Greinar fimmtudaginn 14. júlí 2011

Fréttir

14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 289 orð

Auðvelt að brjótast inn

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Að sögn sérfræðinga í upplýsingaöryggi er tiltölulega auðvelt að brjótast inn í gögn annarra; bæði í snjallsímum og tölvum. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Aukin hlýnun veldur breytingum í veiðivötnum landsins

Hlýnun loftslags á undanförnum árum hefur haft áhrif á lífríki veiðivatna landsins, bæði stöðuvatna og straumvatna. Greinilegar breytingar hafa orðið á stofnstærð bleikju og hún víða látið undan. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

Afmæli Valgerður Jakobsdóttir, sem varð 75 ára á dögunum, vann jeppaferð með Páli Halldóri Halldórssyni á „kossaballi“ Grunnvíkingafélagsins í Reykjavík. Valgerður ásamt fjölskyldu og vinum stendur hér á 1. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Á sjóstöng frá tjaldstæðinu

Skemmtilegt tjaldstæði, fyrir þá sem vilja vera utan alfaraleiðar, er í Grandavör í Hallgeirsey í Austur-Landeyjum. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 320 orð | 2 myndir

„Gekk eins og smurð vél“

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Vel tókst til með fólksflutninga yfir Múlakvísl í gær, loks eftir að þeir komust á að nýju undir hádegið. Hafði þá löng bílaröð myndast sín hvorum megin við ána. Eftir óhappið á þriðjudag stóð til að hefja flutninga kl. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 556 orð | 4 myndir

Bleikjan hörfar undan hlýindunum

Veiðivötn Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hlýnun loftslags undanfarinna ára hefur haft áhrif í stöðuvötnum, ám og lækjum landsins. Nýjar tegundir hafa numið hér land og rutt sér til rúms á meðan öðrum hefur hnignað. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 456 orð | 2 myndir

Búist við 15 þúsund í Kópavoginn

María Elísabet Pallé mep@mbl.is „Það er búið að ganga mjög vel og undirbúningurinn rennur eins og smurð vél,“ segir Jón Berg Torfason mótsstjóri og formaður ung-lingaráðs Breiðabliks. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Byr undir Íslandsbanka

Jón Finnbogason, forstjóri Byrs, segir enn of snemmt að segja til um hvaða áhrif það hafi á starfsfólk fjármálafyrirtækisins að Íslandsbanki hafi nú eignast það. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 702 orð | 3 myndir

Engin lausn í höfn fyrir Hringrás

Baksvið Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hagstæð vindátt forðaði því að rýma þyrfti íbúðir í Laugarneshverfi í annað skiptið á sjö árum þegar eldur blossaði upp í endurvinnslustöð Hringrásar í Klettagörðum aðfaranótt þriðjudags. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 151 orð | 1 mynd

Falsaðir miðar í umferð til Vestmannaeyja

Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is „Þeir fölsuðu miðar sem við gerum upptæka í Landeyjarhöfn munu umsvifalaust vera gerðir upptækir og í framhaldi af því reynt að rekja þá til þeirra sem seldu þá. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 70 orð

Fimmtungur lána Landsbankans til sjávarútvegsins

Lán til sjávarútvegs vega þyngst hjá Landsbankanum af viðskiptabönkunum þremur. Í árslok 2010 námu útlán hans til sjávarútvegsfyrirtækja 134 milljörðum króna, sem eru um 22,6% af heildarlánum bankans. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 476 orð | 1 mynd

Finnst gaman að skoða stofuna

„Kaffihúsið er í suðurstofunni þar sem kaffið var drukkið og afi lagði sig á bedda. Þar hefur ekki verið selt kaffi fyrr en núna,“ segir Jónína Jóhannesdóttir sem rekur kaffihús með Auðuni syni sínum í íbúðarhúsinu á Illugastöðum á... Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 1139 orð | 6 myndir

Fjölbreyttara mannlíf

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samgöngubætur hafa skapað tækifæri fyrir íbúa Siglufjarðar og Ólafsfjarðar til að snúa vörn í sókn. Tekið er myndarlega á móti þeim mörgu ferðamönnum sem þangað leggja leið sína. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Bryggjuhátíð

Í dag hefst Bryggjuhátíð á Stokkseyri, sem nú er haldin í áttunda sinn og heitir reyndar fullu nafni Bryggjuhátíð á Stokkseyri –Brú til brottfluttra – Vinir frá Vík . Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 479 orð | 1 mynd

Flóðið beindi ferðafólki til Eyja

Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Sunnlendingar og Suðurnesjamenn eiga von á besta veðrinu um næstu helgi, ef spár ganga eftir. Þeir sem ætla út úr bænum um helgina veðja því á líklegan hest með því að halda sig sunnan heiða. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 504 orð | 3 myndir

Fólk vill nálgast selina

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Byggð hefur verið upp ferðaþjónusta í kringum selinn á Vatnsnesi. Fræðslusýning Selaseturs Íslands á Hvammstanga og rannsóknir á vegum þess eru mikilvægir þættir í því. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 164 orð

Framtakssjóður kaupir í Promens

Skýrari mynd komst á eignarhald á Promens hf. í gær, sem m.a. framleiðir plastkör á Dalvík, þegar dótturfélag Landsbankans, Horn fjárfestingarfélag, eignaðist formlega 99% hlutafjár í Promens. Meira
14. júlí 2011 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Fræg skjaldbaka frelsinu fegin á ný

Meira en 100 ára Rafetus-skjaldbaka í Víetnam hefur fengið frelsið á ný eftir þriggja mánaða umsjón sérfræðinga vegna meiðsla. Gert var að sárum hennar og henni síðan sleppt í Hoan Kiem-vatn í Hanoi. Meira
14. júlí 2011 | Erlendar fréttir | 274 orð | 1 mynd

Gaddafi bítur frá sér en skortir bæði fé og olíu

BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hersveitir Muammars Gaddafis gerðu gagnárásir á sveitir uppreisnarmanna suðvestur af Trípolí í Líbíu í gær. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Garðveisla í Hljómskálagarðinum

Á morgun, föstudag kl. 21:15, stendur FIT, Félag tónskálda og textahöfunda, fyrir garðveislu í Hljómskálagarðinum. Garðveislan er ókeypis og öllum opin. Meira
14. júlí 2011 | Erlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

Geislamengað kjöt á markað

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Aukin hræðsla vegna geislavirkni fékk byr undir báða vængi í Japan í gær eftir að greint var frá því að geislamengað kjöt frá býli rétt fyrir utan Fukushima hefði farið á markað í Japan. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 42 orð

Haldið sofandi á gjörgæsludeild

Maðurinn sem lenti í alvarlegu bifhjólaslysi á þriðjudag nyrst á Skaga, milli Húnaflóa og Skagafjarðar, liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 310 orð | 1 mynd

Hágöngulón fylltist við jökulhlaup úr Vatnajökli

Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Hágöngulón fylltist í fyrrinótt þegar yfirborð þess hækkaði um 70 sentimetra við hlaup úr Vatnajökli. Vatnsborðið fór að hækka hratt um tvöleytið um nóttina og verulega dró úr aðstreyminu um klukkan átta í gærmorgun. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 6 orð

Helgarferðin – Eltum sólina í sumar...

