Greinar miðvikudaginn 23. febrúar 2011

Fréttir

23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 597 orð | 3 myndir

2010-árgangurinn sá þriðji fjölmennasti

Fréttaskýring Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Á síðasta ári fæddust 4.907 börn á Íslandi og er 2010-fæðingarárgangurinn, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands, sá þriðji fjölmennasti í sögu landsins. Meira
23. febrúar 2011 | Erlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

75 látnir og 300 saknað

Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Fólk var mjög jákvætt eftir skjálftann í september og þakklátt fyrir að enginn hefði látist. Eftir áramótin fór uppbygging á fullt en svo kemur þessi skjálfti og allt er unnið fyrir gýg. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

„Græni karlinn“ logi lengur

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt einróma tillögu þar sem lagt er til að gangandi vegfarendum verði gefinn rýmri tími til að komast yfir umferðargötu á „grænum karli. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Bensínskattar hafa aldrei verið jafnháir

Skattar á eldsneyti í krónum talið hafa aldrei verið jafnháir og nú og féll metið enn einu sinni í gær þegar verð á bensín og dísil hækkaði enn eina ferðina. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 145 orð

BHM styður kjararáð

Bandalag háskólamanna segir að ákvörðun kjararáðs um að hækka laun dómara sé bæði skiljanleg og málefnaleg. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Björn forstjóri Mannvirkjastofnunar

Björn Karlsson hefur verið skipaður forstjóri Mannvirkjastofnunar frá og með 1. mars til fimm ára. Björn starfaði sem forstjóri Brunamálastofnunar árin 2001 til 2010 og var settur forstjóri Mannvirkjastofnunar frá 1. janúar... Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Dagsetningin ræðst af öðrum kosningum

Stefnt er að því að ríkisstjórnin ákveði á fundi sínum næstkomandi föstudag hvenær efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi Icesave-laganna. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Elfar Berg Sigurðsson

Elfar Berg Sigurðsson, hljómlistarmaður og fyrrverandi kaupmaður, lést á Landspítalanum föstudaginn 18. febrúar sl. eftir skammvinn veikindi. Elfar var tæplega 72 ára, fæddur á Patreksfirði 21.3. 1939, sonur hjónanna Sigurðar G. Jóhannssonar, f. 22.10. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Enn unnið að úttekt á tölvuöryggi

Úttekt á öryggismálum í húsakynnum Alþingis stendur enn yfir, en í hana var ráðist í kjölfar þess að ómerkt tölva fannst á skrifstofu þingsins í fyrra. Tölvudeild skrifstofu þingsins gerði strax tillögur að úrbótum og á þær var fallist. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 517 orð | 2 myndir

Fagnað þegar fyrsta skipið kom

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Það var stór dagur í Falmouth á norðurströnd Jamaíku þegar fyrsta skemmtiferðaskipið, Voyager of the Seas, lagðist að nýrri bryggju á fimmtudag. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 544 orð | 1 mynd

Fjarlægðarskynjari brást og allt í hnút

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Dæmi eru um að bílaumboð hafni algerlega að lagfæra endurgjaldslaust galla sem koma fram í bíl ef liðin eru meira en tvö ár frá því að bíllinn var keyptur. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 58 orð

Fjöldi mála veldur ósamræmi í dómum

Mikill málafjöldi hjá Hæstarétti leiðir til ósamræmis í dómum hans. Rætt var um millidómstig á málþingi í gær. Sigurður Tómas Magnússon, atvinnulífsprófessor við lagadeild HR, sagði íslenska kerfið einfalt, gagnsætt og auðvelt væri að læra á það. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Fræðslufundur um Alzheimer

Í dag, 23. febrúar kl. 16.30, stendur Lionshreyfingin fyrir fræðslufundi um Alzheimer, í Norræna húsinu. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fækkar um 107 heilbrigðisstarfsmenn

Alls fækkar um 107 starfsmenn á ellefu heilbrigðisstofnunum vegna niðurskurðar í fjárlögum 2011, þar af eru 92 þeirra sem missa vinnuna konur. Stöðugildum fækkar hins vegar um 86,7. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Helmingur viðhaldskostnaðar vegna vöruflutningabíla

Gróflega má áætla að rekja megi rúmlega helming af kostnaði við viðhald og viðgerðir á þjóðvegum til umferðar vöruflutningabifreiða. Ef horft er til allrar þungaumferðar má áætla að rekja megi um tvo þriðju af þessum kostnaði til hennar. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 716 orð | 3 myndir

Hætta á ósamræmi í dómum

Baksvið Andri Karl andri@mbl.is Mikil hætta er á misvísandi niðurstöðum í Hæstarétti við núverandi fyrirkomulag. Tímaskortur og deildaskipting gera það að verkum að samræmis gætir ekki í dómum og skerðist því fordæmisgildi réttarins. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 74 orð | 2 myndir

Höfðinglegar móttökur

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, og Dorrit Moussaieff heimsóttu Lækjarskóla í Hafnarfirði í gærmorgun í tilefni þess að skólinn hlaut Íslensku menntaverðlunin 2010. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Krefst ekki afsagnar

Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður VG, segist ósammála þeirri túlkun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta að Alþingi og þjóðin deili nú löggjafarvaldinu varðandi Icesave-samninginn. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

Kreppan birtist í dælingu

Kreppan birtist í mörgum myndum og ein þeirra er magnið af steinefnum sem Björgun ehf. dælir á land á hverju ári, segir á vef Faxaflóahafna. Á árinu 2006 landaði Björgun ehf. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 680 orð | 3 myndir

Kærir bann við blóðgjöf samkynhneigðra karla

Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Úlfar Logason, 18 ára nemi, hefur lagt fram stjórnsýslukæru til velferðarráðuneytisins vegna ólögmætra reglna um blóðgjafir. Meira
23. febrúar 2011 | Erlendar fréttir | 677 orð | 3 myndir

Miðborgin eins og vígvöllur

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 75 manns fórust í jarðskjálfta sem reið yfir Christchurch, næststærstu borg Nýja-Sjálands, klukkan 12.51 að staðartíma í gær, kl. 23.51 í fyrrakvöld að íslenskum tíma. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 1046 orð | 8 myndir

Mjólkurkýr á fjórum hjólum

Fréttaskýring Baldur Arnarson baldura@mbl.is Eftir því sem bensínverðið hækkar fara tekjur ríkisins af hverri bifreið vaxandi. Bensínverðið sló enn eitt metið í gær og um leið féll metið í bensínsköttum á Íslandi. Tölurnar tala sínu máli. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

Ný foreldrasamtök stofnuð á Akranesi

Hinn 26. janúar sl. var haldinn stofnfundur samtakanna Skagaforeldrar, sem eru samtök foreldrafélaga- og ráða á Akranesi. Í tilkynningu segir að þetta séu fyrstu foreldrasamtökin hér á landi þar sem foreldrafélög allra skólastiga, þ.e. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 229 orð | 1 mynd

Ójafn réttur til náms

Af þeim 600 erlendu nemum sem stunda nám á eigin vegum við Háskóla Íslands, koma 278 frá löndum utan ESB, EES eða frá Bretlandi. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Óvíst um vaxtagreiðslur

Ekki er víst að ríkissjóður yrði dæmdur til að greiða vexti, kæmust íslenskir dómstólar að þeirri niðurstöðu að ríkið bæri ábyrgð á skuldbindingu Tryggingasjóðs innistæðueigenda gagnvart breskum og hollenskum innistæðueigendum í Icesave-málinu. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Ráðherrar svara ekki eldri borgara

„Ég veit ekkert, ég hef ekki fengið neitt bréf,“ segir Kristín H. Tryggvadóttir ellilífeyrisþegi sem hefur beðið eftir svari frá fjórum ráðherrum í meira en þrjár vikur. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 91 orð

Ráðstefna um auðlindir hafsins

Á föstudag nk. standa sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og Hafrannsóknastofnun fyrir ráðstefnu um nýtingu á lifandi auðlindum hafsins. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 157 orð | 1 mynd

Réttlætir ekki herferð Breta og Hollendinga

„Verði lögin samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni í apríl þýðir það að Ísland gæti orðið veðsett London og Haag í allt að 35 ár – vegna þess að bresk og hollensk yfirvöld ákváðu, að eigin frumkvæði, að leysa borgara sína úr snörunni. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 78 orð

Róðrar hafnir frá Flateyri

Í dag hefst vinnsla á afla línubeitingarbátsins Kristbjargar ÍS í frystihúsinu á Flateyri, en hvort tveggja er í eigu Lotnu ehf, sem keypti að auki krókaaflamarksbátinn Stjána Ebba ÍS af þrotabúi Eyrarodda, sem nýverið varð gjaldþrota. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 60 orð

Ræðir Svíþjóð og evruna

Sænski þingmaðurinn Jonas Sjöstedt heldur erindi á fundi Heimssýnar miðvikudaginn 23. febrúar í hádeginu í sal 131 í Öskju við Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 12.30. Jonas var áður þingmaður á Evrópuþinginu. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 124 orð

Setja Goðafoss á flot

Stefnt er að því að koma Goðafossi, flutningaskipi Eimskips, á flot í birtingu í dag, en undirbúningur á strandstað hefur miðað að því, enda er því spáð að aðstæður verði með besta móti. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 192 orð | 1 mynd

Sigríður Heiðberg

Sigríður Svanlaug Heiðberg, formaður Kattavinafélags Íslands og framkvæmdastjóri Kattholts, er látin, 72 ára að aldri. Hún lézt á líknardeild Landspítala Ísland, Landakoti, þriðjudaginn 22. febrúar sl. Meira
23. febrúar 2011 | Erlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Síðasta skjólið horfið

„Stærstu mistök Muammars Gaddafis voru þau að hann byggði veldi sitt á eintómum ótta,“ segir Omar Amer, félagi í líbískri ungmennahreyfingu sem berst gegn einræðisstjórninni í Líbíu með því að hvetja til mótmæla á Facebook-síðu sinni. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 406 orð | 1 mynd

