Greinar þriðjudaginn 24. mars 2009

Fréttir

24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 483 orð | 2 myndir

25 þúsund greiða skattinn

Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÁLAGNING sérstaks hátekjuskatts, samkvæmt hugmyndum VG, gæti skilað ríkissjóði 3,5 milljörðum kr. á ári. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 54 orð

ADHD-samtökin

FRÆÐSLUFUNDUR og aðalfundur ADHD-samtakanna verður haldinn nk. miðvikudag kl. 20 á Háaleitisbraut 13 á 4. hæð. Á fræðslufundinum mun Dagmar K. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Alvarleg aðdróttun

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÁSTÆÐAN fyrir því að lyfið tysabri var ekki gefið jafnmörgum MS-sjúklingum í fyrra og áætlað var er sú að farið er varlega í sakirnar vegna hættu á alvarlegum aukaverkunum. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 39 orð | 1 mynd

Arðgreiðslur og ívilnanir

Kristinn H. Gunnarsson stóð fyrir utandagskrárumræðu á Alþingi í gær um arðgreiðslur í atvinnulífinu. Kristinn gagnrýndi m.a. ívilnanir sem fyrirtæki í sjávarútvegi nytu frá ríkinu þegar vel gengur og þau skila góðum hagnaði. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Ábyrgðin hjá eiganda vélsleðans

EIGANDI óvátryggðs vélsleða var í gær í Héraðsdómi Reykjaness dæmdur til að greiða konu átta milljónir kr. í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir við akstur vélsleðans. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 447 orð | 1 mynd

Bankar litu á ÍLS sem óvininn

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is ÆTLUN bankanna, sem hófu að bjóða húsnæðislán 2004, var að ganga á milli bols og höfuðs á Íbúðalánasjóði, að mati Ingibjargar Þórðardóttur, formanns Félags fasteignasala. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Boðsferðir verði úr sögunni

VERIÐ er að endurskoða reglur um utanlandsferðir hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum og Gildi þannig að boðsferðir verði úr sögunni. Þetta segir Guðmundur Ragnarsson, formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM). Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 411 orð | 2 myndir

Borgi meira ef tilvísun vantar frá heimilislækni

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÖGMUNDUR Jónasson heilbrigðisráðherra segir það verða val sjúklinga hvort þeir fái tilvísun til sérfræðings frá heimilislækni eða ekki verði hugmyndir hans um valfrjálst tilvísanakerfi að veruleika. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 56 orð

Brim hækkar launin

BRIM hefur líkt og HB-Grandi ákveðið að greiða starfsfólki launahækkun sem átti að taka gildi 1. mars sl. Samtök atvinnulífsins og ASÍ sömdu um að fresta þessari hækkun vegna erfiðleika í íslensku atvinnulífi. Launin hækka því um 13.500 krónur. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 50 orð

Byrjað á 4.500 metra djúpri borholu í Vítismóum

AUGU jarðvísindamanna víða um heim munu verða á Íslandi á næstunni því í dag hefst einstakt tilraunaverkefni með djúpborun í Vítismóum við Kröflu. Ætlunin er að bora allt að 4. Meira
24. mars 2009 | Erlendar fréttir | 214 orð | 1 mynd

Bý fórna sér fyrir heildina

DÝR af mörgu tagi safnast saman í mikla flokka og er skýringin venjulega talin sú að þannig auki þau öryggi sitt gagnvart ýmsum óvinum. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 730 orð | 2 myndir

Djúpborun í Vítismóum

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BYRJAÐ verður að bora allt að 4.500 metra holu í Vítismóum við Kröflu í dag. Um einstakt verkefni er að ræða sem fylgst er með víða um lönd. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Endurgreiðir Neyðarlínu styrkinn

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur skilað Neyðarlínunni 300 þúsund króna styrk sem hann þáði í aðdraganda kosninga 2007. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Fiskmarkaðir erfiðir

TÓMAS Þorvaldsson GK 10, línuskip Þorbjörns hf. í Grindavík, landaði um 80-100 tonnum af þorski, ýsu, keilu og löngu í Grimsby í gærmorgun. Þetta er fjórða skip útgerðarinnar sem landar í Grimsby á jafnmörgum vikum. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 543 orð | 2 myndir

Fjárlögin aðalmálið

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÍSLENSK stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) vinna nú að því að hörðum höndum að afla upplýsinga og vinna úr þeim til að draga upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála hér á landi. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Gengur fyrir seglum út Djúpið

ÞÝSKA skólaskipið Gorch Fock sigldi út Ísafjarðardjúp í gær og kemur til Reykjavíkur á fimmtudag. Skipið er 90 metra langt, þriggja mastra seglskip sem tekið var í notkun 1958. Um borð er um 60 manna áhöfn og 145 liðsforingjaefni. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Góður afli, en verðið lækkar

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is „ÞAÐ má segja að það hafi verið glimrandi veiði í mánuðinum og ágætar gæftir, sérstaklega fyrir stærri bátana,“ sagði Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, síðdegis í gær. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Hagnaður í fleiri störf fremur en arð

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir forsætisráðherra ítrekaði við utandagskrárumræður á Alþingi í gær ummæli sín um siðleysi ákvörðunar stjórnar HB-Granda að leggja til við hluthafafund að hluthöfum yrði greiddur 8% arður. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 111 orð | 3 myndir

Hámarkshlutur verði 20%

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is ÞÖRFIN fyrir stóra kjölfestufjárfesta var ofmetin við einkavæðingu bankanna segir Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Hann vill reglur sem kveða á um hámarkseignarhlut í fjármálafyrirtæki. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Hávamál á hraðbrautinni

