Greinar sunnudaginn 7. júní 2009

Fréttir

7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 99 orð

Á batavegi eftir árásir

MAÐURINN sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Grettisgötu á fimmtudag er á batavegi og hefur nú verið fluttur af gjörgæslu yfir á almenna deild á Landspítalanum við Hringbraut. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 718 orð | 2 myndir

Á fölskum forsendum

Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Sumarið 1967 var ólga í loftinu í Vestur-Þýskalandi. Nýir straumar fóru um þjóðfélagið og ríkjandi viðhorf voru dregin í efa. Margt varð til þess að ýta undir róttækni á þessum tíma. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Átti fótum sínum fjör að launa út úr logandi húsinu

Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is TVEIR karlmenn og ein kona voru handtekin í gær í tengslum við eld sem kom upp á Kleppsvegi 102 í gærmorgun. Eru þau grunuð um að skvett bensíni yfir innanstokksmuni. Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 335 orð | 2 myndir

Á þessum degi

Söngleikurinn Grease verður frumsýndur í Loftkastalanum á föstudag. Hann hefur áður verið sýndur hér á landi, en í dag eru rétt 37 ár frá því að hann var fyrst sýndur á Broadway í New York. Þá var Barry Bostwick í hlutverki töffarans Danny Zuko. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 159 orð

„Það er mikið í húfi“

„FRAMTÍÐ norðurskautsins varðar allt mannkyn, enda er talið að 25-30% af gas- og olíuauðlindum heimsins liggi undir ísnum,“ segir Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakka, sem tekið hefur að sér að vera sendiherra Frakka gagnvart... Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Brautskráning stúdenta frá Verzlunarskóla Íslands

Verzlunarskóla Íslands var slitið í 104. sinn 23. maí sl. og var það fjölmennasta brautskráning í sögu skólans. Alls brautskráðust 280 nýstúdentar og þar af 8 úr fjarnámi skólans. Í útskriftarhópnum voru 166 stúlkur og 144 drengir. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 2690 orð | 2 myndir

Búinn að ná áttum

Þú vilt ganga þinn veg, eg vil ganga minn veg, söng hann sem frægt er snemma á áttunda áratugnum. Einar Ólafsson var barnastjarna með allri þeirri athygli og háði sem því getur fylgt. Hlaut m.a. viðurnefnið Einar áttavillti. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 64 orð

Dýrt nám á Norðurlöndum

MARGT bendir til þess að efnahagsástandið geti haft áhrif á val íslenskra námsmanna á háskólum. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 93 orð | 1 mynd

Einar náði áttum

EINAR Ólafsson var barnastjarna og viðurnefnið sem hann fékk, „Einar áttavillti“, eftir slagaranum kunna, Þú vilt ganga þinn veg, átti hreint ekki illa við. Það tók Einar nefnilega þrjá áratugi að gera upp við þetta skeið í lífi sínu. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Eineltið alvarlegt vandamál

EINELTI á vinnustað er alvarlegt vandamál en talið er, að allt að 8% launþega verði fyrir barðinu á því. Getur það haft mjög slæmar afleiðingar fyrir þann, sem fyrir því verður, og verið mjög dýrt fyrir fyrirtækin. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 489 orð | 1 mynd

Ekki bara sjálfsmyndin í molum

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Íslendingar hafa undanfarið verið vanir því að vera mikið á faraldsfæti og liggur leiðin þá oft um flugvöllinn í Kastrup í Kaupmannahöfn. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Ferjan sem landpóstur í Flatey

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is AFGREIÐSLU Póstsins í Flatey á Breiðafirði var lokað um síðustu mánaðamót og er sú breyting liður í nauðsynlegri hagræðingu í rekstri Íslandspósts. Í Flatey þjónar ferjan Baldur sem landpóstur hér eftir. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 2881 orð | 8 myndir

Fjarlægir heimar leiddir saman

Hin árlega listahátíð núna (now) hefur fest rætur í annars fjölbreyttu listalífi Winnipeg í Kanada og tugir íslenskra listamanna hafa tekið þátt í henni frá því henni var hleypt af stokkunum vorið 2007. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 1613 orð | 4 myndir

Gefin fyrir áskoranir

Nicole Nicolaus kom til Íslands sem au-pair fyrir nær átta árum. Dvölin varð lengri en til stóð en hún fór í nám, lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands og vinnur nú hjá 66° Norður. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 902 orð | 5 myndir

Grasið grænna?

Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Íslenskir námsmenn erlendis hafa ekki farið varhluta af efnahagsástandinu á Íslandi síðastliðna mánuði. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

HátÍð sjómanna um allt land

SJÓMANNADAGURINN er haldinn hátíðlegur um allt land í dag í 71. sinn. Á þessum árlega hátíðisdegi sjómanna liggja flestar fleytur bundnar við bryggju og sjómenn og fjölskyldur þeirra gera sér glaðan dag. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 879 orð | 3 myndir

Höfði stungið í gin ljónsins

Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Seint verður sagt að starf knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea sé það öruggasta í heimi. Frá því Dave Sexton hvarf á braut árið 1974 hefur enginn setið lengur í þessu funheita sæti en fjögur ár. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Íslenskt sjávarfang til sýnis við höfnina

HÁTÍÐ hafsins hófst í 11. sinn í Reykjavík í gær í tilefni af sjómannadeginum og dagskráin er vegleg að vanda. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 1023 orð | 3 myndir

Minni í mörgum myndum

Heimsmeistari í minni, Ben Pridmore, 32 ára bókhaldari frá Derby, er aðeins 30 sekúndur að leggja röð spilastokks á minnið og klukkutíma 26 til viðbótar. Sem þýðir að hann man og getur þulið upp nákvæmlega röð 1. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 2791 orð | 2 myndir

Pólstjarnan í lífi litlu systur

Margrét og Guðrún, dætur Kristínar Njarðvík, leiðsögumanns og frumkvöðlakonu, og Jóns Bergþórssonar, búfræðings og stofnanda Nýju sendibílastöðvarinnar, hafa alltaf verið samrýmdar þrátt fyrir nokkurn aldursmun. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 784 orð | 3 myndir

Skapstyggi steggurinn 75 ára

Andrés Önd er heldur grunnhyggin önd og afskaplega skapbráð. Hann virðist ekkert róast með aldrinum, þótt hann teljist orðinn 75 ára. Afmæli hans er miðað við 9. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Skólaslit í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti

FJÖLBRAUTASKÓLANUM í Breiðholti var slitið í íþróttahúsi FB föstudaginn 22. maí sl. í sjötugasta og fyrsta sinn en 174 lokaprófsskírteini afhent. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, 9,09. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Stasi og morðið á Ohnesorg

Morðið á Benno Ohnesorg í Vestur-Berlín 2. júní 1967 hleypti illu blóði í samskipti stúdenta og yfirvalda og var kveikjan að hryðjuverkahreyfingum áttunda áratugarins. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 208 orð | 2 myndir

Stór verk í einkaframkvæmd?

Ef öll fjárfestingarverkefni, sem til skoðunar eru í viðræðunum um stöðugleikasáttmála, verða að veruleika, þýddi það fjárfestingu upp á 245 milljarða á næsta ári og yfir 3.500 ársverk yrðu til. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 2866 orð | 6 myndir

Strand í sandi

Hvar finnurðu steikjandi sumarhita, reglubundna sandstorma og eyðimörk með snákum og sporðdrekum? Bættu svo við þunnum tjöldum og ískulda á vetrum – og þú gætir verið í Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak. Flóttafólkið sem flutti á Akranes síðastliðið haust kom frá Al Waleed. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 1479 orð | 3 myndir

Tekist á um framtíð norðurskautsins

Frakkar hafa komið sér upp „sendiherra“ fyrir heimsskautin, þrátt fyrir að nyrsti hluti Frakklands sé 1.500 kílómetrum frá heimskautsbaugnum. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 378 orð | 1 mynd

Ummæli

Hvað efnisleg gæði snertir, þá er nægjusemin engin, aðeins græðgi, græðgi, græðgi, kröfur og kröfur. En við sýnum því hinsvegar lítinn áhuga að rækta okkar innri mann. Dalai Lama, trúarleiðtogi Tíbeta. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Útskrift frá Menntaskólanum á Egilsstöðum

MENNTASKÓLINN á Egilsstöðum brautskráði 34 stúdenta laugardaginn 23. maí sl., 23 stúdentar brautskráðust af félagsfræðibraut en 10 af náttúrufræðibraut og einn brautskráðist af báðum brautunum. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Útskrift Landbúnaðarháskóla Íslands

LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI Íslands brautskráði 54 nemendur 29. maí sl. við athöfn sem fór fram í Reykholtskirkju. Þetta er fimmta vorið sem nemendur eru brautskráðir frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 577 orð | 3 myndir

Verkland riftir og hótar málaferlum

Einn hefur stefnt og annar hótar að stefna út af því að fá ekki að skila útboðslóð til borgarinnar. Því fyrr sem fæst niðurstaða því betra fyrir alla, segir skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg. Meira
7. júní 2009 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Vill sameiningu háskóla

ÁGÚST Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, er þeirrar skoðunar að kanna eigi með formlegum hætti hvort stofna eigi nýjan háskóla með sameiningu Háskólans á Bifröst, Listaháskólans og Háskólans í Reykjavík. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 747 orð | 3 myndir

Voðalegt væl í Vilhjálmi

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sá ástæðu til þess að svara pistli mínum frá því síðasta sunnudag í löngu máli sl. miðvikudag. Það kom ekki á óvart. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 228 orð | 4 myndir

Þýskir Obama-fingur

Hálfgert Obama-æði virðist hafa gripið Þjóðverja, sem hafa mikið dálæti á hinum nýkjörna forseta Bandaríkjanna. Meira
7. júní 2009 | Innlent - greinar | 243 orð | 11 myndir

Ægir gætir öryggis sjófarenda í landhelginni

Ljósmyndir: Árni Sæberg Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Týr, sinna fjölbreyttum verkefnum í landhelgi Íslands en hlutverk Gæslunnar er að standa vörð um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið og gæta ytri landamæra. Meira

Ritstjórnargreinar

7. júní 2009 | Staksteinar | 232 orð | 1 mynd

Er einhver ástæða til að fagna?

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í Zetunni, umræðuþætti á mbl.is, hinn 23. mars sl. Meira
7. júní 2009 | Leiðarar | 418 orð

Hátíð sjómanna

Sjómannadagurinn er nú haldinn hátíðlegur um land allt. Sjómenn geta verið stoltir af þeim miklu áföngum sem náðst hafa í réttindum þeirra, aðbúnaði og öryggi á undanförnum áratugum. Og í dag er sérstök ástæða til að fagna. Meira
7. júní 2009 | Reykjavíkurbréf | 1735 orð | 1 mynd

Orð eru til alls fyrst

Ræða Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, í Kaíró á fimmtudag var afrek. Allt frá því að hryðjuverkin voru framin í New York og Washington 11. Meira
7. júní 2009 | Leiðarar | 285 orð

Úr gömlum leiðurum

10. júní 1979 : „Sjómannadagurinn í Reykjavík og Hafnarfirði og raunar víðar um landið hefur lagt mikið af mörkum í sambandi við ýmis hagsmunamál sjómanna. Meira

Menning

7. júní 2009 | Tónlist | 620 orð | 6 myndir

10 eftirminnileg lög í kvikmyndum

Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.is Þegar kemur að kvikmyndum á orðatiltækið „tónlist er tilfinning í hljóði“ einstaklega vel við. Meira
7. júní 2009 | Kvikmyndir | 459 orð | 2 myndir

Að gera betur en síðast

Íslensk heimildarmynd. Leikstjóri: Þór Elís Pálsson. Handrit: Þór Elís og Anna Þóra Steinþórsdóttir. Kvikmyndataka: Guðbergur Davíðsson. Klipping: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Hljóð: Gunnar Árnason. Tónlist: Valtýr Guðjónsson. Þulur: Hilmir Snær Guðnason. Meira
7. júní 2009 | Myndlist | 245 orð | 1 mynd

„Prentunin er mjög stór hluti af sköpunarferlinu“

MYNDLISTARKONAN Laura Valentino opnaði sýningu á grafíkverkum í gær í sal Íslenskrar grafíkur, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Meira
7. júní 2009 | Fólk í fréttum | 111 orð | 1 mynd

Flestir vilja Aniston

LEIKKONAN Jennifer Aniston mun vera sú stjarna sem flestir Bandaríkjamenn myndu treysta hvað best fyrir gæludýrinu sínu. Það kom í ljós þegar starfsmenn vefsíðunnar PawNation. Meira
7. júní 2009 | Tónlist | 866 orð | 3 myndir

