Greinar sunnudaginn 16. maí 2010

Ritstjórnargreinar

16. maí 2010 | Leiðarar | 484 orð

Fúlasta alvara í gerviveröld

Nýr heimur hefur skapast í tölvum, gerviveröld sem getur verið stórvarasöm, ekki síst þegar afleiðingarnar koma fram í fúlustu alvöru. Meira
16. maí 2010 | Reykjavíkurbréf | 1070 orð | 1 mynd

Upplýsingavefurinn og lygavefurinn takast á

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er sögð metsölubók. Er hún þó mikill doðrantur ef öll bindin eru saman tekin. Ekki er þó allt birt þar sem lofað var. Viðbótarefni er á vefnum. Meira

Minningargreinar

16. maí 2010 | Minningargrein á mbl.is | 842 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigþór Ægisson

Sigþór Ægisson fæddist í Hafnarfirði 27. október 1975. Hann lést hinn 6. maí 2010 á sjúkrahúsi í Tókýó. Foreldrar hans eru Guðbjörg Magnea Sigurbjörnsdóttir, f. 21. september 1958, og Ægir Hrólfur Þórðarson, f. 3. september 1953. Meira  Kaupa minningabók

Sunnudagsblað

16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 597 orð | 3 myndir

Að kaupa barnaföt

Strákar, ein spurning. Rétti upp hönd sem hafa farið inn í búð og keypt barnaföt. Alveg einir?! Ég get svarið það, er það ekki eitt af því allra erfiðasta sem hægt er að gera í þessum heimi? Það er rétt svo að maður geti keypt föt á sjálfan sig. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 262 orð | 12 myndir

Allt vill lagið hafa

Fjölmennt Evrópumót í sjóstangaveiði var í Eyjafirði í vikunni. Gert var út frá Dalvík og alls mætti 141 keppandi frá 13 löndum til leiks.Texti og myndir: Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 590 orð | 1 mynd

Anand vann úrslitaskákina og er verðugur heimsmeistari

Þrátt yfir ýmsar hrakspár og viðvaranir, m.a. vegna þess að hann lét sig hafa það að tefla á heimavelli andstæðings, tókst heimsmeistaranum Wisvanathan Anand að leggja Venselin Topalov að velli, 6 ½ : 5 ½. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 105 orð | 1 mynd

Andlát Nine Inch Nails orðum aukið

Trent Reznor, söngvari hljómsveitarinnar Nine Inch Nails, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að sveitin sé á leiðinni að leggja upp laupana. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 836 orð | 4 myndir

Andlit aldanna

Það var kaldur og drungalegur dagur við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Ísjakarnir velktust um í fjöruborðinu. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 960 orð | 7 myndir

Biðstöð á mislangri vegferð

BSÍ er upphafspunktur og endastöð alheimsins, hvorki meira né minna. Þar hittust fjórir ferðalangar og gæddu sér á sérréttinum kjamma og kók. Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmyndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 77 orð | 1 mynd

Blóðug hljómplata

Í lok mánaðarins kemur út plata með tónlistinni úr annarri þáttaröð hinna vinsælu True Blood-þátta frá HBO-sjónvarpsstöðinni, en þættirnir hafa átt góðu gengi að fagna hér á landi sem og vestanhafs. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 4444 orð | 12 myndir

Búa sig undir bjartari tíma

Þótt íslenskum fyrirtækjum svíði yfirstandandi samdráttartímar sitja þau ekki með hendur í skauti heldur nýta tímann til að bæta samkeppnisstöðu sína í framtíðinni með vistvænum áherslum. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 437 orð | 2 myndir

Claudio Caniggia

Það muna eflaust margir knattspyrnuaðdáendur eftir argentíska væng- og sóknarmanninum með flaksandi ljósa hárið, Claudio Caniggia. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1038 orð | 2 myndir

Einn hinna allra bestu

Jakob Helgi Bjarnason, sem var í 9. bekk Sjálandsskóla fyrir áramót og tók 10. bekkinn eftir jól, er einn þriggja bestu 14 ára skíðamanna í heimi. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 992 orð | 2 myndir

Endurskrifar söguna

Það sætir jafnan tíðindum þegar miðvellingur rýfur tuttugu marka múrinn í ensku knattspyrnunni. Bryan Robson, David Platt og Paul Gascoigne, sem í minningunni voru drjúgir markaskorarar, gerðu þetta aldrei. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 279 orð

Fésbók vikunnar flett

Sunnudagur Birna Guðmundsdóttir Eyjafjallajökull, farðu að róa þig, 7 tíma seinkun frá sto-gla og svo 5 tíma rúta frá Akureyri. Sveinn Birkir Björnsson Velti fyrir mér hávaðanum úr næstu íbúð. Annaðhvort eru þetta ástaratlot, trommusett eða þvottavél. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 295 orð | 1 mynd

