Greinar föstudaginn 20. mars 2009

Fréttir

20. mars 2009 | Erlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd | ókeypis

Andvíg því að fleiri ríki fái aðild að ESB í bili

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is RÁÐAMENN nokkurra af öflugustu ríkjunum í Evrópusamabandinu hallast nú að því að ekki skuli taka fleiri ríki inn í sambandið í bili, segir í frétt Aftenposten í Noregi. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 148 orð | ókeypis

Athuga verð innan kerfis

SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ er að skoða verðlagningu símtala farsíma innan símkerfis Símans, í samanburði við verðlagningu fyrirtækisins á símtölum við síma í kerfum annarra símafyrirtækja. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 62 orð | ókeypis

Auratal

VERÐ á leikföngum hefur sveiflast mikið á síðustu misserum. Þegar verslunin Toys'r'us var opnuð á Korputorgi í október var hægt að kaupa þar kassa af „pony“-hestum og fylgihlutum á 999 krónur. Hestarnir voru ekki á tilboði. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd | ókeypis

Á ég að mæta aftur til leiks?

,,ÉG fór að hugsa eftir þessi úrslit hvort ég ætti nokkuð að vera að mæta aftur til leiks með landsliðinu,“ sagði handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson við Morgunblaðið í gær. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd | ókeypis

ÁTVR hefur fengið stjórn eftir rúmlega árs hlé

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur gert þær breytingar á ákvæðum um stjórn Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins að stjórnarmönnum er fjölgað út þremur í fimm. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 580 orð | 4 myndir | ókeypis

„Erum í skýjunum yfir þessu“

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „VIÐ erum alveg í skýjunum yfir þessu, þetta er frábær og kærkomin búbót fyrir félagið. Við erum afskaplega þakklátir öllum sem hafa lagt hönd á plóg. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd | ókeypis

„Þetta var bara létt“

„ÉG hef ekki lagt neina sérstaka áherslu á þessa grein, en ég ákvað að gefa mig alla í hana að þessu sinni. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd | ókeypis

Dagur jafnlangur nóttu

SÓLIN er nú beint yfir miðbaugi jarðar og er dagurinn því jafnlangur nóttunni hvar sem er á jörðinni. Þetta gerist tvisvar á ári og er nefnt jafndægur. Í dag eru vorjafndægur og vorlegt um að litast í borginni þessa... Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir | ókeypis

Deildar meiningar um gemsana

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is NÝJUM tímum fylgja nýjar áskoranir og á það við um grunnskólana eins og aðra. Morgunblaðið hefur síðustu daga sagt frá óánægju meðal 10. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 661 orð | 3 myndir | ókeypis

Dregið úr langferðum bjórsins

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is ÁTVR og fjármálaráðuneytið hafa ákveðið breytingar á vöruvalsreglum ÁTVR sem munu hafa í för með sér lægri dreifingarkostnað fyrir bjórframframleiðendur á landsbyggðinni. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd | ókeypis

Drottning drepur riddara – skák!

ÞORRI Hringsson fjarlægir riddara Steingríms Sigurgeirssonar af skákborðinu. Þeir sátu að tafli á Kjarvalsstöðum í gær og hafði Þorri hvítt (vín) en Steingrímur rautt. Meira
20. mars 2009 | Erlendar fréttir | 361 orð | 1 mynd | ókeypis

Dæmdur til ævilangrar vistunar á geðsjúkrahúsi

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 143 orð | ókeypis

Einar Már í sjötta sætinu hjá VG

KATRÍN Jakobsdóttir menntamálaráðherra verður efst á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður og Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi efst í Reykjavíkurkjördæmi suður. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 302 orð | 1 mynd | ókeypis

Endurskoða eftirlit fyrir karla

NIÐURSTÖÐUR rannsóknar á 182 þúsundum karla á aldrinum 50 til 70 ára í sjö Evrópulöndum sýna að skipuleg leit að krabbameini í blöðruhálskirtli gæti dregið úr dánartíðni um 20 prósent. Meira
20. mars 2009 | Erlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd | ókeypis

Erfðafræði í bílskúrnum

HUGVITSKONAN Meredith Patterson hefur dottið niður á snjallræði til að koma í veg fyrir að íblöndun melaníns í mjólkurafurðir geti valdið neytendum tjóni, eins og raunin varð í Kína nýverið. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 292 orð | 1 mynd | ókeypis

Fengu ekki rökstuðning

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is FÉLAG íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) fundaði í gærkvöld um málefni Eftirlaunasjóðs FÍA. Flugmenn eru uggandi yfir óvissunni sem ríkir um framtíð sjóðsins. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Fermingar í nýrri kirkju

FERMT verður í fyrsta sinn í hinni nýju Lindakirkju í Kópavogi á morgun. Safnaðarsalur kirkjunnar dugar ekki til stærri athafna en sjálft kirkjuskipið er ekki frágengið. Meira
20. mars 2009 | Erlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjöldamótmæli gegn efnahagsstefnu Sarkozy

UM milljón ríkisstarfsmanna tók þátt í verkfalli í Frakklandi í gær til að mótmæla viðbrögðum Nicolas Sarkozy forseta við efnahagskreppunni. Verkfallsmennirnir fóru í fjölmennar mótmælagöngur í 200 borgum og bæjum, m.a. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 576 orð | 1 mynd | ókeypis

Fleiri mál til Lúxemborgar

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is CARL Baudenbacher, hinn svissneski forseti EFTA-dómstólsins í Lúxemborg, telur að fleiri málum ætti að vísa til dómstólsins en nú er gert. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd | ókeypis

Foreldraverðlaun

FORELDRAVERÐLAUN Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt hinn 4. júní nk. Meira
20. mars 2009 | Erlendar fréttir | 305 orð | ókeypis

Gamall njósnari í slag við meintan morðingja

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ÞÓTT Svartahafsborgin Sochi sé aðeins í 55. sæti á lista yfir stærstu borgir Rússlands, með u.þ.b. 350. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd | ókeypis

Gegn vegi við ósinn

UMHVERFISSTOFNUN vill, að verði Hringvegurinn um Mýrdal færður, þá liggi hann utan við það svæði við Dyrhólaós sem er á náttúruminjaskrá og forðast verði að raska votlendi. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Gætu orðið til 300 störf

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is BYGGJA þarf upp betri aðstöðu til að geta flutt inn sjúklinga til að framkvæma á þeim aðgerðir hérlendis. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd | ókeypis

Hafísinn hefur haldið sig fjarri landinu það sem af er vetri

HAFÍSINN hefur haldið sig nærri miðlínu milli Íslands og Grænlands að undanförnu og hefur því ekki ógnað siglingaleiðum og fiskimiðum eins og oft hefur gerst. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 578 orð | 4 myndir | ókeypis

Heljarmikil ræktun

Eftir Andra Karl andri@mbl.is KANNABISRÆKTUN á Íslandi er í miklum blóma ef marka má fjölda þeirra plantna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á það sem af er ári. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 94 orð | ókeypis

Húsaleigubætur

Á FUNDI stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var nýverið var fjallað um fjárvöntun vegna hlutar ríkisins í húsaleigubótum, segir í tilkynningu. Á fundinum var upplýst að fjárvöntunin vegna ársins 2008 væri 147 m.kr. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóhanna tilbúin til formennsku

JÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra skýrði frá því síðdegis í gær að hún hygðist gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. „Í ljósi niðurstöðu prófkjörsins í Reykjavík 14. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 602 orð | 3 myndir | ókeypis

Keypt aðgengi að fjölmiðlum vafasamt

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is Frambjóðendum í prófkjörum stjórnmálaflokkanna stóð sú þjónusta til boða á sjónvarpsstöðinni ÍNN að kaupa sér hálftíma af útsendingartíma stöðvarinnar til að kynna sjálfa sig og málefni sín. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd | ókeypis

