Greinar miðvikudaginn 26. ágúst 2009

Fréttir

26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

250 laxar í fyrsta maðkahollinu

FYRSTA maðkahollið í Langá á Mýrum lauk veiðum í fyrradag, en þá var leyft að veiða á maðk auk flugunnar sem hefur verið eina leyfða agnið í sumar. Samkvæmt vef SVFR veiddust um 250 laxar fyrstu fjóra maðkveiðidagana. Hafa nú um 1. Meira
26. ágúst 2009 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Allt á bólakafi í Bengal

SEGJA má, að þetta fólk í Malda í Vestur-Bengal á Indlandi sé á hálfgerðu flæðiskeri statt en nú er tími monsúnrigninganna með tilheyrandi flóðum. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 184 orð | 2 myndir

Áhættuhópar fá ókeypis

EMBÆTTI landlæknis og sóttvarnalæknis undirbúa nú bólusetningu við svínaflensunni og svonefndir áhættuhópar fólks munu fá slíka bólusetningu ókeypis. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Á reiðfákum í Rauðavatni

VINIRNIR Hilmar Örn Þráinsson og Benedikt Bjarni Níelsson nýttu sér lága vatnsstöðu í Rauðavatni til að bregða sér út í það á reiðfákum sínum. Þeir þurftu þó ekki að sundríða því fákarnir eru úr málmum góðum og héldu þeim vel upp úr svo enginn vöknaði. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Árni hættir hjá Sjálfstæðisflokknum

ÁRNI Helgason mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins nú um mánaðamótin. Hann hefur ráðið sig til starfa hjá lögfræðistofunni JS-lögmenn. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 650 orð | 1 mynd

„Góðir grannar eiga að hjálpa hvorir öðrum“

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is SAMSKIPTI Svía og Íslendinga eru afbragðs góð, við erum góðir grannar og grannar eiga að hjálpa hvorir öðrum þegar vandi steðjar að,“ segir fráfarandi sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, Madeleine Ströje-Wilkens. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Beygir pípur á heimsmóti

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is KRISTÓFER Þorgeirsson, 21 árs gamall pípulagningameistari, hefur beygt fleiri rör en venjulega að undanförnu. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð

Bill Gates í hópi hluthafa Magma Energy

FJÁRFESTINGASJÓÐUR í eigu Bills Gates, stofnanda Microsoft, er meðal hluthafa í Magma Energy. Sjóður Gates, Cascade Investment, á um 2,5% hlut í fyrirtækinu og segir Ross Beaty, forstjóri Magma, Gates sýna áætlunum Magma mikinn áhuga. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 570 orð | 2 myndir

Búa sig undir spurningaflóðið frá ESB

Ráðuneyti og ríkisstofnanir búa sig undir að svara fjölda mjög ítarlegra spurninga ESB vegna aðildarumsóknar Íslands. Stækkunarstjóri ESB kynnir sér stöðu mála hér í byrjun september. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 86 orð

Búið er að veiða 89 langreyðar í sumar

BÚIÐ er að veiða 89 langreyðar af þeim 150 dýra kvóta sem gefinn var út. Hvalbátarnir hafa legið inni á Hvalfirði í tvo daga vegna brælu en þeir héldu til veiða á ný í gærkvöldi. Að sögn Kristjáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 227 orð | 1 mynd

Doktor í skógvistfræði

* Brynhildur Bjarnadóttir hefur varið doktorsritgerð sína, „Carbon stocks and fluxes in a young Siberian larch (Larix sibirica) plantation in Iceland“, við landupplýsinga- og vistfræðideild Lundarháskóla í Svíþjóð. Leiðbeinendur voru dr. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Doktor í verkfræði

* Arnar Þór Jensson verkfræðingur varði doktorsritgerð sína „A development of a speech recognition system for resource deficient languages“ hinn 23. febrúar sl. við Tokyo Institute of Technology í Japan. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 109 orð

Dýrari æðahnútar

SKILYRÐI greiðslna Sjúktrygginga vegna lýtalækninga breytast með reglugerð sem heilbrigðisráðherra hefur sett. Þetta þýðir að skilyrði fyrir niðurgreiðslum ríkisins t.d. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 678 orð | 3 myndir

Efla þarf grunngerð ferðaþjónustunnar

Styrkja þarf innviði ferðaþjónustunnar til að taka við þeirri fjölgun erlendra ferðamanna sem hér er spáð á næstu árum. Landnýtingaráætlun er talin mikilvægur þáttur í þeirri vinnu. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Ekki alvarleg meiðsl

UMFERÐARSLYS varð á Korpúlfsstaðavegi í Grafarvogi á áttunda tímanum í gærkvöldi þegar vélhjól og fólksbifreið lentu saman. Þrír sjúkrabílar og dælubifreið voru sendir á slysstað og voru fjórir fluttir á slysadeild. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Enn gefst tími til leikja á skólalóðinni

EFLAUST geta þessi ungmenni tekið undir orðin „í skólanum í skólanum er skemmtilegt að vera“. Í það minnsta skemmta þau sér konunglega þar sem þau eru við leiki við Austurbæjarskóla. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Fegurðin er hrikaleg

DETTIFOSS er ekki aðgengilegasti foss landsins en hann er vel þess virði að berja augum. Þess vegna leggja margir ferðalangar það á sig að klöngrast því sem næst vegleysur til að geta síðan staulast niður að gljúfurbarminum og bara horfa. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 47 orð

Fjölbreytt hátíð

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Sandgerðisdagar verður haldnir um næstu helgi. Litaglaðir bæjarbúar skreyta hús sín og götur og fjölbreytt dagskrá er í boði, s.s. karlakvöld, kósýkvöld kvenna, göngur, litbolti, hvalaskoðun, markaður og tónleikar af ýmsum toga. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 266 orð

