Greinar þriðjudaginn 18. nóvember 2008

Fréttir

18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 160 orð | 1 mynd

100% hækkun

ÍBÚAKORT í Reykjavík hækkuðu um 100% í haust og tekur gjaldskrárbreytingin gildi við næstu endurnýjun. Íbúakort eru bílastæðakort íbúa sem eiga lögheimili þar sem bílastæði fyrir utan viðkomandi hús eru gjaldskyld. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 228 orð

20 lögfræðingar skoða peningabréfin

Eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur gag@mbl.is TALSMAÐUR neytenda, Gísli Tryggvason, fór fyrir hópi tuttugu lögfræðinga sem funduðu með Kaupþingi í gær um peningamarkaðssjóðina. Þeir funda í dag með forsvarsmönnum Landsbankans. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð

Aðgerðir sem ekki duga

NEYTENDASAMTÖKIN telja að aðgerðir stjórnvalda til að styrkja fjárhag heimilanna, sem tilkynntar voru sl. föstudag, dugi ekki öllum. Því miður uppfylla mörg heimili ekki þau skilyrði sem sett séu fyrir frystingu lána. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Allt stefnir í að umferð á þjóðvegunum dragist saman á þessu ári

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ENN einn mánuðinn dregur til muna úr umferð á þeim 14 talningarstöðum sem bornir eru saman á hringveginum. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 174 orð | 1 mynd

Auglýsa á ný eftir samstarfi

Heilbrigðisyfirvöld hafa auglýst eftir samstarfsaðilum til að sinna svipaðri þjónustu sem Heilsuverndarstöðin sinnti og sem byggð er á reynslu sem fékkst af tilraunasamningnum. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ánægja með lögregluna

FRAM kemur í könnun, sem gerð var víða um land á liðnu sumri, að mikill meirihluti telur lögregluna vinna vel að því að stemma stigu við afbrotum eða 88%. Meira
18. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 343 orð

„Nýtt tímabil umbóta“

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

„Stórkostlegt – mikil samheldni“

SKEMMTISTAÐURINN Nasa troðfylltist í gærkvöldi þegar boðað var til opins borgarafundar um ástandið í þjóðfélaginu. „Þetta var stórkostlegur fundur og mikil samheldni í fólkinu. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 61 orð

Blómstrandi Bjarkalundur

SÍAUKNAR vinsældir Hótels Bjarkalundar má ekki síst þakka sjónvarpsþættinum Dagvaktinni sem sýndur hefur verið í haust. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 160 orð

Boðar málsókn gegn RÚV

LOGOS lögmannsþjónusta hefur sent Ríkisútvarpinu (RÚV) bréf þar sem fram kemur að Skjárinn muni innan skamms leggja fram kröfu um umtalsverðar skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða RÚV á auglýsingamarkaði. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 78 orð

Breytt skipulag við Öldutúnsskóla

AUGLÝST hefur verið tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnar-fjarðar vegna fyrirhugaðrar byggingar íþróttahús við Öldutúnsskóla. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 859 orð | 2 myndir

Byrjað að móta reglur

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is HLUTAFÉLAGASKRÁ er byrjuð að móta verklagsreglur um hvernig bregðast skuli við þegar stjórnarmenn í hlutafélögum hljóta dóm. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Dregið úr loftrýmisgæslu

VARNARMÁLASTOFNUN sparar rúmlega 100 milljónir króna á næsta ári með því að fækka þeim skiptum sem ákveðið hafði verið að loftrýmisgæsla færi fram, það er úr fjórum í þrjú. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Eftirlit aukið eftir íkveikju

FJÓRIR einstaklingar, þar af eitt par, eru þegar fluttir inn í smáhýsin við Granda sem ætluð eru fólki sem lengi hefur verið heimilislaust. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Ekki víst að eignir dugi til

NEFNDARMAÐUR í skilanefnd Landsbankans segist ekki geta svarað því hvort eignir Landsbankans séu nægar til þess að ábyrgjast Icesave-reikningana, það sé háð mörgum óvissuþáttum. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Endurmat stöðu sína eftir miðstjórnarfundinn

AFSÖGN Guðna Ágústssonar sem þingmanns og formanns Framsóknarflokksins kom öllum á óvart en talið er, að Guðni hafi lagt nýtt mat á stöðu sína eftir mikinn hitafund í miðstjórn flokksins sl. laugardag. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 338 orð | 1 mynd

ESB „ýtti við“ Guðna

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is MIÐSTJÓRNARFUNDUR Framsóknarflokksins síðastliðinn laugardag var mikill hitafundur þar sem tekist var á um um fortíð, nútíð og framtíð í flokksstarfinu. Meira
18. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 76 orð

ETA-maður handtekinn

RÁÐAMENN á Spáni fögnuðu í gær handtökunni á Garikoitz Aspiazu Rubina, öðru nafni „Txeroki“, einnig nefndur „El Indio“, einum helsta leiðtoga aðskilnaðarsamtaka Baska á Spáni, ETA. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 45 orð

Fagna dóminum

FORELDRASAMTÖK gegn áfengisauglýsingum fagna dómi sem féll nýlega í Hæstarétti þar sem fyrrverandi ritstjórar DV voru dæmdir fyrir að brjóta gegn banni við áfengisauglýsingum. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 445 orð | 2 myndir

Framtíð í líftækni

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is LÍFTÆKNISMIÐJA verður opnuð á vegum Matís ohf. í Verinu á Sauðárkróki í dag. Með henni er komið upp vettvangi fyrir rannsóknir og þróun á sviði líftækni og lífvirkra efna. Meira
18. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Gaddfreðin skrímsli í Bremen