Kærkomin búbót

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is MEISTARAFLOKKUR ÍBV í knattspyrnu karla fær að njóta söluágóðans af síldinni sem veidd var í Vestmannaeyjahöfn á miðvikudag. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 1754 orð | 3 myndir | ókeypis

Leita þarf nýrra lausna

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd | ókeypis

Lítil lækkun vaxta en ákveðin skilaboð þó

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is HIN nýja peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að lækka stýrivexti bankans um eitt prósentustig í 17,0%. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd | ókeypis

Lúðvík Geirsson óskar eftir baráttusætinu

STJÓRN kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi mun koma saman til fundar um helgina til að ákveða endanlega röðun á lista. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd | ókeypis

Matartilboðin á vefsíðu

FRÁ því að vefsíðan matarkarfan.is, sem greinir frá flestum gildandi tilboðum matvöruverslana, var auglýst þann 20. febrúar síðastliðinn hafa 20 þúsund gestir heimsótt síðuna. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 336 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikilvægt að vera vakandi fyrir áhættuþáttum

Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is UM 50-60% veikindafjarvista á evrópskum vinnumarkaði má rekja til of mikillar streitu og hafa rannsóknir sýnt að um fjórðungur launþega í Evrópu á við vandamál að etja vegna andlegrar og félagslegrar heilsu. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 139 orð | ókeypis

Munar milljörðum

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í gær eins prósentustigs lækkun stýrivaxta bankans í 17,0%. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins urðu fyrir vonbrigðum en hvortveggju vildu meiri vaxtalækkun. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 28 orð | ókeypis

Nýr kosningavefur

UPPLÝSINGARVEFUR dómsmálaráðuneytisins vegna alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi hefur verið opnaður. Á vefnum sem hefur slóðina www.kosning.is er að finna fróðleik og hagnýtar upplýsingar sem lúta að næstu... Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný sinfónía eftir afmælisbarnið

ÞAÐ var mikið um dýrðir í Háskólabíói í gærkvöldi þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt afmælistónleika til heiðurs Atla Heimi Sveinssyni, tónskáldi, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu á síðasta ári. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný stefna í málefnum innflytjenda

BORGARSTJÓRN hefur samþykkt aðgerðaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2009-2012. Borgarstjóri segir að Reykjavíkurborg sé fyrsta sveitarfélagið til að hafa svo viðamikla og heildstæða stefnu í innflytjendamálum. Meginmarkmið stefnunnar eru m.a. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 40 orð | ókeypis

Opið hús í háskóla

OPIÐ hús verður í Háskólanum í Reykjavík á laugardaginn nk. kl. 12-16. Í aðalbyggingu skólans, Ofanleiti 2, verður hægt að kynna sér nám við allar deildir skólans og verða nemendur og kennarar við upplýsingar og ráðgjöf. Nánari upplýsingar á www.hr. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd | ókeypis

Rannsóknir í Læknagarð

Nú eru liðin rúmlega tuttugu ár frá því að Krabbameinsfélag Íslands stofnaði Rannsóknarstofu í sameinda- og frumulíffræði, heilum áratug áður en erfðarannsóknir og líftækni komust í almenna umræðu á Íslandi. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 226 orð | ókeypis

Ráðherra breyti ákvörðun

DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ er nú með til meðferðar kæru Hafskipsmanna vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að ekki væri þörf á frekari rannsókn á Hafskipsmálinu. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 65 orð | ókeypis

Ræktendum sleppt úr haldi

TVEIR menn á þrítugsaldri sem lögreglan handtók í fyrrakvöld við rannsókn á kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi eru lausir úr haldi. Fannst 621 planta auk tæplega 5 kg af marijúana og um 5 kg af laufi. Meira
20. mars 2009 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Ræningjar rændir

TVEIR fingralangir menn sem létu greipar sópa í skartgripaverslun í Milwaukee í Bandaríkjunum í gær vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir voru sjálfir rændir í þann mund er þeir hugðust halda á brott með ránsfenginn, reiðufé og dýrmæta... Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 203 orð | ókeypis

Sama þróun og síðustu mánuði

Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞJÓFNAÐIR og innbrot voru mun fleiri í febrúar sl. en árin 2007 og 2008. Það er sama þróun og verið hefur síðustu mánuði. Brotum sem upplýsast við frumkvæðisvinnu lögreglu, s.s. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 273 orð | ókeypis

Sitja 9 og 7½ ár í fangelsi

Eftir Andra Karl andri@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær Þorsteinn Kragh, 47 ára athafnamann, í níu ára fangelsi fyrir innflutning fíkniefna. Samverkamaður hans, hinn 71 árs Hollendingur Jackob van Hinte, hlaut 7½ árs fangelsi. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Sóknarprestur sýknaður

SÉRA Gunnar Björnsson hefur verið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um að hafa sýnt tveimur ungum stúlkum kynferðislega áreitni. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 103 orð | ókeypis

Sýknaðir af kröfum

HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Sigurjón M. Egilsson og Trausta Hafsteinsson af kröfum Franklíns Kristins Stiners (áður Steiner) vegna ummæla um að hann hefði verið umsvifamikill í fíkniefnasölu, sem birtust í dagblaðinu Blaðinu. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd | ókeypis

Tekinn höndum fyrir samlíkingu við Ísland

RÆTT er um það í röðum lettneskra hagfræðinga að láta landið hrynja efnahagslega eins og Ísland og hefja síðan endurreisnina frá grunni þegar lánið frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum rennur út í haust. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 465 orð | 2 myndir | ókeypis

Um 3.500 bíða eftir aðgerðum

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Í LOK febrúar sl. voru rétt rúmlega 3.500 manns á biðlista eftir aðgerðum hjá Landspítalanum og öðrum helstu sjúkrahúsum landsins. Sambærileg tala í október sl. var ríflega 3.900 manns, eða 10% hærri. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd | ókeypis

Undrandi á orðum Sigmundar

„ÉG er undrandi á þessum ummælum Sigmundar og fyrir mér er þetta innantómt orðagjálfur,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra um ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, þess efnis að Samfylkingin væri... Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 89 orð | ókeypis

VG með landsfund

NÚ um helgina fer fram sjötti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 496 orð | 2 myndir | ókeypis

Vilja allt á borðið

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÓLGU gætir meðal flugmanna og tannlækna vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á fjárfestingum lífeyrissjóða sem þeir borga í og eignastýring Landsbankans hafði umsjón með. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd | ókeypis

Vilja hærri hámarkslán

HÆKKUN hámarkslána Íbúðalánasjóðs myndi virka sem blóðgjöf fyrir bygginga- og mannvirkjagerð í landinu og stuðla að því að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 443 orð | 2 myndir | ókeypis

Vilji almennings endurspeglaður á Alþingi

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ALMANNAÞING nefnist nýtt kerfi sem „talar við“ vef Alþingis og gefur almenningi kost á að kjósa um einstök mál, gefa einkunnir, álit o.þ.h. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd | ókeypis

Vinstri sveiflan helst fjórðu vikuna í röð

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „MÉR finnst athyglisverðast að þessi könnun gefur í grófum dráttum svipaða mynd og kannanir undanfarnar fjórar vikur, þ.e. Meira
20. mars 2009 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd | ókeypis

Þétt setinn bekkur á barnaþingi

ÞÆR SKEMMTU sér vel, þessar stúlkur, þar sem þær stungu saman nefjum á barnaþingi í Rimaskóla í gær. Miðgarður þjónustumiðstöð hélt þingið fyrir nemendur 6. Meira

Ritstjórnargreinar

20. mars 2009 | Leiðarar | 237 orð | ókeypis

Hver á lífeyrissjóðina?