Fundir og fótbolti

Guðmundur Birgisson er tollvörður hjá embætti tollstjóra í Klettagörðum. Hann sinnir almennri tollgæslu á höfuðborgarsvæðinu, allt frá Reykjavíkurflugvelli til Hafnarfjarðarhafnar. Hér er dagur í lífi hans. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 365 orð | 1 mynd

Gagnrýni á Facebook

Facebook er harðlega gagnrýnd af ráðgjafahópi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir að tryggja ekki nógu vel vernd persónuupplýsinga. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1964 orð | 2 myndir

Gef mína tíund

Sólveig Eiríksdóttir er ástríðufull í því verkefni að stuðla að heilsusamlegu mataræði landsmanna og segir að það eigi ekki að vera lúxus að borða heilsufæði. Hún hefur andstyggð á græðgi og segir afar mikilvægt að gefa af sér. Sjálf gefur hún sína tíund. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 47 orð | 1 mynd

Grímuklædd mótmæli

Maður með grímumynd af spænska rannsóknardómaranum Baltasar Garzón mótmælir brottvikningu hans í Madrid á meðan rannsókn fer fram á því hvort dómarinn hafi misnotað vald sitt með því að hefja rannsókn á morðum sem framin voru á valdatíma einræðisherrans... Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1345 orð | 6 myndir

Hafa ekki grænan grun

Faðir og tölvukennari á Akureyri hefur sýnt fram á að krakkar komast í tæri við vafasamara efni í gegnum netið en flesta foreldra óri fyrir. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 129 orð | 1 mynd

Hallam Foe

Laugardagur 15. maí 2010 kl. 23.50. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 431 orð | 1 mynd

Hásæti Mammons

Heilagur Palach glottir þegar kerlingarhelvítið grípur stólinn og kjagar þrjóskulega áleiðis út á torgið. „Þetta er ólíðandi,“ muldrar upploginn útibússtjóri hneykslaður og bætir við „– og þvert gegn stefnu bankans“. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 558 orð | 1 mynd

Hvað viltu borga?

Ný plata með gömlu efni frá Omar Rodriguez Lopez úr Mars Volta og John Frusciante, fyrrverandi gítarleikara Red Hot Chili Peppers. Matthías Árni Ingimarsson matthiasarni@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1021 orð | 4 myndir

Hverjir erfa hvíta tjaldið?

Það líður ekki svo árið að einhverjum vænum pilti og stúlku sé ekki spáð frægð og frama – hvert svo sem framhaldið verður. Könnum hverjir eru heitir í dag og hverja þeir erfa. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1208 orð | 2 myndir

Konur etja körlum saman

Eftir velgengni dansverksins Systur fyrir tveimur árum hafa höfundar þess sameinað krafta sína á ný í Bræðrum, nýju verki sem frumsýnt verður á Listahátíð í Reykjavík. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 72 orð | 1 mynd

Krossgátuverðlaun

Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn með nafni og heimilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morgunblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 16. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 78 orð | 1 mynd

Lemmy með sinn eigin tölvuleik

Ef einhver harður rokkari á skilið að fá sinn eigin hryllingstölvuleik er það sennilega hinn ódauðlegi Lemmy Kilmister úr hljómsveitinni Motörhead. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 183 orð | 1 mynd

Nanking

Sunnudagur 16. maí 2010 kl. 21.30. (RÚV) RÚV heldur áfram að sýna athyglisverðar myndir á sunnudagskvöldum, þær eru fágætt ljós í myrkrinu. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 936 orð | 5 myndir

Ófriðurinn í VG stigmagnast

Því fer örugglega víðsfjarri að allt sé sem sýnist um þessar mundir innan vébanda annars stjórnarflokksins, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 608 orð | 2 myndir

Poe kvænist 13 ára frænku sinni

Þau voru sælleg og rjóð þegar þau stóðu hönd í hönd andspænis séra Amasa Converse í Richmond í Bandaríkjunum á þessum degi 1836, rithöfundurinn Edgar Allan Poe og brúður hans, Virgina. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 685 orð | 4 myndir

Rússar beina sjónum í vestur

Afstaða rússneskra stjórnvalda til Vesturlanda hefur tekið merkjanlegum breytingum undanfarið og sennilega hafa samskiptin ekki verið betri síðan Sovétríkin voru og hétu og Míkhaíl Gorbatsjov hleypti perestrojku af stað. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 668 orð | 2 myndir

