Greinar miðvikudaginn 11. nóvember 2009

Fréttir

11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 96 orð

31 liggur með svínaflensu

31 sjúklingur lá á Landspítalanum með svínainflúensu í gær, þar af sjö á gjörgæsludeild. Þrír höfðu verið útskrifaðir síðasta sólarhring og sex nýir lagðir inn, samkvæmt upplýsingum frá farsóttarnefnd spítalans. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

70% hlynnt erlendri fjárfestingu

ÍSLENDINGAR eru almennt mjög opnir fyrir því að fá erlent fjármagn inn í landið en það skiptir þó miklu máli í hvaða greinum er fjárfest. Meira
11. nóvember 2009 | Erlendar fréttir | 489 orð | 2 myndir

Abbas ekki að blekkja

Palestínumenn segja að ef heimastjórnin fellur kunni svo að fara að þeir falli frá tveggja ríkja lausninni og berjist fyrir því að þeir fái sömu réttindi og gyðingar í Ísrael. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Aukafjármagn tryggir starfshæfni réttarins

Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is FALLIST hefur verið á beiðni Hæstaréttar um 16 milljóna króna viðbótarframlag á næsta ári vegna fyrirsjánlegs álags í kjölfar bankahrunsins. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 466 orð | 2 myndir

Áhrifin af þrepunum

Enn er mjög óljóst hvernig breyta á skattkerfinu, þó svo að upplýsingar hafi lekið út um það. Áhrifin af breytingunum gætu fært ríkinu mikinn tekjuauka en líka valdið verðbólgu og mismunun. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

„Hefta framsal og auka veiðiskyldu“

Eftir Ívar Pál Jónsson og Unu Sighvatsdóttur ÚTGERÐARMENN eru uggandi yfir fyrirhuguðum breytingum á fiskveiðilöggjöfinni en samkvæmt þeim verður ráðherra m.a. heimilt að skylda fyrirtæki til að vinna uppsjávarfisk til manneldis. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

Breiðavíkursamtökin álykta um sviptingu umsjár

Breiðavíkursamtökin fordæma þá gjörð, sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins fyrrakvöld, 9. Meira
11. nóvember 2009 | Erlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Deila um Thaksin gæti leitt til átaka

MIKIL spenna er í samskiptum Taílands og Kambódíu eftir að flóttamaðurinn Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, fór til Kambódíu og hóf störf fyrir stjórn landsins sem efnahagsráðgjafi. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Eggert aftur í slaginn og æfir með FH-ingum

Fótboltamaðurinn Eggert Stefánsson á ekki langt að sækja þrautseigjuna, enda bróðir Ólafs handboltakappa og Jóns Arnórs körfuboltahetju. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 74 orð

Enn fækkar flugfarþegum

FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fækkaði um 11% í október miðað við sama mánuð í fyrra, eða úr 142 þúsund farþegum árið 2008 í 127 þúsund nú. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 71 orð

Frádráttur ef fjarvera er mikil

Í KJÖLFAR umræðna um fjarveru kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum borgarinnar hefur Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, lagt fram eftirfarandi tillögu í forsætisnefnd Reykjavíkur: „Forsætisnefnd felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að... Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 71 orð | 1 mynd

Frímínútur vel nýttar til leikja

ÞETTA er ungt og leikur sér er stundum sagt um unga fólkið. Víst má heimfæra það á þessa krakka í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi sem notuðu frímínúturnar einmitt til að leika sér. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Hjaltalínplötunni frestað um viku

Mikil spenna og eftirvænting er nú í loftinu vegna væntanlegrar breiðskífu spútniksveitarinnar Hjaltalín, sem leidd er af Högna nokkrum Egilssyni . Ráðgert var að platan, sem kallast Terminal , myndi koma út mánudaginn 16. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 265 orð

Hvítsstaðamenn sendu inn 11 tilboð í jörðina

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is ÞEGAR Sparisjóður Mýrasýslu auglýsti til sölu jörðina Grenjar á Mýrum haustið 2005 bárust ellefu tilboð frá Hvítsstöðum ehf. Tilboðin voru á bilinu 44-79 milljónir króna. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 1175 orð | 5 myndir

Hægt verði að skylda fyrirtæki til að vinna uppsjávarfiskinn

Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is RÁÐHERRA verður heimilt að ákveða með reglugerð að skylt sé að vinna einstakar tegundir uppsjávarfisks til manneldis, verði nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra til breytinga á lögum um stjórn fiskveiða samþykkt. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 79 orð

Í gang eftir helgi

„Við hjá viðræðunefnd lífeyrissjóða munum í næstu viku eiga fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar og samgöngu- og fjármálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda. Meira
11. nóvember 2009 | Erlendar fréttir | 209 orð | 1 mynd