Þótt óvinurinn búi í alfaraleið er ávallt krókur til hans. Leiðin er hins vegar bein og greið til góðra vina, jafnvel þótt langt sé að fara. Þessum skilaboðum hefur einhver kosið að koma á framfæri við vegfarendur um Suðurgötu skammt frá Háskóla... Meira
24. mars 2009 | Erlendar fréttir | 298 orð | 1 mynd

Heimsverslun í rénun

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Hf-væðing sparisjóða mistök

ÞINGMENN og ráðherrar leggja áherslu á að sparisjóðakerfinu í landinu verði viðhaldið, og það haldi áfram að þjóna sérstaklega einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Hlaut viðurkenningu Hagþenkis

„ÉG var nógu glöð með að vera ein af þeim tíu sem voru tilnefndar, það var frábært. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Hlutabréfavísitölur hækka í kjölfar bankaáætlunar

HELSTU hlutabréfavísitölur heims hækkuðu í gær eftir að Bandaríkjastjórn skýrði frá því að hún hygðist í samstarfi við einkaaðila taka yfir verðlitlar eignir og lán sem ekki er staðið í skilum við fyrir allt að 1. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Hluti banka áfram í eigu ríkisins

STEFNT er að því að ríkið hafi umsjá með hluta bankastarfseminnar hér á landi. Sjálfsagt verði þó að stofna banka á frjálsum markaði, sem yrðu þá ekki á ábyrgð ríkisins. Þetta kom fram á blaðamannafundi Vinstri grænna í gær. Meira
24. mars 2009 | Erlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Hrapaði á Narita-flugvöll

SLÖKKVILIÐSMENN við flak flutningavélar sem hrapaði í miklu roki, allt að 72 km vindhraða á klukkustund, á Narita-alþjóðaflugvellinum í Chiba í Japan í gær. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 631 orð | 4 myndir

Komið í veg fyrir rússneska kosningu

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Kristján Þór Júlíusson sá til þess með yfirlýsingu í hlíðum Vaðlaheiðar, gegnt Akureyri, á sunnudag að einhver spenna verður í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um næstu helgi. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 30 orð

Kosningar 2009

Samfylking og Vinstri hreyfingin grænt framboð hafa komið sér saman um að Alþingiskosningar fari fram laugardaginn 25. apríl næstkomandi. Morgunblaðið mun daglega birta fréttir sem tengjast framboðum, prófkjörum, kosningafundum... Meira
24. mars 2009 | Erlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Látið undan Kína?

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is DALAI Lama, útlægur leiðtogi Tíbeta, fær ekki að koma til Suður-Afríku til að taka þátt í friðarfundi í Jóhannesarborg. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 141 orð

Listi senn væntanlegur

„VIÐ stefnum að því að leggja listann fram á kjördæmisþingi nk. fimmtudag til kynningar og staðfestingar,“ segir Kristján H. Guðmundsson, formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 332 orð | 2 myndir

Markmiðin náðust ekki

Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is Morgunblaðið hefur undanfarna daga birt áður óséðar upplýsingar úr einkavæðingarferli Landsbankans og Búnaðarbankans. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Ný brú yfir Hvítá boðin út

VEGAGERÐIN hefur auglýst útboð Bræðratunguvegar frá Skeiða- og Hrunamannavegi að Biskupstungnabraut. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 147 orð | 2 myndir

Ný frímerki með kynjaskepnum

KYNJASKEPNUR úr íslenskum þjóðsögum eru myndefni á nýjum frímerkjum sem Íslandspóstur gaf út í síðustu viku. Jafnframt komu út tvö sérhefti þar sem myndefnin eru íslenskar farþegaflugvélar, bæði gamlar og nýjar. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Nýr vefur Veðurstofu Íslands

VEÐURSTOFA Íslands kynnti í gær nýjan vef sinn og nýtt merki. Um er að ræða vef og merki nýrrar stofnunar sem tók til starfa um síðustu áramót þegar Vatnamælingar og eldri Veðurstofa Íslands voru sameinuð í nýja stofnun. Meira
24. mars 2009 | Erlendar fréttir | 112 orð

Olían í 10 dollara?

RÁÐAMENN í olíuvinnsluríkjum verða að búa sig undir að verðið á olíufatinu á heimsmarkaði geti farið í 10 dollara á þessu ári, að sögn Richards Yamarone, aðalhagfræðings hjá fyrirtækinu Argus Research. Meira
24. mars 2009 | Erlendar fréttir | 107 orð

Ólögleg gagnasöfn?

FJÓRÐUNGURINN af öllum gagnabönkum breskra stjórnvalda er ólöglegur og ætti að vera lagður niður, segir í skýrslu Joseph Rowntree-stofnunarinnar sem berst fyrir borgaralegum réttindum. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 607 orð | 2 myndir

Ræða skattaskjól

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is EFNAHAGS- og skattanefnd Alþingis hefur til umfjöllunar frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um breytingar á ákvæðum laga um tekjuskatt og ákvæðum laga um staðgreiðslu opinberra gjalda. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

Samdi um 26 milljarða lán og vill kaupa Netbankann

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Séra Gunnar snýr aftur til starfa 1. maí

SÉRA Gunnar Björnsson, sem á dögunum var sýknaður í Hæstarétti af ákæru um kynferðislega áreitni, snýr aftur til starfa í Selfosskirkju 1. maí skv. upplýsingum Biskupsstofu. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Skartgripaþjófurinn gripinn

LÖGREGLAN á höfðuðborgarsvæðinu handtók í gær mann, sem er talinn hafa hlaupið út úr skartgripaverslun í Kópavogi með verðmæta skartgripi. Maðurinn gerði fleiri tilraunir til slíks þjófnaðar án árangurs. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Skrifað undir lánið frá Færeyingum

