Keflavík. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 497 orð

Tveir erfiðustu andstæðingarnir

ÓLAFUR Jóhannesson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti á fréttamannafundi í gær hvaða 22 leikmenn yrðu í leikmannahópnum sem mætir Hollandi og Makedóníu um miðjan mánuðinn. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 744 orð | 1 mynd

Tvö góð stig í hús Akureyringa

AKUREYRI vann sinn fyrsta sigur á hinum nýja heimavelli sínum í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær þegar Stjarnan kom í heimsókn. Leikurinn var jafn allan tímann en heimamenn náðu að hrista Garðbæinga af sér á endasprettinum. Meira
3. október 2008 | Íþróttir | 394 orð

UEFA-BIKARINN Aðalkeppni, 1. umferð, síðari leikir: Wisła Krakóv...

UEFA-BIKARINN Aðalkeppni, 1. umferð, síðari leikir: Wisła Krakóv – Tottenham 1:1 *Tottenham sigraði 3:2 samanlagt. Rapid Búkarest – Wolfsburg 1:1 *Wolfsburg sigraði 1:2 samanlagt. Meira

Bílablað

3. október 2008 | Bílablað | 182 orð | 1 mynd

Bæta og jafna met Schumachers

Kyrrstaða á sér ekki stað í kappakstri, hvorki í eiginlegri merkingu eða óeiginlegri. Til marks um það féll eitt af mörgum metum Michaels Schumachers í Singapúr um síðustu helgi og annað var jafnað. Meira
3. október 2008 | Bílablað | 344 orð | 1 mynd

Í draumalandi eftir flótta góðærisins

Það er kannski ekki alveg rétti tímapunkturinn núna til að fjalla um rándýra ofurbíla en þó verður kannski að líta til þess að bílar eins og Lamborghini eru líklegast alveg jafn fjarlægir íslenskum bílakaupendum nú sem fyrr. Meira
3. október 2008 | Bílablað | 175 orð | 1 mynd

Jagúar dregur saman seglin

Jagúarfyrirtækið mun draga úr bílaframleiðslu sinni frá og með byrjun október þar sem líklegir kaupendur að lúxusbílum halda að sér höndum vegna lánsfjárkreppunnar. Hefur kreppan orðið þess valdandi að bílalán eru næsta illfáanleg. Meira
3. október 2008 | Bílablað | 93 orð | 1 mynd

Japönsk bílaframleiðsla dregst stórlega saman

Japanskir bílaframleiðendur drógu framleiðslu sína umtalsvert saman í ágústmánuði, samkvæmt gögnum sem samtök japanskra bílsmiðja birtu í vikunni. Nam samdrátturinn 10,9% í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Meira
3. október 2008 | Bílablað | 261 orð | 1 mynd

Octavia fær andlitslyftingu

Vinsældir Skoda Octavia hafa verið miklar á Íslandi og reyndar hvarvetna í Evrópu enda hefur bílaframleiðandinn reynt að marka sér sérstöðu með því að bjóða vandaða bíla á skynsamlegu verði. Meira
3. október 2008 | Bílablað | 643 orð | 3 myndir

Rauði þráðurinn í París er smár og grænn

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Bílar af smærri gerðunum eru í aðalhlutverkum á alþjóðlegu bílasýningunni sem hófst í París í gær. Meira
3. október 2008 | Bílablað | 494 orð | 1 mynd

Renault fagnar langþráðum sigri

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Fernando Alonso segir sigur sinn í kappakstrinum í Singapúr bæta upp öll vonbrigðin sem hann og Renaultliðið hafi mátt líða í ár. Meira
3. október 2008 | Bílablað | 336 orð | 3 myndir

Willys-jeppi endurfæðist

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Ég er að vona að hann verði á endanum undir 1.100 kg,“ sagði Þórður Gunnarsson sem var í óðaönn að ljúka við umfangsmikla breytingu á gömlum Willys-jeppa þegar blaðamaður náði af honum tali. Meira

Ýmis aukablöð

3. október 2008 | Blaðaukar | 435 orð | 1 mynd

50 milljón Peugeot bílar framleiddir

Franski bílaframleiðandinn Peugeot er annar stærsti bílaframleiðandi Evrópu, á eftir Volkswagen, og á rætur sínar að rekja til myllu sem stofnuð var árið 1842 en hún var notuð til að mala pipar, salt og kaffi. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 817 orð | 3 myndir

Aflmikill vinnubíll með góða burðargetu

Útlitinu á nýja K2900 pallbílnum frá Kia mætti lýsa sem einföldu og jafnvel hógværu. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 999 orð | 6 myndir

Arfleifðin tryggð með nýjum Kangoo

Fá því að Renault Kangoo kom fyrst á markað árið 1997 hefur hann selst í yfir 2,3 milljónum eintaka um allan heim. Bíllinn var auk þess söluhæstur í flokki smárra sendibíla í Evrópu tíu ár í röð. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 776 orð | 3 myndir