Fyrirvararnir styrktir

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is MEIRIHLUTI fjárlaganefndar náði samstöðu um fyrirvara við ríkisábyrgð Tryggingasjóðs innistæðueigenda vegna Icesave-skulda um miðjan dag í gær. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Fyrsti dagurinn án veiðileyfis

ALLS hafa 595 leyfi verið gefin út til strandveiða. Síðustu gildu umsóknirnar bárust til Fiskistofu á föstudag og voru gefin út tvö leyfi þann dag. Á mánudag var fyrsti starfsdagurinn frá upphafi strandveiða sem ekkert leyfi var gefið út. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 60 orð

Hannyrðir Árnýjar

Á BLÓMSTRANDI dögum í Hveragerði verður opið hús 29.-30. ágúst í Þorlákssetri, húsi Félags eldri borgara, í Breiðumörk 25b. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 237 orð | 2 myndir

Hófaskarðsleið líklega opnuð næsta haust

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is NÝR vegur þvert yfir Melrakkasléttu, svonefnd Hófaskarðsleið, verður væntanlega tekinn í notkun næsta haust ef allt gengur eftir áætlunum, að sögn Gunnars Gunnarssonar aðstoðarvegamálastjóra. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Hundatennis í haustlitunum

EKKI fer á milli mála að tíkinni Freyju finnst gaman að leika tennis við Gunnar Kr. Sigmundsson, eiganda sinn. Á hverjum degi leika þau þennan leik í a.m.k. tuttugu mínútur og það er alltaf jafngaman! Gunnar sendir boltann og Freyja hleypur eftir honum. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 323 orð

Höfuðstóll lána verður lækkaður

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÍSLANDSBANKI hyggst grípa til þess ráðs að lækka höfuðstól húsnæðislána í erlendri mynt og hefðbundinna verðtryggðra lána og breyta þeim í óverðtryggð lán í krónum. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 393 orð | 2 myndir

Höfuðstóll lækkaður og lánum verður breytt

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is ÍSLANDSBANKI hyggst leiðrétta höfuðstól húsnæðislána heimila í erlendri mynt og einnig hefðbundin verðtryggð húsnæðislán. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Ísland ekki eftirsóttur markaður

„EKKI fara margir erlendir innflutningsaðilar að keppa um þennan litla markað,“ segir Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira
26. ágúst 2009 | Erlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Karzai með forystu

FYRSTU tölur úr forsetakosningunum í Afganistan voru birtar í gær og samkvæmt þeim hafði Hamid Karzai forseti aðeins vinninginn á helsta keppinaut sinn, Abdulla Abdullah, fyrrverandi utanríkisráðherra. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Lagarammi fjárhættuspila endurskoðaður

Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is FASTANEFND dómsmálaráðuneytis um happdrættismál vinnur nú að endurskoðun laga um happdrættismál, getraunir, fjárhættuspil og veðmálastarfsemi hér á landi. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 136 orð

Leiksoppur Akraness í þrot

FYRIRTÆKI, sem heitir því undarlega nafni Leiksoppur Akraneskaupstaðar ehf., hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Skiptafundur var haldinn fyrir skömmu og þar var upplýst að lýstar kröfur í þrotabúið voru á bilinu 10-12 milljónir króna. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Lítil viðbrögð stjórnvalda

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is VIÐRÆÐUM stjórnvalda og aðgerðarhóps lífeyrissjóða vegna stórframkvæmda til að stuðla að aukinni atvinnu miðar hægt. Fyrsti fundurinn var haldinn í seinustu viku og hefur enn ekki verið boðað til annars fundar. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 486 orð | 2 myndir

Lýsing sökuð um miskunnarleysi

Lýsingu hf. er borið á brýn að sýna enga miskunn þegar skuldunautar lenda í vanskilum og beita þá bolabrögðum. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Lýsing vænd um hörku við skuldara

LÝSINGU hf. er borið á brýn að sýna enga miskunn þegar skuldunautar lenda í vanskilum og beita þá bolabrögðum. Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar hf. Meira
26. ágúst 2009 | Erlendar fréttir | 322 orð | 1 mynd

Læknir grunaður um manndráp

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is DÁNARDÓMSTJÓRI í Los Angeles er nú sagður rannsaka dauða Michaels Jacksons sem manndráp og talið er líklegt að einkalæknir söngvarans verði ákærður fyrir að hafa valdið dauða hans með banvænni lyfjablöndu. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Með 487 e-töflur í fórum sínum

HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra hefur dæmt 24 ára gamlan karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir að vera með 487 e-töflur og lítilræði af hassi í fórum sínum, en töflurnar fundust í húsi frænku mannsins. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Mega nota netið til að auka samnýtingu bifreiða

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is LEIÐ ehf. hefur um tveggja ára skeið unnið að nýjum samgöngumáta, sem byggist á aukinni samnýtingu ökutækja. Samgönguráðuneytið hefur nú fallist á sjónarmið Leiðar ehf. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Meiri auðlind en ætlað var í upphafi?