Saga af Frúarstíg

Það er gaman að ganga um götur hér á Króknum þótt aðeins í minningunni sé. Freyjugatan, þar sem ég ólst upp, er mér afskaplega kær en forðum daga var hún einatt kölluð Frúarstígur,“ segir Brynjar Pálsson á Sauðárkróki. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 508 orð | 1 mynd

Sjáðu með höndunum

Blindu malísku hjónin þau Amadou og Mariam losuðu heldur betur um limina stirðu og vöktu upp hömlulausa dansþörf hjá fólkinu í salnum, þar sem þau stóðu á sviði Laugardalshallarinnar síðastliðið miðvikudagskvöld og göldruðu með söng sínum og... Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 263 orð | 2 myndir

Sjálfspilandi píanó

Engin bíómynd sem gerist í villta vestrinu er fullkomin án þess að sjálfspilandi píanó komi fyrir í henni þar sem hetjan með hvíta hattinn ýtir aftur vængjahurð og gengur inn á öldurhús. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 833 orð | 1 mynd

Slitastjórn Glitnis setur bankahrunið í nýtt og óvænt ljós

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og skyld málefni dregur fram í dagsljósið mikilvægar upplýsingar um viðskipti bankanna með eigin hlutabréf, um lánveitingar þeirra til tengdra aðila og um meðferð þeirra á verðbréfasjóðum, sem reknir... Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 595 orð | 2 myndir

Spánn sækir í sig veðrið

Spánn getur hvorki boðið upp á þá miklu fágun sem einkennir bestu vín Frakklands né þá gífurlegu breidd og dýpt sem einkennir Ítalíu. Þegar kemur að rauðum gæðavínum er það fyrst og fremst ein þrúga sem skiptir máli: Tempranillo. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 288 orð | 5 myndir

Stjörnufans í Cannes

Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin enn eitt árið og búið er að dusta rykið af rauða dreglinum fræga. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 293 orð | 1 mynd

Ummæli vikunnar

„Ég held að það sé óheppilegt fyrir mann, sem stendur í málaferlum eða er í rannsókn hjá nánast öllum nema Lánasjóði íslenskra námsmanna, að eiga fjölmiðla.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson sem lét af starfi fréttastjóra Stöðvar 2 í vikunni. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1340 orð | 13 myndir

Uppskeruhátíð íslenskra heimildarmynda

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin í fjórða sinn í þessum mánuði á Partreksfirði. Hátíðin hefst 21. maí og stendur til 24. maí. Nanna Gunnarsdóttir Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 84 orð | 2 myndir

Við mælum með...

13. maí Síðastliðinn fimmtudag var opnuð í Þjóðminjasafni Íslands sýningin Klippt og skorið - um skegg og rakstur . Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1406 orð | 3 myndir

Vor í sinni, vor á borði

Á þessum árstíma höfum við varla annað nýtt og ferskt en rabarbarann. Öðru máli gegnir erlendis þar sem ekki er þverfótað fyrir uppskriftum að alls konar vorgrænmeti, spergli og jarðarberjum. Nanna Rögnvaldardóttir Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1045 orð | 10 myndir

Völlur fer á flug

Skautasvell, strandblak, bruggverksmiðja, listsýningar. Franz Josef Strauss-flugvöllurinn í München er enginn venjulegur flugvöllur. Hann minnir um margt meira á verslunarmiðstöð og skemmtigarð. Þar þarf engum að leiðast. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 331 orð | 1 mynd

Yndislega hallærislegt sumarpopp

Ég er einn þeirra sem hafa alltaf gaman af vorprófunum. Þá á ég að sjálfsögðu ekki við námsefnið. Heldur vorspenninginn í loftinu. Það er einhver tilfinning sem allir stúdentar deila, einhvers konar tilhlökkun, því sumarið er alveg að bresta á. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 563 orð | 2 myndir

Þórðargleði vekur ógleði

Ég held ég verði að skipa mér á bekk með þeim sem finnst að handtökur á fyrrverandi Kaupþingsforkólfum í síðustu og þessari viku séu sorglegar. Meira
16. maí 2010 | Sunnudagsmoggi | 1594 orð | 11 myndir

Þrautseigur þrumuguð

Tæplega sextíu manns vinna nú á vegum CAOZ að framleiðslu dýrustu kvikmyndar Íslandssögunnar, þrívíddarteiknimyndarinnar Þór – í heljargreipum, en fyrirhugað er að frumsýna hana haustið 2011. Meira

