Greinar laugardaginn 19. september 2009

Fréttir

19. september 2009 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

18 ár liðin frá ódæðinu

ÞESSI palestínska kona tók í gær þátt í minningarathöfn um þá, sem létu lífið í fjöldamorðunum í Sabra- og Shatila-flóttamannabúðunum í Beirút fyrir 18 árum. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Alcoa vonast til að viljayfirlýsing um Bakka verði framlengd

EIGENDUR bandaríska álrisans Alcoa styðja áfram af heilum hug áform um byggingu álvers á vegum fyrirtækisins á Bakka við Húsavík, segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa á Íslandi, og bindur vonir við að viljayfirlýsing við stjórnvöld um... Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

Ákveðin í að skapa mér fasta punkta í tilverunni

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „ÉG hafði reynslu af því að vera atvinnulaus áður og vissi að maður getur verið fljótur að detta niður andlega. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 1004 orð | 2 myndir

„Greiðsluaðlögunarkerfið er meingallað“

Eftir Sigrúnu Ernu Geirsdóttur sigrunerna@mbl.is HJÓN með fjögur börn sem flúið hafa land vegna efnahagsástandsins segja úrræði vegna greiðsluörðugleika vera meingölluð. Meira
19. september 2009 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Bláber holl fyrir heilann

SETJIÐ einn krepping af bláberjum út á morgunverðardiskinn og slen og einbeitingarleysi munu ekki gera ykkur lífið leitt síðar um daginn. Þetta ráðleggja breskir vísindamenn en þeir hafa komist að því, að bláber eru bráðholl fyrir heilann. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Efni og bætur rjúka út

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is KONUR eru ekki bara farnar að prjóna meira eins og aukin sala á garni og prjónabókum gefur til kynna. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 259 orð

Ekki undaskilin áföllum

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is VERÐI lögmaður persónulega gjaldþrota verður hann að sæta sviptingu málflutningsréttinda af hálfu dómsmálaráðuneytis. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 320 orð | 2 myndir

Fjárfestir fyrir 1.400 milljónir

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is NORSKI fjárfestirinn Endre Røsjø og MP Banki hf. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Fyrstu íbúðirnar í sölu

Fyrstu íbúðarhúsin í Urriðaholti í Garðabæ sem verktakar ljúka við að utan hafa verið sett í sölu. Um er að ræða eitt parhús, þar sem hvor íbúð um sig er ríflega 200 fermetrar að flatarmáli, auk bílskúrs. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Færri í náminu en vænst

TALSVERT færri stunduðu nám við Háskóla Íslands, HÍ, í sumar en búist hafði verið við. Tæplega 1.200 skráðu sig í sumarnámið en þeir hófu þó ekki allir nám. Boðið var upp á 35 námskeið. „Það var þó ekki hægt að halda þau öll vegna ónógrar... Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Gjaldþrot álitið betra en úrræðið

Greiðsluaðlögun fyrir heimili sem eiga í fjárhagslegum erfiðleikum er meingölluð að mati fjölskylduföður sem sótti um úrræðið í apríl. Málið fór fyrir dómara í síðustu viku. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 548 orð | 3 myndir

Grænn farmiði inn í framtíðarlandið

Áhugi á umhverfismálum hefur aldrei verið eins mikill á Íslandi og nú. Sprenging hefur orðið í framboði á uppákomum er varða málaflokkinn og tvöföldun er í aðsókn að námi í umhverfisfræðum. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 296 orð | 2 myndir

Hanskahólfið ekki öruggur staður

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is HANSKAHÓLF er ekki geymslustaður fyrir bíllykla. Þetta er meginniðurstaða Hæstaréttar sem í vikunni kvað upp dóm í máli er varðar stuld á bíl, sem var eyðilagður. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Hrollvekja í Sundhöllinni

ÓRÆÐUR svipur þessarar ungu dömu gefur til kynna að eitthvað undarlegt sé á seyði í Sundhöll Reykjavíkur. Gestir þar fylgdust enda með nasískum uppvakningum elta norska læknanema á röndum í kvikmyndinni Död snö . Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Hugleiðsla í Salnum

HUGLEIÐSLUSKÓLINN Lótushús stendur fyrir hugleiðslustund í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudag, undir yfirskriftinni Innri styrkur - innri vernd. Þar verða hugleiðslur og lifandi tónlist í umsjón Ólafar Arnalds og Hallfríðar Ólafsdóttur. Meira
19. september 2009 | Erlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Hvetur Rússa til samstarfs

Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is NATO hvatti í gær Rússa til aukins samstarfs í öryggismálum og velti þeirri hugmynd upp, að eldflaugakerfi þeirra, Bandaríkjanna og NATO yrðu tengd. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Landsliðið saman til æfinga

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik kemur næst saman til æfinga í lok næsta mánaðar en þá verður hlé í flestum deildum Evrópu vegna landsliðsverkefna. Guðmundur Þ. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Leyndarhjúpurinn fordæmdur

InDefence-hópurinn segir þjóðina hafa rétt á að sjá viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Lifnar yfir fasteignaviðskiptum í höfuðborginni

ALLS var 57 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 11. september til og með 17. september sl. Eru þetta talsvert fleiri samningar en undanfarnar vikur. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Lítill áhugi á þögla meirihlutanum

DJÚP gjá er á milli þeirra skoðana sem reglulega koma fram í spjallþáttum og á bloggsíðum um niðurfellingu skulda og skoðana hins þögla meirihluta. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Meira
19. september 2009 | Erlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Lofa gestum einstæðri upplifun og ævintýrum í „Galdraheimi Potters“

Á VORI komanda mun Universal-fyrirtækið opna nýjan og risastóran skemmtigarð í Orlando í Bandaríkjunum og eru margir farnir að bíða þess með mikilli eftirvæntingu. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Lofsvert lagnaverk verðlaunað á Ísafirði

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í gær viðurkenningar fyrir lagnaverk í nýbyggingum á Íslandi, við athöfn í húsakynnum Grunnskólans á Ísafirði, en skólinn varð fyrir valinu að þessu sinni hjá viðurkenningarnefnd Lagnafélags Íslands. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Lóðin við Hlíðarfót ekki of lítil

ÓLÖF Örvarsdóttir, skipulagsstjóri Reykjavíkurborgar, vísar því á bug að lóðin undir samgöngumiðstöð við Hlíðarfót sé of lítil. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Margir kúabændur stefna í gjaldþrot

MARGIR kúabændur eru í erfiðri stöðu vegna skulda og í nokkrum tilvikum virðist gjaldþrot óumflýjanlegt. Þetta á einkum við um bændur sem fjárfest hafa mikið á síðustu árum, byggt ný fjós, keypt vélar eða aukið við sig í framleiðsluheimildum. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 45 orð