UNDIRRITAÐUR hefur verið lánasamningur milli landstjórnar Færeyja og íslenska ríkisins. Skrifað var undir í Þórshöfn í Færeyjum í gær og samkvæmt samningnum lána Færeyingar íslenska ríkinu 300 milljónir danskra króna. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 219 orð | 1 mynd

Spilum alltaf til sigurs

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is „VIÐ spilum alltaf til sigurs. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Stiklan fyrst, myndin svo

„ÞESSI stikla var gerð til að fjármagna myndina. Ég var úti í Berlín nýverið á samframleiðsluráðstefnu þar sem ég sýndi stikluna og það gekk ljómandi vel. Samningum verður vonandi lokað núna á næstunni í framhaldi af þessari ráðstefnu. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 130 orð

Taka efni í Hvalfirði

BJÖRGUN ehf. hefur fengið leyfi Orkustofnunar til efnistöku af hafsbotni á þremur svæðum í Hvalfirði. Leyfið var veitt 16. mars síðastliðinn og gildir það til 1. júní næstkomandi. Samkvæmt leyfinu fær Björgun að taka allt að 210. Meira
24. mars 2009 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Trjámaður á batavegi

INDÓNESÍSKUR sjómaður sem þjáðst hefur af afar sjaldgæfum sjúkdómi, svokölluðum hörundshornum sem lýsa sér í því að horn- og jafnvel kórallaga æxli úr keratíni, undirstöðuefnis horna, nagla og hára vaxa út úr húðinni með skelfilegum afleiðingum fyrir... Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 309 orð

Tveir bankar í stað þriggja

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is LÍKLEGT er að tveir af nýju bönkunum þremur verði sameinaðir á næstu vikum eða mánuðum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

Tölvan hefur tekið við af lúgum skattstjóra

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is FRESTUR til að skila skattframtölum einstaklinga rann út á miðnætti síðastliðnu. Fyrr á árum var örtröð við skattstofur landsins þegar fólk var að skila framtölum á síðustu stundu. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 67 orð

Úthlutað úr Starfsmenntasjóði

STARFSMENNTASJÓÐUR úthlutaði nýlega styrkjum að upphæð 35 milljónir króna til 35 verkefna. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 241 orð | 2 myndir

Varaformaður í rúma viku

„ÞAÐ er mjög skrýtið að bjóða sig fram til varaformanns og segja svo af sér rúmri viku seinna eftir að vera búin að fá fólk til að kjósa sig og treysta sér,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um þá ákvörðun... Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

VG vill leggja aukaskatt á tekjur yfir 500 þúsund kr.

SÉRSTAKUR tekjuskattur sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur hug á að taka upp að nýju mun leggjast á þær tekjur einstaklinga sem fara yfir 500 þúsund á mánuði en milljón hjá hjónum. Meira
24. mars 2009 | Erlendar fréttir | 164 orð

Vilja fá skattféð aftur heim

SVISS, Liechtenstein og Lúxemborg hafa samþykkt að taka upp samstarf við önnur Evrópuríki vegna gruns um skattsvik og merkir það að bankaleynd verður að miklu leyti aflétt. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Vilja hefja síldarhreinsun

ELLIÐI Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, hefur fyrir hönd bæjarins ritað Steingrími J. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Vinna saman aðalskipulag og Staðardagskrá 21

Eftir Ólaf Bernódusson Skagaströnd | Nýtt aðalskipulag fyrir Sveitarfélagið Skagaströnd er í vinnslu um þessar mundir. Meira
24. mars 2009 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Vörur fyrirtækja fastar í gámum

FYRIRTÆKI sem flutt hafa vörur til landsins með Atlantsskipum geta ekki nálgast vörur sínar þessa dagana vegna skulda Atlantsskipa við Eimskip. Meira

Ritstjórnargreinar

24. mars 2009 | Leiðarar | 213 orð

Lítill ávinningur

Hugmyndir Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, flokks fjármálaráðherrans, um skattahækkanir eru byrjaðar að skýrast. Meira
24. mars 2009 | Leiðarar | 396 orð

Lært af mistökunum

Morgunblaðið hefur undanfarna daga birt ýtarlegar úttektir Þórðar Snæs Júlíussonar blaðamanns á gögnum einkavæðingarnefndar um sölu kjölfestuhluta í Landsbankanum og Búnaðarbankanum árin 2002 og 2003. Meira
24. mars 2009 | Staksteinar | 220 orð | 1 mynd

Undanbragðalaus svör

V ið lestur minnisblaðs Seðlabanka Íslands, sem skrifað var eftir fundi starfsmanna bankans með alþjóðlegum matsfyrirtækjum og bönkum í London í fyrra, má skynja annað viðhorf gagnvart stöðu Landsbankans en bæði Kaupþings og Glitnis. Meira

Menning

24. mars 2009 | Hugvísindi | 398 orð | 1 mynd

„Ótrúlega hvetjandi á allan hátt“

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is SIGRÚN Helgadóttir, líf- og umhverfisfræðingur, hlaut í gær árlega viðurkenningu Hagþenkis fyrir bókina Jökulsárgljúfur – Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á milli , sem bókaforlagið Opna gaf út. Meira
24. mars 2009 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

„Vegna þess að það er ekki hægt“

„Nei, það er ekki hægt,“ segir starfsmaður Prentmets í sjónvarpsauglýsingunni góðu. Síðan bætir hann við eftir að viðskiptavinurinn hefur spurt hvers vegna ekki sé hægt að leysa málið. „Vegna þess að það er ekki hægt. Meira
24. mars 2009 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

