Greinar föstudaginn 19. mars 2010

Fréttir

19. mars 2010 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Alþjóðlegu banni við sölu á túnfiski hafnað

STOFNUN Sameinuðu þjóðanna, CITES, sem hefur umsjón með verslun með afurðir dýra í útrýmingarhættu, hafnaði í gær tillögu um bann við viðskiptum með túnfisk úr Atlantshafi og Miðjarðarhafi. Túnfiskurinn er m.a. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Bensínlítrinn í 212 kr. eftir hækkun hjá Olís

„MÉR finnst hækkun á bensínverði nú vera taktlaus. Á heimsmarkaði hefur verð verið að lækka og krónan heldur að styrkjast. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 240 orð | 1 mynd

Bílafloti Íslands með þeim elstu í Evrópu

Eftir Andra Karl andri@mbl.is MEÐALALDUR einkabíla á Íslandi er 10,2 ár og í Evrópu má aðeins finna hærri meðalaldur í Noregi og Finnlandi. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 139 orð

Bónus-útrás í London?

ATHAFNAMAÐURINN Jón Ásgeir Jóhannesson hyggst að sögn Viðskiptablaðsins opna nýja verslunarkeðju, Best Price Foods, í London. Verið sé að leita að heppilegum staðsetningum fyrir verslanir. Jón Ásgeir neitar í samtali við visir. Meira
19. mars 2010 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Dingóinn elsta hundategundin

Umfangsmikil erfðafræðileg rannsókn bendir til þess að dingó-hundurinn í Ástralíu og skyld tegund í Nýju-Gíneu séu elstu hundakyn heimsins og þær hundategundir sem líkist mest úlfinum. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 276 orð

Ekki leyst í tæknilegum viðræðum

ÁLIT Framkvæmdastjórnar ESB á aðildarumsókn Íslands var til umfjöllunar á fundi sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis í fyrradag að ósk Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 328 orð | 1 mynd

Eldur borinn að fjarskiptamöstrum

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „RANNSÓKN þessa máls er víðtæk og við leggjum mikla áherslu á að upplýsa þetta mál,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Erfitt að taka upp þráðinn

STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjármálaráðherra segir það valda vonbrigðum hversu illa hafi gengið að hefja viðræður við Breta og Hollendinga um Icesave-málið á ný. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 714 orð | 3 myndir

Fá bætur út á ranga búsetu

Tryggingastofnun skortir heimildir til að sekta fyrir bótasvik. Forstöðumaður hjá stofnuninni gagnrýnir Þjóðskrá fyrir að ganga ekki harðar fram. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Fjarskipti verði betur varin

Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÞESSI íkveikja við möstrin í Öskjuhlíð er alvarlegt mál,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Meira
19. mars 2010 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Fyrsta kafbátasafnið í einkaeigu vígt

PRESTUR rétttrúnaðarkirkjunnar í Rússlandi blessar kafbát í fyrsta rússneska kafbátasafninu í einkaeigu, en það var tekið í notkun í Sankti Pétursborg í gær. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 406 orð | 2 myndir

Greiða skatt af stærri afskriftum

Fyrirtæki greiða skatt af 50% skuldaniðurfellingar að 50 milljónum en einstaklingar af 50% niðurfellingar að 20 milljónum, samkvæmt frumvarpsdrögum. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Guðni biður þjófinn að renna úrinu í blaðalúguna

Í pistli í vikublaðinu Dagskránni, sem kom út í gær, upplýsir Guðni Ágústsson að úrinu hans hafi verið stolið úr jakkavasa í útiklefanum í sundlauginni og það um hábjartan daginn. Þetta er stálúr af flottustu gerð, sortin „Guess“. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 438 orð | 1 mynd

Gæslan í landamæraeftirlit

Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞÁTTTAKA Landhelgisgæslu Íslands í verkefni á vegum Frontex, Landamærastofnunar Evrópusambandsins, gerði frekari uppsagnir óþarfar auk þess sem stefnt yrði að endurráðningu flestra sem þegar hefur verið sagt upp. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 400 orð

Gætu þurft að greiða milljónir í skatt vegna afskrifta

Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is SAMKVÆMT drögum að frumvarpi um breytingar á skattlagningu afskrifta, sem fjármálaráðherra sendi ríkisstjórninni sl. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Hafa náð settu marki

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Heimskautsgerði á Melrakkaási

Í DAG, föstudag, kl. 14-17 verður haldið málþing í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn, þar sem fjallað verður um Heimskautsgerðið sem nú er verið að reisa á Melrakkaási við Raufarhöfn. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Hjólahopp í Laugarneshverfi

NÚ lengjast dagarnir og lund landans verður sífellt léttari. Þess sér stað meðal annars í fjörlegum leikjum krakkanna sem mörg hafa dregið fram hjólin sín. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 82 orð

Húmorþing á Hólmavík

Á LAUGARDAGINN kl. 12-23 stendur Þjóðfræðistofnun fyrir húmorþingi á Kaffi Riis á Hólmavík. Á málþinginu munu fræðimenn varpa ljósi á nýjustu rannsóknir á húmor. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 334 orð | 1 mynd

Innheimta vanrækslugjalds hefur verið í endurskoðun

VANRÆKSLUGJALD, sem komið var á fót fyrir tæpu ári vegna óskoðaðra ökutækja, hefur skilað ríkissjóði um 300 milljónum króna. Embætti sýslumanns í Bolungarvík hefur séð um innheimtuna, en fyrirkomulag hennar kom til umfjöllunar á Alþingi nýverið. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Kallar eftir úrræðum svo TR geti beitt sektum

Halla Bachmann Ólafsdóttir, forstöðumaður hjá Tryggingastofnun, segir fólk sem skrái ranga búsetu vera helsta vandamál stofnunarinnar. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Kannski orkuríkasta hérað landsins?

HALDIN verður ráðstefna í Gunnarsholti þann 25. mars á vegum Rótarýklúbbs Rangæinga. Yfirskrift ráðstefnunnar er Rangárþing – orkuríkasta hérað landsins? Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

KR-ingar fögnuðu deildarmeistaratitli

„ÞAÐ er vissulega gaman að ná þessum áfanga en við erum ekki búnir að ná markmiðum okkar,“ sagði Páll Kolbeinsson þjálfari Íslandsmeistaraliðs KR eftir 90:86 sigur liðsins gegn Snæfelli í Stykkishólmi í lokaumferð úrvalsdeildar karla í... Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Landsþing frjálslyndra um helgina

LANDSÞING Frjálslynda flokksins hefst í dag klukkan 16.30 á Hótel Cabin í Reykjavík, með ræðu formannsins, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Fundinum lýkur klukkan 15 á morgun með kosningum í trúnaðarstöður. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 1300 orð | 4 myndir

Löng bið eftir greiðsluaðlögun

Veruleg fjölgun hefur orðið á beiðnum um greiðsluaðlögun. Nýju fyrirkomulagi ætlað að einfalda og stytta ferlið og færa það meira frá dómstólunum. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Magnús Gunnarsson fer í speglun á hné í dag

Magnús Þór Gunnarsson , landsliðsmaður í körfuknattleik, fer í speglun í dag vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik gegn Keflavík í síðustu viku. „Ég fer í speglun í dag. Þá kemur í ljós hvort ég verði frá í 10 daga eða í marga mánuði. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Marías Þ. Guðmundsson

MARÍAS Þ. Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri á Ísafirði, lést á heimili sínu í Reykjavík 17. mars sl., 87 ára að aldri. Hann fæddist í Hnífsdal 13. apríl 1922 og var sonur hjónanna Guðmundar Stefáns Guðmundssonar og Jónu Salómonsdóttur. Meira
19. mars 2010 | Erlendar fréttir | 561 orð | 4 myndir

Murdoch til áhrifa í arabaheiminum

Rupert Murdoch er grunaður um græsku í arabaheiminum vegna þess að nú seilist hann til áhrifa í arabískum fjölmiðlum. Sömu viðskiptasambönd vekja tortryggni hægrimanna í Bandaríkjunum. Meira
19. mars 2010 | Erlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Nálægt sátt um afvopnun

SAMNINGAVIÐRÆÐUR Bandaríkjanna og Rússlands um frekari fækkun kjarnavopna eru komnar á lokastig og líklegt er að þeim ljúki með nýjum samningi áður en langt um líður, að sögn utanríkisráðherra landanna tveggja í gær. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 476 orð | 1 mynd

Ótrúlega róleg yfir þessu öllu

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is SÖNGLEIKURINN Gauragangur verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld og líkt og nafnið ber með sér verður mikið um að vera á sviðinu. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Páll Ólafsson

PÁLL Ólafsson, framkvæmdastjóri og bóndi í Brautarholti á Kjalarnesi, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 16. mars, 80 ára að aldri. Páll fæddist í Reykjavík 16. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 791 orð | 4 myndir

Segir forsetinn alla söguna?

