Greinar laugardaginn 26. september 2009

Fréttir

26. september 2009 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

1..500 tonn af hvalkjöti og rengi verða send til Japans

HVALUR hf. er að kanna með flutning á afurðum af langreyðunum 125 sem veiddust í sumar til Japans. Þangað verða flutt um 1.500 tonn af kjöti, rengi og ýmsum öðrum afurðum. Í sumar unnu 150-160 manns við hvalveiðarnar og verkun kjötsins. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

72 þúsund stangarlaxar á land eftir sumarið

„ÁRIÐ 2008 verður talið afskaplega gott veiðisumar á Íslandi,“ segir Orri Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 33 orð

Áætlunarflug til Lúxemborgar

ICELAND Express hefur áætlunarflug til Lúxemborgar næsta sumar. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar með fjölgar áfangastöðum félagsins í 22. Nýverið tilkynnti félagið um áætlunarflug til Birmingham og... Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 103 orð

Banaslys í Jökulsárhlíð

BANASLYS varð um klukkan ellefu í gærmorgun í Jökulsárhlíð skammt norðan við bæinn Sleðbrjót í Norður-Múlasýslu. Er bærinn um 25 kílómetra norður af Egilsstöðum. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

„Ríkið verður að standa við gerða samninga“

Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ erum með samning við ríkið. Þótt menn séu blankir verður ríkið að standa við gerða samninga,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 375 orð

„Samdráttur í boði Seðlabanka“

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „SAMDRÁTTUR á næsta ári verður samdráttur í boði Seðlabankans,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í ræðu á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 517 orð | 2 myndir

Betra að vera á bótum?

Nærri 15 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá en á sama tíma gengur erfiðlega að manna sum störf. Nýir útreikningar sýna að það getur borgað sig fyrir fólk að vera á bótum frekar en að fara á vinnumarkaðinn. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 89 orð

Davíð tvívegis yfirheyrður

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fv. seðlabankastjóri, hefur tvívegis verið kallaður í sjö klukkustunda yfirheyrslu hjá Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið. Þetta kom fram í viðtali Sölva Tryggvasonar við Davíð á Skjá einum í gærkvöldi. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Engar eignir í þrotabúi Eden

SKIPTUM er lokið á þrotabúi fyrirtækisins Eden-Rekstur ehf. í Hveragerði, sem tekið var til skipta 1. apríl síðastliðinn. Að sögn skiptastjórans, Egils Þorvarðarsonar hdl., voru lýstar kröfur í búið rétt tæpar 31,5 milljónir króna frá 30 aðilum. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Engin úrræði fyrir þá sem frestuðu

„VIÐ MEGUM ekki til þess hugsa að fólk verði borið út í stórum stíl,“ segir Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Það voru samtökin sem í febrúar sl. lögðu til við stjórnvöld að nauðungarsölum yrði frestað til 31. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 71 orð

Enn er upplýst um sölu bréfa hjá Hildi

ENN einn kaupandi stofnfjárbréfa í SPRON hefur fengið upplýst hverjir voru seljendur bréfanna. Umræddur maður keypti bréf í sjö viðskiptum dagana 18.-26. júlí 2007 og námu viðskiptin alls 19,8 milljónum króna. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 239 orð | 2 myndir

Fá ekki fé vegna óvissu

Þrátt fyrir erfiðleika margra útvegsfyrirtækja eru um sjötíu prósent sjávarútvegsfyrirtækja að glíma við minniháttar rekstrarvanda, að mati bankastjóra Landsbankans. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 136 orð

Fjárfestu fyrir tvo milljarða í Marel

BANDARÍSKA eignastýringafyrirtækið Columbia Wanger Asset Management hefur keypt 5,2 prósent hlut í Marel Food System. Bréfin eru seld á genginu 59 sem var markaðsgengið á fimmtudaginn. Það jafngildir að Columbia greiði 1,9 milljarða króna fyrir hlutinn. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Fjölmenni á Íslandsmóti skákfélaga

UM 400 manns taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga sem hófst í gær. Þetta er stærsta skákkeppni hvers árs, þar sem keppendur eru stórmeistarar jafnt sem byrjendur. Margir íslensku stórmeistararnir taka þátt. Um helgina eru tefldar fjórar umferðir af sjö. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Fjölmiðlastofa hafi eftirlit með miðlunum

KATRÍN Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun á næstunni kynna frumvarp til laga um fjölmiðla. Verður frumvarpið sett á vef menntamálaráðuneytisins áður en það fer í þinglega meðferð. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 391 orð | 2 myndir

Fundahöld til fjár

Ein alþjóðleg ráðstefna haldin hérlendis getur hæglega skilið eftir sig 250 milljónir í beinum tekjum. Tekjurnar eru fyrst og fremst út af neyslu ráðstefnugesta, ekki þátttökugjöldum. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 194 orð

Fundust á eiganda

„Í FORSÍÐUFRÉTT í Morgunblaðinu, 25. september sl., er því haldið fram að talsvert magn ólöglegra lyfja, nokkur hundruð þúsund krónur í peningum og á þriðja þúsund sterataflna hafi fundist við húsleit tollgæslu í versluninni Perform.is í Kópavogi. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Fyrningarleið ekki farin í friði við SA

AÐALFUNDUR Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á ríkisstjórnina að falla frá öllum hugmyndum um fyrningarleið í sjávarútvegi. Þetta kemur fram í ályktun fundarins í gær. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 31 orð

Færist til Byrs

FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ hefur samþykkt að Byr sparisjóður verði vörsluaðili viðbótarlífeyrissparnaðar fyrrverandi viðskiptavina SPRON og nb.is. Færist sparnaðurinn sjálfkrafa til Byrs, þeim að kostnaðarlausu, hálfum mánuði eftir að þeim berst bréf þess... Meira
26. september 2009 | Erlendar fréttir | 65 orð | 1 mynd

Fögnuður í Schwaz

VANDLEGA skreyttar kýr í tígulegri skrúðgöngu á götum Schwaz í Austurríki í gær. Þegar sumrinu lýkur færa kúabændur hjarðir sínar ofan úr Ölpunum niður í dalina þar sem þær geta hafst við um veturinn. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Gersemum bjargað úr Höfða

Eftir Skúla Á. Sigurðsson og Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur MIKLAR skemmdir urðu í bruna á hinu sögufræga húsi Höfða í Borgartúni í gær, en ómetanlegum gersemum tókst að bjarga. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Gullni lundinn afhentur

KANADÍSKI leikstjórinn Xavier Dolan hlaut Gullna lundann á lokahátíð RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar, í gærkvöldi fyrir myndina Ég drap móður mína . Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Gunnlaugur S. Sigurðsson

Gunnlaugur S. Sigurðsson iðnrekandi andaðist aðfaranótt 23. september á Landspítalanum við Hringbraut, 56 ára að aldri. Hann fæddist í Varmahlíð í Skagafirði 17. júlí 1953, sonur Sigurðar Gunnlaugssonar og Arnþrúðar Margrétar Jóhannesdóttur. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Hverir í Kleifarvatni geta reynst varasamir