Helgarferðin – Eltum sólina í... Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Heyannir í Árbæjarsafni á sunnudag

Heyannir eru árviss viðburður á hverju býli. Nú á sunnudaginn, 17. júlí, er komið að þeim degi þegar amboðin verða tekin fram á Árbæjarsafni og ljár borinn í gras, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Heyskapur loks hafinn eftir kalda tíð

„Sláttur er að byrja að minnsta kosti tveimur vikum seinna en í meðalári,“ segir Ólafur R. Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökunum. Hann segir að mest sé byrjað að heyja á Suðurlandi og Suðvesturlandi, svo og í Eyjafirði og Skagafirði. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 527 orð | 2 myndir

Hver dagur drjúgur í júlí

Sviðsljós Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Um leið og ljóst varð að brúin yfir Múlakvísl hafði gefið sig tóku ferðaþjónustuaðilum á Suður- og Suðausturlandi að berast afbókanir ferðmanna. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 488 orð | 1 mynd

Höfnin ekki hönnuð fyrir Herjólf

Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Í næstu viku verður ár liðið frá opnun Landeyjahafnar. Nú er ljóst að miklar frátafir hafa orðið á ferðum Herjólfs og höfnin hefur því ekki staðið undir þeim væntingum sem menn höfðu í upphafi. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Íslandsmót á Brávöllum

Í dag hefst Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum á Brávöllum á Selfossi og stendur það fram eftir laugardegi. Það er hestamannafélagið Sleipnir sem heldur mótið og hefur undirbúningur staðið frá því sl. vetur. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Meiri umferð í Eyjum

Straumur ferðafólks til Vestmannaeyja hefur stóraukist eftir að brúin yfir Múlakvísl fór í hlaupi um síðustu helgi, samkvæmt upplýsingum frá ferðamannamiðstöð bæjarins. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Minna er framleitt af mjólkinni

Samkvæmt yfirliti frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) nam innvegin mjólk í júní 10,9 milljónum lítra en á sama tíma í fyrra voru 11,2 milljónir lítra innvegnar til afurðastöðvanna eða 2,3% meira. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Ný bryggja fyrir fiskibáta

Ný flotbryggja hefur verið sjósett í Norðurbugt vesturhafnarinnar í Reykjavík. Þarna var áður olíubryggja úr tré sem komin var til ára sinna og var hún rifin fyrir nokkru. Bryggjan er framleidd hjá Loftorku í Borgarnesi og er úr steinsteypu. Meira
14. júlí 2011 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Nær 900 börn í Írak drepin og um 3.200 særð á þremur árum

Nær 900 börn týndu lífi og yfir 3.200 særðust í óeirðum í Írak á árunum 2008 til 2010. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, greindi frá þessu í gær í tilefni Dags írakska barnsins. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Púttmót og sjóður í minningu Harðar

Golfsamtök fatlaðra á Íslandi standa fyrir púttmóti í minningu Harðar Barðdal þriðjudaginn 19. júlí nk. Mótið fer fram á púttvellinum við Hraunkot í Hafnarfirði (GK) og hefst kl. 18. Mótið fer nú fram öðru sinni en skráningu má senda á if@isisport.is. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Rammvilltur Belgi fannst heill á húfi í gærkvöldi

Belgískur ferðamaður, sem leitað var að í allan gærdag, fannst heill á húfi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Björgunarsveitamenn gengu fram á manninn við Steinholtsá í norðanverðum Eyjafjallajökli. Hann var nokkuð þrekaður þegar komið var að honum. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Ríkið sýknað af kröfum Hannesar

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær íslenska ríkið af skaðabótakröfu Hannesar Smárasonar, kaupsýslumanns. Hannes krafðist þess að fá greiddar skaðabætur vegna kyrrsetningar eigna á síðasta ári. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Sáttafundur haldinn í dag

Sáttafundur milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair verður haldinn í dag klukkan 14. Kosningu um nýjan kjarasamning við Icelandair lauk sl. mánudag og var hann sem kunnugt er felldur. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 562 orð | 3 myndir

Schengen-samstarfið komið í uppnám?

Fréttaskýring Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 107 orð | 1 mynd

Selvogsgata tilvalin leið

Gönguleiðir eru margvíslegar á Suðurlandi og fyrir stutta ferð er fjallið Þríhyrningur kjörið. Ekki mjög hátt en býður upp á mikilfenglegt útsýni. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 445 orð

Sólríkir dagar á Suðurlandi

Fluguveiði á Þingvöllum Sunnudaginn 17. júlí kl. 9-14 verður haldið fluguveiðinámskeið á Þingvöllum en fyrir því standa Veiðiheimur, Veiðikortið og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Sumarmessa í Klyppstaðarkirkju

Messað verður í Klyppstaðarkirkju í Loðmundarfirði nk. sunnudag kl. 14. Prestar Múlaprófastsdæmis hafa nokkur undanfarin sumur messað á Klyppstað um miðjan júlí og verður svo einnig að þessu sinni. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Sunnlensk fjöll umkringja helgarfjörið

Milt veður verður víðast hvar um helgina en helst munu sólargeislarnir ylja landsmönnum á vestanverðu Suðurlandi, þar sem er spáð 13-16 stiga hita. Margt er að gerast á svæðinu í mannlífi og menningu, en þar að auki býður náttúra Suðurlands upp á marga útivistarmöguleika. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Sýningar í Duushúsum

