Greinar fimmtudaginn 18. ágúst 2011

Fréttir

18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 965 orð | 2 myndir

Allir noti skónúmer Þjóðverja

Kristján Jónsson kjon@mbl.is Niðurstöður Parísarfundar þeirra Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Nicolasar Sarkozy Frakklandsforseta á þriðjudag olli vonbrigðum á fjármálamörkuðum sem vildu tillögur um lausn á bráðavanda evrunnar. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Áheitin komin í 22 milljónir

Vel gengur að safna áheitum á hlauparana sem ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn. Þegar þessi frétt var skrifuð um kl. 23 í gærkvöldi höfðu safnast tæplega 22 milljónir króna á vefsíðunni hlaupastyrkur.is. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Bragi Bergþórsson hlýtur styrk til náms

Óperusöngvaranum Braga Bergþórssyni var í gær úthlutað styrk úr Söngmenntasjóði Marinós Péturssonar við hátíðlega athöfn í salnum Kaldalóni í Hörpu. Styrkinn er veittur efnilegum söngvara sem er á leið í framhaldsnám en fjöldi söngvara sótti um. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 366 orð

Deila milli ráðherra

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur um hríð krafist þess að Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra svari spurningum ESB um Greiðslustofnun landbúnaðar og landupplýsingakerfi, sem grundvallar styrkjakerfi Evrópusambandsins í landbúnaði. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd

Eggert

Tekið til hendinni Dagný Ágústsdóttir, starfsmaður á Reykjalundi, sveiflaði heygaffli sínum létt í lund þegar grasið var slegið og hirt við endurhæfingarstöðina í... Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 276 orð | 3 myndir

Ekki náð saman um kjör síðan 2009

fréttaskýring Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Félag leikskólakennara (FL) hefur sett fram þá kröfu í kjaradeilu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga, að fá leiðréttingu á sínum launum enda hafi stéttin dregist aftur úr viðmiðunarstéttum. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 916 orð | 3 myndir

Ekki seldar á bakvið tjöldin

Fréttaskýring Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Í nýútkomnum Peningamálum Seðlabankans kemur fram að samkvæmt grunnspá bankans hafi fasteignaverð náð lágmarki, en muni ekki hækka mikið í fyrirsjáanlegri framtíð. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Engin þyrla

Landhelgisgæslan hefur enga nothæfa þyrlu til taks eftir að bilun kom upp í TF Líf í gær. TF Gná er bundin við jörðu allan mánuðinn í reglubundnu eftirliti. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 170 orð | 1 mynd

Engin þyrla til taks í tvo sólarhringa vegna bilunar

„Þetta er algjör lágmarksviðbúnaður og minna en það,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Gæslan er í fremur þröngri stöðu eftir að mótor bilaði í TF Líf í gær. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fjórir sóttu um

Fjórir sóttu um að verða settir tímabundið í embætti hæstaréttardómara í leyfi Páls Hreinssonar frá réttinum. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 186 orð | 2 myndir

Gefa kost á sér til forystu í Heimdalli

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir gefur kost á sér sem formaður Heimdallar og Karl Sigurðsson sem varaformaður á aðalfundi félagsins sem haldinn verður hinn 23. ágúst. Áslaug Arna er 21 árs. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Hangið saman í Hjartagarðinum

Þær Kolfinna og Ísabella undu sér vel undir breiðum geislum teiknaðrar sólar í Hjartagarðinum í gær. Þótt sú sól sé ávallt hátt á lofti er fyrirmyndin farin að sýna sig síðar á daginn og setjast fyrr. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 184 orð | 1 mynd

Helst sér til sólar á Suðurlandi

Þó svo að síga fari á seinni hluta sumars heldur hringferð Morgunblaðsins um landið áfram. Nú er röðin komin að Suðurlandi og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi um helgina. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Hilmar Skagfield

Hilmar S. Skagfield, fyrrum ræðismaður Íslands í Tallahassee í Bandaríkjunum, lést á sunnudaginn, 88 ára að aldri. Hilmar fæddist á Páfastöðum 25. júlí 1923, sonur hjónanna Lovísu Albertsdóttur og Sigurðar Skagfield. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 446 orð | 2 myndir

Hleypur fyrir nýrnasjúka

Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is Hulda Birna Blöndal ætlar að hlaupa 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Félagi nýrnasjúkra en Hulda hefur þjáðst af nýrnasjúkdómi í 16 ár. Meira
18. ágúst 2011 | Erlendar fréttir | 510 orð | 4 myndir

Hætta á blóðugri valdabaráttu í Líbíu

Fréttaskýring Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Uppreisnarmenn í Líbíu segjast vona að stríðinu í landinu ljúki innan tveggja vikna með fullnaðarsigri á öryggissveitum Muammars Gaddafis einræðisherra. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Íslendingadagur í Tallinn á sunnudag

Sérstakur Íslandsdagur verður haldinn í Tallinn í Eistlandi næstkomandi sunnudag, 21. ágúst, í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá því að Íslendingar urðu fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Kajakmenn til Þingeyrar

Ævintýramennirnir Riaan Manser og Dan Skinstad eru nú staddir á Þingeyri samkvæmt frétt á fréttavef Bæjarins besta í gær, en eins og kunnugt er héldu þeir félagar af stað frá Húsavík fyrr í sumar á kajak og fóru þaðan austur og suður fyrir landið. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 143 orð | 1 mynd

Kalmanshellir friðlýstur

Kalmanshellir í Hallmundarhrauni verður friðlýstur á morgun, föstudag. Friðlýsingarathöfnin fer fram í félagsheimilinu Brúarási í Borgarbyggð og hefst kl. 15. Meira
18. ágúst 2011 | Erlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Karlmenni keppa um athyglina

Dmítrí Medvedev, forseti Rússlands, og Vladímír Pútín forsætisráðherra hafa keppt um athygli fjölmiðlanna að undanförnu, að því er virðist til að auka fylgi sitt fyrir forsetakosningar sem eiga að fara fram eftir sjö mánuði. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 94 orð | 1 mynd

Keppt í hrútaþukli

Það verður sannkölluð stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum laugardaginn 20. ágúst kl. 14:00. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 78 orð

Kínverjar vilja land á Langanesi

Kínverjar hafa verið að leita fyrir sér með fjárfestingar í huga, í tengslum við nýtingu á vatnsauðlindum í Langanesbyggð. Þetta kemur fram í fundargerð sveitar-stjórnar Langanesbyggðar 23. júní síðastliðinn. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 1067 orð | 3 myndir