„Bak við stýrið er maður bara maður sjálfur“

Halldór Jónsson, eða Dóri tjakkur eins og flestir kalla hann, hefur verið kallaður alræmdasti trukkabílstjóri landsins. Hann hefur setið við stýrið á flutningabílum nær samfleytt í 35 ár og líklega leitun að manni sem hefur jafngaman af starfi sínu. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 292 orð | 1 mynd

Deilt um gæðabensín í Bretlandi

Dropinn er dýr í dag og ennþá dýrari ef keypt er háoktanbensín eins og boðið er upp á fyrir þá sem vilja aðeins það besta á bílinn sinn. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 243 orð | 2 myndir

Evrópskur pallbíll

Einn af stærstu viðburðunum á alþjóðlegu IAA-bílasýningunni í Hannover, sem lauk í gær, var afhjúpun sýningargerðar hins nýstárlega pallbíls Volkswagen í eins tonns flokki. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 272 orð | 1 mynd

Fartölva fyrir verktaka

Verktakar og iðnaðarmenn hafa fyrir löngu síðan tekið ástfóstri við sterkbyggða farsíma sem duga vel við krefjandi aðstæður. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 173 orð | 1 mynd

Fendt afhenti 13.312 dráttarvélar á síðasta ári

Á síðasta ári náði þýski dráttarvélaframleiðandinn Fendt að selja fyrir rúmlega milljarð evra. Söluaukning nam 9,5 % eða um 13.312 seldum vélum sem er 1.150 vélum meira en árið 2006. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 403 orð | 2 myndir

Fylgst með vinnuvélinni

Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 526 orð | 1 mynd

Góð nýting gröfunnar skiptir miklu

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson Ingvar@mbl.is Beltagröfur eru dýr tæki, hvort sem litið er til kaupverðs á þeim eða rekstrarkostnaðar. Það getur því skipt miklu að hafa gröfustjóra sem kann til verka svo að beltagrafan verði nýtt sem best. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 375 orð | 8 myndir

Grænt þema í Hannover

Eftir Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Frá minnstu sendibílum og upp í stærstu og þyngstu vöru- og rútubíla voru á 62. alþjóðlegu atvinnubílasýningunni, sem lauk í Hannover í Þýskalandi í gær, en hún stóð í 10 daga og var rauði þráðurinn umhverfisþættir. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 474 orð | 3 myndir

Heimsins stærsti traktor?

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Stærsti traktor Íslands leit dagsins ljós fyrir rúmu ári þegar haldið var upp á að níutíu ár voru liðin síðan fyrsti traktorinn kom til landsins. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 762 orð | 7 myndir

Hreinræktaður atvinnu bíll

Einn valkosturinn í flokki léttra sendibíla er Ford Transit Connect. Hann var kynntur fyrst árið 2002 og hefur síðan hlotið góðar viðtökur, var t.d. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 197 orð | 1 mynd

Íslensk hönnun hjá Arctic Wear

Fyrirtækið Arctic Wear ehf. var stofnað fyrir um fjórum árum en það sérhæfir sig í hönnun, framleiðslu og sölu á vinnufatnaði, öryggisfatnaði og öryggisskóm. Einnig selur fyrirtækið ýmiss konar útivistarfatnað. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 181 orð | 1 mynd

MAN smíðar tveggja hæða strætó

MAN-verksmiðjurnar þýsku kynntu í sumar fyrsta tveggja hæða strætisvagn sinn sem framleiddur er fyrir Dubai. Í fyrsta skammti voru borgaryfirvöldum afhentir 170 slíkir vagnar og fleiri munu sigla í kjölfarið. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 214 orð | 1 mynd

Mazda eykur nýtni og drægni með nýrri tækni

Japanski bílaframleiðandinn Mazda hefur sett sér sem markmið að auka drægni bíla sinna að meðaltali um 30% á næstu sjö árum. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 609 orð | 2 myndir

Mikilvægi sérhæfðrar viðgerðarþjónustu

Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Rúm þrjú er eru liðin síðan að atvinnubílaverkstæði B&L var opnað. Sveinn M. Sveinsson, þjónustustjóri atvinnubíla B&L, segir að umfang deildarinnar hafi aukist jafnt og þétt á þeim þremur árum. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 506 orð | 1 mynd

Minni rekstarkostnaður með minni umhverfisáhrifum

Margir tengja umhverfisvernd og ráðstafanir, til að draga úr loftmengun, auknum útgjöldum. Hjá vinnutækjaframeiðandanum Komatsu hefur sérstök áhersla verið lögð á að gera stór vinnutæki visthæfari. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 143 orð | 1 mynd

Minnkandi mengun af landflutningum

Barátta bílaframleiðenda við að minnka útblástur koldíoxíðs frá ökutækjum hefur kostað gífurlega vinnu og fjármagn. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 213 orð | 1 mynd

Nýr viðvörunarbúnaður í fjöldaframleiðslu

Atvinnubílaverksmiðjur MAN undirbúa nú fjöldaframleiðslu á sérstökum viðvörunarbúnaði sem auðveldar bílstjórum að fylgjast með hjólandi vegfarendum við bílinn, til dæmis þegar beygt er á gatnamótum. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 143 orð | 1 mynd