Sýningarsalur Listasafns Reykjanesbæjar er til staðar í hinum fallegu Duushúsum en þar stendur nú yfir sýningin „Eitthvað í þá áttina. Meira
14. júlí 2011 | Erlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Vatnið alltaf best í hitanum

Víða er heitt um þessar mundir og þegar hitinn er kominn upp fyrir 40 gráður reynist mörgum erfitt að vera utan dyra. Þegar fólk þarf á kælingu að halda koma loftkæld ökutæki sér einkar vel að ekki sé talað um gosbrunna og sundlaugar. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 65 orð

Vel fylgst með Kötlu eftir skjálfta í gær

Jarðskjálfti, 2,6 að stærð, varð í Kötlu um kl. 16 í gærdag. Upptök skjálftans voru á um þriggja kílómetra dýpi, um 7,7 kílómetra norður af Hábungu. Vel er fylgst með jarðhræringum í Kötlu þessa dagana. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 213 orð

Þjónusta verður áfram tryggð

„Eftir breytingar verða sex héraðsdýralæknar og þeir verða eingöngu eftirlitsmenn,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir og vísar til breytinga á starfsemi héraðsdýralækna sem taka gildi 1. nóvember. Meira
14. júlí 2011 | Innlendar fréttir | 1167 orð | 3 myndir

Þurfum að taka okkur á

Fréttaskýring Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl. Meira

Ritstjórnargreinar

14. júlí 2011 | Staksteinar | 221 orð | 1 mynd

„Moggalygi“

Stundum er sagt að stjórnmálin séu ekki lengur upp á líf og dauða. Þess vegna veki þau ekki sömu hughrif og áður og fjöldinn fái útrás fyrir baráttugleði sína með öðrum hætti en forðum var. Nú mæta tugir þúsunda á landsleiki í íþróttum, t.a.m. Meira
14. júlí 2011 | Leiðarar | 346 orð

Fjölmiðlar gegn friðhelgi

Bretar eru sem þrumu lostnir yfir framgöngu fjölmiðla. En dæmin eru víðar Meira
14. júlí 2011 | Leiðarar | 281 orð

Hjálpum þeim

Milljónir ungra barna eru vannærðar eða í bráðri lífshættu Meira

Menning

14. júlí 2011 | Tónlist | 75 orð | 1 mynd

ASA Tríó á Jómfrúartorginu

Senn líður að lokum Sumarjazztónleikaraðar Jómfrúarinnar í Lækjargötu. Á næstu tónleikum leikur ASA Tríó á Jómfrúartorgi næstkomandi laugardag. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 429 orð | 2 myndir

„Síðasta poppséníið“

Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Biopholiu Bjarkar – það er fyrstu tónleikaröðinni sem hefur nú verið keyrð í Manchester undanfarnar vikur – lýkur nú um helgina. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 226 orð | 1 mynd

Bítlar á Ólympíuleikana?

Paul McCartney segir, að skipuleggjendur Ólympíuleikanna í Lundúnum á næsta ári séu að undirbúa „einhvers konar Bítlatónlist“ á opnunarhátíðinni. Gaf McCartney í skyn að til greina kæmi að hann og Ringo Starr kæmu fram saman á hátíðinni. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 44 orð | 1 mynd

Björk umtöluð í erlendum fjölmiðlum

Björk Guðmundsdóttir hefur vakið mikla athygli í erlendum fjölmiðlum fyrir nýjasta verkefni sitt, Biophiliu. M.a. Meira
14. júlí 2011 | Myndlist | 286 orð | 1 mynd

Endurspeglun úr heila Sigtryggs Bergs Sigmarssonar

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Sigtryggur Berg Sigmarsson opnar sýningu í Listasal Mosfellsbæjar á föstudag kl. 16. Meira
14. júlí 2011 | Bókmenntir | 62 orð | 1 mynd

Farmal-fagnaður á Hvanneyri

Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri efnir til Farmal-fagnaðar á Hvanneyri laugardaginn 16. júlí nk. Farmal-fornvélar verða sýndar, sleginn þrælasláttur með nokkrum þeirra og farið í stuttan skrautakstur. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 28 orð | 1 mynd

Grillað í dag á RÚV

Í kvöld hefja göngu sína á RÚV matreiðsluþættirnir Grillað. Kokkarnir Völundur Snær, Sigurður og Stefán Ingi halda um stjórnvölinn. Einnig verður gefin út bók með uppskriftum úr... Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 37 orð | 1 mynd

GRM í Höllinni í Vestmannaeyjum

Hinir svokölluðu GRM, Gylfi, Rúnar og Megas, munu halda tónleika í Höllinni helgina fyrir Þjóðhátíðina í Eyjum eða hinn 22. júlí. Meira
14. júlí 2011 | Bókmenntir | 142 orð | 1 mynd

Halldór Laxness og mormónarnir

Fræðimaðurinn Fred E. Woods heldur fyrirlestur um tengsl Halldórs Laxness og hinna síðari daga heilögu á Gljúfrasteini í kvöld kl. 20.00. Vinafélag Gljúfrasteins stendur fyrir fyrirlestrinum, en Fred E. Woods hefur sérhæft sig í sögu Mormónakirkjunnar. Meira
14. júlí 2011 | Tónlist | 209 orð | 1 mynd

Heldur innhverfari

Það má merkilegt teljast að tónlistarmaðurinn Joseph Arthur hafi ekki náð lengra en raun ber vitni, svo hæfileikamikill sem hann er sem laga- og textasmiður. Meira
14. júlí 2011 | Fjölmiðlar | 194 orð | 1 mynd

Hið opinbera

Ljósvakamiðlar teljast að öllu jöfnu aðeins sjónvarp og útvarp, en þar sem orðið fer nú að missa merkingu sína vegna tækniþróunar er ekki úr vegi að fjalla hér um vefsíðu. Meira
14. júlí 2011 | Tónlist | 200 orð | 1 mynd

Í gömlum ham

Bonnie 'Prince' Billy eða Will Oldham þarf lítið að kynna fyrir íslenskum tónlistaráhugamönnum. Á síðustu tveimur áratugum hefur hann gefið út gríðarlega mikið af efni og verið einn vinsælasti nýfolk-tónlistarmaður heims á tímabilinu. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 68 orð | 1 mynd