Málfundur um kyrrsetningu eigna

LÖGRÉTTA, félag laganema við Háskóla Íslands, heldur málfund á mánudag nk. kl. 13-14 í Ofanleiti 2, stofu 405. Yfirskrift fundarins er „Kyrrsetning eigna vegna gruns um refsiverða háttsemi skattaaðila: Réttmætt inngrip skattayfirvalda? Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 199 orð | 1 mynd

Metframleiðsla á kúamjólk

METFRAMLEIÐSLA var á kúamjólk á nýliðnu verðlagsári, sem stendur frá 1. september 2008 til 31. ágúst 2009. Innlögð mjólk var 126.339.040 lítrar og hefur hún ekki áður verið meiri á einu verðlagsári. Meira
19. september 2009 | Erlendar fréttir | 191 orð | 1 mynd

Ný ráð í stríðinu við innbrotsþjófana

ÞJÓFAR herja á fólk og fjölskyldur sem aldrei fyrr og víða á Vesturlöndum má tala um eins konar faraldur í því sambandi. Það er því mikil gróska í alls kyns öryggisbúnaði og alltaf að koma fram eitthvað nýtt. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Ólafur Stephensen hættir sem ritstjóri Morgunblaðsins

SAMKOMULAG varð um það milli eigenda Árvakurs hf. og Ólafs Þ. Stephensen, ritstjóra Morgunblaðsins, að hann léti af störfum hjá fyrirtækinu í gær. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Pólskir dagar

HÓPUR pólskra framhaldsskólanema hefur undanfarið verið í heimsókn í Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Skólinn hefur verið í miklum samskiptum við aðra skóla í Evrópu og Pólland er nýjasta viðbótin. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Raggi Bjarna býður gervallri þjóðinni í afmælið sitt

EINN ástsælasti söngvari sem Ísland hefur alið, Ragnar Bjarnason , verður 75 ára næstkomandi þriðjudag. Af því tilefni vill hann bjóða þjóðinni upp á afmælistertu og kaffi í anddyri nýju Laugardalshallarinnar. Veislan hefst kl. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 342 orð | 1 mynd

Ráðgjafar spyrja ekki um hag fólks

Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur sia@mbl.is „ÁSTÆÐAN fyrir því að við fórum í hulduheimsóknir er að það skekkir ekki myndina. Meira
19. september 2009 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Íran

ÍRANSKIR harðlínumenn réðust á tvo helstu leiðtoga stjórnarandstæðinga í gær er þeir efndu til mótmæla í Teheran. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Réttardagur í Grindavík

Í DAG, laugardag, verður réttardagur í Grindavík. Markaður verður á svæðinu þar sem fólk getur keypt ýmsar handunnar vörur, t.d. skartgripi, sultur, áletruð kerti og fleira. Júdódeild UMFG verður með kjötsúpu á boðstólum. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Róbert þriðji íslenski fyrirliðinn í Þýskalandi

Róbert Gunnarsson , landsliðsmaður í handknattleik, var á dögunum kosinn fyrirliði þýska liðsins Gummersbach. Þar með eiga Íslendingar nú þrjá fyrirliða í þessari sterkustu handboltadeild í heiminum, og að auki tvo þjálfara. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Samkomulag um Vaðlaheiðargöng

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is FULL samstaða er meðal stjórnarflokkanna um hvaða opinberar framkvæmdir, fjármagnaðar af lífeyrissjóðunum, skuli farið í á næstunni. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 715 orð | 3 myndir

Sáttur við þróun mála

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að Íslendingar hafi verið í góðu sambandi við Breta og Hollendinga vegna Icesave-málsins. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 121 orð

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi

FYLGI við ríkisstjórnina hefur hrunið meðal almennings og mælist stuðningur nú vera 43,9% en í apríl mældist hann 51,5%. Þetta kemur fram í nýlegri símakönnun MMR á fylgi flokkanna og stuðningi við ríkisstjórn. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 283 orð | 1 mynd

Skatturinn er enn ógreiddur

Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Ríkisskattstjóri og fulltrúar fjármálafyrirtækja eiga í viðræðum um hvort afskriftir lána vegna hlutabréfakaupa starfsmanna bankanna teljist hafa farið fram í fyrra eða í ár. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Talað saman á tökustað

ÞÝSKI leikarinn Daniel Brühl skrafar við Ingvar E. Sigurðsson á tökustað kvikmyndarinnar Kóngavegur 7 í gær. Tökur hófust á þriðjudaginn á myndinni sem Valdís Óskarsdóttir leikstýrir og framleiðir ásamt Vesturporti. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 343 orð | 3 myndir

Trúverðugleikinn beðið hnekki

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞRÍR þingmenn Borgarahreyfingarinnar og tveir varaþingmenn hafa sagt skilið við hreyfinguna, sem þar með á engan mann eftir á þingi. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 58 orð

Upplýsingakerfi

REKSTRARFÉLAG Sarps sf. hefur samið við Þekkingu hf. um smíði á nýrri útgáfu af upplýsingakerfinu Sarpi sem er sérsmíðað kerfi fyrir menningarsögulegar upplýsingar hérlendis m.a. fyrir muni, myndir, fornleifar, hús og þjóðhætti. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Uppskeruhátíð í Hrunamannahreppi

ÞAÐ verður nóg um að vera á Flúðum og nágrenni um helgina en þá fer þar fram hátíðin „Matarkistan Hrunamannahreppur“. Á uppskeruhátíðinni geta gestir keypt hluta af þeim fjölbreyttu vörum sem framleiddar eru í hreppnum. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 115 orð

Vísa ásökunum um trúnaðarbrot á bug

FRAMSÓKNARMENN og sjálfstæðismenn vísa á bug ummælum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í kvöldfréttum í gær þess efnis að þeir hafi brotið trúnað í sambandi við viðbrögð Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Meira
19. september 2009 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Þorgeir stýrir eignastýringu MP banka

ÞORGEIR Eyjólfsson, sem um árabil var forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar við MP banka. Undir Þorgeir munu heyra eignastýring, einkabankaþjónusta og MP-sjóðir. Meira

Ritstjórnargreinar

19. september 2009 | Staksteinar | 250 orð | 1 mynd

Eitt atriði, tvö kannski...