ÍSSKURÐARMEISTARI frá Hollandi, Helena Bangert, mundar hér tæki sitt í Bremen í Þýskalandi um helgina. Þar ætla alls um 40 snillingar í þessari listgrein að skera út 28 myndir af söguhetjum í Grimmsævintýrunum gömlu. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Gamlar erjur gleymdar og grafnar

ÞEIR heilsuðust vel og innilega, samstarfsmennirnir gömlu, þeir Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, er fundum þeirra bar saman í Kringlubíói í gærkvöld. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 772 orð | 2 myndir

Gengislækkunin óljós

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 63 orð

Greiðslunum er frestað og byrðin þyngist síðar

FRAM kemur í aðgerðum stjórnvalda í þágu heimilanna, að létt verði á greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán en í raun er aðeins verið að fresta greiðslunum. Meira
18. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Grunaðir um aðild að morði

RÉTTAÐ verður í máli þriggja manna í tengslum við morðið á rússnesku rannsóknarblaðakonunni Önnu Polítkovskaju. Málareksturinn mun fara fram fyrir opnum tjöldum í Moskvu. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Hjálpa verður fólki í vanskilum

„ÞAÐ stingur okkur verulega að fólk megi ekki vera í vanskilum þegar það óskar eftir frystingu íbúðalána,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 571 orð | 3 myndir

Hlutaféð búið og ekkert til skiptanna

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is Ekki er útlit fyrir að fyrrverandi tryggingatakar hjá Samvinnutryggingum g.t. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 272 orð | 1 mynd

Hlýir dagar og kaldir í veðurkortunum

SVO er að sjá að nú séu að verða glögg umskipti í þeirri stóru mynd sem ræður veðurfarinu við norðanvert Atlantshaf og í Evrópu. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á veðurbloggi sínu. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Hótelið stækkað vegna vinsælda

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FYRIRHUGAÐ er að stækka hið þjóðkunna Hótel Bjarkalund um 100 ferm. en hótelið er nú um 600 ferm. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 85 orð

Hreindýr skotin í óleyfi

TVÆR skotnar hreinkýr fundust dauðar við Krossanes, rétt sunnan við Hvalnesskriður, á sunnudag. Báðar höfðu verið skotnar í bóginn. Maður sem var að skyggnast eftir fé á þessum slóðum varð var við hræin og tilkynnti um þau til lögreglu. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 414 orð | 2 myndir

Hvalaskoðun með leiðsögn frá gervihnetti

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAÐ hefur verið mjög spennandi að fylgjast með honum en satt best að segja er ég búinn að fá nóg af því að hann hangi þarna í Keflavíkinni. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 454 orð | 1 mynd

Hvítabirnirnir eru tilbúnir

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is LOKAHÖND var í gær lögð á uppstoppun hvítabjarnanna tveggja sem gengu á land í Skagafirði í sumar. Meira
18. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 149 orð

Hættulegur tölvuleikur

SÆNSKUR faðir er ekki í neinum vafa um að tölvuspil geti verið hættuleg: 15 ára gamall sonur hans var á sunnudag fluttur á sjúkrahús í borginni Halmstad með krampa eftir að hafa setið við í meira en sólarhring samfleytt. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð

Ísland vann Brasilíu

ÍSLAND vann Brasilíu, 2½-1½, í 5. umferð í opnum flokki á Ólympíumótinu í skák, sem haldið er í Dresden í Þýskalandi. Íslenska kvennaliðið tapaði hins vegar fyrir Bangladess, 1½-2½. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Íslendingar urðu óvirkir

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is ENGU er líkara en dregið hafi úr virkni íslenskra þjóðfélagsþegna í kjölfar bankahrunsins í október, að mati Lúðvíks Ólafssonar, yfirlæknis heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Það merkir hann m.a. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Jólastemning í Mývatnssveit

HINN 22. nóvember nk. ætla „jólasveinarnir“ að bjóða í jólasveinaboð í Dimmuborgum í Mývatnssveit milli kl. 15 og 15.30. Strax á eftir verður svo boðið í kaffi í félagsheimilinu Skjólbrekku þar sem ýmsar kræsingar verða ókeypis í boði. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 68 orð

Keypti eigin vél

KARLMAÐUR sem keypti notaða bílvél nýlega í Hveragerði, komst að því þegar hann fór að skoða vélina betur, að um var að ræða vél sem stolið var frá honum sjálfum fyrir nokkrum árum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er málið í rannsókn. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 194 orð

Kostnaðurinn falinn í smáa letrinu

RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI beinir því til fyrirtækjaeigenda að skrá sig ekki hjá European Company Directory. Þetta sé nánast sama fyrirbærið og European City Guide, sem er alræmd svikamylla. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 146 orð

Leggja inn fé án skýringa

FJÖLMARGIR hafa lagt inn fjármuni í Seðlabankann án frekari skýringa. Seðlabankinn hefur því ítrekað á heimasíðu sinni hvernig fyrirtækjum ber að haga greiðslum sem fara eiga í gegnum bankann. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 91 orð

Lenti með látinn farþega í Keflavík

FARÞEGAFLUGVÉL á leið frá Moskvu til Toronto í Kanada lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi vegna alvarlegra veikinda farþega, erlends karlmanns á fertugsaldri. Lífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

Losunarmarkmið gætu náðst

SAMKVÆMT nýrri spá Umhverfisstofnunar verður losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi innan marka Kýótó-bókunarinnar, að því gefnu að losun flúorkolefna frá áliðnaði haldist lítil, að því er fram kemur í frétt frá umhverfisráðuneytinu. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 184 orð

