Greinar miðvikudaginn 3. mars 2010

Fréttir

3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Alþjóðlegir Egilsstaðir

Alþjóðlega vídeó- og tilraunakvikmyndahátíðin Hreindýraland verður haldin í fimmta sinn á Egilsstöðum vikuna 20. til 27. mars. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 269 orð | 3 myndir

Atkvæðagreiðslu frestað?

„ÉG held að það sé sorglegt ef það tekst ekki að klára þetta Icesave-mál núna, þar sem menn hafa eytt ómældum tíma og orku í málið og hafa nálgast heilmikið,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Besti flokkurinn vill gefa Húsdýragarðinum ísbjörn

BÚAST má við fjölmenni á 1. hæð Smáralindar klukkan 14 í dag þegar Besti flokkurinn kynnir niðurstöður prófkjörs vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 434 orð | 2 myndir

Bjartsýnin mest í ferðaþjónustunni

Leit atvinnurekenda að sumarstarfsfsólki fer hægt af stað. Atvinnuauglýsingum mun þó fjölga á næstu vikum en ljóst er að margir eru um hvert starf og ráðlegt að sækja um sem víðast. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 56 orð

Bænastund

Í DAG, miðvikudag, kl. 12.30 ætla fulltrúar kristinna trúfélaga á Reykjavíkursvæðinu að koma saman til stuttrar bænastundar á Austurvelli til að biðja fyrir íslensku þjóðinni og ráðamönnum hennar. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Einn fremsti fiðluleikari heims

NÚ á fimmtudaginn mun einn þekktasti fiðluleikari heims, hin bandaríska Hilary Hahn, leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á dagskrá verður fiðlukonsert nr. 1 eftir Sergei Prokofiev. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 197 orð | 2 myndir

Eykt reisir skóla fyrir hundruð milljóna króna

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SVEITARSTJÓRN Hvalfjarðarsveitar samþykkti í gær á aukafundi að ganga til samninga við Eykt um nýframkvæmdir við Heiðarskóla. Tekið var boði Eyktar upp á 485.432.178 krónur, en það er um 80% af kostnaðaráætlun. Meira
3. mars 2010 | Erlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Fann þykk lög af ís á tunglinu

BANDARÍSK ratsjá, sem er í indverska geimfarinu Chandrayaan-1, hefur fundið þykkt lag af ís í gígum nálægt norðurpól tunglsins. Ratsjáin Mini-Sar greindi merki um vatn í meira en 40 gígum sem eru um 1,6-15 kílómetrar í þvermál. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Farþegum í Leifsstöð fjölgaði í febrúar

FARÞEGUM sem fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli fjölgaði um 1,7% í nýliðnum febrúar frá því sem var í sama mánuði í fyrra, úr 83 þúsund farþegum árið 2009 í 84 þúsund farþega nú. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Færðu ráðherra þakkir

„VIÐ vorum að þakka honum fyrir hönd þeirra 27 þúsund Íslendinga sem skoruðu á Alþingi að tvöfalda Suðurlandsveg,“ segir Eyþór Arnalds, sem ásamt Hannesi Kristmundssyni og Sigurði Jónssyni afhenti samgönguráðherra blóm í gær. Meira
3. mars 2010 | Erlendar fréttir | 327 orð | 2 myndir

Gripdeildir töfðu aðstoð

Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is VOPNAÐIR hópar borgarbúa og hermenn reyndu í gær að koma á lögum og reglu á götum borgarinnar Concepcion í Chile og binda enda á gripdeildir eftir jarðskjálftann sem reið yfir landið á laugardaginn var. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Guðni Már og félagar halda útgáfuteiti

Hinum geðþekka og raddljúfa útvarpsmanni Guðna Má Henningssyni er ekki bara uppálagt að tala um tónlist heldur getur hann flutt hana líka. Hann í félagi við Birgi Henningsson gaf út plötuna Líf fyrir jólin og verður henni fagnað á laugardaginn kemur kl. Meira
3. mars 2010 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Hefur ekki enn vanið sig af tóbakinu

MICHELLE Obama forsetafrú fékk eiginmann sinn til að lofa því árið 2006 að hann hætti að reykja ef hann byði sig fram til forseta. Fjórum árum síðar er hann orðinn forseti en honum hefur ekki enn tekist að efna loforðið. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 93 orð

Helmingur ökumanna ók of hratt

BROT 79 ökumanna voru mynduð á Suðurgötu í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt, að Kirkjugarðsstíg. Á einni klukkustund eftir hádegi fór 151 ökutæki þessa akstursleið og því ók meira en helmingur ökumanna, eða 52% of hratt. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Hugvitið heiðrað

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir hugvitsmanninum Ásgeiri Bjarnasyni Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðdegis í gær. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 205 orð | 1 mynd