Nú hafa Bretar og Hollendingar brugðist við fyrirvörum Alþingis vegna Icesave-samningsins og gerir ríkisstjórnin lítið úr ágreiningnum. Meira
19. september 2009 | Leiðarar | 224 orð

Framlag Ólafs

Samkomulag hefur orðið um að Ólafur Þ. Stephensen hætti störfum sem ritstjóri Morgunblaðsins. Ólafur tók við ritstjórastarfinu í júní í fyrra. Leiðir Ólafs og Morgunblaðsins hafa hins vegar legið saman mun lengur. Meira
19. september 2009 | Leiðarar | 355 orð

Greiðsluaðlögunin breyttist í martröð

Meingölluð úrræði vegna greiðsluörðugleika urðu til þess að sex manna fjölskylda, sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag, flúði úr landi. Frásögn fjölskyldunnar hljómar eins og martröð, en er því miður íslensk lífsreynslusaga. Meira

Menning

19. september 2009 | Fólk í fréttum | 133 orð

Ásdís Rán og módel-lífið á Pressunni

* „Mig langar að deila með ykkur myndum úr módellífi mínu, leyfa ykkur að skyggnast á bak við tjöldin hjá fjölskyldu atvinnuknattspyrnumannsins og fjalla um það sem mér finnst heitt og sniðugt í heimi tískunnar og skemmtanaiðnaðarins,“ segir... Meira
19. september 2009 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Ástfangin um alla eilífð

LEIKARINN Jim Carrey hefur á sinn hátt gengið að eiga unnustu sína til fjögurra ára, Jenny McCarthy. Brúðkaupið var ekki hefðbundið heldur héldu þau sérstaka skuldbindingar-athöfn í Malibu þar sem þau lofuðu hvort öðru að vera saman að eilífu. Meira
19. september 2009 | Fólk í fréttum | 73 orð | 1 mynd

„Meira fjör og fíflagangur finnst ekki!!“

OG meira af ernum æringjum. Fyrirsögnin er orðréttur texti sem fylgir mynd af hinni gríðarhressu áhöfn sem kennd er við Halastjörnuna, nú skipuð þeim Gylfa Ægissyni , Hemma Gunn og Ara Jónssyni. Meira
19. september 2009 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Bliksmiðjan á Kjarvalsstöðum

ORÐATILTÆKIÐ ekki er allt sem sýnist á svo sannarlega við á hinni fræðandi barna- og fjölskyldusýningu Bliksmiðju, sem nýlega var opnuð á Kjarvalsstöðum. Næstkomandi laugardag kl. Meira
19. september 2009 | Kvikmyndir | 395 orð

Einsemd skíðamannsins

Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is JOMAR er þunglyndur fyrrverandi skíðakappi sem kemst að því að hann á barn í nyrstu héruðum Noregs. Meira
19. september 2009 | Kvikmyndir | 645 orð | 4 myndir

Fátæk kona með fallegt hjarta

Heimildarmynd. Leikstjóri: Antoine Cattin, Pavel Kostomarov. Viðmælendur: Lyuba, Olissia, fjölskylda þeirra o.fl. 80 mín. Sviss, Frakkland, Rússland. 2007. Meira
19. september 2009 | Tónlist | 237 orð | 1 mynd

Havarí á opnunardegi plötubúðarinnar Havarí

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HAVARÍ er ný plötubúð í miðbæ Reykjavíkur sem verður opnuð í dag. „Við seljum plötur í bland við annað popp, eins og myndlist, hönnun og allskonar hluti sem tínast til. Meira
19. september 2009 | Tónlist | 308 orð | 1 mynd

Jógvan og Friðrik í eina sæng

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is TVEIR af vinsælustu söngvurum þjóðarinnar, Jógvan Hansen og Friðrik Ómar, hafa tekið höndum saman og senda frá sér tvöfaldan geisladisk í byrjun október. Meira
19. september 2009 | Menningarlíf | 76 orð | 1 mynd

Jóhann G. opnar málverkasýningu

Í DAG kl. 14 opnar tónlistar- og myndlistarmaðurinn Jóhann G. Jóhannsson málverkasýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkurborgar. Á sýningunni verða um 40 verk til sýnis og sölu. Flest verkanna eru unnin á árunum 2008-9. Meira
19. september 2009 | Kvikmyndir | 367 orð | 2 myndir

Kraftaverkasaga

Leikstjórn og handrit: Jessica Hausner. Aðalhlutverk: Sylvie Testud, Léa Seydoux, Bruno Todeschini, Elina Löwensohn. 96 mín. Austurríki/Frakkland/Þýskaland, 2009. Meira
19. september 2009 | Kvikmyndir | 116 orð

Kúkað í stuttmynd Dags og Rúnars

* Kvikmyndaunnendur vita vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga þessa dagana. RIFF-hátíðin er á fullum dampi og um leið og henni lýkur tekur önnur hátíð við, Nordisk Panorama, norræn stutt- og heimildarmyndahátíð í Regnboganum. Á henni verður m.a. Meira
19. september 2009 | Fólk í fréttum | 163 orð | 2 myndir

Madonna og Janet gera það ekki endasleppt

SÖNGDÍVUNNAR Madonna og Janet Jackson ætla að syngja dúett saman til minningar um Michael Jackson. Madonna og Jackson ákváðu þetta eftir að hafa spjallað saman eftir MTV-myndbandaverðlaunahátíðina á sunnudaginn. Meira
19. september 2009 | Kvikmyndir | 234 orð | 1 mynd

Naglasúpa í The Expendables

NÚ geta unnendur vöðvastæltra hasarmyndaleikara farið að hita upp því veisla er í vændum. Sylvester Stallone, Bruce Willis og Arnold Schwarzenegger munu leiða saman hesta sína hluta kvikmyndarinnar The Expendables sem frumsýnd verður á næsta ári. Meira
19. september 2009 | Fólk í fréttum | 149 orð | 1 mynd

Ofurfyrirsæta gengur með strák

OFURFYRIRSÆTAN Gisele Bündchen gengur með strák undir belti. Er það fyrsta afkvæmi Bündchen og eiginmanns hennar, Tom Brady, saman og er von á því í heiminn í desember. Heyrst hefur að strákurinn fái nafnið Gabriel. Meira
19. september 2009 | Menningarlíf | 93 orð | 1 mynd

Pönkið og Kópavogurinn

Í DAG verður opnuð sýningin Heilbrigð æska, pönkið og Kópavogurinn 1978-1983 . Sýningin verður opnuð kl. 15 og er haldin í Tónlistarsafni Íslands við Hábraut 2 í Kópavogi. Klukkan 15. Meira
19. september 2009 | Menningarlíf | 508 orð | 1 mynd

Sigurður Utan gátta

Etir Árna Matthíasson arnim@mbl.is SIGURÐUR Pálsson hefur lengi verið meðal helstu rithöfunda okkar sem ljóðskáld, skáldsagnahöfundur og mikilvirkur þýðandi, en hann hefur einnig gefið út eina bók ævisögulegs eðlis. Meira
19. september 2009 | Kvikmyndir | 105 orð | 3 myndir

Svamlað með zombíum

NASISTAR risu upp frá dauðum í Sundhöllinni í gær. Meira
19. september 2009 | Tónlist | 339 orð | 1 mynd

Söngurinn gleður

FYRSTU tónleikar nýs starfsárs Kammermúsíkklúbbsins verða í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið kemur klukkan 20. Að vanda stendur klúbburinn, sem var stofnaður árið 1957, fyrir fimm tónleikum í vetur og eru mismunandi áherslur á tónleikunum. Meira
19. september 2009 | Menningarlíf | 231 orð | 1 mynd