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég dreg þá ályktun að forseti Maldíveyja hafi fengið mjög villandi upplýsingar hjá gestgjafa sínum um frammistöðu Íslands í loftlagsmálum. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 287 orð

Segja nýtt vaktakerfi ógna öryggi sjúklinga

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FYRIRHUGAÐ er að sameina báðar bráðamóttökur Landspítalans í eina sem verður í Fossvogi og tekur breytingin gildi 1. apríl. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 124 orð

SkjárEinn fellir niður fréttir frá páskum

FRÉTTAÚTSENDINGAR á SkjáEinum falla niður frá og með páskum, en frá því í október hefur SkjárEinn boðið upp á sjónvarpsfréttir alla virka daga í samstarfi við Morgunblaðið. Haft er eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra Skjá miðla ehf. Meira
19. mars 2010 | Erlendar fréttir | 62 orð

Stela lykilorðum Fésbókarnotenda

VEIRUVARNARFYRIRTÆKIÐ McAfee varar við tölvupósti sem sendur er Fésbókarnotendum í því skyni að stela lykilorðum þeirra. Í póstinum segir að lykilorði notandans hafi verið breytt og hann beðinn um að smella á viðhengi til að leiðrétta það. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Stórbrotinn Mahler

ALLS voru yfir 130 manns á sviðinu í Háskólabíói þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt upp á sextugsafmælið með því að flytja aðra sinfóníu Gustavs Mahlers fyrir fullum sal. Notast var við anddyrið til að láta heyrast í lúðrum í fjarska. Meira
19. mars 2010 | Erlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Talibanar hagnýta sér mátt Netsins og eru slungnir í almannatengslum

TALIBANAR bönnuðu Netið, eins og svo margt annað, þegar þeir voru við völd í Afganistan á árunum 1996 til 2001, sögðu það fullt af ósiðlegu efni og óíslamskt. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 149 orð

Til fundar við Breta um Icesave

UTANRÍKISMÁLANEFND Alþingis fer á mánudag til Lundúna til fundar við fulltrúa utanríkismálanefndar og fjárlaganefndar breska þingsins. Í nefndinni er einn fulltrúi frá hverjum flokki. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði við mbl. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 792 orð | 4 myndir

Víkingakrakkar að vestan

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is KEPPNI fór fram í þremur síðustu riðlum Skólahreysti í Smáranum í Kópavogi í gær. Meira
19. mars 2010 | Innlendar fréttir | 288 orð

Þarf að greiða 20 milljónir til baka

HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sophia Hansen greiði Sigurði Pétri Harðarsyni tæpar 20 milljónir króna, sem Sophia fékk að láni hjá honum. Meira

Ritstjórnargreinar

19. mars 2010 | Staksteinar | 240 orð | 1 mynd

Gerviherinn úr landi

Lengi vel voru Allaballar og kommar heilir í baráttu sinni gegn her í landi. Vinstri grænir sem sviku flest sín kosningaloforð og hugsjónir fyrir samfélag með Samfylkingunni hafa nú fundið haldreipi til að hanga í. Meira
19. mars 2010 | Leiðarar | 220 orð

Innra öryggi ógnað

Lögreglan er ein helsta grunnstoð samfélagsins og gætir að innra öryggi landsins. Meira
19. mars 2010 | Leiðarar | 341 orð

Unnið gegn eigin hagsmunum

Ísland er í sérstakri stöðu núna. Annars vegar hefur landið ratað í efnahagslegar ógöngur, sem allir vildu sem lengst forðast. En hins vegar eru Íslendingar í ákjósanlegri stöðu til að ná sér tiltölulega fljótt á skrið aftur. Meira

Menning

19. mars 2010 | Tónlist | 86 orð | 1 mynd

Alex Chilton látinn

GÍTARLEIKARINN og söngvarinn Alex Chilton er látinn, 59 ára að aldri. Banameinið var hjartaáfall. Chilton er einkum þekktur sem liðsmaður Big Star og The Box Tops. Meira
19. mars 2010 | Hönnun | 530 orð | 2 myndir

„Erum með svipað fegurðarskyn“

Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl. Meira
19. mars 2010 | Fólk í fréttum | 266 orð | 1 mynd

„Facespace, er það ekki eitthvað?“

Aðalsmaður vikunnar heitir Guðjón Davíð Karlsson og er leikari. Hann fer með hlutverk Orms Óðinssonar í Gauragangi sem verður frumsýnt á Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu í kvöld. Guðjón var hress unglingur og vill kaffið svart. Meira
19. mars 2010 | Fjölmiðlar | 179 orð | 1 mynd

Ekki er allt sem sýnist

SJÓNVARPIÐ hefur á seinustu vikum boðið upp á mjög forvitnilegar og vandaðar heimildarmyndir. 10. mars sl. var sýnd átakanleg kanadísk heimildarmynd, With and Without You . Meira
19. mars 2010 | Fólk í fréttum | 52 orð | 1 mynd

Evróvisjónhetjan Borg skrifar fyrir Elektru

ÞVÍ ER slegið upp á ESC Today, helstu Evróvisjónfréttaveitunni, að Gerard James Borg , sem hefur unnið alls fimm sinnum í maltnesku Evróvisjónkeppninni, skrifi texta fyrir hina íslensku Elektru. Meira
19. mars 2010 | Leiklist | 65 orð | 1 mynd

Guðmundur Ingi leikur í breskri sjónvarpsmynd

Leikarinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson þáði nýverið boð um að leika í fjögurra þátta sjónvarpsmynd sem Channel 4 í London stendur að. Myndin er unnin upp úr sögu Williams Boyds, Any Human Heart . Meira
19. mars 2010 | Kvikmyndir | 68 orð | 1 mynd

Hollywood-Larsson á næsta ári

KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Columbia Pictures hefur tryggt sér réttinn á því að endurgera kvikmyndirnar sem gerðar voru upp úr Millennium-þríleik Stiegs Larsson. Hollywood-myndirnar verða á ensku, nema hvað, og stendur til að sú fyrsta verði frumsýnd eftir u.þ. Meira
19. mars 2010 | Fólk í fréttum | 47 orð | 1 mynd

Icesave-kaffibollinn hataðasta fyrirbrigðið

*Icesave-bollinn er hataðasta fyrirbrigðið á Íslandi, eða það segja a.m.k. galgoparnir í Baggalúti. Meira
19. mars 2010 | Tónlist | 72 orð | 1 mynd

Kóramót í Kjarnanum í Mosfellsbæ

ÁTTA KÓRAR í Mosfellsbæ og af Kjalarnesi halda sameiginlega tónleika í Kjarnanum í Mosfellsbæ á sunnudaginn kl. 16. Í Mosfellsbæ eru starfræktir tveir barnakórar, tveir kvennakórar, sex blandaðir kórar og einn karlakór. Meira
19. mars 2010 | Kvikmyndir | 286 orð | 1 mynd

Með kríunni til tunglsins

HEIMILDAMYND Páls Steingrímssonar um kríuna, Krían: Þrisvar til tunglsins og til baka aftur , verður frumsýnd í Háskólabíói á morgun, en heiti myndarinnar vísar í þá vegalengd sem krían flýgur á hverju ári. Myndina hefur Páll unnið á undanförnum árum. Meira
19. mars 2010 | Tónlist | 136 orð | 1 mynd