Leiðrétting á grein um heppilegt lesefni

Í Morgunblaðinu í gær birtist grein í Daglegu lífi þar sem gerð var grein fyrir heppilegu lesefni fyrir hinar ýmsu manngerðir til að lesa í sumarfríinu. Ein af þeim bókum sem mælt var með er bókin Óskabarn: Bókin um Jón Sigurðsson. Meira
14. júlí 2011 | Myndlist | 70 orð | 1 mynd

Milli tveggja heima í Tukt

Ragnheiður Ásta Valgeirsdóttir og Elvar Sigurgeirsson opna samsýningu í Gallerí Tukt á laugardag kl. 16:00. Sýningin ber heitið „Milli tveggja heima“. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Norton líklegur að túlka illmenni í Bourne Legacy

Leikarinn Edward Norton sem fór meðal annars með aðalhlutverk í kvikmyndinni um hinn græna og ógurlega Hulk hefur verið orðaður við hlutverk illmennis í Bourne Legacy . Kvikmyndin mun vera sú fjórða í seríunni um leigumorðingjann Jason Bourne. Meira
14. júlí 2011 | Tónlist | 282 orð | 2 myndir

Reglubókin út um gluggann

Ég gleymi því seint þegar ég sá kynningarmynd af The Horrors í fyrsta skipti. Önnur eins tízkufórnarlömb hafði maður ekki lengi séð, ný-gotneska „lúkkið“ stíliserað upp í topp og meðlimir minntu fremur á teiknisöguhetjur en manneskjur. Meira
14. júlí 2011 | Myndlist | 188 orð | 1 mynd

Sinfónían býr til myndir í höfði hlustandans

Sunnudaginn 17. júlí opnar Lárus Hinriksson, betur þekktur undir listamannsnafninu Lárus H List, myndlistarsýningu sem hann kallar „Sail Húsavík“ í Þekkingarsetrinu á Húsavík. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 135 orð | 1 mynd

Syngjandi ferðast Ragnheiður Gröndal um Norðurland

Hin fjölhæfa söngkona Ragnheiður Gröndal heldur í stutta tónleikaferð um Norðurland ásamt djasshljómsveit bróður síns Hauks Gröndal. Meira
14. júlí 2011 | Tónlist | 155 orð | 1 mynd

Tónleikar Henryks Gwardak

Tónlistarhátíðin Orgelsumar í Hallgrímskirkju stendur sem hæst og í dag kl. 12:00 flytja Jónas Þórir Þórisson orgelleikari og Gréta Hergils Valdimarsdóttir sópransöngkona Ave Maríur eftir Schubert, Gomes og Jónas Þóri. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 137 orð | 1 mynd

Tvær milljónir til íslenskrar tónlistar

Kraumur tónlistarsjóður úthlutaði í gær styrk til verkefna íslenskra listamanna og hljómsveita sem taka þátt í Innrás Kraums 2011. Meira
14. júlí 2011 | Fólk í fréttum | 770 orð | 1 mynd

Öskra yfir siðsama Færeyinga með rifnum barkasöng

Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Saga Skálmaldar er einsog sagan um litla ljóta andarungann enda kemur einn meðlima Skálmaldar úr hljómsveitinni Litli ljóti andarunginn. Meira

Umræðan

14. júlí 2011 | Pistlar | 480 orð | 2 myndir

Er stutt til Hornafjarðar?

ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Höfuðstaður Norðurlands er einstakur á heimsvísu, eins og innfæddum er kunnugt. Mér var bent á nýverið, að eftir að Grímsey varð hluti bæjarins sé Akureyri eini staðurinn í heiminum (a.m.k. Meira
14. júlí 2011 | Aðsent efni | 584 orð | 1 mynd

Hin fullkomnu börn

Eftir Guðmund Ármann Pétursson: "Af hverju er svona gróflega gengið fram í viðhorfum gagnvart einstaklingum með Downs?" Meira
14. júlí 2011 | Bréf til blaðsins | 160 orð

Hroðvirkni í Hörpu

Frá Ragnheiði Ástu Pétursdóttur: "Föstudagskvöldið 8. júlí fór ég á tónleika í Hörpu að hlýða á Mariu Jo ã o Pires, Maxim Vengerov og Hljómsveit heilags Kristófers leika Rómönsu eftir Beethoven, Strengjaserenöðu eftir Tsjaíkofskí og Píanókonsert eftir Beethoven." Meira
14. júlí 2011 | Pistlar | 464 orð | 1 mynd

Hvað myndi Scarlett segja?

Útlit fræga fólksins, sér í lagi kvenna, er vinsælt umfjöllunarefni á þeim vefsíðum sem telja sig höfða sérstaklega mikið til kvenþjóðarinnar. Meira
14. júlí 2011 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Hönnun þjóðvega

Eftir Sigurð Oddsson: "Oft er samfelld röð bíla frá Sandskeiði að Litlu Kaffistofunni, sem leysist svo upp um leið og komið er á 1+2 í Svínahrauni ofan við Litlu Kaffistofu." Meira
14. júlí 2011 | Bréf til blaðsins | 609 orð | 1 mynd

Kæra úrsögn

Frá Sigurjóni Símonarsyni: "Kæra úrsögn. Að undanförnu hefur verið mikið um úrsagnir úr þjóðkirkjunni og samkvæmt fréttum er meirihluti þeirra sem hafa sagt sig úr og frá kirkjunni, utan trúfélaga." Meira
14. júlí 2011 | Aðsent efni | 174 orð

Ólíkt siðferði

Uppljóstranir um að blaðamenn á breskum dagblöðum í eigu Murdoch-samstæðunnar hafi látið hlera síma ráðamanna, ættingja látinna hermanna og fórnalamba glæpa og ættingja þeirra hafa vakið réttláta reiði í Bretlandi. Meira
14. júlí 2011 | Aðsent efni | 669 orð | 1 mynd

Ristilkrabbamein – lúmskur gestur

Eftir Óskar Reykdalsson: "Krabbamein í ristli og endaþarmi er eitt algengasta krabbameinið hér á landi. Í mjög mörgum tilvikum eru separ undanfari krabbameinsins" Meira
14. júlí 2011 | Aðsent efni | 322 orð | 1 mynd

Velferðarríki andskotans

Eftir Geir Ágústsson: "Það þjóðskipulag sem ríkisstjórnin stefnir hraðbyri að er réttnefnt velferðarríki andskotans." Meira
14. júlí 2011 | Velvakandi | 286 orð | 1 mynd

