Greinar mánudaginn 30. apríl 2012

Fréttir

30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 368 orð | 2 myndir

792 stigu dans í höllinni

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Stærsta Íslandsmeistaramót sem haldið hefur verið í samkvæmisdönsum fór fram um helgina í Laugardalshöll. 792 dansarar á aldrinum 5-23 ára sýndu þar fimi sína á dansgólfinu, 368 pör alls. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Aftur á toppinn í New York

Frelsisturninn sem verið er að reisa þar sem Tvíburaturnarnir, sem hryðjuverkamenn grönduðu hinn 11. september árið 2001, stóðu áður í New York endurheimtir í dag nafnbót sína sem hæsta mannvirki borgarinnar. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 223 orð | 2 myndir

Áhugi á kosningu í haust

Mikill áhugi er á því innan Samfylkingarinnar að stefna að þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskránni, jafnvel þegar á komandi hausti, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

„Brautryðjendastarf“ hjá Framsókn

Framsóknarflokkurinn samþykkti á miðstjórnarfundi sínum um helgina samræmdar framboðsreglur fyrir öll kjördæmasambönd flokksins. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 527 orð | 2 myndir

„Við erum stöðugt að vinna þetta“

Skúli Hansen skulih@mbl.is Viðbragðsáætlanir vegna Kötlu, Eyjafjallajökuls, Herjólfs, Heklu, hópslysa, Suðurlandsskjálfta, eldsumbrota í Vatnajökli og flóða eru í vinnslu hjá Almannavarnarnefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Dr. Ernir K. Snorrason

Dr. Ernir Kristján Snorrason, geðlæknir og taugasálfræðingur, andaðist á líknardeild Landspítalans 26. apríl sl, 68 ára að aldri. Ernir var fæddur 17. mars 1944 í Reykjavík, sonur Snorra Jónssonar verslunarmanns og Bjargar G. Kristjánsdóttur húsfreyju. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Fimm framboðsaðferðir samþykktar á vorfundi

Vorfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn í fyrradag og deildi formaður flokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hart á ríkisstjórnina í ávarpi sínu í upphafi fundar. Sagði hann m.a. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Forsetinn valdi fallegasta hrossið

Gurbanguly Berdymukhamedov, forseti Túrkmenistan, hélt í gær aðra árlegu fegurðarsamkeppni hrossa en hann er mikill hestaáhugamaður. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 419 orð | 1 mynd

Frábær tilfinning að vinna skákmótið

Skúli Hansen skulih@mbl.is Tvær íslenskar stúlkur, þær Jóhanna Björg Jóhannsdóttir og Hrund Hauksdóttir, urðu Norðurlandameistarar í skák á Norðurlandamóti stúlkna sem haldið var nýlega í Stavanger í Noregi. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Frí frá vinnu vegna skipulagsdaga

Forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins gagnrýna harðlega og segja vekja furðu að borgaryfirvöld skuli ætlast til þess að foreldrar leikskólabarna verji fjórðungi sumarorlofs síns svo starfsmenn leikskóla borgarinnar geti rætt skipulag á eigin starfsemi. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Frumbyggjar heimsins koma saman

Skrautklæddur dansari teygir sig fyrir utan vettvang árlegrar Samkomu þjóðanna en það er stærsta samkoma frumbyggja frá Bandaríkjunum og víðar í heiminum. Yfir 3. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 123 orð

Fundu lík ráðherra í Dóná

Austurríska lögreglan tilkynnti að lík Shukris Ghanem, fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu, hefði fundist í Dóná í gær. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 61 orð

Fundur um aukið virði sjávarfangs

Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri í Garði efnir til fundar um sjávarútvegsmál á Tveimur vitum á Garðskaga miðvikudaginn 2. maí n.k. kl. 8:30 að morgni. Pétur Bjarnason sjávarútvegsfræðingur frá AVS mun greina frá starfsemi sjóðsins. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 29 orð | 1 mynd

Gengið gegn niðurskurði í ofankomu

Tugir þúsunda Spánverja létu ekki rigningu stöðva sig í að mótmæla niðurskurðaráformum ríkisstjórnar Þjóðarflokksins í Madrid í gær. Héldu mótmælendur á spjöldum í annarri hendinni og regnhlíf í... Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Hrottaleg árás á guðsþjónustu

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hátt í tuttugu manns liggja í valnum eftir grimmilega árás vopnaðra manna á fólk sem var við guðsþjónustu kristinna manna í háskóla í borginni Kano í norðurhluta Nígeríu í gær. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Kallar eftir nýjum upplýsingum um skuldavandann

„Það er kominn tími til þess að ríkisstjórnin fari að svara því hvað hún ætli að gera þegar kemur að skuldavanda heimilanna. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 54 orð | 1 mynd