Mínus spilar á Batteríinu og fer til Köben

*Rokksveitin Mínus er búin að ræsa á nýjan leik og heldur tónleika á Batteríinu í kvöld. Á morgun flýgur sveitin svo út til Kaupmannahafnar og heldur tónleika í Nordatlantens Brygge. Meira
19. mars 2010 | Kvikmyndir | 299 orð | 1 mynd

Myndir sem fara yfir öll mæri

ALLS verða þrjár kvikmyndir frumsýndar í íslenskum bíóhúsum þessa helgina. Eiga þær það sameiginlegt að splæsa saman nokkrum geirum, The Lovely Bones er t.a.m. Meira
19. mars 2010 | Tónlist | 445 orð | 9 myndir

Næstum eins og á Wembley

Hljómsveitakeppnin Músíktilraunir 2010, haldin í Íslensku óperunni 17. mars. Þriðja undanúrslitakvöld af fjórum. Þátt tóku Broken Sound, Feeling Blue, ENTER, Arty Kristofers, Höfuðlausn, 3000 miles & above, The Assassin of a Beautiful Brunette, The Fallen Prophecy, Divine og Silent Shoelace. Meira
19. mars 2010 | Tónlist | 473 orð | 1 mynd

Perlur spænskrar ljóðatónlistar

Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl. Meira
19. mars 2010 | Myndlist | 83 orð | 1 mynd

Rabarbari í Borgarbókasafninu

Á FÖSTUDAG kl. 17 verður opnuð sýning á verkum Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur og Guðrúnar Höddu Bjarnadóttur myndlistarmanna í Artóteki á 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, Grófarhúsi. Sýningin nefnist Rabarbari . Meira
19. mars 2010 | Fólk í fréttum | 197 orð | 2 myndir

Segir Woods hafa sent sér klúr sms

JOSLYN James, fyrrum klámmyndaleikkona sem heitir réttu nafni Veronica Siwik-Daniels, segist hafa verið hjákona kylfingsins Tiger Woods og setti á netið í gær smáskilaboð (sms) sem hún segir Woods hafa sent sér á meðan á sambandi þeirra stóð. Meira
19. mars 2010 | Tónlist | 79 orð | 1 mynd

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heldur tónleika á sunnudag kl. 17 í Seltjarnarneskirkju. Á tónleikunum verða flutt Forleikur í ítölskum stíl eftir Schubert, Kantata nr. 82 eftir Bach, tvær aríur úr Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart og að lokum Sinfónía nr. Meira
19. mars 2010 | Tónlist | 325 orð | 1 mynd

Svart og vel sykurlaust

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is HOLLENSKA svartþungarokkstvíeykið Urfaust ætlar að leika á tvennum tónleikum um helgina, á Sódómu og í TÞM. Meira
19. mars 2010 | Myndlist | 121 orð | 1 mynd

Textílfélagið í Þjóðminjasafninu

TEXTÍLFÉLAGIÐ opnar tvær sýningar í Þjóðminjasafninu í dag kl. 14 en þær standa báðar frá deginum í dag fram á sunnudag. Meira
19. mars 2010 | Tónlist | 82 orð | 1 mynd

Tónleikaferð að hætti Pink Floyd

HIN gallharða þungarokksveit Metallica hefur í hyggju að fara í tónleikaferð á næsta ári og er ætlunin að hún verði álíka tilkomumikil og tónleikaferð Pink Floyd, The Wall, sem hófst 1980 og lauk ári síðar. Meira
19. mars 2010 | Myndlist | 194 orð | 1 mynd

Tónskáld selur meistaraverk

ENSKA tónskáldið Andrew Lloyd Webber hyggst selja á uppboði í júní eitt af meistaraverkum spænska málarans Pablos Picasso frá hinu svokallaða Bláa tímabili. Meira
19. mars 2010 | Kvikmyndir | 78 orð | 2 myndir

Vísindasöngleikur í þrívídd

BJÖRK Guðmundsdóttir og leikstjórinn Michel Gondry ætla að gera þrívíddarkvikmynd saman. Þetta kemur fram á vef tímaritsins NME. Gondry hefur leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Björk, eins og frægt er orðið, en skv. Meira

Umræðan

19. mars 2010 | Aðsent efni | 415 orð | 1 mynd

Aðgerðarleysisfenið

Eftir Kristján Þór Júlíusson: "Löngu er kominn tími til að taka mikilvægar ákvarðanir fyrir okkar litla þjóðarbú. Að gera ekkert er líka ákvörðun, en þjóðin þarf á allt öðru að halda." Meira
19. mars 2010 | Aðsent efni | 653 orð | 1 mynd

Forsendubrestir á Icesave-samningunum

Eftir Loft Altice Þorsteinsson: "Fullkomnir forsendubrestir eru á Icesave-samningunum og bara af þessari ástæðu einni er nauðsynlegt að Alþingi afnemi lögin 96/2009 samstundis." Meira
19. mars 2010 | Bréf til blaðsins | 387 orð | 1 mynd

Geðheilsumál: Styrkleiki = vellíðan/veikleiki = vanlíðan

Frá Atla Viðari Engilbertssyni: "GEÐHEILSUBRESTIR eru eilíflega mál þagnarinnar og margt fólk veigrar sér við að leita sér aðstoðar og þeir sem hafa kjark til að fá sér ráðgjöf eru sendir heim og taldir í lagi." Meira
19. mars 2010 | Bréf til blaðsins | 292 orð | 1 mynd

Hvað hafa lögreglumenn til saka unnið ?

Frá Ómari F. Dabney: "LÖGREGLUMENN hafa verið með lausa kjarasamninga svo mánuðum skiptir. Hvers vegna er það? Er það vegna þess að þeir eru með svo góð laun að ríkisvaldið sjái ekki ástæðu til að hækka þau?" Meira
19. mars 2010 | Aðsent efni | 394 orð | 2 myndir

Hvað hefðir þú viljað?

Eftir Denis O'Leary og Melkorku Kristinsdóttur: "Ef við setjum okkur í spor ófædds barns vaknar spurningin hvort við vildum hafa verið alin inn í þennan heim eða eytt." Meira
19. mars 2010 | Aðsent efni | 825 orð | 1 mynd

Lausnir Íslands úr kreppunni

Eftir Magnús Val Böðvarsson: "Niðurskurður ríkisins, atvinnuleysi, auknar skattahækkanir, minni ráðstöfunartekjur heimilanna og leiðir út úr kreppunni." Meira
19. mars 2010 | Aðsent efni | 802 orð | 1 mynd

Meira um réttlæti og ranglæti

Eftir Jónas Bjarnason: "Kristín telur sig styðja réttlæti en nýtur ókeypis kvótaúthlutunar, sem er brot á mannréttindum íslenskra sjómanna og réttindum þjóðarinnar" Meira
19. mars 2010 | Aðsent efni | 844 orð | 1 mynd

Ólík sjónmál

Eftir Steingrím Kristinsson: "Að mínu mati er full þörf á nýju fangelsi, meiri þörf á því en nýju risasjúkrahúsi sem hvorki eru til peningar til að reisa né reka, það þarf ekki að skoða, það er staðreynd." Meira
19. mars 2010 | Pistlar | 28 orð | 1 mynd

Ómar

Alvarlegur Mikil spenna var í Laugardalshöll í gær á síðasta degi riðlakeppninnar í Skólahreysti. Spennu og gleði mátti sjá í andliti áhorfenda en hinsvegar var lukkudýrið heldur... Meira
19. mars 2010 | Aðsent efni | 210 orð

Ríkið á ekki að taka lán. Punktur

HVER sem sannleikurinn er um óskýra skuldastöðu hins opinbera er niðurstaðan ávallt hin sama: Ríkið á ekki að taka lán. Punktur. Meira
19. mars 2010 | Pistlar | 465 orð | 1 mynd

Vandinn við að velja og hafna

Alhæfingar eru almennt ekki til fyrirmyndar, en þær geta í ákveðnum tilvikum skýrt stöðu mála í rökræðum, að því gefnu að maður gæti þess að láta þær ekki leiða sig í einhverja vitleysu. Að þessu gefnu má segja að markmið vinstrimanna séu tvenns konar. Meira
19. mars 2010 | Velvakandi | 410 orð | 1 mynd