Kalashníkov heiðraður á níræðisafmælinu

RÚSSINN Míkhaíl Kalashníkov, sem hannaði Kalashníkov-riffilinn, eða AK-47, varð níræður í gær og forseti Rússlands sæmdi hann orðu af því tilefni. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Kannabisræktun í Kópavogi

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi síðdegis á mánudag. Við húsleit fundust rúmlega 20 kannabisplöntur og voru þær á lokastigi ræktunar. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Kirkjan í Flatey hagnast á aukinni drykkju

SEGJA má að kirkjan í Flatey á Breiðafirði njóti góðs af því sem þeir sem dvelja í eyjunni innbyrða af drykkjarvörum. Farið er með flöskur og dósir í þúsundavís á söfnunarstað kirkjunnar þegar húseigendur og ferðafólk í Flatey heldur á brott. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Lagði lokahönd á listaverkið

„OKKUR fannst ómögulegt að verkið yrði ekki fullklárað því það er mikil vinna á bak við þetta,“ segir Helga Unnarsdóttir sem í gær lagði lokahönd á standklukku sem faðir hennar, Unnar Björgólfsson, hafði varið einu og hálfu ári í að smíða og... Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Landeyjahöfn mun kosta 3,5 milljarða

ÁÆTLAÐ er að Landeyjahöfn í Bakkafjöru muni kosta 3,5 milljarða. Fjárveiting til og með árinu 2009 er 1.935 millj. kr. og hefur hún verið tryggð að fullu, samkvæmt svari Kristjáns L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Leitað eftir tillögum íbúa

BÆJARSTJÓRI Garðabæjar leitar til íbúa sveitarfélagsins um hvernig rétt sé að bregðast við fyrirsjáanlegri lækkun tekna bæjarsjóðs. Hann kynnir fjárhagsstöðu bæjarins á fundi síðdegis í dag og óskar eftir hugmyndum íbúa. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Lestur dagblaða minnkar milli ára

MEÐALTALSLESTUR á Morgunblaðinu mældist 37,3% á tímabilinu 9. ágúst til 9. október samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Á sama tíma lásu að meðaltali 59,8% Fréttablaðið. Á sama tíma í fyrra lásu 40,3% landsmanna Morgunblaðið og 64% Fréttablaðið. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Mótmæla skatti á skemmtiferðaskip

SAMTÖKIN „Cruise Iceland“ gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingar á lögum um vitamál þar sem lagt er til að vitagjald hækki um 100%. Í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að vitagjaldið hækki úr 78,20 kr. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Óhefðbundinn dagur í Hagaskóla

ÓHEFÐBUNDINN skóladagur verður í Hagaskóla í dag. Nemendur skólans taka þátt í lýðræðislegum umræðum í svipuðum anda og þjóðfundurinn næstkomandi laugardag. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Reykjavíkurborg sparar 430 milljónir á 16 verkum

VERKKAUPAR hafa sparað sér hundruð milljóna kr. vegna hagstæðra aðstæðna á verktakamarkaðnum í sumar. Þannig hefur verið reiknað út að Reykjavíkurborg hafi greitt 920 milljónir fyrir sextán verk sem hefðu átt að kosta 430 milljónum kr. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd

Risafundur á afmæli Al-Anon

AL-Anon samtökin á Íslandi munu fagna 37 ára afmæli með risafundi í Grafarvogskirkju næsta sunnudag, 15. nóvember, kl. 20.30. Yfirskrift fundarins er: Það er til lausn fyrir aðstandendur alkóhólista. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Rithöfundar fylkja liði til Kaupinhafnar

Sex íslenskir rithöfundar koma saman í tvígang í Kaupmannahöfn, í kvöld og á morgun, fyrst í Jónshúsi og svo í LiteraturHaus, bókmenntasetri á Nørrebro. Danska ríkisútvarpið hefur boðað komu sína og ætlar að taka atburðinn upp. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Samskipti án niðurstöðu

EKKI hefur verið ákveðið hvort Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, eigi fund með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í framhaldi af bréfi hennar frá 28. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 218 orð | 1 mynd

Sindri verður norskur

„ÉG mun að öllum líkindum skipta um ríkisborgararétt og keppa fyrir hönd Noregs í framtíðinni,“ segir einn allra efnilegasti sundmaður Íslands, Sindri Þór Jakobsson, sem í gær bætti sex ára gamalt Íslandsmet Arnar Arnarsonar í 200 m... Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 204 orð | 4 myndir

Sker út með annarri hendi

„Það eru margir sem gefast upp sem verða fyrir svona áfalli, en Ásmundur er ekki í þeim hópi,“ segir Sigríður Einarsdóttir um eiginmann sinn, Ásmund Guðmundsson. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Skora á ráðamenn að flýta vegagerð vestra