Slökkvilið fái klippustyrk eða gjaldtökuheimild

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, segir að það sé mikið áhyggjuefni að sum slökkvilið hafi hvorki efni á að endurnýja klippur né reka þær. „Þetta er mál sem taka verður upp af mikilli alvöru. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Strandið tafði skófluna

Ístak keypti á dögunum ógnarstóra hjólagröfu af Brimborg sem nota á við gerð Búðarhálsvirkjunar. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Svava Bjarnadóttir

Guðað á gluggann Það gerist líklega ekki oft að ung börn sýni Alþingi mikinn áhuga en eitthvað virðist hafa vakið athygli litlu hnátunnar – og ferfætlingsins... Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 677 orð | 2 myndir

Sömu frambjóðendur og kjósendur við uppkosningu

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ef ákveðið verður að kjósa á ný til stjórnlagaþings samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-frumvarpið verður það svokölluð uppkosning. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 339 orð | 2 myndir

Tekist á um afleiðingar ákvörðunar forsetans

Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ákvörðun forseta Íslands um að synja Icesave-lögunum staðfestingar sætti nokkurri gagnrýni stjórnarliða í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Uppboðum líklega frestað

Uppboðum á 49 leiguíbúðum á Akureyri, sem auglýst voru í Morgunblaðinu í gær, verður væntanlega frestað, samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 368 orð | 3 myndir

Verkið eintóm hamingja

BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nemendur og kennarar byggingadeildar Iðnskólans í Hafnarfirði vinna nú að endurbyggingu Krýsuvíkurkirkju og er stefnt að því að flytja hana tilbúna á sinn stað á næsta ári. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 116 orð

Vilja jafna lífeyrisréttindi

Í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir ASÍ kemur fram að 90% þeirra sem taka afstöðu finnst mikilvægt að ASÍ leggi áherslu á að jafna lífeyrisréttindi launafólks á almennum og opinberum markaði. Meira
23. febrúar 2011 | Innlendar fréttir | 55 orð

Þjóðaratkvæði

Hreyfingin boðar til fundar um þjóðaratkvæðagreiðslur á morgun, fimmtudag, kl. 20-22, á Hótel Reykjavík Centrum, Aðalstræti 16, 101 Reykjavík. Allir eru velkomnir. Á fundinum mun Þór Saari m.a. Meira

Ritstjórnargreinar

23. febrúar 2011 | Leiðarar | 376 orð

Afleiðingarnar væru „pólitískur þrýstingur“

„Dómstólaleiðin“ svokallaða er aðeins spuni og pólitískur þrýstingur Meira
23. febrúar 2011 | Staksteinar | 178 orð | 1 mynd

Hagsmunamál skrifstofustjórans

Staksteinar þurftu að leita lengi í bresku pressunni til að finna fréttir af nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Það var ekki fyrr en komið var á viðskiptasíðurnar sem fréttir fundust. Meira
23. febrúar 2011 | Leiðarar | 238 orð

Kexrugluð rök

Rök ríksstjórnarinnar eru í góðu samræmi við málstaðinn Meira

Menning

23. febrúar 2011 | Tónlist | 411 orð | 1 mynd

„Það hefur verið óskaplega gaman“

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Skagfirski karlakórinn Heimir leggur land undir fót í vikulokin og kemur fram á tvennum tónleikum á suðvesturhorninu. Syngur kórinn í Njarðvíkurkirkju á föstudagskvöldið kl. 20. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 155 orð | 1 mynd

Betur má ef duga skal

Rapparinn Ramses, réttu nafni Guðjón Örn Ingólfsson, sendi síðla árs 2010 frá sér breiðskífuna Óskabarn þjóðarinnar. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 137 orð | 1 mynd

Biogen minnst á Kaffibarnum

Í kvöld kl. 21 verða haldnir tónleikar á vegum Extreme Chill og Weirdcore á Kaffibarnum til að heiðra minningu Sigurbjörns Þorgrímssonar, eða Bjössa Biogen, sem lést 8. febrúar sl. Meira
23. febrúar 2011 | Kvikmyndir | 487 orð | 2 myndir

Blóði drifnir, barbarískir bardagar

Leikstjórn: Kevin Macdonald. Aðalhlutverk: Channing Tatum, Jamie Bell, Donald Sutherland og Mark Strong. 114 mín. Bretland og Bandaríkin, 2011. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 148 orð | 1 mynd

Diskókýr á disk

Hina nýju leikgerð upp úr Bessastaðabókum Gerðar Kristnýjar, Ballið á Bessastöðum, prýða lög eftir hinn mikilvirka texta- og lagahöfund Braga Valdimar Skúlason, en söngtextana vann hann ásamt höfundinum. Meira
23. febrúar 2011 | Kvikmyndir | 64 orð | 1 mynd

Drakúla í þrívídd

Ítalski hryllingsmyndaleikstjórinn Dario Argento hyggst gera þrívíddarkvikmynd um blóðsuguna Drakúla og mun hún bera nafnið Dracula 3D. Leikarinn Rutger Hauer mun fara með hlutverk vampíruveiðimannsins Van Helsing í myndinni. Meira
23. febrúar 2011 | Menningarlíf | 594 orð | 2 myndir