Margir munu bítast um íbúðir

Fréttaskýring Baldur Arnarson baldura@mbl.is Útlit er fyrir að nýframkvæmdir muni ekki halda í við fyrirséða eftirspurn eftir nýju húsnæði vel fram á næsta ár. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Meira magn en allt síðasta ár

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á einni viku fyrr í mánuðinum tvær kannabisræktanir, annars vegar í heimahúsi og hins vegar iðnaðarhúsnæði. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 123 orð

Meiri áhersla á bankana

Meirihluti svarenda í nýrri könnun MMR telur að ríkisstjórnin leggi meiri áherslu á afkomu banka en heimilanna í landinu. Um þriðjungur telur að stjórnarandstaðan myndi stjórna landinu betur en ríkisstjórnin. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 107 orð

Meta kostnað við hreinsun í hrauninu

Hafnarfjarðarbær er nú að meta kostnaðinn við hreinsun hraunsins vestan við Kapelluhraun og eru starfsmenn bæjarins byrjaðir að ræða við landeigendur. Afspyrnuslæm umgengni er um hraunið eins og fjallað var um í Morgunblaðinu síðastliðinn mánudag. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Nýnemakynningu lauk með grillveislu

Skólarnir eru óðum að taka til starfa eftir sumarleyfin. Nýnemadagar Háskólans í Reykjavík hafa staðið yfir, en þar var um 1.300 nemendum kynnt skólastarfið í vetur. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Óhætt að elta sólina um Suðurlandið

Útlit er fyrir að skásta veðrið um helgina verði á Suðurlandi og allt eins að sólin skíni, alla vega á laugardag. Morgunblaðið heldur áfram hringferð sinni um landið og greinir að þessu sinni frá ýmsu því sem er að gerast á Suðurlandi. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 108 orð

Reikningsaðferðirnar breyta engu fyrir lántakendur

Niðurstaðan er sú sama hvort sem verðbætur eru lagðar við höfuðstól lánsfjár eða við greiðslur lánþega, að sögn Stefáns Inga Valdimarssonar stærðfræðings. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Ríkið tryggir fjármögnun Vaðlaheiðarganga

Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Skrifað var í gær undir samkomulag milli fjármálaráðuneytisins og félagsins Vaðlaheiðarganga hf. um fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Sólveig til starfa hjá OCHA í Jerúsalem

Sólveig Þorvaldsdóttir verkfræðingur hefur verið send til starfa á vegum Íslensku friðargæslunnar til OCHA, Samræmingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum í Jerúsalem. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Stál í stál í leikskóladeilum

Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Þetta var skeggrætt fram og til baka en það var engin niðurstaða í raun og veru,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 550 orð | 3 myndir

Svipaður fjöldi og undanfarin tvö ár

Baksvið Andri Karl andri@mbl.is Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum lagði hald á fleiri kannabisplöntur á einni viku fyrr í mánuðinum en allt árið í fyrra, og raunar nærri jafn margar og undanfarin tvö ár. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 192 orð

Úttekt á sjóðunum í nóvember

Stefnt er að því að úttekt á lífeyrissjóðunum verði tilbúin í nóvember. Þetta kemur fram í frétt frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Stjórn samtakanna fór þess á leit við ríkissáttasemjara 24. júní sl. Meira
18. ágúst 2011 | Erlendar fréttir | 194 orð

Ver þunga fangelsisdóma

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, varði í gær þunga fangelsisdóma yfir óeirðaseggjum eftir að tveir menn voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir að stofna Facebook-síður til að hvetja til óeirða. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 470 orð | 3 myndir

Vonir glæðast með auknum áhuga á heimilislækningum

FRÉTTASKÝRING Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Að minnsta kosti 26 sérnámslæknar stunda sérnám í heimilislækningum á Íslandi í haust. Það er metfjöldi en fyrst var boðið upp á slíkt sérnám árið 1995. Meira
18. ágúst 2011 | Innlendar fréttir | 319 orð | 2 myndir

Þurrasta sumar frá 1958

Róbert B. Róbertsson robert@mbl.is ,,Haldist þurrkurinn svipaður til mánaðamóta sýnist mér að leita þurfi aftur til ársins 1958 til að finna jafn þurra mánuði frá maí til ágúst,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira

Ritstjórnargreinar

18. ágúst 2011 | Staksteinar | 154 orð | 2 myndir

Illa svikið fólk

Ný skoðanakönnun sýnir að fólkið í landinu telur núverandi ríkisstjórn gefa lítið fyrir þýðingarmestu hagsmuni þess. Páll Vilhjálmsson ræðir þessa útkomu: „Starfsstjórn Jóhönnu Sig. fékk fljúgandi meðbyr á útmánuðum 2009. Meira
18. ágúst 2011 | Leiðarar | 300 orð

Með rétta ráðið?

Stjórnvöld bjóða nú hækkandi vexti ofan á hækkandi skatta í miðri kreppunni Meira
18. ágúst 2011 | Leiðarar | 282 orð

Þarf ekki að slá á bábiljur víðar?

Evrópa engist. En á Íslandi eru til menn sem vita að það er með öllu ástæðulaust Meira

Menning

18. ágúst 2011 | Fólk í fréttum | 118 orð | 1 mynd

50 ný nöfn á Airwaves

Skipuleggjendur Iceland Airwaves tilkynntu í gær fimmtíu listamenn til viðbótar við þá tæplega 100 sem áður höfðu verið kynntir til leiks á Iceland Airwaves 2011. Af íslenskum listamönnum má nefna Jóhann Jóhannsson, Hjaltalín, Lay Low, HAM, Reykjavík! Meira
18. ágúst 2011 | Fjölmiðlar | 209 orð | 1 mynd

„Fólk vill lesa um fólk“

Þegar fjölmiðlar leita inn á við og velta fyrir sér hvernig sé hægt að draga að fleiri lesendur þá er oft sagt: „Fólk vill lesa um fólk.“ Mannskepnan er forvitin og hefur áhuga á því sem aðrar manneskjur eru að fást við eða hafa upplifað. Meira
18. ágúst 2011 | Leiklist | 88 orð | 1 mynd

Beðið eftir gæsinni á Egilsstöðum

Leikfélagið Frjálst Orð frumsýnir nýjan einleik eftir Ásgeir Hvítaskáld á Kaffi Egilsstöðum í kvöld kl 20.00. Meira
18. ágúst 2011 | Fólk í fréttum | 303 orð | 2 myndir

Bee Gee syngur með Bó

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Enginn annar en Robin Gibb, meðlimur hinnar geysivinsælu hljómsveitar Bee Gees, kemur fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í desember. Meira
18. ágúst 2011 | Fólk í fréttum | 595 orð | 2 myndir