Kayakklúbburinn hélt upp á vorhátíð

Vorhátíð Kayakklúbbsins var haldin síðastliðinn laugardag við aðstöðu klúbbsins á eiðinu við Geldinganes. Áhugsömum gafst þar tækifæri til þess að prófa kajak og róa stuttan spöl undir leiðsögn þjálfara. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Klárnum klappað í Húsdýragarðinum

„Er ekki svolítið skakkur á þér toppurinn, félagi?“ gæti þessi unga stúlka verið að segja við hestinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gær. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 33 orð | 1 mynd

Kristinn

Dagur hjólsins Boðið var upp á aðstoð við að koma reiðhjólunum í stand í Hagaskóla á Hjóladegi í Vesturbænum á laugardag. Fólk gat meðal annars farið í skrúðhjólatúr og tekið þátt í... Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 130 orð | 1 mynd

Leikarar endurtóku hlutverkin í raunveruleikanum

Tveir ungir kúbverskir leikarar sem léku aðalhlutverkin í nýrri mynd um flóttamenn frá eyjunni hafa nú sjálfir flúið land og óskað eftir hæli í Bandaríkjunum. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Mannræningjar myrtu lækni Rauða krossins

Lík bresks læknis sem rænt var í Pakistan fyrir fjórum mánuðum fannst í borginni Quetta í gær. Khalil Rasjed Dale, sem starfaði fyrir Rauða krossinn við hjálparstörf, fannst úti í vegarkanti fyrir utan borgina og hafði hann verið afhöfðaður. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Munir úr „einvígi aldarinnar“ á uppboði

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sögulegir munir sem tengjast „einvígi aldarinnar“ fyrir nærri 40 árum verða boðnir upp hjá uppboðshúsi Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn 14. júní í sumar. Um er að ræða sjálft taflborðið sem var notað í 7.-21. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 313 orð | 1 mynd

Óvissa um Vaðlaheiðargöng

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Heimild til ríkisins að fjármagna gerð Vaðlaheiðarganga er á dagskrá fjárlaganefndar Alþingis í dag. Þar mæta fulltrúar Vegagerðarinnar. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 49 orð

Reif tennurnar úr fyrrverandi kærasta

Pólski tannlæknirinn Anna Mackowiak á yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir að hafa svæft fv. kærasta sinn og rifið úr honum allar tennurnar. Kærastinn hafði farið frá henni vegna annarrar konu en leitaði til hennar vegna tannpínu nokkrum dögum síðar. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Segja meirihlutann viljalausan til samstarfs

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, borgarritari, kynnti sl. fimmtudag nýja tillögu að skipuriti fyrir Ráðhús Reykjavíkur í borgarráði en með því á að einfalda og efla miðlæga stjórnsýslu borgarinnar ásamt því að auka rekstrarhagkvæmni. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Skattaálögurnar þyngjast ár frá ári

Skattbyrði á laun einstaklinga jókst á seinasta ári í flestum aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þar á meðal á Íslandi. Ísland færðist upp um eitt sæti og er nú í 22. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 620 orð | 2 myndir

Skattbyrði einstæðra foreldra jókst mest

Fréttaskýring Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Skattlagning á laun þyngdist í flestum aðildarlöndum OECD á seinasta ári eða í 26 af 34 OECD-ríkjum, samkvæmt árlegri úttekt OECD á skattbyrði í aðildarlöndunum, sem birt var í seinustu viku. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 535 orð | 2 myndir

Skákmunir á uppboði

Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sögulegir munir sem tengjast „einvígi aldarinnar“ fyrir nærri 40 árum verða boðnir upp hjá uppboðshúsi Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn 14. júní í sumar. Um er að ræða sjálft taflborðið sem var notað í 7.-21. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Spáð sextán stiga hita austanlands

Besta veðrið verður á Austur- og Norðausturlandi í dag. Þar er spáð allt að sextán stiga hita og fínu veðri. Á Suður- og Suðvesturlandi verður hins vegar rigning. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 96 orð

Sprautaði piparúða yfir gesti á Hressó

Óþekktur maður sprautaði á þriðja tímanum í fyrrinótt piparúða yfir gesti á skemmtistaðnum Hressó við Austurstræti. Fór úðinn illa í fólk sem hljóp út af staðnum og þurfti að loftræsta hann áður en fólkið gat snúið aftur inn. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Steyptist fram af hraðbraut

Sjö manns, fjórir fullorðnir og þrjú börn, létust samstundis þegar bíll fór út af hraðbraut og hrapaði fimmtán metra niður í dýragarðinn í Bronx í New York í gær. Ekki er vitað hvað varð til þess að bíllinn fór út af veginum. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Stjórnarskrármálið að skýrast

Framhald stjórnarskrármálsins skýrist í dag eða á morgun, að sögn Valgerðar Bjarnadóttur, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Sundfélagið Ægir heldur upp á 85 ára afmæli sitt