Velvakandi

Fiskur Þegar undirritaður var ungur (það er mjög langt síðan), þá var hann á síðutogara, við veiddum við Vestur-Grænland, mest var þetta karfi sem við fengum, að jafnaði þrjú tonn á klukkutíma. Meira

Minningargreinar

14. júlí 2011 | Minningargreinar | 1772 orð | 1 mynd

Aðalheiður Lárusdóttir

Aðalheiður Lárusdóttir fæddist í Neskaupstað 28. ágúst 1928. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 26. júní 2011. Hún var dóttir hjónanna Lárusar Ásmundssonar, f. 1885, d. 1971, og Dagbjartar Sigurðardóttur, f. 1885, d. 1977. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2011 | Minningargreinar | 2820 orð | 1 mynd

Anna Kristjana Bjarnadóttir

Anna Kristjana Bjarnadóttir fæddist á Sveinstöðum Seltjarnanesi 25.7. 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi 4. júlí 2011. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, skipstjóri, f. 3. júní 1889, d. 31. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2011 | Minningargreinar | 1264 orð | 1 mynd

Einar Skagfjörð Sigurðsson

Einar Skagfjörð Sigurðsson fæddist í Keflavík 15. febrúar 1962. Hann lést 2. júlí 2011. Foreldrar hans eru Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 3.12. 1928 og Sigurður Skagfjörð, f. 29.12. 1934. Eftirlifandi systkini eru: Birna, f. 1950, Eyjólfur Guðni, f. Meira  Kaupa minningabók
14. júlí 2011 | Minningargreinar | 128 orð | 1 mynd

Óli Páll Ómarsson

Óli Páll Ómarsson fæddist í Reykjavík 19. október árið 1978. Hann lést í heimaborg sinni, Charlotte í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, 21. júní 2011. Útför Óla Páls fór fram frá Fossvogskirkju 7. júlí 2011. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

14. júlí 2011 | Daglegt líf | 831 orð | 3 myndir

Eigum margt eftir ólært um strandmenningu

Sigurbjörg Árnadóttir segist vera ein fárra Íslendinga sem ólust upp í meira en 20 km fjarlægð frá strönd. Meira
14. júlí 2011 | Daglegt líf | 82 orð | 1 mynd

... farið á grænmetismarkað

Grænmetismarkaður verður opnaður á bílastæði Leikfélags Hveragerðis við hliðina á Eden á morgun föstudag kl. 14:00. Opið verður allar helgar fram á haust: Föstudaga kl 14:00 - 18:00, laugardaga og sunnudaga kl. 12:00 - 18:00. Meira
14. júlí 2011 | Daglegt líf | 93 orð | 1 mynd

Google+ stækkar hratt

Talið er að notendur nýju samskiptasíðunnar Google+ verði orðnir 20 milljónir talsins fyrir helgina. Þeim hefur fjölgað gríðarlega hratt á örstuttum tíma; á aðeins sex dögum hafa skráningar aukist um 350%. Meira
14. júlí 2011 | Daglegt líf | 262 orð | 2 myndir

Mikil hátíðahöld í París þar sem glæsileg flugeldasýning er vel samsett af fánalitunum

Í dag er haldinn hátíðlegur Bastilludagurinn, þjóðhátíðardagur Frakka. En á þessum degi er minnst árásarinnar á Bastilluna í Frönsku byltingunni hinn 14. júlí árið 1789. Meira
14. júlí 2011 | Daglegt líf | 160 orð | 1 mynd

Vafra um á iPad í sófanum

Fjölmiðlafræðideild Háskólans í Missouri í Bandaríkjunum hefur framkvæmt löngu tímabæra rannsókn á hegðun iPad-notenda. Loks hafa fengist svör við spurningum á borð við: Hvar notarðu helst iPad-inn? Og hvað skoðarðu helst í iPad-inum? Meira
14. júlí 2011 | Daglegt líf | 128 orð | 1 mynd

Þykjustu Frakkar á flóamarkaði

Í dag, á sjálfum Bastilludeginum, er ekki úr vegi að vera dálítið „franskur“. Á bloggsíðu sinni lefrancophoney.com lýsir höfundurinn April Wendy Hollands því hvernig best sé að þykjast vera Frakki. Líkt og nafn vefsíðunnar bendir til. Meira

Fastir þættir

14. júlí 2011 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

80 ára

Fanney Jóhannesdóttir frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð, fyrrverandi húsmóðir á Berustöðum, er áttræð í dag, 14. júlí. Hún er á ferðalagi með fjölskyldu... Meira
14. júlí 2011 | Árnað heilla | 158 orð | 1 mynd

Dansar á afmælisdaginn

Magnea Ýr Gylfadóttir danskennari er 20 ára í dag. Í tilefni dagsins ætlar hún að bjóða vinum og fjölskyldu til veislu að loknum vinnudegi. Meira
14. júlí 2011 | Í dag | 393 orð

Ljót er orðin Múlakvísl

Karlinn á Laugaveginum sagði í óspurðum fréttum að engum ætti að koma á óvart þó að Katla bærði á sér – og hún er ekki búin að segja sitt síðasta orð! Meira
14. júlí 2011 | Í dag | 26 orð

Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur...

Orð dagsins: Því hungraður var ég, en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka. (Mt. 25, 42. Meira
14. júlí 2011 | Árnað heilla | 23 orð | 1 mynd

*Reykjavík Sveinbjörg Lára fæddist 11. febrúar. Hún vó 2.060 g og 46 cm...