Húseigendur ábyrgir fyrir kerfunum

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is HÚSEIGENDUR bera ábyrgð á viðhaldi og þjónustu loftræstikerfa í samræmi við fyrirmæli framleiðenda, samkvæmt reglum um húsnæði vinnustaða. Meira
3. mars 2010 | Erlendar fréttir | 35 orð | 1 mynd

INDVERSK KYNJABARÁTTA

INDVERJAR taka þátt í „huranga“ í hofi hindúa nálægt borginni Mathura. „Huranga“ er leikur sem fram fer daginn eftir Holi, hátíð litanna. Karlmenn ata þá konur í fljótandi litarefnum og þær rífa fötin af... Meira
3. mars 2010 | Erlendar fréttir | 177 orð | 1 mynd

Líklegt að fleiri hafi farist

ÓTTAST er að allt að 1.000 manns hafi týnt lífi í Maule-héraði í Chile í risaskjálftanum á laugardag og er því líklegt að mun fleiri en 795 hafi farist í hörmungunum. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 116 orð

Margir sækja um stöður héraðsdómara

ÞRJÁTÍU og sjö sóttu um sex embætti héraðsdómara sem til stendur að skipuð verði frá og með 1. maí næstkomandi. Fimm þessara embætta voru auglýst laus vegna fjölgunar dómara í samræmi við lög nr. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

Með vegabréfin í leyfum

ERFITT getur verið að koma í veg fyrir að fangar í dagsleyfum fari úr landi. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 74 orð

Nokkrar fylgissveiflur í borginni

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN og Samfylkingin fengju sína sex borgarfulltrúa hvor flokkur og vinstri grænir þrjá, samkvæmt frétt Rúv um nýjasta þjóðarpúls Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 37% fylgi, sem er 4% minna en í janúar. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Ný stjórn Bændasamtaka

HARALDUR Benediktsson var kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands á Búnaðarþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum eða 45. Að auki voru kosnir sex fulltrúar í stjórn samtakanna. Alls gáfu ellefu þingfulltrúar kost á sér til stjórnarsetu. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 517 orð | 3 myndir

Orðinn frjáls eins og fuglinn

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „FYRST núna er ég frjáls til að gera svo margt af því sem ég gat ekki meðan ég var veikur. Veikindin opnuðu líka augu mín fyrir því hversu mikil verðmæti felast í því að vera heilbrigður. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Óvænt jafntefli gegn Evrópumeisturunum

Eyjólfur Sverrisson þjálfari 21 árs landsliðsins í fótbolta er kominn með strákana sína í hörkuslag um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Páskaegg til styrktar UNICEF

FYRIR komandi páska verða til sölu sérstök góðgerðarpáskaegg til styrktar UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Um er að ræða lítil súkkulaðiegg frá Nóa Siríusi sem eru sérpökkuð í fallegar öskjur, myndskreyttar af Signýju Kolbeinsdóttur. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Rætt um að ríkið taki yfir skuldabréf

HUGMYNDIR eru uppi um að íslenska ríkið taki yfir skuldabréf sem Landsbankinn gaf út til forvera síns og greiði það út til þrotabúsins að fullu eða hluta til þess að lækka höfuðstólinn vegna Icesave-skuldbindinganna. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 70 orð

Saltfiskmottur notaðar á flatbökur

Ekkert bendir til annars en að nægir markaðir séu til fyrir aukið magn útfluttra afurða úr afskurði. Sérstök ástæða er til að benda á góðan árangur sem fyrirtækið Norðurströnd ehf. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 224 orð | 1 mynd

Skattahækkanir ekki á döfinni

ENGAR skattahækkanir eru fyrirhugaðar í Reykjavík samkvæmt þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar fyrir árin 2011-2013 sem Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri mælti fyrir í gær. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 592 orð | 2 myndir

Snjór og skíðasæla

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÞAÐ er víðar snjór en í Bláfjöllum og á Akureyri. Skíðasvæði víða á Norðurlandi hafa verið vel sótt, mikill snjór er í Oddsskarði og Ísfirðingar sjá til sólar, svo dæmi séu tekin. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 325 orð

Sóknarfæri með betri nýtingu um borð í frystitogurum

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 399 orð | 1 mynd

Sóknarfæri með betri nýtingu um borð í frystitogurum

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Stefnir á sjö tinda evrópsku Alpanna

ÁGÚST Kristján Steinarsson hyggst klífa sjö tinda evrópsku Alpanna, þeirra á meðal hið sögufræga Matterhorn, í sumar til að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að stóma þurfi ekki að vera nein hindrun. Meira
3. mars 2010 | Erlendar fréttir | 161 orð

Stjórn Tymoshenko fallin

VIKTOR Janúkovítsj, nýkjörinn forseti Úkraínu, fékk í gær tækifæri til að mynda nýja ríkisstjórn eftir að meirihlutastjórn Júlíu Tymoshenko forsætisráðherra féll. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Stríðsfálkar lenda á Keflavíkurflugvelli