EFTIR jarðskjálftana á Suðurlandi árið 2000 mynduðust sprungur í Kleifarvatni og hverir á nokkrum stöðum sem laðað hafa til sín fiska og síli í vatninu, einkum í suðurhluta þess. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Íslandsmeistarinn í sálfræðina

Guðmundur Stephensen Íslandsmeistari í einliðaleik í borðtennis ætlar að leggja áherslu á háskólanám í sálfræði í vetur. Guðmundur er 27 ára gamall en hann hefur sigrað í einliðaleik á Íslandsmótinu frá því hann var 11 ára. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Matarkarfa ASÍ ódýrust í Bónus

Eftir Skúla Á. Sigurðsson skulias@mbl.is MATARKARFA Alþýðusambands Íslands (ASÍ) er ódýrust í verslun Bónuss Egilsstöðum en dýrust í Krónunni í Vestmannaeyjum. Kostar karfan 14.267 kr. í Bónus en 15.595 í Krónunni og nemur munurinn 9%. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 500 orð | 3 myndir

Menningarhlutverkið verði endurvakið sem fyrst

Eftir Skúla Á. Sigurðsson, Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur og Guðna Einarsson „ÞETTA blessaðist, Guði sé lof,“ segir Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur. „Þarna var glæsilegt safn til sýnis. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Milljónum sóað

ÁRLEG velta í kjötiðnaði á Íslandi er um 20-25 milljarðar króna. Talið er að þar af tapist a.m.k. 5% eða 1.000-1.250 milljarðar vegna rýrnunar sem verður áður en varan kemst í hendur neytenda. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Nýir ritstjórar Morgunblaðsins til starfa

NÝIR ritstjórar Morgunblaðsins hófu störf í gærmorgun og hófu daginn á að heilsa upp á starfsfólk. Því næst funduðu þeir með starfsfólki þar sem þeir kynntu sig. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd

Ótrúlegar undirtektir og ánægð með þjóðina

ALLS 113 milljónir söfnuðust til styrktar uppbyggingu Grensásdeildar Landspítalans í söfnun í Sjónvarpinu í gærkvöld. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 122 orð

Óviðunandi að sitja með hendur í skauti

EKKI þarf að vera nein hindrun í vegi þess að lagafrumvörp um greiðsluaðlögun o.fl. vegna fólks sem á í alvarlegum greiðsluvanda verði lögð fyrir Alþingi í byrjun þings í október. Meira
26. september 2009 | Erlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Réttað í máli Olmerts

FYRRVERANDI forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, kom fyrir rétt í Jerúsalem í gær en hann er sakaður um spillingu, misnotkun á valdi, skjalafals og tilraun til að leyna illa fengnum tekjum. Meira
26. september 2009 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Ræða við Zelaya

MANUEL Zelaya, forseti Hondúras, heldur nú til í brasilíska sendiráðinu í Tegucigalpa, höfuðborg heimalands síns, en hann laumaðist til Hondúras fyrr í vikunni. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Samfylkingin með flokksstjórnarfund

Í DAG, laugardag, heldur Samfylkingin flokksstjórnarfund í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ undir yfirskriftinni „Sókn til betra samfélags“. Fundurinn hefst kl. 13.00 með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og formanns... Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Segja upp Morgunblaðinu

ALÞINGI hefur ákveðið að segja upp áskrift að Morgunblaðinu, sem þingmenn hafa fengið sent heim án endurgjalds. Áður hafði áskrift Alþingis að DV verið sagt upp. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Skáld á þing

Leikskólaleiðbeinandi, háskólakennari, fyrirlesari, skáld og þingmaður. Í öllum þessum hlutverkum er Davíð Stefánsson , varaþingmaður VG, þessa dagana. Hann mun setjast í fyrsta sinn á þing fyrir Árna Þór Sigurðsson í október nk. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Spaugstofan sprellast með forsetann

ÞAÐ mætti halda að þarna sé forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, við tökur. En svo er nú ekki, þegar nánar er að gáð má sjá að þetta er aðeins leikarinn Pálmi Gestsson kominn í kunnuglegt gervi. Meira
26. september 2009 | Erlendar fréttir | 200 orð | 1 mynd

Spáð hertum aðgerðum gegn Íran

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍRANAR sæta nú harðri gagnrýni fyrir að hafa með leynd komið sér upp neðanjarðarverksmiðju til að auðga úran og hefur málið ýtt undir kröfur um að refsiaðgerðir gegn þeim verði hertar. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Stóra herbergjamálið er leyst

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is STÓRA herbergjamálið á Alþingi hefur verið leitt til lykta. Framsóknarmenn munu yfirgefa þingflokksherbergi sitt, græna herbergið svokallaða, og eftirláta það Vinstri grænum. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 580 orð | 3 myndir

Stóraukinn útblástur fagurra fyrirheita

Ríki heims stefna að því að samþykkja bindandi aðgerðir á leiðtogafundi í Kaupmannahöfn í desember um samdrátt í losun koldíoxíðs. En vonir um mikinn árangur hafa dvínað mjög. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Stórtækar breytingar á umdæmum

DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur fallist á tillögur starfshóps þess efnis að sameina lögregluumdæmi svo þau verði sex að tölu frá næstu áramótum. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Stunda beina sölu af býli bóndans

NÝ heimasíða, www.beintfrabyli.is, hefur litið dagsins ljós. Á síðunni getur fólk nálgast íslenskar landbúnaðarvörur á auðveldan og skilvirkan hátt. Þar er hægt að leita að vörum eftir landshlutum eða ákveðnum bæ. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Talið við hvert hopp

ÞAU hoppuðu í parís og töldu upp á tíu á spænsku í leiðinni. Þannig var ein tungumálaæfingin sem nemendur Menntaskólans við Sund lögðu fyrir nemendur í Vogaskóla í gær. Fleiri lærdómsríkar þrautir voru lagðar fyrir börnin. Meira
26. september 2009 | Innlendar fréttir | 36 orð

Tillögur ASÍ duga ekki

HAGSMUNASAMTÖK heimilanna segja að tillögur ASÍ um skuldavanda heimilanna séu smáskammtalækningar sem taki ekki á þeim forsendubresti sem hefur stökkbreytt skuldastöðu heimilanna. Meira
26. september 2009 | Erlendar fréttir | 267 orð | 1 mynd

Verða sjónvarpstæki á hverjum fingri?