Sundfélagið Ægir heldur upp á 85 ára afmæli sitt á morgun, 1. maí, en félagið var stofnað þann dag árið 1927. Á afmælisdaginn ætlar sundfélagið að vera með tvo sundviðburði í Laugardalslaug og afmæliskaffi að þeim loknum. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Súkkulaðiland í Sæluviku

Sæluvika, hin árlega héraðshátíð Skagfirðinga og ein elsta menningarhátíð landsins, var sett í gær í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 569 orð | 3 myndir

Ungt fólk síst fylgjandi

Fréttaskýring Sævar Már Gústavsson saevar@mbl. Meira
30. apríl 2012 | Erlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Vilja skilyrða læknismeðferðir

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 233 orð | 1 mynd

Virkjanir „óásættanlegar“

Tillögur í rammaáætlun um Reykjanesskaga eru harðlega gagnrýndar í ályktun Náttúruverndarþings þar sem segir að flest jarðhitasvæði frá Krísuvík og vestur úr séu sett í nýtingarflokk. „Þingið telur virkjanir í Reykjanesfólkvangi óásættanlegar. Meira
30. apríl 2012 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Þór á leið til Kvamsøya í Noregi

Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, er á leið til eyjunnar Kvamsøya í Noregi og mun þaðan draga pramma í eigu Ístaks til hafnar í Hafnarfirði. Meira

Ritstjórnargreinar

30. apríl 2012 | Staksteinar | 229 orð | 1 mynd

DDRÚV

Einn af helstu þulum ríkisútvarpsins hefur sent innanhússbréf til samstarfsmanna sinna, enda telur hann að RÚV sé í sameign starfsmanna þess, öfugt við kvótann, sem sé á hinn bóginn í sameign þjóðarinnar, eins og útblástur bílaflotans, páskahretið og... Meira
30. apríl 2012 | Leiðarar | 423 orð

Ímyndarvika ESB

Árásir ESB á Ísland gleymast ekki þó að boðið sé upp á ókeypis tónleika Meira
30. apríl 2012 | Leiðarar | 121 orð

Öllum brögðum beitt

Athygli vekur hve þingmaður VG gengur langt í baráttunni fyrir ESB Meira

Menning

30. apríl 2012 | Tónlist | 54 orð | 1 mynd

Dylan sæmdur Frelsisorðunni

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan verður sæmdur Frelsisorðunni af Bandaríkjaforseta, Barack Obama, í Hvíta húsinu á næstu vikum. Frelsisorðan, eða Medal of Freedom, er æðsta borgaralega heiðursmerkið sem Bandaríkjaforseti getur veitt. Meira
30. apríl 2012 | Tónlist | 371 orð | 3 myndir

Fisherman's Blues og lútsterkur kaffibolli

Hvað ertu að hlusta á um þessar mundir? Love at the Bottom of the Sea , nýju plötuna frá Magnetic Fields, sem hafa nokkurn veginn fullnægt 80% af tónlistarþörf minni undanfarin ár. Meira
30. apríl 2012 | Tónlist | 26 orð | 1 mynd

Kvartett Jóels Pálssonar á Kex hosteli

Næstu tónleikar djasstónleikaraðarinnar á Kex hostel fara fram á morgun og leikur á þeim kvartett saxófónleikarans Jóels Pálssonar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangur... Meira
30. apríl 2012 | Tónlist | 56 orð | 1 mynd

Marth fannst látinn í Las Vegas

Saxófónleikarinn Tommy Marth, sá er lék á annarri og þriðju plötu hljómsveitarinnar Killers, fannst látinn á heimili sínu í Las Vegas, mánudaginn sl. Talið er að hann hafi svipt sig lífi. Meira
30. apríl 2012 | Fólk í fréttum | 39 orð | 1 mynd

Málhóf myndlistardeildar LHÍ

Í tilefni af lokadegi útskriftarsýningar Listaháskóla Íslands, 6. maí nk., efna útskriftarnemar og kennarar myndlistardeildar til málhófs í Hafnarhúsinu. Verður á því m.a. rætt hvað blasi við myndlistarfólki að loknu grunnháskólanámi í faginu. Meira
30. apríl 2012 | Kvikmyndir | 98 orð | 1 mynd

Næsta mynd Triers í tveimur útgáfum

Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars Von Trier fer ekki troðnar slóðir í listsköpun sinni. Meira
30. apríl 2012 | Fólk í fréttum | 43 orð | 5 myndir

Sýningin Fólk í mynd var opnuð í Norræna húsinu í fyrradag

Laugardaginn 28. apríl var opnuð sýningin Fólk í mynd og er hún hluti af listahátíðinni List án landamæra. Meira
30. apríl 2012 | Kvikmyndir | 104 orð | 1 mynd