FJÓRAR danskar herþotur af gerðinni F16A komu til Íslands í gær til að sinna reglubundnu loftrýmiseftirliti. Þessar þotur, sem gjarnan ganga undir nafninu stríðsfálkar (e. Fighting Falcon), sjást hér lenda á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 402 orð

Svör Breta í gær valda miklum vonbrigðum

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is BRETAR svöruðu íslensku samninganefndinni síðdegis í gær og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins olli svar Breta íslensku samninganefndinni miklum vonbrigðum. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 716 orð | 5 myndir

Telja sig örugg í Chile og Snorri stendur keikur

Eftir Ágúst Inga Jónsson, aij@mbl. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 85 orð

Togað á 600 stöðum í vorrallinu

STOFNMÆLING botnfiska á Íslandsmiðum, eða svokallað vorrall, hófst um síðustu helgi og stendur næstu þrjár vikurnar. Fimm skip taka þátt í verkefninu; togararnir Bjartur, Ljósafell og Jón Vídalín og rannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni... Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Úrslitaskák í Reykjavíkurskákmótinu í dag

HANNES Hlífar Stefánsson er í efsta sæti á Reykjavíkurskákmótinu ásamt Abhijeet Gupta og eigast þeir við í úrslitaskák í dag. Hannes á því góða möguleika á að vinna skákmótið þriðja árið í röð. Hannes vann frækinn sigur á Igor-Alexandre Nataf í gær. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Vegleg fatagjöf

BJÖRN Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri NTC hf, afhenti Mæðrastyrksnefnd styrk að andvirði 1.100.000 kr. í formi gjafabréfa. NTC hf. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 452 orð | 2 myndir

Vilja hindra tvöfalda refsingu

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrra um bann við tvöfaldri refsingu fyrir sama brot tefur nú meðferð ákæru vegna meintra skattsvika Baugsmanna. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 265 orð

Vilja sumarnámskeið við HÍ á ný

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands hvetur háskólayfirvöld til þess að endurtaka sumarmisseri við Háskóla Ísland eins og gert var í fyrrasumar. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Vilja sömu hækkun og flugmenn

„ÞAÐ hefur hvorki gengið né rekið í viðræðunum við viðsemjendur og þar af leiðandi endar þetta á þessa leið. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 430 orð

Þjóðaratkvæði í skugga óvissu

Þessa dagana er unnið af fullum krafti að undirbúningi þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Á sama tíma er verið að semja við Breta og Hollendinga um nýjan samning. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 355 orð | 2 myndir

Æ meira tekið af sparnaðinum

Landsmenn hafa í auknum mæli tekið út séreignarsparnaðinn sinn til að lækka síhækkandi skuldir og létta á greiðslubyrðinni. Meira
3. mars 2010 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Össur fer til Þýskalands

ÖSSUR Skarphéðinsson utanríkisráðherra heldur í dag til Þýskalands til að hitta Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þjóðverja. Meira

Ritstjórnargreinar

3. mars 2010 | Leiðarar | 338 orð

Aðför að lýðræði og þjóðarhagsmunum

Eftir þrjá daga eiga Íslendingar að ganga til atkvæða um mikla þjóðarhagsmuni. Atkvæðagreiðslan er sú fyrsta sinnar tegundar í sögu lýðveldisins og þegar af þeirri ástæðu er afar þýðingarmikið að hún gangi vel. Meira
3. mars 2010 | Leiðarar | 223 orð

Horfin tiltrú

Veðurfræðingar gerðu grein fyrir því á dögunum að veðurspár yrðu menn að taka með eðlilegum fyrirvara. Nákvæmni þeirra væri takmörkunum háð, bæði í tíma og rúmi. Sama gildir vísast um flest sem óorðið er. Meira
3. mars 2010 | Staksteinar | 194 orð | 1 mynd

Þingfréttir endursýndar

Fjárhagur fjölmiðla hefur þrengst svo um munar. Dagblöð hafa neyðst til að segja upp reyndu fólki og fækka prentuðum síðum og draga úr öllum kostnaði stórum og smáum. Innlend dagskrárgerð ljósvakamiðla ber vott um að fjárráð eru minni en áður. Meira

Menning

3. mars 2010 | Fjölmiðlar | 60 orð | 4 myndir

Af skotgrafarhernaði

Í GÆR héldu nemendur við Fjölbrautaskólann við Ármúla metnaðarfullan fund sem kallaðist Upp úr skotgröfunum – umræða um framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar. Meira
3. mars 2010 | Tónlist | 414 orð | 1 mynd