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

26. september 2009 | Leiðarar | 248 orð

Einkasjúkrahús

Mikil alvara er að baki áformum einkaaðila um að hefja rekstur sjúkrahúsa hér á landi. Fleiri en einn aðili undirbýr nú að hefja slíka starfsemi. Meira
26. september 2009 | Staksteinar | 231 orð | 1 mynd

Forseti Alþingis og Morgunblaðið

Visir.is greindi frá því í gær að forsætisnefnd Alþingis hefði ákveðið að segja upp áskrift að Morgunblaðinu fyrir þingmenn. Fram kom í fréttinni að Ásta R. Meira
26. september 2009 | Leiðarar | 355 orð

Tapaður tími en tækifærin enn fyrir hendi

Ísland varð fyrir þungu áfalli þegar helstu bankastofnanir landsins hrundu fyrir ári. Sú atburðarás var hluti af alþjóðlegri þróun þó að margt hefði betur mátt fara í þróun íslenska bankakerfisins eins og smám saman hefur orðið opinbert. Meira

Menning

26. september 2009 | Kvikmyndir | 387 orð | 2 myndir

Að hleypa heimdraganum

Háskólabíó, RIFF 2009 Leikstjórn: Giorgos Lanthimos. Aðalhlutverk: Christos Stergioglou, Michele Valley, Aggeliki Papoulia, Christos Passalis. Grikkland, 90 mín. Meira
26. september 2009 | Bókmenntir | 510 orð | 1 mynd

„Er ekki annað í boði“

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „HÉR er bók strax orðin gömul í janúar, þótt hún hafi komið út í desember. Hún gleymist, fólk bíður bara eftir nýjum skammti. Svona virðist fólk ekki hugsa í Bretlandi,“ segir Friðrik Erlingsson. Meira
26. september 2009 | Fjölmiðlar | 94 orð | 1 mynd

Borginmóði og reggí

ÚTVARPSÞÁTTURINN Orð skulu standa heldur áfram göngu sinni kl. 16.10 í dag á Rás 1 Að vanda er umsjónarmaður Karl Th. Birgisson og liðsstjórar þau Davíð Þór Jónsson og Hlín Agnarsdóttir. Meira
26. september 2009 | Fólk í fréttum | 94 orð | 1 mynd

Börðu æstir á dyr og dönsuðu uppi á sviði

* Það gekk víst mikið á, á sérstakri sýningu RIFF á kvikmyndinni Rocky Horror Picture Show í fyrrakvöld. Meira
26. september 2009 | Tónlist | 71 orð

Clapton og Beck saman

GÍTARGOÐIN Eric Clapton og Jeff Beck hafa tilkynnt að þeir muni halda saman tónleika á 02 Arena í London 13. febrúar á næsta ári. Það fylgdi tilkynningunni að þeir fingrafimu hlökkuðu reiðinnar býsn til samstarfsins. Meira
26. september 2009 | Kvikmyndir | 170 orð | 1 mynd

Cronenberg fær flugu í höfuðið á ný

KANADÍSKI kvikmyndaleikstjórinn David Cronenberg er sagður hafa fengið þá flugu í höfuðið að endurgera eigin kvikmynd, The Fly , frá árinu 1986. Meira
26. september 2009 | Dans | 122 orð | 1 mynd

Dansað fyrir fjölskylduna

ÍSLENSKI dansflokkurinn fer á vetrarkreik á morgun með nýrri fjölskyldusýningu. Eins og venjulega í fjölskyldusýningum Dansflokksins eru sett saman brot úr sex skemmtilegum og vinsælum verkum frá síðustu árum. Meira
26. september 2009 | Tónlist | 284 orð | 1 mynd

Dans, dans, dans í Reykjavíkurborg

Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is ÞEKKTASTI diskódúett Íslands, Þú og ég með þeim Helgu Möller og Jóhanni Helgasyni, fagnar 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Meira
26. september 2009 | Kvikmyndir | 108 orð | 3 myndir

Dramatík á Kóngavegi 7

FYRSTU stillurnar eru komnar úr væntanlegri kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Kóngavegi 7 , sem fjallar um íbúa hrörlegs hjólhýsahverfis. Meira
26. september 2009 | Leiklist | 165 orð | 1 mynd

Ellý Ármanns og Geir Jón í útvarpsleikriti

* Fjölmiðlakonan Ellý Ármanns er ekki við eina fjölina felld, kemur fram í útvarpsleikritinu Guð blessi Ísland sem frumflutt verður á Rás 1 á morgun kl. 14. Meira
26. september 2009 | Fjölmiðlar | 193 orð | 1 mynd

Engir hálfvitar

Hljómsveitin Ljótu hálfvitarnir vann Popppunkt fyrir skömmu og um daginn mættu þeir í Útsvar og unnu þann þátt. Þeir eru sannarlega engir hálfvitar. Vita alveg óskaplega mikið. Svo eru þeir líka skemmtilegir. Meira
26. september 2009 | Leiklist | 86 orð | 1 mynd

Guð blessi Ísland í Útvarpsleikhúsinu

ÚTVARPSLEIKHÚSIÐ frumflytur Guð blessi Ísland eftir Símon Birgisson og Malte Scholz á morgun kl. 14. Í leikritinu er notaður stíll heimildaleikhússins til að fjalla um fjármalahrunið. Sögusviðið er bær á Íslandi. Meira
26. september 2009 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Heiðraður fyrir mannúðarstörf

LEIKARINN Brad Pitt var heiðraður í fyrradag á mannúðarráðstefnu Bills Clintons, Clinton Global Initiative, fyrir aðstoð sína við þá sem áttu um sárt að binda eftir að fellibylurinn Katrína gekk yfir New Orleans og lagði stóran hluta borgarinnar í rúst. Meira
26. september 2009 | Fjölmiðlar | 253 orð | 1 mynd

Júlía er sjálfstæð stelpa

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is UNGLINGSSTELPUR Íslands hafa fengið sitt eigið tímarit. Nýlega kom út fyrsta tölublaðið af Júlíu , nýju unglingatímariti sem Birtingur gefur út. Meira
26. september 2009 | Myndlist | 77 orð | 1 mynd

Lýðveldið við lækinn á Varmá

SÝNINGIN Lýðveldið við lækinn verður opnuð í dag kl. 14, í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar við Varmá í Álafosskvos. Meira
26. september 2009 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

Matthíasarminning í sálmasöng og leik

MATTHÍASAR Jochumssonar verður minnst á þrennum tónleikum næstu daga. Á morgun verða tónleikar í Eyrarbakkakirkju kl. 16, og í Stóra-Núps-kirkju kl. 20.30. Þriðju tónleikarnir verða í Kristskirkju, Landakoti á þriðjudagskvöld kl. 20. Meira
26. september 2009 | Kvikmyndir | 312 orð | 2 myndir

Sjö myndir frá sjö löndum

Það er rétt að taka það fram, svona til að fyrirbyggja allan misskilning, að ég er ekki mikill bíómaður. Að því sögðu þá dett ég gjarna í það á hverju hausti, svo að segja, enda er þá haldin alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Meira
26. september 2009 | Tónlist | 366 orð | 1 mynd

Suðuramerískur seiður

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SUÐURAMERÍSKUR seiður verður framinn á Kjarvalsstöðum í kvöld, þegar kammerhópurinn Elektra Ensemble heldur þar tónleika með verkum eftir Hector Villa-Lobos og Astor Piazzolla. Meira
26. september 2009 | Tónlist | 69 orð | 1 mynd

Tónleikar á fæðingardegi Lennons og kveikt á súlu

Tónleikar til minningar um John Lennon verða haldnir í Hafnarhúsinu á fæðingardegi hans 9. október. 9. september sl. voru slíkir tónleikar haldnir á Nasa og var uppselt og fullt út úr dyrum. Meira
26. september 2009 | Kvikmyndir | 239 orð | 1 mynd

Verðlaunaleikstjóri elti Ögmund um í tvo daga

„ÉG hef verið að elta heilbrigðisráðherrann ykkar, Ögmund Jónasson, um í tvo daga,“ segir norski kvikmyndagerðarmaðurinn Håvard Bustnes spurður hvað hann sé að gera hér á landi. Meira

Umræðan

26. september 2009 | Aðsent efni | 741 orð | 1 mynd

Aðalvandinn er enn óleystur

Eftir Björgvin G. Sigurðsson: "Slíkar ákvarðanir er fráleitt að taka án eðlilegrar aðkomu fagráðuneytis. Því á enginn ráðherra að una og blasir glöggt við í baksýnisspeglinum nú." Meira
26. september 2009 | Pistlar | 414 orð | 1 mynd

Baráttan heldur áfram

Okkur er sagt að blóðtakan sé yfirstaðin. Eftir standa tómir básar og auð sæti. Tugir vinnufélaga horfnir úr húsi og ekki náðist að kveðja þá alla. Fjöldauppsagnir eru óbærilegar þó óvissan í aðdragandanum sé einnig slæm. Meira
26. september 2009 | Aðsent efni | 641 orð | 1 mynd

Er verðtrygging lána sökudólgurinn?