Innan verkalýðshreyfingarinnar eru nú til umræðu hugmyndir um að sjóðfélagar í lífeyrissjóðum fái sjálfir að ráða því hverjir sitja í stjórnum sjóðanna og fara með peninga fólksins, sem borgað hefur í þá. Meira
20. mars 2009 | Leiðarar | 322 orð | ókeypis

Steyptu fé niður í jörð

Götur, ljósastaurar, hringtorg og undirgöng, en lítið sem ekkert mannlíf. Bæjarfélögin á höfuðborgarsvæðinu súpa nú seyðið af offjárfestingu í byggingariðnaðinum undanfarin ár. Meira
20. mars 2009 | Staksteinar | 165 orð | 1 mynd | ókeypis

Þögnin á Suðurlandsbraut

Fjármálaeftirlitið hefur ekki verið mjög örlátt á upplýsingar. Það hefur átt við lengi, en orðið meira himinhrópandi eftir bankahrunið. Meira

Menning

20. mars 2009 | Myndlist | 473 orð | 1 mynd | ókeypis

Alþjóðahátíð í Sláturhúsi

Eftir Sveinbjörgu H. Einarsdóttur meistaranema í blaða- og fréttamennsku ÞAÐ birtast margar kvikar kynjamyndir á veggjum Sláturhússins á Egilsstöðum næstu vikuna. Meira
20. mars 2009 | Fólk í fréttum | 116 orð | 1 mynd | ókeypis

„Últraleiðinleg“ auglýsing Símans

*Nýja Síma-auglýsingin með Hilmi Snæ Guðnasyni ætlar ekki að verða langlíf ef marka má viðbrögð hins almenna neytanda við henni. Á meðal þeirra sem gagnrýna auglýsinguna en tónlistarmaðurinn og frístundablaðamaðurinn Dr. Meira
20. mars 2009 | Tónlist | 81 orð | 1 mynd | ókeypis

Börn leika heimstónlist

Á ÞESSU skólaári fagnar Tónskólinn Do Re Mi 15 ára starfsafmæli sínu. Af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar í Neskirkju í dag kl. 18. Þema tónleikana er heimstónlist. Meira
20. mars 2009 | Kvikmyndir | 387 orð | 2 myndir | ókeypis

Geimverur, fílar og harðsvíraðir glæpamenn

FJÓRAR kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum bíóhúsum um helgina: Killshot Hér er á ferðinni kvikmyndaaðlögun á samnefndri sögu glæpahöfundarins Elmores Leonards sem kom út árið 1989. Meira
20. mars 2009 | Bókmenntir | 140 orð | 1 mynd | ókeypis

Heaney heiðraður

ÍRSKA ljóðskáldið Seamus Heaney hlaut í fyrrakvöld David Cohen-verðlaun fyrir afrek sín á sviði bókmennta. Verðlaunaféð nemur 40.000 pundum, tæplega sex og hálfri milljón króna. Meira
20. mars 2009 | Tónlist | 208 orð | 1 mynd | ókeypis

Holskefla af tónleikum um helgina

AF einhverjum sökum er óvenjumikið um tónleikahald þessa helgina og ekki forsvaranlegt annað en að tæpa á þeim helstu. GusGus á NASA, í kvöld Sveitin hélt síðast tónleika á Airwaves og gerði þá allt vitlaust. Meira
20. mars 2009 | Tónlist | 330 orð | 2 myndir | ókeypis

Hvar er poppið?

Lesendur þessara síðna hafa efalaust orðið varir við hversu gróskuríkt allra handa öfgarokk er um þessar mundir. Meira
20. mars 2009 | Myndlist | 338 orð | 1 mynd | ókeypis

Keyrð áfram af krafti

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl. Meira
20. mars 2009 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd | ókeypis

Klassísk verk á Kjarvalsstöðum

ÓKEYPIS er inn á hádegistónleika Tríós Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.15. Efnisskráin er samsett af kunnum, klassískum perlum og verða stef úr Töfraflautu Mozarts leikin auk verka eftir Jules Massenet, Vittorio Monti og L. van Beethoven. Meira
20. mars 2009 | Fólk í fréttum | 121 orð | 1 mynd | ókeypis

Kominn í tískuna

LIAM Gallagher, söngvari bresku rokksveitarinnar Oasis, hefur sett á laggirnar sína eigin línu af tískufatnaði sem kallast Pretty Green. „Ástæða þess að ég geri þetta er einfaldlega sú að ég er hrifinn af fötum. Meira
20. mars 2009 | Hönnun | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýtt skipulag í París

AFRAKSTUR níu mánaða vinnu sem Sarkozy Frakklandsforseti fól sérfræðingum að vinna og snerist um að búa til nýtt aðalskipulag fyrir Parísarborg var kynntur á dögunum. Meira
20. mars 2009 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd | ókeypis

Richardson er látin

BRESKA leikkonan Natasha Richardson, lést á miðvikudaginn, 45 ára að aldri. Hún slasaðist á mánudag á skíðanámskeiði fyrir byrjendur á Mont Tremblant-skíðasvæðinu í Kanada. Meira
20. mars 2009 | Fjölmiðlar | 181 orð | 1 mynd | ókeypis

RÚV verður að standa sig betur

LANDSLEIKURINN gegn Makedóníu í fyrrakvöld var tær snilld. Vængbrotið íslenskt landslið bauð upp á skemmtun í sérflokki. Meira
20. mars 2009 | Leiklist | 423 orð | 1 mynd | ókeypis

Silfurfólkið frá EM stígur á svið

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is LEIKFÉLAG Menntaskólans á Akureyri (LMA) frumsýnir í kvöld söngleikinn Kabarett í félagsheimilinu Laugarborg í Eyjafjarðarsveit. Meira
20. mars 2009 | Myndlist | 478 orð | 2 myndir | ókeypis

Tefla með víni og snittum

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ÞETTA verður að vera gert af mikilli nákvæmni. Meira
20. mars 2009 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd | ókeypis

Vel kvenlægar Músíktilraunir

*Hljómsveitakeppnin sívinsæla Músíktilraunir hefst í næstu viku, föstudag, í Íslensku óperunni. Á vef Tilraunanna (www.musiktilraunir.is) segir m.a. Meira
20. mars 2009 | Fólk í fréttum | 370 orð | 1 mynd | ókeypis

Vigdís Másdóttir

Aðalsmaður vikunnar útskrifast úr leiklistardeild LHÍ í vor og tekur nú þátt í uppfærslu Þjóðleikhússins á Þrettándakvöldi Shakespeares ásamt skólasystkinum sínum. Meira
20. mars 2009 | Kvikmyndir | 77 orð | 1 mynd | ókeypis

Þrjár ítalskar kvikmyndir

DEILD ítölsku við Háskóla Íslands og Aðalræðisskrifstofa Ítalíu standa fyrir sýningum á ítölskum kvikmyndum í Regnboganum um helgina, 20. til 22. mars. Meira
20. mars 2009 | Tónlist | 290 orð | 1 mynd | ókeypis

Önnur Mozartútgáfa

SÖNGSVEITIN Fílharmónía heldur aðaltónleika starfsársins á sunnudag og miðvikudag, 22. og 25. mars, í Langholtskirkju. Flutt verða kunn verk eftir mikla meistara: Sálumessa Mozarts og Messa í g-moll eftir Bach. Meira

Umræðan

20. mars 2009 | Pistlar | 436 orð | 1 mynd | ókeypis

Alþjóðavæðingin og ég

Lengi vel þótti mér alþjóðavæðing lítið annað en froðusnakk. Ég vildi ekki heyra á þetta hugtak minnst. Mér fannst það innihaldslaust blaður frjálshyggjusauðnauta og hugsjónalausra stjórnmálamanna. Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd | ókeypis

Bretti og búnaður

Sæunn Ósk Kjartansdóttir hvetur fólk til að fara varlega á snjóbrettum: "Brettahjálmur var því settur á innkaupalistann því hann verndar eitt mikilvægasta líffærið, heilann." Meira
20. mars 2009 | Blogg | 168 orð | 1 mynd | ókeypis

Elliði Vignisson | 19. mars Hag- og siðfræðileg greining á stöðunni...