SKEYTI, fyrir hönd rúmlega tvö þúsund einstaklinga, hefur verið sent á alla ráðherra og þingmenn Norðvesturkjördæmis þar sem farið er fram á vegabætur í Barðastandarsýslum. Undirskriftunum hefur undanfarið verið safnað á Facebook. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Spá lífskjararýrnun

„Það sem mér fannst einna áhugaverðast var að fulltrúar Seðlabankans skyldu viðurkenna að það yrði mikil lífskjararýrnun á næstu tveimur árum, m.a. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Svandís á fundi hjá Græna netinu

SVANDÍS Svavarsdóttir umhverfisráðherra verður gestur á sameiginlegum fundi Græna netsins og Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, kl. 20:30 í kvöld, miðvikudag, að Hallveigarstíg 1. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Umferðin eykst á ný eftir samdrátt

FYRSTU tíu mánuði ársins hefur umferð á Hringveginum aukist um 2,3% miðað við sama tíma í fyrra. Reykjavíkursvæðið er eina landsvæðið þar sem akstur hefur dregist saman frá áramótum en Vesturland stendur nánast í stað. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 61 orð

Verði prestur á Breiðabólstað

VALNEFND í Breiðabólstaðarprestakalli ákvað á fundi sínum 5. nóvember að leggja til að sr. Magnús Magnússon verði skipaður sóknarprestur í Breiðabólstaðarprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi. Embættið veitist frá 1. nóvember. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 495 orð | 1 mynd

Verðlagið upp um 1%

Eftir Önund Pál Ragnarsson og Baldur Arnarson VÍSITALA neysluverðs gæti hækkað um rúmt prósent og höfuðstóll lána þar með verði fyrirhuguð hækkun á virðisaukaskatti að veruleika, að því er Hagstofa Íslands áætlar. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Verið að vernda mikil verðmæti

TALSVERÐAR framkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu við golfvöllinn á Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Um er að ræða framkvæmdir við grjótgarða, sem ætlað er að verjast ágangi sjávarins. Vélaleiga A.Þ. ehf. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 485 orð | 3 myndir

Verktökum blæðir út með undirboðum verka

Lægstu tilboð í verk hjá Vegagerðinni eru 50-60% af áætluðum kostnaði og Reykjavíkurborg kaupir jarðvinnu á 60-70% af áætluðum kostnaði. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 382 orð

Vilja erlent fjármagn

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is MIKILL meirihluti Íslendinga telur að laða þurfi erlent fjármagn til landsins til að reisa við efnahaginn. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Vilja verðupplýsingar á netið

NEYTENDASAMTÖKIN gagnrýna á heimasíðu sinni að nákvæmar upplýsingar um eldsneytisverð á einstökum stöðvum sé ekki lengur að finna á heimasíðu olíufélaganna. Dregið hafi úr þessu smátt og smátt á síðustu árum. Meira
11. nóvember 2009 | Innlendar fréttir | 597 orð | 2 myndir

Þjóðfundur um framtíðarsýn Íslendinga

Á laugardaginn verður haldinn þjóðfundur í Laugardalshöll þar sem rætt verður um lífsgildi og framtíðarsýn. Reiknað er með að um 1.500 manns verði á fundinum. Meira
11. nóvember 2009 | Erlendar fréttir | 314 orð

Öll samskipti á netinu geymd

BRESKA innanríkisráðuneytið hyggst láta verða af áætlunum um að fara fram á það við fjarskiptafyrirtæki að fylgjast með öllum samskiptum á netinu. Meira

Ritstjórnargreinar

11. nóvember 2009 | Staksteinar | 147 orð | 1 mynd

Fyrir vini og vandamenn?

Ríkisstjórnin hefur nú sýnt í verki hvaða skoðun hún hefur á ráðningum til hins opinbera. Þetta kom í ljós í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns Jónssonar alþingismanns. Meira
11. nóvember 2009 | Leiðarar | 186 orð

Hvað gerðist?

Bandaríkin hafa enn ekki skipað í stöðu sendiherra hér á landi, þótt langt sé liðið frá brottför þess sem gegndi starfinu síðast. Hefur þetta vakið athygli og nokkrar áhyggjur. Meira
11. nóvember 2009 | Leiðarar | 351 orð

Múrinn hrundi og gjaldþrot kommúnismans blasti við

Eins minnisverðasta atburðar samtímasögunnar, falls múrsins í Berlín, var minnst 9. nóvember. Meira

Menning

11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 86 orð | 1 mynd

Abdul-Jabbar með hvítblæði

KAREEM Abdul-Jabbar, fyrrverandi leikmaður körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, er með mergfrumuhvítblæði. Abdul-Jabbar er 62 ára gamall og gengst nú undir krabbameinsmeðferð. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 558 orð | 1 mynd