Eftir Bjarna Þórðarson: "Það er mjög mikilsvert að í framtíðinni ríki sátt milli kynslóða um að þær geti sparað á starfsaldri með því að lána þeim sem vilja eiga sitt húsnæði." Meira
26. september 2009 | Bréf til blaðsins | 199 orð

Ég segi upp áskrift að Morgunblaðinu

Frá Hallgrími Helga Helgasyni: "ÖLLUM er ljóst að við endurreisn íslensks þjóðfélags eftir hrun eru ábyrgir fjölmiðlar höfuðnauðsyn. Að hér sé komið á opnara, gegnsærra og réttlátara þjóðfélagi." Meira
26. september 2009 | Aðsent efni | 549 orð | 1 mynd

Getum gert betur

Eftir Matthías Imsland: "Það eru erfiðir mánuðir núna, en það er ekkert eitt sem gefur jafnmikla von og túrisminn. Ef hann gengur vel verður margt svo miklu léttara." Meira
26. september 2009 | Bréf til blaðsins | 341 orð | 1 mynd

Góðs viti að Davíð Oddsson verði nýr ritstjóri Morgunblaðsins

Frá Gústaf Adolf Skúlasyni: "ÉG FAGNA ákvörðun eigenda Árvakurs að fá til ritstjórnarstarfa Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra og Seðlabankastjóra. Með Davíð mun Morgunblaðið taka framförum og verða betri þátttakandi í þjóðfélagsumræðu allri og málefnum landsmanna." Meira
26. september 2009 | Aðsent efni | 680 orð

Hafa skal það sem sannara reynist

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá fyrrverandi stjórnarmönnum og sparisjóðsstjóra SPRON: „Fyrrverandi stjórn SPRON telur ástæðu til að taka fram og ítreka fáeinar staðreyndir um viðskipti stjórnar og maka sparisjóðsstjóra SPRON... Meira
26. september 2009 | Aðsent efni | 429 orð | 1 mynd

Menning og lottó

Eftir Ágúst Guðmundsson: "Hingað til hafa stjórnmálamenn verið tregir til að íhuga breytingar á lottóinu. En nýir tímar kalla á ný úrræði." Meira
26. september 2009 | Bréf til blaðsins | 168 orð | 1 mynd

Rangfærslur í umræðu um íslenskan sjávarútveg

Frá Sigurði Sverrissyni: "ÞORSTEINN Már Aðalsteinsson heldur því m.a. fram í grein í Morgunblaðinu hinn 20. september að það sé stefna LÍÚ sé að flytja eigi allan fisk óunninn úr landi." Meira
26. september 2009 | Aðsent efni | 617 orð | 3 myndir

Réttindi ábyrgðarmanna

Eftir Árna Helgason, Jóhannes Árnason og Sverri Bergmann Pálmason: "Það er mikilvægt að ábyrgðarmenn átti sig á réttindum sínum samkvæmt samkomulaginu frá 2001 og lögum um ábyrgðarmenn." Meira
26. september 2009 | Bréf til blaðsins | 327 orð | 1 mynd

Skólamjólkin leggur grunn að sterkum beinum

Frá Ólafi G. Sæmundssyni: "MATVÆLASTOFNUN Sameinuðu þjóðanna minnir á mikilvægi og hollustu mjólkur og mjólkurvara fyrir þroska og viðhald beina hjá börnum og unglingum. Ákveðin aldursskeið virðast sérstaklega mikilvæg með tilliti til vaxtar og þroska beina." Meira
26. september 2009 | Aðsent efni | 404 orð | 1 mynd

Spurningar og svör

Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur: "Það var gott framtak að birta spurningalista ESB á netinu, en það er hins vegar marklaust ef svörin verða ekki líka birt." Meira
26. september 2009 | Velvakandi | 317 orð | 1 mynd

Velvakandi

Skilið peningunum ÞAÐ eru nógir peningar til, vinstristjórnin á að skila aftur því sem stolið var af Landspítalanum og heilbrigðisstéttum í góðærinu til að nota í gæluverkefni. Vinstristjórnin á að fjölga starfsfólki á spítalanum og auka vaktaálagið. Meira

Minningargreinar

26. september 2009 | Minningargreinar | 566 orð | 1 mynd

Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason fæddist á Vatnsenda í Skorradal 5. apríl 1912. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 14. september sl. Foreldrar hans voru Bjarni Guðmundsson, f. á Múlastöðum í Andakílshreppi 6. september 1884, d. 28. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1620 orð | 1 mynd | ókeypis

Bylgja Hrönn Nóadóttir

Bylgja Hrönn Nóadóttir fæddist þann 2. júlí 1960 að Ártúni á Tálknafirði. Hún lést á bráðamótöku Landspítalans við Hringbraut þann 14. september. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargreinar | 3731 orð | 1 mynd

Bylgja Hrönn Nóadóttir

Bylgja Hrönn Nóadóttir fæddist í Ártúni á Tálknafirði 2. júlí 1960. Hún lést á bráðamótöku Landspítalans við Hringbraut 14. september sl. Foreldrar hennar eru Nói A. Marteinsson, f. 16.11. 1934, og Fríða Sigurðardóttir, f. 17.11. 1936. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 420 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson fæddist 16. Júlí 1933 að Leirum Austur-Eyjafjöllum. Hann lést á Elliheimilinu Grund 18. September. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargreinar | 2394 orð | 1 mynd

Jón Sigurðsson

Jón Sigurðsson fæddist á Leirum, Austur-Eyjafjöllum 16. júlí 1933. Hann lést á Elliheimilinu Grund 18. september síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Jónsson, bóndi frá Ásólfsskála, f. 10. september 1902, d. 10. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1570 orð | 1 mynd | ókeypis

Karl Karlsson

Karl Karlsson fæddist á Draflastöðum í Fnjóskadal þann 30.október 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 19.september sl. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargreinar | 2423 orð | 1 mynd

Karl Karlsson

Karl Karlsson fæddist á Draflastöðum í Fnjóskadal 30. október 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. september sl. Foreldrar hans voru hjónin Karl Ágúst Sigurðsson, f. 13. ágúst 1873, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargreinar | 1089 orð | 1 mynd