Borgarleikhúsið kynnir nýtt leikár

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Borgarleikhúsið er um það bil að fara að sigla inn í nýtt leikhúsár. Meira
18. ágúst 2011 | Fólk í fréttum | 255 orð | 1 mynd

Fortíðarhyggja í bland við nýtt

Kristján Freyr Halldórsson hefur sagt upp hjá Kimi Records og tekur nú við rekstri Máls og menningar. Meira
18. ágúst 2011 | Tónlist | 366 orð | 1 mynd

Gaman og alvara í Hömrum

Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tenórinn Kolbeinn Jón Ketilsson heldur tónleika í Hömrum á Ísafirði í kvöld og syngur þá einn og með konu sinni, Unni Astrid Wilhelmsen, íslensk, norsk og ítölsk sönglög ásamt aríum úr óperettum. Meira
18. ágúst 2011 | Myndlist | 58 orð | 1 mynd

Gréta sýnir í Bjarkarhóli

Nú stendur yfir sýning á málverkum Grétu Gísladóttur í Bjarkarhóli í Reykholti. Á sýningunni eru 13 málverk sem Gréta málaði sem listamaður kirkjulistaviku á Akureyri. Verkin voru sýnd á Akureyri í vor og fram á sumar. Meira
18. ágúst 2011 | Fólk í fréttum | 44 orð | 1 mynd

Grínistinn Steve O til landsins í nóvember

Steve O, sem er þekktastur fyrir framlag sitt til Jackass-þáttanna og bíómyndanna, mun skemmta Íslendingum í Háskólabíói í nóvember komandi. O verður með blöndu af uppistandi og áhættusýningu. Meira
18. ágúst 2011 | Tónlist | 104 orð | 1 mynd

Lára Rúnars leikur nýtt efni á Rósenberg

Lára Rúnars mun frumflytja efni af væntanlegri plötu ásamt eldra efni á Café Rósenberg á morgun. Lára sem vinnur nú að sinni fjórðu breiðskífu kom nýverið úr tónleikaferð um Evrópu þar sem hún kom m.a. Meira
18. ágúst 2011 | Tónlist | 304 orð | 2 myndir

Nánast samfelld snilld

Það lukkast sjaldnast vel þegar rappstjörnur slá sér saman um plötu, oftar en ekki eru slíkar skífur hálfgert svindl, því listamennirnir hittast jafnvel aldrei heldur senda þeir rímur og takta sín á milli í tölvupósti, sumpart vegna þess að þeir hafa... Meira
18. ágúst 2011 | Kvikmyndir | 1423 orð | 4 myndir

Samspil manns og náttúru

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Ragnar Axelsson, RAX, ættu flestir að kannast við sem á annað borð fylgjast með íslenskri ljósmyndun. Lesendur Morgunblaðsins hafa um áratugabil fengið að njóta ljósmynda hans af mönnum og náttúru, m.a. Meira
18. ágúst 2011 | Tónlist | 36 orð | 1 mynd

Söngbók Abbey Lincoln

Söngbók jazzsöngkonunnar Abbey Lincoln verður flutt í Ketilhúsinu í kvöld kl. 21.30. Meira
18. ágúst 2011 | Tónlist | 179 orð | 1 mynd

Tónleikar Sinfóníunnar á Menningarnótt

Sinfóníuhljómsveit Íslands býður á tvenna ókeypis tónleika á vígsludegi Hörpu á Menningarnótt. Hvorir tveggja tónleikarnir verða í Eldborg. Kl. 14.00 um daginn heimsækir Maxímús Músikús hljómsveitina og á þeim tónleikum hljómar tónlist úr ýmsum áttum,... Meira
18. ágúst 2011 | Tónlist | 199 orð | 1 mynd

Tónverkasamkeppni

Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur hrint af stað samkeppni um tónverk sem flutt yrði á nútímahátíð hljómsveitarinnar sem haldin verður í Hörpu 3. mars næstkomandi, en hátíðin er haldin að undirlagi Ilans Volkovs, nýs aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníunnar. Meira
18. ágúst 2011 | Fólk í fréttum | 130 orð | 1 mynd

Útpælt og poppað

When Saints Go Machine er dönsk sveit sem ætti að vera mörgum tónþyrstum Íslendingum kunn, en hún kom þrisvar fram á síðustu Airwaves-hátíð. Konkylie er nýjasta plata fjórmenninganna frá Kaupmannahöfn sem eru undir áhrifum frá ólíkum tónlistarstefnum. Meira
18. ágúst 2011 | Tónlist | 339 orð | 1 mynd

Vinna saman lög en hafa aldrei hist

Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hin nýja plata Ruddans kom út fyrir stuttu og er hún sú þriðja í röðinni. Platan nefnist I Need A Vacation , gefin út af Record Records og má lýsa tónlistinni sem dans-, elektróskotnu indí-poppi. Meira
18. ágúst 2011 | Kvikmyndir | 110 orð | 1 mynd

Örlagaríkur dagur

Kvikmyndin One Day var frumsýnd í bíó í gær. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók en höfundur hennar, David Nicholls, skrifaði handritið að kvikmyndinni. Í myndinni segir af Emmu og Dexter sem kynnast daginn sem þau útskrifast úr háskóla, 15. Meira

Umræðan

18. ágúst 2011 | Pistlar | 430 orð | 1 mynd

Afsakið lítilræðið

Anna Lilja Þórisdóttir: "Afsakið lítilræðið,“ dæstu húsmæðurnar við gesti sína í gamla daga um leið og þær roguðust með fagurlegar skreyttar hnallþórur og kúfaða smákökudiska á drekkhlaðið kaffiborðið." Meira
18. ágúst 2011 | Aðsent efni | 393 orð | 1 mynd

ESB ber fé í dóminn: 230 milljónir í áróður

Eftir Ragnar Arnalds: "Fyrr á öldum höfðu menn þá siðferðiskennd að fordæma þann verknað þegar auðmenn tryggðu sér hagfellda niðurstöðu með því „að bera fé í dóminn“." Meira
18. ágúst 2011 | Aðsent efni | 461 orð | 1 mynd

Ég er leikskólakennari

Eftir J. Birnu Gísladóttur: "Ég er stolt af því að vera leikskólakennari en hvar er virðingin fyrir starfi mínu? Hún sést a.m.k. ekki á launaseðlinum." Meira
18. ágúst 2011 | Bréf til blaðsins | 235 orð | 1 mynd

Hilton Hagaborg

Frá Friðriku Kr. Stefánsdóttur: "Það var ekki stórt mömmuhjartað sem mætti með litla snáðann sinn á leikskólann Hagaborg í aðlögun sumarið 2007: „Hann er með svakalega mikið fæðuofnæmi, hvernig eigum við að fara að þessu!?“ Fóstran sagðist hafa haft börn með ofnæmi áður." Meira
18. ágúst 2011 | Aðsent efni | 794 orð | 1 mynd