Á NÆSTU mánuðum munu frekari rannsóknir og mælingar á rannsóknarholum, sem þegar hafa verið boraðar á Hengilssvæðinu, leiða í ljós hvort jarðhitinn á Hengilssvæðinu sé mun umfangsmeiri auðlind en vísindamenn ætluðu í upphafi. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Mögulega á vanskilaskrá í fjögur ár

Þeir sem fara í greiðsluaðlögun fara á vanskilaskrá um leið og auglýsing um hana hefur birst í Lögbirtingablaðinu. Óvissa ríkir um hversu lengi menn eiga að vera á skránni. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Nemakort Strætó niðurgreidd

REYKJAVÍKURBORG niðurgreiðir í vetur hvert nemakort sem reykvískir framhalds- og háskólanemendur kaupa hjá Strætó bs. um 15.000 þúsund krónur. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Ný plata frá Elízu

LAG söngkonunnar Elízu Geirsdóttur Newman, „Ukulele Song“ hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu og hljómað ótt og títt á öldum ljósvakans. Elíza ætlar að hamra járnið meðan heitt er og senda frá sér nýja plötu innan skamms. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Ófaglegt að leita beint til ráðherra

Slysavarnafélagið Landsbjörg segir í tilkynningu að upp hafi komið misskilningur varðandi aðkomu Gæslunnar er karlmaður lést á Herðubreið. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Óvissa með Strandaferð forseta vegna axlarbrots

ÓVÍST er hvort forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, getur sótt atvinnu- og menningarsýninguna Stefnumót á Ströndum vegna axlarbrotsins sem hann varð fyrir í síðustu viku. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 32 orð | 1 mynd

Regnhlífardagur

Vætutíðin undanfarið hefur glatt marga regnhlífina sem hefur verið spennt upp og fengið að spássera um bæinn. Þessi gula regnhlíf kom að góðum notum og kátir krakkar á ljósmyndum brostu í... Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Reynivallakirkja 150 ára

SUNNUDAGINN 30. ágúst verður þess minnst að hundrað og fimmtíu ár eru liðin frá byggingu Reynivallakirkju í Kjós. Séra Gísli Jóhannesson lét reisa kirkjuna en yfirsmiður var Bjarni Jónsson frá Brúarhrauni. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Ruth Reginalds hefur stefnt Séð og heyrt

RUTH Reginalds söngkona hefur stefnt Séð og heyrt vegna ummæla um hana sem birtust í 42. tölublaði blaðsins 2007. Meðal ummæla sem Ruth vill að verði ómerkt eru „Vilja Ruth úr blokkinni“. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Sagt að semja um eldri skuld til að fá nýja mataráskrift

ÞEIM sem skulda enn fyrir mataráskrift frá síðasta skólaári verður ekki gert kleift að byrja í mataráskrift á nýju skólaári fyrr en búið er að semja um eða greiða upp eldri skuldir. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 429 orð | 1 mynd

Setja þarf lagaramma

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÁRNI Páll Árnason félagsmálaráðherra segir mörg rök vera fyrir því að setja þurfi sterkan almennan lagaramma utan um leiðréttingu eða afskriftir á íbúðalánum, líkt og bankarnir hafa verið að skoða. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 316 orð | 2 myndir

Skoðar skaðabætur vegna hrunsins

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Spilaði sig til Sviss með einleiksstrófum í Luciu

„HANN heyrði í mér í óperunni Luciu di Lammermoor og bauð mér þetta í kjölfarið,“ segir Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Stefnumót á Ströndum og Reykhóladagurinn

NÁGRANNARNIR í Strandabyggð og Reykhólasveit halda hvorir tveggja hátíð á laugardaginn. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Stuttmyndakeppni um hlýnun jarðar

ALLIR unglingar á Norðurlöndum á aldrinum 15 til 19 ára ættu nú að leggja höfuðið í bleyti, dusta rykið af sköpunargáfunni og gera stuttmynd um hlýnun jarðar og loftslagsmál því nú í haust hefst samkeppnin REClimate –myndir til varnar loftslaginu. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Sultur, grænmeti og handverk á markaði

Á HAUSTMARKAÐI Árbæjarsafnsins, sem verður nk. sunnudag, mun kenna ýmissa grasa. Fólk getur komið með grænmeti, sultur, handverk eða annað skemmtilegt sem það hefur verið að búa til og selt á markaðnum. Það kostar ekkert að vera með. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

Sumarbörnin fóru aftur í sveitina

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is KRAKKAR sem voru í sveit á Steinabæjunum undir Eyjafjöllum á árum áður, en löngu komnir á fullorðinsár, hittust síðastliðinn laugardag ásamt fjölskyldum sínum undir Fjöllunum. Meira
26. ágúst 2009 | Erlendar fréttir | 420 orð | 2 myndir

Tjáir sig ekki um minnisblað

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Tjón vegna málningarsletta á bifreiðar fæst bætt

ÞEGAR málningu er skvett á bíl eins og gerst hefur undanfarið flokkast það sem skemmdarverk og nær kaskótrygging bifreiða yfir það. Sjálfsábyrgð kemur þó alltaf inn í og er hún yfirleitt á bilinu 63-67 þúsund og upp úr. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Tveir handteknir vegna fíkniefna

UM 1,5 kg af hassi, ríflega 600 grömm af maríjúana og kókaín í neysluskömmtum fannst við húsleit í íbúð í Grafarholti eftir hádegi á mánudag. Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir og yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Varðskipið Týr dró tvo pramma fyrir Ístak til Noregs

VARÐSKIPIÐ Týr er nú á heimleið frá Noregi en þangað var lagt af stað 15. ágúst með prammana Mikael og Gretti, að því er segir í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Nú er varðskipið á heimleið. „Ístak efh. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 102 orð

Vilja að stjórnvöld hindri kaup Magma

SAMÞYKKT var að skora á ríkisstjórn Íslands og sveitarfélög að koma í veg fyrir kaup Magma Energy á hlutum í HS orku á um 100 manna samstöðufundi sem haldinn var í Grindavík í gærkvöldi. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 431 orð | 2 myndir

Von um stuðning

Aðaleigandi Magma Energy er bjartsýnn á að hann fái að auka hlut sinn í HS orku. Að öðrum kosti séu ýmsir áhugaverðir fjárfestingarkostir í jarðvarmafyrirtækjum í heiminum. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 293 orð | 1 mynd

Voru gengisbundin lán bönnuð samkvæmt lögum?