Sigrid Toft

Sigrid Luise Solveig Elisabet Toft fæddist í Reykjavík 12. desember 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði þriðjudaginn 15. september sl. Útför Sigrid fór fram frá Egilsstaðakirkju 25. september sl. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargreinar | 976 orð | 1 mynd

Stefán Egilsson

Stefán Egilsson fæddist 4. mars 1918. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi 17. september síðastliðinn. Útför Stefáns fór fram frá Keflavíkurkirkju 25. september sl. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargreinar | 2533 orð | 1 mynd

Valdimar Einarsson

Valdimar Einarsson fæddist á Siglufirði 5. ágúst 1991. Hann lést á Freeman Hospital í Newcastle í Englandi 14. september sl. Valdimar var þriðji í röðinni af fimm systkinum. Foreldrar hans eru Jóhannes Einar Guðmundsson, stýrimaður og skipstjóri, f. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 657 orð | 1 mynd | ókeypis

Valdimar Einarsson

Valdimar Einarsson fæddist 5. ágúst 1991 á Siglufirði. Hann lést 14. september sl. á Freeman Hospital í Newcastle í Englandi. Foreldrar hans hjónin Einar Guðmundsson f. 27. 5. 1959, og Sævör Þorvaðardóttir f. 7.9. 1964. Valdimar átti tvo eldri bræður, þ Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 838 orð | 1 mynd | ókeypis

Valdimar Einarsson

Valdimar Einarsson fæddist á Siglufirði 5. ágúst 1991, Hann andaðist 14. september 2009. Valdimar var þriðji í röðinni af fimm systkinum. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargrein á mbl.is | 967 orð | 1 mynd | ókeypis

Vilborg Stefánsdóttir

Vilborg Stefánsdóttir fæddist að Litla-Hvammi í Mýrdal 21.maí árið 1921. Hún lést á Landakotsspítala 3. sept. sl. Vilborg var yngsta barn hjónanna Stefáns Hannessonar, kennara og bónda í Litla-Hvammi, f. 16.03. 1876 í Efri-Ey í Meðallandi, d.30.12. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargreinar | 1949 orð | 1 mynd

Vilborg Stefánsdóttir

Vilborg Stefánsdóttir fæddist í Litla-Hvammi í Mýrdal 21. maí árið 1921. Hún lést á Landakotsspítala 3. sept. sl. Vilborg var yngsta barn hjónanna Stefáns Hannessonar, kennara og bónda í Litla-Hvammi, f. í Efri-Ey í Meðallandi 16.3. 1876 , d. 30.12. Meira  Kaupa minningabók
26. september 2009 | Minningargreinar | 595 orð | 1 mynd

Þórir Bjarnason

Þórir Bjarnason, eða Tóki eins og hann var oft kallaður, fæddist í Reykjavík 6. október 1931. Hann lést á heimili sínu í Sóltúni 2 hinn 18. september sl. Útför Þóris fór fram frá Áskirkju 25. september sl. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 69 orð

Ávinningur af útgáfu innstæðubréfa óviss

Greiningardeild Kaupþings telur óvíst að útgáfa innstæðubréfa, sem Seðlabankinn tilkynnti um í fyrradag, hafi tilætluð áhrif til að draga úr lausu fé í umferð. Meira
26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 239 orð | 1 mynd

Glitnir tók 500 milljónir í þóknun vegna sölu til sín

Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl. Meira
26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 71 orð | 1 mynd

Jarðboranir fækka fólki

Þrjátíu starfsmönnum Jarðborana hefur verið sagt upp störfum. Eftir uppsagnirnar munu um 150 manns starfa hjá Jarðborunum en þegar mest var sumarið 2008, störfuðu um 210 manns hjá félaginu. Meira
26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 104 orð | 1 mynd

Jákvæður á styrkingu krónunnar

Beat Siegenthaler, sérfræðingur hjá TD Securities, segir í bréfi til viðskiptavina sinna í gær að hann taki undir með Seðlabankanum að krónan muni styrkjast á næsta ári. Evran muni kosta minna en 170 krónur. Meira
26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 174 orð | 1 mynd

Kostir yfirfærslu lána ekki augljósir

Í NEYÐARLÖGUNUM er heimild til þess að færa íbúðalán frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs. Ekki er útilokað að af þessu verði og hefur nýting þessarar heimildar m.a. verið rædd að undanförnu á ríkisstjórnarfundum. Meira
26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 298 orð | 2 myndir

Kæra Kaupþings beinist að stjórnendum Exista

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „Þetta kemur á óvart. Við höfum beðið um afrit af kærunni til að vita í rauninni hvað er á bak við hana. Við getum ekki séð að þetta falli undir valdsvið sérstaks saksóknara. Meira
26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 112 orð

Landsbankinn hleypur ekki frá fortíð sinni

EKKI stendur til að skipta um nafn eða vörumerki Landsbankans , að sögn Ásmundar Stefánssonar, bankastjóra. Meira
26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 75 orð | 1 mynd

Magnús Jónsson forstjóri Atorku hættur

MAGNÚS Jónsson hefur látið af störfum sem forstjóri Atorku. Atorka fékk í gær áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar til 30. október nk. Segir félagið, að áfram verði unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Meira
26. september 2009 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Pundið kostar 199 kr.

ENGAR breytingar urðu á gengisvísitölu krónunnar í gær og er hún 234,53 stig. Evran er 183 krónur, danska krónan 24,592 krónur, Bandaríkjadalur 124,67 krónur og pundið 199,09 krónur, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Íslandsbanka. Meira

Daglegt líf

26. september 2009 | Daglegt líf | 410 orð | 1 mynd

Börn og unglingar

Mataræði: Börnum og unglingum sem æfa íþróttir, stundum oft og lengi í einu, er ráðlagt að mæta þörfinni fyrir meiri næringu (þ.m.t. aukinni orkuþörf) með því að borða fjölbreyttan mat í samræmi við orkuþörf. Meira
26. september 2009 | Daglegt líf | 1730 orð | 2 myndir

Ég titraði eins og lítill fugl

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Stórsöngvarinn Kristján Jóhannsson er fluttur heim til Íslands frá Ítalíu ásamt konu sinni Sigurjónu Sverrisdóttur og 12 ára dóttur þeirra, Rannveigu. Meira
26. september 2009 | Daglegt líf | 488 orð | 2 myndir

Sandgerði

Skrýtin vegmerking Hinn nýi vegur fyrir Ósabotna, sem var lagður fyrir um tveimur árum og tengir Sandgerði og Garð við veginn út á Reykjanes, hefur nú loksins verið merktur af Vegagerðinni. Meira
26. september 2009 | Daglegt líf | 508 orð | 2 myndir

Vantar alltaf fleiri sjálfboðaliða

Litla búðin á fyrstu hæðinni á Borgarspítalanum er rekin á vegum kvennadeildar Rauða krossins í Reykjavík og allur ágóði af sölunni rennur til sjúkrahúsanna og góðgerðarmála. Meira

Fastir þættir

26. september 2009 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Akranes Elín Eygló fæddist 8. desember kl. 12.57. Hún vó 3.125 g og var...