Ók flutningabíl 65 km aftur á bak

Eftir Ágúst Ásgeirsson Sextíu og fimm kílómetrar á hálfri sjöttu klukkustund þykir ekki mikil yfirferð á venjulegum vöruflutningabíl. En út á það er þýski hermaðurinn og ökukennarinn Marco Hellgrewe samt kominn í Heimsmetabók Guinnes. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 711 orð | 7 myndir

Ótvíræður fjölnýtileiki

Atvinnubílar Volkswagen, einkum Caddy-bílarnir, hafa notið verðskuldaðra vinsælda í gegnum árin enda fjölhæfir, endingargóðir og ekki síst, þýskir. Caddy Maxi tilheyrir flokki á milli minnstu tegundar Caddy og Transporter. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 189 orð | 1 mynd

Rekstrarhagnaður VW eykst um 20%

Rekstrarhagnaður Volkswagen-samstæðunnar jókst verulega á ný á fyrri árshelmingi þessa fjárhagsárs. Rekstrarhagnaður samstæðunnar nam 3,4 milljörðum evra sem er 21,8% aukning frá fyrra ári. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 579 orð | 2 myndir

Risar taka til starfa

Þótt um hafi hægst í sölu á vinnuvélum í kjölfar niðursveiflu á mörkuðum hefur Vélasvið Heklu haft í nógu að snúast að undanförnu. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 153 orð | 2 myndir

Smáhefill með margskonar aukabúnaði

Við lausn á verkefnum er það ekki alltaf stærðin sem skiptir máli, þá þarf einnig að velja rétta tækið. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 563 orð | 4 myndir

Tvöfalt afmæli hjá MAN á árinu

Þýski atvinnubílaframleiðandinn MAN fagnar á þessu ári 250 ára afmæli sínu og um leið er því fagnað að 150 ár eru liðin frá fæðingu Rudolfs Diesels, höfundar dísilvélarinnar. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 507 orð | 1 mynd

Tæknivætt verktakafyrirtæki

Verktakafyrirtækið Klæðning ehf. er vafalaust með framsæknustu fyrirtækjum á sínu sviði og leggja menn þar á bæ mikið upp úr því að nýta nýjustu tækni sem er í boði hverju sinni, hvort heldur sem er í tækjum og vélum eða tölvubúnaði. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 270 orð

Umhverfisráðherra mótfallinn mengunarskatti

Tíðindum sætir á eynni Jersey við Frakklandsstrendur að umhverfis- og skipulagsráðherrann Freddie Cochen er í fararbroddi andstöðu við nýjan bílaskatt sem yfirvöld áforma að innleiða á næsta ári. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 113 orð

Vinnuvélin heldur áfram

Nýafstaðin er hin alþjóðlega atvinnubílasýning í Hannover þar sem nýjustu tæki og tól voru dregin fram í dagsljósið. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 259 orð | 1 mynd

Volvo enn grænni

Sænski vörubílaframleiðandinn Volvo hefur lagt talsvert mikið undir hin síðustu ár með því að þróa umhverfisvænni vörulínu og hefur vörubílalínan hjá Volvo ekki verið nein undantekning þar frekar en fólksbílalínan. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 145 orð | 1 mynd

Volvo kaupir Road Machinery-deild Ingersoll Rand

Volvo-umboðið hjá Brimborg hefur tekið við sölu og þjónustu á Ingersoll Rand-malbikunarvélum og völturum af Wendel hf. Meira
3. október 2008 | Blaðaukar | 98 orð | 1 mynd

Þrettán metra kornsíló

Við bæinn Laxárdal, í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, er risið stærsta kornsílóið til sveita. Sílóið tekur um 400 tonn og er rúmlega 13 metrar á hæð og mun það geyma íslenskt bygg. Meira

Annað

3. október 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

28,5% fækkun nýskráninga

Umferðarstofa hefur tekið saman yfirlit yfir nýskráningar ökutækja og eigendaskipti á tímabilinu frá 1. janúar 2008 til 26. september 2008. Nýskráningar ökutækja á fyrstu 305 dögum ársins eru samtals 16.718 en á sama tímabili í fyrra voru 23. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Allt upp á borð „Þetta eru spurningar sem við viljum fá svör við á...

Allt upp á borð „Þetta eru spurningar sem við viljum fá svör við á hlutahafafundinum í Glitni í næstu viku. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 24 orð

Auglýsa að berar konur bjóði vín

Lögreglan á Selfossi skoðar hvort berar konur eigi að ganga um beina á skemmtikvöldi á 800 bar annað kvöld. Yfirskrift kvöldsins er „Dirty... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 142 orð | 1 mynd

Á bak við tjöldin

Vefsetrið www.t24 þar sem fjallað er um þjóðmál og viðskipti á breiðum grundvelli hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 331 orð | 2 myndir

„Bombaðu það“

Bomb It! er heimildarmynd sem fjallar um graffití um víða veröld og er sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni sem nú stendur yfir. Leikstjóri hennar, Jon Reiss, er kominn hingað til lands til að vera viðstaddur sýningu myndarinnar. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 615 orð | 1 mynd

„Dóttir mín er erfiðust“

Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í Powered-bikarkeppni KKÍ í karlaflokki en undanúrslitaleikirnir fara báðir fram í Laugardalshöllinni þar sem KR leikur gegn Keflavík í fyrri leik kvöldsins og að honum loknum mætir Snæfell liði Grindavíkur... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 44 orð

„Krúttið hann Salman Rushdie sér ekki eftir að hafa skrifað...