„Þú getur séð mig í læstri dagskrá“

* Tímaritið Monitor segir frá því heimasíðu sinni að hljómsveitin Ný dönsk hafi komið fram á balli á Selfossi um síðustu helgi og að þar hafi þeim félögum verið tekið með slíkum virktum að fjöldi fólks reyndi árangurslaust að draga meðlimi sveitarinnar... Meira
24. mars 2009 | Kvikmyndir | 405 orð | 2 myndir

Bílstjórinn sem afstýrði stjörnustríði

Leikstjóri: Andy Fickman. Aðalleikarar: Dwayne Johnson, Anna Sophia Robb, Alexander Ludwig, Carla Gugino, Ciarán Hinds. 99 mín. Bandaríkin. 2009. Meira
24. mars 2009 | Dans | 60 orð | 1 mynd

Danslistin á hverfanda hveli

LEIKLISTARSAMBAND Íslands og Félag íslenskra listdansara standa fyrir þriðja fundinum í fundaröð Listaháskóla Íslands, Á hverfanda hveli, þar sem rætt er um ábyrgð listamannsins á umrótatímum. Fundurinn verður í Nýlistasafninu við Grettisgötu. Meira
24. mars 2009 | Fólk í fréttum | 656 orð | 2 myndir

Flóðbylgjan tamin

Barátta Bubba Morthens gegn niðurhali á hugverkum listamanna á netinu, sem hann segir hreinan og kláran þjófnað, hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum eftir að viðtal við Bubba birtist í Morgunblaðinu í síðustu viku. Meira
24. mars 2009 | Leiklist | 497 orð | 2 myndir

Galinn vísindamaður?

Verk eftir Þóri Sæmundsson. Ljósamaður: Hörður Ágústsson. Smíðaverkstæðið, föstudaginn 20. mars 2009 kl. 21. Meira
24. mars 2009 | Kvikmyndir | 65 orð | 1 mynd

Glæpir og glappaskot í Bæjarbíói

KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir Crimes and Misdemeanors eftir Woody Allen í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Í myndinni fylgjast áhorfendur með persónum tveggja ólíkra sagna sem tengjast ekki við fyrstu sýn. Meira
24. mars 2009 | Myndlist | 67 orð | 1 mynd

Hreindýraland 700.is á Héraði

VÍDEÓ- og kvikmyndahátíðin 700.is Hreindýraland er nú haldin í fjórða sinn á Fljótsdalshéraði og nágrenni. Sjónum er beint að vídeóinnsetningum og 7 listamenn, eða pör listamanna, hafa nú unnið slíkar innsetningar í Sláturhúsið á Egilsstöðum. Meira
24. mars 2009 | Fólk í fréttum | 153 orð | 1 mynd

Lay Low í fyrsta sæti hjá Mojo

* Lagið „I Forget it's There“ af nýjustu plötu Lay Low , Farewell Good Night's Sleep er í fyrsta sæti yfir þau 10 lög sem breska tónlistartímaritið Mojo mælir með í nýjasta tölublaði. Meira
24. mars 2009 | Fólk í fréttum | 232 orð | 2 myndir

Lengi lifir í gömlum glæðum

TÓNLISTARMAÐURINN Pete Doherty segist enn bera tilfinningar til fyrrverandi unnustu sinnar, ofurfyrirsætunnar Kate Moss. Meira
24. mars 2009 | Kvikmyndir | 237 orð | 2 myndir

Ofurhetjurnar verjast ágangi Nornafjalls

OFURHETJURNAR í Watchmen halda toppsætinu yfir tekjuhæstu kvikmyndir landsins eftir sýningar helgarinnar. Tæplega 2.300 manns sóttu myndina um nýliðna helgi sem þýðir að heildaraðsókn á hana er komin upp í tæpa 12.000 gesti. Meira
24. mars 2009 | Bókmenntir | 206 orð | 1 mynd

Sonur Plath fellur fyrir eigin hendi

NICHOLAS Hughes, sonur skáldanna Ted Hughes og Sylviu Plath, féll fyrir eigin hendi á heimili sínu í Alaska í síðustu viku, 46 árum eftir að móðir hans framdi sjálfsmorð á meðan Nicholas og Frieda systir hans sváfu, eins og tveggja ára gömul, í næsta... Meira
24. mars 2009 | Tónlist | 396 orð | 2 myndir

Spilað með hjartanu

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is FYRIR stuttu fóru þrír nemendur í gítarleik við tónlistardeild LHÍ í viku vinnuferð til Spánar auk Péturs Jónassonar kennara þeirra. Meira
24. mars 2009 | Tónlist | 220 orð | 1 mynd

Spilar úrillan broddgölt

„TILFINNINGARNAR eru manneskjulegar og oftast auðskiljanlegar, en ekki eins og þær upphöfnu tilfinningar sem maður býst við þegar talað er um tilfinningaríka músík,“ segir Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, sem leikur einleik með Kammersveit... Meira
24. mars 2009 | Myndlist | 223 orð | 1 mynd

Tveir kántríbræður í Klettafjöllunum

EINS og löngu er kunnugt verður myndlistarmaðurinn Ragnar Kjartansson fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í ár. Nú er ljóst hverskonar sýningu Ragnar verður með en það er vefsíðan ArtInfo sem opinberar það. Ragnar skiptir sýningunni upp í þrjá hluta. Meira
24. mars 2009 | Hugvísindi | 63 orð | 1 mynd