Akranes Elín Eygló fæddist 8. desember kl. 12.57. Hún vó 3.125 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Alda Leif Jónsdóttir og Sigurður Ágúst... Meira
26. september 2009 | Fastir þættir | 163 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Ekki er allt sem sýnist. Meira
26. september 2009 | Fastir þættir | 522 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

FEB Stangarhyl Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, mánud. 21.9. Spilað var á 12 borðum, Meðalskor 312 stig. Árangur N/S: Albert Þorsteinss. – Bragi Björnss. 280 Sigurður Jóhannss. – Siguróli Jóhannss. 248 Rafn Kristjánss. Meira
26. september 2009 | Árnað heilla | 173 orð | 1 mynd

Deildi degi með Danakóngi

KRISTJÁN Árnason, þýðandi og fyrrverandi dósent í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag og segist af því tilefni jafnvel ætla að fara úr bænum með konu sinni, Ingu Huld Hákonardóttur, sagnfræðingi og rithöfundi. Meira
26. september 2009 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

Fyrsta smáskífan í 20 ár

HLJÓMSVEITIN Spandau Ballet mun senda frá sér sína fyrstu smáskífu í ein 20 ár hinn 9. nóvember nk. „Once More“ heitir lagið. Spandau Ballet naut mikilla vinsælda á 9. áratugnum og átti margan smellinn, m.a. Meira
26. september 2009 | Árnað heilla | 19 orð | 1 mynd

Gullbrúðkaup

Sigríður María Sólnes húsfreyja og Júlíus Sólnes, prófessor emeritus og fyrrverandi ráðherra, áttu fimmtíu ára brúðkaupsafmæli 25. september... Meira
26. september 2009 | Í dag | 1750 orð | 1 mynd

Messur á morgun

ORÐ DAGSINS: Sonur ekkjunnar í Nain. Meira
26. september 2009 | Í dag | 20 orð

Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í...

Orð dagsins: Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. (Jh. 15, 13. Meira
26. september 2009 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Bergrós María fæddist 29. apríl kl. 2.57. Hún vó 3.500 g og...

Reykjavík Bergrós María fæddist 29. apríl kl. 2.57. Hún vó 3.500 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Sigrún Jónsdóttir og Leifur Þór... Meira
26. september 2009 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Marsibil fæddist 11. maí kl. 9.28. Hún vó 4.305 g og var 52 cm...

Reykjavík Marsibil fæddist 11. maí kl. 9.28. Hún vó 4.305 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Eygló Jónsdóttir og Guðbrandur Þór... Meira
26. september 2009 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. cxd5 exd5 5. Rc3 c6 6. Dc2 Be7 7. Bg5 O-O 8. e3 Re4 9. Bf4 f5 10. Bd3 Rd7 11. h3 g6 12. g4 g5 13. Bh2 fxg4 14. Rxe4 Hxf3 15. Rd6 Rf8 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem í Montreal í Kanada. Meira
26. september 2009 | Fastir þættir | 281 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji telur sjálfum sér trú um að hann taki ekki þátt í þjóðaríþrótt Íslendinga, orðhengilshættinum. Íslendingar eru snillingar í því að rífast þótt þeir séu sammála, vegna þess að orðnotkun og málfræði yfirtaka samræður þeirra. Meira
26. september 2009 | Í dag | 121 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

26. september 1930 Kvæðakver Halldórs Laxness kom út. Elsta kvæðið var frá árinu 1922 (Bráðum kemur betri tíð) og eitt það yngsta (Alþingishátíðin) ort sumarið 1930. Kverið hefur verið endurútgefið nokkrum sinnum, með viðbótum. 26. Meira

Íþróttir

26. september 2009 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Andri áfram með Haukana

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is ANDRI Marteinsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Haukum. Samningur Andra rann út eftir tímabilið en samningaviðræður milli hans og Haukanna eru langt komnar og aðeins formsatriði að ganga frá nýjum samningi. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 436 orð | 2 myndir

„Gaman að æfa aftur með gömlu félögunum“

Guðmundur Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, verður búsettur hér á landi í vetur og ætlar hann að leggja atvinnumennskuna til hliðar í bili. Guðmundur ætlar að stunda nám við Háskóla Íslands til jóla en hann verður á meðal varamanna sænska úrvalsdeildarliðsins Eslöv fram að áramótum. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 307 orð | 1 mynd

Ekki samkvæmt handritinu

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

EM-leiktímar í Linz liggja fyrir

NÚ liggja fyrir leiktímar á viðureignum íslenska landsliðsins í handknattleik karla á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Austurríki í 19. til 30. janúar á næsta ári. Ísland leikur í riðli með heimamönnum, Dönum og Serbum í bænum Linz. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 66 orð

Fallliðin hafa notað flestu leikmennina

ÞRÓTTUR og Fjölnir, liðin sem eru fallin úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa notað flestu leikmennina í deildinni í sumar. Bæði hafa þau notað 27 leikmenn í leikjunum 21 en lokaumferð deildarinnar fer fram í dag. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 386 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Sigurður Ari Stefánsson skoraði 4 mörk í 23:24 sigri Elverum á útivelli gegn Runar í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær í fyrstu umferð deildarkeppninnar. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 38 orð

Fólk sport@mbl.is

Gísli Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir danska handknattleiksliðið Nordsjælland í úrvalsdeildinni í gær í 33:32 tapleik gegn Bjerringbro/Silkeborg. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

Hamar á sínu tíunda ári í efstu deild

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is HAMAR í Hveragerði hefur undanfarin ár leikið meðal þeirra bestu í körfuknattleik karla. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 325 orð

HANDKNATTLEIKUR Hafnarfjarðarmót karla Haukar – Valur 23:23 FH...

HANDKNATTLEIKUR Hafnarfjarðarmót karla Haukar – Valur 23:23 FH – Akureyri 33:34 Staðan: Haukar 211050:473 Valur 211050:493 Akureyri 210158:602 FH 200259:610 Reykjavíkurmót kvenna A-riðill: Fram – HK 21:15 Haukar – Fylkir 20:16... Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 161 orð

Haukar í Kaplakrika?

FORRÁÐAMENN knattspyrnudeildar Hauka áttu fund með KSÍ í gær en sú staðreynd blasir við að ef Haukarnir ætla að leika heimaleiki sína í Pepsi-deild karla í knattspyrnu á Ásvöllum á næsta tímabili þarf að fara út í framkvæmdir við gervigrasvöllinn, sem... Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 139 orð | 1 mynd

Ísland upp í 17. sætið

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu er í 17. sæti á nýjum heimslista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í gær. Liðið hækkar sig um tvö sæti frá síðasta lista. Þá fer Ísland úr 12. sætinu í það 11. á Evrópulistanum. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Kylfingar keppa um 1,2 milljarða kr.

TIGER Woods er efstur þegar keppni er hálfnuð á Tour-meistaramótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. Bandaríkjamaðurinn er á 5 höggum undir pari en Írinn Padraig Harrington og Sean O'Hair frá Bandaríkjunum koma þar næstir á 4 höggum undir pari. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 271 orð | 3 myndir

Lárus Ingi Friðfinnsson stofnaði körfuknattleiksdeild Hamars árið 1992...