Aldrei einn á ferð

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl. Meira
11. nóvember 2009 | Fjölmiðlar | 221 orð | 1 mynd

„Það þarf ekki allt að kosta handlegg og fótlegg“

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is KATRÍN Fjeldsted heitir nýr umsjónarmaður sjónvarpsþáttarins Innlit útlit , innanhúsarkitekt að mennt og ætti því að vita hvað hún syngur þegar kemur að huggulegum híbýlum. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 209 orð | 3 myndir

Byssur og aftur byssur

Nýjasti leikur Gearbox Software, Borderlands , er blanda af fyrstu persónu skotleik og hlutverkaleik. Strax og kveikt er á leiknum má sjá að hér er eitthvað ferskt á ferðinni. Meira
11. nóvember 2009 | Bókmenntir | 472 orð | 1 mynd

Einstaklega skemmtileg samvinna

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Fyrir stuttu kom út ljóðabókin Vegur minn til þín eftir Matthías Johannessen. Meira
11. nóvember 2009 | Leiklist | 137 orð | 1 mynd

Erfitt í Árósum

STÆRSTA leikhús Danmerkur, utan Kaupmannahafnar, Árósaleikhúsið, glímir við mikinn fjárhagsvanda. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 501 orð | 2 myndir

Ferlega efnileg hátíð í gítarleikarabæ

Fyrir réttu ári gerði ég mér ferð á Akranes til að sækja fyrstu Blús- og djasshátíð sem þar var haldin, í nafni þá nýstofnaðs Blús- og djassfélags Akraness. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 369 orð | 3 myndir

Flautar með nefi og syngur með barka

Eftir Kristrúnu Ósk Karlsdóttur kriskar@hi.is FJÖLLISTAMAÐURINN Böðvar Gunnarsson fæst við hljóðfærasmíðar og söng ásamt því að vera víkingur í frístundum. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 218 orð | 1 mynd

Galopnir hljóðnemar á fimmtudögum

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ er líklega fyrir tilviljun fremur en samantekin ráð en svo virðist sem fimmtudagar séu að verða skjól hið besta fyrir opin hljóðnemakvöld, eða „open mic“ eins og það heitir í útlandinu. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 53 orð | 1 mynd

Gamanið kárnaði vegna dræmrar sölu

*Í dag átti að hefjast þriggja daga uppistandshátíð, Reykjavik Comedy Festival, en hún var blásin af með skömmum fyrirvara vegna dræmrar miðasölu. Ari Eldjárn og allir hinir verða því að bíða fram á vor. Meira
11. nóvember 2009 | Fjölmiðlar | 183 orð | 1 mynd

Góður Græðlingur

Í SUMAR rambaði ég fyrir tilviljun í einhverju takkaæði á sjónvarpsstöðina ÍNN. Þar var þá á dagskrá þátturinn Græðlingur í umsjá Guðríðar Helgadóttur garðyrkjufræðings. Ég festist við þáttinn. Meira
11. nóvember 2009 | Hugvísindi | 88 orð | 1 mynd

Hvernig er hægt að lýsa málsniðum?

ÍSLENSKA málfræðifélagið efnir til fyrirlesturs í stofu 423 í Árnagarði í dag kl. 16.15, undir yfirskriftinni: Hvernig er hægt að lýsa málsniðum? Ari Páll Kristinsson, Ph. D. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 40 orð | 1 mynd

Ingvar E. Sigurðsson spilar með BB&Blake!?

*Dúettinn BB&BLAKE er skipaður Magnúsi Jónssyni og Veru Sölvadóttur og mun hann kynna væntanlega breiðskífu sína á Sódómu Reykjavík næsta laugardag. Á meðal sérlegra aðstoðarmanna verður stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson . Meira
11. nóvember 2009 | Kvikmyndir | 91 orð | 1 mynd

Jólasaga á toppnum í Bretlandi

TEIKNIMYNDIN A Christmas Carol er sú mest sótta í Bretlandi og Írlandi og skýtur heimildarmyndinni um Michael Jackson, This Is It , niður í annað sæti. Það er grínleikarinn Jim Carrey sem les inn á myndina fyrir skrögginn Scrooge. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 74 orð | 1 mynd

Lést í lyftustokki

Jerry Fuchs, trommari Brooklyn-sveitarinnar ! ! !, lést laugardaginn sl. er hann féll niður lyftustokk í Brooklyn. Fuchs var 34 ára gamall. New York Post segir hann hafa verið í fjáröflunarteiti í Williamsburg. Meira
11. nóvember 2009 | Menningarlíf | 360 orð | 1 mynd

Lifandi Leshús

Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is Rithöfundurinn Þorgeir Þorgeirson stofnaði bókaforlagið Leshús árið 1988. Þorgeir lést árið 2003 og aðstandendur hans endurvöktu Leshús árið 2007. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 300 orð | 1 mynd

Maggi, segðu okkur sögu...