Eftir Sigrúnu Ásmundar sia@mbl.is „SÁ ÁGREININGUR sem færi fyrir gerðardóm væri fyrst og fremst lagalegs eðlis,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda. Meira
26. ágúst 2009 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Þrír ættliðir taka þátt í Snorraverkefninu

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SÍÐASTA Snorraverkefni ársins, Snorri plús, hófst um helgina og á meðal þátttakenda eru mæðgurnar Sveinfríður Margaret Irene Wright og Shelley McRynolds frá Calgary í Kanada. Meira

Ritstjórnargreinar

26. ágúst 2009 | Staksteinar | 201 orð | 1 mynd

Á fleygiferð til fortíðar

Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra er á fleygiferð til fortíðar í stefnumörkun sinni fyrir atvinnuveginn. Í viðtali við Spegil Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist ráðherrann hafa sett á stofn starfshóp, sem breyta ætti lögum um jarða- og ábúðarmál. Meira
26. ágúst 2009 | Leiðarar | 710 orð

Húsnæðislánaklemman

Afborganir af íbúðalánum hafa snarhækkað í beinu framhaldi af bankahruninu og gildir þá einu hvort um er að ræða lán, sem miðuð eru við erlenda mynt, eða verðtryggð lán. Meira

Menning

26. ágúst 2009 | Fólk í fréttum | 30 orð | 6 myndir

Allir mættu á dregilinn

BANDARÍSKA kvikmyndin Extract var forsýnd í Hollywood á mánudagskvöldið. Margar stórstjörnurnar fara með hlutverk í þessari gamanmynd sem kemur frá leikstjóranum Mike Judge. Myndin fer í almennar sýningar 4.... Meira
26. ágúst 2009 | Tónlist | 837 orð | 8 myndir

Alþjóðlegur meðbyr

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hefur vetrarstarf sitt föstudaginn 4. september með tónleikum þar sem Ashkenazy-feðgarnir, Vovka Stefán píanóleikari og Vladimir, verða í aðalhlutverkum. Meira
26. ágúst 2009 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

Erfitt að komast yfir fíkn

MELANIE Griffith er farin í meðferð. Hin 52 ára leikkona hefur skráð sig inn á meðferðarstofnunina Utah's Cirque Lodge þar sem stöllur hennar Lindsay Lohan og Kristen Dunst dvöldu nýlega. Meira
26. ágúst 2009 | Kvikmyndir | 119 orð | 1 mynd

Frábær landkynning Friðriks Þórs

*Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær vekur Sólskinsdrengurinn, heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar , töluverða athygli um þessar mundir, og þá ekki síst fyrir þá staðreynd að Kate Winslet hefur nú talað inn á þá útgáfu myndarinnar sem sýna á... Meira
26. ágúst 2009 | Tónlist | 243 orð | 1 mynd

Gestur hjá Galway

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is STEFÁNI Ragnari Höskuldssyni flautuleikara var nýverið boðið að halda tónleika í tengslum við sumarnámskeið sem flautuleikarinn heimsfrægi James Galway heldur árlega við Lucerne í Sviss. Meira
26. ágúst 2009 | Tónlist | 52 orð | 1 mynd

Getur ekkert stöðvað Emilíönu Torrini?

*Lag Emilíönu Torrini , „Jungle Drum“ er enn í efsta sæti þýska vinsældalistans, áttundu vikuna í röð. Meira
26. ágúst 2009 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Giftir sig á leynistað

TAKE That-meðlimurinn Mark Owen ætlar að gifta sig í nóvember. Sú heppna hefur verið kærasta hans til langs tíma, Emma Ferguson, og saman eiga þau tvö börn, þriggja ára og níu mánaða. Boðskortin hafa verið send út. Meira
26. ágúst 2009 | Myndlist | 319 orð | 2 myndir

Goðsagnir djassins

Opið daglega frá 10-17. Sýningu lýkur 31. ágúst. Aðgangur ókeypis Meira
26. ágúst 2009 | Tónlist | 245 orð | 1 mynd

Í svörtum fötum heldur áfram á fullu blússi

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is VON ER á stórri safnplötu frá hljómsveitinni Í svörtum fötum fyrir jól. „Þetta verður veglegur tvöfaldur diskur með mynddiski,“ segir Jón Jósep Sæbjörnsson, Jónsi, söngvari Í svörtum fötum. Meira
26. ágúst 2009 | Bókmenntir | 14 orð

Metsölulistar»

Eymundsson1. The Girl Who Played With Fire – Stieg Larsson2. New Moon – Stephenie Meyer Meira
26. ágúst 2009 | Tónlist | 31 orð | 1 mynd

Múmplata í meðallagi

*Nýjasta plata hljómsveitarinnar Múm var nýverið tekin fyrir í hinu virta breska dagblaði Guardian. Gagnrýnandi var í meðallagi sáttur og gaf þrjár stjörnur. Áhugasamir geta lesið dóminn á heimasíðu dagblaðsins,... Meira
26. ágúst 2009 | Kvikmyndir | 253 orð | 1 mynd

Norskur nasistahrollur sýndur í Sundhöllinni

MARGT forvitnilegt verður í boði á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem stendur yfir dagana 17. til 27. september nk. Meira
26. ágúst 2009 | Dans | 81 orð | 1 mynd

Óvenjulegt dansverk í kjallara

DANSSKOTNA leikhúsverkið Lady's Choice? eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur verður frumsýnt á morgun í kjallara Batterísins. Verkið var útskriftarverkefni Sigríðar úr LHÍ en hefur verið unnið áfram og verður nú sýnt í nýjum búningi. Meira
26. ágúst 2009 | Fjölmiðlar | 167 orð | 1 mynd