„Krúttið hann Salman Rushdie sér ekki eftir að hafa skrifað skáldsöguna umdeildu Söngvar Satans. Gott hjá honum. Enda engin ástæða til. Fólk má skrifa bækur ef það vill og þessar dauðahótanir múslima eru orðnar helvíti þreytandi. Hvar er húmorinn? Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 123 orð | 1 mynd

Björgun ríkisins veitir falskt öryggi

Að sögn franska rithöfundarins Henri Lepage má rekja upphaf þess sem á sér stað núna á fjármálamörkuðum til slæmra ákvarðana í stjórnmálum og of mikils reglufargans. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 81 orð | 1 mynd

Blindir mótmæla Blindu

Upp er komin sú undarlega staða, að samtök blindra í Bandaríkjunum gagnrýna nú harðlega nýja bíómynd. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 149 orð | 1 mynd

Breytingar á fjölmiðlum

Prentmiðlar eiga sér framtíð og vefmiðlar koma ekki alfarið í þeirra stað, að mati Þorsteins Pálssonar, ritstjóra Fréttablaðsins. Þorsteinn telur lengra efni og skýringar falla betur að blöðum. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 106 orð | 1 mynd

Eðlileg aðgerð en breytir litlu

„Þetta er ákveðið afbrigði af ríkisskuldabréfum. Þau eru væntanlega sett fram af tveimur ástæðum. Annars vegar að það er helst von til þess að erlendir aðilar vilji fá þessi bréf. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 57 orð | 1 mynd

Einleik stónleikar

Tónlistarfélag Akureyrar efnir til einleikstónleika með píanóleikaranum Aladár Rácz kl. 12.15 í Ketilhúsinu í dag. Rácz hefur leikið á tónleikum víðs vegar um heiminn, leikið inn á plötur og unnið til verðlauna fyrir píanóleik í alþjóðakeppnum, m.a. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 103 orð | 1 mynd

Einu skutlinu færra

Íþróttafélagið Valur býður foreldrum í sínu hverfi upp á góða þjónustu í samstarfi við frístundaheimili ÍTR. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 86 orð | 1 mynd

Ekki gott

Er ekki í aðstöðu til að leggja mat á það hvort hugmyndin er góðra gjalda verð sem slík en finnst hreint ekki eðlilegt að Davíð sé að tjá sig um þetta. Akkúrat núna þurfum við sterka og samheldna ríkisstjórn sem nýtur trausts. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 75 orð | 1 mynd

Ekki vantraust

Tillaga Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um þjóðstjórn, sem Fréttablaðið greindi frá í dag, hlýtur að fá góðar undirtektir. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 70 orð | 1 mynd

Endurkoman Í kvöld munu þeir Flex-bræður Ghozt og Brunheim koma saman á...

Endurkoman Í kvöld munu þeir Flex-bræður Ghozt og Brunheim koma saman á Tunglinu eftir nokkurt hlé. „Við spiluðum mikið saman árið 2006 en erum að byrja aftur núna, aldrei betri,“ segir Kristinn „Ghozt“ Bjarnason . Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 404 orð | 1 mynd

Endurmenntun er ekki feimnismál

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Viðhorf almennings til hvers konar endurmenntunar hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Í dag finnst fólki í raun sjálfsagt að halda sér við í starfi og leik með hvers konar símenntun. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 20 orð | 1 mynd

Endurmenntun vinsæl

Kristín Jónsdóttir segir að aldrei hafi verið meiri fjölbreytni í endurmenntun og því fylgir aukinn áhugi landsmanna á mörgum... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 379 orð | 1 mynd

Engar aðgerðir kynntar í ræðunni

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Við höfum lært af langri búsetu í harðbýlu landi að orðskrúð og innantómar upphrópanir færa ekki björg í bú. Við viljum að verkin tali,“ sagði Geir H. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 226 orð | 1 mynd

Fallbyssuskot í Smáranum

Íslenska sjávarútvegssýningin hófst í gær í Smáranum í Kópavogi. Sýningin, sem venjulega gengur undir heitinu Icefish, var fyrst haldin árið 1984 og er orðin einn þekktasti viðburðurinn í heimi sjávarútvegs. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 62 orð | 1 mynd

Fólk lítur sér nær í kreppu

Þegar kreppir að í efnahagslífinu lítur fólk sér gjarnan nær og reynir að finna ódýrar leiðir til að skemmta sér og njóta lífsins. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 235 orð

Framboð skammtímaríkisbréfa aukið um 75 milljarða

Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Seðlabanki Íslandas tilkynnti í gær að hann myndi í dag tvöfalda útgáfu á ríkissskuldabréfum með gjalddaga 25. mars á næsta ári, úr 75 milljörðum króna í 150. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Framhaldslíf Sirkuss

Sirkus verður opnaður í London eftir tvær vikur. Verið er að vinna heimildarmynd og eigandi þvertekur ekki fyrir að staðurinn verði opnaður... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 330 orð

Fúskarar og gæfusmiðir

Bankastjóri Landsbankans sagði í lok síðasta mánaðar, þegar spurt var um yfirvofandi aukna greiðslubyrði íbúðalána: „Hver er sinnar gæfu smiður. Ef skuldsetningin hefur verið of mikil þá verða menn að takast á við það. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 377 orð | 1 mynd

Færeyskt Færeyska rokksveitin Týr heldur tónleika á Græna hattinum á...