Forsenda öflugs listalífs

Þegar þeir fá starfslaun einbeita listamennirnir sér undantekningarlítið að verkum sem lengi hafa verið í undirbúningi, verkum sem munu knýja langt færiband í samfélaginu. Meira
23. febrúar 2011 | Bókmenntir | 72 orð

Gerður Kristný fjallar um Blóðhófni

Gerður Kristný mun á morgun, fimmtudag, ræða um ljóðabók sína, Blóðhófni , í fyrirlestraröðinni Hvernig verður bók til? Fyrirlesturinn verður í stofu 105 á Háskólatorgi fimmtudaginn 24. febrúar og hefst klukkan 12.00. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 358 orð | 1 mynd

Gítarpopp með rætur í blúsnum

Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Tónlistarmaðurinn Beggi Smári var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Warm & Strong“ á tonlist.is og líka er hægt að horfa á myndband við lagið á You Tube. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 34 orð | 1 mynd

Grammy-verðlaunahafi tónjafnaði Mood

Mood nefnist væntanleg hljómplata Begga Smára en um tónjöfnun á henni sá Bob Katz sem hlotið hefur Grammy-verðlaun fyrir þrjár plötur: The Words of Gandhi, Portraits of Cuba og Olga Viva, Viva Olga. Meira
23. febrúar 2011 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

Hví fékk Eddan ekki Edduna?

Ég ætlaði að horfa á Edduna á laugardagskvöldið. Ekki þessa með öllum verðlaununum, heldur hina sem var að hljóta eldskírn sína sem spyrill í hinum lífseiga skemmtiþætti Gettu betur! Eddan sú er Hermannsdóttir, Gunn í þokkabót. Meira
23. febrúar 2011 | Fólk í fréttum | 96 orð | 10 myndir

Klæðilegar kápur

Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Burberry-tískuhúsið sýndi fatalínu sína fyrir næsta haust og vetur á tískuvikunni í London á mánudaginn. Meira
23. febrúar 2011 | Hugvísindi | 41 orð | 1 mynd

Málþing um fjármögnun rannsókna

Vísindafélag Íslendinga efnir til málþings í Þjóðminjasafninu í dag, miðvikudag, undir yfirskriftinni: Um fjármögnun grunnrannsókna á Íslandi – Bein framlög eða samkeppnissjóðir? Stendur málþingið frá kl. 16-18. Meira
23. febrúar 2011 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Með nýja klippingu

Táningstónlistarstjarnan Justin Bieber er búinn að fara í klippingu og kominn með nýja hárgreiðslu. Hin góðkunna Bieber-klipping mun heyra sögunni til, sú sem sést á myndinni fyrir ofan, og segist Bieber orðinn öllu fullorðinslegri. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 42 orð | 1 mynd

Mótmælatónleikar með Jussanam

Tónlistarkonan Jussanam da Silva heldur tónleika með píanóleikaranum Agnari Má Magnússyni á Café Haiti föstudaginn nk., 25. febrúar, kl. Meira
23. febrúar 2011 | Fólk í fréttum | 44 orð | 1 mynd

Plata Hafdísar gefin út í N-Ameríku

Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur gert samning við fyrirtækið OK! Good um útgáfu plötu sinnar Synchronised Swimmers í Bandaríkjunum og Kanada. Hafdís heldur í tónleikaferð um Bandaríkin í byrjun maí, mun m.a. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Safnað í ferðasjóð

Hljómsveitin Swords of Chaos heldur í tónleikaferð um Bandaríkin í næsta mánuði og mun á henni leika á nokkrum tónleikum. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í New York og þaðan er förinni heitið á tónlistarhátíðina South by Southwest í Austin í Texas. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 302 orð | 2 myndir

Schubert í Salnum

Franz Schubert: Vetrarferðin, ljóðaflokkur e. Wilhelm Müller. Bjarni Thor Kristinsson bassi, Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó. Laugardagurinn 19. febrúar kl. 17.00. Meira
23. febrúar 2011 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Skuggamyndir frá Býsans leika í kvöld

Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans leikur á tónleikum á Café Rósenberg í kvöld, miðvikudag. Hefjast tónleikarnir klukkan 21.00 miðvikudagskvöldið 23. febrúar kl 21:00. Meira
23. febrúar 2011 | Fólk í fréttum | 129 orð | 1 mynd

Uppskeruhátíð hjá Skjá Einum

Sjónvarpsstöðin Skjár Einn hélt uppskeruhátíð á skemmtistaðnum Esju laugardagskvöldið sl., á sama tíma og afhending Edduverðlaunanna fór fram í Íslensku óperunni en Skjár Einn hlaut engar tilnefningar til Edduverðlauna fyrir þætti sína í ár. Meira
23. febrúar 2011 | Tónlist | 167 orð | 2 myndir

Vestur-íslenskur stórsveitardjass

Fyrir skömmu kom út í Kanada geisladiskurinn Rhymes með gítarleikaranum Birni Thoroddsen, Richard Gillis, trompetleikara og stjórnanda, Stórsveit Reykjavíkur og Agli Ólafssyni söngvara. Diskurinn var tekinn upp í Stúdíói Sýrlandi síðastliðið sumar. Meira