Velvakandi

Vítis... hvað? NÝLEGA var Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arionbanka, í viðtali í morgunþætti á Bylgjunni þar sem hann reyndi að réttlæta þá ráðstöfun bankans að afhenda Samskip til fyrri eiganda. Meira
19. mars 2010 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

Viðurlög vegna ólögmætra framkvæmda við veiðiár

Eftir Árna Ísaksson: "Hins vegar þarf að gæta að því að slíkt efnisnám skemmi ekki búsvæði fiska eða aðstöðu til veiði, sem gerir þá kröfu að faglega sé að málum staðið" Meira

Minningargreinar

19. mars 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1431 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðalsteinn Þ. Þórðarson

Aðalsteinn Þorbjörn Þórðarson fæddist þann 13.desember 1920 á Fáskrúðsfirði. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. mars 2010. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 3532 orð | 1 mynd

Aðalsteinn Þ. Þórðarson

Aðalsteinn Þorbjörn Þórðarson fæddist 13. desember 1920 á Fáskrúðsfirði. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. mars sl. Foreldrar hans voru þau Þorbjörg Þórarinsdóttir, f. 17.10. 1892, d. 1.4. 1921, og Þórður Vilhjálmsson, f. 16.3. 1882, d. 1.9. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 2936 orð | 1 mynd

Anna Guðmundsdóttir

Anna Guðmundsdóttir fæddist í Odda á Ísafirði hinn 30. desember 1929. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 8. mars sl. Foreldrar hennar voru María Helgadóttir, f. 8. september 1908, d. 2004, og Guðmundur Ástráðsson, f. 16. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 3150 orð | 1 mynd

Einar Breiðfjörð Guðmundsson

Einar Breiðfjörð Guðmundsson fæddist á Hellissandi 5. október 1926. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 12. mars sl. Foreldrar hans voru Kristín Jónasdóttir, f. 24.6. 1903, d. 5.5. 1971, og Guðmundur Einarsson sjómaður á Hellissandi, f. í Bjarneyjum... Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 784 orð | 1 mynd

Einar Siggeirsson

Einar Siggeirsson fæddist í Reykjavík 17. september 1921. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. mars sl. Hann var sonur Hrefnu Einarsdóttur og Siggeirs Einarssonar. Alsystkini Einars voru Gyða, f. 11. september 1918, d. 6. ágúst 1995, og Hafsteinn, f. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 7402 orð | 1 mynd

Elísabet Sigurðardóttir

Elísabet Sigurðardóttir lögfræðingur og LL.M í samkeppni- og Evrópurétti fæddist 27. nóvember 1973 í Reykjavík. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 11. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Guðríður Einarsdóttir, cand. pharm. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 3015 orð | 1 mynd

Fríða Sigurveig Hjaltested

Fríða Sigurveig Hjaltested fæddist í Hafnarfirði 25. nóvember 1926. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík hinn 10. mars sl. Foreldrar hennar voru Halldór Elíasson Kjærnested, matsveinn, f. 20. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 1512 orð | 1 mynd

Guðrún Stefánsdóttir

Guðrún Stefánsdóttir fæddist í Innri-Njarðvík 24.1. 1930. Hún lést á dvalarheimilinu Garðvangi laugardaginn 13. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 1830 orð | 1 mynd

Halla Eiríksdóttir

Halla Eiríksdóttir fæddist á Eskifirði 8. júlí 1924. Hún lést í Reykjavík 10. mars 2010. Foreldrar hennar voru Else Andrea Figved, fædd í Stavanger, Noregi 27. júlí 1901, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 961 orð | 1 mynd

Halldóra Jóna Jónsdóttir

Halldóra Jóna Jónsdóttir fæddist í Borgarnesi 17. október 1922. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 12. mars 2010. Foreldrar hennar voru Jón Þorsteinsson, bifreiðastjóri, f. 20. júní 1885, d. 24. júlí 1971, og kona hans Elín Jónsdóttir, f. 31. mars 1890, d. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 4124 orð | 1 mynd

Haraldur Haraldsson

Haraldur Haraldsson fæddist á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði hinn 10. júlí 1936. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 3578 orð | 1 mynd

Ingimar K. Sveinbjörnsson

Ingimar Kristinn Sveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 25. desember 1933. Hann lést 12. mars 2010 í Sunnuhlíð í Kópavogi. Foreldrar hans voru hjónin Sveinbjörn Einarsson frá Endagerði á Miðnesi, f. 17.3. 1895, d. 3.9. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 2091 orð | 1 mynd

Jolee Margaret Crane

Jolee Margaret Crane fæddist í New Jersey í Bandaríkjunum hinn 12. apríl 1941. Hún lést hinn 5. mars sl. á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, þá til heimilis að Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 1779 orð | 1 mynd

Katrín Kristjana Thors

Katrín Kristjana Thors fæddist í Reykjavík 10. mars 1929. Hún lést á Droplaugarstöðum 9. mars 2010. Katrín var dóttir hjónanna Sofíu Láru Hafstein og Hauks Thors framkvæmdastjóra. Systur hennar voru Ragnheiður, f. 23. júlí 1920, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1385 orð | 1 mynd | ókeypis

Katrín Kristjana Thors

Katrín Kristjana Thors fæddist í Reykjavík 10. mars 1929, dóttir hjónanna Sofíu Láru Hafstein og Hauks Thors framkvæmdastjóra. Systur hennar voru Ragnheiður f. 23. júlí 1920, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 638 orð | 1 mynd

Magnea Rannveig Þorgeirsdóttir

Magnea Rannveig Þorgeirsdóttir fæddist á Lambastöðum í Garði hinn 10. nóvember 1916. Hún andaðist á líknardeild Landakots hinn 22. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru þau Þorgeir Magnússon, útvegsbóndi á Lambastöðum í Garði, f. 17. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 331 orð | 1 mynd

Margrét Runólfsdóttir

Margrét Runólfsdóttir fæddist á Berustöðum 5. janúar 1926. Hún lést á dvalarheimilinu Grund 1. mars síðastliðinn. Útför Margrétar fór fram frá Kálfholtskirkju 13. mars 2010. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 1086 orð | 1 mynd

Sigurbjörn Hreindal Pálsson

Sigurbjörn Hreindal Pálsson fæddist á Gunnarshólma í Sandgerði 7. janúar 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut hinn 6. mars 2010. Útför Sigurbjörns fór fram frá Bústaðakirkju 15. mars 2010. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargreinar | 3055 orð | 1 mynd

Sveinn Bjarki Sigurðsson

Sveinn Bjarki Sigurðsson fæddist í Reykjavík 10. september 1970. Hann lést á heimili sínu 9. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Þórir Sigurðsson, f. 7. desember 1950, sonur hjónanna Sigurðar Guðmundssonar, f. 9. september 1905, d. 24. Meira  Kaupa minningabók
19. mars 2010 | Minningargrein á mbl.is | 1283 orð | 1 mynd | ókeypis

Sveinn Bjarki Sigurðsson

Sveinn Bjarki Sigurðsson fæddist í Reykjavík 10. september 1970. Hann lést á heimili sínu 9. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 84 orð

Actavis kaupir ekki Ratiopharm

Ísraelska lyfjafyrirtækið Teva tilkynnti í gær að það hefði skrifað undir samning um yfirtöku á Ratiopharm , öðrum stærsta samheitalyfjaframleiðanda Þýskalands. Meira
19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Forsendur breyttust

Í Morgunblaðinu í gær sagði að hluti samkomulags ríkisins við kröfuhafa Íslandsbanka hefði verið að auglýsa stöðu bankastjóra. Meira
19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 267 orð | 1 mynd

Hafði hagsmuni af stöðugri krónu

Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is HALLDÓR J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, segir Landsbankann haft hagsmuni af stöðugu gengi krónunnar. Meira
19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 127 orð | 1 mynd

Hampiðjan selur til Færeyja fyrir tugi milljóna

Öll nýjustu skipin í færeyska fiskveiðiflotanum eru nú búin Dynex-togtaugum frá Hampiðjunni. Meira
19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 112 orð | 1 mynd