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is JÓN Ólafsson fær til sín góðan gest í Salinn, Kópavogi, í kvöld en þá mun Magnús Kjartansson leika með honum „af fingrum fram“, en samnefnd tónleikaröð hófst fyrir hálfum mánuði. Meira
11. nóvember 2009 | Tónlist | 83 orð | 2 myndir

Moore semur fyrir Albarn og Hewlett

MYNDASAGNAMEISTARINN Alan Moore mun semja texta við ónefnda óperu Damons Albarn og Jamie Hewlett, en Albarn og Hewlett hafa áður unnið saman óperuna Monkey: Journey to the West en hún sló í gegn á Bretlandseyjum í hitteðfyrra. Meira
11. nóvember 2009 | Kvikmyndir | 800 orð | 2 myndir

Ódýrar kvikmyndir og innihaldsríkar

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Á MORGUN verður haldin boðsýning á íslensk-tékknesku kvikmyndinni Sterkt kaffi í Laugarásbíói kl. 18, í tilefni af því að hún verður nú loksins gefin út á mynddiski. Meira
11. nóvember 2009 | Kvikmyndir | 143 orð | 3 myndir

Rapace meðal tilnefndra

TILNEFNINGAR liggja fyrir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, EFA. Miklar kanónur kvikmyndaheimsins munu bítast um verðlaunagripina en verðlaunin verða afhent 12. desember í Bochum í Þýskalandi. Meira
11. nóvember 2009 | Tónlist | 266 orð | 3 myndir

Ripp, rapp og rokk!

Meðlimir Bróður Svartúlfs skilgreina víst tónlist sína sem blöndu af Rage Against The Machine og Sigur Rós. Meira
11. nóvember 2009 | Kvikmyndir | 78 orð | 1 mynd

Rómantískt grín frá höfundi Mad Men

HÖFUNDUR þáttanna Mad Men , Matthew Weiner, leggur nú drög að rómantískri gamanmynd, You Are Here, og mun hin viðkunnanlega Jennifer Aniston fara með aðalkvenhlutverkið en leikararnir Bradley Cooper og Zach Galifianakis með aðalkarlhlutverk, en þeir... Meira
11. nóvember 2009 | Kvikmyndir | 46 orð

Spámaðurinn

KVIKMYNDIN Spámaðurinn, eftir Jacques Audiard þykir nú líklegust allra til að vinna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í næsta mánuði. Meira
11. nóvember 2009 | Tónlist | 93 orð | 1 mynd

Vadim Fyodorov í Norræna húsinu

TRÍÓ Vadim Fyodorov leikur á Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Tríó Vadim Fyodorov gaf nýlega út plötuna Papillons Noirs, eða Svörtu fiðrildin, þar sem tríóið spilar franskar músettur, tangóa og swing í anda Django Reinhardt. Meira
11. nóvember 2009 | Fólk í fréttum | 82 orð | 1 mynd

Öndvegis harðkjarnasveit spilar í tvígang

*Bandaríska harðkjarnasveitin Pulling Teeth er ein sú allra heitasta í þeim bransanum í dag og gefur út á merkinu Deathwish, sem er ekki síður sjóðheitt. Meira
11. nóvember 2009 | Hugvísindi | 80 orð | 1 mynd

Örsagan í tjáningu hversdagsins

ARGENTÍNSKI félagsfræðingurinn dr. Enrique del Acebo Ibáñez heldur fyrirlestur um örsöguna, „el micro-relato“ sem tjáningarform samtímans í dag kl. 16 í stofu 102 í Gimli. Meira

Umræðan

11. nóvember 2009 | Aðsent efni | 915 orð | 1 mynd

Byggjum réttlátt þjóðfélag

Eftir Guðmund Ragnarsson: "Það sem er mikilvægast núna er að horfa inn á nýjar brautir og taka stefnuna þangað." Meira
11. nóvember 2009 | Pistlar | 474 orð | 1 mynd

Hér drýpur smjör af hverri rjúpu

Nei sko, sænski pesetinn styrktist í dag!“ sagði norskur vinur minn í sumar, þegar hann sat við tölvuna heima hjá sér í Osló og skoðaði fréttasíður. Meira
11. nóvember 2009 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Hvaða styrkir eru þetta, Össur?

Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur: "Hvernig væri að ráðherrann hætti nú þessum brellum og segði íslensku þjóðinni hvað ESB-ævintýri hans muni kosta?" Meira
11. nóvember 2009 | Aðsent efni | 758 orð | 1 mynd

Kvarnir í stað heila

Eftir Sverri Ólafsson: "Kannski þarf að skipta út hæstvirtum kjósendum næst." Meira
11. nóvember 2009 | Aðsent efni | 398 orð | 1 mynd

Rafmagnaðir tómatar við heimskautsbaug

Eftir Guðjón Sigurbjartsson: "Það á að láta landkosti ráða. Rækta tómata þar sem sólin skín sunnar á hnettinum og nýta rafmagnið í annað gagnlegra hér." Meira
11. nóvember 2009 | Aðsent efni | 633 orð | 1 mynd

Staðreyndir um Hálsalón – svar til Ómars Ragnarssonar

Eftir Björn Jóhannsson: "Öfgar í þessu máli eins og öðrum hafa aldrei reynst vitrænt innlegg í almenna umræðu." Meira
11. nóvember 2009 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

Valdníðsla barnaverndaryfirvalda

Eftir Ernu Agnarsdóttur: "Hvaða hvatir liggja að baki svona grimmdarverki?" Meira
11. nóvember 2009 | Velvakandi | 248 orð | 2 myndir

Velvakandi

Sjónvarpsþátturinn Marteinn FJÖLSKYLDAN horfði á svokallaðan gamanþátt, föstudaginn 6. nóvember. Það var alls ekkert gamansamt við þann þátt. Hann var stútfullur af klisjum og lágkúrulegum athugasemdum sem fyrst og fremst gera út á staðalmyndir... Meira
11. nóvember 2009 | Aðsent efni | 289 orð

Virðing fyrir lögum og reglum

Í SANDKORNI DV er smápistill, þar sem því er haldið fram að undirritaður hafi talað hástöfum gegn Evrópusambandinu og „hraunað yfir ESB í boði Össurar Skarphéðinssonar“ eins og það er orðað. Meira

Minningargreinar

11. nóvember 2009 | Minningargrein á mbl.is | 1637 orð | 1 mynd | ókeypis

Bylgja Matthíasdóttir

Bylgja Matthíasdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 7. maí 1970. Hún lést á heimili sínu 2. nóvember 2009. Foreldrar hennar eru Matthías Óskarsson, f. 16.1. 1944, og Ingibjörg Pétursdóttir, f. 6.2. 1952. Bróðir Bylgju er Óskar, f. 7.4. 1973,. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2009 | Minningargreinar | 2958 orð | 1 mynd

Bylgja Matthíasdóttir

Bylgja Matthíasdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 7. maí 1970. Hún lést á heimili sínu 2. nóvember 2009. Foreldrar hennar eru Matthías Óskarsson, f. 16.1. 1944, og Ingibjörg Pétursdóttir, f. 6.2. 1952. Bróðir Bylgju er Óskar, f. 7.4. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2009 | Minningargreinar | 755 orð | 1 mynd

Elín Sverrisdóttir

Elín Sverrisdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1948. Hún andaðist á heimili sínu í Brämhult í Svíþjóð 14. október 2009 og var jarðsungin í Grafarvogskirkju 2. nóvember. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2009 | Minningargreinar | 3157 orð | 1 mynd

Jóhann Már Jóhannsson

Jóhann Már Jóhannsson fæddist í Hafnarfirði 8. mars 1963. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru María Jóhannesdóttir, f. 20. sept. 1940, og Jóhann Theodór Þórðarson, f. 2. apríl 1936. Meira  Kaupa minningabók
11. nóvember 2009 | Minningargrein á mbl.is | 544 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóhann Már Jóhannsson

Jóhann Már Jóhannsson fæddist í Hafnarfirði 8. mars 1963. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 1. nóvember síðastliðinn. Foreldrar hans eru María Jóhannesdóttir, f. 20. sept. 1940, og Jóhann Theodór Þórðarson, f. 2. apríl 1936. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

11. nóvember 2009 | Viðskiptafréttir | 336 orð | 1 mynd

Ekkert nýtt þrátt fyrir breytingar

NÝJA Kaupþing hefur tekið yfir hlutabréf 1998 ehf., móðurfélagi Haga, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Er það „liður í því að tryggja hagsmuni bankans í yfirstandandi ferli“ eins og það er orðað í tilkynningunni. Meira
11. nóvember 2009 | Viðskiptafréttir | 75 orð | 1 mynd

Erlend eign Seðlabanka jókst um 17 milljarða

ERLENDAR eignir Seðlabankans námu 506 milljörðum króna í lok október sl., borið saman við 489 milljarða í lok september. Aukingin á milli mánaða er því 17 milljarðar króna. Meira
11. nóvember 2009 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Olíusjóðurinn fitnar