Umræðan

23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 423 orð | 1 mynd

Að hafa alltaf réttast fyrir sér

Eftir Sigurjón Þórðarson: "Einungis 2 af 20 kvótahæstu útgerðum sem ráða yfir 84% kvótans eru yngri en 30 ára!" Meira
23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 478 orð | 2 myndir

Ánægjuleg viðhorfsbreyting í virkjunarmálum

Eftir Jakob Björnsson: "Niðurstaða hæstaréttar í þessu máli getur því komið í veg fyrir samskonar deilur um virkjanir í öðrum sveitarfélögum og þar með auðveldað öflun virkjunarheimilda um land allt." Meira
23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 650 orð | 1 mynd

Gefum kvennadeild Landspítalans nýtt líf

Eftir Hildi Harðardóttur: "Um 70% allra fæðinga í landinu fara fram á kvennadeild Landspítalans (LSH) og deildin veitir bráðaþjónustu í kvensjúkdómum alla daga ársins." Meira
23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 141 orð | 1 mynd

Hótanir sem virka öfugt

Eftir Gísla Pál Pálsson: "Er þá ekki réttast að hafna Icesave til þess að tryggja það að við göngum ekki í ESB?" Meira
23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 422 orð | 1 mynd

Hvert stefnir í heilbrigðisþjónustunni

Eftir Stein Jónsson: "Ungir læknar sjá sér ekki lengur hag í því að flytja til landsins að loknu sérnámi en með þeim kemur dýrmæt þekking og læknisfræðilegar framfarir." Meira
23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 368 orð | 1 mynd

Icesave – Beiðni um útskýringar

Eftir Einar S. Hálfdánarson: "Áhættan af Icesave virðist ekki tæk nema fram komi áreiðanlegar upplýsingar um raunverulega greiðslu sem ríkissjóður þarf að inna af hendi." Meira
23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Íslenskt skrípalýðræði

Eftir Arndísi H. Björnsdóttur: "Stjórnmálaspillingin hérlendis er fyrirlitleg. Stjórn Samfylkingar og VG er jafnspillt og stjórnir forvera hennar. Sirkusinn við Austurvöll er skömm." Meira
23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Íþróttaiðkun barnanna okkar

Eftir Hafrúnu Pálsdóttur: "Hugleiðing um íþróttaiðkun barnanna. Eru börnin okkar að hrekjast úr íþróttum vegna of mikillar pressu?" Meira
23. febrúar 2011 | Pistlar | 462 orð | 1 mynd

Með asklok fyrir himin

Í spjalli fyrir stuttu flaug á loft það gamla orðtak að einhver hefði asklok fyrir himin. Þá sjaldan maður heyrir það orðtak er það notað sem niðrandi athugasemd, notað í þeirri merkingu sem rímar við annað orðtak, heimskt er heimaalið barn. Meira
23. febrúar 2011 | Aðsent efni | 772 orð | 1 mynd

Skipulag ferðamála

Eftir Gest Ólafsson: "Heildstæð stefnumótun í ferðamálum er orðin alger grundvöllur fyrir farsælli fjárfestingu og uppbyggingu framtíðarferðamálaþjónustu." Meira
23. febrúar 2011 | Velvakandi | 161 orð | 1 mynd

Velvakandi

Skref í átt til stjórnleysis Sunnudaginn 20. febrúar gerðust þau tíðindi að forsetinn gekk í þriðja sinn gegn afgreiðslu Alþingis. Nú reynir á þjóðina. Vitum við hvort er betra að segja já eða nei við Icesave-samningnum? Meira
23. febrúar 2011 | Bréf til blaðsins | 446 orð | 1 mynd

Þjóðaratkvæðasemi Íslendinga

Frá Tryggva Líndal: "Nú þegar forseti Íslands hefur synjað Icesave-frumvarpinu staðfestingar í annað sinn og vísað því til þjóðaratkvæðagreiðslu í annað sinn og þegar forsætisráðherra leggur til að í leiðinni fari fram kosning til stjórnlagaþings í annað sinn finnst mér að..." Meira

Minningargreinar

23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 2322 orð | 1 mynd

Ásdís Eyjólfsdóttir

Ásdís Eyjólfsdóttir var fædd í Reykjavík 14. desember 1921. Hún lést á heimili sínu 6. febrúar 2011. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Árnadóttur, f. 3. nóv. 1899, d. 16. júní 1974, og Eyjólfs Júlíusar Brynjólfssonar, f. 25. júlí 1891, d. 5. sept. 1973. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 1204 orð | 1 mynd

Einar Ólafur Gíslason

Einar Ólafur Gíslason fæddist í Þingholtsstræti 23, Reykjavík, 6. apríl 1929. Hann lést á Landspítala í Fossvogi 6. febrúar 2011. Útför Einars fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 18. febrúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 343 orð | 1 mynd

Frímann Jónsson

Frímann Jónsson, fv. forstjóri, fæddist á Eyrarbakka 21. júní 1913. Hann lést í Sóltúni í Reykjavík 19. janúar 2011. Útför Frímanns fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í kyrrþey 4. febrúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 316 orð | 1 mynd