Glataðar ástir pönkarans

Iggy Pop er sönnun þess að fátt sé betra en grenjandi rafgítarar og organdi söngvari; þeir sem séð hafa hann á sviði getað vitnað um það að hann er holdgervingur rokksins. Meira
7. júní 2009 | Fólk í fréttum | 62 orð | 3 myndir

Hattar og hestar

VEÐREIÐAR eru stundaðar af kappi í Bretlandi á sumrin. Þótt hestar og knapar eigi að vera í aðalhlutverki eru það ekki síður höfuðföt viðstaddra sem vekja jafnan athygli. Meira
7. júní 2009 | Fólk í fréttum | 329 orð | 1 mynd

Matur og matarklám

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Flestir sem dálæti hafa á matseld skemmta sér ekki síður við að lesa um matreiðslu, stundum í leit að innblæstri og nýjum hugmyndum, nú eða bara til að skoða uppskriftir og myndir – eins konar matarklám. Meira
7. júní 2009 | Fjölmiðlar | 174 orð | 1 mynd

Meint mismunun

Lögfræðingarnir í Boston Legal-þáttunum á Skjá einum, sem nú hafa, illu heilli, sungið sitt síðasta, voru ofursnjallir og tóku oft að sér mál, sem virtust í meira lagi fjarstæðukennd. Þættirnir voru lúmsk háðsádeila og eftir á að hyggja býsna raunsæir. Meira
7. júní 2009 | Fólk í fréttum | 123 orð | 1 mynd

Sameiginlegum vini að þakka

STÓRSTJÖRNURNAR Jessica Biel og Justin Timberlake eyddu miklum tíma í símanum áður en þau fóru á sitt fyrsta stefnumót. Meira
7. júní 2009 | Tónlist | 118 orð | 2 myndir

Sveitaball með SSSól og Sprengjuhöllinni

SVEITABALLAHLJÓMSVEITIN sívinsæla SSSól, með Helga Björnsson í fararbroddi, ætlar að slá upp risasveitaballi í Offiseraklúbbnum með Sprengjuhöllinni næstkomandi laugardag. Meira
7. júní 2009 | Fólk í fréttum | 711 orð | 6 myndir

Tívolíinu í Hveragerði

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Tívolíið var fjölskyldugarður. Þarna voru klessubílar, speglasalir, draugahús, hringekjur, parísarhjól, járnbrautarlestir, kolkrabbi, þeytivindur, skotbakkar, bátatjörn, go-kart-bílabraut og fleiri tæki. Meira
7. júní 2009 | Fólk í fréttum | 138 orð | 1 mynd

Von á plötu frá Whitney Houston í haust

FYRSTA plata poppdívunnar Whitney Houston í sjö ár kemur út í Bretlandi 31. ágúst næstkomandi og í Bandaríkjunum daginn eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá plötufyrirtæki hennar. Meira
7. júní 2009 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

Örvæntingarfull Lohan

HASARINN er aftur byrjaður á milli Lindsay Lohan og Samönthu Ronson. Lohan elti fyrrverandi unnustu sína á milli klúbba í London á miðvikudaginn og reyndi mjög örvæntingarfull að tala við hana um framtíð þeirra saman. Meira

Umræðan

7. júní 2009 | Aðsent efni | 716 orð | 1 mynd

Auðlindir og eignarhald

Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur: "Fiskur verður áfram veiddur og verkaður. Samhliða fyrningarleiðinni verður að sjá til þess að stöðugleiki atvinnuvegarins verði tryggður" Meira
7. júní 2009 | Aðsent efni | 739 orð | 1 mynd

Erfðabreytt bygg með lyfjaprótín – villandi upplýsingar?

Eftir Dominique Pledel Jónsson: "Sleppingar af EB-plöntum með lyfjaprótín fyrir markað eru ekki leyfðar í Evrópu og áhættumat um áhrif þeirra hefur ekki farið fram á Íslandi." Meira
7. júní 2009 | Aðsent efni | 465 orð | 1 mynd

Er ferðalag framundan?