Hugmyndin um Þingvelli

Eftir Álfheiði Ingadóttur: "Hvernig munu Þingvellir heilsa börnum okkar á 11 hundruð ára afmæli Alþingis 2030? Eða barnabörnunum á hundrað ára afmæli lýðveldisins 17. júní 2044?" Meira
18. ágúst 2011 | Aðsent efni | 469 orð | 1 mynd

Kveðja að handan

Eftir Tómas Ingi Olrich: "Hægt er að slá höfðinu við steininn. Það er yfirleitt ekki heilsusamlegt." Meira
18. ágúst 2011 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

Leggjum ESB umsóknina til hliðar – þjóðin ákvarði framhaldið

Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson: "Þegar við vitum hvort eða hvernig ESB lifir af er rétt að þjóðin taki afstöðu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort taka skuli viðræður upp að nýju." Meira
18. ágúst 2011 | Aðsent efni | 598 orð | 2 myndir

Leyfum hundinum að vera heima

Eftir Arnheiði Runólfsdóttur og Hafrúnu Ö. Þ. Stefánsdóttur: "Stuðlum að bættri hundamenningu fyrir okkur sjálf og hundana okkar" Meira
18. ágúst 2011 | Aðsent efni | 674 orð | 1 mynd

Merkasta starfsemi geðdeildar Landspítalans lögð niður

Eftir Jóstein Kristjánsson: "Marga geðsjúka vantar búsetuúrræði. Hvað er betra úrræði en að hjálpa þessu fólki til þess að lifa sem sjálfstæðustu lífi undir verndarvæng lítillar stoðdeildar eins og í Hátúni?" Meira
18. ágúst 2011 | Velvakandi | 233 orð | 1 mynd

Velvakandi

Þjóðsögur um þjóðhátíð Vestmannaeyja Nú þegar liðnar eru tvær vikur frá síðustu þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er ekki úr vegi að minnast á tvær lífseigar missagnir sem alltaf skjóta upp kollinum öðru hvoru um þessa vinsælu útihátíð. Meira

Minningargreinar

18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 2578 orð | 1 mynd

Einar Gunnarsson

Einar Gunnarsson, húsgagnasmiður, fæddist í Keflavík 20. nóvember 1933. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 1778 orð | 1 mynd

Eyjólfur Guðjónsson

Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri fæddist í Reykjavík 17. júní 1926. Hann lést 10. ágúst 2011. Foreldrar hans voru: Guðjón Guðmundsson skipstjóri, f. 27. september 1894 að Kirkjulandi í Landeyjum, Rangárvallasýslu, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 317 orð | 1 mynd

Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir fæddist í Reykjavík 19. september 1951. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. júní 2011. Útför Gretu fór fram frá Grafarvogskirkju 6. júlí 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 1002 orð | 1 mynd

Guðrún Guðjónsdóttir

Guðrún Guðjónsdóttir fæddist í Unnarholti í Hrunamannahreppi 13. október 1908. Hún lést 8. ágúst 2011. Guðrún var jarðsungin frá Hrepphólakirkju 16. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 627 orð | 1 mynd

Helga Sæunn Sigurðardóttir

Helga Sæunn Sigurðardóttir fæddist í Ási í Glerárþorpi á Akureyri 31.5. 1948. Hún lést að heimili sínu, Helgamagrastræti 53, 4. ágúst 2011. Útför Helgu Sæunnar fór fram frá Glerárkirkju 15. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 1426 orð | 1 mynd

Hjördís Lovísa Pálmadóttir

Hjördís Lovísa Pálmadóttir fæddist á Akureyri 26. janúar 1955. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 11. ágúst 2011. Foreldrar hennar voru Pálmi Karlsson bifreiðarstjóri, f. 9.1. 1922, d. 25.7. 2004 og Elsa Halldórsdóttir iðnverkakona, f. 3.11. 1932, d.... Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 716 orð | 1 mynd

Jóhann Grétar Jónsson

Jóhann Grétar Jónsson fæddist á Akranesi 27. febrúar 1928. Hann lést á dvalaheimilinu Höfða 9. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Jón Jónsson kaupmaður og skósmiður á Akranesi, f. 18. júlí 1885, d. 16. mars 1940 og Guðbjörg Einarsdóttir, f. 26. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 1723 orð | 1 mynd

Magnea Guðný Stefánsdóttir

Magnea Guðný Stefánsdóttir fæddist á Þórshöfn 4. júní 1950. Hún lést 4. ágúst 2011. Útför Magneu Guðnýjar fór fram frá Keflavíkurkirkju 11. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 2141 orð | 1 mynd

Magnús Karl Pétursson

Magnús Karl Pétursson fæddist í Reykjavík 7. ágúst 1935. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 9. ágúst 2011. Útför Magnúsar Karls var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 417 orð | 1 mynd

Magnús Róbert Ríkarðsson Owen

Magnús Róbert Ríkarðsson Owen fæddist á Sólvangi í Hafnarfirði 17. nóvember 1970. Hann lést á heimili sínu í Fort Lauderdale 31. júlí 2011. Minningarathöfn um Magnús fór fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 12. ágúst 2011. Á sama tíma fór jarðarför hans fram í Bandaríkjunum. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 1593 orð | 1 mynd

Rafael Daníel Vias Martinez

Rafael Daníel Vias Martinez fæddist í Malaga á Spáni 11. október 1956. Hann lést á Spáni 5. ágúst 2011. Foreldrar hans eru Carmen Martinez Provedo, f. 26. mars 1931 og Rafael Vias Alba, f. 7. apríl 1917, d. 10. apríl 2003. Systkini hans eru: Yolanda, f. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 254 orð | 1 mynd

Samúel Kristinn Guðnason

Samúel Kristinn Guðnason fæddist í Vatnadal við Súgandafjörð 13. júlí 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Eir 2. ágúst 2011. Útför Samúels fór fram frá Grafarvogskirkju 11. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 550 orð | 1 mynd

Sebastian Kamienski

Sebastian Kamienski fæddist í Póllandi 24. september 1986. Hann lést af slysförum 6. ágúst 2011. Útför Sebastians fór fram í Póllandi 9. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 382 orð | 1 mynd

Sigríður Valdimarsdóttir

Sigríður Valdimarsdóttir fæddist í Fremstafelli í Kaldakinn hinn 10. mars 1915. Hún lést á Kjarnalundi við Akureyri hinn 27. júlí 2011. Útför Sigríðar var gerð frá Munkaþverárkirkju 2. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 121 orð | 1 mynd