Færeyskt Færeyska rokksveitin Týr heldur tónleika á Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Einnig koma fram sveitirnar Shogun, Disturbing Boner, Finngálkn og Provoke. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 og húsið verður opnað kl. 21.00. Miðaverð er aðeins kr. 1. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Gamall tíðarandi

Að tilefni þess að 100 ár eru liðin síðan skólastarf hófst í Borgarnesi verður opið hús í skólanum og hátíðarsamkoma sem hefst klukkan 12.30 í dag. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 88 orð | 1 mynd

Gegn sjóræningjum

Evrópusambandið vinnur að því að setja saman flotaherdeild sem barist getur gegn sjóránum undan strönd Sómalíu. Þungvopnaðir sjóræningjar hafa rænt ríflega 30 skipum það sem af er árinu. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 110 orð | 1 mynd

Gullkálfurinn Kate Moss

Listamaðurinn Marc Quinn hefur gert 18 karata gullstyttu af fyrirsætunni Kate Moss þar sem stúlkan er í afar undarlegri stellingu. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 18 orð

Gullstytta gerð af Kate Moss

Stytta af Kate Moss, sem er jafn þung og fyrirsætan, er talin vera um 10 milljóna punda... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 64 orð | 1 mynd

Hallgrímur Helgason heldur áfram að leika sér með Facebook og henti í...

Hallgrímur Helgason heldur áfram að leika sér með Facebook og henti í gær fram stöku í tilefni af þjóðnýtingu Glitnis. Hún hljóðar svo: „Dregur lappir deigur Geir / með daufan flokk í bandi. / Ríkisstjórn ei ríkir meir. / Nú ræður fyrrverandi. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Hefur aldrei verið hærri

Gengisvísitala íslensku krónunar var í lok dags í gær 207,7 og hafði aldrei verið hærri. Krónan féll um tæp þrjú prósent í gær. Gengisvísitalan var 120 í byrjun árs og hefur því fallið um 73 prósent frá þeim tíma. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 85 orð

Heildarviðskipti í Kauphöllinni á Íslandi í gær námu 74,32 milljörðum...

Heildarviðskipti í Kauphöllinni á Íslandi í gær námu 74,32 milljörðum króna. Viðskipti voru með skuldabréf fyrir 61,3 milljarða króna og með hlutabréf fyrir 12,5 milljarða. Úrvalsvísitalan lækkaði í gær um 5,9% og er lokagildi hennar 3.134 stig. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 36 orð | 1 mynd

Heitar lummur

Sala á Bleiku slaufunni gengur vel. Nú þegar er búið að selja ríflega helming þess sem Krabbameinsfélagið setti markið á. Bolir til styrktar KÍ seljast líka eins og heitar lummur, segir Henný Sif Bjarnadóttir hjá... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 145 orð | 6 myndir

Heitir prjónar

Handprjón hefur aldrei verið vinsælla og það mátti vel sjá á tískupöllunum síðasta vor og í haust. Hönnuðir kepptust við að skarta fallegum prjónamynstrum, óvenjulegum sniðum og fallegu garni. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 61 orð | 1 mynd

Hin litríka hljómsveit Dr. Spock hefur nú klárað aðra breiðskífu sína...

Hin litríka hljómsveit Dr. Spock hefur nú klárað aðra breiðskífu sína sem kemur til með að heita Falcon Christ en hún er hljóðblönduð af Husky Höskulds. Sveitin kom svo nýverið að gerð myndarinnar Reykjavík Whale Watching Massacre. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 162 orð | 1 mynd

Hitchcock-glamúrkvendi

„Ég fékk andagift frá glamúrleikkonum gömlu Hitchcock-myndanna frá árunum 1950-1956,“ segir Dany Sans, hönnuður og förðunarfræðingur, sem þróaði útlitið fyrir Make up forever-merkið í haust ásamt Eric Tibusch. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 21 orð | 1 mynd

Hitchcock-tíska

Förðunin í vetur ber með sér áhrif frá glamúrleikkonum gömlu Hitchcock-myndanna frá árunum 1950-1956. Förðun í anda eftirstríðsáranna virðist lífseig... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 318 orð | 1 mynd

HIV hefur smitast í hundrað ár

Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Vísindamenn hafa rakið upphaf alnæmisfaraldursins lengra aftur en til þessa hefur verið talið. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 14 orð

HIV-veiran fyrst fyrir einni öld

Fyrsta fólkið smitaðist af HIV-veirunni í Belgísku Kongó fyrir einni öld, samkvæmt rannsókn... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Hjaltalín leikur í kvöld undir kvikmyndinni Sögu Borgarættarinnar í...