Mikil andstaða enn við ESB í Noregi

AUKINN stuðningur á Íslandi við viðræður um aðild landsins að Evrópusambandinu hefur ekki verið vatn á myllu þeirra sem beita sér fyrir því að Noregur sæki um aðild að sambandinu. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Nágrannavarsla aukin í Garðabæ

STEFNT er að því að kynna nágrannavörslu í sem flestum hverfum Garðabæjar í vetur. Verkefnið var kynnt fyrir íbúum í efri Lundum í haust og hafa íbúar þar verið virkir í að innleiða það, segir á heimasíðu bæjarins. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Nýtt fjós, kaffi og lummur í Stærri-Árskógi

EITT ár var í gær liðið frá því bændurnir í Stærri-Árskógi við utanverðan Eyjafjörð misstu nær allan bústofninn þegar fjós og hlaða brunnu til kaldra kola. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 22 orð | 1 mynd

Ómar

Peningagólf Lakkað yfir gamla seðla sem fundust þegar gólfefni voru fjarlægð úr rústum hússins að Austurstræti 22 sem brann 18. apríl 2007. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 314 orð

Óttast frekari áföll

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Óvirkt eftir bankahrunið og leitaði ekki læknis

FYRSTU vikurnar eftir bankahrunið hér á landi fækkaði komum fólks á heilsugæslustöðvar og engu var líkara en samfélagið allt væri í dróma drepið. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 85 orð | 2 myndir

Ræða lán til Íslendinga

JØRGEN Niclasen, utanríkisráðherra Færeyja, kom í gær til Íslands ásamt eiginkonu sinni í boði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra. Þá er hér einnig staddur Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja. Meira
18. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 426 orð | 1 mynd

Samdráttur hafinn í Japan

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÁSTANDIÐ í Japan er nú mjög alvarlegt,“ sagði efnahagsmálaráðherra landsins, Kaoru Yosano, í gær en þá var skýrt frá því að samdráttarskeið væri hafið í efnahag landsins, í fyrsta sinn síðan 2001. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 190 orð

Sátt þolir enga bið

GUÐNI Ágústsson hefur sagt af sér þingmennsku og var bréf þessa efnis lesið upp í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Í bréfinu segist Guðni láta í ljósi einlæga von um að þjóðinni takist að sigrast á þeim erfiðleikum, sem nú steðja að. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 241 orð

Setja á krónuna á flot

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Skjárinn krefur Ríkisútvarpið um skaðabætur

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is SKJÁRINN ætlar að krefja Ríkisútvarpið um skaðabætur vegna ólögmætra aðgerða þess á auglýsingamarkaði. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 69 orð

Slösuðust í árekstri

HARÐUR árekstur tveggja bíla varð við Hólshraun í Hafnarfirði, á móts við verslunina Fjarðarkaup, um kl. 17.20 í gær. Tveir voru fluttir á slysadeild, en þeir voru ekki taldir vera alvarlega slasaðir, að sögn varðstjóra lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Stöðvuðu skip undan Sandvík

ÞÖRFIN fyrir varðskip við eftirlit á hafi úti sýndi sig sl. föstudag er grennslast var fyrir ferðir skips á suðurleið undan Sandvík. Þá kom í ljós, að enginn skipverja var lögskráður og engin áhafnartrygging í gildi. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Söfnuðu 7,5 milljónum

UM 3.000 fermingarbörn gengu í hús um land allt dagana 3. og 4. nóvember sl. og söfnuðu um 7,5 milljónum króna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar en féð verður lagt til vatnsverkefna í Afríku. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Talað og sungið um Stein

Í TILEFNI af Degi íslenskrar tungu á sunnudag var í gærmorgun heilmikil dagskrá í Menntaskólanum á Akureyri þar sem nemendur minntust þess í tónum og tali að öld er liðin frá fæðingu skáldsins Steins Steinars. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 134 orð

Tveir í hungurverkfalli

TVEIR hælisleitendur frá Íran sem dvelja á dvalarstöð hælisleitenda í Reykjanesbæ hafa verið í hungurverkfalli síðan í byrjun mánaðarins. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 366 orð | 2 myndir

Um 90% af útgjöldum eru í erlendri mynt

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í TILLÖGU utanríkisráðuneytisins til fjárlaga 2009 er miðað við gengi íslensku krónunnar þann 1. september 2008 en síðan hefur gengið hrapað um 44%. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Vegir komast ekki í not fyrr en í vor

EKKI er útlit fyrir að umferð verði hleypt á veginn um Arnkötludal í vetur eins og áformað var. Þá er vinna að stöðvast við gerð brúar yfir Mjóafjörð við Ísafjarðardjúp og verður brúin ekki opnuð fyrir umferð fyrr en í vor. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 311 orð

Viðlagatrygging greiðir um 5,5 milljarða í bætur

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is VIÐLAGATRYGGING Íslands hefur greitt um 3,5 milljarða króna í bætur vegna tjóns sem varð á fasteignum og innbúi í Suðurlandsskjálftanum í lok maí. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 740 orð | 5 myndir

Vongóð um stöðugleika

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 520 orð | 2 myndir

Þingið greiðir atkvæði um IMF-samninginn

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð

Þök fuku af gistihúsum

ÞÖK fuku af þremur gistihúsum í Kaldbak við Húsavík um klukkan fjögur í fyrrinótt. Fimm gistu í húsunum þremur en þá sakaði ekki. Óvenjuhörð vestanátt stóð upp á svalir húsanna þriggja. Meira
18. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Öflug kynning á íslenskri menningu í Frakklandi

BÚAST má við því að um eða yfir eitt hundrað íslenskir listamenn og fræðimenn taki þátt í Les Boréales-listahátíðinni sem hófst í Caen í Frakklandi í gær. Þetta er ein viðamesta kynning á íslenskri menningu í Frakklandi til þessa. Meira