Allar flóðgáttir brustu

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is DATHI eða Daði Jónsson, segir blaðamanni að hann hafi flust hingað til lands frá Englandi í janúar 2007. Var hann þá búinn að vera búsettur þar um hríð. Rak m.a. hljómsveitina .headlode. Meira
3. mars 2010 | Bókmenntir | 627 orð

Barnabækur

Tröllagleði Steinar Berg og Brian Pilkington JPV útgáfa ***½ Í Tröllagleði segir frá tröllum í Borgarfirði. Það þrengir að búsetusvæði þeirra þegar menn fara að setjast að á Íslandi og glóandi hraun tekur yfir áður blómlegar tröllabyggðir. Meira
3. mars 2010 | Kvikmyndir | 341 orð | 1 mynd

„Ég er eiginlega bara dálítið glaður með þetta“

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is SJÓNVARPSSTÖÐIN Fox hefur hætt við að gera prufuþátt, s.k. Meira
3. mars 2010 | Kvikmyndir | 417 orð | 2 myndir

„Svo vitlaust að ekki er hægt að sitja þegjandi undir því“

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „JÁ, já, það er dálítil hreyfing í þá átt enda er það nú ekki óeðlilegt þegar 35% af kvikmyndaframleiðslu okkar er að hverfa, það er milljarður á ári. Meira
3. mars 2010 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Brasilísk tónlist á Brasilia

BRASILÍSKA söng- og leikkonan Jussanam Dejah leikur brasilíska tónlist, Bossa Nova sem MPB, eftir ýmsa listamenn, il að mynda Caetano Veloso, Tom Jobim, Ivan Lins, Jorge Ben og fleiri í veitingahúsinu Brasilia á Skólavörðustíg 14 næstkomandi föstudag. Meira
3. mars 2010 | Fólk í fréttum | 105 orð | 1 mynd

Breskar ofurfyrirsætur á Íslandi í kvöld

*Þátturinn ógurlegi Næsta ofurmódel Bretlands eða Britain‘s Next Top Model er sýndur á SkjáEinum og er hann á dagskrá í kvöld kl. 21.00. Meira
3. mars 2010 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Bruce Willis í myndbandi Gorillaz

GORILLAZ-teiknimyndasveitin hefur sent frá sér myndband við lagið „Stylo“ en leikarinn Bruce Willis leikur í því. Meira
3. mars 2010 | Fólk í fréttum | 128 orð | 1 mynd

Daníel getur hringt í Björk, alveg satt

*Hún er býsna skondin fyrirsögnin á viðtali við tónskáldið Daníel Bjarnason í New York-útgáfu Time Out-tímaritsins: Spurt og svarað með Daníel Bjarnasyni: Jú, hann getur í alvöru hringt í Björk. Meira
3. mars 2010 | Bókmenntir | 225 orð | 1 mynd

Fávitinn, Ofvitinn, Örvitinn og Óttar M. Norðfjörð

UM HELGINA er væntanlegt nýtt skáldverk eftir Óttar M. Norðfjörð. Meira
3. mars 2010 | Kvikmyndir | 752 orð | 2 myndir

Fimmta Hreindýralandið

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ALÞJÓÐLEGA vídeó- og tilraunakvikmyndahátíðin 700IS Hreindýraland verður haldin í fimmta sinn á Egilsstöðum 20. til 27. mars næstkomandi. Meira
3. mars 2010 | Fólk í fréttum | 103 orð | 1 mynd

Fiskisúpukeppni á Northern Wave

*Alþjóðlega stuttmynda- og myndbandahátíðin Northern Wave hefst í Grundarfirði á föstudaginn og þurfa þeir sem hyggjast hana sækja að fara að skipuleggja og þvo ullarsokkana. Á laugardegi verður haldin fiskisúpukeppni kl. Meira
3. mars 2010 | Tónlist | 166 orð | 1 mynd

Föstutónleikaröð

SÍÐASTLIÐINN föstudag hófst tónleikaröð í Grindavíkurkirkju sem kallast „Föstutónleikaröðin: Leyndardómur trúarinnar“. Tónleikarnir eru haldnir á miðvikudagskvöldum og í kvöld syngur sönghópurinn Kordía verk eftir Gabriel Fauré og J.S. Bach. Meira
3. mars 2010 | Myndlist | 84 orð | 1 mynd

Harpa Dögg sýnir í Galleríi Crymo

HARPA Dögg Kjartansdóttir opnar einkasýningu sem hún kallar „Úr mynd“ í Gallerí Crymo, Laugavegi 41a, næstkomandi föstudag kl. 17. Meira
3. mars 2010 | Fólk í fréttum | 96 orð | 1 mynd

Hoffman í þáttum HBO

LEIKARINN Dustin Hoffman verður í aðalhlutverki í sjónvarpsþáttunum Luck sem kapalstöðin HBO framleiðir. Þættirnir munu snúast um veðhlaup og leikur Hoffman karl einn nýlausan úr fangelsi sem er heltekinn af veðmálum. Meira
3. mars 2010 | Fólk í fréttum | 543 orð | 3 myndir