Hjaltalín leikur í kvöld undir kvikmyndinni Sögu Borgarættarinnar í Bæjarbíói í Hafnarfirði sem hluti af kvikmyndahátíðinni RIFF. Greint var frá því þegar liðsmenn horfðu fyrst á gömlu filmurnar og komust að því að myndin væri fjórir tímar. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 46 orð | 1 mynd

Hvar var ég staddur?

Allir muna hvar þeir voru þegar fréttin af New York þann 11. september spurðist út. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 63 orð | 1 mynd

Innstæðubréf boðin út

Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að selja innstæðubréf, verðtryggð verðbréf, og geta fjármálafyrirtæki keypt þau að eigin frumkvæði frá og með deginum í dag. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Í anda þjóðstjórnar

Það er kominn tími á nýja þjóðarsátt þar sem stjórnmálamenn, atvinnulífið, verkalýðshreyfingin og almenningur sameinast um aðgerðir í efnahagsmálum. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 286 orð | 1 mynd

Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu

Eftir Láru Ómarsdóttur lom@24stundir.is Samstarf ríkisstjórnarflokkanna hékk á bláþræði um tíma í gær vegna ástandsins í efnahagsmálum þjóðarinnar. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 76 orð | 1 mynd

Jude Law sem Dr. Watson

Hjartaknúsarinn og kvennagullið Jude Law (en hann er einnig leikari), mun leika Dr. Watson, hina sérlegu hjálparhellu Sherlock Holmes í nýrri mynd um hinn fornfræga spæjara. Þetta tilkynnti leikstjóri myndarinnar, Guy Ritchie, í gær. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 54 orð | 1 mynd

Kaupa færri og ódýrari hluti

Framkvæmdastjórar Smáralindar og Kringlunnar segja fjölda viðskiptavina vera svipaðan og í fyrra. Segja að verslanir hér muni njóta góðs af því að færri fara úr landi að versla. Merki eru um að fólk kaupi færri og ódýrari hluti. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Kjartan Sturluson

Fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands vinnur nú hörðum höndum að því að klára uppsetningu á skyndibúð á Laugaveginum. Búðin verður aðeins opin í þrjár... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 277 orð | 3 myndir

Klippt og skorið

F yrrverandi fréttamanni brá þegar Sindri Sindrason breyttist úr aðstoðarmanni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í viðskiptafréttamann á Stöð 2. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 37 orð | 1 mynd

Kórtónleikar í Keflavík

Karlakór Keflavíkur heldur tónleika í Andrews-leikhúsinu, laugardag kl. 16 og sunnudag kl. 20, þar sem flutt verða m.a. lög af nýrri geislaplötu kórsins. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 16 orð

Kreppan kallar á breytt sjónvarpsefni

Þórður Snær Júlíusson spáir því að í kreppunni muni fólk ekki hafa þolinmæði gagnvart innihaldslausum... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 36 orð | 1 mynd

Lagersölu lýkur senn

Lagersölu Forlagsins á Garðatorgi lýkur sunnudaginn 5. október. Þar er hægt að gera góð kaup á nýlegum og eldri bókum sem kemur sér án efa vel fyrir marga nú á þessum síðustu og verstu tímum. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 76 orð

Leiðrétt Leonardo da Vinci-sýningin sem fjallað var um í blaðinu í gær...

Leiðrétt Leonardo da Vinci-sýningin sem fjallað var um í blaðinu í gær er í Orkuveituhúsinu en ekki Orkuhúsinu eins og fram kom á forsíðu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 55 orð | 1 mynd

Leiðtogafundur um helgina

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hefur kallað til neyðarfundar í París vegna efnahagsástandsins. Fundinn sitja leiðtogar Þýskalands, Bretlands og Ítalíu auk framkvæmdastjóra Evrópusambandsins og bankastjóra Evrópubankans. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 243 orð | 1 mynd

Leigan hækkað um 31.500 krónur á mánuði

„Ég hef verið hér í ár og leigan hjá mér hefur hækkað um 31. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 48 orð

Lélegasta frétt ársins var í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Fréttin...

Lélegasta frétt ársins var í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöld. Fréttin sem ég var að tala um snerist um hæð Davíðs Oddssonar og gengisvísitöluna. Fréttamaðurinn var að leita að háhæluðum skóm á Davíð. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 120 orð | 1 mynd

Lögreglan skoðar skemmtikvöld

Lögreglan á Selfossi hefur nú til skoðunar skemmtikvöldið sem til stendur að halda á 800 bar annað kvöld. Þar verða meðal annars seld staup af berum kroppum segir í auglýsingu. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 50 orð | 1 mynd

Minni eyðsla

Hækkandi bensínverð og versnandi efnahagsástand fær fólk til að endurskoða bílnotkun heimilisins. Margir komast jafnvel að því að þeir eru ekki jafnháðir bílnum og þeir héldu. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 150 orð | 1 mynd

Naga mig í handarbökin

„Ég borgaði helminginn af skólagjöldunum fyrir nokkru og var svo að vona að krónan myndi eitthvað styrkjast. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 577 orð | 2 myndir