Ritstjórnargreinar

18. nóvember 2008 | Leiðarar | 266 orð

Guðni axlar sín skinn

Ákvörðun Guðna Ágústssonar að segja af sér formennsku í Framsóknarflokknum og hverfa af Alþingi kom mörgum á óvart, en á sér þó skiljanlegar ástæður. Í fyrsta lagi hefur Guðna ekki tekizt að ná fylgi flokksins upp úr öldudalnum. Meira
18. nóvember 2008 | Staksteinar | 164 orð | 1 mynd

Pólitísk fótfesta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir Haarde gátu gefið afdráttarlausari svör en oft áður á fundi með blaðamönnum í gær. Þau náðu aftur pólitískri fótfestu. Nú er bara spurning hvert fótfestan fleytir þeim og fleirum. Meira
18. nóvember 2008 | Leiðarar | 343 orð

Til hamingju, Herdís!

Herdís Egilsdóttir kennari hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Hún er ákaflega vel að þessum verðlaunum komin og betri fulltrúi grunnskólakennara er vandfundinn. Meira

Menning

18. nóvember 2008 | Tónlist | 246 orð | 1 mynd

Adam og Eva baka eplaköku handa Guði

„ÞAÐ er klassískt að semja um ástina en svo er t.d. líka eitt lag sem fjallar um Adam og Evu, Guð kemur í heimsókn til þeirra og þau baka handa honum eplaköku. Meira
18. nóvember 2008 | Tónlist | 323 orð

Af gerzkri kerskni og frónskum raddtöfrum

Klassík, þjóðlög, kvikmyndatónlist, óperuaríur og sönglög eftir Sigfús Halldórsson, Freymóð Jóhannsson og Magnús Blöndal Jóhannsson. Meira
18. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 217 orð | 1 mynd

Albarn dáir kínverskt te

GAMLI Blur-forsprakkinn Damon Albarn hélt eitt sinn löngum til á Íslandi; var sagður sitja hér á öldurhúsum og byggði sér hús við hafið – eða með útsýni yfir hafið úr Staðahverfinu. Meira
18. nóvember 2008 | Fjölmiðlar | 189 orð

Allt er í heiminum hverfult

Mikið ljómandi góð hugmynd var það hjá Sjónvarpinu að endursýna á degi íslenskrar tungu heimildamynd um þjóðskáldið Jónas Hallgrímsson. Myndin var frumsýnd í fyrra í tilefni af því að 200 ár voru liðin frá fæðingu kappans. Meira
18. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 46 orð

Ein kona keppir

Í MORGUNBLAÐINU á laugardag var því haldið fram að engin kona væri á meðal lagahöfunda fyrir næstu Söngvakeppni Sjónvarpsins. Þetta er ekki rétt. Ein kona er á meðal lagahöfundanna og heitir hún Erla Gígja Þorvaldsdóttir. Meira
18. nóvember 2008 | Bókmenntir | 92 orð | 1 mynd

Fjallað um ástir Davíðs og Þóru

FJÓRÐA tölublað Tímarits Máls og menningar á árinu er komið út. Sjaldan slíku vant er „skúbb“ í heftinu, frásögn af ástum Davíðs Stefánssonar skálds og Þóru Vigfúsdóttur sem sögur hafa gengið um en ekki hefur verið vitað um fyrir víst. Meira
18. nóvember 2008 | Hugvísindi | 79 orð | 1 mynd

Fjallar um sýningu í Þjóðminjasafni

EGGERT Þór Bernharðsson sagnfræðingur fjallar í dag, þriðjudag, um hönnun sýningarinnar Yfir hafið og heim, íslenskir munir frá Svíþjóð , í hádegisleiðsögn á Þjóðminjasafni Íslands. Meira
18. nóvember 2008 | Tónlist | 322 orð | 1 mynd

Fjórir fræknir í ævintýraferð

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl. Meira
18. nóvember 2008 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd

Frumflutt lög eftir Jón Ásgeirsson

JÓNSKVÖLD er heiti tónlistardagskrár sem boðið verður upp á í Iðnó í kvöld klukkan 20. Er dagskráin flutt til heiðurs Jóni Ásgeirssyni, tónskáldi, í tilefni af áttræðisafmæli hans. Meira
18. nóvember 2008 | Tónlist | 287 orð

Glæsiskemmtun

Kristjana Stefánsdóttir söngur, Kjartan Valdimarsson píanó, Gunnar Hrafnsson bassa og Pétur Grétarsson trommur. Leynigestur: Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir. Meira
18. nóvember 2008 | Tónlist | 198 orð | 1 mynd

Hljómsveitir heimsins keppa

UNDANKEPPNI alþjóðlegu hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands hefst annað og lýkur laugardaginn 22. nóvember. Keppt verður á Dillon Sportbar í Hafnarfirði og hefjast öll kvöld kl. 21. Meira
18. nóvember 2008 | Hönnun | 163 orð | 1 mynd

Hætt við Gehry

ZAHA Hadid, einn þekktasti arkitekt í heimi, sagði í Guardian í gær að hann þyrfti ekki að óttast atvinnuleysi enn um sinn. Það væri þó einungis vegna þess að hann væri með svo mörg verkefni á stöðum á borð við Dubai sem virtust ónæm fyrir kreppunni. Meira
18. nóvember 2008 | Bókmenntir | 444 orð | 1 mynd

Ísland er heiðurslandið í ár

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÍSLAND er heiðursgestur listahátíðarinnar Les Boréales, eða Norðurljósanna, í Frakklandi í ár. Meira
18. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 118 orð | 4 myndir