Eftir Helenu Þ. Karlsdóttur: "Tilvonandi ferðalangar eru hvattir til að snúa viðskiptum sínum til aðila sem hafa tilskilin leyfi en ekki stuðla að því að ólögleg starfsemi viðgangist." Meira
7. júní 2009 | Aðsent efni | 574 orð | 1 mynd

Fjaðrafok varðandi leyfi til ræktunar á erfðabreyttu byggi

Eftir Kristínu Völu Ragnarsdóttur: "Mikilvægt er að umfjöllun um ræktun erfðabreyttra lífvera sé málefnaleg" Meira
7. júní 2009 | Aðsent efni | 215 orð | 1 mynd

Fjármálaráðherra: Hér er lausnin

Eftir Hrein Hreinsson: "Eru geymdar skatttekjur ríkissjóðs lausnin? Af hverju er engin umræða um þær?" Meira
7. júní 2009 | Aðsent efni | 720 orð | 1 mynd

Hver verður staða launþegahreyfingarinnar innan ESB?

Eftir Rafn Gíslason: "Það er mér óskiljanlegt að ASÍ skuli ekki óttast þessa þróun eða telja að hana þurfi að taka alvarlega." Meira
7. júní 2009 | Aðsent efni | 528 orð | 1 mynd

Leit og svör

25. Jesús kenndi í brjósti um mennina (Matt. 9,36), vorkenndi þeim, svo hraktir og vegavilltir og þjáðir sem þeir eru. Hann þráði ekkert heitar en að fá að hjálpa, styðja, græða, bjarga. Meira
7. júní 2009 | Velvakandi | 347 orð | 1 mynd

Velvakandi

Hvar eru loforðin? ENN HRYNUR allt hér á okkar fagra landi. Nú er búið að taka ákvörðum um hvernig eigi að borga skuldir ríkissjóðs. Það á að láta þá sem áttu engan þátt í hruninu borga. Meira
7. júní 2009 | Pistlar | 390 orð | 1 mynd

Vörslumenn duftsins

Talsvert uppnám hefur orðið í þjóðfélaginu út af ljósmynd Sigurðar Guðmundssonar, lykilverki á listamannsferli hans, sem Listasafn Íslands keypti á 10 milljónir króna. Ýmsum sem tjáð hafa sig um málið þykir mikið í lagt að kaupa ljósmynd svo dýrum... Meira
7. júní 2009 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Ökuníðinga þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum

Eftir Ragnheiði Davíðsdóttur: "Til þess að koma böndum á þá dugar fátt annað en öflugt lögreglueftirlit og haldlagning á ökutækinu í verstu tilfellunum." Meira

Minningargreinar

7. júní 2009 | Minningargreinar | 741 orð | 1 mynd

Alfreð Guðmundsson

Alfreð Guðmundsson fæddist í Hafnarfirði 1. ágúst 1946. Hann andaðist í Vikersund í Noregi 20. maí 2009 og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 5. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2009 | Minningargreinar | 274 orð | 1 mynd

Elín Guðjónsdóttir

Elín Guðjónsdóttir fæddist í Reykjavík 19. desember 1914. Hún lést í Sóltúni 23. maí sl. Foreldrar hennar voru Guðjón Jónsson verkamaður, f. 15. október 1878, d. 5. nóvember 1964, og kona hans Steinunn Magnúsdóttir, f. 9. febrúar 1891, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1426 orð | 1 mynd | ókeypis

Elín Guðjónsdóttir

Elín Guðjónsdóttir var fædd í Reykjavík 19. desember 1914. Hún lést í Sóltúni 23. maí 2009. Foreldrar Elínar voru Guðjón Jónsson verkamaður f. 15. október 1878, d. 5. nóvember 1964, og kona hans Steinunn Magnúsdóttir f. 9. febrúar 1891, d. 25. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1034 orð | 1 mynd | ókeypis

Garðar Lárus Jónasson

Garðar Lárus Jónasson fæddist í Seljateigshjáleigu í Reyðarfirði 9. nóvember 1913. Hann andaðist 19. maí 2009. Foreldrar hans voru Guðbjörg Teitsdóttir, f. 1874, d. 1937 og. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2009 | Minningargreinar | 65 orð | 1 mynd