Námsmenn í vítahring

Námsmenn hræðast efnahagsástandið og það sem framundan er. Ekki er í boði að hætta í námi því erfitt er að takast á við kostnaðinn sem fylgir því að flytja af Stúdentagörðunum og fara á hinn almenna leigumarkað. Námslánin duga skammt þegar kreppir að. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 43 orð | 1 mynd

Nemar þar sem skólagjöld eru há

Helmingur námsmanna sem fá lánað fyrir skólagjöldum í útlöndum stundar nám í Bandaríkjunum og Bretlandi, þar sem skólagjöld eru einnig hæst. Umsóknarfrestur fyrir meistaranám í Bandaríkjunum rennur víða út í janúar. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 56 orð | 1 mynd

Neyðaraðstoð

Á þessum tímapunkti þarf fyrst og fremst aukið fjármagn inn í landið frá erlendum seðlabönkum. Í raun þurfum við neyðaraðstoð. Flóknara er málið ekki. Þjóðin er nánast að sigla í strand. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 49 orð | 1 mynd

Næstum því jafnvægi

Vöruskipti við útlönd voru óhagstæð um tæpa 0,3 milljarða króna í september, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Vöruútflutningur nam 42,3 milljörðum króna og innflutningur tæpum 42,6 milljörðum. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 36 orð | 1 mynd

Ókeypis í söfn

Ýmis skemmtun og afþreying er ódýr og jafnvel ókeypis. Enginn aðgangseyrir er til dæmis innheimtur á ýmsum listasöfnum landsins svo sem Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur. Í sumum söfnum er ókeypis einn dag í viku. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 90 orð | 1 mynd

Óvarlega sagt

Hvað ætli valdi því að embættismaður eins og formaður stjórnar Seðlabankans geti talað yfir og framhjá ríkisstjórn og Alþingi Íslands hvar sem honum sýnist um mál sem honum koma hreint ekkert við og geta valdið ólgu og óróleika? Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 148 orð | 1 mynd

Reisum Ísland við

Þjóðsagan hermir að í gleðskap sem Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram efndu til á heimili sínu við Vesturgötu endur fyrir löngu hafi til teitis mætt gamall maður sem missti fótanna í anddyrinu. Féll við fatahengið og lá þar undir kápum og... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 112 orð | 1 mynd

Sameinast verði um aðgerðir

Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður hafa varpað fram þeirri hugmynd að myndun þjóðstjórnar kunni að reynast nauðsynleg til að ná tökum á efnahagsvandanum. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 197 orð | 1 mynd

Sauðamessa

Svokölluð Sauðamessa verður haldin í Borgarnesi á morgun en þar munu menn gera sér glaðan dag og heiðra sauðkindina. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 23 orð | 1 mynd

Sauðkindin heiðruð

Sauðamessa verður í Borgarnesi á laugardag en þar sameinast allir sauðir að sögn þeirra sem að hátíðinni standa. Léttleikinn verður þar í... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 47 orð | 1 mynd

Sex Obama

Geysilegur fjöldi frambjóðenda er í sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í Brasilíu um helgina. Til að skera sig úr fjöldanum grípa frambjóðendur því oft til þess að breyta um nafn. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 324 orð | 3 myndir

Sirkus öðlast framhaldslíf

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Sömu helgi og íslenskir tónlistaráhugamenn sveima á milli tónleikastaða á Iceland Airwaves-hátíðinni verður Sirkus opnaður í Regents Park í London. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 551 orð | 1 mynd

Sísona

Jú, það er virkilega gaman að koma hingað til Gdansk, þessarar sögufrægu borgar sem enn er kennd við Samstöðu, borgarinnar sem hóf lokaandófið gegn Sovétskipulaginu árið 1980, borg rafvirkjans Lech Walesa sem ásamt félögum sínum í... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 13 orð

Sjávarútvegur í mikilli sókn

Rekstrarstaða sjávarútvegsfyrirtækja er mjög góð og fyrirtækin verðmæt, segir Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 15 orð

Skólagjöldin hafa tvöfaldast

Skólagjöld íslenskra námsmanna erlendis hafa tvöfaldast vegna gengisfellingar íslensku krónunnar. Nemendur naga sig í... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 299 orð | 1 mynd

Skólagjöldin nærri tvöföld

Eftir Herdísi Sigurgrímsdóttur herdis@24stundir.is Skólagjöld í háskólum erlendis hafa nærri tvöfaldast frá því námsmenn sóttu um nám í byrjun ársins. Dagamunur er gífurlegur einmitt núna þegar gjalddagi er á skólagjöldum hjá mörgum námsmönnum erlendis. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 243 orð | 1 mynd

Skyndibúð opnuð á Laugaveginum

Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn Kjartan Sturluson svitnar nú yfir öðru en fótbolta því í gær hófst undirbúningur fyrir opnun skyndibúðar Birkilands. Kjartan hefur rekið vefverslunina Birkiland. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 42 orð | 1 mynd

Snjókoma eða él nyrðra

N- og NV-átt, 10-18 m/s NV-til og einnig við NA-ströndina í fyrstu, með snjókomu eða éljum. Mun hægari vindur og léttir til á S- og A-verðu landinu. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst, en í kringum frostmark fyrir norðan og... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 339 orð | 1 mynd