Íslenskt stuð í London

ÍSLENSKT menningarpartí sem var haldið í London í síðustu viku heppnaðist mjög vel að sögn Charlie Strand ljósmyndara sem stóð fyrir því. Meira
18. nóvember 2008 | Tónlist | 471 orð | 1 mynd

Í vökudraumi mínum

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FÍNLEGT og hárnákvæmt jafnvægi er það sem maður hugsar um þegar nýjustu sólóplötu Guðrúnar Gunnarsdóttur, Umvafin englum , er velt á milli handanna. Meira
18. nóvember 2008 | Tónlist | 55 orð | 1 mynd

Jólatónleikar í Jólablaði

TÍMI aðventu- og jólatónleika rennur upp innan skamms. Samantekt um slíka tónleika verður í Jólablaði Morgunblaðsins, sem kemur út í nóvemberlok. Meira
18. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 57 orð | 1 mynd

Kraumur óskar eftir aðstoð almennings

* Útnefningar til Kraumsverðlaunanna verða kynntar á næstu dögum en dómnefnd Kraumsverðlaunanna hóf formlega störf í byrjun mánaðarins og vinnur nú hörðum höndum að því ná niðurstöðu um hvaða plötur verða tilnefndar. Ný heimasíða Kraums, kraumur. Meira
18. nóvember 2008 | Myndlist | 130 orð | 1 mynd

List of dýr segir Hirst

DAMIEN Hirst, sem nýverið vakti gríðarlega athygli fyrir að halda uppboð á eigin verkum og selja þau fyrir hærra verð en áður þekktist, viðurkenndi í The Independent í gær að líklega væri myndlist orðin of dýr. Meira
18. nóvember 2008 | Bókmenntir | 655 orð | 3 myndir

Ó, skelfing! Skelfing! Skelfing!

Horror! Horror! Horror! Með þessum orðum úr Macbeth lýkur síðustu færslu Hélène Berr í dagbókinni sem hún hélt á árunum 1942 til 1944. Meira
18. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 111 orð

Sigurvegari Skrekks krýndur í kvöld

ÚRSLIT í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólana í Reykjavík, fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Átta grunnskólar keppa til sigurs og óhætt er að segja að undankvöld síðustu daga gefi tilefni til eitilharðrar keppni. Meira
18. nóvember 2008 | Kvikmyndir | 233 orð | 1 mynd

Slys á ströndinni

Leikstjóri: Rodrigo García. Aðalleikarar: Ann Hathaway, Patrick Wilson, Diane Wiest, David Morse. 90 mín. Bandaríkin. 2008. Meira
18. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 249 orð | 1 mynd

Svanhildur Hólm fer í leyfi til að ljúka við ritgerð

„ÉG er bara að fara í námsleyfi, ég þarf að klára lokaritgerðina í lögfræði við Háskóla Íslands og stefni að því að útskrifast í vor,“ segir sjónvarpskonan Svanhildur Hólm Valsdóttir, ritstjóri Íslands í dag á Stöð 2, sem hverfur tímabundið... Meira
18. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 198 orð | 1 mynd

Tónlistarmenn argir út í Óskar Bergsson

* Óhætt er að segja að á meðal tónlistarmanna landsins sé Óskar Bergsson, borgarráðsmaður Framsóknarflokks og formaður borgarráðs, óvinsælastur stjórnmálamanna. Óskar lét hafa það eftir sér í viðtali við vísi. Meira
18. nóvember 2008 | Kvikmyndir | 104 orð | 2 myndir

Yfirburða-Bond

ÞAÐ hefur engin kvikmynd roð við Quantum of Solace þessa dagana enda sannkallað Bond-æði sem nú gengur yfir hinn vestræna heim. Meira

Umræðan

18. nóvember 2008 | Aðsent efni | 632 orð | 1 mynd

Efnahagsástandið bitni ekki á fötluðum

STJÓRNMÁLAMENN hafa á undanförum vikum verið með yfirlýsingar um að allt verði gert til að heimilin í landinu beri sem minnstan skaða af efnahagsástandinu og þeim erfiðleikum sem því munu fylgja á komandi mánuðum og misserum. Meira
18. nóvember 2008 | Aðsent efni | 630 orð | 1 mynd

Frjálshyggjuflónin og fúafenið

FYRIR nokkrum árum kvað við nýjan tón í Sjálfstæðisflokknum. Fyrsta boðorðið varð laissez faire, frjálshyggjan var boðuð sem aldrei fyrr, frelsi markaðarins skyldi vera æðra frelsi mannsins. Sjálfstæðismenn seldu vinum sínum ríkisfyrirtæki á... Meira
18. nóvember 2008 | Pistlar | 391 orð | 1 mynd

Grænt ljós til Evrópu

Hin eintrjáningslega stjórnmálahreyfing Vinstrihreyfingin – grænt framboð heldur alltaf sinni stefnu. Meira
18. nóvember 2008 | Aðsent efni | 843 orð | 1 mynd

Hvar eru vinir okkar?

VIÐ Íslendingar erum nú staddir í miklum fjárhagsörðugleikum. Að vísu er þetta kreppa sem herjar á alla heimsbyggðina en þó misþungt. Þar virðist raunar sem við Íslendingar séum að lenda í verri skelli en flestar þjóðir aðrar. Meira
18. nóvember 2008 | Aðsent efni | 964 orð | 2 myndir

Mikilvæg framför í meðferð á MS-sjúkdómnum

Eftir Helga Hafstein Helgason og Sverri Bergmann: "Hér á landi eru um 330 einstaklingar með MS og er áætlað að um 85 þeirra uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til natalizumab-meðferðar." Meira
18. nóvember 2008 | Blogg | 203 orð | 1 mynd

Páll Vilhjálmsson | 16. nóvember 2008 Hvernig urðu mótmælin að meðmælum...