*Reykjavík Sveinbjörg Lára fæddist 11. febrúar. Hún vó 2.060 g og 46 cm löng. Foreldrar hennar eru Vaka Dögg Björnsdóttir og Viggó... Meira
14. júlí 2011 | Fastir þættir | 289 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji féll á sínum tíma fyrir galdradrengnum Harry Potter og ævintýrum hans. Meira
14. júlí 2011 | Í dag | 128 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

14. júlí 1839 Skírnarfontur sem Bertel Thorvaldsen gaf Dómkirkjunni í Reykjavík var vígður. Við athöfnina var drengur skírður í höfuðið á listamanninum, sem var íslenskur í föðurætt. 14. Meira

Íþróttir

14. júlí 2011 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd

Aberdeen ekki eini kostur Kára

Knattspyrnumaðurinn Kári Árnason er sem stendur á reynslu hjá skoska úrvalsdeildarfélaginu Aberdeen. Hann tók þátt í æfingaleik með félaginu á þriðjudag og hlaut lof fyrir frammistöðuna á heimasíðu félagsins. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 568 orð | 4 myndir

„Ég hefði viljað fara sjálfsöruggari í mótið“

Frjálsar Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum yngri en 23 ára hefst í dag og lýkur á sunnudaginn. Mótið fer fram í Ostrava í Tékklandi. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

„Hallgrímur þéttir varnarleikinn“

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Ole Nielsen, framkvæmdastjóri danska knattspyrnuliðsins SönderjyskE, segir að Hallgrímur Jónasson sé góður liðsauki fyrir félagið. SönderjyskE fékk hann í gær lánaðan frá GAIS í Svíþjóð til næstu áramóta. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 231 orð | 2 myndir

Elfar sá fyrsti í Grikklandi í áratug

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Elfar Freyr Helgason úr Breiðabliki samdi í gær við AEK frá Aþenu til þriggja ára. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 359 orð | 2 myndir

Gamla brýnið Björgvin Sigurbergsson og Signý Arnórsdóttir eru með...

Gamla brýnið Björgvin Sigurbergsson og Signý Arnórsdóttir eru með forystu að loknum fyrsta hringnum á Meistaramóti Keilis í Hafnarfirði en meistaramót golfklúbbana hófust víða í gær. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 59 orð | 1 mynd

Gunnar til liðs við Víkinga

Varnarmaðurinn reyndi Gunnar Einarsson gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Víkings í knattspyrnu og verður löglegur með því fyrir leikinn gegn Fram á sunnudaginn kemur. Gunnar, sem er 35 ára gamall, hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis R. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Japanar fara alla leið

Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Bandaríkin og Japan leika til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta í Frankfurt á sunnudaginn. Bandaríska liðið lagði það franska, 3:1, eftir harðan slag í Mönchengladbach í gær og Japan vann Svíþjóð í Frankfurt,... Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 205 orð

Jöfnuðu á lokasekúndunum

Þróttur og Afturelding skildu jöfn í miklum fallslag í úrvalsdeild kvenna í fótbolta á Valbjarnarvelli í Laugardal, 1:1, í gærkvöld. Allt stefndi í dýrmætan sigur Þróttara en Vaila Barsley jafnaði metin fyrir Mosfellinga á lokasekúndunum. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 839 orð | 4 myndir

Kemur ekki að tómum kofa

Evrópudeildin Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Bikarmeistarar FH hefja leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA í dag. Liðið mætir þá CD Nacional frá Portúgal á Kaplakrikavelli í annarri umferð. Bæði lið sátu hjá í fyrstu umferðinni. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA, 2. umferð: KR-völlur: KR – MSK...

KNATTSPYRNA Evrópudeild UEFA, 2. umferð: KR-völlur: KR – MSK Zilina 19.15 Kaplakriki: FH – Nacional 19.15 2. deild karla: Selfossvöllur: Árborg – Njarðvík 20 Sandgerði: Reynir S. – Hamar 20 3. deild karla: Grindavíkurv. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Pepsideild kvenna Úrvalsdeildin, 9. umferð: Þróttur R. &ndash...

Pepsideild kvenna Úrvalsdeildin, 9. umferð: Þróttur R. – Afturelding 1:1 Margrét María Hólmarsdóttir 70. – Vaila Barsley 90. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 168 orð

Reiknað með samningi Eiðs við West Ham í dag

Reiknað er með því að Eiður Smári Guðjohnsen gangist undir læknisskoðun hjá enska knattspyrnufélaginu West Ham í dag og skrifi svo undir eins árs samning að henni lokinni. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 89 orð | 1 mynd

Skíðalandsliðin tilkynnt

Árni Þór Árnason, nýráðinn landsliðsþjálfari í alpagreinum, hefur valið A-landslið og unglingalandslið Íslands fyrir veturinn 2012. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 411 orð | 3 myndir

Standast Englendingarnir pressuna?

Opna breska Kristján Jónsson kris@mbl.is Í mínum huga er áleitnasta spurningin fyrir opna breska meistaramótið í golfi að þessu sinni, hvort Bretarnir standist pressuna sem á þeim hvílir. Meira
14. júlí 2011 | Íþróttir | 596 orð | 4 myndir

Þrautarganga í Þrándheimi

Meistaradeild Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslandsmeistarar Breiðabliks áttu ekki náðugan dag á Lerkendal-leikvanginum í Þrándheimi í gærkvöldi. Blikar fengu slæman 0:5 skell á móti norsku meisturunum Rosenborg í fyrri leik liðanna í 2. Meira

Finnur.is

14. júlí 2011 | Finnur.is | 55 orð | 1 mynd

14. júlí

1223 Lúðvík VIII verður konungur í Frakklandi eftir andlát föður síns, Filippusar II. 1789 Bastilludagurinn: Franska byltingin hófst þegar Parísarbúar réðust á Bastilluna. 1881 Bandaríski útlaginn Billi barnungi, Billy the Kid, lést. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 30 orð | 2 myndir

atvinna

Brynjar Kjærnested byrjaði 12 ára gamall að ganga í hús og bjóðast til að slá gras fyrir fólk. Í dag rekur hann fyrirtækið Garðlist og sinnir ýmsum garðverkum. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 25 orð | 2 myndir

Ávaxtatré í íslenskum görðum

Guðríður garðyrkjufræðingur gefur góð ráð varðandi viðhald á garðinum sumar, vetur, vor og haust. Hún segir ávaxtatré vel geta borið ávöxt hér á landi. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 924 orð | 1 mynd

Ávaxtatré vinsæl í görðum fólks

Þátturinn Græðlingur á sjónvarpsstöðinni INN er skemmtilegur þáttur í umsjón Guðríðar Helgadóttur garðyrkjufræðings. Í þættinum hefur Guðríður farið yfir helstu vorverkin í garðinum, kartöfluræktun og margt fleira sem snertir ræktun og umhirðu. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 280 orð | 1 mynd

Biðlar til almennings

Hækkandi eldsneytisverð hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og er verðlagið á lítranum orðið það hátt að verulega hefur dregið úr akstri fólks á milli staða. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 90 orð | 1 mynd