Vefsmiðjur Innréttinganna

HREFNA Róbertsdóttir sagnfræðingur heldur fyrirlestur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 í dag kl. 17. Fyrirlesturinn nefnist Vefsmiðjur Innréttinganna við fyrstu götu bæjarins. Meira
24. mars 2009 | Kvikmyndir | 281 orð | 1 mynd

Verður teiknimynd að hluta

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ verða teiknimyndir í bland við leikið efni. Hlutföllin í stiklunni af teiknuðu efni eru heldur meiri en í heildina séð í myndinni. Það eru ákveðin „húmor-element“ sem eru teiknuð, t.d. Meira
24. mars 2009 | Leiklist | 521 orð | 2 myndir

Þessu verður að linna

Eftir Alan Rickman og Katherine Viner. Þýðing: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjóri: María Ellingsen. Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir. Tónlist: Magga Stína. Myndband: Jóhanna Helga Þorkelsdóttir. Sviðsumgjörð: Snorri Freyr Hilmarsson. Meira

Umræðan

24. mars 2009 | Aðsent efni | 614 orð | 1 mynd

Atvinnurekendur út af sporinu

Arnór Bjarki Blomsterberg skrifar um tengsl líðanar starfsmanns á vinnustað og afkasta hans í vinnunni: "Þú þarft að vera almennilegur við þá sem þú mætir á leiðinni upp stigann vegna þess að þú mætir sama fólki á leiðinni niður stigann aftur." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 707 orð | 1 mynd

Bankaleynd og friðhelgi einkalífs

Eftir Ásgeir H. Reykfjörð: "Bankaleynd er hins vegar hvorki ætlað að koma í veg fyrir eftirlit á fjármálamarkaði né vera skálkaskjól fyrir lögbrjóta." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 315 orð | 1 mynd

Baugshringnum lokað

Eftir Bjarna Harðarson: "ÞAÐ er tvítekning að tala um Baugshring því baugur þýðir hringur og starfsemi Baugsfeðga hófst undir slagorðinu Bónus ekkert bruðl en lauk með því mesta versta bruðli sem þjóðin hefur horfst í augu við." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 912 orð | 1 mynd

Bréf til ráðamanna þjóðarinnar

María Haraldsdóttir skrifar um efnahagsmál: "ftÞið ættuð að skammast ykkar fyrir þetta, fasteignamarkaðurinn er frosinn og ef þið gæfuð grænt ljós á yfirtöku lána myndi fasteignamarkaðurinn lifna við." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 288 orð | 1 mynd

Byggjum upp fyrirmyndarsamfélag

Eftir Jóhann Kristjánsson: "VIÐ TÖLUM gjarnan um mikilvægi þess að vera góðar fyrirmyndir, ekki síst fyrir börnin okkar. Það sem afvegaleiddi íslensku þjóðina í óhóf og græðgi voru slæmar fyrirmyndir viðskiptalífs og stjórnsýslu." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 706 orð | 1 mynd

Dagar riddaranna eru ekki taldir

Magnús Skúlason skrifar um skipulagsmál: "Misskilningur borgarráðsmannsins virðist felast í að friðun húsanna hefði sparað borginni stórfé þar sem Húsafriðunarsjóður hefði borgað brúsann." Meira
24. mars 2009 | Blogg | 114 orð | 1 mynd

Eiríkur Sjóberg | 23. mars Eitt skattþrep – hærri persónuafslátt...

Eiríkur Sjóberg | 23. mars Eitt skattþrep – hærri persónuafslátt Ég er félagshyggjumaður og líst best á Vinstri græna. En ég er ósammála þessari nálgun Steingríms. Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Ekki gera ekki neitt

Eftir Sigurð Kára Kristjánsson: "MEÐ nýjum lögum um Seðlabanka Íslands réðst ríkisstjórnin í umfangsmikla uppstokkun á yfirstjórn bankans og skipaði sérstaka peningastefnunefnd. Sagt var að breytingarnar myndu hafa mikla þýðingu fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 310 orð | 1 mynd

Endurreisnarbanki

Eftir Friðrik Daníelsson: "FISKVEIÐASJÓÐUR, Stofnlánadeild landbúnaðarins og Iðnlánasjóður eru horfin. Bönkum þjóðarinnar, Útvegsbanka, Búnaðarbanka og Landsbanka var líka sóað. Reyturnar, nýju bankarnir, hrúgur misjafnra pappíra, eru komnar í fang þjóðarinnar í skiptameðferð." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 290 orð | 1 mynd

Gjáin milli borgar og byggða

Eftir Ólínu Þorvarðardóttur: "UNDANFARNA tvo áratugi hefur hallað mjög á hlut norðvestursvæðisins þar sem hagvöxtur hefur verið neikvæður og þungt fyrir fæti í svo mörgum skilningi." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 305 orð

Gleymdirðu ekki einhverju Gylfi?

VEGNA greinar viðskiptaráðherra í Mbl. 20.3. sl. Gefum okkur að fjórir menn eigi í viðskiptum. Köllum þá Tryggva, Þór, Herbert og Gylfa. Tryggvi, Þór og Herbert skulda Gylfa 10 milj. kr. hver. Meira
24. mars 2009 | Blogg | 118 orð | 1 mynd

Gústaf Gústafsson | 23. mars Atvinnuleysið, böl heimilanna! Það er ljóst...