Kynþokkafullir karlakórar sameinast

Ekki verður skortur á karlhormónum, kynþokka eða sperrilegum metingi þegar tveir af helstu karlakórum landsins; Karlakór Reykjavíkur og Karlakórinn Heimir í Skagafirði, stíga saman á söngpalla á fernum tónleikum norðan og sunnan heiða næstu tvær helgar. Meira
3. mars 2010 | Fólk í fréttum | 113 orð | 1 mynd

Móðir Murphy erfði allt

BRITTANY heitin Murphy arfleiddi móður sína, Sharon Murphy, að öllum sínum eigum. Að því er fram kemur á vefnum TMZ gerði Murphy erfðaskrá og það handskrifaða, áður en hún giftist Simon Monjack. Meira
3. mars 2010 | Fólk í fréttum | 101 orð | 1 mynd

Peaches kemur fram á RFF

KANADÍSKA tónlistarkonan Peaches mun koma fram á Reykjavík Fashion Festival sem fram fer 19. og 20. mars. Auk Peaches munu GusGus, hin sænska Air France, Ladytron frá Bretlandi, Sykur, bloodgroup og Retro Stefson koma fram á tónleikum á hátíðinni. Meira
3. mars 2010 | Tónlist | 369 orð | 1 mynd

Reyni að sjá hvert verk í nýju ljósi

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is MARS er mikill hátíðarmánuður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, enda hóf hún starf sitt í mars 1950. Meira
3. mars 2010 | Tónlist | 100 orð | 1 mynd

Styrktartónleikar Móra

MAGNÚS Ómarsson, Móri, lenti í átökum við Erp Eyvindarson fyrir stuttu eins og frægt er orðið. Meira
3. mars 2010 | Fjölmiðlar | 190 orð | 1 mynd

Taggart er mannréttindi

Á MÍNUM yngri árum náði maður sér niður eftir annasama viku með því að fara á fyllirí. Og þurfti hún reyndar ekki að vera neitt sérstaklega erilsöm svo að ástæða væri til að gæla við stút. Í dag er það hins vegar ekki svo. Meira
3. mars 2010 | Kvikmyndir | 82 orð | 1 mynd

Tilraunamyndir í Kínóklúbbnum

KÍNÓKLÚBBURINN í Listasafni Reykjavíkur helgar fimmtudagsdagskrá sína hinum japanska listamanninum Tatsu Aoki sem fæddur er í Tókýó árið 1957. Meira
3. mars 2010 | Tónlist | 156 orð | 1 mynd

Tónskáldið er ekki til

Á NÆSTU dögum kemur út vestanhafs geisladiskur með tónsmíðum Emily Howell. Á disknum eru fyrstu verk Howell sem koma út en helstu tíðindin eru þó að Howell er ekki til, heldur er hún „listamannsnafn“ forrits. Meira
3. mars 2010 | Kvikmyndir | 69 orð | 4 myndir

Þokkafullar stjörnur í rómantísku drama

KVIKMYNDIN Remember Me var frumsýnd í fyrradag í New York en í henni fara með aðalhlutverk ungstirnin Robert Pattinson og Emilie de Ravin. Þá er gamalreynt sjarmatröll einnig þar að finna, Pierce Brosnan. Meira

Umræðan

3. mars 2010 | Pistlar | 436 orð | 1 mynd

Athyglisverður laugardagur

Það er til marks um upplausnina og stjórnleysið sem ríkir hér á landi að þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-samninginn hafi ekki verið blásin af fyrir allnokkru. Meira
3. mars 2010 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Avant verst greinargerð eigin lögmanns

Eftir Jón Þorvarðarson: "Myntkarfan AV3 (áður SJF3) er óskráð afleiða, dulbúin sem lán í erlendri mynt. Álit Hróbjarts Jónatanssonar, lögmanns Avant, staðfestir það." Meira
3. mars 2010 | Bréf til blaðsins | 236 orð | 1 mynd

Jóhanna og þjóðaratkvæði

Frá Birni Jóhannssyni: "ÞAÐ VIRÐIST nú helsta verkefni Jóhönnu og Steingríms að leita dauðaleit að ástæðu til að sneiða hjá þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars nk." Meira
3. mars 2010 | Aðsent efni | 506 orð | 1 mynd

Opið bréf til menntamálaráðherra

Eftir Pjetur Stefánsson: "Undirritaður fer fram á það við menntamálaráðuneytið að farið verði yfir og skoðuð verði vinnubrögð úthlutunarnefndar „Launasjóðs myndlistarmanna“ við allar umsóknir sem bárust sjóðnum." Meira
3. mars 2010 | Aðsent efni | 770 orð | 2 myndir