Top Gun 2 í sjónmáli

Kvikmyndafyrirtækið Paramount hefur staðfest að Top Gun 2 verði framleidd, framhald hinnar þekktu kvikmyndar Top Gun frá árinu 1986 sem Tom Cruise fór með aðalhlutverkið í og naut gríðarlegra vinsælda og gerir eflaust enn. Meira
30. apríl 2012 | Tónlist | 44 orð | 1 mynd

Tómas og hljómsveit flytja Laxness

Tómas R. Einarsson og hljómsveit munu halda útgáfutónleika á Gljúfrasteini á morgun kl. 16 og kl. 18 vegna nýútkominnar hljómplötu Tómasar, Laxness. Meira
30. apríl 2012 | Fólk í fréttum | 814 orð | 2 myndir

Þorpið fóstraði mig

Hugmyndirnar streyma til mín, ég hef meira verið að ýta þeim frá mér en laða þær til mín. En svo megum við ekki gleyma því að list gefur af sér list. Ég er kannski að lesa skemmtilega bók og fæ hugmynd. Eða ég heyri lag og hugsa: Já, þessi tónn! – og lag verður til í hausnum á mér. Meira
30. apríl 2012 | Fjölmiðlar | 170 orð | 1 mynd

Æsispennandi Útsvar

Það var vitaskuld leitt að Vilhjálmur Bjarnason og félagar í Garðabæ skyldu falla úr keppni í Útsvari. Meira

Umræðan

30. apríl 2012 | Aðsent efni | 1003 orð | 1 mynd

Á Seðlabankinn að berjast gegn hækkunum ríkisstjórnarinnar?

Eftir Illuga Gunnarsson: "Hækkun opinberra gjalda er sérstaklega áhugaverð í þessu samhengi. Þetta eru ekki verðhækkanir vegna of mikillar eftirspurnar. Hækkun vaxta mun því ekki snúa þessum verðhækkunum við." Meira
30. apríl 2012 | Aðsent efni | 441 orð | 1 mynd

Áskorun á forystu ASÍ

Eftir Guðna Ágústsson: "Auðvitað urðu SI að geyma þessa afstöðu félaganna í salti í heila viku áður en hún var gerð opinber, ég fyrirgef þeim það." Meira
30. apríl 2012 | Pistlar | 427 orð | 1 mynd

Búrhval rekur á fjörur

Jafnréttismál,“ segir stóra systir mín hiklaust þegar ég spyr hvað ég eigi að skrifa um í þessum pistli. „Já, það er alveg rétt hjá henni,“ segir mamma. „Skrifaðu um jafnréttismál.“ Og hún er strax komin á flug. Meira
30. apríl 2012 | Aðsent efni | 351 orð | 1 mynd

Bæn dagsins

Eftir Sigurbjörn Þorkelsson: "Gefðu mér styrk til að takast á við þau verkefni sem á vegi mínum verða. Ganga þakklátur og glaður til verka, ekki með ólund, nöldri eða neikvæðni." Meira
30. apríl 2012 | Aðsent efni | 684 orð | 1 mynd

Frestum pólitísku hruni

Eftir Jóhann J. Ólafsson: "Brýnasta verkefnið er að bæta tekju- og eignahag allra einstaklinga í landinu, allra." Meira
30. apríl 2012 | Aðsent efni | 822 orð | 1 mynd

Hroki og fordómar í VR

Eftir Guðmund Inga Kristinsson: "Fordómar gagnvart öryrkjum í VR eru ótrúlegir og þeim til skammar er sáu lag til að ráðast ólöglega að öryrkjum með þessum hætti" Meira
30. apríl 2012 | Aðsent efni | 306 orð | 1 mynd

Læknislausir dagar á Vopnafirði

Eftir Lilju Kristjánsdóttur: "Það er algerlega óverjandi að Vopnfirðingar skuli vera án læknis í 18 daga á ári. Hver er hinn raunverulegi sparnaður sem hlýst af þessum aðgerðum?" Meira
30. apríl 2012 | Bréf til blaðsins | 434 orð

Veitur eða verndun?

Frá Páli Pálmari Daníelssyni: "Gott að við sluppum við rafmagnsstríðið mikla, milli Edisons og Tesla í upphafi tuttugustu aldarinnar, um jafnstraum eða riðstraum." Meira
30. apríl 2012 | Velvakandi | 83 orð | 1 mynd

Velvakandi

Landsdómur Dómur Landsdóms yfir Geir Haarde er vissulega umdeilanlegur. Meira

Minningargreinar

30. apríl 2012 | Minningargreinar | 1312 orð | 1 mynd

Auður Jónsdóttir

Auður Jónsdóttir fæddist á Múla í Álftafirði 13. apríl 1944. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 21. apríl 2012. Foreldrar hennar voru Jón Karlsson, bóndi á Múla í Álftafirði, f. 1913, d. 1989 og Sigurborg Björnsdóttir, f. 1912, d. 1961. Meira  Kaupa minningabók
30. apríl 2012 | Minningargreinar | 934 orð | 1 mynd