Garðar Lárus Jónasson

Garðar Lárus Jónasson fæddist í Seljateigshjáleigu í Reyðarfirði 9. nóvember 1913. Hann andaðist 19. maí 2009. Foreldrar hans voru Guðbjörg Teitsdóttir, f. 1874, d. 1937 og Jónas Eyjólfsson, f. 1852, d. 1939. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2009 | Minningargreinar | 1576 orð | 1 mynd

Garðar Steinþórsson

Garðar Steinþórsson fæddist í Reykjavík 24. október 1942. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 23. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 3. júní. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2009 | Minningargreinar | 664 orð | 1 mynd

Sigríður Bjarnadóttir

Sigríður Bjarnadóttir fæddist í Hólabrekku á Mýrum, A-Skaftafellssýslu 12. júlí 1918. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 14. maí síðastliðinn. Sigríður var áttunda barn hjónanna Margrétar Benediktsdóttur, f. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2009 | Minningargreinar | 1829 orð | 1 mynd

Sonja Guðlaugsdóttir

Sonja Guðlaugsdóttir fæddist í Ólafsvík 10. desember 1939, í húsi því sem nefnt var Betlehem. Hún lést á heimili sínu aðfaranótt 24. maí síðastliðins og var jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju 30. maí. Meira  Kaupa minningabók
7. júní 2009 | Minningargreinar | 110 orð | 1 mynd

Steinn Hlöðver Gunnarsson

Steinn Hlöðver Gunnarsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1953. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. maí 2009 og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 5. júní. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

7. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 911 orð | 1 mynd

Einelti á vinnustað er alvarlegt vandamál

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Fólk gerir sér oft ekki grein fyrir hvernig einelti brýtur einstaklinginn niður og gerir hann jafnvel á endanum óvinnufæran vegna skertrar heilsu og sjálfstrausts. Meira
7. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 263 orð | 2 myndir

Penni er ekki bara penni

VANDAÐUR penni er af mörgum talinn jafnómissandi hluti af vinnufatnaðinum og bindið og vandlega pússaðir skórnir. Meira
7. júní 2009 | Viðskiptafréttir | 598 orð | 3 myndir

Streitulaust og uppbyggjandi líf á milli starfa

AÐ vera án atvinnu getur reynt á taugarnar. Framtíðin virðist óviss og oftar en ekki bætast fjárhagsörðugleikar við. Til að hægt sé að takast á við vandamálin skiptir rétta viðhorfið miklu máli og að hugað sé að því góða og uppbyggilega. 1. Meira

Fastir þættir

7. júní 2009 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

100 ára

Ólafur Pétursson, fyrrverandi bóndi á Giljum í Mýrdal, verður hundrað ára föstudaginn 12. júní næstkomandi. Hann tekur á móti gestum ásamt Þórunni eiginkonu sinni á afmælisdaginn á Hótel Höfðabrekku frá kl. 18 til... Meira
7. júní 2009 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

70 ára

Páll R. Magnússon, starfsmaður Sameinaða lífeyrissjóðsins, verður sjötugur í dag, 7. júní. Eiginkona hans er Kristín M. Hafsteinsdóttir. Þau hjónin verða að heiman á... Meira
7. júní 2009 | Árnað heilla | 37 orð | 1 mynd

95 ára

Una Ólafsdóttir Thoroddsen, fyrverandi hjúkrunarfræðingur á Ísafirði, verður níutíu og fimm ára á morgun, 8. júní. Una dvelst nú á öldrunardeild Sjúkrahúss Ísafjarðar. Heitt verður á könnunni á afmælisdaginn í sal sjúkrahússins milli kl. 14 og... Meira
7. júní 2009 | Árnað heilla | 197 orð | 1 mynd

Afmæli lífga upp á tilveruna

„ÉG treysti því að veðrið verði gott og stefni að því að vera með smá grillveislu fyrir fjölskylduna og nánustu vini,“ segir Gerður Aagot Árnadóttir, heimilislæknir í Garðabæ og formaður Þroskahjálpar, sem fagnar 45 ára afmæli sínu í dag. Meira
7. júní 2009 | Fastir þættir | 148 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Slæm tromplega. Meira
7. júní 2009 | Fastir þættir | 352 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Sumarbrids hafinn á Akureyri Fyrsta sumarbridskeppni ársins var haldin hjá BA 26. maí og var spilaður impatvímenningur. Örlygur og Stefán tóku snemma forystu og unnu með nokkrum yfirburðum. Meira
7. júní 2009 | Auðlesið efni | 150 orð | 1 mynd