Spennandi sjávarútvegur

Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@24stundir.is Kauphöllin, NASDAQ OMX á Íslandi, kynnir starfsemi sína á Sjávarútvegssýningunni 2008 sem nú stendur yfir. ,,Sjávarútvegsfyrirtæki eiga tvímælalaust erindi í Kauphöllina,“ segir A. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 41 orð | 1 mynd

UNIFEM

UNIFEM á Íslandi heldur fund um stöðu kvenna í þróunarríkjum og á stríðshrjáðum svæðum á morgun. Einnig verður kynning á starfsemi UNIFEM. Fundurinn sem stendur í um klukkutíma verður haldinn í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna á Laugavegi 42 og hefst kl.... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 195 orð | 2 myndir

Vakningarákall á viðsjárverðum tímum

Það eru viðsjárverðir tímar. Forsprakkar gosafla og helstu ráðamenn þjóðarinnar mega ljúga blákalt í þágu æðri en óútskýrðs málstaðar og ný-þingmenn skrifa greinar í blöðin þar sem skorað er á fjölmiðla að vera ekki að hræða þjóðina. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 318 orð | 2 myndir

Var krónan líka skilin eftir í Brussel?

Ferð Evrópunefndarinnar svokölluðu til Brussel á dögunum voru gerð góð skil í fjölmiðlum. Meðal þess sem komst í fréttirnar var að allur farangur nefndarinnar varð eftir í höfuðborg Evrópu. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 67 orð

Var um 817 punktar í gær

Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var tæplega 817 punktar í gær. Álagið nær yfir lán til fimm ára. Á miðvikudag var skuldatryggingarálagið 635 punktar og hækkaði því um tæp 30 prósent. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 312 orð | 1 mynd

Verð hækkað um helming

Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Heildarhækkunin á innfluttum vörum hefur verið á bilinu 33 og upp í 50 prósent frá 18 janúar, eingöngu vegna gengis,“ segir Pétur Kristján Þorgrímsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 131 orð | 3 myndir

Verið brjóstgóðar

Samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni hér á landi greinist tíunda hver kona á Íslandi með brjóstakrabbamein. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 67 orð | 1 mynd

Vilja plakat með forsíðunni „Hann er mjög vinsæll...

Vilja plakat með forsíðunni „Hann er mjög vinsæll tölvuleikjahönnuður og fólk bíður í eftirvæntingu eftir nýjustu leikjunum hans,“ segir Bryndís Björgvinsdóttir, ritstjóri Stúdentablaðsins, um pólska listamanninn Mateusz Skutnik en hann... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 113 orð | 2 myndir

Vilja sameinast

Fjölmiðlasamsteypurnar 365 og Árvakur, sem gefur út 24 stundir, reyna nú hvað þær geta til að hagræða í rekstri sínum. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 108 orð | 1 mynd

Vill flýtimeðferð

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, skorar á Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra að leggja strax fram á Alþingi frumvarp um greiðsluaðlögun og það verði afgreitt með flýtimeðferð vegna ástandsins í samfélaginu. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 26 orð | 1 mynd

Víða næturfrost

Norðaustan 3-8 m/s, en 8-13 m/s við suðausturströndina. Slydda eða rigning með köflum austantil á landinu, annars úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig, en víða... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 321 orð | 1 mynd

Það eru lausnir á vandanum

Það er óhætt að segja að fólk hafi verulegar áhyggjur af því efnahagsástandi sem nú ríkir í íslensku samfélagi. Bullandi kjaraskerðing dynur á okkar fólki og miklar hækkanir á greiðslubyrði skuldsettra fjölskyldna. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 45 orð

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með vísi.is og öðrum...

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með vísi.is og öðrum baugsmiðlum í dag og ég býð Jón Ásgeir Jóhannesson velkominn í hóp íslenskra bloggara. Svo uppteknum manni fyrirgefst það vitaskuld að hafa menn í vinnu til þess að pikka fyrir sig... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 228 orð | 1 mynd

Það má víða spara

Um fátt er meira rætt þessa daga en kaupin á Glitni. Leikmenn eiga erfitt með að skilja allar forsendur eða hvernig að því var staðið og menn skiptast í fylkingar um hvort það hafi verið skynsamlegt eða ekki. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 18 orð

Þyngsti maður heims giftir sig

Mexíkóinn Manuel Garza gengur í það heilaga í mánuðinum, en hann vó 560 kíló þegar hann var... Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 207 orð | 1 mynd

Þyngsti maður heims í hnapphelduna

Þyngsti maður heims, mexíkóinn Manuel Uribe Garza, mun ganga í það heilaga seinna í mánuðinum. Hlýtur þetta að vekja von í brjósti margra einhleypra karlmanna, því ef hann getur náð sér í konu, ættu flestir aðrir að geta það. Meira
3. október 2008 | 24 stundir | 211 orð | 1 mynd

Öldungadeild samþykkir ríkisaðstoð við banka

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti með miklum meirihluta tillögur um 700 milljarða dala ríkisaðstoð við fjármálafyrirtæki. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.