Elliði Vignisson | 19. mars Hag- og siðfræðileg greining á stöðunni: „Helvítis fokking fokk“ Ísland á í erfiðum málum. Efnahagurinn er erfiðari en áður hefur verið. Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 311 orð | 1 mynd | ókeypis

Grettistak

Ásbjörn Óttarsson: "Framundan eru kosningar sem geta orðið einhverjar afdrifaríkustu kosningar sem gengið hefur verið til á lýðveldistímanum." Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 276 orð | 1 mynd | ókeypis

Ítrekun

Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur: "GAMALKUNNUGUR darraðardans er nú á lokadögum Alþingis, þ.e. hvaða mál fari í gegn fyrir þinglok. Við sjálfstæðismenn höfum margsagt að við munum greiða fyrir öllum góðum málum sem stuðla að því að styrkja heimilin og efla atvinnulíf." Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 577 orð | 5 myndir | ókeypis

Jafnrétti er mikilvægur hluti loftslagslausna

Norrænu jafnréttisráðherrarnir: "Til þess að heimurinn geti orðið sjálfbær er þörf á áhuga og þátttöku kvenna og karla á jafnréttisgrundvelli." Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 230 orð | ókeypis

Lán og lánleysi

GEFUM okkur að þrír ímyndaðir menn eigi í viðskiptum. Köllum þá t.d. Tryggva, Þór og Herbert. Tryggvi og Þór skulda hvor um sig Herberti 10 milljónir. Tryggvi er vel stæður, með góðar tekjur og á ekki í neinum vandræðum með að standa í skilum. Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 1061 orð | 1 mynd | ókeypis

Mun þjóðin kjósa um einstök mál í hraðbönkum?

Eftir Ástþór Magnússon: "Lýðræðishreyfingin er kosningabandalag óháðra frambjóðenda sem vinna sjálfstætt með sín pólitísku stefnumál án flokkafjötra." Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd | ókeypis

Mörg stórverkefni í Suðurkjördæmi

Eftir Árna Johnsen: "TVÖFÖLDUN Suðurlandsvegar frá Reykjavík að Selfossi, forgangsverkefni Suðurkjördæmis, er nú í startholunum til framkvæmda." Meira
20. mars 2009 | Bréf til blaðsins | 292 orð | ókeypis

Nokkur orð frá „flokksþræli“

Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni: "BJARNI Harðarson, fyrrverandi framsóknarmaður og núverandi fullveldissinni, svarar stuttri grein minni í Mbl. sem birtist nýlega." Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 279 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýir tímar – aukin samkeppni

Páll Rúnar Mikael Kristjánsson skrifar um íslenskt viðskiptalíf: "FÍS fagnar því að samkeppnissjónarmið verði sett á oddinn og að gömul viðskiptaveldi verðir ekki endurreist í óbreyttri mynd." Meira
20. mars 2009 | Bréf til blaðsins | 473 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýtt kerfi í fiskveiðistjórnun og kvótakerfið verður úrelt

Frá Skúla Þór Bragasyni: "ÉG SET hér fram hugmynd sem ég tel geta byggt upp fiskstofnana og leitt okkur út úr ógöngum kvótakerfisins. Það eru nú liðin ein 25 ár síðan kvótakerfið – sem átti aðeins að vera til skamms tíma – var sett á til uppbyggingar þorskstofnsins." Meira
20. mars 2009 | Blogg | 158 orð | 1 mynd | ókeypis

Ómar Ragnarsson | 19. mars Man einhver eftir Sighvati ? Á...

Ómar Ragnarsson | 19. mars Man einhver eftir Sighvati ? Á samdráttarskeiðinu 1991-1995 var Sighvati Björgvinssyni þáverandi heilbrigðisráðherra gert að skera harkalega niður í heilbrigðisþjónustunni. Meira
20. mars 2009 | Bréf til blaðsins | 775 orð | 1 mynd | ókeypis

Sá hæfasti var ráðinn

Frá Hildi Björnsdóttur, Ingólfi Birgi Sigurgeirssyni, Aðalbjörgu Ósk Gunnarsdóttur, Jens Fjalari Skaptasyni og Maríu Finnsdóttur.: "RÖSKVA hefur síðustu daga sent frá sér yfirlýsingar um nýlega ráðningu framkvæmdastjóra Stúdentaráðs Háskóla Íslands." Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 194 orð | 1 mynd | ókeypis

Spurning dagsins, alla ævi

Sigurbjörn Þorkelsson skrifar um gildi fermingarinnar: "Fermingin er vitnisburður þess að þú viljir áframhaldandi þiggja að vera barn." Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 683 orð | 1 mynd | ókeypis

Vegna greinar Kristjáns Jónssonar

Illugi Gunnarsson svarar grein Kristjáns Jónssonar blaðamanns: "Það er rétt hjá honum að samfélagið okkar nær ekki aftur fótfestu fyrr en við treystum hvert öðru betur en nú er." Meira
20. mars 2009 | Velvakandi | 311 orð | 1 mynd | ókeypis

Velvakandi

Furðuleg framkoma VINKONA mín, fór með 92 ára frænku sína í verslunina Ceres í Kópavogi. Keyptu þær blússu og bol, en þar sem gamla konan treysti sér ekki að máta bolinn í búðinni reyndist hann of lítill þegar heim var komið. Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 352 orð | 1 mynd | ókeypis

Verðtrygginguna burt, róttækar lausnir strax

Eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur: "Á LANDSÞINGI Frjálslynda flokksins síðastliðna helgi var samþykkt að krefjast þess að verðtryggingin yrði aflögð. Íslensk stjórnvöld hafa ekki fulla stjórn á efnahagsmálum þjóðarinnar." Meira
20. mars 2009 | Aðsent efni | 341 orð | 1 mynd | ókeypis

Við eigumónýtta auðlind

Eftir Vigdís Hauksdóttur: "SKYNSAMLEG auðlindastjórn er hagkvæm nýting á náttúruauðlindunum. Bent hefur verið á að auðlindastjórn verði best komið með séreignarrétti, með grænum sköttum/kvótum eða uppbótum." Meira

Minningargreinar

20. mars 2009 | Minningargreinar | 2196 orð | 1 mynd | ókeypis

Áslaug Guðmundsdóttir

Áslaug Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1958. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 11. mars sl. Útför Áslaugar var gerð frá Langholtskirkju 19. mars. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 502 orð | 1 mynd | ókeypis

Borghildur Sólveig Pétursdóttir

Borghildur Sólveig Pétursdóttir fæddist á Hinriksmýri á Árskógsströnd 5. júní 1925. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 13. mars 2009. Hún var dóttir hjónanna Péturs Júlíusar Jónssonar og Elísabetar Sölvadóttur og var næst elst átta systkina. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 345 orð | 1 mynd | ókeypis

Helgi Ívarsson

Helgi Ívarsson fæddist í Vestur-Meðalholtum í Gaulverjabæjarhreppi 2. júní 1929. Hann lést 13. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Gaulverjabæjarkirkju 21. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 1220 orð | 1 mynd | ókeypis