Íbúðakaup á Laugavegi B5 ehf. ofviða

ÁSTÆÐA þess að rekstrarfélag skemmtistaðarins B5 við Bankastræti komst í þrot eru kaup á þremur lúxusíbúðum við Laugaveg. B5 ehf. er nú gjaldþrota, en reksturinn var seldur til Bankastrætis 5 ehf. um síðustu áramót. Starfsemi staðarins heldur því áfram. Meira
19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Kraftur í skuldabréfum

Mikil velta hefur verið á skuldabréfamarkaði frá því að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti á miðvikudag. Síðustu tvo daga hefur veltan verið ríflega 40 milljarðar. Meira
19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 65 orð

Ný stjórn Arionbanka

Arionbanki kaus sér nýja stjórn í hluthafafundi í gær. Hluthafar bankans eru tveir, skilanefnd Kaupþings, og íslenska ríkið. Meira
19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 299 orð | 1 mynd

Raunlaun lækkuðu um 7,3% milli ára

Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is RAUNLAUN á íslenskum vinnumarkaði lækkuðu um 7,3% á milli áranna 2008 og 2009. Raunlaun hjá hinu opinbera lækkuðu um 4,4% og á almennum vinnumarkaði um 8,6%. Meira
19. mars 2010 | Viðskiptafréttir | 137 orð | 1 mynd

Ráðist á Madoff

BERNARD Madoff, sem afplánar nú 150 ára fangelsisdóm í Norður-Karólínu fyrir fjársvik, varð fyrir líkamsárás í fangelsinu í desember, að því er Wall Street Journal hefur eftir þremur heimildarmönnum innan fangelsisins. Meira

Daglegt líf

19. mars 2010 | Daglegt líf | 191 orð | 4 myndir

Ferskt, létt og sumarlegt

Lilla, bleikt og fjólublátt voru áberandi litir í förðun fyrirsætnanna á tískusýningum fyrir sumarið 2010. Tískuhúsin Dior og Versace notuðu þessa liti óspart bæði í förðun og fatnaði. Í hátískulínu Dior var öll förðun mjög áberandi og ýkt. Meira
19. mars 2010 | Daglegt líf | 348 orð | 1 mynd

HeimurHalldórs

„Árangur fæst ekki keyptur, góði. Real Madrid opinberar þá staðreynd fyrir okkur ár eftir ár. Meira
19. mars 2010 | Daglegt líf | 122 orð | 2 myndir

Keppt í ótrúlegustu faggreinum

Um 150 manns etja í dag kappi í hinum ýmsu faggreinum í Vetrargarðinum í Smáralind, á öðrum degi Íslandsmótsins í iðn- og verkgreinum sem hófst í gær. Meira
19. mars 2010 | Daglegt líf | 405 orð | 1 mynd

Láta gott af sér leiða fyrir bágstödd börn á Íslandi og í Tógó

Nemendur Hagaskóla standa í næstu viku fyrir góðgerðasöfnun í skólanum. Gestum og gangandi er boðið að kíkja við í opið hús þar sem verður flóamarkaður, kaffihús, skemmtiatriði og margt fleira. Meira
19. mars 2010 | Daglegt líf | 81 orð | 3 myndir

Naglalakk stjarnanna

Á hverju á ári frumsýnir Chanel-tískuhúsið ný naglalökk samhliða tískusýningum sínum og hafa þessi naglalökk orðið gífurlega vinsæl og yfirleitt selst upp erlendis strax og þau koma í búðir. Meira
19. mars 2010 | Daglegt líf | 191 orð | 1 mynd

Óvenjuleg saga

Leikstjórinn Peter Jackson heillaðist svo af sögu Alice Sebold, The Lovely Bones ( Svo fögur bein), að hann ákvað að gera eftir henni kvikmynd sem sýnd er hér á landi þessa dagana. Meira

Fastir þættir

19. mars 2010 | Í dag | 189 orð

Af mottu og krabbameinsleit

Jón Ingvar Jónsson hittir oft naglann á höfuðið er hann fjallar um bragfræði. Hann kemst svo að orði um limruna: „Hefðbundin bragfræði er mjög takmörkuð og getur til dæmis að mínu mati ekki lýst limrum svo að fullnægjandi sé. Meira
19. mars 2010 | Í dag | 93 orð | 1 mynd

Google TV í sjónvarpið

FYRIRTÆKIN Google, Sony og Intel eru sögð vinna að því að gera veraldarvefinn aðgengilegan í sjónvarpstækjum. Þessi nýjung er nefnd Google TV, þ.e. Google sjónvarp, og hefur frumgerð að tæki verið hannað sem auðvelda á þessa tengingu nets og sjónvarps. Meira
19. mars 2010 | Í dag | 28 orð | 1 mynd

Hlutavelta

Anna Bríet Bjarkadóttir, Ásta Glódís V. Ágústsdóttir og Aþena Lind V. Ágústsdóttir voru með tombólu við sundlaugina á Álftanesi og söfnuðu 1.351 krónu. Færðu þær Rauða krossinum... Meira
19. mars 2010 | Árnað heilla | 200 orð | 1 mynd

Með skynfærin í góðu lagi!

BERGHILDUR Reynisdóttir, fyrrum verkalýðsleiðtogi frá Borgarnesi, núverandi starfsmaður Svæðisskrifstofu í málefnum fatlaðra í Reykjavík, fyllir sex tugi í dag. „Já, það er alveg ótrúlegt hvað árin safnast á mann,“ segir Berghildur hlæjandi. Meira
19. mars 2010 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá...

Orð dagsins: Ef einhver þykist hafa öðlast þekkingu á einhverju, þá þekkir hann enn ekki eins og þekkja ber. (I. Kor. 8, 2. Meira
19. mars 2010 | Fastir þættir | 134 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 d5 2. Rf3 a6 3. Bg5 Rf6 4. e3 Bg4 5. Bxf6 gxf6 6. c4 dxc4 7. Bxc4 e6 8. Rbd2 c5 9. dxc5 Bxc5 10. 0-0 Rc6 11. Dc2 De7 12. Hac1 Bd6 13. h3 Bf5 14. Bd3 Bg6 15. Re4 0-0 16. Db3 Re5 17. Rxe5 Bxe5 18. Rc5 Bd6 19. Bxg6 hxg6 20. Re4 Be5 21. f4 Bb8 22. Meira
19. mars 2010 | Fastir þættir | 300 orð

Víkverjiskrifar

Víkverja hefur verið sagt að eftir því sem salernisrúllur séu dýrari þeim mun betur njóti neytandinn notkunar þeirra. Miðað við sömu speki ætti hundur að njóta hægðanna betur eftir því sem hundaskítspokarnir eru dýrari en öllu má nú ofgera. Meira
19. mars 2010 | Í dag | 111 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

19. mars 1908 Kona tók í fyrsta sinn til máls á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík. Það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem lagði til að fé yrði veitt til sundkennslu fyrir stúlkur. Tillagan var samþykkt. 19. Meira

Íþróttir

19. mars 2010 | Íþróttir | 516 orð | 4 myndir

Akureyri í 2. sætinu

Það voru spennuþrungnar lokamínútur á Akureyri þegar heimamenn báru sigurorð af FH, 33:30, þar sem FH-ingar komu dýrvitlausir til leiks í síðari hálfleik eftir að hafa verið sex mörkum undir í leikhléi. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 233 orð

„Bara fjör“

STJARNAN og Njarðvík munu eigast við í úrslitakeppninni í körfuknattleik karla sem hefst eftir viku. Þessi lið ruddu síðustu hindrununum örugglega úr vegi í lokaumferð deildarinnar. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

„Markmiðinu er ekki náð“

Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „ÉG fór að gæla við það um áramótin að það væri hægt að gera þá kröfu til okkar að landa deildarmeistaratitlinum. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 196 orð | 2 myndir

Enn reynist „Hellirinn“ sterkt vígi fyrir ÍR

Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is ÍR-INGAR tryggðu sér í gærkvöldi sæti í úrslitakeppninni í körfuknattleik karla með frekar óvæntum sigri á Grindavík, 91:89. Mikil spenna einkenndi leikinn því mikið var í húfi fyrir bæði lið. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 652 orð | 3 myndir