Lárus Ingi Friðfinnsson stofnaði körfuknattleiksdeild Hamars árið 1992 ásamt Gísla Páli Pálssyni og hefur Lárus verið formaður deildarinnar allar götur síðan. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 764 orð | 2 myndir

Margir ungir strákar sem fá að reyna sig

„Ég held að veturinn leggist bara vel í mig. Liðið er aftur komið upp í efstu deild og við erum með mikið af uppöldum strákum héðan úr Hveragerði og nágrenni,“ sagði Ágúst S. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 328 orð | 1 mynd

Slagurinn um skóna í dag

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is ÞAÐ þarf mikið að ganga á í lokaumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í dag til að Atli Viðar Björnsson, sóknarmaður FH, missi af markakóngstitlinum í ár. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 495 orð | 1 mynd

Við verðum að vinna okkar leik

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „VIÐ verðum fyrst og fremst að einbeita okkur að þeim leik sem við eigum að spila og vinna hann. Meira
26. september 2009 | Íþróttir | 198 orð | 1 mynd

Þórunn og Marta samherjar

ÞÓRUNN Helga Jónsdóttir er farin að leika við hliðina á bestu knattspyrnukonu heims með Santos í Brasilíu. Marta, sem hefur verið kjörin sú besta í heiminum undanfarin þrjú ár, er komin til félagsins í láni frá Los Angeles Sol í Bandaríkjunum. Meira

Barnablað

26. september 2009 | Barnablað | 716 orð | 4 myndir

Börnin fá að taka þátt í tónleikum

Tónverkið Karnival dýranna verður flutt í Salnum á morgun klukkan 13. Þar fá börn að heyra ketti rífast á undurfagran máta, fiskabúrstónlist, hvernig hljóðfærin breytast með ólíkum eiginleikum dýranna og að auki mun götulistahópur sýna listir sínar. Meira
26. september 2009 | Barnablað | 79 orð

Grín og glens

Anna: „Ég fékk alveg hræðilega martröð í nótt.“ Þuríður: „Nú! Og hvernig lýsti hún sér?“ Anna: „Mig dreymdi sko að ég væri að borða spagettí.“ Þuríður: „Varla er það nú svo slæmt, eða hvað? Meira
26. september 2009 | Barnablað | 72 orð

Ha, ha, ha!

Í dómsalnum. Eiginkonan: „Herra dómari! Maðurinn minn er sá nískasti í öllum heiminum. Hann dáleiðir mig á hverjum degi, lætur mig svo halda að ég sé kanarífugl og fæðir mig einungis á fuglafóðri.“ Dómarinn: „Þetta er ægilegt að heyra. Meira
26. september 2009 | Barnablað | 30 orð | 1 mynd

Hver er á ísjakanum?

Dragðu línu frá punkti 1 í punkt 2 og þaðan í punkt 3 o.s.frv. þar til þú kemur að punkti 61. Þá ættir þú að sjá hver er á... Meira
26. september 2009 | Barnablað | 79 orð | 1 mynd

Krakka-sudoku

Náðu þér í sex liti, gulan, rauðan, grænan, bláan, svartan og bleikan, og reyndu að koma hverjum lit fyrir í hverri línu bæði lárétt og lóðrétt. Þú sérð að ferhyrningurinn samanstendur af sex minni ferhyrningum. Meira
26. september 2009 | Barnablað | 22 orð | 1 mynd

Lausnir

Indíánastrákurinn klippti bút númer 3 út. Rebbi krotaði 10 strik. Á ísjakanum er mörgæs. Í neðri rammann vantar köku, kókoshnetu og... Meira
26. september 2009 | Barnablað | 33 orð | 1 mynd

Lengstu horn í heimi

Af öllum dýrum í heiminum sem bera horn er eitt dýr með langlengstu hornin. Í Indlandi eru vatnabuffalóar með horn sem ná allt að 3,9 metra lengd, mælt frá öðrum hornendanum í... Meira
26. september 2009 | Barnablað | 94 orð | 1 mynd

Pennavinir

Hæ, hæ! Ég heiti Rut Bjarnadóttir og ég er 10 ára. Mig langar að eignast pennavin á aldrinum 10-11 ára. Áhugamálin mín eru þverflauta, fótbolti, dýr og Andrés önd. Kveðja, Rut Bjarnadóttir Álftamýri 34 108 Reykjavík Hæ! Meira
26. september 2009 | Barnablað | 21 orð | 1 mynd

Rebbakrot

Mikki refur fann krít og krotaði með henni nokkrar línur á grindverkið. Sérðu hversu margar línur Mikki hefur dregið? Lausn... Meira
26. september 2009 | Barnablað | 157 orð | 1 mynd

Skartgripir eftir teikningum barna

„Sonur minn teiknaði mynd fyrir mig sem mér fannst svo skemmtileg að ég ákvað að smíða hálsmen eftir henni,“ segir listakonan Sif Ægisdóttir um upphaf þess að smíða skartgripi eftir barnateikningum. Meira
26. september 2009 | Barnablað | 7 orð | 1 mynd

VERÐLAUNALEIKUR VIKUNNAR

Fyrir tveimur vikum áttuð þið að elta stafi eftir örvum og var lausnin: Vantar þig aðstoð væni. Dregið var úr réttum innsendum lausnum og fá hinir heppnu DVD-diskinn með Regínu í verðlaun. Meira
26. september 2009 | Barnablað | 29 orð | 1 mynd

Það vantar eitthvað

Við fyrstu sýn virðast vera sömu smáteikningar í efri rammanum og þeim neðri en svo er ekki. Í neðri rammann vantar þrjár smáteikningar, sérð þú hvað vantar? Lausn... Meira

Lesbók

26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 675 orð | 2 myndir

Ástandið sunnan landamæranna

Í nýju heimildarmyndinni, South of the Border , sést Oliver Stone faðma Hugo Chávez, narta í kókalauf með Evo Morales og stríða Cristinu Elizabeth Fernández de Kirchner góðlátlega á skóeign hennar. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 189 orð | 1 mynd

„Ég er rukkari“

Jón úr Vör tjáði sig um reynslu sína af kreppunni í viðtali við Þröst Helgason sem birtist í tilefni af áttræðisafmæli Jóns 1997. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1836 orð | 4 myndir

„Rokkað í Réttunum...“

Hinni fjögurra daga tónlistarhátíð, Réttum, lýkur í kvöld, en hæst mun vafalítið bera endurkomu stærsta orgel kvartetts heims, Orgelkvartettsins Apparats. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð | 1 mynd

Brauð og breytingar

Árið 1969 kom Kristján Guðmundsson inn í íslenskan myndlistarheim með hvelli sem enn er í minnum hafður. Sýning hans í gallerí SÚM vakti mikla hneykslan almennings þrátt fyrir að aðeins 47 manns hafi litið hana augum. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð | 1 mynd

Dýrahringur strengjanna

Hér til hliðar er getið um útgáfu Sufjans Stevens á hljómsveitarsvítum en hann er ekki við eina fjölina felldur því um líkt leyti kemur út önnur plata með klassísku ívafi; Run Rabbit Run, sem byggð er á annarri Sufjan-skífu: Enjoy Your Rabbit. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1266 orð | 10 myndir