Gústaf Gústafsson | 23. mars Atvinnuleysið, böl heimilanna! Það er ljóst að atvinnuleysi er mesta böl sem riðið getur yfir foreldra og brauðvinnendur. Það er eitthvað sem stjórnvöld á hverjum tíma reyna ávallt að koma í veg fyrir. Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 746 orð | 1 mynd

Kvótanum skilað

Magnús Jónsson spyr um hug stjórnmálaflokka til kvótakerfisins: "Fram undan eru alþingiskosningar og allir flokkarnir sem bera ábyrgð á kvótanum ætla að bjóða fram." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 298 orð

Mikil mistök

EINS og virtir lögfræðingar benda á, braut Jóhanna Sigurðardóttir sennilega stjórnarskrána, þegar hún setti norskan stjórnmálamann í embætti seðlabankastjóra. Skýrt er kveðið á um það í stjórnarskránni, að embættismenn skuli vera íslenskir... Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 193 orð | 1 mynd

Ókeypis máltíðir í grunnskólum

Lúðvík Börkur Jónsson vill að öllum foreldrum gefist kostur á ókeypis skólamáltíð handa börnum sínum: "Einstæðir foreldrar fá enn einhverjar tekjutengdar barnabætur þótt mánaðartekjur þeirra nemi milljón á mánuði og hjón með 10 milljónir í árslaun." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 658 orð | 1 mynd

Sáttaleiðin er endurskoðun á EES-samningi

Jón Baldur Lorange skrifar um Evrópumál: "Allt stefnir í erfiðar stjórnarmyndunarviðræður eftir kosningar sem við megum síst við í dag. Þjóðstjórn ætti að mynda að loknum kosningum." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 489 orð | 1 mynd

Um cystik fibrosis eða slímseigjusjúkdóm

Njörður Helgason skrifar um víkjandi erfðasjúkdóm: "Cystik fibrosis er algengasti víkjandi erfðasjúkdómur í indóevrópska kynstofninum. Stöðugar rannsóknir sjúkdómsins eru í gangi í Evrópu og Ameríku." Meira
24. mars 2009 | Pistlar | 451 orð | 1 mynd

Úr óskrifaðri dagbók – I

Augnaráð drengsins gleymist enn ekki. Þetta var á flugvellinum við Tirana í Albaníu á mánudegi seint í maí 1991. Snáðinn var varla meira en fimm ára, kannski sex, berfættur í skítugum lörfum. Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 727 orð | 1 mynd

Veður og vatn við vorjafndægur

Árni Snorrason segir frá sameiningu Vatnamælinga Orkustofnunar og Veðurstofu.: "Markmið með sameiningunni var að styrkja þau verkefni sem stofnanirnar stunduðu, en jafnframt að ná fram faglegri og rekstrarlegri samþættingu er leiddi til skilvirkari reksturs." Meira
24. mars 2009 | Velvakandi | 202 orð | 1 mynd

Velvakandi

Starfsfólk SPRON ÉG vil þakka starfsfólki SPRON við Álfabakka kærlega fyrir góða þjónustu á liðnum árum. Samúðarkveðjur, Matthildur Ólafsdóttir. Símaauglýsingin ÉG vil taka undir það með dr. Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 761 orð | 1 mynd

Vilji þjóðarinnar verður ekki veðsettur

Gísli Tryggvason skrifar um stjórnlagaþing: "Sú spurning vaknar til hvers ætti að stofna til stjórnlagaþings – og til hvers stjórnlög séu." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 763 orð | 1 mynd

Það vantar eitthvað inn í þessa mynd – svör óskast

Signý Sigurðardóttir skrifar um efnahagsmál: "Við vitum öll hvaða afleiðingar þessi dans í kringum gullkálfinn, þessi ofvöxtur í krónunni og í verðmyndun fyrirtækja á markaði hafði á okkur öll." Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 730 orð | 2 myndir

Þunnir stjórnmálamenn

Björn Valdimarsson skrifar um efnahagsmál: "Á að afhenda „nýju bönkunum“ þessar skuldir sem hafa hækkað um nær 40% á einu ári vegna lélegra stjórnarhátta?" Meira
24. mars 2009 | Aðsent efni | 92 orð | 1 mynd

Öryggis- og varnarmál Íslands

Eftir Birgi Loftsson: "VARNARMÁL hafa verið í sviðsljósinu undanfarið. Ég hef aðrar hugmyndir en flestir um þessi mál og legg því til rækilega endurskoðun á þessum málum. Áhersluatriði mín eru nokkur." Meira

Minningargreinar

24. mars 2009 | Minningargreinar | 224 orð | 1 mynd

Auðbjörg Pétursdóttir

Auðbjörg Pétursdóttir fæddist á Tjörn á Vatnsnesi 11. apríl 1933. Hún lést á Dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn mánudaginn 16. mars 2009. Foreldrar hennar voru hjónin Auðbjörg Gunnlaugsdóttir, f. 3. október 1911, d. 18. maí 1980 og Pétur Gunnarsson, f. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2009 | Minningargreinar | 2155 orð | 1 mynd

Ástþór Jón Valgeirsson

Ástþór Jón Valgeirsson fæddist í Vogum á Vatnsleysuströnd 4. maí 1931. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 12. mars 2009. Foreldrar hans voru Jón Valgeir Jónsson, f. 30.8 1909, d. 21.3. 1964 og Sólrún Einarsdóttir f. 16.4. 1911, d. 29.9. 1962. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2009 | Minningargreinar | 4072 orð | 1 mynd

Bergljót Viktorsdóttir

Bergljót Viktorsdóttir fæddist á Siglufirði 5. nóvember 1957. Hún lést á krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut 12. mars 2009. Foreldrar hennar voru Ólöf Anna Ólafsdóttir verslunarkona, f. á Ísafirði 6. nóvember 1929, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2009 | Minningargreinar | 1557 orð | 1 mynd

Indriði Gíslason

Indriði Gíslason fæddist í Skógargerði í Fellum 27. júlí 1926. Hann lést í Reykjavík 15. mars 209 og var jarðsunginn frá Háteigskirkju 23. mars. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2009 | Minningargreinar | 743 orð | 1 mynd