Ríksábyrgð á Icesave-innlánsreikningum er brot á EES-samningi

Eftir Peter Örebech og Ingólf Arnarson: "Íslenskum stjórnvöldum er óheimilt samkvæmt EES-samningi að ríkisstyrkja einstök tryggingafélög innan svæðisins og mismuna þannig rekstraraðilum." Meira
3. mars 2010 | Aðsent efni | 369 orð

Samstaða

MAGNÚS Thoroddsen hrl. ritar grein í Morgunblaðið 2. marz og hvetur til samstöðu. Hann trúir á mátt lítillar þjóðar, þegar þjóðin og stjórnmálamenn standa saman í átökum við ofbeldisfulla stjórnmálamenn hinna gömlu nýlenduríkja. Meira
3. mars 2010 | Pistlar | 31 orð | 1 mynd

Skapti Hallgrímsson

Hvíld Þessi litla manneskja fékk sér lúr á Akureyri um daginn og engu líkara en skíðaskórnir hvíli sig líka svolitla stund á því að geyma mannabein sem renna sér niður... Meira
3. mars 2010 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

Skítverk gungunnar

Eftir Örn Gunnlaugsson: "Í raun ætti að sækja þetta fólk, gungurnar og undirsátana, og færa til opinberrar hýðingar á Austurvelli." Meira
3. mars 2010 | Aðsent efni | 915 orð | 1 mynd

Vandi þjóðarinnar

Eftir Matthías Bjarnason: "Þegar síðari ríkisstjórnir hófu að selja bestu eignir þjóðfélagsins tóku að renna á mig tvær grímur og tel ég dapurlegt hversu illa fór í þeim efnum." Meira
3. mars 2010 | Velvakandi | 331 orð | 1 mynd

Velvakandi

Þakkarorð fyrir ljómandi skemmtan HLÝJAR þakkir eru færðar tveim leikhópum sem hafa glatt hug og hjarta að undanförnu og fært mér enn einu sinni heim sanninn um það hversu vel getur tekist til hjá áhugafólki sem fæst við hlutverk sín af sannri leikgleði... Meira
3. mars 2010 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Við viljum fólk með hugsjónir en ekki orðaleppa

Eftir Hafstein Hjartarson: "Ég geri meiri kröfur til fulltrúa Vinstri grænna en fulltrúa annarra flokka, segir hér í opnu bréfi til Ólafs Þórs Gunnarssonar, bæjarfulltrúa VG í Kópavogi." Meira

Minningargreinar

3. mars 2010 | Minningargreinar | 1213 orð | 1 mynd

Ármann Snævarr

Gunnsteinn Ármann Snævarr fæddist á Nesi í Norðfirði hinn 18. september 1919 og ólst þar upp. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. febrúar síðastliðinn. Útför Ármanns fór fram frá Neskirkju 26. febrúar 2010. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2010 | Minningargreinar | 2146 orð | 1 mynd

Hulda Steingrímsdóttir Færseth

Hulda Steingrímsdóttir Færseth fæddist á Ísafirði 9. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Hafnarfirði 12. febrúar sl. Foreldrar hennar voru Steingrímur Stefánsson, bóksali, f. 5. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2010 | Minningargreinar | 3509 orð | 1 mynd

Sigurður B. Sigurðsson

Sigurður Bjarnason Sigurðsson fæddist í Reykjavík 5. október 1915. Hann lést 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Elínborg Jónsdóttir og Sigurður Egill Hjörleifsson. Meira  Kaupa minningabók
3. mars 2010 | Minningargreinar | 1046 orð | 1 mynd

Sigurður Þór Pétursson

Sigurður Þór Pétursson fæddist í Reykjavík 13. október 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt 20. febrúar síðastliðins. Sigurður var jarðsunginn frá Langholtskirkju 26. febrúar 2010. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 51 orð

NBI selur Hertz

ALLT hlutafé Bílaleigu Flugleiða ehf. hefur verið selt til félags í jafnri eigu Sigfúsar R. Sigfússonar, Sigfúsar B. Sigfússonar, Hendriks Berndsen og Sigurðar Berndsen. Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans annaðist söluna. Meira
3. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 437 orð | 1 mynd

Ríkið taki yfir skuldabréf Landsbanka til þrotabúsins

Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is HUGMYNDIR eru uppi um að íslenska ríkið taki yfir skuldabréf sem Landsbankinn gaf út til forvera síns og greiði það út til þrotabúsins að fullu eða hluta til þess að lækka höfuðstólinn vegna Icesave-skuldbindinganna. Meira
3. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 314 orð | 1 mynd

Stríðir hugsanlega gegn EES

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is NÝJUM afdráttarskatti á vaxtagreiðslur, sem veldur nú flótta nokkurra erlendra fjármögnunarfyrirtækja frá landinu, er því aðeins beitt að viðtakandi greiðslnanna sé erlendur. Meira
3. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 88 orð | 1 mynd

Yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar

RAGNA Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Ragna er MSc í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og BA í mannfræði frá Háskóla Íslands. Meira

Daglegt líf

3. mars 2010 | Daglegt líf | 1421 orð | 3 myndir

Þá er það heimsfrétt!

Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Skákmótið er hafið. Klukkurnar farnar að tifa. En efsti maður mótsins, Ivan Sokolov, situr enn fyrir framan tölvuna í kaffistofu Ráðhússins og sýnir ekki á sér fararsnið, þó að mínúturnar fjari undan honum. Meira

Fastir þættir

3. mars 2010 | Árnað heilla | 39 orð | 1 mynd

80 ára

Jón Magnússon, skipstjóri frá Patreksfirði, er áttræður í dag, 3. mars. Hann býður þeim sem vilja gleðjast með honum og fjölskyldunni í Félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 6. mars kl. 19.30 þar sem fagnað verður með matarveitingum og dansi á... Meira
3. mars 2010 | Árnað heilla | 31 orð | 1 mynd

90 ára

Lilja H. Guðnadóttir er níræð í dag, 3. mars og af því tilefni tekur hún á móti vinum og vandamönnum í félagsheimilinu í Hæðargarði milli kl 18 og 21 á... Meira
3. mars 2010 | Í dag | 182 orð

Af skák, lífi og dauða

Í tilefni af því, að nokkuð var um skákvísur meðal hagyrðinga, rifjaði Guðmundur B. Meira
3. mars 2010 | Árnað heilla | 213 orð | 1 mynd

Allir mæta með hljóðfærin

„HVORT ég ætla, ég er búin að bjóða svona um það bil öllum sem ég þekki,“ segir Helga Rut Guðmundsdóttir, lektor í tónmennt við Háskóla Íslands, aðspurð hvort hún ætli að halda upp á fertugsafmælið. Meira
3. mars 2010 | Fastir þættir | 151 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Hugmyndarík lausn. Norður &spade;Á5 &heart;K98642 ⋄ÁD85 &klubs;9 Vestur Austur &spade;G108632 &spade;D974 &heart;G1053 &heart;7 ⋄3 ⋄1094 &klubs;D10 &klubs;KG864 Suður &spade;K &heart;ÁD ⋄KG762 &klubs;Á7532 Suður spilar 7⋄. Meira
3. mars 2010 | Fastir þættir | 332 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 25. febrúar 2010. Spilað var á átta borðum. Meðalskor: 168 stig. Árangur N-S: Birgir Sigurðss. – Jón Þór Karlsson 188 Ingibjörg Stefánsd. Meira
3. mars 2010 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Neskaupstað Jón Pétur Briem fæddist 30. september. kl. 10.16. Hann vó...

Neskaupstað Jón Pétur Briem fæddist 30. september. kl. 10.16. Hann vó 3.500 g og 53 cm langur. Foreldrar hans eru Guðný Þórdís Jónsdóttir og Gísli M.... Meira
3. mars 2010 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og...

Orð dagsins: Hann stendur mér við hlið til þess að veita mér lið og vernd. (Daníel 11, 1. Meira
3. mars 2010 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

Reykjavík Embla Rós fæddist 29. september kl. 11.24. Hún vó 3.555 g og...

Reykjavík Embla Rós fæddist 29. september kl. 11.24. Hún vó 3.555 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Birgir Sveinsson og Regina Mkahabathi... Meira
3. mars 2010 | Fastir þættir | 146 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. c4 dxc4 3. e4 e5 4. Rf3 exd4 5. Bxc4 Rc6 6. 0-0 Be6 7. Bb5 Bc5 8. b4 Bb6 9. a4 a5 10. bxa5 Ba7 11. Bb2 Dd6 12. Rbd2 Rh6 13. a6 0-0 14. axb7 Hab8 15. Bxc6 Dxc6 16. Bxd4 Dxb7 17. Bxa7 Dxa7 18. Dc2 c5 19. h3 f6 20. Hfc1 Hfc8 21. Rc4 Hb4 22. Meira
3. mars 2010 | Fastir þættir | 313 orð

Víkverjiskrifar

Enn situr Alþjóðahvalveiðiráðið á rökstólum, nú í Flórída í Bandaríkjunum, og Japanar gera nýja atlögu til að reyna að fá hvalveiðibanninu hnekkt. Meira
3. mars 2010 | Í dag | 91 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

3. mars 1960 Maður á Akureyri giftist pólskri konu sem hann hafði kynnst sumarið áður. Brúðkaupið fór fram í Póllandi en maðurinn var staddur á Hótel KEA. Í brúðkaupsgjöf gaf hann konu sinni farmiða til landsins. 3. Meira