Steinar Guðmundsson

Steinar Guðmundsson var fæddur í Reykjavík 15. febrúar 1917. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 1. ágúst 2011. Útför Steinars fór fram frá Fossvogskirkju 11. ágúst 2011. Meira  Kaupa minningabók
18. ágúst 2011 | Minningargreinar | 713 orð | 1 mynd

Sverrir Stefán Sigþórsson

Sverrir Stefán Sigþórsson var fæddur í Reykjavík 14. janúar 1932. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í faðmi fjölskyldunnar 16. júlí 2011. Sverrir Stefán var sonur Sigurrósar Guðjónsdóttur og Sigþórs Guðmundssonar. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

18. ágúst 2011 | Daglegt líf | 244 orð | 1 mynd

Besti hamborgarinn valinn og lakkrísbjór smakkaður

Matarhátíðin Copenhagen Cooking 2011 hefst á morgun og stendur í tvær vikur. Á þeim tíma flykkist aragrúi matargúrúa og grúskara til höfuðborgar frænda vorra til að smakka og fræðast um mat og vín. Meira
18. ágúst 2011 | Daglegt líf | 71 orð | 1 mynd

... farið á þjóðlagatónleika

Þjóðfræðingurinn og tónlistarmaðurinn Owe Ronström heldur tónleika í Norræna húsinu klukkan 20 í kvöld. Þar mun hann leika á fjölmörg hljóðfæri og gefa tónleikagestum sýnishorn af þjóðlagatónlist. Meira
18. ágúst 2011 | Neytendur | 446 orð | 1 mynd

Helgartilboðin

Fjarðarkaup Gildir 18. - 20. ágúst verð nú áður mælie. verð Svínakótilettur (kjötborð) 998 1.498 998 kr. kg Svínalundir (kjötborð) 1.498 2.098 1.498 kr. kg Hamborgarar2 stk., 115g 396 480 396 kr. pk. Grillaður kjúklingur + 2 ltr kók 1.198 1.565 1.198... Meira
18. ágúst 2011 | Daglegt líf | 239 orð | 2 myndir

Silki og þæfðri ull blandað saman á litríkan og fallegan hátt

Fata- og textílhönnuðurnir Sigríður Elfa Sigurðardóttir og Aðalbjörg Erlendsdóttir reka saman vinnustofuna RE-105, í Skúlatúni 4, Reykjavík. Meira
18. ágúst 2011 | Daglegt líf | 118 orð | 1 mynd

Spegla konuna og líf hennar

Í byrjun þessa mánaðar opnaði ný íslensk vefsíða sem fékk heitið Spegill.is. Það eru tvær ungar konur sem standa að baki henni, þær Heiða Þórðardóttir og Steinunn Fjóla Jónsdóttir. Meira
18. ágúst 2011 | Daglegt líf | 124 orð | 1 mynd

Strumpabækur strumpast út

Nýlega komu út þrjár nýjar bækur um Strumpana hjá Forlaginu. Í Hvar er Gáfnastrumpur eru tólf myndir úr Strumpaþorpinu og þurfa börnin að leita að Gáfnastrumpi ásamt því að strumpa ýmislegt fleira. Meira
18. ágúst 2011 | Daglegt líf | 434 orð | 4 myndir

Ungt hagleiksfólk vefur og tálgar út

Krakkar á aldrinum 8 til 13 ára spreyttu sig meðal annars á vefnaði, jurtalitun og brjóstsykursgerð á handverksnámskeiði hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Meira

Fastir þættir

18. ágúst 2011 | Í dag | 172 orð

Af Stefjahnoði og yndislegri ævi

Stefjahnoð nefnist vísnabók á léttu nótunum eftir Pétur Stefánsson, góðkunningja Vísnahornsins, og rennur ágóðinn í ferðasjóð íbúa Búsetu og stuðningsþjónustu fyrir geðfatlaða að Gunnarsbraut 51. Meira
18. ágúst 2011 | Fastir þættir | 154 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Nákvæm vörn. A-NS. Norður &spade;108 &heart;Á83 ⋄1076542 &klubs;D9 Vestur Austur &spade;D952 &spade;643 &heart;76 &heart;KG9542 ⋄ÁKG8 ⋄D9 &klubs;752 &klubs;86 Suður &spade;ÁKG7 &heart;D10 ⋄3 &klubs;ÁKG1043 Suður spilar 5&klubs;. Meira
18. ágúst 2011 | Fastir þættir | 79 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, mánudaginn 15. ágúst. Spilað var á 10 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N - S: Siguróli Jóhannss. - Auðunn Helgason 268 Ingibj. Stefánssd. Meira
18. ágúst 2011 | Árnað heilla | 183 orð

Í háskóla á afmælisdaginn

Bjarni Benediktsson háskólastúdent er tvítugur í dag. Hann heldur upp á daginn með því að hefja háskólanám, en svo vill til að afmælisdaginn ber upp á fyrsta kennsludag í hans nýja skóla, Háskólanum í Reykjavík. Meira
18. ágúst 2011 | Í dag | 27 orð

Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: „Með ævarandi elsku...

Orð dagsins: Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: „Með ævarandi elsku hef ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig.“ (Jer. 31, 3. Meira
18. ágúst 2011 | Fastir þættir | 169 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. O-O Rxe4 5. d4 Rd6 6. Bxc6 dxc6 7. dxe5 Rf5 8. Dxd8+ Kxd8 9. Rc3 Bd7 10. h3 h6 11. b3 Kc8 12. Bb2 Be7 13. Had1 a5 14. a4 b6 15. Hd3 He8 16. Hfd1 Be6 17. Re2 c5 18. c4 Kb7 19. Rf4 Had8 20. Rxe6 fxe6 21. g4 Rh4 22. Meira
18. ágúst 2011 | Í dag | 35 orð | 1 mynd

Söfnun

Guðrún Mist Þórðardóttir, Ronja Axelsdóttir, Ragnheiður Katrín Þórðardóttir, Margrét Ásta Finnbjörnsdóttir og Sigríður María Þórðardóttir söfnuðu 9.282 krónum með sölu á máluðum steinum eftir þær sjálfar. Meira
18. ágúst 2011 | Fastir þættir | 291 orð

Víkverjiskrifar

Víkverji veit ekki hvort hann á að gerast svo óforskammaður að tala um bikarmeistaratitilinn, sem KR-ingar náðu sér í um helgina. Meistaraefnin tróðu upp á Laugardalsvellinum og voru gjörsamlega yfirspiluð af innblásnum Þórsurum. Meira
18. ágúst 2011 | Í dag | 156 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