Hilmar Kristjánsson

Hilmar Kristjánsson fæddist á Oddsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu 6. mars 1943. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 13. mars sl. Móðir hans er Þuríður Benediktsdóttir, f. á Hömrum í Haukadal 4. maí 1915, elst af fjórtán systkinum. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 695 orð | 1 mynd | ókeypis

Jónas Jónsson

Jónas Jónsson fæddist í Pétursborg í Glæsibæjarhreppi 24. janúar 1922. Hann andaðist á Vífilsstöðum í Garðabæ 19. desember 2009 og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 9. janúar. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 2898 orð | 1 mynd | ókeypis

Karen Jónsdóttir

Karen Jónsdóttir fæddist á Norðfirði 1. október 1934. Hún lést á Landspítala, Landakoti, 12. mars 2009. Foreldrar hennar voru Jón Bessason, f. 16. apríl 1874, d. 2. október 1959, og Þóranna Andersen, f. 10. júlí 1907, d. 16. september 1972. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 1501 orð | 1 mynd | ókeypis

Ragnar Jón Gunnarsson

Ragnar Jón Gunnarsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, fæddist í Reykjavík 20. janúar 1957. Hann lést á heimili sínu 4. mars 2009. Foreldrar hans voru Guðný Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. 22.6. 1927, d. 25.1. 1979, og Gunnar G. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 1261 orð | 1 mynd | ókeypis

Ragnheiður Magnúsdóttir

Ragnheiður Magnúsdóttir sjúkraliði fæddist á Siglufirði 1. september 1932. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. mars 2009. Foreldrar Ragnheiðar voru Magnús Jóhann Þorvarðarson sjómaður, f. 27.8. 1907, d. 28.2. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 459 orð | 1 mynd | ókeypis

Róbert Freeland Gestsson

Róbert Freeland Gestsson fæddist í Reykjavík 5. maí 1924. Hann lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, 25. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 5. mars. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 3070 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigríður Kamilla Gísladóttir

Sigríður Kamilla Gísladóttir fæddist í Vestmannaeyjum 26. október 1919. Hún lést á Vífilsstöðum 14. marz síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. í Heyholti í Borgarhreppi í Mýrasýslu 26. ágúst 1894, d. 19. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 568 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurfinnur Arason

Sigurfinnur Arason úrsmiður fæddist í Reykjavík 13. september 1931. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 13. mars 2009. Foreldrar hans voru Ari Finnsson verkamaður f. 1899, d. 1974 og Guðlaug Magnúsdóttir húsmóðir f. 1898, d. 1941. Meira  Kaupa minningabók
20. mars 2009 | Minningargreinar | 1001 orð | 1 mynd | ókeypis

Svanhildur Sætran

Svanhildur Ólöf Theodórsdóttir Sætran, hjúkrunarkona, fæddist á Siglufirði 10. september 1915. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 7. mars 2009. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

20. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 73 orð | 1 mynd | ókeypis

Almennt engin ívilnun vegna taps í sjóðum

EKKI kemur almennt til álita, að mati ríkisskattstjóra, að ívilna neytendum vegna taps í peningamarkaðssjóðum við slit þeirra sl. haust. Meira
20. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 215 orð | 1 mynd | ókeypis

Erlendir sjóðir vilja Össur

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is EYRIR Invest hefur hafnað tilboðum í hlutafjáreign sína í Össuri eftir viðræður við erlenda einkaframtakssjóði. Viðræður þessar voru ekki að frumkvæði Eyris Invest. Meira
20. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 168 orð | 1 mynd | ókeypis

Framtíð eigna hjá veðhöfum

FRAMTÍÐ fasteigna í eigu Nýsis fasteigna hf., sem tekið var til gjaldþrotaskipta á miðvikudaginn, ræðst mjög mikið af afstöðu þeirra kröfuhafa, sem eru aðallega íslenskir bankar, sem eiga veð í fasteignunum. Nýsir fasteignir hf. Meira
20. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 289 orð | 1 mynd | ókeypis

Í greiðslustöðvun en greiðir bónusa

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is STRAUMUR mun að öllum líkindum virða samningsbundnar bónusgreiðslur við starfsmenn, en bankanum var veitt greiðslustöðvun í gærmorgun til 11. júní. Meira
20. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 102 orð | ókeypis

Krónan veiktist og dollarinn sömuleiðis

GENGI krónunnar veiktist í viðskiptum gærdagsins um 0,5% og var lokagildi gengisvísitölunnar 199,40 stig en var 198,40 stig við lokun markaða í fyrradag. Meira
20. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 256 orð | ókeypis

Ríkisstjórnin er að skoða björgun Byggðastofnunar

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „RÍKISSTJÓRNIN er með þetta til skoðunar. Við höfum upplýst hana um þetta,“ segir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. Meira
20. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 84 orð | ókeypis

Töluverð hækkun

ÖLLU meiri velta var á hlutabréfamarkaði í gær en daginn áður. Nam veltan um 200 milljónum króna, en velta á skuldabréfamarkaði nam hins vegar 12,1 milljarði króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar, OMXI6, hækkaði um 5,12% í gær og er 605,49 stig. Meira

Daglegt líf

20. mars 2009 | Daglegt líf | 106 orð | 1 mynd | ókeypis

400 á Íslandsmóti

ÍSLANDSMÓT skákfélaga verður haldið í Brekkuskóla á Akureyri í dag og á morgun. Mótið er haldið nyrðra í tilefni 90 ára afmælis Skákfélags Akureyrar. Um er að ræða sveitakeppni og er teflt í fjórum deildum. Meira
20. mars 2009 | Daglegt líf | 495 orð | 3 myndir | ókeypis

Góðir grænmetisréttir fyrir hversdaginn

Hún er komin aftur til starfa á Laufásborg eftir u.þ.b. fimm ára hlé. Og börnin og starfsfólkið kunna vel að meta réttina sem Valentína Björnsdóttir, sem rekur fyrirtækið Móður náttúru ásamt manni sínum, Karli Eiríkssyni, býður þeim upp á. Meira
20. mars 2009 | Daglegt líf | 219 orð | 1 mynd | ókeypis

Hönnun fyrir lifendur og dauða

Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur, meistaranema í blaða- og fréttamennsku STÓR hluti tóms verslunarrýmis við Laugaveg lifnar við á næstu dögum og verður fyllt af íslenskri hönnun og lífi. Meira
20. mars 2009 | Daglegt líf | 119 orð | ókeypis

Limrur og sakamál

Sigrún Haraldsdóttir orti gullfallega vísu á leiðinni í vinnuna: Geisla yfir byggðir ber, bárur glitra lætur, morgunsól er mjakar sér milli dags og nætur. Meira
20. mars 2009 | Daglegt líf | 375 orð | 1 mynd | ókeypis

Víða gætir áhrifa Sauðárkrókshrossanna

Sauðárkrókshrossin og ræktandi þeirra, Sveinn Guðmundsson, eru viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður á Sauðárkróki á morgun á vegum Söguseturs íslenska hestsins. Meira

Fastir þættir

20. mars 2009 | Fastir þættir | 153 orð | ókeypis

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Að bíða og hlusta. Meira
20. mars 2009 | Árnað heilla | 178 orð | 1 mynd | ókeypis

Fékk utanlandsferð í gjöf

SNÆVAR Ingi Hafsteinsson segist ekki ætla að fagna afmælisdeginum sérstaklega nema kannski borða góðan kvöldverð með fjölskyldunni og líklega kíkja í miðbæ Reykjavíkur þar sem mikið sé um að vera, t.d. Meira
20. mars 2009 | Í dag | 27 orð | ókeypis

Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir...