Dalai Lama í heimsókn á Íslandi

Dalai Lama, trúar-leiðtogi Tíbeta, kom í þriggja daga heim-sókn til Íslands í síðustu viku og er þetta í fyrsta skipti sem Dalai Lama heim-sækir landið. Hann tók þátt í sam-trúarlegri bæna-samkomu í Hallgríms-kirkju í boði biskups Íslands. Meira
7. júní 2009 | Auðlesið efni | 83 orð | 1 mynd

Dýrasta verkið

Lista-safn Íslands hefur gengið frá kaupum á verki eftir Sigurð Guðmundsson, Mountain. Um er að ræða ljós-mynd af gjörningum lista-mannsins frá upp-hafi níunda ára-tugarins. Meira
7. júní 2009 | Auðlesið efni | 100 orð

Fjölgun barna-verndar-mála

Til-kynningum í barna- verndar-málum hefur fjölgað um 21,9% milli ára. Hlut-fall til-kynninga er hæst í Reykja- vík en þar er aukningin tæp 40% sé borið saman við fyrstu fjóra mánuði 2008. Meira
7. júní 2009 | Í dag | 130 orð | 1 mynd

Langar að drekka síðdegiste með drottningu

SÖNGKONUNA Britney Spears langar mikið að hitta Elísabetu Englandsdrottningu. Meira
7. júní 2009 | Auðlesið efni | 117 orð | 1 mynd

Meistarakveðja

Ólafur Stefánsson, lands-liðs-maður í hand-knattleik og leik-maður Ciudad Real, lék sinn síðasta leik með spænska liðinu um síðast-liðna helgi þegar liðið mætti Alfreð Gíslasyni og læri-sveinum hans í Kiel í seinni úrslita-leik liðanna um... Meira
7. júní 2009 | Í dag | 25 orð

Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í...

Orð dagsins: Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem oss mun opinberast. (Rm. 8, 18. Meira
7. júní 2009 | Auðlesið efni | 86 orð

Rannsaka kaup FL Group á Sterling

Efnahags-brota-deild ríkislögreglu-stjóra hefur tekið til rannsóknar aðkomu FL Group, sem síðar varð Stoðir, að kaupunum á danska flug-félaginu Sterling. Meira
7. júní 2009 | Fastir þættir | 170 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. c4 g6 2. Rc3 c5 3. g3 Bg7 4. Bg2 Rc6 5. d3 e6 6. e4 Rge7 7. Rge2 d6 8. O-O O-O 9. Hb1 a5 10. b3 Hb8 11. Bb2 b6 12. Dd2 Bb7 13. h3 Ba8 14. f4 Dd7 15. Rd1 e5 16. Re3 f5 17. Rd5 Rxd5 18. exd5 Rd4 19. Rxd4 cxd4 20. Hbe1 b5 21. Ba3 b4 22. Bc1 Da7 23. Meira
7. júní 2009 | Auðlesið efni | 65 orð | 1 mynd

Verð á matvöru hækkar

Mat-vöru-verð hefur hækkað um fjórðung til þriðjung undan-farið ár, skv. verð-mælingum ASÍ á vöru-körfu lág-verðs-verslana frá apríl í fyrra. Meira
7. júní 2009 | Fastir þættir | 277 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji er á því að frétt um að upplýsingaflæði nútímans sé að útrýma samúð í samfélaginu sé frétt vikunnar. Hann er sannfærður um að þarna séu orð í tíma töluð. Meira
7. júní 2009 | Í dag | 51 orð

Þetta gerðist...

7. júní 2004 Haukur Tómasson tónskáld hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs fyrir óperuna Fjórði söngur Guðrúnar. 7. júní 2008 Vatnajökulsþjóðgarður var formlega opnaður. Hann er stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir áttunda hluta landsins. Meira
7. júní 2009 | Auðlesið efni | 208 orð | 1 mynd

Þota hrapaði í Atlants-hafið

Airbus A330 flug-vél flug-félagsins Air France, sem hvarf yfir Atlantshafi síðastliðinn mánudag, fór yfir þekkt óveðurs-svæði nálægt mið-baug þar sem vindar frá norður- og suður-hveli jarðar mætast. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.