18. ágúst 1786 Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi með konunglegri auglýsingu. Íbúar kaupstaðarins voru 167, en landsmenn allir 38.363. 18. ágúst 1945 Málverkasýning Svavars Guðnasonar var opnuð í Listamannaskálanum í Reykjavík. Meira

Íþróttir

18. ágúst 2011 | Íþróttir | 218 orð | 1 mynd

Akureyringar á leið til Þýskalands

Silfurlið Akureyrar handboltafélags í úrvalsdeild karla á síðustu leiktíð heldur í dag til Þýskalands í æfinga- og keppnisferð. Mun liðið m.a. leika fimm æfingaleiki á fjórum dögum. Fyrst mæta Akureyringar smáliðinu MTV Vorsfelde frá Wolfsburg. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 741 orð | 2 myndir

Á hæsta stigi íþróttarinnar

Golf Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Ólafur Björn Loftsson kylfingur úr Nesklúbbnum hefur leik í dag í PGA-mótaröðinni, fyrstur Íslendinga. Hann vann sér keppnisrétt á mótinu með sigri á sunnudaginn síðastliðinn, þá á áhugamannamótaröðinni. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 375 orð | 2 myndir

„Fyrstir til að vinna KR“

FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 657 orð | 2 myndir

Búið að vera ömurlegt sumar

Fótbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Knattspyrnufólkið Jósef Kristinn Jósefsson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, og Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður Stjörnunnar, hafa bæði verið í „frosti“ í nánast allt sumar. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 348 orð | 3 myndir

Eiður allur að koma til

FÓTBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Íslendingaliðið AEK frá Aþenu í Grikklandi verður í eldlínunni í Evrópudeild UEFA í kvöld þegar það mætir KR-bönunum í Dinamo Tbilisi frá Georgíu í fyrri viðureign liðanna í umspili um sæti í riðlakeppninni. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 334 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Kvennalið Fram í handknattleik hefur fengið til sín einn allra efnilegasta markvörð landsins, Karen Ösp Guðjónsdóttur , sem kemur til liðsins frá ÍR. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 156 orð | 1 mynd

Grindavík vann fallslaginn

Grindvíkingar komust upp að hlið KR í 8.-9. sæti Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær með 3:2 sigri á Þrótti R. sem situr eftir á botninum. Grindavík og KR mætast eftir rúma viku. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Pepsi-deild karla: Þórsvöllur: Þór – KR 19.15 2.deild...

KNATTSPYRNA Pepsi-deild karla: Þórsvöllur: Þór – KR 19.15 2.deild karla: Vilhjálmsv.: Höttur – Fjarðabyggð 19 3. deild karla: Versalav. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Meistarar þénuðu næstmest

Það er óhætt að segja að að miklu sé að keppa í umspilinu um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en fyrri leikir þess fóru fram í gærkvöldi og í fyrrakvöld. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 337 orð | 1 mynd

Pepsi-deild kvenna Grindavík – Þróttur R 3:2 Dernelle Mascall 34...

Pepsi-deild kvenna Grindavík – Þróttur R 3:2 Dernelle Mascall 34., 45., Shaneka Gordon 71. – Alexis Hernandez 81., Guðlaug Rut Þórsdóttir 90. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 211 orð | 1 mynd

Sara Björk orðin þriðja markahæst

Sara Björk Gunnarsdóttir er orðin ein af markahæstu leikmönnum sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir að hún skoraði þrennu fyrir meistara Malmö í 5:0 sigri á Jitex í gærkvöldi. Þóra B. Helgadóttir lék í marki Malmö og hélt hreinu. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 154 orð | 7 myndir

Yfir 200 leikir á tveimur dögum

Hið árlega Atlantismót barna- og unglingráðs Aftureldingar í knattspyrnu barna í 6. - 8. flokki var haldið í veðurblíðu á Tungubökkum í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Alls voru þátttakendur nærri 1.000 og er áætlað að a.m.k. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Þórir fer vel af stað hjá Kielce

Þórir Ólafsson virðist fara vel af stað með pólska liðinu Vive Kielce ef marka má sex æfingaleiki sem liðið hefur leikið á síðustu vikum. Meira
18. ágúst 2011 | Íþróttir | 118 orð

Þröstur til Hammarby

Handboltamaðurinn Þröstur Þráinsson er genginn í raðir sænska liðsins Hammarby í Stokkhólmi. Þröstur samdi til eins árs með möguleika á að framlengja samninginn um eitt ár en hann lék með norska liðinu Oppsal á síðasta tímabili. Meira

Finnur.is

18. ágúst 2011 | Finnur.is | 79 orð | 2 myndir

18. ágúst

1886 - Haldið var upp á afmæli Reykjavíkurkaupstaðar með samkomu á Austurvelli og samsæti á Hótel Íslandi. Bæjarbúar töldust vera 3540 og því var spáð að þeir yrðu tífalt fleiri árið 1986, en sá fjöldi náðist fyrir 1940. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 58 orð | 1 mynd

300 kílóa megrun

Audi vinnur nú að nýrri kynslóð Q7-jeppans sem verður 300 kg léttari en forverinn þar sem ál verður að mestu notað við yfirbyggingu hans. Q5-jeppinn fer líka í megrun og missir um 100 kg. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 114 orð | 1 mynd

793 km umferðarhnútur

Frakkar eru ekki með þolinmóðustu mönnum en verða samt að gera sér að góðu gríðarlegar umferðarteppur þegar þeir ýmist fara í frí eða snúa heim úr sumarleyfi. Um helgina síðustu myndaðist 793 km löng umferðarteppa. Klukkan 12:30 sl. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 241 orð | 2 myndir

Aldrei aftur á fætur

Hvað er betra en að kúra uppi í rúmi, koma sér vel fyrir undir sæng, með réttan stuðning við alla líkamsparta, og horfa á spennandi mynd eða lesa góða bók og hlusta á uppáhaldstónlistina? Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 414 orð | 4 myndir

Best að vera í ljóta stólnum

Mig langar í gönguferð með skemmtilegu fólki sem hefur þolinmæði fyrir fólki sem hefur aldrei farið í gönguferð og fer því hægt yfir. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 40 orð

Bílar seldir í Danmörku í júnímánuði

1. Opel Corsa 565 2. Peugeot 107 494 3. Toyota Aygo 494 4. Ford Mondeo 493 5. Toyota Avensis 476 6. Peugeot 207 470 7. Chevrolet Spark 465 8. Volkswagen Passat 397 9. Volkswagen Golf 383 10. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 109 orð | 1 mynd

Bílasalinn borgar stöðusektina

Vefbílasala hefur ákveðið að feta nýjar slóðir við að lokka til sín kaupendur með því að lofa að borga allar stöðusektir bílstjóra í tiltekinn tíma. Bílasalan kidioui. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 162 orð | 2 myndir

Deilt um vínandann

Deilur standa nú yfir meðal eigenda fornbíla í Bandaríkjunum og umhverfissamtaka vegna etanól-blöndu í eldsneyti. Bandarískir fornbílaklúbbar hafa krafist þess að bensíndælur verði merktar sérstaklega þar sem blandað eldsneyti er að finna. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 549 orð | 2 myndir

Dregur betra bensín úr eyðslu?