Skemmtun og fræðsla

BESTA efni í íslensku sjónvarpi um þessar mundir er auglýsingar Stöðvar 2, þar sem fréttamenn eru í „aðalhlutverkum“ í fréttatengdu efni með heimsfrægu fólki, stöðum sem þá hefur hugsanlega dreymt um en varla hvarflað að nokkrum manni að... Meira
26. ágúst 2009 | Leiklist | 511 orð | 1 mynd

Spuni um ást og sambönd

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is BRESKI leikhópurinn Bottlefed er staddur hér á landi í tengslum við leiklistarhátíðina artFart og verður með tvær sýningar á verkinu Hold Me Until You Break í Iðnó í kvöld og annað kvöld. Meira
26. ágúst 2009 | Bókmenntir | 191 orð | 1 mynd

Stuðlar og rím

The Anthologist eftir Nicholson Baker. Simon & Schuster gefur út. 243 bls. innb. Meira
26. ágúst 2009 | Menningarlíf | 83 orð

Styðja listina þrátt fyrir tap

ÞRÁTT fyrir að þýska ofurfyrirtækið Siemens reikni með 28 prósenta tapi í rekstri á þriðja fjórðungi ársins, hafa stjórnendur þess lýst því yfir að þeir muni ekki draga úr styrkjum til menningar og lista. Meira
26. ágúst 2009 | Tónlist | 73 orð | 1 mynd

Sumarlok hjá Schola Cantorum

NÍUNDU og síðustu hádegistónleikar Kammerkórs Hallgrímskirkju, Schola Cantorum, í sumar verða í dag. Kórinn hefur staðið fyrir tónleikaröð í Hallgrímskirkju á miðvikudögum í júlí og ágúst við frábærar undirtektir. Meira
26. ágúst 2009 | Fólk í fréttum | 97 orð | 1 mynd

Sykursjúkur forseti

NICK Jonas úr Jonas-bræðrunum vill verða forseti Bandaríkjanna. Hinn sextán ára tónlistarmaður hefur áhuga á að starfa við pólitík og hefur viljað þjóna föðurlandinu síðan hann var barn. „Ég hef alltaf sagt að ég vildi verða forseti. Meira
26. ágúst 2009 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Syngja óperur um símann og biðina

TVÆR óperur, The Telephone og Biðin , verða frumsýndar á Akureyri á laugardaginn. Með hlutverk fara Alexandra Chernyshova sópran, Michael Jón Clarke barítón og Daníel Þorsteinsson píanó. Aðalsteinn Bergdal leikstýrir. Meira
26. ágúst 2009 | Kvikmyndir | 967 orð | 3 myndir

Tveir kossar og ástarjátning

Gleymdu öllu sem þú veist um heimsstyrjöldina síðari, þú veist ekkert hvernig þetta stríð á eftir að fara. Meira
26. ágúst 2009 | Bókmenntir | 710 orð | 1 mynd

Ævintýralegur kvennamaður

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is „Casanova lifir!“ sagði hrifningarfullur gagnrýnandi eftir að hafa lesið ævisögu Casanova eftir Ian Kelly. Meira

Umræðan

26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 554 orð | 1 mynd

Á endanlega að murka lífsneistann úr öryrkjum og börnum þeirra?

Eftir Ásgerði Jónu Flosadóttur: "Elsta barnið átti að byrja í framhaldsskóla sl. föstudag en foreldrið varð að hringja og tilkynna að barnið væri veikt því ekki voru til peningar til að kaupa skólabækur og annað sem tilheyrir skólanum." Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 949 orð | 1 mynd

Áminntur um sannsögli...

Eftir Jón Baldvin Hannibalsson: "Er ekki tímabært að bæði bankastjórarnir og forsvarsmenn bankaráðsins verði leiddir í réttarsal og látnir svara því – áminntir um sannsögli – hvorir hafi rétt fyrir sér." Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 577 orð | 1 mynd

Hvenær finnst Morgunblaðinu nóg komið?

Eftir Þorleif Gunnlaugsson: "Tryggir lagaumhverfi forræði okkar yfir orkuauðlindum ef hægt er að leigja þær í 130 ár á verði langt undir því sem fyrirtækið mun gefa í arð?" Meira
26. ágúst 2009 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

Knattspyrna og kvendómarar

Mér fannst við ekki spila nógu vel í seinni hálfleiknum og svo féll allt þeirra megin í dómgæslunni. Það má vel endurskoða það að vera með kvendómara í svona úrslitakeppni. Fullt af skrítnum atriðum féll Frökkunum í hag en svona er þetta bara. Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 776 orð | 1 mynd

Lífeyrisþegar eiga að fá sömu launahækkun og verkafólk

Eftir Björgvin Guðmundsson: "Af hverju er byrjað á að skera niður laun aldraðra og öryrkja? Það má leggja ráðherrabílunum og láta ráðherrana keyra sína eigin bíla..." Meira
26. ágúst 2009 | Bréf til blaðsins | 373 orð | 1 mynd

Mannslát á fjalli og kona í stóli

Frá Úlfari Þormóðssyni: "UM HELGINA veiktist maður svo heiftarlega í fjallgöngu að þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst til þess að sækja hann. Áður en hún hóf sig til flugs var maðurinn látinn. Þá var slökkt á vélinni. Gæslan hafði ekki efni á að sækja hann." Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 428 orð | 1 mynd

Seðlabankinn

Eftir Halldór I. Elíasson: "Því getur hagfræðingur í stól Seðlabankastjóra verið hættulegri en stjórnmálamaður, þ.e. ef hann gerir sér ekki grein fyrir skorti sínum á skilningi." Meira
26. ágúst 2009 | Bréf til blaðsins | 328 orð | 1 mynd