Útdeildu 10 milljónum

HAGÞENKIR, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur veitt árlega starfsstyrki til ritstarfa og til gerðar fræðslu- og heimildamynda. Í ár var sótt um 29 starfsstyrki til ritstarfa og nam heildarupphæðin sem sótt var um rúmum 15 milljónum króna. Meira
19. september 2009 | Fjölmiðlar | 185 orð | 1 mynd

Úti er ævintýri

Raunveruleikaþátturinn Bachelorette er draumaþáttur hinna trúgjörnu. Það er freistandi að trúa því að ung og falleg stúlka sem lokuð er inni í kastala með tuttugu og fimm myndarlegum karlmönnum finni í einum þeirra draumaprinsinn. Meira
19. september 2009 | Kvikmyndir | 192 orð | 4 myndir

Öll veðrabrigði á Kóngavegi 7

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is TÖKUR standa nú yfir á nýjustu mynd Valdísar Óskarsdóttur, Kóngavegi 7 . Meira

Umræðan

19. september 2009 | Aðsent efni | 619 orð | 1 mynd

Af hverju má OR ekki eiga stóran hlut í HS Orku?

Eftir Páll Gunnar Pálsson: "Kjarni málsins er sá að keppinautar á raforkumarkaði eiga að fara að landslögum, óháð því hvort þeir eru í opinberri eigu eða ekki." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd

Aftaka í boði ríkisstjórnarinnar

Eftir Guðbjart Ellert Jónsson: "Því miður hefur stjórnvöldum tekist með íhlutun sinni að gera framgang verkefnisins óbærilegan og dýran..." Meira
19. september 2009 | Blogg | 84 orð | 1 mynd

Arnþór Sigurðsson | 18. sept. 2009 Einn góður svona í vikulok Sagan...

Arnþór Sigurðsson | 18. sept. 2009 Einn góður svona í vikulok Sagan endurtekur sig. Það sannast á mörgum sviðum. Nú hafa þingmenn Borgarahreyfingarinnar allir sem einn yfirgefið flokkinn. Þetta er oft snúið mál. Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 538 orð | 1 mynd

Draugar og annað gegnsætt

Eftir Kristin Örn Jóhannesson: "...stjórn Lv telur sig hafa veitt honum þau svör sem henni er heimilt lögum samkvæmt. Við það sættir Ragnar Þór sig ekki. Hann krefst þess af öðrum að þeir brjóti lög." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Enn er stolið af almenningi!

Eftir Ferdinand Hansen: "Ráðamenn, yfirvöld og hagsmunasamtök launafólks og neytenda virðast ekki hafa minnsta áhuga enda varla hægt að slá sig til riddara á slíkum smáaurum." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 543 orð | 1 mynd

Ferðaþjónustan hunsuð

Eftir Matthías Imsland: "Helstu atvinnugreinar á Íslandi hafa sterk samtök, sem tala máli greinarinnar. Þetta á við í iðnaði og verslun. Ferðaþjónustuna vantar slíka rödd." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 821 orð | 1 mynd

Flækjufótur og Blásól

Eftir Agnesi Bragadóttur: "Mykjudreifarinn, Flækjufótur og hugmyndasmiðurinn, Jón Ásgeir, geta þá skipt með sér verkum." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 111 orð

Gjástykki – af því bara!

Á MIÐVIKUDAGINN lýsti Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þeirri skoðun sinni, að ekki mætti virkja í Gjástykki. Og bætti því síðan við, að Gjástykki ætti að friða. Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 201 orð | 1 mynd

Íslendingar, gætið ykkar!

Eftir Averil Parsons: "Viljið þið virkilega fórna sjálfstæði ykkar? Það mun glatast. Eða hefur skyndilegt óttakast fengið ykkur til að sækja um inngöngu í Evrópusambandið?" Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 747 orð | 1 mynd

Kumbaravogsbörnin - og skýrsla forsætisráðherranefndarinnar

Eftir Guðrúnu Sverrisdóttur: "Vont er þeirra ranglæti, verra er þeirra réttlæti." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 762 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóðir og aðkoma atvinnurekenda að þeim

Eftir Stefán Einar Stefánsson: "Töluverð umræða hefur spunnist um stöðu lífeyrissjóðanna á síðustu misserum. Mikilvægt er að samstaða um þá rofni ekki á þeim tímum sem við lifum nú á." Meira
19. september 2009 | Pistlar | 465 orð | 1 mynd

Óþekkti óvinurinn

Oft má satt kyrrt liggja.“ Svona voru viðbrögðin, sem sumir lesendur sýndu við grein undir yfirskriftinni „Ódýrt og fæst úti um allt“ í Morgunblaðinu á sunnudag. Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 201 orð | 1 mynd

Reykingar og lungnakrabbamein

Eftir Hrönn Harðardóttir: "...bein tengsl eru milli reykinga og lungnakrabbameins." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 375 orð | 2 myndir

Svar til Illuga Gunnarssonar

Eftir Árna Finnsson: "Ég minni á þátt Illuga Gunnarssonar í því máli og bendi á að slík vinnubrögð mega ekki einkenna mat á umhverfisáhrifum álvers í Helguvík." Meira
19. september 2009 | Velvakandi | 561 orð | 1 mynd

Velvakandi

Líkþorn VINUR minn fyrir vestan varð fyrir því óláni um daginn að læknirinn hans fann líkþorn á hægri il. Oft hefur hann þurft í skurð á vinstri il, og þá vegna annars kvilla, en í þetta sinn kom grillveisla í vinahúsi við sögu. Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 243 orð | 1 mynd

Vildu Íslendingar ESB-umsókn?

Eftir Hjört J. Guðmundsson: "Mikill meirihluti Íslendinga vill nú ekki ganga í Evrópusambandið." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Virkjanir og tekjur sveitarfélaga

Eftir Björgólf Thorsteinsson: "Hér er á ferð sérkennilegt skrípi í íslenskri skattalöggjöf sem á engan rétt á sér samkvæmt nokkrum sanngirnissjónarmiðum..." Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 357 orð | 1 mynd

Vík frá, þú óhæfa vinstristjórn!