Skoda: Biluð þjófnaðarvörn Spurt: Skódinn minn er af árgerð 2002. Hann hefur reynst mér vel. Fyrir nokkrum mánuðum fór að bera á því að vélin vildi ekki í gang heit. Bíða varð þar til hún hafði kólnað. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 196 orð | 4 myndir

Ekkert hundalíf að búa í svona kofa

Þýska fyrirtækið Best Friend‘s Home framleiðir þessa hundakofa, en þeir eru svo veglegir að liggur við að þurfi að láta skrá það hjá Fasteignamati ríkisins ef svona sloti er komið fyrir í garðinum. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 931 orð | 5 myndir

Endalaust afl og gleði

Það er ekki eins og nokkurn bíl frá Porsche skorti afl og ekki skortir neina útgáfu Panamera bílsins það heldur. Aflminnsta bensínútfærsla hans er „aðeins“ 300 hestöfl, tvinnbíllinn 380, átta sílindra gerðin 400 og túrbógerð hans 500... Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 82 orð | 1 mynd

Enginn venjulegur strokkur í vændum

Á síðustu árum hefur verið mikil sveifla frá bensínbílum til díselbíla, ekki síst hjá evrópskum framleiðendum. Nú kveður svo rammt að, að BMW íhugar að bjóða næsta M5-kraftabíl með díselvél. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 249 orð | 1 mynd

Fá söluverðmat á staðnum

Fyrir hrun var talið að fasteignir væru örygg fjárfesting sem ekki gæti lækkað í verði. Þessa speki töldu menn sig vita með vissu vegna þess að fasteignir lækkuðu ekki í verði í niðursveiflunni sem fylgdi netbólunni um aldamótin. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 147 orð | 1 mynd

Fjórtán ára fékk lánaðan Ferrari

Foreldrar 14 ára unglings í Þýskalandi óttuðust hið versta eftir að piltur hvarf þeim sjónum. Í ljós kom að hann hafði tekið splunkunýja Ferrarifák föður síns og skroppið á honum í bíltúr. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 40 orð | 1 mynd

Gljúfrasteinn

Húsið að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, sem Halldór Laxness lét reisa fjölskyldu sinni árið 1945, er „sveitalegt og einfalt“ rétt eins og skáldið óskaði eftir. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 526 orð | 1 mynd

Góðir grannar opna heimili sín

Það eru fimm ár síðan ég byrjaði að baka vöfflur og bjóða fólki að koma og snæða þær í garðinum hjá mér. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 601 orð | 1 mynd

Hefur látið dæluna ganga í nærri tuttugu ár

Í dag virðist sem fleiri pylsur og brauð séu afgreidd ofan í viðskiptavininn en bílavörur fyrir bílinn. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 249 orð | 10 myndir

Heimili arkitekta vekur heimsathygli

Það er alltaf dálítið spennandi að sjá hvernig arkitektar búa sjálfir. Þegar þeir hanna sín eigin heimili eru þeir oftast með allt önnur spil á hendi en þegar þeir hanna fyrir ókunnuga. Chut Cuerva er dálítið flottur arkitekt. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 405 orð | 2 myndir

Honda traustust sjötta árið í röð

Land Rover og Range Rover hafa reynst mörgum landanum vel og verið tryggir þjónar í áratugi. Ný rannsókn bendir hins vegar til þess, að þetta séu ótraustustu bílar á breskum vegum nú til dags. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 566 orð | 1 mynd

Íslenskir bændur í sókn

Margir íslenskir bændur eru framsæknir og nýjungagjarnir. Meðal þeirra er Ágúst Fannar Ásgeirsson, bóndi á Rauðkollsstöðum á Snæfellsnesi, sem stundar búskap ásamt afa sínum Auðuni Óskarssyni. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 690 orð | 1 mynd

Kolféll fyrir Dolly Parton sjö ára gömul

Maður heyrir t.d. menn tala um hvað þeir eru miklir Johnny Cash aðdáendur en segjast í sömu andrá ekki fíla kántrítónlist. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 19 orð | 1 mynd

Komin úr skápnum með kántrýið

Selma Björnsdóttir heldur kántrýtónleika, er á harðahlaupum í farsa og verður í einu virtasta leikhúsi Lundúna í desember... Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 87 orð | 1 mynd

Langtímaatvinnuleysi eykst nokkuð

Í lok júlí voru 12.253 manns atvinnulausir í landinu. Skráð atvinnuleysi í landinu var að meðaltali 6,6% í mánuðinum samkvæmt Vinnumálastofnun og lækkaði um 0,1% milli mánaða. Ástandið var því ögn skárra og fækkaði um 281 að meðaltali á skrá. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 109 orð | 7 myndir

Leyfilegur hraðakstur í hitanum

Hraðskreiðir bílar þeysa þessa vikuna um sjóðheita sanda í Utah-fylki í Bandaríkjunum. Tilgangurinn er að slá hraðamet á landi. Bonneville hraðbrautin er staðsett í Wendover í Utah í Bandaríkjunum. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 82 orð | 1 mynd

Læknar í sérnám í heimilislækningum

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur ráðið ellefu lækna í sérnám í heimilislækningum. Auglýst var eftir læknum í slíkt nám í sumar og þegar liggja fyrir 12 umsóknir og fleiri hafa sýnt náminu áhuga. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 187 orð | 1 mynd

Megnið notað við fiskveiðar og samgöngur

Frá upphafi byggðar í landinu og fram á 20. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 380 orð | 1 mynd

Milljarða sparnaður með notkun sparbíla

Umhverfisvænir bílar og sparneytnari munu spara íslenska hagkerfinu milljarða króna á hverju ári á næstu árum og áratugum. „Ef við tökum alla skatta og álagningu af eldsneytisverðinu í dag þá er það kannski um og í kringum 100 krónur lítrinn. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 108 orð | 2 myndir

Milljón Danir fjárfesta í póstkössum

Byggi maður lifibrauð sitt á því að selja póstkassa í Danmörku er nokkuð víst að næstu mánuðir verða afar góðir viðskiptalega séð. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 47 orð | 1 mynd