Árni Bjarnmundur Halldórsson

Árni Bjarnmundur fæddist í Keflavík 2. apríl 1977. Hann lést á heimili foreldra sinna 10. apríl 2012. Foreldrar hans eru Bjarnhildur Helga Árnadóttir, f. 19. mars 1958 og Halldór Heiðar Agnarsson f. 31. maí 1958. Meira  Kaupa minningabók
30. apríl 2012 | Minningargreinar | 95 orð | 1 mynd

Evelyn Þóra Hobbs

Evelyn Þóra Hobbs fæddist í Reykjavík 5. mars 1918. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 19. apríl 2012. Útför Evelynar Þóru fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 27. apríl 2012. Meira  Kaupa minningabók
30. apríl 2012 | Minningargreinar | 295 orð | 1 mynd

Jón Þorgeirsson

Jón Þorgeirsson fæddist í Skógum í Vopnafirði 2. júní 1926. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sundabúð 22. apríl 2012. Útför Jóns fór fram frá Vopnafjarðarkirkju 28. apríl 2012. Meira  Kaupa minningabók
30. apríl 2012 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

María Guðnadóttir

María Guðnadóttir fæddist í Vestmannaeyjum 6. nóvember 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar Maríu voru Guðni Brynjólfsson f. 18. maí 1903, d. 31. maí 1985 og Þórhildur Ingibjörg Sölvadóttir f. 29. Meira  Kaupa minningabók
30. apríl 2012 | Minningargreinar | 2022 orð | 1 mynd

Ólafía Auður Ólafsdóttir

Ólafía Auður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 21.12. 1934. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 20.4. 2012. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Gunnar Einarsson, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 1.9. 1887, d. 19.6. Meira  Kaupa minningabók
30. apríl 2012 | Minningargreinar | 2657 orð | 1 mynd

Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson fæddist á Fossi í Hrútafirði 28. nóvember 1927. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 18. apríl 2012. Foreldrar hans voru Jón Marteinsson, bóndi frá Reykjum í Hrútafirði, f. 26.9. 1879, d. 25.6. Meira  Kaupa minningabók
30. apríl 2012 | Minningargreinar | 1149 orð | 1 mynd

Þórður Anton Víglundsson

Þórður Anton Víglundsson fæddist í Neskaupstað 29. desember 1935. Hann lést á heimili sínu 21. apríl 2012. Foreldrar hans voru Ragnheiður Pétursdóttir verkakona, f. 9.8. 1904, d. 1.11. 1999 og Víglundur Víglundsson sjómaður, f. 6.12. 1894, d. 20.12. Meira  Kaupa minningabók
30. apríl 2012 | Minningargreinar | 4943 orð | 1 mynd

Þórunn Nanna Ragnarsdóttir

Þórunn Nanna Ragnarsdóttir var fædd 13. apríl 1940 í Grænumýrartungu í Hrútafirði í Strandasýslu. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 20. apríl 2012. Foreldrar hennar voru Sigríður Gunnarsdóttir, f. 21. ágúst 1916, d. 10. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

30. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 170 orð | 1 mynd

Bílaframleiðendur að leysa plastvanda

Sprenging í þýskri plastverksmiðju í síðasta mánuði olli titringi hjá bílaframleiðendum en óttast var að skemmdirnar á verksmiðjunni myndu þýða skort á plastefnum sem þarf til bílasmíðinnar. Meira
30. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 140 orð

GM með augastað á Isuzu

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors á í samningaviðræðum við Isuzu Motors að kaupa 10% hlut í japanska fyrirtækinu, að því er Wall Street Journal greinir frá. Meira
30. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 768 orð | 2 myndir

Rétt ákvörðun að auka framboðið árið 2009

Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Jákvæðar fréttir berast af rekstri Icelandair Group og dótturfélaga samsteypunnar þessa dagana. Meira
30. apríl 2012 | Viðskiptafréttir | 161 orð | 1 mynd

Von á meiri bómull frá Indlandi

Stjörnvöld á Indlandi þykja líkleg til að heimila meiri útflutning á bómull á yfirstandandi markaðsári. Ráðuneytisnefnd ákveður hve mikið bómullarframleiðendur mega flytja úr landi. Meira

Daglegt líf

30. apríl 2012 | Daglegt líf | 134 orð | 1 mynd

Bréf, póstkort og handrit

Í Þjóðarbókhlöðu standa nú yfir fjórar sýningar. Ein þeirra er helguð 110 ára fæðingardegi Halldórs Laxness og ber yfirskriftina Bernska skálds í byrjun aldar. Önnur er gestasýning frá Breiðdalssetrinu í Breiðdal, Maður orða, um dr. Meira
30. apríl 2012 | Daglegt líf | 96 orð | 1 mynd