Orð dagsins: Kostið kapps um að komast inn um þröngu dyrnar, því margir, segi ég yður, munu reyna að komast inn og ekki geta. (Lk. 13, 24. Meira
20. mars 2009 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd | ókeypis

Reykjavík Guðbjörg Líf Ólafsdóttir Nielsen fæddist 25. júlí kl. 9.28...

Reykjavík Guðbjörg Líf Ólafsdóttir Nielsen fæddist 25. júlí kl. 9.28. Hún vó 3.825 g og var 15,3 merkur. Móðir hennar er Jakobína Ólöf... Meira
20. mars 2009 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd | ókeypis

Reykjavík Hildur Lena fæddist 15. desember kl. 16.29. Hún vó 4.050 g og...

Reykjavík Hildur Lena fæddist 15. desember kl. 16.29. Hún vó 4.050 g og var 53,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Helga María Alfreðsdóttir og Hjalti... Meira
20. mars 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd | ókeypis

Reykjavík Hrafntinna Rán fæddist 21. janúar kl. 13.50. Hún vó 3.330 g og...

Reykjavík Hrafntinna Rán fæddist 21. janúar kl. 13.50. Hún vó 3.330 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Elva Björk Sverrisdóttir og Ingimar Karl... Meira
20. mars 2009 | Fastir þættir | 129 orð | 1 mynd | ókeypis

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 Rf6 8. O-O Bc5 9. Rb3 Be7 10. a4 d6 11. a5 Rd7 12. Be3 b5 13. axb6 Rxb6 14. Rd4 Hb8 15. Rxc6 Dxc6 16. e5 Dc7 17. Dg4 g6 18. exd6 Bxd6 19. Bh6 Be5 20. Meira
20. mars 2009 | Fastir þættir | 292 orð | ókeypis

Víkverjiskrifar

Víkverji horfir oftast á Kastljós sér til mikillar ánægju. Þar er ekki allt eins gott, en á dögunum skipti heldur betur til hins verra, þegar í Kastljós komu tvær konur sem rifust um samskipti sín við eitthvert fatafyrirtæki í útlöndum. Meira
20. mars 2009 | Í dag | 137 orð | 2 myndir | ókeypis

Þetta gerðist...

20. mars 1939 Þýsk sendinefnd kom til Reykjavíkur, tæpu hálfu ári áður en síðari heimsstyrjöldin hófst. Ósk Þjóðverja um að fá að koma upp flugbækistöð á Íslandi var hafnað. 20. Meira

Íþróttir

20. mars 2009 | Íþróttir | 648 orð | 1 mynd | ókeypis

„Alveg hrikalegt að missa leikinn í þessa spennu“

Snæfell sigraði Stjörnuna með 73 stigum gegn 71, í oddaleik úrslitakeppni Iceland Express-deildar karla, sem fram fór í Stykkishólmi í gærkvöldi. Liðin voru búin að vinna sinn leikinn hvort og nú var að duga eða drepast fyrir bæði lið. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 572 orð | 1 mynd | ókeypis

„Strákarnir eru flottir“

,,ÞETTA voru æðisleg úrslit og óvænt verð ég að segja miðað við þau meiðsli sem voru í hópnum,“ sagði Ólafur Stefánsson við Morgunblaðið í gær þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við glæsilegum sigri íslenska landsliðsins í handknattleik gegn Makedóníumönnum í Skopje í fyrrakvöld. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd | ókeypis

Buðu Ian Rush á árshátíðina

GAMLA kempan Ian Rush, sem gerði garðinn frægan með Liverpool á árum áður, verður heiðursgestur Liverpool-klúbbsins á Íslandi, sem halda mun árshátíð sína aðra helgi. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 422 orð | ókeypis

Eistland er sýnd veiði en ekki gefin

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is EISTLAND, mótherji Íslands í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik á Ásvöllum á sunnudaginn, er sýnd veiði en ekki gefin. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 404 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk folk@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Kristján Örn Sigurðsson hjá Brann fékk 1 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum gegn Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni hjá sparkspekingum norska blaðsins Verdens Gang . Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 303 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Nikola Karabatic , handknattleiksmaðurinn snjalli hjá Kiel og franska landsliðinu, segir að misskilnings hafi gætt í viðtali við sig í franska íþróttadagblaðinu L'Equipe fyrr í vikunni. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 84 orð | ókeypis

Færeyskir dómarar koma

DÓMARAR á landsleik Íslendinga og Eistlendingar í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik karla á sunnudag koma frá Færeyjum. Það eru Eydun Lindenskov Samuelsen og Andreas Falkvard Hansen. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 161 orð | 1 mynd | ókeypis

Hiddink aftur til Chelsea?

GUUS Hiddink, landsliðsþjálfari Rússlands og knattspyrnustjóri Chelsea, hefur gefið það út að í samningi sínum við Chelsea sé ákvæði, sem geri honum kleyft að taka við liðinu á ný í nóvember, en aðeins ef Rússland nær ekki að tryggja sér sæti á HM 2010. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 454 orð | ókeypis

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 16-liða úrslit, síðari leikir: Metalist...

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn 16-liða úrslit, síðari leikir: Metalist Kharkiv – Dynamo Kiev 3:2 Valentin Slyusar 29., Jaja 56., Walter Anibal Acevedo 70. – Goran Sablic 68., Milos Ninkovic 79. *Jafnt, 3:3, Kiev áfram á útivallarmörkum. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 422 orð | 1 mynd | ókeypis

Kreppan bítur hjá GOG

FJÁRHAGSSTAÐA danska handknattleiksliðsins GOG er afar erfið en að því er fram kemur í danska blaðinu Ekstra Bladet vantar 100-120 milljónir króna í kassann til að endar nái saman á þessu tímabili. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 88 orð | 1 mynd | ókeypis

Meistararnir í Zenit úr leik

Rússneska liðið Zenit frá Sankti Pétursborg, sem er ríkjandi UEFA-bikarmeistari, féll úr keppninni í gær í 16-liða úrslitunum fyrir ítalska liðinu Udinese, 1:2 samanlagt. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 177 orð | ókeypis

Mútumiðar á salerni

ENN fjölgar vitnisburðum handknattleiksdómara í Evrópu þess efnis að forráðamenn félagsliða í Evrópu hafi gert tilraunir til að bera á þá fé í þeim tilgangi að þeir drægju taum annars liðsins í væntanlegum kappleik. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd | ókeypis

Oliver Kahn á leið til Schalke

OLIVER Khan fyrrverandi markvörður Bayern München og þýska landsliðsins í knattspyrnu er væntanlega að taka við framkvæmdastjórastöðu hjá þýska liðinu Schalke. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 394 orð | ókeypis

Óbreytt lið gegn Eistlandi

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG ætla að halda mig við þennan hóp leikmanna sem vann leikinn í Skopje. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 163 orð | ókeypis

Rúmenar hóta dómstólum

EINS og greint var frá í vikunni fullyrða danskir dómarar að sér hafi verið boðnar 60.000 evrur af fulltrúa handknattleikssambands Rúmeníu fyrir að dæma með Rúmenum í leik í undankeppni HM sl. vor. Meira
20. mars 2009 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd | ókeypis

Væri gaman að bæta fleiri met á mótinu

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÉG hef ekki lagt neina sérstaka áherslu á þessa grein, en ég ákvað að gefa mig alla í hana að þessu sinni. Meira

Bílablað

20. mars 2009 | Bílablað | 1131 orð | 4 myndir | ókeypis

Á slóðum hins frækna Targa Florio kappaksturs

Kappakstur hefur þróast gríðarlega síðustu áratugi en það eru þó ekki nema kannski 20-30 ár síðan kappakstur var enn stundaður á gamla mátann, þar sem ökumenn óku sínum eigin keppnisbílum á vettvang, kepptu í kappakstri og óku svo gjarnan heim aftur á... Meira
20. mars 2009 | Bílablað | 638 orð | 1 mynd | ókeypis

Hvert stefnir bílaiðnaðurinn?