Næturlíf í lúgunni

Ég byrjaði 15 ára að vinna hjá Fljótu og góðu á Umferðarmiðstöðinni. Kynntist næturlífi borgarinnar í gegnum lúguna enda að afgreiða fólk sem var að koma heim af djammi og vildi hamborgara. Ég hélt mig fjarri öllu áfengi næstu árin á eftir. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 138 orð | 1 mynd

Perlan kannski seld

Orkuveita Reykjavíkur hefur á síðustu vikum selt fjórar eignir í sinni eigu, sbr. nýja stefnumörkun í rekstri fyrirtækisins að einbeita sér alfarið að kjarnastarfsemi sem er framleiðsla og dreifing orku. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 153 orð | 2 myndir

Sumarið er tími bílakaupa

Sumartíminn í Danmörku einkennist öðru fremur af hangsi á ströndinni, í garðinum eða ferðalögum til syðri hluta Evrópu. En í ár virðast Danir hafa verið með hugann við bílakaup í byrjun sumars ef marka má frétt Berlingske Tiderne um málið. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 755 orð | 2 myndir

Upptekin af hollum og góðum mat

Gróa Ásgeirsdóttir hefur hrundið af stað átakinu Á allra vörum í fjórða sinn ásamt vinkonum sínum. Í kvöld verður átakið kynnt í Kringlunni en þann 26. ágúst verður sjónvarpsþáttur á Skjá einum helgaður verkefninu. Gróa hugar að heilsu sinni daglega og segist hafa breytt mataræðinu eftir veikindi. Meira
18. ágúst 2011 | Finnur.is | 140 orð | 1 mynd

Vælandi Volt um götur New York

Tvinnbíllinn Chevrolet Volt kom á bandaríska markaðinn um miðjan desember á sl. ári. Bíllinn er talinn einn sá umhverfisvænasti bíll í sinum flokki. Er langdræginn og kemst 610 km á fullum tanki og þar af allt að 80 km bara á einni hleðslu á rafhlöðu. Meira

Viðskiptablað

18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 50 orð

Afkoma HB Granda batnar

Hagnaður HB Granda hf. fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði jókst um 6,2 milljónir evra á fyrri helmingi ársins, miðað við sama tímabil 2010, og nam 25,2 milljónum evra. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 432 orð | 1 mynd

„Aldrei dauður tími í þessum geira“

Leifur Þórsson ræður ríkjum í Ferskum kjötvörum. Fyrirtækið stendur m.a. á bak við vörumerkin Íslands-lamb og Íslands-naut og annast rekstur kjötborðanna í verslunum Hagkaupa í Kringlunni og Garðabæ. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 796 orð | 2 myndir

Eftirspurnin að aukast á ný

• Segir fyrirtækin reyna að sníða sér eins þröngan stakk og þau geta í húsnæðismálum • Hægt að hagræða verulega með flutningum og marka nýtt upphaf eftir endurskipulagningu • Telur fasteignafélög í eigu fjármálastofnana njóta óeðlilegs forskots í samkeppninni Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 842 orð | 4 myndir

Fjárfestingin lætur lítt á sér kræla

Fréttaskýring Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Fátt virðist benda til þess að fjárfesting á yfirstandandi ári, sem þónokkuð er liðið á, muni vaxa að nokkru ráði. Seðlabanki Íslands birti í gær uppfærða þjóðhagsspá fyrir næstu þrjú ár. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 488 orð | 2 myndir

Hvað kosta reglurnar?

Skattar, opinber gjöld, reglur og ríkisafskipti kosta fólkið og fyrirtækin í landinu háar fjárhæðir dag hvern. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 157 orð | 1 mynd

Hvað verður um minni bankana?

Útherji á erfitt með að þola þá sem tala um sjálfa sig í þriðju persónu. Samt er Útherji að velta einu fyrir sér. Það er þetta með ríkisábyrgð á innlánum. Frá hruni hefur verið í gildi allsherjar ábyrgð ríkisins á innlánsreikningum fjármálastofnana. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 574 orð | 1 mynd

Hægt að komast langt á praktískum lausnum

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Gott atvinnuhúsnæði er meira en þak, gólf og veggir. Það hvílir á innanhúsarkitektinum að ná því besta fram úr rýminu, skapa þægilegt vinnuumhverfi eða aðlaðandi verslunarpláss. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 770 orð | 1 mynd

Leigt til skemmri tíma en áður

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Guðlaugur Örn Þorsteinsson segir stærstu breytinguna á atvinnuhúsnæðismarkaðinum síðustu ár hafa verið vöxt fasteignafélaganna. „Til urðu stór og stöndug félög um og upp úr 2005 og hafa einkennt markaðinn alla tíð... Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 201 orð | 1 mynd

Orðrómur fældi fjárfesta frá

Líklegt er talið að Seðlabankinn kunni að breyta reglum sínum um gjaldeyrisútboð á næstunni. Þeir fjárfestar, sem selja gjaldeyri í næstu útboðum Seðlabankans, gætu mögulega fengið greitt í reiðufé, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 138 orð | 1 mynd

Óhjákvæmileg viðbrögð við versnandi hag

Ríkisvaldið hefur brugðist við erfiðri skuldastöðu með því að hækka skatta verulega og soga til sín sparifé landsmanna. Ríkið hefur ekki sniðið sér stakk eftir vexti. Engin raunveruleg hagræðing hefur orðið í ríkisrekstri. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 190 orð | 1 mynd

Roseanne hyggst kenna börnum matreiðslu og jóga

Roseanne Barr, leikkonunni góðhjörtuðu sem gerði garðinn frægan í sjónvarpsþáttunum Roseanne á níunda og tíunda áratugnum, er fleira gefið en leiklistin og góðgerðamál. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 245 orð | 1 mynd

Segir útreikningana byggða á misskilningi

Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Útreikningar Hagsmunasamtaka heimilanna varðandi verðtryggingu lána eru byggðar á misskilningi, að sögn Stefáns Inga Valdimarssonar stærðfræðings. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 704 orð | 3 myndir

Spáir tæplega sjö prósent verðbólgu í upphafi næsta árs

Fréttaskýring Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Seðlabankinn ákvað að hækka stýrivexti sína í gær um 0,25 prósentustig, þvert á spár nær allra greiningaraðila, sem langflestir höfðu gert ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum. Meira
18. ágúst 2011 | Viðskiptablað | 369 orð | 1 mynd

Telja verðbætur rangt reiknaðar

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hvorki Seðlabankinn né efnahags- og viðskiptaráðherra fengust til að tjá sig um fyrirspurn umboðsmanns Alþingis um lögmæti þeirra aðferða sem notuð eru við útreikning verðtryggðra lána. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.