Dönsk áhrif á Íslandi

Þótt samskipti Dana og Íslendinga hafi oft verið í umræðunni hér á landi á síðustu öld hefur lítið verið fjallað um þau út frá sjónarhóli þeirra Dana sem búsettir voru hér á landi. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 75 orð | 1 mynd

Eymd og velsæld í Úkraínu

Afar löng og átakanleg ævintýramynd um harðan heim tveggja munaðarlausra systkina sem reyna að bjarga sér á götum Kænugarðs. Pabbar þeirra eru löngu brotthlaupnir, móðirin nýdáin. Nafnið bendir til ákveðins léttleika sem er ekki til staðar. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1348 orð | 2 myndir

Ég er töffari í mér

Dóra Steinunn Ármannsdóttir er ung söngkona. Það var uppljómun að heyra fyrst í henni. Svona raddir, náttúrulega dökkar og mjúkar, eru fágætar. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 733 orð | 2 myndir

Fjölmiðlalög hin nýju

Davíð Oddsson hafði rétt fyrir sér – við þurfum fjölmiðlalög, strax. Fjölmiðlarnir voru með því fyrsta sem hrundi í kjölfar bankanna – og við gerðum ekki neitt. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð | 3 myndir

Gamalt vín á nýjum belgjum

Nýtt afbrigði af þjóðlagamúsík hefur farið hátt vestan hafs á undanförnum árum; ungir tónlistarmenn sækja í gamlan arf og túlka upp á nýtt, bæta í hann rokkpælingum og hugmyndum úr ýmiskonar tilraunamúsík. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 273 orð | 1 mynd

Glens og gaman

Undir yfirskriftinni Frá suðri til norðurs með sópran í eftirdragi! var efnt til söngskemmtunar í Íslenzku óperunni á sunnudag. Hvert sætanna 473 var skipað, enda kvað áformað að ítreka leikinn 1. nóvember. Dagskráin var afar fjölbreytt. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1429 orð | 1 mynd

Góð listaverk rata til sinna

Iwan Wirth segir að listamenn verði enn meira skapandi í kreppunni. Hann rekur fræg gallerí beggja vegna Atlantshafs og kemur árlega hingað til lands, til að veiða. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 1250 orð | 4 myndir

Hin ljóðræna uppspretta

Sýning á úrvali um 80 ljósmynda frá Frakklandi eftir André Kertész, einn merkasta ljósmyndara 20. aldar, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 156 orð | 1 mynd

Hvað ef maðurinn fer?

Í timaritinu TIME var bókin Mannlaus veröld eftir bandaríska höfundinn Alan Weisman valin besta fræðirit ársins 2007. Hún hefur verið þýdd á 30 tungumál og notið mikillar hylli; nú er hún komin út hér á landi í þýðingu Ísaks Harðarsonar. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 555 orð | 3 myndir

Í gangi

Kvikmyndir The Ugly Truth – Blákaldur sannleikurinn**½- „Blákaldur sannleikurinn er nýjustu þreifingar Hollywood í þá átt að endurskapa þær orðheppnu, kaldhæðnu, rómantísku gamanmyndir sem komust í algleyming um miðja síðustu öld. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð

Kaupmannahöfn

Eitt orð eitt líf eitt lag eða sálmur. Þrjú stór tré með sterkar rætur gæla við hárið mitt og handleggi. Nei – ég er ekki hungruð blaut og köld né eru styrjaldir í huga mínum. Ég hef úrræði eins og: sendiráðið – gsm-síma og netið. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 526 orð | 3 myndir

Kostir markvissrar eyðileggingar

Ég glími við mótþróaþrjóskuröskun, stöðuskipanakreppu og fleiri ámátleg orð. Ísland, það eru alltof löng orð í þér. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 348 orð | 2 myndir

Lesarinn | Kristrún Ósk Karlsdóttir

Ég er eiginlega með þrjár bækur í gangi þessa dagana. Þær eru allar frekar gamlar fréttir og ég viðurkenni alveg að val mitt á bókum er undir miklum áhrifum frá auglýsingum. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 156 orð | 1 mynd

Ljóðabálkur um söguna

Á rúmlega 200 síðum fetar skáldið Sindri Freysson sig frá einu ári til annars, frá stofnun íslenska lýðveldisins á Þingvöllum til nútímans. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 131 orð | 1 mynd

Málfrelsi Milosar

Milos Forman bættist í hóp Íslandsvina í síðustu viku og í einhverjum viðtölum kom fram að hann hefði eitt sinn nærri verið búinn að gera mynd á Íslandi um heimsmeistaraeinvígið í skák. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 415 orð | 4 myndir

Ódýr og óborganleg helgi

Laugardagur | Klukkan sjö er mamman rekin á fætur. Þá er best að nudda stírurnar úr augunum og bursta tennurnar. Hafragrautur er hollur, ódýr og góður morgunverður og ekki má gleyma lýsinu svo maður verði stór og sterkur. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 377 orð | 1 mynd

Skáldskaparvíman ljúfa

Það var unaðslegt að hlýða á söngkonuna Alinu Dubik í Kammermúsíkklúbbnum á sunnudagskvöldið. Alina hefur forkunnarfagra mezzósópranrödd, en ekki bara það. Hún býr líka yfir djúpu listrænu innsæi. Og hún kann að koma listrænni sýn sinni til áheyrenda. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 507 orð | 2 myndir

Spaugilegir straumar

Stefán Guðmundur Guðmundsson hét maður, fæddur árið 1853 á Kirkjuhóli í Skagafirði. Í æsku þráði Stefán fátt annað en að ganga í skóla, en efnahagsástandið var bágt og hagir foreldra hans þannig að ekki gafst honum kostur á skólagöngu. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 359 orð | 2 myndir

Stuðmenn Ástralíu

Ég held að ég geri það að mínu fyrsta verki að útskýra fyrirsögnina. Hljómsveitina Midnight Oil mætti kalla Stuðmenn Ástralíu í þeim skiningi að þetta er svona „hljómsveit allra landsmanna“ þar, heimaaldar hetjur sem allir þekkja og virða. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 141 orð | 1 mynd

Sufjan hyllir ljótleikann

Sá mæri meginsmiður í bandarísku krútti, Sufjan Stevens, hefur haft hljótt um sig allt of lengi, eða það hefur fjölmörgum aðdáendum hans þótt. Hann hefur þó verið að iðja ýmislegt og nú eru nýútkomnar tvær skífur með tónsmíðum hans. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 304 orð | 1 mynd

Um hraðan snúning heimsins

„Veröldin hún vendir sér öll og snýst“ syngur Megas og við starfsmenn Morgunblaðsins skiljum vel hvað hann er að fara. Veröld okkar hefur snúist hratt síðustu daga og margir kærir vinnufélagar þeyst af hnettinum. Meira
26. september 2009 | Menningarblað/Lesbók | 218 orð | 1 mynd

Velkomin til Amreeku

Muna (Nisreen Faour), er einstæð Palestínsk móðir, sem er flutt ásamt syni sínum Fadi (Melka Muallen), til fyrirheitna landsins, nánar tiltekið smábæjar í Illinois þar sem ekkert er eins og á Vesturbakkanum. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.