Páll Vilhjálmsson | 16. nóvember 2008 Hvernig urðu mótmælin að meðmælum með ESB? Mótmælin gegn bankahruninu, útrásarvitleysunni, ríkisstjórninni og eftirlitsstofnunum snerust fljótlega upp í meðmæli með inngöngu í Evrópusambandið. Meira
18. nóvember 2008 | Velvakandi | 236 orð | 2 myndir

Velvakandi

Gleraugu fundust ÉG fann gleraugu í hádeginu 17. nóv. á grasbala við Hverafold, ekki langt frá Grafarvogskirkjunni. Þetta eru trúlega nærsýnisgleraugu, köntuð, silfurlituð og grá, á þeim stendur ÖGA og Morel. Eigandinn getur haft samband í síma... Meira
18. nóvember 2008 | Aðsent efni | 369 orð | 1 mynd

Við viðurkenndum vanmátt okkar

FYRSTA reynsluspor í 12 spora kerfi AA samtakanna er svohljóðandi: „Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn áfengi og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. Meira
18. nóvember 2008 | Aðsent efni | 245 orð

Örlítil ábending

PÁLL Ásgrímsson héraðsdómslögmaður hefur ritað tvær hálfsíður í Morgunblaðið með stuttu millibili um þann trassaskap Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að vera ekki búinn að víkja úr öllum stjórnum félaga sem hann var skráður í á þeim tíma sem dæmt var í máli... Meira

Minningargreinar

18. nóvember 2008 | Minningargreinar | 2533 orð | 1 mynd

Halldór B. Jakobsson

Halldór Bjarni Jakobsson fæddist á Skólavörðustíg 33 b 1. janúar 1917. Hann lést 10. nóvember sl. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sesselja Ármannsdóttir, f. 20.9. 1884 á Saxhóli, Snæfellsnesi, d. í Reykjavík 13.9. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2008 | Minningargreinar | 579 orð | 1 mynd

Heiðar H. Viggósson

Heiðar Halldór Viggósson fæddist á Akureyri 8. júlí 1931. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi þann 6. nóvember sl. Heiðar var sonur hjónanna Guðlaugar Steingrímdóttur og Viggós Guðbrandssonar verkamanns frá Siglufirði. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2008 | Minningargreinar | 676 orð | 1 mynd

Ingjaldur Sigurðsson

Ingjaldur Sigurðsson fæddist á Steinmóðarbæ, Vestur-Eyjafjallahreppi 1. ágúst 1932. Hann lést á heimili sínu 8. nóvember sl. Foreldrar hans voru Sigurður Kristján Sigurðsson, f. 10.11. 1895, d. 11.6. 1981, og Helga Einarsdóttir, f. 26.11. 1900, d. 2.11. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2008 | Minningargreinar | 847 orð | 1 mynd

Kristinn Auðunsson

Kristinn Auðunsson fæddist á Ysta-Skála, Vestur-Eyjafjöllum, 16. september 1923. Hann lést á Landspítalanum 10. nóvember sl. Foreldrar hans voru Auðunn Jónsson, bóndi á Ysta-Skála, f. 1.6. 1892, d. 15.1. 1959, og kona hans Jórunn Sigurðardóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2008 | Minningargreinar | 761 orð | 1 mynd

Kristrún Jóhanna Pétursdóttir

Kristrún Jóhanna Pétursdóttir fæddist í Áreyjum á Reyðarfirði hinn 22 mars 1927. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu hinn 9. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Pétur Wilhelm Jóhannsson, f. 3.11. 1893, d. 25.2. 1986, og Sóley Sölvadóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2008 | Minningargreinar | 2759 orð | 1 mynd

Rannveig Jóhannsdóttir

Rannveig fæddist að Austurey í Laugardal í Árnessýslu þann 20. ágúst 1913. Hún andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði fimmtudaginn 6. nóvember 2008. Foreldrar hennar voru Jóhann Kristján Ólafsson, f. 17.10. 1883, d. 7.8. Meira  Kaupa minningabók
18. nóvember 2008 | Minningargreinar | 789 orð | 1 mynd

Þorgeir H. Jónsson

Þorgeir H. Jónsson er fæddur í Reyjavík 27. mars 1923. Hann lézt á heimili sínu þann 10. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans voru: Jón Sigurðsson, sjómaður og síðar verkstjóri í Hampiðjunni, f. 10.6. 1895 að Skeggjastöðum í Mosfellshreppi, d. 15.10. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 50 orð | 1 mynd

Citigroup fækkar um rúmlega 50 þúsund

CITIGROUP-bankinn tilkynnti í gær að hann áformaði að fækka störfum innan samsteypunar um allt að 52 þúsund. Uppsagnirnar koma til viðbótar við þau tæpu 23 þúsund störf sem Citigroup hefur þegar lagt niður það sem af er þessu ári. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 213 orð | 1 mynd

Efast ekki um hæfi Baldurs

GEIR Haarde, forsætisráðherra, segir Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, ekki hafa búið yfir öðrum upplýsingum um Landsbankann en voru öllum aðgengilegar. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 426 orð | 1 mynd

Eignir Landsbankans enn undir stjórn Breta

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EIGNIR Landsbankans í Bretlandi eru enn undir stjórn breskra stjórnvalda og ekkert liggur fyrir um hversu mikið íslenska ríkið þarf að greiða vegna ábyrgðar sinnar á Icesave-reikningum bankans. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Engir bónusar hjá Goldman Sachs