Sett í gang

Frá Sigrúnu Björk Jakobsdóttur: "FYRIR réttum tveimur árum var skrifað undir samstarfssamning Akureyrarbæjar og Becromal og raforkusamning milli Landsvirkjunar og sama fyrirtækis um orkuöflun og uppbyggingu aflþynnuverksmiðju í Krossanesi." Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 587 orð | 1 mynd

Sérkennilegar kröfur um lögbrot

Eftir Ragnar Önundarson: "Ákvæðin fela ekki í sér heimild til þagnar, þau eru fyrirmæli þar um. Brot á þessum lögum eru refsivert athæfi og mega þeir sem þau brjóta því eiga von á að verða ákærðir." Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 383 orð | 1 mynd

Slóðar og kort af hálendi Íslands

Eftir Kristin Guðmundsson: "Sem ábyrgðaraðili þessarar kortaútgáfu er mér rétt og skylt að blanda mér í þessa umræðu og leiðrétta nokkur atriði í grein Kolbrúnar og umfjöllun Morgunblaðsins." Meira
26. ágúst 2009 | Velvakandi | 349 orð | 1 mynd

Velvakandi

Þakkir til starfsmanna Strætó BS á Hesthálsi NÝLEGA3 lenti ég í að USB-lykill sem ég hafði hangandi í buxunum festist óvart á milli sæta í strætó og slitnaði af þegar ég stóð upp. Við að reyna að ná honum hvarf hann aðeins lengra niður. Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 358 orð | 1 mynd

Vinstri grænir og erfðabreytt Ísland

Eftir Guðmund Ármann Pétursson: "Vísindin eru breytileg og það sem þau segja í dag eru gamlar fréttir á morgun." Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 777 orð | 1 mynd

Yfirveðsetning 101 hótels

Eftir Magnús Axelsson: "Mat á hóteli er því alls ekki einföld ágiskun, heldur flókin aðferðafræði og mat á fjölmörgum undirþáttum áður en heildarniðurstaða liggur fyrir." Meira
26. ágúst 2009 | Aðsent efni | 196 orð

Ölvun og lágkúra á Alþingi

DREIFT hefur verið á netið myndskeið er sýnir drukkinn alþingismann í ræðustóli Alþingis. Allt æði mannsins var ömurlegt og niðurlægjandi og honum til mikillar minnkunar og skammar. Meira

Minningargreinar

26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 1042 orð | 1 mynd

Friðrik Pétursson

Friðrik Pétursson fæddist í Skjaldarbjarnarvík á Ströndum 9. apríl 1924. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. júlí sl. og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 14. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 2590 orð | 1 mynd

Geir Kristjánsson

Geir Kristjánsson fæddist í Reykjavík 16. janúar 1934. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 14. ágúst sl. Foreldrar hans voru Kristín Geirsdóttir húsmóðir, f. í Múla í Biskupstungum 3.1. 1908, d. 3.11. 1990, og Kristján S. Elíasson bifvélavirki, f. Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 2969 orð | 1 mynd

Grétar Már Sigurðsson

Grétar Már Sigurðsson fæddist í Reykjavík 15. apríl 1959. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 18. ágúst. mbl.is/minningar Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

Hafdís Sigdórsdóttir

Hafdís Sigdórsdóttir fæddist 14. júní 1952. Hún lést á gjörgæsludeils Landspítalans í Fossvogi 16. ágúst sl. Móðir Hafdísar var Anna Jóna Loftsdóttir húsmóðir, f. 22.8. 1930, d. 15.3. 1986. Faðir hennar er Sigdór Ólafur Sigmarsson skipstjóri, f. 1.8. Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargrein á mbl.is | 628 orð | 1 mynd | ókeypis

Hafdís Sigdórsdóttir

Hafdís Sigdórsdóttir fæddist 14. júní 1952. Hún lést á gjörgæsludeils Landspítalans í Fossvogi 16. ágúst sl. Móðir Hafdísar var Anna Jóna Loftsdóttir húsmóðir, f. 22.8. 1930, d. 15.3. 1986. Faðir hennar er Sigdór Ólafur Sigmarsson skipstjóri, f. 1.8. 1927 Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 1480 orð | 1 mynd

Kristín Þorláksdóttir

Kristín Þorláksdóttir fæddist á Skútustöðum í Mývatnssveit 8. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. ágúst sl. Foreldrar hennar voru hjónin Arnfríður Sigurgeirsdóttir, f. á Arnarvatni 1. ágúst 1880, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargrein á mbl.is | 508 orð | 1 mynd | ókeypis

Kristín Þorláksdóttir

Kristín Þorláksdóttir fæddist að Skútustöðum í Mývatnssveit 8.maí 1920. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20.ágúst sl. Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 1532 orð | 1 mynd

Rannveig Edda Hálfdánardóttir

Rannveig Edda Hálfdánardóttir fæddist á Akranesi 6. janúar 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 7. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 18. ágúst, Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 2571 orð | 1 mynd

Sigríður Sigurðardóttir

Sigríður Sigurðardóttir frá Stardal fæddist 2. júlí 1933. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 19. ágúst sl. Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon, f. 6. september 1893, d. 10. janúar 1976, og Sæunn Bjarnveig Bjarnadóttir, f. 17. júní 1911,... Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 1366 orð | 1 mynd

Sigurður Ólafsson

Sigurður Ólafsson fæddist á Skerðingsstöðum Dalasýslu 6. mars 1913. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 19. ágúst síðastliðins. Meira  Kaupa minningabók
26. ágúst 2009 | Minningargreinar | 1149 orð | 1 mynd