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Bandarískur efnahagur virðist um þessar mundir vera eins og fíkill með fráhvarfseinkenni, fjármagnið vantar og allra leiða er leitað til að ná næsta skammti. Meira
20. mars 2009 | Bílablað | 113 orð | 1 mynd | ókeypis

Sektaðir komast ekki úr landi

Breskir ökumenn sem eiga ógreiddar sektir, meðal annars vegna brota í umferðinni, eiga senn á hættu að komast ekki úr landi hafi þeir ekki gert upp við yfirvöld fyrir brottför. Meira
20. mars 2009 | Bílablað | 619 orð | 2 myndir | ókeypis

Um dekkjastærðir

Eftir Leó M. Jónsson leoemm@simnet.is Vatnsleki niður í öryggjabox Spurt: Ég er með Ford F-250 pallbíl af árgerð '98. Vatn lekur inn í hann og beint niður í öryggjaboxið, sem ég hef eðlilega áhyggjur af. Ég taldi næsta víst að læki með framrúðunni. Meira
20. mars 2009 | Bílablað | 134 orð | 1 mynd | ókeypis

Vökvaskortur varasamur

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á áhrifum vökvaskorts ættu að vera bílstjórum hvatning til að drekka sem mest af vatni yfir daginn og ekki síst fyrir akstur. Meira

Ýmis aukablöð

20. mars 2009 | Blaðaukar | 238 orð | 1 mynd | ókeypis

Allir geta haldið ræðu

Í augum margra er brúðkaupið stærsti dagur í lífi þeirra og því er það oft merkisdagur í lífi nánustu ættingja líka. Það er því sannarlega tilefni til að standa upp, slá í glas og halda stutta ræðu fyrir viðkomandi brúðhjón. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 317 orð | 4 myndir | ókeypis

Beinhvítir kjólar vinsælastir

Flestar brúðir velja sér beinhvítan hefðbundinn brúðarkjól en þó eru alltaf einhverjar sem vilja öðruvísi kjóla og þá jafnvel í lit. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 89 orð | 1 mynd | ókeypis

Blómum skreyttur

Brúðarbíllinn er oftast fagurlega skreyttur ýmsu, blómum og jafnvel blöðrum. Skemmtilegt er að skreyta bílinn í anda brúðhjónanna og leyfa hugmyndafluginu að ráða ferðinni. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 155 orð | 2 myndir | ókeypis

Brúðargreiðslur í sítt hár

Hár er höfuðprýði og það á svo sannarlega við á brúðkaupsdaginn þegar hver brúður vill skarta sínu fegursta. Hér gefur að líta greiðslur þar sem hárið fær að njóta sín vel. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 657 orð | 4 myndir | ókeypis

Brúðkaup í heila helgi

Þegar Hrafnhildur Ýr og Haraldur Birgir giftu sig stóð veislan yfir í heila helgi því þau vildu eyða meiri tíma með ættingjum og vinum. Hrafnhildur segir helgina hafa verið æðislega og nákvæmlega það sem þau óskuðu sér. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 220 orð | 1 mynd | ókeypis

Draumaferð við allra hæfi

Brúðkaupsferðin er má segja órjúfanlegur hluti af brúðkaupinu sjálfu, sama hvort fólk ferðast innanlands eða utan. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 280 orð | 1 mynd | ókeypis

Draumalagið gott Bítlalag

Söngkonan Margrét Eir hefur sungið í fjölda brúðkaupa síðastliðin ár og segir viss lög alltaf vinsæl þótt skemmtilegt sé þegar brúðhjónin vilji láta syngja eitthvað óhefðbundið. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 126 orð | 1 mynd | ókeypis

Eiguleg gestabók

Í flestum brúðkaupsveislum liggur frammi gestabók enda skemmtilegt fyrir brúðhjónin að eiga þessa minningu um hverjir komu að fagna með þeim á þessum stóra degi. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 74 orð | 1 mynd | ókeypis

Falleg minning

Ef foreldri eða náinn ættingi hefur fallið frá skömmu fyrir brúðkaupið má minnast þeirra á látlausan hátt í brúðkaupinu þannig að minning þeirra lifi en andlát þeirra kasti þó ekki skugga á annars gleðilegan dag. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 178 orð | 1 mynd | ókeypis

Fallegt og nytsamlegt

Þegar kemur að því að velja brúðargjöf er gott að kanna fyrst hvað brúðhjónin vantar. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 519 orð | 1 mynd | ókeypis

Fatakaup í H&M á korteri

Það er siður að gæsa og steggja verðandi brúðhjón með tilheyrandi gríni og skemmtun. Hópur tíu vinkvenna hefur séð um að gæsa hvor aðra og þær leggja áherslu á að hópurinn skemmti sér saman. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 229 orð | 3 myndir | ókeypis

Fegurð konunnar á mynd

Óvenjuleg og sannarlega persónuleg morgungjöf er að gefa makanum listrænar og rómantískar myndir af sjálfum sér. Anna Ellen Douglas ljósmyndari sérhæfir sig í slíkum myndatökum. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 733 orð | 1 mynd | ókeypis

Fjörug brúðkaupsnótt

Brúðkaupsnótt Erlu Vigdísar Maack var mjög fjörug og tíðindamikil þar sem æskuvinkonur hennar ákváðu að stríða henni og bar íbúð hennar þess greinileg merki. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 100 orð | 1 mynd | ókeypis

Fylgst með kostnaði

Eitt af því sem mikilvægt er að gera fyrir brúðkaup er að gera fjárhagsáætlun. Brúðkaup geta verið mjög dýr og það er auðvelt að gleyma sér í öllum hamaganginum sem fylgir undirbúningnum. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 498 orð | 3 myndir | ókeypis

Gott að hafa tímann fyrir sér

Salir eru gjarnan pantaðir með 3-4 mánaða fyrirvara og því er nauðsynlegt að hafa tímann fyrir sér. Það er mikið af fallegum sölum út um alla borg og marga þeirra má finna á heimasíðunni www.salir.is. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 281 orð | 1 mynd | ókeypis

Halda uppi stuðinu með tjútti

Það ætti varla að geta orðið leiðinlegt í brúðkaupsveislunni með plötusnúð frá þjónustu sem kallast Boogie Nights, enda lofar Sigurður Hlöðversson eða Siggi Hlö fullu fjöri fyrir alla veislugesti þar sem tónlist sjöunda og áttunda áratugarins fær að... Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 116 orð | 1 mynd | ókeypis

Hliðar snú einn, tveir, þrír

Fyrir flækjufætur á dansgólfinu getur brúðardansinn verið hinn mesti höfuðverkur. Enginn vill jú stíga á tær sinnar heittelskuðu eða flækjast í kjólfaldinum. Þó er alveg óþarfi að örvænta því bæði er hægt að æfa sig eða fara eigin leiðir. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 133 orð | 6 myndir | ókeypis

Innsigluð ást

Það virðist vera klassískt atriði í rómantískum gamanmyndum þar sem einhver giftir sig að giftingarhringarnir týnast eða gleymast. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 462 orð | 3 myndir | ókeypis

Ísland sótt heim í brúðkaupsferð

Það er hefð fyrir því að brúðhjónin fari í brúðkaupsferð og sumir nota þá tækifærið og heimsækja framandi slóðir á meðan aðrir kjósa frekar að heimsækja fallega staði á Íslandi. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 531 orð | 1 mynd | ókeypis