HELSTU stjórnendur Goldman Sachs hafa tilkynnt að þeir muni ekki þiggja bónusgreiðslur á þessu ári í ljósi þeirra efnahagshamfara sem nú steðja að heiminum. Um er að ræða Lloyd Blankfein , forstjóra bankans, og sex framkvæmdastjóra. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 169 orð | 1 mynd

Flýtir fyrir efnahagslegum bata

PERCY Westerlund, sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi, segist ánægður með það samkomulag, sem náðst hefur milli Íslands og viðkomandi ESB-ríkja fyrir milligöngu Frakklands, um viðmið fyrir lausn Icesave-deilunnar. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 288 orð | 2 myndir

Greiðslubyrðin sú sama en greiðslum frestað

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN greindi frá aðgerðum í þágu heimilanna fyrir síðustu helgi. Þar kom fram að ætlunin væri að létta greiðslubyrði einstaklinga með verðtryggð lán. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 359 orð | 1 mynd

Íbúðalánasjóður mun tapa milljörðum á fjárfestingum

Etir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Stjórnendur Íbúðalánasjóðs (ÍLS) áætla að sjóðurinn tapi átta til tólf milljörðum króna á fjárfestingum sem hann átti hjá Kaupþingi, Glitni og Landsbankanum. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 136 orð

Lögbann á Actavis

BANDARÍSKA Matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) hefur farið fram á að sett verði lögbann á framleiðslu í lyfjaverksmiðju Actavis Totowa í New Jersey. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 75 orð | 1 mynd

Skuldaálag ríkisins hátt

Skuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréf ríkisins var í gær 12,4% en fór hæst í 22% seinnihluta októbermánaðar. Hækkandi álag gefur til kynna að spákaupmenn telji meiri líkur á að ríkið geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Tapaði á íslenskum bönkum

TED Turner, stofnandi CNN-sjónvarpsstöðvarinnar, kveðst hafa tapað miklu á hlutabréfaeign sinni í íslenskum banka. Þetta kom fram í viðtali Wolfs Blitzers, stjórnanda þáttarins Late Edition á CNN, við Ted Turner í gær. Meira
18. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 221 orð | 1 mynd

Útlánin nema um 360 milljörðum króna

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÚTLÁNASAFN útibús Landsbankans í London, Heritable Bank, nam um 1,2 milljörðum punda (um 240 milljörðum króna á núvirði) um það leyti sem eignir bankans voru frystar af þarlendum stjórnvöldum. Meira

Daglegt líf

18. nóvember 2008 | Daglegt líf | 179 orð

Af íslensku og Jónasi

Steingrímur J. Sigfússon sagði er hann heyrði af samkomulagi um Icesave að lengi gæti vont versnað og Sigrún Haraldsdóttir orti: Ég held að landans minnki mont og magnist grátur trega því lengi getur voða vont versnað gríðarlega. Meira
18. nóvember 2008 | Daglegt líf | 633 orð | 2 myndir

Hefst allt með þráanum

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Nú er sennilega ár liðið síðan kviknaði í. Það hefur verið um klukkan hálffimm,“ segir Guðmundur Geir Jónsson, bóndi í Stærri-Árskógi við utanverðan Eyjafjörð. Meira
18. nóvember 2008 | Daglegt líf | 452 orð | 1 mynd

Hvenær byrjar skammdegið?

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is Skammdegið er skollið á. En hvenær byrjar skammdegið og hvenær lýkur því? Skemmst er frá því að segja að við þessu er ekki til neitt algilt svar. Meira
18. nóvember 2008 | Daglegt líf | 142 orð

Konur mildast með aldrinum

KONUR verða mildari gagnvart öðrum konum þegar þær eldast. Þetta er niðurstaða rannsóknar vísindamanna við Aberdeen-háskólann í Bretlandi. Á sænska viðskiptavefnum e24. Meira
18. nóvember 2008 | Daglegt líf | 392 orð | 1 mynd

Unnið að fræðilegum undirbúningi Garðarshólms

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Húsavík | „Við erum að gera heimavinnuna okkar með því að vinna áfram að fræðilegum undirbúningi og hyggja að grunninum. Meira

Fastir þættir

18. nóvember 2008 | Fastir þættir | 163 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Óvenjuleg vörn. Norður &spade;G92 &heart;KD9532 ⋄D6 &klubs;D9 Vestur Austur &spade;D74 &spade;10 &heart;G86 &heart;1074 ⋄G542 ⋄ÁK83 &klubs;753 &klubs;KG1086 Suður &spade;ÁK8653 &heart;Á ⋄1097 &klubs;Á42 Suður spilar 4&spade;. Meira
18. nóvember 2008 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Horsens Danmörk Sigurbjörg fæddist 12. september kl. 13.27. Hún vó 3.254...

Horsens Danmörk Sigurbjörg fæddist 12. september kl. 13.27. Hún vó 3.254 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Bára Inga Ásmundsdóttir og Jón Sveinn... Meira
18. nóvember 2008 | Árnað heilla | 150 orð | 1 mynd

Með fjölskyldunni í Flórída

ÖRN Gunnarsson, framkvæmdastjóri afritunar- og endurheimtuþjónustunnar Securstore, hefur þegar haldið upp á fertugsafmælið með veglegum hætti en hann er nýkominn heim úr vikuferð til Flórída með eiginkonunni, Helgu Rún Guðmundsdóttur, og börnum þeirra,... Meira
18. nóvember 2008 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi...

Orð dagsins: Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði. (Tím. 3, 10. Meira
18. nóvember 2008 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Reykjavík Eva fæddist 26. mars kl. 3.48. Hún vó 4.410 g og var 53 cm...

Reykjavík Eva fæddist 26. mars kl. 3.48. Hún vó 4.410 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Sæunn Eðvarðsdóttir og Steingrímur... Meira
18. nóvember 2008 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Ragnheiður Helga fæddist 16. febrúar kl. 14.23. Hún vó 3.730 g...