Þórey Erna Sigvaldadóttir

Þórey Erna Sigvaldadóttir fæddist í Reykjavík 8. júní 1934. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að morgni 19. ágúst síðastliðins. Foreldrar hennur voru Guðrún Þórarinsdóttir, f. 26.5. 1906, d. 25.12. 2001, og Sigvaldi Jónsson, f. 29.9. 1897, d. 25.7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. ágúst 2009 | Viðskiptafréttir | 66 orð | 1 mynd

Ben Bernanke áfram í stóli seðlabankastjóra

BARACK Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að endurráða Ben Bernanke í starf seðlabankastjóra Bandaríkjanna til næstu fjögurra ára. Meira
26. ágúst 2009 | Viðskiptafréttir | 138 orð | 1 mynd

Exista birtir ekki reikning

EXISTA mun ekki birta ársreikning fyrir rekstrarárið 2008 á aðalfundi félagsins í dag. Brýtur það gegn 19. grein samþykkta Exista og 88. gr. Meira
26. ágúst 2009 | Viðskiptafréttir | 290 orð | 1 mynd

Grunur um skattsvik þekktra kaupahéðna

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is MAGNÚS Ármann, oft kenndur við eignarhaldsfélagið Imon ehf. Meira
26. ágúst 2009 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Hagnaður HB Granda um 1,1 milljarður króna

HB Grandi hagnaðist um 6,0 milljónir evra á fyrri helmingi þessa árs, eða um 1,1 milljarð íslenskra króna á núverandi gengi. Hagnaður fyrir skatta nam 6,3 milljónum evra. Meira
26. ágúst 2009 | Viðskiptafréttir | 211 orð | 1 mynd

Mikil verðhækkun

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁVÖXTUNARKRAFA á stuttum ríkisskuldabréfum hélt áfram að lækka í gær. Áberandi mest var lækkunin á skuldabréfum, sem eru á gjalddaga í mars 2010, en krafan á þeim lækkaði um 0,51 prósentustig. Meira
26. ágúst 2009 | Viðskiptafréttir | 246 orð | 1 mynd

Umfangsmesta bankasvindl í Noregi

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is FJÓRIR starfsmenn norska bankans DnB NOR voru handteknir í Ósló gær. Þá voru sex aðrir einstaklingar einnig handteknir. Er þessi hópur manna grunaður um að hafa staðið að stærsta bankasvindli í norskri sögu. Meira
26. ágúst 2009 | Viðskiptafréttir | 95 orð

VBS fjárfestingarbanki stefnir Kevin Stanford

VBS fjárfestingarbanki hefur höfðað mál gegn breska kaupsýslumanninum Kevin Stanford vegna vangoldinnar skuldar breska tískuhússins Ghost Ltd., félags í hans eigu. Meira
26. ágúst 2009 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Yfir átta hundruð stig

ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi hækkaði í gær um 1,3% og er lokagildi hennar 807 stig . Meira

Daglegt líf

26. ágúst 2009 | Daglegt líf | 877 orð | 2 myndir

„Í raun að bjóða upp á sjálfsstyrkingu“

Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Það halda margir að þeir geti ekki skokkað, þolið sé ekkert og árangurinn eftir því. Meira
26. ágúst 2009 | Daglegt líf | 117 orð

Í faðmi öræfanna

Ingólfur Ómar Ármannsson baðaði sig í Landmannalaugum um verslunarmannahelgina: Ferðin sú mér fögnuð bjó fjölmargt var að kanna og þar fann ég frið og ró í faðmi öræfanna. Meira
26. ágúst 2009 | Daglegt líf | 596 orð | 1 mynd

Róðukross á blóði drifnum slóðum

Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Fjölmenni var viðstatt er prófastur Skagfirðinga, sr. Meira
26. ágúst 2009 | Daglegt líf | 413 orð | 3 myndir

Skólataska leikur stórt hlutverk hjá börnum

MIKILVÆGT er að kenna börnum og ungmennum að bera ábyrgð á eigin líkama og þar leikur rétt notkun skólatöskunnar stórt hlutverk, þar sem nemendur bera hana í um 180 daga á ári í minnst 10 ár. Meira
26. ágúst 2009 | Daglegt líf | 269 orð | 1 mynd

Vilja kaupa villt íslensk ber í haust

STOFNAÐ hefur verið félag í þeim tilgangi að kanna hvort raunhæft sé að tína villt íslensk ber, hreinsa þau, flokka, pakka, geyma og selja til íslensks iðnaðar. Meira

Fastir þættir

26. ágúst 2009 | Fastir þættir | 156 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Skaðabætur. Norður &spade;63 &heart;KG43 ⋄K104 &klubs;ÁK74 Vestur Austur &spade;K109852 &spade;G4 &heart;82 &heart;Á7 ⋄Á2 ⋄98653 &klubs;DG2 &klubs;10985 Suður &spade;ÁD7 &heart;D10965 ⋄DG7 &klubs;63 Suður spilar 4&heart;. Meira
26. ágúst 2009 | Í dag | 17 orð

Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I...

Orð dagsins: En ef einhver elskar Guð, þá er hann þekktur af honum. (I. Kor. 8, 3. Meira
26. ágúst 2009 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Hjalti fæddist 23. apríl kl. 22.28. Hann vó 2.700 g og var 47...

Reykjavík Hjalti fæddist 23. apríl kl. 22.28. Hann vó 2.700 g og var 47 cm langur. Foreldrar hans eru Dóra Magnúsdóttir og Guðmundur Jón... Meira
26. ágúst 2009 | Árnað heilla | 24 orð | 1 mynd

Reykjavík Ingi fæddist 18. júní kl. 12.15. Hann vó 3.400 g og var 51 cm...