Guðbjörg María Hannesdóttir

Guðbjörg María Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1932. Hún lést á líknardeild LSP í Kópavogi 4. febrúar 2011. Útför Guðbjargar fór fram frá Langholtskirkju 21. febrúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 420 orð | 1 mynd

Guðlaug Ólafsdóttir

Guðlaug Ólafsdóttir fæddist 9. febrúar 1928 í Dalbæ í Gaulverjabæjarhreppi. Hún lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Kópavogi 8. febrúar 2011. Útför Guðlaugar var gerð frá Digraneskirkju 16. febrúar 2011. Jarðsett var í Kópavogskirkjugarði. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 922 orð | 1 mynd

Hákon Björnsson

Hákon Björnsson rafvirkjameistari fæddist í Neskaupstað 16. október 1919. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða 15. febrúar 2011. Hákon var sonur hjónanna Björns Emils Bjarnasonar bakara og Guðbjargar Bjarnadóttur húsmóður. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 717 orð | 1 mynd

Helga Sigríður Þorsteinsdóttir

Helga Sigríður Þorsteinsdóttir fæddist á Öxl í Austur-Húnavatnssýslu 30. apríl 1915. Hún lést 7. febrúar 2011. Útför Helgu var gerð frá Melstaðarkirkju í Miðfirði 19. febrúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 1512 orð | 1 mynd

Jón Vigfússon

Jón Vigfússon fæddist á Kirkjubóli í Vaðlavík 7. apríl 1929. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 15. febrúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Vigfús Kristjánsson, f. 19.12. 1894, d. 25.9. 1969, og Kristín Málfríður Jónsdóttir, f. 20.11. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 691 orð | 1 mynd

Marinó Kristinsson

Marinó Kristinsson fæddist í Reykjavík 1. október 1953. Hann lést á Landspítalanum 22. janúar 2011. Útför Marinós fór fram frá Langholtskirkju 11. febrúar 2011. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 1445 orð | 1 mynd

María Magnúsdóttir

Vilhelmína María Magnúsdóttir fæddist í Neskaupstað 8. október 1917. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 9. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson frá Fannardal og Anna Guðrún Aradóttir frá Neskaupstað. Meira  Kaupa minningabók
23. febrúar 2011 | Minningargreinar | 1506 orð | 1 mynd

Þuríður Halldórsdóttir

Þuríður Halldórsdóttir fæddist á Hallsstöðum, Fellsströnd, 29. maí 1920. Hún lést á heimili sínu 6. febrúar 2011. Foreldrar hennar voru Guðlaug Ingibjörg Jónsdóttir, f. 29. jan. 1891, d. 10. júlí 1926, og Halldór Guðbrandsson, f. 18. maí 1889, d. 9. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

23. febrúar 2011 | Viðskiptafréttir | 98 orð | 1 mynd

Aflaverðmætið eykst

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 123 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2010, samanborið við tæpa 107 milljarða á sama tímabili árið 2009. Meira
23. febrúar 2011 | Viðskiptafréttir | 483 orð | 1 mynd

Dómur EFTA-dómstólsins ekki aðfararhæfur hér

Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Öll rök hníga að því að íslenska ríkið yrði sýknað af kröfum Breta og Hollendinga, sæktu þjóðirnar skaðabætur vegna Icesave-málsins fyrir íslenskum dómstólum, að mati Reimars Péturssonar hæstaréttarlögmanns. Meira
23. febrúar 2011 | Viðskiptafréttir | 89 orð

Heimsmarkaðsverð olíu ekki verið hærra frá 2008

Verð á olíu fór í gær yfir 108 dali tunnan. Er það rakið til þeirrar óvissu sem ríkir í olíuframleiðsluríkjum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Verð á Brent Norðursjávarolíu fór í 108,57 dali tunnan á markaði í Lundúnum, en lækkaði síðan í 107,28... Meira
23. febrúar 2011 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Óverðtryggt hækkar

Umtalsverð viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í gær, en skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,1% og nam heildarvelta viðskipta ríflega 15 milljörðum króna. Meira
23. febrúar 2011 | Viðskiptafréttir | 66 orð

Skuldatryggingar hækka vegna Líbíu

Skuldatryggingamarkaðurinn tók kipp í gær í kjölfar ófriðarfregna frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Frá því er greint á Reuters að áhættufælni hafi aukist á mörkuðum vegna átaka í Líbíu. Meira
23. febrúar 2011 | Viðskiptafréttir | 593 orð | 2 myndir

Upplausn, greiðslufall og einangrun

Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Margvísleg ummæli féllu í aðdraganda samþykktar Icesave-laga númer tvö og í kjölfar synjunar forseta Íslands á staðfestingu þeirra, fyrir rúmlega ári. Haft var eftir Steingrími J. Meira

Daglegt líf

23. febrúar 2011 | Daglegt líf | 360 orð | 2 myndir

Arkitektar drau msins

„Ég er kominn svolítið langt aftur í huganum. En uppáhaldssýningin mín er sýning sem ég sá fyrir ofsalega mörgum árum eftir hóp sem kallar sig Malabar,“ segir Orri Huginn Ágústsson leikari. Meira
23. febrúar 2011 | Daglegt líf | 145 orð | 1 mynd