Bílstjórar bera ábyrgð á slysum

Níu af hverjum tíu umferðarslysum þar sem bíll og mótorhjól rekast saman, eru sök bílstjóranna. Þetta er meginniðurstaða rannsóknar sem sænska tryggingafélagið If hefur látið gera, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu FÍB. Rannsóknin náði til 1. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 91 orð | 3 myndir

Felli-húsgögn fyrir aðþrengda

Smartland rakst á þetta stórsniðuga snæðingssett á slóvenskri vefsíðu og fannst ekki úr vegi að deila með lesendum. Um er að ræða eldhúsborð og bekk sem að hægt er að fella saman – eða leggja upp að vegg öllu heldur. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 892 orð | 2 myndir

Fiskurinn beint á pönnuna úr bátnum

Helgi Björnsson, leikari og söngvari, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Hann var að senda frá sér þriðja hljómdiskinn á þremur árum. Nýjasti diskurinn heitir Ég vil fara upp í sveit og þar er lögð áhersla á íslenskar dægurperlur tengdar reiðmennsku og ferðalögum. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 467 orð | 1 mynd

Fjarðarkaup Gildir 14.-16. júlí verð nú áður mælie. verð Ali...

Fjarðarkaup Gildir 14.-16. júlí verð nú áður mælie. verð Ali hunangskótelettur 1.876 2.084 1.876 kr. kg Ali hunangskótelettur BBQ 1.876 2.084 1.876 kr. kg Ali kryddaðar svínakótelettur 1.418 1.576 1.418 kr. kg Ali kryddaður grísahnakki 1.418 1.576 1. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 756 orð | 1 mynd

Fyrirmyndar viðskiptavíkingur

Við fórum snemma í það að bjóða upp á að setja upp jólaseríur fyrir fólk og er það ofboðslega vinsælt og mikið að gera í því. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 131 orð | 2 myndir

Heimili listamanna og hönnuða

Hjá Domusnova er nú til sölu húsið Marbakki, sem stendur við Hákotsvör 9, á sunnanverðu Álftanesi. Í húsinu hafa margir listamenn og hönnuðir búið í gegnum árin. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 669 orð | 1 mynd

Hljóðlaus og umhverfisvænn

Það er óneitanlega mjög sérstakt að stíga á bensíngjöfina á bíl sem virðist alfarið venjulegur en það heyrist alls ekki neitt þegar lagt er af stað. Slík var upplifunin við akstur sérstaks bíls sem staddur var hér á landi í vikunni. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 574 orð | 1 mynd

Hóstar, hikstar, urgar ...

Gamall Mondeo með hiksta Spurt: Bíllinn minn er að gera mig brjálaðan. Fyrir nokkrum mánuðum tók vélin upp á því að hökta (sleppa úr) þegar inngjöf er sleppt og farið niður í móti. Þessir rykkir eru orðnir ansi hvimleiðir. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 165 orð | 1 mynd

Kaupsamningum fækkar og velta minnkar

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í júní 2011 var 372. Heildarvelta nam 10,6 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 28,5 milljónir króna. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 54 orð | 1 mynd

Laugar

Einn veglegasti fjallaskáli landsins er í Landmannalaugum, reistur af Ferðafélagi Íslands fyrir um fjörutíu árum. Góð aðstaða er í skálanum sem margir nýta þegar gengið er á fjöll í nágrenninu. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 221 orð | 1 mynd

Leitarvél sem flokkar flug eftir „þjáningu“

Ný flugleitarvél, Hipmunk.com, er komin fram á sjónarsviðið. Að baki leitarvélinni standa m.a. þeir sem stofnuðu samfélags- og fréttavefinn Reddit, en meðal þeirra sem fjárfest hafa í fyrirtækinu er hjartaknúsarinn Ashton Kutcher. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 269 orð | 4 myndir

Lítið gaman að leiðbeina bílum

Draumabíllinn er svona eldgamall amerískur pickup, Chevrolet. Það er svo mikið ég eitthvað. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 65 orð | 1 mynd

McLaren MP4-12C væntanlegur

McLaren MP4-12C-sportbílinn er fyrsti sem McLaren Automotive hannar og byggir í langan tíma. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 498 orð | 3 myndir

Opnar ævintýraland fyrir börnin

Hrefna Björk Sverrisdóttir er ung athafnakona sem tók sig nýlega til og lét verða að veruleika að opna skemmtigarð fyrir börn á Íslandi ásamt sambýlismanni sínum, Bjarna M. Sigurðarsyni. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 453 orð | 1 mynd

Óþarfi að eitra á hverju ári

Deildar meiningar eru um það hvort rétt sé að eitra garðinn á hverju ári til að verja gróðurinn fyrir skordýrum og plágum sem herja á laufblöðin aðra hluti plantna og breyta fallegum garði í hálfgerða eyðimörk. Kristinn H. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 48 orð | 1 mynd

Sendlahjólinu stolið

„Fyrsta starfið mitt var sendisveinastarf hjá Verslun Óla og Gísla í Vallagerði 40 í Kópavoginum. Ég var á klassísku sendisveinahjóli sem ég fékk svo að eiga. Hjólinu var hins vegar stolið af mér og ég sé mikið eftir þessu góða hjóli. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 135 orð | 1 mynd

Síðasti Bugatti Veyron seldur

Bugatti ætlaði aldrei að framleiða nema 300 eintök af Veyron-bílnum öfluga og stendur við að hætta framleiðslu á honum. Síðasti bíllinn var seldur til ókunns Evrópumanns og verður hann afhentur í haust. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 116 orð | 1 mynd

Svefnleysi hrjáir skólahrotta

Börn sem leggja aðra nemendur í einelti eða eru með óspektir í tíma kunna að glíma við svefnvandamál, ef marka má rannsókn við Michiganháskóla. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 21 orð | 1 mynd

Svo stutt síðan hvorki mátti dansa né daðra

Helga Braga lagði rækt við sjálfa sig eftir sambandsslit og hefur yndi af nýja flugfreyjustarfinu 2 Helgi Björns elskar osta... Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 536 orð | 3 myndir

Útsvarsgata nái fyrri sess

E yjarnar halda afskaplega vel utan um fólkið sitt. Mér finnst mikill kostur að búa á lítilli eyju; í bæjarfélagi þar sem öll þjónusta er við höndina og samheldni meðal íbúanna. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 594 orð | 1 mynd