Jónfríður Gunnarsdóttir

Jónfríður Gunnarsdóttir, húsmóðir og verkakona, fæddist 21. september 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 12. mars sl. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónsdóttir, f. 1895, d. 1971, og Gunnar Jónsson, f. 1886, d. 1975. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 494 orð | 3 myndir

Ber vott um „ótrúlegt siðleysi“

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl. Meira
24. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 86 orð | 1 mynd

ÍLS kaupir lán af SpKef

Sparisjóðurinn í Keflavík ( SpKef ) hefur selt Íbúðalánasjóði (ÍLS) safn skuldabréfa, að fjárhæð um 10 milljarða króna, tryggt með veði í íbúðarhúsnæði. Meira
24. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 74 orð | 1 mynd

Kaupmáttur launa dróst saman um 9,3%

KAUPMÁTTUR launa dróst um 9,3% á tólf mánaða tímabili fram til febrúar á þessu ári. Þetta kemur fram samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands á launavísitölunni fyrir febrúarmánuð síðastliðinn. Launavísitalan í febrúar var óbreytt frá fyrra mánuði. Meira
24. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 357 orð | 1 mynd

Stefnt í ógöngur

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is „ÞAÐ er ljóst að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega, hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi, í mikla hættu, jafnvel hreinar ógöngur. Meira
24. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 73 orð

Uppsagnir hjá Teathers

STRAUMUR-Burðarás fjárfestingarbanki, sem hefur fengið greiðslustöðvun til 11. júní næstkomandi, sagði síðastliðinn föstudag upp 68 starfsmönnum sem störfuðu á skrifstofu bankans í London undir formerkjum Teathers. Meira
24. mars 2009 | Viðskiptafréttir | 141 orð

Vilja ekki gefa upp kjör lána til VBS og Saga

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ neitar að gefa upp á hvaða kjörum samið var við Saga Capital og VBS fjárfestingarbanka, en samningar hafa náðst milli ríkissjóðs og beggja fyrirtækja vegna skuldar sem varð til í svokölluðum endurhverfum viðskiptum fyrirtækjanna við... Meira

Daglegt líf

24. mars 2009 | Daglegt líf | 197 orð | 1 mynd

Betra að borða rétt en lífrænt

ÞAÐ var fyrir sex og hálfu ári að bandarísk yfirvöld hófu að veita vottorð um að matvæli væru lífræn. Síðan hefur mikil vakning átt sér stað. Meira
24. mars 2009 | Daglegt líf | 387 orð | 1 mynd

Ekkert slegið af við veiðarnar

Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Netavertíð er nú í fullum gangi í sjávarbyggðum landsins og hefur verið mikið um að vera í Ólafsvík að undanförnu. Meira
24. mars 2009 | Daglegt líf | 654 orð | 2 myndir

Sauðárkrókur

Heldur rysjóttur öskudagur, með átján jafnleiðinlegum bræðrum, rann sitt skeið hér á Sauðárkróki, en síðan þá hefur verið blíða uppá hvern einasta dag og hiti náð jafnvel tveggja stafa tölu. Meira

Fastir þættir

24. mars 2009 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

60 ára

Guðmundur Elíasson frá Pétursey er sextugur í dag, 24. mars. Hann verður í vinnunni í N1 Fossnesti, þar sem honum líður best. Kaffi verður á... Meira
24. mars 2009 | Árnað heilla | 42 orð | 1 mynd

70 ára

Skúli Svavarsson kristniboði er sjötugur í dag, 24. mars. Hann tekur á móti gestum í Kristniboðssalnum á Háaleitisbraut í dag frá kl. 16 til 19. Afmælisbarnið vill ekki gjafir, en þeir sem vilja gleðja hann geta í veislunni látið kristniboðið njóta... Meira
24. mars 2009 | Árnað heilla | 189 orð | 1 mynd

Árin í Moskvu mótuðu lífið

„Það er mikið að baki og vonandi eitthvað framundan,“ sagði Arnór K. Hannibalsson prófessor sem er 75 ára í dag. Hann kvaðst ekki hafa lagt mikið upp úr afmælishaldi og dagarnir jafnvel liðið án þess að hann myndi eftir afmælinu. Meira
24. mars 2009 | Fastir þættir | 725 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Nú er lokið hjá okkur þriggja kvölda hraðsveitarkeppni með þátttöku 13 sveita. Röð efstu sveita varð þessi. Halldór Þorvaldsson - Magnús Sverrisson, Sveinn Ragnarss. - Runólfur Guðmss. Meira
24. mars 2009 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Kópavogur Jóna María fæddist 19. september kl. 4.29. Hún vó 3.575 g og...

Kópavogur Jóna María fæddist 19. september kl. 4.29. Hún vó 3.575 g og var 50 cm. Foreldrar hennar eru Laura Katherine Moncada og Guðmundur H.... Meira
24. mars 2009 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og...

Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. (Jóh. 13, 34. Meira
24. mars 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Hinrik Örn fæddist 25. nóvember kl. 9.25. Hann vó 3.800 g og...

Reykjavík Hinrik Örn fæddist 25. nóvember kl. 9.25. Hann vó 3.800 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Áslaug Ósk Hinriksdóttir og Óskar Örn... Meira
24. mars 2009 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Máni fæddist 14. desember kl. 13.25. Hann vó 3.710 g og var 51...