Eftir Geir Ágústsson: "Ríkisstjórnin sem nú situr er óhæf og hún gerir slæmt ástand ennþá verra" Meira
19. september 2009 | Aðsent efni | 492 orð | 1 mynd

Þróun samgangna- og verslunar á höfuðborgarsvæðinu

Eftir Ara Tryggvason: "Í Vauban, útborg Freiburg, hefur tekist að gera samfélagið „nálægt“ því bíllaust með ströngum skilyrðum gagnvart bíleigendum, einungis 30% eiga bíl." Meira

Minningargreinar

19. september 2009 | Minningargreinar | 886 orð | 1 mynd

Björg Bogadóttir

Björg Bogadóttir fæddist á Akureyri 13. september 1926. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 8. september 2009. Útför Bjargar var gerð frá Grafarvogskirkju föstudaginn 18. september sl. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 626 orð | ókeypis

Erna Guðlaugsdóttir

Erna Guðlaugsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 30. Apríl 1932. Hún lést á Fossheimum á Selfossi 14. September sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir húsfreyja f. 1892 d. 1938, og Guðlaugur Gunnar Jónsson pakkhúsmaður í Vík, f. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2009 | Minningargreinar | 2354 orð | 1 mynd

Erna Guðlaugsdóttir

Erna Guðlaugsdóttir fæddist í Vík í Mýrdal 30. apríl 1932. Hún lést á Fossheimum á Selfossi 14. september sl. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir húsfreyja, f. 1892, d. 1938, og Guðlaugur Gunnar Jónsson, pakkhúsmaður í Vík, f. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2009 | Minningargreinar | 4355 orð | 1 mynd

Helga Þóra Árnadóttir

Helga Þóra Árnadóttir fæddist á Akranesi 4. maí 1934. Hún lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi þann 13. september síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Sigurðsson, f. 19.8. 1902, d. 28.7. 1962, og Guðríður Margrét Þórðardóttir, f. 14.11. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2009 | Minningargreinar | 1084 orð | 1 mynd

Jóhann L. Sigurðsson

Jóhann Lárus Sigurðsson var fæddur á Stokkseyri 20. febrúar 1924. Hann lést á Landakoti 2. september sl. Foreldrar hans voru Sigurður Ingimundarson, f. 27.8. 1891, d. 9.7. 1944 og Anna Helgadóttir, f. 9.6. 1892, d. 12.11. 1979. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2009 | Minningargreinar | 2971 orð | 1 mynd

Katrín Vigfúsdóttir

Katrín Vigfúsdóttir var fædd 31. desember 1928 að Sunnuhvoli í Vopnafirði. Hún lést 10. september síðastliðinn. Katrín eða Kaja eins og hún var alltaf kölluð var dóttir hjónanna Vigfúsar Sigurjónssonar verkamanns, f. 26.11. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 348 orð | 1 mynd | ókeypis

Katrín Vigfúsdóttir

Katrín Vigfúsdóttir var fædd 31. desember 1928 að Sunnuhvoli í Vopnafirði. Hún lést 10. september síðastliðinn. Katrín eða Kaja eins og hún var alltaf kölluð var dóttir hjónanna Vigfúsar Sigurjónssonar verkamanns, fæddur 26. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1805 orð | ókeypis

Sigurður Snorri þór Karlsson

Sigurður Snorri Þór Karlsson fæddist 11. ágúst 1945 að Hofstöðum í Stafholtstungum. Hann lést á lungnadeild Landspítlans 10. september síðastliðinn eftir erfið veikindi. Meira  Kaupa minningabók
19. september 2009 | Minningargreinar | 5879 orð | 1 mynd

Sigurður Snorri Þór Karlsson

Sigurður Snorri Þór Karlsson fæddist 11. ágúst 1945 að Hofsstöðum í Stafholtstungum. Hann lést á lungnadeild Landspítalans 10. september síðastliðinn eftir erfið veikindi. Foreldrar hans eru Bergljót Snorradóttir, f. 16.6. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. september 2009 | Viðskiptafréttir | 305 orð | 2 myndir

Atvinnuleysið eykur víðast hvar vandann

Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is EINS og við er að búast er töluverð samsvörun á milli atvinnuleysis og fjölda einstaklinga á vanskilaskrá eftir landshlutum. Undantekning frá því er þó hvað varðar Vestfirði. Meira
19. september 2009 | Viðskiptafréttir | 221 orð | 2 myndir

Erfið niðurfærsla stofnfjár framundan

Tveir þriðju hlutar stofnfjáreigenda í Byr sparisjóði þurfa að samþykkja niðurfærslu eigin stofnfjárhluta til að eignarhlutur ríkissjóðs í sparisjóðnum verði að veruleika. Meira
19. september 2009 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Ferðalag Milestone tekur enda

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur féllst í gær á þá ósk stjórnar Milestone ehf. að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Kauphöllin ákvað jafnframt að taka skuldabréf félagsins úr viðskiptum. Meira
19. september 2009 | Viðskiptafréttir | 214 orð | 1 mynd

Hæstu skattarnir í Svíþjóð og Danmörku

HÁTEKJUSKATTAR hafa undanfarin ár verið hæstir í heiminum í Danmörku. Svíþjóð hefur verið í öðru sæti. Meira
19. september 2009 | Viðskiptafréttir | 217 orð | 1 mynd

Mikill álitshnekkir

Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is „ÍSLAND hefur sett mikið niður. Meira
19. september 2009 | Viðskiptafréttir | 107 orð

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni í gær

ÚRVALSVÍSITALAN í Kauphöllinni á Íslandi lækkaði um 1,2% í gær og er lokagildi hennar 799,7 stig . Frá síðustu áramótum hefur vísitalan lækkað um 20% en hún var þá 1.000 stig. Meira

Daglegt líf

19. september 2009 | Daglegt líf | 975 orð | 4 myndir

70% flóttamanna ílendast hér

Á morgun eru 30 ár liðin frá því að 34 flóttamenn komu hingað til lands frá Víetnam. Af öllu því flóttafólki sem kemur til Íslands er tiltölulega hátt hlutfall sem festir rætur. Meira
19. september 2009 | Daglegt líf | 769 orð | 2 myndir

Gefandi að láta gott af sér leiða

Hið góða systraþel og gleði sem ríkir í klúbbnum okkar er mjög áberandi. Það er athyglisvert að heyra eldri systur tala um að það að hafa gerst Soroptimisti hafi verið þeirra mesta gæfuspor í lífinu. Meira
19. september 2009 | Daglegt líf | 94 orð

Stórafmæli Iðunnar

Mikið verður um að vera í Gerðubergi í dag og á morgun vegna stórafmælis Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Sýndar verða útgáfur félagsins og horft á myndband með ýmsum kvæðamönnum sem Þjóðlagasetrið í Siglufirði gaf nýlega út. Meira

Fastir þættir

19. september 2009 | Árnað heilla | 33 orð | 1 mynd

100 ára

Klara Vemundsdóttir verður hundrað ára mánudaginn 21. september. Í tilefni af afmælinu býður hún vinum og ættingjum í kaffi sunnudaginn 20. september í Café Easy, í húsi ÍSÍ á Engjavegi 6 í... Meira
19. september 2009 | Fastir þættir | 162 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Dýrt spil. Norður &spade;3 &heart;Á9764 ⋄G43 &klubs;Á864 Vestur Austur &spade;1082 &spade;ÁK97654 &heart;-- &heart;D5 ⋄KD97 ⋄10862 &klubs;DG10752 &klubs;-- Suður &spade;DG &heart;KG10832 ⋄Á5 &klubs;K93 Suður spilar 5&heart; dobluð. Meira
19. september 2009 | Fastir þættir | 439 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Sveit Ljónanna bikarmeistari Sveit Ljónanna vann glæsilegan sigur, 171-99, á sveit Júlíusar Sigurjónssonar í 64 spila bikarúrslitaleik sem háður var 13. september. Meira
19. september 2009 | Í dag | 1683 orð | 1 mynd

(Matt. 6.)