...lítið inn hjá Frú Laugu

Hún er aldeilis kærkominn kostur hverfisbúðin í Laugarnesinu (við Laugalæk) sem heitir einfaldlega Frú Lauga. Þangað er vert að gera sér ferð því hún býður upp á ferskar matvörur frá íslenskum bændum um land allt. Meira
30. apríl 2012 | Daglegt líf | 453 orð | 1 mynd

Lyfjanotkun í dýrum og öryggi matvæla

Eftirlit með aðskotaefnum í matvælum hefur verið framkvæmt hér á landi um langt skeið. Þrátt fyrir að magn þessara efna hafi mælst mjög lágt geta ýmis óæskileg efni borist í mat og ávallt þörf á að standa vaktina. Meira
30. apríl 2012 | Daglegt líf | 585 orð | 2 myndir

Styrkir samskipti barna og foreldra

Samskiptaboðorð Aðalbjargar Stefaníu Helgadóttur hjúkrunarfræðings eru aðgengileg og ætluð til að sýna fólki hve miklu máli það skiptir að beita uppbyggjandi framkomu við börn. Meira
30. apríl 2012 | Daglegt líf | 116 orð | 1 mynd

Úrval léttrar afþreyingar

Internetið virðist stundum vera endalaus uppspretta afþreyingar og fræðslu svona í og með. Vefsíðan buzzfeed.com er eins konar sarpur fyrir margt forvitnilegt sem finna má á internetinu. Meira

Fastir þættir

30. apríl 2012 | Árnað heilla | 56 orð | 1 mynd

Ása Valdís Árnadóttir

30 ára Ása fæddist á Selfossi og er þar búsett. Hún hefur verið markaðsstjóri hjá Hótel Rangá frá árinu 2010. Eiginmaður Ingólfur Örn Jónsson, f. 1979, rafvirki sem starfar sjálfstætt. Sonur þeirra: Árni Tómas, f. 2009. Dóttir Ingólfs: Þóranna Vala, f. Meira
30. apríl 2012 | Í dag | 280 orð | 1 mynd

Bjarni Benediktsson

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fæddist í Reykjavík 30. apríl 1908 og ólst upp í stórum systkinahópi að Skólavörðustíg 11A. Foreldrar hans voru Benedikt Sveinsson, alþm. Meira
30. apríl 2012 | Fastir þættir | 168 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Dobl og afdobl. A-NS. Norður &spade;ÁD6 &heart;D8 ⋄ÁKD54 &klubs;K98 Vestur Austur &spade;109 &spade;87532 &heart;1097652 &heart;Á4 ⋄973 ⋄8 &klubs;D4 &klubs;ÁG1072 Suður &spade;KG4 &heart;KG3 ⋄G1062 &klubs;653 Suður spilar 3G... Meira
30. apríl 2012 | Árnað heilla | 217 orð | 1 mynd

Fer með fjölskylduna til Istanbúl

Við erum bæði fertug í vor, ég og maðurinn minn, og ætlum af því tilefni í ferðalag með börnin til Tyrklands í seinni hluta maí, skoða arkitektúr í Istanbúl og liggja svolítið á strönd, þannig að það er eiginlega svona stóra afmælishátíðin,“ segir... Meira
30. apríl 2012 | Árnað heilla | 48 orð | 1 mynd

Hulda Guðmundsdóttir

30 ára Hulda ólst upp í Færeyjum og á Akureyri. Hún er nú í fæðingarorlofi. Maður Barði Þór Jónsson, f. 1982, fjármálaverkfræðingur. Börn: Bríet Klara, f. 2006, og Albert Gísli, f. 2011. Foreldar Margrét Þorvaldsdóttir, f. Meira
30. apríl 2012 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Kristinn Már Magnússon

30 ára Kristinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og í Kópavogi. Hann er ráðgjafi hjá Expectus, ráðgjafafyrirtæki. Kona Sigrún Bragadóttir, f. 1981, deildarstjóri. Börn Rebekka Lind, f. 2007, og Brynjar Már, f. 2010. Meira
30. apríl 2012 | Í dag | 51 orð

Málið

Gamall bíógestur finnur til angurværðar er hann minnist orðsins ENDIR, sem gaf til kynna að nú yrði maður að hypja sig út í veruleikann. Endi er ekki alveg það sama. Meira
30. apríl 2012 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Reykjavík Sigurður Emil fæddist 18. júní kl. 11. Hann vó 4.070 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru María Stefanía Stefánsdóttir og Einar Sverrir Sigurðsson... Meira
30. apríl 2012 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Nýir borgarar

Akureyri Alexandra Dagmar fæddist 16. mars kl. 01.50. Hún vó 3.100 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Aðalheiður Hannesdóttir og Guðmundur Ragnar Sverrisson... Meira
30. apríl 2012 | Í dag | 14 orð

Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er...