Erfiðu skeiði lokið hjá Val

Valsmenn eru komnir aftur á sigurbraut í N1-deild karla í handknattleik eftir fjóra leiki í röð án sigurs þar, auk þess að tapa bikarúrslitaleik í millitíðinni. Á sigurbrautina komust þeir með öruggum sigri á Stjörnunni, 21:18, í 16. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 44 orð

FH-ingar sömdu við Motland

FH-INGAR hafa samið við Norðmanninn Torgeir Motland en hann verið á reynslu hjá Íslandsmeistaraliðnu í fótbolta að undanförnu. Frá þessu var greint á stuðningsmannasíðunni www.fh.ingar.net. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 379 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Íslandsmeistaramótið í 50m laug hófst í Laugardalslaug í gær. Eygló Ósk Gústafsdóttir , Sundfélaginu Ægi , setti stúlknamet í 800m skriðsundi á tímanum 9:11.51. Gamla metið var 9:17.83 og það setti Sigrún Brá Sverrisdóttir , Ægi. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 172 orð

Gamla frúin steinlá í vesturhluta Lundúna

ENSKA knattspyrnuliðið Fulham gerði það sem fæstir áttu von á, sneri blaðinu við gegn Juventus og vann leik liðanna 4:1 í 16-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA á Craven Cottage í gærkvöldi. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 429 orð

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Akureyri – FH 33:20...

HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, N1-deildin: Akureyri – FH 33:20 Haukar – Grótta 24:23 HK – Fram 24:25 Stjarnan – Valur 18:21 Staðan: Haukar 161222408:37726 Akureyri 161024437:40122 HK 16916434:41119 FH 16916453:42619 Valur... Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 419 orð | 4 myndir

Lánlausir Gróttumenn

Leikmenn Gróttu voru grátlega nærri því að vinna að minnsta kosti eitt stig í harðri baráttu á botni N1-deildar þegar þeir sóttu meistaralið Hauka heim á Ásvelli. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 535 orð | 4 myndir

Magnús bjargvættur

Trylltir af fögnuði hrúguðu Framarar sér yfir Magnús Gunnar Erlendsson markvörð sinn þegar hann varði frá Ragnari Hjaltested á síðustu sekúndu og tryggði félagi sínu 25:24 sigur á HK þegar liðin mættust í Digranesi í gærkvöldi en það er þriðji sigur... Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 342 orð | 1 mynd

Vonbrigðin skiptu ekki máli

Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is ÞAÐ voru mikil vonbrigði fyrir hið unga lið Fjölnis að tapa 83:86 fyrir Tindastóli í síðasta leik liðsins í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi. Meira
19. mars 2010 | Íþróttir | 209 orð | 1 mynd

Öruggur sigur

Eftir Skúla Sigurðsson sport@mbl.is KEFLVÍKINGAR sigruðu Hamar í gærkvöldi í síðasta deildarleiknum nokkuð auðveldlega með 107 stigum gegn 100. Meira

Bílablað

19. mars 2010 | Bílablað | 567 orð | 1 mynd

Citroën DS3 Racing Special velgir undir keppinautunum

Eftir Finn Orra Thorlacius finnur@reykjavikbags. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 130 orð | 1 mynd

Daimler selur hlut sinn í Tata

AÐEINS einum degi eftir að Daimler (Mercedes Benz) tilkynnti að fyrirtækið hygðist selja 5,34% hlut sinn í indverska bílaframleiðandanum Tata gekk salan í gegn. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 93 orð | 1 mynd

Fágætur Porsche frumsýndur

HVALREKI verður á morgun á fjörur áhugamanna um bíla, sér í lagi sportbíla. Þá frumsýnir Bílabúð Benna fágætan Porsche 911 Sport Classic í sýningarsal sínum á Vagnhöfða. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 104 orð | 1 mynd

Fiat og Toyota uppfylla skilyrði ESB

MEÐ tveimur undantekningum eiga bílaframleiðendur flestir fullt í fangi með að uppfylla kröfur Evrópusambandsins (ESB) um losun gróðurhúsalofts bíla. Bæði Fiat og Toyota hafa þegar uppfyllt skilyrðin sem taka gildi árið 2012. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 248 orð | 1 mynd

Kaupir 200 nýja Volkswagen og Skoda

BÍLALEIGA Akureyrar – Höldur ehf. hefur samið við Heklu um kaup á 200 nýjum Volkswagen- og Skoda-bifreiðum sem afhentar verða á vormánuðum. Bókanir fyrir sumarið benda til þess að eftirspurn eftir bílaleigubílum verði meiri í ár en í fyrra. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 84 orð | 1 mynd

Konur kaupa bíla

NÝ rannsókn One Poll í Bretlandi leiddi í ljós að 60% breskra eiginkvenna njóta þess að kaupa bíl. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 538 orð | 2 myndir

Kóðalesara má fá fyrir 18 þús. krónur

Eftir Leó M. Jónsson leoemm@simnet.is Hnökrar, rafmagnsleysi, eyðsla Spurt: Ég keypti nýlega Ford F150, árgerð 2003. Hann er með 5,4 lítra V8-bensínvél og sjálfskiptingu. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 167 orð | 1 mynd

Kærulausir ökumenn

FRAKKAR geta verið skeytingarlausir, rétt eins og aðrir menn. Það sýnir sig meðal annars í því að á degi hverjum eru á fjórða hundrað þúsund réttindalausra ökumanna á ferð í umferðinni. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 600 orð | 1 mynd

Nýskráningar bíla í sögulega lágmarki

Eftir Finn Orra Thorlacius finnur@reykjavikbags.is Fjöldi nýskráðra bíla er svo lítill það sem af er þessu ári að fara þarf marga áratugi aftur til að finna hliðstæðu. Frá áramótum til 15. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 98 orð | 1 mynd

Rafbílar 40% árið 2050?

Að gera spá 40 ár fram í tímann er lítið mál, sérstaklega í ljósi þess að þegar að þeim tíma kemur man enginn eftir spánni eða hver gerði hana. Meira
19. mars 2010 | Bílablað | 197 orð | 1 mynd

Rúgbrauðið sextíu ára

Margir bílaframleiðendur framleiða bíla í áratugi án þess að nokkur þeirra öðlist pláss í hjarta bíleigenda og bílaáhugamanna. Aðrir eiga nokkra slíka bíla og Volkswagen er sannarlega einn þeirra. Meira

Ýmis aukablöð

19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 220 orð | 1 mynd

Allt við höndina

Best er að hafa allt vel skipulagt og tilbúið fyrir stóra daginn. Það dregur úr óþarfa stressi og veseni þegar dagurinn rennur upp og fólk vill geta notið hans út í ystu æsar. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 111 orð | 1 mynd

Á sjálfstýringu

Ráðgjöf fyrir giftingu er til þess að undirbúa jarðveginn sem best og aðstoða fólk við að mynda sterkt og náið samband sem hefur þann tilgang að fólk geti ráðið betur við hugsanlega erfiðleika og streitu seinna meir. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 199 orð | 2 myndir

Ástin hyllt

Brúðkaupsdagurinn er oft nefndur stóri dagurinn manna á milli. Stóri dagurinn er sannarlega réttnefni þegar horft er til þess að þá er verið að bindast öðrum aðila ævilangt. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 460 orð | 1 mynd

Blómarósir stýra veislunni

Leikkonurnar Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Edda Eyjólfsdóttir hafa verið með vinsæl skemmtiatriði í ýmsum veislum í gegnum tíðina. Nú hafa þær sett upp veisluþjónustu sem þær kalla Blómarósir og tekur að sér að halda utan um veisluna þína. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 401 orð | 6 myndir

Breiðir hringar vinsælir

Breiðir hringar eru vinsælir um þessar mundir og eins er hvítagullið alltaf vinsælt. Núorðið er töluvert um að konan fái fallegan trúlofunarhring, eins og tíðkast í Bandaríkjunum, en karlmaðurinn engan fyrr en gifting hefur farið fram. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 591 orð | 1 mynd