Orð dagsins: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. Meira
19. september 2009 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá...

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I.Kor. 8, 2. Meira
19. september 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Ása Júlía fæddist 16. ágúst kl. 15.16. Hún vó 3.835 g og var...

Reykjavík Ása Júlía fæddist 16. ágúst kl. 15.16. Hún vó 3.835 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Dagný Ásta Magnúsdóttir og Leifur Skúlason... Meira
19. september 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Reykjavík Styrkár Vatnar fæddist 29. mars kl. 11.09. Hann vó 1.520 g og...

Reykjavík Styrkár Vatnar fæddist 29. mars kl. 11.09. Hann vó 1.520 g og var 40 cm langur. Foreldrar hans eru Tanja Dögg Arnardóttir og Reynir Örn... Meira
19. september 2009 | Fastir þættir | 136 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Dc7 8. Df3 Rbd7 9. O-O-O b5 10. Bd3 Bb7 11. Hhe1 Be7 12. Dg3 b4 13. Rd5 exd5 14. exd5 Kd8 15. Rc6+ Bxc6 16. dxc6 Rc5 17. Bh4 Bf8 18. Bc4 Ha7 19. Bd5 Da5 20. Kb1 Db6 21. f5 Db8 22. Meira
19. september 2009 | Árnað heilla | 188 orð | 1 mynd

Skoðar áhrif ESB á mjólkina

ÞÓRÓLFUR Sveinsson, bóndi á Ferjubakka í Borgarfirði, fagnar í dag 60 ára afmæli. Þórólfur á ættir að rekja í Skagafjörð og ætlar að eyða deginum á „skagfirska efnahagssvæðinu,“ eins og hann kemst að orði. Meira
19. september 2009 | Fastir þættir | 294 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji varð nokkuð eftir sig þegar hann skaut sinn fyrsta fugl á dögunum. Þrátt fyrir að vera vanur stangveiðimaður og að þykja ekki tiltökumál að blóðga fisk, var það dráp af öðru tagi, að skjóta fugl. Meira
19. september 2009 | Í dag | 133 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

19. september 1667 Gullskipið Het Wapen van Amsterdam strandaði á Skeiðarársandi og fórust þar um 140 manns. Skipið var hlaðið dýrum farmi, gulli, silfri, perlum o.fl. Meira en þrjú hundruð árum síðar var mikil leit gerð að skipinu. 19. Meira

Íþróttir

19. september 2009 | Íþróttir | 422 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kylfingarnir Björgvin Sigurbergsson úr GK og Sigurpáll Geir Sveinsson úr GKj halda til Eistlands á mánudaginn þar sem þeir keppa í undankeppni fyrir heimsmeistaramót liða í golfi sem fram fer í Kína í lok nóvember. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Frábært hjá Birgi Leifi

BIRGIR Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék frábærlega á öðrum degi Opna austurríska mótsins í gær, en það er hluti af Evrópumótaröðinni. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 248 orð

Hamburg hafði betur gegn RN Löwen

HAMBURG hafði betur í stórslagnum í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi er liðið heimstótti Rhein-Neckar Löwen. „Íslendingaliðið“ Löwen varð að játa sig sigrað á heimavelli, 34:30, eftir að hafa verið yfir í leikhléi, 16:15. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 280 orð | 3 myndir

Kári Kristján Kristjánsson , línumaðurinn sterki, yfirgaf Haukana í...

Kári Kristján Kristjánsson , línumaðurinn sterki, yfirgaf Haukana í sumar og er genginn í raðir svissneska liðsins Amicitia Zürich . Kári var þriðji markahæstur hjá Haukunum í úrvalsdeildinni í fyrra, lék alla leikina, 21 talsins, og skoraði 79 mörk. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 431 orð

KNATTSPYRNA England 1. deild: Sheffield United – Sheffield Wed 1:2...

KNATTSPYRNA England 1. deild: Sheffield United – Sheffield Wed 1:2 Staða efstu liða: WBA 752015:717 Middlesbro 751114:416 Newcastle 751110:316 Cardiff 741212:513 Preston 733112:712 Sheff. Wed. 833214:1012 Sheff. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 353 orð | 1 mynd

Landsliðið æfir en spilar ekki

„Ég fylgist mjög vel með leikmönnum okkar í Þýskalandi og hef góðan aðgang að upptökum af leikjum með þeim. Síðan er ég í reglulegu sambandi við leikmenn, bæði í Þýskalandi og þá sem eru hér í Danmörku,“ segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 223 orð | 1 mynd

Lyftir Davíð Þór bikarnum öðru sinni?

ÍSLANDSBIKARINN í knattspyrnu karla gæti farið á loft í Kaplakrikanum á morgun. FH-ingar taka á móti Val og nái þeir að knýja fram sigur taka þeir við bikarnum eftirsótta annað árið í röð og í fimmta skipti á sex árum. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 184 orð | 1 mynd

Markatalan 38:0 á Laugardalsvellinum

EFTIR stórsigurinn á Eistlandi, 12:0, í undankeppni HM í knattspyrnu í fyrrakvöld hefur kvennalandslið Íslands skorað 38 mörk gegn engu í sjö leikjum á Laugardalsvellinum frá því Sigurður Ragnar Eyjólfsson tók við stjórn þess. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 662 orð | 2 myndir

Nægilega gott lið til að vera í toppbaráttu

,,Undirbúningur okkar hefur svo sem gengið ágætlega. Við fengum að vita það rétt fyrir sumarfrí að Íslandsmótið myndi ekki byrja fyrr en 7. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 164 orð | 1 mynd

Róbert kjörinn fyrirliði Gummersbach

„ÞAÐ fór fram kosning um nýjan fyrirliða á meðal leikmanna og ég fékk flest atkvæði. Þar af leiðandi gat ég ekki skorast undan. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Sjö meistaratitlar á níu árum

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is HAUKAR mæta til leiks sem ríkjandi Íslandsmeistarar en undir stjórn Arons Kristjánssonar hafa Haukarnir hampað Íslandsmeistaratitlinum tvö ár í röð. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 228 orð | 1 mynd

Skil ekki þessa ákvörðun HSÍ

ARON Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handknattleik, er ekki sáttur við þá ákvörðun HSÍ að Íslandsmótið hefjist ekki fyrr en 7. október en það hefur jafnan hafist um miðjan september. Meira
19. september 2009 | Íþróttir | 895 orð | 2 myndir

Vonast til að erfiðleikarnir séu að baki

„Tíminn frá því að ég kom hingað út til GOG í júlí hefur verið erfiður með tilliti til þröngrar fjárhagsstöðu félagsins. Meira

Barnablað

19. september 2009 | Barnablað | 97 orð | 1 mynd

Barnamyndir á kvikmyndahátíð

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hófst í fyrradag og stendur til 27. september næstkomandi. Það sem er merkilegt við kvikmyndahátíðina í ár er að þar er sérstakur flokkur fyrir börn og unglinga. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 63 orð | 1 mynd

Gæsapúsl

Náðu þér í skæri og klipptu litlu gæsina út. Þegar þú hefur klippt hana út skaltu klippa hana niður í þrjá búta, einn gulan, einn gráan og einn appelsínugulan. Reyndu svo að púsla þessum bútum saman þannig að úr verði egg. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 67 orð

Ha, ha, ha!