Frosið brauð má nýta á ýmsan hátt í matargerðinni

Brauð endar oft í frystinum því við viljum geta notað það seinna. Það má nota brauðið í ýmislegt sniðugt við eldamennskuna. Pylsu- og hamborgarabrauð má nota til að búa til fljótleg hvítlauksbrauð. Meira
23. febrúar 2011 | Daglegt líf | 522 orð | 4 myndir

Handgert konfekt og súkkulaðikökur

Hjónin Michal Jerzy Josefik og Bozena Josefik hafa búið á Flúðum í tæp 15 ár og opnuðu nýverið kaffihúsið Café Mika á Bjarkarhóli í Reykholtshverfi í Bláskógabyggð. Þau hjónin sérhæfa sig í konfektgerð en á matseðlinum er líka fleira góðgæti. Meira
23. febrúar 2011 | Daglegt líf | 405 orð | 1 mynd

Kíví gott við þynnku

Það er ekki víst að lyf séu eina svarið og getur reynst vel að leita frekar í ísskápinn við ýmsum kvillum. Svo segir í nýlegri grein í breska blaðinu Independent. Meira
23. febrúar 2011 | Daglegt líf | 108 orð | 1 mynd

...njótið birtunnar

Hvað er betra en að finna fyrir því að Vetur konungur er á undanhaldi og sól er tekin að hækka á lofti? Um þessar mundir er dagurinn stöðugt að lengjast og myrkrið sem hefur grúft yfir á morgnana og kvöldin er skyndilega horfið. Meira
23. febrúar 2011 | Daglegt líf | 178 orð | 1 mynd

Skaðlegu efnin í snyrtibuddunni

Flest okkar nota nokkrar tegundir snyrtivara daglega, á húð, hár, neglur og andlit svo eitthvað sé nefnt. Þessar vörur eru uppfullar af efnum, sem sum hver eru skaðleg, þótt oftast sé gætt að því að þau séu ekki í miklu magni í hverri vöru. Meira
23. febrúar 2011 | Daglegt líf | 129 orð | 1 mynd

Þola betur brennandi húðsviða

Ný dönsk rannsókn sýnir að rauðhært fólk þolir betur húðsviða en aðrir. Meira

Fastir þættir

23. febrúar 2011 | Í dag | 203 orð

Af slitrum og Júróvisjón

Nú hefur umsjónarmaður endanlega sannfærst um að allt er til á netinu. Á fésbókinni má finna „sjálfshjálparhóp fyrir fólk sem hefur orðið fyrir því að yrkja undir slitruhætti, fara með slík kvæði eða sýna þeim áhuga með öðrum hætti. Meira
23. febrúar 2011 | Fastir þættir | 156 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Yfirsjón. A-NS. Norður &spade;ÁD65 &heart;– ⋄Á10954 &klubs;K976 Vestur Austur &spade;743 &spade;8 &heart;ÁKDG6 &heart;10742 ⋄72 ⋄DG863 &klubs;Á43 &klubs;G105 Suður &spade;KG1092 &heart;9853 ⋄K &klubs;D82 Suður spilar 6&spade;. Meira
23. febrúar 2011 | Fastir þættir | 71 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson | norir@mbl.is

Sveit Önnu Ívarsdóttur Íslandsmeistari Sveit Önnu Ívarsdóttur sigraði af öryggi í Íslandsmóti kvenna sem fram fór um helgina. Með Önnu spiluðu Guðrún Óskarsdóttir, Ljósbrá Baldursdóttir og Hjördís Sigurjónsdóttir. Alls spiluðu 11 sveitir um titilinn. Meira
23. febrúar 2011 | Í dag | 24 orð | 1 mynd

Hlutavelta

*Ásta Fanney Hreiðarsdóttir, Anna Helga Jóhannsdóttir og Freydís Glóð Viborg héldu tombólu hjá Grímsbæ og söfnuðu 5.000 kr. sem þær gáfu Rauða krossi... Meira
23. febrúar 2011 | Í dag | 18 orð

Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á...

Orð dagsins: Hann veitti sálum vorum lífið og lét oss eigi verða valta á fótum. (Sl. 66, 9. Meira
23. febrúar 2011 | Fastir þættir | 176 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Bc4 Rf6 5. e5 d5 6. Bb5 Re4 7. Rxd4 Bd7 8. Bxc6 bxc6 9. O-O Be7 10. f3 Rc5 11. Rc3 O-O 12. Be3 Hb8 13. b3 a5 14. Rce2 Re6 15. f4 c5 16. Rf5 d4 17. Bd2 a4 18. Reg3 He8 19. Rh5 Bf8 20. Dg4 Kh8 21. Rh4 d3 22. c3 Rd4 23. Meira
23. febrúar 2011 | Árnað heilla | 192 orð | 1 mynd

Syndir og gengur í fríinu

Þórður B. Þórðarson, fyrrverandi brunavörður á Keflavíkurflugvelli, tekur sér ekki frí frá líkamsræktinni þótt hann sé nú í fríi á Gran Canaria, einni af Kanaríeyjum, heldur er tíður gestur í hótelsundlauginni og fer í gönguferðir. Meira
23. febrúar 2011 | Fastir þættir | 307 orð