Brúðkaupin látlausari en áður

Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur gefið mörg brúðhjón saman auk þess sem hann heldur reglulega fjölsótt námskeið fyrir hjón sem vilja styrkja sambandið. Þar að auki hefur Þórhallur gefið út bók, Hjónaband og sambúð, sem hefur reynst vel þegar erfiðleikar koma upp. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 133 orð | 5 myndir

Búsáhöld og dekur

Val á brúðargjöf getur reynst snúið en sum brúðhjón auðvelda fólki lífið og hafa gjafalista í verslunum. Þá eru líka sumir að safna ákveðinni tegund af húsbúnaði og þá getur verið góð hugmynd að nota tækifærið og bæta í safnið. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 71 orð | 1 mynd

Eitt stórt faðmlag

Þó brúðkaupið sé yfirstaðið geta hveitibrauðsdagarnir ljúfu staðið áfram í dágóðan tíma. Munið að gefa ykkur tíma til að gera litla og sæta hluti fyrir makann sem geta verið ýmist í orði eða á borði. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 252 orð | 2 myndir

Endurnýjun lífdaga

Þótt úrvalið af brúðarkjólum sé mikið hér á landi eru alltaf einhverjar brúðir sem kjósa frekar að panta sér draumakjólinn að utan. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 79 orð | 1 mynd

Fallegir sparikjólar

Sumar konur kjósa frekar að vera í sparilegum kjól en hefðbundnum brúðarkjól. Það er um að gera að velja fötin eftir persónulegum smekk og láta hefðirnar ekki stjórna sér of mikið finnist manni hefðbundinn kjóll ekki passa sér. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 493 orð | 2 myndir

Falleg viðbót við kjólinn

Margar konur kjósa að bera brúðarslör á brúðkaupsdaginn. Ella Jóna Traustadóttir saumar slör eftir persónulegum óskum en svokallað Mantilla-slör að spænskri fyrirmynd hefur verið einna vinsælast. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 1320 orð | 3 myndir

Fáfræðin kom á óvart

Auður Magnúsdóttir og Emelía Guðrún Eiríksdóttir staðfestu samvist sína í Kópavogi árið 2005. Þær gengu síðan í hjónaband í Svíþjóð í fyrra þegar lög þar að lútandi heimiluðu það. Þær telja undrum sæta að ekki skuli vera búið að ganga þetta skref að fullu hér á landi. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 474 orð | 1 mynd

Fékk bónorðið í lyftu

Ragnhildur Sigurðardóttir og Smári Grétar Sveinsson gengu í hjónaband í Las Vegas 19. maí 2005. Það var ekki skipulagt brúðkaup heldur voru þau á ferðalagi í borginni þegar þessi ákvörðun var tekin. Brúðarandi er mikill í Las Vegas og þar hafa margir gift sig eða endurnýjað hjúskaparheitið. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 242 orð | 1 mynd

Fínn í tauinu

Eins og brúðurin þarf brúðguminn að vera fínn í tauinu á brúðkaupsdaginn. Föt, skyrta, bindi eða slaufa, skór og sokkar, allt þarf þetta að passa saman og mynda fallega heildarmynd. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 802 orð | 3 myndir

Fjölbreytt, bragðgott og skemmtilegt

Það er mikilvægt að velja réttu veisluþjónustuna eigi brúðkaupsveislan að vera fullkomin og ljóst er að úrvalið er mikið. Turninn í Kópavogi býður til dæmis upp á fjölbragðaveislu þar sem gestir bragða á nokkrum mismunandi forréttum og aðalréttum. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 878 orð | 2 myndir

Fólk hættir að hlusta á makann og missir nándina

Þegar fólk leitar í hjónabandsráðgjöf hjá Þórdísi Rúnarsdóttur, klínískum sálfræðingi, er algengt að fólk sé komið í samskiptavítahring þar sem það hefur byggt upp varnarvegg og er hætt að hlusta á makann. Fjarlægðin er mikil og fólk er jafnvel hætt að tala saman án þess að skjóta hvort á annað. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 301 orð | 1 mynd

Fumlaus veislustjórn

Þegar góða veislu gjöra skal er mikilvægt að ráða veislustjóra til að halda utan um veisluna og sjá til þess að allir sem stíga vilja á svið fái sinn tíma. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 128 orð | 1 mynd

Fyrsti dansinn

Hefðbundið er að brúðhjónin stígi dans í veislunni og gestirnir bætist svo kannski í hópinn þegar líða tekur á lagið. Sumir hafa áhyggjur af því að stíga á tærnar hvort á öðru en mikilvægast er að dansa dans þar sem báðir aðilar eru öruggir með sig. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 823 orð | 1 mynd

Ganga saman út í lífið með blessun frá altari kirkjunnar

Með því að gifta sig í kirkju ganga hjónin út í lífið saman með blessun frá altari kirkjunnar, að sögn séra Sigrúnar Óskarsdóttur. „Ég sé hvað fólk er einlægt í sínum ásetningi þegar það giftir sig og þegar fólk segir já þá kemur það frá hjartanu.“ Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 317 orð | 1 mynd

Gátlisti fyrir undirbúning

Misjafnt er hve langan tíma fólk ætlar sér í brúðkaupsundirbúninginn og meðan sumir gefa sér ár í undirbúning hafa aðrir minni tíma á milli handanna. Hvað sem því líður er gott að hafa gátlista við höndina til að ekkert gleymist fyrir stóra daginn. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 520 orð | 1 mynd

Giftu sig í laumi

Eftir tíu ára samband fannst Guðmundi Karli Sigurdórssyni og Jóhönnu Sigríði Hannesdóttur tími til kominn að láta pússa sig saman. Þau laumuðust í kirkju án þess að láta nokkurn vita og fóru svo tvö út að borða um kvöldið. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 598 orð | 7 myndir

Glæsilegar brúður í hvítu

Á brúðardaginn vill brúðurin skarta sínu fegursta og er nóg til af fallegum kjólum til að velja úr. Beinhvítur er vinsælasti liturinn í kjólunum og satínið tímalaust en taft er meðal nýjunga í brúðarkjólaefnum. Gott er að móta sér hugmyndir að kjól og fá síðan aðstoð við að máta og velja í þartilgerðum verslunum. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 78 orð | 1 mynd

Gott skipulag

Að mörgu er að hyggja fyrir stóra daginn og gott að hafa allt vel skipulagt. Mikilvægt er að hafa í huga að ekki þarf endilega allt að hvíla á herðum verðandi brúðhjóna heldur er um að gera að þiggja hjálparhönd frá vinum og ættingjum. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 62 orð | 1 mynd

Góð súpa og brauð

Það kostar sitt að halda brúðkaupsveislu og gott að hafa fjárhagsáætlun klára þegar undirbúningur hefst. Munið að ekki þurfa allar veislur að vera eins og mestu skiptir að brúðhjónin sjálf séu ánægð með fyrirkomulagið. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 631 orð | 3 myndir

Gæsapartí án niðurlægingar

Heba Farestveit Úlfarsdóttir er að leggja lokahönd á nám sitt sem klæðskeri og starfar um þessar mundir hjá þekktum klæðskera og fatahönnuði í Lundúnaborg, sir Tom Baker, en hann sérhæfir sig í jökkum sem henta vel flottum rokkurum. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 808 orð | 3 myndir

Hafa verið gift í sjötíu ár

Það eru ekki margir sem ná því að eiga sjötíu ára brúðkaupsafmæli en hinn 19. maí næstkomandi mun sú verða raunin á Höfn í Hornafirði. Álfheiður Magnúsdóttir og Gísli Arason giftu sig 19. maí 1940 og hafa verið öllum stundum saman síðan. Nú eiga þau platínubrúðkaup. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 698 orð | 3 myndir

Hin fullkomna staðsetning

Það eru til ótal fallegir salir úti um allt og því auðvelt að finna sal sem hentar hverju brúðkaupi fyrir sig. Hins vegar þarf oft að bóka þá með góðum fyrirvara og eins er gott að kanna hvort veisluþjónusta fylgir með eða ekki. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 381 orð | 4 myndir