Íþróttir

3. mars 2010 | Íþróttir | 551 orð | 1 mynd

„Ég reyni að láta eitthvað gott af mér leiða“

Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is „ÞETTA er auðvitað mjög spennandi verkefni. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 496 orð | 1 mynd

„Uppgangur á Kýpur“

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is HARALDUR Freyr Guðmundsson, miðvörður Keflvíkinga í knattspyrnu, þekkir ágætlega til í fótboltans á Kýpur en Haraldur lék með Apollon Limasol í fyrravetur. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 201 orð | 1 mynd

„Viðræður hafa ekki skilað neinu“

,,ÉG hef verið í samningaviðræðum en þær hafa ekki skilað neinu. Við höfum ekki náð samkomulagi hingað til en ég verð hjá liðinu alla vega fram á sumar,“ sagði Hannes Þ. Sigurðsson, framherji sænska 1. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 294 orð | 1 mynd

„Virkar bara eins og vél“

Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is EYJÓLFUR Sverrisson, landsliðsþjálfari 21 árs liðsins í knattspyrnu karla, má vera stoltur af úrslitunum í gærkvöldi en þá sótti Ísland stig í greipar Evrópumeistara Þjóðverja í Magdeburg. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 142 orð | 9 myndir

Bikarmeistarar 2010

BIKARKEPPNI yngri flokka í körfuknattleik fór fram um sl. helgi í íþróttahúsinu í Njarðvík. Alls fóru fram níu úrslitaleikir á tveimur dögum og hafði körfuknattleiksdeild Njarðvíkur umsjón með mótahaldinu. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 496 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Bjarni Þór Viðarsson , sem var fyrirliði 21 árs landsliðsins í knattspyrnu í Þýskalandi í gær, skoraði sitt 6. mark í þessum aldursflokki þegar hann jafnaði, 2:2. á 77. mínútu í Magdeburg . Hann er þar með kominn í 2.-4. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 753 orð | 1 mynd

Fyrsti sigurinn á réttum tíma hjá Hamri

Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is HAMAR vann í gærkvöld sinn fyrsta útisigur sögunni gegn Keflavík í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Hann gat ekki komið á betri tíma fyrir blómastúlkurnar frá Hveragerði. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 111 orð | 1 mynd

Gunnhildur 16. á EM

GUNNHILDUR Garðarsdóttir keppti í gær í skylmingum á Evrópumeistaramóti 17 ára og yngri í Aþenu í Grikklandi og lenti í 16. sæti. Gunnhildur vann þrjá bardaga af sex í riðlunum og var því í 24. sæti fyrir útsláttarkeppnina. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Hamburg steinlá heima

RÓBERT Gunnarsson og félagar í Gummersbach komu heldur betur á óvart í gærkvöld þegar þeir skelltu toppliði þýsku 1. deildarinnar í handknattleik, Hamburg, 39:31, á útivelli. Staðan í hálfleik var 17:17. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 99 orð

HK-konur unnu deildina

HK úr Kópavogi tryggði sér í gærkvöld sigur í 1. deild kvenna í blaki, Mikasa-deildinni, með því að sigra Þrótt úr Reykjavík á útivelli í íþróttahúsi Kennaraháskólans, 3:1. Þróttur vann fyrstu hrinuna, 25:16, en HK hinar þrjár, 25:15, 25:13 og 25:14. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 421 orð | 2 myndir

Í dauðafæri eftir jafntefli í Magdeburg

Eftir Víði Sigurðsson vs@mbl. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 168 orð

KNATTSPYRNA Evrópukeppni U21 karla 5. riðill: Þýskaland – Ísland...

KNATTSPYRNA Evrópukeppni U21 karla 5. riðill: Þýskaland – Ísland 2:2 Timo Gebhart 10., Julian Schieber 50. – Kolbeinn Sigþórsson 13., Bjarni Þór Viðarsson 77. San Marínó – Norður-Írland 0:3 Oliver Norwood 24., 78., James Lawrie 38. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 181 orð

Rakel ætlað stórt hlutverk í Levanger

RAKEL Dögg Bragadóttir, landsliðskona í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við norska úrvalsdeildarfélagið Levanger til tveggja ára. Rakel kom til félagsins frá KIF Kolding í Danmörku í nóvember og hefur þegar fest sig vel í sessi í... Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 152 orð

Stórt skarð í vörn Dana

DANSKA landsliðið í handknattleik hefur þurft að sjá á eftir þremur leikmönnum frá því Evrópumótinu í Austurríki lauk í janúar þar sem Danir höfnuðu í fimmta sæti. Meira
3. mars 2010 | Íþróttir | 151 orð

Þóra með 70. landsleikinn

ÞÓRA B. Helgadóttir verður í dag þriðja íslenska knattspyrnukonan frá upphafi til að leika 70 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hún kemur á ný inn í byrjunarlið Íslands sem mætir Portúgal í lokaleiknum á mótinu, leiknum um 9. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.