Jólalag spilað í sumarbrúðkaupi

Gunnar Gunnarsson hefur starfað sem organisti við Laugarneskirkju síðan árið 1995, en hann vílar ekki fyrir sér að spila djass, popp og jafnvel rokk í brúðkaupum. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 435 orð | 2 myndir | ókeypis

Kanadískt brúðkaup á Þingvöllum

Þegar í ljós kom að vínbúgarðurinn þar sem Lucas og Neila Longman ætluðu að gifta sig var tvíbókaður voru góð ráð dýr. Þau ákváðu að láta öll plön um giftingu í heimalandinu Kanada lönd og leið og héldu í staðinn til Íslands. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 219 orð | 2 myndir | ókeypis

Kjóll af erlendri heimasíðu

Þrátt fyrir að úrvalið á brúðarkjólaleigum og -sölum séu mikið á Íslandi eru alltaf einhverjar brúðir sem ákveða að panta kjól að utan. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 394 orð | 2 myndir | ókeypis

Leita til fólksins í kringum sig

Kristrún Jóhanna Úlfarsdóttir og Eysteinn Óskar Einarsson verða gefin saman í sumar. Fjölskyldumeðlimir leggja hönd á plóg við að undirbúa brúðkaupið sem gerir dag-inn enn persónulegri. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 331 orð | 1 mynd | ókeypis

Léttir og góðir smáréttir

Á hlaðborði í brúðkaupsveislu er hægt að hafa ýmsa létta og góða rétti, heimabakað brauð með ýmiss konar ídýfum og girnilegu áleggi er auðvelt að útbúa heima fyrir. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 415 orð | 2 myndir | ókeypis

Ljómandi fögur

Á brúðardaginn er mikilvægt að hver og ein kona sé förðuð eins og henni hentar best. Þannig er tekið mið af hverri og einni brúði en þó um leið reynt að hafa förðunina sem náttúrulegasta. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 105 orð | 1 mynd | ókeypis

Ljúffengir afgangar

Daginn eftir brúðkaupið koma nánasta fjölskylda og vinir gjarnan saman með hinum nýgiftu. Þá eru gjafirnar opnaðar og hægt að gæða sér á ljúffengum afgöngum frá kvöldinu áður. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 667 orð | 1 mynd | ókeypis

Mikill heiður að vera veislustjóri í brúðkaupi

Það fylgir því mikil ábyrgð að vera veislustjóri, ábyrgð sem ber að taka alvarlega að sögn Marínar Magnúsdóttur. Brúðhjónin treysta veislustjóranum fyrir stóra deginum sínum og það er lykilatriði fyrir veislustjórann að sinna undirbúningnum skipulega. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 87 orð | 1 mynd | ókeypis

Minningar sem lifa

Brúðkaupsdagurinn er oft ótrúlega fljótur að líða, þótt undirbúningurinn hafi jafnvel staðið í marga mánuði. Þá getur verið gaman að eiga minningar frá deginum og því margir sem ráða ljósmyndara eða fá ættingja til að taka myndir. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 434 orð | 3 myndir | ókeypis

Nauðsynlegt að brjóta ísinn

Christopher Lund byrjaði ungur að starfa með föður sínum og þróa áhuga á ljósmyndun en segir áhugann hafa kviknað af alvöru þegar hann byrjaði sjálfur að fara inn í myrkraherbergið um 14 ára gamall. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 100 orð | ókeypis

Nudd og ekki bara stress

Oft er svo mikið að gera við brúðkaupsundirbúninginn að þegar kemur að stóra deginum eru brúðhjónin orðin dauðþreytt. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 116 orð | 1 mynd | ókeypis

Óvenjuleg boðskort

Þótt mestur undirbúningur fyrir brúðkaupið snúist um veisluna og athöfnina þarf að huga snemma að boðskortunum þar sem þau eru send út mjög tímanlega. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 123 orð | ókeypis

Óvæntur glaðningur

Það tíðkast að brúðhjón séu með brúðargjafalista í ýmsum búðum bæjarins en þó ekki þar með sagt að allir þurfi að kaupa eftir þeim. Það mætti til dæmis breyta til og gera eitthvað persónulegt fyrir brúðhjónin. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 429 orð | 4 myndir | ókeypis

Reynir að gera sig ósýnilega

Gréta S. Guðjónsdóttir lauk BA-gráðu í listrænni ljósmyndun frá AKI, Akademie voor beeldende kunst, í Hollandi árið 1996. Síðan hefur hún starfað sjálfstætt sem ljósmyndari hér á landi og kennt ljósmyndun á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 95 orð | 1 mynd | ókeypis

Rokk og ról

„Greiðslan er smá rokkaraleg en um leið með rómantísku yfirbragði. Ég krullaði hárið að hluta til og mótaði það. Mér finnst ríkt að safna hári fyrir giftingar þar sem sítt hár tengist vissri rómantík en það getur stutt hár gert líka. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 95 orð | ókeypis

Róleg og rómantísk

Til eru ótal mörg falleg og rómantísk lög til að láta spila í kirkjunni eða veislunni. Sumir kjósa að hafa lögin í léttari kantinum en úr nógu er að velja. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 377 orð | 4 myndir | ókeypis

Rómantík, mýkt og hlýleiki

Rauður litur er áberandi í skreytingum en þær verða mun einfaldari en oft áður. Rómantík, mýkt og hlýleiki verður ráðandi. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 568 orð | 6 myndir | ókeypis

Rósir eru alltaf vinsælar

Brúðarvöndurinn vekur gjarnan mikla athygli í brúðkaupinu enda er oft mikil vinna lögð í þá og þeir fallegir eftir því. Einna vinsælast er að hafa rósir í brúðarvöndum en calla-liljur og orkídeur hafa líka verið vinsælar. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 488 orð | 2 myndir | ókeypis

Sagði já fimm sinnum

Marín Hallfríður Ragnarsdóttir og Kolbeinn Friðriksson giftu sig berfætt um miðjan vetur. Það kom þó ekki að sök þar sem athöfnin fór fram á strönd í Kosta Ríka í blíðskaparveðri. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 248 orð | 1 mynd | ókeypis

Sneisafullur ostabakki og ostapinnar

Ljúffengur ostur hentar vel á hlaðborðið í veisluna enda kunna flestir vel að meta hann. Íslensk framleiðsla á osti hefur vaxið og dafnað í gegnum árin. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 687 orð | 3 myndir | ókeypis

Steikarhlaðborðin eru vinsæl

Nú orðið leitar fólk helst eftir praktískum lausnum í veisluþjónustu að sögn viðmælenda Morgunblaðsins og hlaðborðin verða sífellt vinsælli. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 615 orð | 4 myndir | ókeypis

Stytta sem líkist brúðhjónunum

Karítas Pálsdóttir hönnuður býr til skemmtilegar styttur fyrir brúðkaupsdaginn sem svipar mjög til brúðhjónanna. Stundum eru áhugamálin jafnvel höfð með þegar styttan er gerð og hún verður því enn persónulegri og eigulegri fyrir vikið. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 130 orð | 1 mynd | ókeypis

Við öllu búinn

Það er ýmislegt sem getur gerst á brúðkaupsdaginn og því gott að vera við öllu búinn. Þannig er sniðugt að vera með litla tösku með sér í bílnum og í veislunni með nokkrum góðum hlutum sem geta bjargað mörgu. Meira
20. mars 2009 | Blaðaukar | 88 orð | 3 myndir | ókeypis

Von, draumar og lífið sjálft

Brúðkaupsdagurinn er jafnan talinn vera einn stærsti dagur lífsins en sennilega er oft vanmetið hve mikil ábyrgð það er að ganga í hjónaband. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.