Orð dagsins: Andinn opinberast í sérhverjum til þess, sem gagnlegt er. (I.Kor. Meira
30. apríl 2012 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Rf3 e6 3. c4 b6 4. e3 Bb7 5. Rc3 Bb4 6. Bd3 O-O 7. O-O Bxc3 8. bxc3 d6 9. Rd2 Rbd7 10. e4 e5 11. f3 He8 12. Hf2 c6 13. Rf1 d5 14. Rg3 Dc7 15. Bg5 h6 16. Be3 Had8 17. Rf5 dxc4 18. Bxc4 b5 19. Bb3 Rc5 20. Hd2 Rxb3 21. axb3 a6 22. dxe5 Hxd2... Meira
30. apríl 2012 | Árnað heilla | 201 orð

Til hamingju með daginn

100 ára Fjóla Þorsteinsdóttir 90 ára Sveingerður Benediktsdóttir 85 ára Þóra Sæmundsdóttir 80 ára Erla Hannesdóttir Jón Bjarnar Ingjaldsson Ólafía Þorsteinsdóttir Stefanía Sveinbjörnsdóttir 75 ára Lárus Jóhannesson 70 ára Alda Sigurðardóttir Erlendur... Meira
30. apríl 2012 | Í dag | 241 orð

Tunglskinsnætur fram til fjalla

Í dag 30. apríl er öld liðin frá fæðingu Sigríðar Beinteinsdóttur á Hávarsstöðum, sem gift var Jóni Magnússyni oddvita þar og hreppstjóra. Hún var ein af systkinunum frá Grafardal sem öll voru skáldmælt; Halldóra B. Meira
30. apríl 2012 | Árnað heilla | 503 orð | 4 myndir

Við förum bara fetið

Halldór fæddist í Vestmannaeyjum en ólst upp í Reykjavík hjá fósturforeldrum sínum, Jóni Björnssyni, f. 31.8.1903, d. 28.6. 1985, húsgagnabólstrara, og Bergþóru Bergsdóttur, f. 8.11.1904, d. 4.5. 1972, húsfreyju, (föðursystir Halldórs). Meira
30. apríl 2012 | Fastir þættir | 257 orð

Víkverji

Víkverji ákvað fyrir nokkru að láta gera tilboð í tryggingar heimilisins. Samkvæmt ráðleggingum fróðra manna og kvenna er rétt að fara í slíkar æfingar á hverju ári, til að tryggja að útgjöld heimilisins séu ekki hærri en þörf krefur. Meira
30. apríl 2012 | Í dag | 99 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

30. apríl 1701 Prjónles Íslendinga var ákvarðað með konungsbréfi. Sokkar áttu að vera einlitir, ein dönsk alin á lengd og víðir eftir því. 30. apríl 1959 Útvarpið birti frétt um að sexhöfða kálfur hefði fæðst í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Meira

Íþróttir

30. apríl 2012 | Íþróttir | 96 orð | 1 mynd

Ásgeir meistari sjötta árið í röð

Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í loftskammbyssu karla á Íslandsmótinu í skotfimi sem fram fór í Egilshöllinni. Ásgeir hlaut 674,5 stig. Þetta er 6. árið í röð sem Ásgeir verður Íslandsmeistari í þessari grein. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 366 orð

„Íslendingarnir fá núna meira vægi“

„Menn vilja minnka vægi erlendra leikmanna svo að þeir íslensku njóti sín betur. Íslendingarnir fá núna meira vægi en undanfarin ár. Það var stór meirihluti fundarins á þeirri skoðun að fara þessa leið,“ sagði Hannes S. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 685 orð | 2 myndir

„Þetta er algjör bilun“

England Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Ekki er langt síðan margir töldu Manchester City eiga Englandsmeistaratitilinn vísan. Enn styttra er síðan flestir höfðu bókað að titillinn yrði áfram í vörslu Manchester United. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 108 orð | 1 mynd

Derrick Rose úr leik með Chicago Bulls

Derrick Rose, leikmaðurinn snjalli í liði Chicago Bulls, leikur ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 664 orð | 4 myndir

Eftir basl kviknaði loks í Mosfellingum eftir hlé

Garðabærinn Stefán Stefánsson ste@mbl. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 183 orð | 1 mynd

Ellefti sigur Spurs í röð

San Antonio Spurs hrósaði sigri gegn Utah Jazz, 106:91, í fyrstu viðureign liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik í kvöld. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 191 orð | 1 mynd

Finnur spilandi þjálfari Kyndils

Finnur Hansson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Kyndils í Færeyjum og mun hann jafnframt leika með liðinu. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 477 orð