Reykjavík Máni fæddist 14. desember kl. 13.25. Hann vó 3.710 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Hrönn Haraldsdóttir og Friðrik Þór... Meira
24. mars 2009 | Fastir þættir | 119 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Be2 Be7 7. O-O O-O 8. Be3 Rc6 9. Kh1 Bd7 10. f4 Rxd4 11. Bxd4 Bc6 12. Bd3 d5 13. e5 Re4 14. De2 Rxc3 15. bxc3 g6 16. g4 He8 17. f5 Bf8 18. Hf3 Dh4 19. Dg2 b5 20. Haf1 a5 21. fxg6 fxg6 22. g5 Be7 23. Meira
24. mars 2009 | Fastir þættir | 285 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji hefur fengið sig fullsaddan á einhverri hallærislegustu og leiðinlegustu auglýsingu allra tíma. Grænar bólur spretta fram og aulahrollurinn hríslast niður bakið í hvert sinn er sést eða heyrist af svonefndri aðgerðaáætlun Símans. Meira
24. mars 2009 | Í dag | 97 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

24. mars 1973 Kjarvalsstaðir, myndlistarhús Reykjavíkurborgar á Miklatúni, voru formlega teknir í notkun og opnuð stór sýning á verkum Jóhannesar S. Kjarval listmálara. Hann tók sjálfur fyrstu skóflustunguna í ágúst 1966. 24. Meira

Íþróttir

24. mars 2009 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Aukaspyrnurnar heppnuðust

HEÐIN Askham er stoltur af því að vera fyrstur færeyskra landsliðsþjálfara í knattspyrnu til að leggja Ísland að velli, 2:1 í Kórnum á sunnudaginn. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 315 orð | 1 mynd

„Mér finnst Skotarnir ansi kokhraustir“

ESKFIRÐINGURINN Eggert Gunnþór Jónsson er ánægður að vera í íslenska landsliðshópnum sem mætir Skotum í undankeppni HM í knattspyrnu á Hampden Park í Glasgow í næstu viku. Eggert leikur með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts í Edinborg þar sem hann hefur átt góðu gengi að fagna. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 325 orð | 7 myndir

„Þetta heppnaðist allt vel“

ÍSLANDSMÓT Íþróttasambands fatlaðra fór fram í fimm greinum um helgina, en um 350 keppendur tóku þátt í frjálsum íþróttum, sundi, botsía, lyftingum og bogfimi. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 232 orð | 1 mynd

Bjargvætturinn í Grindavík

KNATTSPYRNULIÐ Grindvíkinga fékk liðstyrk í gær þegar framherjinn Þórarinn Brynjar Kristjánsson, oft nefndur „bjargvætturinn“, gekk í raðir þess frá Keflavík. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Fimm bætast í hópinn fyrir Skotaleikinn

FIMM leikmenn bætast við landsliðshóp Íslands í knattspyrnu fyrir leikinn gegn Skotum í Glasgow í næstu viku – frá vináttuleiknum gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 454 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Helena Sverrisdóttir , landsliðskona í körfuknattleik, og samherjar hennar í TCU-háskólanum í Texas eru úr leik í bandarísku háskólakeppninni eftir tap gegn South Dakota State , 90:55, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í fyrrinótt. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 217 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Armstrong varð fyrir því óláni að viðbeinsbrotna þegar hann ásamt nokkrum öðrum hjólreiðamönnum féll harkalega í götuna 20 kílómetra frá markinu í fyrstu dagleið í hjólreiðakeppni sem hófst á Spáni í gær. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 605 orð | 1 mynd

Fráköstin lykill að sigrinum

HAUKAR jöfnuðu metin í rimmunni gegn KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna þegar liðin mættust í DHL-höllinni í Frostaskjóli í gærkvöldi. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 761 orð | 1 mynd

Grindavík fór á kostum án Páls

„VIÐ munum leggja áherslu á góðan varnarleik í kvöld. Ég er með smekkfullt vopnabúr í sókninni þrátt fyrir að Páll Axel sé ekki með,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindvíkinga, fyrir leik sinna manna gegn Snæfelli í gær. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 78 orð

Jón tryggði ÍA sigurinn

JÓN Vilhelm Ákason tryggði Skagamönnum sín fyrstu stig í deildabikar karla í knattspyrnu í gærkvöld. Hann skoraði bæði mörk þeirra í sigri á Haukum, 2:1, í Kórnum, eftir að Pétur Örn Gíslason hafði komið Hafnarfjarðarliðinu yfir. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 326 orð

KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikar A-DEILD, 1. riðill: Þór...

KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikar A-DEILD, 1. riðill: Þór – KA 1:1 Jóhann Helgi Hannesson – Dean Martin. Staðan: Valur 32104:17 Fjölnir 32018:36 Breiðablik 21101:04 Þór 31114:44 KA 20112:51 Afturelding 30034:100 A-DEILD, 4. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Sigurbergi boðið til æfinga hjá Minden

„MINDEN hefur boðið mér út til æfinga og ég ætla að taka því boði og hyggst nota hléið sem kemur eftir að deildakeppninni lýkur 5. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

Svíarnir eru öruggir á EM

SVÍAR voru fyrsta þjóðin til að tryggja sér keppnisréttinn í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í handknattleik sem fram fer í Austurríki í byrjun næsta árs. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Tveir með 1.000. leikinn

SIGMUNDUR Már Herbertsson og Björgvin Rúnarsson, alþjóðlegir dómarar í körfuknattleik, ná þeim merka áfanga í kvöld að dæma sinn 1.000. Meira
24. mars 2009 | Íþróttir | 402 orð | 1 mynd

Þurfa heppnina með sér

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu mætir því skoska á Hampden Park í Glasgow 1. apríl næstkomandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM sem fram fer í Suður-Afríku á næsta ári. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.