NORSKI olíusjóðurinn svonefndi, sem er nokkurs konar ríkiseftirlaunasjóður, heldur áfram að fitna. Meira
11. nóvember 2009 | Viðskiptafréttir | 514 orð | 2 myndir

Tekist á um yfirráðin yfir Högum

Fyrirtækið sem í dag kallast Hagar varð til þegar Baugur Group skipti upp rekstri félaga í sinni eigu í smærri einingar. Nýja Kaupþing ræður nú óbeint yfir smásöluverslanakeðjunni. Meira
11. nóvember 2009 | Viðskiptafréttir | 78 orð

Útlán Íbúðalánasjóðs lækka milli mánaða

HEILDARÚTLÁN Íbúðalánasjóðs í október lækkuðu um tæp 38% frá fyrri mánuði. Útlánin námu 1,8 milljörðum króna , en þar af voru rúmir 1,5 milljarðar vegna almennra lána og tæpar 300 milljónir vegna annarra lána. Meira

Daglegt líf

11. nóvember 2009 | Daglegt líf | 374 orð

Framlenging lífeyrisgreiðslna

HVAÐ er hægt að gera þegar lífeyrisgreiðslur falla niður vegna sjúkrahúsvistar eða vegna dvalar á hjúkrunar- og dvalarheimilum en lífeyrisþegi þarf að standa við fjárhagslegar skuldbindingar? Meira
11. nóvember 2009 | Daglegt líf | 580 orð | 4 myndir

Upp skal spretta tré

Flestir þekkja orðið Jórunnarhjörtun hennar Andreu Róberts en nú hefur hún bætt við þeirri nýjung að láta fræ sitkagrenis fylgja með hverju hjarta. Meira

Fastir þættir

11. nóvember 2009 | Fastir þættir | 146 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Annar smáréttur. Norður &spade;KG1054 &heart;Á4 ⋄D6432 &klubs;3 Vestur Austur &spade;Á &spade;3 &heart;G106 &heart;KD987 ⋄Á1098 ⋄KG5 &klubs;D10876 &klubs;KG92 Suður &spade;D98762 &heart;532 ⋄7 &klubs;Á54 Suður spilar 4&spade;... Meira
11. nóvember 2009 | Fastir þættir | 655 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bridsfélag Hafnarfjarðar María Haraldsdóttir og Sverrir Þórisson sigruðu af öryggi í eins kvölds tvímenningi 2. nóvember. Næsta mánudag verður einnig spilaður eins kvölds tvímenningur. Efstu pör: 64,3% María Haraldsd. – Sverrir Þóriss. Meira
11. nóvember 2009 | Árnað heilla | 180 orð | 1 mynd

Hjálpar til við rúning á Akri

Pálmi Jónsson frá Akri, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er áttræður í dag. Pálmi fagnaði afmælinu með nánustu fjölskyldu og nágrönnum um síðustu helgi. Meira
11. nóvember 2009 | Í dag | 21 orð

Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er...

Orð dagsins: Enginn er þinn líki, Drottinn! Mikill ert þú og mikið er nafn þitt sakir máttar þíns. (Jeramía 10, 6. Meira
11. nóvember 2009 | Árnað heilla | 25 orð | 1 mynd

Reykjavík Súsanna Rós fæddist 24. október. Hún vó 3.790 g og var 51 cm...

Reykjavík Súsanna Rós fæddist 24. október. Hún vó 3.790 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sara Rós Kavanagh og Sverrir Björn... Meira
11. nóvember 2009 | Fastir þættir | 115 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

Staðan kom upp í opnum flokki á heimsmeistaramóti unglinga (20 ára og yngri) sem lauk fyrir skömmu í Puerto Madryn í Argentínu. Sigurvegari mótsins, franska undrabarnið Maxime Vachier-Lagrave (2718) , hafði hvítt gegn Englendingnum David Howell (2624) . Meira
11. nóvember 2009 | Fastir þættir | 291 orð

Víkverjiskrifar

Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri vinnur hvert stórvirkið á fætur öðru. Meira
11. nóvember 2009 | Í dag | 154 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

11. nóvember 1907 Grímseyingar héldu í fyrsta sinn upp á „þjóðhátíðardag“ sinn, en það er fæðingardagur prófessors Willards Fiske, sem gaf tafl á hvert heimili í eyjunni og fé til skólabyggingar. 11. Meira

Íþróttir

11. nóvember 2009 | Íþróttir | 118 orð

Aron með þrjú í stórsigri

ARON Pálmarsson lék með Kiel í gær þegar liðið burstaði lærisveina Dags Sigurðssonar í Fücshe Berlín, 40:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Aron, sem glímt hefur við meiðsli í hné, skoraði þrjú marka Kiel-liðsins. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 333 orð | 2 myndir