Í læri hjá ömmu

Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir fékk ömmu sína Ingrid Guðmundsson til að sauma með sér brúðarkjólinn. Þær stöllur sitja við saumavélina á hverjum föstudegi og miðar saumaskapnum vel áfram. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 1052 orð | 5 myndir

Ítölsk brúðkaupsveisla á íslenska vísu

Björn Kristinsson og Elisa Paloni héldu brúðkaupið sitt í ítalska smábænum Orvieto síðastliðið haust. Veislan var sprellfjörug með alþjóðlegum blæ en í hana mættu gestir frá tólf þjóðlöndum. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 269 orð | 3 myndir

Kjólaat verðandi brúða

Á hverju ári berast fréttir frá Bandaríkjunum um brúðir sem keypt hafa sér brúðarkjóla á ótrúlegu verði á vetrarútsölum verslana. Tilfinningahitinn er mikill og hafa sögur heyrst af brúðum sem lenda í handalögmálum út af draumakjólnum. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 355 orð | 6 myndir

Klassískir vendir eru vinsælastir

Hefðbundnir brúðarvendir eru vinsælastir í brúðkaup þótt það séu alltaf einhverjar brúðir sem hrífast af óvenjulegum blómum. Rósir eru algengastar í vöndum og yfirleitt í hvítum, rauðum eða bleikum lit. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 66 orð | 2 myndir

Kvenlegar og glæsilegar

Make Up Store sendi nýverið frá sér nýja línu sem ber nafnið 5ifties og vísar í það kvenlega og glæsilega tímabil sem hófst á sjötta áratug síðustu aldar. Línan er því kvenleg og með ljómandi glæsileika. Húðin er mött og lýtalaus. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 73 orð | 1 mynd

Léttari veitingar

Fyrir þá sem vilja halda óformlegri veislu eða passa upp á fjárhaginn má ýmislegt gera. Eigi borðhaldið að vera sitjandi má til dæmis bjóða fyrst upp á léttan forrétt eins og jarðarber og fleiri ávexti með ólífum og heimabökuðu brauði. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 387 orð | 4 myndir

Liðað hár skreytt með blómum

Liðir eru vinsælir í brúðargreiðslum og hárið skreytt með blómum eða hárskrauti. Snið kjólsins ræður miklu um það hvort hárið er að hluta til slegið eða sett upp. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 110 orð | 1 mynd

Litlar og sætar gjafir

Víða erlendis tíðkast að setja litlar gjafir til gestanna á borð eða diska. Þessi hefð hefur að einhverju leyti borist hingað til lands og getur verið sæt leið til að þakka gestum fyrir komuna. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 536 orð | 1 mynd

Ljótur hálfviti ætlar að verða prestur

Oddur Bjarni Þorkelsson, guðfræðinemi og einn meðlima hljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna, er liðtækur veislustjóri og kann að skemmta fólki í brúðkaupum. Hann og unnusta hans, Margrét Sverrisdóttir leikkona, hafa tekið að sér að stýra brúðkaupum. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 684 orð | 1 mynd

Lögin í brúðkaupinu

Margir kannast við kvikmyndina The Wedding singer en það er gamanmynd þar sem Adam Sandler og Drew Barrymore leika aðalhlutverk. Það er ekki öllum gefið að syngja í brúðkaupum og að minnsta kosti í þessari mynd reyndist það aðalsöguhetjunni ekki til framdráttar að vera brúðkaupssöngvari. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 112 orð | 1 mynd

Meyjar í skærum litum

Erlendis eru brúðarmeyjar gjarnan vinkonur og/eða systur brúðarinnar og eru henni til halds og trausts yfir daginn. Margir kannast við sígilda brandara um agalega brúðarmeyjarkjóla sem fara öllum illa en passa við klæðnað brúðarinnar. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 465 orð | 1 mynd

Mikilvægt að huga að kaupmála

Það getur verið mjög mikilvægt að huga að kaupmála fyrir giftingu en með kaupmála eru ákveðnar eignir skráðar séreignir annars hvors aðilans. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef parið á hvort um sig eignir fyrir giftingu. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 407 orð | 2 myndir

Mikilvægt að vera góð hvort við annað

Auður Ýr Elísabetardóttir og Marinó Sigurðsson vissu fljótt að hverju stefndi en þau giftu sig í desember síðastliðnum eftir að hafa verið saman í rúmt ár. Auður og Marinó voru gefin saman í ásatrú og á eftir héldu þau notalega veislu fyrir nánustu vini og ættingja. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 304 orð | 1 mynd

Náttúrulegt útlit á stóra deginum

Allar brúðir eru einstaklega fallegar á brúðkaupsdaginn sinn, að miklu leyti vegna þess að þær geisla af hamingju en réttu förðunarvörurnar hafa þar líka eitthvað að segja. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 241 orð | 1 mynd

Notaleg brúðkaupsferð

Ekki þykir öllum nauðsynlegt að fara í brúðkaupsferð en það má sannarlega fara í rómantískar og skemmtilegar ferðir jafnt innan- sem utanlands. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 98 orð | 1 mynd

Óvænt brúðkaupsnótt

Eftir brúðkaupið sjálft tekur rómantísk brúðkaupsnóttin við. Misjafnt er hvar fólk ákveður að eyða henni og fara sumir á hótel meðan aðrir stinga af í sumarbústað. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 421 orð | 8 myndir

Rómantíkin er ráðandi í skreytingum

Rómantískar og vorlegar skreytingar eru vinsælar á háborðið og í salinn í brúðkaupsveislum. Það er enginn einn litur vinsælli en annar og brúðhjónin velja gjarnan sína uppáhaldsliti. Þó er hvítur oft áberandi og sömuleiðis eru rósir vinsælastar í skreytingar. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 663 orð | 1 mynd

Rómantísk förðun

Mild og náttúruleg förðun er vinsæl hjá brúðum en Margrét R. Jónasardóttir talar um að brúðarförðun eigi alltaf að endurspegla persónuna. Stundum sé nóg að fríska upp á húðina og ramma inn augun sé brúðurin ekki vön að farða sig. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 384 orð | 4 myndir

Skemmtileg upplifun

Ljósmyndir frá brúðkaupsdeginum varðveita ljúfar minningar um merkan dag í lífi hjóna. Jóra Jóhannsdóttir ljósmyndari tekur nær eingöngu myndir utandyra og gjarnan á uppáhalds stað brúðhjónanna. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 68 orð | 1 mynd

Skipt og skilað

Falli gjöfin ekki að smekk brúðhjónanna er mikilvægt að tryggja að henni megi skipta fyrir eitthvað annað. Þá er mikilvægt að árétta við brúðhjón að vera ekki hrædd við að skipta í eitthvað sem hentar þeim betur eða fellur betur að þeirra stíl. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 135 orð | 1 mynd

Skrásett í gestabók

Gestirnir eru stór hluti af brúðkaupsveislunni enda taka þeir þátt í að samgleðjast brúðhjónunum á þessum stóra degi. Til að minnast þess hverjir komu í veisluna er gaman að láta gestina skrifa í gestabók. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 700 orð | 2 myndir

Súkkulaðiterturnar verða sífellt vinsælli

Fallegar hvítar brúðartertur virðast vera vinsælastar sem eftirréttur í brúðkaupsveisluna en hægt er að fá þær í alls kyns bragðtegundum. Það er vinsælt að skreyta terturnar með lifandi blómum sem og marsípanblómum eða jafnvel berjum. Nauðsynlegt er að panta kökuna með góðum fyrirvara. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 124 orð | 1 mynd

Veraldleg stofnun

Hjónavígsla nefnist sú athöfn þegar brúðhjón ganga til kirkju til þess að biðja Guð að blessa hjúskap sinn. Hjúskaparsáttmálinn sjálfur er í eðli sínu veraldleg stofnun. Meira
19. mars 2010 | Brúðkaupsblað | 133 orð | 1 mynd

Yngstu gestirnir

Misjafnt er hvort fólk býður bæði börnum og fullorðnum í brúðkaupsveisluna. Allt eftir því hvernig veisla er haldin. Ef yngstu gestirnir fá að fljóta með er gott að hafa skemmtilega afþreyingu fyrir þá. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.