Reykjavík Ragnheiður Helga fæddist 16. febrúar kl. 14.23. Hún vó 3.730 g og var 53,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Arnbjörg Ösp Matthíasdóttir og Víkingur... Meira
18. nóvember 2008 | Fastir þættir | 91 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp á öflugu atskákmóti sem lauk fyrir skömmu í Cap d'Agde í Frakklandi. Hinn 16 ára Ítali Fabiano Caruana (2640) hafði svart gegn Anatoly Karpov (2651) , fyrrverandi heimsmeistara. 66... Hxe3+! 67. Meira
18. nóvember 2008 | Fastir þættir | 315 orð

Víkverji skrifar

Víkverji heyrði nýverið sögu sem hann selur ekki dýrara en hann keypti. Maður einn hafði fundið nýja konu, svo hin átti að flytja út. Meira
18. nóvember 2008 | Í dag | 143 orð | 3 myndir

Þetta gerðist...

18. nóvember 1897 Blaðamannafélag Íslands var stofnað. „Félagar geta orðið allir þeir sem hafa fjölmiðlun að aðalstarfi,“ segir í núgildandi lögum félagsins. 18. nóvember 1920 Matthías Jochumsson skáld og prestur lést. Meira

Íþróttir

18. nóvember 2008 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Allir heilir og tilbúnir í leikinn á Möltu

„ÞEIR síðustu ertu að tínast hérna inn á hótel og við erum að halda æfingu í rólegheitunum,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu karla, þegar Morgunblaðið náði tali af honum á Möltu síðdegis í gær. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 396 orð

„Öðruvísi og spennandi“

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is ÞRÍR fulltrúar Íslands verða viðstaddir þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Finnlandi í hádeginu í dag. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Fjölnir lagði Snæfell í fallbaráttunni

FJÖLNIR hafði betur gegn Snæfelli í fallbaráttunni í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Grafarvogsliðið sýndi enga gestrisni þegar það tók á móti Snæfelli og vann 84:65 eftir að staðan hafði verið 41:36. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 417 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hvorki Steven Gerrard né Frank Lampard verða með enska landsliðinu þegar það mætir Þjóðverjum í vináttulandsleik annað kvöld. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 282 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Hreiðar Levy Guðmundsson kom lítið við sögu þegar lið hans Sävehof vann stórsigur á sænsku meisturunum í Hammarby , 39:25, þegar liðin mættust í Gautaborg í gær. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 296 orð | 2 myndir

GR og Keilir stigameistarar golfklúbba

KEILIR og Golfklúbbur Reykjavíkur eru stigameistarar golfklúbba þetta árið, en viðurkenningar vegna þessa voru afhentar á formannafundi Golfsambandsins um helgina. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 455 orð

Gunnar með 33 stig í stórsigri

*Keflvíkingar sýndu Garðbæingum enga gestrisni *Stjörnumenn komust einu sinni yfir *„Tröllatvenna“ og fleira spennandi *Sigurður ánægður með vörnina Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 555 orð

Körfuknattleikur KR – Njarðvík DHL-höllin, úrvalsdeild karla...

Körfuknattleikur KR – Njarðvík DHL-höllin, úrvalsdeild karla, Iceland-Express-deildin, mánudaginn 17. nóv. 2008. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 82 orð | 1 mynd

Magnús úr leik í 9-11 vikur

MAGNÚS Stefánsson verður frá keppni í níu til 11 vikur eftir að hann braut þumalfingur í kappleik Fram og HK í N1-deild karla í handknattleik síðasta fimmtudag. Varð m.a. að skrúfa brotið saman. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 206 orð | 1 mynd

Stefán skoraði mark ársins í Danmörku

STEFÁN Gíslason skoraði mark ársins í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu samkvæmt kjöri sem fram fór m.a. á netinu en verðlaunin voru afhent á uppskeruhátíð dansks knattspyrnufólks sem fram fór í Kaupmannahöfn í gær. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 780 orð | 1 mynd

Stærsta tap Njarðvíkinga frá upphafi vega

MEISTARAEFNIN í KR unnu sinn áttunda leik í röð í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi þegar körfuboltastórveldið Njarðvík kom í heimsókn í Frostaskjólið. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 133 orð

Vestfirðingar í handbolta

ÁTTA lið tóku þátt í fyrstu umferð Vestfjarðadeildarinnar í handknattleik sem fram fór um helgina. Mikil vakning hefur orðið í handknattleiksmálum í Ísafjarðarbæ og nágrenni á síðustu mánuðum og er svo komið að rúmlega 100 karlmenn æfa nú íþróttina. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Vignir í eins leiks bann

VIGNIR Svavarsson var í gær úrskurðaður í eins leiks bann með íslenska landsliðinu af aganefnd Handknattleikssambands Evrópu. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

Þrír sigrar í röð hjá ÍR

ÍR-INGAR eru komnir í gang. Þeir unnu sinn þriðja leik í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi en áður höfðu þeir tapað fimm fyrstu leikjunum. Mótherjinn var reyndar ekki upp á marga fiska því Skallagrímsliðið virðist eiga langt í land og lokatölurnar urðu 93:58. Meira
18. nóvember 2008 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

Þægilegt hjá Fram

FRAM þurfti ekki að hafa neitt of mikið fyrir hlutunum þegar liðið lagði Stjörnuna að velli, 29:27, í N1-deild karla í handknattleik í gærvköldi í leik sem fram fór í Mýrinni, Garðabæ. Fram hefur nú 10 stig eftir átta leiki en Stjarnan aðeins fjögur stig að loknum sjö leikjum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.