Foringi á orrustuskipi var að stjórna leikfimisæfingu hjá hermönnum sínum. „Leggist á bakið,“ skipaði hann. „Rekið síðan fæturna upp í loft og hreyfið þá eins og þið séuð að hjóla.“ Eftir stutta stund gafst einn hermannanna upp. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 67 orð | 1 mynd

Hrífandi listaverk úr hringjum

Getur þú teiknað listaverk sem er eingöngu búið til úr hringjum? Reyndu að líkja eftir teikningunum hér að ofan og þá færðu smá æfingu. Þegar þú hefur gert það getur þú kannski reynt að teikna snjókarl, kött, svín eða bara hvað sem þér dettur í hug. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 31 orð | 1 mynd

Hver nær asnanum?

Þrír Mexíkóar reyndu með erfiðismunum að snara asna og sá er fyrstur snaraði asnann mátti eiga hann. Sérð þú hvaða heppni Mexíkói fékk að taka asnann með sér heim? Lausn... Meira
19. september 2009 | Barnablað | 51 orð | 2 myndir

Höfundur týndist

Í Barnablaðinu um síðustu helgi urðu þau leiðu mistök að Bergur Þór Ingólfsson var einn tilgreindur höfundur barnaleikritsins Horn á höfði en hann skrifaði verkið ásamt Guðmundi S. Brynjólfssyni. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 24 orð | 1 mynd

Krakkaljóð

Nóttin svört og falleg er, óvinur í dagsins höndum. Við hlaupum í gegnum daginn, bjartan og bíðum eftir kvöldi. Höf.: Una Stefánsdóttir, 8... Meira
19. september 2009 | Barnablað | 14 orð | 2 myndir

Lausnir

*Leikfangabúðin: Efsta hilla: 2-5, miðhilla: 1-4, neðsta hilla: 3-6. *Mexíkói númer 3 nær... Meira
19. september 2009 | Barnablað | 65 orð | 1 mynd

Leikfangaverslunin

Lási var að raða leikföngum í hillurnar hjá sér. Í hverri hillu er að finna tvo hluti sem eru eins, það er að segja í hillu eitt eru tveir eins trúðar, í hillu tvö eru tveir eins og hús og í hillu þrjú eru tveir eins bangsar. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 292 orð | 3 myndir

Létta leiðin er rétta leiðin

Iðjuþjálfafélag Íslands, í samstarfi við Lýðheilsustöð, stendur fyrir skólatöskudögum víðs vegar um landið dagana 21.- 25. september sem bera yfirskriftina ,,Létta leiðin er rétta leiðin“. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 146 orð | 1 mynd

Pennavinir

Hæ! Ég heiti Sandra Dögg og mig langar að eignast pennavini á aldrinum 9-11 ára, stelpur og/eða stráka. Ég er 9 ára en verð 10 ára núna í nóvember. Áhugamál mín eru fótbolti, tónlist og að eiga frítíma með vinum mínum. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 575 orð | 6 myndir

Pirrandi og hallærisleg mamma

Max vandræðalegur er dönsk mynd sem vann verðlaun sem besta myndin á kvikmyndahátíð í Berlín 2009. Hún er um Max sem býr einn með mömmu sinni. Hann er 12 ára, og honum finnst mamma sín mjög hallærisleg og pirrandi. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 154 orð | 1 mynd

Rétta leiðin að tjöldunum

Frumbyggjar Norður-Ameríku komu frá Asíu fyrir 25 til 40 þúsund árum og tóku þeir sér smám saman búsetu og skiptust niður í ættflokka. Í lok 15. aldar komu fyrstu Evrópumennirnir til Norður-Ameríku og töldu þeir sig vera á Indlandi. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 79 orð | 1 mynd

Verði ykkur að góðu

Í Suðaustur-Asíu er smáfuglategund sem gerir hreiður sitt úr eigin hráka. Hreiðrið er því mjög klístrað og þétt í sér. Þótt ótrúlegt sé þá fann einhver kokkur það út að soðið hrákahreiður sé herramannsmatur. Meira
19. september 2009 | Barnablað | 17 orð

VERÐLAUNALEIKUR VIKUNNAR

Í þessari viku eigið þið að leysa stafaruglið í málsháttunum. Lausnina þurfið þið að senda fyrir 26. september næstkomandi. Meira

Lesbók

19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 731 orð | 2 myndir

Að tjá sig eða ekki tjá sig

Yfirleitt tjáir fólk sig ekki við fjölmiðla nema það þjóni ákveðnum tilgagni. Oft fyrir ákveðinn málstað eða í viðskiptalegum tilgangi. En þegar öllu er á botninn hvolft er ákvörðunin um að tjá sig í fjölmiðlum afar persónuleg. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 285 orð | 2 myndir

Áfram til fortíðar

Ég var gripinn fortíðarþrá þegar ég skoðaði sýningu Valgerðar Hauksdóttur „Áttir og áttleysur“ í Listasafni ASÍ. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 543 orð | 3 myndir

Á langferð með Lisbeth Salander

Það var ekki laust við að hjartað tæki smákipp þegar ég rölti inn í Eymundsson í miðborginni í vikunni og sá að þar var til eitt eintak af þriðju og síðustu bókinni í þríleik sænska rithöfundarins og blaðamannsins Stiegs Larssons. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 338 orð | 4 myndir

Bíó, bolti, leikhús og pönk

Laugardagur | Barnafólk getur hafið helgina á því að skella sér til Grindavíkur þar sem leikritið Horn á höfði verður sýnt kl. 14 í dag, en það er Grindvíska atvinnuleikhúsið sem setur upp. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð | 1 mynd

Bresk eyðimörk?