Lesbók

16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 178 orð

Amazon og Penguin glíma

Undanfarna mánuði hefur Amazon glímt við bókaútgefendur vegna verðlagningar á bókum sem gefnar eru út á rafrænu sniði þar sem fyrirtækið hefur viljað halda verðinu niðri, en útgefendur uppi. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 1789 orð | 1 mynd

Bannað að tala um Talking Heads

Listamaðurinn David Byrne sýnir ljósmyndir í gluggum Hafnarhúss á Listahátíð í Reykjavík og spyr áleitinna, siðferðilegra spurninga á upplýsingastöndum víða um borgina. Og það er bannað að tala um Talking Heads. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 226 orð | 2 myndir

Bóksölulisti Félags bókaútgefenda

25. maí til 9. maí 1. Rannsóknarskýrsla Alþingis - Rannsóknarnefnd Alþingis / Alþingi 2. Fyrirsætumorðin - James Patterson / JPV útgáfa 3. Góða nótt, yndið mitt - Dorothy Koomson / JPV útgáfa 4. Matur og drykkur - Helga Sigurðardóttir / Opna 5. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 404 orð | 1 mynd

Fastgengi bóka

Fátt þykir rithöfundum betra en að sem flestir lesi bækur þeirra enda þurfa menn að geta lifað til þess að geta skrifað og því eftirsóknarvert að selja sem flestar bækur. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 376 orð | 1 mynd

Framandlega íslenskt

Eftir Christinu Sunley. Bókafélagið Ugla gefur út. 378 bls. innb. Þórdís Bachmann þýddi. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 242 orð | 1 mynd

Framhald umdeildrar ævisögu

Sómalski rithöfundurinn Ayaan Hirsi Ali er umdeild og hefur verið allt frá því hún hóf baráttu gegn íslam sem hún lýsti sem ofbeldisfullum trúarbrögðum sem einkenndust af miklu kvenhatri. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 616 orð | 2 myndir

Hversdagsvillur II

Söfnunarárátta er mörgum í blóð borin. Fólk safnar servíettum, frímerkjum, fingurbjörgum og jafnvel bjórglösum. Ég safna ambögum, einkum úr fjölmiðlum, og hef gert það lengi. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 104 orð

John Hart bestur

Ein helstu spennubókaverðlaun heims eru svonefnd Edgar-verðlaun vestan hafs en þau hafa nafn sitt frá bandaríska skáldinu og rithöfundinum Edgar Allan Poe. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 372 orð | 2 myndir

Kurt Vonnegut er mér alltaf kær

Vildi að ég gæti sagt að ég hafi verið að innbyrða háleit og stórmerkileg rit sem breytt hafa eða breyta munu veraldarsögunni en því er ekki að heilsa. Það eru helst íslenskar glæpasögur sem verið hafa á leslistanum mínum undanfarið. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 212 orð | 1 mynd

Martin Amis slátrað

Breski rithöfundurinn Martin Amis sendi á dögunum frá sér sína tólftu skáldsögu, The Pregnant Widow. Bókin segir frá ungmennum sem stödd eru í kastala á Ítalíu sumarið 1970, rétt í þá mund sem kynlífsbyltingin er að ganga yfir Vesturlönd. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 126 orð | 1 mynd

Peningana eða prenthelsi

Kanadíska námafyrirtækið Barrick Gold er umdeilt og skemmst að minnast þess að norski olíusjóðurinn setti fyrirtækið á bannlista þar sem starfsemi fyrirtækisins stangast á við strangar siðareglur í fjárfestingastefnu sjóðsins. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 194 orð | 1 mynd

Sannkölluð listahátíðarhelgi

Helgin verður þétt eins og vænta má á þessum árstíma og byrjar á opnun myndlistarsýningar Sigurðar Guðmundssonar í i8 á föstudegi. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 974 orð | 1 mynd

Ungmeyjablæti og heimilisofbeldi

Vinsældir Twilight-seríu Stephenie Meyer fara síst minnkandi eins og sannast á metsölu nýrrar bókar hennar í röðinni.Ásgerður Júlíusdóttir asgerdur@mbl.is Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 1823 orð | 5 myndir

Upplifði að vera spagettí og kæfa

Hvað gerist þegar tungumálið er fjarlægt úr samskiptum fólks? Í nýrri skáldsögu Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns segir af manni sem dvelur í Víetnam, á þar nánast orðlaus samskipti við nokkra íbúa og skrifar látinni móður persónuleg bréf. Meira
16. maí 2010 | Menningarblað/Lesbók | 308 orð | 1 mynd

Ævintýramyndir í Háskólabíói

Leif Ove Andsnes, Christian og Tanja Tetzlaff fluttu verk eftir Schumann, Janacek og Dvorák. Fimmtudagur 13. maí. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.