„Körfuboltinn er efstur á forgangslistanum“

„Við höfum sett okkur það markmið að vinna deildina, það er ekkert leyndarmál,“ segir Benedikt Guðmundsson þjálfari kvennaliðs KR sem trónir á toppi Iceland Express deildar kvenna í körfubolta þegar fimm umferðir eru búnar. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 465 orð | 1 mynd

„Við hefðum mátt þora aðeins meira“

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, var þokkalega ánægður með landsleikinn í Teheran í gær en ekki úrslitin og vildi setja mark á heimamenn. Íran vann Ísland, 1:0, í vináttulandsleik þjóðanna. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 475 orð | 1 mynd

„Þetta kom mér alls ekki á óvart“

Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is „ÞETTA kom mér alls ekki á óvart. Ég hef aldrei æft eins mikið og nú í haust. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Davíð gerði Svíunum gagntilboð

SÆNSKA liðið Norrköping hefur gert Davíð Þór Viðarssyni, fyrirliða Íslandsmeistara FH í knattspyrnu, samningstilboð en Davíð var í Norrköping á dögunum þar sem hann æfði með liðinu og ræddi við forráðamenn þess. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

Einar er ánægður með mótherjana

„ÉG held að þetta geti orðið skemmtilegt. Möguleikar okkar eru góðir, ég tel okkur eiga jafna möguleika á við króatíska liðið að komast áfram. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 69 orð | 1 mynd

Fimm tilnefndar í frjálsum

ALÞJÓÐA frjálsíþróttasambandið tilkynnti í gær hvaða fimm konur koma til greina sem frjálsíþróttakona ársins fyrir árið 2009. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 369 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Fanndísi Friðriksdóttur , landsliðskonu í knattspyrnu úr Breiðabliki , hefur verið sérstaklega boðið til Sviss í desember af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 404 orð

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna Eimskipsbikarinn, 16 liða úrslit: HK...

HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni kvenna Eimskipsbikarinn, 16 liða úrslit: HK – FH 27:31 Fjölnir – Víkingur-2 23:25 Fylkir – Valur 25:28 *Eftir framlengingu. ÍR – Haukar 15:46 1. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 95 orð

Íranar ánægðir með leikinn

ÍRANAR eru ánægðir með frammistöðu sinna manna í vináttulandsleiknum í knattspyrnu gegn Íslandi í gær, ef marka má umfjöllun netmiðilsins persianfootball.com um leikinn í Teheran. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 238 orð | 3 myndir

KR sigraði í Subwaybikarkeppninni í kvennaflokki á síðustu leiktíð

KR sigraði í Subwaybikarkeppninni í kvennaflokki á síðustu leiktíð og var Jóhannes Árnason þjálfari liðsins. Benedikt Guðmundsson tók við þjálfun kvennaliðsins s.l. sumar eftir að hann hafði stýrt karlaliðinu til sigurs á Íslandsmótinu. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 284 orð | 1 mynd

Langar aftur í baráttuna

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

Phelps í basli í Stokkhólmi

BANDARÍSKA sundmanninum Michael Phelps gekk allt í mót á heimsbikarmóti í sundi í 25 metra laug sem hófst í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær en þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í frá á heimsmeistaramótinu í júlí í sumar. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 129 orð

Real niðurlægt

STJÖRNUM prýtt lið Real Madrid féll í gærkvöld úr leik í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar liðinu tókst aðeins að vinna 1:0 sigur á 3. deildarliðinu Alcorcón í síðari viðureign liðanna á Santiago Bernabeu. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 796 orð | 4 myndir

Sanngjörn úrslit í Íran

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl.is HÁLFGERT B-landslið Íslands tapaði fyrir nokkurn veginn sterkasta liði Írans, 0:1, í vináttulandsleik í Teheran í gær. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 237 orð

SR efst eftir spennuleik á Akureyri

SKAUTAFÉLAG Reykjavíkur tók forystuna á Íslandsmóti karla í íshokkí í gærkvöld með því að sigra Skautafélag Akureyrar, 5:3, á Akureyri. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 117 orð | 1 mynd

Valur slapp fyrir horn

VALUR, Haukar, FH og b-lið Víkings tryggðu sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitunum í bikarkeppni kvenna í handknattleik. Valskonur, sem eru efstar í úrvalsdeildinni, lentu í kröppum dansi gegn Fylki í Árbænum. Meira
11. nóvember 2009 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Viking vill skoða Alfreð nánar á Spáni

EGIL Östenstad, yfirmaður knattspyrnumála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking í Stavanger, segir að Alfreð Finnbogason, framherjinn efnilegi í Breiðabliki, hafi sýnt góða takta á æfingum liðsins á dögunum og hann vill gjarnan fá hann með liðinu í... Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.