Á yfirborðinu er hún kannski ekki ýkja merkileg, tónlistin sem Arctic Monkeys hafa lætt frá sér. Nokkurs konar síð-Libertines/Strokes-rokk, með hinu og þessu saman við. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 397 orð | 2 myndir

Dylan snýr við blaðinu

Þegar Bob Dylan fór í hljóðver í ágúst 1963 að taka upp The Times They Are A-Changin' var hann eftirlæti þjóðlagahreyfingarinnar bandarísku og í miklum metum hjá þeim sem litu á tónlist sem baráttutæki gegn kapítalisma og kúgun. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 186 orð | 1 mynd

Fólkið á Neshov

Anne B. Ragde vakti athygli á nýliðinni bókmenntahátíð í Reykjavík, enda hefur þríleikur hennar um fólkið á Neshov notið vinsælda hér á landi. Sagan hófst með Berlínaröspunum, og var síðan rakin áfram í Kuðungakröbbunum í kjölfarið. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 228 orð | 1 mynd

Gleðigjafinn mikli

Svo virðist sem frekari sönnunar þurfi ekki við að með nýjum framleiðslustjóra HBO, Sue Naegle, sé blómaskeiði stöðvarinnar lokið. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 638 orð | 1 mynd

Gæði verkanna yfir peninga hafin

Helgi Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður hefur í áranna rás komið sér upp persónulegu safni myndverka eftir innlenda og erlenda listamenn. Hann segir hér frá einkennum og eðli safnsins. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 37 orð

Haustljóð

Húmblár himinn heiðgult tungl í austri varpar kaldri birtunni yfir hrjóstrug holtin. Dimmblá fjöll í firð. Og kvöldgolan andar hæg og köld og kliðar við sölnuð stráin í haustsins kyrrð. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 706 orð | 2 myndir

Heilagt stríð

Frá því að Antichrist , nýjasta kvikmynd Lars von Trier, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor hefur herskari óánægðra fagáhorfenda keppst um að úthrópa verkið, enda þótt jákvæðari raddir hafi einnig heyrst. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 300 orð | 2 myndir

Hlustarinn | Hildur Maral Hamíðsdóttir

Ég er ekki tónlistargrúskari, ekki ein af þeim sem grúska sérstaklega eftir ferskri tónlist. Yfirleitt rekur nýja tónlist á fjörur mínar fyrir þvílíka tilviljun, eða að grúskaravinir mínir uppgötva einhverja snilld og heimta álit. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 2035 orð | 3 myndir

Horfnar galdrastundir

Bókmenntahátíð í Reykjavík, sem lauk um síðustu helgi, var um margt ágætlega heppnuð og skemmtileg hátíð. Norræna húsið er alltaf notalegt og Iðnó eitt göldróttasta hús landsins – en um leið eitt það vannýttasta. En alltaf saknar maður þó einhvers. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 426 orð | 3 myndir

Hærra, meira, stærra

Matt gamla Bellamy og kátum köppum hans í Muse er ekki alls varnað. Nánast frá upphafi ferils hefur Bellamy unnið að því að búa tónlist sinni æ íburðarmeiri búning og orð eins og epískt, dramatískt og stórt eru sem sérsniðin fyrir þetta undrabarn. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 570 orð | 3 myndir

Í gangi

Leiklist Borgarleikhúsið – Harrý og Heimir eftir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurð Sigurjónsson og Örn Árnason. „Hér verður söguþráður leikritsins ekki rakinn enda skiptir hann í raun litlu máli. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 160 orð | 1 mynd

Kanónur á hverju strái

Ég fékk næstum því aðsvif þegar ég las um þátttakendur í þessu verkefni, sem er að undirlagi Neils Finns, leiðtoga Crowded House. Johnny Marr, Ed O'Brien og Phil Selway úr Radiohead og Jeff Tweedy, John Stirratt, Glenn Kotche og Pat Sansone úr Wilco. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 235 orð | 1 mynd

Kanslari og dropar

Í júlímánuði árið 1977 komu virðulegir gestir í opinbera heimsókn hingað til lands. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 861 orð | 1 mynd

Maðurinn sem gerir allt sjálfur

Bandaríski leikstjórinn Jesse Hartman heimsfrumsýnir sína nýjustu mynd, The House Of Satisfaction, á RIFF. Í kjölfarið heldur hann svo tónleika þar sem hann leikur meðal annars tónlistina úr myndinni. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1381 orð | 4 myndir

Mín myndlist er fyrir fólkið

„Mér finnst þetta ekki mjög hættulegur heimur,“ segir myndlistarmaðurinn Yoshitomo Nara. Verk hans hafa vakið mikla athygli á undanförnum árum og verið sýnd víða um heim; stóreyg börn í illskiljanlegum heimi. Innsetning Nara var opnuð í Hafnarhúsinu í vikunni. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 383 orð | 1 mynd

Paganini blokkflautunnar

Blokkflautan, litla barnaskólablístran sem tekur, líkt og japanska taflið Go , „örstund að læra á, en ævi að meistra“, var í forgrunni fyrir troðfullu Norrænu húsi á miðvikudag. Hvort einhverjir urðu frá að hverfa skal ósagt. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 192 orð | 1 mynd

Samviskuspurningar

Hvar á venjulegt millistéttarfólk að takast á við samviskuspurningar nútímalífs? Hvar eiga Vesturlandabúar að takast á við örlög nágranna sinna í fátækum löndum heims? Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð | 1 mynd

Skapofsi loks tekinn tali

Stundum ræður líka frumleiki eða áræði blaðamannsins mestu við að fá viðmælendur til að tjá sig líkt og hjá blaðakonunni Louise Petersson í nýjasta hefti The Reykjavík Grapevine. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 274 orð | 2 myndir

Smitandi leikgleði

Ég er enginn sérstakur unnandi Haydns. Tónlist hans er of fyrirsjáanleg, hún er gömul lumma sem er komin yfir síðasta söludag. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 297 orð | 1 mynd

Upphlaup og óvænt andstreymi

Vetrarstarf menningarstofnana hófst með trukki. Af óvenjulegum krafti miðað við stöðu þjóðarbúsins, stöðu heimilanna. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 220 orð | 1 mynd

Vampíruklúður á HBO

Kapalsjónvarpsstöðin bandaríska HBO hefur verið á sigurgöngu um alllangt skeið og með myndaröðinni The Wire umbreytti hún bæði stöðlum og möguleikum sjónvarpsþáttaformsins. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1047 orð | 2 myndir

Þar sem samkynhneigð er ekki til

Kvikmynd ísraelska leikstjórans Haim Tabakman, Eyes Wide Open, fjallar um forboðið ástarsamband karlmanna í samfélagi strangtrúaðra gyðinga. Meira
19. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1250 orð | 1 mynd

Þegar þráin verður ástríða

Sálgreinirinn Fern Nevjinsky hefur varið doktorsritgerð um þrá og ástríður í leikritum Jóhanns Sigurjónssonar. Hún segir þrána vera aðalþemað, ekki aðeins í leikritum, heldur einnig í ljóðum og bréfum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.