Formaður HSÍ segir tillögu Víkinga ekki bestu leiðina

Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Breytingatillögu Víkinga var vísað frá á ársþingi Handknattleikssambands Íslands sem fram fór um helgina. Hún gerði ráð fyrir því að leikið yrði í einni 14 liða deild næsta vetur í stað tveggja deilda eins og undanfarin... Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 315 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði 3 af mörkum Team Tvis Holstebro þegar liðið sigraði Randers á heimavelli, 35:29, í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik á laugardag. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 400 orð | 4 myndir

Fólk sport@mbl.is

Ragnar Sigurðsson lék allan tímann í vörn danska meistaraliðsins FC Köbenhavn þegar liðið lagði AaB, 3:0, á heimavelli sínum á Parken. Sölvi Geir Ottesen var fjarri góðu gamni í liði meistaranna vegna meiðsla. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 385 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Jón Arnór Stefánsson skoraði 6 stig fyrir Zaragoza þegar liðið lagði Banca, 65:59, í spænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Sigurinn gerði það að verkum að Jón og samherjar hans eiga enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 353 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Gylfi Þór Sigurðsson var valinn besti maður Swansea í leiknum gegn Wolves á Liberty Stadium þar sem Sir Alex Ferguson , stjóri Manchester United, var á meðal áhorfenda. Swansea fór illa að ráði sínu. Liðið komst í 3:0 og 4:1 en lokatölur urðu 4:4. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Gunnar Heiðar setti tvö fyrir Norrköping

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er á meðal markahæstu leikmanna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gunnar skoraði í gær sitt fjórða mark í sex leikjum en framherjinn fljóti skoraði tvö af mörkum Norrköping þegar liðið hafði betur gegn Malmö, 3:2. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Hodgson fær að láta draum rætast

Allt útlit er fyrir að Roy Hodgson verði ráðinn næsti þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu og stýri því liðinu á Evrópumeistaramótinu í Úkraínu og Póllandi í sumar. Enska knattspyrnusambandið hefur fengið leyfi WBA til að ræða við stjórann. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 125 orð | 1 mynd

Kolbeinn skrefi frá meistaratitlinum

Kolbeinn Sigþórsson og félagar hans í Ajax eru svo gott sem búnir að tryggja sér hollenska meistaratitilinn í knattspyrnu. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 1722 orð | 1 mynd

Lengjubikar karla A-DEILD, úrslitaleikur: Fram – KR 0:1 &ndash...

Lengjubikar karla A-DEILD, úrslitaleikur: Fram – KR 0:1 – Þorsteinn Már Ragnarsson 57. B-DEILD, undanúrslit: Njarðvík – Afturelding 3:2 Hörður Ingi Harðarsson 38., Árni Þór Ármannsson 50., Rafn Markús Vilbergsson 89. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 28 orð | 1 mynd

NBA-deildin Úrslitakeppnin, 1. umferð: Austurdeild: Chicago &ndash...

NBA-deildin Úrslitakeppnin, 1. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 469 orð | 3 myndir

Ólafur lék listir sínar í Barcelona

handbolti Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það verða þrjú Íslendingalið sem leika til úrslita um Evrópumeistaratitilinn í handknattleik í Köln í Þýskalandi helgina 26.-27. maí. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 560 orð | 4 myndir

Skemmtilegur endir

Í Kórnum Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is Hann var ekki mikið fyrir augað, úrslitaleikur KR og Fram í Lengjubikarkeppni karla í knattspyrnu sem fram fór á laugardaginn. KR tryggði sér þó sinn fimmta Lengjubikartitil í 16 ára sögu keppninnar með 1:0 sigri. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

Southampton í hóp þeirra bestu

Southampton fylgir Reading upp í ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu en það varð ljóst eftir að liðið vann stórsigur á Coventry, sem var þegar fallið úr 1. deildinni, 4:0, í lokaumferðinni. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Titlinum fagnað í Baskahéraði?

Barcelona frestaði meistarafagnaðarlátum Real Madrid um nokkra daga með mögnuðum 7:0 útisigri á Rayo Vallecano í gærkvöldi í fjórðu síðustu umferð spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 591 orð | 2 myndir

Torres vaknaður til lífsins

England Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég er búinn að eiga mjög erfitt ár. Það eina sem maður getur gert er að leggja hart að sér og þá mun maður uppskera. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 856 orð | 4 myndir

Þór neitar að gefast upp

Grindavík Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Guli liturinn var allsráðandi í gærkveldi þegar Þórsarar freistuðu þess að láta fjórða leik í Þorlákshöfn verða að veruleika í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Meira
30. apríl 2012 | Íþróttir | 314 orð | 1 mynd

Þýskaland A-DEILD: Lemgo – Wetzlar – 32:24 • Kári...

Þýskaland A-DEILD: Lemgo – Wetzlar – 32:24 • Kári Kristján Kristjánsson skoraði 5 mörk fyrir Wetzlar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.