Reykjavík Ingi fæddist 18. júní kl. 12.15. Hann vó 3.400 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Linda Garðarsdóttir og Hreggviður... Meira
26. ágúst 2009 | Fastir þættir | 113 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e5 4. Bc4 Be7 5. d3 d6 6. O-O Rf6 7. Rg5 O-O 8. f4 h6 9. Rf3 Bg4 10. h3 Bxf3 11. Dxf3 Rd4 12. Df2 Hb8 13. a4 a6 14. fxe5 dxe5 15. Rd5 b5 16. axb5 axb5 17. Rxf6+ Bxf6 18. Bd5 De7 19. Ha6 Bh4 20. g3 Bxg3 21. Meira
26. ágúst 2009 | Árnað heilla | 177 orð | 1 mynd

Teiti að rússneskum hætti

„ÉG er búinn að hanna hinn fullkomna afmælisdag,“ segir Daníel Ágúst Haraldsson tónlistarmaður. ,,Ég vakna með kærustunni og fæ mér svo morgunmat með henni, dótturinni og dótturdóttur. Eftir hann fer ég svo með afastelpuna í leikskólann. Meira
26. ágúst 2009 | Fastir þættir | 305 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji lifði sig inn í leik Íslands og Frakklands á mánudag og engdist um fyrir framan sjónvarpið þegar á leikinn leið og ekkert virtist ætla að falla með íslenska liðinu. Meira
26. ágúst 2009 | Í dag | 183 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

26. ágúst 1950 Torfi Bryngeirsson varð Evrópumeistari í langstökki á móti í Brussel, stökk 7,32 metra. 26. ágúst 1984 Keppt var í fyrsta sinn í Reykjavíkurmaraþoni, alþjóðlegu maraþonhlaupi. Sigurður P. Meira

Íþróttir

26. ágúst 2009 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

Ármann í Hartlepool

HORNFIRÐINGURINN Ármann Smári Björnsson er genginn til liðs við enska 2. deildarliðið Hartlepool. Ármann, sem hefur leikið með Brann í Noregi frá árinu 2006, stóðst læknisskoðun hjá Hartlepool í gær og skrifaði undir 2 ára samning að henni lokinni. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 398 orð | 1 mynd

„Mikil vinna og æfing“

HINN 15. og 16. ágúst síðastliðinn fór fram Íslandsmótið í haglabyssuskotfimi, eða Skeet, á skotsvæðinu í Ölfusi, en mótið hélt Skotíþróttafélag Suðurlands. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 564 orð | 2 myndir

„Þetta gekk ekki upp“

Eftir Víði Sigurðsson og Kjartan Þorbjörnsson í Tampere vs@mbl.is | golli@mbl. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 315 orð | 1 mynd

„Þær bestu eru ekki hér“

Eftir Víði Sigurðsson og Þorbjörn Kjartansson í Tampere vs@mbl.is | golli@mbl. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 444 orð | 1 mynd

Ég vil dómara með typpi

Eftir Víði Sigurðsson í Tampere vs@mbl.is „ÉG vil fá dómara með typpi! Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 312 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir , miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sagði við Morgunblaðið í gær að hún væri búin að jafna sig af höfuðmeiðslunum sem hún hlaut í leiknum gegn Frakklandi á EM í Finnlandi í fyrrakvöld. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 193 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Aston Villa mun hafa gert tilboð í Sylvain Distin , varnarmann Portsmouth , að því er fram kemur hjá Sky í gær. Distin hefur reyndar verið orðaður við fleiri félög síðustu vikur, en kappinn kom til Villa árið 2007 frá Manchester City. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 266 orð | 1 mynd

Írar hafa komið liða mest á óvart

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik tekur á móti Írum á Ásvöllum í kvöld í B-deild Evrópukeppninnar. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 390 orð

KNATTSPYRNA 1.deild kvenna 8-liða úrslit, seinni leikir: ÍBV &ndash...

KNATTSPYRNA 1.deild kvenna 8-liða úrslit, seinni leikir: ÍBV – Sindri 9:0 *ÍBV áfram, 16:0 samanlagt. Haukar – Selfoss 3:3 *Haukar áfram, 5:4 samanlagt. HK/Víkingur – Völsungur 1:1 *Völsungur áfram, 2:1 samanlagt. Þróttur R. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 91 orð | 1 mynd

Lið á góðu skriði í eldlínunni í kvöld

TVEIR leikir fara fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld en þeim var báðum frestað á sínum tíma. Annars vegar er það leikur Fram og Grindavíkur úr 10.umferðinni og hins vegar leikur KR og ÍBV úr 15. umferðinni. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 53 orð | 5 myndir

Orkumiklir fótboltakrakkar

TÆPLEGA 500 fótboltakrakkar á 6. og 7. aldursári skemmtu sér vel á Orkumóti Fylkismanna í Árbænum um sl. helgi. Þar kepptu strákar og stelpur úr 7. flokki en þetta er í þriðja sinn sem mótið fer fram. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

Svartfellingar með fullt hús stiga

ÍSLENSKA karlalandsliðið mætir liði Svartfjallalands í kvöld í næstsíðasta leik sínum í B-deild Evrópukeppninnar í körfuknattleik, en leikið verður ytra. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 169 orð | 1 mynd

Svíar stóðu undir væntingum

SÆNSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu stóð svo sannarlega undir væntingum í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins sem nú stendur yfir í Finnlandi en liðið vann afar sannfærandi 3:0 sigur á Rússlandi í gær. Meira
26. ágúst 2009 | Íþróttir | 183 orð

Tryggvi Guðmundsson: Áfall fyrir Óla Jó

TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður í FH, er með rifinn vöðva í lærinu sem kom í veg fyrir að hann spilaði á móti Grindavík um síðustu helgi og hann verður heldur ekki með gegn Þrótturum á mánudaginn. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.