Víkverjiskrifar

Árnastofnun hefur skorið upp herör gegn bókstafnum ufsilon – y – í landanöfnum. Víkverji tók fyrst eftir þessu þegar allt í einu var hætt að skrifa Kenýa og farið að skrifa Kenía. Og nú er það Líbýa, sem á ekki að skrifa Líbýa heldur Líbía. Meira
23. febrúar 2011 | Í dag | 130 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

23. febrúar 1927 Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld lést, 79 ára. Hann bjó lengst af í Edinborg. Sveinbjörn samdi á annað hundrað tónverk en er þekktastur fyrir lofsönginn „Ó, Guð vors lands!“ 23. Meira

Íþróttir

23. febrúar 2011 | Íþróttir | 190 orð | 7 myndir

600 keppendur á Gullmóti KR-inga

Gullmót KR fór fram í Laugardalslaug á dögunum þar sem 600 keppendur tóku þátt frá 20 sundfélögum víðs vegar um landið. Á mótinu var keppt í 84 greinum í 10 aldursflokkum. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

Anelka markahæstur eftir 2 mörk í gær

Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Nicolas Anelka, leikmaður Chelsea, skoraði bæði mörkin þegar liðið lagði FC Köbenhavn að velli 0:2 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hann kom Chelsea yfir eftir 17. mínútna leik. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 615 orð | 2 myndir

„Hugsa vel um mig“

Viðtal Kristján Jónsson kris@mbl.is Stórskyttan Einar Hólmgeirsson er að ná sér á strik í þýska handboltanum þar sem hann leikur með HSG Ahlen-Hamm í efstu deild. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 338 orð | 2 myndir

Bjarni Þór er úti í kuldanum

VIÐTAL Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Ég er í sérkennilegri stöðu. Ég er bara kominn í frost hjá þjálfaranum. Ég var ekki valinn í hópinn um síðustu helgi og er heldur ekki í hópnum fyrir leikinn annað kvöld (í kvöld). Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 173 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Njarðvíkingar hafa fengið til sín leikstjórnanda frá Bandaríkjunum sem væntanlega leikur með liðinu út leiktíðina í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 302 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Ingólfur Sigurðsson mun leika með KR-ingum í sumar. Að því er fram kemur á vef félagsins hefur Ingólfur samið við KR og gildir samningurinn út leiktíðina 2011 með möguleika á framlengingu. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Keflavík vann meistarana

Keflavík sigraði Íslandsmeistara Breiðabliks 2:0 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Kórnum í gærkvöldi. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik en þau gerðu þeir Magnús Þórir Matthíasson og Guðmundur Steinarsson. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 18 orð | 1 mynd

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna: Ásvellir: Haukar – Hamar...

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna: Ásvellir: Haukar – Hamar 19.15 Grindavík: Grindavík – Njarðvík 19.15 DHL-höllin: KR – Keflavík 19. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla Deildabikarinn, A-DEILD: 1. riðill: Breiðablik &ndash...

Lengjubikar karla Deildabikarinn, A-DEILD: 1. riðill: Breiðablik – Keflavík 0:2 Magnús Matthíasson, Guðmundur Steinarsson. Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, fyrri leikir: FC Köbenhavn – Chelsea 0:2 Nicolas Anelka 17., 54. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 197 orð | 1 mynd

Mikil forföll í liði Manchester United

Töluvert er um forföll í liði Manchester United sem mætir Marseille í fyrri rimmu liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í Frakklandi í kvöld. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Miklar breytingar hjá New York Knicks

New York Knicks hefur ekki afrekað mikið í NBA körfuboltanum á undanförnum árum en eftir nýjustu leikmannaskipti er ástæða til aukinnar bjartsýni á Manhattan. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 217 orð

SR og SA Víkingar hituðu upp

Skautafélag Reykjavíkur og Björninn áttust við á Íslandsmótinu í íshokkí. Leikurinn fór fram í Laugardal og lauk með sigri SR-inga 5:2. Þá áttust SA liðin, Víkingar og Jötnar, við á Akureyri en sá leikur endaði 11:2 Víkingum í vil. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 177 orð | 1 mynd

Tvær reyna við lágmörk á EM í París

Tveir íslenskir frjálsíþróttamenn hafa náð lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið innanhúss sem haldið verður í París í Frakklandi 4.-6. mars. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 25 orð | 1 mynd

Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin B-riðill: Fjölnir – Snæfell 67:56...

Úrvalsdeild kvenna, IE-deildin B-riðill: Fjölnir – Snæfell 67:56 Staðan: 1. Snæfell 16 stig 2. Njarðvík 14 stig 3. Grindavík 8 stig 4. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 281 orð | 2 myndir

Verðum að skila okkar vinnu

VIÐTAL Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Þetta er óttalega leiðinlegt. Meira
23. febrúar 2011 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Þýskaland TusN-Lübbecke – Hamburg 30:30 • Þórir Ólafsson...

Þýskaland TusN-Lübbecke – Hamburg 30:30 • Þórir Ólafsson komst ekki á blað hjá Lübbecke. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.