Það er ótrúlega gaman að lifa

Ein kenningin sem ég hef er að við erum með þetta sterka baðstofugen, og svo stutt síðan hvorki mátti dansa né daðra. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 144 orð | 4 myndir

Þrjár í stjórnunarstörf hjá OR

Skipulagsbreytingar eru framundan í Orkuveitu Reykjavíkur og tekur nýtt skipurit fyrirtækisins gildi í ágústmánuði nk. Ráðið var í þrjár nýjar stjórnunarstöður í skipuritinu á dögunum, en alls sóttu 147 um störfin. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 24 orð | 2 myndir

Ökufantar hvergi óhultir í Evrópu

Lögregluyfirvöld í Evrópu geta skipst á upplýsingum um ökumenn nái lagafrumvarp fram að ganga. Óvíst er hvort fyrirkomulagið kemur til framkvæmda á Íslandi. Meira
14. júlí 2011 | Finnur.is | 472 orð | 2 myndir

Ökufantar verða ekki óhultir í Evrópu

Flestir ökumenn eru til fyrirmyndar í umferðinni hvort heldur hér heima eða erlendis. Þó kann það að hvarfla að mörgum þegar ekið er um erlendis að þyngja örlítið bensínfótinn eða sleppa bílbeltinu í styttri ferðum. Meira

Viðskiptablað

14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 91 orð | 1 mynd

AGS varar ESB við fljótfærni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við hroðvirknislegri vinnubrögðum þegar kemur að þátttöku einkafjárfesta í neyðaraðstoð til gríska ríkisins. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 181 orð | 1 mynd

Allar ákvarðanir eru teknar á jöðrunum

Til er klassísk fullyrðing í hagfræði að allar ákvarðanir eru teknar á jöðrunum, en óinnvígðir eiga stundum erfitt með að skilja hvað átt er við með henni. Nýlega kom þó fram mjög gott dæmi um þetta. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 1813 orð | 3 myndir

Árásir og lekar hjá CCP

• Tölvuþrjótarnir sem réðust á EVE Online hefðu getað lokað fyrir nettengingu Íslands við umheiminn • Innra fréttabréf CCP lak út, en sú útgáfa sem barst um netið var breytt til að fyrirtækið kæmi verr út • Fyrirtækið brást við áhyggjum spilara vegna nýrrar verslunar í leiknum Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 201 orð | 1 mynd

Danmörku betur borgið án evru

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Stuðningur við upptöku evru virðist vera að dvína meðal danskra hagfræðinga, að því er segir í frétt danska blaðsins Politiken. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 441 orð | 2 myndir

Goðin vilja fá að rokka í friði fyrir skattinum

Manninum er ósköp eðlilegt að vilja sjá í átrúnaðargoðunum alla þá eiginleika sem teljast góðir og göfugir. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 259 orð | 1 mynd

Goðsögnin um hagvöxt á Íslandi

Enn og aftur er hægt að lesa um í erlendum fjölmiðlum að nýtt hagvaxtarskeið sé hafið á Íslandi. Vitaskuld er heimildarmaður þessarar staðhæfingar sem áður íslenskur. Stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og blogglúðrar klifa svo á þessari fullyrðingu. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 11 orð | 1 mynd

Hefðu getað lokað Íslandi

Tölvuþrjótar sem réðust á CCP hefðu getað lokað nettengingu við... Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 317 orð | 1 mynd

Landsins bestu kokkar líta við

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ellert Austmann Ingimundarson leikari og kona hans Eva Karlsdóttir voru farin að hugsa sér til hreyfings þegar kreppan skall á. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 47 orð | 1 mynd

Lítil hreyfing á skuldabréfamarkaðnum

Lítil hreyfing var á skuldabréfamarkaðnum í gær en skuldabréfavísitala Gamma hækkaði lítillega. Veltan á skuldabréfamarkaðnum nam 9,4 milljörðum. Verðtryggða vísitalan hækkaði um 0,1% í viðskiptum fyrir tæpan milljarð. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 204 orð | 1 mynd

Obama verður við tilmælum Redfords

Mannvinurinn og góðleikarinn Robert Redford, fyrsti handhafi Robert Redford-verðlaunanna eftirsóttu, hefur enn á ný haft sigur í baráttu sinni fyrir umhverfisvernd. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 377 orð | 1 mynd

Óvissa í sjávarútvegi setur strik í reikninginn hjá bönkunum

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Lítil fjárfesting setur útlánavexti fjármálafyrirtækja skorður, að því er segir í skýrslu Bankasýslu ríkisins um starfsemi Bankasýslunnar. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 220 orð | 1 mynd

PETA og KFC keppa um hylli Dwayne Wade

Dýraverndunarsamtökin PETA hafa skrifað bréf til körfuknattleiksmannsins Dwayne Wade þar sem að skorað er á hann að taka ekki tilboði um að hefja störf á Kentucky Fried Chicken-veitingastað (KFC) á meðan vinnustöðvun er í gildi í bandarísku... Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 13 orð | 1 mynd

Rokkarar vilja ekki láta rukka

Getur eitthvað verið til í því að John Lennon hafi viljað meira... Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 267 orð | 1 mynd

Samið um yfirtöku Íslandsbanka á Byr

Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Íslandsbanki mun eignast Byr og verða bankarnir sameinaðir undir merkjum þess fyrrnefnda. Tilkynnt var um samkomulag þessa efnis í gær. Um er að ræða tvíþætt samkomulag. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 69 orð | 1 mynd

Vinalegt veiðivatn

Kosturinn við að búa í úthverfum Reykjavíkur er sá að stutt er að fara út í náttúruna. Undirritaður fór fótgangandi á dögunum ásamt dóttur sinni að Reynisvatni. Þrátt fyrir að veðurskilyrði hafi verið óhagstæð var þessi veiðiferð ákaflega skemmtileg. Meira
14. júlí 2011 | Viðskiptablað | 61 orð | 1 mynd

Það eru ekki bara smábörn sem fara í leikskólann meðan foreldrarnir eru...

Það eru ekki bara smábörn sem fara í leikskólann meðan foreldrarnir eru í vinnu, því á Voffaborg er boðið upp á leikskólapláss fyrir hunda. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.